Amk 26 08 2016

Page 1

FÖSTUDAGUR

26.08.16

HEILSUTÍMINN

20 SÍÐNA AUKABLAÐ FYLGIR

GÍSLI MARTEINN MEÐ SLITNA HÁSIN

RAGNHEIÐUR RAGNARS FÉKK AÐ UPPLIFA GLAMÚRLÍFIÐ Í HOLLYWOOD EN KEMUR SÁTT HEIM

6 GÓÐ RÁÐ TIL AÐ KOMA SÉR AF STAÐ Í RÆKTINNI Mynd | Rut

HEIÐDÍS MISSTI 75 KÍLÓ Á ÞREMUR ÁRUM TVÍBURAMAMMA SEM TEKUR Á ÞVÍ Í MJÖLNI

2


…fólk

2 | amk… FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Fyrsta stóra rifrildið hjá Taylor og Tom Erfitt að láta sambandið ganga meðan Tom er í Ástralíu. Taylor Swift og Tom Hiddleston hafa rekist á fyrstu hindrunina í sambandi sínu. Parið reifst heiftarlega eftir að Hiddleston byrjaði í tökum á nýrri kvikmynd, Thor: Ragnarok, í Ástralíu. Tímaritið US Weekly greinir frá því að parið hafi verið óaðskiljanlegt í sumar. Frá því að fyrst sást til þeirra saman í júní voru þau eins og samlokur þar til Tom flaug til Ástralíu. Og þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni, rifrildið sner-

ist um að þau eyddu ekki nógu miklum tíma saman eftir að tökur hófust í b ­ yrjun mánaðarins. „Það var svo mikið að gerast að það var erfitt að samræma dagskrár þeirra. Þau voru ósátt við að þau gætu ekki hist,“ sagði heimildarmaður US Weekly. En skötuhjúin eru harðákveðin í að halda fun­anum í sambandinu og því flaug Hiddleston til Bandaríkjanna í tveggja daga heimsókn til Swift á ­dögunum.

Nicole Richie er ekki hrifin af Justin Bieber Nicole Richie hefur áhyggjur af litlu systur sinni, Sofia Richie, en hún hefur verið orðuð við söngvarann Justin Bieber að undanförnu. Þau hafa verið mynduð í bak og fyrir við hverskonar tækifæri og virðast skemmta sér mjög vel saman. Samkvæmt heimildarmanni OK er Nicole ekki að treysta Justin fyrir litlu systur sinni. „Nicole hefur verið á þessum stað og sér í gegnum Justin. Hann er þekktur fyrir að fara stúlkna á milli og Nicole vill ekki að Sofia verði særð,“ segir þessi heimildarmaður. Sofia hefur eytt miklum tíma með Justin í Los Angeles að undanförnu auk þess sem hún starfar sem fyrirsæta.

Erfitt að gera Mariah Carey til geðs Það hefur aldrei verið leyndarmál að Mariah Carey er algjör „díva“. Hún hefur að undanförnu verið við tökur á 8 þátta heimildarseríu sem kallast Mariah’s World og voru kröfur hennar við tökur og á tökustað ótrúlegar, svo vægt sé til orða tekið. Mariah heimtaði að hún yrði bara mynduð frá annarri hliðinni og vildi fara yfir hverja einustu töku til að sjá hvort hún væri ekki örugglega óaðfinnanleg. Hún lét laga á sér hárið og farðann á um það bil 5 mínútna fresti og vildi ekki vinna meira en 6 klukkustundir í einu. Hún bað um hvítar rósir í búningsherbergi sitt og allt átti að vera skínandi fínt hjá henni. Maturinn hennar varð líka að vera gerður af sérstökum kokki og hún vildi ekki borða neitt annað. Þættirnir verða sýndir á E! Í desember.

Kanye brjálaður yfir sundfatamyndum Kim Það hefur gengið á ýmsu að undanförnu í hjónabandi Kanye West og Kim Kardashian. Samkvæmt heimildarmanni RadarOnline, sagði Kanye við hana um daginn að hann þyrfti að fara að sinna viðskiptum og hann ætlaði að gera það án hennar. Kim ákvað því að fara til Mexíkó og hafa birst margar myndir af henni frá þeirri ferð í efnislitlum sundfötum án giftingarhringsins. Kanye varð mjög reiður að sjá myndirnar, aðallega út af fatnaðinum sem hún klæddist. Hann hringdi í konu sína og bað hana að klæða sig í föt og bætti við: „Þú ert gift og ættir að byrja að haga þér eins og þú sért gift.“

Britney Spears drukknaði næstum því á Hawaii Britney Spears komst í hann krappan þegar hún var í sumarfríi á Hawaii. Hún sagði frá atvikinu í útvarpsviðtali á BBC. „Ég fór út í og hélt að ég væri að synda í svona öldulaug sem er gerð af manna höndum. Þetta var svo indælt, frískandi og fallegt. Ég gerði mér ekki grein fyrir hvað straumurinn varð sterkur og ég fór á kaf í sjóinn í örugglega um 5 mínútur. Ég skildi ekki hvar strandverðirnir héldu sig eiginlega, því ég hefði auðveldlega getað drukknað þarna og var mjög nálægt því.“ Þetta fór nú samt allt vel en söngkonunni var mjög brugðið. Þess má til gamans geta að nýjasta plata söngkonunnar kemur út í dag en hún ber nafnið Glory.

