frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 52. tölublað 7. árgangur
Laugardagur 03.09.2016
Baddi í Djöflaeyjunni Fagur prins varð ófyrirleitin frekja
26
Vinsælasti nammimolinn er saltlakkrís 34
H V Í TA H Ú S I Ð / A c t a v i s 5 1 1 0 7 2
Pinex®Munndreifitöflur Smelt 250 mg
Chloë Sevigny
Svalasta stelpa í heimi kemur á RIFF
2
LAUGARDAGUR
03.09.16
Úr ruglinu til Ríó
SIGRÚN JÓNA HANNAR FLOTTA HLUTI ÚR KERAMÍK
RAGGA GÍSLA, HÖGNI & SELMA BJÖRNS Í THE VOICE Í VETUR
BJÖRK & ORRI GERÐU BAÐIÐ UPP FRÁ GRUNNI VINSÆLT AÐ ENDURNÝJA INNRÉTTINGAR MEÐ PLASTFILMUM
LEIKKONAN SEM ÆTLAÐI AÐ VERÐA LÆKNIR
Eftir krabbameinsmeðferð fór Helgi Sveinsson í rugl og fíkniefnaneyslu. Reis svo upp og varð heimsmeistari í spjótkasti. Nú vill hann ólympíuverðlaun.
SÓLVEIG GUÐMUNDS
10 SÍÐUR UM HEIMILI & HÖNNUN
Mynd | Hari
Verið velkomin á Base Hotel alla Ljósanæturhelgina! Það verður Happy hour hjá okkur alla helgina. Hlökkum til að sjá þig. Sjáumst um helgina og gleðilega hátíð!
12
OPIÐ HÚS! Opið hús í Borgarleikhúsinu í dag frá klukkan 13 til 16.
Mynd | Rut
Skoðunarferðir um húsið, atriði úr MAMMA MIA, innlit á æfingar, Villi vísindamaður, Hannes og Smári taka lagið og Lalli töframaður, Óður og Flexa úr Dansflokknum mæta á svæðið. Tæknifikt, myndatökur, búningamátun og að sjálfsögðu vöfflur og kaffi.
· Bjór: 499 kr. · Kaffi og kaka: 400 kr.
Valhallarbraut 756-757 | Reykjanesbæ | basehotel.is
2|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Vaðið yfir okkur á skítugum skónum Fimmtíu íbúar í Hvalfirði, Kjósarhreppur og Umhverfisvakt Hvalfjarðar stefna Silicor Materials, ríkinu og Skipulagsstofnun. Vilja umhverfismat á fyrirhugaða sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Fimmtíu íbúar við Hvalfjörð eru sannfærðir um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials fengi aldrei að rísa færi hún í umhverfismat. „Það hlýst af þessu loftmengun, ljósmengun, hljóðmengun og sjón-
mengun. Til að Reykvíkingar átti sig á þessu þá mun ég sjá frá mínu heimili 24 metra háa verksmiðju sem breiðir úr sér vegalengdina frá Hörpu og út í Laugarnes. Það myndu nú fáir túristar standa við sólfarið og taka ljósmyndir stæði slík verksmiðja á Kjalarnesi,“ segir Jóna Thors, listakona og íbúi í Hvalfirði. Stefna Kjósarhrepps, Umhverfisvaktarinnar og fimmtíu íbúa í Hvalfirði gegn íslenska ríkinu, Silicor Materials og Skipulagsstofnun var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Stefnendur
krefjast þess að fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga fari í umhverfismat en Skipulagsstofnun úrskurðaði árið 2014 að ekki þyrfti umhverfismat. Jóna segir hópinn að baki stefnunni telja úrskurð Skipulagsstofnunar verulega gallaðan, ekki síst vegna þess að verksmiðjan er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Það er í raun ótrúlegt að sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit og Reykjavíkurborg, sem á stærstan hluta í Grundartanga, skuli geta vaðið svona yfir okkur á skítugum skónum. Ekki síst í ljósi
þess að Reykjavíkurborg leggur áherslu á umhverfismál í nýju aðalskipulagi.“ | hh
„Til að Reykvíkingar átti sig á þessu þá mun ég sjá frá mínu heimili 24 metra háa verksmiðju sem breiðir úr sér vegalengdina frá Hörpu og út í Laugarnes,“ segir Jóna Thors, ein þeirra fimmtíu íbúa við Hvalfjörð sem stefna íslenska ríkinu, Skipulagsstofnun og Silicor Materials. Áætlað er að sólarkísilverksmiðjan standi við hlið Norðuráls á Grundartanga.
Plastbarkamálið verður rannsakað á Íslandi
Ögmundur Jónasson fullyrðir að Alþingi muni hefja rannsókn en óvíst sé hver eigi að gera það. Kynferðisbrot
Neitar að hafa nauðgað 15 ára stelpum Nítján ára piltur sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað tveimur fimmtán ára stelpum með viku millibili í sumar, neitar sök. Rannsókn beggja málanna er lokið hjá lögreglu og þess má vænta að hann verði ákærður á næstu vikum. Málin komu upp í júlí, hið fyrra í Keflavík en hið seinna í Reykjavík. Pilturinn er í gæsluvarðhaldi vegna hættu á að hann gæti brotið af sér aftur. Lögreglan í Keflavík sá ummerki um að pilturinn hefði reynt að losa sig við sönnunargögn, svo sem rúmföt og fleira sem fannst í rusli við heimili hans. „Hann neitar allri sök í málinu og gefur sínar skýringar á þessu atriði,“ segir Unnar Steinn Bjarndal, skipaður verjandi piltsins. Báðar stúlkurnar eru fimmtán ára og leituðu til Neyðarmóttöku eftir atburðina. Þær lýstu því hvernig pilturinn hefði nauðgað þeim og beitt hrottalegu ofbeldi. | þt Unnar Steinn Bjarndal, verjandi piltsins, segir hann gefa sínar skýringar á atburðunum og neiti sök.
Læknavísindi Mörgum spurningum um aðkomu Íslendinga að plastbarkamálinu er enn ósvarað. Sænskur rannsakandi, segist ekki getað fullyrt hvað Tómas Guðbjartsson vissi þegar hann sendi Andemariam Beyene til Stokkhólms þar sem hann gekkst undir plastbarkaaðgerð. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is
„Mér finnst sýnt að Alþingi hljóti að láta taka málið til rannsóknar. Spurningin er hins vegar hver á að annast hana?,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Plastbarkamálið snýst um skurðaðgerðir sem ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini gerði í Svíþjóð, Bretlandi og Bandaríkjunum en fyrsti sjúklingurinn sem fékk græddan í sig plastbarka, Andemariam Beyene, var sendur til Svíþjóðar frá Íslandi í maí 2011. Plastbarki var græddur í Andemariam, í júní 2011, án þess að aðferðin hefði verið reynd á dýrum áður. Ögmundur segir eðlilegt að Landlæknisembættið annist rannsókn málsins og að erlendur aðili eða aðilar komi að henni. Landlæknisembættið mun vera ráðgefandi aðili gagnvart stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd við ákvarðanatökuna. Aðspurður hvort hann telji eðlilegt að Birgir Jakobsson landlæknir, sem var forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í þegar Macchiarini gerði aðgerðirnar á sjúkrahúsinu, komi að málinu segir Ögmundur að „embættið“ muni gera
ÚTSALA
I N N LU G Ö S A ÚT D Í R U K LÝ
gasgrill 4ra brennara
Skoðið útsöluna á www.grillbudin.is
FULLT VERÐ 189.900
129.900 Á R A
Nr. 12799
• Afl 18,7 KW 6
L KL
TI PIÐ
O
1
• 4 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Gaumljós í tökkum • Hitamælir í loki • Postulínsemaleruð efri grind • Grillflötur: 70,5 x 49,5 • Grillið er afgreitt 95% samsett
Grillbúðin
Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400
Plastbarkamálið snýst um skurðaðgerðir sem ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini gerði í Svíþjóð,
Kjell Asplund, læknir sem vann skýrslu málið, segist ekki geta fullyrt um hvað Tómas Guðbjartsson vissi um hugmyndir Macchiarinis áður en hann sendi sjúkling til Stokkhólms. Ögmundur Jónasson segir eðlilegt að Landlæknisembættið annist rannsóknina.
það. „Embættið þarf svo á að ákveða hver komi að málinu fyrir hönd þess. Við erum mjög meðvitaðir um allar víddir þessa máls.“ Ögmundur segir að málið sé í forgangi og að hann vonast til að niðurstaða fáist fyrir lok þessa þings. Ein af spurningunum sem á eftir að svara er hvernig ákvörðunin um að senda Andemariam var tekin á Landspítalanum og hverjir voru með í ráðum um að rétt væri að senda hann til Svíþjóðar. Tómas Guðbjartsson brjóstholsskurðlæknir var læknir Andemariams á Íslandi og sendi hann til Svíþjóðar. Var Tómas eini læknirinn á Landspítalanum,sem tók ákvörðunina? Í skýrslu sem Karolinska-sjúkrahúsið lét gera og birti í vikunni kemur fram að Tómas og Macchiarini ræddu saman um Andemariam áður en Tómas sendi tilvísunarbréf til Karolinska-sjúkrahússins þar sem hann bað um aðstoð með sjúklinginn. „Í viðtalinu við íslenska lækninn [Tómas Guðbjartsson] kemur fram
að orðið ígræðsla hafi verið notað í bréfinu að ráðleggingu Macchiarinis,“ stendur í skýrslunni. Orðið ígræðsla þarf ekki að vísa til plastbarka þar sem Macchiarini hafði áður grætt barka úr látnum einstaklingum í lifandi þannig að þetta orð vísar alls ekki nauðsynlega til plastbarkaaðgerðar. En þegar Andemariam var skrifaður inn á Karolinska-sjúkrahúsið, kemur fram í sjúkraskrá hans að Macchiarini á, á næstu dögum, að meta möguleikana á því að græða ætti í hann plastbarka. Vissi Tómas Guðbjartsson eitthvað um það hvað Macchiarini var að hugsa á þessum tíma? – að græða plastbarka í Andemariam. Sagði Macchiarini ekki frá því að hann og yfirmenn á tveimur deildum Karolinska-sjúkrahússins voru að skipuleggja fyrstu plastbarkaaðgerð heimsins í maí 2011? Hvenær vissi Tómas að sú hugmynd væri möguleiki? Formaður rannsóknarnefndarinnar, Kjell Asplund, segir að í viðtalinu
Chloë Sevigny heiðursgestur á RIFF Kvikmyndir Bandaríska leikkonan Chloë Sevigny verður heiðursgestur Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár. Stuttmynd hennar, Kitty, verður sýnd á hátíðinni, en hún var lokamynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Chloë er vel þekkt innan kvikmyndaheimsins, en hún var uppgötvuð á götum New York þegar hún var unglingur. Þá var henni meðal annars lýst sem svölustu stelpu í heimi í tímaritinu The New Yorker. Hún fór með burðarhlutverk í kvikmyndinni Kids, og öðlaðist heimsfrægð í kjölfarið. Chloë var svo tilnefnd til Óskarsverðlauna og
Golden Globe fyrir leik sinn í kvikmyndinni Boys Don´t cry árið 1995. Hún hreppti hvorug verðlaunin þá, en fékk þau þó nokkru síðar Golden Globe fyrir bestu leikkonuna í aukahlutverki í þáttunum Big Love. Chloë hefur ekki síður vakið athygli í tískuheiminum og hefur starfað bæði sem fatahönnuður og fyrirsæta. Leikkonan mun dvelja hér á landi í fimm daga en hún mun verða viðstödd sýningu myndar sinnar og sitja fyrir svörum á eftir.
Chloë Sevigny mun dvelja hér á landi í fimm daga sem heiðursgestur RIFF hátíðarinnar.
við Tómas hafi skýrsluhöfundar ekki gengið á hann og spurt hvenær hann vissi að plastbarki væri mögulegt meðferðarúrræði. Hann segist samt telja að Tómas hafi gengið út frá því þegar hann skrifaði tilvísunarbréfið að Macchiarini væri að ræða um barka úr líffærafjafa. „Ég held að hann [Tómas], líkt og allir aðrir, hafi þá gengið út frá því að Macchiarini væri að tala um barka úr líffæragjafa. Ég get hins vegar ekkert fullyrt um þetta. Það sem hann [Tómas] sagði okkur var að það hefði verið hugmynd og frumkvæði Macchiarinis að hann skrifaði orðið ígræðsla í bréfið sem mögulegt meðferðarúrræði. En sjúklingurinn var auðvitað ekki meðvitaður um að það ætti að vera einhvers konar ígræðsla til að byrja með. Við fjölluðum bara um þetta með almennum hætti og þrýstum ekki á hann [Tómas] um hvort þetta hefði verið gjafabarki eða plastbarki.“ Tómas Guðbjartsson hefur ekki viljað veita Fréttatímanum viðtal um málið.
Allt að sjötíu prósenta afsláttur af sýningarvörum Í DAG OG Á MORGUN SUNNUDAG, 3. OG 4. SEPTEMBER
HANS J. WEGNER, ARNE JACOBSEN, BORGE MOGENSSEN, PHILIPPE STARCK, ERIK MAGNUSSEN, OFL. Skeifan 6 / 5687733 / www.epal.is
4|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Menningarfélagi Akureyrar bjargað vegna bókhaldsóreiðu Menning Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að bjarga Menningarfélagi Akureyrar um 75 milljónir króna í fyrirframgreiðslu vegna halla frá því í fyrra. Félagið hafði ofætlað tekjur sínar. Fundargerð bæjarráðs er harðorð þegar rætt er um ástæður hallans, en þar segir: „Hallinn skýrist meðal annars af ofáætluðum tekjum viðburðasviðs og því að stofnað var til útgjalda sem ekki heyrðu undir framleiðsluáætlanir, án nægilegrar vitundar um það hvort og þá hvar áætlað hafði verið fyrir þeim
kostnaðarliðum. Ljóst er að um var að ræða bókhaldsóreiðu og ófullnægjandi fjármálastjórnun innan félagsins undir stjórn fyrrum framkvæmdastjóra.“ Fyrrum framkvæmdastjóri er Gunnar I. Gunnsteinsson, en hann sagði upp störfum í nóvember á síðasta ári og bar við persónulegum ástæðum í tilkynningu sem send var á fjölmiðla. Formaður Menningarfélagsins, Sigurður Kristinsson, segir í samtali við Fréttatímann að björgunarupphæðin nemi um einum þriðja af því fjármagni sem félagið hefur úr að spila á einu ári. Félagið þurfi nú að
Dómsmál
Deilt um arf vegna hjóna sem létust með fimm daga millibili Hæstiréttur Íslands snéri niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness við í gær en héraðsdómur hafði hafnað kröfu konu um að dánarbú systur hennar og eiginmanns yrðu tekin til opinberra skipta. Systir konunnar lést í desember á síðasta ári en í erfðaskrá hennar kom fram að hún arfleiddi systur sína að öllum sínum eigum, félli eiginmaður hennar frá á undan henni. Örlögin höguðu því þó þannig að eiginmaður konunnar lést aðeins fimm dögum síðar en hjónin voru barnlaus. Fjórtán manns voru varnaraðilar í málinu og mótmæltu því að búið yrði tekið til skipta á þeim grundvelli að systir konunnar hafi látist
Hjónin létust með aðeins fimm daga millibili. Úr varð dómsmál vegna deilna um arfinn.
á undan eiginmanninum og því gætu erfingjar eiginmannsins átt arfstilkall í dánarbúið. Því var hafnað af hæstarétti. Búið taldi íbúð upp á 18 milljónir og reiðufé inni á bankareikning sem nam tæplega átján milljónum króna. | vg
Stóriðja
Svartárvirkjun var tvöfölduð Eigendur Svartárvirkjunar í Bárðardal tvöfölduðu virkjunarkostinn að stærð þegar þeir kynntu virkjunarkostinn fyrir sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í fundargerð frá umverfisnefnd sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar frá því í lok júní síðastliðinn. Inntakslónið stækkaði meðal annars um helming, frá 0,5 hekturum og upp í 1 hektara. Upphaflega átti virkjunin því að vera minni. Eigandi Svartárvirkjunar er SBS Orka ehf. sem meðal annars er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar og Heiðars Más Guðjónssonar. Með
Þorsteinn Már Baldvinsson er einn af eigendum virkjunarinnar.
breytingunum fór virkjunin upp í 9,8 megavött, sem rétt undir því sem virkjanir mega vera til að vera ekki sjálfkrafa settar í umhverfismat. Virkjunin er nú í umhverfismati hjá Skipulagsstofnun. ifv.
TENNIS er skemmtileg hreyfing
sníða stakk eftir vexti næstu þrjú ár. Spurður hverju það sæti að félagið hafi farið svona hraustlega fram úr áætlunum svarar Sigurður: „Við vorum meðal annars að takast á við byrjunarerfiðleika eftir að félagið var stofnað. Það verður enginn smiður við fyrsta högg.“ Þess má geta að menningarfélagið var stofnað um áramótin 2015 og hefur því safnað þessum skuldum á innan við tveimur árum. Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, tekur ekki undir að félagið sé í gjörgæslu, en í fundargerð segir að fjármagnið sé veitt með því skilyrði að félag-
Menningarfélagið á Akureyri er með menningarhúsið Hof til umráða. Mynd | Auðunn Níelsson
ið skili ársfjórðungslega yfirliti um fjárhagsstöðu til bæjarins. „Það hafa komið upp byrjunarörðugleikar og við grípum til þess að auka fjármagnið með þessum, hætti,“ segir Logi en þess ber
Helmingurinn í gistiskýlinu af erlendu bergi brotinn Samfélag Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður Gistiskýlisins í Reykjavík, segir stóran hóp sem sækir það vera Pólverja sem misstu fótanna í hruninu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is
Helmingur útigangsmanna sem sækir í gistiskýlin er af erlendu bergi brotinn, og hefur sá hópur verið viðvarandi í að minnsta kosti ár að sögn Sveins Allan Morthens, forstöðumanns Gistiskýlisins í Reykjavík. „Þessi hópur hefur verið um helmingur þeirra sem leita til okkar,“ segir Sveinn Allan en stærsti hópurinn er pólskir farandverkamenn sem virðast hafa misst fótanna í hruninu og hafa verið á vergangi í allnokkur ár. Sá hópur er afar einangraður og kann ekki íslensku og oft enga ensku heldur, auk þess sem hefðbundin meðferðarúrræði hér á landi duga þeim ekki vegna tungumálaerfiðleika. Talið er að útigangsmenn á Íslandi séu um 200, en sá hópur er þó í ýmsum úrræðum þó hann þurfi á einum tímapunkti eða öðrum að sækja sér aðstoð í giskiskýlinu sem er fyrir löngu sprungið, að sögn Sveins. Íslenskir hópurinn hefur það umfram þann erlenda að búa við tengslanet. Það þýðir að hópurinn, sem er af erlendu bergi brotinn, er umkomulaus komist hann ekki í gistiskýlið, en þar komast aðeins 29 fyrir á nóttu.
