13. mai 2011

Page 1

Sóley Elíasdóttir

Rótarý­ klúbbar

Snyrtivöruútrás til Danmerkur

ÓKEYPIS Ó K E Y P ImáttarS

Mannúð

stólpa Úttekt 14

70

FAST Verð 13.-15. maí 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 19. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Viðtal EvA Gabrielsson, ekkja Stiegs Larsson

Ljósmynd/Hari

Hugmyndin var að láta söguna hverfast um Millennium og Mikael Blomkvist en það reyndist bara vera leiðinlegt og þannig kom Salander til sögunnar.

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Björn Zoëga Slysaðist í forstjórastól 28 Viðtal

Anna Bára Keypti hesta­ búgarð í kreppunni

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

26

síða 32

Viðtal

Eva Gabrielsson var sambýliskona sænska rithöfundarins Stiegs Larsson í þrjátíu ár. Hún segir líf sitt hafa verið erfiða rússíbanareið þau sex og hálft ár sem liðin eru frá sviplegu fráfalli Larssons en síðan þá hefur hún staðið í eldlínu vinsælda Millennium-þríleiksins og deilt hart við föður Stiegs og bróður.

Þóra Karítas

Lögreglan rýfur friðhelgi einkalífs samkvæmt túlkun Ríkislögreglustjóra

Heimildarmynd um hurð

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur fram að þessu ekki talið sig þurfa leyfi húsráðenda til að heimila fjölmiðlum að mynda híbýli fólks í húsleit. Rangt, segir Ríkislögreglustjóri og vísar í leiðbeiningar um samskipti lögreglu og fjölmiðla.

L

inn á höfuðborgarsvæðinu voru á öndverðum meiði um túlkun greinarinnar. Á meðan lögreglustjórinn Stefán Eiríksson hefur hingað til talið embætti sitt ekki þurfa leyfi húsráðanda til að heimila fjölmiðlum að mynda húsleit þar sem fyrir liggi dómsúrskurður, er túlkun embættis Ríkislögreglustjóra skýr. „Hvort fyrir liggur dómsúrskurður eða ekki skiptir ekki máli. Eftir sem áður þarf leyfi húsráðanda fyrir aðgangi fjölmiðla. Lögregla verður að gæta grundvallarreglna um friðhelgi heimilis og einkalífs,“ segir í svari embættisins við fyrirspurn Fréttatímans. Stefán Eiríksson kom af fjöllum þegar túlkun Ríkislögreglustjóra var borin undir

hann. Hann segir þó þá túlkun ráða og starfsaðferðir lögreglunnar varðandi myndatökur fjölmiðla í húsleit verði endurskoðaðar. Húsleit lögreglunnar, sem gerð var í fylgd fjölmiðils í desember í fyrra, hefur verið kærð til Ríkissaksóknara á grundvelli brota þeirra lögreglumanna sem gerðu húsleitina og þeirra sem samþykktu hana. Fastlega má búast við að húsleit sem gerð var í fylgd Kastljóss í mars 2009 í Kópavogi verði einnig kærð á sömu forsendum. Þolendur þeirrar húsleitar hafa einnig stefnt íslenska ríkinu og vilja fjórar milljónir í skaðabætur. oskar@frettatiminn.is Sjá nánar síðu 2

70

Harpa opnar Langþráð bið eftir tónlistarhúsi er á enda.

Óslitin hátíð alla helgina

IÐ / SÍA HVÍ TA HÚS

GOTTI

á tilboði

Sigurður EinarSSo n arkitekt hjá Batteríinu er í íslenska hluta hönnunarteymis Hörpu.

Helgin 13.-15. maí

2011

Blað um Hörpuna fylgir Ljósmynd/Hari

ögreglan á höfuðborgarsvæðinu virðist í tvígang á undanförnum tveimur árum hafa rofið friðhelgi einkalífs einstaklinga, sem hún hefur gert húsleit hjá, með því að heimila fjölmiðlum að mynda híbýli fólks án leyfis húsráðenda á meðan á húsleit stóð. Árið 2002 gaf Ríkislögreglustjóri út leiðbeiningar um samskipti lögreglu og fjölmiðla. Þar stendur í 12. grein 5. kafla að „myndatökur og viðtöl fjölmiðla inni í húsum, einkaheimilum eða fyrirtækjum eru háð samþykki viðkomandi húsráðanda og lögreglu meðan lögregla fer með stjórn á vettvangi.“ Við athugun Fréttatímans kom í ljós að embætti Ríkislögreglustjóra og lögreglustjór-

Nú færðu GOTTA-ost í sérmerktum kílóastykkjum á tilboði í næstu verslun!


2

fréttir

Helgin 13.-15. maí 2011

 Fjármál Hjúkrunarheimilið Eir

Lofar að lækka laun sín um nokkur hundruð þúsund Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, sem ráðinn var án auglýsingar í starf framkvæmdastjóra hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls fyrir skömmu, lofar að lækka laun framkvæmdastjóra nú þegar hann er tekinn við. Fréttatíminn greindi frá því í síðustu viku að fráfarandi framkvæmdastjóri hefði verið með 1.440 þúsund í mánaðarlaun og þar af hefðu bílahlunnindi verið 200 þúsund krónur á mánuði. Vilhjálmur segir aðspurður að ekki hafi verið gengið frá launamálum endanlega en á von á að það gerist strax eftir næstu helgi. „Laun mín munu

Auk þess mun ég aka á mínum bíl, níu ára gömlum Nissan.

lækka um nokkur hundruð þúsund, það er alveg ljóst. Auk þess mun ég aka á mínum bíl, níu ára gömlum Nissan, og fá bara greitt kílómetragjald fyrir það sem ég ek í þágu vinnunnar,“ segir Vilhjálmur Þ. Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju starfsfólks vegna frétta af háum launum stjórnenda hjúkrunarheimilanna. „Þetta voru gamlir samningar sem við erum að vinda ofan af,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls.

 Lögreglan Umdeild húsleit með fjölmiðli

Veikari króna frá áramótum Krónan hefur ekki verið veikari gagnvart helstu viðskiptamyntum í tæpt ár. Hefur hún að jafnaði veikst um ríflega 4% frá upphafi árs, en kúfurinn af þeirri veikingu kom fram á fyrstu vikum ársins, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Það sem af er maí hefur krónan veikst lítillega gagnvart körfu helstu gjaldmiðla, en nokkur munur er hins vegar á þróuninni eftir því til hvaða viðskiptamyntar er horft. Krónan hefur heldur styrkst gagnvart evru á tímabilinu en gagnvart Bandaríkjadollar og japönsku jeni hefur hún veikst um nærri 4%, og gagnvart bresku pundi nemur veikingin í maí rúmu prósentustigi. -jh

Metmánuður í ferðamennsku Rúmlega 32.300 þúsund erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í apríl og bendir allt til þess að þetta sé fjölmennasti aprílmánuður hvað erlenda ferðamenn varðar frá upphafi, samkvæmt tölum Ferðamálastofu. Í apríl í fyrra fóru tæplega 23.100 erlendir ferðamenn frá landinu um Leifsstöð og nemur aukningin á milli ára þar með 40%. Er apríl þar með fjórði metmánuðurinn í röð í þessum efnum. Augljóslega hefði aukningin verið minni á milli ára ef ekki hefði komið til eldgossins í Eyjafjallajökli, segir Greining Íslandsbanka, en engu að síður er ljóst að hún er mjög mikil. Erlendir ferðamenn í apríl nýliðnum voru rúmlega 16% fleiri en þeir voru í apríl árið 2009 þegar þeir voru tæplega 28.000, en það var þá fjölmennasti aprílmánuðurinn frá upphafi. Tæplega 29.000 Íslendingar héldu utan í apríl sem er 52% aukning frá sama tíma í fyrra.-jh

Ráðherrar víki af þingi og vægi þingforseta verði aukið Á áttunda fundi stjórnlagaráðs lagði Bnefnd m.a. fram tillögu um að ráðherrar víki af þingi, vægi þingforseta verði aukið og að Alþingi verði styrkt sem löggjafi og eftirlitsaðili gagnvart framkvæmdavaldinu. Þá lagði A-nefnd stjórnlagaráðs fram fyrstu tillögur í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar en tillögurnar voru

4% Veiking krónunnar Frá áramótum Greining Íslandsbanka

kynntar í síðustu viku. Ýmsar athugasemdir bárust frá fulltrúum í ráðinu og almenningi og hefur nefndin tekið tillit til þeirra, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnlagaráði. Almenningur er áhugasamur og hefur sent fjölda tillagna, eins og fram kemur í viðtali við Salvöru Nordal, formann stjórnlagaráðs, í Fréttatímanum í dag. -jh

Vormarkaður á Elliðavatni Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir vormarkaði á Elliðavatni í annað sinn í dag, föstudag, og fram á sunnudag, 13.-15. maí. Í dag er opið frá klukkan 15-18, en laugardag og sunnudag klukkan 10-18. Félag trérennismiða er með stóra sölusýningu og sýnikennslu. Hestaleiga fyrir börn verður á laugardaginn. Þá verður kynning á stafgöngu og síðdegis verður Vorblót að Vatni á vegum Ásatrúarmanna. Fuglavernd og Ferðafélag Íslands bjóða í fræðslugöngur en sá sjaldgæfi fugl himbrimi er kominn. Fluguhnýtingar verða kynntar í dag og um helgina verða kennd undirstöðuatriðin í að kasta flugu og kastkeppni verður á sunnudag. Gámaþjónustan býður ókeypis moltu og Skógræktarfélagið selur hnaustré, eldivið, bolvið og kurl.- jh

Kærir lögreglumenn og stjórnendur fyrir brot í opinberu starfi Lögmaður manns, sem lögreglan framkvæmdi húsleit hjá í fylgd með myndatökumanni frá vefmiðli, telur að þeir sem samþykktu húsleitina og þeir sem framkvæmdu hana hafi brotið af sér í opinberu starfi. Málið hefur verið kært til Ríkissaksóknara.

V Það stendur skýrt að leyfi húsráðanda þarf fyrir myndatöku og það var hvorki veitt né var leitað eftir því.

Öflugur greiðendavefur með hagnýtum upplýsingum s.s. • Yfirlit mála • Samkomulög • Greiðslur með korti • Góð ráð og margt fleira

Þjónustuver 440 7700 www.ekkigeraekkineitt.is

Embætti Ríkissaksóknara hefur móttekið kæru frá Vilhjálmi Hans á hendur lögreglumönnum og yfirmönnum þeirra. Ljósmynd/Hari

ilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður manns sem lögreglan gerði húsleit hjá í desember á síðasta ári í fylgd með myndatökumanni Morgunblaðsins, hefur lagt fram kæru til Ríkissaksóknara á hendur lögreglumönnunum sem framkvæmdu húsleitina og yfirmönnum þeirra sem samþykktu hana. Vilhjálmur telur að lögreglan hafi, með því að heimila fjölmiðli að mynda húsleitina án samþykkis húsráðanda, brotið gegn fjölmörgum réttarreglum sem ætlað er að vernda réttindi borgaranna. „Um er að ræða brot á lögmætisreglunni, ákvæðum stjórnarskrár og alþjóðlegra mannréttindasáttmála um friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og heimilis, meðalhófsreglum sakamálalaga og meðalhófsreglum og þagnarskylduákvæðum lögreglulaga,“ segir Vilhjálmur í samtali við Fréttatímann. Hann segir ummæli Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í fréttum Bylgjunnar fyrir skömmu, þar sem Stefán taldi lögregluna ekki þurfa heimild dómara eða annarra til að taka fjölmiðla með sér inn á heimili fólks, sérkennileg í ljósi þess að skýrt sé tekið fram í leiðbeiningum ríkislögreglustjóra um samskipti lögreglu og fjölmiðla að myndatökur og viðtöl fjölmiðla inni í húsum, einkaheimilum eða fyrirtækjum séu háð samþykki viðkomandi húsráðanda og lögreglu á meðan lögregla fer með stjórn á vettvangi. „Það stendur skýrt að leyfi húsráðanda þurfi fyrir myndatöku og það var hvorki veitt né var leitað eftir því. Þetta er enn eitt dæmið um réttarbrot sem lögreglan framdi við umrædda húsleit,“ segir Vilhjálmur. Fréttatíminn hafði samband við embætti Ríkislögreglustjóra til að fá frekari skýringar á túlkun ofannefndrar greinar. Áður en Fréttatíminn fékk staðfesta túlkun Ríkislögreglustjóra á þeim sagði Stefán Eiríksson, lög-

reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, að lögreglan hefði ekki þurft leyfi húsráðanda til að heimila fjölmiðlum að mynda. „Það lá fyrir dómsúrskurður um húsleit og ég lít svo á að við höfum ekki brotið gegn leiðbeiningum Ríkislögreglustjóra. Það eru mörg fordæmi fyrir þessu og hingað til hefur ekkert þótt athugavert við þetta. Ég sé ekki að slíkt sé uppi á teningnum núna. Þess er gætt að ekki sé hægt að greina hver á í hlut og þannig verndum við einkalíf fólks,“ segir Stefán og bætir við að hann hafi ekki heyrt frá embætti Ríkislögreglustjóra út af þessu máli. Túlkun Ríkislögreglustjóra gengur hins vegar í berhögg við túlkun Stefáns miðað við svarbréf frá embættinu við fyrirspurn Fréttatímans um túlkun á greininni. „Leiðbeiningar Ríkislögreglustjóra fyrir lögreglustjóra um samskipti lögreglu og fjölmiðla eru alveg skýrar um þetta efni og þarfnast ekki túlkunar við. Hvort fyrir liggur dómsúrskurður eða ekki skiptir ekki máli. Eftir sem áður þarf leyfi húsráðanda fyrir aðgangi fjölmiðla. Lögregla verður að gæta grundvallarreglna um friðhelgi heimilis og einkalífs,“ segir í svari embættisins. Haft var samband við Stefán eftir að túlkun Ríkislögreglustjóra barst. Hann kannaðist ekki við þessa túlkun og sagðist vera að heyra hana í fyrsta skipti. Aðspurður hvers túlkun réði sagði Stefán ljóst að það væri túlkun Ríkislögreglustjóra. „Við munum endurskoða vinnuaðferðir okkar í ljósi þessara upplýsinga,“ segir Stefán. Hann vill þó ekki gangast við því að lögreglan hafi brotið á friðhelgi einkalífsins í tilfelli húsráðanda hér að ofan jafnvel þótt fyrir liggi að sú aðgerð að leyfa fjölmiðli að mynda heimili án leyfis húsráðanda samræmist ekki túlkun Ríkislögreglustjóra. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is


Opið hús í Hörpu DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR

LAUGARDAGUR

Fjölbreytt tónlistardagskrá í þremur sölum og í anddyri. Húsið verður opnað kl. 11:00. Dagskrá lýkur á miðnætti. Aðgangur ókeypis. ATH! Hægt verður að fylgjast með Evróvisjón á skjá í Norðurljósum á meðan rokkhátíð fer fram í Silfurbergi.

SUNNUDAGUR

Barnadagur í Hörpu. Fjölbreytt dagskrá fyrir börn í öllu húsinu. Húsið verður opnað kl. 11:00. Dagskrá lýkur kl. 19:00. Aðgangur ókeypis (nema á Maxímús – uppselt). Fylgstu með beinni sjónvarpsútsendingu á RÚV frá opnunarhátíð Hörpu í Eldborg í dag kl. 17:55. Fjöldi listamanna kemur fram.

Nánari upplýsingar um dagskrána

ÍSLENSKA SIA.IS POR 54750 05/11

Athugið að í Hörpu-bæklingnum sem dreift hefur verið, má finna nánari upplýsingar um dagskrá helgarinnar. Bæklinginn má einnig finna á www.harpa.is

Harpa – húsið þitt www.harpa.is

Laugardagur

Kaldalón og Norðurljós

Fram koma m.a.:

Karlakórinn Fóstbræður Gissur Páll Gissurarson/Caput-hópurinn Kammersveit Reykjavíkur Ólafur Arnalds Kór Íslensku óperunnar Kristinn H. Árnason Björn Thoroddsen og Kazumi Watanabe Tríó Tómasar R. Einarssonar í anddyri

Laugardagskvöld

Silfurberg kl. 19:30

Apparat Organ Quartet Mammút Agent Fresco Valdimar Hjaltalín Jónas Sigurðsson og ritvélar framtíðarinnar Lights on the Highway HAM

Sunnudagur Fram koma m.a.:

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Maxímús Músíkus (uppselt). Herra Pottur og ungfrú Lok í Kaldalóni, tvær sýningar kl. 17:00 og 17:45. Tónlistarhátíð barna og unglinga í Silfurbergi, kl. 13:00. 300 flytjendur – fjölbreytt efnisskrá.


4

fréttir

Helgin 13.-15. maí 2011

Föstudagur

veður

l augar dagur

VÆTUDAGAR

sunnudagur

Heldur svalara veður og jafnvel næturfrost Spáð er hægum N- og NV-vindum í dag og á morgun laugardag. Þetta eru svona hefðbundir maídagar, frekar svalt en sólríkt þar sem hætt verður við næturfrosti hér og þar. Á sunnudag er spáð hitaskilum úr suðvestri og þá hlýnar aftur. Suðvestantil á landinu verður þá nokkuð vætusamt á meðan skilin fara yfir. Eftir helgi er síðan spáð hálfgerðu vorhreti. Enn er þó of snemmt að geta sér til um það frekar.

Haltu regninu úti svo þú getir verið lengur úti.

5

7

8

7

7

8

10

5

7

8

6

9

6 11

8

fremur hæg N-læg vindátt og svalt í veðri. Þokusuddi norðaustalands, en annars að mestu þurrt og bjart um sunnanvert landið.

Hægur vindur á landinu, meira og minna skýjað vestanlands og þar smáskúrir, en annars úrkomulaust og víða sólskin.

Rigning um sunnan- og vestanvert landið í hægum vindi. Úrkomulaust að mestu norðaustan- og austanlands.

Höfuðborgarsvæðið: Svalur blástur af hafi, en sólríkt.

Höfuðborgarsvæðið: Skýjað með köflum og smáskúrir, einkum um morguninn.

Höfuðborgarsvæðið: Þungbúið og rigning annað slagið. Hægur vindur.

Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin. is

CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS

 Ársskýrsla Amnesty greinir frá mannréttindabrotum í 157 ríkjum

Enn ágætis sókn í leiguhúsnæði Alls var 611 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst hér á landi í apríl síðastliðnum. Þetta eru aðeins færri leigusamningar en var þinglýst í apríl fyrir ári þegar þeir voru 617 talsins. Er apríl þar með fjórði mánuðurinn í röð sem leigusamningum á milli ára fækkar en alls hefur 2.886 leigusamningum verið þinglýst á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við 3.076 á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur hjá Þjóðskrá Íslands. Þetta jafngildir fækkun upp á rúm 6% milli ára en tæp 11% ef litið er tvö ár aftur í tímann þegar 3.236 leigusamningum var þinglýst á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Þrátt fyrir að leigusamningar á þessu ári séu færri en undanfarin tvö ár má segja að enn sé ágætis sókn í leiguhúsnæði, segir Greining Íslandsbanka, sér í lagi miðað við það sem tíðkaðist árin fyrir hrun. Sé litið til ársins 2008 er fjöldi leigusamninga nú rúmlega 80% fleiri en þá. -jh

611 Þinglýsingar leigusamninga Apríl 2011 Þjóðskrá Íslands

Ferskur íslenskur barnamatur

Ný sundlaug fyrir eldri borgara vígð í Kópavogi Sundlaug í þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar við Boðaþing var vígð við hátíðlega athöfn á miðvikudaginn. Laugin er hönnuð með þarfir eldra fólks í huga og við hana eru tveir heitir pottar. Hún verður fyrst um sinn nýtt af íbúum hjúkrunarheimilis Hrafnistu og leiguíbúða DAS. Til framtíðar er stefnt að því að hún nýtist sem flestum Kópavogsbúum, að því er fram kemur í tilkynningu Kópavogs og Hrafnistu. Bæjaryfirvöld í Kópavogi og Hrafnista í Kópavogi hafa gert með sér tímabundið samkomulag um starfsemi sundlaugarinnar. Samkvæmt því greiðir Hrafnista kostnað við mannahald laugarinnar en bærinn sér áfram um húsnæðið og annan rekstrarkostnað. -jh

Barnavagninn hefur sett á markað ferskan íslenskan barnamat sem byggist á sex tegundum ferskra maukaðra ávaxta og íslensks grænmetis. Framleiðslan fer fram í Garðinum á Suðurnesjum og skapar að jafnaði vinnu fyrir þrjá til fjóra heimamenn. Verslanir Bónuss, Krónunnar, Hagkaups og Nóatúns selja vörurnar frá Barnavagninum, sem er í eigu Ávaxtabíls-fjölskyldunnar og Eignarhaldsfélags Suðurlands. Að sögn Hauks Magnússonar, stofnanda Ávaxtabílsins og Barnavagnsins, brýtur framleiðslan blað í sögu framboðs á barnamat á Íslandi. „Hingað til hefur aðeins fengist innfluttur eða frosinn barnamatur sem seint getur talist ferskvara,” segir Haukur.

Kröfur fólks um að endi verði bundinn á kúgun og spillingu endurspegla löngun til að öðlast frelsi frá ótta og skorti. Myndin sýnir uppreisn almennings á Tahrir-torgi í Egyptalandi. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Images

Hinir raddlausu hafa fengið rödd Vaxandi kröfur almennings um frelsi og réttlæti í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og aukin útbreiðsla og notkun samskiptavefja fela í sér sögulegt tækifæri til jákvæðra breytinga í þágu mannréttinda. Fólk snýr baki við óttanum og segir hug sinn andspænis byssukúlum.

H

Mannréttindabylting hefur átt sér stað

inir raddlausu hafa fengið rödd, segir m.a. í ársskýrslu Amnesty International 2011, en þar er vísað til mótmæla almennings sem breiðst hafa út um Mið-Austurlönd og Norður-Afríku. Í skýrslunni segir frá mannréttindabrotum í 157 ríkjum. Samtökin tóku upp mál í 89 löndum sem lutu að hömlum á tjáningarfrelsi. Greint er frá vinnu samtakanna í þágu samviskufanga í 48 löndum, upplýsingar eru um pyndingar og aðra illa meðferð í 98 löndum og í skýrslunni er að finna frásagnir af óréttlátum réttarhöldum í 54 löndum. „Vaxandi kröfur almennings um frelsi og réttlæti í Mið-Austurlöndum og NorðurAfríku og aukin útbreiðsla og notkun samskiptavefja fela í sér sögulegt tækifæri til jákvæðra breytinga í þágu mannréttinda,“ segir m.a. í skýrslunni. „Í dag fylgjumst við með því hvernig fólk snýr baki við óttanum og segir hug sinn andspænis byssukúlum, barsmíðum, táragasi og skriðdrekum. Þetta hugrekki, ásamt nýrri tækni sem hjálpar baráttufólki að fletta ofan af brotum ríkisstjórna, sem fótumtroða tjáningarfrelsið og réttinn til að mótmæla friðsamlega, er skýrt merki um að ríkisstjórnir sem kúga almenning eru ekki lengur liðnar. Einræðisherrar hafa brugðist harkalega við mótmælum og alþjóðasamfélagið verður að grípa tækifærið og tryggja að sá vonarneisti sem fólk hefur um mannréttindaum-

bætur verði ekki kæfður. Ríkisstjórnir reyna að stjórna aðgangi að upplýsingum og notkun mótmælenda á nýjum samskiptamiðlum og miklu máli skiptir að fyrirtæki sem veita netþjónustu auðveldi ekki ógnarstjórnum að hefta aðgang almennings að netinu. Mótmælin sem hafa breiðst út um MiðAusturlönd og Norður-Afríku, þar sem kröfur fólks eru að endi verði bundinn á kúgun og spillingu, endurspegla löngun til að öðlast frelsi frá ótta og skorti,“ segir enn fremur. Í skýrslunni segir einnig: „Meðal stórviðburða á árinu var lausn Aung San Suu Kyi úr áralöngu stofufangelsi í Mjanmar. Veiting friðarverðlauna Nóbels til kínverska andófsmannsins Liu Xiaobo vakti heimsathygli þrátt fyrir tilraunir kínverskra yfirvalda til að koma í veg fyrir verðlaunaafhendinguna. Í löndum á borð við Afganistan, Angólu, Brasilíu, Kína, Mexíkó, Rússland, Taíland, Tyrkland, Úsbekistan, Víetnam og Simbabve var baráttufólki fyrir mannréttindum ógnað, hótað, það pyndað og sumt myrt.“ Amnesty International var stofnað fyrir 50 árum til að verja réttindi fólks sem sat í fangelsi vegna skoðana sinna. „Nú, öllum þessum árum síðar,“ segir í tilkynningu Íslandsdeildar Amnesty, „sjáum við að í raun hefur mannréttindabylting átt sér stað.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


ÍSLENSKA SIA.IS ARI 54327 05/11

„ Að geta notið lífsins í rólegheitum.“

Ný íbúðalán

Hvað skiptir þig máli? „ Að tómstundirnar séu inni í skipulaginu.“

Það skiptir máli að geta fengið íbúðalán á góðum kjörum. Þess vegna bjóðum við hjá Arion banka viðskiptavinum okkar ný íbúðalán. Um er að ræða verðtryggð íbúðalán með föstum 4,3% vöxtum í 25 eða 40 ár. Komdu við í næsta útibúi eða reiknaðu þitt dæmi á arionbanki.is.

„Það skiptir máli að geta gert áætlanir fram í tímann.“

„ Að bankinn minn þekki þarfir mínar.“

Jason Kristinn Ólafsson 39 ára

„ Að ég skili góðu dagsverki.“

Hafðu samband við okkur í síma 444 7000, á arionbanki.is eða komdu í næsta útibú. Við tökum vel á móti þér.

4,3%


Helgin 13.-15. maí 2011

STÆRSTA

MÓTIÐ

THE PLAYERS

Sífellt fleiri fara í háskólanám Nýnemar á háskólastigi á Íslandi voru 3.898 haustið 2010 og hafði fjöldi þeirra tæplega tvöfaldast frá hausti 1997. Nýnemar á háskólastigi voru enn fleiri haustið 2009 eða 4.372 og hafa aldrei verið fleiri. Nýnemar eru skilgreindir sem þeir nemendur sem stunda nám á háskólastigi á

Íslandi samkvæmt nemendaskrá Hagstofu Íslands og hafa ekki áður stundað nám á háskólastigi frá upphafi nemendaskrár Hagstofunnar árið 1975. Karlar voru að jafnaði tæplega 40% nýnema frá 1997 til 2007. Árin 2008-2010 er hlutfall karla yfir 40% öll árin og hæst árið 2010, 43,5%. Haldist núverandi aldursskipting nýnema munu 83% ungs fólks stunda háskólanám, segir Hagstofan. -jh

dómsmál Hreiðar Már Sigurðsson

Ljósmynd/Hari

FÖSTUDAGUR KL. 17:00 - 23:00 Sömu reglur giltu ekki um Hreiðar Má Sigurðsson og aðra starfsmenn Kaupþings.

LAUGARDAGUR KL. 18:00 - 23:00

Breytti sér í ehf. en bannaði öðrum starfsmönnum

SUNNUDAGUR KL. 18:00 - 23:00

Dómur féll í málum þrotabús Kaupþings gegn tveimur stjórnendum bankans í vikunni. Samkvæmt honum þurfa þeir að endurgreiða hluta af þeim lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa hjá bankanum. Hvorugur fékk leyfi forstjórans til að færa hlutabréf sín í einkahlutafélag árið 2008 líkt og hann gerði sjálfur tveimur árum áður.

H

GOL

TRY GGÐ

FKO

40%

RTI Ð

AFS

VEI

AF AUKGOLFV ANN ÖLL ÉR Á ARR UM U GOL SKR M FKO AG IFT LÆ HVER RTI Í SÍM SIL Ð FY EGR FIS ÍS LGI A5 A FR LAN RM 95 6 ÍÐIN D EÐ Á 000 DA RSÁ EÐA SKR IFT ÁS K

TIR

LÁT

JAR

GOL

T

F.IS

elgi Bergs og Þórður Pálsson, fyrrverandi starfsmenn Kaupþings, voru á mánudag dæmdir til að endurgreiða hluta af lánum sínum sem þeir fengu hjá bankanum til kaupa á hlutabréfum í honum sjálfum. Niðurfellingu persónulegra ábyrgða starfsmannanna tveggja á lánum sínum, sem Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, skrifaði undir í september 2010, var rift. Helgi Bergs var dæmdur til að greiða tæplega 700 milljónir til baka í þrotabú Kaupþings vegna tveggja lána sem hann fékk frá bankanum til kaupa á bréfum í bankanum sjálfum. Um var að ræða lán sem stóð í Ekki fengu starfsrúmum 1,5 milljarði daginn sem hin ólögmennirnir heldur lega niðurfelling átti sér stað. Þórður var dæmdur til að greiða 27 milljleyfi frá Hreiðari Má ónir, sem var sú upphæð sem hann var í Sigurðssyni, forstjóra ábyrgð fyrir áður en til niðurfellingarinnar bankans, til að flytja kom. Báðir starfsmennirnir héldu því fram hlutabréfaeign sína í fyrir dómi að stjórnendur bankans hefðu einkahlutafélög árið lofað starfsmönnum því að þeir bæru ekki 2008, jafnvel þótt skaða af hlutabréfakaupunum sem voru hluti af starfskjarastefnu bankans. Ekki Hreiðar Már hefði þótti sannað að slíkt loforð hefði verið sjálfur flutt hlutagefið jafnvel þótt fjórir stjórnarmenn bankans hefðu komið fyrir dóm og staðfest bréfaeign sína í bankorð starfsmannanna. Ekki fengu starfsanum yfir í Hreiðar mennirnir heldur leyfi frá Hreiðari Má Már Sigurðsson ehf. Sigurðssyni, forstjóra bankans, til að flytja hlutabréfaeign sína í einkahlutafélög árið tveimur árum áður. 2008 jafnvel þótt Hreiðar Már hefði sjálfur flutt hlutabréfaeign sína í bankanum yfir í Hreiðar Már Sigurðsson ehf. tveimur árum áður. Ekki fengust skýringar fyrir dómi á því hvers vegna sömu reglur giltu ekki fyrir Hreiðar Má og undirmenn hans. Báðum málum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Ljóst er að slitastjórn Kaupþings getur fengið dæmda milljarða í endurgreiðslur frá þeim starfsmönnum sem hún hefur stefnt, ef dómarnir verða staðfestir af Hæstarétti. oskar@frettatiminn.is


fjölskyldufyrirtæki í 19ár


8

Toppkiljur

fréttir

Helgin 13.-15. maí 2011

Ljósi varpað á ósýnilegu börnin í samfélaginu

Kiljulisti –04.05 -10.05.11

Meðal verkefna sem lokanemar til BS-prófs í hjúkrunarfræði kynna í dag, föstudaginn 13. maí, má nefna verkefni Berglindar Þallar Heimisdóttur og Guðrúnar Maríu Þorbjörnsdóttur, sem fjallar um áhrif sem vímuefnaneysla á meðgöngu hefur á fóstur og nýbura. Kristín Rún Friðriksdóttir og Ragnheiður Halldórsdóttir varpa ljósi á ósýnilegu börnin í samfélaginu, en verkefni þeirra er um stuðning við börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóma. Handleiðsla hjúkrunarfræðinga er síðan viðfangsefni Aðalbjargar Stefaníu Helgadóttur, en heitið á verkefni hennar er Handleiðsla hjúkrunarfræðinga: Umhyggja þeim sem umhyggju veita. Að þessu sinni kynna 59 nemendur 38 lokaverkefni sem eru hin fjölbreyttustu og snerta flest svið hjúkrunar. Kynningin er öllum opin og fer fram í húsnæði Hjúkrunarfræðideildar, Eirbergi, Eiríksgötu 34 og hefst kl. 13. -jh

Rekstrarafkoma Kópavogs jákvæð um milljarð Rekstrarafkoma Kópavogsbæjar á árinu 2010 var betri en ráð var gert fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Hún var jákvæð um 1.032 milljónir króna en árið á undan var hún neikvæð upp á 4.068 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða bæjarins varð 988 milljónum krónum betri en áætlunin, að því er fram kemur í tilkynningu bæjarins. Þar segir enn fremur:

„Með áframhaldandi hagræðingu og útsjónarsemi tókst að halda uppi þjónustustigi í bænum á árinu. Tekjur bæjarfélagsins urðu heldur hærri en áætlað var en íbúum fjölgaði um 383 milli ára, eða í 30.697 í árslok 2010. Aðrir þættir sem hafa áhrif á jákvæða rekstrarútkomu eru gengishagnaður erlendra langtímalána sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhags-

áætlun og lækkun lífeyrisskuldbindinga en áætlun gerði ráð fyrir hækkun skuldbindingarinnar. Útgjaldaliðir vegna félags-, fræðslu- og atvinnumála urðu hins vegar nokkuð hærri en áætlað hafði verið.“ Eigið fé bæjarfélagsins í árslok 2010 nam rúmlega 14 milljörðum króna en var 10,4 milljarðar árið á undan. Eiginfjárhlutfallið fór upp í 24%. -jh

 garðabær Unnið að deiliskipulagi á Arnarnesi

Ljósmynd/Hari

Kiljulisti –04.05 -10.05.11 Arnarnesið sunnanvert. Unnið er að gerð deiliskipulags á nesinu en deilt er um gerð gönguog hjólastíga líkt og víða hafa verið gerðir meðfram ströndinni á höfuðborgarsvæðinu.

Kiljulisti –26.–01.06.10

Segir göngu- og hjólastíga hagsmunamál fjöldans Fulltrúi Fólksins í bænum í skipulagsnefnd segir fámennan en háværan hóp eigenda strandlóða standa gegn stígagerð. Stendur ekki til að fara með stíg kringum Arnarnes, segir skipulagsstjóri. Útivistarpallar á þremur stöðum í fjörunni og hjólastígur meðfram Hafnarfjarðarvegi.

G

Kiljulisti –04.05 -10.05.11

Göngustíg breytt í útivistarleið í skipulagi.

öngu- og hjólastígar á Arnarnesi í Garðabæ eru hagsmunamál höfuðborgarsvæðisins, ekki bara Garðabæjar og enn síður bara húsanna við ströndina, segir Auður Hallgrímsdóttir, varamaður Fólksins í bænum í skipulagsnefnd Garðabæjar. Nú stendur yfir vinna og kynning á deiliskipulagi á Arnarnesi en þar er, að sögn Auðar, ekki gert ráð fyrir stígum meðfram ströndinni, eins og víða er á höfuðborgarsvæðinu, heldur stígum niður að sjó á þremur stöðum þar sem koma á fyrir pöllum þar sem fólk getur sest niður. Auður segir landið á sunnanverðu nesinu, Arnarvogsmegin, í umsjón Garðabæjar. Í aðalskipulagi hafi verið gert ráð fyrir göngustíg þar en á skipulagsnefndarfundi hafi orðinu göngustíg verið breytt í útivistarleið. Umhverfisstofnun hafi beðið Garðabæ um skýringu á því hvað útivistarleið væri og fengið þau svör að verið væri að hnykkja á lögum um frjálst aðgengi fólks 50 metra frá sjávarlínu. Ekki sé gert ráð fyrir mannvirkjum. Nú sé beðið álits lögfræðings Skipulagsstofnunar ríkisins á því hvort bæjaryfirvöldum hafi verið heimilt að breyta orðinu í aðalskipulagi án kynningar. „Í dag þarf fólk að hjóla inn í Arnarneshverfið og þar er kvartað undan álagi af hjólafólki. Við, hjá Fólkinu í bænum, erum að tala um tvenns konar hjólastíga,“ segir Auður, „annars vegar stíga þar sem fólk kemst hratt um, t.d. í vinnu inn á göngu- og hjólastígakerfi Hafnarfjarðar og Kópavogs og þá í átt til Reykjavíkur, þ.e. hjólastíg meðfram hljóðmöninni við Hafnarfjarðarveg. Hins vegar stíga kringum Arnarnesið sem hægt er að hjóla, t.d. öll fjölskyldan, á góðviðrisdögum um helgar eða að kvöldi til.“ Gegn þessu leggst fámennur en hávær hópur húseigenda við strandlengjuna á Arnarnesi, að sögn

Auðar, en hún tekur fram að það eigi ekki við um alla íbúa á Arnarnesi. Óskadraumurinn sé að fá hjóla- og göngustíg fyrir nesið en það sé ekki raunhæft eins og mál standa, vegna eignarréttarákvæða á norðanverðu nesinu, Kópavogsmegin. Framkvæmanlegt ætti hins vegar að gera stíg Arnarvogsmegin og inn í Arnarnesið og tengjast þannig stígakerfinu til Kópavogs. Nú sé hægt að hjóla frá Gróttu, í gegnum Kópavog en þegar komið sé í Garðabæ verði að fara út í umferðina. Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar, segir að í upphaflegu skipulagi hafi ekki verið gert ráð fyrir stígum við ströndina á Arnarnesi. Eigendur lóðanna hafi keypt eignir sínar og ekki gert ráð fyrir stíg fyrir framan. Málið hafi hins vegar komið upp með reglulegu millibili, sérstaklega við endurskoðun aðalskipulags. „Hingað til hefur ekki verið vilji til að gera þetta,“ segir Arinbjörn. Hann segir það að gera göngu- og hjólastíga meðfram ströndinni sé algerlega gilt sjónarmið en slíkt verði að gera í sátt við íbúana. Eins og er sé slík stígagerð ekki í sjónmáli, menn yrðu mjög ósáttir. „Það stendur ekki til að fara með stíg kringum nesið, en ég tek það fram að það er ekki búið að afgreiða tillöguna frá skipulagsnefnd og því síður að afgreiða málið frá bæjarstjórn til kynningar. Málið fer í kynningu á næstu mánuðum og þá skýrist það,“ segir Arinbjörn. Skipulagsstjórinn segir að fyrirhugað sé að ganga frá hjólastíg meðfram hljóðmöninni við Hafnarfjarðarveginn og að styrkja eigi stíga sem fyrir eru og liggja þvert yfir nesið og niður í fjöru á þremur stöðum, með útivistarpalli. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


ÞRÝSTIJÖFNUNAR HEILSUDÝNUR OG HEILSUKODDAR

Ekki missa af þessu

0%

30%

vextir*

afsláttur

Stillanlegt og þægilegt Stil lanlegir dagar í maí. 6 mánaða vaxtalaus ar* greiðslur í boði ! Með því einu að snerta takka getur þú stillt rúmið í hvaða stöðu sem er. Með öðrum takka færð þú nudd sem þú getur stillt eftir eigin þörfum og látið þreytuna eftir eril dagsins líða

EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI

og tilbúin(n) í átök dagsins.

Eitt mesta úrval landsins af stillanlegum heilsurúmum! * 3% lántökugjald er á vaxtalausum samningi.

S FRÁ TEMP EIN

® UR

Vaknaðu upp endurnærð(ur)

S FRÁ TEMP EIN

® UR

slökun og þannig dýpri og betri svefni.

A‹

er allt gert til þess að hjálpa þér að ná hámarks

A‹

úr þér. Með stillanlegu rúmunum frá Tempur

Leggur grunn að góðum degi

betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16


10

fréttir

Helgin 13.-15. maí 2011

 Lífeyrissjóðir Óbeint lánardrottnar tveggja þriðju hluta verðtryggðr a lána íslenskr a heimila

Eignir lífeyrissjóðanna 1.965 milljarðar Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Eignir lífeyrissjóða voru ríflega 5% meiri að raungildi í lok fyrsta ársfjórðungs en á sama tíma í fyrra. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam alls 1.965 milljörðum króna í lok mars, samkvæmt tölum frá Seðlabankanum. Ávöxtun sjóðanna var þó væntanlega minni, að mati Greiningardeildar Íslandsbanka, þar sem innflæði í þá vegna iðgjaldagreiðslna er meira en útflæði vegna lífeyrisgreiðslna og úttektar á séreignarsparnaði. Hefur raunávöxtun þeirra tæpast verið öllu meiri en 3,5% tryggingafræðilegra uppgjörskrafna þeirra. Eignin hafði hækkað um ríflega 16 milljarða króna í mánuðinum, en frá sama mánuði árið 2010 jókst hrein eign sjóðanna um 137 milljarða króna. Breyting hefur orðið á eignasamsetningu lífeyrissjóðanna, ekki síst undanfarið ár, þ.e. tilfærsla

úr erlendum eignum yfir í verðtryggð skuldabréf með íbúðaveði. Séu íbúðabréf, húsnæðisbréf, húsbréf og sjóðfélagalán lífeyrissjóðanna lögð saman og borin saman við erlendar eignir sjóðanna má sjá að hlutfall þessara tveggja eignaflokka var lengst af svipað frá miðjum síðasta áratug, þótt fyrrnefndi eignaflokkurinn hafi tekið forystusætið af hinum síðarnefnda í kjölfar alþjóðlegu efnahagskreppunnar undir árslok 2008. Nú er hins vegar svo komið að verðtryggð skuldabréf með íbúðaveði nema tæplega 750 milljörðum króna í bókum lífeyrissjóðanna, en erlendar eignir þeirra nema 483 milljörðum króna. Lífeyrissjóðirnir eru því, segir Greiningin, beint eða óbeint lánardrottnar tæplega tveggja þriðju hluta verðtryggðra lána íslenskra heimila.