„Það er meira að gera hjá Tom en henni núna svo þetta hefur verið erfitt. Þau ætla að láta þetta ganga.“

Ástfangin Taylor Swift og Tom Hiddleston eru í sitt hvorri heimsálfunni um þessar mundir en eru ákveðin í að láta samband sitt ganga. Mynd | Getty

Við Eiður Smári ­tökum eitt tímabil í einu og sjáum svo til Gísli Marteinn Baldursson sleit hásin í bolta með félögum sínum en neitar að játa að knattspyrnuferillinn sé á enda þó hann sé orðinn 44 ára.

Þ

etta verður fín tilraun að vera bíllaus, ekki bara með tvö börn og hund heldur líka á hækjum,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður sem varð fyrir því óláni að slíta hásin í vikulegum fótbolta í vikunni. Þú ert orðinn 44 ára gamall. Hvernig má það vera að þú sért að slasa þig í fótbolta? „Þegar ég hætti í fótbolta, 1992 eða 3, stofnuðum við félagarnir knattspyrnulið sem spilaði lengi vel í utandeildinni. Svo höfum við ekki gert það í nokkur ár en við höfum hins vegar haldið úti reglulegum Rögnubolta á mánudagskvöldum. Og þetta gerðist í einum slíkum bolta. Ég ætlaði að taka á sprett en þá slitnaði hásinin einfaldlega,“ segir Gísli sem kippir sér lítið upp við meiðslin. Hann fór þó beinustu leið upp á slysadeild og bjóst við að vera sendur í flókna aðgerð. „Ég las BS -ritgerð um hásinameiðsl á meðan ég beið og þar kom fram að það eru 10 karlar fyrir hverja konu sem slíta hásin. Og meðalaldur þessara karla er eitthvað á bilinu 41-44 ára svo það var augljóst að þetta hlaut að gerast. Það vantaði bara í lýsinguna að viðkomandi væru gjarnan fyrrum borgarfulltrúar og sjónvarpsmenn.“ Var þér svo skutlað á aðgerðarborðið? „Nei, ég hélt að þeir myndu skera mann upp eins og gert er í enska boltanum en þeir læknarnir fullyrtu að það væri ekki lengur besta úrræðið. Best væri að gera bara ekki neitt. Þannig að fóturinn var settur í gifs og þannig verður hann í 6-8 vikur. Svo fer ég væntanlega í einhvers konar endurhæfingu. Ég labba nú og hjóla mikið svo það hlýtur að koma sér vel.“ Ertu þá búinn að leggja skóna formlega á hilluna? „Ég vil ekki segja neitt af eða á.

Játar sig ekki sigraðan Gísli Marteinn sleit hásin í fótbolta á mánudagskvöldið. Hann verður í gifsi næstu 6-8 vikurnar. Mynd | Rut

Við Eiður Smári tökum hvert síson fyrir sig og sjáum hvað gerist. Ég er sennilega það sem heitir í enska

Þetta verður fín tilraun að vera bíllaus, ekki bara með tvö börn og hund heldur líka á hækjum.

boltanum „out for the season“. Svo sjáum við hvað gerist á næsta tímabili.“ Þangað til hefur Gísli Marteinn í nógu að snúast í störfum sínum á RÚV. Í október hefur Vikan með Gísla Marteini aftur göngu sína á föstudagskvöldum en þátturinn sló í gegn síðasta vetur og var vinsælasti spjallþáttur landsins. „En núna er ég að undirbúa afmælisþátt með Ragnhildi Steinunni þar sem við fögnum 50 ára afmæli Sjónvarpsins. Hann fer í loftið nú í byrjun september,“ segir Gísli.


HREYFING Á AÐ VERA SKEMMTILEG!

ÓKEYPIS KYNNINGARTÍMI

15%

AFSLÁTTUR Í ÁGÚST

FÁÐU ÞÉR ÁRSKORT! 5 PARTÝ + 3 JÓGATÍMAR Á VIKU · 200 ZUMBA PARTÝ + 100 JÓGA TÍMAR

EINNIG KLIPPIKORT - 5, 10 EÐA 20 TÍMA

BYRJENDUR Á ÞRIÐJUDÖGUM KL. 19

með Theu

DANS & JÓGA DANS & JÓGA · VALSHEIMILIÐ HLÍÐARENDA · WWW.DANSOGJOGA.IS


…viðtal

4 | amk… FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Skrifar handrit að tveimur kvikmyndum

Ragga Ragnars fékk að upplifa glamúrlífið í Hollywood síðustu tvö ár. Hún fór í nokkur frumsýningarpartí og gekk rauða dregilinn ásamt fína og fræga fólkinu, sem hún ber vel söguna. Nú er hún hins vegar komin heim og orðin markaðsstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtæki. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@frettatiminn.is

S

unddrottningin og leikkon a n R a g n he ið u r Ragnarsdóttir er f lutt aftur heim til Íslands eftir að búið í Los Angeles í tvö og hálft ár, þar sem nam hún leiklist við New York Film Academy og reyndi fyrir sér sem leikkona. Ragga, eins og hún er oftast kölluð, hefur verið ráðin markaðsstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Fisherman á Suðureyri en mun hafa aðsetur í Sjávarklasanum í Reykjavík, þar sem við setjumst einmitt niður í spjall.

