Amk 070516

Page 1

LAUGARDAGUR

EStER fLUttI Í SUmARbúStAÐ Í KjóSInnI

07.05.16

ragnar tjaldar við grillið yfir sumarið Komdu í veg fyrir frjóKornaofnæmi auðvelt að fliKKa upp á baðherbergið

4 hentugar æfingar fyrir uppteKið fólK

RóSA GUÐmUnDS var með sjálfsmorð og dauða á heilanum en hefur sigrast á djöflum sínum

SIGRÍÐUR ELVA SAGT UPP OG SMÍÐAÐI FLUGVÉL

PORCELANOSA

flísar fyrir vandláta

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

22


…viðtal

2 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

„Ég var með sjálfsmorð og dauða á heilanum“ Rósa Guðmundsdóttir var aðeins 13 ára þegar hún byrjaði að drekka og leiddist fljótt út í harðari efni. Hún þróaði með sér geðsjúkdóm og dvaldi nokkrum sinnum á geðdeild í kringum tvítugt. Eftir að hafa sigrað sína sjúkdóma vill hún nú reyna að hjálpa öðrum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is

É

g er að heyra af ungu fólki deyja af of stórum skammti af eiturlyfjum og eldra fólki og börnum í sjálfsvígshugleiðingum. Svo er auðvitað mikið um geðsjúkdóma heima á Íslandi og Íslendingar eiga heimsmet í notkun geðlyfja og kannabisnotkun. Ég tel Ísland mjög sjúkt af alkóhólisma og alanonisma sem hefur slæm áhrif á fjölskyldur. Ég hef áhyggjur af ástandinu á Íslandi og langar til að gera það sem ég get til að hjálpa,“ segir Rósa Guðmundsdóttir, sem margir muna eftir sem Rósu á Spotlight, en hún var skemmtanastjóri staðarins í kringum síðustu aldamót. Rósa var rétt um tvítugt orðin allt í öllu í íslensku skemmtanalífi, en helgaði sig tónlistinni nokkrum árum síðar. Hún vakti einnig athygli sem öflugur talsmaður samkynhneigðra en sjálf var hún ófeimin við að ræða opinskátt um kynhneigð sína. Hún drakk og dópaði með þekktu fólki og viðskiptamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Henni fannst hún vera að meika það en gerði sér ekki grein fyrir því að hún stefndi hraðbyri til glötunar með líferni sínu. Sem betur fer tókst henni að sjá ljósið í tæka tíð og grípa í taumana áður en það varð um seinan.

og tókst það fyrir mörgum árum. Nú langar mig að færa öðrum von og lausn,“ segir Rósa einlæg. „Mig langar að varpa ljósi á þá hluti sem urðu til þess að ég fór á þann stað sem ég fór og náði ákveðnum botni í mínu lífi. Og hvað varð til þess að ég komst út úr þessu.“

Mest í að meiða sjálfa sig

Rósa var aðeins þrettán ára þegar hún byrjaði að drekka og þróaði fljótt með sér fíkn í harðari efni. Hún fór úr því að vera saklaus unglingsstúlka í Vestmannaeyjum – afburðanemandi og efnilegur píanóleikari – í að vera djammdrottning Íslands. „Ég var svo ung þegar ég tók við Spotlight. Ég mátti ekki einu sinni drekka löglega á þessum tíma en fólk var ekkert að spá í það. Ég fór svolítið fram úr mér,“ segir Rósa og hlær þegar hún hugsar til baka. „Ég valdi mér feril þar sem

ég gat verið að djamma og drekka. Það var vinnan

„Ég trúi því ekki að t er áföllin hafi gog mig að fíkli alkóhólista.“

Vill gefa öðrum von

Eftir að hafa tekið til í sínu lífi með góðum árangri vill Rósa nú miðla reynslu sinni og vonandi hjálpa öðrum. Hún hefur skrifað rúmlega 60 blaðsíðna frásögn af sínu lífi sem hún ætlar að bjóða fólki að hlaða niður á netinu fyrir 10 Bandaríkjadali, eða um 1200 íslenskar krónur. Ágóðann ætlar hún að gefa til málefna sem tengjast sögu hennar. „Ég er sjálf óvirkur alkóhólisti og fíkill og þróaði með mér geðsjúkdóm með ofnotkun hugbreytandi efna. Ég þurfti að yfirstíga þessa sjúkdóma

„Ég var svo ung þegar ég tók við Spotlight. Ég mátti ekki einu sinni drekka löglega.“

mín. Ég var líka mjög leiðandi, alltaf að varpa ljósi á eitthvað eða berja niður fordóma. Ég var samt ekki vond manneskja. Ég var mest að meiða sjálfa mig,“ segir Rósa en hún var mjög leitandi á þessum árum. Hún var í raun að finna sjálfa sig fyrir opnum tjöldum, hún var á allra vörum og það sem hún gerði rataði ítrekað í fjölmiðla. Það kann engan að undra að ekkert af þessu hafði góð áhrif á Rósu.

Tók ábyrgð á hegðun sinni

„Fíknin kom mér inn á geðdeild og ég var inn og út af geðdeild í nokkur ár. Það var talið að ég yrði andlega lasin alla ævi. Neyslan mín olli hrikalegum geðhæðum og svo hrundi ég niður í sjálfsmorðsþunglyndi. Ég reyndi sem betur fer ekki sjálfsvíg en ég var hrædd við hugsanir mínar. Ég var með sjálfsmorð og dauða á heilanum. Þunglyndið var orðið það slæmt að ég var í hættu.“ Það var á þeim tímapunkti sem Rósa gekk sjálf inn á geðdeild og óskaði eftir aðstoð, sem hún fékk. Hún var samt ekki tilbúin að hætta að neyslunni á þeim tíma. „Þegar ég kom út af geðdeild

hélt ég áfram drekka og nota kannabis. Ég var í svo mikilli afneitun varðandi þennan fíknisjúkdóm. Ég var svo vön því að gera það sem ég vildi og gat til að láta mér líða betur. Það var ekki fyrr en ég tók ábyrgð á fíknihegðuninni í mér og öllum þeim skapgerðarbrestum sem fylgja því að vera virkur fíkill – eigingirninni, sérplægninni og sjálfsmiðuninni – að ég gat tekist á við andlegu veikindin. Ég fór að stunda heilbrigt líferni og það fyllti í skemmdirnar sem fíknin hafði valdið. Þá gat ég sjálfkrafa farið að minnka geðlyfin og vinna úr áföllum.“

Fór aldrei í meðferð

Það skipti miklu máli fyrir Rósu að vinna úr þeim áföllum sem hún varð fyrir í æsku, enda telur hún að þau hafi stjórnað fíkn hennar að miklu leyti. Hún varð fyrir misnotkun og einelti, en treysti sér ekki til að segja frá leyndarmálunum og fjarlægðist fjölskyldu sína fyrir vikið. Æskan og unglingsárin voru Rósu því erfið og uppreisnin var hennar leið til að fá útrás og öðlast viðurkenningu. „Ég trúi því ekki að áföllin hafi gert mig að fíkli og alkóhólista. En áföllin hjálpuðu til og ýttu undir hvernig ég notaði efnin.“ Rósa fór aldrei í meðferð, en um leið og henni tókst að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hún ætti við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða, þá tókst henni að hætta að sjálfsdáðum. Þegar hún var tilbúin. Það var árið 2003 og hún hefur verið edrú síðan. Þrátt fyrir að Rósa hefði viljann til að hætta var það ekki auðvelt. Langt því frá. „Þegar ég sá skyndilega allt skýrt þá hugsaði ég ekki hvernig mér ætti eftir að líða líkamlega ef ég hætti. Ég ákvað bara að hætta. Það var í raun lán að ég lifði þetta af. Ég fór í gegnum mikil fráhvörf. Þetta var algjör geðveiki ofan á meiri geðveiki.“ Hún telur að andleg vakning skipti miklu máli þegar kemur að því að ná bata. Það var allavega hennar lausn. Hún leitaði og fann sér æðri mátt, án þess þó að aðhyllast trúarbrögð.

Spennandi tímar í New York

Í dag er Rósa hamingjusöm og leggur rækt við sjálfa sig. Hún hefur verið búsett í New York í áraraðir þar sem hún hefur starfað í skemmtanabransanum og við sköpun. Hún á einnig fyrirtæki og framundan eru spennandi tímar í verkefnum sem snúa að því að hafa áhrif á fólk og bæta líf þess. „Ég er búin að sameina vinnulífið

mitt þessum andlegu lífsreglum. Ég vil láta gott af mér leiða í gegnum vinnuna til annarra.

Skapa efni og tækifæri sem hreyfa við fólki og sýnir því leið út úr myrkrinu. Svo vinn ég að því á hverjum degi að verða betri manneskja.“


Kynntu þér

Big Easy

Yfir 30 tegundir

af grillum á Heimk

aup.is

Með Big Easy getur þú reykt kjöt, steikt kjúkling og grillað steikur. Ótrúleg græja!

Gildir út 24. maí 2016

Jöfn hitadreifing með TRU-infrared tækni gefur safaríkari mat án olíu og um leið minni gasnotkun.

Char Broil Performance

Char Broil Performance

Char Broil Performance

4 brennara grill

Ferðagasgrill

Hágæða grill á frábæru verði. Grillflötur 47 x 47 sm.

Stærri grillflötur (67 x 47 sm) og hliðarhella.

Hrikalega flott grill – allt úr ryðfríu stáli. Grillflötur 79 x 47 sm.

Ferðagrill með ótrúlega stórum grillfleti (44 x 28 sm).

2 brennara grill

3 brennara grill

Char Broil X200

79.990 kr.

119.990 kr. 139.990 kr. 39.990 kr. % % % % -13 -13 -11 69.990 kr. 104.990 kr. 124.990 kr. 34.990 kr. -12

Eitt landsins mesta úrval af grillaukahlutum

Stærsta íslenska vefverslunin Frí heimsending ef verslað er fyrir 4.000 eða meira Sendum samdægurs alla daga! www.heimkaup.is | Smáratorgi 3 | 201 Kóp. | S: 550-2700


…matur

4 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Kryddlegið entrécoté með camembertsósu, hvítlaukssveppum og rósmarínkartöflum Gott kjöt þarf oft ekki mikið annað en salt og pipar en alltaf er þó hollt fyrir bragðlaukana að breyta aðeins til. Það er ljómandi gott að nudda kryddi inn í kjötið og láta standa í nokkra klukkutíma til að láta bragðið taka sig. Ekki er verra að láta kjötið vera með kryddinu í ísskáp yfir nótt. Það er þó ekki nauðsynlegt að salta fyrir lengri maríneringar þar sem saltið getur dregið vökva úr kjötinu. Það er jafnframt kostur að taka kjötið úr ísskápnum nokkru fyrr til að leyfa því að ná herbergishita áður en því er slengt á grillið. Það orsakar minni samdrátt í vöðvaþráðunum sem hjálpar til við að fá mýkri kjötbita. Þótt ég hafi nefnt að ekki sé skynsamlegt að salta nautasteikina fyrir lengri maríneringar er þó nauðsynlegt að salta kjötið áður en það er grillað af nákvæmlega sömu ástæðu. Saltið dregur vökva upp að yfirborðinu sem eykur möguleikann á að kjötið brúnist fallega og verði ljúffengt.

