30 september 2011

Page 1

Jón Gnarr

Eva María og Óskar

Vill bæta aðstöðu ÓKEYPIS hunda í ÓKEYPIS borginni

Fyrrverandi hjón búa til barnabók saman

Viðtal 20

62

TAL TROMP FRíTT í háLFT áR 30. september-1. október 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 39. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Fréttaskýring Fasteignamark aðurinn

Samkeppniseftirlitið skoðar samráð banka og Íbúðalánasjóðs á fasteignamarkaði ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Theodór og Margrét Þjáðust með persónum Eldfjalls 30 Viðtal

Á sama tíma og Samkeppniseftirlitið skoðar hvort stóru bankarnir, Íbúðalánasjóður og Félag fasteignasala hafi brotið samkeppnislög með samráði ÓKEYPIS

YPIS Ó K EÍbúðalánasjóðs um framboð fasteigna á markaði berst framkvæmdastjóri

við hóp manna sem leitar uppi eignir sjóðsins og kaupir á undirverði. Framkvæmdastjórinn segir þessar sömu íbúðir koma aftur inn á borð sjóðsins þegar nýr kaupandi óski eftir láni og verð íbúðarinnar sé þá oft um tveimur milljónum krónum hærra en sjóðurinn seldi á. Sjá nánar á bls 2, 12, 14 og 15

Galdrakarlinn í Oz fær  „Þessi sýning hefur allt til alls og rígheldur meira að segja athygli allra yngstu gestanna“

Leikhús 60

Ragnhildur Steinunn Dansaði sig á skjáinn 66

BYKOblaðið 30. september - 6 . október

Bleikur október

10 % renna til Krab

bameinsfélagsins

Í októbermánuði renna 10% söluandv slaufumerktum vörum irðis í BYKO til Krabbam af einsfélagsins!

Styðjum gott málefni

Skrúfjárnasett

690

Kópal innimálning

kr.

5.990

Fullt verð 945 kr.

Fullt verð 6.590 kr.

Vnr. 71139980

kr.

Bykoblaðið í miðju Fréttatímans 4 lítrar

HURRICANE skrúfjárnasett, 7 stk. Torx 5 - 15.

Vnr. 86620040

KÓPAL Glitra innimálning, gljástig 10, hvítir litir, 4 l.

Skrúfvél

9.990

kr.

Soda Stream

15.990

Vnr. 74864005

BOSCH IXO BASIC skrúfvél 3,6 V.

Vnr. 94990039

SODA STREAM GENESIS COLA 60 lítra gashylki, 1 lítra plastflaska og tvö glös fylgja með.

JL-húsinu Hringbraut 121 Við opnum kl:

Og lokum kl:

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-22:00 virka daga 10:00-22:00 helgar

JL-húsinu

kr.


2

fréttir

Helgin 30. september-2. október 2011

 Fjölmiðlar Fréttatíminn ársgamall

Fjöldi lesenda jafn áhorfi vinsælasta sjónvarpsþáttarins Blaðið stendur undir nafni sem blað fólksins enda lesið af 62% höfuðborgarbúa á aldrinum 25-80 ára.

„Fréttatíminn er í hverri viku lesinn af tæplega 100 þúsund lesendum sem er álíka mikill fjöldi og horfir að jafnaði á vinsælasta dagskrárlið vikunnar í sjónvarpi. Þegar við fórum af stað sögðumst við vilja vera blað fólksins. Þessar móttökur, sem við erum mjög þakklát fyrir, sýna okkur að við erum á réttri leið,“ segir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttatímans, en blaðið er ársgamalt; fyrsta tölublað þess kom út 1. október 2010. Lesendur og auglýsendur hafa tekið Fréttatímanum fagnandi þetta fyrsta starfsár. „Fyrir ári settum við okkur það markmið að gefa út blað sem væri

ingar að það er lesið jafnt yfir helgina. áhugavert og óháð valdablokkum – Blaðið skilar auglýsendum því árangri og að Fréttatíminn væri góður kostur og við erum þakklát fyrir auglýsenda og skilaði þeim móttökur lesenda og árangri,“ segir Valdimar TAL TROMP FRíTT í háLFT áR auglýsenda. Fram Birgisson auglýsingastjóri. undan eru spenn„Þessi markmið hafa náðst. andi tímar þar sem við Mælingar sýna að lesendSamkeppni seftirlitið skoðar sam munum halda áfram að um líkar blaðið því Fréttaráð banka og Íbúðalán asjó þjónusta auglýsendur tíminn er lesinn af 62% fasteignamar ðs á kaði og stuðla að samkeppni höfuðborgarbúa á aldrá auglýsingamarkaði,“ inum 25-80 ára. Blaðið segir Valdimar. stendur undir nafni sem Teitur Jónasson, helgarblað. Það er ekki framkvæmdastjóri aðeins lesið á föstudögMorgundags, útgáfuféum heldur sýna mælÓKEYPI S ÓKEY PIS

eva María og Óskar

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

Jón Gnarr Vill bæta aðstöðu

Fyrrver andi hjón búa til barnabók saman

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

ÓKEYPI S ÓKEY hunda PIS

í borginni

62

Viðtal 20

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

30. september-

1. ok tóber 2. tölublað 1. árg 39. angtölublað ur

2011 2. árgangur

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

 Fr ét task ýr

ing Fasteig na

m a r k a ður

inn

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

ÓKEYPI S ÓKEY PIS

theodór og Margrét

Þjáðust með persónum Eldfjalls 30 Viðtal

Á sama tíma

og Samkepp niseftirlitið skoðar lánasjóður og hvort stóru bankarnir Félag fasteigna , Íbúðasala hafi brotið um framboð samkeppnislög fasteigna á markaði samráði berst framkvæm Ó K E Ymeð við hóp manna PIS ÓK E Y P dastjóri sem leitar uppi Íbúðalána I S sjóðs eignir sjóðsins Framkvæmdastjóri og kaupir á undirverð nn segir þessar i. sömu íbúðir sjóðsins þegar koma aftur inn nýr kaupandi á borð óski eftir láni og verð íbúðarinn um tveimur milljónum krónum ar sé þá oft hærra en sjóðurinn seldi á. sjá nánar á bls 2, 12, 14 og 15

Galdrakarlinn Oz fær  í 

„Þessi sýning hefur allt til alls og rígheldu r meira að segja athygli allra yngstu gestanna“ leikhús 60

lags Fréttatímans, segir rekstur blaðsins þetta fyrsta ár hafa gengið vonum framar. Allar áætlanir hafi staðist. „Við vorum viss um það, þegar við fórum af stað í fyrra, að rík þörf væri fyrir nýtt helgarblað í frídreifingu og viðtökur lesenda, og ekki síður auglýsenda, hafa sýnt að við höfðum rétt fyrir okkur. Með tilkomu Fréttatímans hefur fjölbreytni á auglýsingamarkaði aukist, sem er allra hagur. Við erum rétt að byrja og ætlum okkur miklu meira.“

Ragnhildur steinunn Dansaði sig á skjáinn 66

BYKOblaði ð 30. september

Bleikur

- 6 . október

október

Jónas Haraldsson

10 % renna til Krabbameins

félagsins

Í októbermánuði slaufumerktum renna 10% söluandvirðis vörum í BYKO til af Krabbameinsfélagsins!

JL-húsinu Hring braut 121

Við opnum kl:

Styðjum gott málefni

Skrúfjárnasett

690

kr.

Fullt verð 945 kr.

BykOBlaðið í MiðJu FRéttatí Mans

Kópal innimálning

5.990

Vnr. 71139980

HURRICANE 7 stk. Torx skrúfjárnasett, 5 - 15.

Fullt verð 6.590 kr.

kr.

4 lítrar

Vnr. 86620040

KÓPAL Glitra innimálning, gljástig 10, hvítir litir, 4 l.

Skrúfvél

9.990

kr.

Vnr. 74864005

BOSCH IXO BASIC skrúfvél 3,6 V.

Soda Stream

15.990

kr.

Vnr. 94990039

www.lyfogheilsa .is SODA STREAM GENESIS 60 lítra gashylki, COLA plastflaska 1 lítra og tvö glös

fylgja með.

Og lokum kl:

jonas@frettatiminn.is

Opnunartímar 08:00-22:0 0 virka daga 10:00-22:0 0 helgar

 Íbúðalánasjóður

JL-húsinu

950 gjaldþrot það sem af er ári Í ágúst 2011 voru 12 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 19 fyrirtæki í ágúst 2010, sem jafngildir tæplega 37% fækkun á milli ára, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Fyrstu átta mánuði ársins 2011 er fjöldi gjaldþrota 950 sem er 52,5% aukning frá sama tímabili árið 2010 þegar 623 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Eftir bálkum atvinnugreina eru flest gjaldþrot í Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð það sem af er árinu. Í ágúst 2011 voru skráð 110 ný einkahlutafélög sem er sami fjöldi og í ágúst 2010. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest einkahlutafélög skráð í Fasteignaviðskipti. Heildarfjöldi nýskráðra einkahlutafélaga er 1.071 fyrstu átta mánuði ársins og hefur nýskráningum fækkað um tæp 4% frá sama tímabili árið 2010 þegar 1.112 ný einkahlutafélög voru skráð. - jh

Forsætisráðherra hefur skipað Einar Karl Hallvarðsson hæstaréttarlögmann í embætti ríkislögmanns til fimm ára. Einar Karl fæddist 6. júní 1966 og lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1993. Hann öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1994 og fyrir Hæstarétti árið 1997. Hann hefur starfað við embætti ríkislögmanns frá árinu 1994 og verið settur ríkislögmaður frá 1. desember 2010. Einar Karl hefur jafnframt gegnt stöðu dósents við Háskólann á Bifröst frá árinu 2007. - jh

Elfa Ýr framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar Elfa Ýr Gylfadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Hún lauk BA-námi í bókmenntum frá HÍ árið 1994, prófi í hagnýtri fjölmiðlun við sama skóla árið 1996 og hefur lokið tveimur meistaragráðum í fjölmiðlun og boðskiptum; í fjölmiðlunar-, margmiðlunar- og fjarskiptafræðum frá Georgetown University í Bandaríkjunum og í fjölmiðlaog ímyndarfræðum frá University of Kent í Bretlandi. Frá árinu 2006 hefur Elfa Ýr starfað sem deildarstjóri fjölmiðlamála innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Fjölmiðlanefnd tók til starfa 1. september síðastliðinn. Hún er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til.- jh

Oddný þingflokksfor­mað­ ur Samfylkingarinnar Oddný G. Harðardóttir er nýr þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hún tekur við formennskunni af Þórunni Sveinbjarnardóttur sem sagði af sér þingmennsku fyrr í þessum mánuði. Magnús Orri Schram tekur við varaformennsku í þingflokknum en því embætti gegndi Jónína Rós Guðmundsdóttir áður. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir var kosin ritari þingflokksins. Oddný hefur verið alþingismaður Suðurkjördæmis frá árinu 2009. - jh

Fjöldauppsagnir Skipti sögðu í gær upp 45 manns sem starfa hjá dótturfélögum fyrirtækisins. Hjá Skiptum, Mílu, Símanum og Skjánum starfa nú 905 manns. Félögin hafa fækkað stöðugildum um 68. Þá sagði ÍAV upp 40 manns fyrir þessi mánaðamót, en þetta er þriðja stóra hópuppsögnin hjá fyrirtækinu frá hruni. Enn fremur var fimm starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur sagt upp störfum í gær. Loks sögðu Sambíóin upp um 30 starfsmönnum sem starfa í Kringlubíói. - jh

Leiðrétt

Ljósmynd/Hari

Einar Karl Hallvarðsson skipaður ríkislögmaður

Sigurður Erlingsson „Örfáir fasteignasalar hafi ekki gætt hagsmuna sjóðsins heldur ráðlagt kaupendum að bjóða lágt ...“

Hafa milljónir af Íbúðalánasjóði Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs segir hóp manna stunda það að kaupa íbúðir af sjóðnum og endurselja á hærra verði. Mál sem sjóðsmenn hafi talið augljós efnahagsbrot hafi dagað uppi hjá efnahagsbrotadeildinni og tilfinningin sé sú að þar á bæ skilji menn ekki eðli efnahagsbrota.

Ekki var skotið á sérsveitarmenn í Daníelsslippnum árið 1985, eins og stóð í síðasta Fréttatíma, heldur í öðru máli á þessum sama stað. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

U En því miður höfum við séð mál [...] sem voru í mínum huga algerlega borðleggjandi [...] daga uppi hjá efnahagsbrotadeildinni.

Ráðstefnur & fundir Fullkomin aðstaða fyrir allt að 500 manns

Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is

m tugur eigna sem Íbúðalánasjóður hefur selt hefur verið endurseldur örskömmu eftir að gengið var frá sölunni á mun hærra verði. Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs grunar á annan tug manna um græsku, telur að þeir kaupi eignirnar með klækjum, gagngert til að hagnast. Sjóðurinn kærði slík kaup til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.

Óhæf efnahagsbrotadeild

„Því miður höfum við séð mál, þar sem mjög óeðlilegir hlutir áttu sér stað og voru í mínum huga algerlega borðleggjandi [brot] og búið að afla allra gagna, daga uppi hjá efnahagsbrotadeildinni. Starfsfólk mitt hefur á tilfinningunni að menn skilji ekki raunverulegt eðli efnahagsbrota og finnist viðskiptin eðlileg,“ segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri sjóðsins. Sigurður segir starfsmenn Íbúðalánasjóðs hafa reynt að greina hverjir kaupi eignirnar en það sé svolítið erfitt þegar stofnuð séu félög til kaupanna. „Þó höfum við nokkra aðila grunaða um að vera tengdir fleiri en einum svona viðskiptum; við fylgjumst mjög náið með því hvað ákveðnir einstaklingar gera. Þetta er ákveðinn hópur manna, en samt eru sumir duglegri en aðrir. Þetta hefur verið stundað kerfisbundið og

ákveðin leikflétta verið í gangi,“ segir Sigurður. Hluti af hópnum segir hann að makki saman en svo standi aðrir einir í kaupunum. Sigurður segir það einnig hafa gerst að sjóðnum hafi verið ráðlagt að selja á ákveðnu verði á ákveðnum svæðum, en þegar upp var staðið selt á mun hærra verði. Örfáir fasteignasalar hafi ekki gætt hagsmuna sjóðsins heldur ráðlagt kaupendum að bjóða lágt; sjóðurinn taki líkast til tilboðinu. „Í sumum tilvikum hefðum við orðið af allt af fimm milljónum króna hefðum við tekið fyrstu ráðleggingu fasteignasalanna.“

Með mónitor á markaðnum

„Við fylgjumst því grannt með markaðnum og sjáum hvað sambærilegar eignir fara á. Sé skekkjan innan við milljón teljum við það eðlilegt en við seljum ekki sé skekkjan meiri og ekki hægt að skýra verðmuninn með ástandi eignarinnar,“ segir Sigurður. Óþolandi sé fyrir þegna landsins, skattgreiðendur, að eignir fari á undirverði því það sé í raun ráðstöfun ríkiseigna. Slíkt verði ekki liðið. Lestu einnig fréttaskýringu um fasteignamarkaðinn á síðu 12 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is


F í t o n / S Í A

NÁÐU ÞÉR Í NÝJA N1 APPIÐ ÞETTA GERIR ÞÚ MEÐ N1 APPINU · Kaupir eldsneyti á N1 stöðvum · Skoðar Skoða færslur og punktastöðu · Skoðar Skoða N1 kortatilboð

DEKK D

LÍFIÐ

· Finnur næstu N1 stöð á korti · Skoðar eldsneytisverðið · Finnur rétt dekk eftir bílnúmeri

TILBOÐ

MITT N1

ELDSNEYTI

Fylgstu vel með, það eru fleiri nýjungar í N1 appinu handan við hornið!

STAÐIR


4

fréttir

Helgin 30. september-2. október 2011

veður

Föstudagur

sunnudagur

laugardagur

Rok og rigning Hún er ekki kræsileg veðurspáin fyrir helgina, en vissulega lagast veðrið mikið á sunnudag. Gert er ráð fyrir að djúp lægð með stormi og rigningu verði alveg ofan í landsteinunum í dag og á morgun laugardag. Fyrst SA-hvassvirðri eða stormur síðan S-átt og á endanum SV-stormur. Þetta er vissulega með ókræsilegri haustlægðum sem maður sér og braut hennar er sérstaklega óhagstæð Suðvestur- og Vesturlandi. Norðaustan- og austanlands verður bæði þurrara og talsvert hægari vindur. Strax eftir helgi snýst síðan í N-átt og kólnar þá um land allt. Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin. is

Miðborgin okkar! 9

12

7

13

10

10

12

8 10

Höfuðborgarsvæðið: Slagveðursriging og hvassviðri meira og minna allan daginn.

9

10

9 9

Stormur um vestanvert landið af SA og S. Rigning, en þurrt lengst af norðaustan- og austanlands og þar fremur hlýtt í veðri.

8

Langur laugardagur þessa helgina. Hundruð verslana og veitingahúsa bjóða vörur og þjónustu.

9

Hvöss SV-átt, sérstaklega um vestanvert landið. Skúrir og rigning. Þurrt og nokkuð bjart eystra.

Veðrið róast mikið. Væta sunnan- og vestanlands, en síður norðan- og austantil

Höfuðborgarsvæðið: SV-átt, allt að því stormur um tíma og með bleytu annað slagið.

Höfuðborgarsvæðið: Mun hægari vindur og dálítil rigning eða skúraleiðingar.

Sjá nánar auglýsingu á bls. 26-27 og á www.miðborgin.is

Verðbólgan 5,7 prósent Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í september hækkaði um 0,63% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,75% frá ágúst. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,7% og vísitalan án húsnæðis um 5,5%, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,0% sem jafngildir 4,1% verðbólgu á ári, en 3,6% verðbólgu fyrir vísitöluna án húsnæðis. Sumarútsölum er víðast lokið og hækkaði verð á fötum og skóm um 4,2% og verð á húsgögnum, heimilis- og raftækjum um 2,3%. Þá hækkaði verð á dagvöru um 0,6%. - jh

Guðmundur Árni sendiherra í Washington Guðmundur Árni Stefánsson, sem verið hefur sendiherra í Stokkhólmi frá árinu 2005, verður sendiherra í Washington frá og með morgundeginum, 1. október, að því er fram kemur í tilkynningu utanríkisráðuneytisins. Hjálmar W. Hannesson, sem verið hefur sendiherra í Washington frá árinu 2009, flyst til starfa í ráðuneytinu frá sama tíma. Aðrar breytingar í utanríkisþjónustunni verða þessar: Gunnar Gunnarsson sendiherra, sem hefur verið við störf í ráðuneytinu frá árinu 2008, verður sendiherra í Stokkhólmi frá 1. október. Benedikt Ásgeirsson, sem verið hefur sendiherra í Moskvu frá árinu 2006, flyst til starfa í ráðuneytinu frá 1. október. Albert Jónsson sendiherra, sem hefur verið aðalræðismaður í Færeyjum frá árinu 2009, verður sendiherra í Moskvu frá 1. október. - jh

5,7% hækkun vísitölu neysluverðs Sept. 2010-sept. 2011 Hagstofa Íslands

Flugfreyjur kolfelldu kjarasamninginn Yfirgnæfandi meirihluti flugfreyja, 85%, felldi kjarasamning sem félag þeirra gerði við Icelandair í síðustu viku. Kjörfundur stóð yfir í þrjá daga um síðustu helgi. Alls greiddu 68% félagsmanna atkvæði. Flugfreyjur voru, að því er fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá, afar óánægðar með samninginn; aðallega með ákvæði í svokölluðu hvatakerfi sem Icelandair lagði fram. Þær vilja einnig fá starfsaldurslista, sambærilegan þeim sem flugmenn eru með. - jh

Setningu Alþingis flýtt Alþingi verður sett klukkan 10.30 á morgun, laugardag, en ekki klukkan 13.30 eins og venja er. Fram hefur komið í fréttum að lögreglumenn muni ekki standa heiðursvörð við setningu þingsins en lögreglumenn eru afar ósáttir við niðurstöðu gerðardóms um kjaramál þeirra. Haft hefur verið eftir Snorra Magnússyni, formanni Landssambands lögreglumanna, að stór hópur lögreglumanna hafi verið skikkaður til vinnu þegar þingið verður sett. Þar sagðist Snorri ekki búast við öðru en að lögreglumenn sinntu skyldum sínum og færu að lögmætum fyrirmælum yfirmanna sinna. Fjölmenn mótmæli voru við þingsetninguna í fyrrahaust. - jh

ÚTSALA Frábært grill

fyrir íslenskar aðstæður 13,2 kw/h

Mjög vandað 3ja brennara gasgrill á vandaðri viðargrind Brennarar úr pottjárni Grillgrindur úr postulíns emaleruðu pottjárni Milligrindur úr pottjárni Lok og grill eru postulíns emaleruð utan sem innan Neistakveikja í öllum tökkum Skúffa undir öllu grillinu sem tekur fitu - Hitamælir Orka: 13,2 kw/h = 45.000 BTU Grillflötur: 64 x 48,5 cm Stærð: 145 x 108 x 62 cm

Opið laugardag og sunnudag til kl. 16

Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554-0400

YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI

SPRON og Seðlabanki Íslands handsöluðu samkomulag nýverið og eignast Seðlabankinn því að öllum líkindum 60 fasteignir í bráð. Mynd/Hari

Seðlabankinn eignast heimili og atvinnuhúsnæði Allt stefnir í að Seðlabanki Íslands eignist 60 fasteignir á næstunni. Fræðimaður segir heppilegt að bankinn losi sig við eignirnar sem fyrst. Staðan sé óeðlileg.

losi sig við þær sem fyrst því að svona banki á ekki að standa í fasteignaviðskiptum.“

Viltu kaupa einbýlishús, blokkaríbúð, sumarhús, atvinnuhúsnæði eða byggingarlóð af Seðlabankanum? Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) er við það að leysa til sín tuttugu íbúðir og fjörutíu eignir í atvinnuhúsnæði úr þrotabúi SPRON. Bankinn fékk lánasöfn að veði í stað fyrirgreiðsluláns til SPRON fyrir hrun, en SPRON hafði fasteignirnar að veði fyrir þeim lánasöfnum. Magnús Pálmarsson, hjá eignaumsýslu Dróma sem fer með eignir SPRON og dótturfélaga, segir þessa niðurstöðu nýtilkomna og hluta af stóru uppgjörssamkomulagi við Seðlabankann. Fasteignirnar eru þær fyrstu sem bankinn fær í fangið en veittir voru í kringum 200 milljarðar í svona fyrirgreiðslulán til Glitnis, Kaup-

Gefa ekki upp markaðsvirðið

þings og VBS auk SPRON með veði í lánasöfnum þar sem undirliggjandi tryggingar voru fasteignalán. Í svörum til Fréttatímans segir að Seðlabankinn hafi aldrei tekið beint veð í fasteignum.

Ættu að selja eignirnar sem fyrst

Sveinn Agnarsson, forstöðumaður og fræðimaður við Hagfræðistofnun HÍ, segir í léttum tón að hann hafi enga trú á því að Seðlabanki Íslands stefni að því að verða fasteignafyrirtæki. „Þetta er óeðlilegt ástand sem ég geri fastlega ráð fyrir að verði tímabundið og ég býst við að í samræmi við stefnu þessa félag (ESÍ) muni þeir reyna að selja þessar eignir sem fyrst. Ég tel heppilegt að þeir

Samkvæmt svörum Seðlabankans verður gerð nánari grein fyrir þessum samningi á kröfuhafafundi slitastjórnar SPRON um miðjan október. Kröfuhafar geta mótmælt þessu, en ekki er búist við því. Seðlabankinn neitar að gefa upp hvert markaðsvirði þessara sextíu eigna er eða hversu hátt lánið var; það komi fram á kröfufundinum. Aðrar upplýsingar komi fram í ársreikningi eignasafnsins, en Seðlabankinn framseldi allar kröfur sínar á fjármálafyrirtæki í slitameðferð til þess og er Már Guðmundsson seðlabankastjóri í forsvari fyrir það. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

 Ágreiningur Líkir bók agagnrýnanda við kúrek a

Skýtur fyrst og spyr svo „Það sagði einhver að Páll Baldvin væri húmorslaus en eftir að hafa lesið greinargerðina og hótun hans um lögsókn finnst mér hann mikill húmoristi. Það þarf einn slíkan til að hefja skítkast og ætla síðan að fara í mál,“ segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness, um greinargerð Páls Baldvins Baldvinssonar, bókagagnrýnanda Fréttatímans, vegna kröfu Akranesbæjar, Gunnlaugs Haraldssonar og Kristjáns Kristjánssonar, um leiðréttingu og afsökunarbeiðni vegna bókardóms Páls um Sögu Akraness 1. bindi sem birtist í Fréttatímanum 8. júlí síðastliðinn. Þar sagði Páll að hann hygðist stefna öllum aðilum fyr-

ir dóm vegna meiðyrða. „Mér er það til efs að hann hafi lesið bókina svo ítarlega enda virðast þetta vera eftir á rannsóknir. Hann minnir á kúreka sem þvælist um gresjurnar með undarlegt geðslag, skýtur fyrst og spyr svo. Það er mín greining,“ segir Árni Múli. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um næstu skref í málinu. „Það koma fleiri en ég að þessu máli og ákvörðanatöku. Nú verður farið yfir málin og ákvörðun tekin um framhaldið,“ segir Árni Múli. Greinargerð Páls Baldvins má lesa í vefútgáfu fréttarinnar á frettatiminn. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri is.-óhþ á Akranesi.


ENGIN VENJULEG FJÖLSKYLDUSAGA

1.999* TILBOÐ KRÓNU R

Fullt verð 2.699 kr. *Gildir til 31. október nk.

OKTÓBER

Bók mánaðarins er Radley-fjölskyldan eftir Matt Haig Líf Bradley-fjölskyldunnar er í föstum skorðum en skyndilega er eins og allt sé að fara beina leið til fjandans. Þú lítur ekki upp fyrr en búið er að svipta hulunni af sautján ára vel varðveittu fjölskylduleyndarmáli. Þessi hárbeitta, snjalla og drepfyndna bók bíður þín í næstu verslun Eymundsson.

Eymundsson.is

„HáRBEITT, SNJÖLL oG FYNDIN“ INDEpENDENT

ENNEMM / SÍA / NM48324

Valva hjá Eymundsson í Kringlunni mælir með bók mánaðarins.


6

STÓRVIRKI SEM BRÝTUR BLAÐ Í MENNINGARSÖGU

fréttir

Helgin 30. september-2. október 2011

 Sættir Guðrún Ebba og þjóðkirkjan

Samræður um sátt í gangi Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

ÍSLANDS

Samræður standa nú yfir milli þjóðkirkjunnar og Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, sem sakaði föður sinn Ólaf Skúlason um kynferðislega misnotkun, um sátt þeirra á milli líkt og gert var í málum Sigúnar Pálínu Ingvarsdóttur, Dagbjartar Guðmundsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur. Þær fengu fimm milljónir króna hver í miskabætur. Magnús E. Kristjánsson, formaður úrbótanefndar kirkjunnar, segir í samtali við Fréttatímann að samræður séu í gangi sem miði að því að skapa sátt. „Þetta mál Guðrúnar Ebbu er öðruvísi vaxið en kvennanna þriggja en við teljum mikilvægt að skapa sátt við hana líka. Hvers eðilis sáttin verður er algjörlega óljóst núna en við erum í það minnsta að tala saman,“ segir Magnús.

 Dómar Algengt að kynferðisbrotamenn borgi ekki misk abætur

„Í raun eru þessar bætur skammarlega lágar“ Samdóma álit þingmanna að ábyrgðargreiðsla bótastjóðs verði hækkuð. Hann ábyrgist að hámarki 600 þúsund króna greiðslu til þolenda en sú upphæð hefur ekki hækkað frá árinu 1995.

Íslensk listasaga er fimm binda verk sem spannar tímabilið frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar.

Þingmenn eru sammála um að endurskoða þurfi viðmiðunarfjárhæðir í lögum um brotasjóð. Algengt er að dæmdir kynferðisbrotamenn greiði ekki miskabætur en ríkið ábyrgist að greiða þolendum að hámarki 600 þúsund krónur. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images

UM 1400 SÍÐUR Á ANNAÐ ÞÚSUND LITLJÓSMYNDIR VÖNDUÐ OG GLÆSILEG ÚTGÁFA Verkið er gefið út í samstarfi við Listasafn Íslands. Í tilefni útgáfunnar stendur safnið að yfirlitssýningunni ÞÁ OG NÚ.

Endurskoða verður fjárhæðarmörkin svo að löggjöfin nái tilgangi sínum.

H

éraðsdómur Suðurlands dæmdi í síðustu viku karlmann í Vestmannaeyjum í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart þremur stúlkubörnum. Hann var auk þess dæmdur til að greiða einni stúlkunni þrjár milljónir í bætur, annarri 800 þúsund krónur og þeirri þriðju 400 þúsund. Fram kom í Fréttatímanum í sumar að algengt væri að dæmdir kynferðisbrotamenn borguðu ekki miskabætur. Fæstir þeirra eru hins vegar eignamenn og því svarar sjaldnast kostnaði að ganga að þeim. Brotasjóður ábyrgist að greiða þolendum að hámarki 600 þúsund krónur en sú upphæð hefur ekki hækkað síðan lögin voru sett árið 1995. Upphæðin sem íslenska ríkið tryggir er miklu lægri en annars staðar á Norðurlöndum. Í máli Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í Fréttatímanum í sumar kom fram að ástæða væri til að endurskoða löggjöf um bætur. Bótaflokkar skiptast í miskabætur og skaðabætur. Miskabætur eru yfirleitt dæmdar í kynferðisbrotamálum. Hámark skaðabóta sem ríkið ábyrgist þolendum vegna líkamstjóns er tvær og hálf milljón króna. Þetta vill ráðherra samræma. „Mér finnst,“ sagði Ögmundur þá, „ekki gefið að það eigi að vera ríkari ábyrgð gagnvart skaðabótum en miskabótum, nema síður sé.“ „Ég tel mjög alvarlegt að ábyrgð ríkissjóðs á greiðslu miskabóta til fórnarlamba kynferðisbrotamanna hefur ekki hækkað í sextán ár. Það segir sig sjálft að því þarf að breyta,“ segir Álfheiður Ingadóttir, fulltrúi VG og varaformaður allsherjarnefndar

Alþingis. „Ég tel að við eigum að hækka þessi mörk á ábyrgðargreiðslum en vil ekki að sinni taka afstöðu til fjárhæðar,“ segir Mörður Árnason, fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd Alþingis. „Í alltof fáum tilvikum fæst þetta greitt aftur, og þá er ekkert að leita nema í vasa skattborgaranna – þess vegna eiga menn ekki að nefna tölur út í loftið. Mér sýnist þó að skaðabótahámarkið væri eðlilegt markmið.“ „Það þarf að fara yfir og endurskoða viðmiðunarfjárhæðir í lögunum frá 1995,“ segir Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í allsherjarnefnd. „Allar verðlagsforsendur hafa augljóslega breyst en um leið er komin talsverð reynsla á framkvæmd þessarar löggjafar. Eina breytingin sem gerð hefur verið á lögunum á síðustu árum var frekar tilviljunarkennd sparnaðarráðstöfun sumarið 2009. Ég hlýt að fagna því að innanríkisráðherra áformi að beita sér fyrir endurskoðun laganna, ekki síst um fjárhæðarmörkin. Grundvallarreglan á auðvitað að vera sú að dæmdir menn bæti sjálfir fjártjón og miska sem brot þeirra valda. Við höfum hins vegar komið okkur saman um það kerfi að ríkisvaldið komi með ákveðnum hætti til móts við þolendur tiltekinna brota og eigum að viðhalda því fyrirkomulagi. Í samræmi við það verður auðvitað að endurskoða fjárhæðarmörkin svo að löggjöfin nái tilgangi sínum.“ „Miska- og skaðabætur í öllum bótaflokkum hér standast engan samanburð við það sem gildir annars staðar á Norðurlöndum. Í raun eru þessar bætur skammarlega lágar og lítil framþróun hefur orðið í að hækka þær eða binda þær á einhvern hátt við vísitölu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í allsherjarnefnd. Það er alfarið í höndum löggjafans að taka pólitíska ákvörðun um hvort hækka eigi miska- og skaðabætur. Ég kem til með að styðja endurskoðun á hámarki bóta í erfiðum málaflokkum eins og t.d. til þolenda kynferðisbrota, bóta til eftirlifendum þeirra sem eru myrtir, þeirra sem hljóta varanlega örorku eftir vinnuslys eða bílslys og svo framvegis. Það eru fyrst og fremst þessir málaflokkar sem eiga að vera í hæsta bótaskala og aðrar miska- og slysabætur síðan að miðast við þær upphæðir.“ Þór Saari, fulltrúi Hreyfingarinnar í allsherjarnefnd, segir miskabætur alltof lágar en vandasamt sé að finna rökrétta leið að ákvörðun þeirra. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is



8

SKOTVEIÐIMENN NORÐURLANDI! VEIÐIHORNIÐ KEMUR NORÐUR

fréttir

Helgin 30. september-2. október 2011

Aukin bjartsýni almennings Öfugt við íbúa flestra annarra iðnríkja hefur bjartsýni almennings á Íslandi á efnahags- og atvinnuhorfur aukist nú á haustdögum. Gallup birti á þriðjudaginn væntingavísitölu sína fyrir septembermánuð. Vísitalan hækkar um tæp 20 stig á milli mánaða, úr 50,1 stigi í 69,4 stig. Þetta er hæsta gildi vísitölunnar frá ágúst í fyrra, og skýrist að mestu leyti af hækkun á væntingum til ástandsins eftir sex mánuði. Er sú undirvísitala nú 99,8 stig, sem þýðir að nánast jafn margir svarendur eru bjartsýnir og svartsýnir á ástandið í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar að hálfu ári liðnu. Mat á núverandi ástandi er hins vegar áfram lágt, 23,7 stig, og stendur nánast í

stað milli mánaða. Greining Íslandsbanka segir það koma nokkuð á óvart hversu bjartsýni á ástandið að hálfu ári liðnu hefur aukist á sama tíma og efnahagshorfur á alþjóðavísu hafa hríðversnað. - jh

aðgát í grennd við skólalóðir. Sami texti verður á öllum skiltum, Varúð – Við erum ný í umferðinni, ef frá eru talin skiltin við Laugalækjarskóla og Réttarholtsskóla en þar stendur: Ungmenni á leið til skóla. - jh

Við erum ný í umferðinni Afmælisgjöf IKEA til Ný umferðarskilti sem hvetja til minni barna á Íslandi umferðrahraða verða á næstu dögum sett upp í nágrenni við leik- og grunnskóla í Laugardal, Háaleiti og Bústaðahverfi, að því er fram kemur í tilkynningu framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. Á skiltunum eru ökumenn hvattir til að sýna nýjum þátttakendum í umferðinni nærgætni og aka af varkárni. Skiltin eru ólík hefðbundnum umferðarskiltum því myndir eftir skólabörn í hverfinu prýða þau. Biðlað er til ökumanna að sýna

Í tilefni 30 ára afmælisviku IKEA á Íslandi dagana 15.-21. september lét verslunin 30 krónur af hverri greiðslufærslu í verslun og á veitingastað renna til innlendra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Einnig seldu þrjú pör, sem kepptu í leiknum Helgarferð til IKEA, vinabönd í eina klukkustund og rann allur ágóði af sölunni til samtakanna, að því er fram kemur í tilkynningu þeirra. Alls safnaðist 758.801 króna. - jh

NFJdesign.com

 Bílar Undirvagn og yfirbygging

Haglabyssur frá Beretta, Stoeger og Escort. Haglaskot frá Rio. Gervigæsir, gallar og byssuskápar á sölusýningu. Veiðibúð allra landsmanna á netinu Veidimadurinn.is og Veiðihornið. Hólabraut 13 - Akureyri Laugardagurinn 1. október 10:00 til 17:00

Bílaumboðin halda sig við staðla framleiðenda sem vilja ekki viðbótarryðvörn við verksmiðjuryðvörn nýrra bíla, enda séu bílar miklu betur ryðvarðir en á árum áður. FÍB bendir hins vegar á danska rannsókn um að góðrar viðbótarryðvarnar sé enn þörf, m.a. vegna saltburðar á vegi. Ljósmynd/Hari

Viðbótarryðvörn, bót eða bölvun? Bílaframleiðendur vilja ekki viðbótarryðvörn og umboðin fylgja stöðlum þeirra til að viðhalda ábyrgð. FÍB birtir hins vegar úttekt dansks systurfélags þar sem hvatt er til viðbótarryðvarnar nýrra bíla, m.a. vegna saltburðar á vegi.

N

SÍÐUMÚLI 8 - SÍMI 568 8410

VEIDIMADURINN.IS

Ryðvörn allt önnur og betri en áður var.

ýir bílar koma með verksmiðjuryðvörn og að mestu er liðin sú tíð að farið sé með þá í viðbótarryðvörn hérlendis. Eigi ryðvarnarábyrgð framleiðanda að halda þarf að fylgja stöðlum hans og þjónustuferli umboðs. Þar er ekki gert ráð fyrir viðbótarryðvörn. Á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda er hins vegar sagt að ennþá sé nauðsyn góðrar ryðvarnar og þar er vísað til úttektar FDM, hins danska systurfélags FÍB, og tæknistofnunarinnar Teknologisk Institut. Þar kemur fram að engir bílar séu byggðir til að standast danska (og íslenska) loftslagið og saltburð á vegi að vetrarlagi. Því eigi að ryðverja alla nýja bíla fyrir notkun. Fyrsta ryðvörnin sé sú mikilvægasta. „Því hefur verið haldið mjög á lofti undanfarin mörg ár af bílaumboðum og ýmsum sem vit þykjast hafa á bílum, að sérstök nýryðvörn sé óþörf og jafnvel til bölvunar,“ segir þar en jafnframt að þessari kenningu hafni FDM og Teknologisk Institut. Góð ryðvörn í upphafi lengi líf bæði yfirbyggingar og undirvagns, hemlaröra og slíks. Í frétt FÍB um málið segir að Teknologisk Institut og FDM leggi áherslu á að ryðverja þurfi alla bíla, líka þá sem séu með sinkhúðun (galvaniseringu). Sérstaklega sé nauðsynlegt að ryðverja strax ódýrustu bílana því að minnst sé lagt í ryðvarnir í þeim af

hálfu framleiðenda. Magnús Eysteinn Halldórsson, verkstæðisformaður þjónustusviðs Heklu, segir að þar á bæ, líkt og hjá umboðum annarra bílategunda, sé stöðlum framleiðenda fylgt. Bílaframleiðendur vilji ekki að bætt sé viðbótarryðvörn við þá ryðvörn sem komi frá verksmiðju. Nú séu undirvagnar bíla galvaniseraðir og ryðvörn allt önnur og betri en áður var. Mikil breyting hafi orðið hvað ryðvörn varðar síðustu ár. Nú séu tíu ára gamlir bílar að koma inn lítt ryðgaðir. Breyti þar engu þótt sífellt sé notað meira salt á vegi hér til hálkueyðingar. Framleiðendur veiti allt að tólf ára ryðvarnarábyrgð á bílum, gagnvart gegnumryði, þ.e. að ryðið komi innan frá. Eigandi bílsins verði hins vegar að sinna þjónustuskoðunum til þess að viðhalda þessari ábyrgð. „Það verður að fara varlega í það að segja bíleigendum að ryðverja umfram verksmiðjuryðvörnina,“ segir Magnús Eysteinn, „það getur verið verra að gera það en ekki.“ Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur, sem um árabil hefur skrifað um viðhald bíla, sagði í grein fyrir nokkrum árum að íslensk ryðvörn bíla væri óþörf og jafnvel líkleg til að flýta tæringu fremur en tefja hana. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


Velkomin í LIFANDI markað! Maður Lifandi hefur fengið nýja ásýnd og nafn - LIFANDI markaður. Við seljum eingöngu vörur úr góðum hráefnum án óæskilegra fyllingar- og aukefna. Lífrænar vörur eru að sjálfsögðu í miklum meirihluta. Komdu og upplifðu allt öðruvísi matvöruverslun og veitingastað fyrir þá sem vilja lifa vel.

www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg


10

fréttir

Helgin 30. september-2. október 2011

 Fasteignalán Óverðtryggð lán Arion bank a

Hagstæðasti kosturinn miðað við horfur og vaxtaumhverfið Óvissa um efnahagsmálin á heimsvísu og hættan á mikilli verðbólgu gerir óverðtryggð lán fýsilegri en þau verðtryggðu um þessar mundir.

A

rion banki hefur sett á markað óverðtryggð íbúðalán með föstum 6,45 prósentna vöxtum til fimm ára. Þetta er nýjung fyrir íslenska fasteignakaupendur en verðtryggð lán hafa verið allsráðandi á markaðnum, fyrir utan skammvinnt skeið gengislána sem færðu hamfarir yfir lántakendur þegar gengi krónunnar hrundi. En hversu vænlegur kostur eru óverðtryggð lán Arion banka? Hannes Frímann Hrólfsson, framkvæmdastjóri Tinda verðbréfa, segir það sitt mat að óverðtryggð fasteignalán séu tvímælalaust hagstæðasti kosturinn miðað við íslenskt vaxtaumhverfi og almennar horfur innanlands og utan. „Það er mikil almenn óvissa ríkjandi um efnahagsmálin. Þannig má benda á að fimm ára verðbólguálag á skuldabréfamarkaði er í dag um 4,8 prósent og þróunin geti vel orðið sú að það renni upp verðbólgutímabil á heimsvísu vegna vandamála sem stærstu ríki heims glíma við núna. Í þessu

umhverfi er engin spurning um að betra er að vera með óverðtryggð lán með föstum vöxtum,“ segir Hannes.

Jafnar greiðslur (annuitet) eða jafnar afborganir

Áður en farið er í útreikninga á mismuninum á verðtryggðu láni og óverðtryggðu er mikilvægt að fólk átti sig á þeim mun sem er nú þegar á mismunandi kostum við afborganir af húsnæðislánum. Annars vegar eru í boði jafnar greiðslur, svokölluð annuitetslán, og hins vegar jafnar afborganir. Munurinn á þessum leiðum felst í því að við lán með jöfnum greiðslum (annuitet) eru afborganir og vextir jafnhá yfir allan lánstímann og því er eignamyndun hæg í byrjun þar sem hlutfall vaxta er mun hærra en afborgun af höfuðstólnum. Lán með jöfnum afborgunum er hins vegar þannig að afborgun höfuðstóls er jafnhá yfir allan tímann og vaxtagreiðslur lækka því hraðar þegar líður á lánið. Í fyrra tilvikinu (annuitet) er greiðslubyrðin því jöfn yfir allan lánstímann en í því síðara (jafnar afborganir) er greiðslubyrðin hærri til að byrja með en lækkar eftir því sem líður á lánstímann.

Kostur óverðtryggðra lána

Hannes bendir á að stærsti kostur þess að vera með óverðtryggt húsnæðislán með föstum vöxtum sé sá að þá veit lántaki nákvæmlega hvað hann þarf að greiða mikið af húsnæðisláni sínu um hver mánaðamót. „Hann veit jafnframt nákvæmlega hver staðan á láninu verður þegar kemur að því að endufjármagna eða framlengja það eftir fimm ár, sé horft til núverandi láns sem Arion banki býður upp á,“ segir Hannes. Óvissan er hins vegar fólgin í því

að vextirnir eru einungis fastir í fimm ár en ekki allan lántökutímann, sem er 25 ár. Hannes bendir á að í raun sé um fimm ára lán að ræða með 25 ára greiðsluferli. Ný vaxtaákvörðun verður tekin eftir fimm ár en í tilviki óverðtryggðra lána hjá Arion banka á lántakinn kost á að skoða aðra kosti ef hans mat er að óverðtryggðu kjörin, sem þá bjóðast, séu óhagstæð, til dæmis með því að endurfjármagna lánið og greiða það upp án uppgreiðslukostnaðar í þrjátíu daga áður en vextir eru endurstilltir. Samkvæmt spám er gert ráð fyrir að verðbólga fari hæst í tæplega sjö prósent á fyrsta ársfjórðungi 2012 en lækki hratt þegar líður á árið og verði komin undir fjögur prósent í árslok. Til að reikna út raunvexti á verðtryggðum lánum er hægt að styðjast við þá þumalputtareglu (þótt hún sé ekki hárnákvæm) að leggja saman vexti og verðbólgu. Ef meðalverðbólga á fimm ára lánstíma, frá 2012 til 2017, verður til dæmis þrjú prósent, eru raunvextir verðtryggðs láns með 4,3 prósentna vöxtum þá 7,3 prósent, eða tæplega einu prósentustigi hærri en á óverðtryggðum lánum Arion. Eins og lesa má út úr meðfylgjandi töflu væri við þau skilyrði greiðslan af óverðtryggða láninu á þeim tíma samtals um 491.000 krónur en af verðtryggða láninu um 426.000 krónur, eða 65.000 krónum lægri. Eftirstöðvar verðtryggða lánsins væru á hinn bóginn um 109.000 krónum hærri að loknum þessum fimm árum. Með hærri verðbólgu yrði greiðslubyrði verðtryggða lánsins hærri og sömuleiðis eftirstöðvarnar. -jk

Lán ............................................................................ 1.000.000 Lánstími .................................................................... 25 ár Vextir ........................................................................ 6,45% óverðtryggt Samtals greitt .......................................................... 490.788 Eftirstöðvar (höfuðstóll) ............................................ 800.000 Eftirstöðvar og afborganir ..................................... 1.290.788 Meðal afborgun: ...................................................... 8.179 Lán ............................................................................ 1.000.000 Lánstími .................................................................... 25 ár Vextir ........................................................................ 4,30% verðtryggt Verðbólga ................................................................. 2% 3% 4% 5% 6% Samtals greitt: ......................................................... 413.713 426.288 439.206 452.473 466.099 Eftirstöðvar verðbóta (leggjast við höfuðstól)............ 127.160 172.961 220.553 269.989 321.321 Eftirstöðvar (höfuðstóll) ............................................ 800.000 800.000 800.000 800.000 800.000 Eftirstöðvar og afborganir ..................................... 1.340.873 1.399.249 1.459.759 1.522.462 1.587.420 6.895 7.105 7.320 7.541 7.768 Meðal afborgun: ...................................................... *Þessi dæmi miðast við lán með jöfnum afborgunum en rétt er að taka fram að greiðslubyrði slíkra lána getur verið töluvert meiri í byrjun en þess í stað verður eignamyndun hraðari og greiðslubyrði í framtíðinni léttari.

Karlahópur Styrktarþjálfun í tækjasal Góð keyrsla í skemmtilegum félagsskap

Social Capital, Diversity, and Inequality

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

PIPAR\TBWA • SÍA • 112564

Dr. Robert David Putnam er stjórnmálafræðingur og prófessor við John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Hann er öndvegisfyrirlesari Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og flytur erindi í röð öndvegisfyrirlestra á aldarafmæli skólans.

Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, mánudaginn 3. október kl. 12.00 til 13.30

Hannes Frímann Hrólfsson

Milljón krónur í fimm ár – óverðtryggt og verðtryggt lán*

Challenges to Community in the Contemporary World:

Dr. Robert David Putnam

Þróunin geti vel orðið sú að það renni upp verðbólgutímabil á heimsvísu ... Í þessu umhverfi er engin spurning um að betra er að vera með óverðtryggð lán með föstum vöxtum.

• • • •

Þri og fim kl. 11.00-12.00 Hefst 3. október – 4 vikna námskeið Þjálfari Sigurður Heiðar Höskuldsson Verð kr. 13.900 eða kr. 9.900 í áskrift

Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is

Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is


Bratwurstpylsur Kjúklinga-Bratwurstpylsur eru óreyktar og unnar úr sérvöldu gæðahráefni. Þær eru kryddaðar til með jurtum og kryddkornum svo úr verður bragð sem fær sælkera til að brosa framan í heiminn, halla sér aftur og njóta sumarsins sem aldrei fyrr.

Grunnur að góðri máltíð www.holta.is


12

fréttaskýring

Helgin 30. september-2. október 2011

Selja jafnmargar íbúðir og árið 1994 Þrátt fyrir að 40% fleiri fasteignir hafi selst í ár en í fyrra, stefnir aðeins í álíka mikla sölu og árið 1994. Þá voru Íslendingar 53 þúsund færri en nú. Greiningardeild Arion banka spáir verðhækkun næstu árin og að fasteignir seljist upp, þar sem ekkert sé byggt. Á sama tíma sitja bankarnir á ríflega 720 tómum eignum. „Sé rýnt í sölutölur á markaði er ljóst að það eru engir kaupendur,“ segir forstöðumaður hjá Dróma, sem fer með eignir SPRON. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is

T

uttugu milljóna króna verðtryggt húsnæðislán hefur hækkað um rétt rúmar eitt hundrað þúsund krónur það sem af er ári vegna þess eins hve fasteignaverð hefur hækkað á árinu. Þá eru ótaldar hækkanir á verðtryggðum lánum vegna annarra vöruhækkana. Í ár hafa 4.700 fasteignir selst, rétt fleiri en allt árið í fyrra. Með sama söluhraða stefnir því í að um 6.400 eignir seljist í ár, sem er álíka og árin 1994 og 1995 þegar ríflega 6.800 eignir seldust hvort ár. Söluaukningin í ár er samt sem áður umtalsverð miðað við í fyrra, ríflega 40% meiri, en þá seldust svo fáar eignir að salan var einungis tæplega 30% af vikulegum sölufjölda árið 2002 og 40% af fjölda seldra eigna árið 1995. Hún var ekki nema 18% af fjölda seldra eigna í hverri viku metárið 2005. Leita þarf lengra en tuttugu ár aftur í tímann til að finna færri seldar eignir á einu ári en í fyrra, en þá voru ýmis hverfi höfuðborgarsvæðisins varla orðin að hugmyndum, svo sem Grafarholt, Norðlingaholt, Úlfarsárdalur, Þingin, Salir, Kórar, Ásvellir og Sjáland. Íslendingar voru þá tæplega 254 þúsund en eru nú 318 þúsund.

Fleiri keypt ár hvert síðustu 15 ár

Sé rýnt í sölutölur á markaði er ljóst að það eru engir kaupendur. [...] Það hefur ekkert upp á sig að hrúga eignum inn á markaðinn.

Þótt eftirspurnin í ár sé minni en undanfarin fimmtán ár og svipuð og árin 1994 og ‘95 er því spáð í glænýrri skýrslu greiningadeildar Arion banka að fasteignaverð hækki enn, þrátt fyrir áframhaldandi slaka í hagkerfinu. Þar segir að framboðið næstu ára haldi ekki í við eftirspurn þar sem nær enginn byggi. Ekki verði byggt fyrr en markaðsverð færist nær byggingarkostnaði, sem sé nú 26% hærri en íbúðaverð. Það er því mat greiningardeildarinnar að búast megi við skorti á íbúðum þegar líða tekur á árið 2013. Tvennt þurfi nú til svo að koma megi nýbyggingum af stað: Fasteignaverð þurfi að hækka að byggingarkostnaði eða hann að lækka. Þá segir að gangi spáin eftir hækki fasteignaverð um 6% á árinu 2012 og 10% á árinu 2013. Það sé minna en verðið þyrfti að hækka, en þar sem fólk hafi ekki meira á milli handanna, séu frekari hækkanir óraunhæfar. Búast má við að hækki fasteignaverð enn á þeim eignum sem seljast, hafi það áhrif á verðtryggð lán heimilanna. Verðhækkunin milli ára nú hefur hækkað verðtryggð lán heimilanna um milljarða á milljarða ofan síðustu mánuði. Nánar tiltekið: Sé miðað við skýrslu Seðlabankans frá árinu 2009, þar sem heimili með verðtryggð fasteignalán eru sögð 80 þúsund og meðalupphæð lána 16 milljónir króna, má áætla að þessi lán hafi samtals hækkað um 6,4 milljarða króna það

Stoðkerfishópur

Hentar þeim sem glíma við einkenni frá stoðkerfi svo sem bakverki, eftirstöðvar slysa eða gigt og þeim sem vilja hreyfingu undir leiðsögn sjúkraþjálfara

sem af er ári.

Bankarnir með 720 tómar eignir

Fjármálastofnanirnar allar eiga, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hátt í þrjú þúsund fasteignir. Þær hafa af misjöfnum ástæðum mjatlað eignum út á markaðinn, oftast þó þar sem eignirnar eru í leigu. Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir það ekki með ráðum gert heldur dragi úr hraða ferlisins að svo margir fasteignasalar sjái um söluna fyrir sjóðinn. Koma þurfi upplýsingunum víða og ferlið sé tímafrekt. Þá vinni aðeins tveir fasteignasalar hjá sjóðnum sem haldi utan um sölu eigna og gæti hagsmuna hans við sölu. Íbúðalánasjóður á rúmlega 1.400 eignir, þar af 267 á höfuðborgarsvæðinu og 356 á Suðurnesjum. Alls standa 433 eignir sjóðsins tómar, þar af 63 á höfuðborgarsvæðinu. Aðrar 207 íbúðir sjóðsins eru óíbúðarhæfar; eru á byggingarstigi. Íbúðalánasjóður er með 57 eignir í sölu, eða 4% af eignum sínum, og 587 eignir eru í útleigu, eða 42%. Í skýrslu greiningadeildar Arion banka er einmitt bent á að fjármálafyrirtækin eigi fjölda fasteigna sem skiptist á milli fullbúinna íbúða og íbúða í byggingu. Það er mat deildarinnar að þrátt fyrir að þær eignir sem fjármálastofnanir eigi yrðu seldar í nánustu framtíð kæmi það ekki til með að mynda eiginlegt framboð, þar sem flestallar íbúðirnar standi ekki tómar heldur séu í útleigu. Þetta má því túlka svo að bankinn telji að þar sem þessar eignir hafi ekki áhrif á framboðið lækki þær ekki verð. Samkvæmt tölum frá Arion, Íslandsbanka, Landsbankanum og Íbúðalánasjóði standa þó 724 eignir tómar, sem er helmingurinn af þessari eftirspurn sem bankinn nefnir.

Samráð í gangi?

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitisins, segir að þeir sem starfi á samkeppnismarkaði verði að gæta eigin hagsmuna og taka viðskiptaákvarðanir út frá eigin viðskiptalegum forsendum. Í þessum orðum Páls liggur því að hverjum banka sé frjálst að bíða með sölu eigna sinna kjósi þeir það. „Hitt er annað mál að það er mjög mikilvægt við aðstæður sem þessar að stórir aðilar á markaðnum, og þeir sem höndla með fasteignaviðskipti, hafi ekki samráð sín á milli sem miða að því að stýra framboði. Það höfum við verið að skoða og kallað eftir upplýsingum til þess að ganga úr skugga um að það sé ekki, hvorki á vegum Félags fasteignasala né á vegum Íbúðalánasjóðs eða bankanna.“ Páll segir að það gæti klárlega verið alvarlegt brot á samkeppnislögum, tækju þessir aðilar sig saman til þess að stýra framboðinu. „Það voru vísbendingar. Það er alltaf eitthvað sem kveikir slíkar grunsemdir, en það er ekki komin niðurstaða og ekki hægt að spá fyrir um hana núna.“ Spurður um vísbendingarnar nefnir Páll fréttaumfjöllun um fasteignamarkaðinn frá síðasta ári, en vill ekki fara nánar út í það.

Lítil eftirspurn

• Hefst 3. október – 8 vikur • Mán, mið og föst kl. 18.30 • Mat og ráðgjöf sjúkraþjálfara • Kennsla í réttri líkamsbeitingu • Fyrirlestrar um verki, svefntruflanir og heilbrigðan lífsstíl • Kynningarverð fyrir 8 vikur er 32.500,- (16.250 kr. á mán)

Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is

Magnús Pálmarsson, hjá eignaumsýslu Dróma sem fer með eignir SPRON og dótturfélaga, bendir á að bankinn leigi út 147 eignir en hafi 59 í sölu – allar sem ekki séu í útleigu. Bankinn sé ekki það stór á

markaði að það skipti máli hvort hann bíði með sölu eigna eða ekki. Spurður af hverju bankinn leigi íbúðirnar í stað þess að selja bendir Magnús á að þegar fólk missi íbúðir á uppboð sé sú kvöð á húsnæðinu að fólkið fái að búa í þeim í eitt ár. Aðrar íbúðir seljist ekki, enginn markaður sé fyrir þær. „Ef við settum allar íbúðirnar [sem eru í útleigu] í sölu þyrftu nærri 150 fjölskyldur að finna sér annað heimili. Og það er ekkert leiguhúsnæði á markaðnum.“ Spurður hvort þær geti ekki keypt með meira framboði og hugsanlega lægra fasteignaverði, segir hann að það geti þær ekki án þess að eiga fé. „Ég tel nokkuð ljóst að fjármagnsmarkaðurinn muni ekki fara að veita fólki aftur 100% lán sem ræður ekki við afborganirnar.“ Magnús segir það ekki stefnu bankans að takmarka fjölda íbúða á markaði heldur sé hugsunin að „tempra okkur á móti eftirspurninni“ á markaðnum. „Sé rýnt í sölutölur á markaði er ljóst að það eru afar fáir kaupendur,“ segir hann. „Það hefur ekkert upp á sig að hrúga eignum inn á markaðinn.“ Hann segir þó erfitt fyrir bankann að eiga margar tómar íbúðir, en hann eigi allt frá lóðum, grunnum og grunnum með uppsteyptum húsum, upp í fullbúnar íbúðir. Á meðan þær seljist ekki þarfnist þær eftirlits, því upp komi ýmis vandamál. „Ég kom í síðustu viku inn í íbúðir sem við erum búin að eiga í á annað ár; angandi af skolplykt, allir vatnslásar uppþornaðir. Það fer enginn að kaupa þá eign þótt hún sé í sölu.“


NÝ T T einfaldlega betri kostur

4.995,-

FLOUR. NÝTT 40x60 cm púði. Strigi. 6.995,BAKER&BROS 50x50 cm púði. Strigi. 6.995,-

HOLLYWOOD. Þrykki, málning Hollywood Square 100x100 cm. 17.995,-

BIRDCASE. Svart fuglabúr úr járni. 25x37 cm. 4.995,-

© ILVA Ísland 2011

Falleg� heimili

þú átt það skilið

SLY. Svefnbekkur m/pokagormum. L200 cm. Stærð á rúmi: 140x200 cm. Áklæði: 100% akrýl. 139.900,LUGO. NÝTT Kommóða. 43x49x122 cm. 24.900,-

NÝ T T

NÝ T T DOG. Hvítur hundur úr keramik. 22x13,5x16,5 cm. 1.995,-

NÝ T T

1.995,NATURE. NÝTT Kerti í berki. H15xØ7,5 cm. 1.995,-

VIENNA. Viðarkertastjaki. 20 cm. 1.995,-

NÝ T T

3.995,HORSE. NÝTT Bókarstoð, hestshaus. Messing. 9x17 cm. 3.995,-

NÝ T T SIMPLICITY. Spegill. 120x54 cm. 13.995,Mikið úrval af speglum.

NÝ T T BURANO. Motta 160x230 cm. 24.900,Til í fleiri litum. JEWEL. Motta 140x200 cm. 34.900,Til í fleiri litum og stærðum. SURFACE. Motta 130x190 cm. 29.990,Til í fleiri litum og stærðum.

Bjóðum uppá vaxtalaust lán til 6 mánaða

sendum um allt land

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 www.ILVA.is

VERNON. Borðstofustóll m/örmum. Stóll er úr eik og fléttuð sessa úr basti. 22.900,-

kaffi Smurt brauð m/hangikjöti Verð 490,-


14

fréttaskýring

Helgin 30. september-2. október 2011

Íbúðir á spottprís myndu lækka verðbólgu Fréttatíminn fékk tvo sérfræðinga til að velta því fyrir sér hvaða áhrif það hefði á fasteignamarkaðinn að fjármálastofnanir seldu íbúðir sínar á lágu verði, jafnvel að Íbúðalánasjóður gæfi eignir sínar. Hægt væri að lækka verðbólguna með því að fjármálastofnanir landsins settu íbúðir sínar í sölu og seldu á spottprís. Því fylgir hins vegar áhætta og óvissa, segir Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Undir það tekur Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. „Húsnæðisliðurinn vigtar einn og sér hvað þyngst í vísitölunni. Auðvitað hefði þetta því áhrif,“ segir hún. Verðbólga hefur ekki verið meiri í sextán mánuði. Húsnæðisverð hefur hækkað á árinu og þar sem það vegur um fimmtung af vísitölunni hefur verðhækkunin ein hækkað tíu milljóna króna fasteignalán, það sem af er ári, um 50 þúsund krónur. Fréttatíminn veltir því fyrir sér hvort hægt væri að koma böndum á verðbólguna með því að selja eignir

fjármálastofnana fyrir slikk. „Væri ekki einfaldara að taka húsnæðisliðinn út úr verðbólgumælingunum?“ spyr Ásdís því á móti. „Erlendis tíðkast það ekki endilega að hafa húsnæðisliðinn inni í verðbólgumælingu.“ Hún bendir jafnframt á að í húsnæðisliðnum séu einnig reiknaðir vextir, hækki Seðlabankinn þá. Um þá útópísku hugmynd að ríkið gæfi eignir Íbúðalánasjóðs, eða seldi á krónu, til að lækka verðbólguna og skuldavöxt heimilanna, spyr hún hvort Íbúðalánasjóður hafi efni á því. „Hann stendur ekki mjög vel og til að mynda þurfti ríkið að setja um 33 milljarða króna inn í sjóðinn í fyrra og útlit er fyrir að það þurfi að setja enn meiri peninga inn í sjóðinn. Það má því spyrja sig hvort slíkt væri ekki verra.“ En þó megi líka hafa í huga að standi eignirnar tómar og óseldar, sé gróðinn enginn.

5,7% VERÐBÓLGA

Verðhrun æti upp eignir Katrín bendir á að lækkaði húsnæðisverð hefði það veruleg áhrif á þá sem skulda mikið. „Ýmsir myndu segja að það væri ekki á ástandið bætandi.“ En hún jánkar því að þar sem lánin hækki ekki á meðan, hefði það hugsanlega þau áhrif að fólk réði frekar við afborganirnar. „Það er aldrei hægt að segja nákvæmlega hvað myndi gerast [væru íbúðirnar seldar ódýrt] en það er mjög líklegt að hægt væri að ná fram lækkun [á verðbólgunni] með þessu,“ segir hún. Er þá forsvaranlegt að ríkisstofnun, eins og Íbúðalánasjóður, og bankarnir sitji á þessum eignum? „Ég held að þessir aðilar hafi ekki áhrif á verðið heldur reyni einmitt að hafa ekki áhrif á það með því að láta það ráðast af markaðsaðstæðum að öðru leyti,“ segir hún og bætir við að enginn viti hvar það myndi enda, settu fjármálastofnanirnar

íbúðirnar á markað. „Það er svolítið happdrætti að fara út í þetta. Ég myndi því segja að þetta væri áhættuatriði og gæti farið illa með markaðinn.“ Spurð hvort hún mæli með svona hagstjórn svarar hún: „Það er engin leið að segja hvort betra er að bíða með söluna eða demba íbúðunum á markað. Það er ekki hægt að bera leiðirnar saman, því aðeins er hægt að reyna aðra þeirra, en eitt er víst að þetta er vandmeðfarið.“ Ásdís samsinnir því. „Ég veit ekki hvað á því væri að græða að ríkið gæfi fasteignirnar. Sá kostnaður félli á endanum á ríkið og skattgreiðendur þyrftu að borga. Hins vegar er það alltaf svo að framboð og eftirspurn mætast og spurningin er hvenær það gerist.“ Sjóðurinn þyrfti því aldrei að gefa eignirnar þótt hann fengi ekki það verð sem nú tíðkast. gag@frettatiminn.is

Fjöldi keyptra fasteigna 1990 til 2011 18.000

Sala 2011 er áætluð Heimild: Hagstofan

16.000 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0

´90 ´91 ´92 ´93 ´94 ´95 ´96 ´97 ´98 ´99 ´00 ´01 ´02 ´03 ´04 ´05 ´06´07 ´08 ´09 ´10 ´11

Óverðtryggð íbúðalán

„Enga verðtryggingu, takk.“ Tinna Björk Baldvinsdóttir, 38 ára.

Kynntu þér óverðtryggð íbúðalán Arion banka á arionbanki.is.

Hvað skiptir þig máli? arionbanki.is – 444 7000


Helgin 30. september-2. október 2011

Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is

Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Ljósmynd/Hari

Fáir kaupendur að fasteignunum

„Það selst minna en við komum á markað. Markaðurinn kaupir ekki eignirnar,“ segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Því kemur ekki að sök, að hans sögn, að hægt gangi að setja eignir sjóðsins á sölu. Sjóðurinn á rúmlega 1.400 eignir; 433 standa tómar, þar af 63 á höfuðborgarsvæðinu, og um 40% þeirra eru í útleigu. Einungis 4% eignanna, alls 57, eru í sölu en tveir fasteignasalar sjóðsins koma upplýsingum um hverja íbúð til allt að tíu fasteignasala. Verkið gengur hægt því þeir feraist einnig um landið, meta íbúðirnar og setja í sölu. Spurður hvort íbúðirnar séu þá ekki of dýrar svarar hann: „Ég hef verið að taka stöðuna síðustu mánuði og þegar búið er að taka tillit til ástands eignanna, taka frá þær sem eru sérlega auðseljanlegar eða þær sem eru mjög illa

farnar, er niðurstaðan samt sú að við séum að selja undir markaðsverði. Og það er í rauninni óþolandi fyrir þegna þessa lands og skattgreiðendur sem vilja að ríkið fari vel með sitt fé; þetta er í raun ráðstöfun ríkisfjármuna,“ segir hann. „Við viljum ekki ýta upp verðinu og ekki selja of ódýrt, en hættan er sú að þær fari of ódýrt.“ Þá getur kaupandinn snúið sér við og endurselt á hærra verði. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að það hefði áhrif á verð til lækkunar, setti sjóðurinn allar eignirnar á markað í einu, svarar hann: „Þegar við setjum eignir í sölu eru þær ekki aðgreindar sem eignir frá Íbúðalánasjóði, ekki fyrr en menn gera tilboð. Ég er því ekki viss um að það hefði bein áhrif. Þær eru einnig dreifðar um allt land og minnst af þeim á höfuðborgarsvæðinu.“ gag@frettatiminn.is

RIGA

LETTLANDI

7. okt. 3 nætur

Örfá sæti laus!

Falleg borg með steinlögðum strætum og merkum byggingum frá fyrri öldum. Saga, menning, góðir veitingastaðir og fyrirtaksverslanir.

Þrjár nætur í Riga, Lettlandi

Verð frá

M.v. 2 í tvíbýli á Hotel Albert í 3 nætur. Innifalið: Flug fram og til baka, flugvallarskattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn. *Verð án Vildarpunkta 79.900 kr.

VITA er lífið

Við erum flutt! Suðurlandsbraut 2 Hilton Reykjavik Nordica

69.900 kr.*

og 15.000 Vildarpunktar

VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is


ÍSLENSKT GRæNMETI 40% afsláttur 335 GULRæTUR Í POKUM, ÍSLENSKAR

KR./KG

afsláttur

GIRNILEG STEIK HELGAR

SPERGILKÁL, ÍSLENSKT

Ú

TB KJÖ ORÐ

B

I

538

R

BESTIR Í KJÖTI

3498

KR./STK.

25 skammtar úr einu slátri

15%

Ú

afsláttur

LAMBAPANNA M/ HVÍTLAUK OG OREGANO

1298

R

TB KJÖ ORÐ

B

BESTIR Í KJÖTI Ú

Ódýr heimilismatur!

...MMM!

ÍSLENSKT KJÖT

I

Sláturmarkaður

KR./KG

I

KR./PK.

249

KJÖTBORÐ

499

2598

PÁLMABRAUÐ

R

HOLLT & GOTT VEISLUSALAT

JÖTBOR

LAMBA PRIME

Ú

ÐI

KR./KG

RK

559

25%

KR./KG

1548

ÍSLENSKT KJÖT

GRÍSALUNdIR M/ SæLKERAFYLLINGU

2698 20% KR./STK.

Ú

TB KJÖ ORÐ

B

BESTIR Í KJÖTI

I

1998

R

KJÖTBORÐ

noatun.is

dÖNSK HERRAGARÐSÖNd, 2,6 KG

Ú

Þú færð allt hráefni og öll áhöld til sláturgerðar í Nóatúni. Lærðu að taka slátur á www.noatun.is í sérstöku myndbandi eða fáðu kennslubækling gefins í næstu Nóatúns verslun.

afsláttur

R

Þegar þú tekur slátur færðu mikinn mat fyrir lítinn pening auk þess sem sláturgerð er mikil skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Sláturmarkaðurinn er opinn þriðjudaga til laugardaga eða meðan birgðir endast.

I

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl

KR./KG


Við gerum meira fyrir þig

Lambakjöt af nýslátruðu í kjötborði ÍSLENSKT KJÖT Nóatúns ÍSLENSKT KJÖT

LÍFRÆNT

R

TB KJÖ ORÐ

B

I

Ú

OTA HAFRAMJÖL, 500 G

BESTIR Í KJÖTI

I

KR./STK.

R

KJÖTBORÐ

2198

Ú

LAMBAHRYGGUR MEÐ VILLISVEPPUM

229 CASA FIESTA VALdAR VÖRUR

20% R

15%

MYLLU KLEINUR

FRÚTÍNA, 4 TEGUNdIR

B

I

BESTIR Í KJÖTI Ú

R

KJÖTBORÐ

798

KR./KG

afsláttur

TB KJÖ ORÐ

399

15%

COKE EÐA COKE LIGHT, 1 LÍTRI

REAL CHRIS SNAKK, 35 G

KR./PK.

TANdOORI KJÚKLINGUR

TVÍALI VÖRUR

I

3498

Ú

afsláttur

KR./KG

afsláttur

20% afsláttur

2798

15%

MEXÍKÓLSAK! VEIS

KR./KG

ÍSLENSKAR VILLIGæSABRINGUR

REAL ORGANIC PASTASÓSUR

149

KR./STK.

afsláttur

169

KR./PK.


18

fréttir vikunnar

Helgin 30. september-2. október 2011

Þ

25 Vikan í tölum

ingmenn í háska Ásta Ragnheiður Jó-

hannesdóttir, forseti Alþingis, treystir á að kjósendur séu ekki morgunhanar. Hún ákvað að færa setningu Alþingis á morgun, laugardag, aftur um fjóra tíma af ótta við mótmæli. Til að bæta gráu

KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 25. sinn um helgina. Ekkert lið hefur unnið titilinn oftar frá því að byrjað var að keppa um hann árið 1912.

ofan á annað öryggisleysi þingmanna verður enginn heiðursvörður og þurfa þeir því að ganga óvarðir alla fimmtán metrana frá Dómkirkjunni inn í Alþingishúsið.

L

ögreglumenn ósáttir

1.096

Lögreglumenn eru afskap-

lega, svo ekki sé fastar að orði kveðið, ósáttir við ákvörðun gerðardóms um launahækkun þeim til handa. Telja þeir

Fjöldi pistla sem Andy Rooney hefur flutt í bandaríska fréttaskýringarþættinum 60 Minutes frá því að hann hóf störf árið 1949. Hann flytur sinn síðasta pistil, númer 1.097, á sunnudag.

að launahækkunin dugi engan veginn til að leiðrétta það launamisrétti sem stéttin hefur orðið fyrir á undanförnum árum. Lögreglumenn geta ekki farið í verkfall þannig að þeir verða að láta sér nægja mótmæli af ýmsum toga – helst

252

kröfugöngur sem hafa skilað misjöfnum árangri í gegnum árin.

S

org í Sandgerði

Prósentutalan sem skuldir heimilanna við lánakerfið jukust um á milli áranna 2000 til 2007 samkvæmt úttekt DV.

Stór skuggi hvílir yfir Sand-

gerði eftir að ellefu ára drengur framdi sjálfsvíg vegna eineltis sem hann varð fyrir. Atvikið er reiðarslag fyrir bæjarfélagið og haldin var bænastund í Sandgerðiskirkju fyrr í vikunni.

E

Um 300 lögreglumenn mótmæltu við fjármálaráðuneytið í gær, fimmtudag.

2.330

Heitustu kolin á

Heildarfjöldi þeirra sem mættu á leikina fjóra í fyrstu umferð Íslandsmótsins í handbolta karla á mánudag.

ngir lestrarhestar Í vikunni var birt könnun

sem leiddi í ljós að rétt tæpur fjórðungur fimmtán ára drengja getur ekki lesið sér til gagns. Í stuttu máli sagt þýðir það að þeir skilja í sumum tilvikum ekki megininntak lesins texta og sjá ekki tengsl efnis á ólíkum stöðum eða geta mótað sér skoðun á upplýsingum. Sem getur ekki verið vænlegt til árangurs í námi.

H

avarí á Hólmavík Átök brutust út á

Hólmavík á mánudag þegar félagsmálayfirvöld gerðu tilraun til að fjarlægja fjögur börn af heimili sínu. Félagsmálastjóri fór, ásamt starfsmanni barnaverndar, í skóla og leikskóla og fjarlægði börnin að öðrum börnum ásjáandi. Faðir barnanna, sem var grunaður um að beita börnin ofbeldi, ók í veg fyrir félagsmálastjórann og tók tvö börn úr bílnum. Börnin enduðu hjá foreldrum sínum sem hyggjast leggja fram kæru á hendur félagsmálastjóranum vegna málsins.

Fréttablaðinu nuddað upp úr vændi Um miðja vikuna blossaði upp funheit umræða um lítt dulbúnar vændisauglýsingar, aðallega í smáauglýsingum Fréttablaðsins.

Líf Magneudóttir posted to Vísir.is Af hverju eru tveir mismunandi dálkar undir nudd í smáauglýsingum – annars vegar Nudd og hins vegar „Þjónusta“?

Stígamót Gegn kynferðisofbeldi Fréttablaðið flytur fréttir um vændisauglýsingar á einkamálum og á vísi.is ... DV flytur fréttir um vændisauglýsingar í Fréttablaðinu og á vísi.is ... þetta er afar spennandi allt saman. Lögreglan veltir vöngum yfir þessu. Spurning hvenær einhver sem getur gert eitthvað gerir eitthvað.

Stígamót Gegn kynferðisofbeldi Ég er búin að rannsaka þetta. Var ekkert mál. Það var hringt

og fengum þá að vita að konur væru ekki nuddaðar. Það kostar 25 þús. með „happy ending“ (fékk karlmann til að hringja). Lítið annað eftir en að loka fyrir þetta. - Karen

Vér mótmælum öll ... og þó? Þessi er vika er vika mótmælanna. Lögreglumenn fóru fylktu liði í kröfugöngu á fimmtudag og nokkur óvissa ríkir um hversu margir þeirra munu láta sjá sig á Austurvelli á laugardag þegar þing verður sett fyrir hádegi og boðað hefur verið til mótmæla.

Sveinn Andri Sveinsson Þessi ríkisstjórn er ömurleg og Alþingi er vanmáttugt. Lögreglumenn eru þreyttir, sárir og reiðir og virðast ekki munu verja Alþingi. Þá verða löghlýðnir borgarar þessa lands að standa vörð um þessa mikilvægustu stofnun landsins og sjá til þess að landið verði ekki skrílræði að bráð.

Guðmundur Magnússon Mótmæla þeir í einkennisbúningum? Það finnst mér ekki

viðeigandi. Rifjast upp fræg mótmæli slökkviliðsmanna í kjaradeilu fyrir rúmum tveimur áratugum. Mættu í búningum og á slökkviliðsbílunum. Slökkviliðið og lögreglan heyrðu þá undir borgina og þáverandi borgarstjóri (DO) fyrirskipaði lögreglunni að koma í veg fyrir að bílarnir væru notaðir í þessum tilgangi. Það var þá sem Albert Guðmundssoon mælti hin fleyg orð: „Frjálshyggja er það þegar lögreglunni er sigað á slökkviliðið.“

Fésbókinni á meðan aðrir héldu í þann góða sið að elska að hata Vesturbæjarveldið.

Guðmundur Andri Thorsson

Hilmar Þór Guðmundsson

Og þannig endaði búsáhaldabyltingin í klassískri íslenskri einkavæðingu. Löggurnar sem stóðu vörð um alþingishúsið kræktu sér í umboð á bareflum, táragasi og skriðdrekum og létu kaupa þetta þegar allt var um garð gengið. Og ætla í verkfall þegar alþingi verður sett.

Mun Valur hylla Íslandsmeistara KR í lokaleiknum á Hlíðarenda á laugardaginn eins og tíðkast í enska boltanum?

Ást og hatur í boltanum KR-ingar lönduðu sínum tuttugasta og fimmta Íslandsmeistaratitli á sunnudaginn. Stuðningsmenn liðsins fögnuðu ákaflega á

Sirrý Arnardóttir HÚRRA fyrir KR!

Sigurjón Egilsson KR hefur sigrað í fjórðungi allra Íslandsmóta í fótbolta karla. 25 sinnum í þeim hundrað mótum sem hafa verið háð. Langar að vita hvort mörg evrópsk félög hafi gert betur. Hef trú á að KR sé með sigursælustu félögum í Evrópu.

Óskar Freyr Pétursson óskar ekki þessum helvítis KRingum til hamingju með eitt né neitt!! ... Álíka hressandi klúbbur og City!

Jenný Anna Baldursdóttir Er svo gjörsamlega sama um KR og aðra fótboltaklúbba. Róleg á hysteríunni.

6

Milljónirnar sem embætti Ríkislögreglustjóra eyddi í piparúða frá janúar 2008 til apríl 2011.

Slæm vika

Góð vika

fyrir Harald Johannessen ríkislögreglustjóra

fyrir Hafstein Egilsson, veitingamann á Rauða ljóninu

Ekki hægt að fara að ýtrustu lögum Úttekt Ríkisendurskoðunar á innkaupum embættis ríkislögreglustjóra leiddi í ljós að embættið og þrettán löggæslustofnanir hafa átt í viðskiptum við fyrirtæki í eigu lögreglumanna og fjölskyldumeðlima þeirra fyrir um 90 milljónir króna frá því í janúar 2008. Ríkislögreglustjóri greip til þeirrar óvæntu varnar – í ljósi embættis síns – að segja að ógerlegt hefði verið að fara að „ýtrustu lögum“ um opinber innkaup í miðri búsáhaldabyltingu. Hluti af innkaupum ríkislögreglustjóra fóru þó fram í desember 2009 þegar mótmæli voru að baki. Þá var verslað við fyrirtæki eiginkonu lögreglumanns hjá embættinu fyrir 13 milljónir króna en gefnir út þrír reikningar svo að enginn hljóðaði upp á meira en fimm milljónir króna. Innkaup yfir þeirri upphæð ber að bjóða út.

Sigur á vellinum og á bak við barinn Hafsteinn Egilsson er einn mesti KR-ingur landsins. Hann var einn af stofnendum KR-klúbbsins og formaður um árabil. En Hafsteinn er líka veitingamaður á Rauða ljóninu við Eiðistorg, sem einmitt er heimavöllur KR-inga þegar kemur að því að fagna titlum og drekka bjór. Hafsteinn sá liðið sitt tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag og tók svo á móti stuðningsmönnunum á bak við barinn að leik loknum. Önnur sigurhátíð fer síðan fram á Rauða ljóninu á morgun, laugardag, eftir síðasta leik Íslandsmótsins og þá munu leikmenn KR mæta á svæðið.


Alvöru leikjatölvur ! Sú öflugasta á landinu!

Dreamware W150HRQ

8GB DDR3

Örgjörvi: Intel Core i7-2820QM Quad Core 8MB Vinnsluminni: 8GB Kingston HyperX DDR3 1600Mhz

1920x1080

Diskur: 120GB Intel 510 Series SSD SATA3 Skjákort: nVIDIA 555M GT 2GB Stýrikerfi: Windows 7 Home Premium 64bit SP1

Verð frá 294.900 kr.

25.637 kr / mán m.v. 12 mánaða vaxtalaust

Dreamware W150HRQ Örgjörvi: Intel Core i5-2410M Dual Core 3MB

0% vextir

8GB DDR3 1920x1080

Vinnsluminni: 8GB DDR3 1333Mhz Diskur: 500GB 7200 snúninga Skjákort: nVIDIA 555M GT 2GB

Vaxtalausar raðgreiðslur til allt að 12 mánaða*

Stýrikerfi: Windows 7 Home Premium 64bit SP1

Verð frá 179.900 kr.

15.767 kr / mán m.v. 12 mánaða vaxtalaust

Hannaðu þína eigin tölvu á dreamware.is

Dreamware W150HRQ Örgjörvi: Intel Core i7-2630QM Quad Core 6MB Vinnsluminni: 8GB DDR3 1333Mhz

8GB DDR3

Diskur: 500GB 7200 snúninga Skjákort: nVIDIA 555M GT 2GB

1920x1080

Stýrikerfi: Windows 7 Home Premium 64bit SP1

Framlengdu ábyrgðina í 3 ár með TM tækjatryggingu

Verð frá 194.900 kr.

17.054 kr / mán m.v. 12 mánaða vaxtalaust

START, Bæjarlind 1, Kópavogi *3% lántökugjald, 325kr seðilgjald á hverja greiðslu.

sími 544 2350

start@start.is

www.start.is


20

viðtal

Helgin 30. september-2. október 2011

Betri borg fyrir hunda Jón Gnarr borgarstjóri er hundaeigandi og dýravinur. Hann hefur átt marga ketti og hunda um dagana og er nú stoltur eigandi border terríer-hundsins Tobba. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og hundaþjálfari, ræddi við hann um hundahald í Reykjavík og viðhorf til hundaeignar. „Ég hef gaman að hundum, Ég hef í raun gaman að dýrum almennt, dýr eru yndisleg,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur og stoltur eigandi border terríerhundsins Tobba, sem er tæplega þriggja ára. Áður en Tobbi varð hluti af fjölskyldunni hafði Jón oft tekið að sér vandræðahunda sem einhver þurfti að losna við, en það gekk ekki alltaf nógu vel. „Þetta voru hundar sem höfðu ekki fengið neitt uppeldi og fólk þurfti síðan að losna við því þeir voru stjórnlausir, frekir eða taugaveiklaðir. Síðan ákvað ég að fá mér hund og vanda mig virkilega. Fá hann sem hvolp og vanda val á tegund. Í þeirri yfirferð rakst ég á border terríer og fékk áhuga á þeim.“ Jón hreifst af tegundinni, honum fannst skapgerð, útlit og stærð henta honum einstaklega vel. „Ég er mjög ánægður með þetta val, þetta eru æðislegir hundar, ljúfir og ótrúlega hressir og fyndnir. Tobbi er mjög fyndinn.“

Hundahald var lengi bannað í Reykjavík

Hundaleyfisgjöld eru sjaldnast innheimt í borgum erlendis. Í Danmörku er til dæmis skylda að skrá hundinn í landlægan örmerkjagagnagrunn, en það er eitt gjald í upphafi og ekkert árlegt eftirlitsgjald. Og samt eru þar fjölmörg hundagerði og skítapokastandar. Staðan er því sú, eins mótsagnakennt og það hljómar, að íslenskir hundaeigendur greiða hærri gjöld en erlendir hundaeigendur en fái mun minni þjónustu. Aðspurður um hvernig standi á þessu svarar Jón að þarna sé augljóslega hægt að gera betur. En hvað segir borgarstjóri, finnst

Jón Gnarr „Ef þú ferð í bæinn með hund sem almennur borgari, þá veistu í rauninni ekki almennilega hvar þú mátt vera og hvar þú mátt ekki vera með hund.“

honum Reykjavík vera hundavæn borg? „Nei, hún er ekki hundavæn. Reykjavík er aðallega bílvæn borg. Hún er ekki nógu barn-, fjölskyldueða hundavæn. Hér hefur allt verið miðað mjög mikið við þarfir bílsins, og þetta er mjög sérkennilegt. Ef þú ferð í bæinn með hund sem almennur borgari, þá veistu í rauninni ekki almennilega hvar þú mátt vera og hvar þú mátt ekki vera með hund. Þetta eru mjög ógreinilegar og skringilegar reglur. En ef þú ert á trukk niðri í bæ, þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur. Þú ert alls staðar velkominn.“ Í lögum um dýravernd er kveðið á um að tryggja skuli dýrum „eðlilegt

er

Í hundasamþykkt Reykjavíkur er kveðið á um að hundar megi vera lausir á Geirsnefi, Geldinganesi og hundaæfingasvæðum. Eru einhver slík hundaæfingasvæði í Reykjavík? „Ekki svo ég viti, nei. Ég man

hlutar saltvatn og

að jarðsjórinn í Lóninu

Vissir þú

frelsi til hreyfingar“ en í samþykkt um hundahald stendur að hundar skuli ávallt vera í taumi utanhúss. Stangast þetta ekki á? „Mér finnst þetta stangast á jú, mér finnst að það eigi að vera svæði þar sem hægt er að sleppa hundunum sínum lausum. Og án þess að hundaeigendur séu að velkjast í einhverjum vafa um það hvort þeir megi það eða ekki. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að endurskoða algjörlega frá grunni.“

bara ekki eftir hundaæfingasvæði í landi Reykjvíkurborgar.“ Það eru rúmlega 2.000 hundar skráðir í Reykjavík og tekjur af hundaleyfisgjöldum á síðasta ári voru um 31 milljón. Af hverju er hluti af tekjunum ekki notaður í þágu hundaeigenda? „Við viljum reyna að bæta þá þjónustu sem hundaeigendur fá. Við viljum það virkilega. Og við erum að gera það svona hægt og rólega. Nú liggur fyrir tillaga að nýrri hundasamþykkt sem felur í sér að það eigi að vera svæði á nokkrum stöðum í Reykjavík þar sem lausaganga hunda eigi að vera leyfð. Það eigi að vera svona hundagerði. Til-

laga um hundagerði á Klambratúni var því miður felld í hverfisráði. Mig minnir að einhver hafi sagt að niðurstaðan væri sú að Klambratún ætti að vera fyrir fólk en ekki hunda. Hverfisráð Miðborgar hefur nýlega nefnt sjö mögulega staði fyrir hundagerði. Hverfisráð Vesturbæjar og Hlíða eru ekki eins spennt fyrir þessum hugmyndum en þetta tekur náttúrulega tíma. Ég vil ekki þröngva hlutum upp á fólk sem það vill ekki. Engu að síður tel ég að við séum með mjög hentugt svæði fyrir hundagerði á Klambratúni. Þetta er svæði sem hefur hingað til verið notað undir rusl en væri mjög hentugt. Það er ágætlega stórt rjóður sem myndi henta mjög vel undir hundagerði.“

hluti ferskvatn og ríkur af steinefnum,

kísil og þörungum?


Hundar afskiptir í skipulaginu

HOT FITNESS Hot fitness 35°C NÝTT - fyrir lengra komna!

Hot fitness er glænýtt 6-vikna námskeið fyrir þær sem vilja gott alhliða krefjandi æfingakerfi með áherslu á styrktarþjálfun, teygjuæfingar og slökun. Einnig er í boði fræðsla, upplýsingar og aðstoð við að breyta yfir í hreinna og heilnæmara mataræði. Maður lifandi er samstarfsaðili Hreyfingar á þessu námskeiði og mun veita ítarlega fræðslu um fæðuþáttinn á námskeiðinu. Æfingarnar fara fram í heitum sal og æft er með litla bolta sem virka eins og létt lóð. Ólíkt átaksnámskeiðunum er ekki áhersla á vigtun og mælingar heldur er lögð áhersla á vellíðunarþáttinn bæði hvað varðar æfingar og mataræði.

HD fitness 32°C

Heitt djúpvöðva fitness er 6-vikna námskeið sem hefur slegið rækileg í gegn! Æfingakerfið fer fram í heitum sal og byggist á rólegum styrktaræfingum ásamt djúpum teygjum. Eingöngu er unnið með eigin líkamsþyngd. HD fitness-kerfið er byggt á æfingum sem stjörnur á borð við Jennifer Aniston og Gwyneth Palthrow stunda. Sérstakar áherslur eru á styrkingu djúpvöðva í kvið og baki og djúpar teygjuæfingar sem lengja og styrkja alla vöðva líkamans. Hitinn í salnum auðveldar að ná djúpum teygjum og líkaminn hitnar fljótt og vel.

Allar nánari upplýsingar um námskeiðin, tímasetningu, verð og skráningu finnur þú á www.hreyfing.is Fáðu fría uppskriftabók! Farðu á www.hreyfing.is/betrikostur og náðu í fría uppskriftabók með léttum kjúklingaréttum. Skráðu þig núna í vefverslun Hreyfingar eða í síma 414 4000

lAger

50%

sAlA

kerti frá 475 kr.

F A B R I K A N

tekk-compAny

60%

snAgAhillA

v

7.560 kr.

75%

75%

stóll

4 stólAr

4.500 kr.

24.900 kr.

stAkur

borð og

Opið virka daga 13–18, laugardaga kl.10–17 og sunnudaga kl. 13–17

50%

leðursófi

79.000 kr. Sími 564 4400

Ath. lAgersAlAn er í kAuptúni (gegnt ikeA, við hliðinA á verslunum tekk-compAny og hAbitAt)

50 80 til

% Afsláttur

Á höfuðborgarsvæðinu ríkir algjör taumskylda og því hvergi leyfilegt að sleppa hundum lausum nema á tilteknum hundasvæðum. Þau eru tvö í Reykjavík, annars vegar á Geirsnefi og hins vegar á Geldinganesi. Í hinum sveitarfélögunum eru engin hundasvæði. Í borgum erlendis eru hundasvæði víða, ýmist afgirt eða ógirt. Til dæmis eru fjölmörg misstór hundasvæði í Kaupmannahöfn og í Helsinki eru meira en 80 hundagarðar. Oft er hluti af almenningsgarði girtur af og ætlaður fyrir lausa hunda. Þessum svæðum fjölgar jafnt og þétt eftir því sem hundaeign verður almennari, en hér á höfuðborgarsvæðinu hefur hundasvæðum ekkert fjölgað þrátt fyrir gríðarlega fjölgun hunda í borginni. Hundaeigendur erlendis greiða almennt ekki hundaleyfisgjöld til viðkomandi borgar en samt sem áður virðast hundagerði vera nokkuð sjálfsagður partur af borgarskipulagi. Því kemur það spánskt fyrir sjónir að sjá gríðarhá hundaleyfisgjöld á höfuðborgarsvæði Íslands en engin hundagerði. Að sögn Sifjar Traustadóttur, dýralæknis og dýraatferlisfræðings, er nauðsynlegt fyrir félagsþroska hunda að fá að leika sér lausir við aðra hunda. „Hér í höfuðborginni eru ekki nógu mörg tækifæri fyrir hunda til að æfa sig í að hitta aðra hunda. Þar sem þeir hafa ekki tækifæri til þess eru meiri líkur á slagsmálum milli hunda þá sjaldan sem þeir hittast.“ Einn af kostum hundasvæða væri því að fleiri hundar lærðu umgengni við aðra hunda. Það eru fleiri kostir við hundasvæði. Þegar hundaeigendur hafa ákveðin svæði í eigin hverfi þar sem sleppa má hundum lausum, eru minni líkur á að þeir brjóti reglurnar um lausagöngu hunda. Eldri borgarar og fatlaðir hundaeigendur eiga auðveldara með að sjá hundinum fyrir hreyfingu ef þeir fá að sleppa hundinum í hundagerði. Ef hundar fá andlega og líkamlega útrás í hundagerði minnka líkurnar á að þeir gelti mikið heima við og ónáði þannig nágranna.


22

fréttaskýring

Helgin 30. september-2. október 2011

Blúsuð með nýfætt barn Hvað er fæðingarþunglyndi? Er það meðgönguóværa, fæðingaróværa eða tímabil sem fer einfaldlega illa í sumar konur?

S

jaldgæft er að konur upplifi fæðingarþunglyndi án þess að eiga sögu um áföll í lífinu, einhverja erfiðleika, jafnvel kvíða, depurð eða þunglyndi. Hlutfall kvenna sem upplifa þunglyndi í kjölfar barnsfæðingar virðist heldur ekki vera hærra en meðal annarra kvenna á barneignaraldri. Einnig er mjög erfitt að tengja fæðingarþunglyndi við hormónabreytingar. Hlutfall kvenna sem finna fyrir fæðingarþunglyndi er á bilinu 9 til 12 prósent. Þetta er vísir að niðurstöðu rannsóknar sem sérfræðingar innan heilsugæslunnar, Landspítalans og Háskóla Íslands hafa unnið að frá haustinu 2006. Spurningalistar voru lagðir fyrir 2.500 konur í mæðravernd á Akureyri og í Reykjavík og um 500 konur hafa komið í frekari viðtöl eftir að barnið var fætt.

