3 tölublad 2011

Page 1

294

Rósa María Vintage í uppáhaldi

milljarða mínus ÓKEYPIS Actavis Ó K E Y P I Björgólfs S

Thors tapaði mest allra 2009

Sérkafli um tísku

úttekt 16

4

GERÐU OKKUR TILBOÐ 21.-23. janúar 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 3. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Viðtal Svala Sigurðardóttir, kona Róberts Gunnarssonar landsliðsmanns

Hann sá ekki börnin frá 20. júlí til 20. október og hann varði jólunum með Ólafi Stefánssyni og fjölskyldu hans. Þetta voru Skype-jól.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Birgitta Jónsdóttir

Önnum kafin í kastljósi heimspressunnar 22 Viðtal

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

síða 28 Svala er að klára kandídatsárið í læknisfræði á Íslandi með börnin þrjú en Róbert Gunnarsson, maður hennar, er atvinnumaður i Þýskalandi. Ljósmynd/Hari

Ítrekuð brot endurskoðendarisa á reglum um skil á ársreikningum Fjögur stærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins hafa ekki skilað ársreikningum sínum á réttum tíma undanfarin fimm reikningsár. Í sumum tilvikum hafa félögin skilað reikningum ári of seint.

E

ndurskoðendarisarnir PriceWaterhouseCoopers, KPMG, Deloitte og Ernst & Young, sem eru fjögur langstærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins, hafa ekki skilað inn ársreikningum á réttum tíma undanfarin fimm reikningsár, samkvæmt bókhaldi Ársreikningaskrár. Í lögum um ársreikninga er kveðið á um að þeim skuli skilað inn átta mánuðum eftir að almanaksári ársreiknings lýkur. Í mörgum tilvikum hafa fyrirtækin fjögur látið meira en ár líða frá uppgjöri þar til ársreikningi hefur verið skilað. Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri KPMG, segir í skriflegu svari til Fréttatímans að það sé rétt að KPMG hafi ekki skilað innan tilskilins tímafrests undanfarin ár en í flestum tilvikum hafi ársreikningi verið skilað tiltölulega skömmu eftir þann frest. „Auðvitað

eigum við að ganga á undan með góðu fordæmi og þannig verður það hér eftir,“ segir Sigurður. KPMG skilaði ársreikningi tæpum fimm mánuðum eftir að tímafrestur rann út. PwC skilaði ársreikningum sínum að meðaltali tæpum tíu mánuðum of seint á fimm ára tímabilinu 2005 til 2009, Deloitte skilaði þeim að meðaltali tæpu ári of seint og Ernst & Young rúmum mánuði of seint. Skúli Jónsson, forstöðumaður Ársreikningaskrár, segir í samtali við Fréttatímann að þessi skil séu ekki gott mál. „Það er ekki sama virðing fyrir lögum og reglum hér og í nágrannalöndum okkar. Skil á ársreikningum eru mun lakari hér,“ segir Skúli. Reynir Vignir, framkvæmdastjóri PwC, segir við Fréttatímann að ársreikningum félagsins hafi verið skilað inn til fyrirtækja-

skrár RSK án athugasemda þó svo að skilin hafi kannski ekki alltaf verið innan lögbundins frests. Hann segir jafnframt að félagið muni bregðast jákvætt við þeirri ósk ríkisskattstjóra að skilum á ársreikningum verði hraðað. Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir við Fréttatímann að félagið hafi engar skyldur umfram önnur félög en hann muni sjá til þess að þessi skil verði innan lögbundins frests í framtíðinni. Axel Ólafsson, framkvæmdastjóri Ernst & Young, segir við Fréttatímann að ástæða þess að ársreikningur félagsins á síðasta ári hafi verið svo seinn hafi verið misskilningur á milli félagsins og Ársreikningaskrár.

Már Wolfgang Mixa Afskriftir erlendra kröfuhafa hátt í tvöfalt verðmæti allra lóða og húsa á landinu 34 viðhorf

Alexía

Jóhannesdóttir

Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

LITLIR FÓTBOLTASnillingar Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gæti barnið þitt fengið að leiða leikmann inn á völlinn fyrir leik í UEFA Champions League. Skráðu þig til leiks á www.kreditkort.is MasterCard er aðalstyrktaraðili UEFA Champions League

Leikur hipp & kúl skutlu í Makalaus

62


2

fréttir

Helgin 21.-23. janúar 2011

 Sérstakur saksóknari R annsókn á Landsbank anum

Skoðar milljarða millifærslur til MP og Straums á degi neyðarlaga Sérstakur saksóknari handtók í gær fjóra aðila tengda Landsbankanum og gerði húsleit á fimm stöðum í höfuðborginni í tengslum við rannsókn á málefnum Landsbankans. Húsleit fór fram í Straumi, MP banka, Landsbankanum, Seðlabankanum og höfuðstöðvum Landsvaka. Þeir sem voru handteknir eru Stefán Héðinn Stefánsson, aðstoðarforstjóri Saga Capital og fyrrverandi framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs Landsbankans og stjórnarformaður Landsvaka, Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðumaður fjárstýringar Landsbankans og Þórir Örn

Ingólfsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri áhættustýringar bankans. Ekki var komið í ljós hver fjórði maðurinn var þegar Fréttatíminn fór í prentun í gær. Í tilkynningu sem sérstakur saksóknari sendi frá sér í gær kemur fram að til rannsóknar séu millifærslur til MP banka og Straums fjárfestingarbanka af reikningi Landsbankans í Seðlabanka Íslands og kaup Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka eftir lokun sjóðanna. Umrædd tilvik eru talin hafa átt sér stað 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett á Alþingi og sama dag og Landsbankinn var tek-

inn yfir af Fjármálaeftirlitinu. Að því er Fréttatíminn kemst næst er um að ræða endurhverf viðskipti þar sem Landsbankinn takmarkaði tap MP banka og Straums með því að greiða milljarða til bankanna tveggja daginn sem hann féll. Í tilkynningu sérstaks saksóknara kemur fram að um sé að ræða meint brot, samkvæmt auðgunarbrotakafla hegningarlaga, í tengslum við ráðstafanir á fjármunum bankans, nánar tiltekið skilasvik. Um sé að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni og tengist rannsóknin fjölda manns. oskar@frettatiminn.is

Stefán Héðinn Stefánsson sést hér yfirgefa embætti sérstaks saksóknara í fylgd lögreglumanna. Mynd/Hari

 Alþingi Foreldrar Jóels gætu þurft að fara í forsjármál á Indlandi

Tekjuafgangur hjá Landspítalanum Landspítalinn var rekinn með 52 milljóna króna tekjuafgangi á árinu 2010 en það er rúmlega 0,1% af heildarveltu, að því er fram kemur í bráðabirgðauppgjöri. Heildarvelta spítalans á árinu var 40,1 milljarður króna. Rekstrarframlag ríkissjóðs var 33,1 milljarður. Starfsmönnum fækkaði um 200 í fyrra og dregið hefur úr launakostnaði um 1,2 milljarða króna. Launakostnaður var langstærsti útgjaldaliðurinn, 25,5 milljarðar króna. Lyfjakostnaður lækkaði um 12% á árinu og rannsóknir voru 17% færri en árið á undan. Meðallegutími sjúklings styttist heldur. Björn Zoëga er forstjóri Landspítalans. -jh

Ríkið selur rúmlega helmingshlut í Sjóvá Fagfjárfestasjóðurinn SF 1 hefur keypt 52,4% hlut í tryggingafélaginu Sjóvá af Eignasafni Seðlabanka Íslands. Kaupverðið fyrir hlutinn er rétt um 4,9 milljarðar króna, að því er fram kemur í tilkynningu Seðlabankans, en heildarvirði Sjóvár er samkvæmt þessu 9,35 milljarðar króna. Söluverðið er nokkru lægra en rætt var um í tengslum við tilboð fjárfestahóps sem dró sig út úr söluferli félagsins í nóvember. Heiðar Már Guðjónsson leiddi þann hóp. -jh

Njósnatölva á Alþingi? Grunur leikur á að tölvu hafi verið komið fyrir í auðu herbergi í húsnæði Alþingis við Austurstræti í því skyni að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis, hlaða niður gögnum og senda í aðra tölvu, að því er Morgunblaðið greindi frá í gær. Tölvan fannst í febrúar í fyrra en öll auðkenni höfðu verið máð af henni. Öll gögn eyddust út af tölvunni þegar hún var tekin úr sambandi. Lögreglan rannsakaði málið án þess að komast að niðurstöðu en Morgunblaðið sagði að jafnvel hefði leikið grunur á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarvefsíðunnar Wikileaks hefðu

52

milljónir Tekjuafgangur Landsspíla á árinu 2010 Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri

komið tölvunni fyrir. Málið kom til umræðu á Alþingi í gær og forseti Alþingis fundaði með þingflokkum og gerði þinginu formlega grein fyrir málinu. -jh

Andstaða við veggjöld Mikill meirihluti sem afstöðu tók í könnun MMR er andvígur veggjöldum til að fjármagna nýframkvæmdir í samgöngumálum, eða 81,9%, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Lítill munur reyndist á afstöðu fólks eftir því hvort það býr á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi.-jh

Kók og saltfiskur Mario Rotllant, aðaleigandi Coca-Cola á Spáni, er sagður hafa keypt Vífilfell, framleiðanda Coca-Cola hérlendis, af Þorsteini M. Jónssyni. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 en í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær sagði að fyrirtækið CopescoSefrisa, sem er í eigu Rotllants, hefði keypt íslenskan saltfisk til langs tíma, eða á aðra öld. Sala Vífilfells er sögð vera hluti af skuldauppgjöri Þorsteins við Arion banka. Coca-Cola-veldi Rotllants teygir sig einnig yfir Miðjarðarhafið, til Marokkó, auk þess sem hann er vínframleiðandi. Þá kemur hann að hótelrekstri og er m.a. stofnandi fyrirtækis sem annast ljósmyndasýningar. -jh

Hér má sjá mynd af Jóel af Facebook-síðu hans. Íslenskir foreldrar hans bíða þess að geta komið með hann heim. hann hefur ríkisborgararéttinn en ekki staðfestingu indverskra yfirvalda á því að íslensku foreldrarnir fari með forsjá hans.

Mál Jóels „stórkostleg mistök“ allsherjarnefndar og Alþingis Vigdís Hauksdóttir, framsóknarmaðurinn í allsherjarnefnd, segir Alþingi hafa gert herfileg mistök þegar það veitti Jóel Færseth ríkisborgararétt fyrir jólin. Vegna réttarins sé hann nú fastur á Indlandi. Fulltrúar allsherjarnefndar hafi hunsað ráðleggingar sérfræðinga innanríkisráðuneytisins.

A Ég segi þetta með hag barnsins í huga

Vigdís Hauksdóttir, framsóknarmaður í allsherjarnefnd.

llsherjarnefnd Alþingis gerði „stórkostleg mistök“ þegar hún keyrði í gegnum þingið að Jóel Færseth, litli drengurinn sem staðgöngumóðir fæddi á Indlandi, fengi ríkisborgararétt og það voru „herfileg mistök af Alþingi að samþykkja það,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Hún var ekki meðal flutningsmanna frumvarps nefndarinnar um að veita Jóel og 42 öðrum íslenskan ríkisborgararétt hinn 17. desember og segir þetta í fyrsta sinn sem allsherjarnefnd sé ekki einhuga í afstöðu sinni til þess hverjir fái hér ríkisborgararétt. „Ég segi þetta með hag barnsins í huga,“ segir hún og bendir á að barnið hafi indverskan ríkisborgararétt staðgöngumóðurinnar sem auk þess sé gift, sem þýði að indversku hjónin fari með forsjá drengsins. „Fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komu [á fund nefndarinnar] og vöruðu við þessu og ég hélt uppi einarðri andstöðu og sagði þetta flækja málin, en stundum er ekki hlustað. [...] Það var því meðvituð ákvörðun formanns allsherjarnefndar og ákveðinna aðila að barnið fengi íslenskan ríkisborgararétt, sama hvaða afleiðingar það hefði fyrir foreldrana,“ segir hún og bætir við að Atli Gíslason, þingmaður VG, hafi verið henni sammála. „En hann var fjarverandi þegar málið var afgreitt.“ Þá hafi Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra gengið úr sal við afgreiðsluna.

Færseth, hefðu komið ásamt drengnum og indversku hjónunum hingað til lands og gengið frá ættleiðingunni hér. Þá hefði Jóel einnig fengið íslenskan ríkisborgararétt þegar staðfest væri að Einar væri líffræðilegur faðir hans. Samkvæmt heimildum Fréttatímans höfðu stjórnvöld í fyrstu aðeins undir höndum fæðingarvottorð útgefið á Indlandi um að íslensku hjónin væru foreldrar barnsins, en síðar hafi komið í ljós að indverska konan fæddi Jóel. Samkvæmt upplýsingum úr innanríkisráðuneytinu er nú beðið svars indverskra yfirvalda við fyrirspurn frá því milli jóla og nýárs um það hvort Jóel hafi einnig indverskan ríkisborgararétt. Einnig var spurt hvort indversk stjórnvöld mótmæli því að íslensku hjónin fari með forsjá barnsins; geri þau það ekki, geti Jóel komið heim. Ráðuneytið geti hins vegar ekki afhent vegabréf Jóels nema með vissu um að hjónin fari með forsjána. Vigdís segir að þar sem svo mikil tregða sé í málinu, þrátt fyrir alla hjálp innan- og utanríkisráðuneytisins, sjái hún nú enga aðra leið en að hinir íslensku foreldrar Jóels fari í forsjármál við þá indversku fyrir dómstólum ytra. Atli Gíslason sagðist ekki geta tjáð sig um mál Jóels þar sem hann væri að stíga um borð í flugvél á á leið heim frá Brussel. Ekki náðist í Róbert Marshall, formann allsherjarnefndar, eða Dögg Pálsdóttur, lögmann hjónanna.

Í dóm á Indlandi

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

Vigdís segir að færa leiðin hefði verið að íslensku hjónin, Helga Sveinsdóttir og Einar

gag@frettatiminn.is


dagur & steini

3G pungur og netþjónusta Þú velur áskrift eða frelsi!

Nova pungur:

6.990 kr.

1 GB: 990 kr. og 5 GB 1.990 kr. Pungur 6.990 kr.: Gildir með 3G internet áskrift og frelsi hjá Nova. Velja þarf 1 GB eða 5 GB áfyllingu með pungnum í frelsi. Áfyllingin gildir í 30 daga.

20% afsláttur af þorrabökkum Komdu við í næstu verslun Nova og fáðu 20% afsláttarmiða af tveggja manna þorrabakka hjá Nóatúni.

ærstitsita›ur Setm m

sk Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, MM Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | m.nova.is | Facebook | Twitter

í heimi!


4

fréttir

Helgin 21.-23. janúar 2011

veður

Föstudagur

l augardagur

sunnudagur

Mímir

Þorrinn heilsar með hlýindum

pollagalli

Víðáttumikil og nærri kyrrstæð hæð kemur til með að beina til okkar mildu lofti af suðlægum uppruna meira og minna alla helgina. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir unnendur vetraríþrótta á meðan öðrum þykir bara ágætt að vera laus við snjóinn og hálkuna. Ekki er spáð mikilli rigningu, en hitinn verður þeim mun vænni nú þegar þorrinn gengur í garð. Þessi milda tíð gæti þessa vegna haldist fram í miðja næstu viku.

3

5

5

0

6

6

4

Strekkingsvindur af suðvestri á landinu og rigning vestanttil. Höfuðborgarsvæðið: Rigning eða suddi meira og minn allan daginn.

Einar Sveinbjörnsson

8

2

7

5

0

6 6

Þokusuddi suðvestan- og vestanlands, en léttskýjað norðaustan- og austanlands og þar frost á stöku stað.

5

Áfram vetrarhlýindi á landinu. Höfuðborgarsvæðið: Enn milt og þokusuddi.

Höfuðborgarsvæðið: Þoka og hiti um 5 til 6 stig.

Klæddu þig vel

vedurvaktin@vedurvaktin. is

Örlítið fleiri erlendir ferðamenn Erlendir ferðamenn voru 7,4% fleiri nú í desember en í desember 2009. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem þeim fjölgar, miðað við sama tíma árið áður. Um 18.800 erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð nú í desember samanborið við 17.500 árið á undan, samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Þrátt fyrir þessa fjölgun voru brottfarir erlendra ferða-

manna um Leifsstöð færri árið 2010 en 2009, eða 459.300 miðað við 464.500 sem er 1,1% fækkun. Þessa fækkun, segir Greining Íslandsbanka, má helst rekja til eldgossins í Eyjafjallajökli. Þorri erlendra gesta fer um Leifsstöð en um 7% fara um Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvöll, auk Norrænu. Þeim sem fóru frá þessum stöðum fjölgaði. Heildarfjöldi erlendra gesta í fyrra var því

www.66north.is

um 494.800 og hafði þeim fjölgað lítið eitt frá 2009, segir Greiningin, eða sem nemur um 0,2%. -jh

Utanlandsferðum Íslendinga fjölgar Mun fleiri Íslendingar héldu utan í desember síðastliðnum en á sama tíma árið 2009, eða um 20.300 á móti 16.100. Þetta jafngildir aukningu upp á ríflega fjórðung.

Árangur þinn er okkar takmark

Þessi aukning er í takt við þá þróun sem varð á síðasta ári. Stöðugt fjölgaði þeim Íslendingum sem ferðuðust til útlanda miðað við sama tíma árið 2009 í hverjum mánuði, þó að aprílmánuði undanskildum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Á nýliðnu ári fóru 293.800 Íslendingar frá Leifsstöð, sem er 15,4% aukning frá árinu 2009. Greining Íslandsbanka segir helstu skýringuna vera aukinn kaupmátt ytra með hækkun á nafngengi krónunnar. Enn er þó langt í land þar til neysluárið 2007

verður slegið út en þá fóru 452 þúsund Íslendingar frá Leifsstöð, eða ríflega helmingi fleiri en á árinu 2010. -jh

Upplýsinga aflað um rusl á ströndum Umhverfisráðuneytið, í samráði við Umhverfisstofnun, aflar nú upplýsinga um rusl og úrgang á ströndum hér við land og um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til

við hreinsun stranda á undanförnum árum. Í þeim tilgangi hefur ráðuneytið, að því er fram kemur í tilkynningu þess, sent öllum sveitarfélögum sem eiga land að hafi, bréf þar sem þau eru beðin um að leggja mat á það hvort rusl á ströndum sé útbreitt vandamál innan sveitarfélagsins og hvort það ógni lífríki hafs og stranda, heilsu manna eða hafi önnur neikvæð áhrif á notkun strandarinnar. Í kjölfar upplýsingasöfnunarinnar verður ákveðið hvort grípa þurfi til sérstakra aðgerða. -jh


fréttir 5

Helgin 21.-23. janúar 2011  Dómsmál Sigurður Einarsson og Arion banki

Arion banki og Sigurður Einarsson eiga í dómsmáli vegna skulda Sigurðar við bankann

S

igurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, vill skuldajafna 250 milljóna króna launakröfu, sem hann gerði í þrotabú bankans, gegn skuld sem Arion banki hefur stefnt honum fyrir. Þetta kom fram við fyrirtöku dómsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Ekki hefur enn verið tekin afstaða til kröfu Sigurðar og var dómþingi frestað til 25. febrúar næstkomandi til þess að niðurstaða liggi fyrir um afstöðu til kröfunnar áður en lengra er haldið með málið. Almar Möller, lögmaður Sigurðar, og Andri Árnason, lögmaður Arion banka, staðfestu báðir fyrir dómara að reynt væri að ná samkomulagi utan dómstóla. Þar gegna launakrafa Sigurðar og afdrif hennar stóru hlutverki. Fréttatímanum hefur ekki enn tekist að fá á hreint hvaða skuld nákvæmlega Sigurði er stefnt fyrir. Eftir því sem næst verður komist fékk Andri Árnason öll mál frá Arion banka sem varða svokölluð þekjulán starfsmanna bankans. Þar fengu starfsmenn lán frá bankanum þegar hlutabréf þeirra hækkuðu að virði, án þess að nota lánin til kaupa á bréfum í bankanum.

Arion banki mun krefjast fullrar endurgreiðslu á þessum lánum sem hlaupa í mörgum tilvikum á hundruðum milljóna – þar á meðal Sigurðar. Sigurður skuldar Kaupþingi einnig 10 milljónir punda, um 1,8 milljarða íslenskra króna, vegna lánveitinga bankans í tengslum við sjóðinn Kaupthing Capital Partners II sem getið er um í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Auk þess hefur Sigurði verið stefnt vegna persónulegra ábyrgða hans á lánum bankans til hans vegna hlutabréfakaupa. Sigurður var stjórnarformaður Kaupþings þegar bankinn féll 8. október 2008. Hann var eftirlýstur af Interpol um tíma á síðasta ári og var yfirheyrður af sérstökum saksóknara vegna gruns um meinta markaðsmisnotkun stjórnenda bankans. Hann býr í London en eyddi jólunum í einbýlishúsi sínu á Seltjarnarnesi. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Sigurður Einarsson stendur í ströngu gegn sínum gömlu vinnuveitendum.

Stuðningur við staðgöngumæðrun MMR kannaði hvort landsmenn væru fylgjandi eða andvígir því að staðgöngumæðrun yrði gerð lögleg á Íslandi. Mikill meirihluti þeirra sem tóku afstöðu var fylgjandi lögleiðingunni eða 86,7%. Stuðningur við staðgöngumæðrun reyndist um og yfir 80% óháð því hvort niðurstöður eru greindar eftir kyni, aldri, búsetu, tekjum eða stuðningi við stjórnmálaflokka. -jh

Íbúðalánasjóður undir Fjármálaeftirlitið Búast má við umfangsmiklum breytingum á því regluverki sem Íbúðalánasjóður starfar undir á næstunni samhliða innspýtingu eiginfjár í sjóðinn. Hyggjast stjórnvöld færa sjóðinn undir beint eftirlit Fjármálaeftirlitsins með ámóta hætti og aðrar fjármálastofnanir, auk þess sem eiginfjárkvaðir, og aðrar kröfur um fjárhagslegan styrk, verða samræmdar því sem gengur og gerist í fjármálakerfinu. Þetta má lesa út úr viljayfirlýsingu stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna 4. endurskoðunar á áætlun sjóðsins og stjórnvalda, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. -jh

Aukið aflaverðmæti Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 112 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2010 samanborið við rúma 96 milljarða á sama tímabili árið 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæpa 16 milljarða eða 16,5% á milli ára, að

86,7% sTUÐNINGUR VIÐ STAÐGÖNGUMÆÐRUN Könnun MMR

því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti botnfisks var í lok október orðið 78,5 milljarðar og jókst um 16,9% frá sama tíma árið 2009 þegar aflaverðmætið nam 67,1 milljarði. Verðmæti þorskafla var um 37,2 milljarðar og jókst um 25,5% frá fyrra ári. -jh

Byggingarkostnaður að ná jafnvægi Byggingarkostnaður jókst um 0,6% í janúarmánuði frá fyrri mánuði, að því er Hagstofan greindi frá í gær. Hækkunin er til komin vegna hækkunar á innlendu efni en undirvísitalan fyrir þann lið hækkar um 2,3% frá fyrri mánuði og þá hækkar einnig undirvísitalan fyrir vélar, flutninga og orkunotkun um 1,8% frá fyrri mánuði. Kostnaður vegna innflutts efnis og vinnu lækkar hins vegar. Greining Íslandsbanka segir að svo virðist sem kostnaður við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis sé nú að ná jafnvægi eftir mikla hækkun í kjölfar hrunsins. -jh

ÍSLENSKA SIA.IS ARI 52906 01/11

Vill skuldajafna 250 milljóna launakröfu við bankann

Endurgreiðsla vaxta vegna yfirdráttar

Vilt þú lækka yfirdráttinn? Þá endurgreiðum við þér hluta vaxtanna. Hvort sem þú vilt leggja fyrir til skemmri eða lengri tíma þá finnur þú varla betri sparnað en þann sem felst í að lækka yfirdráttinn. Vildarviðskiptavinir sem lækka nýttan yfirdrátt á launa­ reikningum um 30% á árinu 2011 fá 10% endurgreiðslu greiddra vaxta í lok ársins. Prófaðu reiknivél­ ina á arionbanki.is og sjáðu hversu há endurgreiðslan þín verður.

Skráðu þig á arionbanki.is fyrir 5. apríl.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og kynntu þér það sem við höfum upp á að bjóða. Við tökum vel á móti þér.

Hafðu samband

sími 444 7000 • arionbanki.is


Helgin 21.-23. janúar 2011

Karlahópur velferðarráðherra

Atvinnulausum fjölgar

Það verður digur karlarómur á fundum nýs starfshóps sem Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað til að gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðum um jafnrétti kynja og auka aðild að jafnréttisstarfi. Hópurinn er eingöngu skipaður körlum, að því er fram kemur í tilkynningu velferðarráðuneytisins. Formaður er Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur. Nefndinni er ætlað að greina stöðu karla í samfélaginu og m.a. að fjalla um hvernig breikka megi námsog starfsval karla og vinna gegn kynskiptum vinnumarkaði. -jh

Á fjórða ársfjórðungi 2010 voru að meðaltali 13.200 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,4% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 8,4% hjá körlum og 6,3% hjá konum. Frá fjórða ársfjórðungi 2009 til fjórða ársfjórðungs 2010 fjölgaði atvinnulausum um 1.200 manns, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Atvinnuleysið er mest meðal fólks á aldrinum 16-24 ára, eða 15,4%. Hjá hópnum 24–54 ára var atvinnuleysi 6,6% og 3,8% hjá 55–74 ára. Á fjórða ársfjórðungi 2010 var atvinnuleysi 8,2% á höfuðborgarsvæðinu en 5,9% utan þess. -jh

 Landlæknir kynferðisbrot

BOB HOPE CLASSIC 19 - 23 janúar

ABU DHABI CHAMPIONSHIP 22 - 23 janúar

Ólöf de Bont sagði starfsfólki landlæknisembættisins hryllilega sögu sína síðastliðið haust. Ljósmynd/ Hari

„Ólöf á alla mína samúð í þessu hryllilega máli“ Geir Gunnlaugsson landlæknir segir sögu Ólafar de Bont, sem steig fram í Fréttatímanum fyrir tveimur vikum og rauf 40 ára þögn um kynferðisbrot gegn henni á Kleppi, sorglega og utan þess sem hægt sé að ímynda sér.

H

ITIR E V TIÐ R O K TT

GOLF

Á L S AF

ND ÍSLA DA S I F ÍÐIN VER UMH EGRA FR M U AX! LL LÆSIL R Ö T V S F AG OL IFT AF G ANNARR SKR Á R K .IS É AU ÐU Þ GOLF

40% G TRYG

U ÞÉ

GÐ TRYG

IFT Í

KR R ÁS

95 MA 5

6000

KJAR

ÁS EÐA

eilbrigðiskerfið er vel í stakk búið til að taka á svona málum og það hefur verið tekið á þeim. Það eru til verkferlar sem unnið er eftir. Fólk getur kvartað til landlæknis og mál eru í kjölfarið skoðuð. Við höfum svipt fólk starfsleyfi að lokinni slíkri skoðun. Við förum hins vegar ekki með ákæruvald. Fórnarlömbin ákveða sjálf hvort þau kæra til lögreglu eða ekki,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir um það hvernig íslensk heilbrigðisþjónusta er í stakk búin til að takast á við kynferðisbrot sem framin eru af starfsmönnum. Ólöf de Bont steig fram í Fréttatímanum fyrir tveimur vikum og sagði frá því hvernig hún var beitt kynferðislegu ofbeldi af lækni á Kleppi fyrir fjörutíu árum þegar hún var sextán ára. Eftir að hafa hlustað á Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur, fórnarlamb Ólafs Skúlasonar biskups, halda f yrirlestur um þöggun kynferðisbrota ákvað hún að hætta að burðast með leyndarmálið og fór á fund landlæknisembættisins. Hún segir í viðtalinu að þar á bæ hafi fólk tekið afskaplega vel á móti henni og beðist afsökunar á atvikinu. „Allir sem hlustuðu á sögu Ól a f a r vor u snortnir. Ólöf á alla mína samúð í þessu hryllilega máli,“ segir Geir aðspurður um heimsókn Ólafar og sögu hennar.

Sá læknir sem Ólöf sakar um kynferðisofbeldi er hættur störfum og segir Geir lítið hægt að aðhafast í málinu. „Þetta mál er utan þess sem maður getur ímyndað sér að geti gerst. Maðurinn er hættur störfum og því er ekkert sem við getum gert. Hins vegar þurfum við að vera vakandi fyrir fyrndum brotum og læra af þeim. Aðspurður hvort viðkomandi læknir hefði verið sviptur starfsleyfi ef hann hefði verið starfandi ennþá segir Geir auðvelt að berja sér á brjóst og segja að hann hefði að sjálfsögðu verið sviptur leyfi. Málið sé hins vegar ekki einfalt. „Það eiga allir rétt á því að bera hönd fyrir höfuð sér og það er ekki hægt að gefa sér niðurstöðuna fyrirfram, en það breytir ekki alvarleika þessa máls og hryggðinni yfir sögu Ólafar. Ef dæma eigi af reynslunni þá sýni hún að menn hafa verið sviptir fyrir brot sem varða kynferðislega áreitni. Geir segist ekki geta sagt til um hvort Ólöf hafi lokið upp Pandóruöskju með uppljóstrunum sínum og fleiri fórnarlömb muni koma fram í kjölfarið líkt og nýleg dæmi sýni. „Það er ómögulegt að segja. Við höfum ekki fundið fyrir því ennþá,“ segir Geir. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Geir Gunnlaugsson landlæknir segir heilbrigðiskerfið vel í stakk búið til að taka á ásökunum um kynferðisbrot. Ljósmynd/Hari


KSIizNe rúGmK(15O3Ix2L03 cm)

Queen

FULLT VERÐ

149.700 kr.

Ð R E V U L Ö S T Ú

. r k 5 0 3 . 7 9 PARAR 52.395 kr. ÞÚ S

KING KOIL

King Size

rúm FULLT VER (193x203 cm) Ð 245.46 0 kr.

ÚTSÖLUV

159.549 ERÐ kr. ÞÚ SPARA R 85.911 k r.

Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

H E I L S U R Ú M


8

fréttir

Helgin 21.-23. janúar 2011

 Bílar Chevrolet Volt-r afbíll

Bíll ársins í Norður-Ameríku

Líf í árvekni Mindful Living

Chevrolet Volt hefur verið valinn bíll ársins 2011 á stærsta markaði heims, Norður Ameríku. Valið markar tímamót því Chevrolet Volt er fyrsti rafbíllinn sem hampar þessum virta titli. Þetta er niðurstaða dómnefndar sem skipuð er 49 bílablaðamönnum sem starfa á hinum ýmsu sérhæfðu miðlum í Bandaríkjunum og Kanada; fagblöðum, vefmiðlum, sjónvarpi og útvarpi, að því er fram kemur í tilkynningu Bílabúðar Benna, umboðsaðila Chevrolet. „Það er sérstaklega ánægjulegt

á þessum tímapunkti og segir sína sögu að rafmagnsbíll skuli landa titlinum „Bíll ársins í Norður-Ameríku.“ Nú eru að rætast allar væntingar okkar um að hér sé á ferðinni bíll sem gæti bylt bílaiðnaðinum. Tilkoma þeirrar einstöku tækni sem

Voltinn byggist á breytir því ekki aðeins hvers konar bílum við munum aka í framtíðinni heldur einnig hvernig við komum til með að umgangast náttúruna,“ segir Dan Akerson, stjórnarformaður GM, framleiðanda Chevrolet. Í tilkynningu Bílabúðar Benna kemur fram að Chevrolet Volt hafi hlotnast fleiri viðurkenningar að undanförnu. Bíllinn er væntanlegur til Íslands síðar á árinu. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

 Hafnarfjörður Brunavarnir

Námskeið í einfaldari og streituminni lífsstíl Kennt þriðjudagskvöld í sex skipti 1. febrúar - 8. mars Skráning í síma 571 2681 eða bjorgvin@salfraedingur.is

Lausnir við: - streitu - krónískum verkjum - vefjagigt - síþreytu - þyngdaraukningu - kvíða

Sálfræðistofa Björgvins Ingimarssonar www.salfraedingur.is

Helgi Sigurðsson á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. Flóttaleið, kvikni í, vantar á íbúðina hans og hann bíður úrbóta. Ljósmynd/Hari

Engin flóttaleið ef blokk á Norðurbakka brennur Helgi Sigurðsson, íbúi í blokk á Norðurbakkanum í Hafnarfirði, vill fá brunaútgang á íbúðina sína. Hann segist ekki komast neitt ef blokkin brennur.

Í

Þvottavél og þurrkari frá Siemens.

ATA R N A

Einstök gæði. Góð þjónusta. Þetta eru tækin handa þér!

Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is

marga mánuði hefur Helgi Sigurðsson barist fyrir því að fá flóttaleið úr íbúð sinni ef eldur skyldi koma upp í blokkinni. Bærinn hefur ítrekað gefið arkitektinum og byggingarverktakanum frest til að leysa málið. Formaður húsfélagsins segir hönnunargallann dæmi um að eftirlitsaðilar hafi ekki komist yfir þær teikningar sem þeir áttu að samþykkja í uppsveiflunni. Með andarteppu alla nóttina og léttklæddur á daginn, oft í um þrjátíu stiga hita þegar sólin skín, situr Helgi Sigurðsson í íbúðinni sem hann keypti á fyrstu hæð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði fyrir um þremur árum. Íbúðin er með alla glugga í sömu átt og eina flóttaleið út á gang blokkarinnar. „Ég áttaði mig ekki á því þegar ég keypti að það vantaði flóttaleið úr íbúðinni,“ segir Helgi sem ásamt formanni húsfélagsins, Sigurði Björgvinssyni, berst nú fyrir umbótum. Í þrígang hefur skipulagsog byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar

ítrekað við arkitektinn Björn Ólafs, sem býr í Frakklandi, og byggingarverktakann ÞG verktaka að skila inn gögnum um hvar setja eigi upp flóttaleið og í tvígang hótað dagsektum, en ekki framfylgt þeim. Bjarki Jóhannesson, skipulagsog byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar, segir að svarið frá arkitektinum sé að hluta komið en hann eigi enn eftir að skila inn teikningum sem þurfi að samþykkja. „Það var ekki nógu skýrt á teikningum að opnanlega fagið væri svona lítið,“ segir hann og bætir við að þegar dagsektunum hafi verið hótað hafi upplýsingarnar skilað sér. Spurður hvort bæjarfélög gefi ítrekað frest, svarar hann: „Við erum bundin af meðalhófsreglu stjórnsýslulaga um það að taka ekki til harðari aðgerða en þörf krefur svo að leysa megi málin.“ En spurður hvort það eigi við þegar mannslíf geti verið í húfi segir hann að í dæmi Helga sé ekki hægt að segja að íbúðin sé alveg flóttaleiðarlaus þar sem hún sé á jarðhæð. „Málið

Fólk án flóttaleiða „Við sjáum þess dæmi að fólk hugsi ekki út í að það geti kviknað í heimilum þess. Bæði að ekki hafi verið byggt þannig í upphafi og að fólk taki sig til og breyti íbúðum sínum þannig að það skerði flóttaleiðir þess,“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri. Þótt slökkviliðið sinni ekki eftirliti með heimilum hefur það látið búa til fræðsluefni

um mikilvægi brunavarna. „Við fylgjumst hins vegar með atvinnuhúsnæði og höfum séð ótrúlegar úrlausnir þar þegar settar hafa verið upp íbúðir í óleyfi. Það er mjög mikilvægt að brunavarnir séu í lagi og ég tel að enginn reyni meðvitað að hafa þetta ekki í lagi heldur sé um vanþekkingu og hugsunarleysi að ræða.“ -gag

er í raun einungis það að hægt sé að komast út um gluggann án þess að brjóta hann.“ Helgi er ánægður á Norðurbakkanum og með flotta íbúðina, að öðru leyti en því að hann þarf að opna fram á gang til að ná einhverjum trekk um hana. Þá gengur lofthreinsitæki allan daginn vegna loftleysis og honum finnst hann ekki geta selt hana í þessu ástandi, kæmi til þess. Hann vonar því að bærinn leysi málið „áður en ég dey“ en hann er 73 ára. Sigurður formaður segir íbúð Helga augljóst dæmi um framkvæmdahraðann á þenslutímanum fram að hruni; menn hafi ekki náð að komast yfir allar teikningar og gera hlutina rétt. Bjarki tekur undir það: „Jújú, það hefur sjálfsagt verið það, sko. En arkitektinn er vandvirkur og þarna hefur eitthvað klikkað.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is


Góð hEILSa gulli Betri myoplex Myoplex Strenght er sérstaklega framleitt með þarfir íþróttafólks í huga.

TILBOÐ

20% afsláttur við kassa

TILBOÐ

maxx kreatín Kreatín gefur sprengikraft og styrk og byggir upp vöðva.

TILBOÐ

899

20%

maxx glútamín Glútamín verndar vöðvana gegn niðurbroti við æfingar.

afsláttur við kassa

WHey protein isolate Bragðlausa whey próteinið frá NOW er eitt hreinasta og virkasta mysuprótein sem til er. Það er fullkomið út í morgunhristinginn eða hafragrautinn til að bæta gæða próteinum í mataræðið.

kr/stk

TILBOÐ

20% afsláttur við kassa

TILBOÐ

Hydroxycut Hardcore er eitt sterkasta brennsluefni í heiminum í dag. Margfaldar fitubrennslu, minnkar matarlyst og gefur orku. 250 mg af koffeini í einum skammti.

20% afsláttur við kassa

TILBOÐ

20% afsláttur við kassa

TILBOÐ

noW psyllium Husk Einföld leið til að fá trefjar í mataræði sitt. Trefjar eru góðar fyrir meltingu, lækka kólesteról og til að léttast. Nýleg rannsókn sýndi að hópurinn sem fékk mest af trefjum léttist hraðar en samanburðarhóparnir.

7.999

kr/stk

Heilsa B- stress Er mikilvægt fyrir starfsemi líkamans, það virðist hjálpa fólki til að viðhalda eðlilegu jafnvægi í hinu daglega lífi, styrkjandi fyrir ónæmiskerfi líkamans og verndar hann gegn eyðileggjandi áhrifum of mikils álags, jafnt líkamlegs sem andlegs.