Fyrir tvo svanga

500 g entrécoté 2 msk blanda af fersku timíani, rósmaríni og steinselju 2 msk góð jómfrúarolía pipar og seinna salt 1. Saxið kryddjurtirnar vandlega niður og blandið saman við jómfrúarolíuna. 2. Nuddið kryddblöndunni inn í kjötið, piprið rækilega og látið marínerast í a.m.k. tvær klukkustundir (eða yfir nótt). 3. Blússhitið grillið og saltið kjötið vandlega áður en þið setjið það á heitt grillið. 4. Grillið eftir smekk – „rare, medium rare or ruined“.

Fyrir camembertostinn 1 camembert salt og pipar hvítlaukur skvetta af sérríi

1. Takið ostinn og stingið gat á hann að ofan með gaffli. 2. Nuddið ostinn með hvítlauknum. 3. Hellið skvettu af sérríi ofan á ostinn. Saltið og piprið. 4. Lokið umbúðunum aftur (notið álpappír eða box) og bakið á grillinu við óbeinan hita í 10-15 mínútur þar til osturinn er mjúkur en heldur enn formi sínu.

Fyrir hvítlaukssveppina 500 g stórir sveppir 5 msk hvítlauksolía salt og pipar handfylli af fersku timíani

1. Veltið sveppunum vandlega upp úr hvítlauksolíu. 2. Saltið og piprið ríkulega og dreifið fersku timíani með sveppunum. 3. Bakið við óbeinan hita í þrjú korter þar til sveppirnir ilma dásamlega.

Fyrir rósmarínkartöflurnar 800 g nýjar kartöflur 4 msk góð jómfrúarolía 2-3 greinar ferskt rósmarín 1 hvítlaukur sjávarsalt og pipar

1. Takið hvítlaukinn sundur í geira, setjið með kartöflunum í eldfast mót (eða álbakka) og veltið upp úr olíunni. 2. Raðið rósmaríngreinum á milli og saltið vel og piprið. 3. Bakið við óbeinan hita í um klukkustund þar til kartöflurnar eru gullnar að utan.

Hjálpast að Ragnar Freyr Ingvarsson, læknirinn í eldhúsinu, undirbýr hörpudiskinn með syni sínum.

Grilltímabilið er hafið

Ragnar Freyr Ingvarsson, betur þekktur sem læknirinn í eldhúsinu, er byjaður að grilla á fullu. „Þegar maí rennur upp má eiginlega segja að ég tjaldi við grillið í nokkra mánuði. Ég elska að grilla og nota hvert einasta tækifæri sem gefst til að standa við grillið og elda,“ segir Ragnar Freyr, sem deilir hér þremur grillréttum með lesendum amk sem að hans sögn eru sáraeinfaldir en einstaklega gómsætir. Kjúklingarúllur með gremólata og fáfnisgrass-sýrðsrjómasósu Þessi uppskrift geymir sniðuga leið til að elda kjúklingabringur. Bringan er rist upp með hnífi og flött út með kökukefli eða einhverju viðlíka, kryddi er svo dreift yfir sárið og bringunni rúllað upp aftur. Þetta tryggir að bragðið skilar sér í gegnum allan bitann sem verður fyrir vikið sérlega ljúffengur.

3. Skolið kjúklingabringurnar og þerrið. Skerið með flugbeittum hníf þvert á hverja bringu og opnið þær eins og bók. Bankið varlega út með kjöthamri. 4. Sáldrið gremólatasósunni yfir sárið á bringunum og rúllið svo hverri og einni upp í pylsu. Notið band til að binda kjúklinginn svo rúllan haldi sér á meðan kjúklingurinn er grillaður. 5. Penslið með jómfrúarolíu, saltið og piprið og eldið á heitu grilli þar til kjarnhiti nær a.m.k. 72°C.

Fyrir fjóra

Fáfnisgrass-sýrðsrjómasósa

Fjórar kjúklingabringur börkur af 1-1½ sítrónu 4 hvítlauksrif 2 msk fáfnisgras 1 msk steinselja jómfrúarolía salt og pipar 1. Útbúið gremólatasósuna með því að skafa börkinn af sítrónunni (takið bara gula hlutann þar sem sá hvíti er rammur) og saxið smátt. Setjið í skál. 2. Maukið hvítlaukinn og bætið saman við sítrónubörkinn ásamt smátt skornu fáfnisgrasi og steinselju. Saltið og piprið.

Afar einföld, fljótleg og dásamlega bragðgóð 3 msk sýrður rjómi 2 msk majónes 1 hvítlauksrif safi úr ½ sítrónu 3-4 msk ferskt fáfnisgras salt og pipar 1. Setjið sýrðan rjóma og majónes í skál og blandið maukuðu hvítlauksrifi saman við. 2. Kreistið sítrónusafa yfir og hrærið saman með fáfnisgrasinu. Saltið og piprið.

Serranóvafin hörpuskel með brenndu salvíusmjöri Hörpuskel er kjörið að bera fram sem forrétt til að tendra bragðlaukana. Hana má ekki elda lengi, annars er hætta á að hún verði gúmmíkennd og jafnvel seig undir tönn. Serranóskinka kemur frá Spáni og er einstaklega bragðgóð. Auðvitað væri hægt að nota parmaskinku eða jafnvel beikon. Ef beikon verður fyrir valinu er nauðsynlegt að steikja það í gegn. Beikonið ver hörpuskelina fyrir hitanum og leggur til ljúffengt bragð. Steikt salvía er sælgæti og passar hreint út sagt ljómandi vel með þessum rétti. En það verður auðvitað að nota ferska salvíu. Þurrkuð salvía mun ekki gera neitt fyrir réttinn – nema gera hann verri! Og það er engin ástæða til að skemma dásamlega góðan mat!

Fyrir fjóra sem forréttur

12 hörpuskeljar 6-12 sneiðar serranóskinka (háð stærð) safi úr ½ sítrónu salt og pipar 75 g smjör 12-15 salvíulauf 1. Vefjið hverja hörpuskel með hálfri til einni sneið af serranóskinku, penslið með olíu, vætið með ferskum sítrónusafa, saltið og piprið. 2. Rennið tveimur spjótum í gegnum hörpuskelina (þá er maður snarari við að snúa þeim og það heldur skinkunni á sínum stað – jafnframt er mikilvægt að láta spjótin liggja í vatni í um klukkustund til að síður kvikni í þeim). 3. Kyndið grillið og þegar það er blússheitt er hörpuskelin elduð í eina til eina og hálfa mínútu á hvorri hlið. Setjið til hliðar. 4. Skellið pönnu á grillið og bræðið smjörið. Þegar það hefur hljóðnað er salvían sett á pönnuna og steikt þar til hún verður stökk – hafið auga með pönnunni þar sem þetta tekur einvörðungu nokkrar sekúndur. 5. Leggið svo hörpuskeljarspjótin á disk, raðið salvíu ofan á og hellið brúnuðu salvíusmjöri yfir.


elsku mamma!

mæðradagurinn er á sunnudag!

Esja

4 HAMBorgarar með brauði 4x115 g. Verð áður 1290,-

999

1.698

Kjarnafæði

Kr/pk

VÍKIngagrís í kryddlegi

Kr/kg

takk elsku mamma!

lamba sirloinsneiðar heiðakryddaðar

1.698

Rósir og blandaðir vendir

Kr/kg

blóm handa mömmu Verð áður 1.398 kr.

Chocolove xoxox

Kirkland

eðalsúkkulaði

margarítumix

Margar bragðtegundir. Úr ekta belgísku gæðasúkkulaði.

Ferskt og óáfengt Margarítu mix úr lime. Engin rotvarnarefni. Blandið t.d. út í sódavatn með limesneið.

petta brædir mömmuhjartad! stórt

lítið

298,- 498,Hubert’s

Límonaði

1,75 l

Kr/búntið

flottur sumardrykkur!

1.298,-

nýtt í kosti!

20%

999

mamma þú er best!

afsláttur

namm!

3 gerðir 473 ml

svoooo ferskt!

komdu mömmu í gott form!

ekta franskar trufflur!

20% afsláttur

318,-

Mæðradagurinn er á sunnudaginn!

mædradagsgjöfin í ár!

Verð áður 398,-

gómsætara grænmeti og ávextir í kosti!

kíktu nutribu á llet.is

lífrænt!

erskt!

hollt og f

900 W

nutribullet 15 hlutir í settinu

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kostur.dalvegi

Opið alla daga frá klukkan 10.00 til 20.00 Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | S: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is

Með NUTRiBULLET PRO nýtir þú öll næringarefnin í fæðunni til fullnustu og stuðlar að bættri heilsu og almennri vellíðan.

25.989

Kr

Með fyrirvara um villur og á meðan birgðir endast. Athugið að verð geta breyst milli sendinga. Gildir dagana 6.-8. maí 2016.

Kjarnafæði


…heilsa

6 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Komdu í veg fyrir frjókornaofnæmi

Ekki er hægt að lækna frjókornaofnæmi en ýmislegt má gera til að draga úr ofnæminu og jafnvel koma í veg fyrir að það myndist.

4 hentugar æfingar fyrir upptekið fólk Tímaskortur er engin afsökun fyrir því að sleppa æfingum Sérfræðingar mæla með því að hreyfa sig í 30 til 45 mínútur á dag til að halda sér í góðu formi. En flest þekkjum við það vandamál að eiga erfitt með að koma svo langri æfingu fyrir í stífri dagskrá hversdagslífsins. Lausnin á því vandamáli er hins vegar að gera æfingar á meðan við sinnum einhverju öðru. Það er bara um að gera að nota hugmyndaflugið.