Ekki upp úr þurru

„Það sem virðist koma í ljós er að það er alls ekki algengt konur fái fæðingar-

þunglyndi alveg upp úr þurru og að fæðingarþunglyndi sé einhver óværa sem liggi í leyni,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur á kvennadeild Landspítalans, og bætir því við að það komi hópnum sem vinni að rannsókninni ekkert sérstaklega á óvart. Að henni standa þær Linda Bára og Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á geðdeild á göngudeild LSH, ásamt Mörgu Thome, prófessor í hjúkrunardeild HÍ, Jóni Friðriki Sigurðssyni, yfirsálfræðingi á LSH, Sigríði Síu Jónsdóttur, ljósmóður á Akureyri, og Sigríði Brynju Sigurðardóttur, yfirhjúkrunarfræðingi heilsugæslunnar í Grafarvogi. Það sem komi hópnum mest á óvart sé

kvíða á meðgöngunni og eftir barnsburð. „Og ef ófrísk kona finnur fyrir kvíða sem fær að grassera óáreittur, aukast líkur á þunglyndi eftir fæðingu. Orkan klárast við það að vera alltaf með kvíðahnút, alltaf með kökkinn í hálsinum og kvíða öllu. Móðirin gefst upp á endanum. Hún verður döpur. Kvíðinn siglir því með margar inn í þunglyndið,“ segir Linda Bára og bendir á að það sé því merkilegt að fókusinn sé oftast á þunglyndi en sjaldan eða aldrei sé talað um kvíða. „Margar sem leita til mín gera það vegna kvíða, ekki þunglyndis. Þær geta haft áhyggjur af fjárhagnum eða af öðrum börnum sínum, svo dæmi séu tekin, jafnvel misst fóstur á meðgöngu og eru kvíðnar. Sumar eru einfaldlega kvíðnar að eðlisfari og því margt sem getur spilað þar inn í.“

Með þráhyggju

hversu margar konur finni fyrir

Það kom sérfræðingunum einnig á óvart hve margar konur eru haldnar þráhyggju eftir barnsburð. „Þær hugsa um hluti sem þeim finnst óhugnanlegir, hreinlega ógeðfelldir. Það eru hugsanir eins og að missa barnið. Þær sjá fyrir sér hvernig barnið slengist í hornið á sófaborðinu. Þessar hugsanir vekja svakaleg viðbrögð hjá mæðrum því þarna sjá þær fyrir sér það versta sem getur gerst. Sumar hrista þetta af sér, þá helst þær sem eru ekki með kvíða fyrir. En hafi þær tilhneigingu til kvíða geta þær mistúlkað og farið að hugsa um allar þær sögur þar sem greint er frá brjáluðum mæðrum sem drepa börnin sín,“ segir Linda. „Þær velta þá fyrir sér hvort þær séu slíkar mæður og finna fyrir ótrúlegri vanlíðan – eru skelfingu lostnar. Um þetta tala konur sjaldan því þær skammast sín fyrir hugsanirnar, en það kemur í ljós að 20 til 30 prósent kvenna finna fyrir þessu, jafnvel fleiri, en fáar vilja viðurkenna það. Sumir erlendir sérfræðingar segja að jafnvel karlmenn finni fyrir þessu.“ Linda Bára segir mikilvægt fyrir konur að vita að þetta sé ekki óalgengt og valdi ekki því að konur skaði ungbörnin sín. Afar fá dæmi séu um slíkt.

Ekki hormónin

Fæðingarþunglyndi veldur miklu álagi í sambúð. Það er erfitt fyrir maka að horfa upp á konu sína brotna niður. Sjálfsmyndin brotnar, makinn reynir að fá hana út en hún vill ekki fara og hitta neinn. Makinn er farinn að vinna og sér konuna veslast upp eina heima.

Linda bendir á að í rannsóknum hafi gengið illa að tengja fæðingarþunglyndi við hormónabreytingarnar í kjölfar fæðingar en hún sé með varann á, komi konur sem sjái enga ástæðu fyrir þunglyndi sínu. „Þess vegna erum við mjög vakandi fyrir því að skjaldkirtilsstarfsemin geti hafa brenglast, komi konur án sögu um þunglyndi til okkar, því einkennunum svipar mjög saman. Ég sendi því þær konur yfirleitt til heimilislæknis í blóðprufu til þess að athuga með skjaldkirtilinn.“ Hún sjái svo oftast margar ástæður fyrir þunglyndinu þegar hún taki viðtöl við konurnar. „Þá sit ég með þeim og segi: Sjáðu alla þessa þætti, ég ætla að teikna þá upp fyrir þig. Er ekki svolítið skiljanlegt að þú finnir fyrir depurð? En ég hef þó fengið konur til mín þar sem þunglyndið virðist koma sem þruma úr heiðskíru lofti. Þær eru ekki margar, þannig að það eru hugsanlega einhver prósent sem upplifa þetta hreina, hreina fæðingarþunglyndi sem getur hugsanlega orðið til við hormónabreytingarnar. En það er afar erfitt að finna það með rannsóknum.“ Hormónabreytingar leiða þó oft til vanlíðanar sængurkvenna. „Hinn svokallaði sængurkvennagrátur er mjög algengur, svona þremur til fimm dögum eftir fæðingu. Ég verð alltaf svolítið frústreruð þegar ég fæ til mín móður sem þekkir ekki til sængurkvennagráts – og skilur ekki vanlíðan sína, en allt að 75 prósent kvenna finna fyrir honum. Mjög oft er þetta einn til tveir klukkutímar, jafnvel nokkrir dagar. Á þeim tíma er allt í huga konunnar vonlaust, ömurlegt og hún veit ekki af hverju. Hún verður blúsuð en blúsinn hverfur. Séu hins vegar erfiðleikar hjá konunni; barnið veikt, kannski með gulu, eða annað sem veldur áhyggjum; konan veik eða erfiðleikar með brjóstagjöf, léttir sængurkvennagráturinn þeim ekki lífið. Þær sem gera sér ekki grein fyrir þessu geta lengt þetta ástand, jafnvel svo að það komi af stað þunglyndi.“ Svefninn segir hún að komi í veg fyrir margt.

Svefnleysi skaðar

„Ef einstaklingur er vansvefta versnar allt. Margar konur eiga erfitt með að sofa eftir fæðingu barns. Þær fylgjast með barninu, eru stressaðar og hræddar um að barnið andi ekki. Það er ekki

Afar algengt er að konur finni fyrir sængurkvennagráti eftir fæðingu barns, en ein af hverjum tíu finnur einnig fyrir þunglyndi. Ljósmynd/Getty Images


Framlengjum sófadagana til mánudagsins. gRýpTu TækIFæRIÐ 3. október

ALLIR SÓFAR Á TILBOÐSVERÐI!

Og FInndu SÓFAnn þInn!

159.990

núna

FLOw tungusófi. Grátt áklæði. 253x215 H:83/43 cm. Fæst með vinstri eða hægri tungu.

30% aFsláttur

FuLLT VERÐ: 239.990

SETT!

SETT!

2 + 3 sæta

259.980

2 + 3 sæta

159.980

fullt verð 379.980

fullt verð 239.980

STyLO 3 sæta sófi. svart leður. B:200 D:85 H:85 cm. 174.990 fullt verð 219.990. STyLO 2 sæta sófi. svart leður. B:158 D:85 H:85 cm. 124.990 fullt verð 159.990.

STyLO 3 sæta sófi. Grátt áklæði. B:200 D:85 H:85 cm. 99.990 fullt verð 139.990. STyLO 2 sæta sófi. Grátt áklæði. B:158 D:85 H:85 cm. 74.990 fullt verð 99.990.

20-50% afsláttur af ALLRI smávöru! Gildir til 3. október

30%

aFsláttur af allri baðvöru!

zOnE dOLOmIT sápupumpa. Kr. 690 fullt verð kr. 990.

zOnE hnífapör, 16 stk.

ARISTO kertastjaki stjarna. 2 stk. Kr. 990 fullt verð kr. 1.490.

SpIzy viskustykki. Margar gerðir. Kr. 690 fullt verð kr. 990.

kj glas. Þ:8 H:9. Kr.

149 fullt verð kr. 290.

Kr. 8.990 fullt verð kr. 19.980.

SpIzy miniature vasi. Kr. 990 fullt verð kr. 3.990.

HúSgAgnAHöLLIn • Bíldshöfða 20 • Reykjavík • sími 585 7200

SpIzy teljós fyrir 9 ljós. svartur eða. Kr. 1.990 fullt verð kr. 4.990.

SpIzy kanna. Margar gerðir. Kr. 290 fullt verð kr. 490.

OpIÐ: Virka daga 10-18 • Laugardaga 12-18 • Sunnudaga 13-17


24

fréttir

gott. Þá getur vanlíðan látið á sér kræla.“ Linda segir að hún finni gríðarlegan mun á vansvefta konu og þeirri sem fái nægan svefn. „Ég get ekki hætt að tíunda mikilvægi svefns. Það er eins og að fá allt aðra konu í viðtal komi hún úthvíld í stað þess að vera ósofin.“ Linda segir það einnig hafa komið rannsakendum á óvart að konur séu jafnvel ívið þunglyndari í upphafi og við lokin á meðgöngu en eftir fæðingu. „Þá finna konur fyrir hormónasveiflum; eru pirraðar. Það á sérstaklega við um tímann þegar líða fer á meðgönguna, þegar fer að safnast á þær bjúgur, þær fitna og eru miklar um sig. Konur sem líður illa fyrir upplifa breytingarnar frekar sem neikvæðar en konur sem eru með jákvætt hugarfar.“ Hún segir sjaldgæft að konur upplifi þunglyndi af því að þeim finnist börnin sín ómöguleg. „En rannsóknir hafa sýnt að börn kvenna sem eru þunglyndar eru óværari. Við vitum þó ekki hvort kom á undan, hænan eða eggið, en við vitum samt sem áður að kona með magakveisubarn er ekki hress. Móðir sem er kvíðin fyrir er ekki eins vel í stakk búin til að þrauka þessa þrjá mánuði. Þær konur sem aldrei hafa tekist á við kvíða og þunglyndi eru einnig gjörsamlega að þrotum komnar, sé barnið með slæma magakveisu og grætur mikið. Það er ekkert gamanmál að eiga börn sem halda vöku fyrir foreldrum sínum.“

Ein heima

Linda segir afar mikilvægt að konur séu virkar. Líði þeim illa einangri þær sig gjarna, komi sér jafnvel ekki til að gera einföldustu hluti, finnist erfitt að hringja, sem svo aftur auki á kvíðann því þeim finnist sem þær hafi ekki staðið sig, eigi eftir að hringja í svo marga vini og ættingja, hafi brugðist þeim. „Það kannast margar við þetta, og það að vera á náttbuxunum allan daginn. Sé barnið órólegt og illa sofið, og móðirin líka, er lítið sem hrópar á hana að fara út. Hún hefur hugsanlega ekki komist í bað, er ósátt við líkama sinn – hefur fitnað og finnst þá auðveldara að horfa bara á enn einn Friends-þáttinn í sjónvarpinu eða að hanga í tölvunni. Það er ef til vill ekki skrítið en er ekki hollt. Hún verður að breyta

Helgin 30. september-2. október 2011

Hún hefur hugsanlega ekki komist í bað, er ósátt við líkama sinn – hefur fitnað og finnst þá auðveldara að horfa bara á enn einn Friends-þáttinn í sjónvarpinu eða hanga í tölvunni. Linda Bára Lýðsdóttir sálfræðingur aðstoðar margar konur sem átt hafa í erfiðleikum eftir barnsburð. Mynd/Hari

um stíl því annars dýpkar vandinn. Hún kemst ekki út.“ Að sögn Lindu er mikilvægt að konur segi frá slæmri líðan; þær þurfi ekki að óttast að verða stimplaðar þótt þær finni fyrir þunglyndiseinkennum í kjölfar barneignar. Konur sogist oft niður á við; brjóti sig alveg niður og finnist aðrar konur standa sig svo miklu betur í móðurhlutverkinu en þær sjálfar. Þögnin auki á vandann og þunglyndi geti verið smitandi. „Þunglyndi er hálfgerður smitsjúkdómur; ef makinn er þunglyndur er hinn ekki upp á sitt besta heldur. Hann finnur fyrir vanlíðan og er daufur. Fæðingarþunglyndi veldur miklu álagi í sambúð. Það er erfitt fyrir maka að horfa upp á konu sína brotna niður. Sjálfsmyndin brotnar, makinn reynir að fá hana út en hún vill ekki fara og hitta neinn. Makinn farinn að vinna og sér konuna veslast upp eina heima. Hann getur lítið gert af því að hann er ekki heima. Ef fólk leitar sér aðstoðar komast flestir í gegnum tímabilið.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

Þreytt, slöpp og hefur sig ekki í neitt – helstu ráð gegn fæðingarþunglyndi

1

4

Sinna kroppnum: Nægur svefn, hollt mataræði og hreyfing eru mikilvægir þættir sem huga þarf að þegar konur finna fyrir depurð eða þunglyndi. „Borði þær ekki hollan mat reglulega, ýtir það ekki undir andlegt jafnvægi. Þótt klént sé að segja að þetta skipti máli, þá er það svo að konur finna fyrir pirringi og vanlíðan sé líkaminn vanræktur,“ segir Linda Bára Lýðsdóttir, sálfræðingur á geðsviði Landspítala.

2

Taka vítamín: Linda segir mikilvægt að mæla hvort konur skorti járn eða vítamín. „Nákvæmlega eins og með skjaldkirtilinn þarf að tékka á þessum grunni því kona sem er með járnskort eða B12 vítamínskort er alltaf þreytt, slöpp og hefur sig ekki í neitt. Það er ekki til þess að hjálpa henni upp úr geðlægð.“

Halda rútínu. Linda segir mikilvægt að skipuleggja daginn. Leyfa sér ekki að ganga um í náttfötunum allan daginn heldur alls ekki lengur en til hádegis, hafa sig þá til og finna sér eitthvað að gera. Jafnvel að vakna með eldri börnum, koma þeim af stað í skólann, leggja sig svo í hálftíma, fara svo í göngutúr. „Bara að halda rútínu.“

3

Hitta fólk: Einnig er mikilvægt að virkja sig félagslega. „Já, fara út. Nýta sér mömmumorgna í kirkjunum. Reyna að finna vinkonur sem eru líka heima þannig að maður einangrist ekki. Einangrun er algeng. Mörgum finnst einfaldlega erfitt að taka upp símann, en þær þurfa að hringja og ganga á eftir hlutunum.

5

Leita sér aðstoðar: Takist ekkert af því sem nefnt er hér að ofan, þunglyndið það djúpt og móðirin sinnulaus, segir Linda nauðsynlegt að leita sér aðstoðar og panta tíma hjá heilsugæslunni. Stundum getur lyfjagjöf verið nauðsynleg en hugræn atferlismeðferð hjá sálfræðingi hefur einnig gefið góðan raun. Sé ástand móður svo alvarlegt að hún þurfi að leggjast inn á sjúkrahús, skal passað upp á það að hún fái að hafa barnið hjá sér.


Helgin 30. september-2. október 2011

Fræg með fæðingarþunglyndi Brooke Shields skrifaði bók um þunglyndi sitt

Þ

að kom mörgum verulega á óvart þegar að Hollywoodstjarnan Brooke Shields steig fram og sagði frá því að hún hefði glímt við fæðingarþunglyndi. Hún var talin lifa hinu fullkomna draumalífi, átti blómlegan feril sem kvikmyndastjarna og talin vera í hamingjusömu hjónabandi. Henni hafði verið hampað fyrir fegurð og ekkert skorti á heimsfrægðina. Brooke Shields sagði frá því, tveimur árum eftir fæðingu fyrsta barnsins síns, að hún hefði bara staðið við gluggann og starað út, en ekki fundið sig syngjandi hamingjusama að kjá framan í dóttur sína, Rowan Francis. „Mig langaði ekki að lifa lengur,“ sagði hún í viðtali við heilsuvefinn WebMD. Hún

hafði átt í löngu basli við að verða barnshafandi, fæðingin var erfið og hún missti föður sinn þremur vikum fyrir barnsburðinn. Í bók sinni, Down Came the Rain, segir hún auk þess frá þunglyndi í fjölskyldunni. Þessir fyrstu mánuðir í lífi barnsins voru hinir erfiðustu í lífi Shields. Hún fann fyrir depurð, dró sig frá fjölskyldu og vinum og hugsaði um að stytta sér aldur. Hún telur sig heppna því hún fékk hjálp og greindist snemma með þunglyndið. Lesa má um það á Wikipedia að aðrar Hollywood-stjörnur, eins og til dæmis Tom Cruise, hafi gagnrýnt Shields fyrir að taka og mæla með þunglyndislyfinu Paxil.

SELECTED FEMME FÖGNUÐUR Smáralind lau. 1.okt kl 14-18

Byrjaðu helgina með okkur og skoðaðu gullfallegu vetrarlínuna okkar, njóttu góðra veitinga og ljúfra tóna. Þrír heppnir viðskiptavinir vikunnar í SELECTED FEMME verða dregnir út á laugardaginn og fara heim með 30.000 króna Selected gjafakort, förðunargjafakort frá Make Up Store, gjafakort fyrir klippingu og lit hjá Þobba á Sjoppunni og síðast en ekki síst veglegan dekurpakka fyrir andlit og líkama frá Signature of Nature í Smáralind. Allir viðskiptavinir vikunnar og út laugardaginn hafa kost á að taka þátt í leiknum

Brooke Shields upplifði þunglyndi eftir fæðingu dóttur sinnar árið 2003. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images

ALLT SEM KLÆÐIR SKRIFSTOFUNA VEL Penninn býður gríðarlega mikið úrval af stórum og smáum gæðavörum fyrir skrifstofuna. Jafnframt veitum við frábæra þjónustu og ráðgjöf varðandi rekstrarvörur, húsgögn og skipulag skrifstofunnar! Nýttu þér þægindin og pantaðu allt fyrir skrifstofuna á einum stað.

Hafðu samband við Fyrirtækjasvið Pennans í síma 540 2050 eða fyrirspurn@penninn.is. Vertu jafnframt velkomin/n í verslanir okkar í Hallarmúla 2-4. Söluráðgjafar Pennans eru fyrirtækjum innanhandar með faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu.

ENNEMM / SÍA / NM48198

www.penninn.is


Bankastræti 5 • sími: 535 6680

Laugavegi 26 • sími: 512-1715 r 22 ga 9- hel ið Op 2 um -2 10

Skólavörðustígur 11 • sími: 540-2350 • eymundsson.is

Skólavörðustíg 8b • sími: 552-2028 • www.graennkostur.is

Laugavegur 53b • sími: 552-3737

rá pu i ká tt og fslæ r a u úlp 20%

Laugavegi 5 • sími: 551-3383 • Spönginni 29 • sími: 577-1660 l -ti nu -18 má . 11 ð d i op ugar la

Laugavegur 5

Spöngin Grafarvogi

5513383

5771660

Laugavegur 5

Spöngin Grafarvogi

5513383

5771660 Kjörgarði, Laugavegi 59 • sími: 511 1817

Laugavegi 4 • sími: 555-4477

i c e l a n d i c

d e s i g n

Aðalstræti 10 • sími: 517 7797 • www.kraum.is

Laugavegi 51 • sími: 552-2526


Skólavörðustígur göngugata: kl. 16:00 Valgeir Guðjónssdon Rakarastofurnar á Hlemmi bjóða snoðklippingu fyrir kr. 700

Laugavegi 82 á horni Barónstígs S: 551-4473 www.lifstykkjabudin.is

erland.is

örðustíg 8b 552-2028 nnkostur.is

i 25 S: 571-1704

Skólavörðustíg 16 www.geysirshops.is

Skólavörðustíg 16 • sími: 555-6310 • www.geysirshops.is

7 -1 11 ag ið ard Op aug L

af ið m bú öru ull m v F Laugavegi 53b • Gsm 867-3103 ju Laugavegi 24 S: 578-4888 www.scandinavian.is ný

Laugavegi 28b. S: 533 2023 Ingólfsstræti 2 S: 517-2774 www.gjafirjardar.is

Laugarveg 80 • sími: 561 1330 • www.sigurboginn.is

Laugarvegi 13 S: 660-8202

Skólavörðustíg 14 • sími: 571-1100 • www.sjavargrillid.is

Laugavegur 35 S: 893-0575 Laugavegi 4 Sími: 555 4477

Laugavegur 58 • s: 551 4884 • still@stillfashion.is • stillfashion.is

Laugavegur 27 sími:5526260 Eymundsson Skólavörðustíg sími: 8208371 Eymundsson Austurstræti sími: 6607934 Lækjartorg sími: 8644620

Laugavegi 6 • sími: 533-2291 • www.timberland.is

sími: 5515814 • www.th.is

50

Laugavegi 49 • sími: 552 2020

s

18 -1 0- 11 ið1 ga op uda n un

7

Laugavegur 62 • sími: 4454000 • www.zebrashop.is

Rauðarárstigur 12 - 14 • sími: 551-0400

Laugavegi 66 • sími: 5652820

ár

a!


28

4

fótbolti

Helgin 30. september-2. október 2011

lið geta fallið með Víkingum

Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

L

okaumferð Pepsi-deildarinnar í fótbolta fer fram á morgun, laugardag. Spennan á toppi deildarinnar hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn um síðustu helgi. Aðeins er eftir barátta ÍBV og Stjörnunnar um þriðja sætið sem veitir þátttökurétt í Evrópukeppninni á næsta ári. Eyjamenn mæta Grindvíkingum á heimavelli í síðustu umferðinni en Stjörnumenn sækja Blika heim í Kópavoginn. Eyjamenn eru með tveggja stiga forystu á Stjörnumenn fyrir lokaumferðina en lakari markatölu. Ef Stjörnumenn vinna Blika verða Eyjamenn að sigra Grindvíkinga til að halda þriðja sætinu. Eyjamenn gætu síðan með sigri skotist upp

fyrir FH-inga í annað sætið ef FH vinnur ekki Fylki í Árbænum. Það er hins vegar öllu meiri spenna á botninum. Víkingar eru þegar fallnir en fjögur lið, Keflavík, Fram, Þór og Grindavík, geta öll fylgt þeim niður í 1. deild á næsta ári fyrir lokaumferðina. Staða Grindvíkinga er sýnu verst. Þeir eru í næstneðsta sæti, stigi á eftir hinum liðunum þremur og með lökustu markatöluna. Til að bæta gráu ofan á svart eiga þeir síðan erfiðasta leikinn af liðunum fjórum, gegn ÍBV á útivelli. Ljóst er að Grindavík þarf að vinna ÍBV á laugardag til að halda sæti sínu í deildinni. Ef liðið gerir jafntefli þarf það að treysta á að Keflavík vinni Þór með tveimur mörkum svo að Akureyrarliðið falli. Ef Grindavík gerir 3-3 jafntefli við


fótbolti 29

Helgin 30. september-2. október 2011

Þór til að tryggja sæti sitt í deildinni þar sem þeir eru með besta 8. Keflavík 21 6 3 12 25-31 21 markahlutfallið af 9. Fram 21 5 6 10 18-27 21 liðunum fjórum. Eina leiðin til að liðið falli 10. Þór 21 6 3 12 27-39 21 er að Grindavík vinni 11. Grindavík 21 4 8 9 24-37 20 ÍBV, Fram vinni Víking og þeir tapi fyrir 12. Víkingur 21 3 6 12 23-37 15* Þórsurum. Framarar hafa verið vík, gert tvö jafntefli, gegn FH á ótrúlegu skriði í undog Stjörnunni á útivelli, og tapað anförnum leikjum. Í byrjun ágúst einum leik, gegn Íslandsmeistvirtust liðinu allar bjargir bannurum KR á KR-vellinum. Innaðar og ekkert annað en fall blasti koma Bretanna Stevens Lennon við. Síðan þá hafa Safamýrarpiltar og Samuels Hewson hefur fært gyrt sig í brók og spilað frábærliðinu gríðarlega mikið. Þeir eru lega. Í síðustu sjö leikjum hefur báðir frábærir fótboltamenn en liðið unnið fjóra leiki, gegn Val, ekki skal gera lítið úr mikilvægi Breiðabliki, Keflavík og Grinda-

þeirra fyrir aðra leikmenn liðsins. Koma þeirra hefur verið vítamínsprauta fyrir leikmenn eins og Hlyn Atla Magnússon, Almarr Ormarsson og Jón Gunnar Eysteinsson sem hafa spilað frábærlega í undanförnum leikjum. Framarar hafa unnið síðustu þrjá heimaleiki sína og nægir jafntefli gegn löngu föllnum Víkingum í síðustu umferðinni til að tryggja sæti sitt í deildinni. Tapi liðið verða Grindavík og Þór að vinna sína leiki til að Fram falli. Eins og sjá má hér að ofan stefnir í æsispennandi laugardag þar sem fjögur lið reyna að forðast fallið.

Fallbaráttan fyrir síðustu umferð

Staðan í seinni umferð FH

10 8

1

1

20-12

25

KR

10 6 3

1

21-13

21

ÍBV

10 6 2

2

21-14

20

Stjarnan

10

5 4

1

28-14

19

Fram

10 4 3

3

11-12

15

Valur

10

3 3 4

12-17

12

Þór

10

3

1 6

16-17

10

Fylkir

10

3

1 6

15-19

10

Grindavík 10

1 6

3

10-15

9

Breiðablik 10

2 3

5

10-19

9

Víkingur

10

2 2 6

15-22

8

Keflavík

10

2

11-16

7

1

7

Leikir í lokaumferðinni Keflavík - Þór Fram - Víkingur ÍBV - Grindavík Valur - KR Breiðablik - Stjarnan Fylkir - FH

Skoski framherjinn Steven Lennon hefur verið frábær með Fram seinni hluta sumars og átt stóran þátt í að Fram er ekki lengur í fallsæti. Ljósmynd/365

ÍBV og Þór tapar 1-0 fyrir Keflavík eru Grindavík og Þór jöfn að stigum og með nákvæmlega sömu markatölu. Grindavík er hins vegar með betri árangur í innbyrðisleikjum liðanna og myndi því halda sæti sínu á kostnað Þórs. Þórsarar mæta Keflvíkingum á Nettóvellinum í Reykjanesbæ. Til að vera öruggir án þess að treysta á aðra þurfa þeir að vinna Keflvíkinga þar sem Keflavík er með betri markatölu en Þór. Þeim dugar jafntefli ef Framarar steinliggja fyrir Víkingi í Laugardalnum, með þremur mörkum eða meira, burtséð frá því hvernig leikurinn á milli ÍBV og Grindavíkur fer. Tapi Þórsarar þurfa þeir að treysta á að Eyjamenn klári Grindvíkinga. Keflvíkingum nægir jafntefli gegn

laug. 01. okt.

14:00

Fram - Víkingur R.

Laugardalsvöllur

laug. 01. okt.

14:00

Valur - KR

laug. 01. okt.

14:00

Keflavík - Þór

Nettóvöllurinn

laug. 01. okt.

14:00

Fylkir - FH

Fylkisvöllurinn

laug. 01. okt.

14:00

ÍBV - Grindavík

Hásteinsvöllur

laug. 01. okt.

14:00

Breiðablik - Stjarnan

Vodafonevöllurinn

Kópavogsvöllur


30

viðtal

Helgin 30. september-2. október 2011

Ekkert kvikmyndaverkefni sem ég hef tekið þátt í hefur verið jafn nærgöngult og erfitt og þetta.

Nutu sín við tökur en þjáðust með persónunum Theodór Júlíusson hefur verið ausinn lofi fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Eldfjall, rétt eins og myndin sjálf sem hefur gert stormandi lukku á kvikmyndahátíðum víða um heim. Íslendingum gefst nú loks tækifæri til að sjá myndina því hún verður frumsýnd hér um helgina á RIFF. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur eiginkonu Theodórs í Eldfjalli og þau eru sammála um að ekkert verkefni hafi gengið jafn nærri þeim og sú tilfinningatjáning sem þau sýna í myndinni. Þórarinn Þórarinsson hitti leikarana yfir kaffibolla og ræddi við þau um velgengni Eldfjalls, það sem fram undan er hjá þeim á fjölunum og áratugasamstarf þeirra. Ljósmyndir: Hari Eldfjall var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og hefur síðan gert það gott á kvikmyndahátíðum víða um heim. Myndin var til að mynda sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun þessa mánaðar og var þar kynnt til sögunnar sem „mögulega markverðasta byrjandaverk íslensks leikstjóra“ síðan Dagur Kári kom fram með Nóa albínóa. Þá var Eldfjall sagt vera þroskuð og tilfinningalega krefjandi kvikmynd sem leikstýrt væri af ótrúlegu næmi. Styrkur myndarinnar er þó fyrst og fremst sagður liggja í leik Theodórs og Margrétar Helgu. Time Out gaf Eldfjalli fjórar stjörnur í dómi þar sem Theodór var sagður gnæfa yfir myndinni og að með leik sínum gæfi hann myndinni dýpt og sendi tilfinningastrauma frá kaldri og innhverfri persónunni. Síðasta rósin í hnappagat Theodórs er svo verðlaun fyrir bestan karlleik í aðalhlutverki á alþjóðlegu Eurasia-kvikmyndahátíðinni í Kasakstan í síðustu viku.

„Þetta er heiður og gaman að þessu þannig að maður getur ekki annað en verið dálítið stoltur,“ segir Theodór, hógværðin uppmáluð. Hann átti ekki heimangengt þar sem hann er á fullu við æfingar á Kirsuberjagarðinum í Borgarleikhúsinu. „Rúnar tók stoltur við verðlaununum fyrir mig,“ segir hann og brosir. „Ég hef nú ekki séð verðlaunagripinn ennþá vegna þess að taskan hans Rúnars týndist en hún er nú komin í leitirnar.“ En komu þessar góðu viðtökur leikurunum tveimur í opna skjöldu? „Bæði og,“ segir Margrét. „Rúnar er náttúrlega búinn að fá svo mikið af verðlaunum og viðurkenningum en já, ég verð samt að segja að þetta var nú meira en ég átti von á. Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í svona löguðu þannig að ég veit í rauninni ekkert

hvernig það er í laginu.“ „Já, auðvitað kom þetta manni á óvart. Kannski sérstaklega vegna þess að við sáum bæði myndina í fyrsta skipti á frumsýningunni í Cannes. Það var nú dálítil spenna í sambandi við það. Þetta er náttúrlega svo stór hátíð og hjá okkur var þetta bara vinna frá morgni til kvölds.“ Fáir leikstjórar hafa hlotið jafn mörg verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum fyrir stuttmyndir og Rúnar og eftirvæntingin sem ríkti í kringum frumsýningu Eldfjalls í Cannes var þó nokkur. Þar voru Theodór og Margrét í brennidepli. „Við stoppuðum nú bara þarna í þrjá daga. Þetta var bara vinna en rosalega gaman. Ég hafði alveg óskaplega gaman af því að vera þarna og ég hefði gjarna viljað fara á fleiri hátíðir ef maður hefði haft tök á því,“ segir Theodór en þau Margrét voru í endalausum viðtölum á meðan þau voru á hátíðinni. „Myndin er búin að fara svo víða en við fórum bara til Cannes. Við höfum bæði haft svo mikið að gera í leikhúsunum. Við hefðum sjálfsagt bæði farið á fleiri hátíðir ef við værum ekki í svona vinnu. Það er gaman að segja frá því að við erum bæði nýbúin að fá boð um að koma á kvikmyndahátíð í Úkraínu í sex daga. Það er nú eiginlega alveg svakalegt að missa af því vegna þess að hátíðin býður okkur tveimur út, sem ég held að sé dálítið óvenjulegt, og borgar allt. Flug, gistingu, fæði, dagpeninga og allan pakkann. En við erum föst í leiksýningum. Þetta kemur akkúrat ofan í frumsýningu á Kirsuberjagarðinum hjá mér,“ segir Theodór. „Mér líka. Það eru tveir dagar á milli okkar,“ bætir Margrét við en hún stígur á fjalir Þjóðleikhússins, eftir langt hlé, í hinu magnaða verki Hreinsun eftir Sofi Oksanen. „Það hefði verið gaman að fara,“ segir Theodór. „Sérstaklega þegar það kemur

svona boð.“ Bæði eru þau svo sammála um að aðallega sé synd að missa af því að fara til Úkraínu vegna þess að ekki séu miklar líkur á að þau muni fara þangað af sjálfsdáðum sem ferðamenn.

Farsælt samstarf bíóhjóna

Aðspurð segir Margrét samstarfið við Rúnar hafa verið mjög gott. „Þetta var afskaplega gott,“ segir Theodór. „Hann samdi náttúrlega þetta handrit þannig að það var búið að vera hugarfóstur hans lengi. Við unnum frekar mikla forvinnu og spjölluðum mikið við Rúnar og svo bjó maður til forsögu, út frá handritinu, til að byggja á. Og upp úr því hellti maður sér í stöðuna eins og hún er á þeim tíma sem myndin byrjar. Það var mjög gott að búa til forsögu persónanna, eins og maður gerir oft, en í þessari mynd fannst mér, og Margréti líka, alveg nauðsynlegt að búa til bakgrunn. Ég held að allir skilji það þegar þeir sjá myndina. En hvernig gekk þeim að leika hjón? „Það var bara fínt,“ segir Theodór. „Við höfum gert það áður,“ bætir Margrét við en þau léku foreldra Ingvars E. Sigurðssonar í Englum alheimsins. „Jájá. Við höfum leikið hjón áður og þekkjumst náttúrlega mjög vel úr leikhúsinu og erum búin að vinna saman í yfir tuttugu ár. Allt hjálpar þetta auðvitað til en þetta tók samt á. Eins og öll krefjandi verkefni. Þau taka á,“ segir Theodór. „Ekkert kvikmyndaverkefni sem ég hef tekið þátt í hefur verið jafn nærgöngult og erfitt og þetta,“ segir Margrét. „Ég held að ég taki undir með Margréti. Þetta er langstærsta kvikmyndahlutverkið mitt. Ég er nú búinn að vera í dálítið mörgum bíómyndum í gegnum tíðina en ég held að ekkert hafi tekið svona á,“ segir Theodór. „Þetta fylgdi manni heim og maður var allt tökutímabilið að kljást við þetta; bæði á

tökustað og heima. Yfirleitt fagnar maður þegar maður gengur af tökustað eftir að síðasta tökudegi lýkur. Þá er það búið. En þarna fannst mér voða skrýtið að ég væri að enda og átti í dálitlum vandræðum með að losa mig út úr þessu.“ Þegar uppskera erfiðisins er eins góð og raun ber vitni sér Teodór þó ekki ástæðu til að barma sér. „Jújú. Guð minn góður! Það er þess virði.“

Fiðringur fyrir Íslandsfrumsýningu

„Hlutverk Theodórs er miklu, miklu stærra en mitt. Hann er alveg gegnumgangandi en mitt hlutverk er svolítið sérstakt og það þurfti að forvinna það mikið, fá miklar upplýsingar, og ég var bara lengi að ná mér af þessu sem maður setti sig inn í,“ segir Margrét. „Ég var lengi að hugsa um þetta, það er að segja það sem kemur fyrir persónuna. Það er eitthvað sem maður myndi ekki vilja lenda í sjálfur. Eitt af því sísta. Vinnan var að hins vegar að öllu leyti ánægjuleg; tökuliðið frábært og Rúnar og Teddi.“ „Já, það var rosalega vel að öllu staðið í kringum myndina. Það var hugsað vel um okkur og starfsliðið var alveg framúrskarandi gott,“ segir Theódór en dregur samt ekkert úr því að þau Margrét hafi þjáðst með persónum sínum. „Jájá. Það er nú bara þetta starf. Sumum tekst að losa sig út úr persónunni um leið og þeir fara af leiksviðinu en ég er ekki þannig. Ég á það til að taka vinnuna dálítið mikið með mér heim. En þetta er nú bara svona upp og ofan með leikara og eins og gengur og gerist með fólk í hinum ýmsu störfum.“ Eldfjall verður framlag Íslands til keppninnar um Óskarsverðlaunin sem besta erlenda myndin en hugur Margrétar og Theodórs er víðs fjarri Kodak-höllinni í Los Angeles og verðlaunaafhendingunni í byrjun næsta árs. Framhald á næstu opnu

Eldfjallið Í Eldfjalli leikur Theodór Júlíusson Hannes, geðstirðan húsvörð í skóla sem er að komast á eftirlaunaaldur. Íhaldssemi hans og önuglyndi hefur einangrað hann frá ættingjum og vinum. Engin heldur lengur tryggð við hann nema Anna, eiginkona hans, sem Margrét Helga Jóhannsdóttir leikur. Þegar þau hjónin verða fyrir þungu áfalli neyðist Hannes til að endurskoða afstöðu sína til lífsins og finna innra með sér réttlætiskennd og samúð.

Eldfjall er þroskasaga manns sem þarf að horfast í augu við ákvarðanir fortíðarinnar og erfiðleika nútímans til þess að eiga möguleika á framtíð.


Nýtt 2. tbl. 9. tbl. 34.Lífárg. 201130. árg. 2007

9. tbl. 2011

verð 1.495 kr. m/vsk

7ráð

til að hækka launin þín!

TíSKA af pöllunum í búðirnar

Julien Macdonald í einkaviðtali

Snyrtivörur ársins

Tími kvenleikstjóra

er runninn upp Dóttir dæmds morðingja Geirfinns segir áfall að uppgötva galla málsins

Sérvitri bóndinn

Lilja Pálma braust út úr þægindahringnum

01_forsida.indd 1

9/23/11 1:59:58 AM


32

viðtal

Helgin 30. september-2. október 2011

„Ég bara veit ekki neitt ...“ segir Margrét. „Já, ég veit það ekki. Maður hefur aldrei unnið í Lottóinu enda ekki spilað í því í mörg ár. Samkeppnin þarna er dálítið mikil þannig að ég held að maður sé nú bara alveg rólegur ekki akkúrat að hugsa um þetta í dag.“ „Nei.“ Theodór segir hins vegar að hann sé kominn með kvíðahnút vegna frumsýningarinnar hérna heima. „Maður er bara svona og einhverra hluta vegna kemur alltaf kvíðahnútur í mann áður en maður sér sig á hvíta tjaldinu. Auðvitað hjálpaði til að fara til Cannes og þessar góðu viðtökur úti en nú er maður samt uppteknastur af því hvernig myndinni verður tekið hérna heima. Það verður spennandi,“ segir Theodór og hlær. „Ég ætla að segja sem minnst,“ bætir Margrét við.

Á fullu á fjölunum

Þegar talið berst að leikhúsinu og löngum ferli þeirra þar segir Theodór Margréti hafa öðlast visst frelsi. „Hún er náttúrlega komin á eftirlaun. Ég er nú ekki enn búinn að ná því en hún er komin á það stig að geta ráðið sér sjálf.“ „Ég er sko komin fram yfir síðasta söludag,“ segir Margrét. „En það er svo mikið að gera hjá henni og hún leikur og leikur,“ bætir Theodór við. Margrét er nú á æfingum fyrir leikritið Hreinsun sem verður frumsýnt í lok október. „Þetta er krefjandi saga og mjög spennandi verkefni. Það er ekkert erfitt nema það sem er leiðinlegt og þetta er ekki leiðinlegt,“ segir Margrét. „Oksanen skrifaði leikritið fyrst. Það gekk mjög vel í Finnlandi og á fleiri stöðum og svo skrifaði hún bókina á eftir. Þetta er svolítið óvanalegt og yfirleitt eru nú leikgerðir frekar gerðar upp úr bókum. Þetta er í fjórða skipti sem við Stefán Jónsson vinnum saman en hann er mjög góður og krefjandi leikstjóri. Það er góður hópur sem stendur að þessari sýningu. Fámennt en góðmennt en það var svolítið skrýtið að koma í Þjóðleikhúsið aftur eftir fjörutíu ár. Mér fannst fyrst eins og ég hefði lent á vitlausum flugvelli,“ segir Margrét

Margrét Helga Jóhannsdóttir

Theodór Júlíusson

Margrét Helga útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1967. Hún hefur leikið í fjölda verka, ekki síst hjá Leikfélagi Reykjavíkur, og komið víða við í leiklistinni; í leikritum fyrir börn og fullorðna, einleikjum, söngleikjum, gamanleikjum, dramatískum verkum, útvarpsleikritum, sjónvarpi og kvikmyndum. Margrét lék fyrst nokkur hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu, meðal annars ekkjuna í Zorba árið 1971. Hún starfaði samhliða með Leiksmiðjunni og lék þar meðal annars Steinunni í Galdra-Lofti. Árið 1984 lék hún í Ertu nú ánægð kerling? sem sýnt var 80 sinnum í Leikhúskjallaranum. Árið 1972 flutti hún sig yfir til LR í Iðnó og hefur starfað hjá Leikfélaginu alla tíð síðan. Þar hefur hún leikið fjölda hlutverka, til að mynda Uglu í Atómstöðinni, í Saumastofunni, Blessuðu barnaláni, Ofvitanum, Landi míns föður, Sölku Völku, Svartfugli, Straumrofi, Degi vonar, einleiknum Sigrúnu Ástrós. Margrét Helga hefur leikið í fjölda útvarpsleikrita, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún sló í gegn í hlutverki Bjarnfreðar, móður Georgs, í Vaktaþáttunum og kvikmyndinni Bjarnfreðarson. Þá leikur hún í sjónvarpsþáttunum Heimsendi sem verða sýndir innan skamms á Stöð 2. Margrét hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín, meðal annars Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Fjölskyldunni. Hún fer með aðalhlutverk í sýningu Þjóðleikhússins á Hreinsun undir leik-

stjórn Stefáns Jónssonar, en hún hefur áður leikið í sýningum hans á Héra Hérasyni, Sekt er kennd og Terrorisma.

Maður er bara svona og einhverra hluta vegna kemur alltaf kvíðahnútur í mann áður en maður sér sig á hvíta tjaldinu.

Theodór hefur komið víða við á löngum leikferli. Áður en leiklistin heltók hann var hann bakari á Siglufirði. Hann er lærður bakari og þótt leiklistin hafi verið honum hugleikin síðan í æsku gerði hann ráð fyrir því að baksturinn yrði ævistarf hans. Hann er með Diploma í leiklist frá The Drama Studio í London og var fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar 1978 til 1989. Þar lék hann fjölda hlutverka, til dæmis Búa Árland í Atómstöðinni, Sölva Helgason í Ég er gull og gersemi og Mjólkurpóstinn Tevje í Fiðlaranum á þakinu. Theodór lék sitt fyrsta hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem gestaleikari 1987 í söngleiknum Maraþondansi en kom svo aftur til starfa hjá félaginu við opnun Borgarleikhússins árið 1989 og hefur starfað þar síðan og leikið fjölda hlutverka. Meðal nýlegra sýninga í Borgarleikhúsinu má nefna Gosa, Fló á skinni, Fýsn, Milljarðamærin snýr aftur, Söngvaseið og Fjölskylduna. Theodór hefur tvisvar verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir hlutverk sín í Púntilla og Matta og Söngleiknum Ást. Theodór hefur leikstýrt fjölda sýninga hjá áhugaleikfélögum og einnig hjá Leikfélagi Akureyrar. Hann hefur leikið í fjölda útvarpsleikrita, sjónvarps- og kvikmyndum, til dæmis Englum alheimsins, Hafinu, Ikingút, Mýrinni, Sveitabrúðkaupi og Reykjavík-Rotterdam.

sem flutti sig yfir til Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó árið 1972. „Ég er að æfa í Kirsuberjagarðinum, sem er mjög gaman og spennandi, og held að þetta verði dálítið öðruvísi uppfærsla á verkinu en áður. Í það minnsta hér á Íslandi en ég hef nú séð þær allar,“ segir Theodór. „Hilmir Snær Guðnason er þarna að leikstýra mér í annað sinn en við Margrét áttum óskaplega gott samstarf við hann í Fjölskyldunni, sýningu sem vakti mikla athygli og fékk ótrúlega mikla aðsókn. Þannig að ég held að framtíðin sé björt hjá honum sem leikstjóra. Hann er mjög skapandi leikari sjálfur og góður miðlari fyrir leikarana. Þannig að þetta er mjög spennandi.“ Æfingar á jólaleikriti Borgarleikhússins, Fanný og Alexander, taka síðan strax við hjá Theodóri þegar Kirsuberjagarðinum sleppir þannig að þau Margrét hafa í meira en nógu að snúast þótt tilfinningastríð þeirra við persónur Eldfjalls sé að baki.

- tryggir þér samkeppnisforskot

í áskrift

Viðskiptalausnir

í mánaðarlegri áskrift

Microsoft Dynamics NAV í áskrift er hagkvæm og þægileg nýjung sem gefur kost á viðskiptalausnum í mánaðarlegri áskrift. Greitt er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnað, uppfærsluog þjónustugjöld. Innifalið er vistun á gögnum, afritun, öryggisvarnir og SQL gagnagrunnur. Síminn sér um vistun og afritun á gögnum í fullkomnu tækniumhverfi.

Borgartún 26 » 105 Reykjavík Hafnarstræ 102 » 600 Akureyri

Sími: 545 3200 » Fax: 545 3201 sala@maritech.is » www.maritech.is

TM

Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)


Fimm rétta

DIWALI

hátíðarmatseðill

4.990 kr. FORRÉTTUR

Pather Ka Murgh

Hlóðagrillaður kjúklingur í kraftmikilli maríneringu, borinn fram með kóríander-chutney. Lostæti úr hringiðu Hyderabad!

AÐALRÉTTIR

Murgh Rogan Josh

Hægeldaðar kjúklingalundir í himneskri sósu með kanil, kardimommum og negul. Eftirlætisréttur frá Norður-Indlandi. og

Gosht Mussalam

Grillað lambafillet og ríkulega marínerað með engiferi, hvítlauk, kókos, chillí, kóríander og svörtum pipar. Gömul uppskrift frá konungsdæminu Avadh í Norður-Indlandi og

Hátíð ljóssins hjá

Austur-Indíafjelaginu

Rajma

Indverjum duga ekki færri en fimm dagar til að halda upp á hátíð ljóssins, Diwali, sem nú á hug þeirra og hjörtu.

MEÐLÆTI

Við hjá Austur-Indíafjelaginu viljum færa örlitla birtu inn í byrjun vetrar og bjóðum því upp á sérstakan fimm rétta Diwali-hátíðarmatseðil á afar góðu verði: 4.990 kr. alla daga.

Nýrnabaunir eldaðar í ljúfri sósu með túrmerik, kóríander, garam masla og chillí. Réttur sem þorri manna í Norður-Indlandi gæti ekki lifað án!

Raitha

Heimalöguð jógúrtsósa með gúrkum og kryddblöndu og

Basmati hrísgrjón og

Naan brauð

Borðapantanir í síma 552 1630. Diwali 29. september - 31. október 2011

Gómsæti úr Tandoori-ofninum

EFTIRRÉTTUR

Creme Brulée

Indversk útgáfa af þessum klassíska rétti með ferskjum og engiferi

Chandrika Gunnarsson hjá Austur-Indíafélaginu býður gesti velkomna á Diwali, hátíð ljóssins.

Hverfisgata 56, 101 Reykjavík Sími: 552 1630 Opið: sun.-fim. 18:00 - 22:00 fös. og lau. 18:00 - 23:00

www.austurindia.is


34

reisubókarbrot

Helgin 30. september-2. október 2011

Þar sem ferðamenn eru auðlind Eftir átta mánuði og 6.195 kílómetra á hjólinu lauk ferð Egils Bjarnasonar um VesturAfríku. Hér dregur hann meðal annars saman nokkur góð ráð fyrir þá sem ætla að leggja fyrir sig landkönnun um fjarlægar slóðir.