TILBOÐ

20% afsláttur við kassa

TILBOÐ

20% afsláttur við kassa

turBo greens Mjög gott fyrir alla sem þurfa að jafna blóðsykurinn og auka orku. Inniheldur spírúlínu, bygggras, hveitigras, aðalbláber, eplapetín og sítrónubörk. Gott er að blanda tveim teskeiðum af duftinu í eplasafa.

TILBOÐ

169

TILBOÐ

20% TILBOÐ

20%

Heilnæm safaHreinsun Detox með lífrænum söfum frá Beutelsbacher.

20% afsláttur við kassa

kr/stk

afsláttur við kassa

T NÝT

TILBOÐ

T

NÝT

lima Hrískökur Svo miklu meira en hrískökur – samsettar úr hýðishrísgrjónum, maís, kínóa, bókhveiti, hirsi og amarant auk sesamfræja og sjávarsalts. Lífrænar, næringarríkar og glútenlausar.

afsláttur við kassa

TILBOÐ

TILBOÐ

20% afsláttur við kassa

Gildir til 23. janúar á meðan birgðir endast.

TILBOÐ

20% afsláttur við kassa

20% afsláttur við kassa


10

fréttir

Helgin 21.-23. janúar 2011

 Maria Amelie Umdeildur innflytjandi

Vilja vísa Norðmanni ársins frá Noregi Mál Mariu Amelie hefur vakið hörð viðbrögð í Noregi. Hún kom barnung til landsins sem flóttamaður með foreldrum sínum, varð hluti af norsku samfélagi án þess að fá kennitölu eða viðurkenningu kerfisins og nú á að senda hana úr landi.

Handsömuð

Innflytjendayfirvöld gátu vart setið auðum höndum eftir að mál Mariu hlaut svo mikla athygli. Hún var tekin höndum á fimmtudaginn í liðinni viku og fyrir liggur að hún verði send úr landi.

Um leið og fréttist af handtökunni voru skipulögð fjöldamótmæli í öllum stærstu borgum Noregs. Norskir fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr málinu og breiðfylking þrjátíu norskra mannréttinda- og hjálparsamtaka hafa gert Mariu að andliti herferðar sem kallast „Enginn er ólöglegur“. „Maria Amelie hefur ljáð ólöglegum innflytjendum nafn sitt og andlit,“ segir sérfræðingur Noregsdeildar Amnesty International í málefnum innflytjenda og hælisleitenda, Beate Slydal. „Þess vegna lítum við á mál hennar sem lykilinn að baráttu fyrir bættum réttindum þeirra.“

komið til Noregs sem ólögráða – og ósakhæfur – unglingur.

Tvískinnungur

Öðrum hefur gramist öll samúðin sem Maria hefur fengið. Lögfræðingurinn Jan Rino Austdal, sem hefur varið marga innflytjendur fyrir norskum dómstólum, bendir á að enginn hafi mótmælt á götum Óslóar þegar 17 ára strákur og móðir hans voru send

Ljósmynd/Pax folag

N

orsk innf ly tjenday f ir völd hnepptu í liðinni viku „Norðmann ársins 2010“ í gæsluvarðhald og hyggjast senda úr landi á næstunni. Nafnbótina fékk Maria Amelie fyrir að skrifa bók um reynslu sína sem ólöglegur innflytjandi í Noregi. Hún hefur aðlagast norsku samfélagi betur en margir en nýtur engra réttinda í landinu. Málið hefur vakið heitar umræður í þjóðfélaginu og deilur milli ríkisstjórnarflokkanna. Ólöglega norsk Síðan fjölskyldan kom til Noregs 2002 hefur Maria Amelie gert allt sem í hennar valdi hefur staðið til að aðlagast norsku samfélagi. Hún hefur gengið í norska skóla, talar og skrifar reiprennandi norsku og býr nú með norskum kærasta sínum. Umsókn foreldra Mariu um pólitískt hæli var endanlega hafnað 2004 og síðan þá hefur Maria Amelie og fjölskyldan búið í leyfisleysi í Noregi. Hún hefur ekki kennitölu og er hvergi á skrá hjá ríkinu, hefur ekki rétt á heilbrigðisþjónustu og fær ekki vegabréf. Hún fær heldur enga vinnu þótt hún hafi gengið í framhaldsskóla í Noregi og lokið grunnnámi og meistaraprófi frá háskólanum í Þrándheimi. Að auki hefur hún lifað í stöðugri hræðslu við að verða handtekin og send úr landi. Þessu öllu lýsir hún í bókinni sem hún gaf út á síðasta ári, Ólöglega norsk, í nokkurs konar uppreisn gegn norskri innflytjendalöggjöf.

Umdeilt mál, klofin stjórn

Mál Mariu Amelie hefur vakið hörð viðbrögð í þjóðfélaginu en sitt sýnist hverjum. Viðhorf Norðmanna endurspeglast í klofningnum sem upp er kominn í ríkisstjórninni. Menntamálaráðherrann K ristín Halvorsen, leiðtogi sósíalista, berst fyrir því að Maria fái að vera áfram í Noregi vegna þeirra sterku tengsla sem hún hefur bundist landinu. Hún vonast einnig til að þrýstingurinn verði til þess að ríkisstjórnin endurskoði innflytjendalöggjöfina. Forsætisráðherrann Jens Stoltenberg segir hins vegar að Maria Amelie hafi ekki rétt til að dveljast í landinu, hún hafi í sex ár brotið innflytjendalög og að lögin verði jafnt yfir alla að ganga. Á vef norska blaðsins Aftenposten, þar sem lesendur gátu tjáð sig um málið, tók einn svo til orða að maður fengi ekki ökuréttindi þótt maður hefði keyrt um réttindalaus í mörg ár. Lögmaður Mariu svarar því hins vegar sem svo að sú aðstaða sem Amelie er nú í, helgist af ákvörðunum sem foreldrar hennar tóku því hún hafi

Hver er Maria Amelie? Maria Amelie fæddist í Norður-Ossetíu, í hinum rússneska hluta Kákasusfjalla, árið 1985. Fjölskyldan flúði til Finnlands þegar Maria Amelie var 12 ára og áfram

til Noregs 2002. Hælisumsókn í Noregi var endanlega hafnað 2004. Maria Amelie er rithöfundarnafn. Hún kýs að leyna sínu upprunalega

aftur til Tsjetsjeníu, þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að strákurinn hafi sætt pyntingum þar. Peter Eide, sem vann að fyrrnefndri herferð fyrir réttindum ólöglegra innflytjenda fyrir hönd hjálparsamtakanna Norsk folkehjelp, sagði að þótt hann fagnaði þeirri athygli sem nú beindist að þess-

nafni en hefur gengið undir nafninu Maria Bidzikoeva í Noregi. Hún gekk í framhalds- og háskóla í Noregi, talar og skrifar reiprennandi norsku og býr með

norskum kærasta sínum. Fréttaskýringatímaritið Ny tid valdi hana Norðmann ársins 2010 fyrir að lýsa aðstæðum sínum sem ólöglegur innflytjandi

í bókinni „Ólöglega norsk“. Fyrsta upplag bókarinnar seldist upp á rúmri viku.

um ósanngjörnu lögum þá næði það engri átt að veita sætum stjörnuinnflytjanda undanþágu á meðan skeggjuðum mönnum frá Miðausturlöndum og Afríku væri hafnað. Herdís Sigurgrímsdóttir ritstjórn@frettatiminn.is

Það borgar sig að byrja strax að spara

Lífeyrissparnaður

islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4900

Það getur munað miklu að eiga viðbótarlífeyrissparnað við starfslok. Því fyrr sem þú byrjar að spara og safna, því betra – og inneign þín verður mun meiri við starfslok. Gakktu strax frá sparnaðinum hjá eigna- og lífeyrisþjónustu Íslandsbanka á Kirkjusandi eða í næsta útibúi.


BURT ÚR BÆNUM HRISTU HÓPINN SAMAN! Burt úr bænum er fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum. Komdu liðinu skemmtilega á óvart. Taktu flugið burt úr bænum. Tilvalið fyrir starfsmannaferðir, árshátíðir, óvissuferðir eða menningarferð með fjölskyldunni.

REYKJAVÍK EGILSSTAÐIR ÍSAFJÖRÐUR AKUREYRI ÞÓRSHÖFN Í FÆREYJUM

NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.FLUGFELAG.IS EÐA Í SÍMA 570 3075.

ÍSLENSKA/SIA.IS/FLU 52998 01/11

Frábær ferðatilboð til allra áfangastaða okkar innanlands og nú bjóðum við einnig ferðir til Færeyja.


lausnakerfiđ

1 Velkomin

2

8 24/7

Þjónustuborð

Tölvupóstur

öryggislausnir

Hjá Skýrr starfa 500 snillingar í upplýsingatækni. Hjá þremur dótturfélögum fyrirtækisins – HugAx, Hands og Kerfi – starfa 500 manns til viðbótar. Skýrr er eitt af tíu stærstu fyrirtækjum Norðurlanda á sviði upplýsingatækni.

PCI ráðgjöf

14

4

10

Lén- og vefhýsing

Rafrænar undirritanir

5

11 Vefposi

Skeytamiðlun Skýrr

Netafritun

Microsoft Dynamics NAV

15

Snjallkort

12

S5 Áhættumat

Targit

viðskiptagreind

16 ValuePlan verslunarlausn

17

13

7

HVÍTA HÚSIÐ/SÍA / 11-0050

VeriSign

9

3

6

Þetta er Lausnakerfi Skýrr. Það er skipulagt samkvæmt innbyrðis skyldleika. Yfirlitsmyndin hérna sýnir hvernig eiginleikar kerfisins vinna saman. Ef þú finnur ekki lausnir hjá Skýrr sem henta þínum þörfum, þá eru þær sennilega ekki til í sólkerfinu.

Vírusvarnir

BizTalk

18

22

Microsoft

SharePoint

Microsoft

NAV sérlausnir

SharePoint

Mála- og verkefnakerfi

19

23

27

Lync (ocs)

20

SAP

SAP PI

Business Objects

24

CRM

21 GlassFish

samþætting

samþætting

91

93

95

Microsoft

Microsoft XAL TOK plús

92

94

Sérlausnir

Veflausnir

Dynamics AX

26

TOK

96 Alvís

Diana

Oracle

viðskiptalausnir

31

32

25

29 Fjármálalausnir

99

Oracle

starfsmannaog launakerfi

S5

28 tímaskráning

Starfsfólk

36

33

98

100

Bankalausnir

Siebel

Ópusallt

viðskiptalausn

40 Vala

Inna

leikskólakerfi

skólastjórnunarkerfi

Oracle

39 S5

Þjónustukerfi

37*

41*

101

103

Bankalausnir

Aðföng og innkaup

Viðskiptagreind BI

Bakvörður

38

35

samþætting

Gerandi

97

34

Sölustjóri og verkbeiðnir

uppl.- og stjórn.kerfi f. heilbr.geirann

Viðskiptagreind BI

30

102

Orkulausnir

Verslun

Greining og ráðgjöf

104 Vöruhús

Móttaka

Öryggislausnir

Veflausnir

Ráðgjöf og þjónusta

HugurAx

Vef- og póstþjónusta

Hugbúnaður og lausnir

EJS

Skjala- og gæðalausnir

Hands (Noregur)


84 SharePoint

skjalakerfi

54 Vefhönnun

62 Tölvur

42

46

fjárhagur

43 Vinnustund

44 Tibco

samþætting

45*

samþætting

49*

Dynamics AX

106

Drupal

vefkerfi

Vefverslanir

IBM Rational

79

86

Launaþjónusta

Nintex Workflow

Hýsingarþjónusta

Leitarvélabestun

Námskeið

Skjala- og gæðalausnir

64

69

73

61

81

88

verslunarlausn

Prentlausnir og upplýsingavinnsla

Afritunarþjónusta

Netbúnaður

52

65

70

74

Microsoft

Verkstæðisþjónusta

66

71

LS POS

Scribe

samþætting

53*

107

Microsoft

Netþjónar

59

Verkefnastjórnun

Verslunarlausnir

Gagnastæður

rekstur og ráðgjöf

Rekstrarþjónusta

105

57

Innrivefir

87

51

WebMethods

67

LiSA Live

85

80

47

48

vefumsjón

78

60

vörustýring

LS Retail

Vefumsjónarkerfi

58

72

Umsóknarkerfi

Oracle

Oracle

56

68

50

63

55

Smásala

108*

Þjónusta

Kerfi (Svíþjóð) *Hér er pláss fyrir lausnir sem við erum að þróa eða hafa ekki verið fundnar upp

109 Gagnaver

110 Umhverfisstjórnun

Rekstur netkerfa

111

Kerfisleiga

75 Símkerfi

113

Greining og ráðgjöf

Hönnun og þróun

112 Útvistun og þjónusta

114 Viðskiptagreind og vöruhús

(SEO)

Vefráðgjöf

76 Afgreiðslulausnir

Ráðstefnur

82 Morgunverðarfundir

S5

Oracle UCM

89 Erindreki mál og skjöl

77

83

90

Hugbúnaður/ leyfaráðgjöf

Greiningar

skráningarkerfi

115 Innleiðing

116*

117 Rekstur UT-kerfa

118*

Visita


14

úttekt

Helgin 21.-23. janúar 2011

Fyrrverandi stjórn­ endur Stoða, sem hét þá FL Group, þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason, sjást hér ásamt Jóni Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Stoða, sem lét af störfum um mitt ár 2010.

Stoðir högnuðust mest í skjóli 224 milljarða króna afskrifta Félög með afskrifaðar skuldir, bankar, sjávarútvegsfyrirtæki og félög í eigu erlendra stórfyrirtækja með enga starfsemi á Íslandi högnuðust mest á árinu 2009.

Þ

að hefur verið léttara yfir stjórnendum Stoða, áður FL Group, þegar þeir skiluðu inn ársreikningi fyrir árið 2009 heldur en árin tvö á undan þegar tapið var 67 milljarðar 2007 og 350 milljarðar 2008. Árið 2009 skiluðu Stoðir nefnilega 211,8 milljarða hagnaði. Því miður fyrir eigendur og stjórnendur var það ekki að þakka einstökum rekstrarárangri heldur afskriftum skulda upp á 224 milljarða, að því er fram kemur í ársreikningnum fyrir árið. Stoðir gengu í gegnum nauðasamninga á árinu eftir að hafa verið í sex mánaða greiðslustöðvun og tóku þá kröfuhafar, sem voru að stærstum hluta íslensku bankarnir Landsbankinn, Íslandsbanki og Kaupþing, yfir félagið. Að sama skapi minnkuðu umsvifin gríðarlega. Félagið fór úr því að eiga hluti í bönkum á Íslandi og í Þýskalandi, flugfélögum í tveimur heimsálfum og fjöldann allan af öðrum fyrirtækjum yfir í það að eiga íslenskt tryggingafélag og stóran hlut í arðbærum evrópskum drykkjarvöruframleiðanda. Hagnaðartalan kemur fram í tölum sem Creditinfo tók saman að beiðni Fréttatímans um þau fimmtíu félög sem skiluðu mestum hag naði á Íslandi árið 2009. Hafa skal í huga að þetta þarf ekki að

vera endanlegur listi því enn hafa fjölmörg fyrirtæki ekki skilað inn ársreikningi fyrir það ár jafnvel þótt frestur til að skila inn slíkum reikningi hafi runnið út í september á síðasta ári.

Mikill hagnaður hjá bönkunum

Hinir endurreistu bankar, NBI, Íslandsbanki og Arion banki skiluðu allir góðum hagnaði; Íslandsbanki þó sýnu mestum en allir bankarnir þrír skiluðu meira en tíu milljarða hagnaði. Þá eru áberandi á listanum svokallaðar skeljar fyrir erlend félög en það eru erlend fyrirtæki sem skrá sig hér, án þess að vera með starfsemi, vegna skattalegs hagræðis. Þar má til dæmis sjá að fréttarisinn Reuters skilaði 67,5 milljarða hagnaði á árinu 2009.

Af afskriftunum skaltu þekkja þá

Þess hefur áður verið getið að Stoðir fengu 224 milljarða afskrifaða í nauðasamningum við kröfuhafa sem þýddi að eigendur félagsins misstu sinn hlut og kröfuhafar tóku fyrirtækið yfir. Annað þekkt dæmi í afskriftum er síðan Árvakur sem skilaði 2,5 milljarða króna hagnaði jafnvel þótt tap væri upp á rúmlega 1,3 milljarða. Ástæðan var 4,3 milljarða króna afskrift Íslandsbanka og annarra þegar Þórsmörk, í eigu útgerðardrottningarinnar Guðbjargar Matthíasdóttur, Óskars Magnússonar og fleiri, keypti Árvakur í mars 2009 eftir að Björgólfur Guðmundsson hafði keyrt útgáfuna í kaf. Önnur umdeild afskrift er 2,6 milljarða afskrift

Landsbankans á skuld Nónu ehf., dót tur félags úgerðar félagsins Skinneyjar-Þinganess, sem er að hluta til í eigu fjölskyldu Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi ráðherra og formanns Framsóknarflokksins. Afskriftin hafði þau áhrif að móðurfélagið Skinney-Þinganes skilaði 3,6 milljarða hagnaði.

Undantekningin sem sannar regluna

Athyglisvert er að sjá að félagið Actavis Group PTC, sem er í eigu Actavis Group hf., skilaði 12,3 milljarða króna hagnaði árið 2009. Helsta ástæðan er gott gengi dótturfélags þess, Medis ehf., sem skilaði 9,3 milljarða króna hagnaði. Það sér um sölu á lyfjum og lyfjahugviti til þriðja aðila. Öll önnur félög í langri og flókinni Actavis-keðju Björgólfs Thors Björgólfssonar skiluðu gífurlegu tapi.

Sjávarútvegurinn sterkur

Eins og sjá má á listanum er staða sjávarútvegsfyrirtækjanna nokkuð sterk. Tvö stærstu útgerðarfélög landsins, Samherji og HB Grandi, skila fínum hagnaði auk Síldarvinnslunnar. Nokkur fyrirtæki innan sjávarútvegsins eiga þó í vanda þrátt fyrir góðan hagnað á árinu 2009. Þannig er Gjögur með neikvætt eiginfé og Skinney-Þinganes þurfti á milljarða afskriftum að halda. Það þarf síðan ekki að koma á óvart að nýsköpunarfyrirtækin Marel og Össur skila góðri afkomu. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Samherji, undir stjórn Þorsteins Más Baldvinssonar, var eitt af mörgum sjávarútvegsfyrirtækjum sem skiluðu góðum hagnaði á árinu 2009. Ólíkt félagi eins og Skinney-Þinganesi, sem fékk afskrifaða hátt í þrjá milljarða af sínum skuldum, stendur Sam­ herji gríðarlega vel.

Framhald á næstu opna Endurreistu bank­ arnir þrír sýndu fínar hagnaðartölur á árinu 2009.

MESTI HAGNAÐURINN (í milljörðum króna) Félag

Helstu eigendur

Hagnaður

Stoðir hf.

Kröfuhafar (íslensku bankarnir)

Thomson Reuters á Íslandi sf.

Skel fyrir erlent félag

67,5

Íslandsbanki hf.

Erlendir kröfuhafar

23,9

Landsvirkjun

Íslenska ríkið

23,7

Kaupþing fjármögnun ehf.

Kirna ehf. (Kaupþing banki)

15,8

NBI hf.

Íslenska ríkið

14,3

Norbord Investments

Skel fyrir erlent félag

14,2

Ingersoll-Rand Finance

Skel fyrir erlent félag

13,4

Arion banki hf.

Erlendir kröfuhafar

12,9

Actavis Group PTC ehf.

Actavis Group hf.

12,3

Nexfor fjármögnun ehf.

Skel fyrir erlent félag

Medis ehf.

Actavis Group PTC ehf.

9,3

CN Liquidity Management Íslandi

Skel fyrir erlent félag

8,9

HS Orka hf.

Magma, kröfuhafar

8,2

OneSource Finance Íslandi

Skel fyrir erlent félag

7,4

Lindir Resources hf.

Straumborg

6,8

SP Fjármögnun

Eignarhaldsfélag NBI ehf.

5,5

Horn Fjárfestingarfélag ehf.

NBI hf.

4,5

Samherji hf.

Þorsteinn Már, Kristinn V

4,0

Polaris Seafood ehf.

Samherji hf.

3,9

DMG Investments á Íslandi ehf.

Skel fyrir erlent félag

3,9

Skinney-Þinganes hf.

Fjölskylda HÁ og fleiri

3,6

Alcan á Íslandi hf.

Alcan Holding Switzerland

3,0

Tryggingamiðstöðin hf.

Stoðir hf.

2,9

Össur hf.

Fleiri félög

2,8

Marel Iceland ehf.

Eyrir Invest

2,7

Frontier Energy Íslandi sf.

Skel fyrir erlent félag

2,7

211,8

9,9

Árvakur hf.

Þórsmörk ehf. (GM)

2,5

HB Grandi hf.

Nokkrir hluthafar (KL, ÓÓ)

2,3

Dunedin á Íslandi sf.

Skel fyrir erlent félag

2,3

Landsbankinn eignarhaldsfélag ehf.

NBI hf.

2,2

Síldarvinnslan hf.

Samherji, Gjögur

2,1

Nóna ehf.

Skinney-Þinganes ehf.

2,1

HG Ísland ehf.

Dalsnes ehf.

2,1

Kaupfélag Skagfirðinga

1.400 einstaklingar

2,0

Icelandair ehf.

Icelandair Group hf.

1,9

Bergey eignarhaldsfélag

Vetrarmýri ehf. (MK 50%)

1,9

Actavis hf.

Actavis Group PTC ehf.

1,9

Creditinfo Group hf.

Info Capital, Scoresoft Holdings

1,9

Lánasjóður sveitarfélaga ohf.

Íslenska ríkið

1,7

Norvik hf.

Decca Holdings, JHG, Straumborg

1,4

Atorka-Aqua

Atorka (kröfuhafar, íslenskir bankar)

1,3

Ísfélag Vestmannaeyja

ÍV fjárfestingafélag (GM)

1,3

Gjögur hf.

Guðmundur Þorbjörnsson og fleiri

1,2

Dalsnes ehf.

Ólafur Björnsson

1,2

Norðurorka ehf.

Akureyrarkaupstaður

1,2

Vátryggingafélag Íslands

Exista (kröfuhafar)

1,2

Rammi hf.

Marteinn Haraldsson ehf. og fleiri

1,1

Noranda Íslandi ehf.

Skel fyrir erlent félag

1,1

Icelandic Group ehf.

Framtakssjóður Íslands og fleiri

1,1


r a d d ý r p Stjörnum sýningar

Fjölskyldan la Stórbrotin leikhúsveis

Elsku barn Nístandi saga um sannleika og lygi

sins“ óra sviði Borgarleikhús „Stjörnurnar skína á St – GB, Mbl

fagmannlega „Gríðarlega áhrifarík og unnin sýning“– IÞ, Mbl ttablaðið „Frábær sýning!“– EB, Fré að“ iku... snilldarlega skrif „snertir mann inn í kv – BS, pressan.is

ja uppfærsla og áhrifin sit „Vel heppnuð og beitt V RÚ sjá Víð mið“ – SG, eftir þegar heim er ko rosalega sterk – ein „Alveg hörkusýning... ég hef séð lengi“ m áhrifamesta sýning se – LL, RÚV

fös. 21/1 kl. 20 þri. 25/1 kl. 20 mið. 26/1 kl. 20 sun. 30/1 kl. 20

UPPSELT UPPSELT UPPSELT UPPSELT

ti mið. 2/2 kl. 20 örfá sæ ti sæ á fim. 3/2 kl. 20 örf mið. 9/2 kl. 20 fim. 10/2 kl. 20

Snarpur sýningartími! ikhus.is

borgarle Miðasala | 568 8000 |

is Snæs sem fær þetta „Sigur leikstjórans Hilm i vel“ – JVJ, DV nd til að virka svona skína u“ dar með flugeldasýning „Stjörnuleikur sem en – BS, pressan.is

„Unnin af mikilli og að – MK, eyjan.is

dáunarverðri fagmen

GR ÍM AN 2010:

Leikstjóri ár sins Leikkona ár sins Leikmynd ár sins Lýsing ár sins

sun. lau. fös. lau.

23/1 kl. 19 örfá sæti 29/1 kl. 19 örfá sæti 4/2 kl. 19 örfá sæti 5/2 kl. 19

fös. 11/2 kl. 19 lau. 19/2 kl. 19 sun. 27/2 kl. 19

úar Sýningum lýkur í febr

nsku“


16

úttekt

Helgin 21.-23. janúar 2011

Actavis-félagakeðja Björgólfs Thors tapaði langmestu MESTA TAPIÐ (í milljörðum króna) Tengdir útrásarvíkingar

Tap

Félag

Eigendur

Actavis Pharma Holding 4

Actavis Pharma Holding 3

BTB

Actavis Group hf.

Actavis eignarhaldsfélag ehf.

BTB

-231,7

Actavis eignarhaldsfélag ehf.

Actavis Pharma Holding 5

BTB

-228,8

Actavis Pharma Holding 5

Actavis Pharma Holding 4

BTB

-228,7

Actavis Pharma Holding 2

Actavis Pharma Holding 1

BTB

-193,3

ALMC hf. (Straumur)

Kröfuhafar

BTB

-180,2

Actavis Pharma Holding 3

Actavis Pharma Holding 2

BTB

-167,1

Atorka Group

Kröfuhafar (íslenskir bankar)

ÞV

-23,5

SJ Eignarhaldsfélag ehf. (Sjóvá)

Íslenska ríkið

KW

-18,4

Geysir Green Energy

Kröfuhafar (íslenskir bankar)

ÞV

-17,6

1998 ehf.

Arion banki

JÁJ

-14,9

Renewable Energy Resources

Volcano Holding BV (Atorka)

ÞV

-12,6

Gift Fjárfestingafélag

Eignarhaldsfélagið Samvinnutr.

Icelandair Group hf.

Kröfuhafar (íslenskir bankar)

KW

-10,7

SJ 1 ehf

Sjóvá

KW

-10,4

Skipti hf.

Exista (kröfuhafar)

LG/ÁG

-10,2

Drög ehf.

Arion banki (átti ÍAV)

Reitir fasteignafélag

Kröfuhafar (íslenskir bankar)

Síminn ehf.

-294,2

-11,3

-10,1 JÁJ

-9,8

Skipti hf.

LG/ÁG

-9,8

AAI Holding ehf .

Nokkrir einstaklingar

BG/MÞ

-9,7

Hver 01 Holding ehf.

Geysir Green Energy ehf.

ÞV

-8,7

Þyrping ehf.

Arion banki

JÁJ

Wendron ehf.

Líklega skel fyrir erlent félag

-7,5 -7,4

Straumborg ehf

Norvik ehf.

Laugarakur ehf.

Miðengi ehf. (Íslandsbanki)

JHG

-6,9

Northern Lights Leasing ehf.

AAI Holding ehf.

Eignarhaldsfélagið IG ehf.

Brim/Gunnvör

GLB Holding ehf

Glitnir banki

Alcoa á Íslandi ehf.

Alcoa Luxembourg S.à.rl.

-5,7

Eyrir Invest ehf.

Nokkrir einstaklingar

-5,6

Frontier Travel ehf.

Straumur/Burðarás

BTB

Stytta ehf.

Blackstar Ltd/Stoðir

JÁJ

-5,5

Hagar hf.

1998 ehf.

JÁJ

-5,3

SJ Properties Ghent FinanceCo

Sjóvá

KW

-5,1

SJ Properties Ghent BuyCo ehf.

Sjóvá

Lýsing hf.

Exista (kröfuhafar)

Materia Invest ehf.

ÞMJ/MÁ/KS

Ármannsfell ehf.

Drög ehf.

101 Skuggahverfi ehf.

Þyrping ehf.

JÁJ

-4,5

Reitir II ehf.

Kröfuhafar (íslensku bankarnir)

JÁJ

-4,5

Hilda hf.

Nokkur félög (hlutur í Saga Capital)

A1988 hf. (Eimskip)

Kröfuhafar

BG/MÞ

-4,0

Hansa ehf.

Bell Global/Monte Cristo/BG

BG

-3,9

Avant ehf.

Askar Capital

KW

-3,9

SJ Properties MacauOneCentral

Sjóvá

KW

-3,6

Salt Financials

Róbert Wessman

RW

-3,4

Hverfjall ehf

Þórarinn Ragnars./Gunnar Hj.

-3,4

Íslensk erfðagreining ehf.

Decode genetics Inc

-3,3

Félagsbústaðir hf.

Reykjavíkurborg

-3,2

-6,9 BG/MÞ

-6,5 -6,5

JÁJ

-5,9

-5,6

KW

-5,0

LG/ÁG

-4,9

ÞMJ/MÁ

-4,6 -4,5

-4,1

BTB = Björgólfur Thor Björgólfsson | ÞV = Þorsteinn Vilhelmsson | KW = Karl Wernersson | JÁJ = Jón Ásgeir Jóhannesson | LG/ÁG = Lýður Guðmundsson/Ágúst Guðmundsson | BG/MÞ = Björgólfur Guðmundsson/Magnús Þorsteinsson | JHG = Jón Helgi Guðmundsson | ÞMJ/MÁ = Þorsteinn M. Jónsson/Magnús Ármann | BG = Björgólfur Guðmundsson | RW = Róbert Wessman

Félög í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem tengjast með einum eða öðrum hætti Actavis, eru Íslandsmeistarar í tapi árið 2009. Eitt þeirra, Acatvis Pharma Holding 4, tapaði 294,2 milljörðum.

B

jörgólfur Thor Björgólfsson bjó til flókið eignanet líkt og margir aðrir útrásarvíkingar. Félaganet hans í kringum kaupin á Actavis árið 2007 slá þó líklega flest met. Á toppnum trónir Actavis hf. Það er í eigu Actavis Group PTC ehf., sem er í eigu Actavis Group hf., sem er í eigu Actavis eignarhaldsfélags ehf., sem er í Novator Pharma Holding 5, sem hét áður Actavis Pharma Holding 5, sem er í eigu Novator Pharma Holding 4, sem hét áður Actavis Pharma Holding 4, sem er í Novator Pharma Holding 3, sem hét áður Actavis Pharma Holding 3, sem er í eigu Novator Pharma Holding 2, sem hét áður Actavis Pharma Holding 2, sem er í eigu Novator Pharma Holding 1, sem hét áður Actavis Pharma Holding 1, sem er í eigu Novator Pharma S.á.rl. í Lúxemborg, sem er í eigu Tortólafélagsins Novator Pharma Holdings Limited, sem er aftur í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Ef litið er á listann yfir þau fimmtíu félög sem töpuðu mest á árinu 2009 og Creditinfo tók saman að beiðni Fréttatímans, má sjá að sex af ofangreindum félögum raða sér í sjö efstu sætin. Inn á milli skýst ALMC ehf., áður fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás, sem var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í mars 2009 og gekkst undir nauðasamninga á síðasta ári. Stærstu hluthafar Straums, áður en bankinn var tekinn yfir, voru Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson. Ef mið er tekið af ársreikningi Actavis Group hf., sem er sjálfur lyfjarisinn, skýrist tapið af gríðarlegri niðurfærslu á viðskiptavild vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækisins. Þetta tap hefur síðan flust niður í öll hin félögin. Tap Straums skýrist að stærstum hluta af afskriftum lána viðskiptavina bankans.

Svart hjá Sjóvá

Eins og sjá má á listanum hér á síðunni skilaði SJ eignarhaldsfélag, sem áður hét Sjóvá, 18,3 milljarða króna tapi á árinu 2009. Þar vegur þungt tap dótturfélaganna SJ 1, sem tapaði 10,4 milljörðum, SJ Properties Ghent FinanceCo og SJ Properties Ghent BuyCo ehf. sem töpuðu fimm milljörðum hvort um sig. Ríkið setti inn tólf milljarða í félagið til að bjarga því frá gjaldþroti eftir meðferð Karls Wernerssonar og félaga hans hjá Milestone. Það var í söluferli sem fékk snöggan endi þegar hópur fjárfesta, undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar, var dæmdur óhæfur til að eiga félagið þrátt fyrir að vera með langhæsta tilboðið.

Ævintýri í Englandi

Á þessum lista er einnig félagið Northern Lights Leasing, sem átti breska flugfélagið XL. Það var keypt af Eimskipum árið 2006 en fór í gjaldþrot síðla árs 2008. Móðurfélag Northern Lights Leasing A AI Holding ehf. tapaði 9,7 milljörðum og Northern Lights Leasing 6,5 milljörðum. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is


Björgólfur Thor og fléttufélög hans í kringum Actavis töpuðu nærri 300 milljörðum á árinu 2009.

SÍA •

PIPAR \ TBWA

Karl Wernersson og Milestone skildu Sjóvá eftir í erfiðri stöðu.

102760

Má færa þér 1.000 krónur?

Þú færð 1.000 kr. afslátt í Apótekaranum ef þú kaupir fyrir 5.000 kr. eða meira* Afslátturinn gildir jafnt fyrir lyf sem aðrar vörur. Afslátturinn gildir í öllum apótekum Apótekarans.

Er Apótekarinn nálægt þér? Bíldshöfða 20 (Húsgagnahöllin) – Reykjavík Melhaga 20 – Reykjavík Álfabakka 14 (Mjóddin) – Reykjavík Akranes – Dalbraut 1 Akureyri – Hafnarstræti 95 Hafnarfjörður – Fjarðarkaup Kópavogur – Salavegi 1 Kópavogur – Smiðjuvegi 2 Mosfellsbær – Þverholti 2

www.apotekarinn.is

*G eg n fr

ka ra r í A pó te nn m eð þé ta kt u ha og n an ið m K lip pt u út m ið an s. am ví su n

0 0 0 . 1 ví su g eg n fr am

s. n m ið an

r sl át t fy ri 00 0 kr . af fy ri r. er i ve it ir 1. ð ið la m rs nn Ei m ve 00 0 kr . se hv er ja r 5. 11 . m ar s 20 4. l ti ir G ild

nn .

kr. afsláttur


18

úttekt

Helgin 21.-23. janúar 2011

neysla Nær 77% búa í eigin húsnæði en rúm 23% í leiguhúsnæði

Ljósmynd/Hari

Neysluútgjöld eru 93% af ráðstöfunartekjum meðalheimilis. Húsnæðiskostnaður nemur þar af 24,7%. Sambærilegur hlutfallslegur húsnæðiskostnaður danskrar meðalfjölskyldu er heldur hærri, þ.e. 28,3%.

ostur Prófaðu bragðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. aðeins

9%

Ríkur af mysupróteinum

Nýársspáin Fáðu að vita allt um nýja árið þitt, ástina, fjármál og heilsu.

Einkatímar sími. 552 4244 eða 823 6393

Húsnæðiskostnaður fjórðungur ráðstöfunartekna meðalfjölskyldu Kostnaður vegna húsnæðis er hlutfallslega heldur minni hér en í Danmörku. Neysluútgjöld í heild eru að meðaltali 93% af tekjum íslenskrar fjölskyldu. Hjá nokkrum hópum eru útgjöldin hærri en tekjurnar.

H

úsnæðiskostnaður meðalfjölskyldu er um fjórðungur af ráðstöfunartekjum hennar, samkvæmt rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna árin 2007-2009. Hagstofan birti í liðnum mánuði niðurstöður úr samfelldri rannsókn á útgjöldum heimilanna á verðlagi ársins 2009. Í úrtaki rannsóknarinnar voru 3.484 heimili en 1.850 heimili tóku þátt. Svörun var því 53%. Neysluútgjöld á meðalheimili árin 2007-2009 voru 456 þúsund krónur á mánuði og hækkuðu um 7% frá tímabilinu 2006-2008. Meðalárstekjur á heimili voru 5.886 þúsund krónur en neysluútgjöld sama meðalheimilis námu 5.471 þúsund krónum. Meðalstærð heimila minnkaði úr 2,39 einstaklingum í 2,37. Útgjöld á mann hækkuðu því um 7,9% milli tímabila og eru nú 192 þúsund krónur á mann á mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 12% á tímabilinu. Heimilisútgjöldin drógust því saman um 4,8% að teknu tilliti til verðbreytinga, eða um 4% á mann.

ÚTSALAN ER Á FULLU Gerðu verð og gæðasamanburð!

Svæðaskipt heilsurúm í öllum stærðum Af því þú átt það skilið!

24,7% ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað hér Ráðstöfunartekjur heimila sem tóku þátt í rannsókninni hækkuðu um 3,9% á tímabilinu 2006 -2008 til 2007-2009 eða um 4,8% á mann. Miðað við 7,9% útgjaldaaukningu hækkuðu útgjöld því um 3% umfram tekjur. Hagur heimilanna versnaði því á tímabilinu en tekjur heimila eru engu að síður að jafnaði hærri en útgjöld. Miðað við nýju rannsóknina eru neysluútgjöld að meðaltali 93% af tekjunum en voru 90% á tímabilinu 2006-2008. Ráðstöfunartekjur meðalheimilis voru rúmar 490 þúsund krónur eða um 206 þúsund krónur á heimilismann. Húsnæðiskostnaður meðalheimilis, þar með talin hiti og rafmagn, nam 1.352 þúsundum króna eða sem svarar 24,7% af ráðstöfunartekjum heimilisins.

28,3% í Danmörku

Til samanburðar kemur fram í tölum dönsku hagstofunnar að heildarneyslukostnaður danskrar fjölskyldu á sama tímabili er 310.696 danskar krónur eða sem nemur 6,4 millj-

ónum íslenskra króna. Það heldur meira en neyslukostnaður íslensku fjölskyldunnar. Húsnæðiskostnaður danskrar fjölskyldu nemur 87.944 dönskum krónum eða sem svarar um 1.811 þúsund krónum. Það svarar til 28,3% af heildarneyslu dönsku meðalfjölskyldunnar. Þetta er hærra bæði hlutfallslega og í krónutölu en hjá íslensku meðalfjölskyldunni. Það ræður m.a. nokkru að áætla má að rafmagns- og hitakostnaður dönsku fjölskyldunnar sé meiri en þeirrar íslensku. Í hita og rafmagn hjá þeirri dönsku fara 21.610 danskar krónur eða sem svarar 445 þúsund íslenskum krónum.