1. Sæktu æfingahjólið

Það eru allmargir sem eiga æfingahjól sem er að rykfalla í geymslunni eða bílskúrnum. Það er hins vegar algjör sóun. Náðu í hjólið og komdu því fyrir í stofunni. Þá hefurðu enga afsökun fyrir því að hreyfa þig ekki. Þú getur tekið hjólaæfingu á meðan þú horfir á fréttir eða hlustar á barnið lesa fyrir skólann. Ef þú átt ekki æfingahjól geturðu örugglega fengið það á góðu verði á einhverjum af sölusíðunum á netinu sem sérhæfa sig í notuðum vörum.

2. Armbeygjur við eldavélina

Notarðu þá afsökun að þú þurfir að undirbúa matinn og hafir því ekki tíma fyrir æfingu? Hérna er lausnin á því. Þú gerir einfaldlega æfingar á meðan þú ert að elda. Styddu þig

við eldavélina og gerðu standandi armbeygjur á meðan pastað eða hrísgrjónin sjóða. Ef þú gerir þetta á hverjum degi ætti ekki að líða á löngu þangað til þú færð tónaða og fallega handleggi.

3. Fótastyrkur við tannburstun Notaðu tímann á meðan þú burstar í þér tennurnar eða þrífur þig í framan til að koma inn nokkrum æfingum. Það hentar vel að gera æfingar þar sem ekki þarf að nota hendurnar, enda þær væntanlega uppteknar við annað. Þetta kann að hljóma flókið en um leið og þú kemst upp á lagið með að gera tvennt í einu þá verður þetta ekkert mál.

4. Dansaðu með börnunum

Svo er um að gera að sleppa sér aðeins með börnunum og dansa eins og enginn sé morgundagurinn. Settu góða tónlist á og hristu skankana í stofunni. Þetta er einkadansgólfið þitt og þú getur gert það sem þú vilt. Það er alveg óþarfi að láta feimni halda aftur af sér þegar maður er í stofunni heima. Það er enginn að horfa, nema þínir nánustu og þeir munu elska þetta uppátæki.

Þeir sem þekkja frjókornaofnæmi af eigin raun vita hvað það getur verið hvimleitt og óþægilegt. Í verstu tilfellunum getur fólk einfaldlega ekki verið úti í náttúrunni þegar frjókornatímabilið stendur sem hæst frá júní fram í lok ágúst. Magn frjókorna í andrúmsloftinu fer þó mikið eftir veðri. Þegar rignir er magn frjókorna í lofti lítið, laus frjókorn setjast á jörðina og blautar plöntur gefa ekki frá sér ný frjókorn. Á hlýjum og þurrum dögum eykst frjókornamagnið verulega, einkum ef vindur blæs. Rannsóknir benda til þess að börn fædd á þessu tímabili séu líklegri en önnur börn til að fá frjókornaofnæmi þegar þau vaxa úr grasi, svo ef þú vilt forða barninu þínu frá frjókornaofnæmi þá er best að reyna að stíla barneignir inn á aðra mánuði ársins. Þá er gott að hafa það bak við eyrað að láta barnavagna ekki standa utandyra og safna í sig frjókornum. Sértu hins vegar með frjókornaofnæmi er best að takmarka gróður í nánasta umhverfi, sleppa því að þurrka þvott utandyra og ekki hafa plöntur innandyra. Sé frjókornaofnæmið slæmt getur verið nauðsynlegt að meðhöndla það með lyfjum. Hægt er að fá væg ofnæmislyf án lyfseðils í apótekum, en þau skal þó alltaf taka í samráði við lækni. Þá er gott að hafa í huga að fólk með frjókornaofnæmi getur einnig myndað ofnæmi fyrir vissum fæðutegundum.

Eitt helsta einkenni frjókornaofnæmis, og það sem margir finna fyrst fyrir, er kláði í augum. Aðeins örfá frjókorn í loftinu geta framkallað augnkláða. Augun verða rauðsprengd og það lekur úr þeim. Fyrstu einkenni frá nefi eru hnerraköst. Önnur einkenni % 0 Talið er að 2 ist sem geta valdið miklum óþægindum er kláði í nefinu, sem oft já veldur svokallaðri ofnæmiskveðju, nefnuddi og grettum sem mannkyns þ a­ geta verið býsna spaugilegar. Hjá mörgum lekur stanslaust úr n r o k jó af fr nefinu. Einnig getur nefið stíflast eða slímhúð þrútnað svo að erfitt verður að draga andann gegnum nefið. ofnæmi Einkennin koma yfirleitt fram á sama tíma á hverju ári og sumum reynist erfitt að greina milli svokallaðs sumarkvefs og frjóofnæmis. Margir þjást af ítrekuðu kvefi á hverju sumri áður en þeir átta sig á því að um frjókornaofnæmi er að ræða. Nauðsynlegt er að hafa í huga að frjókornaofnæmi getur oft valdið astmaeinkennum.

20%

Rauðrófur – allra meina bót?

NæraNdi sumar í Heilsu & spa

Rauðrófur innihalda margvísleg næringarefni og andoxunarefni sem styðja við afeitrun líkamans

Viltu efla líkama og sál í heilandi umhverfi, endurnýja orkuna og gæla við bragðlaukana í leiðinni? Þá er nærandi sumardagskrá Heilsu & spa Ármúla 9 fyrir þig. Fallegt SPA, fjölbreytt þjónusta og fræðsla frá læknum, sjúkraþjálfara, næringar- og íþróttafræðingi. 4 mánaða opnunartilboð mai-15.september 50% afsláttur verð einungis 39.900 kr

Nánari upplýsingar sími 595-7007 | Facebooksíða Heilsa og Spa

Helstu einkenni frjókornaofnæmis

| gigja@heilsaogspa.is

Hráar rauðrófur eru stútfullar af næringarefnum, þær innihalda meðal annars C og A-vítamín, magnesíum, fólinsýru, járn, kalíum, fosfór, trefjar og nítrat. Eins eru þær sneisafullar af andoxunarefnum. Rauðrófur innihalda mikið magn nítrata sem auka úthald og orku, rauðrófur eru því góður kostur fyrir þá sem stunda líkamsrækt. Neysla rauðrófna eykur blóðflæði, lækkar blóðþrýsting og með því að drekka 250 ml af rauðrófusafa daglega er hægt að minnka líkurnar á hjartasjúkdómum. Betalain er litarefnið í rauðrófum og styður það við afeitrun líkamans. Andoxunarefnið betalain ýtir undir Rauðrófur ið Meinhollar Rauðrófur eru hreinsun blóðsins innihalda miksem sneisafullar af vítamínum, og lifrarinnar. Einnta ra trefjum og andoxunarefnum. magn nít ig hefur það góð úthald a k u a áhrif á kólestról. og orku. Rauðrófur innihalda Hægt er að neyta líka mikið af næringrauðrófa á margvíslegan arefninu betaine. Betaine hátt. Það má borða þær dregur úr bólgumyndun, eflir hráar, sjóða, steikja, súrsa, setja æðakerfið, verndar frumur líkamút í drykki eða þeytinga og rífa ans og innri líffæri. þær yfir salat.


…heilsa kynningar

7 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Við mælum með Amino 100%

Strákarnir finna fyrir aukinni orku „Við strákarnir í meistaraflokki Fylkis í knattspyrnu fengum tækifæri til að prófa nýja íslenska vöru sem við höfum tröllatrú á, Amino 100% fiskpróteinin frá Iceprotein. Strákarnir finna fyrir aukinni orku og sé ég mjög góðan árangur hjá þeim á æfingum. Og nú þegar keppnistímabilið er að hefjast þá veitir okkur ekki af aukinni orku og úthaldi! Við mælum 100% með Amino 100% fiskpróteinum.“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari

Þrjár nýjar vörur úr 100% hreinu fiskpróteini Amino Liðir, Amino Létt og Amino 100% eru 3 nýjar vörur úr fiskpróteini sem er þróað og unnið hjá Iceprotein, íslensku sprotafyrirtæki á Sauðárkróki. Rannsóknir hafa sýnt að amínósýrur í peptíðum nýtast líkamanum betur en fríar amínósýrur. Fiskpróteinið er 100% hreint, rekjanleiki hvar fiskurinn er veiddur og allt hráefnið er unnið á Íslandi af íslensku sprotafyrirtæki.

Náttúruleg lausn við brjóstsviða

Frutin eru töflur sem geta hjálpað þér að neyta fæðu sem getur valdið brjóstsviða án þess að eiga hættu á að finna fyrir óþægindum eftir máltíðina. Unnið í samstarfi við Icecare

Þ

egar Hanne borðaði hamborgara, franskar kartöflur eða of stóra matarskammta leið henni eins og maginn væri útþaninn og sýruframleiðsla magans örvaðist. Stórir matarskammtar geta valdið auknu álagi á ákveðna vöðva þannig að magasýrurnar flæða upp í vélindað.

Aukin sýrumyndun í maga

„Ég á erfitt með að viðurkenna að ég borða ekki eins hollan mat og ég ætti að gera. Ég á það til að borða of stóra matarskammta og elska fitugan mat og franskar kartöflur. Þegar ég borðaði slíkan mat flæddu magasýrurnar upp í vélinda úr maganum með tilheyrandi vanlíðan. Þetta var hræðileg brunatilfinning og ég þurfti samstundis að drekka vatn eða mjólk. Stundum flæddu magasýrurnar líka upp í vélinda þegar ég lagðist upp í rúm. Sérstaklega þegar ég borðaði seint. Það var hræðilegt. Ég fór í heilsubúð og spurði hvort þau ættu náttúrubætiefni sem ég gæti tekið inn,“ segir Hanne. Hanne átti von á því að vera ráðlagt að taka inn myntutöflur og það

Þegar magasýrurnar byrjuðu að flæða tuggði ég tvær Frutin töflur. Þær virkuðu strax. Hanne Ánægður viðskiptavinur

kom því á óvart þegar konan sem rekur verslunina sagði að til væru töflur sem hægt er að tyggja og innihalda náttúrulegar trefjar úr appelsínum. „Afgreiðslukonan útskýrði fyrir mér að þetta eru einu töflur sinnar tegundar sem innihalda þessar einstöku trefjar úr appelsínum. Trefjar sem eru svo sérstakar að þær mynda náttúrulega róandi froðu yfir efsta hluta magans sem hjálpar til við að hindra að magasýrurnar flæða upp í vélindað. Það hljómaði vel og ég var tilbúin að prófa þær náttúrulegu meðferðir sem eru í boði,“ segir Hanne.