É

g er að hugsa um að útbúa stuttermabol með eftirfarandi áletrun:

EGILL HEF ÞAÐ GOTT, TAKK FRÁ ÍSLANDI NEI, EKKI ÍRLANDI VANTAR HVORKI LEIÐSÖGUMANN, MINJAGRIPI NÉ EITURLYF Slíkur bolur ætti að spara mér mörg innihaldslítil samtöl við vegfarendur vítt og breitt um þriðja heiminn. Ekki misskilja mig. Ég hef gaman af einstaka snakki við heimamenn, einkum þá sem vilja vita annað og meira en hvað presturinn í Skálholti skírði mig. (Fyrir utan að vera tilgangslaus spurning er vesen fyrir mig að segja til nafns; Íslendingar og Slóvakar virðast einir jarðarbúa geta borið fram EgiLL.) Oft býr annað að baki en barnsleg forvitni, sérstaklega á ferðamannastöðum. Sums staðar er ekki verandi fyrir ágangi höstlera á götum úti. Egyptaland stendur ofarlega í huga. Til þess að þekkja loddara frá vingjarnlegum heimamönnum nota ég eftirfarandi þumalputtareglu: Því betri enskukunnátta, því varasamari. Í bænum Banfora í Burkina Faso þarf ég að temja mér ákveðna stæla áður en ég hætti mér inn á aðal markaðstorgið: að ganga ákveðið, brúnaþungur og gjörsamlega áhugalaus (sólgleraugu hjálpa). Um leið og maður staldrar við, koma atvinnumennirnir svífandi með minjagripi og önnur ómótstæðileg tilboð „á mjög hagstæðu verði, vinur“. Til þess að losna við þá harðsæknustu trompar öll nei að kveðja með handabandi, þótt vissulega verðskuldi þeir frekar að vera skallaðir. Markaðstorgið í Banfora er, ólíkt öðrum í landinu, túristalegt. Kannski ekki furða; staðir taka á sig annan svip þegar heimamenn

Rotta Það má víst leggja sér ýmislegt til munns. Ljósmynd/Egill Bjarnason

eru með vitin full af peningalykt túrismans. Bæjarbúar reyna að sjá sig með augum gestsins, í samræmi við einhverja ímynd sem ferðaskrifstofur selja út á, og laga bæinn að óskum utanbæjarmanna. Traust samfélagsins breytist. Á sama tíma og það jafnast á við útskúfun að svindla á samborgara, þykir sjálfsagt að snuða gesti hægri vinstri. Þeir verða auðlind. Og auðlindir verður víst stöðugt að virkja. Ekki að ég lái fátækum þjóðum þann hugsunarhátt. Túristar skemmta sér við að spreða sparifénu þann stutta tíma sem sumarleyfið varir. Þeir fatta ekki einu sinni þegar hlutir eru tvöfalt dýrari vegna þess að þeir taka mið af almennu verðlagi í eigin heimalandi og þar eru hlutir tvöfalt dýrari. Jafnvel þótt upp komist um okrið er ekki eins og útlendingar séu líklegir fastakúnnar. Sem skýrir hvers vegna leigubílstjórar á alþjóðaflug-

völlum eru verstu svindlarar jarðar. Vinsælustu ferðamannastaðirnir í þriðja heiminum eru ekki endilega þeir sem státa af náttúruperlum eða frægum mannvirkjum. Gott veður, ódýrt dóp og enn ódýrara vændi virðist höfða jafnvel betur til fjöldans. Eldri konur frá Evrópu sækja til dæmis smáríkið Gambíu í stórum stíl til að gamna sér með ungum afrískum folum. Heimamenn hafa ekki efni á öðru en að líða lesti aðkomufólksins. Úr verður einhvers konar ástar-haturs-samband gagnvart útlendingum. Því miður tryggir hörundsliturinn einn hvítum manni háan sess í Afríku. Misjafnt er hversu vel fólk höndlar skyndilega athygli og aðdáun. Sumir gangast upp í ímynd hvíta frelsarans. Ég hef séð ferðamenn gefa börnum á götum úti fjárhæðir sem samsvara mánaðarlaunum foreldra þeirra. Sama fólk hneykslast síðan á að börn séu gerð

út til að betla fyrir utan veitingastaði sem einungis hvítir menn sækja. Fyrir mér eru túristar umfram allt óskiljanlegir. Þeir eyða peningum og sumarleyfi í að rífa sig upp frá þægindum heima fyrir. Á áfangastað fer síðan enn meiri tími og peningar í að endurheimta þægindin sem urðu eftir heima. Allt til þess að fá mynd af sér við fornfræg mannvirki – eða endurbyggingar fornfrægra mannvirkja (Egypta­land, aftur) – og kaupa afríska minjagripi framleidda í Kína. Ef þeir, sem fatta ekki ferðalög, sætu einfaldlega heima þyrftum við hin, sem höfum meiri tíma en peninga, eyða minna púðri í að prútta og fæla burt börn sem heilsa með flötum lófanum.

Á leiðarenda

Átta mánuðir liðnir. Eftir að hafa hjólað 6.195 kílómetra um VesturAfríku, hefst 5.986 kílómetra flug

frá Burkina Faso til Íslands. Var þetta allt þess virði ... Til vinstri – báturinn er að velta! ... Hvítingi! Hvítingi! Hvítingi! ... Þetta er annað hvort malaría eða matareitrun ... Sástu snákinn fyrir utan tjaldið í nótt? ... Fyrir alla muni, ekki fara til Timbúktú ... Guðjohnsen! Guðjohnsen! Guðjohnsen! ... Meiri hrísgrjón? ... Vatnið lyktar skringilega, líklega er dauð rotta í leiðslunum ... Vinsamlega fylltu eyðublaðið út á frönsku ... Engar áhyggjur, ég lærði í Sovétríkjunum ... Jú, þessi stimpill er ókeypis en við erum í Afríku ... Ferðamaður? Í Sierra Leone? ... Varúð: Krókódílar ... Taktu mig með til Íslands ... Hvítingi! Hvítingi! Hvítingi! ... Fyrir fimm þúsund færðu þetta baðkar í kaupbæti ... Má ég eiga hjólið? ... Herra, þetta er ekki leiðin til Telemelé ... Áttu systur? ... Eyddu þessari ljósmynd! ... Þetta er annað hvort malaría eða matareitrun, aftur ... Bon Voyage ...

Hjólreiðaferð Egils Bjarnasonar um Vestur-Afríku Samtals: 6.195 kílómetrar. Mesti hraði: 56 kílómetrar. Lengsti dagur: 154 kílómetrar. Skipti 14 sinnum um dekk. Datt tvisvar af hjólinu og komst 0 sinnum í heita sturtu.

Alsír

Máretanía Malí sEnegal Gambia Ginea Bissau

Ginea

Sierra Leone Liberia

Senegal Gambía Gínea-Bissá Gínea Sierra Leone

Nóg handa öllum. Að vori falla mangóávextir af öðru hverju tré í Vestur-Afríku. Ljósmynd/Egill Bjarnason

Niger

BúrkinAFaso Benin Nigeria Togo Fílabeins­ Gana ströndin

Ekinn niður af rútu á fyrsta klukkutíma ferðarinnar. Þessi árbakki á ekki að vera land! Skil ekki portúgölsku!!! Landið sem enginn hefur heyrt um. Í fyrsta gír í fjóra daga. Myndi gjarna vilja hitta vegamálastjóra landsins. Malí Svaf í þorpi sem hét Buski og þótti nafnið vel við hæfi. Burkina Faso Hélt upp á leiðarlokin í Vaggadúggu með skál af rjómaís og fékk síðan í magann.


30. september - 6 . október

BYKOblaðið Bleikur október

10 % renna til Krabbameinsfélagsins

Styðjum i gott málefn

Í októbermánuði renna 10% söluandvirðis af slaufumerktum vörum í BYKO til Krabbameinsfélagsins!

álning Kópal innim

sett Skrúfjárna

690

5.990

kr.

kr.

90 kr. Fullt verð 6.5

5 kr. Fullt verð 94 4 lítrar

Vnr. 71139980

Vnr. 86620040

HURRICANE skrúfjárnasett, 7 stk. Torx 5 - 15.

KÓPAL Glitra innimálning, gljástig 10, hvítir litir, 4 l.

m Soda Strea

15.990

Skrúfvél

9.990

Vnr. 74864005

BOSCH IXO BASIC skrúfvél 3,6 V.

kr.

Vnr. 94990039

SODA STREAM GENESIS COLA 60 lítra gashylki, 1 lítra plastflaska og tvö glös fylgja með.

kr.


10 % renna til Krabbameinsfélagsins Í októbermánuði renna 10% söluandvirðis af slaufumerktum vörum í BYKO til Krabbameinsfélagsins!

Vnr. 74800300 Vnr. 68539500

Límbyssa

1.995

Vnr. 74801026

Juðari

kr.

3.490

Föndurfræsari

kr.

kr.

EINHELL föndurfræsari, aukahlutasett með 135 stk. fylgir með.

EINHELL juðari, BT-OS 150.

LUX límbyssa, 110W.

9.990

Vnr. 74860500

Höggborvél

12.990

kr.

BOSCH höggborvél, 500-RE.

20 stk.

Vnr. 41100105

Vnr. 41119100

Mortel sett

Vnr. 65103090

Vöfflujárn

l Morte

990

Vnr. 41119013

kr.

3.990 kr.

Tvö gaumljós, non stick plötur, 1200 W.

Vnr. 42269015

Blóðþrýstingsmælir

Hnífastandur

kr.

Hnífastandur með 12 hnífum.

Vnr. 65103086

Blandari

5.990 kr.

Blandari með glerkönnu, 500W, 1,4 l.

3.990 kr.

Sjálfvirkur blóðþrýstingsmælir, mælir púls og sýnir efri og neðri mörk blóðþrýstings. Box fylgir með. LCD skjár.

2.990

Vnr. 42263750

Baðvog

4.990 kr.

SOEHNLE Body control fitumælingabaðvog, hámark 150 kg, 100 g nákvæmni. Geymir 8 persónur í minni.

Matarog kaffistell

5.990

kr. 4 manna stell með gylltu mynstri, alls 20 stk.

Vnr. 65753111

Örbylgjuofn

9.990 kr.

GALANZ 800 W örbylgjuofn, 5 stillingar, með afþýðingu og snúningsdiski.

Vnr. 13164750

Baðfylgihlutir

4.990 kr.

ONE, rúlluhaldari, handklæðaslá, handklæðahringur og snagi.

Vnr. 41119205

Pottasett

14.990

kr.

Þrír pottar og ein panna.

Vnr. 65103015

Ryksuga

9.990 kr.

KHG, með Hepa filter og hraðastillingu, 2000 W.

Vnr. 13609970

Baðinnrétting

18.900 kr.

GOLDEA handlaug og skápur, hvítt, 50 x 39 cm. Án blöndunartækja.


Bleika slaufan er árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins í þágu kvenna. Styðjið baráttuna gegn krabbameini með því Allt fyrir að bera slaufuna í októbermánuði. Bleika slaufan fæst í öllum verslunum BYKO Styðjum álefni m frá 1. til 15. október. t t o g á betra verði!

bílskúrinn

arket Plastp Vnr. 17900012

2.390 kr./ m

Vnr. 18080005

Gólfflísar

2

Gólfflísar, 30x30 cm, brúnar.

Rakahelt

Flísar

3.790

JURASSIC Black, steinflísar R9, frostþolnar, 34 x 34 mm.

1.190

3.995 kr.

Loftljós

SENTA loftljós, IP44, E27, 60W, 24 cm.

2 kr./m

Vnr. 0113719

Vnr. 0113452

Plastparket, eik, 193 x 1380 mm, 6 mm.

Vnr. 51101237

Flúrljós

4.895 kr.

Rakahelt flúrljós, 36W, IP65.

Vnr. 52224032

Ljós

9.900 kr.

LAVO MASSIV loftljós, 14W.

Vnr. 84100160

Akrýlkítti

3.990

kr./m

NORDIC WOOD, eikarparket, 2200 x 189 x 15 mm.

Rakahelt

Vnr. 51351381

Vnr. 82575817

arket Viðarp

2

390 kr.

DANA 502 akrýlkítti, 300 ml.

Vnr. 84175700

Penslasett

990 kr.

Penslasett, grænt, 20, 38 og 63 mm.

Málningarrúlla og bakki

1.190 kr.

FIA málningarrúlla og bakki, 25 cm.

ngja Upphe

1.590

Vnr. 52237042

Ljósakróna

4 lítrar Vnr. 86610040/240/340

Innimálning

Kústaklemma LUX kústaklemma

399 kr.

Vnr. 35821393

Gluggakrækja Gluggakrækja, hvít.

598 kr.

Vnr. 39008532

GAH upphengja fyrir stígvél.

7.990 kr.

KÓPAL Birta, gljástig 20, allir litir, 4 l.

kr.

Vnr. 40554069 Vnr. 68290610

16.900 kr.

BERGAMO 5 arma ljósakróna, króm.

Snagabretti

2.490 kr.

MX snagabretti með 8 krókum, 60 cm, hvítt.


Vnr. 50698089

SOPO 2 kerra með innkaupaneti, burðargeta 13 kg, hægt er að leggja bakið niður.

10% söluandvirðis af öllum vörum í BYKOblaðinu rennur til Krabbameinsfélagsins.

Vnr. 50698085

Ömmustóll

Vnr. 50698296

Vnr. 50698093

Hitamælir

Skiptitasta

DIGITAL hitamælir.

BOHO skiptitaska, svört.

690 kr.

SWING ömmustóll með stillanlegu baki.

3.495 kr.

8.990 kr.

Kerra

r. k 0 9 9 . 8 1

Vnr. 50698117

Vnr. 50698091

Barnabílstóll

Skiptiborð

TRIOSP barnabílstóll, 0-25 kg.

Skiptiborð, 95x74x60, beige.

Á vefverslun BYKO, www.byko.is, getur þú keypt flest allt sem fæst í BYKO. Sjá opnunartíma verslana á www.byko.is Hönnun: EXPO/Ábyrgðarmaður: Ingi Þór Hermannsson. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum.

14.990 kr.

19.990 kr.

Vnr. 15328150

Vnr. 15328212

Barki

Handúðari

GROHE barki, 125 cm, plasthúðaður.

GROHE TEMPESTA handúðari

1.490 kr.

ÞýSK endinGARGóð GæðAvARA SeM ÞOLiR íSLenSKA vATnið

2.490 kr.

Vnr. 15332467

Handlaugartæki GROHE EUROSMART handlaugartæki. Án lyftitappa.

10.900 kr.

Vnr. 15333281

Vnr. 15332661

Eldhústæki

Eldhústæki

GROHE EUROSMART eldhústæki.

GROHE eldhústæki.

14.900 kr.

24.900 kr.

Aðalsímanúmer

BYKO Breidd

Timburverslun

LM BYKO

Lagnadeild Breidd

BYKO Grandi

BYKO Akranes

BYKO Akureyri

BYKO Reyðarfjörður

BYKO Suðurnes

BYKO Selfoss

515 4000

515 4200

Breidd 515 4100

515 4020

515 4040

535 9400

433 4100

460 4800

470 4200

421 7000

480 4600


viðhorf 35

Helgin 30. september-2. október 2011

Tímamót

Á

Fréttatíminn eins árs

Ár er nú liðið frá því fyrsti Fréttatíminn kom út. Á tímum netvæðingar og sívaxandi þráðlausra samskipta er ný útgáfa byggð á rúmlega 500 ára gamalli tækni þýska járnsmiðsins Jóhannesar Gutenbergs vissulega ákveðin áhætta. En hingað erum við komin, 53 tölublöðum síðar. Og við á Fréttatímanum getum ekki annað en verið sæl og þakklát yfir móttökunum. Innan við tveimur mánuðum eftir að fyrsta blaðið kom út sýndu kannanir að Fréttatíminn var orðinn næstvinsælasta blað landsins. Og blaðið hefur skotið hratt rótum meðal landsmanna. Í hverri viku er Fréttatíminn lesinn af Jón Kaldal tæplega 100 þúsund manns, kaldal@frettatiminn.is sem er álíka mikill fjöldi og horfir að jafnaði á vinsælasta dagskrárlið vikunnar í sjónvarpinu. Þegar við á Fréttatímanum ýttum úr vör fyrir ári sögðumst við telja að það væri djúpstæð þörf fyrir útbreitt blað sem enginn vafi léki á að ætti sig sjálft. Móttökurnar staðfestu að það var rétt mat. Við á Fréttatímanum eigum það sameiginlegt að hafa valið okkur blaðamennsku, eða vinnu við blöð á einn eða annan hátt, að ævistarfi. Við tilheyrum ekki viðskiptasamsteypu, stjórnmálaflokki eða þrýstihópi. Við erum blaðamenn og viljum segja fréttir. Og það höfum við gert. Á árinu hefur Fréttatíminn meðal annars sagt frá því að lögreglan beiti símahlerunum og öðrum ágengum rannsóknaraðferðum án eftirlits, við sögðum frá umsátri slitastjórnar Kauþings um meintan

hundraða milljóna króna vínlager fyrrum starfsmanna bankans og í sumar birtum við ýtarlega fréttaskýringaröð þar sem hulunni var svipt af skelfilegu kynferðisofbeldi starfsmanna kaþólsku kirkjunnar við Landakotsskóla á árum áður en í kjölfarið setti kaþólska kirkjan á fót sérstaka rannsóknarnefnd – svo aðeins þrjú mál af fjölmörgum séu nefnd. Auk frétta höfum við lagt okkur fram um að birta vönduð viðtöl og fjölmargir hafa deilt lífsreynslu sinni með lesendum blaðsins. Fastir pistlahöfundar hafa fært Fréttatímanum aukna vigt og skarpara yfirbragð. Fremstir þar í flokki eru Páll Baldvin Baldvinsson, sem skrifar um bækur af fítonskrafti í hverri viku, og svo matgæðingarnir Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson en þeir fjalla þannig um mat og matarmenningu að jafnvel þeir sem kunna bara að sjóða kartöflur geta ekki annað en hrifist með. Fjölmiðlar hafa lengi verið hugleiknir stjórnmálastétt landsins. Ný lög um fjölmiðla voru samþykkt á Alþingi í vor og á næstu dögum er von á tillögum í frumvarpsformi frá nefnd menntamálaráðherra um „viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlum“. Yfirlýst markmið með breyttu lagaumhverfi eru meðal annars að efla sjálfstæði ritstjórna og stuðla að fjölbreytni á fjölmiðlamarkaðnum. Óvíst er hvort ný lög – og þau sem hafa verið boðuð – ná að styrkja þessa þætti fjölmiðlunar í landinu. Við á Fréttatímanum teljum okkur hins vegar vera að vinna að þessu í verki enda áhugafólk um efnið. Móttökur lesenda sýna að sá áhugi liggur víða. Takk fyrir þetta fyrsta ár saman. Megi þau verða mörg í viðbót.

Kjaramál

Launamunur kynjanna og samningatækni

N

ý kjarakönnun að fylgni sé á milli jafnV R sý nir að réttis í verkaskiptingu á þrátt fyrir talsheimilum og jafnréttis í verðan árangur í jafnlaunum á vinnumarkaði. réttisbaráttu á vinnuÞessar breytur snúa allar með einum eða stað undanfarin ár helst kynbundinn launamunöðrum hætti að staðalíur óbreyttur í rúmlega myndum um hlutverk kynjanna og herferðir 10% milli áranna 2010 og á borð við auglýsingar 2011. Skýrsla launa- og VR um þessar mundir kjaramáladeildar Hageru mikilvægur þáttur stofu Íslands frá febrúar 2010 staðfestir viðvarí að vinna gegn þessum Aðalsteinn Leifsson andi launamun kynjanna áhrifum. En með þessu en þar kemur fram að lektor í viðskiptadeild er ekki öll sagan sögð. svokallaður „skýrður Háskólans í Reykjavík Rannsóknir benda eindregið til þess að jafnlaunamunur“ lækkaði úr 21,5% á árunum 2000-2003 í 12,2% á vel þótt enginn munur sé á þeim árunum 2004-2007 en á sama tíma árangri sem konur og karlar ná í hækkaði „óútskýrður launamunur“ samningaviðræðum almennt þá úr 6,0% í 7,6%. sé verulegur munur á því hvernig Margs konar rannsóknir stað- konur og karlar haga sér í launaviðfesta að konur hafa vindinn í fang- ræðum. Konur eru alls ekki síðri ið í samningaviðræðum um laun samningamenn en karlar ... nema vegna staðalímyndar um hlutverk þegar kemur að því að semja fyrir kynjanna. Almennt eru konum sjálfar sig. Konur sem semja fyrir boðin lægri laun en körlum. Þann- sjálfar sig, til að mynda um launaig staðfestir nýleg rannsókn Mar- kjör, standa sig mun verr heldur grétar Jónsdóttur, Þorláks Karlsson- en þegar þær semja fyrir hönd ar og Hólmfríðar Vilhjálmsdóttur að annarra. Konur sem kunna að vera bæði konur og karlar bjóða konum framúrskarandi samningamenn fyrlægri laun fyrir sama starf, bæði ir hönd fyrirtækja sinna, stofnana, konur og karlar ráðleggja konum félagasamtaka o.s.frv. eru líklegri að fara fram á lægri laun og að sætta en karlar til að gefa eftir í samningasig við lægri laun. viðræðum um laun. Rannsókn sem Aðrar rannsóknir benda til þess ég gerði nýlega ásamt Aldísi G. Sigað ýmsar breytingar í lífi einstak- urðardóttur sýndi til dæmis að konlingsins hafi önnur áhrif á laun ur setja mun síður fram móttilboð kvenna en karla. Þannig hækka í launaviðræðum heldur en karlar. karlar fremur í launum en konur Ábyrgðin á launamun kynjanna eftir giftingu og á sama tíma og laun hvílir víða. Við berum sameiginlega karla hækka yfirleitt eftir að þeir ábyrgð sem samfélag, stéttarfélög eignast börn þá lækka laun kvenna. bera ábyrgð, fyrirtæki og stofnanir Enn aðrar rannsóknir benda til þess bera ábyrgð og allir þessir aðilar

þurfa að vinna saman til að draga úr kynbundnum launamun og þeim órétti og þeirri sóun sem í honum felst fyrir samfélagið allt. En konur geta sjálfar einnig haft áhrif með því að huga að samningatækni í launaviðræðum. Hér eru nokkur lykilatriði sem rannsakendur í samningatækni hafa bent á að styðji konur og karla til árangurs í launaviðræðum: 1. Byggðu tilboð þitt á hlutlægum rökum, með vísan í nýjar launakannanir, starfsaldur, álag o.s.frv. 2. Gerðu alltaf ráð fyrir að tilboð þeirra sé umsemjanlegt – ekki samþykkja fyrsta boð frá þeim! 3. Sýndu starfinu gríðarlegan áhuga! En minntu um leið á að þú þurfir að tryggja ákveðnar grunnþarfir. 4. Mundu að setja öll samningsatriðin á borðið og ekki gleyma mögulegum hlunnindum. 5. Ekki segja frá lágmarksfjárhæðinni sem þú myndir sætta þig við – en vertu skýr þannig að þeir viti hvað þú telur vera vel ásættanlegan samning. 6. Ekki nefna bil „... ég vil fá 320 til 360 þúsund“, stattu með sjálfri þér! 7. Vertu ákveðin en ekki fara í tilboðsstríð – þú getur ekki sent tilboð oft fram og tilbaka og verður að gera þér grein fyrir hvenær rétt er að hætta að ýta. 8. Æfðu þig á maka eða vini. 9. Ímyndaðu þér að þú sért að semja fyrir hönd annarra en sjálfrar þín – t.d. hæfileikaríks vinar. 10. Brostu og reyndu að njóta þess að semja!

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

Fært til bókar

Heiður í höndum þingmanna Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður dró ekki af sér í viðtali í Síðdegisútvarpi Rásar 2 fyrr í vikunni. Hún er ósátt við það að lögreglumenn ætli sér ekki að standa heiðursvörð við setningu Alþingis á morgun, laugardag. Ekki verður annað sagt en að tillaga þingmannsins hafi verið frumleg. „Ef lögreglan ætlar að heykjast á þessu og vill ekki sýna þjóðþinginu þessa virðingu þá vil ég bara skora á aðra þjóðfélagshópa að standa vörð um þingið. Mér dettur til dæmis í hug annar þjóðfélagshópur sem væri kannski ennþá betur viðeigandi og það er Slysavarnafélagið Landsbjörg sem vinnur gott samfélagslegt verk, gerir það í sjálfboðavinnu og ætlast aldrei til launa fyrir neitt sem gert er. Einstaklingar í þeim hópi leggja mikið á sig. Það væri fallegt að sjá rauðu landsbjargargallana í kringum þinghúsið,“ sagði hún. Ólína er kjörkuð og mátti vita að ummælin kölluðu á viðbrögð lögreglumanna. Það stóð enda ekki á viðbrögðunum. Landssamband lögreglumanna lýsti furðu sinni á ummælum Ólínu og fór fram á afsökunarbeiðni vegna þeirra. Þau eru „til þess ætluð að skaða virðingu lögreglumanna og sett fram af þekkingarleysi hennar á tildrögum þess að lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók ákvörðun um að heiðursvörður lögreglumanna yrði ekki staðinn við þingsetningu 1. október nk. Sú ákvörðun tengist kjarabaráttu lögreglumanna ekki á nokkurn hátt og er samtökum lögreglumanna algerlega óviðkomandi,“ segir m.a. í ályktun landssambandsins. Ólína er heldur mildari í orðalagi í bloggi sínu undir fyrirsögninni: Með lögum skal land byggja. Þar segist hún geta unnt lögreglumönnum alls góðs í kjaramálum og skilja gremju þeirra vegna gerðardómsins. Hins vegar furðar hún sig á reiði þeirra í garð Alþingis.

„Þegar lögreglan beinir reiði sinni að þinginu – ákveður fyrirvaralaust að standa ekki heiðursvörð um Alþingi þingsetningardag – þegar einstakir lögreglumenn neita jafnvel að taka öryggisvaktina, eins og látið var í skína í umfjöllun Kastljóss í gærkvöldi ... þá eru menn að beina reiði sinni í rangar áttir.“ AfSlysavarnafélaginu Landsbjörg er það að segja að þar á bæ segja menn það utan lögbundins hlutverks björgunarsveita að standa heiðursvörð við setningu Alþingis. Það verða því ekki rauðir landsbjargargallar í kringum þinghúsið í fyrramálið. Heiðurinn verður eingöngu í höndum þingmanna sjálfra.

Óspennandi dagskrá á laugardaginn Þráinn Bertelsson alþingismaður víkur að lögreglunni og væntanlegri þingsetningu í fyrramálið, eins og lesa má af bloggi hans og á vefmiðlinum Smugunni. Þráinn segir að láglaunalögreglumenn með blóðnasir eigi að tryggja öryggi viðstaddra: „Það líst mér ekki vel á. Síðast tókst það ekki betur en svo að hátíðarræðupresturinn (kona) var grýttur af múgnum án þess að hafa gert flugu mein. Og þó var löggan hvorki tárvot af sjálfsvorkunn né heldur sminkuð í blöðunum með blóðnasir og góðaraugu. Fólk sem heldur að þjóðfélagið eigi að færa því smurt í rúmið og að best sé að Sjálfstæðisflokkurinn sjái alfarið um að stjórna landinu, stendur fyrir utan Alþingishúsið í von um að geta fleygt grjóti eða eggjum í einhvern sem það hefur séð í sjónvarpinu. Það finnst mér ekki mönnum sæmandi enda ætti liðið annað hvort að segja auðvaldinu stríð á hendur, ekki lýðræðinu, ellegar eyða laugardeginum með fjölskyldu sinni. Sem sagt óspennandi dagskrá á laugardaginn og ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu þrátt fyrir að meira en nóg sé af henni.“


36

viðhorf

Helgin 30. september-2. október 2011

Ný stjórnarskrá

Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin í desember, janúar og febrúar ef næg þátttaka fæst: • Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn, og kjötiðn í desember. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. • Í húsasmíði og pípulögnum í desember. Sveinspróf í málaraiðn í janúar. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. • Í málmiðngreinum í janúar. Umsóknarfrestur til 1. desember. • Í snyrtigreinum í janúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember. • Í bílgreinum í janúar/febrúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember. • Í hönnunar- og handverksgreinum í janúar/febrúar. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2011. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu okkar, veffang: www.idan.is og á skrifstofunni. IÐAN - fræðslusetur, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, sími: 590 6400, bréfsími: 590 6401, netfang: idan@idan.is

Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is

Lög að frumkvæði almennings

Á

fram verður haldið að lýsa tillögum stjórn­lagaráðs um beint lýðræði; um það hvernig flétta megi það saman við fulltrúa­ lýðræðið. Nú verður fjallað um frumkvæðis­ rétt þjóðarinnar, hvern­ ig hún getur samið og fengið sett lög.

Lög frá grasrótinni

staða náist um mál sem liggur þjóðinni á hjarta. Nánari fyrirmæli eru um alla þessa málsmeðferð í til­ lögum stjórnlaga­ ráðs. Fyrirmynd er einkum sótt til Sviss, en þar er reynslan sú að fæst slíkra mála enda í þjóðarat­ kvæði; að jafnaði finnst lausn sem sættir nást um.

Djarfasta nýmælið í tillögum stjórnlagar­ Þorkell Helgason áðs um beint lýðræði sat í stjórnlagaráði Lýðræðisblanda felst í ákvæðum um frumkvæði kjósenda. Umræða er víða Þar er tvennt lagt til. Annars vegar um heim um þróun lýðræðisins. að 2% kjósenda geti lagt hvað eina Athyglisverð er t.d. hugmynd um mál fyrir Alþingi. Það kemst þá á það sem kallað er á útlensku „fljót­ dagskrá þingsins, en engin fyrir­ andi lýðræði“, en „flæðiræði“ væri mæli eru um afdrif málsins. Hin styttra. Með því er t.d. átt við að frumkvæðisleiðin er formlegri. hver einstakur kjósandi geti gripið Samkvæmt henni getur tíundi fram fyrir hendurnar á þingmönn­ hluti kjósenda lagt fram fullbúið um og greitt (rafrænt) atkvæði um frumvarp til laga fyrir Alþingi. þingmál þegar honum býður svo Svo er um hnútana búið að þingið við að horfa. Þar með dregur hann getur leitað til talsmanna kjósenda­ til baka það atkvæðisbrot sem hann hópsins um málmiðlun vilji það hafði framselt fulltrúunum. Þeir ekki fallast á frumvarpið óbreytt. kjósendur sem ekki beita þessum Ef ekki nær saman fer frumvarp rétti fela þinginu að fara áfram með kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu, umboð sitt. Þetta fyrirkomulag og einnig gagntillaga sem þingið hefur þann kost umfram almenna kann að leggja fram. Alþingi getur þjóðaratkvæðagreiðslu að þeir sem falið þjóðinni að taka af skarið með ekki taka afstöðu eru samt ekki því að gera atkvæðagreiðsluna hafðir útundan. Þingmenn fara bindandi, ella er hún þinginu til áfram með umboð þeirra. Þar með ráðgjafar um lyktir málsins. Mark­ er byggt fyrir hugsanlegt gerræði miðið er ekki í sjálfu sér að haldin þeirra sem afstöðu taka, þótt sé þjóðaratkvæðagreiðsla heldur útfærslan megi heldur ekki verða er keppikeflið að sem breiðust sam­ slík að hinir virku séu gerðir mátt­ vana. Ekki er vitað til þess að slík lýðræðisblanda hafi nokkurs staðar verið innleidd, en umræðuna má rekja á veraldarvefnum undir ensku leitarorðunum „liquid democracy“

TURNINN

TIL LEIGU SMÁRATORG 3 GLÆSILEG SKRIFSTOFUBYGGING Í MIÐJU HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Höfum til leigu skrifstofuhúsnæði á 12. hæð, 417 m2 að stærð. Taktu þátt í blómlegum rekstri í miðju höfuðborgarsvæðisins í glæsilegu umhverfi á einu mest vaxandi verslunarog þjónustusvæði landsins.

Smáratorg 3 er hæsta bygging landsins, vel staðsett í miðju höfuðborgarsvæðisins á einu sterkasta þjónustusvæði landsins, mitt á milli tveggja af sterkustu verslunarmiðstöðvum landsins Smáralindar og Smáratorgs.

Gott aðgengi og fjöldi bílastæða Glæsileg móttaka er í byggingunni með símsvörun og móttöku gesta. Á lóðinni er fjöldi bílastæða með góðu aðgengi til og frá helstu stofnbrautum. Allar nánari upplýsingar veitir Davíð Freyr Albertsson í síma: 897 2822 eða netfang: david@smi.is eða Arnar Hallsson í síma: 892 5858 eða netfang: arnar@smi.is.

Real Estate Group Smáratorgi 3 | 201 Kópavogur | www.smi.is

eða ámóta á öðrum málum.

Er beint lýðræði hættulegt?

Sagt er að þjóð geti verið tækifæris­ sinnaðri en fulltrúar hennar, t.d. að þjóðin veigri sér við að taka óþægilegar en þó brýnar ákvarð­ anir. Varnagli er sleginn í tillögum stjórnlagaráðs varðandi þetta þar sem vissir málaflokkar eru undan­ skyldir í hinu beina lýðræði, svo sem skattamál. Þá er mikilvægt að Alþingi er falið að setja lög um framkvæmdina, m.a. um að vandað sé til undirskriftasöfnunar en ekki unnt að riðjast fram með vafasamri netsöfnun. Heimspekingurinn Karl Jaspers segir í einu rita sinna að áhætta sé tekin með lýðræðinu, allt eins og með allri tilvist mannsins. Meiri­ hlutinn, hvort sem er fulltrúa eða kjósenda, geti hæglega tekið óheillavænlegar ákvarðanir. Engin trygging sé til, en valddreifing sé helsti varnaglinn. Hæfileg blanda af fulltrúalýðræði og beinu lýðræði fólksins sé þáttur í slíkri valddreif­ ingu en umfram allt verði að styrkja og síðan treysta á skynsemi fólks og ráðamanna, segir heimspek­ ingurinn. Við getum ekki annað en treyst því að skynsemin blundi í öllum og lýðræðið sé leiðin til að virkja skynsemina til farsællar stjórnar á þjóðfélaginu, svo að lagt sé út af hugsun Karls Jaspers. Með tillögum stjórnlagaráðs um beint lýðræði er stigið skref, en ekki bundinn endahnútur. Tillögur ráðsins um starf stjórnmálaflokka, svo og um aðferð við val á þing­ mönnum, eru líka þáttur í eflingu lýðræðisins. Lýðræðið er og verður í þróun. Áfram verður haldið að fjalla um nýja stjórnarskrá í næstu viku.

Með tillögum stjórnlagaráðs um beint lýðræði er stigið skref, en ekki bundinn endahnútur. Tillögur ráðsins um starf stjórnmálaflokka, svo og um aðferð við val á þingmönnum, eru líka þáttur í eflingu lýðræðisins. Lýðræðið er og verður í þróun.

Október í Ámunni

Bjórgerðarfest 15% af öllu bjórgerðarefni 35% afsláttur af Canadian bjórgerðarefni 10% afsláttur af bjórgerðarvélum Bjógerðarefni frá: • Coopers • Canadian • Beermix

...bjórgerðarverslunin þín

www.aman.is • Háteigsvegur 1


Helgin 30. september-2. október 2011

 Vik an sem var Er þér alveg sama um Breiðablik? Ég ætlast til þess að fólk vinni keppnina. Keppnisskapið hljóp með hinn metnaðarfulla bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Kópavogi, Ómar Stefánsson, í gönur þegar hann lét bóka á bæjarstjórnarfundi að hann vildi að val á fulltrúum Kópavogs í keppnislið spurningaþáttarins Útsvars ætti að miðast við einbeittan sigurvilja. Á daginn kom svo að þegar var búið að velja í liðið. Dramb er falli næst ... lömdum hann alveg í spað á klósettinu á Nasa. Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, kjaftaði sig í fangelsi þegar upptaka af símtali hans við viðskiptafélaga var notuð gegn honum sem sönnunargagn í líkamsárásarmáli. Vill hæstvirtur þingmaður hætta að hanga á netinu! Ég sé að þú ert að tjá þig opinberlega um tíma þingsetningar og meintar breytingar á henni og tekur umfjöllun Morgunblaðsins sem heimild. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir snupraði þingkonuna Birgittu Jónsdóttur fyrir að lýsa því yfir á Facebook-síðu sinni að þingsetningu hefði verið flýtt vegna ótta stjórnvalda við almenning. Jú, meira eða minna Eru ekki allir eitthvað bilaðir? Sjómaðurinn fyrrverandi, Ólafur Bertelsson, gekkst undir geðheilbrigðispróf og var metinn sakhæfur en hann hefur verið ákærður fyrir að hafa spókað sig nakinn á svölum og við glugga heimilis síns, nágrönnum til nokkurs ama. Stóra leyndarmálið! Ég er 79,3 kíló en var 81 kíló fyrir tveimur dögum. Tobba Marinós berst gegn því að konur fari með líkamsþyngd sína sem hernaðarleyndarmál og upplýsti áhorfendur sjónvarpsþáttar síns um kílóafjölda sinn. Enda lítill munur á nuddi og vændi Við á blaðinu erum ekki í aðstöðu til að greina það sjálf hvort auglýsing sé yfirvarp fyrir eitthvað annað en komi upp grunur um það afhendum við lögreglu öll gögn um auglýsandann. Ólafur Stephensen, ritsjóri Fréttablaðsins, stendur í ströngu vegna meintra vændisauglýsinga í blaðinu. En er ekki til of mikils mælst að prúðmennið og prestssonurinn Ólafur geti borið kennsl á vændi. Og hvað tekur þá við? Sú kynslóð stjórnmálamanna sem senn hverfur af sjónarsviðinu hefur verið öflugasta sjálftökulið allra tíma á Íslandi. Stefán Jón Hafstein hefur greint frumforsendu þeirra vandræða sem þjóðin stendur nú í. Ekki eru allir rónar dónar 70-80% af verkefnum lögreglumanna myndu hverfa ef þeir þyrftu ekki að sinna verkefnum sem rekja má til óhófsneyslu á áfengi og vímuefnum. Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, kynnti í vikunni róttækar lausnir á vanda lögreglunnar sem felast í því að lækka afbrotatíðni með takmörkuðu aðgengi að áfengi sem jafnframt yrði hækkað í verði.

Fréttatímanum er dreift á heimili á höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausadreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum og fylgiblöðum með Fréttatímanum er hagkvæmur kostur.

Skapaðu þér nýtt og betra líf á 10 dögum

„Power“ námskeið með Sigríði Klingenberg þar sem fjallað verður um hvernig við sköpum okkar líf með orðum, tilfinningum og tengingu við alheimskraftinn. Einnig verður fræðsla um draumráðningar án þess að nota draumráðningarbækur - ásamt mörgu öðru. Innifalið í námskeiðinu: Fyrirlestur, miðvikudaginn 5. október frá kl. 18:00 til 20:00. Hljóðdiskurinn „Þú ert frábær“ sem tengist efni námskeiðsins. Eftirfylgni - sérstakur símatími þar sem þú getur haft samband við Siggu til að ræða framfarir og næstu skref.

Leitið upplýsinga á auglýsingadeild Fréttatímans í síma 531 3310 eða á valdimar@frettatiminn.is

Verð aðeins: 4.900 kr.

Námskeiðið verður haldið í Borgartúni 24

Skráning á netfangið: namskeid@lifandimarkadur.is

Nánari upplýsingar: www.lifandimarkadur.is


viðhorf

Helgin 30. september-2. október 2011

Sérsveitin að sunnan

R

Rjúpur og gæsir eru fallegir fuglar og vinalegir í íslenskri náttúru. En þessi ágæti og villti fiðurfénaður er ekki bara fallegur á að horfa, heldur er hann bragðgóður líka, ómissandi á jólaborð margra fjölskyldna. Því halda veiðimenn á heiðar upp á hverju hausti og leita bráðar, þ.e. ef þeir sækjast eftir rjúpunni – eða bíða í skurðum eftir morgun- og kvöldflugi ef reyna á við gæsina. Óvissa er að vísu með rjúpnaveiðarnar að þessu sinni. Stofninn er í lægð og sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar áhyggjufullir vegna skotveiða sem bætast við náttúruleg afföll þessa merka hænsnfugls. Það bíður því umhverfisráðherra að taka endanlega ákvörðun um rjúpnaveiðarnar, dagafjölda veiðanna eða hugsanlega friðun. Það er án efa spennandi að halda til fuglaveiða þótt pistilskrifari kunni ekki til verka í þeim efnum og hafi aldrei reynt. Þess vegna fylgist hann spenntur með sonum sínum og HELGARPISTILL tengdasonum sem fengið hafa þessa bakteríu þrátt fyrir algeran skort á veiðikennslu í uppeldinu. Þessir ungu menn sóttu því skotvopna- og veiðinámskeið svo hægt væri að halda til fjalla með full réttindi til veiðanna. Þeir prófuðu rjúpnaveiði í fyrra í fallegum dal norður í landi. Með í för var frændi þeirra með lengri veiðireynslu. Merkilegt nokk komu þeir ekki tómhentir til baka. Rjúpurnar voru að vísu ekki til skiptanna fyrir mörg heimili – en veiði þó, eigin bráð á jólaborðið. Ekki síst hafði hópurinn gaman af ferðinni, útivistinni og spenningnum – og hugsanlegt er að í restina, að veiði lokinni, hafi þeir hresst sig á G og T, sem þeir kalla svo, það sem hét gin og tónik í mínu ungdæmi. Þessi drykkur er blandaður af meiri nákvæmni en þá; Jónas klakinn og límónan voru látin liggja á milli hluta á sokkabandsárum föðurins og tengdaHaraldsson föðurins. Vegna óvissunnar um rjúpnaveiðina ákváðu þeir að prófa gæsaveiðar núna. Strákarnir jonas@ höfðu ekki reynt slíkt áður, að frændanum undanskildum, og bjuggu sig því vel til fararfrettatiminn.is innar. Enn var haldið norður í land, í annan fallegan dal. Í farteskinu voru gervigæsir og flautur og annar sá búnaður sem notaður er til að lokka fuglana að dvalarstað veiðimannsBíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is ins. Byssur höfðu þeir fengið að láni hjá vönum mönnum og skotfærin voru á sínum stað. Flottastir voru þó felubúningarnir. Ég er nokkuð viss um að heimamenn hafa ekki séð annað eins, þ.e. ef þeir hafa vaknað eins snemma og veiðihópurinn að sunnan. Það var sem sérsveit einhvers af helstu herveldum heims væri á ferð. Veiðiflokkurinn bjó sig til farar í öflugum jeppa og hélt áleiðis í veiðilendurnar eftir að dimma tók og náði því ekki náttstað fyrr en nóttin hafði tekið völdin. Það breytti engu hjá okkar mönnum. Þeir rifu sig á lappir fyrir allar aldir. Gæsina átti að grípa í morgunsárið. Heimamenn höfðu sagt þeim hvar þeir ættu að bíða hugsanlegs gæsaflugs. Pabbinn og tengdapabbinn hafði ekki beinlínis áhyggjur af gæsastofninum áður en þeir lögðu í hann; frekar að piltarnir væru of nærri hver öðrum þegar til skothríðarinnar kæmi. Hvort sem það var vegna varnaðarorða hans eða Svanni veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir en sjóðurinn er í samstarfi við leiðbeininga heimamanna gættu veiðimennirnir þess að hafa hæfilegt Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. bil sín á milli. Á það reyndi að vísu ekki þennan fyrsta morgun. Hið sama átti við um kvöldtímann. Veðurblíðan var slík nyrðra að gæsir héldu sig Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta til fjalla, fjarri gervifrænkum og felubúningum. Jafnvel gæsaflautan sem sótt um tryggingu. Gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki og að leikið var listilega á dugði ekki til að lokka að fuglana bragðgóðu. verkefnið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. En þolinmæði þrautir vinnur allar. Veiðihópurinn, sem náði örfáum rjúpum í fyrra, var ráðinn í að standa sig ekki síður þegar reynt var við Unnt er að sækja um lánatryggingu vegna eftirtalinna þátta: gæsina í fyrsta sinn. Því var G og T, sem hugsanlega var geymt í farangursgeymslu jeppans, látið kyrrt liggja, sem og límónur í poka. Svefntíminn var stuttur, líkt og fyrri nóttina, enda var sérsveitin að sunnan mætt í • Stofnkostnaðar skurðina áður en fyrsta skíma morgunsins lét á sér kræla. Hjáróma gæ• Markaðskostnaðar sagarg heyrðist úr flautunni í byrjun en það lagaðist þegar flautuleikarinn náði úr sér morgunhrollinum. • Vöruþróunar Hvort sem það var fyrir þá undurblíðu tóna eða tilviljun eina þá birtust, • Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu. þegar nóttin lét undan síga fyrir dagskímunni, þrjár gæsir. Sérsveitin brást í senn við af eðlishvöt og með leiðbeiningar skotnámskeiðsins í Lánatrygging skal ekki vera undir einni milljón króna og að jafnaði skal trygging ekki fara yfir huga enda skutu þeir allir í senn, fimm í felubúningum. Fuglarnir féllu til tíu milljónir króna. jarðar. Fyrsti veiðimaðurinn stökk upp úr fylgsni sínu og hrópaði: „Þarna kveður hún þennan heim, gæsin,“ sem er bein tilvísun í frægasta matargerðarþátt seinni tíma er meistarakokkurinn Magnús kynnti lítt viðbúnAllar nánari upplýsingar auk umsóknareyðublaðs má finna á heimasíðu verkefnisins www.svanni.is. um áhorfendum ÍNN-sjónvarpsstöðvarinnar hvernig lífið var murkað úr Umsóknarfrestur til og með 19. október 2011. geit og grís, rétt fyrir matreiðslu beggja. Engin leið er að segja til um hver skaut hvaða fugl eða hvort allir í hópnNánari upplýsingar veitir starfsmaður verkefnisins í síma 582 4914. um skutu gæsirnar í sameinuðu átaki. Hitt liggur fyrir að veiðiferðin bar Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið svanni@svanni.is. árangur. Úr þremur gæsum fást sex bringur. Veiðimennirnir voru fimm svo að það er meira að segja ein afgangs. Jólunum er borgið á þeim heimilum, hvað svo sem umhverfisráðherra gerir varðandi rjúpurnar. Það dettur auðvitað engum í hug að reikna út á hvað hver bringa leggur sig eftir fimm manna ferð á jeppa, með gistingu í tvær nætur. Það er ekki hægt að bera það saman að veiða sér til matar eða kaupa ketbita yfir borð í Nóatúni. Svo voru þetta ekki nema skitnir þúsund kílómetrar – eða svo.

Góð hugmynd á skilið að verða að veruleika Svanni - lánatryggingasjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum um lánatryggingar

Vetrardekk í miklu úrvali Sólning er með úrval af vetrar- og heilsársdekkjum fyrir allar gerðir bifreiða frá mörgum af stærstu dekkjaframleiðendum heims. Hafðu samband og kynntu þér verð og gæði.

- Örugg þjónusta í yfir 40 ár

SÓLNING

K ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0, s í m i 5 4 4 5 0 0 0 N j a r ð v í k , Fitjabraut 12, sími 421 1399 S e l f o s s, Gagnheiði 2, sími 482 2722

Skútuvogi 2 | 104 Reykjavík | Sími 568 3080 | www.bardinn.is

Umboðsmenn um land allt. Afgreiðslutímar í Sólningu, Smiðjuvegi: Virka daga 8.00–18.00.

Teikning/Hari

38


Ársafmæli

64

Ómissandi bækur, tíska, næturlíf ...

Hús og Hönnun

Lokaði sig inn á klósetti Jón Gnarr borgarstjóri hugsaði oft um að hætta fyrstu dagana sem borgarstjóri

Ítarlegur og litríkur kafli helgaður heimilinu

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ 1.- 3. október 2010

A

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Leggur töffarastílinn til hliðar

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Fanney Ingvarsdóttir fegurðardrottning heldur til Kína til að taka þátt í keppninni Ungfrú Heimur. Síðkjólar taka við af gallabuxum í mánuð.