Rúmlega 23% búa í leiguhúsnæði

Vegin meðalstærð hins íslenska heimilis var 2,37 einstaklingar, þar af 1,6 fullorðnir og 0,8 börn. Íslensk heimili fara minnkandi, samkvæmt rannsókninni, en í lífskjararannsókn Hagstofu Íslands hefur verið miðað við 2,5 einstaklinga á heimili. Í eigin húsnæði búa 76,9% fjölskyldna en 23,1% í leiguhúsnæði. Sé litið til gerðar húsnæðis kemur í ljós

30-50% AFSLÁTTUR 6 MÁNAÐA VAXTALAUST VISA / MASTERCARD LÁN

Smiðjuvegi 2 Kópavogi Sími 544 2121 www.rumgott.is

Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16

FRÍ LEGUGREINING OG FAGLEG RÁÐGJÖF

Löggiltir dýnuframleiðendur – Starfandi í 60 ár


úttekt 19

Helgin 21.-23. janúar 2011

að 29% fjölskyldna búa í einbýlishúsum, 14,1% í raðhúsum, 21% í tveggja til fimm íbúða húsum og 33,7% í fjölbýlishúsum. Meðalstærð húsnæðis er 126 fer met rar og Hjá einrúmlega 4 herstæðum bergi. Húsnæði er að meðaltali foreldrum heldur stærra á eru útgjöld landsbyggðinni 7% umfram en á höfuðborgarsvæðinu, 144 fertekjur. metrar á móti 123 fermetrum. Einbýlis- og raðhús eru þó töluvert stærri á höfuðborgarsvæðinu en hús sömu tegundar annars staðar á landinu. Bílskúr fylgir 43,2% íbúða.

Ertu klár á sköttunum? Við kynnum breytingar á skattalögum og sýnum dæmi fimmtudaginn 27. janúar

Taprekstur einstæðra foreldra

Ráðstöfunartekjur eru allar tekjur heimilisins; launatekjur, lífeyris- og bótagreiðslur, hlunnindi, fjármagnstekjur og aðrar tekjur ef einhverjar eru. Frá tekjum dragast álagðir skattar. Milli tímabila lækkuðu tekjur hjóna án barna um 2,2% og tekjur annarrar heimilisgerðar lækkuðu um 2,7%. Á sama tíma hækkuðu tekjur einstæðra foreldra um 10%. Í þeim fjórðungi þar sem tekjur voru hæstar voru þær 127% hærri á mann en í þeim fjórðungi þar sem tekjurnar voru lægstar. Hjá nokkrum hópum eru útgjöldin hærri en tekjurnar, til dæmis hjá einstæðum foreldrum, en þar eru útgjöld 7% umfram tekjur. Í tveimur lægstu tekjufjórðungunum eru útgjöld meiri en tekur. Í hæsta tekjuflokknum fara hins vegar 74% tekna til neyslu en hlutfallið var 69% tímabilið 2006-2008.

Við bjóðum til morgunverðarfundar þar sem farið er yfir athyglisverðustu breytingar skattalaganna og áhrif þeirra. Fundurinn er haldinn í Borgartúni 27, 8. hæð frá kl. 8:30–10:00. Frítt inn og allir velkomnir. Skráning á kpmg.is

Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is

Jónas Haraldsson

ÍSLENSKA SIA.IS 53220 01/11

jonas@frettatiminn.is

PÁLL ÓSKAR OG EUROVISIONSTJÖRNUR ÍSLANDS Viltu vera heimilisvinur? Í KÖBEN 5. MAÍwww.soleyogfelagar.is 2011 EINSTÖK TÓNLISTARUPPLIFUN FYRIR HÓPA OG KLÚBBA.

REGÍNA ÓSK Jóhanna Guðrún

Stebbi & Eyfi Björgvin Halldórsson Friðrik Ómar Selma Björns

ICY

Hera Björk

PÁLMI GUNNARSSON, EIRÍKUR HAUKSSON & HELGA MÖLLER

VERÐ Á MANN FRÁ: 89.900 * KR. Í TVÍBÝLI

I 99.900 * KR. Í EINBÝLI

Eurovision-stórtónleikar í Cirkus í Kaupmannahöfn þar sem Páll Óskar skemmtir ásamt fjölda söngvara sem hafa allir tekið þátt í söngvakeppninni á árum áður. Tónleikarnir fara fram undir borðhaldi þar sem snæddur verður glæsilegur þriggja rétta kvöldverður meðan listamennirnir skemmta gestum. Síðan verður dansleikur og stanslaust stuð til kl. 02.00 þar sem Páll Óskar sér um tónlistina og heldur uppi fjörinu eins og honum er einum lagið. Nánari upplýsingar á www.icelandair.is

*Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði í eina nótt, aðgöngumiði á tónleika Páls Óskars og EUROVISION-stjarna ásamt þriggja rétta kvöldverði og aðgöngumiða á dansleik.


20

viðtal

Helgin 21.-23. janúar 2011

þegar ég gekk inn dæsti hún og sagði: „Það er nú bara ekkert pláss fyrir allt þetta fólk hérna!“ Ég sagðist nú ekki sjá neinn, ég væri einn á ferð, en hún hélt nú ekki. Hún tók um hendurnar á mér og sagði mér að horfa á sig. Ég gerði það, sá bara hana og ekkert annað. En hún sagði mér að horfa dýpra – og allt í einu horfði ég inn í hana! Ég sagði henni að ég sæi svartan blett í brisinu og að hluti lungans væri grár. „Já, ég vissi um lungað því ég reyki þrjá pakka á dag,“ sagði hún, „en hins vegar var ég að fá þær fréttir í morgun að ég væri með krabbamein í brisinu.“ Hún sagði að ég ætti eftir að starfa sem heilari víða um heim og það hefur gengið eftir. Ég hef sótt tengingar víða um land, að beiðni þeirra sem starfa með mér, og á eftir að fara til Austurríkis, Tíbets og suðurhluta Indlands. Ég fer þrisvar, fjórum sinnum á ári í þjálfun hjá Arthur Finley Institution í Bretlandi.“ Hann segir mér að miðlun og heilun sé tvennt ólíkt „svona eins og rás eitt og rás tvö“. „Orðið trans er í raun ekki til, þannig að þetta heitir heilunarmiðlun en ekki transmiðlun,“ segir hann. „Þegar fólk leitar til mín vegna veikinda hafa þeir aðgang að mér og stjórna því sem gert er.“

Lífgaði móður sína við með einu handtaki Þór Gunnlaugsson hætti í löggunni vegna aldurs árið 2005. Hann settist þó ekki í helgan stein því hann komst að því hann er næmari en fólk er flest. Hann hefur ferðast landshorna á milli og út fyrir landsteinana vegna náðargáfu sinnar sem hann notar til að hjálpa öðrum. Anna Kristine settist niður með Þór og ræddi við hann um skilaboð frá heiminum að handan. Ljósmynd/Hari

H

eyrðu, ég þarf að fara til Kanada,“ sagði Þór Gunnlaugsson við eiginkonu sína eitt kvöldið þar sem þau sátu og horfðu á sjónvarpið. „Nú, og hvað ætlarðu að gera þar?“ spurði frúin. Ja, það vissi Þór ekki, hann hafði bara fengið skilaboð um að halda til Kanada. „Þetta Kanada-tal mitt kom til vegna þess að þar á ég ættingja, og eitt sinn þegar ung frænka kom í heimsókn til mín tók ég utan um hana, knúsaði hana og sagði: ,,Þú ætlar að eignast barn 10. október!” Þetta var í apríl og enginn af ættingjum mínum frá Kanada sem voru þarna höfðu hugmynd um að stúlkan ætti von á barni – og ekki vissi ég hvers vegna ég hafði sagt þetta! Þess vegna vildi ég fara til Kanada og kanna málin.“ Ég er nú bara gamall löggukarl,“ segir Þór brosandi, en þennan mann fann ég eftir að hringt hafði verið í mig og mér sagt að hann væri ótrúlegur heilari; færi á líknardeildir, á sjúkrahús og tæki fólk heim til sín og það væri meira að segja nóg að skrifa honum, þá sendi hann lækna að handan til fólks. „Ég var hjá lögreglunni í Reykjavík frá 1966 en fór svo í Blönduóss-liðið árið 1982 og ætlaði bara að vera eitt, tvö ár þar, en þau urðu nú átján.“ Hann skellihlær þegar ég segi að það sé ábyggilega bara vegna þess að honum hafi þótt svona gaman að taka fólk fyrir hraðakstur! „Eitthvað urðum við að gera,” segir hann alvarlegur. ,,Það höfðu orðið alltof mörg slys og dauðsföll á þessari leið vegna hraðaksturs.“

Ætlaði að fara að spila golf en ...

„Þegar ég hætti í lögreglunni árið 2005 ætlaði ég að fara að spila golf og eitthvað svona dúllerí. Mér hefur aldrei leiðst og skrifaði í lausnarbeiðnina mína að mér hefði alltaf þótt gaman að mæta til vinnu, kveið aldrei nokkrum einasta degi. Það var svolítið merkilegt að það var sama hversu mikil reiði eða ólga var hjá fólki eða hversu kolvitlaust sem það var; það datt allt í dúnalogn þegar ég birtist. Í eina skiptið sem ég hef orðið hræddur var þegar lætin voru við Alþingishúsið og kveikt var í jólatrénu, en því miður á

slíkt eftir að endurtaka sig á þessu ári. Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri næmari en hver annar fyrr en þarna árið 2005 þegar ég fékk skilaboðin ... Svo var það fyrir einu ári að það datt upp úr systur minni að þegar ég hefði verið fimm ára hefði pabbi tekið mig með sér til Ragnhildar miðils í Tjarnargötunni, en það varð að hringja eftir barnapíu fyrir mig því það fylgdu mér svo margir, sagði Ragnhildur, að það var ekki hægt að hafa mig með í sama herbergi! Það voru aldrei rædd andleg mál á æskuheimili mínu að öðru leyti en því að alltaf þegar ég fór í kirkju varð svo mikil pressa á mér þegar ég kom inn í kirkjuskipin sjálf. Ég var alveg að kikna og ræddi þetta við presta, en það gat enginn skýrt fyrir mér hvað væri um að vera. Það skipti engu máli hvert tilefni heimsóknar minnar í kirkjurnar var, hvort um var að ræða jarðarför, skírn eða fermingu – þetta gerðist í hvert einasta skipti,“ segir Þór og stoppar örstutta stund.

Mamma bálill að vera send aftur til jarðar!

„Svo liðu árin og þá kom að því að mamma fékk ósæðarblæðingu. Páll Gíslason heitinn læknir gerði á henni aðgerð en sagði við okkur að það væri alveg óvíst hvað yrði með hana. Við systkinin og pabbi sátum við rúmið hennar og þá heyrði ég sagt við mig: „Taktu í höndina á henni.“ Ég hélt að ég heyrði ofheyrnir, en þá var sagt hvasst: „Já, taktu í höndina á henni.“ Ég náttúrlega bara hlýddi og þá varð allt í einu allt skjannahvítt í herberginu. Hvorki pabbi né systir mín urðu nokkurs vör en daginn eftir vaknar mamma, bálill, og spyr hvers slags þetta sé eiginlega; hún hafi verið komin yfir og búin að hitta vinkonur sínar sem höfðu látist nokkrum árum fyrr! Svo kom einhver og sagði: „Þú átt að fara til baka.“ Ómeðvitað í gegnum allt starf mitt sem heilari hef ég gert og sagt hluti sem ég man ekkert eftir sjálfur, en konan mín verið að segja mér frá. Þeir sem vinna með mér – þeir fyrir handan – héldu þessu alveg lokuðu fyrir mér þangað til tíminn var réttur – sem var árið 2005. Ég vissi heldur ekki að pabbi, afi og langafi hefðu allir verið skyggnir því á þeim tíma

var ekki rætt um slík mál. Það útskýrði hins vegar fyrir mér löngu síðar af hverju svona margir komu heim að hitta pabba!“ Þegar Þór var lítill strákur var hann sendur eina helgi í sumarbúðir á Silungapolli. Farið var með hann á laugardagsmorgni og átti að sækja hann á sunnudegi. „En pabbi varð að koma á laugardagskvöldinu og sækja mig því ég var ekkert að leika við hin börnin á námskeiðinu, heldur var ég kominn upp á háaloft að leika við börn sem enginn sá nema ég! Eftir það var þessu öllu lokað fyrir mér.“

Sá inn í konu í Kanada

Þangað til fyrir sex árum þegar hann tilkynnti konu sinni að hann yrði að fara til Kanada. Sem hann gerði, þar sem hann taldi að þar biðu hans einhver svör við þeim tilfinningum sem hann fann innra með sér. „Ég spurði frænkur mínar hvort einhver þekkt spákona væri á svæðinu og þær sögðu þar vera eina, en það væri margra mánaða bið eftir að komast að hjá henni. „Hringdu fyrir mig í hana núna,“ sagði ég, „það var verið að afbóka hjá henni.“ Þetta reyndist rétt og hún bauð mér að koma. Hún bjó í litlu húsi og

Með heilun í Bústaðakirkju mánaðarlega

Hverjir eru „þeir“? Hann hlær og svarar: „Þetta eru læknar, nokkrir íslenskir og aðrir sænskir. Þessir sænsku voru í þrjú ár að komast til mín. Í fyrstu fannst mér ég verða að fara vestur í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi þar sem ég var með fund fyrir gesti og gangandi. Þar kom fram Þorleifur frá Bjarnarhöfn, sem var sagður skyggnastur allra Íslendinga síns tíma. Nokkru síðar var ég með fund hérna heima og þá kom Einar á Einarsstöðum og bað mig að fara í kirkjuna hjá sér og halda þar fund. Síðan hef ég verið reglulega með fundi þar, sem og í öðrum kirkjum, og er til dæmis alltaf með opinn fund í Bústaðakirkju fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði. Ég fæ skilaboð um hvert ég á að fara og hef farið um allt land.“

Boð um að fara til Indlands

En ekki bara um allt land. Eins og kom fram í upphafi greinarinnar fékk hann boð að handan um að fara til Bretlands. Í janúar í fyrra fékk hann boð um að hann ætti að fara til Indlands. „Já, já, við fórum bæði hjónin, ég er svo hlýðinn; fékk skilaboð um að ég yrði að vera í borginni Agra á Indlandi ákveðinn dag á árinu klukkan níu um morguninn við Taj Mahal-musterið. Þar myndi ég hitta karlmann og konu. Ég spurði hvernig í ósköpunum ég ætti að finna fólk í milljarða landi en fékk þau skilaboð að þau myndu finna mig. Þegar út var komið réðum við okkur fararstjóra – og hann reyndist vera sá sem ég átti að hitta. Ferðasöguna og upplifunina má lesa á heimasíðunni minni, heilun.blogcentral. is undir liðnum Trúarbrögð (bls. 2), en þar neðst eru krækjur sem leiða fólk að síðunni og öðru efni. Konan reyndist vera systir hans, geðlæknir. Hann bauð okkur heim um kvöldið og þar var nú bara öll ættin og hann bað mig að hjálpa pabba sínum og bróður sem báðir voru veikir. Ég setti hendurnar á axlirnar á öllu settinu; var í þrjá klukkutíma – og þá mættu nágrannarnir! Þetta var yndisleg stund.“

Prestar og læknar á bekknum

Þeir sem vinna með mér – þeir fyrir handan – héldu þessu alveg lokuðu fyrir mér þangað til tíminn var réttur – sem var árið 2005. Ég vissi heldur ekki að pabbi, afi og langafi hefðu allir verið skyggnir.

Þór segir karlmenn ekkert síður en konur leita til hans í heilun. „Meira að segja læknar og prestar þótt þeir fari ekki hátt með það,“ segir hann og kímir. „Ég hef fengið til mín allt niður í lítil börn og mikið fengist við börn með ofvirkni. Þau eru ekkert hrædd við mig, þessar elskur. Það er öllum velkomið að hafa samband við mig gegnum netfangið mitt thorgu@internet.is. Það eiga ekki allir heimangengt, eða fólk býr úti á landi, og því er oft nóg að skrifa mér eða hringja til mín,“ segir þessi viðkunnanlegi maður, skellir mér upp á bekk og tekur verkinn úr bakinu ...

Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is


Það er einfaldara en þú heldur að búa til gott sushi

Með nýju vörulínunni frá Saitaku verður sushi-gerðin leikur einn. Mikið úrval hráefna í hæsta gæðaflokki tryggir ljúffengt sushi eins og Japanir vilja hafa það. Einfaldar leiðbeiningar og uppskriftir er að finna á umbúðunum.


22

viðtal

Helgin 21.-23. janúar 2011

Birgitta hefur vakið athygli víða um heim vegna baráttu sinnar með Wikileaks, kröfu bandarískra stjórnvalda um að fá Twitter-upplýsingar hennar og hugmynda um Ísland sem friðland tjáningarfrelsis og upplýsinga. Ljósmynd/Hari

Á hverjum einasta degi missum við spón úr aski upplýsingafrelsis, og það án þess að fólk geri sér grein fyrir því.

Þeir mega eiga Twitter-upplýsingarnar en mér er annt um þær á Facebook F í t o n / S Í A

Birgitta Jónsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla víða um heim vegna hugmynda sinna um að Ísland verði friðland upplýsinga og tjáningarfrelsis. Hún lýsir því hvernig lögfræðingar stórfyrirtækja um allan heim sérhæfi sig í að koma öllum neikvæðum upplýsingum úr seilingarfjarlægð frá almenningi og herji á veikburða fjölmiðla með hótunum um lögsóknir. Athyglina úti fékk hún þó fyrst með aðkomu sinni að Wikileaks. Hún segir bandarísk stjórnvöld ekki stöðva lekann á vefinn þótt þeim takist að ná Julian Assange.

Hefur þú áhuga á að starfa í forystu VR? Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn eftir einstaklingsframboðum í stjórn VR. Jafnframt auglýsir kjörstjórn eftir einstaklingsframboðum á lista uppstillinganefndar í trúnaðarráð félagsins. Um er að ræða formann félagsins, 7 aðalmenn í stjórn, 3 varamenn í stjórn og 82 í trúnaðarráði. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn skriflegt erindi til kjörstjórnar á skrifstofu VR. Skrifleg meðmæli 50 félagsmanna þarf vegna framboðs til formanns, 10 vegna framboðs til stjórnar og 5 vegna framboðs til trúnaðarráðs. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 3. febrúar 2011. Frambjóðendum er bent á að kynna sér nánari upplýsingar á heimasíðu VR, www.vr.is. Kjörstjórn

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

Virðing Réttlæti

H

ún hnippir í utanríkisráðherra og vindur sér að umhverfisráðherra og nær áheyrn þeirra með hraði. Þetta er konan sem með stuttum fyrirvara ákvað að bjóða sig fram til þings fyrir síðustu kosningar. Áður, sem umhverfisverndarsinni og talsmaður Saving Iceland í mótmælunum gegn Kárahnjúkavirkjun, tók það hana mánuði að ná áheyrn fólks í þessum áhrifastöðum. Nú þegar hún gegnir þingmennsku magnast áhrif hennar. Hún var í ástralska fréttamiðlinum ABC í gær, fimmtudag, eftir að hafa verið í kastljósi fjölmiðla um allan heim síðustu vikur vegna kröfu bandarískra stjórnvalda um að fá afhentan allan póst og upplýsingar sem hún hefur sent um samskiptasíðuna Twitter. Birgitta Jónsdóttir, þingmaðurinn með stingandi bláu augun – eins og kanadískir fjölmiðlar lýstu henni – hefur ekki áhyggjur af því yfir hvaða upplýsingar bandarísk stjórnvöld kunna að komast í gegnum Twitter.

„Kannski er þetta fyrst og fremst gósentíð fyrir íslenska þýðendur,“ segir hún glettin en slær fljótt á alvarlegri strengi. „Ég hef þó ákveðnar áhyggjur af því að allar mínar upplýsingar af Facebook hafi verið afhentar. Mér finnst það sýnu alvarlegra því vinir mínir hafa sent mér persónulegar upplýsingar án þess að átta sig á því hve opinn vefurinn er. Ég vil ekki að þær séu í höndum bandarískra yfirvalda.“

Assange tengdur njósnum?

Birgitta segir að Alþjóða þingmannasambandið hafi tvívegis fjallað um málið í þessari viku, síðast í gær. „Ég sendi þeim bréf um þýðingu málsins í þessu stóra samhengi,“ segir hún og vísar til þess að þingmenn njóti friðhelgi til þess að þeir geti beitt sér á alþjóðavettvangi. „Við lögfræðingar mínir fengum frest til 26. janúar til að ganga frá okkar máli. Markmiðið er að fá bandarísk stjórnvöld til að falla frá Framhald á næstu opnu



24

viðtal

Til hamingju,

TóTi!

r u d n „Dú .“ t g e l i t skemm Egil

il son / K a g l E lH

ja n

Bókasafn ömmu huldar er tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna 2011

Bar NaB ók a ver ð l auN meN Nta r áð r ey s k jav íku r 2010

www.forlagid.is

Ég hef þó ákveðnar áhyggjur af því að allar mínar upplýsingar af Facebook hafi verið afhentar. [...] vinir mínir hafa sent mér persónulegar upplýsingar án þess að átta sig á því hve opinn vefurinn er. Ég vil ekki að þær séu í höndum bandarískra yfirvalda.

Helgin 21.-23. janúar 2011

þessu,“ segir hún. Verði þessu ekki mótmælt harðlega af alþjóðasamtökunum, íslenskum yfirvöldum sem og öðrum sem láta sig varða friðhelgi þingmanna, hafi friðhelginni verið kastað á glæ, sem og getu þingmanna til að beita sér í alþjóðlegum málum. Birgitta er ekki sú eina sem bandarísk stjórnvöld vilja upplýsingar um vegna tengsla við Wikileaks og í viðleitni sinni til að fá forsprakkann Julian Assange framseldan til Bandaríkjanna. Þau óskuðu einnig upplýsinga um sjálfboðaliða samtakanna, þá Jacob Appelbaum og hollenska nethakkarann Rop Gonggrijp. „Þau leita sennilega að því hvort við höfum átt einhverjar samræður sem geti tengt hann við njósnamál í Bandaríkjunum,“ segir hún. „Nú veit ég ekki hverjir innviðir Wikileaks eru í dag en ég tel að það hefði einhver áhrif, yrði Assange tekinn úr umferð. Ég held þó að ég geti fullyrt að lekinn myndi halda áfram. Hann verður ekki stöðvaður.“

Assange með alla þræðina

Birgitta gagnrýnir vanmátt fjölmiðla til að taka á lekamálum og óttast að stjórnvöld eins og þau bandarísku geti nýtt sér veikleika þeirra til að beina athyglinni frá upplýsingum sem vefurinn Wikileaks geymir að fólkinu sem stendur að baki honum, eins og Julian Assange. „Á blaðamannafundum er ég alltaf spurð út í Assange. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að Wikileaks er fyrirbæri sem búið var til af mörgum. Þótt hann sé hjartað og sálin í Wikileaks var bakvinnslan og tæknivinnan ekki hans. Hann er andlitið. Fjölmiðlar sækja í áhugavert fólk og hann er áhugaverð manneskja, sérstakur í útliti, og því er mýtan um þennan áhugaverða karakter búin til,“ segir hún. Kastljós erlendra fjölmiðla beindist fyrst að Birgittu þegar hún vann að myndbandi fyrir hönd Wikileaks um morð bandarískra hermanna á fjölskylduföður sem reyndi að koma tveimur starfsmönnum fréttavefjarins Reuters til hjálpar í Írak. Börn hans sátu í bílnum sem hann keyrði og annað særðist. Hún segir að brestirnir í utanumhaldi vefjarins hafi þá orðið henni ljósir. „Ég hef sett á stofn grasrótarsamtök og komið stjórnmálahreyfingu á laggirnar, átt og stofnað – eins og svo margir Íslendingar – fyrirtæki, þannig að ég hef þokkalega reynslu. Ég sá að Wikileaks var eins og frumkvöðlafyrirtæki, þar sem

einn stýrði og hinir fylgdu, og strúktúrinn var enginn. Ég sá hins vegar að ég var sú eina sem hægt var að ná í símleiðis eftir að við birtum morð-myndbandið frá Írak. Ég fékk því holskeflu fjölmiðla yfir mig,“ segir hún. „Það vantaði alla umgjörð og skipulag, sem gerist auðvitað oft þegar svona [grasrótarstarf] springur út. Ég er ekki að segja, og hef ekki vitneskju um, að eitthvað sé gruggugt [við rekstur Wikileaks] en strax á þessum tíma kom fram gagnrýni á að gagnsæið í fjármálum Wikileaks væri ekki nægilegt.“ Birgitta er sammála því og bendir á að þegar kallað hafi verið eftir því að fólk gæfi peninga fyrir lögfræðikostnaði Bradley Manning, sem er nú í haldi og hafður í einangrun, grunaður um að hafa komið gögnunum og myndbandinu frá Írak til vefjarins, hafi féð sem safnaðist ekki farið inn á sérreikning. Sá sem gaf hafi því ekki getað vitað hvort féð rann til lögfræðinga Mannings. „Um þetta hefði þurft að taka ákvarðanir og mér hefði þótt eðlilegast að haldinn hefði verið sameiginlegur fundur þar sem þessar ákvarðanir um samskiptaleiðir, fjármál og ábyrgð yrðu teknar,“ segir hún og bætir við að eftir tveggja mánaða umleitan um slíkan fund hafi hún hætt. „Mér fannst tíma mínum betur varið með fólki sem hlustaði á mig.“

Hrægammar sitja um upplýsingar

Og nú vinnur hún að því að safna saman alþjóðlegum hópi þingmanna sem vilja berjast með henni fyrir því markmiði að tryggja upplýsingaflæði, tjáningarfrelsi og gagnsæi. Hún vill að Ísland verði í fararbroddi löggjafar um slíkt og að hér verði hægt að geyma upplýsingar án þess að þeim sé eytt. „Á hverjum einasta degi missum við spón úr aski upplýsingafrelsis, og það án þess að fólk geri sér grein fyrir því,“ segir hún og sér fyrir sér að slegið verði af í frekari uppbyggingu álvera og í klárinn hvað snertir gagnaver. Hún segist hafa staðfestingu ríkisstjórnarinnar á því að fullur vilji sé til að klára málið. „Margir halda að [gagnaver] geri Ísland að sjóræningjaeyju. Það er alls ekki svo. Þetta snýr að því að treysta undirstöðurnar fyrir upplýsingaog tjáningafrelsi í alþjóðasamhengi. Upplýsingar hafa engin landamæri lengur. Það skiptir því engu máli hvar þær birtast. Það hefur leitt til þess að lögfræðingateymi – hrægammarnir sem vinna fyrir stórfyrirtæki og pólitíkusa sem hafa eitthvað að fela – hafa sérhæft sig í að taka upplýsingar úr

Brot af vefjum Wikileaks og stuðningssíðu Bradleys Manning. Slóðirnar eru wikileaks.ch og bradleymanning.org.

Grunaður uppljóstrari í margra mánaða einangrun Bradley Manning hefur setið í fangelsi í 290 daga. „Ef Bradley Manning er maðurinn sem lak Íraks-myndbandinu og séu loggarnir raunverulega hans þá er hann hetja. Hann varð vitni að mjög alvarlegum stríðsglæpum og hann ákvað, eins og er borgaraleg skylda allra, að láta vita af glæpum. Það á ekki að vera á ábyrgð Wikileaks eingöngu heldur okkar allra sem láta sig málið varða að standa á bak við þennan unga mann,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður. Wikileaks stefndi á að greiða 50 þúsund dollara lögfræðikostnað hermannsins Bradleys Manning en þegar á reyndi gat það aðeins greitt um tuttugu þúsund í fyrstu atrennu. Spurð hvort uppljóstrunarvefurinn hafi gleymt uppljóstrara sínum svarar Birgitta neitandi. „Nei, ég hef ekki trú á því heldur skrifa þetta á skipulagsleysi.“ Hún segir að skipulagsleysið sé ástæða þess að hún hætti samstarfi við Wikileaks.

Bradley Manning hefur setið í einangrun í nærri átta mánuði. „Ég hvet alla til að skoða vefinn bradleymanning. org og kynna sér hvernig aðstæður hans eru. Hann er í einangrun og undir eftirliti vegna hugsanlegs sjálfsvígs, sem þýðir að hann fær ekki að hafa neitt nema teppi og hann er einungis nýorðinn 23 ára.“ Þrátt fyrir örlög Mannings telur Birgitta enga hættu á að meðferðin á honum verði til þess að fólk þori ekki að ljóstra upp um það sem misferst. „Nei, Wikileaks hefur vakið fólk til meðvitundar um þessa leið; að þora að afhjúpa og vera heimildamaður. Þess vegna verðum við að koma löggjöf okkar í gegn til þess að íslenskir heimildarmenn og afhjúparar hafi meiri hvata til að gera það sem gera þarf. Hefði einhver til dæmis lekið í aðdraganda hrunsins, hefði skellurinn hugsanlega orðið miklu minni.“ -gag

Hann er í einangrun og undir eftirliti vegna hugsanlegs sjálfsvígs, sem þýðir að hann fær ekki að hafa neitt nema teppi og hann er einungis nýorðinn 23 ára.


umferð og efni sem birt er í fjölmiðlum af netinu,“ segir hún og finnst fjölmiðlar í veikri stöðu þar sem neytendur nota miklu minna af upplýsingum þeirra en sæki í auknum mæli á netið. „Fjölmiðlar geta illa varist hrægömmunum sem fara stöðugt í mál út af einhverju sem birtist,“ segir hún og tekur sem dæmi að gagnrýni söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur á Magma Energy sem birtist í kanadískum fjölmiðli hafi misst marks þegar samið var um að taka hluta greinarinnar af upplýsingavefjum vegna hótana um lögsókn. „Í langflestum tilvikum hverfur sagan úr öllum gagnagrunnum og verður ófinnanleg, en í þessu tilviki voru aðeins ákveðnir þættir teknir út úr greininni, það er að segja hin harða gagnrýni Bjarkar. Því leit út sem Björk syngi bí, bí og blaka og heildarmyndin hvarf,“ segir hún.

Eva Joly í lið með Birgittu

„Það er nauðsynlegt að fólk skilji í hve mikilli hættu það er; að glata því að geta tekið upplýsta ákvörðun og verið ábyrgir borgarar. Hver vill vera með upplýsingar sem bitið hefur verið í og tekið úr?“ Þess vegna segir Birgitta að hugmynd hennar og þinghóps Hreyfingarinnar, ásamt aðstandendum Wikileaks, að Immistofnuninni (e. Icelandic modern media initiative) hafi vakið svona mikla alþjóðlega athygli upp á síðkastið. Markmið stofnunarinnar verði að verja upplýsingar og tjáningarfrelsi. „Við byrjum í heimahögum en við erum einnig í alþjóðlegu samstarfi við fólk sem lætur sig málið varða,“ segir hún. „Fyrsti þingmaðurinn sem setur nafnið sitt á blað með okkar er Eva Joly.“ Birgitta viðurkennir að hugmyndin hafi ekki fengið sömu athygli hér heima og ytra. „Það hefur ekki alveg gerst ennþá og ég hef nú svolítið kvartað yfir því,“ segir hún. „Ég vil samt ekki hafa áhyggjur af því heldur hvet þá sem láta sig þetta málefni varða til að kynna sér það. Þetta hefur skapað Íslandi meiri velvild en flest annað síðustu misseri,“ segir hún og bætir við að öll blaða-, sjónvarps- og útvarpsviðtölin hafi gert sitt til að endurreisa mannorð landans sem hafi borið verulegan skaða í kringum hrunið. „Þetta er útspil í okkar anda. Við viljum leggja áherslu á heiðarleika en hvernig getum við það ef við erum ekki tilbúin að stunda gagnsæi?“ En saknar Birgitta Wikileaks? „Nei, í raun og veru ekki. Það var gaman að taka þátt í því frumkvöðlastarfi sem átti sér stað en mitt hjartans mál er Immi-stofnunin; að við Íslendingar tökum okkur afgerandi stöðu varðandi upplýsinga- og tjáningarfrelsið.“

VIÐ TRÚUM Á FRAMTÍÐINA Árið 2010 lagði Auður grunn að uppbyggingu til framtíðar. Fyrirtækjaráðgjöf Auðar kom að ráðgjöf, fjárhagslegri endurskipulagningu og verðmati á þriðja tug fyrirtækja. AUÐUR I fagfjárfestasjóður fjárfesti í rekstri og kom með nýtt hlutafé inn í sjö fyrirtæki. Fasteignaráðgjöf Auðar kom að endurskipulagningu fasteignafélaga og gerði verðmat á yfir 100 atvinnufasteignum ásamt því að annast rekstur og umsýslu fasteigna. Ört stækkandi hópur viðskiptavina Auðar fékk góða ávöxtun á séreignarsparnað og fjármuni í eignastýringu.

Við trúum á fólkið í landinu og framtíðarhorfur íslensks samfélags. Við höldum ótrauð áfram á nýju ári með sterka eiginfjárstöðu, áhættumeðvitund og langtímaárangur að leiðarljósi.

Auður er sjálfstæður og óháður kostur á fjármálamarkaði

Borgartúni 29 | S. 585 6500 | www.audur.is

Gunnhildur Arna Gunnardóttir

FAGFJÁRFESTASJÓÐIR | FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF | FASTEIGNARÁÐGJÖF | SÉREIGNARSPARNAÐUR | EIGNASTÝRING

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

gag@frettatiminn.is

Fitul’til og pr—teinr’k . .. … og passar með öllu

www.ms.is


26

leikhús

Helgin 21.-23. janúar 2011

Jónsmessunæturdraumar menntskælinga Enski skáldjöfurinn William Shakespeare er vinsæll í Reykjavík þessi dægrin. Ekki er nóg með að verk eftir Shakespeare eru nú á fjölum Borgarleikhússins og Þjóðleikhússins heldur hefja nú leikfélög bæði Menntaskólans í Reykjavík og Verslunarskólans sýningar á gleðileiknum Draum á Jónsmessunótt. Versló sýnir söngleik eftir Orra Hugin Ágústsson sem hann byggir á verkinu. MR fer hefðbundnari slóðir og treystir á þýðingu Helga Hálfdanarsonar undir stjórn Gunnars Helgasonar leikara. Aðstandendur sýninganna segja það algera tilviljun að Draumurinn hafi orðið fyrir valinu og hér sé ekki um að ræða enn eina birtingarmynd gamalgróins rígs á milli skólanna.

Í

Jónsmessunæturdraumnum segir meðal annars af forboðinni ást Lysanders og Hermiu. Faðir Hermiu ætlar sér að gifta hana Demetriusi gegn vilja hennar þannig að parið bregður á það ráð að stinga af saman út í skóg. Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, formaður Leikfélags Verslunarskóla Íslands, segir það algera tilviljun að leikfélögin tvö sæki í sama efnið samtímis. „Það er ekki eins og það sé verið að finna upp Shakespeare og þetta var búið að blunda svolítið lengi í Orra. Mér líst bara ótrúlega vel á þetta og sýningin er mjög fyndin.“ „Hugmyndin um að setja Draum á Jónsmessunótt kom fyrst upp hjá okkur í fyrra en við hættum við og settum Love Star upp í staðinn,“ segir Elías Bjartur Einarsson, gjaldkeri Herranætur í MR. „Við notumst við þýðingu Helga Hálfdanarsonar í okkar sýningu sem verður allt öðruvísi en sýningin hjá Versló.“ Menntaskólinn í Reykjavík stendur á gömlum grunni við Lækjargötu en fólk getur þó komist í gegnum hann án þess að þurfa að lesa verk eftir Shakespeare. „Ég held að málabraut lesi Rómeó og Júlíu og það er pínu öfund út í þau mín megin.“

FrumSýninG Í KVÖLD

SkjárBíó VOD, SkjárFrelsi og SkjárHeimur er aðgengilegt um Sjónvarp Símans. Með Digital Ísland+ fæst aðgangur að SkjáEinum og SkjáFrelsi.

Sony Center býður þér fyrSta þáttinn í opinni DagSkrá

Game Tíví

Ha? er enginn venjulegur spurningaþáttur því þar gildir ekki síður að svara skemmtilega en að svara rétt. Baggalútarnir Karl Sigurðsson og Guðmundur Pálsson eru gestir þeirra Jóa G., Eddu Bjargar og Sólmundar Hólm og tryggja skemmtileg úrslit. Ha? er sýndur á föstudagskvöldum kl. 21.00.


leikhús 27

Helgin 21.-23. janúar 2011

Álfrún Perla Baldursdóttir leikur Hermiu á móti Árna Þór. Hún er á þriðja ári í MR og hefur sótt námskeið hjá Herranótt öll árin sín þrjú en hefur nú verið valin í lykilhlutverk í fyrsta sinn. „Þetta er ofboðslega skemmtilegt og verkið er mjög krefjandi en það er skemmtilegt að gera eitthvað sem reynir á mann.“ Álfrún Perla ætlar að fara með hóp MR-inga á Lé konung enda finnst henni tilvalið að sjá hvaða tökum atvinnufólkið tekur Shakespeare.

„Þetta er nú eiginlega enginn Shakespeare,” segir Víðir Þór Rúnarsson sem leikur ígildi Lysanders í sýningu Versló. „Þetta er söngleikur og heilmikil skemmtun. Það er æðislega gaman og þetta hefur verið skemmtilegra en ég þorði að vona.“

María Ólafsdóttir leikur á móti Víði en persóna hennar, Heiður, samsvarar Hermiu í verki Shakespeares. Hún er á öðru ári í Versló en er ekki óvön sviðsleik. Hún var í Söngvaseið í Borgarleikhúsinu og tók þátt í Michael Jacksonsýningunni á Broadway. Hún segist hafa haft óljósa hugmynd um efnisinnihald Draums á Jónsmessunótt áður en vinna við söngleikinn hófst og hún getur vel hugsað sér að sjá Lé konung í Þjóðleikhúsinu og Ofviðrið í Borgarleikhúsinu.