Alltaf með Frutin töflurnar

„Ég gat ekki beðið eftir því að fá mér hamborgara og franskar kartöflur með miklu salti. Máltíð

sem ég var viss um að myndi örva magasýrurnar. Þegar magasýrurnar byrjuðu að flæða tuggði ég tvær Frutin töflur. Þær virkuðu strax og ég varð undrandi. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að þessar trefjar gætu hjálpað mér að líða vel á svo skömmum tíma.“ Það er meira en ár síðan Hanne prófaði fyrstu Frutin töfluna og núna er hún alltaf með töflurnar meðferðis, hvert sem hún fer. „Ég er með pakka í eldhúsinu, á náttborðinu og í bílnum.“ Frutin er fáanlegt í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Nánari upplýsingar er hægt er að nálgast á heimasíðu Icecare, www.icecare.is.

Mæli með Frutin fyrir alla „Ég hef verið með mikla uppþembu og brjóstsviða eftir mat í langan tíma. Þetta kemur sérstaklega mikið í ljós ef ég borða seint á kvöldin eða fæ mér gosdrykki eða bjór stuttu fyrir svefninn,“ segir Einar Ágúst Einarsson smiður. „Þar sem ég er smiður og mikið á ferðinni milli vinnustaða er oft auðvelt að detta í skyndibitann og fylgir því brjóstsviði eða uppþemba í nær öll skiptin. Eftir að ég byrjaði að taka Frutin 30 mínútum fyrir svefn eða mat, með vatnsglasi, þá finn ég lítið sem ekkert fyrir óþægindum eða uppþembu. Ég tek líka oft eina töflu eftir mat ef ég hef borðað mikið eða um sterkan mat er að ræða. Ég mæli með Frutin fyrir alla,“ segir Einar.


Suðurlandsbraut 20

108 Reykjavík

Sími: 595 0500

www.egillarnason.is


100% vatnshelt með Aquaseal. Pressuð fösun og náttúrulegri áferð en áður.

HARÐPARKET

NÝ HEIMASÍÐA KOMIN Í LOFTIÐ WW W. E G I L L A R N A S O N . I S Opnunartímar: mán - fös kl. 9–18 og lau kl. 11–15


…heimili og hönnun

10 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Auðvelt að flikka upp á baðherbergið Bryndís Eva Jónsdóttir innanhússarkitekt gefur góð ráð um minniháttar endurbætur á baðherbergjum

B

að og eldhús eru dýrustu herbergin til að endurgera. Ef fólk er ekki tilbúið að setja þá peninga í allsherjar endurbætur sem þarf er oft betra að bíða og gera kannski minna en meira á meðan safnað er. Það er hins vegar hægt að flikka upp á baðherbergi án þess að kosta miklu til,“ segir Bryndís Eva Jónsdóttir innanhússarkitekt. Bryndís Eva lumar á nokkrum gagnlegum ráðum fyrir þá sem vilja flikka upp á baðherbergið. Hún nefnir sem dæmi að það geti breytt miklu að mála þá veggi sem ekki eru flísalagðir. Að setja jafnvel einhvern fallegan og dempaðan lit á. „Oft á tíðum verður baðherbergið allt annað við það. Það er mjög algengt á Íslandi að allir veggirnir séu flísalagðir og þá getur verið mjög skemmtilegt að mála loftið. Þá færðu allt annað andrúmsloft.“ Hvaða litir eru vinsælir um þessar mundir? „Það eru rólegir og hlutlausir litir, jarðlitir eru algengastir eins og grár og brúnn. Grænn og blár eru þó mjög skemmtilegir. Þeir fara vel inni á blautsvæðum en það þarf að passa að þeir séu grátónaðir. Pastellitir eru líka mjög vinsælir, þeir gefa rólegt yfirbragð og eru virkilega fallegir.“ Bryndís Eva segir að fólk þurfi að stíga varlega til jarðar þegar það velur lit á baðherbergið. „Hann þarf að passa við flísarnar og allt

Með u plöntum færð a svona sp stemningu á baðinu

Verk Bryndísar Bryndís Eva Jónsdóttir lærði innanhússarkitektúr í Art Institute of Atlanta og University of Alabama í Bandaríkjunum. Hægt er að kynna sér verk hennar á heimasíðunni bryndiseva.is Mynd | Hari

hitt. Það þarf að skoða heildina. Ég ráðlegg fólki alltaf að kaupa litlar prufur og mála lítið svæði með þeim. Maður þarf að sjá hvernig birtan og lýsingin hafa áhrif á málninguna í þessu rými. Þó einhver litur hafi komið vel út á einum stað þarf hann ekki að gera það á öðrum.“ Hún segir jafnframt að einfaldar og ódýrar breytingar, eins og að skipta um höldur á skápum eða að skipta út handklæðaslá, geti breytt miklu. Þá nefnir hún að mörgum hugnist að lífga upp á rýmið með kertum. „Sjálf er ég svo afar hrifin af plöntum og finnst við Íslendingar ekki nógu duglegir að nota þær inni á baði. Þá færðu svona spastemningu þar.“ Vilji fólk ganga skrefi lengra nefnir Bryndís Eva tvennt sem hægt er að gera án þess að ráðist sé í allsherjar endurbætur. Hún segir að auðvelt sé að skipta um spegil á baðherberginu. „Það er til dæmis hægt að láta skera út nýjan vegglímdan spegil sem getur fært þér mikla rýmisstækkun,“ segir hún. Þá bendir hún á að mörgum geti hugnast að skipta út eldra klósetti fyrir nýtt vegghengt. „Þetta er dýrari aðgerð en þú ert samt ekki að fara að endurgera allt og þú færð salerni sem er auðvelt að þrífa. Ég mæli með því að ef fólk gerir þetta passi það að stokkurinn hafi einhvern tilgang, hann sé ekki bara utan um vatnskassann heldur sé hann framlengdur og tengdur einhverju öðru í rýminu. Það breytir öllu.“ | hdm

Loft í lit Bryndís Eva mælir með því að fólk máli loftið á baðherberginu. Það skapar allt annað andrúmsloft þar.

Mildir litir Jarðlitir, eins og grár og brúnn, eru vinsælir á baðherbergjum en margir kjósa líka grænan eða bláan. Þá hafa pastellitir sömuleiðis notið vinsælda.

Liturinn þarf að passa við flísarnar og allt hitt. Ég ráðlegg fólki alltaf að kaupa litlar prufur og mála lítið svæði með þeim.



EFNI: WHITE WASHED OAK


VORTILBOÐ! Á KRONOTEX HÖRKU PLANKA HARÐPARKETI FYRIR SUMARHÚS, SKRIFSTOFUR, HÓTEL OG HEIMILI.

VERÐ FRÁ 1.490 kr. m² 8 mm planka harðparket AC4 25 ára ábyrgð: Verð frá 1.490 kr. m² 10 mm planka harðparket AC5 30 ára ábyrgð: Verð frá 2.790 kr. m² 12 mm planka harðparket AC5 35 ára ábyrgð: Verð frá 2.990 kr. m² Undirlag og listar á tilboðsverði.

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is


…heimili og hönnun

14 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið.

Ester í sólskálanum Magnús Guðbjartsson, eiginmaður Esterar, lét hendur standa fram úr ermum og byggði einfaldan sólskála.

Sumarið byrjar fyrr eftir að ég byggði sólskála

Ester Inga Óskarsdóttir notar pallinn við bústaðinn allan ársins hring

GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

faldan sólskála. „Við vildum fá meiri not fyrir fallega pallinn okkar og geta notað hann hvernig sem viðraði. Niðurstaðan var sú að ster Inga Óskarsdóttir einfaldasta og ódýrasta leiðin væri hefur búið í sumarbúað byggja yfir pallinn af því skjólstað sínum í Kjósinni veggir voru þegar til staðar.“ ásamt fjölskyldu sinni í sex ár. „Við kunnum Ester segir fjölskylduna nota pallsvo vel við okkur hérna í Kjósinni inn mun meira núna. „Núna notum og þetta er alls ekkert langt frá við pallinn allan ársins hring og Reykjavík. Við stækkuðum bústaðþað alveg ótrúlega mikið. Það er inn bara og gerðum hann að heimyndislegt að sitja í skálanum bæði ili,“ segir Ester hæstánægð en í í sól og myrkri. Og ég get stillt upp bústaðnum býr hún ásamt fíniríi án þess að hafa áhyggjur eiginmanni sínum og af því að það blotni eða tveimur börnum. fjúki,“ segir Ester hlæjt e Sumrin í Kjósinni andi. „Sumarið okkar g g „É íi hafa ekki verið hefur líka lengst með ir n fí p p u stillt upp á marga fiska sólskálanum. Um fa a án þess að h því undanfarin ár og leið og fyrstu sólarleiddist fjölskyldgeislarnir láta sjá sig áhyggjur af i unni að geta ekki verður heitt og notaað það blotn nýtt veglegan palllegt í skálanum og gott eða fjúki“ inn í kringum búað sitja þar með opnar staðinn betur. „Sumardyr. Núna hefst sumarið ið 2014 var hundleiðinlegt, hjá okkur í mars og er miklu það rigndi mikið og pallurinn var lengra en ella.“ ekkert notaður. Það þýddi ekkert Nóg verður að gera hjá Ester og að setja út, hvorki garðhúsgögn fjölskyldu í sumar. „Hér er alltaf eða sumarblóm, það fauk bara allt nóg að gera. Þessa stundina erum út um allt eða rigndi hreinlega við að vinna mikið í lóðinni, rækta niður. Við notuðum pallinn ekkert garðinn og dytta að pallinum.“ þetta sumar og þannig kviknaði Ester heldur úti skemmtilegu hugmyndin að sólskálanum,“ segir heimilisbloggi ásamt dóttur sinni, Ester Inga. Kristjönu Diljá, þar sem hægt er að Magnús Guðbjartsson, eiginfá ýmsar góðar hugmyndir fyrir maður Esterar, lét hendur standa bæði heimilið og bústaðinn. Slóðin fram úr ermum og byggði einer alltsemgerirhusadheimili.is Guðrún Veiga Guðmundsdóttir gudrunveiga@amk.is

E

Baðaðu þig í gæðunum Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is

Lengra sumar Sólskálinn hefur breytt miklu fyrir Ester Ingu og fjölskyldu hennar. Eftir að hann var byggður byrjar sumarið í mars og er miklu lengra en ella.