Sveinn Allan Morthens segir Gistiskýlið við Lindargötu sprungið. Hann vill þó minnka það og koma fleirum í eigin íbúðir.
„Og þó það hljómi öfugsnúið, þá viljum við minnka skýlið, líklega niður í einhver tíu pláss,“ segir Sveinn og útskýrir að stefnt sé að því í haust að koma fleiri einstaklingum í eigin íbúðir og þannig gefa þeim möguleika á að standa á eigin fótum. Það gerist þó ekki öðruvísi en með fjölþættum stuðningi. „Varðandi útlendingana, sem reyndar margir hverjir hafa ríkisborgararétt hér á landi, þá hefur Reykjavíkurborg ákveðið að semja við samtök sem eru sérhæfð í að aðstoða þennan hóp,“ segir Sveinn Allan og útskýrir að það muni meðal annars fela í sér að einstaklingum verði gert kleift að sækja sér vímuefnameðferð í Póllandi. „Og svo það sé enginn misskilningur, þá verður
Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is
þessum einstaklingum einnig boðin aðstoð við að koma aftur til landsins, kjósi þeir það,“ útskýrir Sveinn. En það er ljóst að eitthvað þarf að gera, að sögn Sveins, og hann er ánægður með áætlanir Reykjavíkurborgar sem hefur samþykkt aðgerðaráætlun til þess að koma til móts við utangarðsmenn og nær til ársins 2018. Á næstu mánuðum fær velferðarsvið til umráða fjórar íbúðir fyrir utangarðsmenn, og munu þeir sem fara þangað inn verða studdir af fjölþættu teymi sem mun bæði aðstoða þá við hversdagslega hluti, allt frá því að þvo þvott yfir í að fara í bankann. Ekki verður gerð sú krafa að mennirnir séu edrú í úrræðinu.
Darren Aronofsky með fría kennslustund á Íslandi Kvikmyndagerð Leikstjórinn Darren Aronofsky heldur svokallaðan „masterklassa“ á kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst um næstu mánaðamót.
Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis.
að geta að ekki er um að ræða útgjaldaaukningu hjá Akureyrarbæ þegar horft er til þess að fjárhæðin kemur til frádráttar greiðslum næstu þrjú ár. | vg
Viðburðurinn fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands þann 6. október, klukkan 13, og verður aðgangur ókeypis. Þar mun Aronofsky segja frá kvikmyndagerð sinni, hugðarefnum og náttúruvernd auk þess að svara spurningum gesta úr sal. Tilefni komu Aronofsky til landsins, er að hann hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár ásamt indversku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta. Þekktustu kvikmyndir Aronofsky eru Black Swan, Requiem for a Dream og The Wresler en nokkrar kvikmyndir úr smiðju hans verða sýndar á hátíðinni. Aronofsky var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Black Swan og þykir meðal allra eftirsóttustu leikstjóra í Hollywood. Nýjasta kvikmynd hans, Noah, var að hluta til tekin
Leikstjórinn Darren Aronofsky var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndina Black Swan. Hér er hann með aðalleikkonu myndarinnar, Natalie Portman. Mynd | Getty
upp á Íslandi og í kjölfarið hefur hann lagt íslenskum náttúruverndarsinnum lið. Hann stóð meðal annars að stórtónleikum í Hörpu ásamt Björk, Patty Smith og fjölmörgum hljómsveitum fyrir tveimur árum. | þt
ÓTRÚLEGUR AFSLÁTTUR
LAGERSALA LÍN DESIGN LAUGARDAG OG SUNNUDAG
OGI V A P Ó K , 1 U K K E R B Ð Í AU Ú N R E N A L A S R E G A L
70-80% AF ÖLLUM BARNAFÖTUM
40-80% AFSLÁTTUR
3 2
140X200
FYRIR
RÚMFÖT FRÁ 3.990 KR.
AF ÖLLUM BARNAFÖTUM
BARNAFÖT FRÁ 250 KR.
VISKASTYKKI FRÁ 490 KR.
SVUNTUR FRÁ 490 KR.
OFNHANSKAR FRÁ 390 KR.
GJAFAVÖRUR FRÁ 290 KR.
Auðbrekka 1
Laugardag 10-17
Sunnudag 10-17
Glerártorgi
Laugardag 10-17
Sunnudag 13-17
DÚKAR FRÁ 2.990 KR.
6|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Lífeyrissjóðir í gjaldeyrishöftum og kaupin á skyndibitastöðum Litlar breytingar hafa orðið á hlutfalli innlendra eigna lífeyrissjóðanna á Íslandi síðastliðið ár. Sjóðirnir hafa ekki fullnýtt 80 milljarða króna erlendar fjárfestingarheimildir og þó það yrði gert myndi það varla breyta hlutfalli innlendra og erlendra eigna með róttækum hætti. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga nú óbeint hlutabréf í tveimur bandarískum skyndibitastöðum á Íslandi eftir að Dunkin Donuts var selt í vikunni. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is
Bandaríski kleinuhringjastaðurinn Dunkin Donuts á Íslandi er kominn í meirihlutaeigu fjárfestingasjóðs, Horns III, sem er meðal annars í eigu íslenskra lífeyrissjóða eins og greint hefur verið frá. Hlutur Horns III í móðurfélagi Dunkin Donuts, Basko ehf., verður 80 prósent í kjölfar viðskiptanna og Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri og hluthafi í Basko ehf., segir að kaupverðið sé trúnaðarmál. Basko ehf. á einnig og rekur verslanakeðjurnar 10-11 og Iceland, auk innflutningsfyrirtækisins Imtex ehf. og hamborgarastaðarins Bad Boys. Mikilvægustu rekstrareiningarnar í viðskiptunum eru 35 verslanir 10/11.
Ísland ofarlega á heimslistanum Vegna gjaldeyrishaftanna síðastliðin ár hafa íslenskir lífeyrissjóðir þurft að fjárfesta innanlands að langmestu. Eignir íslenskra lífeyrissjóða nema um 3000 milljörðum króna eða sem nemur um 150 prósentum af þjóðarframleiðslu. Um það bil 25 prósent af þessum eignum eru erlendar eignir en samkvæmt tölum OECD frá 2014 þá var Ísland í fimmta sæti á heimslistanum yfir minnstu erlendar eignir lífeyrissjóðakerfisins í prósentum talið. Einungis lífeyrissjóðir í Japan, Ísrael, Tékklandi og Mexíkó áttu minni erlendar eignir en íslensku sjóðirnir. Erlendar fjárfestingarheimildir lífeyrissjóðanna hafa hins vegar verið rýmkaðar lítillega og hefur Seðlabanki Íslands veitt heimild til 80 milljarða króna erlendra fjárfestinga þeirra í skrefum. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar ekki nýtt þá heimild nema að litlu leyti. Fyrst Dominos og svo Dunkin Donuts Fáir hefðu sennilega getað ímyndað sér það Dunkin Donuts yrði í meirihlutaeigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta rúmu ári eftir að staðirnir opnuðu á Íslandi. Sagt var því í fjölmiðlum að löng röð hefði myndast fyrir utan fyrsta Dunkin Donuts staðinn á Laugavegi þegar hann opnaði í ágúst í fyrra
Ástralía 18. nóv til 5. des 2016 Sydney, Brisbane, Fraser Island, strandbærinn Noosa, þjóðgarðar og fl. er meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð. Verð á mann í tvíbýli kr 622.000
Nánari ferðalýsing á www.icelinetravel.com
Upplýsingar í símum 845 1425 / 899 1295 eða á tölvupósti info@iceline.is
„Þessir 80 milljarðar eru minna en þriðjungur af 10 prósentum af eignum lífeyrissjóða.“ og síðan hafa þrír aðrir staðir verið opnaðir. Íslendingar virðast því hafa tekið Dunkin Donuts opnum örmum og hefur keðjan meira að segja opnað stað í Reykjanesbæ. En Dunkin Donuts er ekki fyrsti skyndibitastaðurinn sem lífeyrissjóðir á Íslandi fjárfesta í. Í fyrra var sömuleiðis greint frá því að framtakssjóðurinn EDDA, sem er í eigu lífeyrissjóða eins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna og Gildis, hefði keypt fjórðungshlut í Dominos-pítsum á Íslandi, eða móðurfélags fyrirtækisins, Pizza-Pizza ehf. Nú í sumar var hluti þessara bréfa í Dominos á Íslandi seldur til Dominos í Bretlandi sem hefur séð skynsemina í því að fjárfesta í Dominos á Íslandi með þessum hætti. Íslenskir lífeyrissjóðir eiga því óbeina eignarhluti í að minnsta kosti tveimur bandarískum skyndibitakeðjum á Íslandi. Fyrir hrun fór fjárfestirinn Magnús Kristinsson í Vestmannaeyjum flatt á því að kaupa Dominos á Íslandi fyrir allt of hátt verð og var fyrirtækið tekið yfir af lánardrottnum þess í kjölfar hrunsins og lífeyrissjóðirnir á Íslandi fóru sömuleiðis illa á alls kyns innlendum fjárfestingum á árunum fyrir hrunið. Staðan á Íslandi eftir hrun og setningu gjaldeyrishafta hefur verið sú að íslenskir lífeyrissjóðir hafa verið neyddir til að fjárfesta innanlands að mestu og hafa þeir gert það bæði með fjárfestingum í skráðum og óskráðum félögum. Árið 2010 áttu lífeyrissjóðirnir 10 prósent allra skráðra hlutabréfa á Íslandi, árið 2013 var talan komin upp í 43 prósent og í mars í ár var þessi tala komin upp í 50 prósent. Svo eru það allar óskráðu og óbeinu eignir sjóðanna í fyrirtækjum eins og Dominos og Dunkin Donuts. Er þetta einsdæmi í heiminum? Árni Pétur Jónsson segir, aðspurður um hvort hann þekki dæmi þess að lífeyrissjóðir í öðrum löndum hafi fjárfest í Dunkin Donuts, að hann sé ekki með á hreinu. Dunkin Donuts í Bandaríkjunum, Dunkin Donuts International, er hins vegar risastórt fyrirtæki, skráð á hlutabréfamarkað þar í landi. „Ég veit ekkert um það. Almennt séð er Dunkin Donuts fyrirtæki sem er búið að
vera til mjög lengi [frá 1950]. Þeir eiga mjög fáa útsölustaði sjálfir. Langflestir staðirnir eru reknir eins og staðurinn okkar, þetta eru „franchise“-staðir og reknir af aðilum eins og okkur. Það gætu hins vegar verið fagfjárfestar eða lífeyrissjóðir á bak við fyrirtækið í Bandaríkjunum. Víða í Evrópu eru hins vegar mjög margir leyfishafar, það er kannski einn leyfishafi með Berlín og svo annar með einhverja aðra borg. Þetta eru alls kyns aðilar sem maður hittir á fundum á vegum Dunkin Donuts erlendis.“ Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi, segir að hann viti ekki til þess að lífeyrissjóðir í öðrum löndum hafi fjárfest í Dominos. Hann segir hins vegar að í Bandaríkjunum, Ástralíu og Bretlandi, meðal annars, sé fyrirtækið skráð á markað og í eigu fjölmargra fjárfesta. Birgir Örn segir því að það kæmi honum virkilega á óvart ef einhverjir lífeyrissjóðir séu ekki líka á meðal fjárfesta Dominos erlendis. Ekki er því hægt að fullyrða, miðað við fyrirliggjandi upplýsingar, hvort það sé einsdæmi að lífeyrissjóðirnir íslensku kaupi hlutabréf í fyrirtækjum eins og Dunkin Donuts. Dunkin Donuts í Bandaríkjunum er hins vegar risastjórt alþjóðlegt fyrirtæki með tekjur upp á rúmlega 614 milljónir dollara, eða ríflega 70 milljarða íslenskra króna, samkvæmt ársreikningi þess fyrir 2015 og selur þetta fyrirtæki leyfi á rekstri Dunkins Donuts út um allan heim. Móðurfélag Dunkin Donuts á Íslandi er hins vegar bara staðsett og með rekstur á Íslandi. Áhætta lífeyrissjóðanna sem fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eins og Basko ehf. og Dunkin Donuts er því bara bundin við Ísland. Heimsmet Íslendinga í innlendum fjárfestingum Í samtali við Fréttatímann segir Hersir Sigurgeirsson, stærðfræðingur og dósent í fjármálum við Háskóla Íslands, að staða innlendra og erlendra eigna lífeyrissjóða hafi ekki breyst mikið síðastliðið ár. Hersir skrifaði skýrslu um fjárfestingar lífeyrissjóðanna árið 2014, ásamt Ásgeiri Jónssyni. Hann segir lífeyrissjóðina hafa haldið að sér höndum í erlendum fjárfestingum þrátt fyrir að þeir hafi fengið auknar heimildir til erlendra fjárfestinga – samtals 80 milljarða króna – vegna erfiðrar stöðu á mörkuðum. Hann segir að 80 milljarðar séu svo lítill
Dunkin Donuts bætist við Dominos sem eitt af þeim fyrirtækjum sem íslenskir lífeyrissjóðir eiga nú óbeinan hlut í gegnum fjárfestingarsjóð. Kleinuhringjafyrirtækið er með fjóra staði á Íslandi.
Árni Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri Basko ehf., veit ekki til þess að lífeyrissjóðir í öðrum löndum hafi fjárfest í Dunkin Donuts en segir að móðurfyrirtækið í Bandaríkjunum sé stórfyrirtæki skráð á markað og að í hluthafahópnum séu örugglega einhverjir lífeyrissjóðir.
hluti af 3000 milljarða eignum lífeyrissjóða að það þurfi miklu hærri tölu til að breyta hlutfalli innlendra og erlendra eigna þeirra verulega. „Það þarf bara miklu meiri erlendra fjárfestingu til að breyta þessu eitthvað að ráði. Þessir 80 milljarðar eru minna en þriðjungur af 10 prósentum af eignum lífeyrissjóða.“ Í maí í fyrra sagði Hersir að íslenskir lífeyrissjóðir ættu líklega heimsmet í innlendum fjárfestingum: „Ég held það sé alveg óhætt að fullyrða að Ísland eigi þetta heimsmet. Íslenska kerfið er eitt það stærsta í heimi sem hlutfall af landsframleiðslu, eða um 1,5xVLF [Verg landsframleiðsla], og hlutfall erlendra fjárfestinga er innan við fjórðungur. Innlendar fjárfestingar eru því um 115% af VLF. Aðeins Holland er með stærra kerfi, 1,6x VLF, og þar eru 40-50% erlendar eignir svo innlendar fjárfestingar þar eru innan við ein landsframleiðsla. Noregur er einnig með stærra kerfi ef olíusjóðurinn er tekinn með en 97% af honum er í erlendum eignum. Lífeyriskerfi annarra landa eru innan við 115% í heildina svo ekkert þeirra getur farið fram úr Íslandi.“
Opel Corsa Essentia – Verð frá aðeins:
Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga á verði og búnaði. Birt með fyrirvara um texta og myndabrengl.
2.190.000 kr.
OPEL CORSA
LÁTTU OPEL KOMA ÞÉR Á ÓVART. Verðlaunagripur frá Opel. Corsa var fyrst kynntur til sögunnar árið 1982, hann sló strax í gegn og hefur selst í um 12,3 milljónum eintaka. Það er heilmargt sem kemur á óvart við nýjustu kynslóðina af Corsa. Bíllinn státar af óvenju fullkomnum tækni- og öryggisbúnaði, glæsilegum línum, sprækum vélum og sparneytni, enda hreppti hann titilinn „Best Buy Car of Europe 2015“ – sem segir í raun allt.
Reykjavík Tangarhöfða 8 590 2000
Reykjanesbær Njarðarbraut 9 420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Verið velkomin í reynsluakstur
OPEL Á ÍSLANDI Kynntu þér Opel fjölskylduna á benni.is | opel.is
GAMAN Í VETUR!
8|
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Eftir að Hrunið vart gert upp kom í ljós að einn hópur var illa svikinn: starfsmönnum slitabúa föllnu bankanna.
Veldu þinn pakka og komdu með okkur í draumafríið á Gaman Ferða kjörum
Tenerife Apartamentos Aguamar *** Frá:
99.200 kr.
Verð miðað við 4 saman í íbúð. Ferðatímabil: 15.-22. október. Verð frá 119.600 kr. miðað við 2 fullorðna.
Tenerife The Suites at Beverly Hills *** Frá:
94.800 kr.
Verð miðað við 4 saman í íbúð. Ferðatímabil: 19.-26. nóvember. Verð frá 109.900 kr. miðað við 2 fullorðna.
Kanarí Ifa Buenaventura *** Frá:
73.500 kr.
Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 4.- 11. október. Hálft fæði innifalið. Verð frá 85.600 kr. miðað við 2 fullorðna.
Kanarí Dunas Suites **** Frá:
99.600 kr.