Fékk nokkur starfstilboð

„Ég var bara með visa til að starfa úti í eitt ár og á meðan ég er ekki í stórum verkefnum þar þá er fínt að koma heim í smá stund. Þriggja ára sonur minn þurfti líka að komast í leikskóla og það var léttir hvað það varðar að koma heim,“ segir Ragga til að útskýra hvað varð til þess að hún ákvað að yfirgefa borg englanna. „Auðvitað hefði hann getað farið á leikskóla úti, en það er allt miklu þægilegra hérna heima og maður veit hvað maður fær.“ Ragga tekur þó fram að það hafi alls ekki verið erfitt að vera með lítið barn í LA. Hún segir son sinn, Breka, hafa notið sín vel og hann tali stundum um að hann vilji fara aftur til Kaliforníu. Atli Bjarnason, maður Röggu, er enn úti að ganga frá lausum endum og pakka niður heimili þeirra til rúmlega tveggja ára. En fjölskyldan verður aftur sameinuð von bráðar. Ragga sótti um nokkur störf

þegar hún kom heim til Íslands og fékk ýmis tilboð. „Það var mjög gaman að koma heim og þurfa ekki alveg að byrja á núllpunkti við að koma sér áfram. Gaman að sækja um störf og fá nokkur tilboð en þetta stóð algjörlega upp úr,“ segir hún og vísar þar til Fisherman.

Föðmuð af Kerry Washington

Ragga mátti eingöngu starfa við leiklist þann tíma sem hún bjó úti og segir það hafa verið strembið að hafa hendur sínar bundnar á þann hátt. „Það var ein af ástæðunum fyrir því að það var gott að koma heim. Það er erfitt að koma sér í gang þarna úti. Ég fékk vissulega mörg skemmtileg og flott verkefni, en það heldur manni ekki uppi með fjölskyldu,“ útskýrir hún. „Ég vann til dæmis við mjög stóra mynd sem kemur út á næsta ári. Svo vann ég við fullt af flottum þáttum. Ein serían er til dæmis talin verða sú stærsta sem kemur út á næsta ári,“ segir Ragga en hún má ekki tala meira um þessi tvö verkefni. „Mig langar að segja frá öllu því þetta var svo geðveikt spennandi. En ég má allavega tala um það sem er komið út. Ég vann til dæmis við Scandal þættina og hitti meira að segja Kerry Washington, sem er ótrúlega yndisleg. Hún faðmaði mig og allt. Svo vann ég við Mistresses, Shooter og nokkra þætti af Ray Donovan.“ Hún ljómar þegar hún talar um verkefnin og það fer ekki á milli mála að hún skemmti sér vel.

Komin heim Ragga er ánægð með að vera komin heim og segist ekki sakna LA. Hún er þó ekki búin að gefa leiklistardrauminn upp á bátinn og er komin með umboðsmann hér heima. Mynd | Rut

taka sénsinn á því með þriggja ára barn. Ef ég væri ein þá hefði ég getað borðað núðlur í öll mál og sofið á sófa hjá vini mínum. En það er ekki eins og Hollywood sé að fara neitt. Ef það kemur að því að mig langar prófa aftur, þá get ég alltaf gert það. Svo er ég með umboðsmann úti, þannig ef það kemur upp auglýsing eða eitthvað, þá get ég kannski stokkið í verkefni.“ Ragga er með tvo umboðsmenn úti, annar þeirra sérhæfir sig í að finna verkefni við kvikmyndir og hinn auglýsingar. Hún gerir samt ekki ráð fyrir að taka að sér verkefni nema það sé vel borgað og taki stuttan tíma. Hún er það ánægð í nýja starfinu og hugur hennar er 100 prósent þar. „Svo er ég reyndar komin með umboðsmann hér heima. En þetta er þannig bransi að maður fær kannski ekki vinnu í fjóra, fimm mánuði, svo kemur einn og einn dagur. Þá gæti ég kannski tekið einn frídag eða eina helgi. Ég er því alls ekki hætt.“

Hollywood fer ekki neitt

„Auðvitað hefði ég getað byggt mig upp sem leikkonu en ég vildi ekki

En þetta er þannig bransi að maður fær kannski ekki vinnu í fjóra, fimm mánuði, svo kemur einn og einn dagur. Þá gæti ég kannski tekið einn frídag eða eina helgi. Ég er því alls ekki hætt.