…heimili og hönnun kynningar

16 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Erum með allar vörur á lager Innréttingar og tæki er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum fyrir baðherbergi Unnið í samstarfi við Innréttingar og tæki

H

vítt er vinsælast núna. Hvítar og stílhreinar línur eru mjög áberandi,“ segir Íris Jensen í versluninni Innréttingar og tæki þegar hún er spurð um hvað sé vinsælast hjá fólki sem er að endurnýja baðherbergi. Íris á og rekur Innréttingar og tæki ásamt eiginmanni sínum, Grétari Þór Grétarssyni. Fyrirtækið hefur alltaf verið fjölskyldufyrirtæki. Það var stofnað árið 1946 og hefur verið rekið á sömu kennitölu allar götur síðan. Fyrr á árum var Innréttingar og tæki heildsala en síðustu 23 árin hefur það sérhæft sig í sölu á vörum fyrir baðhergi. Hvaða vörur eru vinsælastar hjá ykkur? „Gala hreinlætistækin frá Spáni hafa verið seld lengi hér og notið mikilla vinsælda. Við erum mjög stolt af þessum vörum sem eru spænskt handverk og eru enn framleiddar á Spáni, öfugt við marga aðra framleiðendur sem fluttu sig um set eftir að kreppan skall á þar. Gala býður upp á allt í baðherbergin, bæði blöndunartæki og innréttingar.“ Íris segir að Innréttingar og tæki sé sérvörubúð í evrópskum stíl. Hún sé ekki stórmarkaður eins og tíðkist í Ameríku. „En fólk getur samt komið og keypt allt inn á baðherbergið og fengið afhent samstundis. Við erum með allt á lager.“

Allar vörur á lager Í fjölskyldufyrirtækinu Innréttingar og tæki er frábært úrval af vörum fyrir baðherbergi, meðal annars frá spænska framleiðandanum Gala. Mynd | Hari

Íris Jensen

Sex sniðugar og skemmtilegar geymsluleiðir fyrir baðherbergið

4

1

Settu skrautsand, kaffibaunir eða perlur í sæta blómavasa og stingdu förðunarburstunum ofan í.

Gala hreinlætistækin frá Spáni hafa verið seld lengi hér og notið mikilla vinsælda. Við erum mjög stolt af þessum vörum sem eru spænskt handverk og eru enn framleiddar á Spáni

Mikil prýði getur verið af litríkum naglalökkum og þess vegna sniðugt að stilla þeim upp á fallegum kökudiski eða setja þau í kökukrús.

Svona innréttarðu lítið baðherbergi Þegar kemur að litlu rými skiptir notagildi hluta öllu máli Að innrétta lítið baðherbergi þannig að hver einasti fersentimetri nýtist sem best og að rýmið sé jafnframt smekklegt, kann hljóma eins og erfið áskorun. Einhverjum gæti jafnvel þótt þetta alveg vonlaust verkefni. En það er alls ekki raunin. Að innrétta lítið baðherbergi á smekklegan hátt krefst vissulega útsjónarsemi og ekki spillir gott hugmyndaflug fyrir. Þegar hafist er handa er fernt sem gott er að hafa í huga.

Settu upp hillur

5

2

Notaðu smekklega tímaritahirslu undir raftæki á borð við krullujárn, sléttujárn og rakvélina.

Akrýlbox af öllum stærðum og gerðum spara pláss og taka sig vel út inni á hvaða baðherbergi sem er. Slík box eru fáanleg til dæmis í Ikea og Rúmfatalagernum.

3

Ef þú notar mikið magn af hárvörum getur þú sparað talsvert pláss með því að koma brúsunum fyrir í litlum vínrekka.

Ekki reyna að koma fyrir lokuðum skápum á litlu baðherbergi. Það verður bara til þess að minnka rýmið enn frekar. Notaðu frekar hillur og leyfðu fallegum og litríkum handklæðum að njóta sín. Þetta gefur baðherberginu karakter og hlýleika. Háar stigahillur sem ná alveg niður í gólf eru til að mynda skemmtileg lausn. Að koma bastkörfum fyrir undir vaskinum og rúlla handklæðum fallega upp kemur líka vel út og nýting á plássi verður mjög góð.

Hugsaðu um notagildi

6

Krukkur, krukkur, krukkur. Það virðist ætla að vera áfram í tísku að setja hitt og þetta í glerkrukkur. Þær má nýta undir eyrnapinnana, bómullina og hágreiðurnar, svo eitthvað sé nefnt. Það má líka dunda sér við að skreyta krukkurnar skemmtilega áður en þeim er stillt upp.

Notagildi er algjört lykilatriði þegar kemur að því að innrétta lítið baðherbergi. Of margir hlutir sem hafa engan tilgang geta valdið því að baðherbergið virðist ofhlaðið og það skapar óþarfa óreiðu. Hver hlutur skal hafa tilgang. Burt með alla óþarfa skrautmuni. Ef þú vilt ekki að persónlegir munir séu sjáanlegir á baðherberginu er um að gera að hafa hillurnar hátt uppi eða einfaldlega setja þá í lokuð box.

Litirnir mikilvægir Gott er að hafa í huga að nota ljósa liti til að rýmið virðist stærra. Svo er um að gera að lífga upp á með litríkum hlutum; handklæðum, hirslum, speglum og mottum.

Málaðu í ljósum lit

Áður en þú hefst handa við að mála skaltu hafa í huga að ljósir litir láta baðherbergið virka stærra og bjartara. Hvíti líturinn er alltaf sá litur sem við tengjum við hreinleika og það er skynsamlegt að nota hann á lítil rými. En það er alltaf hægt að leika sér með áferð og mynstur þó litirnir séu ljósir og auka þannig dýptina.

Notaðu litríka hluti

Ef veggirnir á baðherberginu eru í ljósum hlutlausum litum er um að gera að lífga aðeins upp á rýmið með litríkum handklæðum eða sápum. Þá er líka skemmtilegt að hafa hillur og spegla í sterkum litum. Það gefur baðherberginu skemmtilegan svip.


…heimili og hönnun kynningar

17 | amk… LAUGARDAGUR 7. mAí 2016

Seljum harðparket sem endist Harðviðarval hefur selt Quickstep, belgískt gæðaparket, í yfir tuttugu ár sem viðskiptavinir kunna vel að meta Unnið í samstarfi við Harðviðarval

F

ólk vill hafa svolítið bjart hjá sér. Það hefur smám saman verið að birta til. Fólk vill greinilega að gólf­ efnin lífgi upp á rýmið,“ segir Egg­ ert Gottskálksson, framkvæmda­ stjóri Harðviðarvals, þegar hann er spurður út í nýjustu strauma og stefnur í vali á parketum. Eggert segir að hvíttað eikar­ parket njóti mikilla vinsælda um þessar mundir. „Fólk er mikið að taka gráhvíttað eða brúnhvíttað parket. Þetta er mikið að færast út í þessa gráhvíttuðu tóna,“ segir hann. Eggert segir að harðparket njóti mikilla vinsælda enda bjóði Harð­ viðarval upp á harðparket í háum gæðaflokki. „Okkar vörur koma frá Quick­Step í Belgíu. Þetta er vatnsvarið parket með mikið rispuþol og höggþol. Við höfum selt vörur frá Quick­Step í yfir 20 ár við góðan orðstír. Þetta parket er víða á íslenskum heimilum og við höfum fundið fyrir því að fólk er ánægt með gæðin. Það kemur aftur og vill kaupa þetta parket.“ Eggert segir að í Harðviðar­ vali fáist ekki bara parketið sjálft heldur einnig öll fylgiefni og annað sem þarf. „Við erum með heildarlausnina, fólk fær allt hér og þarf ekki að fara neitt annað.“ Í Harðviðarvali er fjölbreytt vöruúrval. Eggert framkvæmda­ stjóri segir að auk harðparkets séu aðrar tegundir parkets fáan­ legar og sitthvað fleira. „Við erum með heildarlausnir í viðarparketi, flísum og innihurðum. Þá erum við mikið í teppum og bjóðum upp á línoleumdúka og vínylgólfdúka. Breiddin er til staðar og hér á fólk að geta fundið það sem það er að leita að ef það kemur í heimsókn.“ Harðviðarval var stofnað árið 1978 og hefur verið rekið á sömu kennitölu frá upphafi. Eggert hefur starfað hjá fyrirtækinu um árabil og hann kveðst skynja að viðskiptavinir geri kröfur um gæði og þjónustu. „Fólk er að spá í endinguna og endursöluverð og þar erum við mjög góð. Við erum að selja vörur sem endast og leggjum upp úr því að fólk fái þær lausnir sem það er að leita að.“

Þekkir kröfurnar Eggert Gottskálksson, framkvæmdastjóri Harðviðarvals, hefur starfað í versluninni um árabil og þekkir vel kröfur viðskiptavina. Mynd | Rut

Breiddin er til staðar og hér á fólk að geta fundið það sem það er að leita að ef það kemur í heimsókn. Eggert Gottskálksson Framkvæmdastjóri Harðviðarvals


…heilabrot

18 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Sudoku miðlungs 7 3 6

Krossgátan 6

292

VINGSA

2 3 1 2 5 7 4 8 9 1 6 2 1 5 1 7 8 3 5 2 6

mynd: SofteiS (CC By-SA 3.0)

9 3 7 4 3

7 8

5 2 3

BREKKA

B B R A T S T M Ú I S T U N G N Æ A R G L A G A U S F S V O T A R R M A H A L A U

0<1' -(5=< 23,2à$ && %< 6$

NIÐURFELLING

STEINBOGI

SPENDÝR

ALGENGUR SKINNAVERKUN

VARA

V E S T R A R Æ S T O S K K R Ó S

VEFENGJA HÖGG

TVEIR EINS

TIGNA

UPPNÁMS

MÁLMUR

SKJÖN

KRAFS

STERKA

RJÚKA

SÝKN

A F U R Ð

B L A Ð RÍSA HÆTTA

L I I N I N A Á L Ó A M S A A K

BLÓÐSUGA TVEIR

NEITUN ÁMÆLA

MUNDA

FYRIRHÖFN

STÓLPI

SJÚKDÓMUR

GJÁLFRA FÆÐA

SÆLA GÓL

FLOKKAÐ

ÓBUNDIÐ

TUNGUMÁL ÁLIT

ÞEI

MÓT

SUÐA

UPPHRÓPUN

GÓÐ LYKT

TVÍHLJÓÐI

FUGL

SKADDAST

HLJÓTA

S R O T T F Ú K R E P I Ú R Í Ð U R A U R A P Ú Ð G U T L A U N F L F A Ú L A Ð A Ð U U H Í R S K A S A L L A R Ó L Ú I I E L L A I L M U R N A L A S V I S