Lífeyrissjóðirnir eru, beint eða óbeint, lánveitendur meirihluta verðtryggðra lána. Eignir sjóðanna nema nú 1.965 milljörðum.

 Landsdómur ák ær a á hendur Geir

Hagstæð vöruskipti í apríl Vöruskiptin við útlönd voru hagstæð um 7,3 milljarða króna í apríl. Alls voru fluttar út vörur fyrir tæpa 43,6 milljarða króna en vöruinnflutningur nam um 36 milljörðum króna, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Er þetta nokkuð meiri afgangur en hann var mánuðinn á undan en þó nokkuð minni en hann hefur að jafnað verið síðasta árið. Samanborið við apríl í fyrra er afgangurinn af vöruskiptum nú rúmlega 10% meiri. Sé miðað við fyrstu fjóra mánuði ársins er vöruskiptaafgangur um 11% minni nú í ár en hann var á sama tíma í fyrra, að því er fram kemur hjá Greiningu Íslandsbanka. Skýrist sá munur af því að innflutningur hefur aukist töluvert umfram það sem útflutningur hefur gert. -jh

7,3 hagnaður af vöruskiptum Apríl 2011 Hagstofa Íslands

VELKOMIN Á BIFRÖST

Viðskiptafræði BS-BBA Opinn dagur 21. maí

– áhersla á nýsköpun og frumkvöðlastarf

Alhliða viðskiptanám sem ætlað er að búa nemendur undir ábyrgðar- og stjórnunarstörf í innlendu og alþjóðlegu samkeppnisumhverfi. Boðið er upp á allar helstu greinar viðskiptafræðinnar, fjármál, stjórnun og markaðsmál, auk almennra námsgreina.

Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands.

„Pólitískt uppgjör í búningi sakamáls“ Formaður Lögmannafélags Íslands gefur lítið fyrir ákæru saksókn­ ara Alþingis á hendur Geir Haarde og finnst vanta röksemdir.

B

Geir. H. Haarde, fyrrverandi for­ sætisráðherra.

Á Bifröst gefst nemendum kostur á að ljúka námi á skemmri tíma þar sem sumarnám er hluti reglulegs náms. Náminu má því ljúka á tveimur og hálfu ári.

Opið fyrir umsóknir á bifrost.is

Upplifðu Bifröst Komdu í heimsókn og kynntu þér námið í 1 dag til að fullvissa þig um að það henti þér. Í leiðinni geturðu skoðað líkamsræktina, kaffihúsið, leikskólann, golfvöllinn og fleira sem háskólasvæðið hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar á bifrost.is

Ég get ekki séð að saksóknari hafi haft mikið af góðum gögnum í höndunum ...

rynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands, finnst lítið til um ákæru saksóknara Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Hann segir að allar röksemdir vanti og hann hefði búist við meiru og nákvæmari útlistun á brotum í ákærunni sem er í tveimur liðum og snýr að vanrækslu og aðgerðaleysi. „Það er alveg ofboðslega skrýtið að það sé verið að ákæra fyrir að gera eða gera ekki eitthvað óskilgreint. Að Geir hefði átt að hafa frumkvæði af einhverjum stjórnlagafyrirmælum eða löggjöfum. Mér finnst það blasa við að öll umræða eða beiting á þessum tíma hefði fellt bankana um leið og þá hefði ekki verið hægt að setja neyðarlög. Þetta er pólitískt uppgjör sett í búning sakamáls og það finnst mér lítið geðslegt,“ segir Brynjar. Hann spyr hvað menn ætli að gera þegar búið er að kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu og það kemur í ljós að það veldur stórtjóni. Hvort menn ætli að draga einhvern fyrir dóm þá? „Það sem þingið er að gera með þessari ákæru er hættuleg þróun. Það varð tjón á vakt einhvers og menn eru að gera tjónið glæpsamlegt. Munu menn verða gerðir ábyrgir fyrir auknu atvinnuleysi á þeirra vakt? spyr Brynjar. Brynjar segist vorkenna saksóknara sem sé í þeirri stöðu að vera bundinn af ákvörðunum þingsins. „Ég get ekki séð að saksóknari hafi haft mikið af góðum gögnum í höndunum fyrst ákæran er svona. Í grunninn er þetta fyrirkomulag vont og óþarft. Það passar ekki inn í meðferð sakamála og hentar illa í nútímaréttarfari. Þetta er gamall draugur sem passar ekki inn í kerfi í dag. Ef ráðherra brýtur af sér á hann að lúta almennum reglum, kæru og rannsókn,“ segir Brynjar. Spurður um þau orð saksóknara að röksemdin bíði þar til málið verði flutt, segir Brynjar það ekki ganga. „Það verður að segja í ákæru í hverju brotið felst. Það verður að vera nákvæmara. Ef einhver er ákærður fyrir aðgerðaleysi þar sem hann hjálpaði ekki til á slysstað þá er það tekið fram í ákærunni. Í tilfelli Geirs er ekkert slíkt.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is


15% afsláttur Gildir um helgina

af parketi, flísum og ljósum! Líttu við og gerðu frábær kaup í BYKO!

Við tökum vel á móti þér!

Í BYKO Breidd höfum við opnað stórglæsilega parketdeild, flisadeild og ljósadeild!


GOTT IÐ Á GRILL

KR./STK.

KR./STK.

HVÍTLAUKS HRINGUR

379

BESTIR Í KJÖTI

FYLLT LAMBALÆRI

1998 KR./KG

KR./STK.

Við gerum þig! meira fyrir

B

Ú

NÝBAKAÐ NDI OG ILMA

Ú

129

TB KJÖ ORÐ

ÍSLENSKT KJÖT

Ú

TB KJÖ ORÐ

B

BESTIR Í KJÖTI

KR./KG

Ú

1348

R

I

LAMBALÆRI

I

KR./KG

R

I

299

KANILSNÚÐUR

ÐI

GULAR MELÓNUR

GIRNILEG STEIK HELGAR

KJÖTBORÐ

BAKAÐ UM Á STAÐN

R

KR./KG

199

JÖTBOR

199

Fyllt með Camembert og villisveppum

RK

ANANAS

FERSKIR MAÍSSTÖNGLAR

GOTT Á GRILLIÐ

ÍSLENSKT KJÖT

20% afsláttur

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl

Ú I

BESTIR Í KJÖTI

KR./KG

KJÖTBORÐ

Kjötmeistarar Nóatúns

B

FERSKURINGUR KJÚKL

Nýttu þér sérþekkingu okkar því við erum hér fyrir þig. Við erum boðin og búin að vinna kjötið eftir þínum óskum. Við skerum í pöruna, fyllum svínalundina og kryddum lærið að okkar besta hætti. Leitaðu ráða hjá okkur og tryggðu þér þannig vel heppnaða máltíð.

noatun.is

ÍM KJÚKLINGUR

799

R

1998

TB KJÖ ORÐ

Ú

1598

R

I

LAMBALÆRISSNEIÐAR

KR./KG

Hamraborg – Nóatún 17 – Austurver - Hringbraut – Grafarholt


Við gerum meira fyrir þig

ÍSLENSKT KJÖT

UR LJÚFFEXNG LA

Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni LÉTT RÐUR KOLSÝ

GOTT NASL qUIcKBURY PARTY MIX

Ú

ISKBORÐ

F

ISKBORÐ

100% AKJÖT NAUT

ÍSLENSKT KJÖT

129

158

VOGA ÍDÝFA 2 TEGUNDIR

MAARUD SPRØ MIX, 2 TEG.

KR./PK.

RF

KR./KG

I

FERSKIR Í FISKI

219 R

TB KJÖ ORÐ

B

Ú

I

BESTIR Í KJÖTI R

KJÖTBORÐ

KR./STK.

METROPOLE KAFFIPÚÐAR, 3 TEG.

299

ÍSLENSKT KJÖT

KR./PK.

Ú

R

TB KJÖ ORÐ

B

I

BESTIR Í KJÖTI R

KJÖTBORÐ

KR./STK.

Ú

98

KR./PK.

SAMBÓ ÞRISTUR, 250 G

359

KR./PK.

TILBÚIÐ IÐ Á GRILL I

TOScANA, BRATwURST OG MOzzARELLA GRILLPYLSUR

398

FYRIR ERANA SÆLK

I

299

Ú

KR./STK.

UNGNAUTAHAMBORGARI, 200 G

KR./STK.

Ú

2498

RF

I

LAX MEÐ MANGÓ cHILI

TOPPUR 2 TEG. 0,5 L

KRYDDAÐ GRÆNMETI

669 KR./PK.

FREYJU DJÚPUR

329

KR./PK.


14

úttekt

Helgin 13.-15. maí 2011

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, er umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi.

Margt af því fólki sem er hvað mest áberandi í íslensku samfélagi er meðlimir í Rótarýklúbbum. Engin valdaklíka, segir forseti eins öflugasta klúbbsins, heldur er lögð áhersla á góðgerðarstörf og mannrækt.

Rótarý er mannúð máttarstólpa samfélagsins Er það satt?

Er það drengilegt?

Rótarýhreyfingin er líkari bresku hádegisfunda-hreyfingunum þar sem menn koma saman, fá sér súpu, tala frjálslega og hlusta á fyrirlestra. Þarna er þverskurður samfélagsins.

Eykur það velvild og vinarhug?

Rótarýklúbburinn Reykjavík

Er það öllum til góðs?

Árni Kolbeinsson, hæstaréttardómari

Þ

etta eru spurningar sem meðlimir Rótarýklúbbanna spyrja sig. Kannski ekki daglega en í það minnsta á vikulegum hádegisfundum klúbbanna. Þetta eru grundvallargildi Rótarýhreyfingarinnar. Margir af mest áberandi einstaklingum þjóðfélagsins hittast, spyrja sig spurninganna fjögurra, borða súpu og hlusta á fyrirlestur um mál af öllum toga.

Eins og breskur hádegisverðarklúbbur

Miðað við félagatal nokkurra þessara klúbba gætu menn freistast til að halda að þarna liggi valdaþræðir þjóðfélagsins en svo er ekki, að sögn Úlfars Þormóðssonar, nokkurs konar sérfræðings í leynireglum og klúbbum af ýmsu tagi. Úlfar skrifaði tvö bindi Bræðrabanda árið 1981 sem fjallaði að meginþræði um Frímúrararegluna og þann leyndarhjúp sem hvílt hefur yfir þeirri reglu. Úlfar segir af og frá að Rótarýklúbbarnir séu valdaklíka. „Rótarýhreyfingin er líkari bresku hádegisfundahreyfingunum þar sem menn koma saman, fá sér súpu, tala frjálslega og hlusta á fyrirlestra. Þarna er þverskurður samfélagsins,“ segir Úlfar og bætir við að Rótarý hafi breyst úr því að vera meiriháttar karlaklúbbar yfir í að opnað var fyrir konur. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst voru ekki allir meðlimir Rótarýhreyfingarinnar sáttir við þá ákvörðun æðstu páfa hreyfingarinnar og hættu nokkrir af eldri kynslóðinni þegar konum var hleypt inn.

Tveir klúbbar skera sig úr

Fréttatíminn skoðaði félagatal Rótarýklúbbanna í Reykjavík eins og sjá má á listum sem fylgja með greininni. Listarnir eru ekki tæmandi heldur voru eingöngu tíndir út þekktir einstaklingar. Félagatöl tveggja þeirra, Rótarýklúbbsins Reykjavík og Rótarýklúbbsins Reykjavík – Austurbær, eru sýnu mikilfenglegust þótt ólík séu. Félagar í Rótarýklúbbi Reykjavíkur réðu ferðinni í íslensku samfélagi fyrir tuttugu árum en í síðarnefnda klúbbnum eru einstaklingar sem standa styrkari fótum í samtímanum. Félagar Rótarýklúbbs Reykjavíkur eiga það margir sameiginlegt að vera fyrrverandi eitthvað – forstjórar, Framhald á næstu opnu

Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur Birgir Ísleifur Gunnarson,

fyrrverandi seðlabankastjóri Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra Davíð Scheving-Thorsteinsson athafnamaður Edda Rós Karlsdóttir, starfsmaður Alþjóða gjaldeyrissjóðsins Eiður Svanberg Guðnason, fyrrverandi sendiherra Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur við HR Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák Friðrik Pálsson, fyrrverandi forstjóri Símans Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Guðfinna S. Bjarnadóttir, fyrrverandi þingmaður Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Guðmundur Þóroddsson, fyrrverandi forstjóri REI Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra

Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auðar Capital Hallgrímur B. Geirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Árvakurs Hallgrímur Snorrason, fyrrverandi hagstofustjóri Haraldur Briem sóttvarnalæknir Haraldur Örn Ólafsson pólfari Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Hreggviður Jónsson, forstjóri Veritas Capital Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi forstjóri Eimskips Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi sendiherra Jóhanna Waagfjörð, fyrrverandi framkvæmdastjóri Haga

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður LÍÚ Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins Ólafur Davíðsson, fyrrverandi sendiherra

Björn Bjarnason

Óttarr Möller, fyrrverandi forstjóri Eimskips Páll Magnússon útvarpsstjóri Páll Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Ístaks Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands

Halla Tómasdóttir

Sigríður Snævarr, fyrrverandi sendiherra Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona Sveinn Einarsson leikstjóri

Jónas H. Haralz, fyrrverandi seðlabankastjóri

Sveinn Jónsson, fyrrverandi formaður KR

Jónas Ingimundarson píanóleikari

Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda

Jón Ásbergsson, forstjóri Íslandsstofu

Þorkell Helgason, fyrrverandi orkumálastjóri

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Primera

Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Vífilfells

Jón Steindór Valdimarsson, formaður Sterkara Íslands

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra

Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs

Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi formaður VSÍ

Páll Magnússon

Þorsteinn M. Jónsson


– fUllTHÚs HÚsÆVInTÝra ÆVInTÝra – fUllT

REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is

eurovisionpartípakki Öllum gasgrillum frá Ellingsen fylgir nú um helgina sérstakur Eurovision-partípakki sem inniheldur kippu af tveggja lítra kóki, kassa af Prins Póló og lambalæri frá SS*. Áfram Ísland!

Leikur á Facebook! Kíktu á Facebook-síðu Ellingsen og giskaðu á hvaða sæti Ísland lendir í í Eurovision. Á mánudaginn drögum við úr réttum svörum og einn fær 10.000 kr. inneign í Ellingsen!

*Fylgir öLLum gasgrillum Föstud. og laugard.

yFirbreiðsLa Fylgir með öllum ellingsen grillum

GasGrIll EllInGsEn Grillflötur 450x700 mm 4 brennarar, ryðfrítt stál

15.750

kr. léttgreiðsla í 6 mán.

Við setjum grillið saman Fyrir þig og bjóðum upp á

Fullt verð 94.500 kr.

Fría

PIPAR\TBWA

SÍA

111333

heimsendingu

GasGrIll EllInGsEn Grillflötur 450x600 mm 3 brennarar

11.650

GasGrIll EllInGsEn Grillflötur 450x700 mm 4 brennarar

13.317

GasGrIll EllInGsEn Grillflötur 450x600 mm 3 brennarar, ryðfrítt stál

14.083

GasGrIll EllInGsEn CB2 Grillflötur 450x467 mm 2 brennarar, ryðfrítt stál

13.317

kr. léttgreiðsla í 6 mán.

kr. léttgreiðsla í 6 mán.

kr. léttgreiðsla í 6 mán.

kr. léttgreiðsla í 6 mán.

Fullt verð 69.900 kr.

Fullt verð 79.900 kr.

Fullt verð 84.500 kr.

Fullt verð 79.900 kr.


16

úttekt

Helgin 13.-15. maí 2011

ritstjórar, seðlabankastjórar. Menn sem voru á hátindi sínum fyrir áratugum en eru nú á lokaspretti ævi sinnar.

Eirarmenn í Rótarý

Rótarýklúbbar ekki valdaklíkur

Sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir er foseti Rótarýklúbbs Reykjavíkur – Austurbær; þess klúbbs sem hefur innanborðs flest áhrifafólkið, að mati álitsgjafa Fréttatímans. Hún segir það af og frá að Rótarýklúbbar séu valdaklíkur þar sem mikilvægar ákvarðanir í samfélaginu séu teknar í reykfylltum bakherbergjum klúbbanna. „Ég hef ekki orðið vör við það. Ég upplifi það ekki þannig heldur er eingöngu stolt af því að vera Rótarýfélagi. Ég er dugleg að bera merki félagsins, sem aðgreinir félaga frá öðrum, en ég kem ekki öðruvísi fram við Rótarýfélaga en aðra. Ég reyni að koma fram við alla af sömu virðingunni. Í þessum klúbbum er þverskurður samfélagsins; flottir fulltrúar þeirra hópa og stétta sem þeir tilheyra. Öll eigum við það sameiginlegt að vilja láta gott af okkur leiða.

ENNEMM / SÍA / NM46353

Við hittumst vikulega á fimmtudögum í hádegisverði; borðum, spjöllum og hlýðum á fyrirlestra. Það þykir mikill heiður að fá að koma og halda fyrirlestur hjá okkur og við höfum aldrei greitt fyrir slíkt.

Og þótt Rótarý snúist um mannúð og góðgerð haldast vinabönd sem mynduðust í pólitík fyrir áratugum innan klúbbanna. Þannig eru til að mynda Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Magnús L. Sveinsson saman í Rótarýklúbbi Reykjavíkur – Breiðholt. Þeir félagar hafa marga fjöruna sopið saman og komust í fréttirnar í síðustu viku þegar Fréttatíminn greindi frá því að Vilhjálmur Þ. hefði verið ráðinn tímabundið forstjóri hjúkrunarheimilanna Eirar og Skjóls án auglýsingar. Magnús, vinur hans og Rótarýfélagi, sat í stjórn með Vilhjálmi, tók þátt í að samþykkja þennan ráðahag og tók síðan við af Vilhjálmi sem formaður stjórnar hjúkrunarheimilisins Eirar.

Það er límið í þessu,“ segir Kolbrún sem hefur verið meðlimur í klúbbnum frá árinu 1998. Hún segir að starf félagsins snúist að miklu leyti um góðgerðarstarfsemi. „Rótarýhreyfingin á heimsvísu hefur verið í fararbroddi í baráttunni við sjúkdóminn Pólíó (mænusótt) og varið fúlgum fjár í þá baráttu. Síðan styrkjum við hin ýmsu málefni – erum til dæmis sífellt að hjálpa ungu fólki,“ segir Kolbrún. Og þótt hugsjónin um að láta gott af sér leiða sé í forgrunni segir Kolbrún að þátttaka í klúbbnum snúist líka um mannrækt. „Við hittumst vikulega á fimmtudögum í hádegisverði; borðum, spjöllum og hlýðum á fyrirlestra. Það þykir mikill heiður að fá að koma og halda fyrirlestur hjá okkur og við höfum aldrei greitt fyrir slíkt,“ segir Kolbrún og bætir við að þótt ekki sé gerð krafa um kjól og hvítt á fundum, mæti hún ekki á gallabuxunum. Spurð hvernig fólk verði félagar í Rótarý segir Kolbrún að það sé einfalt. Það þurfi enga meðmælendur líkt og tíðkast í reglum eins og Frímúrarareglum. „Við erum alltaf að leita að fólki sem getur bætt klúbbinn og er góðir fulltrúar fyrir sína fagstétt. Síðan geta áhugasamir sótt um inngöngu. Félagavalsnefnd og stjórn klúbbsins tekur umsóknina fyrir. Sé sátt um að viðkomandi sé áhugaverður sem meðlimur er tillaga um inngöngu hans send félögum klúbbsins sem síðan samþykkja inngönguna. Ef einhver félaganna mótmælir er það skoðað sérstaklega en það er afar sjaldan sem það gerist,“ segir Kolbrún og bætir við að markmið klúbbsins sé að fjölga konum. Óskar Hrafn Þorvaldsson

Rótarýklúbburinn Reykjavík – Miðborg Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Brynjólfur Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landsbankans

Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands Svava Johansen, framkvæmdastjóri NTC

Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans

Einar Sigurðsson, forstjóri MS

Thomas Möller, fyrrverandi framkvæmdastjóri Skeljungs

Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka Guðjón Friðriksson sagnfræðingur Inga Jóna Þórðardóttir, eiginkona Geirs H. Haarde Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Katrín Fjeldsted læknir

Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands

Dögg Pálsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson, lektor við Háskólann í Reykjavík Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórn­ andi Hörpu

Margeir Pétursson

Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda

Rótarýklúbburinn Reykjavík – Árbær

Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna

Margeir Pétursson athafnamaður

Hreinn Haraldsson vegamálastjóri

Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra

oskar@frettatiminn.is

Svava Johansen

Jón H.B. Snorrason aðstoðarlögreglustjóri Magnús Pétursson ríkissáttasemjari

Við erum með réttu Komdu til okkar eða hafðu samband og við aðstoðum þig við að finna hagstæðustu leiðina.

Ódýrari mínútur

3 vinir og 300 SMS

6 vinir óháð kerfi

1000 mínútur

Ring

Hringdu á 0 kr. í 1 GSM vin hjá Símanum*

Hringdu á 0 kr. í 3 vini óháð kerfi* og sendu 300 SMS á alla hina

Hringdu á 0 kr. í 6 vini óháð kerfi*

Hringdu á 0 kr. í alla GSM og heimasíma á Íslandi*

Fyrirframgreidd þjónusta – fyrir þá sem vilja afgreiða sig sjálfir

Aðeins 11,9 kr. mín. í alla innanlands

Eitt mínútuverð í alla innanlands

Eitt mínútuverð í alla innanlands

Frábær leið fyrir þá sem nota GSM símann mikið

590 kr. mánaðargjald

1.390 kr. mánaðargjald

2.190 kr. mánaðargjald – Veldu áskrift eða Frelsi

7.990 kr. mánaðargjald

*1.000 mín./ 500 SMS á mán.

*600 mín./ 300 SMS á mán. 300 MB á mán. fylgir til áramóta.

*Áskrift 1.000 mín./ 500 SMS á mán. Frelsi 60 mín./60 SMS á dag.

*1.000 mín./ 500 SMS á mán.

0 kr. innan Ring 990 kr. mánaðargjald eða 0 kr. innan kerfis Símans 1.990 kr. mánaðargjald* *1.500 mín./ SMS á mán.

Greidd eru mánaðargjöld og upphafsgjöld skv. verðskrá. Ekki eru greidd upphafsgjöld af símtölum í vinanúmer. Nánar á siminn.is

siminn.is


Helgin 13.-15. maí 2011

Rótarýklúbburinn Reykjavík – Austurbær Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu Ari Edwald, forstjóri 365 Auður Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verkfræðinga

Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri

Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur

Guðrún Pétursdóttir, formaður stjórnlaganefndar

Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital

Gunnar Steinn Pálsson almannatengill

Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins

Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðingur

Helgi Jóhannesson, lögmaður á Lex

Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum

Bergþór Pálsson söngvari Davíð Pitt heildsali

Hildur Dungal, fyrrverandi forstjóri Útlendingastofnunar

Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins

Einar Sveinsson athafnamaður

Högni Óskarsson geðlæknir

Elsa Haraldsdóttir hárgreiðslumeistari

Höskuldur Ólafsson, forstjóri Arion banka

Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair

Erlendur Hjaltason, fyrrverandi forstjóri Existu

Ingunn Wernersdóttir athafnakona

Sólon R. Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings

Jón Stefánsson, organisti í Langholtskirkju

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja

Erna Gísladóttir, fyrrverandi forstjóri B&L

HJÓLAÐU Í vInnUnA Í sUMAR HJÓLADEILDIn ER Í HOLTAGÖRÐUM.

Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands Frosti Bergsson athafnamaður Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Olíufélagsins

Ari Edwald

Guðrún Pétursdóttir

Einar S. Einarsson, fyrrverandi forstjóri VISA

Magnús L. Sveinsson, fyrrverandi formaður VR og stjórnarformaður Eirar

Jóhann Hjartarson, lögmaður og stórmeistari í skák

Markús Örn Antonsson, fyrrverandi útvarpsstjóri

Jónína Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forstjóri Eirar og Skjóls

Jón L. Árnason, stórmeistari í skák

ÍSLENSKA SIA.IS UTI 54881 05/11

Rótarýklúbburinn Reykjavík – Breiðholt

vERÐ: 49.990 kR.

vERÐ: 49.990 kR.

Jamis Citizen 1 28˝ dömuhjól. Litir: Hvítt, rautt.

Jamis Citizen 1 28˝ herrahjól. Litur: Dökkgrátt.

vERÐ: 45.990 kR.

vERÐ: 45.990 kR.

Jamis explorer 1 26˝ dömuhjól. Litir: Blátt, rautt.

Jamis trail xr 26˝ fjallahjól. Litir: Blátt, grátt.

NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS

leiðina fyrir þig Stærsta og hraðasta 3G dreifikerfi landsins

Vinir óháð kerfi, bæði í Frelsi og áskrift

Risa mínútupakki fyrir stórnotendur Þú færð meira hjá Símanum!

Eitt mínútuverð, frábær kjör!

Magnaðir miðvikudagar fyrir viðskiptavini Símans

0 kr. innan fjölskyldu og í heimasímann

Vertu með vinina á 0 kr. Yfirsýn yfir alla þjónustu á þjónustuvefnum

Það er


Fjarðarkaup 13. - 14. maí

úr kjötborði

KF Íslenskt heiðarlamb

1.398,kr./kg verð áður 1.568,-/kg

úr kjötborði

Lúxus svínakótilettur í mango/chilli

Svínahnakki úrb.

KF Herragarðs svínakótilettur

1.498,kr./kg

998,kr./kg

1.298,kr./kg

1.209,kr./kg

verð áður 1.898,-/kg

verð áður 1.398,-/kg

verð áður 1.800,-/kg

verð áður 1.727,-/kg

Kalkúnagrillsneiðar

úr kjötborði

FK svínahnakki úrb./ svínakótilettur m/beini

Móa BBQ læri og leggir

FK Grill lambalærisneiðar

997,kr./kg

1.745,kr./kg

1.498,kr./kg

verð áður 1.221,-/kg

verð áður 2.245,-/kg

verð áður 2.098,-/kg

1.398,kr./kg

FK brauðskinka með 25% afslætti

ALI álegg með 25% afslætti

Sveppir í boxi 250g

- Tilvalið gjafakort

219,kr./boxið

Svínalundir

Pizzadeig

Pizzasósa 400g

298,kr.

198,kr.

www.FJARDARKAUP.is

Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag


Hamborgarar 2x115g m/brauði

Andabringur

396,kr./pk.

2.924,kr./kg

verð áður 480,-/pk.

verð áður 4.498,-/kg

FK Kjúklingabringur

2.100,kr./kg

Freyju smádraumur 360g

Freyju Hrís 200g

398,kr.

198,kr.

Lúxus Cindy mix

156,kr.

Coca Cola 4x2L

Pagen gifflar

798,kr.

398,kr.

Nestlé Fitness flögur

Lúxus Kasjúhnetur

Egils Mix 2L

598,kr.

382,kr.

198,kr.

Leynist Parísarferð í þínum pakka?

Wagner´s pizzur nokkrar gerðir

Ananas

Palmolive 4 gerðir

Don Simon djús 1,5L

LU Bastogne kex Duo

498,kr./stk.

198,kr./kg

298,kr./stk.

298,kr.

327,kr. BIC rakvélar Comfort 4

998,kr.

Pop Secret 6 í pk.

489,kr.

Maxwhite one cut

598,kr.

Tannbursti Deep soft/medium Lúxus Kaffi 400g Okay eldhúsrúllur 3 í pk.

398,kr./stk.

398,kr.

498,kr.

Tilboð gilda til laugardagsins 14. maí Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudag - www.fjardarkaup.is

BIC rakvélar Soleil

998,kr.


20

viðtal

Helgin 13.-15. maí 2011

stjórnarskrárgerð Allar greinar, einnig samþykktar tillögur, geta tekið breytingum allt til loka vinnu stjórnlagaráðs

Ertu búinn að fá þér Veiðikortið?

35 vatnasvæði aðeins kr. 6000

00000

www.veidikortid.is

Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs. Gangurinn er góður en þetta er gríðarlega stórt verkefni. Almenningur tekur virkan þátt í verki stjórnlagaráðs með erindum og athugasemdum við áfangaskjal ráðsins. Ljósmynd/Hari

Almenningur tekur virkan þátt í starfi stjórnlagaráðs Á netinu er hægt að fylgjast með undirbúningi ráðsins að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Umræðan er fjörug og vandaðar tillögur almennings munu nýtast, segir Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs.

V

ATA R N A

Þvottavélar og þurrkarar nú á tilboðsverði Þvottavél - WM 12Q460DN Tilboðsverð:

124.900 kr. stgr. (Verð áður: 139.900 kr.)

ið höfum góða reynslu hingað til af þessu og finnum fyrir vaxandi áhuga. Það er heilmikil umræða á netinu hjá okkur,“ segir Salvör Nordal, formaður stjórnlagaráðs. Almenningi gefst kostur á að senda stjórnlagaráði erindi og athugasemdir á vef þess. Þar er hægt að fylgjast með undirbúningi ráðsins að frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár. Textinn í skjalinu endurspeglar vikulega ráðsfundi, þar á meðal tillögur til afgreiðslu og kynningar, en áttundi fundur stjórnlagaráðs var haldinn í gær, fimmtudag. Stjórnlagaráð hefur tíma út júní til að ganga frá stjórnarskrárfrumvarpi sínu til Alþingis en má bæta mánuði við, ef á þarf að halda. Salvör segist reikna með að vinna ráðsins muni ná eitthvað fram í júlí. Umræða á vefnum er þegar hafin um þær tillögur sem hafa verið lagðar fram. Þá hefur mikil umræða átt sér stað milli almennings og fulltrúa í stjórnlagaráði um þau erindi sem hafa verið send ráðinu. Erindunum fjölgar jafnt og þétt, en í gær voru þau orðin tæplega sjötíu.

Formleg erindi og áfangaskjal

Ariel þvottaefni og Lenor mýkingarefni fylgja með öllum Siemens þvottavélum.

Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is

Á vef stjórnlagaráðs kemur fram að vinnu við áfangaskjalið lýkur ekki fyrr en drög að frumvarpi liggja fyrir. „Allar greinar þess geta því tekið breytingum, einn-

ig samþykktar tillögur,“ segir á vef ráðsins en þar er almenningi boðið að tjá sig, að virtum samskiptasáttmála þar sem fagnað er uppbyggilegri rökræðu, en persónulegar árásir ekki liðnar. „Það er annars vegar hægt að senda okkur erindi og hins vegar erum við með það sem kallast áfangaskjal,“ segir Salvör. „Formlegi vettvangurinn er þannig að erindi koma inn, eru skráð og fara síðan í nefnd sem hefur viðkomandi málaflokk til umræðu. Ráðsmenn svara síðan einstökum erindum á netinu, á sínum persónulegu forsendum.“ Formaður stjórnlagaráðs segir að ráðinu hafi þegar borist fjölmargar góðar og athyglisverðar tillögur sem mikil vinna hafi verið lögð í og sýni að fólk hafi hugleitt málið vel. „Ég á von á því að eitthvað muni nýtast stjórnlagaráði. Við svörum erindunum kannski ekki öllum formlega en þau fara í nefndarvinnuna þar sem afstaða er tekin til þeirra. Það er líka lifandi umræða á netinu um þessar tillögur frá einstökum ráðsmönnum.“ Í áfangaskjalinu er um að ræða tillögur sem hafa fengið ákveðna umfjöllun í stjórnlagaráðinu. Salvör segir að líta megi á það sem ákveðna vörðu á leiðinni að settu marki en ekki endanlegar tillögur. Inn í það áfangaskjal getur fólk líka komið með athugasemdir en það verður í stöðugri vinnslu fram til loka.

Reynum að sjá vinnuna alveg til enda

„Gangurinn er góður,“ segir Salvör, „en þetta er gríðarlega stórt verkefni. Við erum með flókin mál til umræðu og þurfum að halda vel á spöðunum og höfum gert það. Það er unnið að heildarskipulagi og við reynum að sjá vinnuna alveg til enda; að skipuleggja hverja viku allt til loka. Við vorum beðin að taka sérstaklega fyrir ákveðna hluti og gefinn til þess ákveðinn tímarammi. Við verðum að vinna sem best úr því,“ segir Salvör spurð um það hvort nægur tími væri gefinn til svo viðamikils verkefnis sem endurskoðunar stjórnarskrár lýðveldisins. „Það má segja að við hér á Íslandi gefum okkur oft ekki nægan tíma í hlutina en þetta er sá tími sem við fáum og við reynum að nýta hann eins vel og við getum.“ Salvör nefnir að stjórnlagaráðið hafi skýrslu og tillögur stjórnlaganefndar til hliðsjónar við starfið og afrakstur þjóðfundanna, auk annars.

Breið sátt skiptir miklu

„Ég hef litið svo á að það sé styrkur ef stjórnlagaráðið nær breiðri sátt. Það skiptir miklu máli. Ég er bjartsýn á að við getum náð skynsamlegri sátt um ýmis mál, meira get ég ekki fullyrt á þessu stigi,“ segir formaðurinn. „Það er einhugur í ráðinu um að vinna vel og ná breiðri sátt. Það sem liggur til grundvallar því að ná slíkri sátt


Ofnæmisprófað. 100% ilmefnafrítt.

Bjartsýn á að við getum náð skynsamlegri sátt.

er að það sé samkomulag um hlutina, ekki bara hér í ráðinu heldur að tillögurnar eigi hljómgrunn í samfélaginu. Það mun styrkja okkar stöðu ef við erum sátt og samtaka. Í því felast ákveðin skilaboð til Alþingis.“

Starfið eins opið og gagnsætt og mögulegt er

Salvör segir vinnu stjórnlagaþings fyrir opnum tjöldum mikla áskorun, þ.e. opinn vikulegan fund og mikla opna umræðu. „Hugmyndin er að hafa starfið eins opið og gagnsætt og mögulegt er. Það gefur almenningi einnig möguleika á að hafa skoðanir á því sem við erum að gera. Umræða í fjölmiðlum og samfélaginu styrkir líka okkar starf,“ segir hún. Formaðurinn segir, aðspurður hvort hið opna ferli sé gallalaust, að öllum vinnubrögðum fylgi kostir og gallar. Þetta sé áskorun. „Við erum að fjalla um flókin mál og þurfum að komast að niðurstöðu. Það getur þýtt að við byrjum vinnuna og erum þar tiltekinnar skoðunar en breytum síðan um skoðun í ferlinu. Við vitum að það er erfiðara að breyta um skoðun ef maður er búinn að opinbera hana. Það er gömul saga og ný að ef ná þarf sátt og málamiðlunum getur verið betra að gera það á lokuðum fundum en fyrir opnum tjöldum – en þetta er það sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Salvör og bendir á að það hafi verið fyrirmæli Alþingis að halda opna fundi. „Nefndarfundirnir eru,“ bætir hún við, „ekki eins opnir en þar liggja þó fyrir dagskrár og fólk hefur aðgang að fundargerðum þeirra funda. Vonandi tekst okkur að ná samkomulagi sem m.a. felst í því að vera tilbúin að skipta um skoðun einhvers staðar í ferlinu.“

Lyf & heilsa Kringlunni er með gjöfina þína að verðmæti 12.000 kr. Ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 4.900 kr eða meira er þetta gjöfin þín* • • • • •

Liquid Facial Soap Mild 30 ml Moisture Surge Rakakrem 15 ml All About Eyes serum 5 ml High Impact Maskari 4 g Superbalm Moisturizing gloss 7 ml

Ráðgjafi frá Clinique verður í Lyfjum & heilsu Kringlunni í dag föstudag og á morgun laugardag. Vertu velkomin, við tökum vel á móti þér.

*Á meðan birgðir endast

Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

PiPar\TBWa • Sía • 111141

NÁM OG HEIMILI 63.000 KR. Á MÁNUÐI! Verðið miðast við skólagjöld í B.Sc. námi í tæknifræði og leigu á 3ja herbergja fjölskyldu- eða paraíbúð.

Nánari upplýsingar er að finna á www.keilir.net

UMsóKNaRfREstUR UM NÁM ER tIL 6. júNí


22

viðtal

Helgin 13.-15. maí 2011

Vinkonurnar á góðri stund.

Fjórar glæsilegar vinkonur á níræðisaldri hafa hist vikulega í 65 ár og rifja upp góðar endurminningar, tala um börnin sín, íslenskt samfélag og margt annað. Anna Kristine fékk að setjast með þeim í „lunch“ og heyra af óvanalega sterkri vináttu.

Saman í hádegisverðarklúbbi í 65 ár

F

ranski rithöfundurinn Montaigne sagði að vin­ áttan væri hæsta full­ komnunarstigið innan mannlegs samfélags. Það eru orð að sönnu og þegar ég hitti fjórar elegant dömur á veitinga­ staðnum Vox í hádeginu á sólbjört­ um vordegi og sit með þeim nokkra stund, er ég ekki í vafa um að rithöf­ undurinn hafði rétt fyrir sér. Döm­ urnar eru 83 ára, að undanskilinni einni sem er árinu eldri, og þær hafa verið saman í vinkonuklúbbi í 65 ár. Þetta eru þær Sigrún Flóvenz Ólafsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Ing­ unn Egilsdóttir og Valdís Blöndal, sem kynntust við nám í Verslunar­ skóla Íslands á fimmta áratugnum. Frá útskrift, árið 1946, hafa þær haldið hópinn og hittast einu sinni í viku. Já, þið lásuð rétt, einu sinni í viku!

Ekkert getur eyðilagt vináttuna

„Í upphafi vorum við sjö í þessum klúbbi,“ segja þær mér, þar sem þær sitja með vatnsglös fyrir framan sig, rétt búnar að borða „lunch“ að hætti hefðardama. „Tvær eru látnar og ein dvelur á elliheimili. Við bundumst svona sterkum vinaböndum um leið og við kynntumst í Versló og það er ekkert sem hefur komið upp á sem hefur getað eyðilagt þessa vináttu.“ Þær eru svo huggulegar að ég fer að telja árin í huganum: „Nei, þær geta ekki verið 25 árum eldri en ég!“ hugsa ég. En það eru þær nú samt og líta út eins og hefðarkon­ ur sem maður sér eiginlega bara í kvikmyndum. „Eftir að við stofnuðum klúbbinn hittumst við í fyrstu heima hver hjá annarri,“ segja þær. „Þá tíðkaðist ekki að fara út að borða eins og við gerum núna, en við förum ekki í hádegisverð vikulega á hótel. Eina vikuna gerum við það, þá næstu

förum við kannski á kaffihús og um daginn sátum við á Amokka með einn kaffibolla og tertusneið og ætl­ uðum að tala saman smástund, en áður en við vissum af var ein og hálf klukkustund liðin! Á sumrin förum við oft saman í sumarbústaðinn hennar Guðrúnar í Skorradal eða til Ingunnar í Kjósina – og svo á Sigrún sína Paradís í Kópavoginum, þar sem garðurinn hennar er stór og einstaklega fallegur. Á þessum stöðum þykir okkur gott að hittast og ræða málin.“

Gjaldeyrishöftin: Afturhvarf til fortíðar

Þær segja mér að þær tali um alla mögulega hluti: pólitík, stjórnmála­ menn, fortíðina, framtíðina – og þegar mig hafi borið að garði hafi þær verið að ræða gjaldeyrishöftin: „Við vorum akkúrat að tala um það þegar þú komst að þegar við fórum til útlanda í fyrsta skipti þá þurfti að koma með vottorð í bank­ ann um að við værum með hreint sakavottorð og ættum fyrir þeim gjaldeyri sem sótt var um. Það var eilífur barningur,“ segja þær. Sigrún og Valdís héldu báðar til Danmerkur með eiginmönnum sín­ um þar sem þeir fóru til náms og Valdís segir að svo flókið hafi verið að fá gjaldeyri að foreldrar þeirra hafi þurft að styrkja þau til að þau gætu framfleytt sér. „Við vorum tvö og hálft ár í Dan­ mörku þar sem maðurinn minn var við nám í verkfræði og án hjálpar foreldranna hefði þetta einfaldlega ekki verið hægt. Það er eiginlega komin upp sama staða núna. Ég er að fara til Berlínar í maí og fór að kaupa mér gjaldeyri – en þá var ekki nóg að sýna farseðilinn heldur líka vegabréfið! Ég bíð bara eftir að þeir taki aftur upp þetta með sakavott­ orðið!“

Þær skellihlæja allar og eru svo prakkaralegar á svipinn að það mætti halda að þær væru ekki með hreint sakavottorð – en svona fínar dömur eru að sjálfsögðu með allt sitt á tæru.