Verð miðað við 2 fullorðna og 2 börn (2-12 ára). Ferðatímabil: 8.-15. nóvember. Hálft fæði innifalið. Verð frá 137.500 kr. miðað við 2 fullorðna.
Innifalið í verði er flug, skattar, gisting í 7 nætur, 20 kg taska og 10 kg handfarangur - sjá nánar á gaman.is
M
ÚR HEIMI HJÁTRÚAR
aður er alveg hættur að skilja í þessari veðurblíðu, hún veit varla á neitt gott.“ Þetta heyrðist sagt í heitum potti í kvöldblíðunni á dögunum. Tveir eldri herramenn, líklega kunningjar frekar en nánir vinir, voru að tala saman í kraumandi pottinum. Viðmælandinn jánkaði þessu, vissulega væri veðurblíðan fyrirboði um eitthvað misjafnt. „Ætli þetta þýði ekki bara að kosningarnar í haust fari bara á einn veg,“ sagði hann. Þegar hér var komið við sögu var rétt að hætta persónunjósnum þarna í pottinum, enda umræðurnar farnar að snúast um pólitíska afstöðu pottfélaganna tveggja. Hjátrú eins og þessi, um óvenjulega veðurblíðu sem illan forboða, lifir góðu lífi meðal landsmanna og það þrátt fyrir að við lifum á upplýstum tímum vísinda og tækni. Mörg okkar halda upp á hin ýmsu hindurvitni og kerlingabækur, jafnvel gegn betri vitund. Við vitum samt til dæmis vel að það er ekkert orsakasamhengi milli veðurblíðunnar og skjálftaóróa í Kötlu, en samt erum við mörg hver alveg til í að tengja þarna á milli þegar
Katla minnir á sig og vill dilla sér aðeins. En hvað er þetta? Af hverju höldum við traustataki í svona tengingar og ýmis konar hjátrú þrátt fyrir allt það sem við vitum eða vitum að minnsta kosti að internetið veit og við getum flett upp og fengið á því skýringar. Og af hverju gerir maður þetta ekki bara með stæl og uppfærir þá hjá sér hjátrúna aftur í tímann, tekur upp ýmis konar fyrirmyndar hjátrú fyrri alda upp úr góðum og gömlum bókum? Ef við höldum áfram að velta fyrir okkur tíðinni þá gæti maður tekið upp á því að fylgjast til dæmis með svokölluðum „haustkálfum“ sem samkvæmt Íslenzkum þjóðháttum Jónasar Jónssonar frá Hrafnagili eru snögg og hörð íhlaup sem komið geta í september og október með frosti og snjókomu. Komi haustkálfarnir boða þeir gott veður framan að vetri, jafnvel til jóla. Falli hins vegar skógarlauf seint í september er ljóst að vetur verður harður. Möguleikarnir á að uppfæra hjá sér hjátrúna eru óendanlegir. Þannig geta kattaeigendur til
dæmis fylgst með kettinum sínum á vissum dögum til að segja fyrir um veðrið, enda eru kettir víst sérstaklega næmir á veður. Kötturinn spáir þannig hláku ef hann þvær sér upp fyrir hægra eyrað á vetrardag, en ef hann hleypir klónum fram þegar hann teygir sig boðar það storm. Það sama á við, segir Jónas frá Hrafnagili, ef gamlir kettir taka upp á því að leika sér þrátt fyrir háa elli. Með krummanum, þeim kostulega fugli, er líka réttast að læra að fylgjast vandlega með. Kannski er það mikilvægt að gera það upp við sig í eitt skipti fyrir öll hvort maður ætlar að vera hjátrúarfullur eða ekki. Allt of margir taka ekki skýra afstöðu í þessum efnum nú til dags. Þegar kemur að hjátrú er líklega best að segja af eða á. Vitanlega er hjátrúin einhvers konar varnarviðbragð, leið fólks til að fá botn í tilveruna sem getur verið svo óendanlega flókin og margbreytileg milli daga. Það er ekki til neins að amast við hjátrú, eins og ýmsir heimspekingar, kenni- og kirkjumenn hafa gert um aldir. Það var víst rómverski heimspekingurinn Cíceró sem fyrstur fór rækilega að greina milli hjátrúar og trúar. Í þessu eins og svo mörgu öðru er línan fín og gráa svæðið stórt, en Cíceró vildi afleggja hjátrúna með öllu en rækta trúna. Cíceró var líka þekktur fyrir að hneykslast á samtíma sínum og á að hafa sagt fullur vandlætingar í frægri ræðu: „Hvílíkir tímar! Hvílíkir siðir!“ Hver segir að það sé ekki einhvern kjarna sannleikans að finna í gömlum kerlingabókum? Hver vill halda því fram að hann sé alveg laus við hjátrú og hindurvitni á tuttugustu og fyrstu öld? „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!“ Nei annars, það var víst trú en ekki hjátrú.
Guðni Tómasson
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.
PIPAR \ TBWA •
SÍA •
162821
MARKAÐSOG SÖLUNÁM GRAFÍSK HÖNNUN VEFSÍÐUGERÐ Promennt býður upp á mikið úrval skemmtilegra og hagnýtra námskeiða sem bæta stöðu þína með upplýsingatæknina að vopni.
MARKAÐS- OG SÖLUNÁM – hraðferð
GRAFÍSK HÖNNUN
Með sérstakri áherslu á stafræna markaðssetningu. Skemmtilegt en um leið krefjandi einnar annar nám fyrir þá sem vilja afla sér öflugrar þekkingar á sviði markaðs- og sölumála. Hér fléttast saman gamalgróin sölu- og markaðsfræði við nýjustu tækni sem í boði er. Nemendur fara m.a. yfir námstækni, sölutækni, markaðsfræði, Google AdWords, Google Analytics og Facebook sem markaðstæki.
Grafísk vinnsla fyrir byrjendur sem vilja læra að hanna markaðsefni sjálfir eða fólk sem vill skapa sér forskot í frekara hönnunarnámi, t.d. á háskólastigi. Nemendur læra á Photoshop, Illustrator og InDesign og að ganga frá verkefnum sínum í Acrobat Distiller. Kennslan byggir á fyrirlestrum og verklegum æfingum. Hefst 1. september • Kvöldhópur • 20 skipti
Hefst 13. september • Kvöldhópur • 27 skipti
UPPLIFUN NEMENDA Námið var fjölbreytt, skemmtilegt og mun án efa nýtast mér vel í framtíðinni. Ég var í fullri vinnu með náminu, en námið var svo vel uppsett að það gekk allt saman upp. Promennt fær fullt hús stiga hjá mér, skólinn er með fyrsta flokks kennara og starfsfólk. Takk fyrir mig.“
Sonja G. Ólafsdóttir, markaðs- og sölunám.
STÖK NÁMSKEIÐ WordPress – Vefurinn minn Photoshop 2 Photoshop fyrir byrjendur Dreamweaver HTML og CSS Illustrator InDesign Myndbandavinnsla Adobe Premiere Pro Gerð stafrænna auglýsinga fyrir sjónvarp og vef Facebook sem markaðstæki Leitarvélamarkaðssetning með Google AdWords Vefgreining með Google Analytics Tölvupóstmarkaðssetning
SKIPTI
HEFST
6 7 4 10 7 6 6 6 2 1 1 1
11. okt. 1. sept. 19. sept. 3. okt. 22. sept. 3. des. 3. okt. 24. okt. 18. okt. 22. okt. 1. nóv. 29. nóv.
PROMENNT • Skeifunni 11B • 108 Reykjavík • Sími 519 7550 promennt@promennt.is • promennt.is Skráning og nánari upplýsingar á promennt.is
VEFSÍÐUGERÐ – ALLUR PAKKINN Vönduð námsbraut fyrir alla sem vilja koma sér upp einfaldri og smekklegri heimasíðu sem auðvelt er að uppfæra í notendavænu vefumsjónarkerfi. Hentar þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í gerð vefsíðna eða vilja bæta og uppfæra fyrri síður. Hefst 19. september • Kvöldhópur • 22 skipti
UPPLIFUN NEMENDA Ég var mjög ánægð með námskeiðið Grafísk hönnun hjá Promennt og hefur það nýst mér vel í mínu starfi. Reynsla og þekking kennarans, umfram námsefnið, var ákaflega nytsamleg og sýndi okkur ferlið frá upphafi myndvinnslu, hönnunar og umbrots til prentunar á mjög skipulagðan og skýran hátt. Ég gef námskeiðinu því mín bestu meðmæli.“
Íris Magnúsdóttir, Grafíks hönnun.
10 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Margir andlega fjarverandi í vinnunni Streita er ein algengasta ástæða vinnufjarveru og kostar samfélagið stórar upphæðir. Ólafur Þór Ævarsson, yfirlæknir á Streiturannsóknarstofnuninni í Gautaborg (Institutet för stressmedicin), segir stóran hlut tapsins einnig koma til vegna veikindanærveru. Hann vill aukna umræðu um vandann. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur eytt stórum hluta starfsævi sinnar í að vinna á sviði forvarna og streitu en síðastliðið ár hóf hann störf sem læknir og vísindamaður við Streiturannsóknarstofnunina í Gautborg, þar sem orsakir, eðli og einkenni streitu eru rannsakaðar. Stofnunin er rekin í samstarfi við háskólann í Gautaborg og segir Ólafur það forréttindi að fá að kynnast því sem Svíar eru að gera en á stofnuninni starfi mjög færir læknar og vís-
indamenn undir stjórn Ingibjargar Jónsdóttur prófessors. 60% forfalla má rekja til streitu Af hverju eru Svíar svona framarlega í vinnuvernd? „Ætli það sé ekki af því að þeir eru búnir að átta sig á því hvað það hlýst mikill kostnaður af veikindafjarveru, bæði fyrir fyrirtækin og samfélagið allt. Það er mun kostnaðarsamara að missa fólk úr vinnu en að fyrirbyggja streitu með forvörnum,“
KÚNSTIN AÐ NÆRAST Á 21. ÖLDINNI
Misvísandi upplýsingar um mataræði og flóra af iðnaðarframleiddum mat getur gert fólki erfitt fyrir í daglegum ákvörðunum um matarvenjur. Við bjóðum upp á hagnýtan fróðleik í stuttum erindum fyrir alla með áhuga á heilbrigðum lífsstíl. Borðar þú með frumeða framheilanum? Lára G. Sigurðardóttir, læknir og doktor í lýðheilsufræðum og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins, fjallar um þá þætti sem stjórna fæðuinntöku okkar.
Samantekt frá Foodlose ráðstefnunni Guðmundur F. Jóhannsson, læknir og skipuleggjandi Foodlose ráðstefnunnar, fjallar um helstu niðurstöður fyrirlesara á Foodlose ráðstefnunni sem haldin var í maí í Hörpu.
Er fiskur ofurfæða? Jóhanna Eyrún Torfadóttir, löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum, fjallar um nýja skýrslu sem hún vann um heilnæmi fiskneyslu og áhrifa hennar á heilsu.
Máttur matarins Apótek framtíðarinnar er að finna í ísskápnum. Lukka í Happ fjallar um hvernig við getum haft áhrif á heilsu okkar og vellíðan með því að velja gott hráefni til að setja inn fyrir okkar varir. Hugmyndir og uppskriftir að hollum og góðum réttum.
Hollir og gómsætir réttir úr eldhúsi Happ í boði fyrir gesti.
Haldið í sal Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, þriðjudaginn 6. september kl. 17 til 18:15. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir en óskað er eftir skráningu á krabb@krabb.is.
„Ég tók á móti manni hér í morgun, hámenntuðum prófessor, sem mundi ekki hvar hann hafði lagt bílnum.“ segir Ólafur en rannsóknir sýna að allt að 60% forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. „Stjórnvöld virðast hafa skilning á þessu því það hefur verið sett töluvert fjármagn í rannsóknir á streitu og forvarnir. Þar að auki eru Svíar nýbúnir að endurskoða vinnuverndarlögin sem eru mun skýrari en þau íslensku. Nýju lögin legg ja meiri áherslu á ábyrgð atvinnuveitanda og mannauðsstjóra þegar kemur að heilsu starfsfólksins. Ábyrgðin er sett á aðrar herðar en bara launþegans. Mergur málsins er að þetta er ekki einstaklingsvandamál. Það þarf auðvitað að sjá um einstaklinginn en það þarf að lyfta úrvinnslunni á annað plan og beina athyglinni á kerfið sem einstaklingurinn vinnur í. Vinnuveitandi þarf að sjá til þess að vinnuaðstæður séu ekki þess eðlis að þær framkalli streitu eða vanlíðan.“ Gleymska og þreyta Hvernig lýsir þessi vanlíðan sér? „Á Íslandi er talað um að brenna út en Svíar tala um að keyra í vegginn. Það er ástand sem margir kannast við og góð hvíld getur lagað það. En ástandið getur orðið mun alvarlegra. Þegar maður er kominn í mikla vanlíðan vegna streitu og nánast orðin óvinnufær þá fylgja nánast alltaf með kvíði og þunglyndi, verkir og svefntruflanir. En til viðbótar eru lúmsk einkenni sem óeðlileg þreyta og orkuleysi, einbeitingarskortur og gleymska. Ég tók á móti manni hér í morgun, hámenntuðum prófessor, sem mundi ekki hvar hann hafði lagt bílnum. Hann gleymdi því ekki í augnablik heldur bara fann hann ekki bílinn sinn aftur,“ segir Ólafur og bætir því við að í dag séu flestir vísindamenn sammála um að grunnstarfsemi heilans truflist við of mikla streitu. Tengsl hans við hormónakerfið fari allt úr jafnvægi og það valdi þessum líkamlegu einkennum. Veikindanærvera Ólafur segir nauðsynlegt að fjalla meira um streitu og veikindafjarvistir á Íslandi. „Það er ekkert sem segir að staðan á Íslandi sé önnur en í Svíþjóð og við vitum að veikindafjarvistir eru miklar á Íslandi en Íslendingar hafa átt það til að líta á streitu sem feimnismál. Streita er ennþá talin vera veikleiki því við erum svo miklir víkingar. Það er dálítið fast í okkur að þrýsta á fólk til að vinna þó það sé í raun óstarfhæft, sem veldur því að starfsfólk mætir en er samt andlega fjarverandi. Streita er ein algengasta ástæða vinnufjarveru og kostar samfélagið mjög mikið. Veikindanærvera er nýtt hugtak sem er farið að nota meira í Svíþjóð og víðar, en það hjálpar til við að skilja aðstöðu þeirra einstaklinga sem mæta til vinnu en eru í raun andlega fjarverandi og alls
Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur síðastliðið ár unnið sem yfirlæknir við Streiturannsóknarstofnun Gautaborgar (Institutet för Stressmedicin). Ólafur verður með erindi um andlega fjarveru í starfi á málþinginu „Líður þér vel í vinnunni?“ sem er um vinnuvernd í september. Þar munu Kristina Glise læknir og prófessor Ingibjörg Jónsdóttir, yfirmaður Streitustofnunarinnar, einnig koma fram og segja frá nýjustu rannsóknum á streitu; sjá frekar á www.stress.is
Streita er oftast ástæða fyrir forföllum starfsmanna, slakari frammistöðu og afköstum ásamt neikvæðu andrúmslofti. Talið er að um 5060% allra tapaðra vinnudaga í ríkjum Evrópusambandsins megi tengja við streitu og vegna andlegrar vanlíðunar sem þunglyndis, kvíða, minnistruflana og þreytu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin spáir því að árið 2020 verði þunglyndi önnur helsta orsök örorku.