68

Eltur af níu aðilum

Akfeit sælgætisþjóð á eftir að fitna enn meira í vikunni. Þeir komust að því að sú verslun er ekki frábrugðin öðrum matvöruverslunum landsins, tæplega 40% hillumetranna eru lögð undir sætindaflokkinn. Sætindi, fita, kaffi og te eru með öðrum orðum grunnurinn í mataræði viðskiptavina – og vega þar sætindin langþyngst. Ofan á þennan grunn kemur kornið þar sem sykrað morkunkorn og kex eru veigamest. Matur 60

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson þarf að verjast níu aðilum sem vilja ýmist rukka hann, rannsaka eða sækja til saka.

Horfst í augu við dauðann

síða 32 Ég hef aldrei skilgreint mig út frá því að vera maki einhvers hvorki nú né áður .

Ljósmynd/hari

Dómsmál gæti þurrkað út Icesave-skuld þjóðarinnar D

ómsmál sem slitastjórnir Glitnis og Landsbankans standa í þessa dagana gætu haft mikla þýðingu fyrir íslensku þjóðina. Um er að ræða túlkun á því hvort svokölluð heildsölulán og peningamarkaðslán séu forgangskröfur í þrotabú bankanna. Verði áðurnefnd lán dæmd sem almennar kröfur minnka forgangskröfur í bú bankanna, sem gerir það til að mynda að verkum að Lands-

Finnur Oddsson

bankinn ætti auðveldlega að geta staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave miðað við núverandi áætlanir um endurheimt eigna bankans. Það myndi þýða að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gæti hætt að reyna að semja um Icesave og íslenska ríkið slyppi við hundraða milljarða vaxtagreiðslur. Slitastjórn Glitnis telur lánin ekki falla undir skilgreiningu um innistæður og séu því ekki

að afleiðingin af því að þessar kröfur yrðu metnar almennar væri að forgangskröfur lækkuðu sem því næmi, um u.þ.b. 200 milljarða. „Þá verður meira til upp í forgangskröfur, sem flestir vita hverjar eru, og líkur aukast á því að til greiðslu komi fyrir almennar kröfur.“ Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra.

forgangskröfur en Landsbankinn túlkar þau sem forgangskröfur. Slitastjórn Glitnis hefur vísað ágreiningi við nokkra kröfuhafa til dómstóla til að fá úr því skorið hvort túlkun slitastjórnarinnar sé rétt, en í tilfelli bús Landsbankans hafa eigendur almennra krafna vísað ágreiningi sínum við slitastjórnina til dómstóla. Kristinn Bjarnason hjá slitastjórn Landsbanka Íslands segir í samtali við Fréttatímann

oskar@frettatiminn.is

H O

25

hallgrímur helgason

An w

Ljósmynd/Hari

mn nn

ankar hafa þurft að kæra fyrrverandi eigendur húsnæðis, sem þeir hafa yfirtekið, til lögreglu fyrir skilasvik. Dæmi eru um að reitt fólk, sem misst hefur eignir sínar, hafi gert þær tilbúnar undir tréverk. „Ástandið er þannig að fólk, sem misst hefur íbúðir sínar, hefur í síauknum mæli ráðist í að hreinsa allt út úr þeim áður en lánastofnanir taka þær yfir. Fólk tekur

44

eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar, skápa, hurðir og í sumum tilvikum gólfefni. Við verðum æ oftar vör við þetta. Það er mikil reiði í fólki gagnvart bönkunum og stemningin er þannig að bankarnir eigi ekkert skilið. Þetta er auðvitað hörmulegt,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, í samtali við Fréttatímann. Kristján Kristjánsson, upplýs-

ingafulltrúi Landsbankans, staðfestir í samtali við Fréttatímann að bankinn hafi kært eitt slíkt tilvik til lögreglu. „Við vitum um örfá tilfelli þar sem skil á eignum hafa ekki verið fullnægjandi og eitt mál er í farvegi hjá lögreglunni,“ segir Kristján. Már Másson, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir nokkur dæmi um eignaspjöll hafa komið inn á borð til bank-

æ

46 MatartÍMinn

m

Ljósmynd/Daníel Starrason

Með fjármagn fyrir 450 milljarða króna sæstreng

m

G

g er með tvo aðila sem eru áhugasamir um að fjármagna lagningu sæstrengs fyrir Landsvirkjun til að flytja orku til meginlandsins. Þetta er verkefni upp á þrjá milljarða evra [innsk. blm. um 450 milljarða króna],“ segir athafnamaðurinn Heiðar Már Guðjónsson í samtali við Fréttatímann. Hann segist hafa hitt forsvarsmenn Landsvirkjunar á fundi fyrir viku og kynnt þetta fyrir þeim. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, lýsti því yfir fyrr á þessu ári að helsti vaxtarbroddur Landsvirkjunar á næstu árum fælist í möguleikanum á að selja orku frá landinu. Til

Óþekkasta stelpan í Hollywood en alltaf flott í tauinu 52

oskar@frettatiminn.is

að það geti orðið að veruleika þarf að leggja sæstreng. „Þetta er borðleggjandi. Landsvirkjun framleiðir umframorku sem nemur um 20 til 30% af allri orkunni. Í dag puðrast þessi orka út í loftið í stað þess að vera seld á alþjóðlegum markaði. Þetta myndi ekki bara skapa miklar tekjur fyrir Landsvirkjun og þjóðarbúið heldur líka styrkja samkeppnisstöðuna gagnvart viðsemjendum hérna heima eins og Alcoa og Alcan. Við skulum átta okkur á því að núna fær Landsvirkjun helmingi lægra verð fyrir orkuna heldur en hún fengi á

alþjóðamarkaði,“ segir Heiðar Már og bætir við að breyta þurfi hugsunarhættinum. „Ég vona að forstjórinn hafi völdin til að gera þetta. Þessi tækni hefur verið til í fimmtán ár en stjórnmálamenn hafa engan áhuga haft á henni. Þeir skeyta ekkert um alþjóðlega markaði heldur vilja bara selja orkuna heim í hérað á hrakvirði og byggja verksmiðjur,“ segir Heiðar Már. Frá Landsvirkjun fengust þær fréttir að verið væri að skoða samstarf við marga áhugasama aðila. -óhþ Nánar er rætt við Heiðar Má á bls. 22.

Mótaður af sovéskum járnaga fimleikanna.

m

22 ViðtAl

Jólabjórinn dæmdur

m

Það er heil veröld sem kemur upp úr þessu glasi.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

62 mAtur

Ósk Norðfjörð hennar?

gag@frettatiminn.is

Mæðgurnar Erla Björk, Auður Rós og Freydís Lilja, sem situr í fangi móður sinnar ásamt högnanum Ísidór.

síða 38

Hvað segja poppfræðingarnir um nýja lagið?

Hafa sett 15 milljarða í Helguvík

Athafnamaðurinn Heiðar Már Guðjónsson segist vera með tvo áhugasama aðila tilbúna í samstarf við Landsvirkjun.

É

Lindsay Lohan

ans og þau hafi í öllum tilvikum verið kærð. „Við erum með skýra línu í þessu og sendum öll mál til lögreglu þar sem grunur leikur á slíku,“ segir Már. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs en eftir því sem næst verður komist hafa þó nokkur mál tengd eignaspjöllum komið inn á borð sjóðsins.

Gísli Örn

„Innst inni vissi ég hvert stefndi og hver endirinn yrði. Ég hugsaði því: Hvað er það fallegasta sem ég gæti gert fyrir stelpurnar mínar. Hvernig get ég búið til eins fallega kveðjuathöfn og hægt er fyrir þær.“ Tímamót voru um daginn þegar ár var liðið frá andláti Þormóðs. „En sorgin hefur engin tímamörk.“ Erla segir ekki hægt að ganga að hlutunum vísum. „Við lifum einn dag og getum ekki ímyndað okkur að heimurinn snúist á hvolf á einni nóttu, að ekkert verði eins og áður. Það sem við gengum að er allt í einu horfið.“

Transfitur á útleið en hamsatólgin vanmetin.

Marta með dóttur sína Bebbu Margréti „Núna skil ég hvað fólk á við þegar það segir að barneignir séu það besta sem það hafi upplifað.“

 orkumál SæStrengur

m

Reiðir íbúar hreinsa allar innréttingar, gólfefni og hurðir úr íbúðum áður en þær eru teknar yfir. Bankar hafa þurft að kæra til lögreglu. Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir fólk reitt í garð bankanna og grípi því til aðgerða.

b

rithöfundur

28 Viðtal

Smjörið snýr aftur

síða 16

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Við lifum einn dag og getum ekki ímyndað okkur að heimurinn snúist á hvolf á einni nóttu, að ekkert verði eins og áður.

Hannes Pétursson skáld er sannfærður Evrópusinni.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

34

Eigendur strípa íbúðir áður en bankarnir taka þær yfir

Allt eru þetta stór og mikilvæg skref þó víða sé pottur enn brotinn.

Gaddhestar úr kalda stríðinu

framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Þörf er á forystu á öllum sviðum samfélagsins

„Ég gifti mig í svörtum gallabuxum og gylltri peysu. En systir mín greiddi mér svo fallega og ég var með rauðan bensínstöðvarblómvönd,“ segir Erla Björk Jónsdóttir, guðfræðingur og æskulýðsfulltrúi í Laugarneskirkju.Þannig lýsir hún stundinni þegar hún giftist ástinni sinni og barnsföður, Þormóði Geirssyni, þar sem hann lá á gjörgæsludeild Landspítalans eftir heilablóðfall.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Marta Einarsdóttir er einstæð móðir sem tók málin í eigin hendur þegar sá eini rétti lét bíða eftir sér og fór í tæknisæðingu.

32

síða 24 María Bergsdóttir upplifði aðfarir lögreglunnar sem nauðgun og segist aldrei munu bíða þess bætur.

Þórunn Helga Kristjánsdóttir spurði lækninn hvort hún væri að deyja þegar henni var tilkynnt að hún væri með illkynja æxli.

Við horfum fram á við

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Ég íhugaði hvort það væri rangt gagnvart barninu að eignast það ein og án föður. En þetta hefur verið yndislegt og ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun. Dóttir mín, Bebba Margrét, er lítið kraftaverk.

Gunnar Nelson er sá harðasti en honum leiðist ofbeldi

18

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Erla Björk jónsdóttir missti manninn sinn Þormóð Geirsson fyrir rúmu ári

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Bardagamaðurinn í búrinu

María Bergsdóttir er skugginn af sjálfri sér eftir að Selfosslögreglan þvingaði þvaglegg upp í líkama hennar

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ 19.-21. nóvember 2010 1. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 8. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

viðtal barneignir, fordómar og hamingjan

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Ég sé fyrir mér glottið og fullnægju þess valdasjúka að ná fram vilja sínum með því að svívirða mig á eins hrottafenginn hátt og hægt er að gera nokkurri manneskju.

30

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Viðtal Fórnarlamb SelFoSSlögreglunnar

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

alvöru grillaður kjúklingur

Gunnar Smári Egilsson finnur skýringuna á hruninu.



58 bÓKADÓmur

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Aldrei aftur háa vexti Hvernig stendur á því að eftir 25 mánuði af taumK E Y P I S erum við lausriÓ Ó tjáningu KEYPIS engu nær niðurstöðu?“

Höfundur einnar merkilegustu bókar ársins.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ 29.-31. október 2010 2. tölublað 1. árgangur 5. tölublað 1. árgangur

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ð meðaltali borðar hver Íslendingur 671 gramm af fersku grænmeti í viku hverri. Á sama tíma borðar meðalmaðurinn 364 grömm af sælgæti. Vikuskammtur sama manns er tæpir þrír lítrar af gosi. Það þarf því engan að undra að Íslendingar eru orðnir akfeitir. Þeir hafa skipað sér í flokk með enskumælandi þjóðum þegar kemur að offitu. Góð leið til að meta neyslubrag Íslendinga er að stika hillumetra í stórmörkuðum. Gunnar Smári Egilsson og Þór Bergsson stikuðu hillurnar í Hagkaupum á Eiðistorgi

alvöru grillaður kjúklingur

32

70

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

jónína Leósdóttir nýtt líf sem forsætisr áðherr afrú

Þjóð í nammiskál

Kristín Eiríksdóttir ÓKEYPIS ÓKEYPIS

við Ó K E Y P I Einkaviðtal S Ó K E Y P I Julian S Assange hjá Wikileaks.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ 15.-17. október 2010 2. tölublað 1. árgangur 3. tölublað 1. árgangur

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

1. tölublað 1. árgangur

Lára Björg fær hjálp frá systur sinni Birnu Önnu í jólabókaslagnum.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

31

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

HEELLGGAARRBBLLAA H ÐÐ

Vill flytja til Íslands

Samræmdar systur

Edda Pétursdóttir Ó Knefnir E Y P það I S sem hún getur Ó Kekki E Y verið P I S án.

í miðju blaðsins

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

22

Ljósmynd/Hari

5 dress – 5 dagar Fegrunarráð og fatatíska götunnar

Æ

Norðurál hefur þegar fjárfest fyrir milljarða króna í álveri sem óvíst er hvort nokkru sinni verður tekið í noktun.

n

orðurál hefur sett fimmtán milljarða króna í álversframkvæmdirnar í Helguvík en ekki hefur fundist lausn á því hvort það fær straum til framleiðslunnar. Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Norðuráls, þvertekur ekki fyrir að fari málið á versta veg fyrir álfyrirtækið geti komið til málaferla þar sem það freisti

Sérkafli um tísku Vetrartískan og fólkið sem er til fyrirmyndar.

þess að fá allt það fé sem það hefur lagt í framkvæmdina til baka. Deilt er um magn orkunnar sem afhenda á álverinu í Helguvík, sem og verð. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir forsendur samnings þeirra við Norðurál í raun brostnar en þrýstingurinn í samfélaginu á að álverið rísi geri það að verkum að þeim hjá HS Orku

hafi verið umhugað um að af verkefninu yrði. Fjórir milljarðar sem settir hafi verið í undirbúning Reykjanesvirkjunar staðfesti það. „En við getum ekki, í ljósi stundaratvinnuástands, ráðist í tugmilljarða framkvæmdir og tuttugu ára samninga sem ekki standa undir sér.“ gag@frettatiminn.is

Fréttaskýring á síðum 16-18

86

BT

fjórBlöðungur í miðju Blaðsins

64

eitthvað alveg

SKE MM T UM O KKUR N NAN ANDS

GERÐU VERÐSAMANBURÐ LÆGRA LYFJAVERÐ Í 14 ÁR Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri

Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is

–einfalt og ódýrt

Yesmine

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Ólöf DÓr a Bartels JÓnsDÓttir Ber þungar sakir á gunnar í krossinum

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

m

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

F

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Helga thorberg

Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir (til vinstri) og Ásta Knútsdóttir talskona kvenna sem hafa sakað Gunnar um misnotkun.

26 Viðtal

Jólakaffið dæmt Ekta kaffi í piparkökugerðina.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

60 úttekt

Hendrikka Waage Skrifar um síða 14

ftirspurn eftir vændi á Íslandi er gríðarleg og brotavilji kaupenda er einbeittur. Þetta segja Fríða Rós Valdimarsdóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir sem standa á bak við STERK, samtök sem berjast gegn mansali og vændi. Björg G. Gísladóttir og Anna Þóra Kristinsdóttir, sem starfa hjá Stígamótum, segja að athvarf fyrir vændiskonur vanti á Íslandi.

Það vanti úrræði til að hjálpa konum sem eru búnar að skaða sig á sál og líkama og sjá ekki leiðina út. Íslensk kona um fertugt, sem starfar við vændi, segir í samtali við Fréttatímann að hún deyfi sig með drykkju áður en hún taki á móti viðskiptavinum. Hún auglýsir þjónustu sína á einkamal.is og segir viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Hún segist ekki geta hætt vegna

V

ilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi manns sem var, ásamt félaga sínum, sýknaður af ákæru um fíkniefnasmygl í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku, segir í aðsendri grein í Fréttatímanum í dag að lögreglan á Suðurnesjum hafi haldið mikilvægum gögnum í málinu leyndum í mánuð til þess eins að fá gæsluvarðhald framlengt. Í greininni kemur fram að lögreglan hafi haft skýrslu, um efnagreiningu efnisins sem tekið var af öðrum sakborningi málsins, undir höndum í mánuð án þess að láta dómara eða verjendur

afbragð ungum lesanda

66 DómuR Páls BAlDvins

Flottasti rassinn 2010

94

Ólöf de Bont fékk nýlega afsökunarbeiðni frá Landlæknisembættinu vegna mistnotkunar geðlæknis á Kleppi. Hún segist hafa öðlaðast frelsi frá skömm og sjálfshatri þegar hún lyfti lokinu af þessu fjörutíu ára gamla leyndarmáli. Ljósmynd/Hari

M

m

sakborninga vita. Efnagreiningin leiddi í ljós að efnið væri afleiða af amfetamíni og ekki á bannlista. Vilhjálmur segir í greininni að grundvallarmannréttindi hafi verið brotin á sakborningi með ólögmætu og saknæmu hátterni lögreglustjórans á Suðurnesjum þar sem efnagreiningarskýrslan hafi ekki verið lögð fyrir dóminn þegar maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. „Ég vísa því alfarið á bug að við höfum haldið þessum gögnum leyndum fyrir héraðsdómi og verjanda. Við höfum enga hagsmuni

H

eimspekingurinn Páll Skúlason og Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þykja vænlegust, að mati álitsgjafa Fréttatímans, til að taka við forsetaembættinu þegar fjórða kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar lýkur um mitt næsta ár. „Hann nýtur virðingar, er yfirvegaður, hófsamur og fágaður í framkomu, nokkuð sem hentar embætti af þessum toga vel,“ segir einn af álitsgjöfunum um Pál. Ragna fær

Gleðilega hátíð RISA

KASSI

Kostur Trönuberjasósa Ocean ...............Spray .............. 219 kr/stk

.

Kjúklingasoð lífrænt Pacific ............... .............. 398 kr/stk

.

Kalkúnasósumix French’s ............... .............. 789 kr/pk 6x25gr bréf

Kalkúnafylling Pepperidge ............... Farm .............. 1.739 kr/pk 1.2 kg

.

fjórblöðungur í miðju blaðsins Dalvegi

sjá grein vilhjálms bls. 60

Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri

10-14

|

201 Kópavogur

|

Kostur.is

|

.

Sími 560 2500

Vallhöll veðsett og hik vegna landsfundar

Byltingin í arabaheiminum

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

4.-6. febrúar 2011 2. árgangur

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

25.-27. febrúar 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 8. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Viðtal R agna ÁRnadóttiR, fyRRveR andi dómsmÁlaR ÁðheRR a

 Viðtal Dór a IngIbjörg ValgarðsDóttIr og Erla EInarsDóttIr

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

m

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Ég er alin upp við að forseti Íslands sé sameiningartákn. Ég er gamaldags og finnst fara vel á því. Það að vera sameiningartákn þýðir samt ekki innantómt embætti með velviljaðan einstakling sem brosir við öll tækifæri.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

inga nuddari landsliðsins

Byltingarkennt brauð

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

síða 22

Soðinn rauðmagi með ediki er herramannsmatur.

síða 22 Ragna Árnadóttir segist vera myndasögunörd og hefur nýlega fundið veiðimanninn í sjálfri sér. Henni þykir vænt um að fólk skuli geta hugsað sér hana á Bessastöðum en segist ekki hafa íhugað að bjóða sig fram til forseta. „Enda er það ekki tímabært; við vitum ekkert hvernig þetta ár fer.“ Ljósmynd/Hari

Skattur skoðar undanskot frá auðlegðarskatti ríkisins Grunur leikur á að auðugir Íslendingar hafi tæmt bankareikninga sína rétt fyrir áramót til að sleppa við auðlegðarskatt. Með þessu hafi þeir komist hjá því að greiða auðlegðarskattinn þar sem skatturinn miðar við stöðu á reikningi 31. desember ár hvert. Innan bankanna kannast menn við að slíkum aðferðum hafi verið beitt — að taka út miklar upphæðir rétt fyrir áramót til þess eins að leggja þær aftur inn strax á nýju ári. oskar@frettatiminn.is

Fórnarlömb kynferðisofbeldis á landsbyggðinni fá loksins hjálp D

óra Ingibjörg Valgarðsdóttir og Erla Einarsdóttir, sem báðar eru fórnarlömb kynferðisofbeldis, hafa hrundið af stað sjálfshjálparhópi fyrir þolendur kynferðisofbeldis í heimabæ sínum, Sauðárkróki, með stuðningi Stígamóta. Fyrirmyndin er sótt í svipaða hópa sem starfræktir eru í Reykjavík og á Akureyri. Þær segja báðar að þöggunin sé mun meiri í smærri bæjarfélögum og hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð við framtakinu nema frá sveitarfélaginu sem vildi ekkert fyrir þær gera.

20 Úttekt

62

Glæsileg sólgleraugu frá heimsþekktum hönnuðum í Augastað

Snorri Ingimars

dýrmætustu andlitin

Geðröskun fylgt krabbameini

Draumakandídatar auglýsingaheimsins

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

VIðtAL 22

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Fréttaskýr ing tónleik aóðir Íslendingar

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Mér finnst erfiðast að hugsa um hvernig foreldrum mínum, systkinum og öllum í kringum mig leið á þessum tíma.

DV og dómstólar

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÞÚSUND

Herja grimmir á heimsmarkað

f Reykjavíkurborg tapar dómsmáli gegn verktakafyrirtækinu Verklandi vegna deilna um hvort félagið geti eða geti ekki skilað lóð sem það fékk í útboði árið 2006 í Úlfarsárdal, gæti niðurstaðan orðið sú að borgin hafi innheimt ólögmæta skatta í formi byggingarréttargjalds í lóðaúthlutunum undanfarinna ára. Gróflega má áætla að sú upphæð nemi milljörðum króna á undanförnum árum. Verkland keypti lóð við Nönnubrunn fyrir rúmlega 81 milljón króna. Gatnagerðar- og holræsagjald var um sex milljónir en bygg-

Vetraríþróttamiðstöð Íslands er í Hlíðarfjalli  bls. 2

ALLTAF

• 2.53GHz Intel Core i3-380M - Dual core • 4GB DDR3 1066MHz minni • 500GB SATA diskur • 512MB AMD Radeon HD 5470 DirectX 11 skjákort • DVD og CD-RW skrifari • 15.6" WXGA LED skjár • Windows 7 Home Premium 64-BIT • Vefmyndavél

Skálmöld

- Sími 414 1700

119.990

GLERÁRGÖtU

30 - Sími 414

1730

miðvaNGi 2-4

R e y k j av í k - Sími 414 1735

• akuReyRi • e g i l s s ta ð iR

HafNaRGÖtU

90 - Sími 414

1740

• k e f l av í k • selfoss • HafnaRfjö

aUStURvEGi

34 - Sími 414

1745

REykjavíkURvEGi

ingarréttargjaldið rétt rúmlega 75 milljónir – þrettánföld lögbundin gjöld. Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður Verklands, segir í samtali við Fréttatímann að krafa félagsins sé byggð á því að byggingarréttargjaldið sé ólögmæt skattheimta og brot á stjórnarskrá. „Engan skatt má leggja á án lagaheimildar. Og það eru engar lagaheimildir fyrir þessu gjaldi. Ég byggi kröfuna á því að það að Reykjavíkurborg sem stjórnsýsluaðili innheimti byggingarréttargjöld sé svona svipað og að lögreglan færi að setja á sérstakt

gjald vegna útgáfu ökuskírteina,“ segir Einar Gautur. Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður var farin í „hideout“ að undirbúa sig fyrir mál, eins og starfsmaður á skrifstofu hennar orðaði það þegar Fréttatíminn reyndi að ná sambandi við hana. Blaðamanni var bent á að ræða við Ágúst Jónsson, framkvæmdastjóra eignasviðs borgarinnar. Hann sagðist ekkert geta tjáð sig um málið og benti aftur á borgarlögmann sem er svo í „hideouti“ eins og áður sagði. oskar@frettatiminn.is Sjá nánar síðu 4

Chicharito er lykilmaður í einvígi Manchesterliðanna 33

Páskar Dagskráin um

Sjálfur Papamug,

Ísafjarðarhátíðina

Aldrei fór ég suður

með hljómsveit

sinni Heykvíslunum,

allt land um páskana þjóðlagahljómsveit

Vestfjarða. Ljósmynd

Ágúst Atlason

HÁGÆÐA SJÓNVARP

REYKJANESBÆ

S: 414 1740 • EYRARVEGI

21 SELFOSSI S:

480 3700 • GARÐARSBRAUT

Philips 42PFL5405H

Philips HDMI kapall fylgir!

18A HÚSAVÍK

42” Full HD 1080p LCD sjónvarp með 1080 upplausn, 1920x Pixel Plus HD, Progressive Scan, HD natural motion, 100Hz Clear LCD, 100.000:1 skerpu, 2ms svartíma, 40w Virtual 2.1 hljóði, RMS stafrænum HDTV DVB-T móttakara, USB, VGA, Scart, 3x HDMI ofl.

TILBOÐ

159.995

FULLT VERÐ 229.995

UMBOÐSMENN S: 464 1600 • GLERÁRGÖTU

36 AKUREYRI

S: 460 3380 • SUÐURLANDSBRAUT

ht.is UM LAND ALLT 26 REYKJAVÍK

S: 569 1500

G

GÖNGUGREINING FLEXOR 110613 •

SÍA

getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álagspunktum líkamans. Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is

FAST Verð

Ný efnahagsáætlun fyrir Ísland ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS Fimmmenningar koma með tillögur

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

20

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

13.-15. maí 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 19. tölublað

TÍMA PANTAÐU

517 3900

getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álagspunktum líkamans. Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is

FAST Verð

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS  Viðtal Sorg og gleði eyjólfS SVerriSSonar

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Hugmyndin var að láta söguna hverfast um Millennium og Mikael Blomkvist en það reyndist bara vera leiðinlegt og þannig kom Salander til sögunnar.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Björn Zoëga Slysaðist í forstjórastól 28 Viðtal

Harpa opnar Langþráð bið

eftir tónlistarhúsi

Sigurður EinarSSon arkitekt hjá Batteríinu er í íslenska hluta hönnunarteymis Hörpu.

Helgin 13.-15. maí

Með munaðarlausum og fötluðum í Víetnam 24 Viðtal

rabarbari að vori

Matur 32

Stíllinn hans Davíðs

K

Fer í það sem hendi er næst

m

tíSka 42 FLUGURNAR FÆRÐU

HÉR

GEYMDU BLAÐIÐ

SAGE ER VINSÆLASTA ÞAÐ ER EKKI TILVILJUN.FLUGUSTÖNGIN. Það er ekki tilviljun að Sage flugustangirnar eru þær vinsælustu í úrvalsflokki flugustanga. Að margra mati eru flugustangirnar frá Sage aðnum. Því mótmælum við ekki. Allar Sage flugustangir þær bestu á markaf flugveiðimönnum og eru hannaðar og þróaðar framleiddar í Seattle í Bandaríkjunum. Að kasta og veiða með Sage er fyrir fisk einstök upplifun. Allir fluguveiðimenn verða minnsta kosti eina Sage að eiga að stöng.

Allar Sage stangir

SCIERRA MWF

TILBOÐ AÐEINS

9.995,-

m

Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:

m

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ

Milljónir í hættu

Birna Einarsdóttir

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Neyðarástand í Austur-Afríku FRéttaskÝRing

Dvelur í húsi

ÓKEYPIS ÓKarls K E Y PWernersIS

sonar á Ítalíu 2

Skúli Mogensen

TAL TROMP ALLT AÐ 27% ÓDÝRARA

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Viðtal Sunna KriStrún GunnlauGSdóttir

S

Kerfið er hluti af ofbeldinu

nd m

Ólafur Þór

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

110613 •

SÍA •

517 3900

PIPAR \ TBWA

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

M

m

9.-11. september 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 36. tölublað

 viðtAl RithöfunduRinn BjaRni BjaRnason

K m

m

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Gerður Kristný Með byssu Odds við gagnaugað 26 Viðtal

Berjatíminn ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Bretar fara best með ber Matur 38

unnur Ösp Styður stríðshrjáðar konur

58 BYKOblaðið 9.-15. september 2011

Allt fyrir baðherbergið

Vnr. 13609970-2

GOLDEA baðinnrétting með handlaug, breidd 50 cm, án blöndunartækis.

á lægra verði!

Baðinnrétting

18.990

kr.

Gerðu verðsamanburð! verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu Gerðu verðsamanburð! Gerðu Gerðuverðsamanburð! verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð! Gerðu verðsamanburð!

Bjarni Bjarnason og Katrín júlíusdóttir voru einhleyp og ánægð þegar þau byrjuðu að rugla saman reytum. Bjarni segir það hafa komið sér á óvart hversu hamingjusamur hægt sé að vera í fjölskyldulífinu. Ljósmynd/Hari

ByKoBlaðið í Miðju FréttatíMans Sturtusett

3.990

kr.

Verð áður: 4.990 kr.

Baðvog

4.990

Vnr. 15726947

ISA sturtustöng, sturtubarki og handúðari.

Verð áður: 7.290 kr.

Vnr. 42263750

SOEHNLE Body control fitumælinga baðvog, hámark 150 kg, 100 g nákvæmni. Geymir 8 persónur í minni.

Mikið úrval!

Vnr. 13164750

ONE baðfylgihlutasett, klæðaslá, rúlluhaldari, handhandklæðasnagi, handklæðahringur.

Baðfylgihlutasett

4.990

Verð áður: 7.890 kr.

kr.

Handklæðaofn Verð frá

9.990

kr.

Vnr. 15529938-48

Handklæðaofn,

Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:

40x94 cm til 60x170

cm.

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Austurveri

kr.

L h

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 viðtal VIÐTAL HeIÐA í NIkITA

Tískudrottning sem trúir á sjálfa sig Heiða í Nikita hefur byggt upp stórveldi í brettafatnaði ásamt samstarfsmönnum sínum. Vörurnar eru seldar til þrjátíu landa og brátt verða verslanir á vegum Nikita opnaðar erlendis.

F nn go

n

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Jóhann Braga Lifir lífinu með nýtt lunga 24 Viðtal

Menningarnótt

m

F

ön unn o unn

20

Áslaug Óskars

síða 16

Hálfur milljarður í vasa Arnaldar

Dansstjarna í LA kennir Íslendingum

Metsölurithöfundurinn Arnaldur Indriðason hefur rakað saman peningum á bóksölu frá því að bækur hans slógu í gegn erlendis fyrir átta árum. Bókaunnendur um allan heim hafa keypt hátt í átta milljónir eintaka af bókum hans.

H

ugmyndin um fátæka rithöfundinn, sem hefur varla til hnífs og skeiðar í herbergiskytru í miðbænum, nær ekki til Arnaldar Indriðasonar. Þessi afkastamikli glæpasagnahöfundur hefur selt hátt í átta milljónir eintaka á rithöfundarferli sínum sem spannar fjórtán ár – allt frá því að hann gaf frá sér fyrstu skáldsögu sína, Syni duftsins, árið 1997. Og með bóksölu sem telur milljónir koma peningar. Samkvæmt úttekt Fréttatímans á ársreikningum félags Arnaldar, Gilhaga ehf., sem stofnað var um rithöfundarferil hans, hefur Arnaldur þénað tæplega hálfan milljarð á undanförnum átta árum eða frá því að hans

vinsælasta bók, Mýrin eða Nordermoor eins og hún heitir á þýsku, kom út hjá Lübbe-forlaginu í Þýskalandi. Páll Baldvin Baldvinsson, bókagagnrýnandi Fréttatímans, telur að það séu fimm atriði sem liggi að baki vinsældum Arnaldar erlendis. Þeirra á meðal að Arnaldur sé flinkur höfundur með hugvitssamleg plott og hann njóti þess að búið er að búa til þýðendur sem skila læsilegum texta til lesenda. Arnaldur hefur borið höfuð og herðar yfir aðra íslenska rithöfunda þegar kemur að sölu bóka hér á landi. Síðustu sjö bækur hans hafa allar selst í yfir tuttugu þúsund eintökum. Ný bók kemur frá honum 1.

nóvember næstkomandi en samkeppnin hefur sennilega aldrei verið harðari en einmitt nú. Allar helstu fallbyssur íslenskrar rithöfundastéttar mæta til leiks fyrir jólin með nýjar bækur. Þeirra á meðal eru Ólafur Jóhann Ólafsson, Yrsa Sigurðardóttir, Jón Kalmann Stefánsson, Stefán Máni og Hallgrímur Helgason. Sú staðreynd að Ísland er í öndvegi á Bókamessunni í Frankfurt í haust skýrir að einhverju leyti þann fríða hóp sem gefur bækur sínar út fyrir þessi jól en bókaunnendur eiga von á góðum jólum.

50

BYKOblaðið 19-25. ágúst 2011

Loftljós

3.990

kr.

Vnr. 52224043

Loftljós BABBAGE loftljós fyrir glóperu, svart, 60W.

Úrvalið er hjá okkur

Gerðu frábær

kaup!

Rakahelt Sparpera fylgir

Sjá nánar síður 12 og 14 oskar@frettatiminn.is

Vnr. 51865048

Loftljós BIEMME loftljós fyrir glóperu með gylltum eða króm smellum, 30 cm, 60W.

1.290 kr.

Vnr. 51351381

Loftljós SENTA loftljós

Vnr. 52223205

fyrir glóperu, 24

2.995 kr.

cm, 60W.

Loftljós FROST loftljós,

18W, sparpera

2.995 kr.

Vnr. 52220887

fylgir.

Loftljós

BYKO-Blað FYlgir FréttatÍMaNUM ALEX kúpull fyrir

glóperu, 30 cm,

2.995 kr.

100W.

Vnr. 52233848-50

Gólflampi

Vnr. 52236239

Vegglampi

LED díóðuvegglampi,

7.900 kr.

Vnr. 52236240

3W.

Borðlampi

LED díóðuborðlampi,

8.900 kr.

3W.

KINGSTON gólflampi með 2 halógen ljósum, 2 dimmerum, 300W og 42W, 180 cm. Svartur, messing eða stál.

12.995 kr.

Vnr. 52236616

Gólflampi SOUL gólflampi fyrir 4 glóperur, 40W, 190 cm.

24.900 kr.

www.lyfogheilsa.is Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Austurveri

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

SíðA 12

TAL TROMP FRíTT í háLFT áR

8

Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:

Orkuhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 108 Reykjavík / S. 517 3900 / www.flexor.is

TAL TROMP FRíTT í háLFT áR

Bjarni Bjarnason var einhleypur faðir þegar ástin bankaði upp á hjá honum og Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Þau eru gift, eiga von á tvíburum og á dögunum gaf Bjarni út níundu skáldsöguna, Mannorð.

hótað

getur komið í veg fyrir ýmis stoðkerfisvandamál og kvilla í helstu álagspunktum líkamans.

22

Ástin kom að óvörum

AÐEINS

19.900,-

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

dÝR 38

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

59.900,-

29.900,-

AÐEINS

35.900,-

Hvað er í boði?

Venjulegur heimilismatur getur verið baneitraður hundum og köttum

Enski boltinn

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

frá framleiðanda!

AÐEINS

69.900,Allar Sage framleiddar flugustangir eru í Bandaríkjunum

AÐEINS

PURSUIT

Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

19.-21. ágúst 2011 2. árgangur

24 Viðtal

16

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

FLUGUVEIÐIPAKKI

CROSSWATER

AÐEINS

REDINGTON

Fjögurra hluta miðhröð stöng FLUGUVEIÐIPAKKI hjóli með flotlínu, ásamt góðu undirlínu Rio flotlína. Hólkur fylgir. og taumi. Góð Aðeins 35.900.

SCIERRA EMERGER

Fjögurra hluta FLUGUVEIÐIPAKKI miðhröð grafítstöng arbour” fluguhjóli ásamt “large með góðri stillingu. Góð flotlína ásamt bremsu og þægilegri settinu auk kastkennslu baklínu fylgir Emerger á DVD.

TVÍHENDUPAKKI AÐEINS

39.900,-

VÖNDUÐ UPPSETT SKOTLÍNA MEÐ BAKLÍNU OG TAUMI.

2. tölublað 1. árgangur 33. tölublað

Varasamt fyrir fjórfætlinga

GÖNGUGREINING FLEXOR

Yfirburðir Manchester-

TVÍHENDUPAKKI AÐEINS

109.900,-

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

m

Segist vera hálfnaður í verki sínu

Viðtal 52

TÍMA PANTAÐU

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Sýknaðu

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

SíðA 10

M

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

m u nb d

Sellóleikari stjarnanna

ÓKEYPIS Ó K E Y P Iliðanna S

Bókagagn-

Ljósmynd/Börkur Sigþórsson

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Unnur flakkar um heiminn

Heyja fiðlueinvígi í Hörpu

Saga akraness ÓKEYPIS Ó K E Y Prýnanda IS

2

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Ljósmynd/Hari

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Fréttir

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

sunna kristrún gunnlaugsdóttir er ein fjölmargra þolenda kynferðisafbrota sem ekki hafa fengið greiddar miskabætur sem þeim voru dæmdar. Maður byrlaði henni og annarri konu svefnlyf og nauðgaði þeim. Að lokinni fangelsisvist stakk hann af úr landi frá óuppgerðum bótum. Sunna þarf sjálf að greiða lögfræðingum fyrir að innheimta miskabæturnar.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

REDINGTON

Fjögurra hluta FLUGUVEIÐIPAKKI góðu hjóli með miðhröð stöng ásamt undirlínu og flotlínu, taumi. Góð Rio Hólkur fylgir. Aðeins 29.900. flotlína.

Fjórblöðungur í Miðju

www.lyfogheilsa.is

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Milljarðamæringur kaupir lúxusvillu í Skerjafirði

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

22.-24. júlí 2011 2. tölublað 1. árgangur 29. tölublað 2. árgangur

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Upp n p u nn

SAGE VANTAGE

Fjögurra hluta Sage hjól með miðhröð stöng, vandað flotlína ásamt diskabremsu. Góð Rio Hólkur fylgir. undirlínu og taumi. Aðeins 59.900 fyrir þennan frábæra pakka.

79.900,-

eru með lífstíðar ábyrgð

Ný sending!

Fjögurra hluta Vandað Sage hröð stöng. hjól diskabremsu. með ásamt undirlínuGóð Rio flotlína Aðeins 69.900 og taumi. Hólkur fylgir. fyrir þennan frábæra pakka.

AÐEINS

EINHENDUPAKKI AÐEINS

ZPEY ZERO FLUGUVEIÐIPAKKI

Zpey Zero kom fyrst á markaðinn í ársbyrjun sett komin aftur en 2010. Hér eru þessi nú stangarinnar er mun með enn betri og kröftugri stöng. Hleðsla vinsælu dýpri. nýju línu 5 og 9,6 feta einhenda Zpey Zero er fáanleg sem 9 feta einhenda fyrir Stöngunum fylgir Zpey fyrir línu 7. hjólsætið og breyta Switch handfang sem auðvelt er að bæta stöngunum þannig aftan við í minni tvíhendur. er auðveldara að rúllukasta Með trjágróður eða hár bakki sem er nauðsynlegt í erfiðu baklandiþví móti t.d. ef er fyrir aftan veiðimann. Settinu fylgir Zpey Zero bour” og með afar öflugrifluguhjól sem er úr léttmálmi. Hjólið er “large arbremsu. Þá fylgir settinu undirlína og taumur. Allt settið kemur í vönduðum vönduð Zpey skotlína, Hér er á ferð vandað hólki. sett jafnt fyrir byrjendur og reyndari fluguveiðimenn.

Austurveri

16

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

SAGE FLIGHT FLUGUVEIÐIPAKKI

SCIERRA HMT LÍNA

Frábær lína frá Scierra og Henrik Mortensen. HMT er án efa bestu kaup í skandinavískum flugulínum.

10.980,-

www.hr.is

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

SKOTLÍNUSETT

Scierra skothaus fyrir runninglínu. Hannað einhendur ásamt Henrik Mortensen. af danska kastaranum

Síður 2, 14 & 16

GRUNNNÁM, MEISTARANÁM OG DOKTORSNÁM

Nú færðu GOTTA-ost í sérmerktum kílóastykkjum á tilboði í næstu verslun!

æ

Bestur áður en hann verður miðaldra og bitur

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

VEIÐIBLAÐIÐ – EINTAKIÐ ÞITT

á tilboði

/ SÍA HVÍTA HÚSIÐ

Þóra Sigurðar

Eyjólfur Sverrisson er einn farsælasti knattspyrnumaður Íslands. Hann hefur náð frábærum árangri með U-21 árs landslið Íslands sem tekur þátt í úrslitakeppni EM sem hefst eftir nokkra daga. Hann ræðir við Heiðdísi Lilju um boltann, sorgina vegna sonarmissis, gleðina yfir því að eignast annan dreng og framtíðina.

Blað um HöRpuna fylgiR

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

V

ísleifur Friðriksson segir að fyrst nú finni hann fyrir því að kerfið standi með sér. Það var nafnlaust viðtal við hann í Fréttatímanum sem rauf áratuga þagnarmúr um sögu ofbeldis innan Landakotsskóla. Sjá einnig viðtal við róbert Spanó sem hefur umsjón með skipun í rannsóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar. Ljósmynd/Hari

SPORTBÚÐIN - VEIÐIHORNIÐ - VEIDIMADURINN.IS

Síða 24

GOTTI

Æ

Maðurinn sem rauf þögnina ÓKEYPIS ÓKEYPIS

58

2011

oskar@frettatiminn.is

Sjá nánar síðu 2

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Útlifuð útigangs­ kona í Gullbrá

er á enda.

Óslitin hátíð alla helgina

m

Nína Dögg

70

hann. Hann segir þó þá túlkun ráða og starfsaðferðir lögreglunnar varðandi myndatökur fjölmiðla í húsleit verði endurskoðaðar. Húsleit lögreglunnar, sem gerð var í fylgd fjölmiðils í desember í fyrra, hefur verið kærð til Ríkissaksóknara á grundvelli brota þeirra lögreglumanna sem gerðu húsleitina og þeirra sem samþykktu hana. Fastlega má búast við að húsleit sem gerð var í fylgd Kastljóss í mars 2009 í Kópavogi verði einnig kærð á sömu forsendum. Þolendur þeirrar húsleitar hafa einnig stefnt íslenska ríkinu og vilja fjórar milljónir í skaðabætur.

4

m

Bækur 38

Heimildarmynd um hurð

Ljósmynd/Hari

inn á höfuðborgarsvæðinu voru á öndverðum meiði um túlkun greinarinnar. Á meðan lögreglustjórinn Stefán Eiríksson hefur hingað til talið embætti sitt ekki þurfa leyfi húsráðanda til að heimila fjölmiðlum að mynda húsleit þar sem fyrir liggi dómsúrskurður, er túlkun embættis Ríkislögreglustjóra skýr. „Hvort fyrir liggur dómsúrskurður eða ekki skiptir ekki máli. Eftir sem áður þarf leyfi húsráðanda fyrir aðgangi fjölmiðla. Lögregla verður að gæta grundvallarreglna um friðhelgi heimilis og einkalífs,“ segir í svari embættisins við fyrirspurn Fréttatímans. Stefán Eiríksson kom af fjöllum þegar túlkun Ríkislögreglustjóra var borin undir

1.-3. júlí 2011 2. árgangur

ÓKEYPIS ÓKEYPIS  Fréttaskýring kynFerðisbrot innan k aþólsku kirkjunnar

Við bíðum þess spennt að skáldið þjóni lund sinni og skrifi okkur sögur þótt greinar hans skemmti oss.

Viðtal

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur fram að þessu ekki talið sig þurfa leyfi húsráðenda til að heimila fjölmiðlum að mynda híbýli fólks í húsleit. Rangt, segir Ríkislögreglustjóri og vísar í leiðbeiningar um samskipti lögreglu og fjölmiðla.

TAL TROMP 31-44% ÓDÝRARA 2. tölublað 1. árgangur 26. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS



ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Þóra karítas

Lögreglan rýfur friðhelgi einkalífs samkvæmt túlkun Ríkislögreglustjóra

Fréttir 4

Ljósmynd/Hari

Ljósmynd/Hari

Einar Már fær

26

Eva Gabrielsson var sambýliskona sænska rithöfundarins Stiegs Larsson í þrjátíu ár. Hún segir líf sitt hafa verið erfiða rússíbanareið þau sex og hálft ár sem liðin eru frá sviplegu fráfalli Larssons en síðan þá hefur hún staðið í eldlínu vinsælda Millennium-þríleiksins og deilt hart við föður Stiegs og bróður.

l

Vill láta taka of feit börn af foreldrum 14 Viðtal

Keypti hestabúgarð í kreppunni

síða 32

ögreglan á höfuðborgarsvæðinu virðist í tvígang á undanförnum tveimur árum hafa rofið friðhelgi einkalífs einstaklinga, sem hún hefur gert húsleit hjá, með því að heimila fjölmiðlum að mynda híbýli fólks án leyfis húsráðenda á meðan á húsleit stóð. Árið 2002 gaf Ríkislögreglustjóri út leiðbeiningar um samskipti lögreglu og fjölmiðla. Þar stendur í 12. grein 5. kafla að „myndatökur og viðtöl fjölmiðla inni í húsum, einkaheimilum eða fyrirtækjum eru háð samþykki viðkomandi húsráðanda og lögreglu meðan lögregla fer með stjórn á vettvangi.“ Við athugun Fréttatímans kom í ljós að embætti Ríkislögreglustjóra og lögreglustjór-

Steinar aðalbjörns

anna Bára ÓKEYPIS ÓKEYPIS

15 leikir í

næsta vetur

34 & 50

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

M LL ARÐAR

Ég held að það sé mikilvægt að fólk sé einbeitt í því sem það er að gera hverju sinni. að taka sér svo annan tíma í að vinna úr ÓKEYPIS svona málum, eins og ÓKEYPIS t.d. sorg ... Sorgin er eilífðarverkefni og hver dagur hefur sinn tíma.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS Óopinni K E Y P Idagskrá S

Heilabrot

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Viðtal EvA GAbriElsson, EkkjA stiEGs lArsson

Meistara­ deildin

Tileinkar sigurinn ljóskum í Kópavogi

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Þóra arnórsdóttir ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

3.-5. júní 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 22. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

hitar upp fyrir

100Hz CLEAR LCD

1750

PIPAR \ TBWA

110613 •

SÍA •

PIPAR \ TBWA

517 3900

páskana

G. Magnús Kristjánsson,

Líf og fjör um

42 TOMMUR fylgiR PáSkahandbók

RðuR

66 - Sími 414

GÖNGUGREINING FLEXOR TÍMA PANTAÐU

62

litla baunin slær í gegn

HAFNARGÖTU 90

stólpa

Gleraugnaverslunin þín

18 Viðtal

e

Halldór HelgaSon, atvinnumaður á snjóbretti, hannar sín eigin bretti og er eftirsóttur af fram­ leiðendum snjóbretta­ kvikmynda. Bls. 14

Sérblað um vetraríþróttir

Toshiba Satellite C660-1F5

Mannúð

AKUREYRI / Hafnarstræti 95 / Sími 460 3452 SELFOSS / Austurvegi 4 / Sími 482 3949

Ráð nn án aug ý nga

Lögfræðingur verktakafyrirtækis sem fékk lóð í útboði hjá Reykjavíkurborg árið 2006 telur að borginni hafi verið óheimilt að innheimta svokallað byggingarréttargjald sem var þrettánfalt gatnagerðargjald.