Aldrei rifist, aðeins rætt málin

Ingunn er sú eina þeirra sem á eig­ inmann á lífi, hinar eru allar ekkj­ ur. Þær hlæja mikið þegar ein sýnir mér mynd úr partíi frá því í gamla daga og útskýrir: „Þarna erum við með mönnunum okkar þegar þeir voru á lífi.“ „Það þarf nú varla að taka það fram!“ segir önnur og hláturinn glymur um veitingastaðinn. Þær segjast oft ræða um stjórn­ mál og séu alls ekki sammála um

hver eigi bestu barnabörnin! Við rifjum líka upp gömlu, góðu dag­ ana í Versló. Ein man eitt, önnur eitthvað annað og á endanum er púsluspilið fullkomið og við njótum þess að ylja okkur við skemmtilegar minningar.“

Höf og lönd gátu ekki aðskilið þær

Áður en þær komu í Verslunarskól­ ann þekktust þær ekkert þótt tvær þeirra hafi fæðst í sama húsinu að Bjarkargötu 8, þær Ingunn og Guð­ rún. „Við smullum strax saman og við hittumst í skólanum. Auðvitað voru strákar í klíkunni, en við vinkon­ urnar vorum eins og límdar saman.“ Klúbburinn var stofnaður fyrir 65

Við rifjum líka upp gömlu, góðu dagana í Versló. Ein man eitt, önnur eitthvað annað, og á endanum er púsluspilið fullkomið og við njótum þess að ylja okkur við skemmtilegar minningar. allt, en Valdís sé svo ópólitísk að það sé ómögulegt að fá hana til að taka afstöðu. „Við höfum hins vegar aldrei rifist út af pólitík eða öðru. Við skiptumst á skoðunum en engri hefur tekist að snúa annarri á sitt band,“ segja þær stríðnislega. „Reyndar verðum við nú að játa að oftast tölum við um börnin okkar, barnabörn og lang­ ömmubörn – og auðvitað verður þá úr smá keppni í að monta sig af því

árum og jafnvel þótt höf og lönd hafi skilið þær að um tíma, breyttist vin­ áttan aldrei. Valdís fór, eins og fyrr segir, með manni sínum til Dan­ merkur þar sem hann lærði verk­ fræði og það er ekki fyrr en ég hef verið með þeim í heila klukkustund að þær ljóstra því upp að Sigrún sé menntaður ballettkennari. „Já, ég hafði verið í ballett hér við alla skóla sem í boði voru og hélt að því búnu til Danmerkur þar sem

ég lærði að verða ballettkennari. Eftir heimkomuna fór ég að kenna við skóla sem Félag íslenskra list­ dansara rak, og kenndi þar ásamt Sif Þórz og Sigríði Ármann. Svo fór ég að eignast börn ...“ Valdís segist hafa saknað vin­ kvenna sinna mikið þegar hún var í Danmörku og hafi drifið sig beint í klúbbinn eftir heimkomuna. Með þeim í klúbbnum voru Dagbjört Guðbrandsdóttir, Hanna Helgadótt­ ir, sem báðar eru látnar, og Rann­ veig Tryggvadóttir sem nú dvelur á elliheimili og er aðeins eldri en þær.

Örlögin leiddu þær saman

Þegar ég spyr hvort þær trúi á að örlögin hafi leitt þær saman, taka þær því ekki fjarri: „Ég fór nú bara í Verslunarskól­ ann því ég vildi ekki fara í MR eins og bróðir minn,“ segir Guðrún bros­ andi. „En ég held að fólk sé hrein­ lega leitt saman,“ segir hún og hinar taka undir það. Valdís segir engan sérstakan að­ draganda að því að hún hafi valið Versló, en þá hafi aðeins verið val um þrjá skóla: Verslunarskólann, Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann: „Sem betur fer valdi ég Verslunar­ skólann því þar kynntist ég þessum yndislegu konum,“ segir hún ein­ læglega. „Ég vildi ekki fara í Kvennaskól­ ann því ég vildi vera í skóla með strákum!“ segir Sigrún brosandi, „enda hitti ég þar strák sem síðar varð maðurinn minn.“ Og þær kíma allar, enda greinilega sammála henni. Val Ingunnar á Verslunar­ skólanum kom hins vegar í gegnum Ríkisútvarpið. „Þar var skemmti­ þáttur, fluttur af nemendum við Verslunarskólann, og mér leist svo Framhald á næstu opnu

Stjórnarskrá lýðveldisins varðar okkur öll Fylgist með störfum Stjórnlagaráðs og hafið áhrif á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Bein útsending frá sameiginlegum fundi ráðsins er á hverjum fimmtudegi kl. 13 á vefsíðu ráðsins: www.stjornlagarad.is. Fundirnir eru opnir almenningi. Öll gögn ráðsins má finna á vefsíðunni.

Vefslóð Stjórnlagaráðs: www.stjornlagarad.is Stjórnlagaráð, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík - sími: 422-4400 - netfang: skrifstofa@stjornlagarad.is - vefslóð: www.stjornlagarad.is


UpplifðU byltingarkenndan raka NÝTT NiVEA ViSAGE AQUA SENSATiON • Gefur samstundis mikinn og langvarandi raka • Hydra IQ örvar rakaflæði í vatnsgöngum húðarinnar og fjölgar þeim • Veitir húðinni hámarksraka og dreifir honum jafnt • Byggir upp húð þína svo hún verður stinnari og frískari


24

viðtal

Helgin 13.-15. maí 2011

... þá segi ég við stelpurnar: „Oh, hvað það væri gaman ef við gætum farið vestur og átt þar stund saman. Við erum ekki vanar að tvínóna neitt við hlutina svo við í klúbbnum skelltum okkur til Flórída og vorum þar saman í viku. Það var dýrðleg vika.

þýska móður og þýskan er henni því í blóð borin, en auk þess talar hún ensku, sænsku, dönsku og spænsku: „Ég hef verið leiðsögumaður á Kanaríeyjum og Mallorca svo auð­ vitað þurfti ég að læra spænsku.“ Þær vinkonurnar hafa ferðast mikið saman, bæði á eigin vegum og eins með konum úr kvenfélaginu Hringnum, sem þær starfa með á fullu: „Við höfum farið saman til Skot­ lands, Berlínar, Prag, Barcelona og til Gardavatnsins. En líklega er besta minningin okkar vikudvöl á Flórída í húsi sem Guðrún og Agnar maðurinn hennar áttu hlut í.“ Því húsi fylgir saga sem Guðrún segir okkur: „Maðurinn minn, Ólafur Agnar Jónasson, alltaf kallaður Agnar, var flugvélstjóri hjá Loftleiðum,“ segir hún. „Flugfélagið ætlaði svo að taka þetta allt saman yfir þegar samein­ ingin varð, en þá var fundur úti í Nesvík og ég heyrði að Agnar minn sagði: „Nei, þetta breytist ekki fyrr en næsta kynslóð tekur við,“ og það rættist. Loftleiðamenn voru með félags­ skap og þeir keyptu land uppi í Brautarholti og ...“

vel á þau að ég tók ákvörðun um að fara í þann skóla.“

„Þarft ekki að segja alla söguna!“

83 ára leiðsögumaður

Nú þegar þær hafa ljóstrað upp um ballettnám Sigrúnar er komið að því að segja frá Valdísi. „Hún er ferðamálafrömuður,“ segja þær, „og hefur verið leiðsögu­ maður í fjölda ára. Og er enn að, orðin 83 ára!“ Þessu trúi ég nú varla, en Valdís staðfestir það: „Jú, jú, í morgun fékk ég listann yfir þau skemmtiferðarskip sem eru væntanleg hingað í sumar, en á síðustu árum hef ég einkum ver­ ið leiðsögumaður fyrir farþega af skemmtiferðaskipum. Ég hef marg­ oft sagt að ég sé hætt, en það tekur bara enginn mark á mér!“ Hver um sig er lítið fyrir að tala um sjálfa sig, svo ég verð að halda áfram að fá hinar til að ljóstra upp um hæfileika hinna. Hvað með Ing­ unni? „Hún er mjög mikil veiðikona,“ segja þær. „Þau hjónin áttu hluta af Laxá í Kjós og þau buðu okkur ár eftir ár að veiða þar.“ „Já, pabbi, Egill Vilhjálmsson, átti þennan hluta Laxár ásamt Eggerti Kristjánssyni,“ útskýrir Ingunn. „Og ég veiddi einu sinni tuttugu punda lax í Þverá í Borgarfirði,“ hvíslar Sigrún að mér.

Ferðast saman um heiminn

Starfs síns vegna hefur Valdís ferðast um allan heim. Hún átti

„Heyrðu, þú þarft ekki að hafa sög­ una svona langa!“ skýtur Valdís inn í, en Guðrún segir að víst verði hún að gera það – það sé tilgangur með sögunni! „Loftleiðamenn byggðu klúbb­ hús og annað lítið hús úr fjölum sem höfðu verið utan um flugvél sem kom hingað með skipi. Svo kom þeim saman um að kaupa eða byggja hús fyrir félagsskapinn á Flórída í Ameríku. Þeir eyddu öllum sínum stundum í að velja landið og semja um kaup á því. Það var ekk­ ert á svæðinu sem þeir völdu, en nú er það gróðri vaxið og fallegt. Svo var húsið byggt en þá gerðist það að stjórn starfsmannafélagsins sam­ þykkti ekki kaupin. Þá keyptu þeir húsið þrír, minn maður, tveir flug­ stjórar, Óskar Sigurðsson og Hilm­ ar Jónsson. Það var sagt við þá að það væri í lagi að tveir ættu saman hús, en þrír – það gengi aldrei. Það gekk nú aldeilis ekki eftir, því það var alltaf allt í fullri vinsemd. Svo einhvern tíma í boði segi ég við stelpurnar: „Oh, hvað það væri gaman ef við gætum farið vestur og átt þar stund saman. Við erum ekki vanar að tvínóna neitt við hlutina svo við í klúbbnum skelltum okkur til Flórída og vorum þar saman í viku. Það var dýrðleg vika.“

Minniskubbar í stað flugvélstjóra

En svo varð breyting á högum Agn­ ars: „Þegar nýju flugvélarnar komu

var öllum flugvélstjórum sagt upp og í staðinn komu minniskubbar,“ segir Guðrún. „Við hlógum oft að því að kubbar gætu komið í stað allra þessara vönu manna. Þegar Agnar var orðinn atvinnulaus og við fórum að velta fyrir okkur hvað við vildum gera sagði ég honum að mig langaði í sumarhús. Við fórum að leita og fundum fallegan sum­ arbústað í Skorradal. Það kostaði auðvitað sitt, svo við seldum hinum strákunum okkar hlut í húsinu í Am­ eríku. En við áttum margar yndis­ legar stundir í Skorradalnum og ég hef notið þess að vera með stelp­ unum í klúbbnum þar líka.“

Eftirlætisstaðir

Þar sem þið hafið ferðast svona mikið um heiminn, langar mig að vita hvort þið eigið ykkur eftirlætis­ staði? „Ég er búin að fara um allan heim,“ segir Valdís. „Ég er auðvit­ að tengd Þýskalandi þar sem móðir mín var þýsk en mér þykir mjög gott að vera á Ítalíu. Þar á ég systurdótt­ ur sem hefur búið þar um árabil og heimsæki hana reglulega. Á meðan systir mín var á lífi fórum við árlega í tíu, tólf ár til dóttur hennar.“ Guðrún þarf ekkert að hugsa sig um: „Eftirlætisstaðurinn minn er Skorradalur!“ segir hún brosandi. „Ég fór víða með manninum mínum því hann kenndi í því sem var kallað „kassinn“, sem var gerviflugvél og Flugleiðir voru alltaf að spara svo Ís­ lendingarnar fengu yfirleitt kennslu­ stundir á nóttunni. Mér var nú alveg sama um það, ég svaf bara á meðan. En þegar ég lít til baka, þá er eini staðurinn sem mig myndi reglulega langa til að heimsækja aftur Havaí­ eyjar.“ Ingunn og hennar maður fóru mikið á skíði: „Við fórum oftast á skíði hér á Ís­ landi en líka í Lech í Austurríki, sem er afar fallegur staður.“ „Ég á enga uppáhaldsborg,“ segir Sigrún. „Ég er bara sæl þar sem ég er hverju sinni.“

Framtíð Íslands ekki björt

Svo frétti ég af ykkur fjórum á djamminu á Hótel Örk fyrir ekki svo löngu ... „Já, Guðrún átti afmæli og við ákváðum að vera í fimm daga á Örk­ inni,“ segja þær. „Það var auðvitað kolvitlaust veður en við létum það ekkert á okkur fá. Við erum reyndar löngu hættar að djamma en finnst alltaf jafn gaman að vera saman og spjalla. Ef eitthvað annað kemur upp á þann dag sem klúbburinn ætlar að hittast – þá gengur klúbburinn fyrir.“ Hvernig líst ykkur á unga fólkið í þjóðfélaginu? „Mér líst vel á ungt fólk og það er svo mikið af hæfileikaríku ungu fólki til, en fjölmiðlar nefna bara

„Hér erum við bekkjarsysturnar úr Versló; Sigrún, Ingunn, Valdís og Guðrún. Fyrir framan eru Hanna Helgadóttir, látin, Rannveig Tryggvadóttir, sem dvelur á elliheimili, og Dagbjört Guðbrandsdóttir, látin. Þessi mynd var tekin þegar við vorum upp á okkar besta!“

vandræðaunglingana,“ segir Sigrún. „Ég er mjög leið yfir því, þar sem ég þekki bara góða unglinga og vini þeirra. Það má gjarna tala meira um það.“ Hinar taka undir og Valdís segir að flestar þeirra eigi hámenntuð börn: „Það er mikið lán að eiga góð börn og barnabörn.“ En hvernig líst ykkur á framtíð Ís­ lands – konur með ykkar lífsreynslu hafa nú upplifað margt: „Ég sagði nú NEI við Icesavesamningnum,“ sagði Guðrún. „Það er hræðilegt að sjá fólk standa í bið­ röðum eftir mat. Mér finnst það af­ skaplega dapurlegt. Mér finnst fram­ tíðin fyrir Ísland ekkert sérstaklega björt, það hvorki gengur né rekur og við erum alltaf að borga.“

Skin og skúrir

Á 65 árum hafa auðvitað skipst á skin og skúrir í lífi þessara vinkvenna. Þær segjast alltaf vera til staðar til að samgleðjast á góðum stundum og styrkja hver aðra á þeim erfiðu: Það er öruggt að svo hefur ver­ ið,“segir Ingunn. „Við fögnum hverju barni sem fæðist, barnabörnum og langömmubörnum. Það hafa verið mestu gleðistundirnar.“ Valdís segir sorgarsögu sína, en hún var á leið ásamt manni sínum til Kanaríeyja þegar hann fékk hjarta­ áfall um borð í flugvélinni og lést samstundis. „Þegar ég kom heim með líkið af honum voru fyrstu manneskjurnar sem komu til mín að sýna mér stuðn­ ing þessar yndislegu vinkonur mín­ ar,“ segir hún. „Sigrún missti sinn mann fyrir tveimur árum og Guðrún fyrir örfáum mánuðum og við höfum alltaf verið til staðar hver fyrir aðra á slíkum stundum, veitt styrk og

NÝTT NIVEA VISAGE AQUA Sensation Hið nýja NIVEA Aqua Sensation markar tímamót hvað varðar raka. Öflugur rakinn sem nær til neðri laga húðarinnar veldur því að húð þín verður stinnari og frísklegri. Þú munt skynja létta áferð kremsins þegar þú berð það á húð þína. Það mun smjúga samstundis inn í húðina og vinna með henni að uppbyggingu hennar. Í þessari Aqua Sensation línu eru Refreshing Day Care - dagkrem fyrir venjulega húð, Nourishing Moisturizer Day Care - dagkrem fyrir þurra og viðkvæma húð, Nourishing Moisturizer Night Care - næturkrem fyrir þurra og viðkvæma húð og Anti Shadow Eye Care - augnkrem sem vinnur gegn baugum og þrota.

stuðning. Til þess eru vinir.“ Þær segja líka gríðarlega erfitt að fylgja æskuvinum til grafar. „Það var mjög erfitt þegar við misstum bekkjarsystkini okkar Dag­ björtu og Begga á sama árinu á besta aldri. Þau fóru bæði úr krabbameini. Hanna dó fyrir fjórum árum. Það er mjög erfitt að fylgja æskuvinum, en okkar reynsla er sú að þá þéttist hóp­ urinn okkar enn betur saman.“ „Ég kom frá Ameríku morguninn sem Hanna var kistulögð,“ segir Valdís. „Ég var búin að kveðja hana áður en ég fór, því ég var ekki viss um að ég myndi hitta hana aftur á lífi. Ég keyrði svo hratt til að ná í kistulagninguna að ég keyrði aftan á bíl, en hélt bara áfram því ég vildi kveðja vinkonu mína á viðeigandi hátt.“

Hefðum átt að taka milljarða lán árið 2007!

Við reynum að beina talinu að ein­ hverju glaðlegu og ég spyr hvort þær tali stundum illa um einhvern – hvort það sé til dæmis einhver stjórn­m álamaður sem þeim líki ekki við og svarið er skellihlátur: „Já, já, við höfum mjög svipaðar skoðanir á mönnum og málefnum. En við ætlum ekki að nefna nein nöfn sko!“ „Heyrðuð þið fréttirnar í morg­ un?“ spyr Guðrún allt í einu. „Það á bara að strika út skuldirnar hjá körlunum! Við hefðum betur tekið nokkurra milljarða króna lán hér um árið, þá værum við skuldlaus­ ar núna! Bara allt afskrifað. En við erum bara heiðarlegt fólk og heiðar­ legt fólk gerir ekki svona.“

Kúvending á þjóðfélaginu

Þær segja að svo margt hafi breytst


frá því þær voru ungar að það sé varla hægt að ræða það: „Það hefur orðið algjör kúvend­ ing í þjóðfélaginu. Þegar við vorum ungar var mikil fátækt. Á árunum milli 1930 og 1940 fyrir stríð var óskaplega mikil fátækt hér í Reykja­ vík. Fólk flutti hingað en hér var ekkert betra að fá.“ Sigrún minnist þess þegar hún hafi dag eftir dag horft niður á bryggju, sem var yfirfull af karl­ mönnum í von um vinnu: „Ég man svo vel eftir því að hafa margoft séð hóp af mönnum niðri við höfn í von um að fá einhverja vinnu við uppskipun en örfáir úr hópnum fengu vinnu. Þetta var fólk sem átti ekki neitt – ekki neitt. En samheldnin hefur alltaf verið til staðar í íslensku samfélagi og það hefur ekkert breyst og breytist von­ andi aldrei.“

Fyrst og fremst lífsglaðar dömur

Samanlagt eiga þessar fjórar vin­ konur þrettán börn og afkomendur þeirra eru sjötíu og þrír talsins: „Þegar börnin okkar voru lítil hittumst við oft með þau um jól og á sumrin og það var virkilega gaman að vera með allan krakkahópinn.“ „Ingunn á ægilega fínan sumar­ bústað og Guðrún líka,“ segir Val­ dís. „Við höfum hist þar á sumrin og á okkar yngri árum slettum við úr klaufunum, en við erum bara orðn­ ar svo stilltar á efri árum! Við höf­ um þó aldrei hagað okkar svo illa að það hafi þurft að hringja á lögregl­ una á okkur, en auðvitað vorum við með partí þegar við vorum yngri, djömmuðum stundum og oft bara við stelpurnar. En fyrst og fremst vorum við og erum enn afskaplega lífsglaðar konur.“ Þegar ég spyr hvort þær spili golf svara þær neitandi: „Það er svolítið skrýtið, að engin okkar spilar golf og engin okkar spilar brids nema Ingunn,“ segja þær.

Þurfum að taka leigubíla oftar!

Og eins og vanalega eru næstu mánuðir alveg fastmótaðir hjá vin­ konunum: „Næsta miðvikudag hittumst við á fundi hjá Hringnum, svo er á planinu að fara í bústaðinn til Guð­ rúnar og Ingunnar í sumar og sitja í fallega garðinum hennar Sigrúnar sem er hennar sumarbústaður.“ Fáið þið ykkur ekki sjerrí eða hvítvín eða rauðvín þegar þið hitt­ ist? Jú, þegar við munum eftir að koma ekki á bílum!“ segja þær hlæj­ andi. „Við þurfum endilega að muna eftir að taka leigubíla oftar!“ Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is

Eignastýring

Markaðsviðskipti

Fyrirtækjaráðgjöf

Arctica Finance er framsækið, óháð og sjálfstætt fjármálafyrirtæki sem hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið er í eigu starfsmanna sem búa að áralangri og víðtækri reynslu af innlendum og erlendum fjármálamörkuðum.

www.arctica.is

|

Smáratorgi 3

|

201 Kópavogi

|

Sími 513 3300


26

viðtal

Helgin 13.-15. maí 2011

Anna Bára í versluninni Dún og fiður þar sem hún er verslunarstjóri. Ljósmynd/Hari

Fæddist á hesti Tveimur mánuðum eftir að Ísland hrundi og allir héldu að sér höndum sneru Anna Bára Ólafsdóttir og Guðmundur Þór Gunnarsson vörn í sókn. Þau keyptu lítið lögbýli, Vindhól í Mosfellsdal, fluttu inn í íbúð fyrir ofan hesthúsið og treystu á Guð og lukkuna.

Anna Bára í Mosfellsdalnum á gæðingnum Svaka frá Miðsitju. Ljósmynd/Hari

Í

tíu mánuði á ári er hún umkringd hvítum lit; rúmfatnaði af bestu gerð, damaski og egypskri bómull og satíni. Hina tvo mánuðina er hún í reiðgalla á hestbaki og hugsar ekkert til vinnustaðar síns. Anna Bára Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri verslunarinnar Dún og fiður, ásamt því að annast innkaup þar, en sumarfríinu sínu kýs hún fremur að verja á hestbaki í Mosfellsdal en að liggja á sólarströnd. Það var ekki bjart yfir efnahagslífi Íslands daginn sem Anna Bára og maðurinn hennar, Guðmundur Þór Gunnarsson, ákváðu að fjárfesta í litlu einbýlishúsi og 28 hesta hesthúsi í Mosfellsdalnum. Þau höfðu leigt hesthúsið að Vindhóli í Helgadal í tvo vetur, en tveimur mánuðum eftir kreppuna ákvað eigandinn að selja.

Ákváðum að stökkva frekar en hrökkva

„Þá var ekki um annað að ræða en hrökkva eða stökkva,“ segir Anna Bára, „og við ákváðum að stökkva. Settum húsið okkar í sölu og datt ekki í hug að það myndi seljast; fluttum í íbúð fyrir ofan hesthúsið á Vindhóli og komum okkur fyrir þar. En viti menn, stökkið hafði verið rétt ákvörðun því húsið seldist strax! Vindhóll er draumastaður, sveit í borg, þar sem eru nokkrir hektarar, lítið sætt einbýlishús og svo þetta stóra hesthús með íbúð fyrir ofan.“ Anna Bára er fædd á hestbaki í orðsins fyllstu merkingu, mætti segja. Mamma hennar, Ólöf Ólafsdóttir, var alltaf að keppa á kappreiðum og Anna Bára datt í grindina, mánuði fyrir áætlaðan fæðingartíma. Það kom þó ekki að sök, stelpan blómstraði og dafnaði og áhuginn á hestamennsku hefur ekki vikið frá henni síðan. „Hestamennska hefur verið áhugamál mitt frá blautu barnsbeini. Frá því ég man eftir mér átti ég þann draum að vera í hestamennsku og um leið og ég hafði efni á, keypti ég fyrsta hestinn minn. Þá var ég reyndar orðin tvítug og hafði unnið hörðum höndum til að safna mér fyrir hesti; var meðal annars kaupakona í

sveit á mjög einangruðum bæ með einum gömlum manni, Helga á Merkigili í Skagafirði,“ segir hún og skellihlær. „Það var ekki einu sinni vegur að húsinu svo það var ekki sérlega gestkvæmt þar!“

Bauð líkamlega og andlega fötluðum á hestbak Árið 1999 keyptu Anna Bára og Guðmundur fyrsta stóðhestinn sinn, Svaka frá Miðsitju, og það varð til þess að þau hófu ræktun. „En það var ekki nóg að eiga þetta, við urðum að skapa atvinnu í kringum reksturinn og þá datt mér í hug að setja upp reiðskóla á sumrin. Ég býð upp á vikunámskeið frá klukkan níu til fjögur fyrir börn á aldrinum sex til fjórtán ára og nú er þriðja sumar reiðskólans á Vindhóli að hefjast. Þarna hafði áður verið rekin hestaleiga og umhverfið í kring er kjörið til að vinna með hesta – og börn. Fyrsta sumarið, árið 2009, fylltist allt líkt og í fyrra, en auk þess að kenna börnunum á hesta, bauð ég líkamlega og andlega fötluðum mönnum úr Skálatúni og Dimmahvarfi að koma eftir að námskeiði lauk og upplifa það að sitja hest. Þá teymdum við undir þeim, ég og fjórar aðstoðarstúlkur mínar, og það var yndislegt að sjá barnslegu ánægjuna sem skein úr andlitum þeirra. Einn sem er geðfatlaður og mállaus grýtti í mig hjálminum og rak upp öskur þegar hann fór af baki en það var hans leið til að þakka fyrir sig og lýsa gleði sinni. Mér þótti ótrúlega vænt um að geta gert þetta fyrir þá og vona að þeir komi aftur í sumar.“

Sum barnanna að koma í þriðja sinn

Hestarnir sem Anna Bára er með eru sautján talsins. Auk hesta þeirra Guðmundar fá þau lánaða hesta hjá vinum sem treysta þeim, en sumarið í fyrra var nærri farið í vaskinn. „Þá kom upp þessi gríðarlega hestaflensa og ég fékk ekkert nema fársjúka hesta sem þurftu að vera undir læknishendi. En vinir mínir og vandamenn mættu bara með heilbrigða hesta svo hægt yrði að halda námskeiðið. Í staðinn fyrir lánið á hestunum sé ég um að borga

Frá því ég man eftir mér átti ég þann draum að vera í hestamennsku og um leið og ég hafði efni á, keypti ég fyrsta hestinn minn. járningar á þeim, ormalyf og allt sem til þarf. Eigendurnir koma svo um helgar og fara í sína útreiðartúra á hestunum sínum. Nú er að hefjast þriðja sumarið í reiðkennslunni og sem betur fer hefur allt gengið upp og allt gengið vel. Í reiðskólanum læra börnin grunninn; umhirðu hestsins, hvernig á að umgangast hann og fara á bak. Þau fara í jafnvægisæfingar og læra að sitja rétt á hestbaki. Þeir nemendur sem lengra eru komnir læra gangskiptingar, sumir eru farnir að tölta á sínum hesti og slíkt.“

Heitur matur í hádeginu

Oft er boðið upp á hálfsdagsnámskeið fyrir börn á sumrin en Anna Bára segist strax hafa tekið ákvörðun um að hafa heilsdagsnámskeið. „Börnin eru hjá okkur frá níu á morgnana til fjögur á daginn. Þótt mér finnist þetta skottúr úr Mosfellsdal til Reykjavíkur finnst mörgum þetta löng leið. Þau koma með nesti með sér á morgnana, en í hádeginu förum við öll upp í íbúðina fyrir ofan hesthúsið og þar elda ég heitan mat handa þeim. Við sitjum svo saman við stórt eldhúsborð, borðum og ræðum svo málin. Krakkarnir teikna svo mynd af „sínum“ hesti og í lok vikunnar, þegar námskeiðinu lýkur, eru myndirnar fullbúnar og þau taka þær með sér heim til minningar. Það er mikill metnaður í krökkunum að teikna sinn hest. Þótt maðurinn minn sé matreiðslumeistari sé ég alveg um matseldina, en ég brenndi


viðtal 27

Helgin 13.-15. maí 2011

mig á því fyrsta sumarið að kaupa alltof dýrt í matinn! Ég var með kjúklingabringur og dýrindis rétti – en einu sinni í viku er ég alltaf með fisk. Ég hefði ekki trúað því hvað börn eru hrifin af heimagerðum fiskibollum. Fyrst borðuðu þau þrjá, fjóra diska, þangað til ég sá að þau voru löngu orðin södd. Ég get sko alveg sagt þér að ég kom ekki út í miklum plús eftir að hafa verið með hótelmat í heilt sumar!“ segir hún hlæjandi.

Kisan Krúsa hefur einstakt lag á hestunum: Hún leggst á bakið og krefst þess að þeir nuddi á henni magann – og þeir hlýða!

Hestamennska að breytast í stelpusport

Þegar ég spyr hana um muninn á elstu og yngstu börnunum, segir hún hann alveg fara eftir því hvort viðkomandi barn hafi vanist hestum áður en það kemur á námskeiðið. „Flest þeirra sem koma til mín hafa aldrei umgengist hesta fyrr og það er áberandi hversu stóra drauma litlu stelpurnar hafa átt um að komast á hestbak. Þetta er að verða meira stelpusport en strákasport, það er að breytast mikið. En það koma auðvitað líka strákar á námskeiðin. Ég hef fengið krakka sem eru að fara í hestaferðalag með foreldrum sínum eða ömmu og afa og þurfa smá kennslu og þjálfun áður. Þetta eru börn sem kunna rétt taumhald og slíkt, en þurfa meiri þjálfun áður en farið er í hestaferð. Ég legg mikla áherslu á að þau sitji rétt, haldi rétt á taumi og læri að halda jafnvægi á hesti. Í jafnvægisæfingum ríða þau berbakt og beislislaust og ég stýri hestunum. Það hefur enginn slasast hjá mér, sem betur fer.“

Hestarnir velja sér börn

Þar sem við sitjum innan um hvíta glamúrinn í versluninni spyr ég hana hvort henni finnist engin viðbrigði að fara þaðan í hestana í tvo mánuði á ári? „Nei, síður en svo! Það er draumurinn að vera innan um hestana í sveitinni minni. Það er fríið mitt. Ég er stundum svo uppgefin eftir daginn að ég tek ekki símann! Þetta er töff, en þetta er skemmtilegt og gefandi. Og að upplifa hestana í kringum börn er alveg stórkostlegt. Ég er kannski með öskuviljuga hesta sem gjörbreytast um leið og börn koma. Þá verða þeir afslappaðir og rólegir og passa börnin. Það er gefandi að sjá þessa verndartilfinningu hestanna. Fyrsti dagurinn fer í að finna rétta hestinn fyrir rétta barnið og eftir það eru þau með sína hesta. Hestar eru eins og flest önnur dýr; þeir velja sér „eiganda“. Hestarnir hér eru fljótir að sigta út hvaða barn þeir vilja „eiga“ á námskeiðinu og ganga hiklaust að því barni.“

Rjómaskeljar

Kisan Krúsa í nuddi hjá hestunum

Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is

Skeljar úr hinu sígilda Síríus rjómasúkkulaði

56% Konsumskeljar

Skeljar úr ljúffengu 56% dökku súkkulaði

Fylltar skeljar

Veldu skelina sem þér finnst best! Síríus skeljarnar eru frábærar með kaffinu, eftir matinn, með sjónvarpinu, í saumaklúbbunum eða bara hvenær

Sex spennandi og bragðgóðar fyllingar

Orange skeljar

F í t o n / S Í A

Þótt þetta sé auðvitað fyrst og fremst reiðnámskeið finnur Anna Bára ýmislegt fyrir börnin að gera á meðan þau bíða þess að verða sótt: „Hér rétt fyrir neðan hesthúsin rennur Suðurá og við förum stundum með krakkana þangað og lofum þeim að búa til stíflur og leika sér í grunnri ánni – en allt auðvitað undir mjög ströngu eftirliti. Þau hafa líka gaman af að leika við tíkina Indu og kisuna Krúsu, sem mér var gefin þar sem það þykir tilheyra að hafa hesthúsakisu. Inda og Krúsa fara með mér í langar gönguferðir á hverjum degi og Krúsa hefur einstakt lag á hestunum: Hún leggst á bakið og krefst þess að þeir nuddi á henni magann – og þeir hlýða!“ segir hestaunnandinn, dýravinurinn, reiðkennarinn og damask-drottningin Anna Bára sem bíður þess að maí renni sitt skeið svo að hún geti farið að taka á móti börnum og vera á hestbaki allan daginn, alla daga.

Síríus

Súkkulaðiskeljar með frískandi appelsínubragði

sem er. Þú getur valið skelina sem þér finnst best eða látið bragðið koma þér skemmtilega á óvart.


28

viðtal

Helgin 13.-15. maí 2011

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Ljósmynd/Hari

Frekar gefum við fólki frí til að fara í uppgrip því annars hættir það og fer.

Forstjóri fyrir slysni Björn Zoëga segir fjárlög ársins 2010 hafa verið mesta áfallið í starfi sínu sem forstjóri Landspítalans. Hann þurfti að útfæra mesta niðurskurð í sögu spítalans en gerði það meðal annars eftir 3.400 tillögum frá starfsfólki. Í fyrsta sinn í langan tíma er reksturinn hallalaus og viðhorfskannanir sýna að starfsánægjan á spítalanum fer batnandi. Þóra Tómasdóttir ræddi við Björn, meðal annars um offituna sem hann óttast og mistökin sem hann telur að borgin hafi gert í niðurskurði skólanna.

S

amtök verslunar og þjónustu völdu nýlega Landspítalann sem eitt af þremur bestu þjónustufyrirtækjum ársins 2011. Björn segist undrandi á árangrinum. „Við erum alltaf að hugsa um öryggi sjúklingsins en það kom mér á óvart að við skyldum vera nefnd þarna með helstu fyrirtækjum landsins. Við komumst í þriggja liða úrslit eins og sagt er. Ég vissi ekki að þetta væri mögulegt því mér fannst við bara vera að reyna að lifa af.“ Hafðir þú lengi haft metnað fyrir því að stjórna spítala? „Nei, alls ekki. Þetta var röð tilviljana. Ég var á fundi í Harvard Business School í Boston í byrjun árs með Michael Porter. Hann er einn sá áhrifamesti í akademíunni í viðskiptum núna og bauð mér að koma á þennan fund með mjög mörgum forstjórum spítala í heiminum. Þar þurftu allir að segja aðeins frá sjálfum sér og ég sagðist bara vera forstjóri fyrir slysni. Þetta þróaðist þannig hjá mér. Ég vinn að styttri markmiðum og að verða forstjóri spítalans var aldrei markmið hjá mér. Þegar ég kláraði doktorsprófið mitt í Svíþjóð á sínum tíma sögðu þeir við mig að ég yrði að velja á milli frama innan akademíunnar eða stjórnunar. Ég ákvað þá að fara í stjórnun og það liðu innan við sex mánuðir þar til búið var að setja mig í yfirmannsstöðu á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg.“

Enn að skera upp sjúklinga

Björn sérmenntaði sig í bæklunarskurðlækningum og er með doktorspróf frá Gautaborgarháskóla. Auk þess að vera forstjóri á stærsta vinnustað landsins starfar hann enn sem skurðlæknir í hjáverkum. Hann rekur líka stórt heimili með eiginkonu sinni, Hörpu Árnadóttur myndlistarmanni, og saman eiga þau fimm börn. Hvernig í ósköpunum er vinnuvikan hjá þér? „Ég vinn í skorpum. Frá átta á morgnana til sex eða sjö á kvöldin, þá tek ég mér tíma með fjölskyldunni. Flest kvöld vinn ég svo aftur milli tíu og tólf. Svo reyni ég að eiga sem mest frí um helgar en það tekst ekki alltaf.“ Hvernig lífi lifir þú fyrir utan vinnuna? „Aðallega venjulegu fjölskyldulífi. Það gefst ekki tími til mikils annars en að vera með fjölskyldunni og hugsa um reksturinn. Undanfarin ár hefur þetta verið ákveðinn lífsstíll. Ég hef líka verið aðeins í íþróttum og sinnt einhverri sjálfboðavinnu hjá Val.“ Björn bjó í Gautaborg í tæpan áratug og segist hafa kunnað ákaflega vel við sig þar. Undir það síðasta var hann reyndar orðinn óánægður í starfi á Sahlgrenska sjúkrahúsinu og kom því aftur til heim til Íslands. Hver er munurinn á því að stjórna spítala í Gautaborg og á Íslandi?

„Ég komst nú aldrei svo langt upp að stjórna spítalanum þar. Ég flutti heim í lok árs 2002 og var þá yfir einingu sem velti milljarði og var með 250 manns í vinnu. Það var ótrúlega mikið af góðu fólki á spítalanum en stjórnkerfið var mjög þungt og boðleiðir hægar. Ég fékk eiginlega bara nóg. Mér fannst ganga hægt að breyta. Málum var frestað yfir á næstu fundi sem haldnir voru þremur mánuðum síðar og þannig gekk þetta. Ég varð fyrir vonbrigðum með ákveðna starfsmenn enda lenti spítalinn í töluverðum hremmingum sem hann er að ná sér út úr núna. Þetta umhverfi hentaði ekki nútíma læknisfræði. Þannig að ég kom heim og var ráðinn yfirlæknir á skurðstofunum hérna. Síðan hefur leiðin legið áfram og ég hef fengið útrás fyrir skrítnar hugmyndir.“ Eru bákn eins og spítalar spennandi vinnustaðir fyrir stjórnendur? „Það skiptir máli að hafa með sér gott fólk, auk þess að vera ekki of bundinn af því hvernig hlutirnir voru gerðir áður. Maður lærir mikið af því og þótt ég hafi mikinn áhuga á sagnfræði finnst mér ekki að maður eigi að lifa á sagnfræði heldur þora að breyta. Ég hef gert mest af því að breyta mjög róttækt.“ Ársskýrsla spítalans var kynnt á dögunum og á síðasta ári skilaði reksturinn 71 milljón í afgang. Árið á undan var hallarekstur spítalans rúmur milljarður. Er þetta ekki í fyrsta skipti í óratíma sem rekstur spítalans er hallalaus? „Ég er ekki mjög góður í þessari sagnfræði en spítalinn, í þeirri mynd sem hann er núna, var settur á laggirnar 1999-2000. Rekstur hans hefur allavega ekki verið réttu megin við strikið undanfarin fimm ár. En þetta er erfitt að bera saman. Stundum hafa verið teknar ákvarðanir á miðju ári um að keyra spítalann yfir en bæta það upp með fjárveitingum.“ En það lofar væntanlega góðu að spítalinn skilar 71 milljón í rekstrarafgang? „Sem er bara 0,2% af umfangi starfseminnar þannig að það er ekki neitt neitt. Við veltum hátt í 40 milljörðum. En síðan 2007 höfum við samt minnkað spítalann um 23%.“ Stundum er talað um að tilhneiging og eðli stórra stofnana sé að þenjast út. Þegar spítalinn er minnkaður, er þá ekki kúnst að halda smæð hans? „Starfsemin hlýtur að þenjast út. Bæði vegna þess að þjóðin er að eldast og eldra fólk þarf meiri heilbrigðisþjónustu. Svo fleytir tækninni fram og það þarf stöðugt ný tæki. Þessi þróun er krefjandi á fjármagn og fólk. Það er oft talað um að háskólaspítalar úti í heimi þurfi að hagræða um 2% á ári til að geta mætt þessum nýju þáttum.“ Finnur spítalinn mikið fyrir því að þjóðin er að eldast?