ekki vinnufærir. Það er talið að veikindanærvera sé jafn kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki og veikindafjarvera, þar sem framleiðnin er mun minni.“ Er lausnin aldrei að skipta um vinnu? „Jú, stundum er það niðurstaðan að fólk hafi ekki burði eða áhuga til að vera í ákveðinni vinnu. Og þá er best að skipta. En það er munur á starfsleiða og andlegri og líkamlegri vanlíðan vegna streitu. En besta leiðin til að fyrirbyggja hvers kyns vanlíðan er hvíld og endurnæring því þá eru minni líkur á að afleiðingar á heilsufar verði alvarlegri. Svíar leggja mikla áherslu á vel sé fylgst með líðan starfsfólks með sálfélagslegri greiningu og að gripið sé fljótt inn með aðstoð ef líðan er ekki góð. Einnig er lögð mikil áhersla á gott vinnuumherfi. Því er vel gætt að því að fólk fái hvíld í vinnutímanum, taki kaffipásur og hádegishlé og fari ekki með vinnuna heim. Mjög mikil áhersla er lögð á reglulega hreyfingu, en rannsóknir Streiturannsóknarstöðvarinnar hafa sýnt að hreyfingin eflir heilastarfsemina og vinnur gegn neikvæðum áhrifum streitunnar.“
ER VEISLA Í VÆNDUM? TILVALIÐ FYRIR VEISLUNA, ÁRSHÁTÍÐINA, RÁÐSTEFNUR OG FLEIRA GLÆSILEGIR SALIR, FRÁBÆR AÐSTAÐA OG FJÖLBREYTTIR MATSEÐLAR
www.keahotels.is Hótel Kea | Hafnarstræt i 87 - 89 | Sími 460 2000 | kea@keahotels.is
12 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Helgi segist ekki geta lýst því með orðum hvernig það var að keppa á sínum fyrstu ólympíuleikum, fyrir framan 80 þúsund manns. Það hafi verið yfirþyrmandi upplifun. Mynd | Rut
Ætlar að ná ólympíugulli Rúm vika er til stefnu þar til Helgi Sveinsson ætlar að sýna að hann sé besti fatlaði spjótkastari í heiminum. Hann hefur aldrei verið í betra formi og telur sig eiga raunhæfa möguleika á ólympíuverðlaunum. Sú staðreynd var óhugsandi fyrir nokkrum árum, þegar Helgi var djúpt sokkinn í þunglyndi og fíkniefnaneyslu. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is
Að vera kominn í heimsklassa keppni var ekki jafn fyrirsjáanlegt skref fyrir Helga Sveinsson og flesta keppinauta hans á frjálsíþróttavellinum. Lífshlaup hans hefur verið skrykkjótt þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Einmitt þessvegna er hann spenntur að sýna afrakstur þrotlausra æfinga. Hann stefnir ótrauður á ólympíuverðlaun. „Fyrir mig, sem fatlaðan einstakling, var það að mæta á stórmót í fyrsta sinn rosalega stórt og mikið. Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, hún var svo yfirþyrmandi. Ég fór fyrst á Evrópumeistaramótið
Úrval handklæða
Ruggustóll Dawood
Púðar Yankee Candle Ruggustólar
Sængurver
Rúmteppi Hvíldarstólar Gjafavara
sem haldið var í Stadskanaal í Hollandi árið 2012. Þremur mánuðum síðar fór ég á ólympíuleikana í London þar sem ég keppti í spjótkasti, 100 metra hlaupi og langstökki. Mig hafði dreymt um þetta lengi. Að vera sjálfur mættur á þennan stað var ótrúlega gaman en jafnframt mikið sjokk. Ég varð áttavilltur að standa skyndilega frammi fyrir 80 þúsund áhorfendum.“ Árangur Helga á hans fyrstu stórmótum var engu að síður eftirtektarverður. Hann hlaut silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu og varð heimsmeistari ári síðar. Síðan hefur hann sópað til sín verðlaunum en segir ekkert jafnast á við ólympíuleikana. Helgi hafði áhuga á öllum íþróttum sem krakki. „Ég held að það sé ekki til sú íþrótt sem ég hef ekki prófað. Ég var í öllum boltaíþróttum, badminton, borðtennis, sundi, skák. Þrettán ára gamall ákvað ég að halda mig við handboltann og mig dreymdi um að verða atvinnumaður.“ Helgi segist hafa þurft á mikilli útrás að halda sem barn og eflaust verið ofvirkur. „Ég þurfti alltaf að hafa eitthvað að bauka. Þegar ég fann mig íþróttum, fór allur fókusinn á þær og ekkert annað komst að. Ég missti áhuga á skólanum og gekk hrikalega illa í námi. Í íþróttunum gat ég unnið fólk og sú tilfinning, að keppa við einhvern og vinna hann, er mjög rík í mér.“ Hann segist átta sig á því að öðrum geti þótt þessi hugsunarháttur pirrandi. „Já, já, og ég get verið alveg óþolandi. En ég get líka verið sanngjarn.” Greindi sig sjálfur „Ofvirkni er ekki lengur feimnismál. Það er löngu búið að opna umræðuna. Ég er þakklátur þeim sem komu fram á sjónarsviðið fyrst og sögðu frá því að þeir hafi verið hálfgeggjaðir í skóla en fundu orkunni farveg í íþróttum. Sjálfur hika ég ekki við að segja frá því að hafa átt við hegðunarvandamál að stríða þegar ég var strákur. Án þess að ég hafi fengið formlega greiningu þá tikka ég í nógu mörg box til að geta greint mig sjálfur.“
„Fyrir mig, sem fatlaðan einstakling, var það að mæta á stórmót í fyrsta sinn rosalega stórt og mikið. Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, hún var svo yfirþyrmandi. Þau eru auðfundin, dæmin af krökkum sem glímt hafa við ADHD en náð langt í íþróttum. Nokkrir af hinum ástsælu landsliðsmönnum í fótbolta hafa sagt frá glímu sinni við ofvirkni og athyglisbrest. Sigursælasti ólympíufari allra tíma, bandaríski sundkappinn Michael Phelps, var greindur með ofvirkni og athyglisbrest níu ára gamall. Hann átti erfitt uppdráttar í skóla og hélt ekki einbeitingu. Hann gat hinsvegar nýtt krafta sína í sundlauginni. Phelps fór hamförum á nýafstöðnum ólympíuleikum í Ríó og hefur hlotið alls 23 ólympíugull. Með keppinautinn á píluspjaldi „Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að virkja það sem maður hefur mestan áhuga á. Það var mín leið. Ofvirkum krökkum er hafnað víða, þeir fá neikvæða athygli og geta leiðst út í einhverja vitleysu. Ef þeir hefðu fundið orkunni farveg hefðu þeir plummað sig betur. Ofvirknin hefur meira að segja hjálpað mér að einhverju leyti. Og stanslaus þráhyggja fyrir því að verða betri en allir aðrir. Ég nota alla orku sem ég á til að æfa meira en aðrir. Ég reyndi líka alltaf að finna einhverja aukaíþrótt sem væri lík þeirri íþrótt sem ég hafði mestan áhuga á, til að ná enn betri tökum en hinir. Keppniselementið knúði mig áfram á öllum æfingum.“ Helgi segist stöðugt vera með ákveðinn keppinaut í huga sem hann leitast við að vinna. „Ég hef alltaf einhvern á píluspjaldinu. Einhvern fyrir framan mig til að keppa við og verða betri en hann. Þegar ég er orðinn það, þá finn ég næsta til að keppa við. Þannig er hver æfing keppni við raunverulegar manneskjur.“
Staðreyndir um Helga: -Hann er fæddur 1979, er 37 ára og starfar hjá Össuri -Hann var 18 ára gamall þegar fjarlægja þurfti fót hans fyrir ofan hné eftir baráttu við krabbamein -Hann keppir í spjótkasti á ólympíuleikum fatlaðra í Ríó -Hann á heimsmet í sínum flokki sem er 57,36 metrar -Hann ætlar að verða fyrsti fatlaði spjótkastarinn til að kasta 60 metra -Fyrsta stórmót hans var Evrópumeistaramótið í Hollandi 2012. Þar vann hann silfurverðlaun. -Síðan hefur hann tvisvar orðið Evrópumeistari og einu sinni heimsmeistari. -Hann stefnir ótrauður á ólympíuverðlaun í Ríó. Ljóstrar þú því upp, við hverja þú ert að keppa? „Já, pirringur minn gagnvart þeirri manneskju er svo mikill að það fer ekkert á milli mála. Hann er alltaf á móti mér þangað til ég vinn hann. Þetta hjálpar mér mjög mikið og gefur mér auka kraft. Ég trúi því innilega að ég geti orðið betri en hann.“ Þekkt vandamál Þó Helgi hafi óbilandi trú á að hann geti sigrað andstæðinga sína, segir hann sjálfstraust sitt margbrotið og sveiflast á stórum skala. „Allt frá því að mér finnist ég ósnertanlegur yfir í að ég missi alveg trú á sjálfum mér. Ef ég finn veikan blett á sjálfum mér þá einblíni ég um of á hann og ríf mig niður í svartnætti fyrir það. Þetta er alþekkt vandamál hjá íþróttamönnum. Ég missi samt aldrei trú á að ég geti unnið þann sem ég er að keppa við þá stundina. Ég er bara ekki alltaf með raunhæfan tímaramma um verkefnið. Á leiðinni get ég misst trúna á ferlinu og farið ofan í djúpar holur. Ég get verið minn harðasti gagnrýnandi og versti óvinur.“ Hugsarðu til keppinautarins á píluspjaldinu allan daginn?
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
! T T NÝ
g 3 3 TE Ó R P
IN
HLEðSLA MEð 33 g AF PRÓTEINUM
ÍSLENSKA/SIA.IS MSA 80671 09/16
HLEðSLA EXTRA
| 13
14 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
„Já, eiginlega. Það kemst ekkert annað að hjá mér í dag. 80% af deginum fer í að hugsa um hvað ég ætli að gera á æfingunni sem ég er að fara á, hvað ég ætli að styrkja til að verða örugglega betri en þessi sem er á spjaldinu. Hugsunin sem drífur mig áfram er að ég verði að æfa nógu andskoti mikið, svo sá sem ég er að keppa við, geti ómögulega verið að æfa jafn mikið. Þetta er algjör þráhyggja. Hugurinn er þannig stilltur að ég ætli að rústa þennan einstakling sem ég er að keppa við. Ég get verið nettur „sækó“.“ Höggið Helgi segir að þráhyggjan fyrir því að keppa og ná árangri, hafi magnast upp eftir erfiðleika sem hann glímdi við í áraraðir.„Allir mínir draumar um atvinnumennsku í handbolta hurfu á einu augabragði. Ég var átján ára gamall þegar ég greindist með krabbamein í fætin-
Helgi var útskrifaður af spítalanum og fótur hans var fjarlægður fyrir ofan hné. Í fyrstu tók hann ekki í mál að ganga með gervilim og dröslaðist frekar um á hækjum. Hann bjóst ekki við að geta notað líkamann á sama hátt og áður. Þar til hann óvænt komst upp á lagið með að spila golf. „Fyrsta golfhringinn fór ég með þáverandi mági mínum og hann bar kylfurnar mínar á bakinu. Eftir að ég kynntist þessari íþrótt fann ég að það var mögulegt að gera eitthvað aftur. Handboltadraumurinn var farinn en ég gat farið að keppa við einhvern á ný.“ Skömmu síðar kynntist Helgi fyrirtækinu Össuri sem hefur verið helsti stuðningsaðili þeirra sem hafa misst útlimi. Þar fékk hann gervifót og öðlaðist í kjölfarið betri hreyfigetu. (Fyrirtækið átti síðar eftir að opna fyrir honum víddir hátæknistoðtækja, en þar hefur hann starfað síðan 2009.)
„Ég hafði aldrei upplifað það áður að vera sjúklingur, en mér var kippt út úr lífinu og inn í háskammta lyfjameðferð. Ég hélt að ég gæti tekist á við þetta og haldið svo áfram með líf mitt. Þegar ég svo fékk þau skilaboð að það þyrfti að fjarlægja á mér fótinn, kom annað áfall. um. Í mínum huga var krabbamein dauðadómur og mér fannst ég vera kominn að endalokum. Ég hélt að líf mitt væri búið. Þar til keppnisskapið kom upp í mér og ég barði í borðið og ákvað að ég ætlaði að sigrast á þessu. Ég reyndi að hugsa um veikindin eins og enn eina keppnina.“ Helgi var alvarlega veikur í tæpt ár og varði mestum tíma á spítala. „Ég hafði aldrei upplifað það áður að vera sjúklingur, en mér var kippt út úr lífinu og inn í háskammta lyfjameðferð. Ég hélt að ég gæti tekist á við þetta og haldið svo áfram með líf mitt. Þegar ég svo fékk þau skilaboð að það þyrfti að fjarlægja á mér fótinn, kom annað áfall. Ljósið í myrkrinu var að ég átti von á barni. Á meðan ég var í krabbameinsmeðferðinni eignaðist ég litla stelpu og þá helltist yfir mig sú tilfinning að ég yrði að halda áfram því ég mætti ekki klikka á ábyrgðinni sem því fylgdi. Það var mikil hjálp sem ég verð alltaf þakklátur fyrir.“
Hann segir endurhæfinguna hafa gengið vel og honum hafi tekist ágætlega að komast aftur út í lífið. Ánetjaðist efnum hratt „Mér var farið að vegna ágætlega þegar við skildum, ég og barnsmóðir mín. Þá kom smá hiksti hjá mér og ég fór að leita í áfengi. Síðar í harðari efni. Ég var 24 ára og sogaðist hratt inn í þetta. Í fyrstu voru þetta helgarskemmtanir sem urðu sífellt lengri. Mér fannst hugbreytandi efni mjög spennandi, eins og kókaín og spítt, og ánetjaðist þeim hratt. Undir lokin, eftir nokkur ár, var ég kominn í dagneyslu. Ekkert annað komst að en útvega meira efni.“ Helgi segir að þó það hljómi einkennilega þá hefði hann ekki viljað vera án þessarar lífsreynslu. „Og til að taka af því allan vafa, þá mæli ég alls ekki með því að fólk leiðist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Hún er of dýrkeypt. Ég tel samt að ég hafi lagt svona hart að mér undanfarin
Helgi Sveinsson á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Katar í október í fyrra þar sem hann vann til bronsverðlauna og kastaði 55,18 metra. Mynd | Getty
ár, vegna fortíðar minnar. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu. Að ég hafi þurft að fara svona langt niður til að komast hærra upp aftur. Þessi ár voru skóli í öllu því á ekki að gera og ég var algjör dúx.“
Trier, Luxemborg og Mósel 3.–7. nóvember
Vínsmökkun við Mósel Fimm daga ferð þar sem gist er í Trier. Skoðunarferðir og vínsmökkun. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Óskar Bjarnason. Verð frá 126.900.-
Sjá nánar www.ferdir.is Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar
Vesturvör 34, 200 Kópavogi, S: 511 1515 • outgoing@gjtravel.is • www.ferdir.is
Hversu fjarstæðukennd var sú hugmynd á þessum tíma, að þú ættir eftir að verða heimsmethafi í spjótkasti og keppa á ólympíuleikum? „Það var eins langsótt og þú getur ímyndað þér. Ég á engin orð til að lýsa því. Þegar ég loksins ákvað að hætta, fannst mér ég hafa val um að duga eða drepast. Nú hef ég verið edrú í níu og hálft ár og hugsa oft til alls þess sem ég hef afrekað síðan ég skrapaði botninn.“ Helgi þurfti þó að gera nokkrar tilraunir til að hætta í ruglinu. Hann fór tvisvar í meðferð og í seinna skiptið yfirgaf hann meðferðina án þess að ljúka henni. „Í þriðju tilraun hætti ég sjálfur. Ég hef verið að glíma við sjálfan mig síðan og hef fengið við það dygga aðstoð frá mínum nánustu. Hæðirnar eru stundum eins og ég sé að sigra heiminn en lægðirnar ansi djúpar. Ég reyni að halda mig á línunni þar á milli. Ég á það enn til að detta ofan í þunglyndi sem getur mig óvinnufæran í nokkra daga. Sem betur fer er ég farinn að þekkja betur inn á það og veit hvað ég þarf að gera þegar einkennin segja til sín. Það er nú stærsti lærdómurinn af þessu öllu saman.“ Helgi segir að oft mistúlki fólk hegðun hans og þunglyndið geti stundum birst öðrum sem hroki. Einbeiting hans á íþróttina sé svo mikil að þegar hann hefur náð markmiðum sínum, upplifi hann oft og tíðum mikið spennufall og depurð. Fyrirmyndir með þráhyggju Í gegnum tíðina hefur Helgi hrifist af íþróttamönnum sem hann telur líklega haldna einhverskonar þráhyggju. „Það liggur auðvitað beinast við að nefna Oscar Pistorius, þó hann hafi farið út af sporinu. Hans afrek voru það sem ég leit til fyrst þegar ég fór að æfa á ný. Ólaf-
ur Stefánsson og Michael Jordan, þetta voru hetjurnar mínar þegar var yngri. Ég tengi við þeirra hugsunarhátt og tel mig skilja þá.“ Helgi er orðinn 37 ára og er sannfærður um að hann eigi enn eftir að vinna sína stærstu sigra. „Aldur skiptir minna máli meðal fatlaðra íþróttamanna, af ýmsum ástæðum. Það eru þó nokkrir íþróttamenn á stórmótum sem eru komnir á fimmtugsaldurinn eða jafnvel eldri. Þó það sé að verða erfiðara og sífellt komi fleiri iðkendur í hverja grein. Svo er stundum sagt að fyrstu ólympíuleikarnir séu stór áfangi en á öðrum ólympíuleikum geturðu haft raunhæf markmið.“ Kastað lengra en heimsmetið Það er langt síðan Helgi lýsti því yfir að hann ætlaði sér að verða fyrsti fatlaði spjótkastarinn til að kasta 60 metra. „Ég veit ég get það. Ég hef kastað mjög nálægt því á æfingu og þetta er alls ekki óraunhæft. Ég bíð eftir deginum sem það gerist og æfi samkvæmt því. Metið mitt í dag er 57,36 metrar en það er gildandi heimsmet í mínum flokki. Á æfingu fyrir tveimur dögum kastaði ég 58, 5 metra og ég veit ég get enn betur. Það er gríðarleg tilhlökkun að fara til Brasilíu og ég hlakka mikið til að mæta þangað og sýna enn minna fötluðu strákum hvernig á að gera þetta. Ég er búinn að æfa grimmt fyrir þessa leika og ákvað að einblína á spjótkastið, sem ég stóð mig best í á ólympíuleikunum í London. Síðan þá hef ég kastað lengra en allir sem ég er að keppa við og veit að ég ætti að geta unnið þá. En spjótkast er ofboðsleg tæknigrein. Einn daginn geturðu náð stórkostlegum árangri og liðið eins og þú þurfir ekki að æfa meira og næsta dag er það þveröfugt. Kúnstin er að ná góðu dagsformi og toppa á réttum tíma.“
Trúin flyTur fjöll
við flyTjum allT annað Flytjum: Fyrirtæki l Búslóðir l Píanó l Flygla l Peningaskápa Allt frá umslagi upp í stórflutninga l Skutlur l Millistórir bílar m/lyftu Stórir bílar m/lyftu l Kælibílar l Búslóðalyftur l Bílstjórarnir aðstoða
Klettagörðum 1, Reykjavík - Símar 553 5050 & 533 1000 - www. sendibilastodin.is
16 |
Dráttarbeisli
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
undir flestar tegundir bíla
Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Kerrur
frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum
Ýmis ráð voru reynd til að koma bílnum í lag, þar á meðal að draga hann úr hlaði með traktornum hans Björns bónda á Melum. Hér má sjá ráðþrota ferðalanga ræða málin við heimamenn yfir rjúkandi kaffibolla. Myndir | Rut
Sagan af batteríinu sem sameinaði samfélag
Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Halla Harðardóttir | Þóra Tómasdóttir | Rut Sigurðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is
Kerrur
frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum
Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR
EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Tómt liþíum batterí er allt sem þarf til að kynnast öllum íbúum Norðurfjarðar á einu bretti og gestrisni sem líklega fer í sögubækurnar. Tölvukerfi í bílum er eflaust góð hugmynd. Bara ekki á hjara veraldar. Nema þar sem úrræðagóðir bændur, dásamlegur sundlaugarvörður og skörulegur hafnarstjóri koma til bjargar. Fjórar lögðum við af stað eftir vinnu á föstudegi, þyrstar í ný ævintýri. Áfangastaðurinn hafði verið valinn deginum áður. Á Strandir skyldi haldið því þar er ekki aðeins fámennasta samfélag landsins í kynngimagnaðri náttúrufegurð sem á sér enga hliðstæðu, fagrir baðstaðir innan um hvali og refi, heldur líka fínasti skáli í eigu Ferðafélags Íslands. Eftir að hafa keyrt norður í einni bunu komum við að Norðurfirði í niðamyrkri og leituðum uppi rautt hlið. Tilfinningin var óneitanlega að við værum komnar nákvæmlega þangað sem við vildum, á hjara veraldar. Morguninn eftir vorum við sammála um að sjaldan hefðum við sofið jafn vel. Við væran öldunið og ærandi kyrrð. Við helltum upp á kaffi og horfðum yfir spegilsléttan fjörðinn. Sáum fyrir okkur að eftir sundsprett í Krossneslaug skyldi gengið á næsta fjall þar sem hægt væri að sjá yfir á Dranga, þaðan yfir í næsta fjörð þar sem okkar biðu ekki bara selir heldur líka grindhvalir. Eftirvæntingin breyttist í vonbrigði á einu augabragði þegar í ljós kom að við færum ekki hænufet. Bíllinn sýndi ekki vott af lífsmarki, sama hvað við reyndum. Hinn dásamlegi Land Rover jeppi hafði brugðist okkur á ögurstundu. Vélarbilun eða rafmagnsleysi, hvað vissum við? Eftir tveggja tíma vangaveltur, gúggl, símtöl og beiðnir um vináttu jeppafróðra manna á Facebook, og þegar vonbrigðin voru um það bil að breytast í örvæntingu, birtist Gulli á dráttarvél. Brosandi blíður með múgavélina í eftirdragi. Gulli er bóndinn á næsta bæ og það þarf ekki margar mínútur með honum til að átta sig á því að hann er maður lausna. Upphófst nú ein sú skemmtileg-
Gulli bóndi í Steinstúni reffilegur við kaggann sinn. Hann skipaði vonlausum strandaglópunum að taka bílinn sinn eignarnámi og þökk sé honum komumst við í Krossneslaug.