Mér líst bara ótrúlega vel á þetta og sýningin er mjög fyndin.“

Árni Þór Lárusson leikur Lysander hjá Herranótt. Hann tók einnig þátt í uppfærslu leikfélagsins í fyrra og segist hafa mjög gaman af leiklistinni. „Þetta er náttúrlega krefjandi texti en ég hef gaman af því að takast á við hann.“ Árni Þór er ekki alveg ókunnugur sviðsuppfærslum á verkum Shakespeares. Hann sá Rómeó og Júlíu hjá Vesturporti á sínum tíma og ætlar sér að sjá bæði Lé konung og Ofviðrið en MR-ingar ætla sér að fjölmenna á Lé.

SKJárEinn aðeins

2.890 Kr. Á MÁnuði

spjallið

ENNEMM / SÍA / NM44924

Hringdu núna og tryggðu þér áskrift í síma 595 6000, eða smelltu þér á skjareinn.is

ekkert venjulegt sjónvarp


28

viðtal

Helgin 21.-23. janúar 2011

Gott að fá að sakna Róberts Á meðan Róbert Gunnarsson handboltamaður raðar inn mörkum á HM í Svíþjóð heldur Svala Sigurðardóttir kona hans utan um heimilið. Heimilislífið er ekkert venjulegt: Jólin haldin í gegnum Skype-netsímkerfið og margir mánuðir hafa liðið á milli þess sem hann hittir börnin. Þau eru í fjarbúð, þar sem hann býr í Heidelberg en hún hér heima. Hún hlakkar til að flytja út til hans – en hingað til hefur hann elt hana á röndum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir settist niður með Svölu.

R

Ég tilkynnti honum, eftir tveggja ára samband, að ég væri farin í læknanám til Danmerkur. Þegar ég fékk inni, sagði ég við Róbert: Bless, ég vona að þú komir.

æs. Yngri börnin tvö rifin upp og nærri fjórtán ára unglingurinn vakinn í skólann. Svala Sigurðardóttir, Seltirningur langt aftur í ættir og læknir, mætir í vinnuna hjá Heilsugæslunni klukkan átta á morgnana. Hún er að klára kandídatsárið sitt og stefnir á að flytja til Þýskalands með yngri börnin þegar haustar. Unglingurinn þrýstir á að fá að vera hér heima, það er svo gaman í gaggó. Málið er í skoðun. Í Þýskalandi stefnir Svala á að stunda lækningar á nýju ári, eftir að hafa komið börnunum fyrir í þýskum leikskólum. Hún flytur á eftir manninum sínum, Róbert Gunnarssyni handboltakappa, sem spilar fyrir Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni. Hingað til hefur hann flutt á eftir henni. „Ég tilkynnti honum, eftir tveggja ára samband, að ég væri farin í læknanám til Danmerkur. Ég hafði þá verið í klásus hér í Háskólanum og var hársbreidd frá því að komast áfram. Þegar ég fékk inni ytra sagði ég við Róbert: Bless, ég vona að þú komir,“ segir Svala á meðan hún setur hvert eplið af öðru í ávaxtapressu sem stendur á eldhúsbekknum í íbúðinni í Mávahlíð sem þau keyptu í sumar.

Kom samningslaus á eftir henni

„Hann kom, greyið, á eftir mér um haustið en ég fór út í janúar 2002. Róbert var þá orðinn nokkuð góður handboltamaður í Fram. Hann mætti með skóna á æfingu hjá Aarhus GF og bað um að fá að vera með. Þeir höfðu þá þegar ráðið alla fyrir veturinn en hann fékk að vera með og þeir sáu fljótt hvað hann var góður. Þeir buðu honum skítalaun fyrsta árið en gerðu svo samning við hann og hann var þar í þrjú ár. Þá var hann orðinn bestur og markahæstur og var seldur til Gummersbach en ég átti fimm annir eftir í læknanáminu,“ segir hún. Svala segir að þær mæðgurnar, hún og Hulda, hafi því verið einar eftir í Árósum á meðan Róbert varði tíma í „ógeðsbænum“ Gummersbach. „Ég heimsótti hann mánaðarlega og sagði honum að ég skyldi koma eftir árið, en þar byggi ég ekki. Hann keypti því handa mér hús í Köln og fór sjálfur á milli, fjörutíu kílómetra hvora leið á dag.“ Sjálf ferðaðist hún svo til

Bochum, 70 kílómetra á dag, og hélt læknanáminu áfram þar. „Ég var þá orðin ólétt að dóttur okkar Birtu og keyrði á milli, afskaplega þreytt; hreinlega heppin að sofna ekki undir stýri.“ Þau Svala og Róbert hafa verið saman í tíu ár, allt frá því þau sáust á Hverfisbarnum. „Ég hafði týnt vinum mínum, sá Róbert og kannaðist við hann – ég vissi ekki hvaðan, en labbaði að honum og sagði hæ, uhh flottur leðurjakki. Fattaði þá seinna að jú, ég hafði séð hann í sjónvarpinu í bikarúrslitaleik, með einhverja rosalega bartaklippingu. Hann fékk síðan fín meðmæli hjá bróður mínum Indriða [Sigurðssyni landsliðsmanni í fótbolta] því þeir þekktust og höfðu spilað saman fótbolta á unglingsárunum,“ segir hún. „Þarna var Róbert bara nítján, tveimur árum yngri, og ég tilkynnti honum strax að ég ætti barn og hann gæti forðað sér, hefði hann ekki áhuga. Hann fór ekki. Ég veit samt ekki hvort þetta var ást við fyrstu sýn, eða jú, örugglega hjá honum – og þó kannski ekki því ég var með hrikalega klippingu,“ segir Svala hressilega og lýsir því hvernig þau náðu saman þetta sumar. Dóttir Svölu var þá á þriðja ári því hún varð mamma aðeins nítján ára.

Var tilbúin í móðurhlutverkið

„Þegar Hulda fæddist átti ég sjö ára systur og þriggja ára bróður. Ég hafði staðið mig vel í barnapíustörfunum og það eina sem ég þurfti að læra var að gefa brjóst. Þá hafði mamma alltaf ætlað að eignast eitt barn í viðbót, en gat það ekki því hún er hjartveik,“ segir hún. „Þetta gekk allt vel upp. Mér fannst ég hafa lifað lífinu – ég hafði jú djammað svo mikið í menntó, búin með tvö ár! Missa af hverju? spurði ég mig þegar fólk var að hafa áhyggjur af aldri mínum og að ég væri svo ung og óreynd. Ég er búin að vera í útstáelsi í marga mánuði, hugsaði ég og sá ekkert athugavert við aldur minn.“ Svala átti aðeins eina önn eftir í MH, Menntaskólanum við Hamrahlíð, þegar hún varð móðir en hún hafði verið aðeins á undan í námi. „Ég deildi því síðustu önninni niður á tvær og útskrifaðist á réttum tíma. Svo ákvað ég að fara í líffræði í stað þess að demba mér beint í læknisfræði á meðan hún var svona lítil. Ég get ekki séð að það hafi háð mér að verða ung móðir,“ segir Hulda. „Þvert á móti var yndislegt að koma heim úr skólanum og hitta prinsessuna sína.“ Svala segir að þau Hulda og Róbert nái óskaplega vel saman. „Róbert er fæddur til að ala upp börn. Hann er ekkert eðlilega góður pabbi; strangur og með reglur á hreinu en skemmtilegur. Hann ól hana upp. Ég var meira svona einstæð móðir sem gaf alltaf eftir. Huldu var hrósað í Danmörku fyrir gott uppeldi. Ég benti bara á Róbert. Það er honum að þakka,“ segir Svala og hlær.

Gunnar, Svala og Birta í stofunni í Mávahlíðinni. Hulda, elsta dóttirin, var að heiman þegar myndin var tekin.

Gull um hálsinn, takk Svala Sigurðardóttir missir ekki af leik íslenska handboltaliðsins á heimsmeistaramótinu en viðurkennir að hún sé ekki alltaf með leikreglurnar á hreinu. Hún er alin upp á KR-vellinum, þar sem faðir hennar stundaði fótbolta, og vel hefur hún fylgst með fótboltaferli bróður síns, Indriða Sigurðssonar. „Ég sá á svip bróður míns þegar mamma spurði hann spjörunum úr eftir æfingar hans hér áður – hvort hann hefði fengið margar sendingar og annað – að slík „hnýsni“ fór bara í skapið á honum,“ segir Svala. „Ég spurði því aldrei og þótt ég fylgdi fjölskyldunni oft á völlinn lærði ég leikreglurnar seint; ég var jú í fimleikum og þurfti lítið á þekkingunni að halda. Þetta hentaði vel fyrst í sambandi okkar Róberts, en nú þegar við erum búin að vera saman í áratug get ég ekki lengur látið sem ég viti sem minnst um íþróttina. Ég horfi alltaf, en ekki með einhverjum sem kann leikreglurnar því ég er meira hlaupandi á eftir krökkunum og hef því ekki 100% athygli á leiknum.“ Hún fagnar því þess vegna núna að geta fengið skýringar Þorsteins J. og annarra sérfræðinga beint í æð fyrir og eftir leiki. „Það

er gott að vita hverjir standa sig vel; gefa geðveikar sendingar og hafa unnið góðan undirbúning að mörkum, þótt þeir skori þau ekki, því þeir sem skora fá oftast mesta athyglina.“ Svölu undrar hve stemningin er mikil og góð hér heima fyrir HM því hún hefur ekki verið hér á landi áður þegar svona mót hafa verið í gangi. „Ég get ekki séð að það hafi áhrif að leikirnir eru margir í læstri dagskrá. Fólk horfir. Snorri Steinn [Guðjónsson landsliðsmaður] var einmitt að velta því fyrir sér að stemningin yrði örugglega bara meiri, fólk færi að hóa sig saman, hrúgaðist á bari og horfði.“ Svala er bjartsýn á gengi liðsins á mótinu. „Þetta er góður hópur núna. Hann er jákvæður og samstilltur. Mér finnst stemningin vera sú sama í liðinu og var fyrir Ólympíuleikana. Það sumar gerðist eitthvað. Bæði Óli og Gummi smita út frá sér jákvæðni og festu.“ Hún stefnir á að sjá þá spila síðustu leikina úti í Svíþjóð og sér gullið í hillingum. „Ég má ekki segja þetta,“ segir hún og hlær. „Róbert þolir ekki svona mikilmennsku.“ Róbert í kunnuglegum stellingum

Róbert er fæddur til að ala upp börn. Hann er ekkert eðlilega góður pabbi; strangur og með reglur á hreinu en skemmtilegur. Hann ól hana upp. Ég var meira svona einstæð móðir sem gaf alltaf eftir. Huldu var hrósað í Danmörku fyrir gott uppeldi. Ég benti bara á Róbert. Það er honum að þakka.


viðtal 29

Helgin 21.-23. janúar 2011

Ég hef lítið getað heimsótt hann síðustu mánuði; eina helgi í október og aðra í desember. Hann sá ekki börnin frá 20. júlí til 20. október og hann varði jólunum með Ólafi Stefánssyni og fjölskyldu hans. Þetta voru Skype-jól. „Fólki fannst svolítið spes í Danmörku hve ungir foreldrar við vorum. Það átti líka við í skólanum þegar ég komst inn í læknanámið. Ég las undrunina úr augnaráðinu þegar það vissi af Huldu. Samt eru Danir í læknisfræði frekar ungir þegar þeir eignast börn því að þeir vita að vaktir og viðbjóður taka við að námi loknu og þeir geta ekki verið sínir eigin herrar lengur.“

Stefnir út á nýjan leik

Tími Svölu og barnanna hér heima hefur ekki slökkt löngunina til að búa úti í löndum. „Ég hef ekki alltaf verið mikil ævintýramanneskja en er það núna. Ég hafði sem betur fer enga útþrá þegar ég varð móðir svona ung – sem ég fagna, því það hefði ekki verið gott að vera tryllt af útþrá þá,“ segir hún. „Núna er ég tímabundið hérna heima og mér finnst ég ekki hitta fólkið mitt neitt oftar en þegar ég bjó úti og kom heim á sumrin og um jól. Hér pukrast allir í sínu horni en áður en ég flutti út var ég náttúrlega í háskólanámi eins og vinir mínir og tími hvers og eins ekki eins pakkaður – heldur lífið létt,“ segir hún. „Vinkona mín hafði sagt mér að samgangur vina og ættingja væri svona lítill en ég hafði enga trú á að þetta ætti við um mig; en jú, tíminn líður hjá. Allt í einu eru liðnir fjórir mánuðir og maður hefur engan hitt.“ Svala sér því enga vankanta á að búa úti. „En ég enda á Íslandi, það er ekki spurning.“ Heilsan skiptir máli og það vita þau Svala og Róbert bæði. „Ég stæði ekki upprétt ef ég stundaði ekki leikfimi. Ég

verð því oft að setja leikfimina í fyrsta sæti því gerði ég það ekki, gæti ég ekki sinnt börnunum. Bakið brestur,“ segir Svala sem stundaði fimleika frá ungaaldri. Spurð hvort þau verði þá bundin ræktinni alla tíð til að bæta fyrir slit á líkamanum eftir íþróttaferilinn segist hún trúa því að aðstaða handboltamanna, eins og annarra íþróttamanna, hafi breyst. Vel sé hugsað um heilsu þeirra, þeir lyfti og fái nudd og sjúkraþjálfun meðfram iðkuninni. „Þeir verða ekki með eins ónýt hné og axlir og kynslóðin á undan sem öll er bækluð eftir ferilinn. Pottþétt ekki. Enda var sú kynslóð í fullri vinnu með íþróttinni og komst ekkert í þjálfun meðfram henni,“ segir hún. „Ég vona það alla vega því maður fær víst bara einn kropp og það er ekki hægt að fá nýja liðþófa í hné og axlir, aðeins gerviliði.“ En styttist ekki í íþróttaferli Róberts og hvað tekur þá við? „Hann er þrítugur núna, hefur klárað stúdentsprófið og hóf viðskiptafræði í Árósum, en prófin voru á sama tíma og landsliðið spilar. Hann sló því náminu á frest. Ætli ég verði nú ekki bara fyrirvinnan á meðan hann ákveður hvað hann vill verða þegar hann verður stór.“

Margra mánaða fjarvera

Svala þarf að vinna eitt ár sem kandídat til þess að fá læknisleyfi á EES-svæðinu. Hún er að klára sjötta mánuðinn hér heima. „Ég ætla að verða heimilislæknir. Ég hef alltaf ætlað mér það. Ég tel það eitt erfiðasta fagið innan læknastéttarinnar. Heimilislæknir þarf að vita svo gott sem allt. Áður en ég hóf námið hélt ég að heimilislæknir þyrfti aðeins að vita smá um allt

sem snýr að sjúkdómseinkennum en mér liði ekki vel með það. Heimilislæknar hitta alla, allt frá krílum til eldri borgara, þeir fást við sálræna og líkamlega kvilla – alla flóruna. Það gerir fagið svo spennandi,“ segir hún. „Heimilislæknar eru kannski ekki hátt skrifaðar hér heima en það eru þeir í Danmörku. Þar segja margir sem velja að vera heimilislæknar að þeir geri það vegna góðra launa. Þannig er það ekki hér. Hér flýja heimilislæknar til Svíþjóðar, já eða fara þangað sem verktakar í tvær vikur og fá laun sem jafnast á við eins til tveggja mánaða vinnu hér.“ Svala og Róbert eru hvort í sínu horni um þessar mundir. Á meðan hann starfar sem atvinnumaður og býr einn í Heidelberg sinnir hún náminu og börnunum þremur hér heima. Svala segir fjarbúðina mun erfiðari fyrir hann en sig. „Það er svo mikið að gera hjá mér og ég hef alla í kringum mig. Ég drösla öllu liðinu í búð, ræktina og skóla á meðan hann er einn og hefur bæði meiri tíma og fleiri að sakna. Ég hef lítið getað heimsótt hann síðustu mánuði; eina helgi í október og aðra í desember. Hann sá ekki börnin frá 20. júlí til 20. október og hann varði jólunum með Ólafi Stefánssyni og fjölskyldu hans. Þetta voru Skype-jól,“ segir Svala og þakkar fyrir hve samheldnin meðal íslensku handboltamannanna sé mikil úti, en fyrir þennan vetur spilaði Snorri Steinn Guðjónsson með Rhein-Neckar Löwen ásamt þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Róbert og Ólafi en Guðmundur Guðmundsson þjálfar liðið. Snorri Steinn, einn besti vinur Róberts, flutti sig um set til Danmerkur fyrir

þetta tímabil og spilar nú með AG København, en sami eigandi er að liðunum. „Það ná allir svo vel saman. Líka við konurnar. Við erum margar góðar vinkonur,“ segir hún og hlakkar til að hitta vinina og sameina fjölskylduna að nýju.

Fjarbúið ekki alslæm

„Yngri börnin gera sér ekki alveg grein fyrir aðstæðunum. Þau eru nú ekkert að spá í hvort við séum skilin af því að við búum í fjarbúð, heldur vita að hann er að keppa í Þýskalandi og kemur annað slagið. Þau pældu til dæmis lítið í því að pabba vantaði um jólin. Hann kom þegar jólin voru búin og þá var nú gaman. Ég hugga mig við það að þau séu svo lítil að þau eigi ekkert eftir að muna eftir þessum tíma; þótt Birtu rámi hugsanlega í hann seinna meir enda er hún mikil pabbastelpa. Áður en við fluttum heim í sumar var rétt eins og hún fyndi á sér hvað væri í vændum. Hún var mjög erfið við pabba sinn í um þrjár vikur fyrir heimferðina. Það var rétt eins og hún væri að brynja sig gegn því að verja svo litlum tíma með honum.“ En fjarbúðin er þó ekki alslæm að mati Svölu. „Nei, nei, maður fattar hvað maður á og hve heppin ég er. Það er því oft gott að fá að sakna því það að sjást á hverjum degi á Skype er ekki það sama og að hittast á hverjum degi. En það breytist nú þegar við flytjum aftur út.“

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is


30

söngvakeppni Sjónvarpsins

Helgin 21.-23. janúar 2011

Barátta söngfuglanna heldur áfram Fyrstu fimm lögin af þeim fimmtán sem keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins voru flutt á laugardagskvöldið í síðustu viku. Þá komust áfram lögin Ástin mín eina og Ef ég hefði vængi. Næstu fimm lög verða kynnt í Sjónvarpinu annað kvöld.

Lögin í annarri umferð:

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir

Bryndís Ásmundsdóttir

Íslenska sveitin

Rakel Mjöll Leifsdóttir

Matthías Matthíasson og Erla Björg Káradóttir

Nótt

Segðu mér

Þessi þrá

Beint á ská

Eldgos

Lag: María Björk Sverrisdóttir, Marcus Frenell og Beatrice Eriksson Texti: Magnús Þór Sigmundsson Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Símanúmer: 9009001

Lag: Jakob Jóhannsson Texti: Tómas Guðmundsson Flytjandi: Bryndís Ásmundsdóttir Símanúmer: 9009002

Lag og texti: Albert Guðmann Jónsson Flytjandi: Íslenska sveitin Símanúmer: 9009003

Lag: Tómas Hermannsson og Orri Harðarson Texti: Rakel Mjöll Leifsdóttir Flytjandi: Rakel Mjöll Leifsdóttir Símanúmer: 9009004

Lag: Matthías Stefánsson Texti: Kristján Hreinsson Flytjendur: Matthías Matthíasson og Erla Björg Káradóttir Símanúmer: 9009005

Sterk lög keppa á laugardaginn B retinn Barry Viniker er mikill Eurovision-sérfræðingur. Hann hefur fylgst með keppninni um langt árabil og heldur úti fréttasíðunni www.esctoday. com þar sem hann fjallar um Eurovision frá öllum sjónarhornum, allan ársins hring. Hann tekur hlutverk sitt mjög alvarlega og fylgist grannt með forkeppnum úti um alla álfuna og er nú með puttann á púlsinum á Íslandi. Fréttatíminn fékk Barry til að leggja mat á

þau lög sem hann hefur þegar hlustað á. „Ég horfði á fyrsta þáttinn á laugardaginn og ég er búinn að hlusta á netinu á þau fimm lög sem keppa í þessari viku en á eftir að hlusta á síðustu fimm lögin. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég nú að ekkert af lögunum í fyrsta þættinum eigi möguleika á að sigra. Lögin í þessari viku eru miklu sterkari og ég er sérstaklega spenntur fyrir einu laginu. Og þið

getið rétt ímyndað ykkur hvaða lag það er þar sem ég er alþjóðlegur Eurovision-talsmaður. Það er að sjálfsögðu lagið [Nótt] sem Jóhanna Guðrún syngur. Við erum öll mjög spennt fyrir því að sjá hana og heyra þar sem mörg okkar eru á þeirri skoðun að Jóhanna hefði átt að sigra í keppninni árið 2009. Hún er með mjög gott lag núna og við erum rosalega ánægð með að hún sé komin aftur.“

Nissan Qashqai hefur farið sigurför um Evrópu og verið mest seldi bíllinn í sínum flokki undanfarin misseri. Nú er komin glæný og mikið endurnýjuð útgáfa af þessum frábæra sportjeppa, sem líka má fá í 7 manna útfærslu, Qashqai+2. Komdu við hjá okkur í dag, kynntu þér magnaðan fjölskyldubíl og mátaðu hvor útgáfan af Nissan Qashqai hentar þér betur. Nánari upplýsingar á www.nissan.is

YTT ÓBRERÐ! VE

Barry Viniker fagnar því ákaflega að Jóhanna Guðrún sé mætt til leiks á ný enda er hann þeirrar skoðunar að hún hefði átt að vinna þegar hún keppti í Eurovision.

Verð frá:

4.990.000 Eyðsla: 8.2 l/10 0 km CO2 losun: 189 g/100 km

NISSAN JUKE Framhjóladrifinn, sjálfskiptur, 1.6 bensín, eyðsla 6,3 l/100km, CO2 losun 145 g/km.

3.850.000 kr. / 44.221 kr. pr.mán.*

NISSAN QASHQAI 5 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 bensín, eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 189 g/km

4.990.000 kr. / 57.227 kr. pr. mán.*

ENNEMM / SÍA / NM44726

fréttir

NISSAN QASHQAI+2 7 manna 4WD, sjálfskiptur, 2.0 bensín, eyðsla 8,2 l/100km, CO2 losun 194 g/km

5.390.000 kr. / 61.790 kr. pr. mán.* *Mán.greiðsla m.v. 30% útb. og bílasamning í 84 .mán.

B&L OG INGVAR HELGASON Sævarhöfða 2, sími 525 8000


það kostar 28 kr. að skemmta sér heima

Handy smokkar 18 stk. í pk./ þrjár gerðir

soðið hanGikjöt

2598 kr.kg.

soðin lamBasvið

498 kr.kg.

túlipanar 10 stk 998 kr.

268

598

698

kr. kg

kr. kg

kr. kg

k.s Frosið lamBasúpukjöt 1.Flokkur

k.s Frosnar sviðalappir

k.s Frosin lamBasvið

198

1998

kF rÓFustappa 350g

BÓnus súrir punGar

kr. 350g

kr. kg

498 kr.pk/28 kr.stk

atHugið: verjurnar eru seldar við afgreiðslukassa

Þú færð tvær möndlutertur fyrir

459kr.

198 kr. 4 stk.

bónUS koRnkUbbAR TvæR TeG. nýbakaðar 4 stk. í poka

1898

NIVEA

BLANDAÐUR SúRMATUR

aðeins 459 kr.

SS SúRMATUR

kr. 1300g

STURTUSÁPA 750ml

sláturfél. suðurl 1.3 kg.

1798

THULE

kr. kG

98

kr. 500ml FÖSTUDAGUR

10:00-19:30

Íslandslamb úrbeinað lambalæri magnókryddað í álbakka. Tilbúið í ofninn, minni þrif

BÓnDaDaGsSTEiKin

75

kr. 500ml

FÖSTUDAGUR

10:00-19:30


ÍSLENSKAR RÓFUR

189 KR./KG

NÝBAKAÐANDI OG ILM RÚNSTYKKI 4 KORNA

PERUR

249 KR./KG

BAKAÐ UM Á STAÐN

89

JÖKLABRAUÐ

BB RÚGBRAUÐ

HP FLATKÖKUR

KR./STK.

198

KR./STK.

249

KR./STK.

139

KR./PK.

8 9 9 2

KR./PK.

Þorrabakki Súrmeti fyrir 5

LÉTTÖL EGILS GULL, 0,5 L

99

KR./STK.

TOPPUR SÍTRÓNU, 0,5 L

99

KR./STK.

KR./KG

GÓÐIR BITAR DALOON VORRÚLLUR 3 TEGUNDIR

699 KR./PK.

2778

IKJÖT SOÐIÐ HANG

NÓA NIZZABITAR 3 TEGUNDIR

569

KR./PK.

URENGI SÚRT HREFN

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl

MERRILD 103 KAFFI, 500 G

689 KR./PK.

EMMESSÍS ÍSBLÓM, 2 TEG.

399

2698 KR./KG

5980

ITUM HÁKARL Í BE

KR./KG

KR./PK.

200 G MAARUD SPRØ MIX 2 TEGUNDIR

399 KR./PK.

noatun.is

ALMONDY TERTUR, 3 TEG.

849 KR./STK.

R HARÐFISKU Í ÚRVALI

RÓFUSTAPPA ÐI ÚR KJÖTBOR

898

KR./KG

Hamraborg – nóatún 17 – austurver - Hringbraut – Grafarholt


Við gerum meira fyrir þig

1998

KR./PK.

Höldum í hefðirnar með Nóatúni

Þorrabakki blandaður fyrir 2

1257

SVIÐASULTA

1257

2298

GRÍSASULTA

KR./KG

1597

AGGI SÚR LUNDAB

KR./KG

SPUNGAR SÚRIR HRÚT

2594

KR./KG

879

SOÐIN SVIÐ

KR./KG

ULTA SÚR GRÍSAS

KR./KG

SÚR HVALUR R LANGREYÐU

2698

KR./KG

PYLSA SÚR LIFRAR

1298

KR./KG

2197

KR./KG

ULTA SÚR SVIÐAS

KR./KG

UKOLLAR SÚRIR BRING

1198

KR./KG

1298

ÖR SÚR BLÓÐM

KR./KG


34

viðhorf

Helgin 21.-23. janúar 2011

Tap kröfuhafa bankanna

Hrun, íbúðarhús­ næði og Facebook

K

ostnaður ísvirði sé um 3.000 lensks sammilljarðar. Fastfélags vegna eignamat alls húshrunsins er mikill. næðis, jarða og lóða er rúmlega Hann er þó að vissu 4.000 milljarðar. leyti lítill sé litið til umfangs þess og hins Þetta þýðir að nú mikla vaxtar bankaþegar sé búið að kerfisins í undanfara afskrifa sem nemþess. Vöxtur bankur markaðsvirði alls íbúðarhús anna var til að mynda næðis á Íslandi – tvö- til þrefalt meiri tvisvar sinnum. en vöxtur bankakerfSamkvæmt fastis Norðurlandanna eignamati verða á 9. áratugnum. Í rannsóknarniðurafskriftir erlendra stöðu Reinharts og Már Wolfgang Mixa kröfuhafa hátt í Rogof fs, sem var stundar doktorsnám og kennir tvöfalt verðmæti gerð rétt áður en nú- við Háskólann í Reykjavík. allra lóða og húsa verandi kreppa skall í öllum stærðum á, er fullyrt að fjármálakreppurnar og gerðum. í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi fyrir um það bil tuttugu árum séu á með- Landsframleiðsla al þeirra fimm stærstu frá eftir- Verg landsframleiðsla mælir þau stríðsárunum til 2007. Vöxtur þeirra verðmæti sem þjóðfélagið skapar takmarkaðist þó að mestu við bólu (eða, til lengri tíma, neytir). Nýlegí fasteignalánum en vöxtur íslenska ar tölur frá Hagstofu Íslands sýna að bankakerfisins var margfalt meiri sú tala er nú í kringum 1.500 milljvegna lána til eignarhaldsfélaga. arðar. Það þýðir að íslenskt þjóðfélag væri fimm ár að skapa það Afskriftir kröfuhafa verðmæti sem nemur afskriftartölÞað er þó ekki aðeins vöxturinn og um kröfuhafa. Með öðrum orðum: hrunið sem er sögulegt. Afskriftir Fyrir hvern fisk sem veiðist úr sjónkröfuhafa eru jafnvel enn sögulegri um, hverja hárgreiðslu sem greitt en þær bera erlendir lánardrottnar er fyrir, o.s.frv., værum við fimm að mestu leyti. Nýlega kom fram í ár að vinna upp tapið, það er ef hver Viðskiptablaðinu að afskriftir kröfu- einasta króna (eða evra og dollar) hafanna væru komnar í 5.850 millj- færi í að greiða upp í skuldir í stað arða króna. Í nýlegri grein sem birt- neyslu okkar. ist í Vísbendingu gerir Gylfi Zoëga ráð fyrir að endanleg tala verði í Facebook, helmingaskipti og kringum 7.500 milljarðar króna. Icesave Önnur leið til að rita þá upphæð er Sú alþjóðlega vefsíða sem flestir Íssvona: 7.500.000.000.000. Þetta lík- lendingar kannast við er Facebook. ist meira tölu sem stjarnfræðingar Hún komst nýlega í heimsfréttirnar nota til að reikna út stærð alheims- vegna þess að markaðsvirði fyririns. Til að fá gleggri mynd af því tækisins er komið upp í um það bil hvað slíkar tölur þýða er áhugavert 5.000 milljarða. Hefðu erlendir að skoða hvað hægt væri að gera við kröfuhafar komist hjá afskriftum á Íslandi og tekið sig saman þá hefðu slíka upphæð. þeir getað keypt Facebook með húð Fasteignamat og hári og jafnvel átt afgang til að Nýlegt fasteignamat Fasteigna- kaupa Yahoo! í leiðinni. Það sem skrár Íslands sýnir að fasteignamat kröfuhafar velta þó líklega mest íbúðareigna á Íslandi er samtals fyrir sér er að efnahagsreikningur tæpir 2.600 milljarðar. Fasteigna- bankanna var „aðeins“ um 15.000 mat á að endurspegla markaðs- milljarðar. Hvernig tókst íslenskum virði fasteigna. Hægt er að deila bönkum að tapa um helmingi þeirrum nákvæmni útreikninga fast- ar upphæðar? Núverandi Icesaveeignamats en til einföldunar má upphæð í umræðunni, 50 milljarðar, skjóta á að raunverulegt markaðs- er sakleysisleg í samanburðinum.

Opið allan sólarhringinn í World Class Kringlunni SKRÁÐU ÞIG NÚNA

á worldclass.is og í síma 55 30000

Vanskil ársreikninga

Landlægur slæpingjaháttur

T

Tíð vanskil á ársreikningum íslenskra hlutafélaga og einkahlutafélaga er dapur vitnisburður um landlægan slæpingjahátt og agaleysi sem líðst hér á landi. Á forsíðu Fréttatímans þessa vikuna kemur fram að samkvæmt bókhaldi Ársreikningaskrár hafa fjögur langstærstu endurskoðunarfyrirtæki landsins ekki skilað inn ársreikningum á réttum tíma undanfarin fimm reikningsár. Ættu heimatökin þó að vera þar hægust. Því miður eru endurskoðendarisarnir í stórum hópi félaga sem eru með allt niðrum sig í þessum efnum. Í fréttum Stöðvar 2 í vikunni kom fram að tæplega 8.000 hlutafélög og einkahlutafélög eru í vanskilum með ársreikninga. Einhver þeirra hafa ekki skilað inn reikningum árum saman. Sum aldrei. Stjórnmálaflokkarnir eru Jón Kaldal flestir í þessari sömu súpu. kaldal@frettatiminn.is Þeir eiga að skila Ríkisendurskoðun ársreikningum fyrir 1. október ár hvert, en hafa fæstir ráðið við það verkefni. Í samtali við Fréttatímann bendir Skúli Jónsson, forstöðumaður Ársreikningaskrár, á að ekki sé sama virðing borin fyrir lögum og reglum hér og í nágrannalöndum okkar. „Skil á ársreikningum eru mun lakari hér,“ segir Skúli. Tölurnar tala sínu máli. Aðeins lítill hluti félaga landsins sá sér til dæmis fært að skila ársreikningum 2008 fyrir eindaga árið 2009. Svipað sleifarlag var á skilum í fyrra á árs-

reikningum fyrir árið 2009. Mánuði eftir eindaga Ársreikningaskrár síðasta haust hafði aðeins ríflega þriðjungur félaga landsins sinnt þeirri lagaskyldu að skila ársreikningum. Í nágrannalöndum okkar eru skilin yfir 90 prósent fyrir eindaga. Skil á ársreikningum hlutafélaga eru hreint ekkert tilgangslaust formsatriði. Í ársreikningum fást upplýsingar um stöðu félaga og á þeim ætti að vera hægt að byggja ákveðna mynd af stöðu íslensks viðskiptalífs í heild, sem ekki veitir af. Greiningarfyrirtæki landsins hafa hins vegar ekki getað lagt fram slíka samantekt, nema í besta falli byggða á ansi öldruðum og gloppóttum upplýsingum. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri hefur kallað eftir því að heimildir verði nýttar til þess að taka af skrá eða leysa upp félög sem brjóta gegn lögum um skil á ársreikningum. Það hefði þær afleiðingar að eigendur félaganna bæru á þeim fulla ábyrgð, ólíkt því sem gildir um hlutafélagaformið, þar sem persónulegum ábyrgðum hluthafa er ekki fyrir að fara. Í fréttum Stöðvar 2 tók Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, undir með Skúla um að tímabært væri að herða á þessum skilum og beita tiltækum viðurlögum. Það er ekkert nýtt að ráðamenn lýsi yfir vanþóknun á þessum trassaskap. Það væri hins vegar nýjung ef þeir létu gerðir fylgja orðum. Athafnalífið er augsýnilega ófært um að lagfæra þetta af sjálfsdáðum. Það þarf hjálp frá hinu opinbera. Föðurleg tilmæli og hvatning duga ekki lengur.

Athafnalífið er augsýnilega ófært um að lagfæra þetta af sjálfsdáðum. Það þarf hjálp frá hinu opinbera. Fært til bókar

Vörn í íslenskum nafngiftum Það vafðist fyrir fólki víða um heim að bera fram nafn Eyjafjallajökuls þegar gos hófst undir jökli á liðnu ári. Íslensk nöfn virðast því vera tungubrjótar en í þeim er líka fólgin ákveðin vörn. Bandarískur dómari og lögmenn áttu í erfiðleikum með að henda reiður á íslenskum nöfnum fyrirtækja og einstaklinga, að því er fram kemur í frásögn mbl.is af dómþingi í New York þegar dómari þar ákvað að vísa frá máli slitastjórnar Glitnis gegn sjö Íslendingum og PriceWaterhouseCoopers. Dómarinn, Charles E. Ramos, varð m.a. að stöðva lögmann slita­ stjórnarinnar þegar hann ruglaðist alveg á eftirnöfnum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Þorsteins Jónssonar. Ekki batnaði ástandið þegar bera þurfti fram nöfn fyrirtækja sem við sögu komu; Tryggingamiðstöðvarinnar, Oddaflugs og Kjarrhólma. Þegar augun höfðu snúist í höfði dómarans sá hann sér þann kost vænstan að senda málið heim til Íslands. En það rugluðust fleiri en Bandaríkjamenn þegar kom að nafngiftum og sveiflum fyrirtækja útrásarmanna á sínum tíma þótt framburður gengi bærilega. Hinn almenni Mörlandi vissi varla hvað sneri upp eða niður þegar FL Group breyttist í Stoðir og spurt var hvort það væru styrkar stoðir þegar Stoðir Invest og

Styrkur Invest keyptu hlut FL Group í Baugi Group og fleiri félögum, að ekki sé minnst á það er Fons keypti ráðandi hlut í Spons, svo fátt eitt sé talið. Hætt er við að háæruverðugan Charles E. Ramos hefði sundlað hefði hann mætt þeirri nafnasúpu allri.

Muna enn hvar þeir voru Hálf öld var í gær liðin frá því að John F. Kennedy tók við embætti Bandaríkjaforseta en hann var settur í embætti 20. janúar 1961. Kennedy, sem bar naumlega sigurorð af Richard M. Nixon, varaforseta Bandaríkjanna, í forsetakosningunum í nóvember 1960, var í senn ungur og glæsilegur. Við hann voru bundnar miklar vonir á viðsjárverðum tímum kalda stríðsins en á stuttum valdatíma hans var hættan af kjarnorkustyrjöld við Sovétríkin mest, þ.e. í Kúbudeilunni þegar Sovétmenn stefndu að því að koma upp kjarnorkuflaugum á Kúbu, nánast í kálgarði Bandaríkjamanna. Þeirri vá var afstýrt á síðustu stundu. Forsetafrúin, Jacqueline, var enginn eftirbátur bónda síns þegar kom að glæsileika og stíl. Morðið á Kennedy forseta í Dallas, 22. nóvember 1963, var reiðarslag fyrir bandarísku þjóðina og raunar heimsbyggðina alla. Íslendingar sem muna þá tíð geta enn í dag sagt hvar þeir voru staddir þegar þeir fengu fréttina um forsetamorðið.