GJALDMIÐILL

AFKVÆMI

STYKKI

TRYGGUR

HELDUR BROTT

MERJA SVELG

LAGFÆRING

ÖRVERPI

YFIRSTÉTT

ENGI

ÓSÆTTI

IM

SPRENGIEFNI VELLÍÐAN

BEIKON ROTNA

ELDHÚSÁHALD

FIÐUR SKÁI

TVEIR EINS

PÚSTRAR

KÆLA

NÖGL

SAMTALS VEFJA

ÖÐRUVÍSI ANGAN

MERGÐ

SLÆMA

SAMSKONAR

FLÓN

GUMS FLAN

LJÓSKER

HRÖRNA

ÁVÖXTUR

TALA SKORA DREIFA

ÞEFJA SAMTÖK

FUGL

ÓFAGUR

DUGLAUS

Í RÖÐ

SKRÁ

GLÖTUN

SMÁGREIN

MÆLIEINING

KAPPSAMT

TVÖ ÞÚSUND

SKÆR

GLYRNA

ÁNA

MELTINGARVÖKVI

FRÆGÐ

BLÖÐRU

ÁBURÐUR

DÚTLA

LOKA

FESTA

ÁFENGISBLANDA

SKREF

Í RÖÐ

BÓKSTAFUR

RÁNDÝR

TANGI

MÓHRAUKUR

VIÐLAG

MATREIÐA

GAP

L A L L M J A B Ó T T U K U R U R S E S K D N A D Ú N A R K A A S Í K T L L A L A P P P M P I N A

SKOKK

FARFI

Allar gáturnar á netinu Allar krossgátur Fréttatímans frá upphafi er hægt að nálgast á vefnum krossgatur.gatur.net

PLANTA

MAKA

NÝR

Lausn síðustu krossgátu

ÖRK

STÖKUM

NAFNORÐ

4 6

291

FÍFLAST

UXI

SVIF

TVEIR EINS

7 9 5

BÁRU AÐ

VEIKI

KIPRA

9 5 1 3

STEINTEGUND

ÞAKBRÚN

1 6 1

HYLLI

FÓTÞURKAN

TVEIR EINS

LÍN

4

EINS

TILBÚNINGUR

Sudoku þung 8

LASLEIKI

GYLTU

LÖGUR

HÁTTUR

DRYKKJARÍLÁT

SÍTT

FRÚ

ÞUNGI

FRÉTTA

ERTA

MUNNVATN

VIÐARTEGUND

HEILAN

FISKUR

ÁHLAUP

FRÁRENNSLI

HNAPPA

SKST. KOPAR

UMRÓT

HNOÐAÐ

RAKI

MERGÐ

ÚT

MUN

BÝFUR

KVK NAFN

ÓNÆÐI

LEIÐSLA

GRUNNFLÖTUR

LIÐORMUR

BLUNDA

STEFNA

FLANDUR

ÁLITINN

SAMKOMA

PÍPA

KYRRA

MÁLMUR

GILDRA

HVORT

TÍMABIL

SAMTÖK ALUR

BANKA

TITTUR

KERALD

DRYKKUR

TVEIR EINS Í RÖÐ

AFGANGAR

BRJÓST

FÆDDI

FASTA STÆRÐ



…sjónvarp

20 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Vafrað um eyðibýli

Greta Salóme keppir í Svíþjóð RÚV Eurovision þriðjudaginn klukkan 19. Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision sem haldið er í Stokkhólmi í Svíþjóð. Greta Salóme er fulltrúi Íslands og stígur á svið þetta kvöld. Kynnir er Gísli Marteinn Baldursson.

Vetrakjólar með ermum

KlassísKir gæða fraKKar, Facebook/laxdal.is

GLÆSIKJÓLAR

Skoðið laxdal.is/kjolar •

facebook.com/bernhard laxdal

iminn. is www.f rettat tatimin n.is ritstjor n@fret rettatim inn.is auglysi ngar@f

7. árgang ur 14. tölubla ð apríl 2016 • 8. apríl–10. Helga rblað

n

Panama-skjöli

n Sven Bergma Illnauðsynleg u aðferð í viðtalin

u r í Vestur-Evróp 332 ráðherra skir þar af 3 íslen 4 í skattaskjóli

Ris og fall Sigmundar tta, Upp eins og rake prik niður eins og

RÚV Eyðibýli sunnudag klukkan 20.45. Ný þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Suðurhús í Suðursveit, Hamra á Mýrum, Múlakot í Fljótshlíð, Öxney á Breiðafirði, Heiði á Langanesi og Vatnshorn í Skorradal.

Sean Penn í Óskarsverðlaunamynd

RÚV Milk laugardaginn klukkan 23.35. Óskarsverðlaunamyndin Milk er byggð á sannsögulegum heimildum um Harvey Milk og réttindabaráttu hans í þágu samkynhneigðra. Milk braut blað í sögunni þegar hann náði opinberu kjöri, fyrstur samkynhneigðra í Kalíforníu.

Hulu Difficult People. Drepfyndnir gamanþættir um Julie og Billy sem eru að reyna að koma sér á framfæri sem grínistar í New York. Þau eru bestu vinir og snillingar í að koma sér í vandræði og hata flest alla í lífi sínu nema hvort annað.

Laugardagur 07.05.16 rúv 07.00 KrakkaRÚV 10.30 Bækur og staðir 10.35 Útsvar e. 11.40 Í garðinum Gurrý e. 12.10 Menningin (34:50) 12.35 Baráttan er líf mitt: Nelson Mandela e. 13.20 Sætt og gott e. 13.40 Paradísarfuglar e. 14.35 Íslensku björgunarsv. e. 15.20 Leiðin til Frakklands e. 15.50 Úrslitak. kvk í handb. b 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (125:300) 17.56 Háværa ljónið Urri 18.05 Krakkafréttir vikunnar 18.25 Íþróttaafrek Íslend. e. 18.54 Lottó (37:70) 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.35 Veður 19.45 Alla leið (5:5) 21.05 Mapp og Lucia (3:3) Þáttaröð frá BBC, í þremur hlutum, um Mapp og Luciu sem elda saman grátt silfur í strandbænum Tilling. Lucia, sem er nýorðin ekkja, leigir hús Mapp og dvelur þar sumarlangt með Georgie vinkonu sinni. Þær verða fljótt áberandi í bæjarlífinu, Mapp til mikillar gremju. 22.00 An Accidental Soldier Hjartnæm ástarsaga. Óframfærinn hermaður flýr vesturvígstöðvarnar í fyrri heimstyrjöld. Á flóttanum leitar hann húsaskjóls hjá franskri konu sem hefur bæði misst mann sinn og son í stríðinu. Samband þeirra veitir þeim von á átakatímum. 23.35 Milk Óskarsverðlaunamynd byggð á sannsögulegum heimildum um Harvey Milk og réttindabaráttu hans í þágu samkynhneigðra. Milk braut blað í sögunni þegar hann náði opinberu kjöri, fyrstur samkynhneigðra í Kalíforníu. Aðalhlutverk: Sean Penn, Josh Brolin og Emile Hirsch. Leikstjóri: Gus Van Sant. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 01.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (61)

Bless 18

Snillingar í að koma sér í vandræði

Sunnudagur 08.05.16

skjár 1

rúv

10:35 Dr. Phil 11:55 The Tonight Show 13:55 The Voice (19:26) 15:25 Survivor (10:15) 16:10 My Kitchen Rules 16:55 Top Gear (2:8) 17:45 Black-ish (16:24) 18:10 Saga Evrópumótsins 19:05 Difficult People (4:8) 19:30 Life Unexpected (5:13) 20:15 The Voice (20:26) 21:00 Blue Crush Mynd sem fjallar um brimbrettastelpur sem hræðast ekkert, nema kannski ástina. 22:45 The Raven Spennumynd með John Cusack í aðalhlutverki. Morðingi notar aðferðir úr skáldsögum Edgar Allan Poe sem innblástur í voðaverkum sínum þarf lögreglan að fá skáldið til að hjálpa sér að sjá við honum. Myndin er frá 2012. Stranglega bönnuð börnum. 00:35 Mama Hrollvekjandi spennumynd. Stranglega bönnuð börnum. 02:15 Law & Order: UK (3:8) 03:00 CSI (11:18) 03:45 The Late Late Show

Stöð 2 18:30 Fréttir 18:55 Sportpakkinn

Hringbraut 20:00 Skúrinn 20:30 Mannamál 21:00 Bankað upp á 21:30 Ég bara spyr 22:00 Skúrinn (e) 22:30 Mannamál (e) 23:00 Bankað upp á (e) 23:30 Ég bara spyr (e)

N4 19:00 Milli himins og jarðar(e) 19:30 Orka landsins 2(e) 20:00 Milli himins og jarðar(e) 20:30 Föstudagsþáttur 21:30 Íslendingasögur 22:00 Að vestan 22:30 Hvítir mávar 23:00 Mótorhaus (e)

07.00 KrakkaRÚV 10.10 Bækur og staðir 10.15 Alla leið (5:5) e. 11.20 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónva. 11.35 Dýrleg vinátta e. 12.30 Attenb. og Björk e. 13.20 Hreint hjarta e. 14.25 Afmælistónleikar ASÍ e. 15.30 Sætt og gott e. 15.50 Úrslitak. kk í handb. b 17.45 Táknmálsfréttir 17.55 KrakkaRÚV (126:300) 17.56 Ævintýri Berta og Árna 18.00 Stundin okkar (6:22) e. 18.25 Basl er búskapur (8:11) 19.00 Fréttir, íþróttir 19.35 Veður 19.45 Landinn 20.15 Eurovisionfararnir 2016 20.45 Eyðibýli (1:6) Ný þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Suðurhús í Suðursveit, Hamra á Mýrum, Múlakot í Fljótshlíð, Öxney á Breiðafirði, Heiði á Langanesi og Vatnshorn í Skorradal. Umsjónamaður: Guðni Kolbeinsson. Dagskrárgerð: Björn Emilsson. 21.25 Svikamylla (9:10) Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna. 22.25 Einn á báti (A Single Man) Margverðlaunuð kvikmynd með Colin Firth og Julianne Moore í aðalhlutverkum. Enskukennari missir félaga sinn til sextán ára á sviplegan hátt. Sorgin eftir missinn leiðir hann út á ystu nöf. Leikstjóri: Tom Ford. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.05 Útvarpsfréttir

skjár 1 10:35 Dr. Phil 12:35 The Tonight Show 13:55 The Voice (20:26) 14:40 Vexed (1:6) 15:30 Growing Up Fisher 15:50 Philly (18:22)