Eftir að hafa keyrt norður í einni bunu komum við að Norðurfirði í niðamyrkri og leituðum uppi rautt hlið. Tilfinningin var óneitanlega að við værum komnar nákvæmlega þangað sem við vildum, á hjara veraldar.
asta atburðarás sem við eigum í okkar minnum. Við sögu komu Björn bóndi í næstu vík með sína dráttarvél og reipi, lífsreyndir sjómenn á strandveiðum í firðinum sem vissu grunsamlega margt um bílvíra sem hægt er að klippa á. Fjárhundurinn Kubbur. Skálavörðurinn Arnal-
dur. Hafnarstjórinn Elín og sundlaugarvörðurinn Davíð. Uppgjöf bílsins var ekki aðeins okkur heldur öllu samfélagi fjarðarins hulin ráðgáta. Lömuð þjófavörn sökum batterísleysis í lykli var líklegasta orsökin fyrir kyrrsetningu okkar á einum afskekktasta stað landsins. Næsta
Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.
www.honda.is
Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00
Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
18 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
liþíum DL2032 batterí var líklega í 200 kílómetra fjarlægð. Þyrftum við í alvöru að skilja bílinn eftir og bíða eftir vikulegu flugi frá Gjögri í bæinn? Rafgeymirinn var grandskoðaður. Öryggin voru endurnýjuð. EKA kóðar voru reyndir. Á fimmta tímanum var Gulli farinn að finna verulega til með okkur og hreinlega skipaði okkur að taka risajeppann sinn til afnota yfir daginn, komast að lauginni þar sem vegurinn endar og slaka bara vel á. Hann hét því að við myndum finna út úr bílaveseninu í sameiningu eftir sundferðina. Lífsreyndu sjómennirnir komu aftur á vettvang. Þeir höfðu keyrt um sveitina í leit að bilunargreiningartölvu og rennt yfir leiðavísi Land Rover á netinu. Þeir minntu okkur aftur á að það væri ekki til betri staður í veröldinni til að stranda á, tilfinning sem við vorum farnar að finna sterklega fyrir eftir alla hjálpsemina. Flug heim á þriðjudeginum var hætt að hljóma illa, ekkert að því að kynnast þessu samfélagi örlítið betur. Heimamenn töluðu um sól og blíðu í kortunum og svo heyrðum við einhvern minnast á partí í Kaupfélaginu. Eftir sundsprett við eitt fallegasta útsýni landsins uppgötvaði sundlaugarvörðurinn og fyrrverandi fjárbóndinn Davíð að í bíllyklinum hans væri alveg eins batterí og í okkar lykli. Við keyrðum til baka á bílnum hans Gulla, jafn fullar eftirvæntingar og restin af samfélaginu við Norðurfjörð, íslenski Land Rover-klúbburinn, breski hjálparsími bílaframleiðandans og fjölskyldumeðlimir í Reykjavík. Og viti menn, bíllinn hrökk í gang. Þar sem löngu var útséð með fjallgöngu og hvalaskoðun bauð Gulli okkur heim í Steinstún þar sem
helstu bjargvættir okkar úr bílaævintýrinu voru samankomnir. Kvöldið var ungt og vinirnir í Norðurfirði ákváðu að grilla saman. Kvíðinn fyrir vetrarkuldanum var farinn að læðast aftan að þeim og síðustu sólargeislarnir skyldu nýttir til fulls. Að auki var okkur boðið í „klára kútinn partí“ þar sem kaffihúsinu við kaupfélagið hafði verið lokað fyrir veturinn án þess að síðustu dreggjarnar væru kláraðar. Hafnarstýran Elín Agla var með lyklavöld að kaffihúsinu og þangað streymdu fleiri bændur úr sveitinni. Bílavesenið hafði spurst út og enginn ætlaði að missa af hittingi við höfnina. Við heyrðum fleiri sögur af svæðinu, sumar góðar, aðrar ljúfsárar. Það er ekkert grín að fara með börnin sín í skólann á vélsleða í niðamyrkri, að vera innilokaður í nokkra mánuði á ári því Vegagerðin vill ekki moka fyrir nokkrar hræður. Að fá rétt svo nóg rafmagn til að geta lifað en ekki nóg fyrir lúxus á borð við frystikistu undir vetrarforðann eða nýja þvottavél. Gjaldið fyrir að elska landið sitt og vilja búa við ræturnar er dýrkeypt. Fólkið á Ströndum er náið og stendur saman. Samfélagið er eins og ein stór fjölskylda og gestum er tekið opnum örmum. Eins og Elín Agla sagði okkur þá kom hún þangað tómhent fyrir nokkrum árum með hugmyndir um að setjast að í fámennustu sveit landsins og bjóst allt eins við því að missa jafnvægið. En í stað þess að detta á rassinn þá tók samfélagið hana í fangið. Það sama tók á móti okkur þegar batteríið dó. Í stað þess að verða strandaglópar á Ströndum kynntumst við mögnuðu samfélagi fólks sem stendur saman, sama hvað. Eins og sjóararnir sögðu, þá er gott að vera strand á Ströndum.
Margskipt gler:
49.900 kr. Fullt verð:
Gulli sá um dæluna í "klára kútinn partíinu".
Stemning í Steinstúni.
94.900 kr
SELESTE umgjörð á:
Flug heim á þriðjudeginum var hætt að hljóma illa, ekkert að því að kynnast þessu samfélagi örlítið betur. Heimamenn töluðu um sól og blíðu í kortunum og svo heyrðum við einhvern minnast á partí í Kaupfélaginu.
1 kr.
jum við kaup á gler
ÖLL GLERIN KOMA MEÐ RISPU-, GLAMPA- OG MÓÐUVÖRN OG ÞYNNTU PLASTI.
KRINGLUNNI 2. HÆÐ
SÍMI 5 700 900
HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
Úr Krossneslaug er hægt að njóta óviðjafnanlegs útsýnis.
Liþíumbatteríið margfræga, DL2032. Þessa mynd tók skálavörðurinn Arnaldur af ferðalöngum fyrir brottför í bæinn, reynslunni ríkari.
Sérblað um Vetrarferðir Þann 16. september
auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300
20 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Homo sapiens sigraði heiminn með ímyndun að vopni Homo sapiens hefur verið uppi í um 150 þúsund ár. Mynd | Getty
Endur fyrir löngu, kannski fyrir 150 þúsund árum, birtist homo sapiens á sjónarsviðinu. Í fyrstu skar hann sig ekki mikið úr hópi annarra manntegunda sem þá voru uppi. Steini var lamið í stein, eldur logaði við fætur sofandi fólks og matar var leitað. En fyrir um 70 þúsund árum breyttist eitthvað í heilabúi þessarar nýju tegundar. Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn
Nokkur þúsund árum síðar hafði hann lagt plánetuna undir sig, komið sér efst í fæðukeðjuna og útrýmt fjölda dýrategunda – þar á meðal öllum öðrum manntegundum. „The rest is history“ ef marka má bókina Sapiens eftir sagnfræðinginn Yuval Noah Harari, sem nú selst eins og heitar lummur um allan heim. Menn – það er að segja ýmsar tegundir mannsins – hafa verið til í um það bil 2,5 milljónir ára. Nán-
ast í allan þann tíma, eða þar til fyrir um tíu til tuttugu þúsund árum, voru ávallt margar tegundir manna uppi á sama tíma á jörðinni. Fyrir um 50-70 þúsund árum bjuggu til dæmis neanderthalsmenn í Evrópu, homo erectus á ýmsum stöðum í Asíu og homo sapiens, forfeður okkar, í Austur-Afríku. Fram að því höfðu tegundirnar deilt plánetunni án þess að rekast neitt sérstaklega á. Homo sapiens var, rétt eins og hinar tegundir mannsins, enginn merkilegur áhrifavaldur á jörðinni, heldur aðeins af ein af nokkrum tegundum dýra sem lifðu og nærðust í vistkerfum heimsins, rétt eins og marglytta, æðarfugl, háhyrningur eða simpansi. Af hverju bara við? Í dag er maðurinn óvanur því að hugsa um sig sem eina tegund innan ættkvíslar annarra manntegunda. En þegar við hugsum betur um það, finnst okkur skrýtið að nokkrar ólíkar tegundir séu til af til dæmis bjarndýrum – skógarbjörn, svartbjörn og ísbjörn? Fyrir um 50 þúsund árum gerðist eitthvað því þá varð ein þessara manntegunda, tegundin okkar, skyndilega gífurlega uppivöðslusöm og breytti ásýnd jarðar til frambúðar. Fjöldi dýrategunda dó út og þar með taldar allar aðrar manntegundir. En hvað gerðist? Og hvernig hefur líf tegundarinnar okkar verið síðan þá? 400 blaðsíður um alla söguna Þetta er hin gífurlega stóra mynd sem ísraelski sagnfræðingurinn Yuval Noah Harari dregur upp í bókinni Sapiens sem út kom í heimalandi hans árið 2011 og hefur síðan verið þýdd á yfir 30 tungumál. Í henni veltir hann fyrir sér stærstu spurningunum um titiltegundina og áhrif hennar á jörðina. Þó að vísindin og gögnin á bak við flestar staðreyndir bókarinnar séu ekki frá Harari sjálfum komin, er hið stóra samhengi mannsins bæði í nútíma og mörg hundruð þúsund ára fortíð hans dregið upp á aðgengilegan og nýstárlegan hátt. Þessi saga er þó auðvitað sögð á sannkölluðu hundavaði, enda er bókin ekki nema um 400 blaðsíður að lengd. Einföldun eða frábær hugvekja? Harari hefur verið gagnrýndur fyrir einföldun á sumum flóknum atburðum og breytingum í sögu mannsins. Bandaríski blaðamaðurinn Charles
Yuval Noah Harari segir eitthvað hafa breyst í heilabúi mannsins fyrir um 70 þúsund árum.
C. Mann hefur til dæmis uppnefnt Harari „Reddit-notanda fræðaheimsins“ og vísar þar í vefsíðuna reddit.com þar sem einfeldningslegar bollaleggingar um söguna líta stundum dagsins ljós. En þó þessir annmarkar séu á bókinni að sumu leyti, er hún einkar hjálpleg til glöggvunar á stærstu spurningunum. Hún fær flesta til að líta örlítið í kringum sig og átta sig á hversu brenglaður veruleiki og saga mannsins er í raun og veru. Texti bókarinnar er strangt til tekið líkari heimspekilegri pælingu en sagnfræðilegu stórvirki. Það er mikilvægt að sagan sé okkur öllum aðgengileg og það er því ekki úr vegi að líta á eitt og annað úr bókinni. Þrjár byltingar Saga mannsins skiptist í þrjár stórar byltingar að mati Hararis. Mannkynssagan hófst í raun með „vitsmunalegu byltingunni“ fyrir um 50-70 þúsund árum, svo kom „landbúnaðarbyltingin“ fyrir um 12 þúsund árum sem færði manninn upp á enn hærra plan. Næstu árþúsundin fóru í að sameina allt mannkynið og leggja undir okkur gervalla plánetuna. Og loks var það „vísindabyltingin“ fyrir um 500 árum síðan sem hefur gert okkur að óstöðvandi og stórhættulegri dýrategund. En við munum, samkvæmt spám Hararis, hverfa á næstu öldum. Við munum ekki deyja út (ekki nema að stórslys verði), heldur uppfæra líkama okkar með líftækni svo að á endanum muni homo sapiens fræðilega ekki lengur vera til. Ímyndun lykill alls Í þessari upptalningu var vitsmunalega byltingin líklega sú merkilegasta. Erfðafræðileg stökkbreyting breytti heilastarfsemi mannsins og gerði honum kleift að nota tungumál á nýjan hátt. Maðurinn gat nú notað ímyndunaraflið til að fá stóra hópa til að vinna saman. Hvað er átt við með því? Jú, með því að risastórir hópar manna trúa sömu skálduðu sögunni – til dæmis um guði, peninga, þjóðsöngva, stjórnarskrá,
Bók Hararis fjallar um alla mannkynssöguna á frumlegan hátt. Hún kom fyrst út í Ísrael árið 2011 en selst nú eins og heitar lummur víða um heiminn.
verslunarmannahelgar, skrímsli, Pokemon Go og himnaríki – vinna þeir saman að sama markmiði. Talið er að „slúður“ um náungann og lygar hafi verið fyrsti vísirinn að þessari byltingu. Það væri herfilegt kaos og rugl að hafa tíu þúsund simpansa á Péturstorgi í Róm, en tíu þúsund homo sapiens á Péturstorgi halda saman útimessu. Skáldskapurinn – hlutir sem eru hvergi til í efnisheiminum – límir þá saman. „Það eru engir guðir í alheiminum, engar þjóðir, engir peningar, engin mannréttindi, engin lög og ekkert réttlæti utan við hina hefðbundnu ímyndun mannvera,“ skrifar Harari. Eina tegundin sem vinnur saman Við ráðum lögum og lofum á plánetunni vegna þess að við erum eina tegundin sem getur stundað sveigjanlegt samstarf á stórum skala. Sumar skepnur, eins og býflugur og maurar, geta unnið þúsundum saman en aldrei sveigjanlega. „Býflugur geta ekki steypt drottningunni af stóli og komið á kommúnísku þjóðfélagi,“ skrifar Harari. Önnur dýr, eins og simpansar og górillur, geta stundað sveigjanlegt og náið samstarf með nánustu fjölskyldumeðlimum sínum en aldrei með stórum hópum. Menn eru eina tegundin sem sameinar þetta tvennt. Við stundum sveigjanlegt samstarf þúsundum og milljónum saman – og það með ókunnugu fólki.