Loksins Loksins komnar aftur

komnar aftur KJÓLAR *leggings háar í KR 2.990 afsláttur Loksins Loksins 20% *leggings háar í 20% afsláttur mittinu Loksins Loksins af öllummittinu vörumÞarf ekki um að vera rík og fræg SKÓR komnar aftur komnar aftur af öllum vörum KR 8.990 komnar aftur komnar aftur 17. júníháar í TÚNIKA *leggings háar til í *leggings Frábær verð, Góð þjónusta & Mikið úrval

Bróðir Röggu, sem lærði í sama skóla og hún úti í LA, er einmitt að byrja í námi í Kvikmyndaskólanum hér heima og er búin að spyrja hvort hún ætli ekki örugglega að taka þátt í einhverjum verkefnum hjá sér. Þá hafa vinir og ættingjar í stuttmynda- og auglýsingagerð sett sig í samband við hana. „Það er alveg nóg fyrir mig að fá að vera í slíkum verkefnum. Þetta hefur aldrei snúist um það að hjá mér að verða rík og fræg. Meira bara um að fá að leika. Ég mun því örugglega eyða einhverjum sunnudögum á næstunni í að vinna með bróður mínum eða vinTökum upp nýjar Tökum upp nýjarvörur vörurdaglega daglega um, eða jafnvel taka eitthvað upp

17. júníháar í *leggings *leggings háarKRtil í 4.900 mittinu mittinu mittinu mittinu .. Túnika Túnika SKÓR kr. 3000 KR 1.990 Frábær verð, smart vörur, kr. 3000

kr.kr.5500 5500

Frábær verð, smart vörur, kr. 5500 . kr. kr. 5500 . góð þjónusta . 5500. kr.góð5500 þjónusta

Frábær verð, smart vörur, FrábærFrábær verð, smart vörur,vörur, verð, smart BUXURFrábær verð, smart vörur, góð þjónusta góð þjónusta KR 10.900 góð þjónusta góð þjónusta 280cm

98cm

sjálf,“ segir Ragga, en hún hefur verið mjög virk á Snapchat, bæði undir sínu eigin nafni og nafni Heilsupressunnar, þar sem hún fjallar um málefni er tengjast heilbrigðum lífsstíl. Margir hafa komið að máli við hana og spurt hvort hún geti gefið efni sitt út á Youtube, og það er eitthvað sem hún sér alveg fyrir sér að gera í framtíðinni. „Við lærðum grunn í kvikmyndagerð í leiklistarnáminu þannig ég kann að klippa og svona. Og svo er það auðvitað leiklist út af fyrir sig, að tala fyrir framan myndavélar,“ segir Ragga og hlær. „Slíkt myndi alveg svala minni þörf hvað varðar leiklistina.“ Þá er Ragga sjálf að skrifa handrit að tveimur kvikmyndum í fullri lengd. „Hver veit nema ég selji þau handrit eða geri eitthvað með þau. Þetta eru rómantískar gamanmyndir, ég er mest fyrir þær. Þegar maður er með barn þá er maður alltaf heima á kvöldin og fær góða pásu eftir klukkan átta. Ég nota þann tíma mikið í skrifa, þegar ég er ekki að brjóta saman þvott eða vinna,“ segir hún kímin.

Saknar ekki LA

Aðspurð hvort henni finnist erfitt að koma heim og gefa Hollywood upp á bátinn – í bili að minnsta kosti – svarar hún neitandi. „Ég sakna LA ekki neitt. Ég er ótrúlega glöð með að vera komin heim. Auðvitað var gott að hafa ströndina nálægt og hitann, en það vantaði mömmu og pabba, ömmu og afa Breka, og alla vinina. Það er bara ótrúlega gott að vera komin heim og ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun.“ Að sama skapi er Ragga mjög ánægð með að hafa farið út á sínum tíma og lært leiklist. Látið draum-

Bláu Tökum húsin Faxafeni · S. ·588 4499 ∙ Opið mán.fös. Bláu húsin S. 588 4499 ∙ Opið mán.fös.12-18 12-18∙ ∙laug. laug. 11-16 11-16 Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega Tökum upp nýjar vörur daglega upp nýjarFaxafeni vörur daglega

inn rætast. En hana hafði dreymt um að verða leikkona frá því hún var lítil stelpa. „Ég hefði aldrei fyrirgefið sjálfri mér ef ég hefði ekki farið út, lært og prófað þetta. En ég virðist alltaf dragast inn í eitthvað markaðstengt. Bæði þegar ég var sundinu og svo sem leikkona. Þar þurfti ég að markaðssetja sjálfa mig til að fá styrki og verkefni. Svo er ég núna komin í starf sem markaðsstjóri.“