62 Vetrargleði

FARTÖLVA

15,6”

Úttekt 14

Sími 587 2123 / Sími 555 4789

Sigraðist á þunglyndi með þolþjálfun

síða 28

Slær í gegn í Skólahreysti

NóatúNi 17

Rótarý­ klúbbar

/

linda Rós

Deila um lóðir gæti leitt í ljós milljarða ólögmæta skattheimtu borgarinnar

BETRA SéRBLAðIð VetRARGLeðI VERÐ

ÓKEYPIS Ó K E Y P ImáttarS

Álfabakka 14

Fjarðargötu 13-15

um dýrin

Helga Sigríður og mamma hennar, María Egilsdóttir. Helgu Sigríði var vart hugað líf eftir að hún hneig niður í sundlaug Akureyrar í haust. Hún er risin upp og staðráðin í að endurheimta krafta sína. Ljósmynd/Hari

4

Dóttir útvarpsstjóra

Íslendingar eru tónleikaóðir. Þrjátíu og þrjú þúsund tónleikagestir munu fylla Nýju Laugardalshöllina, Hörpuna og Háskólabíó á næstu vikum. Alls hafa miðar á tónleika verið keyptir fyrir 290 milljónir á síðustu þremur vikum. Uppselt er á ellismellina í Eagles, þrefaldan Björgvin Halldórsson, fimmfaldan Pál Óskar og þrefalda opnunartónleika Sinfóníunnar og Vladimirs Ashkenazys. Nánast er uppselt á tónleika þýska stórsöngvarans Jonasar Kaufmann og píanósnillingsins James Cullen. Miðakerfi Hörpunnar hrundi þegar miðasalan var opnuð 1. mars síðastliðinn, miðar á tónleika Páls Óskars og Sinfóníunnar seldust upp á mínútum og skipti þá engu hvort um var að ræða fyrstu tónleikana eða þriðju aukatónleikana. Skýringin er einföld að mati Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpunnar. „Í kreppunni fóðrar fólk andann.“ Sjá frétt síðu 2 oskar@frettatiminn.is

70

/ /

gæludýR 46

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Tíu stefnur bíða dóms

Sóley elíasdóttir

MJÓDDIN FJÖRÐUR

 Viðtal Helgu Sigríði Sigurðardóttur var Haldið Sofandi í tólf daga

24 úttekt

Snyrtivöruútrás til Danmerkur

Vera Wang

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Ungum krimmum finnst fjölmiðlaathygli flott

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Vera Wang

Boss

15.-17. apríl 2011 2. árgangur

Annþór k. karlsson

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

54

Blue Bay

2. tölublað 1. árgangur 15. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Valentino

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Hlébarðakonan sem hitti í mark á Eddunni

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

m

m

Bjarnheiður Hannesdóttir

Páskaliljur baneitraðar köttum

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

m

m

ÓKEYPIS Ó KFreyja E Y P I Sskrifar

24

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

25.-27. mars 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 12. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Og það eru ekki eingöngu Stígamótakonur sem blása til sóknar á landsbyggðinni því 21. mars næstkomandi verður kynnt til sögunnar glænýtt meðferðarúrræði fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Akureyri auk þess sem Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi var opnuð núna í vikunni. „Markmiðið er að útrýma öllu ofbeldi, einkum gegn börnum, og ofbeldi í nánu sambandi,“ segir Sigrún Sigurðardóttir, einn forsprakka miðstöðvarinnar og starfsmaður í meðferðarúrræðinu. Sjá nánar frétt og viðtöl á síðum 10 og 22

m m m m æ

G m

Sjáðu hvað sólin færir okkur

Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

ÓKEYPIS getur ÓKEY PIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Þórunn Þórarinsdóttir, starfskona Stígamóta, segir í samtali við Fréttatímann að þjónusta við þolendur kynferðisofbeldis úti á landi hafi að mestu lagst af eftir hrun. Eftir landssöfnun síðastliðið haust hafi hins vegar orðið til fjármagn til að halda úti tímabundnum verkefnum. Stígamót hafa til að mynda hrundið af stað verkefninu „Stígamót á staðinn“ þar sem starfskonur félagsins ætla að heimsækja Austfirði, Suðurland og Sauðárkrók. „Þetta er frábært framtak hjá þeim Dóru og Erlu sem á eftir að hjálpa mörgum,“ segir Þórunn.

m æ K

www.lyfogheilsa.is

Austurveri

Stýrir fótboltaliði með ógnarstjórn

Bækur 36

Stígamót skipuleggja heimsóknir um landið til þess að aðstoða þolendur kynferðisofbeldis utan höfuborgarsvæðisins. Þessi hópur hefur verið afskiptur eftir hrun þegar fjárframlög til starfs Stígamóta á landsbyggðinni drógust saman.

Steini í Kók, Jóhannes í Bónus og Bolli í 17 eru meðal manna sem hafa glatað tengslum við það sem þeir eru kenndir við

m

G

SÍA

milljónum hjá hjónum. Í desember í fyrra var prósentan hækkuð í 1,5 prósent. Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að skatturinn skoði fjöldann allan af einstaklingum sem grunur leikur á að hafi tekið allt upp í tugi og hundruð milljóna út af bankareikningi sínum rétt fyrir áramót 2009 og lagt peningana aftur inn skömmu eftir áramót.

Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:

Munaðarlaus viðurnefni

Það fyrirkomulag sem er á íslenskri bóksölu er óskiljanlegt og reyndar gerólíkt því sem tíðkast í allri verslun ... allir tapa á endanum.

kattayfirvöld ætla að skoða möguleg skattabrot auðugra Íslendinga. Brotin tengjast, að því er Fréttatíminn kemst næst, mögulegum undanskotum frá auðlegðarskatti sem ríkisstjórnin lagði á landsmenn við gerð fjárlaga fyrir árið 2010. Þar var ákveðið að innheimta 1,25 prósent af hreinum eignum einstaklings yfir 90 milljónum og 120

H

m

36 MatartíMinn

Vinkonurnar og fyrrum skólasysturnar Erla Einarsdóttir (til hægri) og Dóra Ingibjörg Valgarðsdóttir hafa beitt sér fyrir því að fórnarlömb kynferðisofbeldis fái aðstoð í sinni heimabyggð. Þær búa á Sauðárkróki og segja sögur sínar í blaðinu. Ljósmynd/Pétur Ingi Björnsson

PIPAR \ TBWA

s

m

38 matartíminn

18 Viðtal

Vorboðinn í sjónum

m m

m

... þriggja ára stelpur geta bakað svona brauð

Með strákunum okkar í gegnum súrt og sætt

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Rakel Garðars

f:

20

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Opnunartímar 08:00-24:00 virka daga 10:00-24:00 helgar

Kolbrún elskar ÓKEYPIS skóna afi Ó K Esem YPIS hennar gaf henni

Fréttaskýring 16

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

4

www.lyfogheilsa.is

Ómissandi hlutir

Hlutverk netsins ofmetið

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

2. tölublað 1. árgangur 5. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Svarar spurningum í síma frá Englandi

Ólafur Ragnar fær sjálfur mörg atkvæði en á misjöfnum forsendum þó. Þannig telur einn að hann sé „sterkur maður sem hefur sýnt að hann er traustsins verður“ á meðan annar segir að hann verði hvort eð er á forsetalaunum það sem hann á eftir ólifað og því eigi endilega að nýta hann sem lengst. Fjölmargir voru tilnefndir en auðvitað er lykilatriði í þessu hvort Ólafur Ragnar gefur kost á sér á nýjan leik. Sjá úttekt síðu 14

Austurveri

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

M

22 ÚttEkt

Eiður Smári

–einfalt og ódýrt

4

14

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

a

einnig lofsamleg ummæli: „Ragna er klár, hugsandi og vel menntuð. Hún hvílir örugg í sjálfri sér, hún veit hvað hún vill. Ragna hefur mikla reynslu og er vinsæl. Hún er ekki hrædd við almenningsálitið. Ragna er mjög töff og sjarmerandi kona,“ segir einn álitsgjafanna um skrifstofustjóra Landsvirkjunar. Athyglisvert er að flestir vilja þó leggja embættið niður. Í þeim hópi eru margir sem sjá ekki lengur tilganginn í embættinu.

Austurveri - Háaleitisbraut 68 Við opnum kl: Og lokum kl:

Sjálfstæðisflokkurinn

Wikileaks og ísland Ísland kemur mjög við sögu í nýrri bók um Assange og félaga

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

m

Fjórir tilnefndir

Páll og Ragna álitlegustu kostirnir í forsetaembættið

m

ÞAÐ ER HOLLT AÐ SPARA LÆGRA LYFJAVERÐ Í 14 ÁR

Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildarpunkta Icelandair af allri veltu fram að jólum!

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

m m

20 viðtal

Fréttatíminn leitaði álits tæplega sextíu Íslendinga á því hver ætti að setjast í stól forseta á Bessastöðum þegar fjórða kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar lýkur sumarið 2012. Enginn forseti landsins hefur setið lengur en fjögur kjörtímabil.

af því að halda fólki með ólögmætum hætti og skapa okkur mögulega skaðabótakröfu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Sigríður bendir á að samkvæmt matsgerð Rannsóknarstofu Háskólans sé efnið náskylt amfetamíni og megi telja til ávana- og fíkniefna. „Matsgerðin var meðal gagna sem voru lögð fyrir héraðsdóm þegar krafist var framlengingar á gæsluvarðhaldinu. Dómurinn varð við þeirri kröfu sem er ákveðin vísbending um hvaða augum þetta var litið.“ oskar@frettatiminn.is

Leggur Evrópu að fótum sér

Bestu miðlar landsins

síða 28

Kim Kardashian

Ljósmynd/Hari

Þórunn Egilsdóttir

16. Des 10:00 - 22:00 17. Des 1

Jólabónus American Express

...og líka þiggja.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Þessi bók er

Karl Berndsen flutti heim um leið og kreppan skall á og hefur slegið í gegn með sjónvarpsþætti, allsherjar snyrtistofu og nú bók.

Úttekt á síðu 38

Nú er tími til að gefa

m

46 viðtAl

Íslenska barnaorðabókin fær

Lögmaður sakar lögregluna um að hafa leynt í mánuð efnagreiningarskýrslu sem sýndi fram á að smyglað efni væri ekki á bannlista. Á því tímabili var annar sakborninga í viðkomandi dómsmáli úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

teknanna sem gera henni kleift að leyfa sér meira en annars væri. Önnur íslensk kona, sem Fréttatíminn ræðir við, stundaði vændi með háskólanámi í Danmörku en er hætt í dag. Hún réttlætti það með því að margar aðrar gerðu þetta en reynir nú á hverjum degi að gleyma þessu tímabili og halda sjálfsvirðingunni. 10. Des 10:00 - 22:00 11. Des 10:00 - 22:00 12. Des 12:00 - 18:00

Lífsglöð þrátt fyrir tólf hjartaaðgerðir á 6 árum

Sakar lögreglu um að leyna gögnum

m

86

Íslensk vændiskona segist þurfa einn eða tvo tvöfalda áður en hún hitti viðskiptavini. Starfskonur Stígamóta segja konur leiðast út í vændi vegna skjótfengins gróða en hugsi ekki um þann andlega og líkamlega skaða sem þær valda sér.

Uss uss, ekki segja frá, það trúir þér enginn, litla geðveika hóran þín.

Regína Krista

síða 36

töfraheim Indlands fyrir börnin.

Einbeittur brotavilji vændiskaupenda

e

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Ef einhver hefur mikla þörf fyrir að vita hvort ég er í sambandi þá er svarið nei og konur hafa vit á því ÓKEYPIS IS E Y Pekki ÓK að reyna að snúa „gay“ mönnum því þær vita að þeir eru ósnúanlegir!

Fann ástina í Karabíska hafinu.

Ljósmynd/Hari

M

 Viðtal Ólöf de Bont var misnotuð kynferðislega á kleppi fyrir 40 árum

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Það var markmið mitt með vitnisburðinum að losa mig við klafann „Ég velti því fyrir mér og svarið er einfaldlega það að hún var hluti af þeim klafa sem ég bar, og á meðan ég bar þennan klafa átti ég þessa dagbók,“ segir hún. „Ég er búin að liggja með skömmina allan þennan tíma. Nú er ég búin að skila henni til Gunnars: Þetta átt þú, ekki ég. Það var markmið mitt með vitnisburðinum að losa mig við klafann. Ég hef svifið um síðustu tvo daga og fundið mikið frelsi. Það er fyrst núna sem ég finn spennufall. Ég er allt í einu að verða þreytt, en ég er búin að koma þessu af mér.“

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

20 0

 Viðtal BjútíBaróninn K arl Berndsen er opinsK ár og einlægur

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

mm

Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir steig fram sem fórnarlamb og bar þungar sakir á Gunnar í Krossinum í vikunni. Hún upplýsti á pressan.is að hún hefði haldið dagbók sem lýsti samskiptum hennar og Gunnars. Ólöf segir í viðtali við Fréttatímann að hún hafi oft fengið þá spurningu hvers vegna hún geymdi dagbókina.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

7.-9. janúar 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 1. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

GERÐU OKKUR TILBOÐ

12 viðtöl

62

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

17.-19. desember 2010 1. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 12. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Besti flokkurinn færir Samfylkingu K E Y völd PIS of Ó mikil ÓKEYPIS

Gerir sjónvarpsþætti með Sollu Eiríks

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

70 jólin og heimilið

55 útteKt

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

3.-5. desember 2010 1. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 10. tölublað

Dorrit Moussaieff

Leikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir Ó K Esaman YPIS blandar Ó K E Y P I S nýju og gömlu skrauti

Stórleikur helgarinnar

ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

62 jÓlakræsingar

36 Viðtal

Andi jólanna

Baráttan á Brúnni

Framandi réttir innan um hangikjötið ÓKEYPIS og steikurnar. ÓKEYPIS

Betri helmingar Simma og Jóa opna verslun.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

110317

Ólína og Bryndís ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS ÓKEYPIS

einstakt

n

m

m m

M æn

m

Takk

fyrir frábærar móttökur á fyrsta ári Fréttatímans.


40

bækur

Helgin 30. september-2. október 2011

Flugur! Stöðvið stríðin!

Frönsk svíta þriðju vikuna á toppnum

Bryndís Björgvinsdóttir fékk á belgur Ormars ofurmennis en Flugan þriðjudag Íslensku barnabókaverðsem stöðvaði stríðið er önnur bók launin 2011 fyrir söguna Flugan sem Bryndísar. Bryndís er þjóðfræðingur stöðvaði stríðið og kom bókin út að mennt og starfar meðal annars þann sama dag hjá Vöku-Helgafelli. við rannsóknarstörf og kennslu. Sagan var valin úr fjölda handrita Verðlaunasjóður íslenskra barnasem kepptu um Íslensku barnabókabóka var stofnaður 30. janúar 1985 verðlaunin 2011. Að mati dómnefndar í tilefni af sjötugsafmæli Ármanns Bryndís er þetta merkileg saga sem tvinnar Kr. Einarssonar rithöfundar (1915Björgvinsdóttir saman mikilvægan boðskap og dill1999). Að sjóðnum standa fjölskylda andi skemmtilega frásögn. Söguhetjurnar Ármanns, bókaútgáfan Vaka-Helgafell, nú eru óvenjulegar og veita lesendum nýja sýn á innan vébanda Forlagsins, IBBY á Íslandi og hversdagslega hluti. Þórarinn Már BaldursBarnavinafélagið Sumargjöf. Fulltrúar þessara son myndskreytti bókina. aðila skipa dómnefnd sem velur úr handritum Bryndís Björgvinsdóttir var aðeins fimmen einnig eru í henni hverju sinni tveir grunntán ára þegar hún sendi frá sér sína fyrstu bók skólanemar, fulltrúar lesenda. Að þessu sinni ásamt vinkonu sinni. Sú bók ber titilinn Orðakomu þeir úr Rimaskóla í Reykjavík. -pbb

 Ritdómur Gamlinginn ... Jonas Jonasson

Sænskar fjörugar poppbókmenntir

Jonas Jonasson.

 Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf Jonas Jonasson Páll Valsson þýddi. JPV, 425 bls. 2011.

Gamlinginn ... er sænsk gamansaga með slettu af spennu og upprifjun á þekktum eintaklingum og sumpart aðstæðum úr stjórnmálasögu liðinnar aldar. Hún kom út fyrir tveimur árum og varð feikilega vinsæl í Svíþjóð og er nú á hraðri leið á hvíta tjaldið og í lengri gerð í sjónvarpsþáttaröð. Jonas er snjall höfundur (grunnhugmyndin að vísu ekki ýkja frumleg: Zelig, Forrest Gump og ugglaust fleiri). Hann býr til bærilega spennu í þann þátt sögunnar sem gerist á okkar tímum, hefur unnið rannsóknarvinnu um tiltekna staði á tilteknum tímapunktum af miklu innsæi og megnar að þjappa saman örlagaköflum í sögu heilla þjóða, jafnvel mannkynsins, á örfáa síðuparta svo að unun er að; já, og svo gleymdi ég því sem mest er um vert: Hann er fjári fyndinn. Gamlinginn er þannig bók að maður hlær hátt og oft. Sumt í henni er ógeðslega fyndið. Sá gamli er Allan Emmanuel, fæddur af fátækum í Smálöndunum í kjölfar kröfugöngu 1. maí 1905. Þar hefst hin lygilega saga af Gamlingjanum en byrjar reyndar tveimur köflum fyrr á því að hann fer út um gluggann á elliheimilinu, rétt áður en 100 ára afmælið hans hefst (öld síðar) – og á ekki afturkvæmt. Milli þessara tveggja punkta er heil bók (425 blaðsíður í kiljubroti) og partur af mannkynssögunni. Allt að sjálfsögðu lygilegt en hreinn og klár sannleikur eins og afi höfundarins sagði: Hver nennir að hlusta á sannleikann nema hann sé skreyttur? Grunnurinn í sögu af þessu tagi er vitaskuld gamla spænska skálkaminnið; Hans klaufi og þeir bræður, múgamaður sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og fer ekki á taugum þótt allt fari á hvolf. Ber ekki virðingu fyrir yfirvaldi og hefð og lifir því allt af, jafnvel þótt hann sprengi undan sér kofann – því okkar maður er sprengjusérfræðingur, alinn upp í nítróglýserín-verksmiðju. En nú má maður ekki segja of mikið. Í öllum furðusögum eru þagnargildi um helstu atburði, persónur og þær fyndnustu uppákomur sem þær geyma. Gamlinginn ... er hressileg og bráðfyndin saga um kostuleg atvik í lífi stórmenna og smákalla á síðustu öld. Maður vill gjarna treina sér lesturinn – svo skemmtileg er hún í þýðingu Páls Valssonar. -pbb

Frönsk svíta eftir Iréne Némirovsky situr þriðju vikuna í röð á toppi aðallista Eymundssonar. Höfundurinn dó í Auschwitz 1942 og bókin kom ekki út fyrr en 62 árum síðar.

Sigurganga galdramanna Galdrakarlinn í Oz er kominn í bókaverslanir í tveimur ólíkum útgáfum í tilefni af leiksýningunni á söngleiknum sem nú er sýndur í Borgarleikhúsinu. Þessi vinsæla saga kom fyrst út um aldamótin 1900 og skóp höfundi, Frank Baum, miklar vinsældir, var snúið í leikverk með söngvum af honum sjálfum og fylgdi nær tylft sögubóka eftir hann í kjölfarið. Baum fór til Hollywood með auð sinn og stofnaði þar fyrirtækið The Oz Film Manufacturing Company en það fór á hausinn eftir ár. Oz varð seinna nafn á underground-blaði í London og hugbúnaðarfyrirtæki á Íslandi. Þau fóru líka bæði á hausinn. Útgefendur bókanna um Galdrakarlinn eru Edda og Setberg. -pbb

 Bók adómur Hagr æn áhrif kvikmyndalistar Ágúst Einarsson

Leitin að gróðanum af bíómyndum

Í

Ágúst Einarsson.

síðustu viku kom út ítarleg rannsókn í bókarformi um stöðu kvikmyndarinnar í vestrænum samfélögum, með sjónaraukann á eyjuna okkar. Dr. Ágúst Einarsson heldur áfram vinnu sinni í greiningu á hagkerfi hinna skapandi greina; eftir bók um tónlistina tekur hann fyrir kvikmyndina. Vinna hans er merkileg og leiðir margt forvitnilegt í ljós. Bókin er snotur í frágangi, hún byggist á ítarlegum og merkilegum tölulegum gögnum í ýmsu formi og túlkun á þeim í bland við sögulegt yfirlit, endar á töflu-, nafna-, heimilda- og efnisatriðaskrá. Hér bætist því við mikilvægt rit á annars fátæklega hillu frumsaminna íslenskra kvikmyndarita. Niðurstaða Ágústs er: Það borgar sig, margborgar sig, að setja meiri peninga í kvikmyndagerð, auka styrki til kvikmyndagerðarmanna, auka endurgreiðslur til innlendra og erlendra fyrirtækja sem vinna hér á landi, bæta menntunaraðstæður í þessari flóknu iðngrein. Og fyrir þeirri niðurstöðu færir hann mörg þung, töluleg rök. Framlag hans er sérlega mikilvægt nú því að á næstu vikum ræðst innan þings hver framtíð kvikmyndaskóla á framhaldsskólastigi verður og hver fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar (KMÍ) verða í fjárlögum næsta árs en þau voru sem kunnugt er skert harkalega í kreppunni.

Samfelld árás á íslensk stjórnvöld

Bókin skiptist í sex meginkafla: Í þeim fyrsta gerir hann stutta grein fyrir hagfræði hinna skapandi greina, menningarneyslu hér á landi sem er stórum meiri en víða, hvernig miðillinn varð til og hver þróun var í kvikmyndaframleiðslu og miðlun hér til 1979. Í öðrum kafla gerir hann grein fyrir helstu hugtökum varðandi kvikmyndir sem vöru, þá rekur hann rök fyrir aðkomu ríkisins að kvikmyndagerð, styrkjum Kvikmyndamiðstöðvar (KMÍ) og fyrirkomulagi endurgreiðslu, hvaða áhrif framleiðslan hefur á aðrar greinar þjónustu og loks lagaumhverfi framleiðslunnar. Í fjórða kafla skoðar hann framleiðslukerfið og dreifinguna. Í fimmta kafla lítur hann til mennta- og félagskerfis iðngreinarinnar og dregur svo saman niðurstöður í sjötta kaflanum. Til  hliðar við meginefni ritsins birtir Hagræn áhrif hann stutt æviágrip þekktra nafna kvikmyndalistar úr kvikmyndasögunni sem létti fyrir Ágúst Einarsson lesandann og er því efni ofaukið í Háskólinn á Bifröst, 245 ritinu. bls. 2011. Lesa má rannsókn Ágústs sem samfellda árás á íslensk stjórnvöld. Kvikmyndaaðsókn á Íslandi nær tölulegu hámarki á stríðsárunum. Þá voru hér í bænum starfandi fyrirtæki sem sýndu erlendar kvikmyndir, bæði frá Evrópu og Ameríku, flest fjölskyldufyrirtæki. Um landið voru víða starfandi samkomuhús með sýningarvélum. Ásókn bandarískra fyrirtækja á Evrópumarkað í kjölfar stríðsins, í bland við efnahagsaðstoð, tryggði bandarísku kvikmyndinni yfirráð á markaði Evrópu sem einungis Frakkar stóðu gegn. Evrópa varð amerískur kvikmyndamarkaður. Lengri Eins og Ágústi er tamt að líta á kvikmyndir útgáfa sem öflugan miðil, þá líka til kennslu, nemur ritdómshann ekki staðar við hvernig kvikmyndin er ins er notuð í skólakerfinu. Víða um lönd er rekin miká www. ilvirk þjónusta við skóla í dreifingu á gömlu og frettanýju myndefni, bæði til afþreyingar og fræðslu. timinn.is

Er skipulega unnið að dreifingu myndefnis í skólakerfi á Íslandi þannig að sæmileg greiðsla komi fyrir? Ónei, það er ekki; námskrá og kennsluefni í gervöllu skólakerfinu gerir ekki ráð fyrir notkun myndheimilda, ekki í neinu fagi, og ef það er notað eru kennarar látnir stela því og sýna í felum. Hann minnist ekki á hvernig Kanasjónvarpið varð ráðandi í sjónvarpsþjónustu í hartnær áratug hér á landi né hvaða áhrif það hafði á stöðu innlendrar framleiðslu. Lengi kvörtuðu sjálfstæðir framleiðendur yfir að Sjónvarpinu væri ekki gert skylt að kaupa hluta af dagskránni frá þeim en lítið varð úr. Svo þegar útvarp var gert frjálst 1986 var þess vendilega gætt af hálfu stjórnvalda að engum sem fengi útvarpsleyfi væri gert skylt að sinna kröfum um efnissamsetningu dagskrár, hlutfall innlendrar framleiðslu væri boðlegt að magni og að stórum hluta fengið frá innlendum framleiðendum. Enn eru slík skilyrði fyrir borð borin í veitingu rekstrarleyfa á ljósvakanum.

Mikilvægur vitnisburður

Ágúst greinir réttilega að íslensk framleiðslufyrirtæki eru mörg og smá. Hrósa má bransanum fyrir þolgæði en ranglega er hlaupið að þeirri niðurstöðu að hann sé samstiga. Þar er hver á móti öðrum og fáir vinna saman. Því ræður samkeppni um fjármagnið. Í stórtöflu um íslenskar myndir í fullri lengd frá 1980-2010 telur Águst upp 174 myndir. Af þeim eru 13 fyrir börn. Hvers vegna hafa forstjórar í Kvikmyndamiðstöð og fyrirrennurum hennar ekki unnið skipulega að endurbót á þessum skorti í framleiðslunni? Er kvikmyndauppeldi ekki á hennar dagskrá? Hefur menntamálaráðuneytið engan áhuga á því, eða gleymdist það eins og sumt annað? Það hefur blasað við í aldarfjórðung að þörf væri á skipulegu átaki í praktískri og hugmyndafræðilegri kennslu um kvikmyndina á öllum skólastigum: frá grunnskóla og upp úr. Það á að kenna myndmálið, myndlæsi. Sjást þess merki í námskrá grunnskóla frá ráðuneytinu? Ónei. Hvað er þá ráðuneytið að hugsa á framhaldsskólastiginu? Jú, það eru fárra eininga valkúrsar í boði hér og þar. Svo er tuttugu ára einkaskóli sem fékk viðurkenningu á fjórum samtengdum námsbrautum 2007 og hefur nú hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Sinnti ráðuneytið þeim sprota? Ónei. Það horfði á hann brenna upp eigin fé, sinnti ekki erindum og vildi helst loka honum. Kvikmyndagerð þarf að komast undir mæliker þar sem litið er á hana sem alvarlegan og mikilvægan innlendan framleiðsluiðnað, þar sem hún situr við sama borð og aðrir nauðsynlegir atvinnuvegir, eins og Ágúst sýnir réttilega að hún er. Bók hans er órækur vitnisburður um mikilvægi þess iðnaðar. En framtíð bransans er dökk ef hann á að vera áfram í höndum þess hluta stjórnvaldsins sem kennt er við menntir og menningu: Tonn af lögfræðingum og stjórn­ sýslufræðingum á Sölvhólsgötunni hefur sögulega séð verið honum til trafala og stendur honum enn fyrir þrifum.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


VE RÐ HR UN ! // BARNABÆKUR ÆKUR // MATREIÐSLUBÆKUR // HANDAVINNUBÆKUR // SJÁLFSHJÁLPARB SJÁLFSHJÁLPARBÆKUR // LJÓÐABÆKUR ÓÐABÆK A ÆKU U

BARN

ABÆK

VERÐ

UR

FRÁ

490,-

ALLIR KRAKKAR FÁ GEFINS BÓK! RYMINGAR

ALLIR SEM VERSLA S I P Y E K Ó Á F BÓK!

A L A S

BÓKAÚTGEFENDA

1.000dir un r a l t i t r. k 0 0 1.0

ALLT

Á AÐ SELJAST! rval Mikið ú ! ka hljóðbó

OPIÐ KL. 11-18 ALLA DAGA

ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR!

3.490,1.990,-

2.490,895,-

2.990,1.480,-

5.890,2.990,-

3.990,1.590,-

3.490,990,-

2.490,1.790,-

3.990,1.999,-

2.980,750,-

2.450,1.550,-

4.990,1.990,-

3.250,690,-

// LJÓÐABÆKUR // ÆVINTÝRABÆKUR // FRÆÐIBÆKUR // HANDBÆKUR ÆKUR // FERÐABÆKUR // RÓMANTÍSKAR BÆKUR // UNGLINGABÆKUR UNGLI // SKÁLDSÖGUR // SPENNUSÖGUR //

SKÁLDSÖGUR KÁ // SPENNUSÖGUR // ÆVISÖGUR // BARNABÆKUR // MATREIÐSLUBÆKUR // HANDAVINNUBÆKUR // SJÁLFSHJÁLPARBÆKUR UNGLINGABÆKUR KUR UR //// SK


42

heilsa

Helgin 30. september-2. október 2011 KYNNING

Einkaþjálfarar Við allr a hæfi

Hrafnhildur Hákonardóttir, yfirmaður einkaþjálfunar í World Class.

Gott að fá spark í rassinn F

Lífrænt grænt te með aloe vera Það er innihaldið sem skiptir öllu máli!

Clipper

-náttúrulega ljúffeng te

Fæst í helstu matvöruverslunum landsins

BYRJENDANÁMSKEIÐ 4. október – skráning á yoga@yogashala.is Opnir tímar fyrir byrjendur og lengra komna. Kennarar með góða þekkingu og reynslu – Erlendir gestakennarar Viltu losna við verki, kvíða og stress? – Viltu styrkja þig og liðka? Komdu þér í form, andlega og líkamlega. Prófaðu yoga!

reykjavík

Engjateigur 5 sími 553 0203 www.yogashala.is

Á haustin tínist fólk til vinnu og skóla eftir sumarið og lofar bót og betrun í ræktinni. Margir byrja að hreyfa sig af krafti, fara ýmist út að hlaupa eða kaupa sér líkamsræktarkort sem síðan tekur oft að rykfalla. Þá getur verið kjörið að fjárfesta í einkaþjálfara sem veit fátt skemmtilegra en að sparka í rassinn á fólki sem þykist ætla að skrópa í ræktina.

lestir sem byrja að stunda líkamsrækt vita ekki hvernig gera á æfingarnar og vantar leiðsögn til að ná árangri. Þá er mjög gott að fá sér einkaþjálfara til að byrja á réttum grunni frá fyrsta degi,“ segir Hrafnhildur Hákonardóttir, yfirmaður einkaþjálfunar í World Class. Sjálf þurfti hún að glíma við meiðsl í stoðkerfi eftir umferðarslys og fann sína leið í gegnum líkamsrækt.

Hvatningin góð

„Ég hef alltaf verið viðloðandi íþróttir og keppti í vaxtarrækt hér fyrr á árum. Í dag er hreyfingin ekki bara holl og góð fyrir mig, heldur lífsnauðsynleg því að hún dregur úr einkennum sem ég finn fyrir í kjölfar slyssins.“ Hún segir hópinn sem nýtir sér einkaþjálfun í World Class gríðarlega fjölbreyttan og það sama eigi við um þann hóp einkaþjálfara sem eru til taks fyrir áhugasama. „Hingað kemur fjölbreyttur hópur af báðum kynjum alls staðar að úr þjóðfélaginu og með mjög misjafnar þarfir. Þess vegna er mikilvægt að hægt sé að mæta þörfum allra,“ segir Hrafnhildur og útskýrir nánar: „Sumir þjálfaranna henta vel fyrir fólk sem leggur stund á langhlaup, aðrir fyrir fólk með bakverki, enn aðrir hafa reynslu af fólki með einhverja fötlun og svo mætti lengi telja. Hér er alltaf einhver þjálfari sem hentar.“ Hún segir fólk oft í vafa um hvernig eigi að velja einkaþjálfara og hringi þá til að spyrja ráða. Oft er hægt að leiðbeina fólki ef það er með sérstakar óskir en síðan segist Hrafnhildur einnig hvetja fólk til að mæta og bara fylgjast með inni í sal. „Ef þú sérð viðskiptavin sem er ánægður með þjálfarann sinn er það góðs viti því við erum jafn misjöfn og við erum mörg og það er gott að finna einhvern sem maður finnur einhvern samhljóm með eða hefur mögulega reynslu af því sem mann langar að leggja áherslu á,“ segir Hrafnhildur sem segir þó flesta einkaþjálfarana eiga eitt sameiginlegt. „Okkur finnst öllum gaman að sparka í rassinn á fólki,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram: „Það er alltaf gott að vera með aðhald og einhvern utanaðkomandi sem hvetur mann áfram. Margir eiga erfitt með

að sinna þessu reglubundið, finnst erfitt að koma sér á staðinn, finnst leiðinlegt að æfa og þar fram eftir götunum. En þetta er svo nauðsynlegt og þá er um að gera að finna sér leið til að gera þetta skemmtilegt og ekki spillir fyrir ef það kemur yfir fólk smá keppnisandi.“

Besta geðlyfið

Hinn almenni borgari nútímans kannast vel við kvillana stress og vöðvabólgu og hinar ýmsu afleiðingar hreyfingarleysis. Þetta fólk vill Hrafnhildur meira en endilega fá til sín. „Þótt ég vilji ekki gera upp á milli viðskiptavinanna minna, finnst mér alltaf skemmtilegast að fá fólk sem er orkulítið. Það er svo gaman að lyfta fólki upp úr sleninu og hjálpa því til heilbrigðara lífs. Að sjá breytingarnar sem geta orðið á fólki þegar það síðan kemur hingað beint í baki, með glænýja útgeilsun eftir að það er byrjað að hreyfa sig – það er ómetanlegt. Þetta er það besta við starfið, að hjálpa fólki að ná betri líðan sem síðan vonandi smitar frá sér út í heiminn; það eru mikil verðlaun,“ segir Hrafnhildur ánægð og segir frá annars konar verðlaunum sem hún notar á sitt fólk. „Áskorun er alltaf af hinu góða og það sést vel að um leið og fólk er komið með markmið og kannski farið að keppa örlítið innbyrðis, verður þetta skemmtilegt og það nennir frekar að mæta og síðan er alltaf gott að vera með verðlaun fyrir góðan árangur,“ segir hún brosandi. Í World Class koma oft tveir eða þrír saman til einkaþjálfara því það er bæði aðhald í félagsskapnum og svo er það líka ódýrara. Sumir velta þá upp þeirri spurningu hvort einkaþjálfun sé ekki dýr og svo framvegis, en svar Hrafnhildar við því er að heilsan sé grundvöllur að öllu okkar lífi, eins og við vitum, og auk þess sé fólk oft að kaupa sér dýr jakkaföt, draktir, fara fínt út að borða og slíkt sem kostar mikið, og þá sé spurning hvernig maður vilji forgangsraða. „Hreyfingin er svo mikilvæg. Maður kemur þarna inn alveg hrikalega pirraður, hreyfir á sér skrokkinn og getur ekki beðið eftir að komast í sturtu. Síðan er maður orðinn gjörsamlega ný manneskja. Þetta er ekki flóknara en svo; hreyfing eykur gleðina og lífsorkuna og þetta er besta geðlyfið.“


heilsa 43

Helgin 30. september-2. október 2011

 Sjúkdómar Auk a X-litningurinn er mikilvægur

Konur veikjast síður en karlar

Bregðist annar Xlitningur kvenna eiga þær einn til vara.

Vilji vinnuveitendur fækka veikindadögum ættu þeir fremur að ráða konur en karla. Þær veikjast síður en þeir. Ef vinnuveitendur eru alveg að gefast upp á fjölda veikindadaga starfsmanna, eða standa frammi fyrir vali á milli karls og konu í starf, ættu þeir að velja konuna. Þetta ætti að minnsta kosti að vera niðurstaðan ef miðað er við nýja rannsókn. Í henni telja menn sig hafa komist að því að konur veikist síður en karlar og að ástæðan sé sú að konur eru með tvo X-litninga en karlar aðeins einn. Þessi Xlitningur sem konurnar hafa um-

fram karlana styrkir ónæmiskerfi þeirra umfram varnir karlanna. Frá þessu er greint í Jótlandspóstinum en byggt er á rannsóknarniðurstöðum sem birtar voru í BioEssays. Þar var einkum litið til hlutverks svokallaðs mikró-RNA á X-litningunum. Tilgátan er að mikró-RNA hindri ónæmisgen á X-litningi karla. Þar sem þeir hafa aðeins einn slíkan standa þeir verr að vígi en konurnar sem hafa tvo X-litninga. Bregðist annar X-

litningur kvenna eiga þær einn til vara. Auka X-litningur kvenna er því meira virði en menn hafa haldið, segir einn af rannsóknaraðilunum. Konur lifa lengur en karlar og ráða betur við margs konar sýkingar og áföll en þeir. Konur eru með tvo X-litninga en karlar einn. Ný rannsókn þykir sýna að auka Xlitningurinn styrki ónæmiskerfi kvenna umfram karla. Þær veikjast síður en þeir og lifa að meðaltali lengur. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images

Epli eru hrein vítamínbomba

Epli eru hollari en aðrir ávextir, hrein vítamínbomba. Það var því skynsamlegt af Evu, formóður okkar, að fá sér bita af hinum forboðna ávexti í Eden forðum daga, að minnsta kosti frá sjónarmiði heilsufars. Þýsk rannsókn bendir til þess að eplin skjóti öllum öðrum ávöxtum aftur fyrir sig. Í þeim eru vítamínin C, E, K, B1, B2 og B6 sem styrkja m.a. ónæmiskerfið. Þá er í þeim að finna járn, joð og sink sem miklu skipta fyrir vöðva og taugakerfi. Þá eru eplin sögð draga úr líkum á því að þeir sem þeirra neyta fái krabbamein. Auk þess er pektín í eplum sem lækkar kólesteról og hefur góð áhrif á þarmaflóruna. Það er því ekkert annað að gera en ná sér í epli, skola þau vel og njóta.

Tvöfalt meiri hætta á krabbameini í ristli

Árið 1975 gat einn af hverjum 29 breskum karlmönnum átt von á því að fá krabbamein í ristil. Árið 2008 gátu tvöfalt fleiri átt von á því að fá sjúkdóminn, eða einn af hverjum 15. Tölurnar voru birtar í British Journal of Cancer og byggjast á rannsóknum stærsta krabbameinsfélags Bretlands, Cancer Research UK. Fleiri karlar en konur fá sjúkdóminn en aukning hefur einnig orðið meðal kvenna. Árið 1975 gat ein af 26 komum átt von á að fá sjúkdóminn en árið 2008 var það ein af hverjum 19. Helsta orsök þessa er talin vera óhollari lífshættir og mataræði, einkum meiri kjötneysla, auk þess sem fólk lifir lengur en áður.

Kaffidrykkja gegn þunglyndi kvenna

Konur sem drekka 2-3 kaffibolla á dag verða síður þunglyndar en þær sem láta kaffidrykkjuna eiga sig. Þetta sýnir bandarísk rannsókn sem tók til 50.739 hjúkrunakvenna en frá henni var greint í Archives of Internal Medicine. Rannsóknin stóð yfir í tíu ár. Því meiri kaffineysla, því minni hætta á þunglyndi, en það á hins vegar ekki við um koffeinlaust kaffi. Það hefur engin áhrif, að því er fram kemur í rannsókninni. Hin jákvæðu áhrif kaffidrykkjunnar eru því talin vera í koffíninu. Það veldur efnabreytingum í heilanum en fleiri rannsóknir hafa sýnt að koffín eykur vellíðanartilfinningu. Konur sem drukku 2-3 bolla á dag voru í 15% minni hættu á að þróa með sér þunglyndi en þær sem aðeins drukku einn bolla á viku eða minna. Konur sem drukku fjóra bolla eða meira voru í 20% minni hættu en þær kaffilausu. Fram kemur hjá rannsóknaraðilum að frekari rannsókna sé þörf.

NÝTT-NÝTT!

Home-spa - ljómandi andlitsmeðferð sem er blönduð á staðnum með fersku grænmeti-ávöxtum og vörunum okkar. Ljómandimeðferðin er rík af E-,Aog C vítamínum. Húðin þín verður extra falleg og frískleg á eftir!

verð aðeins 1590kr

Þessi heimameðferð kom mér skemmtilega á óvart. Mjög auðveld enda góðar leiðbeiningar sem fylgja með og ótrúlega áhrifarík. Húðin bókstaflega ljómaði enda full af raka eftir dekrið. Þetta er frábær viðbót við vöruúrvalið sem Signatures of Nature býður upp á, allt náttúrlegt og laust við uppfyllingarefni. Það er klárt mál að þessi meðferð verður áfram partur af minni húðumhirðu. Kolbrún Björnsdottir útvarpaskona

NÝJUNG Mineral make up

Við bjóðum núna uppá frábær startsett með steinefnaförðunarlínunni okkar.... 100% hreinn steinefnafarði frá Mineraz, engin aukaefni-engin bindiefni og aðeins náttúruleg litarefni og þess vegna er línan öll í púðurformi. tveir pakkar í boði: nr1. fyrir andlit- fjórir mismunandi púðurfarðar,púður kinnarlitur og bursti sem er hægt að nota í allar vörurnar ásamt nákvæmum leiðbeiningum um hvernig er hægt að nota vörurnar.

verð áður: 20740, nú aðeins 15900

· ·

·

100% hreinn steinefnafarði frá Mineraz, engin aukaefni, engin bindiefni og aðeins náttúruleg litarefni og þess vegna er línan öll í púðurformi.100 % hreinn steinefnafarði , engin aukaefni engin bindiefni, þess vegna er öll linan i púðurformi Þessi lína er frábær fyrir þær sem vilja náttúrulegt “glow” þessi 100% hreina lína er frábær fyrir þær sem vilja náttúrulegt "glow" á húðina, hreina vöru án kemískra efna og/eða eru ofnæmisgjarnar og þola illa förðunarvörur þessi 100% hreina lína er frábær fyrir þær sem vilja náttúrulegt "glow" á húðina, hreina vöru án kemískra efna og/eða eru ofnæmisgjarnar og þola illa förðunarvörur á húðina I pakkanum fylgja leiðbeiningar -4.mismunandi púðurfarðar, kinnalitur og bursti

Startpakkinn verð áður kr 20.740 verð nú kr 15.900

Smáralind

511 10 09


44

dægurmál

Helgin 30. september-2. október 2011

 Tímamót Garðheimar í tuttugu ár

Velkomin á nýja heimasíðu www.gardplontur.is

Garðheimafjölskyldan: Olga B. Gísladóttir, Sigurður B. Gíslason, Jónína S. Lárusdóttir, Gísli H. Sigurðsson, Tómas Á. Tómasson, Kristín H. Gísladóttir, Sigurður E. Þorsteinsson Ljósmynd/Hari

Grænt fram í fingurgóma Þ

ræmuregninu fer að ljúka

stökktu á ræmu! -

// riff.is norrae na husid

Fékkstu ekki Fréttatímann heim?

Garðheimahjónin Jónína S. Lárusdóttir og Gísli H. Sigurðsson hafa öll sín búskaparár verið á kafi í garðyrkju. Í fyrstu var þetta aðeins áhugamál en er nú lífsviðurværi allrar fjölskyldunnar. Á morgun, laugardag, fagna þau tuttugu árum með fjórtán metra langri tertu og harmóníkuleik í Garðheimum.

egar ég var að alast upp í Hafnarfirði var pabbi með spildu skammt frá þar sem ýmislegt var ræktað. Ég fékk að hjálpa til og hafði mikið gaman af því að taka upp kartöflur og sjá um rabarbara og grænmeti,“ segir Jónína og lýsir uppskerunni sem miklum búdrýgindum. Hún segir græna fingur einnig hafa einkennt æsku eiginmannsins Gísla sem ólst upp fyrir norðan. „Öll hans fjölskylda er mikið garðyrkjufólk, sérstaklega móðurættin, og langamma hans var ein af þeim konum sem lögðu grunninn að Lystigarðinum á Akureyri. Hann er alinn upp í Hrísey við Eyjafjörð og þar var fjölskylda hans með mikla matjurtarækt á borð við grænkál, rófur og kartöflur, auk jarðarberja sem þótti nokkuð framúrstefnulegt í þá daga.“

Garðyrkjuást í áratugi

Hjónin hafa fengist við ræktun af ýmsu tagi frá því þau hófu búskap og gengu bæði í Garðyrkjufélag Íslands árið 1967 þar sem þau lögðu grunninn að sinni þekkingu. Jónína rifjar upp tilurð Garðheima fyrir tuttugu árum þegar Sölufélag garðyrkjumanna ákvað að selja þann hluta sem sá um aðföng. „Við sáum þarna tækifæri til að gera áhugamálið að lífsviðurværi og það varð úr, eftir tveggja daga umhugsun, að við keyptum og stofnuðum á þeim grunni verslunina Gróðurvörur,“ segir Jónína og bætir við: „Margir héldu að við værum gengin af göflunum en við vorum með ákveðna sýn og efuðumst aldrei.“ Fyrirmyndin kom erlendis frá, svokölluð Garden Center sem víða má sjá í Evrópu, og segir Jónína þetta þar vera menningarheim út af fyrir sig. „Við lögðumst í heilmikil ferðalög erlendis og skoðuðum fyrirmyndir í leit að hugmyndum og innblæstri. Síðan reyndum við að taka nýjustu strauma og stefnur með heim.“ Eftir nokkurra ára rekstur Gróðurvara fékkst núverandi lóð árið 1999 og fyrsta skóflustungan var tekin í lok maí það árið. Mikið kapp var lagt á að opna fyrir jólin og með sameiginlegu átaki tókst það. „Þetta var mjög tæpt og við rétt náðum að koma á útidyrahurðinni nóttina fyrir opnun,“ segir Jónína hlæjandi og minnist fyrsta dagsins: „Ég hafði verið að fram undir morgun og fór heim til að leggja mig. Síðan kom ég þarna síðdegis og þá var þetta nákvæmlega eins og okkur hafði dreymt um. Allt fullt af fólki, fallegur kór að syngja og gróður. Þetta var sérstök upplifun fyrsta daginn.“ Hún segir garðyrkjuáhuga þeirra hjóna vera jafn sterkan nú sem þá, þetta sé lifandi fag og ekki spilli fyrir hve gott andrúmsloft sé að finna í Garðheimum. „Við erum einstaklega heppin með starfsfólk og það eru

nokkrir sem meira að segja hafa verið með okkur frá upphafi. Það skiptir okkur miklu máli að fólki líði vel í vinnunni og allir fái að leggja sitt til málanna; það er okkar sýn að þannig sé best að standa að rekstri.“

Blóm og börn

Helstu breytingar síðastliðinna ára segir Jónína vera aukinn áhugi Íslendinga á garðyrkju og þeir séu nú farnir að rækta mun meira en áður – bæði blóm og matjurtir – og þá sérstaklega í kreppunni. „Fræ hafa sjaldan selst jafn vel, salan hreinlega margfaldaðist. Fólk er líka farið að nota meira svalir og minni svæði,“ segir hún og bætir við að aðaláhuginn sé á ávaxtatrjám og berjarunnum um þessar mundir. „Skilyrði til ræktunar eru orðin allt önnur og betri, bæði vegna hlýnandi veðurfars og aukins gróðurs almennt í landinu, þá sérstaklega á sígrænna trjáa sem skapa mikið og gott skjól,“ útskýrir Jónína sem segir viðskiptavini streyma í Garðheima eftir ávaxtatrjám fyrir veturinn, bæði plómum, eplum, perum, ferskjum og kirsuberjum, og á von á frjósömu vori víða í görðum á höfuðborgarsvæðinu. Sjálf eru hjónin alltaf með eitthvað gott að borða í sínum eigin garði og annað fallegt. „Matjurtir hafa alltaf átt upp á pallborðið hjá Gísla. Hann er mikill matmaður og hefur alltaf haft einstakt yndi af matjurtarækt og berjarunnum á meðan ég hef haft gaman af því að dúlla við falleg blóm úti í beði og sjá hver eru að blómstra,“ segir Jónína og bætir við að jarðarberin hjá þeim hjónum séu farin að vaxa eins og illgresi úti um garðinn auk annars konar berja sem fæstir fá að sjá í íslenskum görðum. „Við erum með vínber úti í gróðurhúsi sem Gísli hefur gaman af að gefa góðum gestum, en síðan er hér líka myndarlegur hindberjarunni sem barnabörnin eru mjög ánægð með.“ Hjónin hafa þó ræktað fleira en jurtir og blóm því börnin eru fjögur og starfa öll við hlið foreldra sinna. „Börnin hafa öll fengið að velja sér sínar eigin leiðir í lífinu, eru menntuð í verkfræði, frönsku, kennslufræðum og viðskiptafræðum, en okkur til ánægju starfa þau öll okkur við hlið ásamt einum tengdasyni og barnabarni. Síðan stendur til að þau taki við af okkur innan skamms svo að þau hafa nú sennilega erft garðyrkjuáhugann þrátt fyrir allt,“ segir Jónína að lokum og býður viðskiptavinum til veislu laugardaginn 1. október milli kl. 14 og 16 í Garðheimum þar sem bæði góðgæti og 20 prósentna afmælisafsláttur verður á öllum vörum og upp undir 70 prósentna afsláttur á sumum þeirra. Rut Hermannsdóttir

Lykilártöl í sögu Garðheima Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

1991 Hjónin Jónína S. Lárus-

1999 Fyrsta skólfustung- 2011 Garðheimar fagna tuttugu ára afmæli með

dóttir og Gísli H. Sigurðsson kaupa verslunarhluta Sölufélags garðyrjumanna og stofna á þeim grunni Gróðurvörur á Smiðjuvegi í Kópavogi. Með tíu starfsmenn.

an er tekin í maí á núverandi stað við Mjóddina. 2. desember eru Garðheimar opnaðir í núverandi mynd í Stekkjarbakka 4-6.

sömu eigendur frá upphafi. Öll börn þeirra Jónínu og Gísla eru nú komin inn í reksturinn og taka við innan tíðar. Starfsmenn eru 60-80 eftir árstíma. Laugardaginn 1. október verður blásið til veislu, milli kl. 14 og 16. Allir velkomnir. www.gardheimar.is


d Sen

st

na

.

er

*Sendum hvert sem er innanlands. Ef vara er ekki til á lager er hún send um leið og hún kemur.

h v e rt s

em

In

Glæsilegt prjónablað komið í verslanir

um

n 2 4 kl

Nældu þér í eintak af glæsilegu prjónablaði Ýr 47 hjá næsta endursöluaðila okkar eða tryggðu þér áskrift á tinna.is

T NÝT

Spjallaðu við okkur á facebook!