Alþjóðleg sýning Hundaræktarfélags Íslands í reiðhöllinni Víðidal Fimm dómarar frá Írlandi 600 hundar af 85 tegundum. Sýningin hefst kl.10.00, úrslit eru áætluð um kl.15.00
Miðaverð 700 kr, frítt fyrir 12 ára og yngi
22 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Dýr Ástralíu hurfu Jörðin fann strax fyrir þessari vitsmunalegu byltingu því hún hafði í för með sér vistfræðilegt stórslys frá byrjun. Maðurinn komst til Ástralíu fyrir um 46 þúsund árum síðan og kom þar að ósnortinni náttúru. Líffræðingar hafa tímasett gríðarlegt útrýmingarskeið dýrategunda í Ástralíu við sama tímapunkt. Grípum niður í bókina: „Sjórinn skolaði strax burt fyrsta fótsporinu sem maður steig á ástralskri strönd. En þegar landnemarnir herjuðu inn í landið skildu þeir eftir öðruvísi fótspor sem aldrei verður afmáð. Þegar þeir héldu áfram fundu þeir furðulegan heim með óþekktum verum eins og 200 kílóa, tveggja metra háa kengúru og pokadýrsljón á stærð við tígrisdýr, sem var stærsta rándýr álfunnar. Risastórir kóalabirnir – alls engir krúttlegir bangsar – hömuðust í trjánum og ófleygir fuglar, tvöfalt stærri en strútar, voru á spretti um slétturnar. Skriðdýr í drekalíki og fimm metra langar slöngur liðuðust um lággróðurinn. [...] Eftir örfá árþúsund voru nær allir þessir risar horfnir. Af þeim 24 áströlsku dýrategundum sem voru 50 kíló eða þyngri urðu 23 útdauða.“ Þegar for-
feður okkar fóru yfir Beringssundið og til Ameríku gerðist það sama. Um 70% allra stórra dýra dó út á nokkrum öldum eftir komu mannsins. Landbúnaðarbyltingin mistök? Homo sapiens lagði undir sig plánetuna á stuttum tíma og þá tók við landbúnaðarbyltingin. Harari hefur skemmtilega sýn á hana. Homo sapiens voru nánast alla sögu sína á jörðu veiðimenn og safnarar. Þau 200 ár sem nokkuð margir einstaklingar tegundarinnar hafa unnið sem verkamenn eða skrifstofumenn í borgaralegu samfélagi, eða þau 10 þúsund ár á undan þar sem nánast allir homo sapiens unnu á ökrum eða sem hirðingjar, eru því aðeins eitt augnablik í samanburði við þau 150-200 þúsund ár sem skepnan hefur verið uppi. Harari bendir á nýjar rannsóknir í þróunarsálfræði. Sú fræðigrein byggir á að félagslegir og hugrænir eiginleikar mannsins séu afleiðing aðlögunar í gegnum söguna og hafi því mótast fyrst og fremst á tímabilinu okkar sem veiðimenn og safnarar. Þess vegna eru þarfir manna í dag enn mótaðar af líferni þessara forfeðra okkar. Það
Leið okkur betur á steinöld?
megi útskýra vanlíðan, streitu og ýmsa sálræna og líkamlega kvilla sem nútímamaðurinn þjáist af í hinu samt háþróaða samfélagi þar sem lífskjör hafa aldrei verið betri. „Hvers vegna hámar fólk í sig mat
með alltof miklum hitaeiningum sem er óhollt fyrir það? Samfélög nútímans þjást vegna offituvandamála. Við skiljum ekkert hvers vegna við sækjum í sætasta og feitasta matinn sem hugsast getur, nema ef við
Prófaðu nýju Opn heyrnartækin í 7 daga
Nýtt heyrnartæki. Sannað að auðveldi heilanum að heyra. Fullkomnustu heyrnartækin frá Oticon með BrainHearing™ tækni
Heilinn vinnur á ótrúlegum hraða við að greina úr hljóðum. Nú getur þú fengið heyrnartæki sem heldur í við hann! Nýju Opn heyrnartækin frá Oticon búa yfir BrainHearing™ tækni sem vinnur úr hljóði á ofurhraða. Rannsóknir hafa sýnt að með Opn heyrnartækjum batnar talskilningur um 30%*, áreynsla við hlustun minnkar um 20%* og þú manst um 20% meira af samtölum þínum**. Opn heyrnartækin létta á álagi við að heyra og auðvelda þér að fylgja samræðum í krefjandi hljóðumhverfi. * Borið saman við Alta2 Pro heyrnartæki. | ** Ávinningur einstaklinga getur verið breytilegur og er háður tæki sem hefur verið notað.
Fáðu Opn heyrnartæki til prufu í 7 daga. Tímapantanir í síma 568 6880. www.heyrnartaekni.is
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
skoðum fæðu veiðimannanna og safnaranna, forfeðra okkar,“ skrifar Harari. „Í skógunum sem þeir bjuggu var hitaeiningaríkur matur af mjög skornum skammti eins og fæða almennt var þá. Fyrir um 30 þúsund árum voru þroskaðir ávextir einu sætindin sem safnari rakst á. Ef steinaldarkona fann fíkjur í skóginum var langsniðugast að háma þær allar í sig í einu áður en brjálaðir bavíanar mættu á svæðið. Sú eðlisávísun að háma í sig slíka fæðu festist þannig í sessi í genum okkar.“ Einhæft og vansælt Eftir landbúnaðarbyltinguna varð fæða mannsins mun fábreyttari en áður. Í Asíu voru nú nánast einungis hrísgrjón étin og í Miðausturlöndum hveiti. „Fæða veiðimanna og safnara var mun betri. Enda er það ekki skrýtið – það hafði verið fæða mannsins í hundruð þúsunda ára og líkaminn hafði aðlagast.“ Auk þess breyttist lífsstíll manna gífurlega, þeir þjöppuðust saman á landbúnaðarsvæðum og lífið varð einhæfara. Í staðinn fyrir að þeytast um skóga, hóla og hæðir í leit að mat fór allt líf fram á ökrum, þar sem sama iðjan var stunduð dag eftir dag. Þetta telur Harari að hafi dregið mikið úr lífsgæðum mannsins sem bjó við þessa lífshætti fram á okkar daga. Iðnaðarbúskapur versti glæpurinn Landbúnaðarbyltingin hafði ekki einungis áhrif á manninn sjálfan, hún hefur auðvitað einnig breytt dýralífi jarðar. Það hefur svo enn aukist eftir tilkomu vísindabyltingarinnar fyrir um 500 árum þegar mannkynið er orðið alltumlykjandi á plánetunni. Í dag er meirihluti allra stórra dýra á jörðu húsdýr, sem flest eru fórnarlömb landbúnaðariðnaðar, slátrunar á risastórum skala. Þetta telur Harari einn versta glæp mannkynsins. Því að á sama hátt og þróunarsálfræði útskýrir hvers vegna menn eru mótaðir af langri sögu sinni, gildir það sama um dýrin. Nautgripir eru til dæmis félagslegar verur sem mótuðust í gegnum árþúsundin. Þegar þeir lifa í villtri náttúrunni þurfa þeir að nota félagslegar athafnir til að vaxa og dafna, nærast og fjölga sér. Þessi dýr þjást því mikið í landbúnaði nútímans þar sem ungviðið er til dæmis oftar en ekki aðskilið frá öðrum skepnum og ýmsar aðrar hömlur eru lagðar á dýrin. Verðum við næst guðir? Síðustu kaflar Sapiens líkjast frekar skrifum vísindaskáldsöguhöfundarins Arthurs C. Clarke. Hann telur að með líftækni og öðrum háþróuðum vísindum munu næstu aldir einkennast af tilraunum mannsins til að „uppfæra“ líkama sína. Þá muni næsta byltingin hefjast þar sem menn breytast í nokkurs konar „guði“. Það er líklega hollast að velta því fyrir sér því saga mannsins hefur hingað til verið með ólíkindum. Annars er bent á bókina sjálfa, Sapiens eftir Yuval Noah Harari.
* *
*
Með áletrun og uppsetningu
Með áletrun og uppsetningu
Með lukt, áletrun og uppsetningu
Með áletrun og uppsetningu
Með áletrun og uppsetningu
Með áletrun og uppsetningu
verð aðeins kr: 269.900
verð aðeins kr: 303.900
verð aðeins kr: 159.900
verð aðeins kr: 239.900
verð aðeins kr: 309.900
verð aðeins kr: 149.900
MIKIÐ ÚRVAL LUKTA OG FYLGIHLUTA FRÁ BIONDAN, EINUM VIRTASTA FRAMLEIÐENDA Í EVRÓPU
Granítsteinar.is – Helluhrauni 2 – Hafnarfjörður – Sími: 544-5100
* Aukahlutir á mynd fylgja ekki
Sendum út um allt land án kostnaðar
-50%
7.495
EPS-XP332
VERÐ ÁÐUR
-50%
14.995
ÞRÁÐLAUS HEIMILISPRENTARI MEÐ LCD SKJÁ OG SKANNA !
NEX-NXW10QC32G
10,1“ SPJALDTÖLVA MEÐ WINDOWS STÝRIKERFI OG LYKLABORÐI !
-50%
ASU-CERBERUSKEYBOARD
49.995
VERÐ ÁÐUR
-28%
4.995 VERÐ ÁÐUR
24.995
6.495
9.995 SDI-SDCZ73128G
BAKLÝST LED LEIKJALYKLABORÐ MEÐ ÍSLENSKUM STÖFUM
VERÐ ÁÐUR
8.995
RISASTÓR OG OFURHRAÐUR 128GB MINNISLYKILL !
AÐEINS 10 STK .
-7.000
19.995 VERÐ ÁÐUR
26.995
HÁGÆÐA 22“ TÖLVUSKJÁR FRÁ ASUS
-40%
5.995
VERÐ ÁÐUR
9.995
SIBERIA 150 LEIKJAHEYRNARTÓL MEÐ HLJÓÐNEMA
-29%
-20.000
11.995 VERÐ ÁÐUR
16.995
240GB OFURHRAÐUR ULTRA II SSD DISKUR
HÖFUM OPNAÐ RISAVERSLUN Í GLERÁRTORGI Á AKUREYRI !
59.995
VERÐ ÁÐUR
79.995
ÓTRÚLEGUR 28“ 4K LEIKJASKJÁR MEÐ FREESYNC !
TAKMARKAÐ MAGN !
A N I G L E H A L L A Ð I P O I G R O T R Á R E OG GL T U A R B S D N A Á SUÐURL AÐEINS 5 STK.
ACE-NXGE6ED015
-25.000
KRAFTMIKIL INTEL i7 FARTÖLVA MEÐ 96GB SSD OG 1TB HDD !
124.995
MSI-GTX1080ARMOR8GOC
GLÆNÝTT 8GB GTX1080 GEFORCE LEIKJASKJÁKORT !
VERÐ ÁÐUR
-40.000
149.995
129.995 VERÐ ÁÐUR
169.995
ASU-GL552VWCN298T
FSP-PB7800MAH
7800 MAH FERÐARAFHLAÐA FYRIR PÓKEMON GO MEÐ TVEIMUR USB TENGJUM !
-43%
15,6“ LEIKJASKRÍMSLI MEÐ INTEL i5, GTX 960M OG FHD SKJÁ !
3.995 VERÐ ÁÐUR
-70.000
6.995
159.995 VERÐ ÁÐUR
229.995
AÐEINS 30 STK.
-3.000
89.995
6.995
VERÐ ÁÐUR
9.995
VERÐ ÁÐUR
BLEIKT OG BLÁTT GPS BARNAÚR MEÐ STAÐSTENINGU, HLEÐSLUSTANDI OG HRINGINGU ! REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 26 Sími 414 1700
-50%
-30.000
AKUREYRI GLERÁRTORGI Sími 414 1730
5.995
119.995
i5 VIVOPC SMÁTÖLVA MEÐ SSD ! HÚSAVÍK
GARÐARSBRAUT 18A Sími 464 1600
VERÐ ÁÐUR
11.995
TRAUSTUR 1TB VASAFLAKKARI FRÁ TOSHIBA Á 5.995 EGILSSTAÐIR KAUPVANGI 6 Sími 414 1735
KEFLAVÍK HAFNARGÖTU 90 Sími 414 1740
-15.000
74.995 VERÐ ÁÐUR
AÐEINS 10 STK.
89.995
NÝTT GTX 1070 DUAL LEIKJASKJÁKORT FRÁ ASUS SELFOSS
AUSTURVEGI 34 Sími 414 1745
AKRANES ÞJÓÐBRAUT 1 SÍMI 431 3333
26 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Of fagur fyrir þetta líf Bóbó á Holtinu var einn fegursti maður sem gengur hefur um íslenska grund, segja má að aldrei hafi jafn góður biti endað í hundskjafti Bakkusar og Bóbó. Hingað til hafa því mestu glæsimenni hverrar kynslóðar leikara leikið Badda. Kristján Franklín Magnús lék Badda næstum hvert kvöld í næstum tvö ár frá hausti 1987 til vors 1989 í leikgerð Kjartans Ragnarssonar í Búr-skemmunni á Meistaravöllum. Þórhallur Gunnarsson var Baddi
á Akureyri undir leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Sagt er um glæsimennið Þórhall að hann hefði líklega ekki snúið sér að fjölmiðlun heldur átt gifturíkan leikferil ef hann hefði ekki verið í árgangi í leiklistarskóla með helstu gulldrengjum leikhússins; Hilmi Snæ Guðnasyni og Benedikt Erlingssyni. Friðrik Þór Friðriksson valdi Baltasar Kormák sem Badda í bíómyndina eftir bókunum og því hefur verið haldið fram að það sé einn galli við
myndina að Baddinn í henni sé eiginlega flottari en Elvis, hann hefði mátt vera finnskari, eins og persóna hjá Aki Kaurismäki. Þórir Sæmundsson mun því ekki aðeins glíma við persónu Badda í kvöld og draug Bóbós, hins ógæfusama glæsimennis; heldur þarf hann að endurskapa svala töffarann fyrir okkar tíð. Og brjóta hann síðan niður og druslast með brotin í gegnum helvíti alkóhólismans.
Prins verður frekja Þjóðleikhúsið freistar þess í kvöld að endurskapa vinsælasta sögubálk seinni tíma, Djöflaeyjuna, og færa braggahverfi eftirstríðsáranna og íbúa þeirra til okkar tíma. Á þetta fólk erindi við okkur? Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is
Það er hvorki góð hugmynd né slæm að setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik. Útkoman ræðst af framkvæmdinni. Annað hvort gengur þetta fullkomlega upp eða alls ekki. Þetta er svoleiðis hugmynd. Það er ekkert lala, allt í lagi eða næstum því. Annað hvort verða þetta skeytin inn eða boltinn endar upp í stúku. Söngur dregur ekki úr harminum í sögunni. Svo til allar óperur sem hafa lifað eru harmsögur. Íslenska óperan setur upp Eugene Onegin í vetur. Það vantar ekki
SELESTE UMGJÖRÐ Á:
1 kr. við kaup á glerjum
KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI
20 ára
Kvennakórinn Kyrjurnar getur bætt við sig nýjum röddum! Látið drauminn rætast!
Starfið hefst miðvikudaginn 14. september kl. 19:30 í Friðrikskapellu við Valsheimilið að Hlíðarenda. Lagaval er fjölbreytt og skemmtilegt. Það er spennandi afmælisár framundan! Kórstjóri er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir, söngkennari og söngkona. Upplýsingar veita Sigurbjörg gsm. 865 5503 | Petra gsm. 897 5323
harminn í þá sögu. Söngleikir geta líka borið harminn; Vesalingarnir, West Side Story, Óperudraugurinn og Jesus Christ Superstar. Það hafa frekar verið gamanóperunnar sem gleymast. Fyndni og skens eldast verr en harmurinn. Sem er alltaf nálægur og nýr. Stjörnur í húsi Vatnaskil ólíkra listforma eru gjöful svæði. Charlie Chaplin kom með trúðslæti úr ensku Music Hall inn í bíómyndirnar, dró síðan harminn inn og þjóðfélagsádeiluna þar á eftir. Það var Baltasar Kormákur sem kom til Þjóðleikhússins og vildi setja Djöflaeyjuna upp sem söngleik. Balti mátti síðan ekki vera að þessu og leikhúsið fól því öðrum að gera eitthvað úr þessari hugdettu. Það þarf ekki að vera verra. En er það stundum og jafnvel oft. Það fer okkur oftast best að lifa eigin drauma. Íslenskt leikhús er að ganga í gegnum einskonar stjörnutímabil. Stóru leikhúsin veðja æ meira á samvinnu við Gísla Örn Garðarsson og Vesturport, Baltasar Kormák eða aðra sem geta komið með hugmyndirnar, framkvæmdina og vinsældir sínar inn í leikhúsið. Er þetta gott eða vont? Það veit ég ekkert um. Líklega er leikhús einföld íþrótt þegar upp er staðið. Ef samstarfið við stjörnurnar skilar góðum sýningum er það gott mál. Ef sýningarnar eru vondar er sam-
Íslenskt leikhús er að ganga í gegnum einskonar stjörnutímabil. Stóru leikhúsin veðja æ meira á samvinnu við Gísla Örn Garðarsson og Vesturport, Baltasar Kormák eða aðra sem geta komið með hugmyndirnar, framkvæmdina og vinsældir sínar inn í leikhúsið. starfið líka vont. Eins og maðurinn sagði þá eru ekki til góðar eða slæmar hugmyndir, aðeins hugmyndir sem eru gerðar góðar eða slæmar. Endalaus metsala Djöflaeyjan kom út 1983 og Gulleyjan 1985. Kjartan Ragnarsson gerði leikgerð upp úr þessum bókum sem sýnd var í smekkfullri Búr-skemmu út á Meistaravöllum í næstum tvö ár, svo til á hverju kvöldi frá hausti 1987 fram á vorið 1989. Friðrik Þór Friðriksson bjó til úr þessu bíómynd sem frumsýnd var 1996. Allt voru þetta meistara-
Mynd | Þórarinn Óskar Þórarinsson
Hin ósýnilega aðalpersóna Saga Bóbós á Holtinu er saga drengs sem var spilltur af eftirlæti, borinn á höndum kvenna; ungs manns sem allt gat en ekkert gerði og loks fullorðins manns sem tapaði lífsglímu sinni fyrir Bakkusi. Þegar skrælt er utan af sögunni er þetta saga af manni sem veikist og finnur ekki bata, fyrst og fremst vegna þess að samfélagið viðurkennir ekki sjúkdóminn. Síðustu áratugina var Bóbó róni í Reykjavík, hluti af sjúklingahópi öfugu megin við borgarhliðið. Saga alkóhólistans hefur verið sögð aftur og aftur, allt frá Jeppa á Fjalli til vorra daga. Holberg vissi náttúrlega ekki að Jeppi væri alki heldur taldi sídrykkju hans merki þess að almúgafólk þyldi ekki hóglífið eins vel og aðalsfólkið. Sem var betur gert. Þegar mannréttindabarátta áfengissjúklinga hófst um og eftir seinna stríð birtist nútímalegri sýn á áfengissýki í bókmenntum og bíó, til dæmis í metsölubók Charles R. Jackson, The Lost Weekend, sem Billy Wilder gerði að Óskarsverðlaunamynd með sama nafni. The Lost Weekend kom út skömmu eftir að AA-bókin kom fyrst út. Charles R. Jackson var einn af fyrstu ölkunum sem sóttu AA-fundi í New York. Í bók sinni kynnti hann nýja persónu inn í bókmenntaheiminn, alkann sem drakk vegna þess að hann var alkóhólisti, veikur maður. Það er reyndar gefið í skyn í bókinni að rekja megi orsakir áfengissýkinnar til þess að Don Birnam sé skápahommi, eins og höfundurinn Jackson. En Birnam er þó fyrst og fremst veikur af alkóhólisma. Drykkjan er ekki afleiðing syndar, persónuveikleika eða siðferðislegrar togstreitu. Birnam er syndugur, veiklundaður og siðferðislega sundurtættur vegna þess að hann er alkóhólisti og kann ekki að leita bata. Um áratug síðar teiknar Malcolm Lowry slíkan alkóhólista enn betur í bók sinni Under the Volcano. En eftir það hverfur þessi alkóhólisti að mestu úr bókmenntunum, enda erfitt að láta svona óútreiknanlegar persónur vaða um blaðsíður og leiksvið. Til að fella alkann inn í hefðbundinn frásagnarboga freistuðust höfundar því til þess skilja stjórnlausa drykkju sem afleiðingu áfalla eða sem flótta undan einhverju sem persónur óttuðust. Alkinn, sem drekkur vegna þess að hann er veikur og án tillits til þess hvort fólk er blítt við hann eða illt, tollir illa í sögu vegna þess að hann bregst ekki við aðstæðum heldur sjúkdómnum sem er inn í honum og utan sögunnar. Hin meðvirku bregðast hins vegar við hegðun alkans og harmur sjúkdómsins birtist því oft sterkar í þeim. Karólína spákona, heimilisfaðirinn Tómas, Danni bróðir Badda og í raun öll ættin eru fárveikir aðstandendur. Þau hringsnúast í kringum eyðandi miðju. Hugmyndir okkar um alkóhólisma breytast og eru aðrar í dag en þegar Djöflaeyjan var gefin út 1983 eða Gulleyjan kom út 1985. Síðan hefur næstum fimmti hver líklegur leikhúsgestur farið í áfengis- og vímuefnameðferð, mikill meirihluti þekkir alkóhólisma úr sínu nánasta umhverfi. Undanfarin misseri hafa gamlar deilur um hvort alkinn sé í vanda vegna þess að hann drekki eða hvort hann drekki vegna þess að hann lenti í vanda eða áfalli. Aðstandendur Djöflaeyjunnar þurfa því að endurskapa alkóhólismann í sögunni ekki síður en töffaraskapinn í Badda. Það er ekki sjálfgefið að það sem virkaði fyrir 30 árum gangi upp í dag.