„Já, við finnum að við erum í auknum mæli að glíma við veikindi eldra fólks. Álagspunktarnir eru margir og sérstaklega mikið er álagið í janúar, febrúar og mars þegar helstu flensurnar ganga. Bæði venjuleg inflúensa og síðustu tvö ár hefur nóróveiran herjað illa á okkur. Hún leggst harðar á gamalt fólk en þetta geta verið lífshættulegar sýkingar fyrir einstaklinga sem eru gamlir eða veikir fyrir. Við vitum ekki hvort faraldurinn sem geisaði í vetur var óvenjuslæmur eða hvort við erum með fleiri gamla einstaklinga. En vegna þess að við erum búin að minnka spítalann og fækka fólki verður erfiðara að bregðast við þegar holskeflurnar koma.“ En rekstur spítala er á margan hátt mjög pólitísks eðlis. Að hvaða leyti finnur spítalinn fyrir pólitískum sviptingum? „Hann finnur áherslumuninn hjá þeim fjórum eða fimm heilbrigðisráðherrum sem hafa verið við völd á mjög stuttum tíma. Sviptingar hafa verið örar í pólitíkinni og sem dæmi má nefna að ráðuneytistjórinn í nýju sameinuðu ráðuneyti er sá fjórði síðan 2007. Áhugi ráðherranna á að skipta sér af rekstri spítalans hefur líka verið mismikill. Ég held að það væri markvissara ef við hefðum lengri tíma áætlun algjörlega á hreinu. Mér finnst það vera á reiki hvert endanlegt hlutverk spítalans sé og hvert sé hlutverk heilsugæslunnar. Hvaða þjónustu á spítalinn að veita og hvaða þjónustu á að kaupa af sérfræðilæknum úti í bæ? Hversu mikla þjónustu á að veita í Reykjavík og hversu mikla á landsbyggðinni?“

Ómetanleg ráð starfsmanna

Björn hefur haldið ótal fundi með starfsmönnum og fengið fjölmargar tillögur um hvernig spara mætti á spítalanum og reka hann betur. Hvað hefur áunnist með ráðum starfsfólksins? „Þegar fyrir lá að við þyrftum að spara þessa miklu upphæð á árinu 2010 byrjaði ég með ákveðið snið af fundum þar sem við reyndum að ná sem flestum starfsmönnum saman. Ekki eftir stéttaskiptingu eða deildum heldur að þeir sem ynnu saman kæmu saman á fundi. Ég byrjaði á að segja fólki frá því sem við þurftum að gera. Og að ef hverjum starfsmanni tekst að spara þúsund krónur í nærumhverfi sínu á viku, þýddi það fyrir allan spítalann um 260 milljónir á ári. Það voru næstum tíu prósent af því sem þurfti að spara. Svo fórum við í ákveðna hugmyndavinnu. Upp komu alls konar góðar og praktískar hugmyndir, eins og að stækka ruslatunnur og tæma þær sjaldnar og spara þannig gönguferðir og tíma starfsfólksins. Við höfum ekki getað sett verðmiða á hverju þetta skilaði. Að minnsta kosti skilaði vinnan okkur Framhald á næstu opnu


14-H-IS-255x380:Maquetación 1

3/5/11

11:21

Página 1

ERDF European Regional Development Fund

Benidorm

EUROPEAN UNION "A way of building Europe"

www.spain.info www.comunitatvalenciana.com

m e s t l l a g é i r e l r Hé m u k ó b í r u d n e t s ekki

*

ÓTRÚLEGT VERÐ TIL ALICANTE Í MAÍ! Plúsferðir bjóða nú upp á frábært flugverð til Alicante í maí sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara! Hvítar strendur með fagurbláu hafinu á sólríkum sumardögum eiga engan sinn líka. Fjallgarðurinn fyrir ofan ströndina gerir það að verkum að sjaldan rignir og á fáum stöðum á Spáni er jafn sólríkt. Umhverfis Alicante eru óþrjótandi möguleikar á ferðalögum um héruð og sveitir sem eru umvafin einstakri náttúrufegurð. Á Alicante er hægt að sameina óendanlega fjörugt strandlíf og óviðjafnanlegt næturlíf - þangað flykkist fólk til að njóta tilverunnar, hvílast og skemmta sér. Verð aðeins frá:

58.900 kr.* FLUG BÁÐAR LEIÐIR MEÐ SKÖTTUM * TILBOÐIÐ Á VIÐ UM EFTIRTALDAR BROTTFARIR Í MAÍ. 12., 14., 19., & 21. maí. BÓKAÐU FERÐINA Á plusferdir.is ATHUGIÐ! AÐEINS TAKMARKAÐ MAGN AF SÆTUM Á ÞESSU TILBOÐI!


30

viðtal

Helgin 13.-15. maí 2011

vaxandi vandamál hér á landi. Við finnum mjög mikið fyrir þessu á spítalanum. Við þurfum til dæmis að kaupa tæki sem ráða við fólk sem er vel yfir kjörþyngd. Ég er viss um að fáir myndu trúa tölunum.“

Ég vinn í skorpum. því að við fengum 1.800 starfsmenn til að segja sínar skoðanir. Þannig kom í ljós að hægt var að spara á stöðum sem við höfum ekki hugmynd um við gerð fjárhagsáætlunar. Eftir þessa vinnu minnkaði pappírsnotkun á spítalanum um þriðjung. Rafmagnsnotkun og hiti lækkaði um tíu prósent. Fólk varð meðvitaðra um alls kyns hluti. Þessi vinna heldur áfram og við fáum í hverri viku tillögur frá starfsfólki um hvernig bæta megi starfið og spara.“ Það eru ekki mörg ár síðan starfsmenn Landspítalans lýstu viðhorfi sínu til vinnustaðarins sem mjög neikvæðu. Hvernig líður starfsmönnum spítalans í dag? „Starfsumhverfiskannanir hafa ekki verið gerðar á hverju ári en voru gerðar í október í fyrra. Þær sýna að mórallinn hefur lagast. Stundum er talað um pukur og klíkur innan spítalans og eitt af markmiðum okkar er að slökkva í svoleiðis sögum. Þess vegna tókum við alla þessa starfsumhverfiskönnun, 60 eða 70 blaðsíður af niðurstöðum, og skelltum henni á netið. Þannig upplýsum við allt um alla. Í könnuninni mælist starfsánægjan 4 af 5 mögulegum sem við teljum vera nokkuð gott á háskólaspítala. Okkar markmið er að komast upp í 4,2 eða 4,3 á þessu ári.“

Bjóst við harðari viðbrögðum

Björn er ekki í vafa um hvað hefur verið erfiðast á ferlinum sem forstjóri Landspítalans. „Það fékk mest á mig hvernig fjárlögin voru afgreidd fyrir árið 2010. Okkur voru gefin fyrirheit um að þurfa ekki að spara svona mikið. Við vorum alltaf að berjast við að þurfa ekki að láta svona mikið af fólki fara. Þetta olli mér mestum vonbrigðum. En erfiðasta verkið var að þurfa að lækka laun fólks. Þetta er ekki hálaunavinnustaður, að minnsta kosti ekki fyrir 40 stunda vinnuviku. Kannski hafa einhverjir há laun fyrir mjög mikla vinnu, margar vaktir, mikla viðveru og að vera í burtu frá fólkinu sínu um helgar, nætur og hátíðir. Það truflaði mig mest að þurfa í þessu ástandi á Íslandi að þurfa að fækka fólki og lækka laun. Á móti kemur að starfsfólk hefur ákveðinn skilning á þessu.“ Björn segir margt hafa komið sér á óvart í þeim erfiðu breytingum sem hann hefur leitt á Landspítal-

Ef þú fengir því ráðið hvaða forvarnir ætti að efla, myndir þú leggja áherslu á offitu? „Algjörlega. Offitan væri það sem ég myndi leggja alla áherslu á. Og reykingar reyndar því við erum líka að glíma við afleiðingar reykinga á spítalanum. En offita birtist í öllum aldursflokkum. Við höfum sett af stað sérstakt átak til að takast á við offitu barna og unglinga. Þar þarf nauðsynlega að grípa inn. Það er undarlegt að við séum heimsmeistarar í aukinni offitu. Ísland er í þriðja sæti yfir mestu aukningu offitu í heiminum á eftir Bandaríkjamönnum og Bretum. Á meðan hinar þjóðirnar, sem hafa hæstu lífslíkurnar eins og við, fitna ekki svona ört.“

Björn Zoëga „Það skiptir máli að hafa með sér gott fólk”. Ljósmynd/Hari

anum á undanförnum árum, til dæmis hve vel tókst til við að veita þjónustu þrátt fyrir fækkun starfsfólks. „Það kom mér líka jákvætt á óvart að sjúklingarnir hafa staðið með okkur í þessu. Þeir hafa verið ánægðir og upplifað þjónustuna góða þótt þeir hafi þurft að taka á sig meiri vinnu og byrðar. Ég átti von á harðari viðbrögðum frá sjúklingum og sjúklingasamtökum.“

Þyngri róður eftir brottflutninga fagfólks

Læknar og annað fagmenntað starfsfólk spítalans flytur í stórum stíl úr landi eða fer í uppgrip á útlendum spítölum. Bitnar það á Landspítalanum? „Spítalinn finnur fyrir því. Við tókum þá ákvörðun, um leið og við fórum að finna verulega fyrir þessu, að það þýddi ekkert að streitast á móti. Frekar gefum við fólki frí til að fara í uppgrip því annars hættir það og fer. Við höfum skilning á því að við erum í harðri baráttu við umhverfið. Fagmenntað starfsfólk er eftirsótt og það á auðvelt með að fá vinnu. Við erum ekki komin á það stig að þetta trufli starfsemina en það verður æ erfiðara.“ En kemur ekki starfsfólkið með dýrmæta reynslu aftur til spítalans? „Jú, ef það kemur til baka. Fólk hefur alltaf farið út og ég fór þessa leið sjálfur. Mér fannst það mjög

dýrmætt og það nýttist mér alveg óheyrilega vel.“ Væri rekstur spítalans auðveldari ef einhverjum einingum yrði úthýst og falið sjálfstæðum rekstraraðilum? „Nei, ég held ekki. Ég var mjög hlynntur þessu þegar ég byrjaði í starfinu og vildi endilega prófa að úthýsa hluta af starfseminni. Eftir því sem ég skoða meira hvernig þetta hefur farið annars staðar í heiminum sýnist mér vandamálið vera að við erum ekki nógu stór. Þetta er ákveðin endastöð, háskólasjúkrahús sem tekur allt það flóknasta að sér. Við þurfum að geta veitt þjónustu í öllu, allan ársins hring, alltaf. Stærðarhagkvæmnin er ekki til staðar hjá okkur. Spítalinn jaðrar við að vera of lítill til að geta sinnt þessu hlutverki.“ Er þetta þitt viðhorf til einkareksturs í heilbrigðisþjónustu almennt? „Nei, alls ekki. Einkarekstur á algjörlega rétt á sér og hann veitir okkur aðhald. Hann gerir fólki kleift að vinna við mismunandi form á rekstri og hafa öðruvísi áhrif.“

Offitan ógnar

Hvernig finnið þið fyrir aukningu á lífsstílstengdum sjúkdómum? „Offita er gífurlega stórt og hratt

Björn segir enga töfralausn duga við vandanum en taka þurfi á fjölmörgum þáttum. „Það hlýtur að vera hægt að gera almennar strúktúrbreytingar og það verður að byrja í skólunum. Maður hefur séð að það er hægt að hafa áhrif með því að bæta við leikfimitímum á hverjum einasta degi í skólanum. Það er hægt að hafa áhrif á þetta með því að passa upp á hvað börnin borða í skólunum. Það er ákveðið uppeldi fólgið í því.“

Úreltar byggingar

Talað er um að 2-3 milljarðar sparist í rekstri spítalans á ári þegar nýju spítalabyggingarnar verða teknar í notkun. Mun fleira breytast? „Það verður algjör bylting. Bylting í aðstöðu fyrir starfsfólkið því byggingarnar okkar eru mjög bágbornar.“ Björn bendir út um gluggann á skrifstofu sinni á lágreistar byggingar með rauðu þaki á spítalalóðinni. „Þarna eru rannsóknarstofur og fleira en húsin voru byggð til bráðabyrgða árið 1970. Við náum ekki hærra hitastigi en 15 gráðum þarna inni á veturna.“ Hann bendir á fleiri dæmi og segir erfitt að breyta flestum byggingunum á lóðinni. Nýi spítalinn verði hins vegar byggður með það í huga að honum verði auðvelt að breyta. „Hann nýtist því í kviku umhverfi því það er alltaf að breytast hvernig við meðhöndlum sjúklinga. Hinn svokallaði „nýi hluti“ Landspítalans,“ segir Björn og bendir aftur út um gluggann, „var hannaður árið 1956. Og hvað hefur ekki gerst í læknisfræði síðan? Í Fossvoginum voru aðallega sex manna

HYDRA IQ – Upplifðu byltingarkenndan raka! Byggt á uppgötvun sem fékk Nóbelsverðlaun

Tíl þess að líta sem best út og vera frískleg þá þarfnast húð þín raka. Þegar þú borðar hollan mat og drekkur nóg af vatni þá verður húð þín mýkri og lítur út fyrir að vera heilbrigðari. Það er vegna þess að fegurðin kemur innan frá. En það er samt ekki nóg að viðhalda rakanum, því hann verður að dreifast jafnt út í húðina. Með endur­ bættu NIVEA VISAGE Aqua Sensation andlits­ kremunum upplifir þú byltingarkenndan raka sem dreifist jafnt út í húðina.

herbergi. Við breyttum miklu en erum enn að nota fjögurra manna herbergi þar. Byltingin á nýjum spítala felst meðal annars í einstaklingsherbergjunum. Ekki aðeins fá sjúklingar það næði sem þeir þurfa heldur minnkar þetta smithættuna á spítalanum alveg gríðarlega. Smithætta er ein af stóru vandamálunum sem spítalar eru að glíma við í dag og gerir það að verkum að það er hættulegt að koma inn á spítala. Það er okkar markmið að draga úr spítalasýkingum og ná þeim niður í 5 prósent,“ segir Björn en 7,7 prósent sjúklinga veiktust af svokölluðum spítalasýkingum í fyrra. „Við vitum að það er mjög djarft markmið. Á nýja spítalanum ætlum við líka að draga úr því að keyra sjúklinga í rúmum á milli staða og fara heldur með rannsóknir, tæki og lækna til sjúklinganna. Þannig minnkar smithættan líka.“

Efast um niðurskurð í skólamálum

Niðurskurður er alls staðar óvinsæll en háværustu mótmælin að undanförnu hafa verið um sparnað og sameiningu í grunn- og leikskólum borgarinnar. Hvernig finnst þér hafa verið staðið að þeim? „Ég var einmitt spurður að þessu sama á breytingastjórnunar-námskeiði í MBA-námi í Háskólanum. Ég held, með mína reynslu, að borgin nái ekki markmiðum sínum með þessum breytingum. Ég á börn í leikskóla og skóla og ég var mjög óánægður með hvernig staðið var að þessu; hvernig þetta var útskýrt og unnið. Þetta er langt frá því sem við gerðum. Maður byrjar ekki á að ákveða að það eigi að sameina þennan og þennan skóla og óskar svo eftir tillögum eftir á. Maður byrjar á að óska eftir tillögum og vinnur út frá þeim. Yfirstjórn­ir má alveg minnka og við gerðum það hér á spítalanum. Fyrir tveimur árum voru 25 sviðstjórar en við fækkuðum í sex framkvæmdastjóra. Eitt dæmi. Stjórnandinn þar sem barnið mitt er vinnur það mikið á gólfinu að ef hún er tekin frá þá myndast gat á gólfinu sem þarf líka að fylla upp í. Stjórnandi á öðrum stað mun ekki fylla upp í gatið. Þá þarf að kalla annan starfsmann til og sparnaðurinn hverfur. Mér finnst erfitt að gagnrýna aðferðafræðina, hafandi ekki allar upplýsingar, en það hefði mátt byrja á að virkja fólkið strax. Það er ekki hægt að keyra allt í gegn í andstöðu. Miðað við það sem ég hef lesið mun kostnaðurinn leka út annars staðar. Borgin nær kannski að minnka ákveðinn kostnað en ég er hræddur um að það blæði alltaf annars staðar í kerfinu þegar unnið er í mikilli andstöðu.“ Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Stórkostleg uppgötvun – HYDRA IQ Hið virka innihaldsefni Hydra IQ byggir á sama skilningi á húðinni og náttúran sjálf og er byggð á uppgötvun sem unnið hefur til Nóbels­ verðlauna. Hydra IQ jafnar rakaflæði húðarinnar og dreifir rakanum jafnt og á skilvirkan hátt í neðri lögum húðarinnar með því að örva fjölgun nýrra vatnsgangna í húðinni. Vatnsgöng bæta rakaflæðið frá frumu til frumu. Það leiðir til þess að rakaflæðið verður jafnt og skilvirkt, jafnvel í neðri lögum húðarinnar. Hydra IQ – tilfinning sem þú hefur aldrei áður upplifað.

Áður en Hydra IQ hefur verið borið á húðina

Eftir að Hydra IQ hefur verið borið á húðina fjölgar vatnsgöngum í húðinni.


25 MILLJÓNIR

MILLJÓNIR: DOUZE POINTS!

F í t o n / S Í A

Fjórfaldur Lottópottur stefnir í 25 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is

011 14/0 5 2

.IS .LOT TO | WWW


32

viðtal

Helgin 13.-15. maí 2011

Berst fyrir minningu Larssons, Salander og Blomkvists Fyrir sex og hálfu ári féll Stieg Larsson, sambýlismaður Evu Gabrielsson í þrjá áratugi, óvænt frá aðeins fimmtíu ára að aldri. Skömmu eftir andlát hans kom glæpasagan hans, Karlar sem hata konur, út í Svíþjóð og framhaldið þekkja flestir. Eva hefur staðið í harðri baráttu við föður Stiegs og bróður um yfirráð yfir höfundarréttinum en feðgarnir eru einkaerfingjar Larssons og Eva hefur ekkert séð af Millenniummilljörðunum. Hún sendi nýlega frá sér bókina Millennium, Stieg och jag þar sem hún reynir að rétta sinn hlut. Þórarinn Þórarinsson hitti Evu í miðborginni og ræddi við hana um Stieg, deilurnar um arfinn og fjórðu bókina sem marga dreymir um að fá að lesa.

Þ

Stendur vörð um arfleifð Stiegs

Ég held að Millenniumbækurnar eigi ekki að halda áfram án Stiegs eða að nafn hans sé notað til að bæta við bókaflokkinn með bókum skrifuðum af leigupennum.

Eva, sem er arkitekt og nú rithöfundur, og Stieg hófu sambúð árið 1974 og bjuggu saman þar til Stieg fékk hjartaáfall og dó árið 2004. Eva og Stieg töluðu mikið um Millennium-söguna og hún lagði ýmislegt til sem rataði í bækur Stiegs og óhætt er að segja að hún hafi tekið virkan þátt í sköpun Mikaels Blomkvist og Lisbeth Salander. Barátta Evu við feðgana snýst, að hennar sögn, ekki um Millennium-milljarðana heldur arfleifð Stiegs sem hún lætur sér svo annt um. „Ég hef ekki fengið neitt en það er bara þannig og fólk sem les bókina mína sér að hún snýst ekki um þessa deilu við feðgana. Þær eru í raun aukaatriði. Ég held samt að þörfin fyrir að skrifa bók um samband okkar Stiegs hafi sprottið upp úr deilunum við þá feðga,“ segir Eva og nefnir sérstaklega að eftir dauða Stiegs hafi alls kyns sögur komist á kreik um Stieg, hana og hversu náinn Stieg hafi verið fjölskyldu sinni. „Mér fannst ég verða að stíga fram og segja að þetta væri ekki satt. Mér fannst þessi söguburður sýna svo greinilega versu slæmt það væri að þessir menn færu með höfundarréttarmál Stiegs. Þetta á nefnilega ekki aðeins við um skáldskap hans heldur öll pólitísk skrif hans í gegnum tíðina og ég vildi koma þvi til skila að verkum hans er best borgið í minni umsjá en hingað til hef ég ekki haft erindi sem erfiði.“

Réttlætisbaráttan endalausa

„Ég ætlaði mér að vísu aldrei að skrifa bók. Ég fór að halda dagbók þegar Stieg dó. Systir mín neyddi mig til þess að gera það. Nokkrum árum síðar gat ég ekki enn skilið hvað hafði gerst með feðgana og hvernig ég komst í þessa stöðu að vera heimilislaus og að verða fyrir stöðugt meiri reiði og illsku frá þeim. Þá settist ég niður og fór að færa handskrifaðar dag-

Ljósmynd/Hari

að er létt yfir Evu Gabrielsson þegar hún gengur eftir Bræðraborgarstígnum undir glampandi reykvískri maísólinni. „Reykjavík er eiginlega alveg eins og ég hafði gert mér í hugarlund en mér skilst að ég sé mjög heppin með veður,“ segir hún létt í bragði og ekki er hægt að segja að hún beri það utan á sér að hafa staðið í miðju Millennium-hvirfilbylsins sem hefur gengið yfir heimsbyggðina á síðustu árum. „Rússíbani er mjög gott orð til þess að lýsa lífi mínu frá því að Stieg dó. Og kannski má segja að ég hafi hleypt þeim rússíbana af stað sjálf sumarið þegar fyrsta bókin kom út í Svíþjóð. Að Stieg gengnum var vitaskuld enginn til að tala um bókina og kynna hana í fjölmiðlum þannig að ég tók það að mér. Á þessum tíma hafði ég ekki hugmynd um hvað beið mín í samskiptum við föður Stiegs og bróður og gerði þetta í raun af greiðasemi við þá og sænska útgefandann sem þurfti á allri umfjöllun að halda. Þarna varð ég opinber persóna og það má segja að ég hafi sett rússíbanann af stað. En síðar fór annar og mun háskalegri rússíbani í gang,“ segir Eva og vísar til illvígra deilna hennar við þá feðga. Eva hefur ekki farið leynt með að sér finnist nóg um þá peningamaskínu sem sköpunarverk mannsins hennar er orðið en telur þó víst að Stieg hefði haft gaman af því að bækur hans skyldu enda í Hollywood. „Ég held að hann hefði orðið ánægður en væri hann á lífi, þá réði hann yfir skrifum sínum og hann hefði hvorki gefið bandarískum né sænskum framleiðendum bíómyndanna svona lausan tauminn og hefði ekki samþykkt allt sem framleiðendur sænsku myndanna gerðu.“

bækurnar mínar í tölvuna til þess að reyna að átta mig á þessu og fá skýrari mynd af þessum atburðum fyrir sjálfa mig. Eva dregur ekki dul á að henni finnst hún hafa verið beitt rangindum og hefur ekki gefið feðgunum þumlung eftir í þessu nú bráðum sjö ára stríði. „Mikael og Lisbeth tala ekki bara um réttlæti. Þau gera eitthvað í málunum. Það er til fullt af fólki sem talar og talar en daginn eftir er það búið að gleyma öllu. Eða hefur fundið eitthvað ennþá áhugaverðara til þess að velta sér upp úr. Flest þetta fólk gerir aldrei neitt. Stieg var sérstakur að því leyti að hann lagðist í rannsóknarvinnu, hann skrifaði og reyndi að gera eitthvað í málunum. Hann var einhvers konar aktívisti og vildi breyta hlutum.“ Eva segir áhyggjur sínar af áhrifum feðganna á höfundarverk Stiegs ekki ástæðulausar enda hafi þeir nú þegar átt við texta og gert breytingar sem Stieg hefði aldrei samþykkt. Þeir hafi til dæmis gefið grænt ljós á að titli Karlar sem hata konur yrði breytt í Stúlkan með drekatattúið í ensku útgáfunni. „Sænski útgefandinn vildi líka fá að breyta nafninu á Karlar sem hata konur en Stieg var alveg óhagganlegur með að bókin skyldi heita þetta og ekkert annað. Þeir leyfðu líka breytingar á ensku útgáfunni sem gera hana frábrugðna þeirri sænsku. Þetta hefur líka með bíómyndirnar að gera.“

Sá Stúlkan sem lék sér að eldinum í sjónvarpinu

Þegar talið berst að hinum vinsælu kvikmyndum sem gerðar hafa verið eftir bókum Stiegs kemur á daginn, og nokkuð

Lisbeth Salander er helsti drifkraftur Millennium-þríleiksins og raunveruleg aðalpersóna. Eva segir að Larsson hafi ekki haft neitt fyrir því að búa til þennan margbrotna persónuleika. Salander hafi bara sprottið fram fullsköpuð í fullum leðurklæðum. „Hún var bara þarna þótt hún hafi ekkert átt að vera með strax. Hugmyndin var að láta söguna hverfast um Millennium og Mikael Blomkvist en það reyndist bara vera leiðinlegt og þannig kom Salander til sögunnar. Það vantaði einhverja andstæðu Mikaels til þess að ná jafnvægi í söguna og þar gafst tækifæri til að sýna nýja gerð konu. Lisbeth býr yfir mörgum eðliseiginleikum karlmannsins og birtist sem slík líka sem andstæða Blomkvists sem er mjúkur nútímamaður. Þetta eru tvær nútímamanneskjur sem eru hvorki alveg karl né kona heldur einhvers konar blanda. Þegar andstæður þeirra renna saman til þess að leysa mál losnar meginkraftur sögunnar úr læðingi.“

á óvart, að Eva sá þær frekar seint og ekki einu sinni í réttri röð. En hún var heldur ekki æskilegur boðsgestur á frumsýningar. „Ég var ákveðin í því að borga mig aldrei inn á þessar myndir. Í mínum huga var það alveg útilokað þannig að ég sá mynd númer tvö þegar hún var sýnd í sænsku sjónvarpi. Þá fyrstu fékk ég frá dönsku kvikmyndahúsi á Nörrebro þegar ég vann með þeim í fyrra við leikrit. Þetta var kynningareintak, eða eitthvað svoleiðis, þannig að ég fékk það ókeypis. Þriðju myndina sá ég síðan á lokaðri forsýningu fyrir frumsýninguna í Stokkhólmi. Þetta var sérstök sýning fyrir fólk sem hafði hjálpað til við gerð myndarinnar. Þannig að ég fór og sá myndina með slökkviliðsmönnum í Stokkhólmi, lögreglunni, fulltrúum borgaryfirvalda og fjölmiðlum.“ Þegar Eva er spurð hvort hún hafi verið sátt við útkomuna á hvíta tjaldinu segir hún að sér hafi fundist ansi margt tapast frá bók yfir í bíómynd og þá sérstaklega í þeirri fyrstu.

Fjórða bókin kemur aldrei

Lengi hefur legið fyrir að Stieg Larsson skildi eftir sig uppkast að fjórðu bókinni um Blomkvist og Salander en lítið er vitað um innihaldið annað en að sagan hefst á Grænlandi. Eva segir að þetta séu eitthvað um 200 blaðsíður og langt í frá að vera fullsköpuð bók. „Ég held að Millennium-bækurnar eigi ekki að halda áfram án Stiegs eða að nafn hans sé notað til þess að bæta við bókaflokkinn með bókum skrifuðum af leigupennum. Hann hefði verið mjög mótfallinn slíkum hugmyndum.“

Síðasta hálmstrá aðdáenda Blomkvists og Salander hefur verið Eva sjálf. Að hún taki verkið að sér og klári bókina enda þekkir enginn betur til persónanna og sagnaheimsins þegar Larsson er allur. „Ári eftir að Stieg dó ráðlagði fyrsti lögmaðurinn minn mér að leggja til við feðgana að ég fengi yfirráð yfir höfundarréttinum gegn því að ég kláraði fjórðu bókina. Þeir gætu þá grætt enn meiri peninga ef þeir gæfu þetta eftir. Ég er ekki einu sinni viss um að þeir hafi vitað af því að drög að fjórðu bókinni væru yfirleitt til. Mér fannst þetta góð hugmynd þá, enda gerði ég mér enga grein fyrir stöðu minni gagnvart feðgunum en nú hef ég miklar efasemdir um þetta. Eftir á að hyggja held ég að það hafi verið mistök hjá lögmanninum að blanda þessu saman við samningaborðið. Ég var tilbúin að klára söguna þá, fannst það ágæt hugmynd, og trúi að Stieg hefði viljað að ég gerði það. Að því gefnu að ég hefði erft hann vegna þess að þá hefði ég yfirráð yfir öllum skrifum hans. Eins og staðan er gæti ég klárað bókina og feðgarnir gætu svo stýrt ferðinni og þá væri ég búin að opna fyrir þann möguleika að alls konar leigupennar tækju að sér að skrifa bækur um Blomkvist og Salander. Þá værum við svo allt í einu komin með 25 Millenniumbækur og það er eitthvað rangt við það. Þessu er lokið og þessu lýkur með reisn. Ef það verður framhald á Millennium er hætt við að þetta endi sem lélegur bókaflokkur og þá væri búið að gengisfella verk Stiegs, nafn hans og persónur hans og þá væri allt hans starf unnið fyrir gýg.“

Persóna Mikaels Blomkvist á það sameiginlegt með höfundi sínum að báðir eru blaðamenn og krossfarar í réttlætisbaráttu. Eva Gabrielsson segir að þar sleppi samanburðinum. „Þeir eru mjög ólíkir og ég held að það megi segja að það eina sem þeir eigi sameiginlegt sé baráttan fyrir frelsi fjölmiðla. Báðir byggja skrif sín á traustum rannsóknum, góðum heimildum og standa harðir á því að vernda heimildarmenn sína. Báðir eru ábyrgir útgefendur og meðvitaðir um hættuna á því að vera dregnir fyrir dómstóla hvenær sem er og fari svo þá verði þeir að geta tekið því.“



34

afríka

Helgin 13.-15. maí 2011

Reisubókarbrot Egils

M

Grafið eftir demöntum Þeir höfðu verið að með skóflur í góðan mánuð og fundið nokkra steina, að eigin sögn.

Síðast þegar Egill Bjarnason, ljósmyndari, heimshornaflakkari og bóksalasonur frá Selfossi, skrifaði okkur hafði hann lagt að baki yfir tvö þúsund kílómetra á hjólreiðaferð sinni um Vestur-Afríku. Kílómetrarnir eru nú að nálgast fjórða þúsundið.

ikið er þetta fallegt!“ „Já, ég veit. Hún er stórglæsileg. Byggð af Kínverjum. Algjör munur að þurfa ekki lengur að nota ferju.“ Ég var reyndar að tala um sólsetrið yfir Níger-ánni. Fannst eitthvað svo sjálfsagt að hafa brú.

Erindislausi hvítinginn Til borgarinnar Kono í Sierra Leone fer enginn erindislaus. Hvítur maður er annað hvort hjálparstarfsmaður eða demantafjárfestir. Að ég skyldi tilheyra hvorugum hópnum gerði mig að hugsanlegum njósnara í augum lögregluþjóns við vegartálma á bæjarmörkunum. Eftir ítarlega yfirherslu um fjölskylduhagi, fjárhagsstöðu og skoðanir á enskum knattspyrnumönnum hleypti hann mér í gegn. Sagðist samt enn gruna mig um lygar og brot á alþjóðalögum. Ein malbikuð gata. Ekkert rafmagn. Opið skólp. Velkomin til höfuðstaðar demantaviðskipta í Vestur-Afríku! Skrautleg hús demantakaupmanna voru eina bæjarprýðin. Aðrir kaupmenn höfðu vit á að hafa verslanir sínar sem sjoppulegastar. Annað kallaði á innbrot. Þrátt fyrir demantaútflutning fyrir hundruð milljarða króna ár hvert, hefur auðurinn reynst flestum bæjarbúum bölvun frekar en blessun. Í borgarastríði,

Að fá leyfi lögreglu til að yfirgefa bæinn reyndist enn snúnara en sjálf inngangan.

sem lauk árið 2002, urðu fimm valdabyltingar í borginni og helmingur íbúa hraktist á flótta. Auðlindin hélt vítahringnum gangandi, eins og svo oft í Afríku. Demantakaupmenn í bænum eru nær allir líbanskir að uppruna. Líkt og Indverjar í Austur-Afríku hafa Líbanar myndað viðskiptanet víða á vesturhorninu. Fyrir vikið eru þeir yfirleitt fyrstir til að sæta ofsóknum lýðskrumara. Í nágrannaríkinu Líberíu er þeim meinaður ríkisborgararéttur á grundvelli kynþáttar, sem er einsdæmi í heiminum nú á dögum. Jawel Dimonds stóð utan á áberandi, demantsblárri byggingu. Ég rak inn nefið. Þóttist þurfa að skipta dollurum í leeur. „Fjárfestu frekar í demantauppgreftri,“ sagði einn af Jawel-unum. Áður en ég vissi af sat ég í loftkældu bakherbergi – með íspinna. „Fimmtán hundruð dollarar er ágætis byrjun. Dugar fyrir vatnsdælu með bensínmótor. Eldsneyti er dýrasti bitinn, sjáðu. Vinnuaflið þarf ekkert nema skóflur og hrísgrjónasekk.“ Ég sagðist ætla hugsa málið. Kunni ekki við annað eftir að hafa þegið allar veitingarnar sem hann bar í mig. Núna vissi ég hvert ætti að leita til að fá íspinna í þessum bæ. Ekki leið að löngu þar til annar hver Líbani leit á mig sem áhugasaman fjárfesti og ég var hamingjusamlega pakksaddur af súkkulaðiís. Mál til komið að yfirgefa Kono. „Ég myndi bíða fram á hádegi,“ sagði

Tjaldað á ströndinni Sólarstrendur Sierra Leone þykja án hliðstæðu – og maður hefur þær oftast alveg út af fyrir sig.

hótelstjórinn alvarlegur á meðan ég teymdi hjólið út úr herberginu. „Þriðji laugardagur hvers mánaðar er hreingerningadagur í Sierra Leone. Önnur vinna er bönnuð.“ Sniðugt, hugsaði ég, minnugur þess að hafa tekið þátt í svipuðu átaki hjá ömmu og afa í Biskupstungum. Gott ef sveitin skipaði ekki árlegan ruslamálaráðherra. Úti á aðalvegi frá hótelinu sá ég að Kono-menn gengu skrefinu lengra en

Tungnamenn. Borð, bíldekk og annað tiltækt myndaði vegartálma við hver gatnamót. Vopnaðir lögreglumenn gættu þess að engir ökumenn væru á ferli. Upp úr miðbænum steig svartur reykur (frá brennandi rusli). Flestir gengu um með sveðju (til þess að slá grasið). „Af hverju er þessi maður ekki að taka til?!“ Að fá leyfi lögreglu til að yfirgefa bæinn reyndist enn snúnara en sjálf innFramhald á næstu opnu gangan.


EUWIIN 2011 Nýsköpun í Hörpu 25.-26.maí Ertu með hugmynd? Viltu koma nýjung á markað? Fjárfesta í nýjungum? Vinna með skapandi fólki?

Meðal ræðumanna eru:

Stefan Knox Bang creation UK

Eija Pessinen Relaxbirth EUWIIN winner 2009

Adebayo Jones fashion choreographer

Giselle Rufer Elísabet Grétarsdóttir designer of Delance watches CCP

Guðrún Bergmann Green heels

50 konur tilnefndar til EUWIIN viðurkenninga Metnaðarfull dagskrá fyrir alla. Skráning og nánari upplýsingar á

www.kvenn.net

Dorrit Moussaieff forsetafrú er verndari ráðstefnunnar

New Business Venture Fund

I ÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ

SFH, Samtök Frumkvöðla og Hugvitsmanna


36

afríka

Helgin 13.-15. maí 2011

spillingu. Spilling er daglegt brauð á þessum slóðum og atvinnulífið líður gríðarlega fyrir óskilvirknina. Vesturlandabúar sem starfa í Vestur-Afríku verða hissa þegar ég segist aldrei hafa þurft að múta embættismanni. „Mundu að upphæðin er samkomulagsatriði. Prúttaðu,“ ráðlagði einn þeirra. Til þess að komast í gegnum landamæri og vegartálma dugar oftast að reiða fram smáræði, kannski ígildi hundrað króna, einnar máltíðar. Öðru gegnir þegar leysa þarf flutningagáma úr tollinum eða greiða lögreglunni „sekt“ fyrir að aka eineygðum. Tíminn leið og ég virtist vera eini viðskiptavinur landamæravarðarins þennan eftirmiðdag. Ég sem hafði veðjað á að komast í gegn þegar næsta bíl bæri að garði og hann yrði of upptekinn til að halda ruglinu til streitu. Mitt örþrifaráð var að setjast á reiðhjólið og snúa við. „Ég reyni þá annars staðar.“ Hann gaf sig. Degi síðar, þrjátíu kílómetrum austar, fattaði ég hvers vegna engin hafði átt leið um landamærin. Vegurinn endaði við breitt fljót. Þar var ferja – ryðguð og ónýt. Hún hafði gefið sig fyrir nokkrum árum, skildist mér á manninum sem flutti mig yfir á árabát. Ef til vill hafa stjórnvöld veitt fé í nýja ferju en engan skal undra að hún komi seint. Samgönguráðherrann vatnar jú alltaf nýjan einkabíl.

Ljósmyndir/Egill Bjarnason

Ástæða hnignandi dýralífs Þetta er víst kallað þróun.

Af öpum og furðufugli

Á Látrabjargi í fyrrasumar lærði ég að til væru tvær tegundir fuglaskoðunarmanna; merkjarar og ekki-merkjarar. Merkjarar eru í markvissum lífstíðarleiðangri í leit að sem flestum tegundum úr Stóra fuglavísinum. Hinir þykjast njóta fuglalífsins án nördískrar söfnunaráráttu. Þegar ég steig á Tiwai-eyjuna í Sierra Leone, skammt frá landamærum Líberíu, mætti ég sjaldséðri tegund á þessum slóðum; svokölluðum ferðamanni. Þessi hvíti hrafn, klæddur síðerma safarí-galla, heilsaði án þess að taka augun af himninum. Mark, frá Þýskalandi. Meira fékk ég ekki að vita en gat gefið mér að hann væri áhugasamur um fuglalíf. Ég var spenntari fyrir spendýrum eyjunnar, þrettán apategundum og síðustu pygmý-flóðhestum jarðar. Við sólarupprás næsta dag héldum við Mark inn í frumskóg eyjunnar í fylgd leiðsögumannsins Nakjuu í von um að sjá einhver dýr í morgunæfingum. Skógurinn var svo þykkur að við sáum fátt handan gönguslóðans. Í hvert sinn sem trjágrein hreyfðist í fjarska benti Nakjuu spenntur. „Api! Þarna! Sjáðu!“ Ég pírði augun og gott ef ég sá ekki eitthvað kvikt skjótast milli greina. Aftur á móti heyrðum við í öllu mögulegu. Við hvert hljóð spurði Mark ákafur hvort þetta væri þessi eða hin fuglategundin. Leiðsögumaðurinn kinkaði alltaf kolli og svaraði eftir atvikum „frumskógar-dýr“ eða „frumskógar-fugl“.

Mundu að upphæðin er samkomulagsatriði. Prúttaðu,“ ráðlagði einn þeirra.”

Mark þreyttist samt ekki á að spyrja. Stundum hugsaði leiðsögumaðurinn sig lengi um áður en gaf sama stutta svarið. Þegar hann sagði að tiltekið hljóð kæmi annaðhvort frá „frumskógar-dýri“ eða „frumskógar-fugli“ var Þjóðverjanum öllum lokið og reytti hár sitt það sem eftir lifði göngutúrsins. Mig var farið að gruna að hann væri merkjari. Ég kunni ágætlega við að Nakjuu reyndi ekki að vera David Attenborough. Hann vissi á móti heilmikið um skógarnytjar. Til dæmis benti hann okkur á allar plöntur sem hægt var að reykja. Ég reyndi að sýna því sérsviði hans áhuga og spurði hvort hægt væri að reykja skærrauðu blómin sem uxu um allt. „Já,“ svaraði hann hikandi en muldraði, hálf raunamæddur: „En maður verður veikur af því.“ Og hvers konar tré tengdust mannáti til forna. „Núorðið þarf sérstakt leyfi til að höggva þau en gott ef ég sá ekki kokkinn okkar verða sér útum trjábút eftir að þið komuð,“ sagði hann og kímdi. Ég hló en Mark var ekki skemmt. Mannát á víst ekki að hafa í flimtingum. Einu dýrin sem ég komst í nálægð við á Tiwai-eyjunni voru helvítis skordýrin. Kannski ekki við öðru að búast í VesturAfríku. Þau fáu villidýr sem ekki hafa orðið manninum að bráð eru mun styggari en þau sem finnast á austurströnd álfunnar. Í löndunum við Gíneuflóa eru apar algengustu villidýrin. Víða má sjá auglýsingaskilti frá dýraverndunarsamtökum: Að drepa apa er ólöglegt! Heimamenn halda hins vegar áfram veiðum. Apar eru nefnilega eins og álftin; bændum til ama á ræktunarlandi og fínn sunnudags-

Prílað eftir pálmavíni Það er vissara að vera allsgáður við þessa

matur. Til þess að skilja lesendur ekki eftir með þá spurningu hvernig þessir forfeður okkar smakkast get ég greint frá því að chlorocebus-api, djúpsteiktur úti í vegkanti við þorpið Kurubonia, bragðast eins og kjúklingur.

Aldrei mútað nokkrum manni

Landamæraverðir eru fagmenn í að nota stimpla; vinstri hönd heldur vegabréfinu opnu, hnefinn á hægri krepptur utan um stimpilskaftið, tvö taktföst högg í blekpúða, handleggurinn reistur frá borðplötunni og búmm! Hljóðið þegar stimpillinn hamrar vegabréfið fær mig alltaf til að anda léttar. Landamæraverðir eru nefnilega líka algjörir asnar, allavega í ríkjum þar sem þeir eru aldir upp í hernum, með völd langt umfram menntun, einráðir um hvað fer í gegn og þá sérstaklega hve langan tíma ferlið tekur. Ég kynntist einum á landamærum Gíneu. „Það eru lög í þessu landi,“ endurtók hann þegar ég sagðist ekki vera með „leyfi“ fyrir að flytja myndavél inn til landsins. „Ég get ekki hleypt þér í gegn án þess. Hvað getum við gert?“ Af prinsippástæðum bauðst ég ekki til að „kaupa“ hið uppspunna leyfi. Í stað þess að þræta, sýndi ég þessu vandamáli hans sem minnstan áhuga. Tók upp bók og settist í skuggann. Bókin Blood River er eftir breskan blaðamann sem endurtók frægðarför landkönnuðarins Henrys Martel Stanley meðfram endilangri Kongóánni. Höfundur glímdi hvarvetna á för sinni við sama vandamál og ég þessa stundina:

Sem betur fer með tjald

Bakpokaferðalangar skilja yfirleitt sparifötin eftir heima. Alister Kalkott, garðyrkjumaður og ferðafélagi minn í Súdan, er undantekning. Á tveggja vikna ferðalagi okkar gistum við á billegum hótelum þar sem maður mátti þakka fyrir rennandi vatn. Þegar við loksins komum til Karthoum, höfuðborgar landsins, skellti Alister sér í sparibuxurnar og hélt til á fimm stjörnu hóteli næstu daga. Fékk sér sundsprett, sat inni á loftkældri lesstofu og notaði salernisaðstöðu með hreinu vatnsklósetti, hvorki meira né minna. Hótelstarfsmenn grunaði ekki að svona vel til hafður Breti svæfi í raun í svefnpokaplássi neðar í götunni. Í löndum eins og Súdan, þar sem ferðaþjónusta er engin, eru hótelkostir heldur fátæklegir. Hótelherbergi með gæðum sem maður á að venjast á Vesturlöndum eru líka sjaldnast í takt við almennt verðlag í landinu. Þrennt veldur: fákeppni, stéttaskipting og lélegir innviðir – almenn rafmagnsveita er til dæmis sjaldnast í boði og hótel verða að leita eigin leiða við raforkuframleiðslu. Af sautján ríkjum Vestur-Afríku státa aðeins fjögur af raunverulegum ferðamannaiðnaði: Senegal, Gambía, Malí og Gana. Sem betur fer sef ég í tjaldi flestar nætur, laus við leðurblökur, músagang og rotnandi sængurver. Heimamönnum þykir skiljanlega undarlegt að ég skuli umfram allt kjósa appelsínugula kúlu sem næturstað. Enskukennari í Gíneu virti tjaldið lengi fyrir sér áður en hann skildi hvernig á þessu stóð. „Þú kýst þetta sem heimili til að halda í rætur þínar sem eskimói, já?!“

Matmálstími í Kurubonia Drengir að borða apa og veifa djúpsteiktu höfðinu.