Handboltabíó fyrir togarajaxla Handboltinn tryllir landsmenn þessa dagana eins og svo oft áður þegar stórmót standa yfir, enda sýna strákarnir okkar listir sínar í hverjum leiknum af öðrum. Flestir horfa á heimsmeistarakeppnina í Svíþjóð fyrir framan sjónvarpið heima hjá sér og lofa og prísa forráðamenn Stöðvar 2 Sport fyrir þá leiki sem sýndir eru í opinni dagskrá, þ.e. þeir sem voru ekki nægilega íþóttasinnaðir til að kaupa áskrift. Sjómenn búa ekki við sömu þægindi hvað þetta varðar og aðrir. Því brugðu skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni á það ráð, þegar skipið lagðist að bryggju á Patreksfirði til að taka vatn og vistir rétt fyrir leik Íslendinga og Ungverja, að seinka brottför skipsins til þess að ná í skottið á stuðinu, að því er fram kemur á vefsíðu skipsins, Júllanum. Togarajaxlarnir vildu hafa rúmt um sig og að lokinni eftirgrennslan kom í ljós að Lionsklúbburinn á Patró réð málum í bíóinu á staðnum. Lionsmenn brugðu við skjótt, opnuðu bíóið og gerðu enn betur því þeir seldu popp og kók fyrir þá sem það vildu, auk þess sem einstaka kaldur var á kantinum líka, samkvæmt frásögn Júllans. Mikil stemning var í bíóinu enda lagði íslenska liðið það ungverska. Áhöfnin var því kát og þakklát bæði landsliðs- og lionsmönnunum þegar Júlíus Geirmundsson sigldi úr Patreksfjarðarhöfn og lét brælu og ótíð ekki á sig fá.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Íslenzkur matur að fornum sið Íslenski þorramaturinn á sér aldalanga hefð sem gekk í endurnýjun lífdaga á nítjándu öld þegar tekið var að halda þorrablót að nýju. Þorramatur er eitt af því sem er mest ekta við Ísland. Íslendingar gæða sér á þorramat alla daga þorrans. Goði – þjóðlegur um þorrann


viðhorf

Helgin 21.-23. janúar 2011

Hagsmunir rauðra sparibaukaeigenda

 Vik an sem var Má ekki milda dóminn? „Jón Gnarr telur niður í kosningar“ Jón Gnarr borgarstjóri er byrjaður að telja niður í kosningar. Á fésbókarsíðu sinni vísar hann í orð Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra sem sagði „Það er ekki fyrir mennskan mann að standa í þessu starfi“ um borgarstjórastarfið. Sjálfur segist Jón Gnarr reyna að taka einn dag í einu. „Það eru nú ekki nema rétt rúmlega 1.000 dagar eftir,“ segir hann. Því færri, því betra „Úrsögnin ekki áfall“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir það ekki áfall fyrir flokkinn að formaður félags Vinstri grænna í Kópavogi hafi sagt sig úr honum. Er ekki miðað við kílóverð? „Verðmerkingum ábótavant á líkamsræktarstöðvum“ Á fimm af 21 líkamsræktarstöð, sem starfsmaður Neytendastofu kannaði verð hjá í byrjun janúar, var verðskrá ekki sýnileg og hjá einni stöð var aðeins lítill hluti af verðskrá sýnilegur. Engar biðraðir framar „Mælir með skordýrum í matinn“ Hollenski vísindamaðurinn Arnold van Huis, prófessor við háskólann í Wageningen, mælir með ræktun skordýra og annarra smádýra til manneldis. Sendu þeir gíróseðil? „Reynt að innheimta skuld Sigurðar Einarssonar“ Arion banki reynir nú að innheimta skuld Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, við bankann. Aðrir láta sér duga sófasett „Sigurjón Árnason með pappírstætara í stofunni“ „Maður sá hann oft ganga um

gangana með fangið fullt af skjölum sem hann var að fara að lesa,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi [Landsbankans] en sagan segir að eitt af því sem stungið hafi í stúf í stofunni hjá Sigurjóni á heimili hans í Granaskjóli hafi verið pappírstætari sem hann notaði til að eyða skjölum ... Nærmynd DV af bankastjóranum fyrrverandi. Allt er leyfilegt í ástum og stríði „Flaug inn á vængjum ástarinnar“ „Ég flaug inn á vængjum ástarinnar,“ sagði Jón Benedikt Hólm, einn níumenninganna sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi og fleiri sakir hinn 8. desember 2008. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá „Skrökva, Röskva og Vaka í framboði“ Kosningar til stúdentaráðs og háskólaráðs Háskóla Íslands verða 3. og 4. febrúar næstkomandi. Þrír listar eru í framboði til stúdentaráðs; Röskva, samtök sem berjast fyrir hagsmunum stúdenta, Vaka, listi lýðræðissinnaðra stúdenta, og Skrökva sem er félag flokksbundinna framapotara.

S

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Eru íslenskir frægðargómar geymdir? „Selja gulltennur Churchills“ Gervitennur Winstons Churchills, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, úr gulli seldust í dag á uppboði fyrir sextán þúsund pund, andvirði rétt rúmlega þriggja milljóna króna. Á hann að hafa flutt margar af sínum frægustu ræðum með tennurnar í munninum. Jón æviráðinn „Vilji Alþingis skýr“ Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir vilja Alþingis skýran hvað breytingu á fyrirkomulagi ráðuneytis hans varði. Ekki sé vilji til þess að leggja það niður og fella inn í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Teikning/Hari

36

Aðdáunarvert þykir mér hversu karlkynið hefur tekið miklum framförum milli þeirra kynslóða sem ég þekki, þ.e. frá því að við hjónin vorum að ala upp börn og til þeirra sem í því standa nú. Þó eru aðeins rúm tuttugu ár síðan við eignuðumst okkar yngsta barn – og teljum okkur enn á besta aldri. Þegar ég segi að við höfum staðið í því að ala upp börn á ég í raun við konu mína. Ábyrgðin var á hennar herðum. Ég var í aukahlutverki, yfirleitt alltaf í vinnunni, farinn áður en börnin vöknuðu og kominn um það leyti sem þau fóru að sofa, að minnsta kosti á yngri árum þeirra. Eiginkona mín og móðir barnanna sinnti sinni vinnu og heimili og börnum um leið. Það var jafnvel ekki á helgarnar að treysta til samvista því bróðurpart uppeldisára barna okkar vann ég aðra hverja helgi. Atvikin höguðu því svo. Við bættum okkur þetta þó stundum upp með sæmilega löngum sumarfríum. Nú sé ég ekki betur en jafnræði sé miklu meira hjá unga fólkinu, að minnsta kosti hjá þeim sem að okkur snúa. Trauðla get ég þakkað mér þá framþróun, var tæpast fyrirmynd, en það breytir því ekki að strákarnir, sem ég kýs að kalla svo, synir og tengdasynir, eru áberandi góðir og ábyrgðarfullir í barnauppeldi sem og matseld. Að eldamennsku kom ég lítt eða ekki en allt öðru máli gegnir um þá. Það er ekki aðeins að þeir eldi; matargerðin er þeim ástríða. Þeir lesa og læra, gera tilraunir og gefa sér tíma til undirbúnings og gerðar matarins. Útkoman er oftar en ekki frábær og þess nýtur stundum sá er fátt kann fyrir sér í þeim efnum. Þótt ég sé seinþroska hef ég samt fyrir löngu áttað mig á því að fjarvistir frá börnunum á sínum tíma voru óheppilegar þótt ekki hafi komið að sök vegna ábyrgðartilfinningar móður þeirra. Því reyni ég að standa mig bærilega í hlutverki afans. Barnabörnin eru sem betur fer elsk að okkur þótt þau elski ömmuna enn heitar en afann, sem hún á fyllilega skilið. Börn eru afar merkilegar verur og þarf ekki að hafa mörg orð um það enda er ég varla sá fyrsti sem uppgötvar þau sannindi. Þau eru í senn skemmtileg, einlæg, hreinskilin og stundum talsverðir heimspekingar. Ungir foreldrar vinna ekki minna en við gerðum á uppvaxtarárum barna okkar og líka um helgar, ef því er að skipta. Það sem betra er í dag en var í okkar ungdæmi er þjónusta leikskóla. Þótt talsvert sé kvartað og biðlistar e.t.v. langir er þó betur hægt að treysta þjónustu leikskólanna en var á okkar sokkabandsárum. Reglan er að báðir foreldrar vinna utan heimilis, enda komast menn tæpast af án þess. Því eru hartnær nítján þúsund börn á leikskólum landsins og eru sex ára börn þá ekki með talin, ef miðað er við tölur Hagstofunnar. Tengdadóttir okkar hafði einmitt starfsskyldum að gegna síðastliðinn sunnudag. Sonur okkar kíkti á meðan í heimsókn með börnin til afa og ömmu, stúlku á fimmta ári og dreng á öðru ári. Á meðan amma sinnti drengnum settist stúlkan hjá afa og ræddi málin. „Mér finnst að mamma ætti ekki að vera í vinnunni,“ sagði hún í einlægni við afa sinn og saknaði móðurinnar í fríi sunnudagsins. „Ég vil að hún sé heima,“ bætti hún við. „Það verða allir að vinna,“ sagði ég við

barnið. „Af hverju?“ spurði stúlkan sem vildi hafa sína hjá sér. „Það þurfa allir peninga,“ sagði ég. „Pabbi og mamma þurfa íbúð fyrir ykkur öll og það kostar peninga. Svo þurfa allir að borða og það kostar líka peninga,“ bætti ég við í þessari einföldu fjármálafræði fyrir byrjendur. Síðan benti ég barninu á ljósið fyrir ofan okkur og sagði henni að það kostaði líka peninga að kveikja það. Í flóknari peningafræði fór ég ekki, taldi nóg að nefna þá fjármuni sem þarf til að reka heimili og fæða fjölskylduna. „En ég á peninga, afi,“ sagði stúlkan af hjartans einlægni, „ég á þá í rauða bangsasparibauknum mínum.“ Afanum varð svarafátt enda þýddi varla að rökræða það við fjögurra ára stúlku, jafnvel þótt hún verði fimm ára í vor, að innihald bangsabauksins dygði kannski skammt. Það sem skipti máli var að hún var tilbúin að leggja aleigu sína fram til þess að mamma væri heima fremur en í vinnunni. Og af því að afinn hefur þroskast frá því hann stóð í stopulu barnauppeldi fór hann að hugsa um gildi lífsins og þá sókn eftir vindi sem er svo ráðandi. Vitaskuld þarf fólk að vinna fyrir sér og sínum og vinnan hefur gildi í sjálfu sér, að gera eitthvað sem skiptir máli, og staðsetur hvern og einn. Við sem þjóð fórum hins vegar fram úr sjálfum okkur í „óðærinu“. Jón og Gunna voru varla menn með mönnum nema jeppi eða önnur lúxuskerra væri í hlaðinu, felli- eða hjólhýsi í skúrnum og gott ef ekki sumarbústaður í sveitinni. Allt meira og minna keypt á lánum og treyst á að báðir aðilar héldu vinnunni til þess að borga öll ósköpin. Ónefndar eru utanlandsferðirnar, oft margar á hverju ári. Kreppan, djöfulleg kannski, er því ekki alslæm. Hún vakti okkur og kom okkur til meðvitundar á ný. Það er ekki endilega þörf á 50-70 fermetrum undir rassinn á hverjum heimilismanni og engin ástæða til að spenna bogann um of. Range Roverjeppar eru eflaust þægilegir til síns brúks en tæpast til alþýðueignar eins og nánast var orðið hér á landi. Það er fullkomlega fjarstæðukennt að fleiri slíkir hafi verið fluttir til Íslands á sínum tíma en til Danmerkur og Svíþjóðar samanlagt. Dugar þá ekki að segja að Ísland sé fjalllent og torfært yfirferðar því þessir drekar fara sjaldan eða aldrei út af malbikinu. Niðurstaða afans, eftir þankaganginn, var að barnið hefði rétt fyrir sér. Vinnudagur okkar flestra er of langur. Við gefum okkur of lítinn tíma til að sinna okkar nánustu, ekki síst börnunum. Með þessu er þó ekki verið að koma inn samviskubiti hjá ungum foreldrum sem þeytast á milli vinnu og leikskóla, fremur að benda á þá skyldu okkar að huga að hagsmunum barnafjölskyldnanna, þeirra sem mestu skipta í samfélaginu hverju sinni. Börnin eiga nefnilega rétt á aðgengi að foreldrum sínum og aðbúnaður barnafjölskyldna þarf að vera með þeim hætti að foreldrarnir hafi tíma til að sinna sínu mikilvægasta hlutverki. Á því græða allir – en þeir þó mest sem eiga rauða bangsasparibauka.

A L A S ÚT

FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR... FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR... FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR... FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR... Þúsundir fermetra Baðherbergisvörur Teppi og dúkar af flísum með 20 -70% afsláttur 25% afsláttur FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR... 20 -70% afslætti FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR... FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR... FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...


% 0 2 sláttur

% 0 2 sláttur

Byrjaðu árið á 0% r 2 u t t á góðum l s f a bókum!

af

% 0 2 ttur á l s f a

Fullt verð 2.690 kr. K I L J A

af

% 0 2 ttur

Fátækt fólk Tilboð 1.990 kr.

á l s af af

Arsenikturninn Tilboð 1.990 kr.

af

% 0 2 sláttur

Fullt verð 2.490 kr. K I L J A T ilbo ð ið g ildir t i l 0 9.0 2.2 011

eymundsson.is

Missir Tilboð 1.990 kr.

af

% 0 2 sláttu

Fullt verð 2.490 kr. K I L J A

af

af

Fullt verð 2.690 kr. K I L J A

% 0 2 sláttur

Danskennarinn snýr aftur Tilboð 1.990 kr.

% 0 2 sláttur

Mörg eru ljónsins eyru Tilboð 2.150 kr.

Fullt verð 2.490 kr. K I L J A

% 0 2 sláttur

á l s af

Prjónaklúbburinn Tilboð 2.150 kr.

% 0 2 sláttur

% 0 2 t

af

% 0 2 sláttur af

Barnið í ferðatöskunni Tilboð 1.990 kr. Fullt verð 2.490 kr. K I L J A

% 0 2 sláttur

% 0 2 ttur

Fullt verð 2.490 kr. K I L J A

á l s af

Dýrin í Saigon Tilboð 1.990 kr.

af

% 0 2 sláttur

Fullt verð 2.490 kr. K I L J A

af


38

bækur

Helgin 21.-23. janúar 2011

Glæpaglaðir Norðmenn Samkvæmt fréttum norskra blaða eru væntanlegir yfir fimmtíu nýir krimmar á markað í Noregi á þessu vori. Þar eru í bland norskir, danskir og sænskir höfundar og segja kunnugir að gæði glæpasagna í þessari bylgju fari batnandi. Meðal höfunda eru bæði kunnir höfundar og óþekktir. Samkvæmt lista Aftenposten eigum við enn eftir að kynnast fjölda höfunda sem eru að spreyta sig á þessu alþýðlega formi. Það vekur líka athygli að enginn íslenskur krimmahöfundur er talinn upp í langri grein Aftenposten um þessa glæpabylgju fyrr í þessari viku. -pbb

 Íslensk Utangarðsbörn Kristina Ohlson

Dauðinn endurtekinn

 Utangarðsbörn Kristina Ohlsson Jón Daníelsson þýddi 432 bls. JPV

Nýr krimmi kom út hjá Forlaginu rétt eftir hátíðar. Boðar fátt nýtt annað en að hann er prentaður í Ísafold. Það er langt síðan ég sá bók prentaða af þeirri öldruðu prentsmiðju. Kiljan er prýðilega frá gengin og bundin. Hún heitir Utangarðsbörn – Askungar sem ég hélt í minni fáfræði að væru krógarnir í öskustónni. En líka það verður að þurrka úr málminningunni. Höfundurinn er ung sænsk kona sem hefur þekkingu á starfi í löggunni, segir á kápu, þó að persónugallerí hennar og glæpir standi ekkert framar öðrum bókum norrænna höfunda sem leggja þá íþrótt fyrir sig. Þar er endurtekningin regla, stílæfingar miðast við að halda málinu í spennitreyju orðfæðar og höfundum er helst hrósað ef þeir veigra sér við að beita það venjulegasta listrænum brögðum svo að enginn styggist við og kasti kiljunni horna á milli, kallandi: orð sem ég skil ekki. Orðaúrvalið er best geymt í orðabókum. Hér er vikið að barnshvarfi og lögregluhópur fær málið til lausnar. Hér eru uppáhaldssiðir norrænna krimmahöfunda: misþyrmingar á konum, bág staða kvenna innan lögreglunnar, illa farin börn. Svo er keyrt um og barið að dyrum og talað í gsm-síma. Spennandi. Æ ... Heldur er það nú allt fyrirsjáanlegt og lítið verður maður undrandi. Líkast til eru svona sögur að verða allar eins með samræmdum sögubrögðum og persónum, helst að menn geti fundið tilbrigði í veðurfari. Maður á kannski að gefa krimmunum frí og taka upp lestur á annarri afþreyingu sem lesa má hugsunarlaust. -pbb

Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is

Heitur Helgi

Helgi skoðar heiminn eftir Njörð P. Njarðvík og Halldór Pétursson myndlistarmann situr á toppi barnabókalista Eymundsson þessa vikuna. Þetta er sjötta útgáfa bókarinnar frá því hún kom fyrst út árið 1976.

Tvær hetjur snúa aftur í bókum Stofnunin sem gætir hagsmuna rétthafa á verkum Arthurs Conan Doyle hefur heimilað að unglingabókahöfundurinn Anthony Horowitz semji nýja sögu með hinum snjalla Holmes. Anthony er þekktastur fyrir hetjusögur sínar um leynilögguna og flugumanninn Alex Rider. Holmes er ekki eini breski spæjarinn sem lifnar við á þessu ári. Jeffrey Deaver, sem er kunnur spennusagnahöfundur bandarískur, er nú búinn að skrifa nýja sögu um 007, Carte Blanche, sem gerist í Miðausturlöndum. Þessi tíðindi berast um sama leyti og MGM hefur í gjaldþroti sínu safnað kröftum til að gera nýja mynd með Danny Craig um hinn alkóhóliseraða kvalasjúka sendimann bresku krúnunnar, Bond. -pbb

 Stutt ritgerð Fyrir svartasta sk ammdegið

Myrkur sálarinnar Merkilegt ævisögulegt uppgjör og krufning á því hvernig melankólía lagði að velli fullhraustan mann sem þó var veikur fyrir.

William Styron höfundur Sýnilegt myrkur er þekktastur fyrir bókina Val Sofíu.

E

 Sýnilegt myrkur Frásögn um vitfirringu William Styron Uggi Jónsson þýðir 127 bls. HÍB, 2010

ndurreisn Lærdómsritanna var eitt af því fyrsta sem byltingarstjórnin í Hinu íslenska bókmenntafélagi setti á oddinn fyrir ... tja ríflega fjörutíu árum þegar þeir Sigurður Líndal og Sverrir Kristinsson hófu félagið til nýrrar sóknar. Útlit Lærdómsritanna hefur verið samt síðan; þess er ekki getið innan í kápu en ef mér skjöplast ekki var það Hafsteinn Guðmundsson sem bjó þeim útlit og er ritröðin því tímalaus minnisvarði um þá mennt sem honum var tamt að leggja í prentgripi eins og sjá má á nær öllu prenti sem kom frá Hólum á meðan hann réð þar ríkjum. Bara svo að því sé haldið til haga. Í liðinni viku kom nýlegt bindi úr röðinni í hendur mínar: stutt ritgerð eftir bandaríska rithöfundinn William Styron, Darkness visible eða Sýnilegt myrkur, með inngangi eftir Einar Má Guðmundsson, þýdd snoturlega af Ugga Jónssyni, með eftirmála hans og ritstjóra útgáfunnar. Arkirnar fyllir svo listi yfir Lærdómsritin. Það er sem sagt teygt á textanum í þessu litla kveri. Sýnilegt myrkur er ekki langt rit, ekki stórt að vöxtum. Það er í bland ævisögulegt uppgjör og krufning á því hvernig melankólía lagði að velli fullhraustan mann sem þó var veikur fyrir, laskaður af víndrykkju og með óupptekna bagga frá ungaaldri. Ritgerðin er merkileg og nánast skyldulesning hverjum þeim sem vill vita hvað fer í gang þegar svartagallið rís yfir mörk í líkama og sál, sveifla dagsins fer að teygja sig í hæðir sem undanfari dýfunnar sem getur sótt svo langt í svört djúp örvæntingar, og á endanum hinnar algjöru uppgjafar með lamandi þrekleysi svo að tómið gapir við. Skiptir þá litlu hvort menn leika milli póla eða fara bara niður. Þunglyndi er marktækur sjúkdómur, áþreifanlegur þótt margir séu svo

hressir í yfirbragði að þeir gætu drepið allt í kringum sig með sínu ofleikna falska fasi. Eru ekki allir hressir, er æpt og svo hringt í talsamband við útlönd og grenjað af einmanaleik við stelpurnar á vaktinni. Hin markaðskennda gleðivæðing sölumannsins, eða eigum við að kalla það söluferli, er hörgulsjúkdómur samtímans, sprottinn af ríkri þörf til yfirbreiðslu staðbundinna félagslegra vandamála sem samfélagið getur ekki tekist á við. Lífsfylling verður bara að fást með neyslu, segir máttur verslunarráðanna. Þú ert hamingjusamur ef þú færð þetta. Grunngildi, djúp þekking mannsins, fær ekki rönd við reist fyrr en öll sund lokast og sálin kennir í raun að lífsfylling er annað en satt kaupæði. Styron greinir sína vegferð af skarpri sýn. Hann dregur ekkert undan í sannfærandi lýsingu sinni sem lesandinn trúir eins og nýju neti. Vísast má segja sögu hans frá allt öðrum póli; til dæmis greina sterka tilhneigingu langvinnrar áfengisneyslu, sem verður líkama hans að lokum ofviða, sem stærstu gáttina inn í það örvæntingarástand sem greip hann um síðir. Samkeppnisumhverfi bandarískra söluhöfunda hefur átt sinn þátt, þótt Styron hafi kvænst til efna. Formáli Einars Más er þekkilegur inngangur að þessu riti, aðallega um hvar pláss Styrons er í bandarískri bókmenntamannasögu. Hann er blessunarlega laus við boðun en setur skáldið og örlög þess í víðara samhengi.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


F í t o n / S Í A

Sendu okkur mynd af heimilisbókasafninu og þú gætir verið á leiðinni til Frankfurt í haust Við viljum fá alla með í stærsta alþjóðlega menningarverkefni sem Ísland hefur ráðist í. Ísland er sérstakur heiðursgestur á stærstu bókasýningu heims í Frankfurt í Þýskalandi. Á annað hundrað íslenskra bóka kemur út á þýsku í tengslum við verkefnið auk þess sem fjöldi upplestra, myndlistarsýninga og tónleika verða um allt Þýskaland. Hápunkturinn verður á sjálfri Bókasýningunni í Frankfurt í október þar sem Ísland verður í aðalhlutverki.

Svona tekur þú þátt

Hluti af glæsilegum sýningarskála Íslands verður helgaður íslenska heimilisbókasafninu sem er að mörgu leyti einstakt í heiminum. Við ætlum að bjóða gestum Bókasýningarinnar inn á íslensk heimili og leyfa þeim að sjá sem flest íslensk heimilisbókasöfn. Taktu ljósmynd eða myndband af þér við bókaskápinn þinn og vertu með! Við munum velja 30 bókaskápa og gera

Myndaðu bókasafn heimilisins í hvaða formi sem það er.

Sendu myndina í tölvupósti á info@sagenhaftes-island.is

myndbönd þar sem eigendur þeirra segja frá uppáhaldsbókinni sinni. Þau myndbönd munu leika stórt hlutverk á sýningunni í Frankfurt. Þar, og á vefsíðunni okkar, verða líka sýndar eins margar ljósmyndir og kostur er. Auk þess verður dregið úr innsendum tillögum og þrír heppnir þátttakendur vinna ferð fyrir tvo á Bókasýninguna í Frankfurt í haust!

eða á www.facebook.com /sogueyjan-island

eða í umslagi til Sagenhaftes Island, Austurstræti 18, 101 Reykjavík

Kynntu þér verkefnið og samkeppnina nánar á www.sagenhaftes-island.is


40

matur

Helgin 21.-23. janúar 2011

 Fæðubótarefni Af dufti ertu kominn og að dufti muntu aftur verða

Endalok módernismans

Fæðubótarefnin í dunkunum í stórmörkuðunum og á líkamsræktarstöðvunum eru bæði hápunktur og endastöð módernismans í matargerð. Þessi hugmyndastefna, sem hófst meðal borgaralegra gáfumenna á kaffihúsum í Evrópu, líður undir lok meðal dyravarða í bekkpressu í World Class. Fæðubótarefnin byggjast á þeirri hugmynd að maturinn sem við höfum hingað til lifað á sé ekki nógu góður fyrir okkur.

Epli eru ekki búin til fyrir manninn heldur eplatréð. Epli er epli svo að tréð geti fjölgað sér. Þar sem höfnun sögunnar og hefðanna fylgir módernistanum vill hann endurskapa matinn svo að hann þjóni manninum en ekki eplatrénu eða móðurkartöflunni. Með því að safna saman kenningum næringarfræðinnar – sem nota bene lifa sjaldnast áratug áður en þær eru hraktar – er búinn til matur

sem inniheldur aðeins þau efni sem rúmast innan þekkingarheims næringarfræðinnar; eru mælanleg og hafa mælanleg áhrif. Niðurstaðan er oftast duft, lit- og lyktarlaust; eitthvað sem minnir á lyf – lyf við þrekleysi eða lyf gegn lúserfjölkenni. Þessu dufti eru síðan valin nöfn sem minna á formúlu í efnafræði og þessi nöfn eru sett í letur sem minnir á The Terminator eða annað úr klassískum listum.

 Lýsi Matur verður fæðubót verður lyf

Lýsi – nú með viðbættu D-vítamíni sem fór út með lýsisbragðinu.

Lítil saga um lýsi Lýsi er svo fornt að enginn veit hversu lengi menn hafa tekið það inn sér til heilsubótar. Það hefur alla vega fylgt forfeðrum okkar langt aftur fyrir landnám. Lýsi var og er notað víðast á norðlægum slóðum og þeir eru til sem telja það einn mikilvægasta þáttinn í því að gera búsetu svo norðarlega mögulega. Hefðbundið lýsi er kæst afurð og unnin ekki ósvipað og fiskisósa í Asíu. Þorsklifur er safnað í kerald, sem síðan er fyllt af sjó og innihaldið látið kæsast í um það bil ár. Sjórinn virkar eins og saltpækill og hindrar að utanaðkomandi spilliefni komist að lifrinni. Hún brotnar niður þegar efni í henni sjálfri vinna á sykrum hennar. Eftir árið hefur fasta efnið sest á botninn, þar næst kemur vatnskennd sósa úr sjó og vökva úr lifrinni og efst flýtur fitan: lýsið. Það er því ekki flókið að búa til sitt eigið lýsi enda gerðu forfeður okkar það öldum saman. Vegna lyktarinnar voru grútarkeröldin geymd við útidyrnar svipað og Kimchi-keröld Kóreumanna. Heimilisfólk fór þá út, tók lokið af tunnunni, veiddi lýsið ofan af grútnum með ausu og saup á. Þegar farið var að nota hvallýsi á lampa fundu menn út að flýta mátti

vinnslunni með því að sjóða lýsið. Ýmis efni töpuðust við suðuna en á móti er soðið lýsi ekki eins lyktarsterkt og bragðmikið og kæst lýsi. Þegar Íslendingar fóru að flytja út lýsi í umtalsverðu magni á fjórða áratugnum var það vegna A- og Dvítamína. Vítamín voru þá tiltölulega nýuppgötvuð og kenningar um þau yfirskyggðu alla næringarumræðu. Þegar næringarfræðingar snerust gegn dýrafitu á sjöunda og áttunda áratugnum mátti lýsið þola sínar myrku miðaldir. Endurreisnin kom síðan þegar omega-3 fitusýrur komust í tísku undir lok níunda áratugarins. Til að mæta kröfum markaðarins miðaðist vinnsla á lýsi að því að hámarka omega-3 en lágmarka lýsisbragðið. Niðurstaðan varð lýsi eins og fæst úti í búð. Í munni fólks á miðjum aldri nær bragðið varla að minna á lýsi. Gjaldið fyrir bragðleysið er að bæði A- og D-vítamínin glatast við vinnsluna og lýsið er því með viðbættu D-vítamíni eins og hvurt annað kornflex. Enda þótt einhverjir telji að lýsið bæti námsárangur í Bretlandi styður það ekki eins vel og áður við okkur hér á norðurhjaranum, sem höfum öldum saman lifað af sólarleysið með því að súpa á lýsi, krökku af D-vítamíni.

Hjálpaðu okkur að finna nafn á mjólkurkúna á www.ms.is. Þú gætir unnið glæsilegan vinning. Allir krakkar 12 ára og yngri mega taka þátt.

ekki á neinni hæfni eða þekkingu og því er nánast enginn þröskuldur fyrir nýja aðila að reyna fyrir sér með nýtt nafn sem minnir á formúlu og er sett upp í tortímanda-letri. Þótt flestir næringarfræðingar hafi snúist gegn módernískum hugmyndum um geimfaramat sem hæfir manninum betur en gjafir móður náttúru, hafa þessar hugmyndir í raun aldrei flogið hærra en nú. Fæðubótarefnin fá sinn eigin gang

 Matartíminn Módernisminn í mat

Þessa og næstu vikur ætlum við að skoða hvernig hugmyndaheimur mannsins endurspeglast í matnum. Við munum líta á and-upplýsingastefnuna í mat, einstefnuna og ný-húmanismann. En fyrst er það gamla stórveldið; móðir allra leiðinda: módernisminn.

S

Iðnvæðing matarins er verk módernismans. Þar er hráefnið brotið niður í frumeindir og síðan endurbyggt aftur sem staðgengilsmatur ...

em kunnugt er mótast hugmyndaheimur mannsins mest af honum sjálfum en minna af raunveruleikanum. Þótt veröldin sé síkvik og langt í frá stöðug og stöðnuð, umbyltist hún ekki og verpist eins ört og öfgafullt og hugmyndir manna. Í mannshuganum rísa hátimbruð hugmyndakerfi og varpa löngum skugga sínum yfir veröldina alla en falla svo skyndilega saman í ryk og gamlar minningar. Þeir sem láta misvísandi upplýsingar um mat og hollustu rugla sig ættu að hafa þetta í huga. Allar þessar kenningar, öll þessi vissa og allt þetta trúboð segir í raun sáralítið um hvað er gott fyrir okkur. Þessi hávaði er aðeins birtingarmynd átaka í hugmyndaheimi mannsins. Og hugmyndir okkar um mat eru mótaðar af þessum átökum miklu fremur en raunverulegri þekkingu á því hvernig við breytum mat í orku; hreyfingu og hugsun – heimska jafnt sem djúpvitra. Til að átta okkur á misvísandi kenningum um mat og hollustu verðum við fyrst að gera okkur grein fyrir því að við lifum nú endalok módernismans. Módernisminn byggðist á trú á framfarir byggðar á uppsafnaðri þekkingu mannsins. Módernisminn hafnaði hefðum og lærdómi sögunnar. Rétta lausnin var enn ófundin og ef hún fannst þurfti að gæta þess að þrá mannsins eftir öryggi og notalegheitum sögunnar spillti ekki lausninni. Í krafti þessa áttu kommúnistar auðvelt með að fórna tugum milljóna af afturhaldssömu fólki sem í raun var að ræna komandi kynslóðir tækifæri til að lifa í vísindalega uppbyggðu samfélagi jafnaðar og réttlætis. Arkitektar strípuðu byggingar öllum tilvísunum í annað en notagildið, og þá notagildi eins og það var skilgreint út frá vísindalegum tilraunum og könnunum fremur en löngunum og þrá, sem alltaf vilja draga okkur í einhver notalegheit sem minna á ömmu eða öryggi æskunnar. Módernisminn dó vegna þess að hann gat ekki byggt á öðru en mælanlegum stærðum. Það sem ekki var mælanlegt var ekki á dagskrá. Felix Krull orðaði þetta svo að við stæðum frammi fyrir tveimur kostum: Annars vegar heimi sem var mælanlegur og útskýranlegur, lítill og leiðinlegur. Hins

í stórmörkuðunum, vanalega nógu langt frá þvottaefninu til þess að vaxtarræktardrengirnir kaupi sér ekki mýkingarefni í misgripum – því þrátt fyrir tilraunir næringarfræðinnar til að drottna yfir umræðu um mat og hollustu hefur hún misst forystuna í hendur fyrrum hárgreiðslukvenna og uppgjafa dyravarða sem selja sig sem einkaþjálfara á líkamsræktarstöðvunum.

Cheerios er fullkominn módernismi; einfalt í formi og bragðast eins og hvítur veggur eða eintónaverk. Umbúðirnar eru stílhreinar og þar eru excellskýrslur um hvernig innihaldið stenst vottaða staðla og ráðlagða dagskammta meðalmanns í kjörþyngd. Ímyndið ykkur orkuna og hugvitið sem liggur að baki því að taka korn og sveigja það og móta í hringlaga form með gati; eitthvað sem sannarlega minnir ekkert á söguna eða náttúruna – en aðeins manninn sjálfan. Cheerios eru oblátur mannsdýrkunar módernismans.

Má bjóða þér meiri leiðindi?

www.ms.is

Hvað á kýrin að heita?

Meginuppistaða þessara fæðu­bótarefna er sojamjöl, loðnumjöl eða mjólkurduft. Saman við þetta er síðan blandað vítamínum og þeim bætiefnum sem eru í tísku hverju sinni. Eins og gefur að skilja getur framleiðsla og sala á þessum efnum verið mjög ábatasöm. Grunnurinn kostar ekki meira en laxa- eða kálfafóður svo að virðisaukinn getur orðið gríðarlegur. Á móti kemur að framleiðslan byggist

vegar veröld sem var óútsk ýranleg, margbreytileg og flókin, ógnarstór og stækkandi, lifandi og kvik. Felix Krull valdi seinni kostinn, fyrst og fremst vegna þess að hann var skemmtilegri. Í þessu lá banamein módernismans: Hann dó úr leiðindum; leiðindum tónverka Boulez, leiðindum hvítra veggja, leiðindum maójakkanna og leiðindum þess að fá aldrei að ræða annað en það sem er mælanlegt, sannanlegt, útskýrt og vottað. Og við erum ekki aðeins að tala um geispandi leiðindi og dæs, heldur leiðindi sem gefa okkur svo litla næringu að við veslumst upp og verðum hol í hjarta og með auðan haus. Iðnvæðing matarins er verk módernismans. Þar er hráefnið brotið niður í frumeindir og síðan endurbyggt aftur sem staðgengilsmatur fyrir þann sem við þekkjum. Gamlar hefðir hafa verið aflagðar þar sem þær þóttu óöruggar á mælikvarða módernismans; skiluðu afurðum sem voru ekki alltaf eins. En eins og á öðrum sviðum hefur stöðluð skilgreiningarárátta módernismans tilhneigingu til að lenda í lægsta samnefnara. Við fáum helling af dóti sem er miklu verra en það sem var best áður, en huggum okkur við að það sé þó skárra en það sem var verst af fyrri tíðar dóti. Og þannig er maturinn í stórmörkuðunum: Mikið af miðlungsmat þar sem metnaðurinn liggur í því að hafa hann alltaf jafn miðlungs. Og þótt umbúðirnar verði skrautlegri þá er innihaldið sífellt fábreytilegra. Og þótt matvælafræðingar elti nýjustu kenningar næringarfræðinga til að hífa upp næringargildi iðnaðarmatarins, er þetta aðeins gert innan heims hins mælanlega og vottaða. Og á undraskömmum tíma verður til gervimatur með gervihollustu fyrir fólk með gervigreind.

Matur

Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is


markhonnun.is

ÞegaR ÞReyja skal ÞoRRa

25 % afsláttur

súRsaÐiR HRútspungaR

gRísasulta ný/súR

súRaR bRinguR

lundabaggaR

sviÐasulta ný

sviÐasulta súR

2.211kr/kg

1.124kr/kg

1.086kr/kg

1.499kr/kg

1.987kr/kg

2.092kr/kg

áður 2.948 kr/kg

áður 1.498 kr/kg

áður 1.448 kr/kg

áður 1.998 kr/kg

áður 2.649 kr/kg

áður 2.789 kr/kg

Gleðjum bóndann með Þorraveislu Roast beef

37%

HangifRampaRtuR sagaÐuR

afsláttur

25%

ÞoRRamatuR

700 g fata

afsláttur

Frábært verð!

HákaRl í teningum

100 g

27%

496

toffypops 300 g

65%

lime

í lausu

afsláttur

398

kr/pk. áður 689 kr/pk.

kr/pk. áður 499 kr/pk.

Skráðu þig á póstlistann á www.netto.is

40%

engifeRRót

50%

í lausu

afsláttur

261

kr/kg áður 435 kr/kg

Mjódd - Salavegur - Hverafold - Akureyri - Höfn - Grindavík - Reykjanesbær

50%

afsláttur

249

kr/pk. áður 279 kr/pk.

42%

CHeeRios Honey

375 g

afsláttur

98

kr/pk. áður 679 kr/pk.

500 g

kr/ds. tilboðsverð!

kr/kg áður 1.198 kr/kg

afsláttur

kjúklingavængiR Hot eÐa bbq

1.498

899

kr/kg áður 2.998 kr/kg

afsláttur

298

kr/kg áður 596 kr/kg

Birtist með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl.

1.889

Tilboðin gilda 20. – 23. jan. eða meðan birgðir endast


42

tíska

Helgin 21.-23. janúar 2011

Glitrandi á rauða dreglinum

Kynnir nýja skólínu

Fljótlega verða það ekki einungis dömur sem glitra á rauða dreglinum. Austurríski skartgripa- og fylgihlutahönnuðurinn Daniel Swarovski mun gera karlmönnum kleift að njóta sín jafn vel á dreglinum. Hann hefur fengið í lið með sér sex aðra tískuhönnuði, menn á borð við Emporio Armani, Hugo Boss og Roberto Cavalli, og munu þeir hanna flottan samkvæmisfatnað fyrir karlmenn. Þessi nýja lína verður kynnt laugardaginn 22. janúar, í Mílanó.

Kæruleysið sem stjórnar

Leikkonan Lindsay Lohan stofnaði sína eigin hönnunarlínu árið 2008 þar sem aðeins leggings voru í boði. Nú hefur hún bætt í safnið og býr sig undir að kynna eigin skólínu, Courtesy 6126, nú í vor. Megináhersla er lögð á að skórnir verði þægilegir og tímalausir. Skór sem geta auðveldlega breyst úr hversdagsskóm í samkvæmisskó. Hún er vel undirbúin og getur ekki beðið eftir að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Efnið mun hún flytja inn frá Evrópu og fjölbreytnin á að vera í hámarki.

Þriðjudagur Skór: Jeffrey Campbell Buxur: Gina Tricot Skyrta: Weekday Hálsmen: Nostalgia

5

dagar dress

Nú stöndum við á hinum árlegu tímamótum með dollaramerkið í augunum. Nýtt tímabil er við það að hefjast. Útsölurnar eru að syngja sitt síðasta í bili og líklega er verðlækkunin nú í hámarki. Verslanir landsins keppast við að koma út öllum gömlu vörunum til þess að rýma fyrir þeim nýju. Verðlækkunin er með ólíkindum og freistingar í hverju horni.