Fékk að upplifa glamúrlífið

En náði hún eitthvað að upplifa alvöru Hollywood glamúrlíf á meðan hún var úti? „Já, ég fór í nokkur frumsýningarpartí og „red carpet events“ þar sem ég hitti fræga fólkið. Það er ótrúlega fyndið hvað allir eru eðlilegir. Ég held ég hafi aldrei orðið „starstruck“ nema í fyrsta skipti sem ég hitti Leonardo DiCaprio og talaði við hann. Ég hugsaði að þetta gæti ekki verið að gerast, ég var svo mikill Leo aðdándi. En svo hitti ég hann nokkrum sinnum og var næstum farin að segja: „Hey buddy“ við hann. Svo einhverra hluta vegna var ég alltaf að hitta sama fólkið, eins og Channing Tatum. Við vorum næstum því farin að heilsast. En ég talaði reyndar bara einu sinni við hann,“ segir Ragga og hlær. „Annars eru bara allir alltaf að vinna. Þegar ég var að vinna í settinu við þessa stóru bíómynd, sem ég talaði um, þá voru bara allir að vinna. Það var enginn með stjörnustæla og það var enginn glamúr í vinnunni. Og meira að segja á svona „red carpet events“ þá er fólk að vinna, það er ekki að djamma. Ég hreifst mjög mikið af þessu duglega fólki þarna í Hollywood.“

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is

Bláu húsin Faxafeni S.4499 588 4499 ∙ Opið mán.12-18 ∙ laug. 11-16 Bláu húsin Faxafeni S. 588 4499 ∙mán.Opið mán.fös. ∙ laug. 11-16 Bláu húsin Faxafeni · S. 12-18 588 ∙ Opið mán.fös.fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Bláu húsin Faxafeni · S. 588·4499 ∙ Opið fös. 12-18 ∙·laug. 11-16 Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Guðrún Veiga Guðmundsdóttir, gudrunveiga@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir,

solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.


ENNEMM / SÍA / NM75590

Enn meira rafmagn í umferð í sumar

Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar Orka náttúrunnar hefur opnað tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru orðnar 13 talsins og er meðal annars að finna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á Akranesi, Selfossi og í Reykjanesbæ. Straumurinn liggur svo sannarlega í vistvænni ferðamáta og ON er stolt af því að leggja sitt af mörkum í þessu hljóðláta samgönguátaki. ON selur hreina og endurnýjanlega íslenska orku til heimila og fyrirtækja um allt land og nú ganga sífellt fleiri rafbílar fyrir orku náttúrunnar.

ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is

Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.


…sjónvarp

6 | amk… FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Eyjafjallajökull í aðalhlutverki

RÚV Eyjafjallajökull föstudagur klukkan 20.25. Skemmtileg frönsk gamanmynd frá árinu 2013 þar sem Eyjafjallajökull spilar stórt hlutverk. Gosið í Eyjafjallajökli verður þess valdandi að flug í Evrópu fellur niður. Fráskilin hjón eru á leiðinni í brúðkaup dóttur sinnar og neyðast til þess að ferðast saman landleiðina á áfangastað. Með aðalhlutverk fara Valérie Bonneton, Dany Boon og Denis Ménochet.

GASTROPUB

Föstudagur 26.08.2016 rúv

SVÍNVIRKAR FYRIR HÓPA KJALLARINN á Sæta svíninu er ný og skemmtileg aðstaða fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. KJALLARINN er frábær fyrir alls konar tilefni; hádegis- eða kvöldverð, veislur, vinnufundi, kokteilboð, bjórkvöld eða fyrir „Happy Hour“ eftir vinnu.

16.50 Popp- og rokksaga Íslands (6:13) Einstök heimildarþáttaröð þar sem farið yfir sögu og þróun rokk- og popptónlistar á Íslandi. Í þáttunum hittum við söngvara, lagahöfunda, upptökustjóra og aðra sem hafa sett svip sinn á blómlegt tónlistarlíf Íslendinga í gegnum tíðina. Dagskrárgerð: Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson í samvinnu við Dr. Gunna. e. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV (120:386) 18.50 Öldin hennar (34:52) 52 örþættir sendir út á jafnmörgum vikum um stórar og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna, baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpar ljósi kvennapólitík í sínum víðasta skilningi. e. 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.40 Augnablik - úr 50 ára sögu sjónvarps (34:50) Litið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augnablik rifjuð upp með myndefni úr Gullkistunni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson. 20.00 Saga af strák (2:11) (About a Boy II) Bandarísk gamanþáttaröð um áhyggjulausan piparsvein sem sér sér leik á borði þegar einstæð móðir flytur í næsta hús. Aðalhlutverk: Minnie Driver, David Walton og Benjamin Stockham. 20.25 Eyjafjallajökull Frönsk gamanmynd frá 2013. Gosið í Eyjafjallajökli veldur því að flug í Evrópu fellur niður. Fráskilin hjón sem ætluðu að fljúga til Grikklands í brúðkaup dóttur sinnar, þurfa að slíðra sverðin og ferðast saman landleiðina á áfangastað. Aðalhlutverk: Valérie Bonneton, Dany Boon og Denis Ménochet. Leikstjóri: Alexandre Coffre. e. 22.00 My Best Friends Girl (Kviðmágar) Rómantísk gamanmynd með Kate Hudson, Jason Biggs og Dane Cook í aðalhlutverkum. Tank kemst í hann krappann þegar besti vinur hans fær hann til að taka sína fyrrverandi á lélegt stefnumót til að sýna henni fram á hversu frábær kærasti hann hafi verið. Leikstjóri: Howard Deutch. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 23.50 Ráðgátur Murdoch (Murdoch Mysteries II) Kanadískur er sakamálaþáttur um William Murdoch og samstarfsfólk hans sem nýttu sér nýtískuaðferðir eins og lygamæla og fingraför við rannsókn glæpamála laust fyrir aldamótin 1900. e. 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