KnitPro

Nýr Vörulisti Tinnu

Fyrir þá sem elska að prjóna

Kynntu þér allar nýjustu vörurnar í veglegum vörulista

Tinna, heildverslun í 30 ár www.tinna.is | 565 4610


KJARTAN GUÐJÓNSSON

JÓHANNES HAUKUR JÓHANNESSON

VIÐ ÞÖKKUM FRÁBÆRA N ÝJ A R S

L U! Ö S Í R A N M O I LAUS Ý NING A R K Á SÆT

RF AUS 0:00 - Ö 2 . L SÆTI L K Á R F U R G Ö A AUS GARD 0:00 SÆTI L R - LAU R KL. 2 Á E U F B G R Ó A Ö T D LT 0:00 UGAR 01. OK UPPSE R KL. 2 ER - LA U B 0 G Ó A T :0 D K 0 AUS 08. O R KL. 2 - FÖSTU SÆTI L U R G Á E A F B D R Ó R Ö T 0AUS LAUGA 14. OK KL. 20:0 ÖRFÁ SÆTI L ÓBERR T U K G O A . 15 NG 0:00 UGARD Ý SÝNI R KL. 2 N ER - LA U B G Ó A 0 T D :0 K L. 20 UGAR 22. O ÝNING ER - LA - NÝ S AGUR K B D 0 Ó U T :0 T 0 K S 2 Ö . NG 29. O BER - F Ý SÝNI GUR KL M A N E D V R 0 Ó A 04. N . 20:0 LAUG BER GUR KL M A E D V U T Ó - FÖS 05 N MBER E V Ó N 18

„Hér er valinn maður í hverju rúmi... leikurinn er upp á fimm stjörnur." - Elísabet Brekkan, Fréttablaðið.

MIÐASALA Í AUSTURBÆ Í SÍMA 571 5900 OG Á MIÐI.IS


JÓHANN G. JÓHANNSSON

EGILL ÓLAFSSON

AR VIÐTÖKUR HJÁ ALVÖRU GAGNRÝNENDUM! „…emjaði af hlátri… ofboðslega vel framkvæmt… látbragðsleikur í hæsta gæðaflokki…“

„…drepfyndið allan tímann… frábær skemmtun með miklum fagmönnum“ - Ó.H.Þ, Fréttatíminn

- Djöflaeyjan, RÚV

LEIK LE LEIKSTJÓRI EIKSTJÓ STJÓÓRII

GUNN GU GUNNAR NNAR ARR HELGASON HEL ELGA GASO SOON TÓNLISTARSTJÓRN TÓNLISTA TÓNL ISTAA RSTJ RSTJÓRN ÓRN OOG PPÍANÓLEIKARI ÍAÍANÓ ANÓLEIK LEIKARI LEIK ARI PÁLMI PÁÁLMMI SISSIGURHJARTARSON IGU GURH R JAART RH R AR ARSO SONN HÖHÖFUND SO HÖFUNDAR FUNDAR FUND ARR GLYNN GLYNN GLYN GL YNNN NICHOLAS N CH NI CHOL OL ASS OG SCOTT OL SCOT SCOT SC OT T RRA RANKIN ANK NKIN INN


heilabrot

48

Helgin 30. september-2. oktĂłber 2011

ďƒ¨ frĂŠttagetr aun frĂŠttatĂ­mans

ďƒ¨

Sudoku

1 9 2 7 8 1 8 7 3 3 8 2 7 4 1 9 6 4 5 9 6 3 7 5 4 2 ďƒ¨

1 Hvað heitir nýskipaður ríkis-

6 Hver er framkvĂŚmdastjĂłri Sam-

umheiminn í vikunni í viðtali við BBC með yfirlýsingum sínum um drauma um annað hrun og að gróðavonin keyrði hann og hans líka åfram?

lĂśgmaĂ°ur?

taka fjĂĄrmĂĄlafyrirtĂŚkja?

prýddu bíómynd Contagion?

11 HvaĂ°a Ăžokkafulla sĂśngkona varĂ°

7 PistlahĂśfundurinn Andy Rooney er aĂ° setjast Ă­ helgan stein, 92 ĂĄra aĂ° aldri, og flytur sinn sĂ­Ă°asta pistil ĂĄ sunnudaginn. NĂşmer hvaĂ° verĂ°ur sĂĄ pistill?

fyrir ĂžvĂ­ aĂ° bĂłndi ĂĄ NorĂ°ur-Ă?rlandi skipaĂ°i henni aĂ° hylja nekt sĂ­na Ăžegar hĂşn var aĂ° striplast ĂĄ landareign hans?

12 Hver leikstýrir sýningunni

8 TĂłnlistarmaĂ°urinn Herbert

AlvĂśru menn?

2 HvaĂ° fĂŚrĂ°u Heimdellingar SteingrĂ­mi J. SigfĂşssyni aĂ° gjĂśf Ă­ vikunni?

5 HvaĂ° vill Einar Ă–rn Benediktsson

9 Ungum Kanadamanni og

aĂ° hugsanlegt framboĂ°ssamkrull Besta flokksins, GuĂ°mundar SteingrĂ­mssonar og fleiri ĂĄ landsvĂ­su heiti?

3 Hver er framkvĂŚmdastjĂłri fjĂślmiĂ°lanefndar?

4 HvaĂ° heitir fjĂĄrfestirinn sem skĂłk

Ă­slenskusĂŠnĂ­i var vĂ­saĂ° Ăşr landi ĂĄ dĂśgunum. HvaĂ° heitir drengurinn?

10 Hver leikstĂ˝rir hinni stjĂśrnum ďƒ¨

SvĂśr 1 Einar Karl HallvarĂ°sson, 2 KennslubĂłkina ĂžjóðhagfrĂŚĂ°i 103, 3 Elfa Ă?r GylfadĂłttir, 4 Alessio Rastani, 5 FjĂśrflokkurinn, 6. GuĂ°jĂłn RĂşnarsson, 7 1.097, 8 Svanur Herbertsson, 9 Jordan Chark, 10 Steven Soderbergh, 11 Rihanna, 12 Gunnar Helgason.

GuĂ°mundsson hefur gefiĂ° Ăşt plĂśtu meĂ° syni sĂ­num. HvaĂ° heitir hann?

krossgĂĄtan

Sudoku fyrir lengr a komna

3

1

4 2

6 2 2 5 9 4 8 4 9 7 5 6

5

3 1

3 7 8

4

ATH Nýr vefur með krossgåtulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 5".63

53²

)Šš

/&:š"

3&--

45"(-

-½11

3"/('Š3"

-œ5*š -"( 4"."/ #63š"35

#à %%")0' 45"š"- (*-%*

MYND: PUBLIC DOMAIN

4Š-"

Âś-ÂŤ5

#03(

)"3." 5Âť-' 5:-'5*3

4"3( 41Âś3"

%6')-&,,+"

):((+"45

Âś 3½Âš

6--"3 '-Âť,*

ÂŤ3.://*

Ă 57&(6/

(6š

':3*3

5*(/"

"'4163/

Âś 3½Âš

'3#Š3

4&55

':3*3 (&'/*/(

&*/,&//*

7&3,63

'6(œ�355

NĂ?TT

!

NĂ?TT

! NĂ?TT

NĂ?TT

!

!

Âś 3½Âš

(Âť/"

(Š5"

#&3+"

."//4 /"'/

,0." /Š3 /Š(+6 #-044*

4".5½,

,64,

4&:5-"3

'*4,63

/"65/"-:'

'ÂŤ-.

0'3"

&-'63

5*'"

&:

,&//4-6 456/%

uĂ°

bra mur

Gala

S

hi

Sus

t nsk

rle ustu

A

3½4,63

)6(4"

':3*3%3"(

57&*3 &*/4

/*š63 '&--*/( "/(3"

."(/

%*..5

(3*..63

'*/(63

'"-43½,

4,&..56/

&*(*/% &-%4/&:5*

450'/

)3&44 kt

Ă­kĂłs Mex

t nsk

SpĂŚ

kt

Ă?tals

tur

Ă°ter

Brau

)ÂŤ4

š

4/Š%%*

'6(-"3

Pantaðu veisluna Þína å

www.noatun.is

(*-%*/(

."5"3 ÂŤ)"-%

-ÂŤ(45*(

7"3,3/* �3Š5" ':3*3

)7"š )-65" '²-"(

'*4,*.*š #Š-"

57&*3 &*/4 ½37"/%* &'/*

"/%-*54 1"3563

TĂŚkifĂŚrisveislur

47*'

Âť4,"

)&*.*-%"

40(


ALVÖRU LEIKJAGRAFÍK MEIRI HRAÐI - RISA DISKAR

ORT, VINNSLUM K Á J K S G U L INNI OG HAR ÖF ÐDISKAR CYCLONE KÆLING

MSI GeForce GTX550 Cyclone

AMD Radeon HD6870

• 950MHz core örgjörvi • 4300MHz DDR5 1GB minni • 23°C kaldara en sambærileg kort

• 920MHz core örgjörvi • 4200MHz DDR5 1GB minni • Styður 3 skjái!

STYÐUR ÞRJÁ SKJÁI

24.990

TRAUSTIR OG HRAÐVIRKIR HARÐDISKAR

SATA 3

1TB

34.990

8.990

2TB

12.490

3TB

26.990

TAKMARKAÐ

4GB

MAGN

4.790

8GB

8.990

FULL BÚÐ AF TRAUSTUM ÍHLUTAMERKJUM – 18 ÁRA REYNSLA

Kynntu þér KASKÓÁBYRGÐ sem tryggir fartölvuna fyrir þjófnaði og óhöppum

VAXTALAUS 12 MÁNAÐA TÖLVULISTALÁN*

R e y k j av í k • a k u R e y R i • e g i l s s ta ð i R • k e f l av í k • s e l f o s s • H a f n a R f j ö R ð u R NóatúNi 17 Sími 414 1700

GLERÁRGÖtU 30 Sími 414 1730

miðvaNGi 2-4 Sími 414 1735

HafNaRGÖtU 90 Sími 414 1740

aUStURvEGi 34 Sími 414 1745

REykjavíkURvEGi 66 Sími 414 1750

*Vaxtalausar raðgreiðslur með 3% lántökugjaldi og 320 kr greiðslugjaldi af hverjum gjalddaga.

AUKIN AFKÖST MEÐ STÆRRA VINNSLUMINNI


50

sjónvarp

Helgin 30. september-2. október 2011

Föstudagur 30. september

Föstudagur

Sjónvarpið

19:50 Spurningabomban Nýr spurningaþáttur í umsjá Loga Bergmanns Eiðssonar. Logi egnir saman tveimur liðum, skipuðum tveimur keppendum. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21:15 HA? Íslenskur skemmtiþáttur með spurningaívafi.

Laugardagur

22:10 Frost/Nixon Verðlaunamynd sem segir frá sönnum atburðum árið 1977 Aðalhlutverk Frank Langella og Michael Sheen.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20:00 Got To Dance Hæfileikaríkustu dansararnir sín á milli þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari.

Sunnudagur

20:10 Thor Dagskrá í minningu Thors Vilhjálmssonar rithöfundar en hann lést 2. mars síðastliðinn. Dagskráin er byggð á efni úr safni Sjónvarpsins allt frá árinu 1968 þegar fyrsta eiginlega skáldsaga hans, Fljótt fljótt sagði fuglinn, kom út.

14:45 Tottenham - Arsenal Bein útsending frá leik Tottenham og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

5

15:55 Leiðarljós e 16:40 Leiðarljós e 17:25 Unglingalandsmót UMFÍ 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Galdrakrakkar (38:47) 18:25 Andri á flandri (2:6) e 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Kastljós 20:10 Útsvar Akranes - Dalvíkurbyggð BEINT 21:15 Forboðna kóngsríkið 23:00 Wallander: Leyniskyttan Wallander og félagar í lögreglunni í Ystad rannsaka í þessari mynd morð á smábófa 5 6 sem leyniskytta varð að bana. Og Pontus, sem er nýliði í löggunni, stendur frammi fyrir því að þurfa að taka erfiða ákvörðun. 00:35 Ekki fyrir gamla menn e Óskarsverðlaunamynd Coenbræðra. Allt verður vitlaust eftir að veiðimaður finnur lík, heróín og peningafúlgu nálægt Rio Grande. 02:35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist 07:30 Game Tíví (3:14) e 08:00 Rachael Ray e 08:45 Pepsi MAX tónlist 12:00 Game Tíví (3:14) e 12:30 Pepsi MAX tónlist 16:50 Being Erica (6:12) e 17:35 Rachael Ray 18:20 Parenthood (6:22) e 19:10 America's 6Funniest Home V. e 5 19:35 America's Funniest Home V. 20:00 Will & Grace - OPIÐ (15:24) 20:25 According to Jim (7:18) 20:50 Mr. Sunshine (7:13) 21:15 HA? (2:12) 22:05 The Bachelorette (7:12) 23:35 Hæ Gosi (1:8) e 00:05 Tobba (2:12) e 00:35 30 Rock (5:23) e 01:00 Got To Dance (5:21) e 01:50 The Bridge (13:13) e 02:35 Smash Cuts (35:52) 02:55 Judging Amy (11:23) e 03:40 Jimmy Kimmel e 04:25 Jimmy Kimmel e 05:10 Will & Grace (15:24) e 05:30 Pepsi MAX tónlist

Sjónvarpið

STÖÐ 2

08:00 Morgunstundin okkar / Lítil 07:00 Barnatími Stöðvar 2 prinsessa / Sæfarar/ Múmínálfarnir / 08:15 Oprah Veröld dýranna /Sumar í Snædal 08:55 Í fínu formi 09:27 Engilbert ræður (29:78) 09:10 Bold and the Beautiful 09:35 Skrekkur íkorni (11:26) 09:30 Doctors (44/175) 09:57 Lóa (32:52) 10:15 60 mínútur 10:05 Hérastöð (26:26) 11:00 Ramsay’s Kitchen Nightmares 10:20 Ísþjóðin e 11:50 The Amazing Race (6/12) 11:00 Setning Alþingis BEINT 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 11:40 Leiðarljós e 13:00 Friends (17/24) 12:25 Leiðarljós e 13:25 Men in Black fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:10 Kastljós e 15:00 Sorry I’ve Got No Head 13:40 Kiljan e 15:30 Leðurblökumaðurinn 14:30 Eitt samfélag fyrir alla 15:50 Ofuröndin Öryrkjabandalag Íslands 50 ára 16:15 Nornfélagið 15:25 Hvað veistu? e 16:40 Ævintýri Tinna 4 5 16:00 Útsvar e 17:05 Bold and the Beautiful 17:05 Ástin grípur unglinginn (19:23) 17:30 Nágrannar 17:50 Táknmálsfréttir 17:55 The Simpsons (15/21) 18:00 Franklín (10:13) 18:23 Veður / 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:25 Úrval úr Kastljósi 18:47 Íþróttir / 18:54 Ísland í dag 18:54 Lottó 19:11 Veður 19:00 Fréttir 19:20 Týnda kynslóðin (7/40) 19:30 Veðurfréttir 19:50 Spurningabomban (2/9) 19:40 Kexvexmiðjan (2:6) 20:40 The X Factor (3 & 4/40) 20:10 Heilluð 22:10 The X Factor (4/40) Stór 22:00 Járnmaðurinn 23:40 A Night at the Roxbury 00:05 Dansóður 01:00 The Wild Bunch 01:50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 03:20 Ask the Dust 05:15 The Simpsons (15/21) 05:40 Fréttir og Ísland í dag

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 13:20 Rachael Ray e 14:50 Friday Night Lights (6:13) e 07:00 Tottenham - Shamrock Rovers 15:40 One Tree Hill (22:22) e 17:00 Pepsi mörkin 16:25 Top Gear Australia (8:8) e 18:15 AEK - Sturm 17:15 Game Tíví (3:14) e 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar 17:45 The Bachelorette (7:12) e 20:30 La Liga Report 19:15 The Marriage Ref (5:10) e 21:00 Evrópudeildarmörkin 20:00 Got To Dance (6:21) 21:55 UFC 117 allt fyrir áskrifendur 20:50 Desperately Seeking Susan 22:35 Being Julia e fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:20 HA? (2:12) e 01:10 Smash Cuts (36:52) 15:35 Sunnudagsmessan 01:30 Whose Line is it Anyway? e 16:50 Liverpool - Wolves 01:55 Judging Amy (12:23) e 18:40 Arsenal - Bolton 02:40 Jimmy Kimmel e 20:30 Football League Show allt fyrir áskrifendur 4 5 03:25 Jimmy Kimmel e 21:00 Premier League Preview 04:10 Got To Dance (6:21) e 21:30 Premier League World fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 05:00 Pepsi MAX tónlist 22:00 Leeds - Liverpool, 2000 22:30 Premier League Preview 23:00 Chelsea - Swansea

SkjárGolf 4

06:00 ESPN America 08:25 Justin Timberlake Open (1:4) 11:25 Golfing World 12:15 Golfing World 08:00 Immortal Voyage of Captain ... 13:05 PGA Tour - Highlights (34:45) 10:00 Night at the Museum 14:00 Justin Timberlake Open (1:4) allt fyrir áskrifendur 14:00 Immortal Voyage of Captain ... 17:00 Champions Tour - Highlights 16:00 Night at the Museum 17:55 Golfing World fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:00 The Secret Life of Bees 18:45 THE PLAYERS Official Film 2011 22:00 Braveheart 19:35 Inside the PGA Tour (39:45) 00:55 Window Theory 20:00 Justin Timberlake Open (2:4) 02:20 Chaos 23:00 PGA Tour - Highlights (34:45) 04:05 Braveheart 23:55 ESPN America

6

4

5

Sjónvarpið

STÖÐ 2

08:00 Morgunstundin okkar / Poppý 07:00 Brunabílarnir / Strumparnir / Latibær / Algjör Sveppi / Grallararnir kisukló / Teitur / Herramenn / Ólivía / Töfrahnötturinn / Disney10:20 Maularinn stundin / Finnbogi og Felix / Sígildar 10:45 Geimkeppni Jóga björns teiknimyndir / Gló magnaða / Grettir 11:10 Bardagauppgjörið / Enyo / Bombubyrgið ( 11:35 iCarly (33/45) 10:55 Melissa og Joey (2:30) e 12:00 Bold and the Beautiful 11:15 Landinn 13:40 The X Factor (3 & 4/40) 11:45 Djöflaeyjan (2:27) 16:30 Sjálfstætt fólk (1/38) allt fyrir áskrifendur 12:30 Silfur Egils BEINT 17:10 ET Weekend 14:00 Hvítabirnir - Njósnari á ísnum 17:55 Sjáðu fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 Fréttir Stöðvar 2 / 18:49 Íþróttir 15:00 Ísþjóðin (5:8) e 15:30 Íslandsm. í handbolta BEINT 18:56 Lottó 17:20 Táknmálsfréttir 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 17:30 Hér er ég (9:12) 19:29 Veður 17:37 Leó (1:4) 19:35 Spaugstofan 4 5 6 17:41 Hrúturinn Hreinn (27:40) 20:05 America’s Got Talent (25/32) 17:48 Skúli Skelfir (44:52) 21:25 America’s Got Talent (26/32) 18:00 Stundin okkar 22:10 Frost/Nixon 18:25 Kexvexsmiðjan (2:6) e 00:10 True Grit 19:00 Fréttir 02:15 Hancock 19:30 Veðurfréttir 03:45 Sisterhood of the Traveling ... 19:40 Landinn 05:40 Fréttir 20:10 Thor 21:10 Lífverðirnir 22:10 Íslenski boltinn BEINT 08:05 Spænsku mörkin 23:30 Fullt tungl í fimm daga 09:00 EAS þrekmótaröðin E 01:00 Silfur Egils e 09:30 Evrópudeildarmörkin 02:20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 10:20 Meistaradeildin - (E) 12:05 Meistaradeildin - meistaramörk SkjárEinn 12:45 Fréttaþáttur Meistaradeildar 06:00 Pepsi MAX tónlist 13:15 Pepsi mörkin allt fyrir áskrifendur 12:35 Rachael Ray e 13:45 Keflavík - Þór Beint 14:50 Real Housewives of Orange ... e 16:20 Pepsi mörkin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:35 Being Erica (6:12) e 18:15 Tottenham - Shamrock Rovers 16:20 Nýtt útlit (3:12) e 20:00 Box - S. Martinez - P. Williams 16:50 HA? (2:12) e 21:00 Keflavík - Þór 17:40 Outsourced (3:22) e 23:05 Pepsi mörkin 18:05 According to Jim (7:18) e 01:00 Box: S. Martinez - D. Barker 4 5 18:30 Mr. Sunshine (7:13) e 18:55 Rules of Engagement (22:26) e 19:20 30 Rock (5:23) e 19:45 America's Funniest Home Videos 09:40 Premier League Review 20:10 Top Gear USA (1:10) 10:35 Premier League World 21:00 L&O: Special Victims Unit (3:24) 11:05 Premier League Preview 21:50 The Borgias (6:9) 11:35alltEverton Liverpool Beint fyrir áskrifendur 22:40 Hæ Gosi (1:8) e 13:45 Liverpool - Newcastle, 2000 6 23:10 House (4:23) e 14:15 Norwich - Sunderland fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 00:00 In Plain Sight (13:13) e 16:00 Man. Utd. - Norwich 00:45 The Bridge (13:13) e 17:50 Blackburn - Man. City 01:35 The Borgias (6:9) e 19:40 Wolves - Newcastle 02:25 Top Gear USA (1:10) e 21:30 Wigan - Aston Villa 03:15 Pepsi MAX tónlist 23:20 Sunderland - WBA 4 5 6 01:10 Everton - Liverpool

07:00 Lethal Weapon 5 08:45 Mr. Deeds 6 allt fyrir áskrifendur 10:20 Dirty Rotten Scoundrels SkjárGolf 12:10 Open Season 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 06:00 ESPN America 14:00 Mr. Deeds 07:30 Golfing World 16:00 Dirty Rotten Scoundrels 08:20 Ryder Cup Official Film 2010 18:00 Open Season 2 09:35 Justin Timberlake Open (2:4) 20:00 Lethal Weapon 12:35 Inside the PGA Tour (39:45) 22:00 American Crude 4 5 13:00 Alfred Dunhill Links Champ. 00:00 The Moguls 16:30 Justin Timberlake Open (2:4) 02:00 Seraphim Falls 19:10 Golfing World 04:00 American Crude 20:00 Justin Timberlake Open (3:4) 06:00 Independence Day 23:00 The Future is Now (1:1) 00:00 ESPN America 6

fyrir konur

Wellwoman

Wellwoman 50+

eldri en 50 ára

Fyrir konur sem vilja auka árangur sinn og viðhalda orku í daglegu lífi Hjálpar til við að styrkja húð, hár og neglur Stuðlar að sterkara ónæmiskerfi Inniheldur Starflower olíu sem er rík af Gamma-linolenic acid (GLA) og kvöldvorrósarolíu sem talið er stuðla að jafnvægi hormóna og minnkar sveiflur í tíðarhringnum

· · · · ·

Öll næringarefni sem þú þarft færðu úr EINNI töflu á dag

Fjörefnablanda sem eykur orku og lífsþrótt Hjálpar til við að styrkja húð, hár og neglur Stuðlar að sterkara ónæmiskerfi Stuðlar að jafnvægi hormóna Andoxunarefni, D3 vítamín og lutein styður við heilbrigði kvenna yfir 50 ára og styrkir hjarta, heila og augu

fæst í apótekum

6

6

08:20 Meet Dave 10:00 12 Men Of Christmas allt fyrir áskrifendur 12:00 Abrafax og sjóræningjarnir 14:00 Meet Dave 16:00 12 Men Of Christmasfréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Abrafax og sjóræningjarnir 20:006 Independence Day 22:20 Taken 00:00 Wordplay 4 02:00 Pucked 04:00 Taken 06:00 The Things About My Folks

fyrir konur

á aldrinum 25-50 ára · · · ·

Sunnudagur

Laugardagur 1. október


sjónvarp 51

Helgin 30. september-2. október 2011

2. október

 Í sjónvarpinu Kexvexsmiðjan 0

STÖÐ 2 07:00 Lalli / Dóra könnuður / Stubbarnir / Algjör Sveppi / Doctor Dolittle / Kung Fu Panda / Daffi önd og félagar / Histeria! 11:35 Tricky TV (7/23) 12:00 Spaugstofan 12:30 Nágrannar 14:15 Spurningabomban (2/9) 15:10 Friends (20/24) 15:35 Heimsréttir Rikku (6/8)allt fyrir áskrifendur 16:15 Borgarilmur (6/8) 16:55 Oprah fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (10/24) 19:40 Sjálfstætt fólk (2/38) 20:20 Harry’s Law (5/12) 4 21:05 The Killing (2/13) 21:55 Game of Thrones (7/10) 22:55 60 mínútur 23:40 Daily Show: Global Edition 00:05 Love Bites (7/8) 00:45 Big Love (6/9) 01:45 Weeds (12/13) 02:15 It’s Always Sunny In Philad. 02:35 Empire of the Sun 05:05 Frasier (10/24) 05:30 Fréttir

Húmor í formalíni RÚV (áður Ríkisútvarpið) er skrýtin og kengsnúin skrúfa og flestum er ljóst að á þeim bænum er ýmislegt að en eftir að maður hefur dregist eins og deyjandi maður í gegnum andlega eyðimörk sex Tríó-þátta og fyrsta þáttar Kexvexmiðjunnar blasir við manni að fullkominn skortur á heilbrigðu skopskyni er stærsta vandamál þessarar stofnunar. Fólk sem notar fé skattborgara í bullandi kreppu til þess að kaupa annað eins drasl hlýtur að þurfa að láta athuga á sér höfuðið. Tríó má þó eiga það að það var svo yfirgengilega hallærislegt að maður gat 5

hlegið að framleiðslunni sem slíkri þótt innihaldið væri álíka áhugavert og fyndið og jarðarfararsálmur. Kexvexmiðjan hefur ekki einu sinni þetta sér til ágætis. Hún er bara vond. Gísli Rúnar Jónsson er prímus mótorinn sem knýr Kexvexmiðjuna áfram og rétt er að halda því vandlega til haga að hann hefur gert margt gott og skemmtilegt í gegnum tíðina en á Kexvexmiðjunni er ekki annað að sjá en að húmor hans hafi legið varðveittur í formalíni í rúma tvo áratugi. Fokdýr páfagaukur sem flýgur í viftu og drepst og

6

súkkulaðidvergur

5

vanilludvergur

Eigðu litla íslenska kexdverga frá Frón í eldhússkápnum. Taktu Álf, nýja kremkexið frá Frón, með í ferðalagið, í bílinn, sumarbústaðinn og bakpokann. Taktu hann með í vinnuna. Prófaðu hann með kaffinu. Smakkaðu Álf.

kemur við sögu

á hver

jum degi

Skoðaðu fronkex.is

Nafn mitt er

4

4

skemmdir af áhorfinu. Til þess að bæta salti í sárin mátti svo með­ virkillinn ég kveljast aukalega yfir því að horfa upp á þann frábæra leikara og mikla náttúrutalent Þröst Leó Gunnarsson reyna að halda haus innan um, að því er virtist, hóp af amatörum og handónýtt handrit. Sigrún Stefánsdóttir, ekki meir, ekki meir! Þórarinn Þórarinsson

Smakkaðu nýtt gómsætt kremkex frá Frón í dag

07:30 AEK - Sturm 09:15 Meistaradeildin - (E) 11:00 Meistaradeildin - meistaramörk 11:40 Keflavík - Þór 13:30 Pepsi mörkin 15:25 Magdeburg - Gummersbach Beint 17:10 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 17:50 Sporting - Barcelona Beint 19:50 Espanyol - Real Madrid Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Magdeburg - Gummersbach 23:25 Sporting - Barcelona 01:10 Espanyol - Real Madrid

10:00 Blackburn - Man. City 11:50 Premier League World 12:20 Bolton - Chelsea Beint 14:45 Tottenham - Arsenal Beint allt fyrir áskrifendur 17:00 Sunnudagsmessan 18:15 Swansea - Stoke fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:05 Sunnudagsmessan 21:20 Fulham - QPR 23:10 Sunnudagsmessan 00:25 Tottenham - Arsenal 02:15 Sunnudagsmessan

blindur maður að keyra úr bílastæði og klessa á bíla er ekki fyndið lengur. Var það kannski, mögulega í lok áttunda áratugarins og byrjun þess níunda. Á síðustu öld, vel að merkja. Eftir Fóstbræður, Stelpurnar og Svínasúpuna er mér hulin ráðgáta hvernig nokkurri manneskju, sem ekki hefur eytt síðustu áratugum á skuggahlið tunglsins, skuli detta í hug að þessi ósköp eigi erindi í sjónvarp á öndverðri 21. öldinni. Þessi stutti þáttur ótengdra atriða var slík píslarganga að þetta var varla hálfnað þegar ég var farinn að óttast að bíða varanlegar heila-

5

6

6

SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:00 Alfred Dunhill Links Champ. 09:30 Justin Timberlake Open (3:4) 12:30 Alfred Dunhill Links Champ. 16:30 Justin Timberlake Open (3:4) 19:35 Inside the PGA Tour (39:45) 20:00 Justin Timberlake Open (4:4) 23:00 US Open 2008 - Official Film 00:00 ESPN America

Lestu meira um Álf á fronkex.is

1. JUST GO WITH IT 2. BIG MOMMAS HOUSE 3 3. DRIVE ANGRY 4. ÚTI ER ÆVINTÝRI 2 5. THE MECHANIC 6. SPACE CHIMPS 2 7. THE LINCOLN LAWYER 8. RED RIDING HOOD 9. ARTHUR 10. BATTLE: LOS ANGELES

nýtt

íslenskt

Gómaðu nýtt íslenskt kremkex frá Frón strax í dag Veldu íslenskt

Fæst í öllum helstu matvöruverslunum cw11298_ísam_frón_álfur_kynningarefni_auglblada4x30_28092011_end.indd 1

28.9.2011 16:05:40


52

bíó

Helgin 30. september-2. október 2011

 George Lucas heldur áfr am að gr æða

Hvernig fer maðurinn að þessu? Þegar kemur að því að plokka peninga af nördum er óhætt að segja að Mátturinn sé með George Lucas sem hefur tekist að selja okkur sama hlutinn aftur og aftur í 34 ár. Heildarútgáfa Stjörnustríðsbálksins á Bluray rauk út í einni milljón eintaka nánast um leið og hún kom út í síðustu viku. Aldrei hefur nokkur titill selst jafn mikið og hratt á Blu-ray-diskum auk þess sem þessi væni kassi setti einnig met í forsölu. Fyrir sléttri viku hafði þetta nýja safn halað inn 84 milljónir dollara eða sem nemur tæpum 10 milljörðum íslenskra króna. Það sem er magnaðast við þetta allt saman er að ganga má að því sem gefnu að

langflestir kaupendur eiga þessar myndir fyrir á DVD og VHS í einhverjum útgáfum. En Lucas fer létt með að selja okkur sama hlutinn út í hið óendanlega. Fyrir örfáum árum sendi hann frá sér veglega útgáfu á þríleikjunum tveimur með alls kyns ómótstæðilegu aukaefni og enn er hann að mjatla út efni sem við höfum aldrei séð áður með Blu-ray-disknunum þannig að enginn sannur Star Wars-nörd getur sleppt þessu. Ég á nú þegar tvö sett af fyrstu þremur myndunum á VHS-spólum. Upprunalegu myndirnar og svo endurbættu útgáfurnar. Þá á ég líka upprunalegu myndirnar á DVD

sem og „Special Edition“ útgáfuna. Ég á nú þegar einn umgang af seinni þríleiknum á DVD og nú neyðist ég til að kaupa mér Blueray-spilara og þetta nýja níu diska sett. Þegar Lucas fékk Fox til að framleiða fyrstu Star Wars-myndina gerði hann hóflegar launakröfur en vildi fá allan rétt á hugsanlegum framhaldsmyndum og öllum varningi tengdum Star Wars. Þeir hjá Fox töldu sig heldur betur vera að hlunnfara leikstjórann unga enda ekki mikill markaður í kringum alls konar dótarí tengt bíómyndum. Sjálfsagt eru einhverjir hjá Fox enn að naga sig í handarbökin vegna þess að Star Wars er einhver gjöfulasta gullgæs

sem sögur fara af og á gróðanum byggði Lucas veldi sitt. Sjálfur hef ég ekki hugmynd um hversu mörgum íslenskum krónum Lucas hefur náð af mér þessi 34 ár en þær eru ófáar. Fyrst var ég sjálfur aðalfórnarlambið og hann hefur slík tök á mér að nú mjólkar hann mig í gegnum börnin mín. Á næsta ári byrjar hann að sýna Stjörnu-

stríðsmyndirnar í kvikmyndahúsum í þrívídd og við förum með honum annan hring og höldum áfram að borga honum fyrir sama hlutinn með bros á vör. Þessi maður er hættulegri en Svarthöfði og Keisarinn til samans. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

 Hr afnar, sóleyjar og myrr a Fjölskyldumynd byggð á sk áldsögu

 frumsýndar

Fortíðardraugar rísa upp Leikstjórinn John Singleton vakti fyrst verulega athygli fyrir tuttugu árum með gengjamyndinni Boyz n the Hood sem fjallaði um harða lífsbaráttu ungra manna í gettóinu í Los Angeles. Í Abduction segir hann sögu Nathans Harper, ungs manns sem hefur lengi haft grun um að eitthvað sé bogið við líf hans og tilveru. Þegar hann rekur síðan augun í mynd af sjálfum sér á vefsíðu þar sem auglýst er eftir týndum börnum, áttar hann sig á því að fólkið sem hann hefur hingað til talið foreldra sína á ekkert í honum. Þessi uppgötvun hans og leitin að sannleikanum um hann sjálfan verður til þess að hann er skyndilega kominn með alls konar vafasamt lið á hælana sem vill greinilega koma í veg fyrir að hann komist að hinu sanna. Hann leggur því á flótta með nágrannakonu sinni en gerir sér grein fyrir því að engin lausn er fólgin í því að reyna að flýja og snýr því vörn í sókn. Taylor Lautner (Twilight) leikur Nathan, Maria Bello leikur konuna sem leggur á flótta með honum en reynsluboltarnir Alfred Molina og Sigourney Weaver koma einnig við sögu ásamt Jason Isaacs og Michael Nyqvist.

Leit Nathans að sannleikanum um fortíð sína kemur honum í meiriháttar klandur og lífshættu.

Victoria Ferrell leikur Láru Sjöfn sem lendir í slagtogi með skrautlegu leikhússfólki þar sem Edda Björgvinsdóttir og Laddi eru fremst í flokki en Sigríður Björk Baldursdóttir leikur höfuðandstæðing þeirra.

Eldfjall

Rauðhetta 2: Rauða gegn hinu illa Fyrir sex árum sló teiknimyndin Hoodwinked hressilega í gegn með sýrðri og bráðfyndinni nálgun á hina sígildu sögu um Rauðhettu litlu og viðskipti hennar við úlfinn alræmda. Um 20.000 manns sáu myndina talsetta á íslensku og nú er framhaldið komið. Nú reynir heldur betur á Rauðhettu þegar hún rannsakar dularfullt hvarf vina sinna, Hans og Grétu. Birgitta Haukdal talar sem fyrr fyrir Rauðhettu á íslensku en meðal annarra leikara sem ljá klikkuðum persónunum í skóginum raddir sínar eru Selma Björnsdóttir, Steinn Ármann og Nanna Kristín Magnúsdóttir.

Þessi fyrsta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar í fullri lengd hefur farið sigurför um kvikmyndahátíðir víða um heim undanfarið og kemur nú loks fyrir sjónir almennings á Íslandi. Myndin fjallar um Hannes, 67 ára mann sem er að komast á eftirlaunaaldur. Hann er karl af gamla skólanum og þarf að takast á við nýtt hlutverk í lífinu, einangraður frá fjölskyldu sinni og heimilinu. Rætt er við aðalleikara myndarinnar, þau Theodór Júlíusson og Margréti Helgu Jóhannsdóttur, á blaðsíðu 30-33.

Sláturmarkaður Sláturmarkaðurinn er opinn þriðjudaga - laugardaga eða meðan birgðir endast.

www.noatun.is

Eggjakast og tilvistarspurningar Íslenska fjölskyldumyndin Hrafnar, sóleyjar og myrra í leikstjórn Helga Sverrissonar og Eyrúnar Óskar Jónsdóttur verður frumsýnd í dag, föstudag. Helgi og Eyrún skrifuðu handritið að myndinni upp úr samnefndri bók sem þau gáfu út í fyrra. Konur eru í öllum burðarhlutverkum og Helgi segir myndina dálítið femíníska en hún fjallar meðal annars um það hvernig þrettán ára stúlka tekst á við sorgina eftir sviplegan ástvinamissi.

L Þótt pólitísk rétthugsun sé kannski ekki í tísku erum við stolt af því að þessi mynd er dálítið femínísk.

ára Sjöfn er heltekin af sorg eftir að hafa misst föður sinn og bróður í bílslysi og ætlar að láta lítið fyrir sér fara í sumarfríinu. Þau áform gufa þó upp þegar hún eignast fyrir tilviljun nýja vini sem starfa í gömlu leikhúsi. Leikhúsið er skotspónn illmenna sem ætla sér að knésetja leikhópinn með góðu eða illu og áður en Lára veit af er hún flækt í dularfulla atburðarás þar sem hún þarf að gerast leikari, spæjari og bardagahetja til að sameina fjölskylduna og nýju vinina gegn hinum illu öflum. „Við ætlum okkur að skrifa þrjár bækur um Láru og erum búin með tvær. Hún er þrettán ára þegar þetta byrjar og verður eitthvað í kringum sautján ára þegar þessu lýkur,“ segir Helgi. „Við förum þarna í gegnum þessi mótunarár.“ Fyrir átta árum gerði Helgi barna- og fjölskyldumyndina Didda og dauði kötturinn sem hann segir að hafi verið dálítið „sveppaleg“ og græskulaus og hann hafi viljað prófa að gera ögn alvöruþrungnari mynd. „Mig langaði að gera eitthvað sem væri nær myndum eins og Mit liv som hund og Billy Elliot. Mig langaði líka að standa á öxlunum á bók þar sem grunnsagan og bakheimurinn væru frekar sterk. Ég settist niður og las ábyggilega nokkur hundruð bækur en fann ekki það sem ég var að leita að. Ég vildi til dæmis hafa hana frekar raunsæja og ekki með draugum og yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Og þá ákvað ég að það væri gott að skrifa þetta sem bók fyrst til þess að bakheimurinn væri skýrari. Þannig kom þetta til að það varð fyrst til bók og síðan þessi mynd.“ Myndin var tekin upp í Hafnarfirði í fyrrasumar með svokallaðri „skotskífuaðferð“ sem felur í sér að nánast allir tökustaðir eru innan eins kílómetra radíuss. „Eftir dogma voru Danirnir að pórfa alls konar nýjar slaufur og ein þeirra var sú að taka myndirnar innan

hálfs kílómetra radíuss. Tilgangurinn var meðal annars sá að með þessu móti var hægt að gera hlutina ódýrar og mér fannst þetta bara mjög sniðugt. Ég gerði Diddu-myndina svona og maður leysir ansi mörg vandamál þegar allir geta bara rölt á milli tökustaða. Þetta gerir ýmislegt fyrir framleiðsluna þannig að við gerðum þetta aftur núna og það reyndist vel.“ Vetraratriði voru síðan tekin upp í vetur en myndin hefst í drunga og sorg. „Myndin byrjar að vetri til á slysinu sem hefur þessi miklu áhrif á aðalhetjuna og fyrsti hluti myndarinnar er í dálítið miklu myrkri.“ Helgi segist varla geta kallað Hrafna, sóleyjar og myrru ævintýramynd vegna þess hversu miklum breytingum sá merkimiði hefur tekið. „Ég held að Enid Blyton gæti ekki kallað bækurnar sínar ævintýrabækur í dag. Það er svolítið búið að stela þessu orði og nú merkir það Harry Potter, drauga og eitthvert svoleiðis dót. Við erum að fjalla um alvarlega hluti í bland og myndin spannar það að vera ærslagrín með eggi í hausinn yfir í tilvistarlegar vangaveltur um dauðann.“ Helgi segist ekki síst ánægður með að konur séu alls ráðandi í öllum helstu burðarhlutverkum. „Þótt pólitísk rétthugsun sé kannski ekki í tísku erum við stolt af því að þessi mynd er dálítið femínísk að því leytinu til að eiginlega öll burðarhlutverkin eru í höndum kvenna, og þá líka vonda fólkið. Þannig að þetta er líka vonandi dálítil stelpumynd.“

bíó

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


Vinakort Heilsuakademíunnar Við kynnum vinakort fyrir korthafa í Heilsuakademíunni. Þú bætir aðeins 3000 krónum við á mánuði og þá er þér frjálst að taka alltaf einn vin með þér í ræktina. Það þarf ekki að vera alltaf sami vinurinn, bara hver sem þér langar til að bjóða með þér hverju sinni! Gildir fyrir alla korthafa Heilsuakademíunnar. Heilsuakademían býður upp á frábæran tækjasal í Egilshöll sem er útbúinn mjög góðum tækjum og lóðum. Traustur vinur getur gert, kraftarverk!

Karlapúl Námskeið sérsniðið að karlmönnum á öllum aldri. Mikið lagt upp úr þoli, styrk og að koma mönnum í sitt allra besta form. Fjölbreyttar æfingar sem höfða sértaklega til karlmanna. Boðið er upp á mælingar og næringarfræðslu. Þrek, púl og frábær árangur í góðum hópi! Allir þátttakendur í Karlapúli fá ótakmarkaðan aðgang að tækjasal og opnum tímum. Kennari: Árni Freyr Einarsson

Nutramino Kíktu í Nutramino kælinn í Heilsuakademíunni, þjálfarar Heilsuakademíunnar mæla með Nutramino vörunum.

Zumba er eitt það skemmtilegasta í líkamsrækt hér á landi og býður uppá taktfastar mjaðmasveiflur sem auðvelt er að fylgja eftir ásamt skemmtilegri og flæðandi latin tónlist. Zumba gefur líkamanum fallega mótun með frábærri brennslu og styrktar æfingunum sem styrkja líkama og sál. Kennari: Guðný Jóna Þórsdóttir

Fjárfestum í betri heilsu Kynnið ykkur námskeiðin, opnu tímana og verðin á ha.is eða í síma 594 9666 Hreyfing - heilbrigði - skemmtun


54

tíska

Helgin 30. september-2. október 2011

Aðgengileg snyrtivörulína Sölmu

Kate Moss frumsýnir skartgripalínu

Ofurfyrirsætan Kate Moss frumsýndi á dögunum nýjustu skartgripalínuna sína sem hún hefur unnið að hörðum höndum síðustu vikur. Línan er unnin í samstarfi við franska fyrirtækið Fred og er fjölskrúðugt húðflúr fyrirsætunnar helsti innblásturinn. Hún samanstendur af tuttugu og tveimur ólíkum skartgripum; hálsmenum, armböndum, eyrnalokkum og fleiri fallegum gripum. Skartgripirnir eru þó ekki fyrir hvern sem er því ódýrasti gripurinn kostar rúmlega 60 þúsund krónur og sá dýrasti tæpar níu milljónir en það er fallegt demantahálsmen. Línan kemur í verslanir Fred á morgun, 1. október, og einnig vefverslanir fyrirtækisins.