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Á tímum sem þessum leyfum við gjarna kæruleysinu að ráða en þó vona ég, ykkar vegna, að varkárnin hafi verið í fyrirrúmi. Það getur verið mikil blekking þegar stóru skiltin með 70% áletruninni þekja alla veggi og glugga. Við gætum misst vitið. Í kaupæðisbrjálæði tökum við upp hverja flíkina af annarri, tilbúin að strauja kortin – teljum þetta vera mikilvægasta kauptímabil ársins. Við hunsum mátunarklefana því að við teljum það vera algjört óþarfa stúss. Að sjálfsögðu er hagstætt að gera góð kaup á útsölunum. En stöldrum nú aðeins við. Eru þetta ekki allt saman afgangsvörur sem seldust ekki á síðasta tímabili – vörur sem enginn vildi leggja út fyrir. Og viðskiptavinurinn sem blekkist svona svakalega situr uppi með nokkrar gamlar flíkur. Þá er bara tvennt sem kemur til greina: Annaðhvort hefur þetta ákveðna fórnarlamb gjörsamlega ekkert vit á því hvað er í tísku og er jafnvel nokkrum árum á eftir. Eða þá að einstaklingurinn býr yfir svakalegri heppni – sem ég tel þó ólíklegri kostinn.

Mánudagur Skór: Din sko Samfestingur: H&M Belti: Kolaportið

Monki í uppáhaldi Rósa María Árnadóttir er nítján ára, á síðasta ári í Verslunarskóla Íslands og vinnur í Rokki og rósum samhliða náminu. Hún hefur fyrst og fremst áhuga á tísku, tónlist, handbolta og vinum. „Minn stíll er fremur einfaldur, stílhreinn en samt öðruvísi. Ég kaupi helst fötin mín í „vintage“-verslunum, H&M, Weekday og Monki, sem er sænsk verslun, er líklega uppáhaldsbúðin mín. Tískuinnblástur fæ ég mest frá fólkinu í kringum mig og svo fylgist ég vel með tískublöðum. Mér finnst margar af stjörnunum klæða sig rosalega flott en ég á líklega enga almennilega fyrirmynd.“

ÚTSALA ALLT AÐ

70 %

AFSLÁTTUR Borgar 2 og 3 flíkin fylgir frítt ódýrasta flíkin er frí. Opnunartími:

mánud. - föstud. kl. 11:00 - 18:00

laugard.11:00 - 16:00

Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is

Miðvikudagur Skór: Forever 21 Sokkabuxur: Oriblu Pils: Vintage búð í Danmörku Skyrta: Rokk og rósir

Föstudagur Kápa: Nostalgia Skór: Din sko Sokkabuxur: Oroblu Slá: H&M Feldurinn: Kolaportið Fimmtudagur Peysa: Nostalgia: Skór: Jeffrey Campel Sokkabuxur: Oroblu



Helgin 21.-23. janúar 2011

Ertu fulltrúi, ráðgjafi eða teppahreinsir?

 K auptu stílinn Matt Cardle

Mikið átrúnaðargoð

Þ

að var í byrjun desember sem hinn söngelski Matt Cardle bar sigur úr býtum í breska þættinum X Factor. Hann varð í kjölfarið mikið átrúnaðargoð enda er lífsstíll hans til fyrirmyndar. Klæðnaður hans er ekki af verri endanum og hann hefur greinilega mikið vit á því hverju á að klæðast.

Húfa: Tékk-Kristall 22.400 kr.

Árlega fletta Íslendingar 100 milljón sinnum upp á Já.is og Símaskráin kemur út í 150 þúsund eintökum.

Ef þú vilt breyta skráningu þinni hafðu þá samband við þjónustufulltrúa okkar í síma 522 3200, farðu inn á Já.is eða sendu

Skyrta: Next 8.190 kr.

Skráningum í Símaskrána lýkur 31. janúar.

-er svarið

ENNEMM / SÍA / NM44258

tölvupóst á ja@ja.is.

Jakki: Jack & Jones 12.990 kr.

Tilvalið fyrir fundinn eða starfsmannapartýið!

Buxur: Deres 18.990 kr.

Skór: Sautján 16.990 kr.


Þær best klæddu á Golden Globe

ÞÆGILEG LEIÐ TIL AÐ HREINSA LÍKAMANN Á 10 DÖGUM

Golden Globe-verðlaunahátíðin var haldin síðastliðinn sunnudag og þar komu Hollywood-stjörnurnar saman. Gagnrýnendur fylgdust með þeim þegar þær gengu inn eftir rauða dreglinum, hver annarri flottari. Tískutímaritið Marie Clarie útbjó á dögunum lista yfir þær stjörnur sem báru sig best á hátíðinni.

Er buxnastrengurinn þröngur eftir hátíðirnar og efsta talan óhneppt? Gulllitur kjóll frá tískuhönnuðinum Armani gerði mikið fyrir leikkonuna Anne Hathaway á verðlaunahátíðinni. Marie Clarie útnefndi hana glæsilegasta gestinn. Þetta er aðeins upphitun fyrir leikkonuna því hún mun verða aðalkynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar.

KUREN 10 daga hreinsikúr (detox)* hefur hjálpað fjölmörgum að minnka mittismálið, efla meltingu og bæta dagsformið.

Angelina Jolie, sem hafnaði í öðru sæti, skildi svarta kjólinn eftir heima. Hún skartaði grænum pallíettukjól, sem vakti mikla athygli og lukku meðal viðstaddra, og geislaði af lífsorku.

30% afsláttur

Prentun.is

Gossip Girl-leikkonan Leighton Meester er aldrei hrædd við að taka áhættu. Fyrir hátíðina valdi hún sér Burberry-kjól sem kom henni á listann.

*Ekki þarf að breyta um mataræði á meðan 10 daga KUREN hreinsikúr stendur en þeir sem vilja léttast er bent á að borða reglulega léttan og ferskan mat. Auðvelt blandið 25 ml. út í stórt glas af vatni og drekkið fyrir morgunmáltíð.

Innflutningsaðili:

Við bjóðum 30% afslátt af KUREN frá 5 - 31 janúar (ef birgðir endast) á eftirfarandi sölustöðum: Hagkaup, Lyf og heilsa, Fjarðarkaup, Apótekarinn, Skipholtsapótek, Lyfja, Apótekið, Heilsuhúsið, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Ólafsvíkur, Lyfjaver/Heilsuver, Apótek Vesturlands, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Laugarnesapótek, Lyfjaval, Reykjavíkurapótek, Rima Apótek, Siglufjarðarapótek, Vöruval Vestmannaeyjum


46

tíska

Helgin 21.-23. janúar 2011

Hippinn fær að njóta sín

Djarfari fatnaður

Dagbjört Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Topshop í Smáralind

V

Villhjálmur S. Vilhjálmsson, verslunarstjóri í Herragarðinum, Kringlunni

ið erum að byrja að taka upp nýjar vörur. Vorlínan okkar verður örlítið djarfari og litaglaðari en venjulega. Smáatriðin eru áberandi á nýju vörunum, skrautlegir hnappar eða litaðir saumar. Við leggjum mikið upp úr skyrtum sem eru hver annarri ólíkari. Hvíta skyrtan, sem hefur verið mest selda varan gegnum árin, fær vonandi aðeins að hvíla sig og litsterkari flíkurnar að njóta sín betur. Það er skemmtilegt að eiga öðruvísi skyrtu en næsti maður. Svo eru að koma sterkt inn stakir jakkar sem eru flottir við gallabuxur; jafnvel öðruvísi jakkar með bótum á olnbogum eða þvíumlíku. Pólóbolirnir frá Ralph Lauren verða ómissandi í sumar. Við erum að fá mun fleiri liti en áður í nýju sendingunni. Enginn er maður með mönnum nema eiga einn slíkan.“

V

orlínan verður mjög fjölbreytileg hjá okkur. Þetta er mjög kvenleg lína og blómamynstur eru áberandi. Einnig sést mikið af köflóttum skyrtum og röndóttar flíkur virðast ætla að halda vinsældum. Pilsin fara hátt upp í mittið og síddin fer jafnvel niður fyrir hné, sem við höfum ekki séð lengi. Pastellitir einkenna mikið flíkurnar okkar, jafvel fölgulur, og grái liturinn verður sýnilegur. Ég hef mikla tilfinningu fyrir því að hippinn fái að njóta sín í vor í bland við kvenlegan fatnað. Mikil litagleði mun ríkja, bæði sterkir og mildir. Litlar töskur virðast vera að koma mikið inn núna og háu hælarnir munu með öllum líkindum halda vinsældum sínum. Það lítur út fyrir að stóru sólgleraugun komi aftur sterkt inn og hárbönd og sumarlegir sandalar verða mikið notaðir.“

Patti Húsgögn Landsins mesta úrval af sófasettum

Útsala Útsala Útsala 10-50 % afsláttur

sófar tungusófar sófasett hornsófar relax stólar stakir sófar

Krista Sigríður Hall, verslunarstjóri Spúútnik á Laugavegi:

STÓLAR FRÁ 7.950

rúm rúmgaflar kojur púðar

LEÐUR SÓFASETT 3+1+1 - 199.950

sófaborð borðstofuhúsgögn skrifstofuhúsgögn heilsukoddar

Hver flík einstök

BORÐ FRÁ 19.950

Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16 Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is

S

púútnik er „vintage“-verslun svo að við höldum okkur ekkert endilega við einhverja eina ákveðna línu. Í þeim bransa eru allar flíkur einstakar og við reynum að sinna kúnnahópnum sem best með því að fylgjast með nýjustu tískustraumunum. Ég geri ráð fyrir að litadýrðin verði allsráðandi í sumar. Allir regnbogans litir verða áberandi og helst þeir sterku eins og appelsínugulur og túrkísblár. Vonandi kemur svo hvíti liturinn sterkt inn á móti þeim svarta. Röndótt verður líklega mikið sýnilegt og þá sérstaklega áberandi hjá strákum. Hippadýrkunin heldur áfram að vera vinsæl og við reynum að sinna þeirri tísku vel með síðum pilsum eða kjólum. Við munum halda áfram að vera mikið með blúndu og vel heklaðar flíkur. Skótískan verður áberandi, helst skór með þykkum hæl, bæði reimaðir og opnir.“


Snyrtibudda Jessicu Alba Stjörnurnar í Hollywood leita oftar en ekki í dýrar snyrtivörur sem eiga að gera kraftaverk. En svo eru til aðrar stjörnur á borð við Jessicu Alba sem láta dýru snyrtivörurnar ósnertar og leita helst í snyrtivörur sem þær treysta best á, sama hvaða verðflokki þær tilheyra.

Leikkonan notar Dior-maskara sem fæst hér á landi og er gríðarlega vinsæll. Hann er mjög ódýr miðað við önnur merki og gerir mikið fyrir augnhárin. Maskarinn fæst í verslunum Lyfja og heilsu og kostar 4.759 kr.

Snyrtivörumerkið Ole Henriksen er mikil nýjung á íslenskum markaði og framleiðir gríðarlega öflugar snyrtivörur. Jessica notar farðahreinsi frá Ole sem veldur ekki ertingu og gerir húðina silkimjúka. Ole Henriksen-vörurnar fást á bútik.is.

Jessica notar ljósrauðan kinnalit frá MAC sem fær kinnbeinin til að virðast hærri en þau eru og dregur fram sterkari drætti í andlitið. Kinnaliturinn kostar 4.990 kr. í MAC.

Johnson’s barnaolían er þekkt vara hér á landi en Jessica notar hana í öðrum tilgangi en aðrir. Hún ber olíuna á húðina fyrir svefninn á hverju kvöldi með þeim afleiðingum að húðin verður mjúk og skín sínu fegursta. Olían fæst í öllum helstu verslunum landsins.

„NOW eru klárlega fæðubótarefni í landsliðsklassa fyrir alla íþróttamenn. Mæli sterklega með þessum vörum fyrir þá sem l e i t a e f t i r s t y r k , ú t h a l d i o g s n e r p u - þ æ r v i r k a v e l f y r i r m i g .“

Rauður varalitur er nú mjög í tísku og leikkonan er að sjálfsögðu meðvituð um það. Hennar varalitur kemur frá L’Oréal. Hann fæst í verslunum Hagkaups og kostar 2.689 kr.

Þ ú f æ r ð N O W f æ ð u b ó t a re f n i n í verslunum um allt land

N O W - f u l l k o m i n l í n a a f í þ r ó t t a f æ ð u b ó t a re f n u m

Gæði • Hreinleiki • Virkni

LÆGRA

LYFJAVERÐ DY N A M O R E Y K J AV Í K

B J GÖ ÚR SG TV AI VN S PS Á L L O N

Helgin 21.-23. janúar 2011

FYRIR ELLI- OG ÖRORKULÍFEYRISÞEGA

OG 5% AFSLÁTTUR

AF LAUSASÖLULYFJUM, VÍTAMÍNUM,

BÆTIEFNUM OG ANNARRI VÖRU

–einfalt og ódýrt

Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is


48

tíska

Helgin 21.-23. janúar 2011

Reynir að samstilla sig við nútímann

Mittisháar buxur Ekkert telst jafn heitt í dag og mittisháar buxur. Í rauninni hafa þær lengi verið í tísku en nú í allt öðrum búningi. Helst eru þær í jarðarlitunum og niðurþröngar en þó ekki límdar við líkamann. Þær eru nothæfar bæði í hversdagsleikanum sem og í samkvæmum og passa vel við hvað sem er. Mittisháar buxur fást í Topshop á 12.990 kr.

Ásgeir Hjartarson, hárgreiðslumeistari hjá Circus Circus, hefur brennandi áhuga á tísku og á erfitt með að samstilla sig við nútímann. Hann er gjarna í fararbroddi þegar kemur að tísku og reynir að notfæra sér kunnáttu sína til hins ýtrasta. Í stólinn hefur hann fengið til sín frægar Hollywood-stjörnur á borð við Óskarsverðlaunaleikkonuna Marissu Tomei og leikarana Matt Dillon og Gerald Butler.

F

yrir nokkrum árum var aðeins ein klipping sem allir fóru eftir en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tískan hefur breyst mikið í gegnum árin og nú er ekki einhver ein ákveðin stefna sem fólk fylgir. Það er næstum allt leyfilegt. Persónulegi stíllinn er áberandi og það er rosalega einstaklingsbundið hvaða klipping hentar hverjum og einum,“ segir Ásgeir þegar hann er spurður út í hárgreiðslu 2011. „Andlitsfallið skiptir miklu máli og það er nauðsynlegt að hver og einn átti sig á því hvar hann stendur í þeim efnum. Millisítt hár er til dæmis vinsælt í vetur og hentar nærri öllum. Ég mæli sérstaklega með þessari sídd fyrir konur sem eru komnar yfir þrítugt því sítt hár getur dregið andlitið niður og gerir lítið sem ekkert fyrir þær. Ennistoppur er einnig að koma gríðarlega sterkt inn. Hann er orðinn svona klassískur – breyting án þess að fara alla leið. Þessi breyting þarf ekki að vera endanleg því toppurinn er alltaf fljótur að vaxa. Skemmtileg breyting sem setur sterkan svip á andlitið. Það sem kemur þó mest á óvart nú í vetur er stutta hárið sem heillar marga. Breska leikkonan Emma Watson er líklega helsti frumkvöðullinn í þeim málum. Ég myndi nú ekki ráðleggja öllum að fara þá leið. Andlitsfallið þarf að vera í réttum hlutföllum til að þetta virki.“

Fer fram úr sjálfum sér

„Það eru tískuhönnuðir úti í heimi sem setja línurnar og svo fylgja hárgreiðslumeistarar á eftir. Tískan er dálítinn tíma að berast til Íslands svo að við erum alltaf örlítið á eftir. Oft lendi ég í því að vera beðinn um að gera eitthvað ótrúlega flott sem virðist svo ekki vera kúnnavænt. Ég tel mig vera frekar meðvitaðan um það hvað muni komast í tísku seinna svo að ég á heldur erfitt með að samstilla mig við nútímann; á auðvelt með að fara fram úr sjálfum mér og er heldur framtíðarsinnaður. Nú er að bresta á bylting í hártískunni. Skinkan er komin yfir síðasta söludag og stelpur eru farnar að leita meira í hlýja liti eins og hnetubrúnan. Þetta hvíta dæmi er ekki alveg að virka. Liðir eru alltaf klassískir, sérstaklega rómantísku liðirnir, og Kim Kardashian er helsta fyrirmyndin í þeim efnum. Hárgreiðsla á borð við ballerínuhnútinn er mjög áberandi og sést mikið á sýningarpöllunum í vetur. Þetta er einföld greiðsla; hárið tekið frá andlitinu og sett í hnút. Hver segir að allt þurfi að vera flókið til að vera flott?“

Tískan

2011 Tískugagnrýnendur úti um allan heim spá því að 2011 verði ár tískunnar. Tískuveltan mun vera mikil og fjölbreytnin ekki af verri endanum.

Mittistöskur Fylgihlutir hafa verið gríðarlega áberandi á síðustu árum; stórir skartgripir og töskur. Mittistöskurnar höfum við þó ekki séð síðan þýsku ferðamennirnir í sandölunum heimsóttu landið fyrir tíu árum en það fer nú að breytast. Töskurnar eru að koma sterkt inn í ár og við sjáum líklega mun meira af þeim þegar líður á sumarið.

Klossarnir Þó að skótískan í ár sé ansi fjölbreytileg þá eru klossar líklega mesta nýjungin. Hönnun þeirra hefur breyst til muna og þetta eru ekki lengur óþægilegu tréklossarnir sem maður gekk vanalega upp úr. Hægt er að nálgast þá bæði opna og lokaða, úr leðri eða tré, háhælaða eða ekki. Þeir henta betur á heitum sumarmánuðum en í hálku og munu því líklega ná mestum vinsældum þá. Klossarnir fást í Friis & Company og kosta 10.194 kr.

Ójafnar flíkur Ekki telst nauðsynlegt að flíkin sem við klæðumst sé endilega jafn síð á öllum hliðum. Nú er mikið lagt upp úr bolum, kjólum og peysum sem eru helst síðari að aftan en framan. Þetta er frábær hönnun sem hentar vel við leggings eða sokkabuxur. Sautján selur boli sem eru síðari að aftanÞeir fást í gráu, hvítu og svörtu á 4.990 kr.

Pönkið Þróun tískunnar er óútreiknanleg og alltaf komast ákveðin „trend“ aftur og aftur í tísku. Á sínum tíma var pönk lífsstíll sem nú hefur breyst í ákveðna tískustefnu. Nú sést mikið til leðurs og bendir það til innblásturs frá pönkinu. Leðurjakkar, buxur og skór eru mjög áberandi og jafnvel rifnir bolir, mikið skart og villt útlit er sýnilegt.

Litaðar og mikið mynstraðar sokkabuxur með blúndum sáust mikið í fyrra en nú munum við sjá minna af þeim, að mati sérfræðinga, og eru hvítar, hefðbundnar sokkabuxur að detta inn. Hvítar sokkabuxur fást á 2.190 kr. í Cobra.

til að láta drauminn rætast Átt þú góða hugmynd í fórum þínum? Rekur þú fyrirtæki og vilt þróa nýja vöru eða þjónustu? Vinnumálastofnun/Velferðarráðuneyti auglýsir styrki til atvinnumála kvenna vegna ársins 2011 lausa til umsóknar. Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum. Verkefnið sé í eigu konu/kvenna og stjórnað af konu Verkefnið feli í sér nýnæmi eða nýsköpun Verkefnið feli í sér atvinnusköpun til frambúðar Viðskiptahugmynd sé vel útfærð Veittir eru styrkir til gerðar viðskiptaáætlunar, vegna markaðssetingar og gerðar markaðsáætlunar, þróunar vöru eða þjónustu, hönnunar og efniskostnaðar. • Ennfremur geta konur sem hafa fullmótaða viðskiptaáætlun og hafa hug á því að stofna fyrirtæki á næstunni eða hafa stofnað fyrirtæki en ekki hafið rekstur, sótt um styrk til að koma henni í framkvæmd. Heildarfjárhæð styrkja að þessu sinni eru kr. 30.000.000 og er hámarksstyrkur kr. 2.000.000 en ekki eru veittir lægri styrkir en kr. 300.000. Umsóknarfrestur er til og með 07.02.2011 og skal sækja um rafrænt á heimasíðu verkefnisins www.atvinnumalkvenna.is

Loðfatnaður náði miklum vinsældum á síðasta ári en nú hafa skór sem eru loðnir að innan náð enn meira stökki og ekki dvína vinsældirnar. Þeir eru bæði hlýir og mjúkir en það er ekki eina ágæti loðskinnsins. Mikið er lagt upp úr útlitinu og þykir flott að bretta skóna niður svo að fóðrið fái að njóta sín betur.

Hvítar sokkabuxur

Það þarf áræðni, kraft og þor

• • • • •

Loðnir skór

Ofurlína frá MAC

Það vantar ekki fjölbreytnina hjá snyrtivörufyrirtækinu MAC. Framleitt er endalaust af nýjum vörum ár hvert og heilu snyrtivörulínurnar spretta fram. Sú nýjasta frá fyrirtækinu mun koma á markað í Bandaríkjunum 11. febrúar og nefnist Wonder Women, eða Ofurkonur. Línan er ólík öðrum snyrtivörum að því leyti að áhöld og snyrtivörur eru í örlítið stærri pakkningum en venjulega. Umbúðirnar eru ansi litaglaðar miðað við þær hefðbundnu; rauðar eða bláar með áberandi áletrun.



50

heilabrot

Helgin 21.-23. janúar 2011

?

Spurningakeppni fólksins

Sudoku

7 5 8 4

1. Hvaða leikmaður spilar í treyju númer 15 í íslenska landsliðinu í handbolta? 2. Hvaða lag sungu forsætisráðherra og fjármálaráðherra með mótmælendum fyrir framan Stjórnarráðshúsið á mánudag?

2 3

3. Hver er Bradley Manning? 4. Hvaða bíómynd var valin besta myndin á Golden Globe?

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir leikkona og rithöfundur. 1. Ég giska: Kári Kristjánsson? 2. Sá ég spóa. 3. Það er hermaður sem lak skjölum til Wikileaks og situr í fangelsi fyrir. 4. Social Network, myndin um Facebook.

ritstjóri Iðnaðarblaðsins

7. Hvaða gata liggur á milli Grenimels og Víðimels og þvert á Hofsvallagötu og Furumel?

1. Hef ekki glóru. 2. Sá ég spóa. 3. Gæinn sem er gefið að sök eða heiðraður með því að hafa lekið sendiráðsskjölunum í Wikileaks.

8. Hver er kvaðratrótin af 225?

6. Caracas.

8. 15.

10. Hvar logar allt í deilum sjómanna og útgerðarmanna – stafna á milli – vegna olíuverðs?

9. Siggi Sigurjóns.

11. Hver er ritstjóri Nýs lífs?

9. Siggi Sigurjóns.

12. Hver er formaður BSRB?

10. Pass.

13. Hvaða þekkta leikkona eignaðist nýlega barn sem staðgöngumóðir gekk með?

12. Elín Björg Jónsdóttir.

7. Hagamelur?

10. Ekki grænan grun í bala. 11. Kolbrún Pálsdóttir. 12. Elín Jónsdóttir. 13. Gæti það hafa verið Nicole Kidman?

10 rétt

3 2

7

6

4 2

11. Kolbrún Pálína Helgadóttir.

7

13. Veit það ekki.

1 4

9 rétt

9

8 5 9 3 8

14. Ekki hugmynd. 15. Skattalagabrot.

1 3 1

5

8. 15.

Rétt svör: 1. Alexander Petersson 2. Sá ég spóa. 3. Hermaðurinn sem grunaður er um að hafa lekið bandarískum trúnaðarskjölum til Wikileaks. 4. Social Network. 5. Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson. 6. Caracas. 7. Reynimelur. 8. 15. 9. Sigurður Sigurjónsson. 10. Í Færeyjum. 11. Kolbrún Pálína Helgadóttir. 12. Elín Björg Jónsdóttir. 13. Nicole Kidman. 14. Bleikt.is. 15. Skattalagabrot.

7 9 2 6

Sudoku fyrir lengr a komna

7

7. Ekki hugmynd.

15. Fyrir hvers konar brot sætir Ingvi Hrafn Jónsson nú ákæru?

15. Dólgslæti?

5. Sigurjón Þ. Árnason og Ívar Guðjónsson.

14. Á hvaða vef skrifar Klara Egilson pistla?

14. Bleikt.is.

9 5 2

Brynjólfur Þór Guðmundsson

6. Hvað heitir höfuðborg Venesúela?

4. Á að vita þetta en man það ómögulega.

6. Caracas.

7 1 5 8 8

5. Hvaða tveir fyrrverandi starfsmenn Landsbankans voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í síðustu viku?

9. Hver leikur í einleiknum Afinn í Borgarleikhúsinu?

5. Sigurjón Árnason og Ívar Guðjónsson.

2 5 6 3 8 1

5 2

6

Brynjólfur skorar á Guðna Má Harðarson, prest í Lindakirkju

krossgátan

lausn krossgátunnar er birt á vefnum: www.this.is/krossgatur, að viku liðinni SVEFN

Í DAG FÖSTUDAG

YFIRHÖFN

TRÉ

HARÐNESKJA

NR. TÓNVERKS

GÁSKI

ORKA MÓLEKÚL

SPOTT TIL

KARTON

BOÐAFÖLL

MÓRAUÐ KIND LÆÐA VISNA

HELGITÁKN

GRAS SKÍFA

ÆTÍÐ

Pizzaveisla í Kosti! Pizza og gos McCain og Pepsi ................ ................ 699 kr/pk*

.

Pepperoni eða ostapizza * Pepsi 2l eða Pepsi Max 2l *

Jafnvægi fyrir líkama og sál

heilsumeðferð · heilsuvörur · dekur · leikfimi

TÓNLISTARSTÍLL

NIÐURSTAÐA

ÁTT

FLEY

ÁTT

GLUFA

HÆTTA

ÞÓFI

GÆTINN

TAU

FORFAÐIR

NEÐST

GÓLA

DEIGJA

2 EINS

GUBB

FEN

BOGI

NASL

GLÁPA

DAUÐI

OFSTOPI

GLÓRA

FESTING

ÍÞRÓTT

ANGAN

ARNARNEF

HEIMSÁLFA

NÆTURGÖLTUR

TVEIR EINS

ÁVÖXTUR

SKYGGNI

ÞÖRUNGUR UMHVERFIS

ÓLUKKA

ÁTÖK

TÆKI

HUGSUNAR

MÆLIEINING

HALTRA

ALKYRRÐ

SÓT

KVERK

MÁLHELTI AFSKRÆMA

LÆSING

VIÐUTAN VEGLEG SAMKOMA AFBROTAMÁL

NIÐURFELLING

Tilnbninoð gre gjmaefðafberrðéf

Skeifunni 3j · Sími 553 8282 · www.heilsudrekinn.is

KROPP ÞANGAÐ TIL

SVARDAGI BÓKSTAFUR

ÓVILD

v e it t u v e ll íð a n g e fð ugar-

FRÁ

UMDÆMIS

HANDSKJÓL

NESODDI

VANAVERK

BORÐI

SKJÖN

RJÚKA BLÓM

RASKA

SAMANBURÐART.

49

ELSKAR

KAPPSEMI KROT

NIÐURLÆGJA HYGGJAST

SÁR

HLÝJA


! k i e st รญ t ll A

nni u l r e P รญ e t r a C a รฝr A l n g o l l i รฐ e s a t t 4ra rรฉ

A la Carte

FOR Rร T TIR

kr. verรฐ frรก 4.990 EIKJA HEITREYKT BL ame salati ag w og Meรฐ wasabรญ รญs

1

4

PISTASร U KAKA Sร KKULAร I OG hvรญtsรบkkulaรฐi rjรณma tonkameรฐ pistasรญu รญs og

SMร Lร ร A meรฐ kremuรฐu byggi, vorgrรฆnmeti og hvรญtvรญnssรณsu 3.990 kr.

ร ND meรฐ blรณรฐappelsรญnu, spรญnati, sellerรญrรณt, soรฐkartรถflum og and arsรณsu 4.690 kr. HINDBERJA OG HVร TSร KKULAร IFRAUร meรฐ kรณkos-lรญmรณnu og kirsube rjaรญs 1.790 kr. SKYRFRAUร meรฐ passรญuรกvaxtarsรณsu, blรกberjakrapi og ananas 1.790 kr.

ANDALIFUR HEIT OG Kร LD meรฐ rauรฐvรญnssoรฐinni peru, eplu m, fรญkjubrauรฐs-mulningi og rauรฐ vรญnsgljรกa 3.390 kr. HUMAR hvรญtlauksristaรฐir humarhalar meรฐ รฆtiรพystlamauki og rauรฐu karr รฝkrapi 5.980 kr. (sem forrรฉttur 3.89 0 kr) FISKUR DAGSINS meรฐ rjรณmasoรฐnu bankabygg i, steiktu dvergkรกli og basilsmjรถrsรณsu 3.990 kr.

Dร FA OG ANDALIFUR meรฐ maรญs, gulrรณtum, spergli og salvรญusรณsu 4.890 kr.

KJร TRร TTI R

S FISKUR DAGSIN ktu dvergkรกli ei st gi bankabyg meรฐ rjรณmasoรฐnu silsmjรถrsรณsu og ba tt 4.990 kr. dagsins รญ aรฐalrรฉ ki fis eรฐ m i รฐl se Verรฐ รก mat ร SABRINGA STEIKT HEIร AG u og villisveppasรณsu rt sveppaka รถfl 5.990 kr. meรฐ eplamauki agรฆs รญ aรฐalrรฉtt iรฐ he eรฐ m i รฐl se Verรฐ รก mat N) GI (WELLINGTO ND ร SMJร RDEI rgrรฆnmeti LU TA AU N ร U ta INNBร K u, soรฐkartรถflu, rรณ meรฐ sveppafylling eaubriand sรณsu og Chat alrรฉtt 6.990 kr. ri nautalund รญ aรฐ aรฐ ak nb in eรฐ m i Verรฐ รก matseรฐl LAMBAHRYGGUR tรถflukรถku, OFNSTEIKTUR , mรถndlukar sinnepskornahjรบp isessรณsu og sng na hu meรฐ bearna aspas, rรณfum og ygg รญ aรฐalrรฉtt 7.990 kr. hr ba m la eรฐ m Verรฐ รก matseรฐli

EFT IRR ร TT IR

3

KJร KLINGASALAT meรฐ grilluรฐu eggaldini, tรณm รถtum og kasjรบhnetum 2.090 kr.

SALTFISKUR ofnbakaรฐur meรฐ moรฐsteiktri fennikku, tรณmatsultu og sรบrmjรณlkurfroรฐu 3.990 kr.

FIS KRร TTI R

AL Rร TT V EL DU ร ร R Aร

GRILLUร Hร RPUSKEL meรฐ blรณmkรกli, steinseljurรณtarm auki og papriku-salsa 2.190 kr.

HVALA CARPACCIO meรฐ wasabi flani, sรฆtri soja, parmesan osti og salati 2.090 kr. HUMARSร PA rjรณmalรถguรฐ, meรฐ Madeira og grilluรฐum humarhรถlum 2.390 kr.

TASร PA STEINSELJURร ravioli pa meรฐ humar, svep

2

HEITREYKT BLEIKJA meรฐ wasabi รญs og wagame sala ti 2.190 kr.

NAUTALUND meรฐ rauรฐbeรฐum, kartรถflum, sveppum, gulrรณtum og rauรฐvรญnsรณsu 4.990 kr. LAMBATVENNA meรฐ steinseljurรณtarmauki, aspa s, rรณfum, soรฐkartรถflum og basil-myntu gljรกa 4.790 kr. Sร KKULAร I OG ROMM BRร Lร E meรฐ ananas-salsa, kรณkosfroรฐu og Bounty-รญs 1.790 kr. Kร KOSHNETU TAPIOCA meรฐ steiktu mangรณi og lychee sorbet 1.790 kr.

4ra rรฉtta sjรกvarrรฉttaseรฐill 4.990 kr.

Gjafabrรฉf Perlunnar

Gรณรฐ g jรถf viรฐ รถll tรฆkifรฆr i!

C100 M60 Y0 K30

MARLAN D FISKUR ER OK KAR FAG

Pantone Coated 281

Veitingahรบsiรฐ Perlan Sรญmi: 562 0200 ยท Fax: 562 0207 Netfang: perlan@perlan.is Vefur: www.perlan.is Svart


52

sjónvarp

Helgin 21.-23. janúar 2011

Föstudagur 21. janúar

Föstudagur

Sjónvarpið

20:20 Útsvar Spurninga­ keppni sveitarfélaganna. Lið Árborgar og Ísa­ fjarðar­bæjar eigast við.

21:00 HA? NÝTT! (1/12) Nýr íslenskur skemmtiþáttur með spurningaívafi í léttum dúr. Umsjónar­ maður þáttarins er Jóhann G. Jóhannsson og liðstjórar Edda Björg og Sólmundur Hólm Höfundur spurninga er Stefán Pálsson

Laugardagur

Bein útsending frá fyrsta leik Íslands í milliriðli. Þrjú efstu liðin í A-riðli mæta þremur efstu liðunum úr B-riðli. Fyrsti allt fyrir áskrifendur leikurinn hefst klukkan 15:15, sá næsti klukkan 17:30 og lokaleikur dagsins klukkan 19:45. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20:00 Ghost Town Gamanmynd með dramatískum undirtón um mann sem getur átt samskipti við drauga sem búa í hverfinu hans í New York. Ricky Gervais allt fyrir áskrifendur leikur aðalhlutverkið.

Sunnudagur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

21:10 The Defenders (2/18) Lögfræðingarnir Nick og Pete leggja allt undir á skjólstæðinga sína í borg freistinganna Las Vegas.