sjónvarp símans 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rules of Engagement (10:13) 08:20 Dr. Phil 09:00 Kitchen Nightmares (1:4) 09:45 Secret Street Crew (1:9) 10:35 Pepsi MAX tónlist 12:50 Dr. Phil 13:30 Cooper Barrett's Guide to Surviving Life (6:13) Gamanþáttaröð um nokkra vini sem eru nýútskrifaðir úr háskóla og reyna að fóta sig í lífinu. 13:55 Girlfriends' Guide to Divorce (2:13) 14:40 Jane the Virgin (9:22) Við höldum áfram að fylgjast með Jane sem varð óvart ólétt eftir frjósemisaðgerð sem var aldrei ætluð henni. Andrea Navedo hefur skapað sér stóran sess sem sterkur nýliði í gríni og uppistandi og fær nú stóra tækifærið í sjónvarpi í þessum nýju og fersku gamanþáttum. 15:25 The Millers (18:23) Bandarísk gamanþáttaröð um Nathan, nýfráskilinn sjónvarpsfréttamann sem lendir í því að móðir hans flytur inn til hans, honum til mikillar óhamingju. Aðalhlutverk er í höndum Will Arnett. 15:50 The Good Wife (8:22) Bandarísk þáttaröð með Julianna Margulies í aðalhlutverki. 16:35 The Tonight Show with Jimmy Fallon 17:15 The Late Late Show with James Corden 17:55 Dr. Phil 18:35 Everybody Loves Raymond (19:25) 19:00 King of Queens (5:25) 19:25 How I Met Your Mother (13:24) 19:50 America's Funniest Home Videos (42:44) 20:15 The Bachelor (8:15) 21:45 Under the Dome (2:13) 22:30 The Tonight Show with Jimmy Fallon 23:10 Prison Break (7:22) 23:55 Elementary (3:24) 00:40 Code Black (18:18) Dramatísk þáttaröð sem gerist á bráðamóttöku sjúkrahúss í Los Angeles, þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og læknanemar leggja allt í sölurnar til að bjarga mannslífum. Hver sekúnda getur skipt sköpum í baráttu upp á líf og dauða. Aðalhlutverkin leika Marcia Gay Harden, Bonnie Somerville, Raza Jaffrey, Luis Guzman og Ben Hollingsworth. 01:25 The Bastard Executioner (9:10) Stórbrotin þáttaröð sem gerist seint á miðöldum og segir frá riddara í hirð Játvarðs

FYRSTA FLOKKS AÐSTAÐA Í NOTALEGUM SAL

18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:50 Íþróttir

Hringbraut 20:00 Heimilið Fjölbreyttur þáttur um neytendamál, fasteignir, viðhald, heimilisrekstur og húsráð. Umsjón: Sigmundur Ernir Rúnarsson 21:00 Lóa og lífið Líflegur þáttur um vinskap og samveru. Umsjón: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir 21:30 Kokkasögur Kokkasögur með Gissa er spjallþáttur á léttum nótum með sögum úr veitingageiranum og matvælaiðnaðinum - Kokkanámið, kokkapólitíkin, áskoranir og staðreyndir tengdar faginu. Umsjón: Gissur Guðmundsson 22:00 Lífið og Grillspaðinn Magasínþáttur Hringbrautar. Mannlífið, matur, heilsa, kúltúr, útivist, kynningar og fleira. 22:30 Fólk með Sirrý Góðir gestir koma í mannlegt spjall hjá Sirrý. Umsjón: Sigríður Arnardóttir 23:00 Lífið og Herrahornið Magasínþáttur Hringbrautar. Mannlífið, matur, heilsa, kúltúr, útivist, kynningar og fleira. 23:30 Okkar fólk Helgi Pétursson fer um landið og spyr hvort gamla fólkið sé ekki lengur gamalt. Umsjón: Helgi Pétursson.

N4 19:30 Föstudagsþáttur Hilda Jana fær til sín góða gesti Dagskrá N4 er endurtekin allan sólarhringinn um helgar.

RÚV My Best Friends Girl föstudagur klukkan 22.00. Sherman Tank Turner lendir illa í því þegar besti vinur hans platar hann til þess að bjóða sinni fyrrverandi á ömurlegt stefnumót til þess að sýna henni fram á hversu frábær kærasti hann hafi verið. Með önnur aðalhlutverk fara Jason Biggs og Dane Cook.

Í boði eru fjölbreyttar veitingar; girnilegir hópmatseðlar, spennandi veitingar fyrir standandi veislur og auðvitað fljótandi veigar. Við hlökkum til að taka á móti þínum hóp!

SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is

Stöð 2

Rómantísk gamanmynd með Kate Hudson

• Sæti fyrir allt 60 manns – hægt er að taka á móti fleirum í standandi veislu • Skjávarpi og tjald • Tilvalið er að koma með eigin tónlist og/eða skemmtiatriði • Bar • Frábær staðsetning í hjarta Reykjavíkur

ELDHÚSIÐ ER OPIÐ 11.30–23.30

konungs sem er búinn að fá nóg af átökum og stríði. Hann er staðráðinn í að slíðra sverðið fyrir fullt og allt en neyðist til að taka við blóðugasta sverðinu, sverði böðulsins. Höfundur og framleiðandi þáttanna er Kurt Sutter sem hefur áður gert þættina The Shield og Sons of Anarchy. 02:10 Billions (3:12) Mögnuð þáttaröð og að margra mati besta nýja þáttaröð vetrarins 2015-16. 02:55 Under the Dome (2:13) 03:40 The Tonight Show with Jimmy Fallon 04:20 The Late Late Show with James Corden 05:00 Pepsi MAX tónlist

Þráðlaus tækni og samskiptamáti fólks

Stöð 2 Men, Women & Children föstudagur klukkan 20.25. Skemmtileg mynd með sprelligosanum Adam Sandler í aðalhlutverki. Kvikmyndin fjallar um internetið og alla hina þráðlausu tækni sem nú litar samskiptamáta fólks. Sagðar eru nokkrar aðskildar sögur sem síðan renna saman í eitt og fjalla þær allar um hvernig hin nýja tækni hefur í raun breytt því hvernig fólk hugsar og kemur fram við aðra. Með önnur hlutverk fara Rosemarie DeWitt og Jennifer Garner.


…sjónvarp

7 | amk… FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2016

Alltaf verið veikur fyrir matreiðslu- og ferðaþáttum Sófakartaflan Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV

Glæpadrottning lætur til sín taka

Stöð 2 Spy föstudagur klukkan 22.30. Bráðfyndin gamanmynd frá árinu 2015 með Melissa McCarthy, Rose Byrne og Jude Law í aðalhlutverkum. Bandaríska leyniþjónustan kemst á snoðir um það að stórhættuleg glæpadrottning ætli sér að selja vopn til hryðjuverkhópa og þar með ógna heimsbyggðinni. Óvænt vandkvæði verða til þess að enginn njósnari leyniþjónustunnar getur tekið að sér að stöðva drottninguna þannig að skrifstofukonan Susan Cooper endar á vettvangi með stórskemmtilegum afleiðingum.

Skrautlegur brúðkaupsdagur

Netflix A Few Best Men. Bráðfyndin og stórskemmtileg gamanmynd frá árinu 2011. Vinirnir David, Graham, Tom og Luke taka lífinu ekki of alvarlega enda sjá þeir ekki neina ástæðu til þess. Þegar David tilkynnir að hann hyggist ganga í hjónaband verða vinirnir hissa en láta þó til leiðast og ferðast alla leið til Ástralíu til þess að mæta í veisluna – sem þeir koma svo sannarlega til með að setja svip sinn á og ekki endilega víst að hjónaband David lifi af lætin sem fylgja vinahópnum.

Tveir tæma listann

Netflix The Bucket List. Falleg og svolítið dramatísk gamanmynd með Morgan Freeman og Jack Nicholson í aðalhlutverkum. Carter og Edward eiga fátt sameiginlegt nema þeir eru báðir með krabbamein og kynnast þeir þess vegna. Þeim verður vel til vina þegar líður tekur á meðferðina. Edward, sem er forríkur, kemst að því að Carter hefur gert lista yfir allt sem hann langar til að framkvæma áður en hann deyr. Edward hvetur Carter til þess að láta vaða og hann borgi brúsann – vinirnir flýja því spítalann og úr verður skemmtileg atburðarás þar sem þeir strika yfir atriði á listanum saman.

Erfiðasti hundur í heimi?

Netflix Marley & Me. John og Jennifer Grogan eru gift en hafa ekki enn lagt í barneignir. Þegar Jennifer stingur upp á að fara að huga að því að eiga barn stingur samstarfsmaður John upp á því að hann kaupi hund fyrst – til þess að sjá hvort að hjónin séu í stakk búin til þess að hugsa um barn. John velur hundinn Marley úr hópi hvolpa sem reynist síðan alveg óalandi og með öllu stjórnlaus. Stuttu síðar verður Jennifer ófrísk og alvara lífsins bankar upp á – hvernig ætla þau að ala upp barn ef þau geta ekki með nokkru móti fengið hund til að hlýða?