Harpa opnar Langþráð bið eftir tónlistarhúsi er á enda.

Ljósmynd/Hari

Óslitin hátíð alla helgina

Sigurður Einarsson arkitekt hjá Batteríinu er í íslenska hluta hönnunarteymis Hörpu.

Helgin 13.-15. maí 2011


2 

harpa

Helgin 13.-15. maí 2011

kynning Exton

hönnun Hörpu

Í heimsklassa Gunnar Gunnarsson hjá Exton sá um allan tæknibúnað á sviði hljóðs, ljóss og myndar í tónlistarhöllinni. Hljómurinn í Hörpu veltur ekki aðeins á listamönnunum sem þar leika, eða náttúrulegum hljómburði salarkynnanna, því þar er einnig fullkomnasta hljóð-, ljós- og sýningarkerfi landsins og þótt víðar væri leitað. „Þetta er umfangsmesta verkefni okkar til þessa,“ segir Gunnar Gunnarsson, verkefnastjóri Exton, sem hafði veg og vanda af hönnun og uppsetningu tæknibúnaðarins. „Við lögðum gríðarlega vinnu í þetta en afraksturinn er líka einstakur. Harpa er ekki aðeins glæsilegasta tónlistarhöll Norðurlanda, hún er í heimsklassa.“ Exton hefur um langt skeið haft afgerandi forystu á þessu sviði hérlendis, en atti kappi við erlenda keppinauta um þetta risaverkefni og hafði betur. „Ætli við höfum ekki varið um tveimur árum í undirbúning þess, þar af einum meðgöngutíma í tæknihönnunina eina,“ segir Gunnar. Það var enda að mörgu að hyggja, salirnir margir og kröfurnar miklar. „Það voru sex rafvirkjar á okkar snærum sem drógu tæpa 300 kílómetra af kapli í húsið, það eru 5 tonn af hátölurum bara í aðalsalnum og 400 ljóskastarar, hér eru 3

Gunnar Gunnarsson hjá Exton

bíóskjávarpar af fullkomnustu gerð, sýningartjöldin eru um 250 fermetrar, í húsinu eru 70 upplýsinga- og auglýsingaskjáir, það eru 30 tölvur sem stýra öllum græjunum og svo mætti lengi telja.“ En verða öll verkefni Exton í framtíðinni ekki lítilfjörleg hjá þessu þrekvirki? „Exton hefur alla tíð stært sig af því að það sé ekkert verkefni of stórt og ekkert of lítið. Við höfum sannað það með Hörpu að ekkert verkefni er of stórt, en á meðan vorum við líka að sanna hitt; leigja út hljóðnema á ættarmót og hljóðkerfi á skólaböll, setja upp skjávarpa í fundarsölum fyrirtækja og þess háttar. Það heldur bara áfram.“

www.arkitekt.is

Hittu Ashkenazy á skútu við Samos

Þ BATTERÍIÐ ARKITEKTAR óskar íslensku þjóðinni til hamingju með Hörpu og þakkar öllum samstarfið sem að hönnun og byggingu hafa komið

Arkitektar Hörpu eru:

BATTERÍÐ ARKITEKTAR, Henning Larsen Architects og ATT arkitektar

egar kom að samkeppni um byggingu tónlistarhússins Hörpu kom arkitektastofan Batteríið að því að mynda Portus-hópinn eftir að Peer Teglgaard Jeppesen, einn aðaleigandi Henning Larsen Architects (HLA) og skólabróðir Sigurðar Einarssonar, hjá Batteríinu, hafði samband við hann. Peer hafði líka samband við verkfræðistofuna Ramböll sem hafði unnið að hönnun óperuhússins í Kaupmannahöfn með HLA. Sex aðilar, ÍAV, Nýsir, Landsafl, Batteríið, HLA og Ramböll mynduðu Portus Group sem sótti um í forvali að taka þátt í samkeppni sem kölluð var „samningskaupaferli“ vegna eðlis hennar. Portus Group var einn fjögurra hópa sem valdir voru til þátttöku. Sigurður segir að við upphaf hönnunarinnar hafi ýmsar náttúrutilvitnanir verið uppi á borðinu og minnisstæð sé teikning af álfakirkju eftir Halldór Pétursson – svarti basaltkletturinn hulinn sjávarlöðri, ís eða snjó hafi verið í bakhöfðinu æ síðan. Heimsókn í tónlistarhúsið Sage í Newcastle hafði vafalaust hvað mest áhrif á meginfyrirkomulag, meðal annars uppröðun salanna þótt það hús sé í raun mjög ólíkt að öðru leyti.

Unnið yfir landamæri

„Frá upphafi var þetta samstarf milli stofnananna og ekki í fyrsta skipti sem við vinnum yfir landamæri. Á samkeppnistímanum hittumst við reglulega og unnum yfir netið þess á milli. „Dínamíkin“ felst í því að vera ósammála og ræða sig fram að lausnum – góðir arkitektar sjá oftast sameiginlega bestu lausn á málum, en það geta verið fyrirkomulagsatriði, formun eða efnisval. Þegar við vorum búnir að vinna samkeppnina var ákveðið að meginvinnan við verkhönnunina yrði í Kaupmannahöfn. Húsinu var skipt upp í ákveðin hönnunarsvæði og starfsmönnum beggja fyrirtækja blandað á þessi svæði. Á tímabili voru fimm starfsmenn Batterísins í Kaupmannahöfn að vinna við hönnunina auk nokkurra hér heima en á þriðja tug starfsmanna okkar komu að hönnun Hörpu. Ég flaug á milli á tveggja vikna fresti drjúgan hluta hönnunartímans.

Glerlistaverk varð að glerhjúpi

„Samkeppnin, sem var í þremur þrepum, gerði ráð fyrir þróun tillögunnar stig frá stigi. Þegar við hófum vinnu við annað stig keppninnar nefndi Peer við mig þá hugmynd að fá Ólaf Elíasson til liðs við okkur með

glerlistaverk, en þeir höfðu átt samstarf vegna ljósakróna sem Ólafur hannaði í Óperuna í Kaupmannahöfn. Mér leist vel á það, en í stað þess að gera eitthvað áþekkt kom hann með tillögur að glerhjúpi. Þetta fékk góðan hljómgrunn og niðurstaðan í samkeppninni varð að verk hans skyldi hylja suðurog norðurhlið auk þaksins. Í verkhönnuninni breyttist verkið aðeins og þróaðist síðan yfir á stóra hluta vestur- og austurhliða líka.“ Sigurður viðurkennir að það hafi verið sérkennileg tilfinning að standa inni í Hörpu í síðustu viku og ekki hafi verið laust við að sjá mætti tár á hvarmi. „Ef ég hefði verið með bera handleggi hefði einnig mátt sjá gæsahúðina sem hélst út tónleikana.“ Það er talað um „þrívíða hönnun” sem þið séuð með afburðarþekkingu á. Geturðu lýst slíkri hönnun fyrir okkur, almenna lesendur með enga þekkingu á arkitektúr? „Í stuttu máli þá snýst þrívíð hönnun um að í stað þess að teikna þá er byggt líkan af húsinu. Við sem sagt teiknum ekki lengur heldur byggjum líkan í tölvunni úr byggingareiningum, veggjum, gluggum, hurðum o.s.frv. Þessar byggingareiningar geta síðan haft óteljandi innbyggðar upp-


harpa 3

Helgin 13.-15. maí 2011

lúðrasveitin Svanur Blæs í Eldborg

Lúðrasveitin Svanur á æfingu í Eldborg þar sem Stjörnustríðsstefið mun hljóma á mánudagskvöld.

Stjörnustríð í Hörpu L

úðrasveitin Svanur heldur árlega vortónleika sína í Hörpunni á mánudaginn kemur, 16. maí. Tónleikarnir verða í aðalsal hússins, Eldborg, og Svanur verður því ekki aðeins fyrsta íslenska lúðrasveitin sem spilar í hinu nýopnaða tónlistarhúsi heldur fyrst allra hljómsveita, tónlistarmanna og kóra fyrir utan sjálfa Sinfóníuhljómsveitina til að spila þar. Hrafnhildur Ævarsdóttir, meðstjórnandi og saxófónleikari í sveitinni, segir efnisskrána bæði fjölbreytta og áhugaverða. „Við frumflytjum verkið Rætur eftir Veigar Margeirsson í útsendingu Tryggva M. Baldvinssonar. Einleikari með sveitinni verður saxófónleikarinn Sigurður Flosason sem lék með lúðrasveitinni á sínum yngri árum,“ segir Hrafnhildur. Svanur skýtur sér svo út fyrir gufuhvolfið þegar sveitin flytur Star Wars Saga eftir kvik-

myndatónskáldið John Williams en ætla má að margur Stjörnustríðsaðdáandinn vilji heyra þessa sígildu tóna hljóma í mögnuðum hljómburði Eldborgar. Meðal annarra verka sem flutt verða á tónleikunum eru First Suite in E flat eftir Holst og Bojarenes inntogsmarsj eftir Johan Halvorsen. Hljómsveitin er skipuð 50 hljóðfæraleikurum á aldrinum 15-45 ára og stjórnandi er Brjánn Ingason, fagottleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sveitin var stofnuð árið 1930 og er því 81 árs á þessu ári. „Við höfum stöðugt verið að þróa sveitina og leita nýrra leiða til að kynna lúðrasveitamenninguna,“ segir Hrafnhildur. „Margir tengja lúðrasveitir við starf þeirra við skrúðgöngur á hátíðisdögum eins og 17. júní. Starf þeirra er þó mun viðameira og við höldum að jafnaði þrenna tónleika á hverjum vetri.“

tÖfrAfLAutAn

Sigurður Einarsson hjá Batteríinu „Samkeppnin um Hörpu var miklu meira en bara hönnun og teikningar.“

lýsingar, svo sem efni, áferð, liti, magn, kostnað og fleira, sem auðvelt er að breyta. Útprentun úr líkaninu getur líka verið á óendanlegan máta allt eftir vali; venjulegar grunnmyndir eða útlit í mismunandi mælikvörðum, sneiðmyndir og myndir í þrívídd hvar sem er í líkaninu eða jafnvel töflur með magni, kostnaði eða sértækum búnaði hússins svo eitthvað sé nefnt.“

W. a. moZart

Fjarlægur draumur varð að veruleika

Sigurður er 54 ára og segir að þegar hann hafi verið að hefja nám sitt fyrir rúmum 30 árum, hafi draumar hans og metnaður auðvitað náð til þess að hanna mikilvæg hús: „en sá draumur var ansi fjarlægur – sérstaklega í landi eins og okkar þar sem slík mannvirki eru mjög fágæt. Samkeppnin um Hörpu var miklu meira en bara hönnun og teikningar, því bjóða þurfti verð í húsið, gera rekstaráætlun og viðburðaráætlun. Dæmi um að maður var til í fáránlegustu hluti til að ná í þetta eftirsóknarverða verkefni, er sagan þegar við fengum Ashkenazy til að sjá um viðburðaáætlun okkar fyrir lokaskilin í samkeppninni haustið 2005. Til að ná tali af þeim hjónum var möguleiki að hitta þau í skútu þeirra við grísku eyjuna Samos eina helgi í júlí 2005. Við skelltum okkur fjórir í þessa ferð, Stefán Friðriksson þáverandi stjórnarformaður ÍAV, Þórhallur Vilhjálmsson markaðsstjóri Nýsis og Matej Sarc tónlistarmaður. Ferðin var mjög viðInnanhússarkitektarnir Kristín Aldan og Helga Sigurburðarík og söguleg, en ekki rúm til að segja frá bjarnardóttir eru hönnuðir þessara frumlegu bekkja öðru en að árangurinn sem eru á víð og dreif í almenningsrými Hörpu. Bekkirnir eru íslenskir í húð og ár, hannaðir og smíðaðir hér. varð sá að Ashkenazy Kristín og Helga unnu samkeppni um hönnun húsgagna ákvað að slá til og gera fyrir þennan hluta Hörpu. Eitt af skilyrðum keppninnar viðburðaáætlun fyrir Portus-hópinn.“ -akm var einmitt að húsgögnin yrðu framleidd á íslandi.

Íslensk hönnun og smíð

frumsýning 22. október 2011 Þóra Einarsdóttir Finnur Bjarnason Garðar thór CortEs ÁGúst ólaFsson jóhann smÁri sævarsson siGrún hjÁlmtýsdóttir hulda Björk Garðarsdóttir auður Gunnarsdóttir siGríður ósk kristjÁnsdóttir snorri Wium valGErður Guðnadóttir kolBEinn jón kEtilsson viðar Gunnarsson hljómsvEitarstjóri: daníEl Bjarnason lEikstjóri: ÁGústa skúladóttir


4 

harpa

Helgin 13.-15. maí 2011

ráðstefnuhús Á heimsmælikvarða

Harpa er tækifæri H

vernig kom það til að þú réðir þig til starfa í Hörpu? Það vildi nú bara þannig til að ég sá starfið auglýst og ákvað að sækja um. Ég bjó að góðri reynslu frá því að ég starfaði sem sölustjóri ráðstefnu- og hvataferða hjá Icelandair hotels. Ég er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, en ferðageirinn hefur alltaf togað í mig og það er ekki oft sem að við fáum slík tækifæri, sem Harpa er fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ég vildi bara ólm fá að taka þátt í þessu ævintýri. Hvað er það helst sem Harpa bætir við fyrir ráðstefnuhald hér á landi? Það er fjölmargt sem hægt er að nefna. Þetta er einfaldlega bylting í allri aðstöðu, bæði hvað varðar stærð og tækni. Þó að grunnurinn sé tónlistarhús þá var í hönnunarfeli hússins ávallt tekið sérstaklega tillit til þarfa ráðstefnuhalds. Atriði eins og innbyggðir túlkaklefar, aðstreymi ráðstefnu-og fundargesta, hljóðkerfi, ljósabúnaður og önnur þjónusta er öll í samræmi við ströngustu kröfur sem gerðar eru til slíkra þátta í dag. Salir Hörpu eru allir búnir fyrsta flokks tækjabúnaði sem keyptur hefur verið frá sérhæfðum framleiðendum út um allan heim. Salurinn Silfurberg var svo sérhannaður með tilliti til ráðstefnuhalds. Hann býður

upp á afar fjölbreytta uppstillingu sviðs og sæta og stillanlegan hljómburð fyrir talað mál. Það er svo margt sem Harpa kemur með sem hefur vantað; S.s. hallandi sætaraðir, svalir og stórt opið sýningarrými utan við salinu. Allt þetta gerir Hörpu mjög að sveigjanlegum fundarstað sem er það sem leitað er að varðandi ráðstefnuhús. Við eigum von á að halda hér stóra alþjólega fundi, ráðstefnur fagsamtaka og stærri innlenda viðburði og húsið verður fullfært að sinna öllu þessu, stundum fleiri en einum viðburði í einu.

Ráðstefnugestir koma utan háannatíma og gefa miklar tekjur

Mikið hefur verið rætt um kostnaðinn við byggingu og rekstur Hörpu. En hvað með tekjurnar sem hún skapar, eru þær ekki töluverðar? Já. Það er hinn hlutinn á jöfnunni sem við ætlum að sýna fram á. Efnahagsleg áhrif (bein og afleidd) af þeim möguleikum sem Harpa skapar í heilsársferðaþjónustu á Íslandi eru að mati þeirra sérfræðinga sem við höfum rætt við, umtalsverð. Hvort sem litið er til flugfélaga, hótela, veitingahúsa eða ferðaskipuleggjenda þá verður Harpa mikil lyftistöng. Einnig skapar húsið ný tækifæri fyrir sérhæfða aðila eins og ráðstefnuskipuleggjendur og viðburðahaldara. Með góðri samvinnu allra hagsmunaaðila getur til-

Ljósmynd/Hari

Það fer ekki fram hjá neinum að í Reykjavík er að opna tónlistarhús. En færri vita að í Hörpu verður ein glæsilegasta aðstaða á Íslandi fyrir ráðstefnu- og fundahald. Aðstaða sem mun að sögn þeirra sem til þekkja stórauka möguleikana á því að laða alþjóðlegar ráðstefnur hingað til lands. Við ræddum við Karitas Kjartansdóttur, en hún hefur verið ráðin verkefnisstjóri ráðstefnuhalds í Hörpu.

Karitas Kjartansdóttir er verkefnisstjóri ráðstefnuhalds í Hörpu.

koma húss eins og Hörpu orðið til að auka heimsóknir tugþúsunda ferðamanna sem hefðu ellegar ekki komið, bæði ráðstefnugesta og gesta á aðra viðburði. Þær gjaldeyristekjur sem þannig skapast munu verða kærkomnar fyrir þjóðarbúið, segir Karitas.

Tugir manna munu starfa við veisluþjónustu eingöngu

Hvað með aðra þjónustu sem fylgir fundum og ráðstefnuhaldi? Það er eins og oftast tíðkast í svona húsum, sérstök veisluþjónusta sem starfrækt verður í Hörpu. Hún hefur fengið nafnið Hörpudiskur og á eftir að framreiða tugþúsundir diska á næstu mánuðum. Fólkið á bakvið hana er þrautreynt á sínu sviði, en rekstraraðilinn er Jóhannes Stefánsson, kenndur við Múlakaffi. Yfirmatreiðslumeistari Hörpudisksins er Bjarni Gunnar Kristinsson sem síðast starfaði sem yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu.

Með þeim er svo úrvalshópur matreiðslumanna og sérfræðinga í skipulagningu á ráðstefnum og veislum. Allt í allt um 40 manns. Þannig að þetta ætti að gefa nokkra vísbendingu um þau umsvif sem verða í veislu- og fundahaldi í húsinu. Einnig verða sem kunnugt er tveir veitingastaðir í Hörpu; Munnharpan á jarðhæðinni og Kolabrautin á efstu hæð. En að lokum leikur okkur forvitni á að vita. Eru einhverjar erlendar ráðstefnur framundan? Já. Ég get upplýst að það er fjöldi erlendra ráðstefna nú þegar bókaður og má þar nefna alþjóðlega ráðstefnu samtaka frumkvöðlakvenna síðar í þessum mánuði, Evrópuráðstefnu um hugræna atferlismeðferð sem fram fer í haust, ráðstefnuna Via Nordica sem verður á árinu 2012 og ráðstefnu Evrópusambands tannréttingasérfræðinga árið 2013. Þetta eru þúsundir gesta sem koma í tengslum við þessa viðburði eingöngu.

kynning Munnharpan

Feðgarnir þrír og Munnharpan Eins og Harpa sjálf mun veitingastaðurinn Munnharpan verða opnaður í dag. Eigendur staðarins eru hjónin Jakob Jakobsson og Guðmundur Guðjónsson, eigendur Jómfrúarinnar við Lækjargötu, ásamt syninum Jakobi Einari Jakobssyni.

Ljósmynd/Hari

H

ver verður munurinn á þeim matföngum sem boðið verður upp á í Munnhörpunni og því sem við þekkjum af Jómfrúnni? „Jómfrúin er smurbrauðsveitingahús, klassískt og danskt. Svona staður sem þarf að vera til í hjarta allra borga þar sem lítið breytist en fólk getur gengið að gæðunum vísum ár eftir ár. Auk þess er Jómfrúin hádegisveitingahús, en þar er lokað klukkan sex síðdegis alla daga,“ segir Jakob Einar Jakobsson. „Á Munnhörpunni ætlum við okkur að taka norræna eldhúsið með tilheyrandi hreinleika, ferskleika, einfaldleika og með réttu og góðu siðferði aðlaga það hugmyndum okkar um smáréttaveitingahús í Hörpunni. Staðurinn hefur fengið undirtitilinn „Nordic tapas“ sem er greinileg vísun í okkar hugmyndir. Einhverjir myndu segja að tapas væri spænskt eingöngu en við leituðum ráða og spurðumst fyrir innan fagstéttar matreiðslumanna innanlands sem og utan og allir voru sammála um að tapas væri orðið að nokkurs konar alþjóðlegu samheiti yfir litla rétti sem og „multi dish service“. Þess vegna kýldum við á það að kalla okkur þessum undirtitli í stað hefðbundins Restaurant/café sem er orðið togað og teygt og segir oft og tíðum ekki mikið um hvaða stefnu staðurinn hefur. En við lítum fyrst og fremst til norræna eldhússins og áðurnefndur hreinleiki, ferskleiki og einfaldleiki verður að vera í fyrirrúmi. Norræna eldhúsið snýst líka mikið um gott siðferði, virðingu fyrir hráefnunum, dýrum

Siguður Daði Friðriksson yfirmatreiðslumeistari Munnhörpunnar og Jakob Einar Jakobsson einn þriggja eiganda staðarins.

og uppruna þeirra, réttlæti í viðskiptum, fækkun milliliða og að leita ekki langt yfir skammt. Auðvitað er okkar staður umtalsvert stærri en þeir staðir sem hafa fengist við svipaða matargerð hér á landi og því horfum við á þessa stefnu sem ákveðið verklag, sem við viljum fylgja og tilheyra, fremur en ófrávíkjanlega reglu.“

Gott kaffi og meðlæti allan daginn ...

Hversu marga gesti tekur Munnharpan í sæti?

„Hjá okkur verða 150 sæti innandyra en auk þess er skrautfjöður í okkar hatti útisvæðið sem snýr í suður með útsýni á miðborgina og inn Lækjargötuna. Við erum auðvitað kaffihús Hörpunnar líka og leggjum mikinn metnað í að geta boðið upp á gott kaffi allan daginn; fólk mun koma til okkar og tylla sér niður með kaffi og meðlæti yfir miðjan daginn á skoðunarferð sinni um Hörpu. Á kaffiseðlinum er sætabrauð og kökur og við verðum með kaffiþjón á morgunvaktinni frá kl. níu en eldhúsið

verður opið frá kl. 11.30 til 22.00. En þótt ég nefni hér kaffi og meðlæti þá verður matseðillinn okkar í gangi allan daginn og ef það verður steikjandi sól á útisvæðinu, þá segir mér svo hugur að kokteilalistinn komi til með að verða þar aðlaðandi fyrir marga líka!“

... og girnilegir smáréttir og matur af matseðli

Verður mikil breyting á matseðli frá degi fram að kvöldi? „Þegar við tókum smá forskotsopnun 4., 5. og 6. maí í tengslum

við opnunartónleika Hörpunnar fengum við grun okkar staðfestan: Þegar um meiriháttar viðburði verður að ræða í húsinu og við getum átt von á 1.500-2.000 manns í Hörpu á sama tíma sem allir eru á leið á sama viðburðinn, verðum við að vera með sérstakan matseðil. Gott dæmi er til dæmis val á milli tveggja og fjögurra smárétta.“ Hvert snýr fólk sér sem vill panta borð, til dæmis fyrir tónleika eða í hléi, og hvað er þá boðið upp á? „Þegar um stærri viðburði er að ræða verður sérstakur matseðill, til dæmis val um tvo eða fjóra rétti sem matreiðslumaðurinn setur saman af okkar „standard“matseðli sem verður í boði. Í hléi viljum við geta boðið fólki sem borðaði fyrir sýningu að ganga að „sínu borði“ með fyrirfram pöntuðum veitingum. Annars er barinn alltaf opinn í hléi og fólk mun einnig geta keypt sér af kaffiseðli „yfir deskinn“ og fengið sér sæti hjá okkur. Hægt verður að panta borð í gegnum síma 528 5111 en einnig inni á nýju heimasíðunni okkar sem fer í loftið fyrir helgi (www.munnharpan.is).“ Hvernig leggst í þig að pabbi þinn og ektamaður hans eigi Jómfrúna og þú verðir nú rekstrarstjóri hér í Munnhörpunni? „Mjög vel. En við stöndum ekki einir að þessu. Við höfum frábært starfsfólk á báðum stöðum. Yfirmatreiðslumeistari á Munnhörpunni heitir Sigurður Daði Friðriksson og yfirþjónn er Ólína Laufey Sveinsdóttir. Þetta leggst ljómandi vel í okkur feðgana þrjá enda sumarið fram undan, þetta er sannkallaður „familybuisness.“ -akm


Eldborg - aðaltónleikasalurinn í Hörpu, nýjum heimkynnum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Borgun er samstarfsaðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands og treystir þannig undirstöður sveitarinnar.

AUÐVELDAR VIÐSKIPTI


6

harpa

Þjóðargersemi

„Mér er ljúft að segja eitthvað um Hörpu sem ég tel uppkomna einstaka þjóðargersemi í kreppunni. Ég er alin upp með Þjóðleikhúsið sem hálfkaraðan kassa uppi á Hverfisgötu, svo ég tel Hörpuna meðal afreka hjá afar ósamstæðri þjóð á tímum þegar á ríður að menn standi saman.“ Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti

„Íslenska þjóðin hefur svo lengi þráð gott tónlistarhús og nú hefur draumurinn ræst. Í Hörpu eigum við eftir að eiga margar yndisstundir saman.“ Gerður Kristný skáld

„Án menningar er þjóð ekkert.” Grímur Atlason, tónleikahaldari

„Húsið er fallegt og vekur væntingar um fjölbreytt og öflugt tónlistarlíf.“ Vilhjálmur Bjarnason, lektor HÍ

Helgin 13.-15. maí 2011

íslenska óper an

Kraftbirtingarhljómur guðdómsins S tefán Baldursson óperustjóri viðurkennir að það grípi um sig smá tregi og söknuður að sjá á eftir Íslensku óperunni úr Gamla bíói, þar sem hún hafði starfað í hartnær þrjátíu ár. „Gamla bíó er einstaklega sjarmerandi hús og vegna þrengslanna, sem listmenn þurftu að búa við þar, skapaðist þar afskaplega heimilislegur og skemmtilegur andi. En yfirgnæfandi tilfinningar við flutningana eru þó tilhlökkun, bjartsýni og ánægja yfir að komast í rýmra húsnæði sem býður upp á meiri fjölbreytni og bætta aðstöðu fyrir áhorfendur sem og listamenn. Mér líst gríðarlega vel á Hörpuna, hún er einstaklega vel heppnað hús, glæsilegt að utan sem innan. Ég er sannfærður um að Harpan er og verður í framtíðinni minnisvarði um stórhug og menningarlegan metnað okkar á erfiðum tímum. Glæsilegt merki þess að við létum kreppuna ekki buga okkur.“ Stefán var eðlilega viðstaddur opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpunni fyrir rúmri viku og segir hljómburðinn í salnum stórkostlegan. „Enda er hægt að stjórna honum með stillingu ómrýma og tækni, allt eftir því hvernig tónlist er verið að flytja. Það var ótrúleg tilfinning að sitja í þessum tilkomumikla, dimmrauða og fallega sal á opnunartónleikunum og heyra bæði í hverju einstöku hljóðfæri og samhljóminn í allri hljómsveitinni. Allt hljómaði jafn vel, hvort heldur Víkingur Heiðar sló mjúklega og ofurlágt eina staka nótu eða hljómsveitin í heild sinni með 170 manna kórnum gaf í botn í Óðnum til gleðinnar. Þetta var eiginlega kraftbirtingarhljómur guðdómsins.“

Komið til móts við þarfir okkar Nú hefur komið fram að Harpan sé ekki hönnuð fyrir óperuflutning eða sviðslistir. Fannst ykkur aldrei sérkennilegt að ráðist yrði í byggingu svona stórs tónlistarhúss án þess að gera ráð fyrir óperuflutningi? „Ég tel það hafa verið mikil mistök að hafa ekki gert ráð fyrir óperuflutningi í Tónlistarhúsinu frá upphafi. En við ákváðum engu að síður að flytja starfsemina þangað, þegar núverandi eigendur, ríki og borg, buðu okkur að leigja afnot af húsinu. Smæð Gamla bíós setti okkur miklar rekstrarlegar hömlur: Þótt uppselt væri á sýningar, þurftum við að borga miklar upphæðir með hverju sýningarkvöldi vegna þess að markmiðið er að miðaverð sé ekki hærra en svo að allur almenningur hafi efni á að sækja

Stefán Baldursson Vonast eftir auknu samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, nú þegar Íslenska óperan er komin undir sama þak og sveitin.

óperusýningar. Hér er ekki um slíkan vanda að ræða og þótt Harpan væri fullbyggð, þegar ákvörðun var tekin um flutning Óperunnar, var reynt að koma til móts við ýmsar þarfir okkar; fundin rými fyrir lítinn æfingasal, hárgreiðsluog förðunaraðstöðu, saumastofu, nokkur búningsherbergi og svo má ekki gleyma því að hljómsveitargryfja er í aðalsalnum auk glæsilegs ljósabúnaðar. Allt þetta nýtist jafnframt öðrum sem koma með leiksýningar og alls slags tónlistarviðburði í húsið.“

sameiginlegt heimili.“ Verða einhverjar breytingar á starfsmannafjölda Óperunnar? „Já, fastafólki fækkar því við erum ekki lengur að reka húseign eða miðasölu. Og allir listamenn verða fyrst um sinn verkefnaráðnir eins og verið hefur.“

Getum boðið upp á það besta Margir þeirra óperusöngvara sem hafa náð langt úti í hinum stóra heimi hafa stigið sín fyrstu söngskref hjá Íslensku óperunni. Vekur það alltaf sama stoltið hjá þér að heyra af velgengni Íslendinga á erlendri grund? „Svo sannarlega. Við eigum ótrúlega marga góða óperusöngvara sem starfa erlendis að staðaldri, þeir telja hátt á annan tug. Við njótum svo góðs af reynslu þeirra því þeir koma af og til heim í eitt og eitt verkefni og þannig getum við boðið upp á það besta.“ Fyrsta frumsýning Íslensku óperunnar verður 22. október þegar Töfraflautan verður flutt. En hvað bjóðið þið upp á í kvöld? „Í kvöld flytja nokkrir óperusöngvarar tvö atriði úr Verdi-óperum. Diddú, Bjarni Thor, Ágúst Ólafs og Sigríður Aðalsteins syngja kvartett úr Don Carlo og Kristján Jóhannsson flytur ein-

Unnt að sviðsetja mannmargar sýningar

Mun aðstaða Íslensku óperunnar batna með flutningi hennar í Hörpuna og þá að hvaða leyti? „Jú, hljómburðarlega er húsið greinilega vel heppnað, sem að sjálfsögðu nýtist óperuflutningi. Þótt sviðið í Eldborg sé ekki eiginlegt leiksvið og sviðstæknibúnaður í lágmarki, þá er það opið og stórt og nú er unnt að sviðsetja mannmargar sýningar, jafnvel Wagner. Svo eru í húsinu þrír aðrir salir, þar sem hægt er að vinna annars konar og tilraunakenndari verkefni. Svo vonumst við auðvitað eftir auknu samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, nú þegar við eigum

söngsatriði úr Óþelló. Svo erum við með Kaldalóns-tónleika og kórtónleika á opna húsinu á laugardaginn.“

Keypti óperuplötur á unglingsárunum

Hefur þú sjálfur alltaf verið óperuunnandi? „Já, að minnsta kosti frá unglingsárunum, þegar ég fór að kaupa óperuplötur. Síðan þá hef ég séð svo til allar óperusýningar bæði Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar fyrir utan fjölda erlendis. Mig minnir að fyrsta óperan sem ég sá á sviði hafi verið Il Trovatore í Þjóðleikhúsinu. Mögnuð upplifun.“ En áttu þér eftirlætis óperu? „Þær eru svo ótal margar. Uppáhaldsóperutónskáld eru Verdi og Mozart, jafnólíkir og þeir nú eru, og svo auðvitað Wagner.“ En áttu þér eftirlætis óperuhús úti í heimi? „Það fer allt eftir því hvað verið er að flytja og hvaða listmenn starfa þar. En fallegasta óperuhús sem byggt hefur verið undanfarin hundrað ár er án efa nýja Norska óperan. Sú bygging er snilld af hálfu arkitekta. En það er nú Harpan okkar líka!“ -akm

EFLA verkfræðistofa stillir saman strengi Hönnunar- og framkvæmdaeftirlit við byggingu Hörpunnar var í umsjá EFLU. www.efla.is •

Í S L A N D

D U B A I

F R A K K L A N D

N O R E G U R

P Ó L L A N D

R Ú S S L A N D

T Y R K L A N D


Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verðflokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu.

Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Tónastöðin Akureyri • Strandgötu 25 • Akureyri • sími: 456 1185



eurovision 37

Helgin 13.-15. maí 2011

barry Viniker Veðjar bar a á Ísland

Aftur heim gæti endað meðal sex efstu É

g get alls ekki sagt að það hafi komið mér á óvart að íslenska lagið kæmist áfram á þriðjudagskvöldinu,“ segir Barry Viniker, Eurovision-sérfræðingur og ritstjóri fréttasíðunnar www.esctoday. com þar sem hann fjallar um Eurovision frá öllum sjónarhornum, allan ársins hring. Barry hefur haft tröllatrú á laginu

Aftur heim allt frá því það sigraði í undankeppninni hér heima og hann var því alveg rólegur á þriðjudagskvöldið á meðan margir höfðu gefið upp alla von fyrir Íslands hönd. „Ég veðjaði bara á eitt lag í ár og setti tíu pund á að Ísland kæmist áfram. Ég held að strákarnir eigi raunhæfan möguleika á að enda í einu af

svo hugsa alltaf margir hlýlega til litla Íslands sem hefur að mínu mati aldrei verið jafn öflugt á sviði í Eurovision og á þriðjudagskvöldið.“ -þþ

sex efstu sætunum og þá trú hef ég haft frá byrjun.“ Barry telur Íslendinga alltaf eiga inni ákveðinn velvilja víða í álfunni og efast ekki um að skyndilegt og sorglegt fráfall Sigurjóns Brink hafi hreyft við fólki. „Hver einasti kynnir í hverju einasta landi hlýtur að hafa sagt sorgarsöguna á bak við lagið og

Hver einasti kynnir í hverju einasta landi hlýtur að hafa sagt sorgarsöguna á bak við lagið.

Barry tekur hlutverk sitt mjög alvarlega og fylgist grannt með forkeppnum úti um alla álfuna. Hann lét til dæmis ekkert fram hjá sér fara þegar Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram í vetur.

gunnhildur Arna Spáir spennandi kvöldi

Nú getur allt gerst

G

Vinir Sjonna Sigruðu hér heima. Komust áfram á elleftu stundu í forkeppninni í Düsseldorf og nú getur allt gerst hjá þeim í aðalkeppninni.

Gunnhildur er bjartsýn fyrir hönd íslenska lagsins og spáir því að það verði meðal tíu efstu laganna á laugardagskvöld.

daginn og hún hafi orðið mjög hissa þegar Ísland kom upp úr síðasta umslaginu. „Þegar búið var að telja upp helming laganna varð ég svartsýnni með hverri mínútunni og þegar tvö sæti voru laus var ég búin að útiloka þetta. Ég hélt að þau sæti væru bara frátekin fyrir Norðmenn og Tyrki.“ Gunnhildur segir röð flytjenda á laugardagskvöld vera Íslendingum í hag. Vinir Sjonna eru númer 21 í röðinni og stíga því á svið þegar keppnin verður langt komin. „Það er mjög gott vegna þess að þeir sem eru alveg búnir að fá upp í kok af öllum þessum dansatriðum finna bara ró með Íslendingunum og þægilega, kósí stemningu.“ Aðspurð hverja hún telji sigurstranglegasta segir Gunnhildur að vandi sé um slíkt að spá þar sem í raun standi ekkert lag upp úr, þannig lagað. „Það skiptir því rosalega miklu máli hvernig stemningin verður þarna um kvöldið. Og hvernig flytjendur ná til áhorfenda. Ég held ennþá að Frakkar geti unnið,“ segir Gunnhildur sem gerði þó helst ráð fyrir að Norðmenn færu alla leið og sigruðu, áður en þeir féllu óvænt út á þriðjudagskvöld.

Dagurinn er bara allt annar HELGARBLAÐ HELGARBLAÐ

Ota haframjölið er framleitt úr 100% sérvöldum höfrum sem eru flokkaðir, valsaðir og síðan ristaðir til að auka enn á bragðgæðin.

Hafragrautur úr Ota Solgryn er einfaldur og hollur morgunverður með háu hlutfalli af fjölsykrum, trefjaríkur og mettandi og dugar þér langt inn í daginn.

Ókeypis Ókeypis alla alla föstudaga föstudaga Ókeypis alla föstudaga

Bröns alla laugardaga og sunnudaga

Verð aðeins

1.795

með kaf fi eða te Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is

HELGARBLAÐ

ENNEMM / SÍA / NM45773

unnhildur Arna Gunnarsdóttir blaðakona hefur fylgst með Eurovision árum saman og flokkast ótvírætt sem sérfræðingur í þessari alþýðlegu fræðigrein. Hún var á staðnum þegar keppnin fór fram í Aþenu árið 2006 og í Ósló 2009 og veit því hvað hún syngur þegar Eurovision er annars vegar. Hún segir að staðan sé galopin eftir að Vinir Sjonna komust, nokkuð óvænt, áfram á þriðjudagskvöld. „Það er erfitt að segja en ég held að strákarnir geti komist langt á laugardaginn og ég held að við verðum alveg á topp tíu,“ segir Gunnhildur. „En ég er alltaf rosalega jákvæð fyrir Íslands hönd. Margir halda því fram að sagan í kringum lagið skipti svo miklu máli en ef það er rétt að fólkið í Evrópu fékk ekkert að heyra söguna vegna þess að kynnarnir duttu út, þá er sú kenning fallin og þess vegna held ég að lagið nái lengra en maður myndi annars ætla,“ segir Gunnhildur og vísar til tæknilegra örðugleika Þjóðverja á þriðjudag sem urðu til þess að kynnar keppninnar duttu út. Gunnhildur segist hafa verið búin að gefa upp alla von á þriðju-


38

viðhorf

Helgin 13.-15. maí 2011

Ísbirnir

Hagkvæmi, mannúðlegi og rökvillti Íslendingurinn

E

ftir að geirHvernig getur fuglinn komst það verið mannúð í útrýmingarað útrýma dýrahættu jókst áhugi stofni? Rökin með safnara á að stoppa og á móti þessum fuglinn upp. Verðaðgerðum f ljúga mæti hans jókst að um net- og fjölsama skapi. Þetta miðla en útkoman varð til þess að ender alltaf sú sama: Það er drepið. Ef anlega var gert út af það væri mannúð við stofninn. Í júní að drepa dýr sem árið 1844 drápu Íslifa v ið er f iðar lendingar síðustu tvo aðstæður í náttfuglana í Eldey. Það úrunni þá væri hefur eflaust verið sk a m mv i n n hagmannúð að útrýma kvæmni. fjölmörgum dýraÍris Ólafsdóttir teg u ndu m, svo Árið 2009 beind- rafmagnsverkfræðingur sem mörgæsum ist kastljósið að villiá Suðurskauts kindastofni í Tálkna milli Patreksfjarðar og Tálkna- landinu sem heyja mjög harða lífsfjarðar. Í áratugi hafði háfætt villi- baráttu. Það er hreinlega rökvilla féð staðið af sér áhlaup stórviðra að halda því fram að það sé rétt og manna. Af mannúðarástæðum að drepa dýr, sem lifa frjáls í náttvar villifénu smalað með þeim af- úrunni, af mannúðarástæðum. leiðingum að stór hluti stofnsins féll Ákafi margra í að drepa af hagfyrir björg og restinni var slátrað kvæmni- og mannúðarástæðum er í sláturhúsi KS. Kjötið flokkaðist það ofsafenginn að það má spyrja ágætlega og voru lömbin vel hæf til sig hvort atvinnulausum sé óhætt í manneldis. Þannig var verstfirska þessu landi. villikindastofninum útrýmt ­­– af Nú er hafið uppbyggilegt verkefni mannúðarástæðum. til að bjarga ísbjörnum sem villast Svo var það í síðustu viku að ís- hingað til lands; The Reykjavík Polbjarnargrey á þyngd við Íslending í ar Bear Project. Stefnan er að hægt stærri kantinum var skotið til bana verði að fanga dýrin lifandi og flytja af 30 metra færi á afskekktasta og þau á sérstakt svæði þar sem þau fámennasta útnára Evrópu. Það safna kröftum undir eftirliti fagþótti nauðsynlegt að drepa dýrið manna. Þegar ísbjörninn hefur náð vegna mikillar hættu sem af því heilsu er honum sleppt aftur í heimstafaði. Ekki var hægt að réttlæta kynni sín. Hvert dýr verður metið verknaðinn á þeim forsendum að sérstaklega og ef eitthvert dýranna dýrið væri sýkt svo að hinum og er of gamalt eða slasað má hugleiða þessum rökum hefur verið kastað að veita því áhyggjulaust ævikvöld fram til frekari réttlætingar. Nýj- í Húsdýragarðinum í Reykjavík. ustu rökin eru þau að Grænlending- Verkefnið virðist unnið í sjálfboðaar vilji ekki fá þessa birni því þeim vinnu og tekið er við styrkjum. hefur verið úthýst af ísbjarnaflokkn- Er annað hægt en að gleðjast yfir um. Væri þó ekki nær að láta reyna þessu? á það og leyfa náttúrunni að hafa En ætli hagkvæmniraddirnar fari sinn gang í stað þess að taka völdin ekki brátt aftur að syngja við blóðí okkar hendur og drepa – af hag- ugan undirleik. kvæmni- og mannúðarástæðum?