A
ÚTSALA
A L A S T Ú
A L A S T Ú
20A L A S T Ú
Ekki missa af þessu Takmarkað magn!
síðustu dagar A L A S ÚT
A L A S T Ú A L A S T Ú Ú
A A L L A A ÚTS ÚTS A A A L L L A A A S S S T T T Ú LA Ú LA Ú A L A A A S S S T T T A A A A Ú Ú L L L L A A A A S S S S T T T T Ú Ú Ú Ú Slá með buxum og bolum. Tilboð kr: 2.500.A L A S T A A A A Ú L L L L Slá með buxum, peysum, jökkum og úlpum. Tilboð kr 5.900.A A A A S S S S T T T T Ú afsl. Ú MerinoÚ ull á börn 92Ú til 122 cm 50% A A A A A L L L L L A A A A A Fatnaður 20 til 70% afsl. S S T T Ú Ú A ÚTS ÚTS ÚTS Skór L 20Atil 70% afsl. A A A A L L L L A A A A A S S S S S T T T T T u ÚSvefnpokarÚ30% afsl. ÍÚs le n s k Ú LA Ú Ú A S T A A A Ú L LA30%Tafsl. L L A A A Bakpokar S S S T T Ú Ú LA Ú LA A L og margt fleira ... A A A S S S T T T Ú Ú Ú
A
ALPARNIR
Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is
A S T Ú
28 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Sagan með uppsteyt við höfundinn Djöflaeyjan er sagnamennska sem Íslendingar hafa elskað í þúsund ár; frásögn af raunverulegu fólki og atburðum sett fram með list skáldskaparins. Segja má að þessi aðferð sé svo samofin íslenskri menningu að Íslendingar hafi óvart búið til nútíma skáldsöguna innan Íslendingasagna. Þeir hafi ætlað að stundað sagnfræði en ekki ráðið við sig og misst sig í sagnamennsku. Þótt reynt hafi verið að halda bókmenntaumræðu á Íslandi innan marka listarinnar vill hún helst vera á beit á mörkum sagnfræði og skáldskapar, einhvers staðar á milli Sumarhúsa og Vetrarhúsa. Það þykir auðgandi fyrir sálina að lesa Gunnarshólma en enn frekar ef fólk finnur Gunnarshólma sjálfan og gengur á hann. Sem kunnugt er voru sögur Þórarins Óskars Þórarinssonar, Agga, kveikjan að bókum Einars Kárasonar. Framan af var samstarf þeirra kátt og glatt, eins og sjá á myndinni hér að ofan þar sem þeir brosa framan í heiminn með aðalpersónunni sjálfri, Bóbó á Holtinu. Þetta er í raun einstök mynd af íslenskum sagnaarfi. Ímyndið ykkur ef við ættum mynd af Agli Skallagrímssyni, óþekktum sagnaþul og Snorra Sturlusyni brosandi framan í okkur; þræðinum sem liggur frá raunveruleikanum í gegnum munnlega sagnageymd að bókmenntaverkinu. Eftir því sem Djöflaeyjan reis hærra, seldist meira og víðar, varð að leikriti og bíó, vildi Aggi eigna sér stærri hluta sögunnar og krafði Einar um viðurkenningu sem meðhöfundur, hið minnsta. Það var hins vegar óravegur frá sögum Agga og bók Einars, jafn langur og frá dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar að Heimsljósi Halldórs Laxness. Reglulega spretta upp heitar deilur um mörkin milli skáldskapar og raunveruleika, nú síðast um bók verk; frábærar metsölubækur, frábær og vinsæl leiksýning og frábær mynd sem sló aðsóknarmet. Þetta er fáheyrð sigurganga á rétt rúmum áratug. Fyrir tveimur árum setti Þjóðleikhúsið upp Engla alheimsins, verk frá svipuðum tíma og sem hafði notið álíka velgengni eins og sögur Einars. Í þeirri sýningu brugðu Þorleifur Örn Arnarson og félagar á það ráð að vinna úr öllu samtímis; raunverulegum persónum sem voru kveikja sögunnar, sögunni sjálfri, bíómyndinni og viðtökusögu alls þessa, ásamt breyttum hugmyndum um geðveiki, meðvirkni, snillinginn og allskonar. Áhorfendur að Djöf laeyjunni geta ekki vænst slíks karnivals. Eftir sem áður verður ekki bara saga Einars á sviðinu heldur margt annað; sagan að baki sögu Einars og sagan sem hefur spunnist síðan sagan var sögð. Endursköpun töffheita Það á eftir að koma í ljós á sviðinu hversu vel sagan af þessum menningarlega tómarúmi fátæks fólks, sem var nýflutt úr sveitinni í húsnæðishark á mölinni eftir seinna
Hallgríms Helgasonar um ævi Brynhildar Georgíu Björnsson, Konan við þúsund gráður. Það er á þessum vatnaskilum raunveruleika og skáldskapar sem mesta lífið er í umræðunni. Thor Vilhjálmsson þurfti að ganga einn með sínar uppdiktuðu persónur þar til hann skrifaði bók um Einar Benediktsson ungan og var eftir það yndi allra landsmanna. Þessi skil að baki Djöflaeyjunni eru sérstök fyrir það að sagnfestukenningin holdgerðist í Agga og hótaði rithöfundinum málaferlum. Ég veit ekki hvort einhver bókmenntafræðingurinn hefur rannsakað það, en mér kæmi ekki á óvart þótt þau leiðindi öll hafi gert Einar enn ákafari bókfestumann, svo mikinn að hann hefur skrifaði bæði skáldskap og ritgerðir sem styrkja sýn okkar á rithöfundinn á ritunartíma Íslendingasagna. Eins og við uppsetningu Þorleifs Arnar Arnarssonar á Englum alheimsins mun þetta samspil skáldskapar og raunveruleika spila sína rullu í uppfærslu Þjóðleikhússins á Djöflaeyjunni. Eins og Aggi umbreytti atburðum í sagnamennsku og Einar hvoru tveggja í skáldskap, þannig mun leikhúsið vinna með allt þetta til að búa til enn nýtt verk. Það sést til dæmis af því að Aggi hengir upp ljósmyndir sínar af fyrirmyndum persóna Einars á ganga leikhússins. Djöflaeyjan er þannig lagkaka, þar sem hvert lag fyrir sig heimtar að fá að halda áfram að spinna þráðinn. Persónurnar spinna sögur jafnvel eftir að þær eru dánar. Þannig var Aggi sakaður um það fyrir fáum árum að hafa láðst að tilkynna andlát ömmu sinnar, Gógóar, í bók Einars, svo Tryggingastofnun greiddi ellilífeyri hennar inn á bók mánaðarlega í tíu ár eftir að hún dó í Fargo í Minnesota. Atburðir sem vel má sjá fyrir sér í bók Einars, en eru það ekki.
stríð, skilar sér til nútímans. Kannski upplifum við það öðruvísi í dag þegar við höfum gengið enn lengra inn í tómið. Þó þrjátíu ár séu ekki langur tími hafa hugmyndir okkar um alkóhólisma og meðvirkni breyst. Líka hugmyndir okkar um fátækt og mannlega reisn. Að ekki sé talað um töffaraskap. Líklega er Baddi mesti töffari íslenskra bókmennta. Kjartan Ragnarsson lét hann keyra inn á sviðið í gljáfægðum Cadillac. Hvaða önnur persóna íslenskra bókmennta stæði undir slíkri innkomu. Kádílákur, Zippo, hvítur stuttermabolur og leðurjakki voru táknmyndir töffaraheita árið 1987. Kannski ekki í dag. Einar Kárason er helsti töffari íslenskra bókmennta. Hann hefur best allra varðveitt karlmannlegan svala sem Steinn Steinarr og fleiri þróuðu meðan Reykjavík var að breytast úr þorpi í bæ. Það er því nokkur Einar í Badda. Og Baddi í Einari, maður sem dreymir um að keyra yfir Bandaríkin á Cadillac. Leikhúsfólkið þarf því að komast í gegnum Einar til að setja nýjan töffaratón í Badda.
Prins verður frekja En Baddi er líka ein sterkasta harmsögupersóna íslenskra bókmennta. Hann er maður tveggja heima sem gat í hvorugum lifað. Hann passaði ekki inn í Ameríku vegna þess að hann var íslenskur lúði og hann passaði ekki inn í Reykjavík vegna þess að hann amerískur töffari. Lífið er honum ekki samboðið og hann er ekki samboðinn lífinu. Harmsaga Badda er líka sagan af hinum fagra sveini sem þúsund konur eyðileggja með eftirlæti. Hann er alinn upp eins og prins og er því alls ófær um að takast á við lífið. Eftirlætið býr til frekju sem tortímir þeim sem dekstra hana. Þetta er þekkt vandamál. Því hefur til dæmis verið haldið fram að dekstur afrískra mæðra við syni sína haldi aftur af þróun Vestur-Afríku. Fólk hefur haldið því fram að þetta mein hrjái enn samfélag afrískra Ameríkana. Og við þekkjum svo sem mörg dæmi þessa í okkar samfélagi, drengi sem hafa verið aldir upp sem prinsar og orðið óalandi og óferjandi frekjur, karlfauskar.
A J G N E R P S R A T T Á L AFS
M U T U L H A K U A G O M U L Ó J H M U L L
AF Ö
1.-4. SEPTEMBER
28” Cross Elegra með hjálparmótor
Mótor: 250W/36V Rafhlaða: 418 Wh Li-ion 11,6 Ah • Stell: 28“ alloy light 6061 wave IGH VBR • Gírar: 8 gíra Shimano Nexus • Bremsur: V-Bremsur glussa Magura HS11 • Dempari: Suntour SF14 • Dekk: Schwalbe Big Ben GREY REFLEX 50-622 • Gjarðir: Double Wall X3 • Litur: Innbrendur litur • Aukahlutir: hraðamælir, lás, lugt að framan og aftan, standari og bögglaberi • Þyngd: 25.2kg • •
Verðdæmi
272.930 verð áður
389.900
30% AFSLÁTTUR
FRÍ
YFIRFERÐ & ÁSTANDSSKOÐUN**
ÞJÓNUSTA & GÆÐI
FSERNDÍING*
Verðdæmi
55.999
28” Trekking Arena
verð áður
Stell: 460mm/ 500mm Alloy Win Trek VBR Semi • Gírbúnaður: Shimano Altus 21 gíra • Bremsur: Shimano Promax • Dekk/gjarðir: Continental City Ride 700Cx40, Crosser X2 Double Wall Alloy gjarðir • Demparagaffall: Suntour M3010 • Hnakkur: Bioaktive • Annað: Standari, bögglaberi, pumpa, fram- og afturljós með innbyggðum Shimano dynamo
79.999
•
vnr. 955100, 955101
HEIM
26” Romero
Stell: 440mm/520mm Light Alloy Frame Gírbúnaður: Shimano 21 gíra • Bremsur: Shimano Promax • Dekk/gjarðir: Kenda dekk AV, Double Wall gjarðir • Demparagaffall: Suntour M3010 • Annað: Standari, glitaugu •
Verðdæmi
34.999
UÁN AÐ
verð áður
AG
H
49.999
I K A U P.
S
vnr. 955095, 935960
VERS L
•
INU ET
*Frí heimsending gildir aðeins á höfuðborgarsvæðinu. **Frí yfirferð og ástandskoðun á reiðhjólum einu sinni innan árs frá kaupum hjá viðurkenndum fagaðila.
vnr. 935965
FYRIR
21 & AFSLÆTTIR
30 |
Frá kr.
58.995
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
GOTT UM HELGINA
m/morgunmat
Skímó á Spot Í kvöld er Skímó með stórdansleik á uppáhalds skemmtistað Kópa vogsbúa, Spot. Öll bestu lögin verða tekin og lofað verður stuði og gleði fram á nótt. Aðdáendur fá að heyra nýjasta lag hljómsveit arinnar, Förum til baka, sem er funheitt úr pressunni.
Hvar? Spot Hvenær? Í kvöld Hvað kostar? 3000 kr
Skelltu þér í
BORGARFERÐ BRATISLAVA Hotel Saffron Frá kr. 58.995 á 2fyrir1 Flugsæti úr 79.900 kr. í 39.950 kr.
Netverð á mann frá kr. 58.995 m.v.2 fullorðna í herbergi m/ morgunmat 15. september í 4 nætur.
2fyrir1 á flugsæti m/gistingu
S.O.A.D. heiðurstónleikar Græni hatturinn hyggst heiðra rokk/metal hljómsveitina System of a Down í annað sinn. S.O.A.D. var stofnuð í Kaliforníu árið 1994 og hefur gefið út 5 plötur en þær hafa selst samtals í yfir 40 millj ón eintökum. Hljómsveitin hef ur vakið athygli fyrir pólitíska ádeilu í textum sínum og áhrif frá armenskri þjóðlagahefð en þeir eiga allir rætur að rekja til Armeníu. Búast má við magnaðri stemningu þar sem þakið mun rifna af húsinu. Hvar? Græna hattinum, Akureyri Hvenær? Í kvöld kl. 22 Hvað kostar? 2500 kr.
Stærstu tónleikar dætranna til þessa Reykjavíkurdætur setja upp sinn stærsta viðburð frá upphafi á Nasa í kvöld þar sem húsið opnar kl. 20 en gamanið hefst kl. 21. Dætur Reykja víkur hafa verið áberandi í tónlistarsenunni upp á síðkastið og búast má við miklu fjöri í kvöld. Reykjavíkurdætur eru „Samansafn rappara sem eiga það allar sameiginlegt að vera með „illað flow“ og jákvætt hugarfar.“ Hvar? Nasa Hvenær? Í kvöld kl. 20 Hvað kostar? 2000 kr.
PRAG
Garðabær á afmæli
Ibis Mala Strana Frá kr. 87.900 m/afsl.
Netverð á mann frá kr. 87.900 m.v.2 fullorðna í herbergi m/ morgunmat 22. september í 4 nætur.
Síðustu sætin m/10.000 kr. afsl.
LJUBLJANA Central Hotel Glamúr á Ljósanótt
Frá kr. 99.900
Netverð á mann frá kr. 99.900 m.v.2 fullorðna í herbergi m/ morgunmat. 29. september í 4 nætur.
Aðeins nokkur sæti laus!
ENNEMM / SIA • NM77072
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
VALENCIA
Páll Óskar verður með alvöru Pallaball á Ljósanótt 2016. Öllu verður tjaldað til í glamúr og glæsileika og Páll Óskar mun stjórna stuðinu í Stap anum pásulaust alla nóttina! Bæði mun hann þeyta skífum af sinni al kunnu snilld og taka öll sín bestu lög þegar leikar standa sem hæst ásamt dönsurum sínum, bombum, blöðrum og tilheyrandi skrauti! Hvar? Hljómahöll, Reykjanesbæ Hvenær? Í kvöld kl. 23.55 Hvað kostar? 2500 kr.
Í ár fagnar Garðabær 40 ára afmæli sínu. Afmælis hátíð Garðabæjar verður haldin í dag kl. 13.30—18 í miðbæ Garðabæjar á Garðatorgi. Skemmtileg dagskrá fyrir unga sem aldna: Ævar vísindamað ur, Ragnheið ur Gröndal, Í svörtum fötum, Dikta, Hórmónar, Úlfur Úlfur, Páll Óskar o.fl. Hvar? Miðbæ Garðabæjar Hvenær? Í dag kl. 13.30—18
Hotel Holiday Inn Frá kr. 79.900 m/afsl.
Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v.2 fullorðna í herbergi m/ morgunmat. 8. október í 4 nætur.
Allt að 18.000 kr. afsláttur á mann
BÚDAPEST Hotel Erzsébet Frá kr. 79.900 m/afsl.
Netverð á mann frá kr. 79.900 m.v.2 fullorðna í herbergi m/ morgunmat. 20. október í 4 nætur.