Ég er og hef alltaf verið algjört fagídíót og gríp því hverja dýrmæta stund sem gefst til að planta mér í sófann og horfa á gott sjónvarpsefni – og ég viðurkenni meira að segja að þær mættu alveg vera fleiri. Þegar ég næ þessum gæðastundum ber ég mig fyrst og fremst eftir íslensku dagskrárefni af hvers kyns toga, bæði af einskærum áhuga og sökum starfsins. Sama gildir um leiknar seríur. Ég er stöðugt á höttunum eftir ferskum og frumlegum seríum og

glíman þar er sannkallað lúxusvandamál en maður hefur varla undan að spæna sig í gegnum það sem vekur áhuga því framboðið hefur örugglega aldrei verið meira og betra. Síðasta sería sem ég kláraði er The Night Manager. Afburðagóð spennusería sem skilur óvenju mikið eftir sig. Nýverið horfði ég á fyrstu seríuna af Mr. Robot sem er alveg sérlega krefjandi og aktúel sálfræðitryllir. Næstu seríur á dagskrá hjá mér eru svo HBO-serían The Night of… sem er endurgerð á bresku þáttaröðinni Criminal Justice, sænska serían Midnattssol sem ku vera einhver besta skandinav-

íska serían til þessa og svo býð ég óþreyjufullur eftir þriðju þáttaröð af Fargo. Annars er ég alæta á sjónvarp og sækist jöfnum höndum eftir vönduðum fréttaskýringaþáttum, hvort sem er af grafalvarlegum toga eða uppfullum af háðsádeilu eins og hjá séníinu John Oliver, og sterkum heimildamyndum, einkum sögulegs eðlis eða tónlistar- og kvikmyndatengdum. Svo hef ég alltaf verið veikur fyrir vel gerðum matreiðsluog ferðaþáttum, eins og þeim sem gamli góði Keith Floyd ruddi brautir með í den og Rick Stein og Anthony Bourdain hafa náð að fullkomna á seinni árum.

Alæta á sjónvarp Skarphéðinn Guðmundsson er stöðugt á höttunum eftir ferskum og frumlegum sjónvarpsseríum.


Fékk Pál Óskar til að gefa sig og eiginmanninn saman

alla föstudaga og laugardaga

Lilja Katrín Gunnarsdóttir í viðtali í amk... á morgun

Prinsinn sóðar út allt eldhúsið Katrín, hertogaynja af Kamrabrú, greindi frá því að Georg prins, sonur hennar, eigi það til að sóða út ­eldhúsið á heimili þeirra þegar þau baka saman.

Veglegir útgáfu­ tónleikar Júníusar Meðal helstu viðburða helgarinnar verða útgáfutónleikar Júníusar Meyvants í Háskólabíói á laugardagskvöld. Þar kemur hann fram ásamt strengja- og blásturssveit til að fagna útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar, Floating Harmonies. Hinn ungi Axel Flóvent hitar upp. Júníus Meyvant hefur verið á miklu flugi síðan lagið Color Decay kom út fyrir tveimur árum. Síðustu mánuði hefur hann troðið upp víða í Evrópu, nú síðast á Hróarskelduhátíðinni. Platan Floating Harmonies kom út í síðasta mánuði og hefur fengið fínar viðtökur. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 á laugardagskvöld og hægt er að kaupa miða á Tix.is.

Jón Ólafs aftur á skjáinn Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson snýr aftur á sjónvarpsskjáinn í vetur eftir nokkra fjarveru. Hann hefur tekið upp nýja þáttaröð af hinum vinsælu Af fingrum fram en yfir tíu ár eru síðan sú síðasta fór í loftið. Þættirnir nutu mikilla vinsælda á sínum tíma en í þeim spjallar Jón við tónlistarfólk og tekur með því lagið. Síðustu ár hefur Jón haldið konseptinu volgu með kvöldstundum í Salnum í Kópavogi en heil kynslóð tónlistarmanna hefur komið fram síðan hann var í sjónvarpinu og verður forvitnilegt að sjá hverjir verða til viðtals.

Hin 34 ára Katrín og bóndi hennar, Vilhjálmur Bretaprins, vörðu einum degi í vikunni meðal þegna sinna í Luton og bökuðu meðal annars súkkulaði-rískökur með unglingum sem eru að vinna sig út úr erfiðleikum. „Þegar ég geri þetta með Georg heima fer súkkulaði og síróp út um allt. Hann sóðar allt út,“ sagði hún um þriggja ára son sinn.

Vilhjálmur prins ræddi við 14 ára dreng sem, rétt eins og hann, missti móður sína ungur að árum. „Þetta verður auðveldara með tímanum,“ sagði hann við drenginn. Meðal þegna sinna Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja bökuðu með ­ungmennum í vikunni. Þar kom í ljós að Georg prins á það til að sóða út eldhúsið á heimili þeirra. Mynd | NordicPhotos/Getty

Viltu vinna 2 miða á

Justin Bieber? Taktu myndband af þér og Blink, merktu það með #blinkmynturiceland og deildu á Facebooksíðu Blink. Dómnefnd velur skemmtilegasta og frumlegasta myndbandið og vinningshafinn fær 2 miða á Justin Bieber að andvirði 60.000 kr. Úrslitin verða tilkynnt 2. september – fylgstu með!

MIÐBORGIN Við erum í hjarta borgarinnar að Þverholti 13. Komdu við í kaffisopa eða sendu okkur línu og óskaðu eftir tilboði í prentverkið þitt, stórt eða smátt.

Designer Mints


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.