HNOTSKÓGUR grafísk hönnun

Ákafi margra í að drepa af hagkvæmniog mannúðarástæðum er það ofsafenginn að það má spyrja sig hvort atvinnulausum sé óhætt í þessu landi.

ATHYGLISVERÐ HÖNNUNARBÓK

Stútfull af hugmyndum og leiðbeiningum fyrir garðeigendur

Fæst í bókabúðum um land allt Einnig hægt að panta í síma 578 4800 og á www.rit.is

SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN

Lögreglan og friðhelgi

Í

Vandmeðfarið opinbert vald

Í Fréttatímanum í dag er upplýst að ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að taka fjölmiðla með sér í húsleitir hjá meintum sakamönnum, brýtur í bága við leiðbeiningar Ríkislögreglustjóra um samskipti lögreglu og fjölmiðla. Leiðbeiningarnar eru afgerandi: „Myndatökur og viðtöl fjölmiðla inni í húsum, einkaheimilum eða fyrirtækjum eru háð samþykki viðkomandi húsráðanda og lögreglu meðan lögregla fer með stjórn á vettvangi.“ Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur hins vegar hingað til ekki talið sig þurfa að fara eftir þessum leiðbeiningum. Í samtali við Fréttatímann vísaði hann til þess að þar sem dómsúrskurður um húsleit hefði legið fyrir hefði hann verið í fullum rétti til að heimila sjálfur veru fjölmiðla Jón Kaldal inni á heimilum fólks. Þessu er Ríkislögreglustjóri ósamkaldal@frettatiminn.is mála. Dómsúrskurðurinn skiptir ekki máli. „Lögregla verður að gæta grundvallarreglna um friðhelgi heimilis og einkalífs.“ Ekki verður annað séð en að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, sé kominn í verulega vond mál. Nú þegar er til meðferðar hjá dómstólum ein húsleit manna Stefáns í fylgd fjölmiðla og er hárra skaðabóta krafist. Sá málarekstur stöðvaði Stefán hins vegar ekki við að blása til annarrar fjölmiðlahúsleitar. Hún hefur líka verið kærð. Undarlegt verður að teljast að Stefán og hans lið hafi ekki kannað á hversu traustum ís þeir stóðu áður en þeir héldu uppteknum hætti. Jafnvel leikmanni með lágmarksþekkingu á stjórnarskránni má

vera ljóst að lögreglan er á heldur hæpnum slóðum þegar hún býður fjölmiðlum að taka myndir inni á heimilum fólks. Vissulega er það fínt efni fyrir okkur fjölmiðlana, en miður geðfelld meðferð á opinberu valdi. Einstaklingum er leyfilegt að gera hvaðeina sem ekki er bannað samkvæmt lögum, en aðgerðir þeirra sem fara með hið opinbera vald verða aftur á móti að hvíla á skýrum lagagrunni. Fjölmiðlahúsleitir Stefáns gera það ekki. Svo allrar sanngirni sé gætt er rétt að taka fram að Stefán hefur ekki verið forhertur í brotavilja sínum á leiðbeiningum Ríkislögreglustjóra. Mismunandi viðhorf hans og Ríkislögreglustjóra komu ekki fram fyrr en í kjölfar fyrirspurna Fréttatímans. Það var rannsókn blaðsins sem leiddi í ljós afgerandi sjónarmið Ríkislögreglustjóra í þessum efnum. Og eftir standa bæði embættin löskuð. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins fyrir það sem virðist vera freklegt rof á friðhelgi einkalífs og heimilis. Ríkislögreglustjóri fyrir að hafa látið óátalið að ekki væri farið að skýrum leiðbeiningum embættisins. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Fréttatíminn upplýsir um lausatök í eftirliti með því hvernig lögreglan hagar störfum sínum. Fyrir tveimur mánuðum sagði Valtýr Sigurðsson, þáverandi ríkissaksóknari, að embætti hans hefði ekki burði til að annast lögbundið eftirlit með símahlerunum lögreglunnar. Ástæðan var einföld, að sögn Valtýs. Embætti ríkissaksóknara hefur hvorki mannskap né fjármuni til að sinna eftirlitshlutverki á þessu sviði, né ýmsum öðrum, eins og því er ætlað. Afskiptaleysi og þetta-reddast-viðhorfið á sér djúpar rætur í íslenskri þjóðarsál.

Aðildarviðræðurnar við ESB Rýnivinnan er nauðsynlegur undanfari

Lognið á undan storminum

G

reiningu á samanburði á löggjöf Íslands og löggjöf Evrópusambandsins er að ljúka um þessar mundir eftir tæplega eins árs vinnu. Mikið hefur verið rætt og ritað um þetta ferli en stundum gleymst að geta þess sem mestu máli skiptir. Þessi nauðsynlegi undanfari eiginlegra samningaviðræðna hefur dregið fram í dagsljósið muninn á löggjöf Íslands og Evrópusambandsins. Reikna má með að stærstur hluti íslenskrar löggjafar hafi fallið eins og flís við rass að löggjöf Evrópusambandsins enda búið að vera að móta íslenska löggjöf nánast daglega í sautján ár með nýjum tilskipunum og reglugerðum frá Brussel í gegnum EESsamninginn. Í þeim tilfellum þar sem ósamræmi er í löggjöfinni, líkt og í sjávarútvegs- og byggðamálum, hafa samningamenn getað lyft flaggi og viðrað áhyggjur sínar. Þetta vinnulag var vel þekkt áður en umsókn Íslands var send til Brussel í júlí í fyrra. Flest ágreiningsmálin lágu einnig fyrir en það dró hins vegar ekki úr þeirri skyldu samninganefndanna að bera nákvæmlega saman löggjöf beggja aðila enda líklegt að eitt og annað hafi komið í ljós í þeirri rýnivinnu sem samningsaðilar höfðu ekki séð fyrir.

Umboðið er enn fyrir hendi

Umboð samninganefndar Íslands hefur verið dregið í efa en nefndin hefur skýrt umboð frá Alþingi, sem og samningsmarkmið til að vinna eftir sem byggist á nefndaráliti utanríkismálanefndar þar að lútandi. Þar er m.a. fjallað um hin stóru samningsmarkmið sem snúa að sjávarútvegi, utanríkismálum, landbúnaði, byggða- og umhverfismálum. Ýmsir stjórnmálamenn hafa viljað reyna að hafa áhrif á ferlið og

jafnvel stoppa það alveg en fyrir liggur meirihlutasamþykkt Alþingis um að sótt skuli um aðild. Það að hætta við umsóknina nú í miðri á væri eins og að segja að Alþingi hafi ekkert meint með f yrri ákvörðun sinni. Ef draga á umsóknina til baka þá hlýtur það að vera verkefni nýs Alþingis að undangengnum kosningum. Annað væri til þess fallið að rýra mjög trúverðugleika íslenskra stjórnvalda.

f yrir andstæðinga sem og fylgjendur aðildar inni á þingi, sama hvar í flokki þeir standa. Ef þetta er ekki tryggt mun skapast þrýstingur á stjórnvöld að tryggja algert gegnsæi og öflugt upplýsingaflæði til allra þingmanna, hagsmunaaðila og almennings og þá ekki bara þeirra aðila sem eru hluti af hinu formlega samningaKristján Vigfússon skipuriti. Annað væri aðjúnkt við viðskiptadeild Háafskaplega dapurt skólans í Reykjavík og forstöðuog ekki í anda fyrri maður Evrópufræða við skólann. stefnu sem meðal annars kemur fram í heildarskipulagi viðræðna sem gerir ráð fyrir mikilli aðkomu Alþingis Það er komið að stjórnmálaog utanríkismálanefndar.

mönnunum

Þeir stjórnmálamenn sem eru óþreyjufullir og klæjar mikið í fingurna að komast að þessu ferli og hafa áhrif á það ættu að geta fagnað nú þegar hinar eiginlegu samningaviðræður hefjast í næsta mánuði og ferlið færist upp á næsta stig. Þá verður tekist á um pólitík, hugmyndafræði og almenn lífsgildi og þá er eðlilegt að stjórnmálamenn fái aðgang að ferlinu. Þá ættu allir þeir stjórnmálamenn sem skoðun hafa á inngöngu Íslands í Evrópusambandið að geta látið ljós sitt skína og tekið afstöðu til efnislegra þátta sem eru til umfjöllunar í samningaviðræðunum. Þetta byggist reyndar á þeirri nauðsynlegu forsendu að stjórnarandstöðuþingmenn muni hafa sama aðgang að samningaviðræðunum og stöðu þeirra og stjórnarþingmenn og ráðherrar. Þetta er afskaplega mikilvægt bæði

Lognið á undan storminum

Þegar efnislegar viðræður hefjast í júní munu stjórnarliðar þurfa að koma sér saman um nákvæmar útfærslur á samningsmarkmiðum. Þá skapast tækifæri, sérstaklega fyrir andstæðinga aðildar, til að reyna að hafa áhrif á samningsniðurstöðuna. Hvort stjórnarliðar sem eru á móti aðild munu vilja sjá sem hagstæðastan samning fyrir Íslands hönd eða samning sem er óásættanlegur og yrði þá örugglega felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu, á eftir að koma í ljós. Það er því margt sem bendir til þess að innri átök Íslendinga sjálfra muni jafnvel verða fyrirferðarmeiri í samningaviðræðunum sem fram undan eru heldur en átökin við Evrópusambandið um samningsniðurstöðu. Hugsanlega er rýnivinnan eingöngu lognið á undan storminum.

Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


 Vik an sem var Menntað einveldi er lausnin „Forsetinn frábiður sér afskipti“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti frábað sér afskipti forsætisráðuneytisins af því að settar yrðu siðareglur fyrir forsetaembættið. Hann virðist hafa álitið slíkt rakalausa tilraun til íhlutunar í samskipti forsetaembættis og Alþingis. Krosstré brotna eins og aðrir raftar ... „Segir forseta hafa brotið lög“ Umboðsmaður Alþingis telur að skrifstofa forseta Íslands hafi brotið lög við ráðningu umsjónarmanns á Bessastöðum. Þegar starfið var auglýst var krafist meiraprófs til að aka bíl. Sá sem var ráðinn í starfið hafði ekki slíkt próf en tveir umsækjendur sem höfðu þetta próf kvörtuðu til umboðsmanns. ... og allra bestu þagna líka kjaftar „Bað kýrnar afsökunar“ Þingmaðurinn Þráinn Bertelsson segist á Facebook-síðu sinni hafa beðið íslenska kúastofninn afsökunar á því að hafa tengt hann fasisma. Þráinn kallaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokks, bæði kúlulána- og íhaldsbelju og íhalds- og fasistabelju ... Það er gott að búa í Kópavogi „Leoncie flytur aftur til Íslands“ Söngkonan Leoncie setti svip sinn á samfélagið á meðan hún bjó á Íslandi. Hver man ekki eftir laginu Ást á pöbbnum sem naut mikilla vinsælda? Árið 2004 fluttist hún frá Íslandi. Nú hefur hún ákveðið að flytja aftur til Íslands og planið er að kaupa húsið af tengdaforeldrunum í Kópavogi. Þeir gera ekki annað á meðan „Mega skoða tölvupóst starfsmanna“ Vinnuveitendum er heimilt að skoða tölvupóst starfsmanna. Það er ekki á vísan að róa „Frávísunarkröfu vísað frá“ Frávísunarkröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Kristínar systur hans og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs, var vísað frá dómi. Hvaða hógværð er þetta? „Sigríður verður ekki á tvöföldum launum“ Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari og saksóknari Alþingis, hefur óskað eftir ... að laun vegna starfa hennar fyrir Alþingi verði lækkuð ... Sigríður var kjörin saksóknari Alþingis í október. Hún var svo skipuð ríkissaksóknari frá 1. maí. Hún hyggst gegna báðum embættum samhliða en ætlar að fara fram á að hún fái ekki greitt að fullu tvöföld laun.

Sumarið er komið!

Má bjóða þér landslagsráðgjöf?

bmvalla.is

Ráðgjöfin ásamt tölvuteikningu er þér að kostnaðarlausu. Hafðu samband við sölufulltrúa okkar og pantaðu tíma.

BM Vallá ehf. Bíldshöfða 7 110 Reykjavík Sími: 412 5000 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is

Happdrætti Allir sem nýta sér landslagsráðgjöf og kaupa í kjölfarið efni til framkvæmda hjá BM Vallá fara í pott og geta unnið ferð til London fyrir tvo. Gildir út árið 2011. Komdu til okkar og fáðu hugmyndir fyrir garðinn þinn.

PIPAR\TBWA • SÍA • 111240

Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitekt okkar, veitir viðskiptavinum ókeypis ráðgjöf og aðstoð við mótun hugmynda og útfærslu.


40

viðhorf

Helgin 13.-15. maí 2011

Athugasemd við grein Jóns Sigurðssonar

Þjóðhyggja, þjóðerniskennd og fánahylling

Í

síðasta tölublaði Fréttatímans birtist grein eftir Jón Sigurðsson þar sem hann gerði athugasemdir við skrif Gunnars Smára Egilssonar á matarsíðu Fréttatímans 29. apríl 2011 og telur að Gunnar Smári hafi snúið öllu skakkt í grein sinni um „þjóðernishyggju“ og hrært öllu saman í misskilningi og hroka. Ekki mun ég blanda mér í mál þeirra Gunnars Smára en um grein Jóns má segja að oft kvikni mikið bál af litlum neista. Jón Sigurðsson fjallar um þjóðhyggju og þjóðerniskennd og deilir mönnum í hina góðu og hina slæmu. Þegar kemur að ESB, Evrópusambandinu, eru það hinir góðu þjóðhyggjumenn smáþjóða um alla Evrópu sem eru áhugasamir þátttakendur í stofnunum ESB. Á þeim vettvangi er sífellt leitað sameiginlegra lausna í áföngum (eins og það sé svo eftirsóknarvert?). Við Jón getum verið sammála að hluta til um þjóðhyggju en þar skilur leiðir því hann telur að eðlilegt framhald og niðurstaða sé að ganga í ESB. Aftur á móti lít ég svo á að vegna þjóðhyggju beri Íslendingum að setjast í Hliðskjálf og horfa um veröld víða og hafa heimssýn, eiga menningarleg og viðskiptaleg samskipti við þjóðir hvar sem er í heiminum á jafnréttisgrundvelli. En þá er komið að síðustu máls-

full virðing af hálfu grein í skrifum Jóns áhorfenda. Sigurðssosnar, sem Aldrei hefur verið vísar til flokksþings talað um pólitíska Framsóknarmanna í fánahyllingu áður, síðasta mánuði. Þar en ef þessi setning á segir Jón eftirfarandi: að höfða til þess að „Sérhver þjóð þarf á því flokksstjórnin hafi að halda að eiga sér arf ákveðið fánahyllog stofnanir, minningar inguna þá væri með og markmið sem vekja sama hætti hægt að henni stolt og metnað. segja að Jón SigurðsÞjóðin á rétt og kröfu son hafi gert það en á slíku. En allt er þetta hvort tveggja er þvæla líka misnotað stundum. enda tek ég einn Þá grípa óvandaðir Hörður Gunnarsson mínar ákvarðanir um menn til pólitískra heiðursfélagi í Glímusambandi sýningarnar og þar fánahyllinga í sjálfÍslands og á sæti í miðstjórn koma engir til áhrifa. hverfri þörf fyrir Hver getur þá dýrð og hópsefjun á Framsóknarflokksins. Hörður verið ástæða þessara háværum flokksþing- stóð fyrir glímusýningu og fánahyllingu á nýafstöðnu skrifa? Einn ágætur um.“ (Feitletrun höfkaffifélagi taldi að undar.) Þessi setning flokksþingi framsóknarmanna. skýringin væri að er með ólíkindum og menn væru sumir hverjir ekki búnir verður henni ekki látið ómótmælt. að jafna sig eftir hina ákveðnu, skýru Í meira en hálfa öld hef ég staðið og hógværu samþykkt flokksþingsins fyrir og stjórnað sýningum á þjóðaríum Evrópumál. Þessi skýring getur þróttinni, glímu, og fornum leikjum. verið jafn góð og hver önnur. En hvort Hefur íslenski fáninn að jafnaði verið sem þessum feitletraða samsetningi með í för og sýningar hafist á fánahefur verið beint til mín persónulega hyllingu og lokið á fánakveðju. Þetta eða til flokksforystunnar þá vísa er eðlilegur rammi um menningarég þessu til föðurhúsanna og trúi arfinn. tæplega að okkar fyrrverandi leiðtoga Á þessum tíma hafa átt sér stað hafi verið sjálfrátt að setja þetta á blað fleiri hundruð sýningar, líklega á en alveg er ljóst að prófarkalestur annað þúsund, og leyfi ég mér að fullyrða að ávallt hafi fánanum verið sýnd hefur brugðist.

34x34

F

HELGARPISTILL

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

ATKVÆÐAGREIÐSLA Atkvæðagreiðsla um nýgerðan kjarasamning Landssambands íslenzkra verzlunarmanna og Samtaka atvinnulífsins er hafin hjá aðildarfélögum LÍV. Kjörgögn hafa verið send til félagsmanna.

F í t o n / S Í A

Nánari upplýsingar um framkvæmd kosninga eru á heimasíðum félaganna og heimasíðu LÍV, www.landssamband.is

Nei eða já? Rafræn atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um nýgerðan kjarasamning VR og SA er hafin og stendur til kl. 12:00, 25. maí. Nánari upplýsingar um samninginn og atkvæðagreiðsluna er að finna á heimasíðu VR, www.vr.is

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

Virðing Réttlæti

Teikning/Hari

Hvetjum alla félagsmenn til að nýta atkvæðisrétt sinn og kjósa.

Fatabúðir eru nauðsynlegar því öll þurfum við flíkur á kroppinn. Sumum þykir gaman að kíkja í búðir, skoða föt, handleika og bera saman við það sem fæst annars staðar. Aðrir hafa ekki sama yndi af búðarápinu. Ég er í seinni flokknum, fer ekki nema tilneyddur og reyni að vera fljótur. Í þessum efnum treysti ég talsvert á konu mína. Hún veit stærðina á karlinum og kaupir stundum á hann bol og skyrtu þegar henni finnst nóg komið. Það er einkar leiðinlegt að máta, loka sig inni í klefa sem varla er meira en fermetri að flatarmáli, og troða sér þar í aðskiljanlegar tuskur. Enn verra er að bíða með klæðin á handleggnum eftir öðrum körlum sem þegar fylla mátunarklefa verslunarinnar, horfa á þá koma út, sperra sig fyrir framan spegil, sjá þá draga inn bumbuna fyrir framan konur sínar sem hafa úrslitavald um hvort kaupa skal eður ei. Ef konan segir nei fara karlarnir inn aftur, smeygja sér í nýtt fat og sýna frúnni í þeirri von að hún samþykki. Konur ráða þessu á endanum, eins og flestu öðru. Segi þær að ákveðinn litur fari eiginmanninum ekki er ólíklegt að hann skarti þeim lit. Þyki konu karl sinn helst til ósmekklegur í fatavali spyr hún einfaldlega hvort hann ætli að ganga um eins og skreytt jólatré. Ég get tekið undir með Páli Magnússyni, að ég hafi einfaldan smekk og velji aðeins það besta. Því hef ég lengst af gengið í gallabuxum og skyrtu – og skóm sem ekki þarf að reima. Einfaldara getur það ekki verið. Um hríð, eftir að ákveðinn titill hafði bæst við starfsheitið, taldi ég tilhlýðilegt að hengja á mig bindi og jakka utan yfir. Ég hætti því fljótt. Bindi eru óþægileg, herða að hálsi og þvælast fyrir. Jakki er ekkert annað en útivistarfatnaður. Ég fellst á slíkan búnað á jólum og við helstu kirkjulegar athafnir, annars ekki. Skást þykir mér að kaupa á mig föt í útlöndum. Þá er hægt að fara í sérverslanir, velja líklegan klæðnað, máta, ákveða, borga og fara út. Þar, eins og hér, er samt vissara að hafa konuna með. Samþykkið verður að fást, ella verður klæðið dæmt ónothæft til allrar frambúðar. Tækifærið nýtti ég á dögunum þegar við skutumst af landi brott. Ég nefndi við frúna að mig vantaði gallabuxur. Þessi fróma ósk kom konu minni ekki á óvart. Ég hafði orðað þetta annað slagið undanfarin misseri án þess að gera neitt í því. Þótt konur séu flinkar í búðum geta þær trauðla keypt buxur á karla sína. Þær þarf að máta svo sjá megi hvernig þær fara um lendar og hupp. Það þurfti ekki að segja konunni tvisvar að fara með mig í gallabuxnabúðina. „Þú þarft 34x34,“ sagði hún. Satt best að segja undraðist ég þessa ofurþekkingu hennar á stærð minni en þarna mun átt við tommur, lengd buxnanna og mittismál. Sjálfsagt er þetta frá Ameríku komið, eins og allt annað sem tengist gallabuxum. „Heldurðu að það geti verið að lengdin sé sú sama og


118

ENNEMM / SÍA / NM46407

mittismálið,“ sagði ég og benti konunni á að enn væri ég tiltölulega grannur og fallegur í laginu. „Ætli ég fari ekki nokkuð nærri um það, minn kæri,“ sagði konan. „Má ég benda þér á,“ bætti hún við, „að þegar við hófum sambúð fyrir löngu var buxnalengdin þín 34 tommur, rétt eins og núna, en mittismálið 31 tomma. Þú varst eiginlega eins og kústskaft.“ „Ég er nú fjögurra barna faðir, einhvers staðar hlýtur slíkt að sjást,“ sagði ég. Sú staðreynd virtist ekki hafa mikil áhrif á konuna þar sem hún stóð við rekkann og fletti í gegnum buxnabunkana. „Þú verður að prófa þessar,“ sagði hún og rétti mér buxur. Lengdin var að sönnu 34 en mittisnúmerið aðeins 33. „Ég finn engar 34x34,“ sagði konan. „Það getur ekki verið, ég er í standard-stærð glæsimenna, hoj, slank og velvoxen,“ sagði ég og sló um mig á prentsmiðju-dönsku. „Mátaðu þær,“ sagði konan og gaf ekkert eftir. Ég hlýddi, fann klefa, hengdi gömlu buxurnar á snaga og brá mér í þær nýju, 34x33. Síddin var fullkomin en verr gekk með mittið. Það var sama hversu ákveðið ég dró inn kviðinn, útilokað var að ná strengnum saman. Eitthvað hafði ég þroskast frá því að við hjónin hófum sambúðina. Raunar sá ég ekki að tomma til viðbótar hefði breytt neinu. „Þetta passar ekki,“ sagði ég um leið og ég steig út úr klefanum. „Nei, mig grunaði það, en það sakaði ekki að reyna,“ sagði konan sem gert hafði þessa tilraun á eiginmanni sínum, kústskaftinu fyrrverandi. „Getur það verið að þessi bjór sem ég fékk mér í hádeginu hafi skipt sköpum?“ sagði ég og gjóaði augunum á konuna. „Þú veist hvernig bjór sest á mann.“ Konan svaraði þessi engu en rótaði áfram í bunkanum. „Það er svo undarlegt,“ sagði hún, „að ég finn engar í réttri stærð fyrir þig. Við verðum að athuga þetta annars staðar.“ „Gleymum þessu í bili,“ sagði ég, „förum út í sólina og gerum eitthvað annað en að máta.“ Ég var raunar til í annan bjór, fyrst við vorum í fríi, og sá ekki að það breytti neinu varðandi mittismálið, svona úr því sem komið var. Ég nefndi samt ekki við konuna að mittisstærðin gæti hugsanlega verið önnur en sú sem við vorum að leita að, en það kemur víst í ljós síðar – þegar við finnum 34x34.

ja.is

Símaskráin

Stórskemmtileg útgáfuhátíð! Útgáfuhátíð Símaskrárinnar er á morgun, laugardag, í Smáralind kl. 14, fyrir framan Hagkaup. Gillz sýnir sig, Gerplustelpurnar verða að sjálfsögðu á svæðinu og árita fyrstu eintökin. Kíktu við og nældu þér í eintak af Símaskránni sem er hrikalega mössuð og stútfull af alls konar upplýsingum.

-er svarið

gerir grillmat að hreinu lostæti! handhæga r umbúðir


42

fasteignir

Helgin 13.-15. maí 2011

Seldu húsið þitt strax! Allt innifalið! Enginn aukakostnaður! Auglýsum húsið þitt allsstaðar! HAFÐU SAMBAND STRAX! Bóas er í síma 699 6165 og Axel í síma 770 6666

Bóas Ragnar Bóasson

Grófarsmári 201 Kóp

Parhús Mjög gott 237,5 m2 parhús á tveimur hæðum með innbyggðum 24,4 m2 bílskúr Aukaíbúð í kjallara Glæsilegt útsýni

v. 57,0m

Axel Axelsson

Skeljanes 101 Rvk Sjarmerandi 3ja herb Í fallegu reisulegu timburhúsi Eftirsóttur staður Góð bílastæði

v. 25,9m

Bólstaðarhlíð 105 Rvk 60 ára og eldri

Hljóðalind 201 Kóp Mjög gott raðhús

3ja herb. 85 m2 á 6. hæð Glæsliegt útsýni Öflugt félgsstarf Virkur þjónustukjarni

141,2 m2, 3 svefnherbergi Góður afgirtur pallur Innbyggður bílskúr Vinsælt hverfi

v. 22,7m

v. 39,9m

Skipholt 201 Kóp Góð 3ja herb

Veghús 112 Rvk Falleg 2ja herb

2. hæð Bílskúr Mjög miðsvæðis

Vel skipulögð íbúð á jarðhæð Snyrtilegt fjölbýli 66,8 m2 með útgangi út á verönd

v. 22,9m

v. 19,9m

Birtingakvísl 110 Rvk Raðhús

Smárarimi

Einstaklega vandað og vel skipulagt raðhús 214 m2 með bílskúr Möguleiki á 5 svefnherb.

Fallegt einbýli á hornlóð Botnlangagata Frábært skipulag Glæsilegt útsýni

112 Rvk Einbýli

Við leitum að ... ... hæð eða raðhúsi fyrir ákveðinn viðskiptavin. Eignin má kosta á bilinu 30-40 milljónir. - Nánari upplýsingar veitir Óskar R. Harðarson í síma 661-2100.

... einbýli eða raðhúsi í Gvendargeisla. - Nánari upplýsingar veitir Þröstur Þórhallsson í síma 897 0634.

... 4ra til 5 herbergja íbúð eða hæð á Seltjarnarnesi. Eignin þarf að vera í það minnsta 150 m2 og helst á efstu hæð og lyfta. Að lágmarki 2 svefnherbergi og góðar stofur. - Nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason í síma 822 2307.

... 3ja herbergja íbúð á jarðhæð eða lyftuhúsi á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verra ef lán geta fylgt. - Nánari upplýsingar veitir Atli S. Sigvarðsson í síma 899 1178.

... stóru einbýli í 101, 108, 170 eða 210. Leita að í það minnsta 400 m2 góðu húsi í ofangreindum póstnúmerum. Skilyrði að í húsinu séu góðar stofur. Um er að ræða bein kaup og trausta greiðendur. - Nánari upplýsingar veitir Ragna Óskarsdóttir í síma 892 3342.

... sérbýli rað-, par- eða einbýlishúsi í Linda eða Salahverfi. - Nánari upplýsingar veitir Atli S. Sigvarðsson í síma 899 1178.

v. 45,0m

... 4ra herbergja íbúð í Áslandi, Norðurbæ/Miðbæ Hafnarfirði. - Nánari upplýsingar veitir Davíð Jónsson í síma 697 3080.

v. 54,9m ... stórri íbúð í Suðurhlíðum.

- með þér alla leið -

www.miklaborg.is Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími: 569 7000 Óskar R. Harðarson og Jason Guðmundsson, löggiltir fasteignasalar

Eignin þarf að vera í það minnsta 150 m2 og helst á efstu hæð og lyfta. Að lágmarki 2 svefnherbergi og góðar stofur.


fasteignir 43

Skeifan fasteignasala

skeifan .is

Starfandi í yfir 25 ár!

FÖST LÁG

SÖLUÞÓKNUN Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is

Sigurður Hjaltested

Magnús Hilmarsson

Löggiltur fasteignasali Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is

Sölumaður Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is

VIÐ VERÐUM VIÐ SÍMANN ALLA HELGINA! EF ÞÚ ÆTLAR AÐ SELJA, HAFÐU SAMBAND STRAX! HVAÐ KOSTAR AÐ SELJA ÞÍNA FASTEIGN? Reiknaðu dæmið sjálf(ur)

Aðrar fasteignasölur, raundæmi: Aðr Söluverð á eign Söluve

(t.d. skoðunargjald, umsýslukostnaður o.fl.)

(Kr. 0 til 50.000,- mismunandi eftir fasteignasölum)

Fast verð án vsk. Vsk. (25,5%) Samtals PIPAR\TBWA PIPA P R\T \ BWA W • SÍA • 110481

20.000.000

0 - 60.000.000 Söluverð á eign 238.960 Söluþóknun óháð verði íbúðar 0 Ýmis söluþóknunargjöld

238.964 60.936 299.900

Söluþóknun (Kynntu þér mismunandi prósentur) Ýmis söluþóknunargjöld

1,7%

340.000

30.000.000 2,0%

600.000

40.000.000 2,25%

900.000

10.000

25.000

30.000

350.000

625.000

930.000

89.250

159.375

237.100

Samtals

439.250

784.375

1.167.150

ÞÚ SPARAR:

139.350

484.475

867.250

Samtals án vsk. Vsk. (25,5%)

Verð miðast við einkasölu

Sími 568-5556 www.skeifan.is

Skeifan fasteignasala / Suðurlandsbraut 46 / 108 Reykjavík / Sími: 568-5556 / Fax: 568-5515 / skeifan@skeifan.is

%


44

bækur

Helgin 13.-15. maí 2011

Sláttur á toppnum

Mikilvægur vettvangur Hugrás er vefur Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og þar birtast sífellt nýjar greinar, stuttar og langar, beintenging inn á fyrirlestra, umræða, virk og mikilvæg samfélagsumræða um margt sem er á seyði innan höfuðskelja þeirra á Melunum og í samfélaginu sem hýsir þá, fæðir og klæðir, veraldlega og andlega. Fyrri tilraunir til að koma á legg sívirkum vef um menningarástandið hafa reynst fallvaltar: Daufleg er vistin í Kistunni og tekur því varla að líta ofan í i hana lengur. Pressan, Eyjan og Vísir eru víst opin rit en byggja mest á tilleggi pólitískra þrasara. í Smuguna koma stöku sinnum merkileg skrif en hægri vængurinn er fátæklegur af umræðu um annað er pólitíska andstæðinga. Því er bjart yfir Hugras.is og vonandi vænkast hagur hennar svo að hún nái hylli umfram hina vefina alla sem eru flestir keyrðir áfram af slúðri en ekki umræðu málsmetandi manna. -pbb

 Sláturtíðin Sundurslitnir búk ar

Oft vilja ljóðabækur fara lágt; einyrkjaútgáfan ræður ekki við að koma verkum á framfæri í fjölmiðlum. Lággróður í ljóðagarði fer því oft lágt, en mörg smáblóm í þeim garði eru yndisleg og minnisstæð þeim sem rekur í þau augun. Fimm ljóðakver komu út nýlega. Eitt þeirra stendur fyllilega undir bókarheiti: Höfuð drekans á vatninu eftir Guðbrand Siglaugsson, hans ellefta ljóðabók, nær hundrað síður. Hún kemur út á forlagi Uppheima en auk hennar sendu þeir á markað þrjú önnur ljóðakver: Blinda fiska Magnúsar Sigurðssonar, Marlene og ég er heiti ljóðakvers Gunnars M. G., Kafbátakórinn er fyrsta safn ljóða myndlistarkonunnar Steinunnar G. Helgadóttur sem í vetur vann Ljóðstaf Jóns úr Vör. Þá kom fyrir skömmu út hjá Veröld Mávur ekki maður eftir Ásdísi Óladóttur. Snöggur kippur í útgáfu ljóðabóka bendir til að bókaútgáfur, alla vega sumar, ætli sér ekki að láta ljóðið hverfa inn í endurútgáfur heildarsafna liðinna höfunda, heldur rækta Kafbátakórinn er ein af nokkrum nýnýgróður. -pbb legum athyglisverðum ljóðabókum.

 Bók ardómur Eldur niðri eftir Har ald Sigurðsson

Blóðugasti krimminn í ár Í auglýsingatímum útvarpsstöðva nna er lesendum lofað blóði og gori, líkamsleifum, sundurslitnum búkum og misþy r mdum. Einkanlega eru kvenlíkamar taldir kostaefni í sláturtíð krimmahöfundanna. Eftir nokkuð langa tíð verður skyldulesning þeirra sem vinna við að fylgjast með nýútkomnu lesefni til afþreyingar almenningi æ ógeðslegri og torlesnari. Og svo fer á endanum að lesandanum fer að þykja nóg komið. Ekki það að heimurinn sé alltaf fagur. Langur leslisti á borðum mínum hefur á liðnum vetri snúist um stríðsárin seinni, bæði skáldsögur sem komu út úr þeim hildarleik sem og sagnfræðirit sem rekja stríðsvélina, þó einkum slóð herjanna. Þar er fátt fallegt í spörum lýsingum á grimmdinni og þöggun, sem um langan aldur hefur þótt tilhlýðileg um framgöngu herjanna sem tókust á, er að verða máttlítil. Skitan sem hrjáði innrásarherinn er loksins viðurkennd, hungursneyðin sem fangar hernámsliðs Breta í Þýskalandi máttu þola var skipulögð hefnd. Enginn her var harðari í nauðgunum er her Frakka á Þýskalandssvæðinu, þótt Rússar hafi líka unnið skipulega með þá smánarbeitingu. Og þannig má lengi telja. Hvað er það sem veldur hinni miskunnarlitlu útmálun sundrungar líkamans sem orðin er fastur fylgifiskur sakamálasögunnar sem víða um lönd heldur sínum fasta sessi en hefur hér á landi verið í miklum uppgangi svo að engu er líkara en það sé orðið helsta kappsmál stærstu útgefenda landsins að selja slíkar bókmenntir?

Hildur Knútsdóttir kemur til leiks með stæl inn í íslenskan bókmenntaheim með sína fyrstu bók, Slátt. Hún situr í efsta sæti kiljulista Eymundssonar og því öðru á aðallistanum.

Ljóðakverabylgja

Langförull leitar heima Ævisaga Haralds Sigurðssonar eldfjallafræðings, Eldur niðri, sem kom út fyrir skemmstu, reynist vera margt í senn: trúverðug persónu- og þroskasaga, spennandi leiðangur um fjarlægar slóðir við háskalegustu eldstöðvar heimsins og fróðlegt inngangsrit um þróunarsögu rannsókna í jarðfræði á nær hálfrar aldar tíma.

Hvað veldur því að kurteist og vel alið og menntað millistéttarfólk leggst hiklaust á þá sveif að gera afskræmingu líkama barna, kvenna og karla að þungamiðju í efnistökum? Við því eru vafalítið nokkur svör: Lesefnishöfundar eru að elta kvikmyndir og sjónvarpsefni sem um nokkurt skeið hefur kostað meira í útmálun á líkamsleifum en fyrr þótti boðlegt; skörin er farin að færast upp í bekkinn. Þar var færni leikmunadeildanna orðin meiri með nýjum efnum úr plastmótun, leifarnar urðu fastari fyrir og þoldu meira hnjask í framkvæmd verkanna fyrir kvikmyndavélinni. Í sögufléttunni, sem er löngu stöðluð og fylgir fastri formúlu, var þörf á nýmeti og hvað var betra en illa farið lík, helst maðkað? Þetta varð sakamálasagan að toppa. Hömluleysi í þessum efnum vísar á kaldari afstöðu sem nú á tímum getur ekki skotið sér á bak við þekkingarskort. Og sú aukna þekking hlýtur að marka okkur á fleiri sviðum, gera okkur daufari fyrir raunverulegri ógnum. Eins og dæmin sanna í styrjöldum víða um hnöttinn sem við jafnvel gerumst staðfastir þátttakendur í. Mildi og réttlæti verður í því samhengi hjóm eitt. -pbb

Haraldur Sigurðsson.

meistaranám

í viðskiptafræði • maBi | stjórnunarreikningsskil og viðskiptafærni • maCC | reikningshald og endurskoðun • mBa • mCF | fjármál fyrirtækja • msim | fjárfestingarstjórnun • msc í alþjóðaviðskiptum • msc í OBtm Organisational Behaviour and talent Management

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ

 Eldur niðri

www.hr.is

Haraldur Sigurðsson 336 bls. Eldfjallasafn í Stykkishólmi 2011

E

ldur niðri er í stóru broti, ríkulega myndskreytt, fallega umbrotin, ekki prentvillulaus. Í henni er nokkuð um endurtekningar en það skyggir ekki á ánægju lesandans. Haraldur er skorinorður og víða hreinskiptinn, rekur að íslenskum sið sögu forfeðra sinna, segir ítarlega af bernskuhögum sínum og hvernig líf hans tók óvænta stefnu. Sá sem olli rýrnun í verslun kaupfélagsins þar sem Sigurður faðir hans var í nær tvo áratugi kaupfélagsstjóri, hefur ekki getað séð fyrir að hnuplið leiddi til þess að Haraldur fluttist suður með fjölskyldunni á tímamótum, sótti aðkomumaður félagsskap í skátahreyfinguna, fór á hennar vegum á alþjóðlegt skátamót og öðlaðist þar kjark til að fara vestur um haf sem skiptinemi. Þaðan lá svo leiðin í jarðfræði og framhaldsnám í Belfast. Það er merkilegt að þeir feðgar voru báðir andstæðingar hers á Íslandi, báðir unnu á Vellinum, Haraldur vann lengst af sinn feril vestanhafs. Hann er í fleiri en einum skilningi á tímamótum ungur maður: Íslenskir jarðvísindamenn eru teknir að gera sig gildandi og taka við forræði erlendra manna í rannsóknum

á eldfjallaeynni. Haraldur dregur enga dul á að hann fórnaði ýmsu fyrir frama í vísindagrein sinni; fjölskyldu og nú, þegar hann er kominn heim aldraður, þekkja fáir til verka hans hér nema þeir sem innvígðir eru í hans heim. Þó er hann líklega stærsta nafnið á alþjóða vettvangi í rannsóknum á jarðvísindum. Bók hans verður, er á líður, miklu meira en æsandi persónuleg saga af fjarlægum stöðum, spennandi ævintýrum og einkahögum: Hér má lesa skrykkjótt í gegnum starfsvettvang Haraldar framþróun jarðvegsvísinda. Allt er þar tilgreint af áfergju og brennandi áhuga sögumannsins á efni sínu, smitandi áhuga. Haraldur slær þannig margar flugur í einu höggi: Lesandinn stígur inn í heim sem gleypir, við skiljum ferilinn, framann og forvitnina, tökum í hönd sögumannsins og látum hann glöð leiða okkur áfram. Þrátt fyrir að Haraldur hafi marga hildi háð verður ævisagan aldrei grobbkennd eins og oft vill verða. Hann er djarfur til rannsókna, hefur sýnilega snemma náð tökum á ameríska styrkjakerfinu sem leiðir hann í margar deildir jarðar. Lýsingarnar eru spennandi, upp reis gamall andi drengjabókanna. Svo er hann ofan í kaupið gæfumaður, vel kvæntur oft og eignaðist snemma tvær glæsilegar og vel gerðar dætur. Margar sögur af þessum toga skortir hinn fræðilega grunn sem okkur er hér gefinn og við tökum glöð við af einskærri forvitni. Hitt er enn sjaldgæfara að höfundur nái að draga saman niðurstöðu: Kominn heim á bernskuslóðir gefur Haraldur safn sitt af listaverkum og ritum til okkar allra og megnar síðan að reisa lítið safn í Hólminum þar sem hann hljóp um götur strákur. Og hann hneigist til að veita okkur hlutdeild í lífssýn sinni; víðsýni og góðvilji reynast sá eldur sem býr undir og hann leiðbeinir okkur um stórt og smátt undir það síðasta. Dæmið af honum verður þannin sönnun þess að menn rata heim og geta kennt okkur af meiri visku en þeir sem sátu heima.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


Er heimilið örugglega öruggt? Fáðu ráðgjöf og tilboð hjá Trausta öryggisráðgjafa

á oryggi.is

PIPAR\TBWA • SÍA • 110742

Góð ráð frá Trausta á facebook.com/oryggi

Á oryggi.is getur þú með einföldum og fljótlegum hætti fengið vandaða öryggisráðgjöf og tilboð í öryggiskerfi sem hentar þínu heimili eða sumarhúsi. Kíktu á Trausta öryggisráðgjafa á oryggi.is og láttu hann ráðleggja varðandi kerfi og gera þér verðtilboð.

Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn

Heimaöryggi

Sumarhúsaöryggi

Öryggishnappur

Öryggisvörur

Öryggisgæsla


46

matur

Helgin 13.-15. maí 2011

 Að spila br auð á upprunaleg lyftiefni

Hleifur slær í gegn Á Vesturlöndum hafði súrdeigsbakstur einangrast innan norðlæga rúgbeltisins á áratugunum eftir seinna stríð. Rúgur inniheldur ekki glúten eins og hveiti og því virkar hefðbundið bakarager ekki á rúginn. Til að lyfta rúgbrauði er því annað hvort notað lyftiduft og matarsódi, eins og í íslensku seyddu rúgbauði, eða þá súrdeigi; eins og í dönsku rúgbrauði og þýskum brauðum á borð við pumpernickel. En þegar Bítlarnir komu fram á sjónarsviðið var annar súrdeigsbakstur svo til útdauður á Vesturlöndum. Á þessu var þó ein mikilvæg undantekning; San Francisco og nágrenni. Fólksflutningarnir vestur um haf áttu sér stað áður en bakara-

Lionel heitinn Poilâne endurskapaði franska súrdeigshleifinn í bakaríi föður síns um 1970 og gaf þar með tóninn fyrir endurvakningu brauðbaksturs víða um heim og ekki síst á vesturströnd Bandaríkjanna.

gerið tók yfir súrdeigið í Evrópu og því fluttu landnemarnir með sér kunnáttu í súrdeigsbakstri. Og af einhverjum ástæðum – menningarlegum eða vegna loftslags við flóann – tókst ekki að eyða súrdeigshefðinni í San Fancisco. Við þennan flóa er háskólabærinn Berkeley þar sem Alice Waters opnaði Chez Panisse árið 1971. Þetta þrennt – áhugi Alice á staðbundnu hráefni og hefðbundnum aðferðum, sérstök brauðhefð við San Francisco-flóa og menntaður jarðvegur háskólasamfélagsins – varð forsendan fyrir endurvakningu súrdeigsbaksturs þar vestra. En þetta gerðist hægt. Árið 1971 var Alice

Waters áhrifalaus sérvitringur. Það var ekki fyrr en áratug seinna sem hún sló rækilega í gegn, og enn síðar sem innanhússbakari hennar stofnaði Acme-bakaríið í San Francisco sem verður í dag að teljast áhrifamesta bakarí Bandaríkjanna. En á sama tíma og Alice var að byggja upp veitingahús sitt var Lionel Poilâne að taka við bakaríi föður síns á vinstri bakka Signu. Lionel var hugfanginn af gerjun sem byggðist fyrst og fremst á gerlum í hveitinu sjálfu, í andrúmsloftinu og af höndum bakarans en síður á súrum gerlum, líkum þeim sem sýra mjólk eða jógúrt.

Brauðið sem Lionel þróaði var pain Poilâne, stór sveitahleifur úr steinmöluðu hveiti. Og hann sló í gegn; varð fyrsti heimsfrægi brauðhleifurinn. Í dag eru bakaðir um 15 þúsund Poilâne-hleifar í bakaríi við Charles de Gaulleflugvöllinn og flogið á markað víða um heim. Þegar þessu tvennu laust saman – endurvakningu húmanískrar matarsýnar Alice Waters og endursköpun Lionels Poilâne á gleymdum evrópskum hefðum – endurfæddist brauðbakstur víða um heim. Það sem við teljum hefð og arf sögunnar er okkur oftast aðeins aðgengilegt fyrir hugsýn, hugsjónir og hugrekki fárra. Án þessa tapast hefðin og sagan týnist.

 Mólikúleldhúsið Frá sjónarholi ný-húmanisma

 Matartíminn Stefnur og str aumar í eldhúsinu

Froða

Ný-húmanismi

Bandaríski matarvísindamaðurinn Harold McGee hefur rennt hugmyndafræðilegum stoðum undir eldamennsku merkustu stjörnukokka mólikúleldhússins; Ferrans Adrià og Hestons Blumenthal. Hann skaffar líka þekkingargrunn fyrir skemmtilegasta sjónvarpskokkinn í dag, Alton Brown á Food Network.

Rannsóknarvinna helstu forkólfa mólikúleldhússins hefur að hluta til byggst upp á vísindalegri greiningu á gömlum eldunaraðferðum. Þetta hefur, svo dæmi sé tekið, leitt til endurkomu hægrar og vægrar eldunar þótt útfærslan sé ef til vill dálítið öfgakennd; lofttæmd plastpökkun í volgu vatnsbaði í stað moðsuðu í leirofni. Þótt mólikúleldhúsið sé hákirkja módernismans standa sterkustu stoðir hennar traustum fótum í aldalangri matarhefð – og ekki síður heimilis- og sveitaeldhúsum en faglegum hástétta- eða veitingahúsahefðum. En þannig hefur módernisminn alltaf verið. James Joyce er þannig betri sem afsprengi nítjándu aldar en sem leiðsögumaður þeirrar tuttugustu. Ný-húmanistar í matreiðslu hafa af þessum sökum getað sótt vísindalega undistöðu til mólikúlkarlanna. Það má lesa tækninördana Harold McGee og nú Nathan Myhryold og sjá endalausar sannanir fyrir klókindum sögunnar og hefðanna. Í bókum þessara manna kemur trekk í trekk í ljós hvernig nýjar aðferðir, sem ætlað var að leysa gömul vandamál, sköpuðu í raun enn stærri vanda. Á sama hátt draga þessir menn fram hvernig val sögunnar hefur fært okkur úrval lausna sem falla að – en raska ekki – jafnvægi hráefnis og eldunar, matar og næringar. En mólikúleldhúsið væri ekki hámóðins ef þetta væri eina erindi þess. Það sem veldur vinsældum þess er þvert á móti áhersla á nýjustu tækni og frumlegar aðferðir. Helstu einkenni þess eru ummyndanir – metamorphoses – þar sem blómkáli er breytt í froðu, svínasíðu í él og rabarbara í þoku. Þarna skilur á milli ný-húmanismans og mólikúleldhússins. Svona æfingar eru í raun afleiðing dauða hráefnisins frá sjónarhóli ný-húmanismans. Einhæfni módernismans – verksmiðju-landbúnaður, iðnaðarræktun, stórmarkaðssala – hefur eytt út náttúrulegri fjölbreytni lifandi hráefnis. Og þegar hráefnið svíkur reyna kokkarnir að blása nýju lífi í það með öfgakenndum ummyndunum. Frá sjónarhóli ný-húmanismans er þetta blindgata, froða. Eðlileg viðbrögð eru að berjast fyrir endursköpun og endurheimt hráefnisins. Ef hráefnið er kvikt, lifandi og margbreytilegt þarf kokkurinn ekki að fá lánaða tækni á gjörgæsludeildum spítalanna til að blása í það lífi.

Af tæknilegum ástæðum liggur leiðin frá afglöpum módernismans í augum uppi fyrir öllum þeim sem eitthvað þekkja til matarmenningar. Eins ótrúlega og það hljómar kann kokkurinn þannig svörin sem vísindamönnum, hugsuðum, stjórnmála- og listamönnum eru hulin.

Alice Waters útskýrir fyrir Karli prinsi hugmyndir sínar um æta skólagarða (sem Besti flokkurinn er að leggja af). Hugmyndir Alice ferðuðust hægt í Ameríku. Hún þótti of menntuð og hástéttarleg fyrir bluecollar-miðaða fjöldamenning­ una. Vel klædd­­ir og vel máli farn­ ir menn eru vana­l ega fjöldamorð­ ingjar í banda­r ísku bíói. Að sama skapi hefur Karl ekki notið sann­mælis fyrir húman­ ískt starf sitt við ræktun og samfélagsmótun. Hann er í hugum flestra maðurinn sem fór illa með Díönu, evrópskt sköp­unar­ verk fjölda­ menningar. Ljósmyndir/Nordic Photos/Getty Images

E

f 1944-réttunum væri mögulegt að fanga það besta úr matargerðarlist jafn rækilega og CD-diskurinn fangar tónlist, hefði matarmenning ekki orðið sú vagga ný-húmanisma sem hún hefur orðið á síðustu áratugum. Það er einmitt þessi sérstaða matarins, að vera búinn til úr lífrænu efni sem ekki er hægt að ljósrita eða margfalda með tæknitrixum, sem hefur varið matarmenninguna fyrir sambærilegum örlögum og tónlist, frásagnarlist og leiklist hefur sætt. Það er ekki langt síðan fólk naut aðeins þeirrar tónlistar sem það sjálft og þess nánustu gátu spilað eða sungið. Tónlist var því ekki aðeins tengd eyranu og upplifuninni heldur fingrunum og leikninni. Og þótt tónlistarheimurinn hafi haft sínar aðferðir til að safna því besta inn í stærstu húsin í fjölmennustu borgunum var megnið af tónlistinni dreift um allar koppagrundir; ótamin, óflokkuð, ókunn og óendurtakanleg – villtur óskapnaður eins og náttúran sjálf. Þegar mönnum tókst að fanga tónlistina á upptöku og endurflytja gerðist margt á skömmum tíma. Þar sem samkeppni flytjenda varð hæf til samanburðar út yfir öll efnisleg landamæri urðu gríðarlegar tæknilegar framfarir meðal bestu flytjenda. Þar sem túlkun er síður hæf til samanburðar látum við liggja á milli hluta hvort framfarir hafi orðið á því sviði – og einmitt af þeim sökum var athyglin ef til vill síður á túlkun en tækni. En við fengum stærri hóp frábærra flytjenda, frambærilegra einleikara og sinfóníusveitir skipaðar framúrskarandi fagmönnum. Öllum var gert kleift að njóta listar þeirra fjögurra til fimm sinfóníusveita sem

báru höfuð og herðar yfir aðrar sveitir, og hæfileika allra bestu einleikara og söngvara veraldar. Við þetta skapaðist markaður og þar með tækifæri fyrir fleiri að reyna fyrir sér og fáa til að hefja sig hátt upp í launum, virðingu og frægð. Og þessi heimsmarkaður varð fljótt viðmiðun alls tónlistarlífs. Fólk lærði á hljóðfæri til að reyna fyrir sér á þessum markaði fremur en að spila kammerverk inni í stofu með afa og frænku. Og eins og hæfileikarnir leituðu upp markaðinn, þannig flóðu afurðirnar niður. Á skömmum tíma varð svo til öll tónlistarnotkun rafræn og fjöldaframleidd. Ef ekki, þá alla vega búin til af fagmönnum á taxta FÍH. Þetta er módernisminn. Hann sogar hvaðeina upp úr mannhafinu, flokkar og fágar, samræmir og betrumbætir og sturtar því svo aftur niður sem markaðsvöru. Þetta var vissulega skemmtilegt um tíma en þegar frá leið komu gallarnir í ljós: Afurðum módernismans hætti til að verða bragðdaufir, einsleitir og sálarlausir og kvika mannhafsins var við það að þorna upp af verkefnaskorti og tilgangsleysi. Fólk lét tónlistarmönnum eftir músíkina, rithöfundum frásagnarlistina, útvarpsmönnum samræðulistina og álitsgjöfum skoðanirnar. Fjölföldunin hafði stofnanavætt listina, hugmyndirnar og smekkinn. Mannlífið sat undir þessu sem hrúgald í lazyboy, andlaust og hálfsofandi. En þetta vita svo sem allir. Það furðulega er að þrátt fyrir að allir viti þetta virðist maðurinn ekki rata út úr þessum ógöngum. Í stað þess að bjarga sér á hlaupum undan módernismanum sogast maðurinn alltaf lengra inn og dýpra niður. Ástæðan er náttúrlega sú að fjölföldunin hefur mulið allar andans og vitsins stofnanir undir þarfir þessa kvikindis. Nema – og hér hvín í trompettunum – matarmenningin. Þar sem allir gátu ekki borðað matinn hans Alains Ducasse varð hann aldrei að von Karajan matarins. Og þar sem ekki er hægt að fjöldaframleiða góðan mat – aðeins vondan mat – hélt fólk áfram að stunda matargerðarlist í heimahúsum. Geisladiskurinn drap ekki kammerhefð eldhússins. Af tæknilegum ástæðum gat módernisminn ekki drepið síkviku mannlífsins þegar kom að matnum. Þess vegna á mataráhugafólk í litlum vanda með að losa sig undan áhrifum módernismans. Því er tamt að skilja gildi lífsins sem staðbundin og bundin augnablikinu. Það skilur að stofnanir geta aldrei borið uppi mannleg gildi – kærleika, mennsku eða vit – aðeins maðurinn einn. Og aðeins einn maður. Þú.

Matur

Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is


gur Sumarfiðrin

EUROVISIONTILBOÐ

EUROVISIONTILBOÐ


48

heimili

Helgin 13.-15. maí 2011

 Myndveggur Þar sem myndirnar fá að njóta sín

Gömul póstkort á vegginn

Sagan sögð með myndum

Gömul póstkort er að finna á antíksölum eða leynast jafnvel í gömlum kössum uppi á háalofti. Þau eru mörg hver falleg og sjarmerandi og sniðugt er að skanna þau inn í tölvu og prenta út í stækkaðri mynd, ramma inn og hengja upp á vegg. Það sama er hægt að gera við gömul bréf eða frímerkt umslög. Einnig er hægt að prenta út myndirnar á þykkan pappír og búa til gjafakort.

Listaverk eftir börnin, ljósmyndir og listaverk setja persónulegan svip á umhverfið. Veggir með mörgum myndum þar sem teikningum, listaverkum, póstkortum, ljósmyndum og fleira er blandað saman geta verið mjög fallegir og skemmtilegir og segja jafnvel litla sögu. Ágætt er að velja góðan vegg þar sem hægt er að leika sér aðeins og hengja þar upp helling af myndum. Það er lítið mál að breyta með því að skipta út myndum í römmunum eða setja gamlar myndir í nýja ramma. Síðustu ár hefur stílhreint útlit ver-

ið allsráðandi, þar sem allir rammarnir eru jafnvel eins á litinn, en nú er allt leyfilegt. Ólíkir rammar og ólíkar myndir geta staðið saman, en til að koma í veg fyrir óreiðu er ágætt að raða myndunum á gólfið fyrst og finna út hvernig best er að setja þær saman áður en þær eru settar upp á vegg. Gamla og ódýra ramma er að finna á antíksölum, í Kolaportinu og í Góða hirðinum og vel er hægt að mála þá eða setja í þá nýjar myndir.

 Íslensk hönnun

 Nýtt Áber andi hillur

ATH-hillur Úr litum yfirstrikunarpenna

ATH-hillurnar eru hugmynd og hönnun Ólafar Jakobínu hönnuðar. Hugmyndin kemur frá því þegar við notum yfirstrikunarpenna á texta og merkjum við aðalatriðin. Hillurnar virka því eins og gul strik á bók og draga til sín athyglina. ATH-hillurnar eru gerðar úr afgangstimbri og eru því umhverfisvænar. Sjá á olofjakobina. blogspot.com.

Gleður hjartað að vinna með góðu fólki Handverk og hráefni úr nánasta umhverfi er grunntónninn í allri vinnu hjá Volka.

LITALAND www.litaland.is

Besta pallaolía í Skandinavíu HERREGÁRD TERRASSEBEIS hefur hlotið verðlaunin BEST I TEST með fullt hús stiga eða 6 stig. Prófanir voru gerðar af HYTTE magasinet Velkomin í verslanir okkar Höfðatorgi, Reykjavík og Akureyri

sjáumst á Litaland Borgartúni 16 Reykjavík 562 2422 og Furuvöllum 7 Akureyri 461 2760

G Við teljum mjög mikilvægt að vera í nánu samstarfi við framleiðanda og þess vegna viljum við ekki senda þá muni sem við gerum til framleiðslu erlendis og okkur finnst að við eigum að virkja þessi fyrirtæki sem eru hér á Íslandi.

rafíski hönnuðurinn Elísabet Jónsdóttir og bólstrarinn Olga Hrafnsdóttir mynda hönnunarteymið Volka sem hefur vakið athygli fyrir fjörleg og litrík ullarteppi og heklaða kolla úr ull og reipi. „Með framleiðslu á hönnun okkar höfum við náð að virkja fullt af litlum fyrirtækjum í kringum okkur sem eru að vinna með okkur. Hvert sem við leitum fáum við góð viðbrögð og allir eru til í að kýla á það og taka þátt í hlutunum með okkur,“ segir Elísabet Jónsdóttir hjá hönnunarstúdíóinu Volka sem hún stofnaði ásamt Olgu Hrafnsdóttur. Meðal þess sem þær hafa búið til og hannað eru kollar sem eru bólstraðir og klæddir grófri heklaðri hettu, fatastandur úr járni og ullarteppi og púðar. „Við teljum mjög mikilvægt að vera í nánu samstarfi við framleiðanda og þess vegna viljum við ekki senda þá muni sem við gerum til framleiðslu erlendis og okkur finnst að við eigum að virkja þessi fyrirtæki sem eru hér á Íslandi. Auk þess sem það gleður hjartað að vinna með svona góðu fólki,“ segir Elísabet og bætir við að þeir iðnaðarmenn sem þær starfa með leggi sitt af mörkum við hönnunina. „Við gerum margt sjálfar og samstarfið gengur vel. Olga er handverkskonan, hún er lærður bólstrari og hefur menntað sig aðeins í tréiðn, en ég er grafískur hönnuður og sit frekar við tölvuna og fæ að teikna upp mynstur. Við komum sín úr hvorri áttinni

en höfum þekkst í fjöldamörg ár og erum alltaf jafngóðar vinkonur og berum mikla virðingu hvor fyrir annarri,“ segir Elísabet. Þær kynntust í Hollandi þar sem þær bjuggu báðar í nokkur ár. Þar hófst líka samstarf þeirra en í fyrstu unnu þær mikið með endurvinnslu og fengust við að gera nýja hluti úr gömlum. Þegar þær voru báðar komnar aftur til Íslands létu þær draum sinn um hönnunarstúdíó rætast með því að stofna Volka, en nafnið er sprottið af orðinu Volk sem þýðir fólk á hollensku og vísar til þeirrar hugmyndafræði að vinna hlutina úr nánasta umhverfi í samstarfi við gott fólk. Þar sem vörurnar taka tímann sinn í framleiðslu hefur ekki mikið verið í sölu. En teppi og púða er hægt að fá í versluninni Aurum í Bankastræti, Kraumi og Hrími og einnig í Þjóðmenningarhúsinu. Aðrar vörur er best að nálgast hjá Volka. „Þetta byrjaði frekar hægt hjá okkur en nú erum við komnar í samstarf meðal annars við járnsmið og trésmíðaverkstæði og hlutirnir ganga aðeins hraðar fyrir sig. Annars er það ekki markmið hjá okkur að láta hlutina ganga hratt fyrir sig því við erum hrifnar að slow design þar sem við höldum sambandinu við vöruna alla leið og þótt við framleiðum lítið er hver hlutur vandaður.“


TR. L 9 I K U A KAUP

. U Í L O A L L AF PA aefni hjá okkur að pall Þegar þú kaupir eira færð þú m a ð e d n u s ú þ upphæð 100 olíu frítt með. a ll a p n tu o J f a 3 dósir Gildir út maí!

OÐ B L I T U Ð Á F R! HJÁ OKKU

AN PALLAOLÍ EÐ FYLGIR M

Í PALLINN

KAUPAUKI MEÐ PALLAEFNINU!

SVONA GERIR ÞÚ PALLINN EINS OG NÝJAN

1

2

skref

skref

Hreinsa pallinn með Jotun pallahreinsi

Berið á ef viður er dökkur eða gránaður

skref

3

Bera Jotun pallaolíu á pallinn

Pallaolía Jotun Treolje 3 ltr glær. 7049123

Jotun Terraserens 5 ltr. 7158013

4.529,-

Jotun Terrasebleker 2.5 ltr. 7158015

3.495,-

2.629,-

LESTU ALLT UM GARÐHÚS

OG PALLASMÍÐI Í SÆLUREITNUM Á BLS 4-18

% 1f0 r sláttu a

ESTA G M LU AF ÖL RÐHÚSUM OG GA ag til sunnudag ud

fimmt


Þvottavélar – Varahlutir Til sölu notaðar þvottavélar, þurrkarar og uppþvottavélar. Tökum bilaðar vélar uppí. Varahlutir á góðu verði. Opið alla daga 10.00-18.00

.... Góð Tæki ....

Síðumúla 37, kjallara | 108 Reykjavík | Sími 847 5545

50

heimili

Helgin 13.-15. maí 2011

 Leikmunir ímyndunar aflsins

Barnaleikur Gefandi hönnun sem örvar ímyndunaraflið.

H Sérblað um garða og gróður Föstudaginn 20. maí gefum við á Fréttatímanum út blað um garða í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands. Í þessu fyrsta blaði sumarsins fjöllum við m.a. um Garðyrkjufélag Íslands og starfsemi þess og leggjum einnig áherslu á vorverkin og skipulag garða. Við munum gefa út þrjú blöð í sumar um garða. Í þessum blöðum verður fjallað um allt sem viðkemur garðinum hvort sem það eru blóminn og gróðurinn, flötin og slátturinn eða pallar og garðhúsgögn.

önnun fyrir börn hefur færst í aukana á síðustu árum og upp hafa sprottið hönnunarfyrirtæki sem sérhæfa sig í að hanna einungis fyrir börn. Þar er um að ræða húsgögn, leikmuni og aðra hluti sem koma fyrir í daglegu lífi barna. Nostalgía frá æskuárum hönnuða, sköpunargleði og agað hömluleysi einkennir þessa hönnun og höfðar stundum jafnmikið til fullorðinna og barna. Mikið af því sem framleitt er fyrir börn er jafnvel eitthvað sem hönnuðir hafa gert fyrir sín eigin börn, þaðan sem hugmyndin sprettur oft. Börn eru skemmtileg, glaðlynd, kvik og alltaf á ferð og flugi og hönnun fyrir þau tekur mið af þessum eiginleikum og styður við ófyrirsjáanleg ævintýri í daglegu lífi barnanna.

Kassabíllinn er eftir Jesper K. Thomsen og er hannaður fyrir Normann Copenhagen. Ekki er erfitt að sjá hvaðan Jesper fékk hugmyndina.

Dalvíkursleðinn eftir Dag Óskarsson er byggður á gamalli erkitýpu af sleða. Hlutur úr fortíðinni í nýjum búningi. Fæst meðal annars á Birkiland.is

Bókahilla eftir Siggu Heimis prýdd persónum og munum sem gætu allt eins átt heima í barnabók. Hillan fæst í Kraumi og Epal.

Sérblöð Fréttatímans eru vönduð og auglýsingar í þeim skila auglýsendum árangri enda er Fréttatíminn lesin um helgar en ekki bara flett við morgunverðarborðið. "Það er greinilega fín lesning á blaðinu ykkar. Síminn hefur ekki stoppað í dag og skilaboðin greinilega komist til skila" segir Elvar Ingimarsson hjá Litalandi eftir að hafa auglýst í sérblaði Fréttatímans. Ef þú hefur áhuga á að koma að efni eða auglýsingu í blaðið þá snúðu þér til auglýsingadeildar Fréttatímans. Síminn er 531 3310 eða sendu okkur póst á auglysingar@frettatiminn.is

Paradísartréð er fatahengi eftir finnska hönnuðinn Oiva Toikka fyrir Magis.

KVEIKT’Á KANANUM ÁSDÍS RÓSA

HELGA RBLA Ð

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Hægindastóll fyrir börn, hannaður af danska hönnuðinum Hönnu Kortegaard. Stóllinn var útskriftarverkefni hennar við Danska hönnunarskólann í Kaupmannahöfn.

Dansskór þar sem börnin geta staðið á fótunum á mömmu eða pabba, frá finnska fyrirtækinu Company.


heimili 51

Helgin 13.-15. maí 2011

Mosa er hægt að nota í skreytingar

Fallegur og glóandi Í slenskar mosategundir eru um 600 talsins og sumar þeirra friðaðar. Mosinn er stór hluti af íslenskri náttúru og umhverfi okkar og því vel við hæfi að taka honum fagnandi inn á heimilið í ýmsum skreytingum. Við leituðum til Katrí Tauriainen stílista hjá Tekk vöruhúsi sem notar mosann mikið. „Mest nota ég mosa í skreytingar og þá með blómum í páska- og jólaskreytingar. Til dæmis til að hylja mold í pottum eða með afskornum blómum í glærum vasa, hann gerir allt fallegra. Hann er harðgerður og það er auðvelt að halda honum lifandi

og fallegum lengi,“ segir Katrí. Hún er til dæmis með mosaskreytingu inni í stofu hjá sér sem hún úðar á vatni reglulega til að halda mosanum rökum og fínum. Mosinn fæst víða, meðal annars hjá Blómagalleríi við Hagamel, en þangað sækir Katrí oftast þann mosa sem hún notar. Þar er mosinn seldur þurrkaður og það eina sem þarf að gera er að bleyta hann. „Þau í Blómagalleríi gera stundum skreytingar fyrir mig ef ég er í tímaþröng,“ segir Katrí. Mosann er hægt að nota í fleira en blómaskreytingar. „Mosi er mjög fallegur

og litríkur og það er auðvelt að leyfa honum til dæmis að vaxa utan á blómapottum í garðinum eða á steinum. Mér finnst líka fallegt þegar hann sprettur upp á milli steina, þó að það séu nú kannski ekki allir sammála því,“ segir hún og bætir því við að mosavaxni veggurinn við Ráðhúsið sé dæmi um hversu fallegur hann getur verið utan á húsum og í kringum hús. „En fallegasti mosinn sem ég hef séð er í Landmannalaugum, þar er hann neongrænn á lit.“

Katrí býr í nýju húsnæði í Hafnarfirði og meðan á byggingu stóð var hún duglega að safna mosa í kringum húsið. „Það er vel hægt að safna mosa úr náttúrunni, en við þurfum að hafa það í huga að hann er lengi að vaxa og sumar tegundir eru friðaðar. Svo eru sumir sem vilja losna við hann úr garðinum, en mér finnst hann svo flottur og ætla að hafa brekkuna ofan við húsið mosalagða.“

 Tíska Stóll H. J. Wegner

Y hin nýja Sjöa

Y-stóllinn er að mestu leyti handgerður og þar á meðal er setan handofin úr pappír. Stóllinn Sjöan frá árinu 1955, sem Arne Jacobsen hannaði, hefur farið sigurför um heiminn og er líklega einn vinsælasti hönnunarstóllinn í borðstofuna. Hins vegar er það annar stóll sem heggur nú í vinsældir Sjöunnar, stóll sem var hannaður á svipuðum tíma og einnig af dönskum hönnuði. Þetta er Ystóll Hans J. Wegner frá árinu 1950. Hann hefur lengi þótt sígildur en hefur á síðasta ári sótt í sig veðrið, sérstaklega eftir að framleiðandinn Carl Hansen hóf að framleiða hann í frísklegum litum. Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Hann heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða wishbone chair. Ystóllinn fæst hjá Epal.

Soap scrub- sturtusápa

Sturtusápa sem inniheldur mild mulin korn úr aprikósum og olivum og hefur því örlitið örvandi og stinnandi áhrif á húðina, sturtusápan gefur húðinni vellíðu og frískleika, hefur að einnig að geyma jojoba oliu sem hefur rakagefandi áhrif á húðina. Sturtusápan hefur ekki að geyma sulfate(freyðiefni) né parabena (rotvarnarefni).

Hentar fyrir: Allar húðgerðir – konur – menn – börn Ilmir: Vanilla/patchouli – lavender – grapefruit/lemongrass – M ælum með: Að nota sturtusápuna daglega i sturtu og mjög gott að nota sturtuhanska með og nudda húðina vel.- einnig má setja dass i baðið til að fá unaðslegan ilm og smá froðu

Verð 2.790 kr

Body oil –likamsoliur Unaðslegar likamsoliur til að næra og mýkja húðina svo um munar. Oliurnar eru rikar af E-vitamini og olive oilu sem inniheldur mikið A-vitamin. Húðin verður slétt og mjúk og verður einstaklega fersk og falleg á litinn. Það er tilvalið nú i sumar að nota slika oliu til að fá extra fallega áferð og útlit á húð. Án allra parabena

Ilmir: Vanilla/patchouli - lemongrass – sensual Hentar fyrir: Allar húðgerðir og allann aldur sérstaklega gott fyrir mjög þurra húð sem á það til að fá þurrkubletti á ákv svæði likamans.

Tilvalið að nota á mismunandi hátt -Nokkra dropa i baðið -Nokkra dropa út i likamskremin til að auka næringu til húðar -Sem nuddoliu fyrir fullorðna -viðbót út i body scrub -blanda saman við salt og búa til þina eigin meðferð.

Verð kr 2.990


52

dýrin okkar

 Fjöleignarhús Meiri sveigjanleiki

Ný lög gætu aukið hundaeign Nýlega samþykkti Alþingi breytingar á lögum um fjöleignarhús. Þar með hefur réttur fatlaðra og sjónskertra með hjálparhund aukist. Enn fremur verður nóg fyrir hinn almenna hundaeiganda að fá samþykki tveggja þriðju hluta nágranna með sama inngang í fjölbýlishúsi, en áður þurfti samþykki allra íbúa. Það mun því verða auðveldara að fá leyfi fyrir hundi í fjölbýlishúsi en verið hefur. Þetta mun vafalaust kæta marga hundaeigendur og þá sem lengi hefur dreymt um að eignast hund. -fk

Helgin 13.-15. maí 2011

 Herþjónusta Seig úr þyrlu

Hundurinn sem fann Bin Laden Allir sem tóku þátt í þessari leynilegu aðgerð njóta nafnleyndar og þar á meðal hundurinn

Ekki voru allir mennskir í herliðinu sem umkringdi hús hryðjuverkamannsins Osama Bin Laden og tók hann af lífi. Einn hundur var á meðal þeirra og seig hann niður úr þyrlu ásamt einum hermannanna. Allir sem tóku þátt í þessari leynilegu aðgerð njóta nafnleyndar og þar á meðal hundurinn, en talið er að þetta hafi verið hundur af tegundinni Belgískur Malinois. Þess háttar herhundar eru þjálfaðir í að finna sprengjur og þefa uppi óvinalið í Herhundurinn bandaríski er af sömu gerð og sá á allt að þriggja kílómetra fjarlægð. myndinni, Belgískur Malinois.

 Besti vinur mannsins Merkilegar tilr aunir

Hundar þefa uppi veikindi Þefskyn hunda er um það bil 10.000 til 100.000 sinnum næmara en þefskyn mannsins. Freyja Kristinsdóttir freyja@frettatiminn.is

Gæludýr Næsta umfjöllun um gæludýr í Fréttatímanum verður 10 júní og á fjögurra vikna fresti. Freyja Kristinsdóttir dýralæknir og hundaþjálfari sér um að skrifa eins og áður. Á Íslandi eru um 14.000 heimili með hund og enn fleiri með kött þannig að það ættu að vera nokkrir áhugasamir lesendur. Þarna verður fjallað um gæludýrin okkar, þetta er s.s lesefni fyrir fullorðið fólk sem á gæludýr en ekki dýrasíða fyrir börn. Ef þú hefur ábendingar um efni eða hefur áhuga á að kynna þitt fyrirtæki á þessum síðum þá hikaðu ekki við að hafa samband við auglýsingadeild Fréttatímans.

Undanfarin ár hafa margar rannsóknir sýnt að hægt er að þjálfa hunda til að greina nokkrar tegundir krabbameins, jafnvel á frumstigum meinsins ...

Ö

ll vitum við að hundar geta verið til margra hluta nytsamlegir. Þeir geta unnið sem blindrahundar, aðstoðað fatlaða, þefað uppi eiturlyf og sprengjur, fundið fólk í snjóflóði eða húsarústum. Það sem færri vita er að hundar geta einnig greint ýmsa sjúkdóma. Undanfarin ár hafa margar rannsóknir sýnt að hægt er að þjálfa hunda til að greina nokkrar tegundir krabbameins, jafnvel á frumstigum meinsins áður en sjúklingurinn finnur fyrir nokkrum einkennum. Hundar hafa ótrúlegt þefskyn sem er um það bil 10.000 til 100.000 sinnum næmara en þefskyn mannsins og því geta hundar fundið lykt af minnstu breytingum sem verða í líkama okkar. Upp úr aldamótunum 2000 hófu vísindamenn að rannsaka hvort hundar gætu greint krabbamein í blöðruhálskirtli með því að lykta af þvagi. Niðurstöðurnar voru ekki nákvæmar en lofuðu góðu og því fylgdu fleiri rannsóknir í kjölfarið. Vísindamenn hjá Pine Street Foundation í Kaliforníu birtu niðurstöður rannsóknar árið 2006 þess efnis að hundar gætu greint lungnakrabbamein og brjóstakrabbamein með því að lykta af andardrætti fólks. Sýni af andardrætti hjá sjúklingum og heilbrigðu fólki var sett í tilraunaglös, og svo farið með glösin til hundanna þar sem þeir gátu þefað af sýnunum. Hundarnir höfðu verið þjálfaðir til að láta vita með því að setjast eða gelta við þau sýni sem þóttu grunsamleg og hundarnir höfðu rétt fyrir sér í 88 til 97 prósentna tilfella. Í upphafi þessa árs birtu japanskir vísindamenn niðurstöður sínar í ristilkrabbameinsrannsókn þar sem fram kom að hundar gætu greint ristilkrabbamein með 97 til 98 prósentna nákvæmni með því að þefa af hægðum fólks. Þessi niðurstaða þykir áhugaverð þar sem marga hryllir við tilhugsuninni um ristilspeglun og því gæti sumum þótt fýsilegri kostur að láta hund rannsaka hægðasýni. Krabbamein er þó ekki eina heilbrigðis-

Tilraunir hafa sýnt ótrúlegan árangur hunda við að greina lungna- og brjóstakrabbamein af andardrætti fólks. Ljósmyndir/Nordic Photos/Getty Images

vandamálið sem hundar geta aðstoðað okkur mannfólkið við. Margir hundaeigendur með sykursýki eða flogaveiki halda því fram að hundarnir láti vita áður en þeir fái kast. Þetta hefur ekki verið rannsakað nægilega vel og því eru engar haldbærar sannanir um það hvernig hundarnir fari að þessu. En talið er að þeir skynji breytingar á líkamslykt eigandans. Hægt er að þjálfa hunda í að þekkja muninn á lykt þegar sykursjúkur eigandi er með of háan eða of lágan blóðsykur, og bregðast við með því að sækja blóðsykurmælinn. Sumir hundar flogaveikra byrja að væla eða krafsa í eigandann þegar flogakast er á næsta leiti og hægt er að þjálfa hunda í að ná í farsímann rétt fyrir flogakastið. Það er enn þörf fyrir frekari rannsóknir á þessu sviði og það er öruggt að ekki eru allir hundar hentugir í svona vinnu. Það er þó skemmtileg tilhugsun að hundar geti aðstoðað lækna við vinnu sína en margir telja líklegra að reynt verði að finna upp tölvubúnað sem líki eftir nefi hundsins.


dýrin okkar 53

Helgin 13.-15. maí 2011

Freyja og dýrin

Hugsjónir sem fara úrskeiðis

Þ

að vakti að vonum heilmikil viðbrögð þegar ísbjörn gekk á land um daginn. Besti flokkurinn sá sér leik á borði að geta hugsanlega framfylgt einu af kosningaloforðum sínum: að koma ísbirni í Húsdýragarðinn. En fyrr en varði var ísbjörninn allur og umræða skapaðist um hvort hægt hefði verið að bjarga birnu. Það er að mínu mati ekki raunhæft að hafa ísbjörn í Húsdýragarðinum því erfitt væri að koma upp nógu stóru og fullkomnu gerði til að ísbirni liði vel þar; það er þekkt vandamál að ísbirnir sýni stereótýpFreyja íska hegðun Kristinsdóttir vegna freyja vanlíðunar @frettatiminn.is í dýragörðum. Að koma ísbirni aftur til síns heima vilja sumir meina að sé of dýrt, og líklegt að björninn deyi þar fljótlega hvort eð er. Það er samt sem áður falleg hugsun að reyna að bjarga villtu dýri í útrýmingarhættu og koma því aftur til síns heima. Ég reyndi það einu sinni fyrir um það bil níu árum. Þá var ég stödd í Ekvador ásamt vinkonu minni. Við höfðum tekið okkur hálfs árs frí frá dýralæknanáminu og ætluðum meðal annars að læra spænsku og vinna sem sjálfboðaliðar í dýraathvarfi. Dag einn í fjallaþorpinu Otavalo blasti við okkur sorgleg sjón: lítill, hríðskjálfandi íkornaapi, fjötraður með snæri um mittið, og áhugasamur kaupandi stóð hjá að spyrjast fyrir um hann. Kalt fjallaloftið átti engan veginn við litla skinnið og við hugsuðum með okkur að við værum nú á leiðinni í Amazonfrumskóginn eftir nokkra daga ... við gætum bara kippt honum með. Áður en við vissum af vorum við búnar að kaupa apann og hann fékk nafnið Kókó. Þegar við kynntum hann fyrir ekvadorísku fjölskyldunni sem við bjuggum hjá, ráku þau upp stór augu og hugsuðu vafalaust með sér að nú væru þessar íslensku stúlkur endanlega gengnar af göflunum. En upphátt hlógu þau bara að uppátækinu og leyfðu okkur að hafa Kókó á heimilinu. Á daginn kom Kókó með okkur

ÍSLENSKT

í spænskutíma og á nóttunni hafði hann sinn eigin svefnstað, en þegar ég vaknaði á morgnana var hann ævinlega búinn að skríða undir hlýja sængina mína. Að lokum kvöddum við fjölskylduna og héldum af stað í langa ferð með leigubíl, tveimur rútum og kanó, þar til við komumst loks í dýraathvarfið í regnskóginum. Þar vorum við að sjálfsögðu skammaðar fyrir að styðja við ólöglega verslun á villtum dýrum en Kókó

var komið fyrir í einangrun í nokkra daga og svo var honum sleppt. Það var gleðistund; daginn út og inn sveiflaði hann sér í trjánum og kyssti nýju kærustuna sína, tamarínapann Kíkí. Þetta ævintýri endaði síðan ekki eins og við höfðum vonað; Kókó smitaðist af sníkjudýrum og varð heiftarlega veikur og dó. En við hugguðum okkur við það að síðustu vikur ævi hans voru að minnsta kosti hamingjuríkar.

Fyrir hundinn þinn ISCh Threepines Louise of Kaleef „Lúlú“. Stigahæsti öldungur 2010, stigahæsti hundur fjár- og hjarðhundadeildar 2010 og stigahæsti Australian shepherd 2010. Mynd frá verðlaunaafhendingu á síðustu sýningu HRFÍ.

Stigahæsti öldungur 2010 Við höfum áratuga reynslu af ræktun og þjálfun hunda. Við höfum prófað ýmsa valkosti í fóðrun og niðurstaða okkar er einfaldlega sú að Pedigree sé besti kosturinn. Við treystum Pedigree fyrir hundunum okkar. Björn Ólafsson – BIPDT,* hundaræktandi Lára Björk Birgisdóttir – búfræðingur og hundaræktandi *British Institute of Dog Trainers

Adult healthy vitality

mikilvæg vítamín og steinefni

HUNDANAMMI gott í þjálfun og í leik

Pedigree® Adult Vitality er framleitt úr sérvöldum hráefnum sem fullnægja næringarþörf hundsins þíns í hverri máltíð.