Allt að 13.000 kr. afsláttur á mann
Hvernig væri samfélag án lista? Hvernig væri samfélagið án lista? Hvernig mun óbreytt menntunar- og starfsumhverfi hafa áhrif á gæði list anna? Hvernig varðveitum við listmenningararfinn og skiptir það máli? Spurningunum verður svarað á Fundi fólksins í dag. Hvar? Norræna húsinu Hvenær? Í dag kl. 16
32 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Vinnustofan Döðlur vilja bjóða Ólafi Elíassyni í kaffi
Hressir starfsmenn á Döðlum. Mynd | Rut
Hönnunar og auglýsingastofan Döðlur flutti nýlega vinnuaðstöðu sína út á Granda. Áður var stofan við Laugaveginn en nú eru allir sáttir að vera komin í friðsæld við sjóinn. Vinnustofan er einstaklega vel heppnuð, enda hönnuðir á bak við hvert horn: „Við hönnuðum borðin, nokkra stóla. Svo erum við hrifnir af fagur bleikum litnum og svo eru það plönturnar. Gott að vera í svona opnu rými. Við finnum það eftir að hafa verið hérna í 3 mánuði að það léttir rosa lega á manni að komast hingað út á Granda. Ekkert ónæði, næstum því eins og að koma upp í sveit. Mjög sjarmerandi stemning. Mikið af skapandi fólki hérna í rýmunum í kring en svo er Sjófiskur ennþá hérna í horninu, að pakka fiski og senda út í heim. Þetta er
ennþá með þeim hætti en það á örugglega eftir að breytast.“ Alls kyns efni er hannað hjá Döðlum, fatnaður, tímarit og nú nýlega hús: „Við vorum að hanna hús, við erum að klára það núna, í Hvalfirðinum, allt er gert hjá Döðlum; ef það þarf að hanna það þá getum við reynt,“ segir Benni, annar eigandi Daðla. Listamaðurinn Ólafur Elíasson er að flytja vinnu stofuna sína í Marshall-húsið við Grandann og fé lagarnir hjá Döðlum eru mjög spenntir fyrir komu hans: „Við munum bjóða Ólafi Elíassyni í kaffi, hann verður pottþétt mikið hérna hjá okkur að „brain storma“, honum er hér með formlega boðið í kaffi,“ segja vinirnir á Döðlum. | hdó
Býr til liti úr plöntum Sýning Hildar Bjarnadóttur, Vistkerfi lita, samanstendur af verkum sem u nnin eru úr litum plantna sem vaxa á landi hennar austur í Flóa. „Á sýningunni nota ég tvö litakerfi í verkin,“ segir H ildur. „Annars vegar manngerða akrýlliti og hins vegar jurtaliti sem ég bý til sjálf. Ég nota liti sem efnivið í verkum mínum og leiði hjá mér allar táknrænar hliðar sem þeim tengjast.“ Verkin á sýningunni eru ofin veggverk og silkidúkar í mörgum stærðum en Hildur lítur svo á að í lit verkanna búi upplýsingar um ástand náttúr unnar og umgengni mannsins um
hana. „Ég lít á plönturnar sem ég nota til búa til jurtalitinn sem upp tökutæki. Plöturnar geyma mik ilvægar upplýsingar og uppruni litarins skiptir mig meira máli en útlit hans.“ Verkin eru unnin með lit úr plöntum sem finna má í landspildu í Gaulverjabæ, Þúfugörðum, þar sem Hildur hefur komið sér fyrir til að vinna að verkum sínum. Þarna vinnur mynd listarkonan liti úr plöntum á borð við blóðberg, hrúta berjalyng, þursa skegg, hálmgresi og mýrasóley, svo aðeins nokk ur grös jarðar sé nefnd. | gt
miðstöðvarofnar
hafðu það notalegt
Elísabet Jökulsdóttir verður með gjörning í Bæjarbíói þar sem hún ræðir um áföll sín í lífinu. Mynd | Rut
Orðin leið á dauða föður míns Elísabet Jökulsdóttir talar um 30 áföll, sem eru stór hluti af lífi hennar, í gjörningi í Bæjarbíói á sunnudagskvöld.
Á
föllin verða alltaf hluti af mér, eru bara gjafir sem mér hafa verið gefnar, þótt þau hafi truflað lífið líka,“ segir Elísabet Jökulsdóttir. Hún ætlar að fá að lofta út og viðra áföllin í gjörningi.
vottun
reynsla
gæði
ára ábyrgð
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
Skreytti jólatréð með áföllum „Ég var á listahátíð í janúar á þessu ári, jólin nýafstaðin og þar var gamalt jólatré í horninu í eldhúsinu. Það var þarna kona frá Ísrael. Hún vildi endilega fara gefa öllum ljós í bænum þar sem við vorum. Ég uppgötvaði að ég var alltaf að horfa á þetta jólatré og ég fór og skreytti jólatréð með áföllunum. Áföllin urðu skraut á jólatréð.
Þrjú stærstu áföllin Dauði föður míns, sem leiddi til minnar geðveiki, varð til þess að ég var lokuð inn á Kleppi. Svo var strákurinn minn tekinn frá mér út frá alkóhólisma. Það er ómögu legt að segja hvaða áföll eru þau stærstu en þetta áfall við að missa pabba minn er búið að stjórna lífi mínu í 40 ár. Bæði mér sem listamanni og rithöfundi og sem manneskju. Og sem konu í ástar
samböndum. Ég hef alltaf verið að búa til sama sambandið aftur og aftur þegar ég hef orðin ástfangin og verð alltaf skotin í einhverjum mönnum sem þýðir ekkert að vera skotin í. Ég var samt alltaf að skrifa um þetta, skrifa stórkost legar sögur um þetta. Svo fattaði ég það í sumar að þetta var bara áfallastreituröskun.
Að missa soninn frá sér í neyslu Það er áfall sem ég hef aldrei getað tekist á við, reyni alltaf að þagga það niður, það var of sárt. Það hafa margar konur misst frá sér börn í neyslu, við höfum öll lent í allskonar áföllum og það er alltaf v erið að halda því fram að það megi ekki tala um þetta nema inn á sálfræðistofum, í lokuðu herbergi og borga 16.000 krónur f yrir. Ég er búin að vera hjá geðlæknum og sálfræðing um í mörg ár en fattaði sjálf mitt „trauma“ í sumar. Ég sé til hvernig þetta verður, þetta verður bara flott, ég ætla ekki að fara rífa út úr mér hjartað og brytja það í búta. Ég reyna tækla áföllin á nýjan hátt. Núna eru áföll komin í Bæjar bíó, skilurðu. | hdó
Síðsumarverkin Furukrossviður
9-12-15-18mm þykkur Gæðavara. Gott verð
Kailber KG-1503 Gasgrill 3 x 3KW brennarar, grillflötur 2520 cm2, 9KW
14.990
43.900
DOMAX byggingarvinklar. Mikið úrval
Gúmmí gatamottur 61x91cm 12mm kr. 2.190 100 x 100cm x 12mm kr. 3.390 100 x 150cm x 22mm Kr. 6.990 60 x 80cm x22mm kr. 2.690 100 x 150cm x 16mm kr. 5.790
Lavor One Plus 130 háþrýstidæla 130 Max bar 420min Litrar Fylgihlutir: Burstar, sápubrúsi & Turbóstútur.
Made by Lavor
ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l. Landora tréolía, 3 lítrar Deka Hrað 5 kg
1.890
2.690
Bio Kleen pallahreinsir 1 líter
4.390
895 5 lítrar kr. 3.295
Weber Rep 980 5kg
1.650
DEKA SÍLAN vatnsfæla 5 lítrar
Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter
Truper 10574
6.590
1.890
1.895
1 líter kr.
1.790
Hlúaajárn Buf PGH316
1.890
Weber Milligróf múrblanda 25 kg
1.890
8.590 12 lítrar
35 lítrar
365
50 lítrar
3.990
2.995
50 lítrar
995
4.190
3.190 20 lítrar
625
1.290 Mikið úrval Margar stærðir Gott verð
3.190
25 stk. 110 lítra ruslapokar Einnig 200lítra 10 stk. kr. 795 (65my)
20 lítrar 35 lítrar
2.790 15 metra rafmagnssnúra
5.290
pr stk
Bíla & gluggaþvotta kústur, gegn um rennandi 116>180cm, hraðtengi með lokun
Steypugljái á stéttina – þessi sem endist
75 lítrar
795
Tia Garðverkfæri
590
Öflugar hjólbörur, 90 lítra
Hvítt = fyrir matvælaiðnað – lok fáanleg
Strákústur 30cm breiður
1.790
MIKIÐ ÚRVAL
2.390
Garðkarfa 25L
1.075 Proflex Nitril vinnuhanskar
Reykjavík
Kletthálsi 7
Opið virka daga kl. 8-18, laug. 10-16
Reykjanesbær
Fuglavík 18
Opið virka daga kl. 8-18
395
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!
34 |
FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Morgunstundin: Kastljós og vont kaffi
Kaffið á RÚV mætti vera verra, segir Helgi Seljan. Mynd | Rut
Kastljóshópurinn hittist daglega og ræðir mikilvægustu hluti sam félagsins ásamt því að spekúlera í vondu kaffi. „Við mætum yfirleitt klukkan 9 og fundum klukkan 10. Þá förum við yfir hvað er í gangi, þáttinn í gærkvöldi og verkefnin sem liggja fyrir. Baldvin er oft með eftir hermur, hann er mikill snilling ur, sérstaklega í gömlum stjórn málamönnum. Hann er búinn að mastera Jónas frá Hriflu. Hann er vanur að taka eina eða tvær á meðan við fáum okkur kaffi og ger
Gulltryggja sæti og hlusta á Stuðmenn Kvennlandsliðið í fótbolta er að undirbúa sig þessa dagana fyrir tvo seinustu leiki undankeppni EM. Mikilvægt er að halda sig við hefðirnar rétt fyrir leiki og verða skotkeppni og lög Stuðmanna reglulegir gestir á æfingu stelpnanna. Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrir liði landsliðsins, segir okkur frá hefðum og undirbúningi fyrir lokaleikina núna í september.
Hvernig undirbúið þið ykkur?
„Við undirbúum okkur í að gull tryggja okkur þetta sæti, það kemur ekkert annað til greina en sigur. Það er þægilegra að vera hérna heima, þá getur maður bara mætt á æfingu og þarf ekki að mæta upp á hótel fyrr en degi fyrr, að eins frjálslegra. Það er alltaf eins daginn fyrir leik þá er keppni, eldri á móti yngri, þar ráðast líka úr slitin, sú keppni er búin að vera alla undan keppnina.“
Hvorum leiknum ertu spenntari fyrir, gegn Slóveníu eða Skotlandi?
„Í Slóveníu leiknum getum við gulltryggt þetta, það er auðvitað mjög spennandi. Svo er gulrótin við Skotaleikinn að fara í geng um riðillinn ósigraðar og helst með núll mörk fengin á okkur, það væri frábært. Það er mjög spennandi. Við ætlum að sjá hvort við getum gert eitt hvað í því og reynt að fá fólk á völlinn.“ | hdó
Hallbera Guðný Gísladóttir l andsliðsfyrirliði. Mynd | Rut.
arnar eru voðalega mikið þannig á vinnustöðum, eins töff og þær eru í byrjun þá fær maður ógeð af kaff inu eftir smá stund. Ég er alltaf að bíða eftir að þetta kaffisnobb fari út í það að menn veiti því athygli hvað vel vont kaffi getur verið gott. Semí soðið. Vel vont kaffi er eiginlega það besta sem til er. Mér finnst kaffið hérna ekki nógu vont, ég væri til í að hafa svona staðnaða kaffikönnu sem er smám saman búin að sjóða allan daginn.“ | hdó
Íslendingar elska salt & súrt
Eru einhverjar hefðir fyrir leiki?
„Við vöknum snemma og förum á létta æfingu, rútínan er alltaf eins. Við tökum smá rúnt í rútunni, förum alltaf aðeins lengri rúnt en við þurfum, við erum það nálægt Laugardagsvelli, þannig við tökum alltaf einn rúnt og hlustum á tón list. Oftast eitthvað íslenskt, Stuð menn eru klassík.“
um okkur klár fyrir daginn,“ segir Helgi Seljan, á léttu nótunum, um samstarfsfélaga, sinn Baldvin Þór Bergsson. Vinsælt er að safnast saman hjá kaffivél Ríkisútvarpsins þar sem nammi liggur á borðum og sam starfsmenn ræða daginn. Helgi er fastur á því að það vanti verra kaffi hjá RÚV: „Kaffið upp í RÚV hefur skánað mjög mikið. Kaffi vélar á vinnustöðum eru eins og buxnaskálmar. Útvíðar buxur eru voða töff í smá tíma, svo verða þær ógeðslega hallærislegar. Kaffivél
Topp tíu listinn 1. Svartur klatti Í efsta sæti nammibarsins í Hag kaup trónir hinn sívinsæli klatti. Þessi lungamjúki saltlakkrísmoli er fyrir löngu orðin klassískur í hugum margra enda verið fluttur inn við stöðugar vinsældir frá því snemma á níunda áratugnum. Það er ammóníum sem gefur þessum mola sitt sérstaka bragð, bragð sem margir tengja við hóstasaft. Ekki hefur verið stað fest hvaða snillingi datt upphaf lega í hug að blanda ammóníum við lakkrís en farið var að fjölda framleiða mjúkan saltlakkrís og saltlakkrís brjóstsykur á Norður löndunum og í Hollandi á þriðja áratug síðustu aldar. Saltlakkrís bragð er alls ekki allra þó klatt inn tróni efst á vinsældalista Íslendinga. Reyndin er sú að lang flestum, sem hafa ekki alið bragð laukana í Norður-Evrópu, finnst saltlakkrís hálfgerður viðbjóður og það getur verið flókið mál að finna saltlakkrísbragð á fjarlægari menningarsvæðum.
Á toppi vinsældalista nammibarsins trónir lungamjúkur og bragðsterkur moli. Hann hefur fylgt kynslóðum Íslendinga í gegnum súrt og sætt frá því snemma á níunda áratugnum.
Restina af sætindunum skipa molar sem óhætt er að kalla klassíska. Hið alþjóðlega gúmmí spælegg sem hægt er að nálgast næstum hvar sem er í heiminum, gúmmíkarlarnir sem næstum öllum líkar við og svo séríslenskir molar sem virðast aldrei fara úr tísku; tígullinn, krítin, súkkulaði dýrin, súkkulaðihnapparnir og þristurinn. | hh
2. Bleikur klatti Fast á hæla klattans kemur súri bróðir hans, bleiki klattinn. Þessi moli er mjúkur eins og bróðir inn en er súrari en sítróna á bragðið, enda búinn til líkt og annað súrt nammi úr blöndu af sykri og sítrónusýru. Íslendingar eru greinilega fyrir afgerandi bragð því gallsúrt nammi á borð við bleika klattann er heldur ekki allra þó súra bragðið sé samt mun útbreiddara en saltlakkrísbragðið.
Gúmmíkarlar
Krítar Súkkulaðihnappar
3. Súr flaska Þriðja sætið vermir annar súr moli með keim af Hubba Bubba tyggjóbragði. Það er bleikbláa hlaupflaskan, vanalega kölluð súra flaskan. Súra tyggjóbragðs flaskan er með annað einkenni sem Í slendingar virðast vera mjög hrifnir af og það er að hún freyðir örlítið á tungunni, líkt og gömlu góðu gospillurnar.
Tíglar
Þristur
Spælt egg Súkkulaðidýr
BERJAMÓ UM HELGINA
Tölum um… Twitter rifrildi
Gott er að undirbúa sig vel þegar ætlunin er að fara í berjamó, góðar upplýsingar eru fáanlegar á síðu Berjavina á Facebook. Þar er hægt að deila reynslusögum og uppskriftum.
Gott er að huga að skemmtiatriði þegar farið er í berjamó, mælt er með að fara með erindi úr Lóan er komin eftir Jónas Hallgrímsson: „Ég á bú í berjamó. Börnin smá í kyrrð og ró, heima í hreiðri bíða. Mata ég þau af móðurtryggð, maðkinn tíni þrátt um byggð eða flugu fríða.“
Ef áhuginn liggur ekki í að hoppa í sveitaskóna og fleygja sér í berjalyngið þá er hægt að nálgast bláber í búðum bæjarins og blanda sér í einn bláberja mojito. Góðir stundir og ekkert vesen.
FÖSTUDAG, LAUGARDAG & SUNNUDAG
25%
AÐ LÁGMARKI
Lóa Björk Björnsdóttir „Elska að rífast á Twitter. Ég get legið upp í sófa heima og fengið sömu útrás og sama adrenalín kick eins og ef ég væri að glíma við krókódíl. Eins erfitt og það getur orðið að takast á um hugmyndir í 140 stafabilum þá er það fullkominn vettvangur til þess að hjóla beint í manninn og gera það án þess að skammast sín nokkuð. Hvet fleiri til þess að taka þátt, sérstaklega stelpur.“
Bragi Valdimar Skúlason „Twitter er alla jafna rólyndisstaður, þar sem fólk tístir sinni speki, gamanmálum eða ályktunum um tilveruna í friði fyrir nöldri, naggi og tuði nettrölla. Stöku sinnum slær þó í brýnu milli tístara og þá ganga gusurnar á milli í löngum – og oft ruglingslegum – bunum. Ágreiningurinn getur snúist um allt og ekkert; eftirlætishljómsveitir, sérviskulegar fallbeygingar, Íslandsungfrúr, hundahald í strætó og raunar hvað sem er annað. Oftast rennur þó tísturum reiðin fljótt og fljótlega taka hjartaþrýstingar og endurtíst að ganga á milli deiluaðila á ný. – Eða þangað til einhver dásamar kaup á vitavonlausum fótboltamanni eða mælir með glötuðum sjónvarpsþætti.“
LANGVIRK SÓLARVÖRN Sölustaði má finna á celsus.is
bakhlid.indd 1
11.5.2016 13:10:35
AF ÖLLUM
VÖRUM
GO
CRAZY ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30