16:35 Reign (22:22) 17:20 Parenthood (8:22) 18:05 Stjörnurnar á EM 2016 18:35 Leiðin á EM 2016 (9:12) 19:05 Parks & Recreation 19:25 Top Gear: The Races 20:15 Scorpion (21:25) 21:00 L&Order: SVU 21:45 The Family (4:12) Drengur sem hvarf sporlaust fyrir áratug snýr óvænt aftur til fjölskyldu sinnar. Mamma hans var að stíga sín fyrstu spor í stjórnmálum þegar sonurinn hvarf en er núna orðin borgarstjóri. Allir í fjölskyldunni eiga sín leyndarmál og það eru ekki allir sannfærðir um að unglingurinn sem snéri tilbaka sé sá sem hann segist vera. 22:30 American Crime (4:10) 23:15 The Walking Dead 00:00 Hawaii Five-0 (21:25) 00:45 Limitless (4:22) 01:30 Law & Order: SVU 02:15 The Family (4:12) 03:00 American Crime (4:10) 03:45 The Walking Dead 04:30 The Late Late Show

Stöð 2 18:30 Fréttir 18:55 Sportpakkinn

Hringbraut 20:00 Lóa og lífið 20:30 Bankað upp á 21:00 Mannamál 21:30 Ég bara spyr 22:00 Þjóðbraut á sunnudegi

N4 15:30 Íslendingasögur 16:00 Að vestan 16:30 Hvítir mávar 17:00 Að norðan 17:30 Mótorhaus (e) 18:00 Milli himins og jarðar 18:30 Orka landsins 1(e) 19:00 Milli himins og jarðar(e) 19:30 Orka landsins 2(e) 20:00 Skeifnasprettur 20:30 Föstudagsþáttur 21:00 Skeifnasprettur 21:30 Íslendingasögur 22:00 Skeifnasprettur

in 10

Spilltasta þjóð

amaðurinn 8

Sænski blað

m felldi Maðurinn se herra forsætisráð

þ v o t tav é l a r - þ u r r k a r a r - u p p þ v o t tav é l a r

r a g a d a t t o v Þ 25% Hemúllinn Fjölskyldufaðir í Breiðholti − turvelli pönkari á Aus Mannlíf 62

Við getum tekið sem dæmi sólpalla þar sem algengasta grafa aðferðin er að holur og steypa hólka. Með þessum skrúfum er ferlið mun einfaldara, öruggara og

Viðhald húsa

FRÉTTATÍMINN

apríl 2016 Helgin 8.–10. www.frettatiminn.is

kostnaðarminna.

17

Dýrleif Arna Guðmundsdóttir, hjá Áltaki. verkfræðingur

ið Húsið var herset af köngulóm sér hús á Selfossi hennar keyptu og heilum og eiginmaður myglusveppi dag. Auk Auður Ottesen þurftu að vinna bug á húsi í eftir hrun. Þau en eru ánægð í endurbættu og nú eru þau andlitslyftingu her af köngulóm garðurinn fengið hússins hefur í gegn. 8 að taka bílskúrinn

Mynd | Páll Jökull

Fjárfesting sem steinliggur

Pétursson

Sérblað

9

Smiðjuvegi 870 Vík

• Steinsteypa • Mynstursteypa • Graníthellur • Viðhaldsefni • Stoðveggjakerfi • Múrkerfi • Einingar • Gólflausnir • Garðlausnir

20 YFIR

TEGUNDIR AF HELLUM

Minna mál með

Berghólabraut 230 Reykjanesbær

Hrísmýri 8 800 Selfoss

Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður

Malarhöfða 10 110 Reykjavík

Sími 4 400 400 www.steypustodin.is

4 400 400 4 400 600 4 400 630 4 400 573 í síma og láttu Hafðu samband aðstoða þig sérfræðinga okkarlausnina. við að finna réttu

ndinu

la fyrir heimilin í is

Mynd | Hari

Jóhannes Kr.

Kristjánsson

28

Apple tæki frá 10 heppnir sem versla miða á Justin Bieber. 1. mars til 15. maí vinna

Sérverslun

með Apple vörur

urnar Mac skólabæk nglunni fást í iStore Kri MacBook Air

www.sagamedica.

Retina 13" MacBook Pro og léttri hönnun Alvöru hraði í nettri Ótrúleg skjáskerpa

Frá 247.990 kr.

13"

Þunn og létt með rafhlöðu sem dugar daginn

KRING LUNN I

ISTOR E.IS

Frá 199.990 kr.

UmBOÐsmENN Um aLLT LaND

LágmúLa 8 · sími 530 2800


…sjónvarp

21 | amk… LAUGARDAGUR 7.MAÍ 2016

Álag að þurfa að ná öllum þáttum í seríum Sófakar taflan Sverrir Bollason Verkfræðingur – situr í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar

Spenna, drama, kynlíf og ráðgátur Netflix How To Get Away With Murder. Ef þú hefur haft gaman af léttmeti eins og Grey’s Anatomy, Scandal og fleiri þáttum ættirðu að hafa gaman að How To Get Away With Murder. Aðalsöguhetja þáttanna, Annalise Keating, er kennari í lagadeild í háskóla í Bandaríkjunum og lætur hún sína bestu nemendur leysa með sér alvöru glæpi. Þetta er ágætlega heppnuð blanda af spennu, drama, kynlífi og ráðgátum. Getur ekki klikkað.

Blikar í heimsókn í Árbænum

„Ef ég er á þönum allan daginn er ekki ólíklegt að ég hlunkist í sófann til að rifja upp hvað á gekk á twitter yfir daginn. Ég fæ stundum ákúrur fyrir símnotkun yfir sameiginlegu sjónvarpsglápi fjölskyldunnar. Beinar útsendingar hafa öðlast svolítið skemmtilega nýja vídd með tilkomu twitter. Hlakka til að horfa á Eurovision með twitter fam. Fjölskyldan er að vinna sig gegnum Harry Potter myndirnar á sínum vikulegu bíókvöldum en það höfðar

svolítið takmarkað til mín. Ég er meira fyrir vísindaskáldskap en ævintýramyndir. Mér finnst frábært hvað sjónvarpsþættir eru orðnir góðir en mér finnst svolítið álag að þurfa að ná öllum þáttum í löngum framhaldsseríum. Ég reyni að ná Bedrag, House of Cards (sem ég sá reyndar bresku útgáfuna af fyrir nokkrum árum) og Ligeglad en Elementary er líka í miklu uppáhaldi. Í veikindum í mars raðhorfði ég Narcos og bíð yfirspenntur efir nýrri seríu. Sófinn er líka svolítið notaður til að lesa. Mitt fag, skipulagsmálin, er líka mitt helsta áhugamál svo tímarit, bækur og vefrit tileinkuð þeim

Sítengdur Sverrir Bollason fær stundum ákúrur fyrir símnotkun yfir sameiginlegu sjónvarpsglápi fjölskyldunnar. Mynd | Rut

viðfangsefnum eru oft uppi við. Ég tók síðasta sumar og fram á haustið að lesa gegnum 1Q84 eftir Haruki Murakami sem var ánægjulegt en kannski nokkuð endasleppt. Ég var

líka að hefja endurlestur á Blue Ant seríunni hans William Gibson. Ég tek gjarnan við uppástungum að góðu lestrarverkefni í sumar á @sverrirbo.“

EINKENNISKLÆÐNAÐUR

Stöð 2 Sport Fylkir – Breiðablik sunnudaginn klukkan 19.15. Fylkir og Breiðablik mætast í annarri umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð og vilja komast á réttan kjöl.

Úrslitastund í Survivor CBS Survivor: Kaôh Rong Þetta er þrítugasta og önnur þáttaröðin af þessum vinsælu raunveruleikaþáttum sem eiga sér traustan aðdáendahóp hér á landi. Þáttaröðin var tekin upp í Kambódíu og þykir ein af þeim bestu frá upphafi. Úrslitin ráðast nú í maí.

Páll stýrir Sprengisandi

Bylgjan Sprengisandur sunnudaginn klukkan 10. Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, hefur tekið við stjórnartaumunum á Sprengisandi eftir að Sigurjón M. Egilsson færði sig yfir á Hringbraut. Þetta er fyrsti þáttur hans.

Uppgjör bræðra Bíó Paradís The Ardennes. Verðlaunamynd frá Toronto-hátíðinni í fyrra. Hér segir af tveimur bræðrum, annar er nýlaus úr fangelsi og hinn vill gjarnan snúa við blaðinu, og fyrrverandi kærustu þess fyrrnefnda. Úr verður rosalegur ástarþríhyrningur og uppgjör milli bræðranna.

„Ekki sætta þig við staðlaðan svartan, hvítan eða bláan lit. Með Skyrtu eru möguleikarnir nánast óteljandi.“ WWW.SKYRTA.IS · MYSKYRTA@SKYRTA.IS · LAUGAVEGUR 49, BAKATIL


…fólk

22 | amk… LAUGARDAGUR 7. MAÍ 2016

Aron Can með umboðsmann Ungi tónlistarmaðurinn Aron Can hefur slegið í gegn með lögunum Þekkir stráginn og Enginn mórall. Myndband sem frumsýnt var á dögunum hefur farið víða og hlustunarpartí á Prikinu var vel sótt. Aron Can er nú kominn með umboðsmann og ætlar greinilega að vera við öllu búinn á næstunni. Það er Óli Tjé sem hefur tekið að sér starf umboðsmanns Arons. Óli heitir réttu nafni Ólafur Thors og fer mikinn á Twitter undir nafninu @olitje. Hann starfar á daginn hjá Plain Vanilla og var á árum áður maðurinn á bakvið Flickmylifevefinn vinsæla.

Kokkur á einu vinsælasta kaffihúsi Berlínar Freyr Ævarsson töfrar fram dýrindis rétti fyrir listunnendur Íslenskur matreiðslumaður, Freyr Ævarsson, sér nú um nýjan kvöldmatseðil á einu vinsælasta kaffihúsi listunnenda í Berlín. Um er að ræða kaffistofuna á arkin Staðurin tektastofu David id av D at e n Kanti Chipperfield sem d el fi Chipper nefnist Kantine. e 11 Joachimstrasste Upphaflega var it -M Berlin kaffistofan hugsuð fyrir starfsfólk arkitektastofunnar en fljótlega fór listaelíta borgarinnar að venja komur sínar þangað og vinsældirnar jukust jafnt og þétt. Nú er staðan orðin þannig að

starfsfólkið fær varla borð í hádeginu nema panta það fyrirfram. Fram að þessu hefur staðurinn eingöngu boðið upp á morgunog hádegismat, en á kvöldin hafa verið þar kokteilboð vegna opnana listsýninga. Nú er hins vegar að verða breyting á og staðurinn hefur kynnt til sögunnar Kantine Klub Dinner, til að anna gríðarlegri eftirspurn. Á kvöldin munu matar- og listunnendur geta komið saman á kaffistofunni í góðra vina hópi, en boðið verður upp á þriggja rétta matseðil sem Freyr Ævarsson hefur töfrað fram. Þá verður einnig boðið upp á bröns um helgar. Gerir upp Sigríður Elva eyðir öllum lausum stundum í að gera upp flugvél á Reykjavíkurflugvelli.