Síðastliðin sex ár hefur leikkonan Salma Hayek unnið að snyrtivörulínu með uppskriftum frá ömmu sinni og segir hún innihaldið vera mikið fjölskylduleyndarmál. Nú loksins hefur línan, Nuancem, litið dagsins ljós og fjölbreytnin er mikil; rakakrem, olíur, hreinsimjólk og alls konar lífrænar snyrtivörur sem fást í verslunum og apótekum vestanhafs. Markmið Sölmu er að snyrtivörurnar verði öllum konum aðgengilegar og því er verðið á þeim frá 200 krónum upp í 2.200 krónur.

Nauðsynlegt að eiga flíkina í öllum litum Það má segja að söfnunarárátta fólks einkenni vestræn samfélög. Það er eðli okkar að þurfa að eiga allt það flottasta, nýjasta og meira til – helst nokkrar gerðir af sama hlutnum. Og við erum dugleg að endurnýja hlutina. Nýtni er orð sem ekki á vel við okkur. Við erum þó misjafnlega virk í safna og kaupa hluti og eru sumir því miður verri en aðrir.

Brúðkaup í boði Kim

tíska

Þriðjudagur Skór: GS Skór Buxur: H&M Bolur: Diesel Klútur: Sautján Leðurjakki: Forever21

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Ég þekki mann sem er mjög slæmur þegar kemur að því að safna hlutum og kaupa þá. Það hefur alltaf reynst mér erfitt að gefa þessum manni gjafir. Hann á allt og meira til. Móttóið hans þegar kemur að fatakaupum er að kaupa alla liti af sömu vörunni. Hann segist ekki nenna að standa í að velja milli lita og ef manni líki flíkin spari það mikinn tíma og pælingar. Hann veit að ef hann kaupir ekki alla liti mun flíkin ofsækja hann bæði nótt og dag næstu vikurnar. En hvenær varð fatnaður og þvíumlíkt svona mikil árátta meðal fólks? Við þurfum vissulega að eiga föt til skiptanna en svo virðist sem það sé ekki lengur helsti tilgangurinn. Kröfur samfélagsins eru orðnar svo miklar að við verðum að eiga endalaust af fötum og fylgihlutum til að standast þær. Við erum svo sannarlega fórnarlömb nútímans.

Kim Kardashian segist vera mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að halda draumabrúðkaupið. Nú hefur hún ákveðið að dreifa þessari hamingju og mun einhver heppin brúður fá þetta allt í boði Kim. Hægt er að senda mynd af sér og unnusta sínum í pott á Celebuzz.com og Kim mun svo velja tíu pör sem verða send í atkvæðagreiðslu. Aðeins eitt par mun vinna draumabrúðkaupið og hefur Kim fengið fræga hönnuði á borð við Veru Wang, Judith Leiber og Williams-Sonoma til að hanna brúðarkjólinn. Brúðkaupið verður haldið á hóteli í Kalifoníu, líkt og Kim gerði, og frægar hljómsveitir munu troða upp.

dagar dress

Mánudagur Skór: Converse Buxur: Cheap Monday Skyrta: Forever21 Vesti: Primark Bolur: H&M

Klæðir sig í samræmi við tískuna Stefanía Pálsdóttir er 19 ára nemi sem stundar fótbolta hjá Fram. „Ég myndi segja að minn stíll væri mjög fjölbreyttur. Ég reyni þó að fylgjast með hvað er í tísku hverju sinni og klæði mig í samræmi við það. Ég kaup helst fötin mín í þessum klassísku búðum, Urban Outfitters, Cheap Monday og H&M, og bara þar sem ég finn flott föt. Ég á mér ekki neinn uppáhalds hönnuð en inn-

blástur fæ ég mikið úr tískubloggum og blöðum eins og Vogue. Fyrirsætan Erin Wasson finnst mér líka rosalega flott, með fáránlega flottan fatastíl. Alltaf gaman að fylgjast með henni.“

NÝJAR FALLEGAR KÁPUR KOMNAR Í HÚS

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur Sími: 544-2222 www.feminin.is feminin@feminin.is

5

Föstudagur Skór: Sam Edelman Stuttbuxur: Forever21 Blússa: H&M

Miðvikudagur Skór: Skór.is Buxur: Cheap Monday Peysa: Cheap Monday

Fimmtudagur Skór: GS Skór Stuttbuxur: Zara Skyrta: H&M Peysa: H&M


Krumma ehf 25 ára Krumma hefur hannað og selt leiktæki og þroskaleikföng fyrir fróðleiksfúsa og káta krakka í 25 ár. Í tilefni af 25 ára afmæli Krumma ehf bjóðum við 25% afslátt frá 1.-25. október af þessum vinsælu Krumma vörum.

Kapla Kubbar:

Verð: 12.400 kr. Afmælisverð: 9.300 kr.

Tuma & Emmu Púsl:

Manhattan Hringla: H.C. Andersen Perlukassi:

Verð: 1.890 kr. Verð: 3840 kr. Afmælisverð: 1.418 kr. Afmælisverð: 2880 kr.

Sparkhjól með skúffu:

Verð: 14.500 kr. Afmælisverð: 10.875 kr.

SIKU Bílar á

25% afmælisafslætti.

Verð: 1.990 kr. Afmælisverð: 1.493 kr.

LikeABike:

Verð: 34.950 kr. Afmælisverð: 26.213 kr.

Allir sem versla hjá Krumma 1-25. október frá að gjöf skemmtilega Krumma tautösku.

Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík

www.krumma.is

587-8700

krumma@krumma.is


SKÓMARKAÐUR

56

tíska

Helgin 30. september-2. október 2011

Alsilki vörurnar komnar í hús

St. 41-50

Verð: 8.415

St. 40-46

Verð: 6.995

St. 40-46

Verð: 7.295

St. 41-46

Louboutin gefur út bók

Kim leiðinlegasta Hollywood-stjarnan

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er leiðinlegasta Hollywood-stjarnan samkvæmt árlegri skoðanakönnun bandaríska tímaritsins Parade. Hún fékk 29 prósent atkvæða en leikarinn Charlie Sheen, sem hefur gert allt vitlaust á síðustu mánuðum, hafnaði í öðru sæti með 27 prósent. Kosið var í fleiri flokkum og voru hjónakornin Will og Jada Smith kosin svalasta stjörnuparið, Kate Middleton mesta tískuíkonið og Emma Watson líklegust til að ná árangri eftir Harry Potter-ævintýrið.

Skóhönnuðurinn Christian Louboutin, sem mikið hefur verið milli tannanna á fólki, gaf út sína fyrstu bók á dögunum. Hönnuðurinn skrifaði bókina og tók sjálfur ljósmyndirnar sem skreyta hana. Bókin heitir eftir hönnuðinum sjálfum og er alls sex kaflar. Fyrstu fimm kaflarnir fjalla um lífshlaup hans og hönnun og segir hann frá því þegar hann byrjaði sem hönnuður hjá Chanel sem leiddi til þess að hann opnaði sína eigin verslun árið 1992. Einnig segir hann frá heimilum sínum í París, Egyptalandi og Bandaríkjunum og fylgja að sjálfsögðu safaríkar myndir með. Síðasti kaflinn er ólíkur öllum hinum og segir hann þar frá öllum skópörunum sem hann hefur hannað frá upphafi og myndir fylgja með. Bókina er hægt að nálgast á Amazon fyrir rúmlega 11 þúsund krónur.

Grennandi snið í haust

G

rennandi snið sem fer öllum konum vel,“ sagði söngkonan Victoria Beckham um heitasta trendið í dag. Trendið sem hefur verið áberandi hjá hönnuðum á borð við hana sjálfa og Karl Lagerfeld á tískupöllunum í haust. Stjörnurnar hafa að sjálfsögðu áttað sig á gangi mála og eru farnar að klæðast mikið ermalausum kjólum og bolum með þröngu hálsmáli.

Verð: 4.995

Opið

mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16

Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is

Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040

Nýjasta lína hönnuðarins Karls Lagerfeld fyrir Macy’s.

Nýju haustvörurnar streyma inn

Flott föt fyrir flottar konur,

Tískusýning Antonios Beradi á tískuvikunni í London.

Zoe Saldana 14. september í kjól frá Michael Kors.

Leikkonan Kate Bosworth 15. september í kjól frá Antonio Berardi.

Stærðir 40-60.

Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is

Nýjasta lína Victoriu Beckham var sýnd á tískuvikunni í New York á dögunum.

Jay Z hannar körfuboltabúninga

ÁTT ÞÚ ERFITT MEÐ AÐ FINNA ÞÉR BUXUR SEM PASSA VEL? Erum með frábært úrval af klæðilegum buxum í stærðum 34-46.

Útivistarsett 3 í einu. Hlífðarbuxur, jakki og flíspeysa Ótrúlega flott sett. Tilboð kr. 33.000.Fyrir dömur og herra XS-4XL Sjáið nánar á Praxis.is Opnunartími: Verð 13.990 kr.

Vertu vinur okkar á Facebook

mánud. - föstud. kl. 11:00 - 17.00

Bonito ehf. Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2878

praxis.is

Rapparinn Jay Z vinnur nú hörðum höndum að því að hanna nýja liðsbúninga ásamt hönnuðum Adidas fyrir körfuboltaliðið New Jersey Nets en hann er einn af eigendum liðsins. Í byrjun næsta árs verður leikvangur þess ekki lengur í Newark, heldur flytur það sig til Brooklyn og mun í kjölfarið fara í nýja búninga með nýju einkennismerki og breyta nafni sínu í Brooklyn Nets. Liðið ætlar að flytja með pomp og prakt þegar öllum framkvæmdum er lokið og Jay Z mun að sjálfsögðu halda nokkra tónleika fyrir hörðustu aðdáendur þess.


tíska 57

Helgin 30. september-2. október 2011

KJÓLAR OG KÁPUR Kjóll Verð 10.500 kr. Einlitir og munstraðir Str. 38 - 56

Hjónabandinu lauk fyrir löngu

H

jónabandi þeirra Demi Moore og Ashton Kutcher er lokið ef marka má slúðurblöðin erlendis. Samband þeirra vakti mikla athygli árið 2003 vegna sextán ára aldursmunar og giftu þau sig tveimur árum seinna. 24. september síðastliðinn áttu þau sex ára brúðkaupsafmæli en héldu upp á það með ólíkum hætti. Demi var á frumsýningu í New York á meðan leikarinn var staddur á vesturströndinni með vinum sínum og

Kápa Verð 7.900 kr. Tveir litir. Str. 40 - 56

skemmti sér konunglega fram eftir nóttu. Tímaritið Us Magazine segir leikarann ekki hafa farið einan heim eftir skrallið og sé þetta ekki í fyrsta skipti sem hann haldi fram hjá eiginkonunni. Tímaritið sagði einnig að hjónabandinu hefði lokið fyrir löngu og að þau hefðu sótt um skilnað fyrir tæplega tveimur mánuðum.

Kápur og ermar í mörgum litum frá 5.900 - 13.900 kr.

Sendum í póstkröfu.

Demi Moore og Ashton Kutcher.

Bæjarlind 6, s: 554-7030 Eddufelli 2, s: 557-1730

Kíkið á heimasíðuna okkar www.rita.is

100%

HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN

Umhverfisvænn haustfatnaður frá H&M Tískurisinn H&M tók nýja stefnu í byrjun þessa árs með framleiðslu á nýju línunni Conscious sem er umhverfisvæn og unnin úr lífrænum efnum. Línan kom í verslanir H&M um heim allan í vor, einkum ljós og vandaður fatnaður, og seldist hún upp úr öllu valdi. Nú hefur ný Conscioushaustlína komið í verslanir H&M og er hún öðruvísi en sú síðasta. Fötin eru flest rómantísk með áberandi blómamynstri; kvenlegur og fágaður fatnaður. Einnig er þarna að finna töskur, skart og skófatnað, kodda, teppi og fleiri heimilisvörur.

KAUPTU 4 OG FÁðU 6 PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF

Fyrirsætan Naomi Campbell hefur meira og minna látið fyrirsætustörfin eiga sig síðustu mánuði og vinnur nú að sjónvarpsþáttaröð sem byggð er á ævi hennar. Í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNBC, þar sem þættirnir verða sýndir í október, segir Naomi þetta vera einstakt tækifæri til að skoða lífshlaup sitt á þennan hátt. „Það er mikilvægt að muna hvaðan við komum og þessir sjónvarpsþættir hafa hjálpað mér að rifja upp alls kyns augnablik úr fortíðinni.“ Í þáttunum koma einnig fram frægir einstaklingar sem hafa kynnst Naomi í gegnum tíðina, til dæmis meðlimir hljómsveitarinnar Duran Duran og ritstýrur Vogue.

HOLL OG UPPBYGGILEG NÆRING EFTIR GÓÐA ÆFINGU. HENTAR VEL FÓLKI MEÐ MJÓLKURSYKURSÓÞOL. MJÓLKURSAMSALAN

WWW.MS.IS

ÍSLENSKA SÍA.IS MSA 56078 08/11

Sjónvarpsþættir um lífshlaup Naomi


579

698

498

kr. kg

198

kr. kg

kr.10 STk

ss ósoðið slátur

kr.1/2 kg

GEVALIA KAFFIBAUNIR 500 GRÖMM

lifrarpylsa 579 kr.kg

EBONY MÖrkrOST & ITALIENSk ESPrESSO

blóðmör 498 kr.kg.

3000

pakkar í boði

EMMESSÍS áVAxtAStANGIR 10 stk. í kassa

gerðu þína eftirlætis pizzu heima 359

379

898 898

kr. 153 g

kr. Pk

PiZZa toPPur 400g

RIFINN OStUR á pIzzUNA

kr. 153 g

kr. kg

bónus PePPeroni 153 gr

ferskt blandað hakk naut 40% - lamb 40% - grís 20%

998

198

kr. 400 grÖMM

259

kr. 400 grÖMM

bónus Ferskt PiZZaDeig 400 grÖMM VENJULEGt EÐa sPELtI

kr. 1 kg

bónus súkkulaðiterta þriggja hæða : 1 kg

129

kr. 1 LTr.

79

kr. 500ML

icepet hundafóður Hunda-nagbein 13 sm. 2 stk 259 kr.

MaRGNOta

BURÐARpOKI

195 KR. StK

icepet kattafóður

Hundanag

298 kr.

Hunda-nagstykki 24 sm.

359 kr.

Hunda-nagbein 21 sm.

259 kr.

Hundanag

198 kr.

Hundafóður 12 kg. poki 3598 kr. Hundafóður 2 kg. poki 898 kr. Hvolpafóður 5 kg. poki 1998 kr.

kattafóður 7 kg. 2798 kr. kattafóður 2 kg. 998 kr.


998

998 FeRSkaR

598

kr. kg

kr. kg

kr. kg

FeRSkUR úRb. grísahnakki

grísakótilettur

798

400 KR. verðlækkun

kr. kg

ferskt ali grísahakk

FeRSkUR

grísabógur

1498

1498

kr. kg

kr. kg

aLI baRbecUe kRyddaðaR

aLI HUNaNgSkRyddaðaR

úrb. grísakótilettur

úrb. grísakótilettur

698

698

kr. kg

kr. kg

bónus Ferskir kJÚklingaleggir

598 kr. kg

bónus Ferskir kJÚklingabitar

bónus Fersk kJÚklingalÆri

895 kr. kg

ÍSLANDSLAMB; HÁLFUR FROSINN

LAMBASKROKKUR NIÐURSAGAÐUR

298 kr. kg

bónus Ferskir kJÚklingaVÆngir

3598

298

259

kr. kg

kr. kg

frosin lambahjörtu

1398 kr. kg

kaUPféLaG skaGfIRÐINGa

400 KR. verðlækkun

frosið lambalæri 1.flokkur

kaUPféLaG skaGfIRÐINGa

frosið lambafillet 1.flokkur

kr. kg

frosin lambalifur

998 kr. kg

kaUPféLaG skaGfIRÐINGa

frosinn lambabógur / framp.


60

menning

Helgin 30. september-2. október 2011

Fólkið í kjallaranum - síðustu sýningar  Leikdómur Galdr ak arlinn í Oz, Borgarleikhúsinu

Lára Jóhanna Jónsdóttir (Dórótea), Þórir Sæmundsson (tinkarlinn) og Halldór Gylfason (ljónið).

Listaverkið

(Stóra sviðið)

Fim 29.9. Kl. 19:30 Frums. Lau 1.10. Kl. 16:00 2. sýn. Lau 1.10. Kl. 19:30 3. sýn. Sun 2.10. Kl. 19:30 4. sýn. Fim 6.10. Kl. 19:301. aukas. Fös 7.10. Kl. 19:305. sýn. Fös 7.10. Kl. 22:002. aukas.

Hreinsun

Lau 8.10. Kl. 16:00 6. sýn. Ö Lau 8.10. Kl. 19:30 7. sýn. Ö Sun 9.10. Kl. 19:30 8. sýn. U sérst. Fim 13.10. Kl. 19:301. aukasýn. U Fös 14.10. Kl. 19:30 9. sýn. U Fös 14.10. Kl. 22:003. aukas. Ö Lau 15.10. Kl. 16:0010. sýn. U U U U U U

Lau 15.10. Kl. 19:3011. sýn.U Lau 22.10. Kl. 16:0012. sýn. Lau 22.10. Kl. 19:3013. sýn.Ö Sun 23.10. Kl. 19:3014. sýn.Ö Lau 29.10. Kl. 16:0015. sýn. Lau 29.10. Kl. 19:3016. sýn.Ö

(Stóra sviðið)

Fim 27.10. Kl. 19:30Frums. Fös 28.10. Kl. 19:302. sýn. Fös 4.11. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 5.11. Kl. 19:304. sýn.

U Ö Ö Ö

Lau 12.11. Kl. 19:305. sýn. Sun 13.11. Kl. 19:306. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:307. sýn. Sun 20.11. Kl. 19:308. sýn.

Svartur hundur prestsins Fös 30.9. Kl. 19:30 6. sýn. Lau 1.10. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 2.10. Kl. 19:30 8. sýn. Fim 6.10. Kl. 19:30 1. auks. Fös 7.10. Kl. 19:30 9. sýn. Lau 8.10. Kl. 19:3010. sýn.

U U U U U Ö

Bjart með köflum

(Kassinn)

Sun 9.10. Kl. 19:30 11. sýn. Ö Fim 13.10. Kl. 19:302. auks. U Fös 14.10. Kl. 19:3012. sýn. U Lau 15.10. Kl. 19:30 13. sýn.U Fim 20.10. Kl. 19:303. auks. Ö Fös 21.10. Kl. 19:30 14. sýn.Ö

Ballið á Bessastöðum Sun 2.10. Kl. 14:00 36. sýn. Sun 9.10. Kl. 14:00 37. sýn.

Fim 24.11. Kl. 19:309. sýn. U Ö Fös 25.11. Kl. 19:3010. sýn.Ö Ö Fös 2.12. Kl. 19:30 11. sýn. Ö Lau 3.12. Kl. 19:3012. sýn. Ö

(Stóra sviðið)

Lau 22.10. Kl. 19:30 15. sýn. Fim 27.10. Kl. 19:304. auks. Fös 28.10. Kl. 19:30 16. sýn. Lau 29.10. Kl. 19:30 17. sýn. Fim 3.11. Kl. 19:30 18. sýn. Mið 9.11. Kl. 19:3019. sýn.

Sun 16.10. Kl. 14:0038. sýn.

(Stóra sviðið)

Fös 30.9. Kl. 19:30 24. sýn. U Mið 5.10. Kl. 19:30Aukas.

Judy Garland

(Þjóðleikhúskjallarinn)

Sun 16.10. Kl. 21:00 Frums. Fös 21.10. Kl. 22:00 2. sýn.

Uppnám

Lau 22.10. Kl. 22:00 3. sýn.

U

(Þjóðleikhúskjallarinn)

Fös 30.9. Kl. 22:00 5. sýn.

Lau 1.10. Kl. 22:00 2. hóp.

Hvílíkt snilldarverk er maðurinn Sun 2.10. Kl. 19:30 Frums. Fös 7.10. Kl. 19:30 2. sýn.

Fim 06.10. Kl. 22:00 6. sýn.

(Þjóðleikhúskjallarinn)

Lau 8.10. Kl. 19:30 3. sýn. Fös 14.10. Kl. 19:30 4. sýn.

Ævintýrið handan við regnbogann S

agan sígilda um Dóróteu og kynni hennar af ævintýralandinu Oz lifnar sannarlega við á sviði Borgarleikhússins. Þar er stórsýning á fjölunum og ekkert til sparað. Leikstjórinn Bergur Þór Ingólfsson teflir fram einvala liði listafólks í afar litríkri og fjörugri sýningu sem nær bæði að vera nostalgísk og nútímaleg. Ferðalag Dóróteu til Oz er öðrum þræði þroskasaga – með töluvert heilbrigðari boðskap en margar aðrar því sjálfsbjargarviðleitni stúlkunnar er ótvíræð – þar sem sérstök áhersla er lögð á vináttuna. Erindið sem upp úr stendur að sýningu lokinni er líka mikilvægt öllum kynslóðum – það er mikilvægt að hafa hugrekki, gott hjarta og skarpan heila til að leysa úr ólíkum verkefnum hversdagsins, og ekki spillir að hafa svolitla framtakssemi líka. Í hlutverki Dóróteu er afar sjarmerandi og hæfileikarík ung leikkona, Lára Jóhanna Jónsdóttir. Bros hennar lýsir alveg upp stóra sviðið og hún kemst vel frá bæði gríni, drama og söng. Félagar hennar þrír eru tinkarlinn (Þórir Sæmundsson), ljónið

(Halldór Gylfason) og fuglahræðan (Hilmar Guðjónsson), allir afar góðir á grínsviðinu, og eldklárir í dansi og söng. Uppáhaldið mitt var sá hjartalausi en ungur fylgdarmaður minn hélt meira upp á ljónið – ekki síst vegna yfirlýstra bardagahæfileika. Nornirnar tvær, og spegilrullur þeirra í hversdagsleikanum í Kansas, leika Katla Margrét Þorgeirsdóttir (Austannornin) og Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Norðannornin), báðar með miklum bravúr – einkum í söngnúmerum. Jóhann Sigurðarson er ljúfur frændi og fyndinn vörður í lítilli rullu, sem og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) sem gerir galdrakarlinum eftirminnileg skil, ekki síst í rafrænu útgáfunni. Barnaskarinn, sem bregður sér í allra kvikinda og veru líki, á síðan skilinn stjörnufjöld; hvílíkir hæfileikakrakkar! Þeir hleyptu þvílíku lífi og orku í uppsetninguna og fylla okkur leikhúsvinina mikilli bjartsýni á framtíðina. Ég eigna mér orð unga fylgdarmannsins og segi um leikmynd Snorra Freys Hilmarssonar: „Váááá.“ Sviðið er einfalt, samt flókið,

 Galdrakarlinn í Oz Höfundur sögu: Frank Baum Leikstjóri: Bergur Ingólfsson Borgarleikhúsið

en alveg ævintýralega flott. Nosturslega unnin lýsing (Þórður Orri Pétursson) og frumleg myndvinnsla (Bragi Þór Hinriksson) unnu afar vel saman og glæsilegir búningar Helgu I. Stefánsdóttur krydduðu hverja einustu senu. Söngstýran Kristjana Stefánsdóttir á einnig hrós skilið fyrir sína vinnu, sem og danshöfundurinn Katrín Ingvadóttir. Árdís Bjarnþórsdóttir og Svanhvít Valgeirsdóttir eiga síðan punktinn yfir öll i-in með virkilega flottum leikgervum. Samvinna þessa ágæta fólks er til mikillar fyrirmyndar og þýðing leikstjórans fannst mér renna vel, bæði í máli og tónum. Þessi sýning hefur allt til alls og rígheldur meira að segja athygli allra yngstu gestanna. Ég er yfir mig hrifin af Oz. Kristrún Heiða Hauksdóttir

Óður til dansins

Í

slenski dansflokkurinn frumsýnir verkið Fullkominn dagur til drauma eftir Slóvakann Anton Lachky á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld, föstudagskvöld. Lachky er stofnandi og meðlimur hins þekkta danshóps Les Slovaks sem sýndi á Listahátíð í Reykjavík fyrr á þessu ári. Í sköpunarferli verksins vann Lachky náið með dönsurum Íslenska dansflokksins og laðar fram sérkenni hvers dansara. „Hver dansari er í mínum augum eins og teiknimyndafígúra. Ég reyni að sjá þau eins og þau eru; þó með mínum eigin augum,“ segir Lachky. „Annar mjög mikilvægur þáttur í vinnslu verksins er líkamlegi þátturinn, sem endurspeglar þéttleika og kraft líkamans, fegurð dansins í sínum margbreytileika en um leið í einfaldleika sínum. Hver sena í verkinu líkist draumkenndum aðstæðum. Verkið líkist súrrealískri mynd með

mismunandi sögum og ólíkum litum, en þó allar innan sama ramma, hangandi á sama vegg.“

Tónlistin í verkinu er Sálumessa eftir Verdi sem er talin eitt af helstu meistarverkum tónskáldsins.



62

dægurmál

Helgin 30. september-2. október 2011

 Bækur Ný barnabók

Faðernið er ráðgáta

M

2x10 World Class 29.sept.pdf

ad Man-stjarnan January Jones hefur í nógu að snúast þessa dagana því hún eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum. Strákurinn fékk nafnið Xander Dane Jones og hefur leikkonan ekki enn sagt umheiminum hver faðirinn er. Tímaritið People, sem komst yfir fæðingarvottorð Xanders á dögunum, sagði frá því að leikkonan hefði skilað auðu þegar kom að því að gera grein fyrir pabbanum. Sá orðrómur hefur þó verið á kreiki síðustu vikur að eiginmaður Claudiu Schiffer, Matthew Vaughn, hafi barnað January en þau kynntust við tökur á myndinni X Man á síðasta ári. Matthew neitar þessum ásökunum og segist vera hamingju1 9/29/11 AM samlega giftur11:52 Claudiu.

C

M

Y

CM

MY

CY

CMY

K

Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is

Óskar Jónasson teiknaði myndirnar í rólegheitum heima hjá sér. Ljósmynd/Hari

Eva María og Óskar búa til bók saman Hjónin fyrrverandi, Eva María Jónsdóttir og Óskar Jónasson, hafa nýlega lokið við barnabókina Dans vil ég heyra. Bókin hefur að geyma sagnadansa og lausavísur fyrir börn sem Eva María tók saman og Óskar myndskreytti. „Þetta er hugmynd sem kom frá Evu Maríu. Hún er búin að grúska í gömlum skræðum í Árnastofnun og lesa þessar vísur. Stelpurnar okkar höfðu gaman af þessu og þetta virðist höfða vel til krakka. Hún hafði rekið augun í að ég hafði gaman af að teikna myndir fyrir stelpurnar okkar – svona myndir eins og í litabókum – og þannig varð þetta samstarf okkar til,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Óskar Jónasson um tilurð bókarinnar Dans vil ég heyra sem hann vann með fyrrverandi eiginkonu sinni, Evu Maríu Jónsdóttur. Óskar segir það lítið mál að vinna með Evu Maríu þrátt fyrir að þau séu ekki lengur hjón. „Eins og annað fráskilið fólk þurfum við að eiga í samskiptum frá degi til dags og þetta var ekkert vandamál. Það var kærkomin tilbreyting frá kvikmyndastússinu að setjast niður með tebolla og lita með vatnslitum,“ segir Óskar. Og Eva María tekur í sama streng: „Hugmyndin kom upp fyrir mörgum árum en einhvern veginn fór orkan í eitthvað annað, eins og til dæmis að skilja. Núna var þetta mjög gaman og stelpurnar okkar eru rosalega ánægðar með þessa samvinnu. Þær voru líka með á öllum stigum bókarinnar,“ segir Eva María. Hún segir að henni hafi alltaf gengið vel að svæfa börn – vopnuð fornkvæðum og rímum. „Þetta eru

gamlir textar með drama, örlögum, lífsháska og ógnum. Eitthvað sem höfðar til barna,“ segir Eva María. Með bókinni fylgir geisladiskur með gömlum upptökum. „Í bókinni er aðeins hálf sagan sögð – restin er í flutningnum. Þetta eru dásamlegar gamlar raddir sem eru flestar farnar frá okkur – fallegar og fornar raddir í samhengi við stemninguna,“ segir Eva María. Bókin kemur út á næstu vikum og það er Mál og menning sem gefur hana út. oskar@frettatiminn.is

Kápa bókarinnar Dans vil ég heyra.

Núna var þetta mjög gaman og stelpurnar okkar eru rosalega ánægðar með þessa samvinnu.


Helgin 30. september-2. október 2011

Plötuhorn dr . Gunna

Úr daglega lífinu N ýjasta plata Mugisons mætir á markaðstorgið í góðum meðbyr. Nú þegar hafa tvö lög af plötunni slegið í gegn, titillagið og Stingum af, tvö góð og skemmtileg lög sem sýna hvað Örn er frjór og fær laga- og textahöfundur. Lögin eru róleg og gefa ekki alveg rétta mynd af plötunni því hún er fjölbreytt og víða glittir í „gamla Mugison“. Örn hefur sagt í viðtölum að í mesta lagi eitt lag á plötunni sé „of erfitt“ fyrir mömmu hans. Vissulega er engin djöflasýra í gangi hérna, en þetta er heldur ekkert James Blunt. Örn syngur plötuna á íslensku, sem er auðvitað eins og það á að vera. Hann er persónulegur og einlægur og syngur um málefni „úr daglega lífinu“ á einfaldan og auðskilinn hátt. „Ég hef átt helvíti fínan dag í dag / ekkert stórkostlegt að“ syngur hann til dæmis í Góðan dag og orðar hugsun sem flestir ættu að kannast við. Örn er með gamalreynda félaga sína úr bandinu með sér í flestum lögunum, en stundum er hann strípaðri. Mugison syngur langmest sjálfur, oft alls konar bakraddir og flúr ofan á sjálfan sig og gerir það mjög vel. Platan er góð blanda. Auk Spilverks-fílings, reggís og „rokkaðs Tom Waits“ eru þarna pælingar sem minna á batík-popp 8. áratugarins, listafólk eins og Diabolus in Musica og Rósu Ingólfs! Auk hittaranna

Haglél

 Mugison

25%

tveggja eru Áfall, Góðan dag og Þjóðarsálin allt frábær lög. Á plötunni er nýjar upptökur af þremur eldri lögum, Rassa Prump-flippinu Gúanó-stelpan, Stolnum stefjum eftir Tómas R. Einarsson og Ljósvíkingnum, sem Örn gerði upphaflega með Hjálmum. Þetta er frábær plata og fersk. Aðdáendur Mugisons ættu nú þegar að verða sér út um hana. Hann er nánast að gefa hana sem niðurhal á heimasíðunni sinni en „alvöru“ eintak er líka eftirsóknarvert því umslagshönnunin er frábærlega útfærð. Og svei mér þá; ég yrði ekki hissa þótt mörg eyrnapör myndu nú bætast í hlustendahóp Mugisons.

AFSLÁTTUR Í

Taktu 2 pör og fáðu 25% afsl. af seinna parinu*

Nýjar glæsilegar haustvörur Vertu velkominn

- dr. Gunni

*Afsláttur er reiknaður af ódýrara parinu

Við höfum tekið að okkur sölu notaðra húsbifreiða, af Hymer og LMC gerð, fyrir Touring Cars á Íslandi.

Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að eignast húsbifreið á ótrúlegu verði. Verðdæmi: Hymer Camp Classic G644RS, árgerð 2006: ásett verð: 6.990.000 – tilboðsverð: 4.990.000,Hymer Camp Classic 644G, árgerð 2006: ásett verð: 6.990.000 – tilboðsverð: 4.990.000,Hymer Camp Classic G524EB, árgerð 2006: ásett verð: 6.990.000 – tilboðsverð: 4.990.000,Hymer Camp Classic G684GSG, árgerð 2006: ásett verð 7.200.000 - tilboðsverð 5.200.000,LMC Breezer MK V654G, árgerð 2009: ásett verð: 10.990.000, tilboðsverð: 8.990.000,P.Karlsson ehf. áskilur sér rétt til breytinga á verðum og búnaði án fyrirvara.

Húsbílarnir eru allir yfirfarnir af verkstæði Touring Cars Iceland.

Opið laugardag og sunnudag frá 12 til 16 WWW.LMC.IS Ögurhvarfi 2

203 Kópavogi

Sími: 824 3900


64

tónlist

Helgin 30. september-2. október 2011

 R aftónlist Nýtt útgáfufélag

Jóhann og Árni Grétar hjá Möller-útgáfunni hafa það notalegt.

Rafarar heiðra Helgu Möller F

Verðlaunasaga

yrir stuttu var stofnuð ný útgáfa til að sinna íslenskri raftónlist, Möller Records. „Við erum miklir aðdáendur Helgu Möller, sérstaklega þegar hún var í Þú og Ég. Katalóksnúmer útgáfunnar eru Helga 001 og svo framvegis,“ segir Jóhann Ómarsson, sem stendur að útgáfunni ásamt Árna Grétari. Þeir eru báðir raftónlistarmenn; Jóhann semur tónlist undir nafninu Skurken, Árni undir nafninu Futuregrapher. „Markmið Möller er að tína saman það allra besta sem er í gangi í íslenskri raftónlist og koma því saman á skipulegan hátt á einn stað, bæði með stafrænum niðurhalsútgáfum og CD-útgáfum,“ segir Jóhann. „Við viljum hjálpa röfurum að klára verkin sín og koma þeim á framfæri. Það er fullt að gerast í senunni og mikið af hæfileikaríku fólki að gera frá-

bæra tónlist. Vandamálið hefur dálítið verið að hver hefur verið að stússast í sínu horni. Hvatann til að klára verk og koma þeim frá sér á skipulegan hátt hefur vantað. Við vonumst til að breyta þessu.“ Jóhann segir raftónlistina í sífelldri þróun en játar að senan sé ekki mjög fjölmenn á Íslandi. „Það mætti kannski kalla hana klúbb, en það eru allir hjartanlega velkomnir í þann klúbb. Um að gera að mæta bara á næsta viðburð. Það er fullt í gangi og það má fylgjast með því á raftonar.is.“ Fram undan hjá Möller-útgáfunni eru útgáfur með listamönnum eins og Murya, HaZaR og PLX. Þá eru haldnir mánaðarlegir raftónlistartónleikar – Heiladans – þar sem efnilegir rafarar spreyta sig innan um reynslubolta. Heimasíða útgáfunnar er mollerrecords. com - dr. Gunni

Plötuhorn Dr. Gunna

sem kVeikir í manni „Æsispennandi og frábærlega vel sögð saga um eldsvoða, foreldra og línuna undurmjóu milli þess sem er heilbrigt og ekki heilbrigt.“ DAGSAVISEN

Gilsbakki

Porth/Mangaster

Tom Tom Bike







Skurken

Fu Kaisha

Futuregrapher

Spriklandi kokteill

Æsingur og angurværð

Nuddarar athugið!

Fjölbreytnin er ráðandi á þriðju plötu Skurken. Þar hrærast saman alls konar blæbrigði raftónlistarinnar – forn tölvuleikjasánd, ágengur bor og bassi eða íþróttalegt ambient-flæði – svo úr verður sætur og spriklandi kokteill. Þetta er spennandi plata með lagaheitum (Stiklur, Harry Klein ...) sem tengja lúmskt við Ísland 9. áratugarins.

Dagbjartur Elís Ingvarsson – Fu Kaisha – er af rafnötturum talinn ein bjartasta vonin í dag. Þetta er fyrsta útgáfa hans, tvö lög og tvö mix af þeim eftir Condition Indicator („óþekktur strákur úr Efra-Breiðholti“ eins og það er orðað) og Mouge (Matti úr hljómsveitinni Bob). Þetta er lífleg músík þar sem æsingur og angurværð togast á. Verður gaman að heyra meira.

Það hreyfist ekki blóðið í Futuregrapher á þessari plötu, sem kom út hjá lítilli rafútgáfu í Englandi (Twisted Tree Line) og inniheldur fjögur lög. Tvö fyrstu myndu ganga í djúpslökun eða nudd, svakalega róleg og seigfljótandi. Haldið er áfram að fljóta í næstu tveimur, en þau lög eru þó of taugaveikluð til að ganga í slökun.


Tannlæknafélag Íslands mælir með notkun xylitols sem aðalsætuefnis í tyggigúmmíi

Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.


66

dægurmál

Helgin 30. september-2. október 2011

Skemmtun Oktoberfest á Kexinu

Þýski sendiherrann dælir fyrsta bjórnum

F

orsvarsmenn KEX Hostel ætla að blása til Oktoberfest að þýskum sið í næstu viku. Hátíðin hefst á þriðjudaginn og verður mikið um dýrðir á við opnunina, að sögn Péturs Marteinssonar, framkvæmdastjóra KEX. „Það er klárt að þýski sendiherrann dælir fyrsta bjórnum og að gamall atvinnumaður úr þýska boltanum mun drekka fyrsta bjórinn. Síðan ætlum við að bjóða upp á austurríska jóðlara, beint úr Ölpunum, og þýskan félaga Dags Sigurðssonar [eins eigenda KEX, innsk. blm.] sem siðameistara hátíðarinnar,“ segir Pétur, dregur djúpt andann og heldur

áfram að þylja upp. „Það verður að sjálfsögðu lögð áhersla á allt sem þýskt er. Við munum selja þýskar eins lítra bjórkrúsir, bjóða upp á eins mikla oktoberfest-tónlist og við þolum og starfsfólkið mun klæðast tilheyrandi hátíðarbúningum, lederhosen og dirndl. Við bjóðum upp á langborð úti á palli þar sem verður tjald og hitari,“ segir Pétur. Hátíðinni lýkur mánudaginn 10. október. -óhþ

Það verður fjör á barnum á Kex í næstu viku.

 R agnhildur Steinunn Stjórnar dansþætti í Sjónvarpinu

Dansaði sig í Sjónvarpið

Björk úti í Gróttu Stórstjarnan Björk Guðmundsdóttir hefur tekið Fræðasetrið úti við Gróttuvita á leigu í tvo mánuði frá 15. nóvember til 15. janúar næstkomandi. Björk virðist kunna vel við sig í sjávarloftinu á Seltjarnarnesi því hún leigði setrið einnig í fyrra þegar hún vann að plötunni Biophilia sem kemur út 10. október. Þá var fluttur inn urmull af hljóðfærum, þeirra á meðal orgel, og má búast við að það sama verði upp á teningnum núna. Gríðarleg ánægja ríkir meðal Seltirninga sem fagna komu þessarar heimsfrægu konu í bæjarfélagið – þótt í stuttan tíma sé.

Af leiksviði á sjúkrabeð

Söngvarinn og leikarinn Ívar Helgason, sem sýnt hefur tilþrif í Hárinu, lagðist inn á spítala með sýklalyf í æð eftir að sýking kom upp í öðrum fæti hans. Ekki er talið útilokað að sýkinguna

Sigurjón dæmir útivistarföt Tökur standa nú yfir á sjónvarpsþáttunum Hannað fyrir Ísland en þeir fara í loftið á Stöð 2 í janúar. Í þáttunum reyna íslenskir hönnuðir að nýta reynslu sína til að hanna besta útivistarfatnað sem völ er á. Þóra Karítas Árnadóttir mun leiða áhorfendur í gegnum þættina og ræða við hönnuðina á meðan á verkefninu stendur. Þættirnir eru unnir í samstarfi við 66°Norður en Sigurjón Sighvatsson, eigandi fyrirtækisins, er mættur til leiks fyrir upptökur á þætti þar sem hann verður gestadómari. Þannig að í byrjun næsta árs munu áhorfendur kynnast nýrri hlið á kvikmyndaframleiðandanum.

megi rekja til gervigrass í sýningunni en það liggur ekki ljóst fyrir. Þetta gerist á versta tíma því að hann er einnig við æfingar á Svartri kómedíu hjá Leikfélagi Akureyrar og hefur þegar misst af tveimur æfingum. Þá þurfti ljósmyndari að heimsækja hann á spítalann til að mynda hann fyrir leikskrána. Svört kómedía er sjálfsagt mörgum, sem komnir eru til vits og ára, minnisstæð en farsinn, í þýðingu Vigdísar Finnbogadóttur, var á sínum tíma sýndur í Iðnó.

Þátturinn Dans, dans, dans hefur göngu sína í Sjónvarpinu í nóvember en þar munu dansarar, einstaklingar, pör og hópar, sýna listir sínar frammi fyrir dómnefnd þar til einhver eða einhverjir standa uppi sem sigurvegarar. Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir stjórnar þættinum. Hún segir af sinni alkunnu hógværð að hún þykist vera dansari en hún hóf einmitt sjónvarpsferil sinn þegar hún dansaði sig bókstafleg upp í Efstaleiti. Hún hvetur alla áhugasama dansara til að mæta í prufur fyrir þáttinn um helgina.

„Ég var í fimleikum þegar ég var yngri og svo fór maður einhvern veginn yfir í dansinn. Ég hef alltaf þóst vera dansari og hef verið iðin við að sýna mig og sjá aðra á dansgólfum bæjarins þegar ég reima á mig dansskóna,“ segir Ragnhildur Steinunn sem hefur, eins og sjá má, engu gleymt. Mynd Guðmundur Þór Kárason

É

Fékkstu ekki Fréttatímann heim?

Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is

Það er mjög ánægjulegt að heyra hversu margir af okkar bestu dönsurum eru jákvæðir í garð þáttarins.

g byrjaði feril minn sem áhugadansari og var valin til að dansa í söngleiknum Fame. Það varð heldur betur stökkpallur fyrir mig,“ segir Ragnhildur Steinunn. „Ljósameistari sýningarinnar vann á þessum tíma hjá RÚV og benti á mig í prufur fyrir unglingaþáttinn Óp. Ég fór beint af danssviðinu í prufur, fékk starfið og hef verið í sjónvarpinu síðan þá.“ Það má því segja að Ragnhildur Steinunn verði á tvöföldum heimavelli þegar hún leiðir áhorfendur í gegnum undraheima dansins í nóvember. „Það sem er svo skemmtilegt við þennan þátt er að þarna koma dansarar með sín eigin atriði og gera það sem þeir gera best.“ Ragnhildur Steinunn segir þáttinn vera frábært tækifæri fyrir dansara til að koma sér á framfæri. „Mér finnst það gefa þættinum ótrúlega mikla vigt að vera með Katrínu Hall í dómarasæti. Hvaða dansari vill ekki fá að dansa fyrir hana?“ Ragnhildur Steinunn segir þáttinn þegar hafa vakið mikinn áhuga. „Við erum búin að fara í dansskólana og tala við fólk þar. Það er mjög góð stemning fyrir þessu og ég vona að sem flestir dansarar mæti, taki þátt og geri þáttinn að þeim stóra dansviðburði sem

hann getur svo sannarlega orðið. Nú þegar eru margir mjög flottir dansarar búnir að skrá sig og það er mjög ánægjulegt að heyra hversu margir af okkar bestu dönsurum eru jákvæðir í garð þáttarins. Sumir þeirra taka ekki síst þátt til að sýna lit og koma listinni á framfæri og tengja hana betur við almenning. Mér finnst þetta aðdáunarvert viðhorf,“ segir Ragnhildur Steinunn sem þykir ekkert skemmtilegra en að horfa á flottan dans. „Það er bara eitthvað við dansinn. Það geta allir haft gaman af dansi og það geta allir skemmt sér við að dansa.“ Dans, dans, dans er opinn öllum sem verða sextán ára á árinu og eldri. Hámarksfjöldi í danshópi er tíu manns. Þeir sem vilja spreyta sig í þættinum geta mætt í dansprufur í nýju Laugardalshöllinni í fyrramálið, laugardagsmorgun klukkan átta. Þeir sem komast áfram í forvali morgundagsins verða síðan boðaðir í aðra prufu á sunnudag þar sem keppendur þáttarins verða valdir. Dómnefnd þáttarins skipa, auk Katrínar Hall, listræns stjórnanda Íslenska dansflokksins, þau Karen Björk Björgvinsdóttir, fyrrverandi Íslands- og heimsmeistari í samkvæmisdönsum, og Gunnar Helgason leikari. toti@frettatiminn.is


lau. lau. fös. lau.

1/10 8/10 14/10 15/10

kl.20 kl.20 kl.20 kl.20

UPPSELT UPPSELT UPPSELT örfá sæti

fös. lau. lau. lau.

21/10 kl.20 örfá sæti 22/10 kl.20 örfá sæti 29/10 kl.19 örfá sæti 5/11 kl.19

lau. 1/10 kl.14 sun. 2/10 kl.14 sun. 2/10 kl.17 lau. 8/10 kl.14 sun. 9/10 kl.14 lau. 15/10 kl.14 sun. 16/10 kl.14 sun. 16/10 kl.17 lau. 22/10 kl.14 sun. 23/10 kl.14

UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT

lau. 29/10 sun. 30/10 mið. 2/11 lau. 5/11 sun. 6/11 lau. 12/11 sun. 13/11 sun. 13/11 lau. 19/11 sun. 20/11

kl.14 kl.14 kl.19 kl.14 kl.14 kl.14 kl.14 kl.17 kl.14 kl.14

UPPSELT UPPSELT aukasýn. UPPSELT UPPSELT örfá sæti örfá sæti örfá sæti örfá sæti örfá sæti


HE LG A RB L A Ð

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Of Monsters and Men toppa alla lista

Óhætt er að segja að ungsveitin Of Monsters and Men sé vinsælasta hljómsveit Íslands nú um stundir. Frumburður sveitarinnar, My Head is an Animal, situr á toppi Tónlistans, lista Félags hljómplötuframleiðenda yfir mest seldu diska síðustu viku, og lag þeirra Little Talks situr á toppi Lagalistans, listanum yfir mest spiluðu lög í íslensku útvarpi í síðustu viku, sjöundu vikuna í röð. Sannarlega glæsilegur árangur hjá sveitinni sem heldur útgáfutónleika í Gamla bíói næstkomandi fimmtudag. -óhþ

Gullkistan opnast

Gestir Kringlukrárinnar eiga von á góðu um helgina. Gullkistan, nýtt band, stígur á svið og skemmtir bæði föstudags- og laugardagskvöld. Ásgeir Óskarsson, Gunnar Þórðarson, Jón Ólafsson og Óttar Felix Hauksson tína upp úr kistunni gamla gullmola rokksögunnar og gestirnir stíga dansinn fram eftir nóttu. Búast má við miklu fjöri enda fjórmenningarnir beygðir og bognir af reynslu. -óhþ

Helgi Hrafn gerir það gott í Danaveldi

Tónlistarmaðurinn Helgi Hrafn Jónsson gerir það heldur betur gott í Danmörku þessa dagana. Í vikunni kom út ný plata með honum sem ber nafnið For the Rest of My Childhood og fór hún beint í sjöunda sæti á lista danska iTunes yfir þær plötur sem mest er hlaðið niður. Í ljósi góðs gengis mætti Helgi í viðtal í morgunþættinum Go’Morgen Danmark á dönsku sjónvarpsstöðinni TV 2 og tók lagið Careful People ásamt vinkonu sinni, Tinu Dicko. -óhþ

Hrósið … ... fá KR-ingar sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta um síðustu helgi og unnu þar með tvöfalt í ár.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.