20:20 Chase (4/18) Hörku­ spennandi þáttaröð frá Jerry Bruckheimer um lögreglukonuna Annie Frost sem leggur sig alla fram við að vera skrefinu á undan glæpamönn­ allt fyrir áskrifendur unum. Þeir geta hlaupið en þeir geta ekki falið sig. fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

16:30 Mér datt það í hug 17:05 Átta raddir (2/8) 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Otrabörnin (5/26) 18:22 Frumskógarlíf (13/13) 18:27 Danni (3/4) 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Kastljós 20:10 Lögin í söngvakeppninni 20:20 Útsvar 21:25 Frægðarbrautin Bandarísk bíómynd frá 2006. Leikstjóri er James Gartner og meðal leikenda eru Josh Lucas, Derek Luke, Austin Nichols og Jon Voight. 23:25 Taggart - Uppljóstrarinn Skosk sakamálamynd þar sem rann­ sóknarlögreglumenn í Glasgow fást við snúið sakamál. Meðal leikenda eru Alex Norton, Blythe Duff, Colin McCredie og John Michie. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00:15 Olnbogabörn Mexíkósk/ spænsk bíómynd frá 2007. Kona flyst með fjölskyldu sína á æskuheimili sitt og lætur sig dreyma um að opna þar hæli fyrir munaðarlaus fötluð börn. Áður en langt um líður er sonur hennar farinn að eiga samskipti við ósýnilegan vin. Leikstjóri er Juan Antonio Bayona og meðal leikenda eru Belén Rueda, Fernando Cayo, Roger Príncep og Geraldine Chaplin. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 00:15 Myndheimur raunveruleikans (2/5) e. 00:45 Kastljós Endursýndur þáttur. 02:00 Lögin í söngvakeppninni e. 02:10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

STÖÐ 2

Sjónvarpið

08:00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:04 Gurra grís (21/26) 08:15 Oprah 08:09 Teitur (48/52) 08:55 Í fínu formi 08:21 Skellibær (28/52) 09:10 Bold and the Beautiful 08:34 Otrabörnin (18/26) 09:30 The Doctors 08:58 Konungsríki Benna og Sóleyjar 10:15 60 mínútur 09:09 Mærin Mæja (42/52) 11:00 ‘Til Death (1/15) 09:18 Mókó (39/52) 11:25 Auddi og Sveppi 09:26 Einu sinni var... lífið (23/26) 11:50 Mercy (14/22) allt fyrir áskrifendur 09:53 Hrúturinn Hreinn (20/40) 12:35 Nágrannar 10:02 Elías Knár (31/52) 13:00 Making Over America With fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:15 Millý og Mollý (4/26) Trinny & Susannah (2/7) 10:30 Að duga eða drepast (14/20) e. 13:45 Oliver! Fimmföld Óskars­ 11:15 Lögin í söngvakeppninni e. verðlaunamynd 11:25 Húsið á Eyrarbakka e. 16:05 Barnatími Stöðvar 2 13:15 Kiljan e. 17:10 Bold and the Beautiful 4 5 14:05 Þýski boltinn (4/23) e. 17:33 Nágrannar 15:05 Reykjavíkurleikarnir 17:58 The Simpsons (1/22) 16:05 Strákarnir okkar e. 18:23 Veður 16:50 Lincolnshæðir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17:35 Táknmálsfréttir 18:47 Íþróttir 17:45 Útsvar e. 18:54 Ísland í dag 18:54 Lottó 19:11 Veður 19:00 Fréttir 19:20 Auddi og Sveppi 19:30 Veðurfréttir 19:50 Logi í beinni Laufléttur 19:40 Enginn má við mörgum (2/6) og skemmtilegur þáttur með 20:15 Söngvakeppni Sjónvarpsins spjallþáttakonungnum Loga Bein útsending úr Sjónvarpssal. Bergmann. Hann hefur einstakt 21:20 Snilligáfa Bandarísk bíómynd lag á að fá vel valda og lands­ frá 1997. Leikstjóri er Gus Van þekkta viðmælendur sína til að Sant og meðal leikenda eru sleppa fram af sér beislinu. Þá Robin Williams, Matt Damon, er boðið upp á tónlistaratriði og Ben Affleck, Stellan Skarsgård ýmsar uppákomur. Fyrir vikið er og Minnie Driver. Myndin var til­ þátturinn fullkomin uppskrift að skemmtun fyrir alla fjölskylduna. nefnd til níu Óskarsverðlauna og fékk tvenn: Robin Williams fyrir 20:35 American Idol (1/45) leik sinn og Matt Damon og Ben 22:00 American Idol (2/45) Affleck fyrir handritið. Atriði í 22:45 The Brothers Solomon myndinni eru ekki við hæfi ungra Gamanmynd barna. 00:15 Brothers of the Head Áhrifa­ mikil leikin kvikmynd í heimildar­ 23:25 Lars og sú útvalda Bandarísk gamanmynd frá 2007. myndarstíl um síamstvíbura sem 01:10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok kynnast öllum hliðum rokk­ heimsins þegar þeir reyna að slá í gegn með hljómsveit sinni Bang Bang. 01:50 The Valley of Light 03:30 The Wind That Shakes the Barley 05:35 Fréttir og Ísland í dag

SkjárEinn

6

Sjónvarpið

STÖÐ 2

08:00 Morgunstundin okkar 07:00 Hvellur keppnisbíll 08:01 Frannies feet (15/39) 07:15 Gulla og grænjaxlarnir 08:13 Herramenn (2/52) 07:25 Sumardalsmyllan 08:24 Ólivía (14/52) 07:30 Þorlákur 08:34 Babar (19/26) 07:35 Tommi og Jenni 08:57 Leó (8/27) 08:00 Algjör Sveppi 09:00 Disneystundin 09:40 Latibær 09:01 Finnbogi og Felix 09:50 Leðurblökumaðurinn 09:23 Sígildar teiknimyndir (18/42) 10:10 Geimkeppni Jóga björns allt fyrir áskrifendur 09:30 Gló magnaða (18/19) 10:30 Stuðboltastelpurnar 09:52 Artúr (7/20) 10:55 iCarly (22/25) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:15 Söngvakeppni Sjónvarpsins e. 11:15 Glee (10/22) 11:25 Landinn e. 12:00 Bold and the Beautiful 11:55 Návígi e. 12:20 Bold and the Beautiful 12:30 Sifur Egils 12:40 Bold and the Beautiful 13:50 Lifandi líkami e. 13:00 Bold and the Beautiful 6 4 5 15:35 Er olían á þrotum? (1/2) e. 13:20 Bold and the Beautiful 16:30 Undur vatnsins e. 13:45 American Idol (1/45) 17:20 Dýraspítalinn (1/10) 15:05 American Idol (2/45) 17:50 Táknmálsfréttir 16:00 Sjálfstætt fólk 18:00 Stundin okkar 16:40 Hlemmavídeó (12/12) 18:28 Með afa í vasanum (22/52) 17:10 ET Weekend 18:40 Skúli Skelfir (14/52) 17:55 Sjáðu 18:51 Pip og Panik (3/4) e. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:00 Fréttir 18:49 Íþróttir 19:35 Veðurfréttir 18:56 Lottó 19:40 Landinn Frétta- og þjóð­ 19:04 Ísland í dag - helgarúrval lífsþáttur í umsjón fréttamanna 19:29 Veður um allt land. Ritstjóri er Gísli 19:35 Spaugstofan Einarsson og um dagskrárgerð 20:00 Ghost Town sér Karl Sigtryggsson. 21:40 Twelve Monkeys Framtíðar­ 20:10 Átta raddir (3/8) Þáttaröð um mynd með Brad Pitt og Bruce íslenska söngvara. Gestur þessa Willis í aðalhlutverkum. þáttar er Bjarni Thor Kristinsson. 23:45 Already Dead Spennutryllir Umsjónarmaður er Jónas Sen og 01:15 Good Luck Chuck Rómantísk Jón Egill Bergþórsson stjórnaði gamanmynd upptökum. Textað á síðu 888 í 02:55 I Am Legend Framtíðartryllir Textavarpi. með Will Smith. 20:55 Dorrit litla (6/8) 04:40 ET Weekend 21:50 Sunnudagsbíó - Kona stjór05:25 Fréttir Fréttir nleysingjans Þýsk bíómynd frá 2008. Þetta er saga Manuelu, eiginkonu Justos, sem verður 08:45 The Royal Trophy eftir þegar hann fer að berjast 11:45 Man. City - Leicester við þjóðernissinna Francos í 13:30 La Liga Report Leikir helgarinnar í spænska boltanum borgarastríðinu á Spáni. Leik­ stjórar eru Marie Noelle og krufðir til mergjar og hitað upp Peter Sehr og meðal leikenda fyrir leikina á Spáni. eru María Valverde, Juan Diego 14:00 Upphitun Þorsteinn J.alltfær fyrir áskrifendur Botto, Nina Hoss og Ivana til sín handboltasérfræðinga Baquero. og aðra góða gesti til að hita fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:50 Silfur Egils e upp fyrir leiki dagsins á HM í 01:10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok handbolta.

11:10 Rachael Ray (169/175) 5 6 11:55 Rachael Ray (170/175) SkjárEinn 13:20 Dr. Phil (94/175) 08:00 Dr. Phil (96/175) 14:00 Dr. Phil (95/175) 08:45 Rachael Ray (172/175) 14:45 Judging Amy (2/22) 09:30 Pepsi MAX tónlist 15:30 90210 (11/22) 15:50 Rachael Ray (173/175) 16:15 Top Gear (3/6) 16:35 Dr. Phil (97/175) 17:15 7th Heaven (5/22) 07:00 Samantekt HM í handbolta 17:20 Seven Ages of Marriage 18:00 Survivor (7/16) 15:00 HM í handbolta 2011 08:00 Samantekt HM í handbolta 18:15 Life Unexpected (7/13) 18:45 Got To Dance (3/15) 17:05 HM í handbolta 2011 09:00 Samantekt HM í handbolta 19:00 Melrose Place (12/18) 19:35 The Ricky Gervais Show (11/13) 19:20 HM í handbolta 2011 16:40 Austurríki - Ungverjaland 19:45 The Ricky Gervais Show (11/13) 20:00 Saturday Night Live (3/20) 21:00 Samantekt Þorsteinn J. og 18:05 Ísland - Noregur 20:10 Got To Dance (3/15) 20:45 Golden Globe Awards 2011 gestir hans fara yfir gang mála á 19:30 Samantekt HM í handbolta 21:00 HA? NÝTT! (1/12) Nýr ís­ Golden Globe hátíðin verður í HM í handbolta í Svíþjóð. 20:30 La Liga Report Leikir allt helgar­ lenskur skemmtiþáttur með fyrir áskrifendur beinni útsendingu á SkjáEinum. 22:00 Spænski boltinn: Barcelona innar í spænska boltanum. spurningaívafi í léttum dúr. Stjörnurnar í Hollywood mæta í - Racing Útsending frá leik 21:00 Main Event Sýnt fráfréttir, World Stigin skipta ekki öllu máli í fræðsla, sport og skemmtun sínu fínasta pússi á hátíð þar sem Barcelona og Racing í spænsku Series of Poker 2010 þessum þætti heldur leitin og fyndnasti maður veraldar, Ricky úrvalsdeildinni. 21:50 European Poker Tour 6 - Pokers leiðin að svarinu. Gervais verður aðalkynnir. 01:10 Samantekt Þorsteinn J. og 22:40 Ísland - Noregur 21:50 The Bachelorette (3/12) 22:55 The Fourth Angel 5 6 gestir hans fara yfir gang mála á 00:05 Austurríki - Ungverjaland 23:20 30 Rock (7/22) Bandarísk 00:30 Dr. Phil (97/175)5 HM6í handbolta í Svíþjóð. 01:30 Samantekt HM í handbolta gamanþáttaröð. 4 00:35 HA? (1/12) 23:45 The L Word (5/8) 01:25 The Defenders (1/18) 00:35 Saturday Night Live (2/20) 02:10 Whose Line is it Anyway? 00:40 Dr. Phil (93/175) 16:00 Sunnudagsmessan (16/39) 10:10 Premier League Review 2010/11 01:20 Whose Line is it Anyway? 17:00 West Ham - Arsenal 02:35 Worlds Most Amazing Videos 11:05 PL Classic Matches: Chelsea 01:45 Human Nature 18:45 Stoke - Bolton 03:20 Jay Leno (182/260) Arsenal, 1997 03:25 Jay Leno (180/260) 20:30 Ensku mörkin 2010/11 04:05 Jay Leno (183/260) 11:35alltPremier League World 2010/11 04:10 Jay Leno (181/260) allt fyrir áskrifendur fyrir áskrifendur 04:50 Pepsi MAX tónlist 12:05 Premier League Preview 10/11 04:55 The Ricky Gervais Show (11/13) 21:00 Premier League Preview 10/11 21:30 Premier League World 2010/11 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:35 Wolves - Liverpool Bein 05:20 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:00 Ronaldo 14:45 Man. Utd. - Birmingham Bein 06:00 Pepsi MAX tónlist 22:30 Premier League Preview 17:15 Aston Villa - Man. City Bein 2010/11 19:45 Newcastle - Tottenham 23:00 Man. City - Wolves 06:20 Algjör Sveppi og leitin að Villa 21:30 Arsenal - Wigan Íslensk gamanmynd 23:15 Everton - West Ham 08:00 La Bamba 4 5 6 allt fyrir áskrifendur 4 08:00 Liar Liar Gamanmynd SkjárGolf 01:00 Fulham - Stoke 10:00 Pay It Forward allt fyrir áskrifendur 10:00 Surf’s Up Hressileg teiknimynd 09:20 Bob Hope Classic (2/5) 12:00 G-Force fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:00 Trading Places Gamanmynd 13:10 Golfing World (4/240) 14:00 La Bamba fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:00 Liar Liar Gamanmynd 14:00 Bob Hope Classic (2/5) 16:00 Pay It Forward SkjárGolf 16:00 Surf’s Up 17:00 Golfing World (4/240) 18:00 G-Force 07:45 Golfing World (4/240) 18:00 Trading Places Gamanmynd 17:50 Golfing World (5/240) 20:00 The Savages 08:35 Inside the PGA Tour (3/42) 20:00 Algjör Sveppi og leitin að Villa 18:40 PGA Tour - Highlights (2/45) 22:00 The Fast and the Furious 09:00 Abu Dhabi Golf Championship 4 5 22:00 Lonely Hearts Sakamálamynd 19:35 Inside the PGA Tour (3/42) 00:00 The Green Mile 13:00 Bob Hope Classic (3/5) 4 5 6 00:00 Sweeney Todd: The Demon 20:00 Bob Hope Classic (3/5) 03:05 Cemetery Gates 16:00 PGA Tour Yearbooks (8/10) Barber of Fleet Street 23:00 Golfing World (5/240) 04:35 The Fast and the Furious 17:00 Abu Dhabi Golf Championship 02:00 Witness 23:50 ESPN America 21:00 Bob Hope Classic (4/5) 04:00 Lonely Hearts 06:00 ESPN America 00:00 ESPN America 06:00 Groundhog Day 06:00 ESPN America

5

Sunnudagur

Laugardagur 22. janúar

6

SkjárEinn 09:35 4 Rachael Ray (171/175) 5 10:20 Rachael Ray (172/175) 11:05 Rachael Ray (173/175) 11:50 Dr. Phil (96/175) 13:15 Judging Amy (3/22) 14:00 Single Father (3/4) 15:00 The Bachelorette (3/12) 16:30 HA? (1/12) 17:20 7th Heaven (6/22) 18:05 How To Look Good Naked 18:55 The Office (21/26) 19:20 30 Rock (7/22) 19:45 America’s Funniest Home Videos (36/46) 20:10 Top Gear (4/6) 21:10 The Defenders (2/18) 22:00 Dexter (10/12) 22:50 House (21/22) 23:40 Saturday Night Live (3/20) 00:25 Flashpoint (15/18) 01:10 The Defenders (2/18) 01:55 Pepsi MAX tónlist 06:00 Pepsi MAX tónlist 5

6

6

08:00 Wayne’s World 10:00 Yes Man allt fyrir áskrifendur 12:00 The Flintstones 14:00 Wayne’s World fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Yes Man 18:00 The Flintstones 20:006 Groundhog Day 22:00 The Butterfly Effect 2 00:00 The Black Dahlia 4 02:00 The Lost World: Jurassic Park 04:05 The Butterfly Effect 2 06:00 The Cable Guy


sjónvarp 53

Helgin 21.-23. janúar 2011

23. janúar

STÖÐ 2 07:00 Aðalkötturinn 07:30 Sumardalsmyllan 07:35 Lalli 07:45 Hvellur keppnisbíll 08:00 Algjör Sveppi 09:00 Mörgæsirnar frá Madagaskar 09:25 Ógurlegur kappakstur 09:45 Kalli kanína og félagar 09:50 Histeria! allt fyrir áskrifendur 10:15 Hannah Montana: The Movie 12:00 Spaugstofan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:30 Nágrannar 12:50 Nágrannar 13:10 Nágrannar 13:30 Nágrannar 13:50 Nágrannar 4 14:10 Smallville (11/22) 14:55 Masterchef (3/13) 15:40 Cougar Town (3/24) 16:05 Logi í beinni 16:55 Oprah 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (24/24) 19:40 Sjálfstætt fólk Jón 20:20 Chase (4/18) 21:05 Numbers (13/16) 21:50 Mad Men (8/13) 22:40 60 mínútur 23:25 Spaugstofan 23:55 Daily Show: Global Edition 00:25 Glee (10/22) 01:10 Undercovers (7/13) 01:55 The Deep End (5/6) 02:35 Tripping Over (1/6) 03:25 Imagine Me and You 04:55 Numbers (13/16) 05:35 Fréttir

08:20 Leeds - Arsenal 10:05 Spænski boltinn: Barcelona - Racing 11:50 HM í handbolta 2011 13:15 HM í handbolta 2011 14:40 HM í handbolta 2011 16:05 Samantekt Þorsteinn J. og gestir hans fara yfir gang mála allt á HM í handfyrir áskrifendur bolta í Svíþjóð. 17:05 HM í handbolta 2011fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:05 HM í handbolta 2011 20:45 Samantekt Þorsteinn J. og gestir hans fara yfir gang mála á HM í handbolta í Svíþjóð. 21:45 Spænski boltinn: Real Madrid - Mallorca 4 23:30 HM í handbolta 2011 00:55 HM í handbolta 2011 02:20 Samantekt Þorsteinn J. og gestir hans fara yfir gang mála á HM í handbolta í Svíþjóð.

09:40 Newcastle - Tottenham 11:25 Wolves - Liverpool 13:10 QPR - Coventry Beint 15:20 Premier League World 2010/11 allt fyrir áskrifendur 15:50 Blackburn - WBA Beint 18:00 Sunnudagsmessan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:00 Man. Utd. - Birmingham 20:45 Sunnudagsmessan 21:45 Blackburn - WBA 23:30 Sunnudagsmessan 00:30 Aston Villa - Man. City 4 02:15 Sunnudagsmessan

SkjárGolf 08:10 Golfing World (5/240) 09:00 Abu Dhabi Golf Championship 13:00 Bob Hope Classic (4/5) 16:00 PGA Tour Yearbooks (8/10) 17:00 Abu Dhabi Golf Championship 21:00 Bob Hope Classic (5/5) 00:00 ESPN America 00:35 Golfing World (5/240) 06:00 ESPN America

Í sjónvarpinu HM-ÞÁTTUR ÞORSTEINS JOÐ



Fullkomin fagmennska Það er hrein unun að fylgjast með Þorsteini Joð og handboltaþættinum hans á Stöð 2 Sport í kringum heimsmeistaramótið í handbolta í Svíþjóð. Menn geta deilt um það endalaust hvort rétt sé að sýna leiki íslenska landsliðsins í lokaðri dagskrá en óumdeilanlegt er að Þorsteinn Joð er kóngurinn þegar kemur að gerð þátta eins og þessara. Hann var frábær í fyrrasumar á RÚV í kringum heimsmeistarakeppnina í fótbolta og ekki er hann síðri núna. Þorsteinn kann þá list betur en flestir að gera íþróttina, hvort heldur sem um er að ræða fótbolta eða handbolta, áhugaverða fyrir hvern sem er. Og hann hefur verið í essinu sínu síðan flautað 5

var til leiks á HM í Svíþjóð. Þátturinn hans er hraður og skemmtilegur, hann stýrir umræðum vel og hefur valið sér góða menn til aðstoðar. Menn geta deilt um íslenskukunnáttu Loga Geirs og orðaval en hann veitir skemmtilega og öðruvísi innsýn í landsliðið. Hafrún Kristjáns er ágæt líka en bestir eru þó spekingarnir Geir Sveinsson og Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi. Þeir ná frábærlega saman og eru hafsjór af þekkingu og fróðleik þótt ólíkir séu. Sérstaklega er gaman að fylgjast með Gaupa reyna að halda niðri væntingum þjóðarinnar. Öllum þráðum heldur síðan Þorsteinn Joð í hendi sér af myndarbrag. Það eina sem finna má að þættinum er lagið. Það er ekki nálægt því eins

6

gott og Blondie-slagarinn Union City Blue. Fyrir utan það – fullkomin fagmennska. Óskar Hrafn Þorvaldsson

ENOK & EV a Dúnv

esti. Verð áður:

12.900,-

Verð nú:

4.900,-

a L a S T Ú U R Ö aLV m a R f R á 5

6

U R d a L E w E E c h i N U L S R E V ET Í OUTL

5

6

. r k 0 0 5 . 1 á r f Flíspeysur kr. 0 0 0 . 3 á r f kkar a j l l e h s t f o S kr. 0 0 9 . 9 r u p l Dúnú rum ö v a n r a b á ur r. 20% afslátt k 0 0 0 . 0 1 r i und r u r ö v r a l l A

Ofurútsalan stendur frá 6. jan - 31. jan að Suðurhrauni 12c, Garðabæ, sími 555-7409

OPid: máN.-LaU. 11-18 SUN. 12-16

www.icEwEaR.iS


54

bíó

bíódómur Saw 3D 

Helgin 21.-23. janúar 2011

Pælt í framhaldi Red

Er þetta ekki örugglega búið núna?

F

yrir sjö árum eða svo kom fyrsta Saw -myndin í bíó. Vel heppnaður, spennandi og óhugnanlegur hrollur sem naut verðskuldaðra vinsælda. Síðan þá hefur óheyrilegum fjölda fólks verið slátrað á subbulegan hátt undir merkjum Saw og með nýjustu myndinni, Saw 3D, eru myndirnar orðnar sjö. Og nú er mál að linni þar sem þær hafa farið stigversnandi og botninum hlýtur að vera náð þegar menn finna sig knúna til að poppa viðbjóðinn upp með því að hafa hann í þrívídd.

Saw 3D er vonandi einhvers konar lokauppgjör arfleiðar morðingjans Jigsaw, sem er löngu dauður úr krabba, þar sem hér koma við sögu ekkja hans, vond lögga sem hefur fyllt skarð Jigsaw í síðustu myndum og síðast en ekki síst læknirinn Lawrence Gordon (Carey Elwes), fórnarlamb úr fyrstu myndinni. Annars snýst myndin aðallega um grimmilega refsingu sjálfshjálparloddara sem hefur öðlast frægð og fé með því að þykjast hafa sloppið lifandi úr klóm Jigsaw. Arftaki morðingjans sættir sig ekki

Glaumgosi gegn glæpamönnum

Fyrsta ofurhetjumynd ársins, The Green Hornet, kemur í bíó um helgina en þar leikur Seth Rogen glaumgosann Brit Reid sem gerir stefnubreytingu eftir sviplegt og dularfullt dauðsfall föður síns. Það er ekki nóg með að hann erfi fjölmiðlaveldi föður síns heldur tekur hann upp á því að fela sig á bak við grímu og berja á glæpahyski. Honum til halds og trausts er Kato, einhver ötulasti starfsmaður föður hans, en sá er býsna fimur þegar kemur að handalögmálum. Sjálfur Bruce Lee lék Kato í sjónvarpsþáttum um The Green Hornet laust fyrir 1970 en nú er persónan í höndum Jay Chou sem er stór poppstjarna í Taívan og Kína. Cameron Diaz er einnig í hópnum og Christoph Waltz, sem fór eftirminnilega á kostum sem gyðingaveiðari í Inglorious Basterds, leikur höfuðóvin tvíeykisins. Michel Gondry, sem á að baki myndir eins og Eternal Sunshine of the Spotless Mind og Human Nature, leikstýrir hasarnum sem allur er í léttum dúr og þrívídd eins og tíðkast svo mjög þessi misserin.

Bíó Paradís heldur sígildum og sjaldséðum kvikmyndum að fólki í bland við nýrra efni. Svanasöngur Johns Huston, The Dead, er á meðal þeirra mynda sem sýndar eru í Bíó Paradís núna. Þessi síðasta mynd Houstons er jafnan talin vera meðal hans bestu en hún byggist á þekktri smásögu eftir James Joyce. Myndin fjallar um jólaboð í Dublin þar sem ýmsir furðufuglar koma saman á heimili tveggja piparkerlinga.

Feigum er í hel komið af mikilli hugmyndaauðgi í Saw 3D.

dauðasenurnar saman. Auðvitað er ekki hægt að segja að Saw 3D valdi vonbrigðum þar sem búið er að kreista síðasta blóðdropann úr myndabálkinum fyrir löngu og þessi mynd er nákvæmlega það sem fólk mátti búast við: grunn og óspennandi blóðsúpa með tilheyrandi öskrum og angist. Þórarinn Þórarinsson

jeff bridges setur upp hatt john wayne

Green Hornet og Kato láta hart mæta hörðu.

Murnau kemur til Bandaríkjanna

Svanasöngur Hustons

við svona lagað og kemur öllu samstarfsfólki og eiginkonu hrappsins fyrir í flóknu völundarhúsi morðtóla og gefur svindlaranum möguleika á að bjarga vinum sínum með því að leggja á sig ýmsar píslir. Saw 3D er í raun ruglingsleg runa af ógeðslegum splatterum sem vissulega koma stundum við kaunin á áhorfendum og skila þannig hlutverki sínu. Hins vegar er söguþráðurinn óþarfur og álíka áhugaverður og söguþráður í klámmynd þar sem hann þjónar í raun þeim tilgangi einum að réttlæta viðbjóðinn og tengja

Bruce Willis var í fararbroddi hóps roskinna njósnara á eftirlaunum sem tóku upp fyrri iðju þegar skúrkar tóku að herja á þá í spennumyndinni Red. Myndin skilaði framleiðendum sínum vænum fúlgum þannig að ákveðið hefur verið að kanna möguleika á framhaldi. Handritshöfundar Red eru þegar byrjaðir að kasta á milli sín hugmyndum en enn er þó langt í land og alls óvíst hvort af nýrri mynd verður. Enda gæti það eitt orðið þrautin þyngri að smala saman á ný þeim Willis, John Malkovich, Helen Mirren og Brian Cox.

Leikstjórinn F.W. Murnau var einn af höfuðpáfum þýska expressjónismans og er ekki síst þekktur fyrir gráu sinfóníuna sína, Nosferatu, sem gerð var eftir skáldsögunni Dracula árið 1922. Hann haslaði sér síðar völl í Hollywood en fyrsta myndin hans þar var Sunrise – A Song of Two Humans frá árinu 1927. Þessi þögla mynd hlaut á sínum tíma þrenn Óskarsverðlaun og er talin eitt af meistaraverkum kvikmyndasögunnar. Myndin segir frá tálkonu sem reynir að fá kvæntan bónda til að koma eiginkonu sinni fyrir kattarnef.

Jeff Bridges er ábúðarmikill sem Rooster Cogburn í True Grit.

Grjóthörð fyllibytta Afrekaskrá bræðranna Joels og Ethans Coen er orðin býsna löng og tilkomumikil og með sinni nýjustu mynd, vestranum True Grit, hafa þeir hitt í mark eina ferðina enn. Gagnrýnendur ytra halda vart vatni yfir myndinni sem var frumsýnd í Bandaríkjunum í lok desember og komst þannig í kapphlaupið um Óskarsverðlaunin á síðustu stundu. Vestra-hetjan John Wayne lék í eldri útgáfu True Grit árið 1969 og hlaut fyrir vikið sín einu Óskarsverðlaun. Jeff Bridges er nú kominn í sömu kúrekastígvélin 42 árum seinna og ekki útilokað að hann endurtaki leik Waynes á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúarlok.

J

ohn Wayne lék á ferli sínum svimandi fjölda kúrekamynda; mis góðum vissulega en inn á milli eru myndir eins og The Searchers og Red River sem eru fyrir lifandis löngu orðnar sígildar. Kempan fékk hins vegar ekki hina eftirsóttu viðkurkenningu kvikmynda-akademíunnar fyrr en á efri árum þegar hann setti upp augnlepp og brá sér í hlutverk lögreglumannsins og fyllibyttunnar Rooster Cogburn árið 1969. Hann lifði í tíu ár eftir það og lék meðal annars í framhaldsmynd True Grit, sem bar einfaldlega nafn persónunnar Cogburns, og hafði þar sjálfa Katherine Hepburn sér við hlið. Þessi Óskarsverðlaun Wayne fyrir bestan leik í karlhlutverki voru umdeild á sínum tíma enda margir á því að í þessu tilfelli hefði

John Wayne barðist eins og ljón í True Grit árið 1969.

akademían stjórnast af tilfinningum og kosið að nota þetta tækifæri til að heiðra rómaða Hollywood-hetju á útleið í hlutverki þar sem hann var nokkuð fjarri sínu besta. Leikarinn og eineygð persónan áttu það sameiginlegt að vera komin af léttasta skeiði en Cogburn er gamall jaxl með glæsta fortíð sem laganna vörður en hefur drabbast niður og hallað sér hraustlega að flöskunni á seinni árum. Hann fær svo tækifæri til að rífa sig upp á rassgatinu og sýna eina ferðina enn hvað í honum býr þegar skítalabbi nokkur myrðir föður unglingsstúlku og gerir hana þar með munaðarlausa. Stúlkan er heldur betur með bein í nefinu og ákveður að elta morðingjann uppi og ná fram hefndum og fær gamla flakið Rooster Cogburn í lið með sér. Robert Duvall og Dennis Hopper fylltu síðan þann flokk fúlmenna sem John Wayne þurfti að takast á við. Coenbræður tefla fram engu síðri mannskap í sinni mynd. Þar fer Jeff Bridges fremstur í flokki sem Cogburn og Hailee Steinfeld þreytir frumraun sína í bíómynd í fullri lengd í hlutverki hinnar fjórtán ára gömlu Mattie

Ross sem virkjar Cogburn til vígaferla. Josh Brolin, sem bræðurnir notuðu síðast með góðum árangri í No Country For Old Men, leikur ófétið sem hið ólíklega tvíeyki eltist við, auk þess sem Matt Damon og Barry Pepper blanda sér í slaginn. Ethan og Joel byggðu handrit sitt á skáldsögunni True Grit, eftir Charles Portis, frá árinu 1968. Þeir höfðu myndina með John Wayne hins vegar ekki til hliðsjónar og hafa greint frá því í viðtölum að þeir minnist þess að hafa séð myndina frá 1969 þegar þeir voru ungir. Þeir hafi hins vegar ekki horft á hana aftur í tengslum við gerð sinnar útgáfu. „Við unnum ekki heimavinnuna okkar,“ segir Ethan. Joel segist hafa laðast að bókinni fyrir nokkrum árum eftir að hafa lesið hana fyrir son sinn. True Grit er væntanleg í kvikmyndahús á Íslandi í febrúar.

bíó

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


bíó 55

Helgin 21.-23. janúar 2011

Tveggja vikna frönsk bíóveisla

Catherine Deneuve og Gérard Depardieu láta ljós sitt skína í opnunarmynd Frönsku kvikmyndahátíðarinnar 2011 sem hefst 21. janúar og stendur til 3. febrúar. Gamanmyndin Bara húsmóðir skartar frönsku stórstjörnunum tveimur og segir frá auðmjúkri húsmóður árið 1977. Þegar eiginmaður hennar veikist tekur hún við stjórn fyrirtækis hans og sýnir að hún er ekki öll þar sem hún er séð.

KJÚKLINGABRINGA FABRIKKUNNAR Glóðargrilluð kjúklingabringa með brieosti, parmaskinku, íslensku bankabyggi og kókoskarrýsósu.

Níu aðrar myndir eru á dagskrá hátíðarinnar. Kvikmyndirnar Velkomin, Eins og hinir, Stúlkan í lestinni og kanadíska kvikmyndin Lífslöngun fjalla um málefni minnihlutahópa, ýmist í gríni eða alvöru. Leyndarmál og Hvítar lygar fjalla um ástir, lygar og margbreytileika mannlegra samskipta. Skrifstofur Guðs er mynd sem fjallar um félagsmál og tilvonandi mæður með frumlegum hætti. Ævintýrið er í öndvegi í Adèle Blanc-Sec, en þessi nýjasta mynd leikstjórans Lucs Besson byggist á vinsælum teiknimyndasögum eftir Jacques Tardi. Loks má nefna hina sögufrægu mynd Lafmóður frá 1960 eftir Jean-Luc Godard þar sem franska nýbylgjan ræður ríkjum. Hátíðarmyndirnar verða sýndar í Háskólabíói og Borgarbíói á Akureyri og er hátíðin nú haldin í ellefta sinn en að henni standa franska sendiráðið, Alliance Française og kanadíska sendiráðið í samvinnu við Háskólabíó og Græna ljósið. Allar kvikmyndirnar eru með enskum texta, fyrir utan Ævintýri Adèle Blanc-Sec og Hvítar lygar sem eru með íslenskum texta.

þægilegur matur

FYRIR SÁLINA PRÓFAÐU EINN AF LÉTTU RÉTTUNUM OKKAR. UNGFRÚ REYKJAVÍK Fabrikkusalat

VISSIR ÞÚ AÐ ÞÚ GETUR:

Disney býður upp á ævintýri Rapunzel í þrívídd.

- fengið alla hamborgara í speltbrauði - skipt út frönskunum fyrir ferskt salat - skipt út kjötinu fyrir portobellosvepp

Rapunzel skoðar heiminn Í Disney-myndinni Tangled, eða Ævintýralegur flótti, er spunnið út frá prinsessuævintýrinu um Rapunzel sem var haldið fanginni í háum turni en notaði sítt hár sitt til að hleypa bjargvættinni inn í turninn. Vond norn heldur Rapunzel í turninum þar sem hún hyggst nýta sér mikinn töframátt sem hár prinsessunnar býr yfir. Þegar Rapunzel kynnist fyrir tilviljun þorparanum Flynn Ryder, sem leitar skjóls fyrir réttvísinni í turninum, æsast leikar. Rapunzel fær Flynn til að sýna sér heiminn sem henni hefur verið meinað að njóta og við tekur æsileg ævintýraferð.

Sesarsalat SALATVEFJUR Fabrikkunnar

Latibær er kominn í DVD tækin fyrir börnin Latibær ® & © 2010 Latibær ehf. Öll réttindi áskilin.

BORÐAPANTANIR

ÓKEYPIS DVD Á MÁNUDÖGUM

FLJÓTLEGT Í HÁDEGINU

Í síma 575 7575 og á fabrikkan@fabrikkan.is

Alla mánudaga í janúar fylgir ókeypis Fabrikku DVD diskur* með barnaefni með hverri seldri máltíð á meðan birgðir endast.

Meðalbiðtími eftir mat á Fabrikkunni er aðeins 8 mínútur frá því að pöntun er tekin.

* Athugið ekki Latabæjar diskur.


56

dægurmál

Helgin 21.-23. janúar 2011

afríkudagar Til styrktar skóla í Úganda

PRÓTÍNBOMBUR! HREIN

ÍSLENSK

FÆÐUBÓT

Berfætt með hei

K

rakkar í 6. flokki Breiðabliks munu í vikunni fram undan spreyta sig á að búa til eigin fótbolta og spila án hefðbundins skófatnaðar. Til fyrirmyndar hafa þau aðstæður ungra fótboltaáhugamanna í Afríku, sem flestir leika með heimagerða bolta og ýmist berfættir eða í sandölum, jafnvel bara á öðrum fæti, svo að tveir geti gjörnýtt hvert skópar. Framtak Blikakrakkanna er í tilefni af Afríkudögum sem verða haldnir frá 22. til 28. janúar að frumkvæði Barnaheilla og Afríku 20:20 – félags áhugafólks um málefni Afríku sunnan Sahara. Markmiðið er að vekja athygli á málefnum Afríku og afla fjár til stuðnings menntunarverkefni Barnaheilla í Pader-héraði í Norður-Úganda. Að sögn Bjargar Björnsdóttur, verkefnisstjóra hjá Barnaheillum, verður dagskráin fjölbreytt. Ljósmyndagjörningur Páls Stefánssonar verður áberandi víða um höfuðborgina, boðið verður upp á tvær málstofur um málefni Afríku, Bíó Paradís mun sýna þrjár myndir um lífið í Gíneu-Bissá og þættir á Rás 1 verða helgaðir Afríku í vikunni. -jk

skoppa og Skrítla Snúa aftur

Vildu útiloka misskilning um dvergagrín Þ

Fæst í Bónus

Samkvæmt skýrslu Matís er harðfiskur hollari en áður var talið. Langhollasti þorramaturinn.

egar þær stöllur Skoppa og Skrítla mæta til leiks á ný í Borgarleikhúsinu um helgina verður nýr liðsmaður í hópnum. Þetta er álfastrákurinn Zúmmi, sem var skrifaður inn í sýninguna að beiðni samstarfsaðila tvíeykisins í Hollywood þar sem verið er að vinna að gerð sjónvarpsþátta um þær. „Já, það kom beiðni frá LA um að vinsamlegast skipta út víkingnum í sýningunni,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir sem stendur á bak við Skoppu og Skrítlu ásamt Lindu

Ásgeirsdóttur. Linda útskýrir að leikarinn, sem hafi leikið víkinginn, hafi verið hafður á hnjánum, og það hafi ekki fallið í kramið í draumaverksmiðjunni þar sem menn hafi óttast að þetta yrði mögulega misskilið sem dvergagrín. „Það var nú alls ekki hugmyndin heldur var grínið að sögurnar af víkingnum hafi kannski orðið svona stórar af því að þeir voru svo litlir.“ Zúmmi álfastrákur var lausnin á þessum vanda auk þess sem Linda


dægurmál 57

Helgin 21.-23. janúar 2011

viðburðir Söluhæstu starfsmenn Enjo um allan heim á Íslandi

svona árferði er svo mikilvægt að allir hjálpist að við að fá fólk hingað til landsins,“ segir hún og bætir við að Ísland hafi orðið fyrir valinu vegna þess að austurrískur eigandi höfuðstöðvanna hafi í kjölfar hrunsins fest evruna í 110 krónum og opnað bankareikning hér sem hún hafi svo lagt inn á. „Það gerði það að verkum að hér átti hann peninga sem hann vildi nota fyrir besta sölufólkið á heimsvísu.“ Aníta Ólafsdóttir hjá viðburðafyrirtækinu Practical, sem heldur utan um hópinn, segir að honum hafi verið skipt upp í gær og gátu gestirnir valið um hestaferð, reisu á fjórhjólum eða sund í Bláa lóninu. „Í kvöld, föstudagskvöld, verður svo uppskeruhátíðin sjálf í Hafnarhúsinu og tilkynnt hvert haldið verður að ári, en í fyrra voru þau í Sjanghaí í Kína.“

Sölumenn í klaka­ útskurðarkeppni á Suðurlandi.

Tvö jákvæð störf í boði Já er einstakt fyrirtæki á Íslandi. Já þjónustar bæði einstaklinga og fyrirtæki. Já veitir upplýsingar í þjónustunúmerunum 118, 1818 og 1811, félagið gefur út Símaskrána og rekur vefinn Já.is.

Ljósmynd/Hari

Að undanförnu hefur Já lagt mikla áherslu á tækniþróunarverkefni og leitar nú að tveimur nýjum starfsmönnum sem búa yfir: frumkvæði og framsýni, krafti, samskiptalipurð og hæfni til að vinna í hópi, heilindum, vinnusemi, skipulagshæfileikum og öguðum vinnubrögðum.

magerðan bolta Ljósmyndagjörningur Páls Páll Stefánsson ljósmyndari gaf í fyrra út bókina Áfram Afríka um grasrótarfótbolta í álfunni. Á Afríkudögunum verða til sýnis 25 myndir í yfirstærð, sem eru afrakstur heimsókna Páls til Afríku. Myndirnar voru sýndar í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í fyrra en verða nú seldar til styrktar verkefnum Afríku. Þögult uppboð verður á myndunum 28. janúar nk. í húsakynnum Barnaheilla við Suðurlandsbraut 24. Tvær af myndum Páls verða til sýnis í Háskólanum í Reykjavík, þar á meðal þessi hér að ofan.

„Þeir voru að spila bolta á aðalgötu Ouida, í Benin, stukku undan bílnum, og þegar þeir sáu mig stíga út stilltu þeir sér upp í liðsmynd. Hvað þeir hétu, það er erfiðara, en allir vildu þeir vera Fílabeinsstrendingurinn Drogba. Hann er hetja þessara drengja. Landslið Benin er kallað Les Écureuils (Íkornarnir) og eru á svipuðum stað á heimslista FIFA og við Íslendingar,“ segir Páll.

Prakkarinn Einar Karl Jónsson á eftir að hrífa krakka í hlutverki Zúmma álfastráks.

Forritari StArfSlýSing og Ábyrgð Að viðhalda og þróa helstu kerfi Já: • Já.is og tengdir vefir • Já í símann • Innri kerfi Já forritari hjá Já þarf að vera sjálfstæður og fljótur að tileinka sér nýja tækni. Að auki er nauðsynlegt að hafa góða þjónustulund.

MenntUn og Þekking Við leitum að starfsmanni með háskólamenntun, t.d. tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði. góð þekking á forritun er mikilvæg og tungumálakunnátta er kostur. Þekking á python, django, java, javascript, css og html er æskileg. Þekking á grafískri vinnslu mikill kostur.

Tæknimaður StArfSlýSing og Ábyrgð Að viðhalda innri kerfum og þjónusta starfsmenn Já: • Active directory • Exchange • Viðhald og uppfærslur á vélbúnaði og umsjón tækjaskrár Hingað til hefur Já úthýst þessari þjónustu þannig að viðkomandi þarf að vera mjög sjálfstæður og skipulagður. einnig er mikilvægt að hafa góða þjónustulund og vera tilbúinn að ferðast á milli þjónustuvera ef verkefni krefjast þess.