EYSTRARSALTIÐ Eistland, Lettland og Litháen

Mynd | Hari

3ja landa sýn 2.-9. júlí Einstök ferð um stórfallega náttúru og sögusvæði þriggja landa við Eystrarsaltið, Eistland, Lettland og Litháen. Við heimsækjum þrjár fallegustu borgirnar við Eystrasaltið í einni og sömu ferðinni, Tallinn í Eistlandi, Riga í Léttlandi og loks Vilnius í Litháen. Við skoðum hallir, kastala, lítil sveitaþorp, kynnumst fallegri náttúru og heimamönnum.

Listflug er gott fyrir geðheilsuna og útlitið

239.900 kr

Verð per mann í 2ja manna herbergi

Innifalið er: flug skattar, hótel með morgunmat, öll keyrsla og skoðunarferðir, þá er islenskur fararstjóri og aðgangur skv ferðalysingu. WWW.TRANSATLANTIC.IS

Sjónvarpskonan Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir var rekin af Stöð 2 og ákvað í kjölfarið að gera bara það sem henni finnst skemmtilegt. Nú smíðar hún listflugvél, lærir að fljúga henni og segir að það sé allra meina bót að sitja í pínulítilli rellu og snúast í hringi í háloftunum. SÍMI: 588 8900

Á SLÓÐIR MAYA INDÍÁNA

MEXICO, BELIZE & GUATEMALA 04

-

19

Október

2016

Við kynnumst stórkostlegri náttúru, dýralíf og hinum forna menningarheimi Maya indíána. Skoðum m.a. píramída,gamlar menningaborgir, syndum í sjónum við næst stærsta kóralrif heims og upplifum regnskóginn. Endum svo á lúxus hóteli við Karabíska, þar sem allt er innifalið.

568.320.á mann í 2ja manna herbergi

Innifalið: Flug, skattar, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri, allar ferðir og aðgangur þar sem við á. WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

Óskar Hrafn Þorvldsson oskar@amk.is

E

ftir að mér var sagt upp á Stöð 2 tók ég ákvörðun um að gera helst ekkert sem mér finnst leiðinlegt, vinna bara nákvæmlega eins lítið og ég þarf og leika mér þeim mun meira,“ segir sjónvarpskonan Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sem eyðir nú flestum stundum úti á flugvelli þar sem hún smíðar, ásamt félögum sínum, listflugvél og lærir að fljúga henni. Það er ekki vinna sem slík og því „þarf“ hún að eigin sögn að vinna nokkra daga í mánuði sem leiðsögumaður. „Ég fer nokkra túra með ferðamenn og nýti mér síðan tengslanet mitt í jaðaríþróttum til að hjálpa til að mynda með kvikmyndagerðarmönnum sem koma hingað til að taka upp þætti og myndir.“ En það er listflugið sem á hug hennar allan og hún bókstaflega lifnar við þegar talið berst að því. „Ég gæti nú eiginlega skrifað sjálfshjálparbók um þetta undur. Listflugið er nefnilega ekki bara gott fyrir geðheilsuna heldur gerir líka stórkostlega hluti fyrir útlitið,“ segir Sigríður Elva og hlær. Hún viðurkennir fúslega að vera adrenalínsjúklingur og að listflugið uppfylli þörf hennar fyrir háska og hættu. Eins og sakir standa eru hún og félagar hennar að smíða Pitts listflugvél. Verið er að leggja lokahönd á vængina og síðan verður byrjað á skrokknum. „Þetta er í það minnsta tveggja ára verkefni og síðan þarf ég víst að læra að

fljúga þessu. Reyndar stefnir allt í að ég verði fyrsti próflausi heimsmeistarinn í listflugi. Ég er frábær í að fljúga á hvolfi en ég kann ekki að lenda. Flugkennarinn minn segir mér þó að hafa ekki áhyggjur af því þar sem þessar vélar lenda alltaf á endanum,“ segir Sigríður Elva sem í millitíðinni flýgur um háloftin á annarri vél sömu gerðar. Og þótt verið sé að smíða eina vél þá er líka unnið í vélinni sem flogið er á í dag. „Dvergurinn ég næ ekki niður á pedalana með fallhlíf á bakinu eins og vélin er í dag. Það er víst bæði æskilegt að vera með fallhlíf og ná niður á pedalana þegar maður flýgur svo við þurftum að smíða nýtt sætisbak í hana með ramma til að skorða fallhlífina. Þá verð ég alveg til fyrirmyndar í vélinni, með fallhlíf og næ niður á pedalana,“ segir Sigríður Elva.

Andlitsfegurð Sigríður Elva segir flugið draga fram fegurðina í andlitinu.

„Ég næ ekki niður á ð pedalana me fallhlíf á bakinu.“

Ég hef aldrei verið jafn hrædd og þegar… …ég keyrði á sirka 300 ára gömlum jeppa með kornungum, spólgröðum heimamanni sem dreymdi um að vera Formúlu 1-ökumaður á mjög þröngum fjallvegi í Nepal. Þetta voru einbreiðir vegir, skafnir út úr fjallshlíðinni og fallhæðin var 300 til 400 metrar á köflum. Þarna langaði mig til að vera með fallhlíf. Ég fæ í magann af því að hugsa um þetta.



1300 börn mættu í prufu fyrir Bláa hnöttinn í Borgar-

leikhúsinu og nú er búið að velja 22 krakka sem munu leika í sýningunni. Tvenn systkini enduðu í lokahópnum. Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir og frumsýning er í september.

alla föstudaga og laugardaga

Arnaldur tilnefndur til virtra verðlauna Spennusagnahöfundurinn Arnaldur Indriðason er tilnefndur til hinna virtu The European Crime Fiction Star Award, eða Ripperverðlaunanna. Þetta eru virtustu glæpasagnaverðlaun í Evrópu en þau eru veitt á tveggja ára fresti á alþjóðlegri glæpasagnahátíð, Mord am Hellweg. Auk Arnaldar eru tilnefnd þau Jo Nesbø, Sebastian Fitzek og Ingrid Noll. Sigurvegarinn verður kynntur á hátíðinni á næsta ári og hlýtur hann að launum um eina og hálfa milljón króna. Athygli vekur að meðal þeirra sem sátu í valnefnd fyrir verðlaunin var Yrsa Sigurðardóttir sem háð hefur harða baráttu við Arnald um hylli íslenskra glæpasagnaunnenda.

Brúðkaupsbardagi aldarinnar hjá Kardashian-klaninu Kardashian-klanið notar allar, og þá meina ég allar, aðferðir í bókinni til að vekja athygli á sér. Nýjasta ævintýrið úr herbúðum fjölskyldunnar er brúðkaupsbardagi sem kalla mætti brúðkaupsbardaga aldarinnar svona í ljósi þess að frekar lítið er um brúkaupsbardaga í heiminum þessi misserin. Bardaginn er á milli hinnar 18 ára gömlu þokkadísar Kylie Jenner, einnar af Kardashian-systrunum, sem ætlar að ganga í það heilaga með kærasta sínum Tyga og smá-

Blac Chyna

stirnisins Blac Chyna sem ætlar galvösk upp að altarinu með Rob Kardashian, eina Kardashian-bróðurnum. Kylie ætlar sér að halda flottara brúðkaup en fröken Chyna og er byrjuð að njósna um undirbúninginn hjá Chyna. Til að flækja málin enn frekar er Blac Chyna barnsmóðir blessaðs Tyga og þau víst í þokkalegu sambandi. Sem gerir það að verkum að allt sem Kylie Jenner veit, veit Blac Chyna. Spennið beltin því þessi brúðkaupsbardagi er enn í fyrstu lotu.

Kylie Jenner

Heimsþekktu amerísku heilsurúmin frá Spring Air.

Nú í Dorma

Popparar að komast í sumarfíling Logi Pedro og félagar hans í hljómsveitinni Retro Stefson vinna nú að næstu plötu sveitarinnar. Sveitin ætlar greinilega að láta til sín taka í sumar og er að leggja lokahönd á eitt stykki sumarsmell. „Sit í stúdíóinu með Styrmi. Það er verið að mixa næsta Retro Stefson lag. Sturlað lag. Búið að skjóta vídjó,“ segir Logi. Gömlu mennirnir í Quarashi ætla sömuleiðis að vera virkir í sumar. Þeir hafa boðað komu sína á Þjóðhátíð og hafa af þeim sökum tekið upp nýtt lag. Myndband verður tekið upp í næstu viku og það eru þeir Gunni & Sammi sem leikstýra.

Margrét hættir á Stöð 2 Sjónvarpskonan Margrét Maack hefur sagt upp störfum á Stöð 2 og hættir í Íslandi í dag um næstu mánaðamót. Innkoma Margrétar var eins og ferskur andvari í þáttinn síðasta haust og því hlýtur uppsögnin að koma eins og reiðarslag fyrir stjórnendur 365. Mun Margrét hafa verið ósátt við stöðu sína í fyrirtækinu og taldi vinnu sína ekki nógu vel metna af yfirmönnum.

Spring Air REGENCY heilsurúm með classic botni Trusted by millions since 1926.

Komdu og leggstu í draumarúmið! Regency er sérlega vandað heilsurúm frá Spring Air, einum þekktasta rúmaframleiðanda Bandaríkjanna. Gerðu kröfur um gæði – Spring Air stenst þær. • Fimm svæðaskipt poka­ gormakerfi

• Silkiblandað bómullar­ áklæði

• Tvöfalt gormakerfi

• Steyptur svampur í köntum

• Hægindalag í yfirdýnu

• Sterkur botn

Kynningartilboð 180 x 200 cm Fullt verð: 279.900 kr.

Aukahlutir á mynd: Náttborð og smávara

Val um svart eða hvítt PU leður eða grátt áklæði á botni.

Fáanlegt í stærðunum 120/140/160/180 x 200 cm

Aðeins 209.925 kr.

Mikið úrval af hægindastólum á góðu verði

25%

TUCSON POWER hægindastóll rafdrifinn

TUCSON hægindastóll

Stillanlegur hægindastóll. Svart, brúnt og grátt leður á slitflötum. Stærð: 85x90 H:104 cm.

Stillanlegur hægindastóll. Svart, brúnt og grátt leður á slitflötum. Stærð: 85x90 H:104 cm.

Fullt verð: 129.900 kr.

Fullt verð: 99.900 kr.

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Aðeins 97.425 kr. Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 10–18 Laugardaga kl. 11–16 www.dorma.is

25%

Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði 456 4566

Aðeins 74.925 kr.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.