MenntUn og Þekking Við leitum að starfsmanni með háskólamenntun, t.d. kerfisfræði. góð þekking á Microsoft umhverfi er nauðsynleg. Vilji til að takast á við krefjandi verkefni, þekking á vélbúnaði og reynsla af uppsetningu og rekstri þeirra.

Umsóknir og nánari upplýsingar og Hrefna vildu auka hlut stráka í sýningunni og þáttunum. Í hlutverki Zúmma er Einar Karl Jónsson, hæfileikaríkur 12 ára gutti. „Hann er algjör prakkari og eldklár breikari og söngvari og mun örugglega hrífa krakka sem koma að sjá sýninguna.“ Leikritið um Skoppu og Skrítlu gekk fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu í yfir 50 sýningar í fyrravetur og komust færri að en vildu áður en þær tóku sér hlé. Endurkoma þeirra mun því örugglega gleðja marga.

Allar nánari upplýsingar um störfin veitir Hlöðver Þór Árnason í netfanginu hlodver@ja.is eða í síma 820 0004. Umsóknir berist fyrir 5. febrúar nk. í netfangið umsokn@ja.is

118

ja.is

Símaskráin

-er svarið

ENNEMM / SÍA / NM45 0 4 2

Um 130 söluhæstu starfsmenn Enjo um allan heim fagna góðum árangri þessa dagana. Það gera þeir hér á landi og fóru Gullna hringinn í fyrradag. Ferðin var farin á trukkum og hittu ferðalangarnir íslenska kraftajötna á Geysi, leystu þar þrautir og enduðu í hlöðu á Suðurlandi í klakaútskurðarkeppni, þar sem þrjátíu manna karlakór Selfoss tók fyrir þá lagið. „Það hefur komið mér skemmtilega á óvart að sjá hvað hægt er að gera á Íslandi yfir vetrartímann. Hvað við erum framarlega og flott. Margir gestanna, sem koma alls staðar að, eru á leiðinni aftur til Íslands,“ segir Ósk Knútsdóttir, eigandi Enjo á Íslandi sem framleiðir umhverfisvænar hreingerningarvörur. Ósk segir íslenska sölufólkið ekkert hafa verið skúffað yfir því að fá ekki að fara út í heim í þetta sinn. „Nei, í

Ljósmynd/Ólafur Þórisson

Ísland kemur erlendum sölumönnum á óvart


58 

dægurmál tónlist Japanskur meistari á íslensk a vísu

Kolbeinn og Caput hjá Naxos

S

kömmu fyrir áramót kom út hljómplata með Kolbeini Bjarnasyni flautuleikara og Caput-hópnum hjá Naxos-útgáfunni. Á plötunni flytja Kolbeinn og félagar lög eftir japanska meistarann Toshio Hosokawa undir stjórn Snorra S. Birgissonar. Naxos er stærsta og

Helgin 21.-23. janúar 2011

virtasta hljómplötuútgáfa heims á sviði klassískrar tónlistar og dreifingin því umtalsverð. Útgáfan er mikill heiður fyrir íslensku listamennina. Einu forverar Kolbeins og Caput í útgáfustokki Naxos eru Sinfóníuhljómsveit Íslands, með verk Sibeliusar, og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari sem hefur fengið tvær plötur gefnar út hjá þessum klassíska risa.

leikdómur Elsku barn

Glæsileg stúdía um sekt og sakleysi S

Plötuhorn Dr. Gunna

Dúet II

It’s Getting Colder

Látum verkinn tala







Björgvin Halldórsson

We Made God

Sverrir Stormsker

We Made God blandar saman dreymandi stórfljótarokki í anda Sigur Rósar og kraftmiklu nútímaþungarokki. Söngvarinn Magnús öskrar mikið og virðist reiður, sem kemur undarlega út þegar bandið er allt á viðkvæmum nótum á bak við hann, ekki kveikt á fösspedalanum eða neitt. Þegar hann heldur reiðu öskrunum í lágmarki finnst mér bandið best, enda er hann fínn söngvari. Platan er ágæt, það eru mjög sannfærandi sprettir innan um staðalhjakk og þetta eru klárir spilarar. Ef úthaldið bregst ekki má búast við frábæru stöffi í framtíðinni.

Hér syngja Ingó Veðurguð, Kalli Bjarni, Snorri Idol og Alda Björk með Stormskerinu í sextán lögum. Samkvæmt ítarlegu textablaði samdi Sverrir flest lögin á unglingsárum, svo það má segja að hann sé að taka til á þessari plötu. Músíkin er „ekta Stormsker“, hrekklaus, melódísk og blátt áfram. Textarnir eru trompið. Sumir eru kreppuvæddir á kjaftforan meinfyndinn hátt, aðrir eru tímalausari, bæði spakir og brundfyllisgremjulegir. Stormsker er kæst skata íslenska poppbransans og þessi plata breytir engu þar um: Þeir sem fúlsa við honum gera það áfram, hinir komast í angandi veislukost.

Þegar herra Björgvin kemur með nýja plötu getur hlustandinn gengið að gæðunum vísum, allt er tipptopp og gullbarkinn vel smurður. Hér syngur Björgvin tólf dúetta, jafnt með ungliðum sem reynsluboltum. Útkoman er seðjandi ballöðuplata, sárasjaldan of sæt heldur yfirleitt látlaus og akkúrat. Í kántrískotnu poppi er Bó á heimavelli eins og í lögunum sem hann syngur með KK, Siggu Toll og Kalla sanna, svo ekki sé minnst á besta lag plötunnar, hina tregafullu Minningu sem Mugison tekur með honum. Til að innsigla skotheldan díl fylgir fyrri dúetta-plata Björgvins frá 2003 með þessari úrvals plötu.

Hér er á ferðinni glæsilegur hópur frábærra listamanna með magnað verk í höndunum ...

ýningin Elsku barn í Borgarleikhúsinu er afar vel heppnuð stúdía um sekt og sakleysi, áhrifamikil, frumleg og afskaplega vel leikin. Leikrit Dennis Kelly er byggt á heimildum um afar dramatíska atburði í bresku samfé lagi en verkið hverfist um móður sem misst hefur Elsku barn tvö börn sín – sumir álíta Leikstjóri: Jón Páll að hún hafi myrt þau, aðrEyjólfsson Borgarleikhúsið ir trúa á sakleysi hennar. Verkið er byggt upp í kringum eintöl, yfirheyrslur nokkurs konar, þar sem persóna leikskáldsins, ósýnileg á sviðinu þó, er miðlæg og áhorfendur dragast inn í völundarhús túlkana og blekkinga sem erfitt er að rekja. Leikhópurinn og aðstandendurnir færa áhorfendum þetta viðkvæma efni og vandmeðfarna leikhúsform og gera úr því hreint frábæra sýningu. Það er vogað að velja svona verk; leikstjórinn Jón Páll Eyjólfsson á hrós skilið fyrir styrka stjórn sína og það að sýningin verður aldrei boðandi – þvert á móti er hún afar opin allt til enda. Og um hana er hægt að ræða út í hið óendanlega. Leikmynd Ilmar Stefánsdóttur er í einfaldleik sínum hreint mögnuð og marglaga eins og verkið. Tónlist og hljóðmynd Halls Ingólfssonar kallaði fram gæsahúð og spilaði á alla réttu sálarstrengina. Lýsing Þórðar Orra Péturssonar dró fram bæði drunga og fegurð. Unnur Ösp Stefánsdóttir er óumdeilanlega stjarna kvöldsins. Hún nær með sínum fínustu blæbrigðum að skapa heillandi, hættulega og brjóstumkennanlega unga konu sem hristir rækilega upp í hugmyndum áhorfenda um „sannleikann” og „sannleikann í leikhúsinu”. Móðurina Lynn leikur Halldóra Geirharðsdóttir en það er ekki síður bitastætt hlutverk. Lynn er hentistefnu-kameljón, kona sem fær sínu framgengt og svífst einskis. Halldóru tekst að skapa úr henni manneskju sem samt á samúð og maður hlær með en ekki að. Benedikt Erlingsson leikur sál-

Unnur Ösp Stefánsdóttir er óumdeilanlega stjarna kvöldsins.

fræðinginn sem stokkið hefur á fjölmiðlavagninn og upphefur sjálfan sig og fræði sín um myrðandi mæður. Umbreyting hans úr ráðstefnu­f ræði­manni yfir í örvæntingarfullan hræsnara var hreint mögnuð. Eiginmanninn syrgjandi leikur Hallgrímur Ólafsson og hef ég aldrei séð þann mæta leikara í jafn eftirminnilegu hlutverki. Valur Freyr Einarsson leikur vin móðurinnar og er fantafínn sem meðvirknis-kolleginn sem afhjúpar tvöfeldni hennar. Nína Dögg Filippusdóttir leikur blaðakonu og eiginkonu sálfræðingsins og landar hvoru tveggja með stæl; hún á afskaplega auðvelt með að skapa persónur úr örfáum dráttum. Hér er á ferðinni glæsilegur hópur frábærra listamanna með magnað verk í höndunum, verk sem á brýnt erindi við fólk á öllum tímum. Drífið ykkur í leikhús. Kristrún Heiða Hauksdóttir


dægurmál 59

Helgin 21.-23. janúar 2011

leikdómur Afinn

Krúttleg sýning

Á

Litla sviði Borgarleikhússins leikur Afinn lausum hala. Þar er sýndur uppistandseinleikur Bj a r na Hauks  Þórssonar Afinn með S i g Höfundur og leikstjóri: urð SigurBjarni Haukur Þórsson j ó ns s o n í Borgarleikhúsið hlutverki. Í sameiningu kryfja þeir afahlutverkið líkt og þeir gerðu með föðurhlut-

verkið í Pabbanum um árið – nema nú víxla þeir hlutverkunum og Bjarni Haukur er leikstjóri. Afinn er fyrirtaks skemmtun fyrir afa og annað fólk sem komið hefur nálægt uppeldisstörfum í víðasta skilningi þess orðs – það mátti glöggt heyra á viðbrögðum salarins á frumsýningunni. Umfjöllunarefnið er æði skondið; fjölskyldu- og samlíf af ýmsu tagi, það að eldast og þroskast og

Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. Laugardagur 22. janúar Kristjana Stefánsdóttir Nemaforum/Slippsalur kl. 21 Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir flytur tregafulla dagskrá í Slippsalnum. Á dagskránni verður blús, fönk og soul í bland við soldið af frumsömdu líka. Hljómsveitina skipa þeir Agnar Már Magnússon á píanó og hammond, Ómar Guðjónsson á gítar, Róbert Þórhalls á bassa og Halldór G. Hauksson á trommur. Aðgangur 1.500 krónur Svavar Knútur Café Rósenberg kl. 22 Svavar Knútur trúbador heldur sína fyrstu tónleika á árinu á Café Rósenberg. Tónleikarnir hefjast kl. 22. stundvíslega og standa til rétt rúmlega miðnættis. Svavar mun leika lög af Ömmu og fleiri útkomnum og óútkomnum plötum sínum og annarra. Svavari til liðsinnis verður hinn ungi trúbador Daníel Jón Jónsson sem mun leika nokkur af sínum lögum í „upphitunarskyni“. Það er um að gera að mæta á þessa stórskemmtilegu kvöldstund. Aðgangur 1.500 kr. en kr. 1.000 fyrir námsmenn, eldri borgara og aðra sem telja sig með rökvísi og góðri dómgreind falla innan einhvers konar afsláttarramma. Sunnudagur 23. janúar Jazz í Langholti Langholtskirkja kl. 20 Jazz með Eivøru Pálsdóttur, Einari Vali Scheving, Kjartani Valdemarssyni, Sigurði Flosasyni og Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni. Á þessum tónleikum gefst tækifæri til að heyra nýja hlið á hinni einu sönnu Eivøru er hún mætir landsliði jazzleikara okkar. Fjölbreytt dagskrá eldri og yngri jazz-standarda. Einnig verða frumflutt ný verk, sérstaklega samin fyrir tónleikana, eftir þau Eivöru, Einar Val, Kjartan og Sigurð. Miðasala er á midi.is.

Hveitikím 23 nauðsynleg vítamín og steinefni 28% prótein

Fæst í öllum helstu matvöruverslunum.

takast á hendur nýtt hlutverk. Sigurður Sigurjónsson miðlar efninu af reynslu og á afar vinalegan hátt með látlausan húmor að vopni. Það grenjuðu fáir úr hlátri en allir skelltu upp úr á einhverjum tímapunkti eða í það minnsta kímdu ítrekað. Verkið sjálft er rislítið og langt í frá frumlegt en það rennur býsna ljúft. Leitast er við að auðga frásögnina með ýmsum tólum leikhússins (tónlist, hljóði, leikmynd og

Sigurður Sigurjónsson miðlar efninu af reynslu og á afar vinalegan hátt með látlausan húmor að vopni.

ljósum) og er það faglega leyst og fallega. Verk sem þetta býður vel upp á það að þróast og „leikast“ til og ég sé vel fyrir mér að það megi taka ýmsa hluti lengra – eins og til dæmis samskipti við salinn. Í heildina litið býsna krúttleg sýning og þægileg; í lengra lagi þó en ávísun á notalega kvöldstund. Kristrún Heiða Hauksdóttir

Verkið sjálft er rislítið og langt í frá frumlegt en það rennur býsna ljúft.


60 

dægurmál

Helgin 21.-23. janúar 2011

united -klúbburinn 58 ársmiðar á Old Tr afford

Full mæting á hvern leik Mynd úr einkasafni.

Steinn Ólason, formaður United-klúbbsins, segir gríðarlegan áhuga á miðum á Old Trafford.

Steinn í sparifötunum.

F

réttatíminn greindi frá því í síðustu viku að mikil ásókn væri í miða sem ferðaskrifstofan Vita hefði í boði á Old Trafford, heimavöll Manchester United. Manchester United-klúbburinn á Íslandi á miðana sem eru alls 58 ársmiðar. Steinn Ólason, formaður klúbbsins, segir í samtali við Fréttatímann að klúbburinn hafi fyrst fengið ársmiða árið 2006 og þeim hafi fjölgað upp í 58 í ár. „Við gerðum þetta til að tryggja að allir stuðningsmenn Manchester United gætu komist á völlinn í það minnsta einu sinni á hverju tímabili og það hefur sýnt sig að þetta má ekki minna vera,“ segir Steinn og bætir

Verk tileinkað Vigdísi

 k arlmannsföt Rolling Stones í samstarf við Dressmann

verkið til – einþáttungur en fyrri hluti hans heitir sáning og sá síðari garðurinn syngur. Tileinkað hinni skemmtilegu garðyrkjukonu fertvítugri.“ Á tónleikunum verða einnig leikin verk eftir Jan Krtitel Vanhal, Alban Berg, Darius Milhaud og Igor Stravinsky, en þeir verða haldnir sunnudaginn 23. janúar í Bústaðakirkju.

Kristrún Zakaríasdóttir, fjármálastjóri Dressmann á Íslandi: „Mér fannst Mick Jagger líta vel út, að minnsta kosti miðað við aldur. Hann var voða fínn, karlinn.“ Með Kristrúnu er Ellert Baldursson verslunarstjóri á Laugavegi. Ljósmynd/Hari

Á fjórðu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins verður meðal annars flutt nýtt verk eftir Jónas Tómasson sem hann tileinkar Vigdísi Finnbogadóttir. Tónskáldið segir svo frá verki sínu La belle jardinière: „Þegar Tríó Sírajón bað mig að semja fyrir sig, var ég að horfa á myndina La belle jardinière eftir Paul Klee og fannst myndin vera Málverkið La Belle af Vigdísi FinnJardiniere eftir Paul bogadóttur. Með Klee. það í huga varð

Gæðafiskur er framleiddur með kældri framleiðsluaðferð sem tryggir ferskleika og næringargildi vörunnar. Gæðafiskur inniheldur ríflega fimmfalt meiri næringu en sama þyngd af ferskum ýsuflökum.

HOLLUSTA

Rétt næring eykur andlegan og

líkamlegan styrk og stuðlar að betri heilsu. Sölustaðir 10-11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V-Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja.

Gæðafiskur bitafiskur og harðfiskur kemur þar ferskur inn.

N Æ R I N G

við að líklega fari hátt á annað þúsund stuðningsmanna Manchester United á Old Trafford á yfirstandandi tímabili. Um 2.400 manns hafa greitt árgjald í klúbbinn á þessu tímabili og segir Steinn að þeim eigi eftir að fjölga áður en yfir ljúki. Spurður um árgjaldið segir Steinn að það sé þrjú þúsund krónur. „Við pössum okkur á að gefa meðlimum klúbbsins gjafir sem fara langleiðina með að dekka árgjaldið. Þannig að þetta er ekki svo mikið,“ segir Steinn sem er í óðaönn að undirbúa árlegt happdrætti klúbbsins til styrktar ferð sem klúbburinn fer með fatlaða stuðningsmenn á Old Trafford. -óhþ

O G

H O L L U S T A

Hann tók sig vel út, karlinn Fjórir verslunarstjórar Dressmann á Íslandi, auk Kristrúnar Zakaríasdóttur fjármálastjóra, sáu goðið Mick Jagger í hópi 600 starfssystkina í Buenos Aires í Argentínu.

V

ið fengum að sjá karlinn. Mick Jagger tók sig mjög vel út, sagði nokkur orð og var voða fínn. Mér fannst hann bara líta vel út, að minnsta kosti miðað við aldur,“ segir Kristrún Zakaríasdóttir, fjármálastjóri Dressmann á Íslandi, en hún fór fyrr í þessum mánuði, ásamt fjórum verslunarstjórum fyrirtækisins, til Buenos Aires í Argentínu þar sem samið var um samstarf hinnar fornfrægu rokksveitar Rolling Stones og Dressmannfatakeðjunnar. Íslensku fimmmenningarnir voru í hópi um 600 verslunarstjóra Dressmann í Argentínuferðinni. Dressmann-karlmannsfatakeðjan er norsk að uppruna, í eigu þriggja bræðra – Varner-bræðranna – en verslanir keðjunnar skipta nú hundruðum víða um lönd og hún er sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Markmiðið er, að því er segir í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv, að Dressmann verði stærsta karlmannsfatakeðja í heimi og það staðfestir Kristrún. Hún segir að kominn sé á samningur milli Dressmann og hinnar frægu hljómsveitar um sérstaka Rolling Stones-fatalínu sem kynnt verður í verslununum í komandi febrúarmánuði. Meiningin sé að Rolling Stones kynni í Dressmannauglýsingum sína línu, þ.e. boli með Rolling Stones og ekki síst tungunni frægu sem er eins konar vörumerki hljómsveitarinnar, nærföt og fleira. Menn geta því hér eftir gengið með Mick Jagger, söngvara Rolling Stones, næst sér. „Við höldum eftir sem áður öllum okkar hefðbundna fatnaði og jakkafötin sem verið hafa gegnum

Mick Jagger, söngvari Rolling Stones. Hjómsveitin fornfræga hefur gert samning um fatalínu Dressmann-fatakeðjunnar.

árin breytast ekkert. Gömlu kúnnarnir fá því sitt eins og verið hefur. Rolling Stones-línan er bara viðbót,“ segir Kristrún og bætir því við að hæghoppandi grásprengdu jakkafatakarlarnir sem hingað til hafa auglýst Dressmann-fötin valhoppi áfram í auglýsingum samhliða Mick Jagger, Keith Richards og hinum gömlu brýnunum í Rolling Stones. Dressmann-verslanir hér eru fjórar; í Kringlunni, Smáralind, á Laugavegi og Akureyri. Kristrún segir að Argentínufararnir hafi ekkert fengið að vita fyrirfram um aðkomu Rolling Stones en Mick Jagger mætti einn fyrir hönd hljómsveitarinnar. „Það er ekki rétt sem einhvers staðar hefur sést að Rolling Stones hafi haldið fyrir okkur hljómleika. Við vissum ekkert af þessu, héldum bara að við værum að fara í partí einhvers staðar þegar við fórum upp í rútuna,“ segir Kristrún en tekur þó fram að bannað hafi verið að taka myndavélar og síma með í rútuferðina. „Ég á því ekki mynd af Mick Jagger,“ segir hún, „og fékk ekki að koma við hann, enda var hann vel varinn – en ég sá hann.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


dægurmál 61

Helgin 21.-23. janúar 2011

handverkshúsið Er með fjölbreytt úrval námskeiða

Íslenska grjótið verður að gulli

H

andverkshúsið býður upp á fjölda námskeiða í upphafi árs en þar gefst þeim sem gæddir eru þeirri náðargáfu að geta sameinað vinnu hugar og handa tækifæri til að búa til skart, hnífa og nánast allt þar á milli. „Við erum með verslanir í Bolholtinu og á Akureyri og á báðum þessum stöðum bjóðum við upp á ein fimmtán mismunandi námHnífarnir sem verða til skeið í handverki,“ segir Þorsteinn í höndum leiðbeinenda Eyfjörð Jónsson hjá HandverksHandverkshússins eru húsinu. „Leiðbeinendur okkar eru allir mjög hæfir í sínu fagi og búa sannkölluð listasmíð.

Bieber opnar verslun

Ungi söngvarinn Justin Bieber skaust upp á stjörnuhimininn með ofsahraða á síðasta ári. Hann nýtur frægðarinnar til hins ýtrasta og grípur hvert tækifæri sem gefst. Nú á Justin í miklum samningaviðræðum um að opna sína eigin verslun í Los Angeles. Hjálp fær hann frá sömu einstaklingum og stóðu á bak við verslunina Khaos, sem er í eigu Kardashian-systra. Bieber stefnir á mikla fjölbreytni í versluninni; sælgæti, strigaskó, hjólabretti og jafnvel leikföng. Vörurnar verða áletraðar með nafninu hans og nokkrar munu jafnvel skarta mynd af söngvaranum.

Blóðpeningar til góðgerðarmála

Twilight-stjarnan Kristen Stewart hefur auðgast vel á leik sínum í blóðsugubíómyndunum sem kenndar eru við Ljósaskipti. Hún er mjög upptekin af því að nota auð sinn til þess að hjálpa öðrum og hefur uppi áform um að reisa fjölmörg áfangaheimili. Hún segir að sér sé mikið í mun að nota hluta af þeim 25 milljónum dollara sem hún hefur fengið greidda fyrir leik sinn öðrum til góðs. Hún segist telja að um þessar mundir sé besta leiðin til þess að koma þaki yfir höfuð fólks sem er að reyna að ná fótfestu eftir persónuleg áföll og vandræði.

Finnsk leynibúð

Þeir sem alltaf hafa látið sig dreyma um að skarta skeggi en sprettur ekki grön, geta látið þann draum rætast með hjálp finnsku vöruhönnuðanna Aamu Song og Johan Olin. Hjónakornin opna síðdegis í dag, föstudag, Leynibúðina sína, eða Salakauppa eins og hún heitir á finnskunni, í húsakynnum Spark Design á Klapparstíg 33. Og þar verður einmitt mögulegt að kaupa sér tækifærisskegg úr ull. Aamu og Johan reka fyrirtækið Company í Helsinki en hafa ferðast með Leynibúðina víða um heim síðastliðin fimm ár. Hugmyndafræði þeirra og vörur endurspegla og fagna hefðbundnu finnsku handverki og hráefni. Hönnuðurnir eru gestakennarar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands.

að mikilli reynslu.“ Lisa Pavelka verður með námskeið í skartgripagerð í lok mars. Hún hefur margra ára reynslu í hönnun og smíði skartgripa úr silfurleir og skartleir. „Við buðum henni til okkar í tilefni af 15 ára afmæli Handverkshússins og vonum að það dýpki kunnáttu þeirra sem vinna með sambærileg efni og hún,“ segir Þorsteinn. „Hún hefur skrifað nokkrar kennslubækur í faginu og er fastur dálkahöfundur í vinsælum fagritum. Undanfarin ár hefur hún ferðast um Bandaríkin

og Evrópu og kennt skartgripagerð.“ Auk skartgripagerðarinnar er meðal annars boðið upp á námskeið í steinvinnslu og öllu sem við kemur útskurði og tálgun í tré, auk þess sem hnífagerð er einnig kennd. „Við erum mjög öflug í skartgripagerð og í steinvinnslunni verður íslenska grjótið að gulli í höndum þeirra sem til verka kunna.“ Skrá yfir þau námskeið sem í boði eru hjá Handverkshúsinu má finna á vefsíðu hússins, handverkshusid.is.

Íslenska grjótið verður að gulli í höndum þeirra sem til verka kunna. Það var mikið fjör á opnu húsi hjá Handverkshúsinu í fyrra.


62 

dægurmál

Helgin 21.-23. janúar 2011

Bo Nesbö Dýr sem ættu ekki að ver a til

Glitnisgammurinn hrellir börn í Evrópu V Fuglinn er sagður gjarn á að læsa klónum í sparifé fólks.

argfuglinn Vultura glitnirus er ein þeirra furðuskepna sem koma við sögu í barnabók norska rithöfundarins Jo Nesbö. Samkvæmt bókinni er Glitnisgammurinn skaðræðisskepna sem á sitt varnarþing á Íslandi en hefur borist víða um Evrópu og hefur ekki síst skotið fólki skelk í bringu á Bretlandseyjum. Skepnan er sögð vera með sérlega sterkar klær og að hún sé illa liðin í Evrópu þar sem fólk er skíthrætt við hana. Jo Nesbö er einna þekktastur hér á landi fyrir glæpasögur sínar um drykkfellda rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole sem starfar í Ósló. Nesbö er þó ekki maður einhamur og er einnig tónlistarmaður og höfundur barnabókanna um Doktor Proktor sem njóta mikilla vinsælda í Noregi og víðar. Og það er einmitt í bókinni Doktor Proktor

Latur án Dorritar

Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Dorrit Moussaieff, rækta líkamann af talsverðri elju í Grand Spa í Sigtúni og vekja að vonum athygli annarra gesta sem puða á hlaupabrettunum enda glæsilegt par. Eftir því hefur verið tekið að Dorrit leiðir líkamsæfingar þeirra hjóna og hún rekur sinn mann áfram af nokkurri harðfylgni. Forsetinn á það þó til að

og dýr sem þú vildir að væru ekki til (Dyr du skulle önske ikke fantes) sem óværunni frá Íslandi eru gerð skil. Í bókinni er þess getið að Vultura glitnirus hafi farið stöðugt fjölgandi í Noregi til ársins 2008 en þá hafi stofninn nánast þurrkast út á einni nóttu. Fuglinn er sagður gjarn á að læsa klóm sínum í sparifé fólks og takist honum það sé óhætt að afskrifa þann pening en illfyglið flýgur með öll verðmæti sem hann kemst yfir heim á sögueyjuna. Þá fylgir sögunni að örfá dýr hafi verið fönguð og sett í búr á Íslandi. Norsk börn eru yfir sig hrifin af furðudýrum Nesbös sem best væri að væru ekki til og nú hefur verið opnuð sýning með skúlptúrum af fyrirbærunum í Náttúrugripasafni Óslóar. -þþ

alexía Björg Ógnar Lilju í Mak alaus

koma einn og þá slær hann heldur slöku við og fer sér mun hægar en þegar frúin bregður sér í hlutverk einkaþjálfara.

Handboltinn lyftir Rás 2

HM í handbolta hefur þó nokkur áhrif á fjölmiðlanotkun þjóðarinnar og samkvæmt áhorfs- og hlustunarmælingum í vikunni var Rásin með 36% heildarhlustun og þá um leið með mesta hlustun allra stöðva. Beinar lýsingar frá leikjum íslenska handboltalandsliðsins hafa þarna sitt að segja en fyrsti leikurinn á föstudaginn var fékk 11% meðalhlustun og 25% uppsafnaða hlustun á Rás 2 sem þýðir að tæplega 60 þúsund Íslendingar stilltu á Rás 2 á meðan á leiknum stóð. Upphafsleikur Íslands á HM á móti Ungverjum fékk mesta uppsafnaða áhorfið í vikunni eða 52%. Leikurinn var í opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Þess má geta í þessu sambandi að fyrsti leikur Íslands á EM í handbolta í fyrra fékk 75% áhorf í Ríkissjónvarpinu.

Alexía er mætt til leiks sem leikkona á ný og finnst ákaflega spennnandi að spreyta sig í sjónvarpsþáttunum Makalaus þar sem hún leikur klassapíu sem gerir aðalpersónunni lífið leitt.

Útvarps- og veislustjóri Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, fagnaði 60 ára afmæli sínu á Hótel Borg í síðustu viku. Fjöldi góðra gesta heiðraði Bolla með nærveru sinni og fornvinur hans Páll Magnússon útvarpsstjóri stýrði veislunni með sínum alkunna glæsibrag. Bubbi Morthens var í hópi þeirra sem skemmtu veislugestum. Miðborgarstjórinn Jakob Frímann Magnússon var í hópi gesta og hafði vökul augu á samkomunni og átti orðastað við sjúkraflutningamenn, sem starfsfólk veitingastaðarins kallaði til eftir að ung kona fékk flogakast, og sá til þess af sínu annálaða öryggi að sjúkraflutningurinn gengi snuðrulaust fyrir sig.

Leikur á meðan þingmaðurinn ryksugar Leikkonan Alexía Björg Jóhannesdóttir hefur verið upptekin við annað en leiklist undanfarin ár en snýr nú aftur í hlutverki rosalegrar skutlu í gamanþáttunum Makalaus sem hefja göngu sína á Skjá einum í febrúar. Sambýlismaður hennar, Guðmundur Steingrímsson alþingismaður, heldur heimilinu gangandi á meðan Alexía er föst í tímafrekum tökum þar sem hún skemmtir sér konunglega.

É

Ómótstæðileg hráfæðiskaka og frítt kaffi Komdu við á Grænum kosti og prófaðu hina geysi vinsælu hráfæðisköku. Við bjóðum frítt kaffi með kökusneiðinni. Tilboðið gildir til 23. janúar. Grænn kostur Skólavörðustíg 8 101 Reykjavík Sími: 552 2028 www.graennkostur.is

Hann er vænsta skinn og er til dæmis að ryksuga núna.

g leik Karen sem er svaka skvísa. Hún kemur inn sem nýr starfskraftur á vinnustað Lilju, sem er aðalpersónan í þáttunum,“ segir Alexía. „Karen er hipp og kúl, alltaf í flottum fötum og fer alveg sérstaklega í taugarnar á Lilju sem þolir til dæmis illa hversu mjó Karen er.“ Alexía lauk BA-prófi í leiklist frá ArtsEd London School of Acting og hefur leikið á sviði, í stuttmyndum og sjónvarpsauglýsingum. „Ég hef mest verið í því að fá leikara í prufur til mín síðastliðin ár og fannst mjög ánægjulegt þegar ég var beðin að koma í prufu fyrir Makalaus. Fjöldi leikara var boðaður í þessar prufur þannig að það var voðalega gaman að hreppa hlutverkið.“ Makalaus er frumraun Alexíu í leik í sjónvarpsþáttum og hún skemmtir sér konunglega í vinnunni. „Það er voða gaman að fara að leika aftur. Fyrir mér er það líka alveg nýtt að leika í svona gamanþáttum og mér finnst þetta hrikalega spennandi og skemmtilegt. Og það var alveg kominn tími til að dusta aðeins rykið af listagyðjunni. Handritið er líka rosalega flott, ferlega skemmtilegt með miklum húmor þannig að það er mjög skemmtilegt að takast á við þetta og svo

er nú ekki verra að fá að leika á móti reyndum manni eins og Helga Björnssyni. Maður kvartar ekki yfir því.“ Tobba Marinós sló í gegn með bók sinni Makalaus í sumar þar sem hún skoðaði meðal annars stefnumótamenninguna á Íslandi og samskipti kynjanna með augum aðalpersónunnar Lilju. Tobba hefur fylgst náið með aðlögun bókar sinnar að sjónvarpsþáttaforminu en þótt hún sé þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum, andar hún ekki ofan í hálsmál leikaranna á tökustað. „Hreint ekki. Hún er eiginlega alltof lítið hérna og er voðalega stillt og róleg á kantinum.“ Upptökur af þessu tagi eru mjög tímafrekar og standa oft yfir næturlangt þannig að ætla má að starfið reyni á fjölskyldulífið. „Það er nú mesta furðu hvernig þetta leysist alltaf einhvern veginn en þegar maður stendur í svona munar líka um að eiga góðan maka,“ segir Alexía glettin. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er sambýlismaður Alexíu og þrátt fyrir annir og læti í þinginu segir Alexía hann koma sterkan inn heima fyrir. „Hann er vænsta skinn og er til dæmis að ryksuga núna,“ segir Alexía sem átti langa tökunótt fyrir höndum þegar Fréttatíminn náði tali af henni. toti@frettatiminn.is


LÉR KONUNGUR Eitt stórbrotnasta leikrit Shakespeares í snilldarþýðingu Þórarins Eldjárns „Leikstjórinn Benedict Andrews hefur sterka sýn og miðlar henni í forvitnilegri uppsetningu þar sem áherslan er á bæði harminn og húmorinn.“ Fréttatíminn, KHH Fös Fim Fös Fös

21/7 27/1 28/1 11/2

kl. 20:00 kl. 20:00 kl. 20:00 kl. 20:00

Örfá sæti Uppselt Örfá sæti Örfá sæti

Lau 12/2 Fim 17/2 Fös 25/2

kl. 20:00 kl. 20:00 kl. 20:00

Örfá sæti

Tryggðu þér miða á þetta einstaka listaverk Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is I midi.is


HE LG A RB L A Ð

Hrósið… ... Ingibjörg Ragnarsdóttir, nuddari íslenska handboltalandsliðsins, sem vinnur ótrúlega fórnfúst starf við að halda Strákunum okkar uppistandandi og klárum í slaginn leik eftir leik eftir leik.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Ellý á toppinn

Söngkonan ástsæla, Ellý Vilhjálms, er í fyrsta sinn komin á topp Tónlistans, lista Félags íslenskra hljómplötuútgefenda yfir mest seldu diska hverrar viku. Þrefaldur safndiskur með flutningi hennar, Heyr mína bæn, hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur enda var Ellý ein allra vinsælasta söngkona sinnar tíðar. Jónsi fellur úr fyrsta sætinu með verðlaunadisk sinn, Go. Dikta heldur toppsætinu á Lagalistanum áttundu vikuna í röð með laginu Goodbye. Söngkonan Pink gerir þó harða atlögu að toppsætinu. Hún fer úr áttunda sæti í annað með lag sitt Raise Your Glass. -óhþ

„Já...sæll !“

Chevrolet á enn betra verði ! Vegna nýrra laga um vörugjöld sem tóku gildi um áramótin eru umhverfisvænir bílar á betra verði. Allir bílar frá Chevrolet hafa lækkað í verði.

Veitingamenn í miðbæ Reykjavíkur virðast hvergi bangnir í miðri kreppunni og keppast ýmist við að breyta veitingastöðum eða opna nýja. Á þriðjudaginn bættist við enn einn staðurinn þegar eigendur Tapas-barsins, í félagi við fyrrverandi kokk og þjóna af Íslenska barnum, opnuðu ítalska veitingastaðinn Uno í Hafnarstræti þar sem skemmtistaðurinn Viktor var lengi vel til húsa. Þar renna saman ítalskar uppskriftir og íslenskt hráefni en allt pasta er búið til á staðnum þar sem ítalskur sérfræðingur stendur yfir pastavélinni. Helmingsafsláttur var veittur af veitingum staðarins fyrstu tvo dagana og aðsóknin var slík að í hádeginu á miðvikudag þurfti að setja mann í dyrnar til að vísa fólki frá yfirfullum staðnum. -þþ

Ölgerðin velur Þorra landsmanna

Ölgerðin fagnar þorranum með því að blása til vals á Þorra landsmanna. Allir sem bera nafnið Þorri sem fyrsta eða annað eiginnafn geta komið í höfuðstöðvar Ölgerðarinnar við Krókháls í dag, föstudag, og skráð sig til leiks. Þeir fá þá um leið kippu af nýjum Þorrabjór bruggmeistara fyrirtækisins, hafi þeir náð 20 ára aldri. Dómnefndin styðst við ljósmyndir í störfum sínum en hún leitar að Þorra sem er „þjóðlegur, vaskur á velli, gamansamur og snareygur, kurteis en harðger, réttnefjaður og vænn að yfirliti.“ Formaður dómnefndarinnar í þessu auglýsingasprelli er Egill Gillz Einarsson sem er annálaður smekkmaður á aðra karlmenn.

70% 70% Höfuðborgarbúa lesa Fréttatímann Höfuðborgarbúa lesa Fréttatímann

Bílar á mynd: AVEO LS með álfelgum og þokuljósum, Captiva LT , Spark LT með álfelgum, Cruze LT með 18“ álfelgum.

Tapas-menn trekkja á nýjum stað

Chevrolet Captiva LT, Tau

2000 cc. Dísel, 5 sæta - sjálfskiptur

LT, Leður 2000 cc. Dísel, 7 sæta - sjálfskiptur

Chevrolet Aveo, 5 dyra LS, 1400 cc. - beinskiptur Kr. 2.295 þús. LS, 1400 cc. - sjálfskiptur Kr. 2.495 þús.

Chevrolet Cruze, 4 dyra Cruze LS 1800 cc. - beinskiptur Cruze LS 1800 cc. - sjálfskiptur Cruze LT 2000 cc. Dísel - beinskiptur

Ár slaufunnar

Bílabúð Benna - Chevrolet sýningarsalur - Tangarhöfða 8-12 - Reykjavík - sími 590 2000 Bílabúð Benna - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - sími 420 3300 Bílaríki - Glerárgötu 36 - Akureyri - sími 461 3636

H E LG A R B L A Ð

H E LG A R B L A Ð

Kr. 2.990 þús. Kr. 3.390 þús. Kr. 3.590 þús.

Chevrolet Spark, 5 dyra - 5 sæta L 1000 cc. - beinskiptur Kr. 1.695 þús. LS 1200 cc. - beinskiptur Kr. 1.895 þús.

Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.

Samkvæmt könnun á vikudekkun 18.-28. nóvember meðal 16 ára og eldri úr Viðhorfahópi Capacent.

Kr. 5.540 þús. Kr. 5.990 þús.

100 ára

www.benni.is

Sérfræðingar í bílum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.