VINS ÆL VARA

Öll næring sem hundurinn þinn þarfnast: Rétta blandan af næringarefnum sem heldur hundinum þínum heilbrigðum og fullum af orku. Heilbrigð húð og glansandi feldur: Rétt blanda af Omega 3 og 6 fitusýrum gagnast hundinum þannig að hann hafi það gott og líti vel út. Styrkir náttúrulegar varnir: Vítamín E, andoxunarefni og valin steinefni stuðla að verndun náttúrulegra mótefna hundsins þíns. Sterkar tennur og heilbrigt tannhold: Sérmótaðir stökkir bitar sem halda tönnunum sterkum. Án viðbætts sykurs. Vöðvabygging: Úrvalskjötprótein styrkir vöðva.

Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli

Þróað af dýralæknum

Engin tilbúin bragðefni

Enginn viðbættur sykur


heilabrot

Helgin 13.-15. maĂ­ 2011

?

Spurningakeppni fĂłlksins

verkefnisstýra hjå UN Women 1. 1994. 2. Veit Það ekki. 3. Seattle. 4. Sleepless in Seattle. 5. Washington. 6. Ókei-Piss. 7. Veit Það ekki. 8. Man Það ekki. 9. Edie Britt 10. Hef ekki hugmynd. 11. Elsa Yeoman 12. Ég veit Það ekki. 13. Apple. 14. 1.500. 15. Sandgerði.

9 rÊtt. Hanna skorar å fÜður sinn, Eirík Jónsson.

Sudoku

2 4 9

7 2

3 7

6 5

8 1 8 5 1 4 2 9 4

Þóra Arnórsdóttir aðstoðarritstjóri Kastljóss 1. 1994. 2. Veit Það ekki. 3. Seattle. 4. Sleepless in Seattle. 5. Washington. 6. Ókei-Piss. 7. à lfheiður Ingadóttir. 8. Hamragarðar. 9. Edie Britt. 10. Veit Það ekki. 11. Elsa Hrafnhildur Yeoman. 12. Clancy, Connelly, King, Grisham eða einhver af Þessum kÜllum. 13. Coca-Cola. 14. 1.800 manns. 15. Sandgerði.

6 9 3 5

9 1 ďƒ¨

Sudoku fyrir lengr a komna

9 7

5

8 2

7 8 1 7

5 1

4 6 3 3

8

11 rĂŠtt.

1 4

2 krossgĂĄtan

1

6 2

SvÜr: 1. 1994 2. Black með Pearl Jam 3. Seattle 4. Sleepless in Seattle 5. Washington 6. Ókei-Piss 7. à lfheiður Ingadóttir 8. Hamragarðar 9. Edie Britt 10. Ég og vinir mínir 11. Elsa Hrafnhildur Yeoman 12. Michael Connelly 13. Apple 14. 1.800 manns 15. Sandgerði.

ďƒ¨

lausn krossgĂĄtunnar er birt ĂĄ vefnum: www.this.is/krossgatur, aĂ° viku liĂ°inni (035"

)3&44

MYND:UNITED STATES NAVY/PUBLIC DOMAIN

)"-%

.½3

4,03%Ă…3

ÂŤ4".5

41"6(

47"3*

'3". ."4563 ÂŤ ,Ă 55&3 #Âť, 45"'63

."5"3 4Âť%*

ÂŤ-*54

7*š-"( ./6š63

53²

-"(" 5*4,*-+"

/&*56/

'03'"š*3 Å5"3-&(3*

)&*-"(63

#03š"š*

6/(

"/% 453&:.*

3"## 4".4 ,0/"3

65"/ 'à 4," #- '5Š,"

4".5½, #&/%" 

#"3%"(*

-05"

-Š5*

611 5"-/*/(

7"3-"

(0-"

,7, /"'/

Âś 3½Âš

Â?7Âś-Âś,6.

1"45"

5+½36 1"11*

(3"/%*

#03

ÂŤ55

,0. 7*š

&3-&/%*4

3Âť-

':345 'Š%%

'Âś'-"45

4,"1

)01"

3²5563

.*,-"

",45634 œ�355

)/61"57*,"45

#05/ ,3",*

(-" 4,:/'Š3*

)&3." 611 ÂŤ

)-+š'Š3*

+"3š#*, Âś 3½Âš

)0-"

."š,"

œ�355" '²-"(

4,03%Ă…3

/&š"/ 7*š

45&*/"3 ÂŤ55* )&*."

/"(

47&-(63 705563

45Šš"

ÂŤ4+Âť/"

105 4,".. 45½'6/

KVEIKT’à KANANUM KIDDI BIGFOOT

3

':3*3)½'/

%3"61 413&*"

-"/%

305/6/

3+Ă ,"

'-Âś,63 5*-3"6/" 6115","

#3"("3 )ÂŤ5563

,3"'563

6.-:,63 +,7Š55 47"3

.6/ 7"/4,*-" 45Âť-1* %Ă --"

*--(3&4*

Hanna EirĂ­ksdĂłttir

1. HvaĂ°a ĂĄr dĂł Kurt Cobain, sĂśngvari Nirvana? 2. HvaĂ°a lag hefst ĂĄ orĂ°unum Sheets of empty canvas, untouched sheets of clay. Were laid spread out before me as her body once did? Og hvaĂ°a hljĂłmsveit flytur? 3. Hvar eru hĂśfuĂ°stÜðvar Microsoft Ă­ BandarĂ­kjunum? 4. Ă? hvaĂ°a mynd lĂŠku Meg Ryan og Tom Hanks ĂĄriĂ° 1993? 5. Ă? hvaĂ°a rĂ­ki er Seattle-borg? 6. HvaĂ° heitir Ă­slenska myndasĂśgublaĂ°iĂ° sem Hugleikur Dagsson og fĂŠlagar gĂĄfu ĂĄ Ă“keypis myndasĂśgudeginum ĂĄ laugardaginn var? 7. Hver er formaĂ°ur Ăžingvallanefndar? 8. HvaĂ° heitir hĂşsiĂ° sem KĂĄri StefĂĄnsson er aĂ° selja viĂ° HĂĄvallagĂśtu? 9. Leikkonan Nicollette Sheridan hefur stefnt framleiĂ°endum AĂ°Ăžrengdra eiginkvenna fyrir aĂ° hafa lĂĄtiĂ° persĂłnu hennar deyja? HvaĂ° hĂŠt persĂłnan sem hĂşn lĂŠk? 10. HvaĂ° kallar hĂłpurinn sig sem stendur aĂ° dansleikhĂşsverkinu VerĂ°i ÞÊr aĂ° góðu? 11. Hver er nĂ˝r forseti borgarstjĂłrnar? 12. Eftir hvern er skĂĄldsagan sem kvikmyndin The Lincoln Lawyer er gerĂ° eftir? 13. HvaĂ°a vĂśrumerki er ĂžaĂ° dĂ˝rmĂŚtasta Ă­ heimi samkvĂŚmt ĂĄrlegri skĂ˝rslu fyrirtĂŚkisins Millward Brown? 14. HvaĂ° tekur aĂ°alsalur HĂśrpu marga Ă­ sĂŚti? 15. SĂśngkonan Leoncie getur nĂş hugsaĂ° sĂŠr aĂ° flytja aftur til Ă?slands en hĂŠĂ°an hrĂśkklaĂ°ist hĂşn eftir harĂ°ar deilur viĂ° nĂĄgranna sĂ­na. Ă? hvaĂ°a bĂŚ bjĂł hĂşn Ăžegar allt sauĂ° upp Ăşr?

ďƒ¨

)7&*5*

54

7&3,'Š3*


Vor í Múrbúðinni DEKAPRO útimálning, 10 lítrar (A stofn)

6.995 kr. Dicht-Fix þéttiefni. 750ml

1.790 kr.

DEKA PRO þakmálning, 10 lítrar

DEKA PRO þakmálning, 10 lítrar

9.995 kr.

8.795 kr.

ODEN þekjandi viðarvörn. 3 lítrar

4.995kr.

Scala útigrunnur tré 1 líter

1.295 kr.

Besta þekjandi viðarvörn í Skandinavíu samkvæmt prófun Folksham í Svíþjóð. Sjá www.murbudin.is

1.595kr. Trjáklippur stórar

1.495kr. 595kr.

Hjólbörur 75L

Garðskófla Tia Vönduð laufhrífa úr málmi

1.295kr.

Garðklóra Tia

245kr.

395kr.

STERKI

R

785 kr.

Slönguhengi galvaniserað

1400W 360 min/lit/klst Þolir 50C heitt vatn 5 metra barki Sápubox

295kr.

Blákorn 5 kg

Slönguhengi - plast

Meister sorppokar 25 stk 70x100

13.900 kr.

Trjáklippur litlar

890 kr.

4.490 kr.

4.290 kr. Black&Decker háþrýstidæla 110 bar

Hekkklippur

Garðslanga 15 m með úðabyssu

ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 lítrar

Kalkkorn 5 kg

1.130 kr.

635 kr.

995kr.

Reykjavík Klettháls 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16 Suðurnes Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18 Akureyri Furuvellir 15. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Húsavík Garðarsbraut 50. Opið virka daga kl. 8-18 Vestmannaeyjar Flatir 29. Opið virka daga kl. 8-18

– Afslátt eða gott verð? Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!


56

sjónvarp

Helgin 13.-15. maí 2011

Föstudagur 13. mái

Föstudagur

Sjónvarpið 14:40 Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva e 16:45 Kallakaffi (9:12) 17:15 Vormenn Íslands (3:7) e 17:45 Táknmálsfréttir 17:55 Harpa - Opnunarhátíð BEINT Á dagskránni verður glæsilegur þverskurður af mörgu því besta sem íslenskt tónlistarlíf hefur upp á að bjóða. Framúrskarandi tónlistarmenn, rúmlega fjögur hundruð talsins koma fram og leika fjölbreytta efnisskrá. 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Harpa - Opnunarhátíð BEINT 21:35 Sonur Rambows 23:15 Barnaby ræður gátuna Annie sem vinnur að góðgerðarmálum í þorpinu Midsomer Malham er fyrir rétti sökuð um að hafa myrt besta vin sinn en Barnaby rannsakaði þetta mál tíu mánuðum áður. Nú efast hann hins vegar um að málatilbúnaður saksóknara sé í samræmi við staðreyndir málsins og gefst ekki upp fyrr en 5 6 sannleikurinn liggur fyrir. 00:50 Elfurin Big River e

17:55 Harpa - Opnunarhátíð Hlé verður gert á útsendingunni laust fyrir kl. 19 og haldið áfram að loknum fréttum. Kynnar eru Brynja Þorgeirsdóttir og Margrét Erla Maack.

19:50 American Idol (34 og 35/39) Úrslitaslagurinn heldur áfram í American Idol og aðeins fjórir bestu söngvararnir eru eftir.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

19:00 Söngvakeppni 4 evrópskra sjónvarpsstöðva Bein útsending frá úrslitakeppninni í Düsseldorf. Kynnir er Hrafnhildur Halldórsdóttir.

11:35 Blackburn - Man. Utd. Bein útsending frá leik Blackburn Rovers og Manchester United.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

Sunnudagur 4

5

6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:15 Eins og við5værum 4 Tilraunakennd heimildamynd eftir Ragnheiði Gestsdóttur um verk Ragnars Kjartanssonar, Endalokin, sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum ´09.

21:00 The Defenders (17/18) Lögfræðingarnir Nick og Pete leggja allt undir á skjólstæðinga sína í borg freistinganna Las Vegas.

6

STÖÐ 2

Laugardagur 14. maí Sjónvarpið

08:01 Lítil prinsessa 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:11 Skellibær (44:52) 08:15 Oprah 08:21 Konungsríki Benna og Sóleyjar 08:55 Í fínu formi 08:32 Litlu snillingarnir 09:10 Bold and the Beautiful 08:56 Múmínálfarnir (1:39) 09:30 The Doctors 09:06 Veröld dýranna (11:52) 10:15 60 mínútur 09:11 Sveitasæla (3:20) 11:00 Life on Mars (2/17) 09:23 Millý og Mollý (20:26) 11:50 Jamie Oliver’s Food Revolution 09:36 Hrúturinn Hreinn 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 09:44 Engilbert ræður 13:00 Snow Angels 09:52 Lóa (12:52) 14:45 Auddi og Sveppi fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:05 Hérastöð (6:26) 15:10 Leðurblökumaðurinn 10:30 Enginn má við mörgum 15:30 Barnatími Stöðvar 2 11:00 Harpa - opnunarhátíð 17:05 Bold and the Beautiful 13:55 Íslenski boltinn e 17:30 Nágrannar 14:50 Vormenn Íslands (3:7) 17:55 The Simpsons (17/22) 4 5 15:20 Listahátíð 2011 18:23 Veður 15:50 Íslandsmót í hnefaleikum 18:30 Fréttir Stöðvar 2 17:05 Ástin grípur unglinginn (2:10) 18:47 Íþróttir 17:50 Táknmálsfréttir 18:54 Ísland í dag 18:00 Þakbúarnir (4:52) 19:11 Veður 18:20 Fréttir 19:20 Auddi og Sveppi 18:50 Veðurfréttir 19:50 American Idol (34 og 35/39) 19:00 Söngvakeppni evrópskra sjón21:40 Billy Madison varpsstöðva Bein útsending frá 23:10 Mozart and the Whale Rómanúrslitakeppninni í Düsseldorf. tísk mynd um ungt fólk með Kynnir er Hrafnhildur HalldórsAsperger-heilkenni sem fellir dóttir. hugi saman. Aðalhlutverk fara 22:15 Söngvakeppni evrópskra sjónJosh Hartnett og Radha Mitchell. varpsstöðva 00:45 Shooting Gallery 22:30 Lottó 02:25 Conspiracy 22:35 Nýtt tungl 03:55 Snow Angels 00:45 21 gramm e 05:40 Fréttir og Ísland í dag

STÖÐ 2

Sunnudagur Sjónvarpið

07:00 Brunabílarnir / Refurinn Pablo 08:01 Fæturnir á Fanneyju 08:13 Herramenn (18:52) / Strumparnir / Algjör Sveppi 08:24 Ólivía (29:52) 09:20 Latibær 08:34 Töfrahnötturinn 09:35 Stuðboltastelpurnar 08:47 Með afa í vasanum 10:00 Fjörugi teiknimyndatíminn 08:57 Leó 10:25 Bardagauppgjörið 09:01 Finnbogi og Felix 10:50 iCarly (13/45) 09:24 Sígildar teiknimyndir 11:15 Glee (17/22) 09:30 Fínni kostur (13:21) 12:00 Bold and the Beautifulallt fyrir áskrifendur 09:53 Hið mikla Bé 13:40 American Idol (34 og 35/39) 10:30 Laxveldið 15:30 Elite keppnin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:30 Tíðir kvenna e 16:00 Sjálfstætt fólk 12:30 Silfur Egils Beint 16:40 Auddi og Sveppi 13:50 Söngvakeppni evrópskra sjón17:10 ET Weekend varpsstöðva e 17:55 Sjáðu 17:10 Söngvakeppni evrópskra sjón18:30 Fréttir Stöðvar 2 4 5 6 6 varpsstöðva e 18:49 Íþróttir 17:20 Landinn e 18:56 Lottó 17:50 Táknmálsfréttir 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 18:00 Stundin okkar e 19:29 Veður 18:28 Með afa í vasanum (37:52) 19:35 Prince and Me II 18:40 Skúli Skelfir (28:52) 21:10 Loving Leah 18:51 Ungur nemur - gamall temur 22:45 Even Money 19:00 Fréttir 00:35 Shutter 19:30 Veðurfréttir 02:00 Drillbit Taylor 19:40 Landinn 03:40 Love at Large 20:15 Eins og við værum 05:15 ET Weekend 20:50 Downton Abbey (4:7) 05:55 Fréttir 21:40 Sunnudagsbíóið - Kirsuberjablóm 23:45 Silfur Egils E SkjárEinn 08:30 Levante - Barcelona 08:00 Dr. Phil (176/181) 10:15 Spænsku mörkin 08:45 Rachael Ray (176/195) SkjárEinn 11:05 OneAsia Tour - Highlights 09:30 Pepsi MAX tónlist 11:40 Dr. Phil (177/181) 12:00 Golfskóli Birgis Leifs (7/12) 15:30 WAGS, Kids & World Cup Dreams 13:10 Rachael Ray (177/195) SkjárEinn 12:30 FA bikarinn - upphitun 16:20 Girlfriends (12/22) 13:55 Million Dollar Listing (2/9) 13:35 Dr. Phil (175 og 176/181) 13:00 Man. City - Stoke Beint 17:00 Pepsi mörkin 16:40 Rachael Ray (177/195) 14:40 Matarklúbburinn (7/7) 14:20 Dr. Phil (176/181) 17:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar allt fyrir áskrifendur 17:25 Dr. Phil (177/181) 15:05 Spjallið með Sölva (13/16) 15:05 America’s Next Top Model 17:30 Valur - ÍBV 20:30 La Liga Report 18:10 America’s Next Top Model 15:45 Innlit/ útlit (10/10) 15:50 90210 (18/22) 19:20 La Liga Report 21:00 FA bikarinn - upphitun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:20 America’s Funniest Home Videos 21:30 Einvígið á Nesinu 16:15 The Biggest Loser (3 og 4/26) 16:35 The Defenders (16/18) 19:50 Spænski boltinn 17:45 WAGS, Kids & World Cup Dreams 17:20 An Idiot Abroad (4/9) 19:45 Will & Grace (8/25) 22:00 Man. City - Stoke 22:25 European Poker Tour 6 18:35 Girlfriends (14/22) 18:10 Girlfriends (13/22) 20:10 The Biggest Loser (3 og 4/26) 23:50 Spænski boltinn 23:15 Box: M. Pacquiao - Shane Mosley allt fyrir áskrifendur 18:55 Rules of Engagement (1/26) 18:30 The Bachelor (3/11) 21:45 The Bachelor (3/11) 00:00 NBA 2010/2011 - Playoff Games 19:20 Parks & Recreation (1/22) 20:00 Saturday Night Live (20/22) 23:15 Parks & Recreation (1/22) 4 5 6 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:45 America’s Funniest Home Videos 20:55 Boy A 23:40 Law & Order: Los Angeles 22:30 Bronson 00:10 Dr. Phil (173/181) 20:10 An Idiot Abroad (5/9) 07:05 Fulham - Liverpool 00:05 Whose Line is it Anyway? 00:25 Whose Line is it Anyway? 21:00 The Defenders (17/18) 08:50 Reading - Cardiff 07:00 Nott. Forest - Swansea 00:25 Rachael Ray (176/195) 00:50 Saturday Night Live (19/22) 21:50 Californication (7/12) 10:35 Premier League World 15:40 Sunnudagsmessan 00:30 Girlfriends (12/22) 00:55 Dr. Phil (174/181) 22:20 Blue Bloods (15/22) 11:05 Premier League Preview 16:55 Everton - Man. City allt 4 5 6 fyrir áskrifendur 00:50 Spartan 01:45 Girlfriends (11/22) 23:05 Royal Pains (15/18) 11:35 Blackburn Man. Utd. Beint 18:40 Reading Cardiff Beint allt fyrir áskrifendur 02:40 Penn & Teller (7 og 8/10) 02:05 Will & Grace (8/25) 23:55 Saturday Night Live (20/22) 14:00 Blackpool - Bolton 20:45 Ensku mörkin fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:40 Pepsi MAX tónlist 02:25 Penn & Teller (5 og 6/10) 00:50 CSI: New York (3/23) 15:45 WBA - Everton 21:15 Premier League Preview fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 03:25 Pepsi MAX tónlist 01:35 The Defenders (17/18) 17:30 Sunderland - Wolves 21:45 Premier League World 02:20 Pepsi MAX tónlist 19:15 Blackburn - Man. Utd. 22:15 Man. Utd. - Sheffield Wednesday 21:00 Blackpool - Bolton 22:45 Premier League Preview 08:05 The Women 22:45 WBA - Everton 23:15 Reading - Cardiff 10:00 Wedding Daze 08:00 Beverly Hills Cop 4 5 6 allt fyrir áskrifendur00:30 Sunderland - Wolves 10:00 A Fish Called Wanda 08:00 Trading Places 4 5 12:00 Unstable Fables:63 Pigs & a Baby allt fyrir áskrifendur SkjárGolf 12:00 Pétur og kötturinn Brandur 10:00 The Big Bounce 14:00 The Women allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun SkjárGolf 07:00 The Players Championship 14:00 Beverly Hills Cop 12:00 UP 16:00 Wedding Daze fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 07:00 The Players Championship 15:45 Inside the PGA Tour (19/42) 16:00 A Fish Called Wanda 14:00 Trading Places 18:00 Unstable Fables: 3 Pigs & a Baby fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 11:20 Golfing World (83/240) 16:10 Golfing World (85/240) Skjár 18:00 Pétur og kötturinn Brandur 16:00 The Big Bounce 20:00 Something’s Gotta Give 17:10 Golfing World (83/240) 17:00 The Players Championship 20:00 The Ugly Truth 18:00 UP 22:05 Hellboy II: The Golden Army 18:00 The Players Championship 23:00 Golfing World (85/240) 22:00 Into the Storm 20:00 10.000 BC 00:00 Lions for Lambs 4 5 (19/42) 23:00 Inside the PGA Tour 23:50 PGA Tour - Highlights (17/45) 00:00 Friday the 13th 22:006 The Godfather 1 02:00 Brothers of the Head 4 5 6 23:25 ESPN America 00:10 The Players Championship 02:00 Skeleton Man 00:50 Factotum 04:00 Hellboy II: The Golden Army 4 00:10 Golfing World (84/240) 00:45 ESPN America 04:00 Into the Storm 02:20 How to Eat Fried Worms 06:00 10.000 BC 06:00 ESPN America 06:00 ESPN America 06:00 Something’s Gotta Give 04:00 The Godfather 1


sjónvarp 57

Helgin 13.-15. maí 2011

15. maí

STÖÐ 2 07:00 Lalli 07:10 Histeria! 07:35 Áfram Diego, áfram! 08:00 Algjör Sveppi 09:30 Ofuröndin 09:50 Artúr og Mínímóarnir 11:30 Sorry I’ve Got No Head 12:00 Nágrannar 13:45 Mad Men (4/13) allt fyrir áskrifendur 14:35 Amazing Race (2/12) 15:25 Gossip Girl (13/22) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:10 Grey’s Anatomy (19/22) 16:55 Oprah 17:40 60 mínútur 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (14/24) 4 19:40 Sjálfstætt fólk 20:20 The Mentalist (19/24) 21:05 Rizzoli & Isles (1/10) 22:00 Boardwalk Empire (12/12) 23:00 60 mínútur 23:45 Daily Show: Global Edition 00:15 Glee (17/22) 01:00 The Event (19/22) 01:45 Nikita (8/22) 02:30 Saving Grace (8/14) 03:15 The Closer (3/15) 04:00 Undercovers (3/13) 04:40 The Mentalist (19/24) 05:25 Fréttir

Í sjónvarpinu Californication



James Bond með ritvél Rithöfundurinn og svallarinn Hank Moody í Californication er einn af eftirminnilegri sjónvarpskarakterum seinni tíma. Hann er látlaust með allt niðrum sig, og það í orðsins fyllstu merkingu. Erfitt er að meta hvort laðast að honum í meiri mæli meiriháttar vandræði eða kvenfólk. Það er hinn fremur takmarkaði leikari David Duchovny sem fer með hlutverk Moodys og gerir það glimrandi vel, enda siglir Moody í gegnum flestar hremmingar án þess að breyta mikið um svip. Moody er nokkurs konar James Bond með ritvél. Glímir við vandræði og giljar konur þar á milli. Vondu karlarnir eru hins vegar víðs fjarri. Í stað þeirra í persónugalleríinu eru ýmsir aðr5

ir skrautlegir karakterar. Ávallt eru til staðar fyrrverandi eiginkonan, sem er ekki laus undan álögum Moodys, dóttirin og ófríði besti vinurinn og kona hans. Við bætast svo nýjar persónur sem koma mislengi og mikið við sögu. Ein sú skemmtilegasta í þeim hópi var ofurtónlistarframleiðandinn Lew Ashby, leikinn frábærlega af Englendingnum Callum Keith Rennie, en hann gekk svo hratt um gleðinnar dyr að hann hneig örendur niður eftir tólf þætti. Leiksvið Californication er Los Angeles og er tekist af krafti á við allar helstu klisjurnar sem tengjast borginni; kynlíf, eiturlyf og rokk og ról. Moody dregur ekki af sér á neinu sviði. Californication er á sínum fjórða vetri á Skjá einum en

6

eftir að hafa misst nokkuð flugið í þriðju seríunni hafa Moody og félagar náð sér aftur vel á strik. Jón Kaldal

BIKINÍ-ÁSKORUN

08:15 Spænski boltinn 10:00 Pepsi mörkin 11:10 Man. City - Stoke 13:00 Maekyung Open 16:00 OneAsia Tour - Highlights 16:50 Spænski boltinn 19:00 NBA 2010/2011 - Playoff alltBeint fyrir áskrifendur 22:00 Golfskóli Birgis Leifs (7/12) 22:25 Spænski boltinn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

10:05 Blackpool - Bolton 11:50 Premier League World 12:20 Chelsea - Newcastle Beint 14:45 Liverpool - Tottenham Beint allt fyrir áskrifendur 17:00 Sunnudagsmessan 18:15 Wigan - West Ham fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:00 Sunnudagsmessan 21:15 Arsenal - Aston Villa 23:00 Sunnudagsmessan 00:15 Birmingham - Fulham 02:00 Sunnudagsmessan 4

SkjárGolf 07:10 The Players Championship 13:00 The Players Championship 18:00 The Players Championship 23:00 Golfing World (85/240) 23:50 ESPN America 00:00 Golfing World (85/240) 00:50 The Players Championship 06:00 ESPN America

4

5

5

6

6

Taktu áskorun og vertu í þínu allra besta formi í sumar. Vertu léttari á þér, léttari í lund, sterkari og flottari! Innifalið í námskeiðinu: •

Þjálfun og mataræði tekið í gegn

Sérhannað æfingakerfi sem miðar að því að komast úr stöðnun

og tryggja að þú komist í þitt allra besta form

Auka æfingaáætlun til að tryggja þátttakendum hámarksárangur

Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti

og gufuböðum

Dagleg hvatning, fróðleikur og aðgangur að uppskriftum frá

Ágústu Johnson á lokuðu heimasvæði inni á www.hreyfing.is

Sérstakt mataræði sem er byggt upp á sama hátt og vinsælt

er hjá Hollywood-stjörnum sem þurfa að koma sér í toppform

Allar nánari upplýsingar um

fyrir rauða dregilinn –við tryggjum að það er heilsusamlegt

námskeiðin, tímasetningu,

og skynsamlegt!

verð og skráningu finnur

Mælingar – vigtun og fitumælingar – fyrir og eftir

Kvöldstund í Blue Lagoon spa

þú á www.hreyfing.is


58

bíó

Helgin 13.-15. maí 2011

bíódómur Fast&Furious 5: Rio Heist 

B

Íslenskt bíósumar í Paradís

Ágætis fjör en ... Fast&Furious-myndirnar eru í það heila ekkert síðri hasarspennumyndir en gengur og gerist í þessum ómissandi flokki heiladauðrar afþreyingar. Þær eru hins vegar ekkert sérstaklega yfir meðallagi heldur og þótt fyrstu tvær myndirnar hafi skilað öllu sem af þeim var ætlast þegar kom að flottum bílum, hraustum gæjum, flottum gellum, hraða og byssulátum þá er nú ósköp fátt sem réttlætir að þessi lopi sé teygður út í hið óendanlega. Þessi fimmta mynd er merkilega góð miðað við hversu oft hefur ver-

ið djöflast á F&F-vörumerkinu. Hér leiða þeir saman bíla sína eina ferðina enn, Vin Diesel og Paul Walker, og þótt leitun sé að leiðinlegri leikara en Walker þá er alltaf eitthvað krúttlegt við að sjá þessa tvo spila sig flotta gæja saman. Diesel kom fram á sjónarsviðið fyrir margt löngu sem grjótharður töffari með magnaða rödd. Hann má muna sinn fífil fegri og svo hratt hefur fjarað undan honum að líklega hefur honum verið nauðugur einn kostur að slá til og leika ökufantinn Dominic Toretto eina ferðina enn.

frumsýndar

Flóttinn úr helvíti

Nicolas Cage kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að hlutverkavali og í þrívíddarmyndinni Drive Angry leikur hann glæpamanninn John Milton (nafna skáldsins blinda sem orti Paradísarmissi í kringum 1650). Milton þessi brýst út út helvíti þar sem hann eyðir eilífðinni í þeim tilgangi að drepa leiðtoga sértrúarsafnaðar

Walker endurtekur rullu sína sem fyrrum löggan Brian O’Conner. Hann bjargar sínum gamla félaga Dominic úr fangelsi og þeir leggja strax drögin að stórráni í Rio þar sem kraftmiklir bílar eru lykilatriði. Meira er svo sem ekki um söguþráð Fast&Furious 5 að segja enda er hann aukaatriði. Það sem mestu máli skiptir er hasarinn,

bílaeltingaleikirnir og bardagarnir og þar svíkur þessi mynd ekki. Þeir sem eru að leita að einhverju öðru eru á villigötum. Dwayne Johnson, áður The Rock, er fersk viðbót í þessu öllu saman en hann leikur járngrimman FBI-mann sem hefur það verkefni að koma Toretto á bak við lás og slá. Það eru samt ekkert sérstaklega góð tíðindi fyrir Diesel að Dwayne sé aðalgæinn enda er nú líklega mál til komið að stíga hraustlega á bremsuna í eitt skipti fyrir öll. Þórarinn Þórarinsson

Bíó Paradís sýnir íslenskar bíómyndir daglega í allt sumar. Bæði leiknar bíómyndir í fullri lengd og fjölda heimildarmynda. Myndirnar verða allar sýndar með enskum texta og eru sýningarnar stílaðar inn á erlenda ferðamenn, en hér er einnig kjörið tækifæri fyrir Íslendinga til að rifja upp kynni af eldri myndum eða sjá eitthvað sem farið hefur hjá garði. Myndirnar, sem spanna rúmlega tuttugu ára tímabil, verða í sýningum frá maí og fram í septemberbyrjun. Eitt af lykilhlutverkum Bíó Paradísar er að veita íslenskum almenningi, sem og erlendum gestum, aðgang að íslenskri kvikmyndasögu og er þessi sýningaröð hluti af því.

matthew McConaughey Brunar í réttarsalinn á ný

Og vonandi getur maður meira teygt úr sér þegar líður á seinni hlutann og fengið kannski eitthvert smá sumarfrí út úr þessu.

sem myrti dóttur hans og rændi barnabarni til þess að fórna því í einhverri djöflamessu. Ung þjónustustúlka slæst í för með Milton í þessum björgunarleiðangri frá víti og ýmislegt gengur á áður en Milton kemst á áfangastað og fær tækifæri til að bjarga dótturdóttur sinni. Aðrir miðlar: Imdb: 6,1, Rotten Tomatoes: 45%, Metacritic: 44/100

Animals United

Priest Menn og vampírur hafa tekist á öldum saman. Stríðsmaðurinn Priest varð að goðsögn í liðnu vampírustríði en býr nú við kröpp kjör í hrörlegri borg sem lýtur stjórn kirkjunnar. Þegar trylltar vampírur ræna ungri frænku Priests ákveður hann að rjúfa gömul heit og rifja upp gamla takta við vampírudráp og bjarga frænku sinni áður en vampírurnar breyta henni í lifandi dauða blóðsugu. Sá ágæti leikari Paul Bettany leikur prestinn en hin magnaða Maggie Q (Nikita) slæst í för með honum sem heldur betur vopnfim gella. Aðrir miðlar: Imdb: 5,8, Rotten Tomatoes: 13%, Metacritic: -

Teiknimynd um hóp dýra á sléttum Afríku sem sjá fram á blóðuga baráttu um síðustu vatnsdropana þegar flóð lætur á sér standa. Jarðkötturinn Billy heldur af stað til þess að leita að vatni ásamt félaga sínum, ímyndunarveika ljóninu Socrates. Á leið sini kynnast þeir alls kyns dýrum sem eru á hrakhólum vegna verka mannanna og komast loks að því að stífla heldur vatninu þeirra frá þeim. Aðrir miðlar: Imdb: 4.7, Rotten Tomatoes: 29%, Metacritic: -

Eldfjall Rúnars fjallar um Hannes, 67 ára mann sem er að komast á eftirlaunaaldur. Hann er karlmaður af gamla skólanum, einangraður frá fjölskyldunni og heimilinu og þarf nú að takast á við nýtt hlutverk í lífinu.

Water for Elephants Reese Witherspoon, Robert Pattinson og Christoph Waltz fara með helstu hlutverk í þessari mynd sem segir frá dýralæknanemanum Jacobi sem hættir í skóla og gengur í sirkus eftir að foreldrar hans deyja. Þar hittir hann og kynnist sirkusstjóranum harðsvíraða, August, og konu hans, hinni fögru Marlena. Með þeim tekst ástarsamband sem á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar. Aðrir miðlar: Imdb:6,9, Rotten Tomatoes: 58%, Metacritic: 52/100

Gott verð Sumeraritíðminn á pallaefni! Aðeins um helgina!

30% afsláttur

af alhefluðu pallefni. Gagnvarin fura, 22x95 mm, lengd 3,60 m. (Vnr. 0058324)

Hentugt fyrir palladekkið!

Óljós mörk vinnu og skemmtunar Rúnar Rúnarsson hefur getið sér gott orð fyrir stuttmyndir sínar. Eldfjall er fyrsta mynd hans í fullri lengd. Myndin er frumsýnd í Cannes í dag, föstudag, en þar keppir hún til verðlauna í flokknum Directors Fortnight og jafnframt um hin virtu Camera d´Or-verðlaun og óhætt er að segja að Eldfjall sé í brennidepli þar sem Frédéric Boyer, listrænn stjórnandi Directors Fortnight, hefur nefnt Eldfjall sem eina af sínum þremur uppáhaldsmyndum í flokknum.

M

aður er bara að skella í vél og sækja úr fatahreinsuninni,“ sagði Rúnar þegar Fréttatíminn náði tali af honum í vikunni. Hann var þá í óða önn að pakka sér niður en hann flaug á vit ævintýranna á hinni mögnuðu kvikmyndahátíð í Cannes á fimmtudag og verður, ásamt fríðu föruneyti, viðstaddur frumsýningu Eldfjalls í dag, föstudag. Rúnar er ýmsu vanur þegar hátíðin í Cannes er annars vegar en hann hefur verið þar í tvígang með stuttmyndir en meira gengur þó vissulega á þegar mætt er til leiks með mynd í fullri lengd. „Þetta er pínulítið öðruvísi og nú er ég með einhvern fjölmiðlafulltrúa sem er á fullu að bóka mig þannig að manni líður bara eins og maður sé allt að því orðinn fullorðinn.“ Í Cannes er margt sem heillar. Partí og veisluhöld eru á hverju horni og áhugaverðar bíómyndir rúlla í fjölda kvikmyndahúsa frá morgni til kvölds. Rúnar gerir þó ráð fyrir að þurfa að neita sér um slíkan lúxus, í það minnsta framan af hátíðinni. „Þetta hefur nú alltaf verið þannig að þegar maður hélt að maður ætti frí, kannski á morgnana, þá komu alltaf upp einhverjir fundir eða eitthvað sem þurfti að gera þannig að ég veit ekki í hvað stefnir með þessa mynd. Ég er búinn að sjá

dagskrána mína fyrir fyrstu fjóra dagana og hún er svo stíf að það liggur við að það séu skrifaðar inn klósettferðir á mig. Það er samt svo fyndið við þessa hátíð að það er svo gaman í vinnunni að maður veit ekki alltaf hvenær maður er að skemmta sér og hvenær maður er í vinnunni. Það er skemmtileg móða þarna á milli.“ Kvikmyndahátíðin í Cannes er ekki síst risastór kvikmyndamarkaður þar sem fólk keppist við að vekja athygli á sér og myndum sínum. Rúnar þarf þó ekki að hafa miklar áhyggjur af þeim þætti hátíðarinnar þar sem sölufyrirtækið Trust Nordisk hefur tryggt sér alþjóðlegt söluumboð á Eldfjalli. Fyrirtækið er einnig með Melancholia, nýjustu mynd Lars von Trier, á sínum snærum en hún keppir um Gullpálmann í ár. „Trust sýndi myndinni mikinn áhuga og sótti stíft í hana þannig að það lá beint við að semja við þá enda er þetta traust fyrirtæki.“ Rúnar er í Cannes ásamt fríðu föruneyti. Þar á meðal eru aðalleikararnir Theodór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannssdóttir, helstu leikarar í aukahlutverkum, þau Elma Lísa Gunnarsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Benedikt Erlingsson. Þá er tónskáld myndarinnar, Kjartan Sveinsson, með í för auk framleiðendanna Skúla Malm-

bíó

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

quist og Þóris Snæs frá ZikZak. „Þetta er alveg heil skrúðganga,“ segir Rúnar. Kvikmyndahátíðin stendur í tvær vikur og Rúnar ætlar að vera allan tímann. „Við ákváðum að vera þarna allan tímann. Og vonandi getur maður meira teygt úr sér þegar líður á seinni hlutann og fengið kannski eitthvert smá sumarfrí út úr þessu og séð góðar bíómyndir. Svo er nú ekkert að ströndinni þarna ef maður kemst á hana.“ Talsverð eftirvænting er eftir frumsýningu Eldfjalls enda hafa fáir leikstjórar hlotið jafn mörg verðlaun fyrir stuttmyndir á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum og Rúnar. Þótt Eldfjall hafi verið tekin upp á Íslandi haustið 2010 hefur eftirfylgni hennar átt athygli og huga Rúnars sem þó er farinn að huga að næstu mynd. „Ég er með næstu mynd í einhverri smá móðu í kollinum á mér. Og þegar ég er búinn að ná þessari mynd úr mér þá verð ég að setjast niður og fara að skrifa.“


ÍSLENSKA SIA.IS CIN 54991 05.2011

CINTAMANI BANKASTRÆTI 7 101 REYKJAVÍK, S. 533 3390 OPIÐ 8–20 ALLA DAGA

CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3 210 GARÐABÆ, S. 533 3805 MÁN–FöST 10–18. LAU 11–14

CINTAMANI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK, S. 533 3003 AFGREIÐSLUTÍMi KRINGLUNNAR


60

tíska

Helgin 13.-15. maí 2011

Richie stefnir hærra

Það er ekki alveg vitað hvort Nicole Richie öðlaðist frægð fyrir annað en að vera dóttir söngvarans Lionels Richie en það virðst vera nóg. Hún hefur haft mikið fyrir stafni á síðustu árum og einblínir nú á fatalínuna sína, House of Harlow, sem hún hefur haldið úti í nokkur ár. Línan hefur aðallega samanstaðið af ódýrum hippaklæðnaði, ódýrum skartgripum og fylgihlutum. En nú virðist hún vera að taka aðra stefnu og er farin að hanna skartgripi sem hún hefur ekki látið frá sér áður. Áður fyrr voru skartgripirnir hennar gerðir úr ódýrum efnum en nýja línan mun koma á næstu dögum þar sem hver einasti skartgripur mun skarta demöntum. Þetta verður mjög lítil lína, með fáum eintökum, og mun hver gripur ekki kosta minna en tæpar sex milljónir íslenskra króna. Það lítur út fyrir að Richie ætli að koma sér út í djúpu laug tískubransans.

Fordómarnir gleymast fljótt Okkur þykir líklega flestum gaman að dubba aðeins upp á útlitið af og til. Sérstaklega fyrir einhverjar skemmtilegar uppákomur. Fara í fín föt, mála okkur og punta og njóta þess að fegra útlitið. Það er ekkert betra en að líða vel í eigin skinni, njóta og gera þetta helst fyrir sjálfan sig. Ekki aðra. Það vill svo til að ég er að fara að útskrifast núna í vor. Loksins. Eftir fjögurra ára nám er ég loksins að klára. Laus úr viðjum menntakerfisins. Í bili allavega. Útskriftardagurinn er mér og mínum samnemendum mikilvægur. Undirbúningurinn fyrir daginn hefur lengi legið í loftinu og fyrir mörgum, mörgum mánuðum byrjuðum við stelpurnar að ákveða og plana. Ég hef líklega fjárfest í fleiri en fimm útskriftarkjólum yfir veturinn og ekki enn búin að ákveða hver verður fyrir valinu. Hef enga skýringu á því hvers vegna þetta er mér svona erfitt. Tískan er bara svo gríðarlega fjölbreytileg þetta árið. Allt er leyfilegt og allt er flott. Þegar ég var stödd í New York fyrir viku leituðu augun ósjálfrátt í átt að kjólunum. Ég reyndi að binda hendur mínar fastar svo að ég færi nú ekki að bæta enn einum í safnið. Ég tók þó eftir því að sparikjólatískan er að taka aðra stefnu en verið hefur síðustu árin. Maður hafði mikla fordóma gagnvart síðkjólum og opnu baki en svo virðist sem einmitt það tröllríði nú allri tísku. Nýja línan frá H&M einkennist til dæmis aðallega af flottum síðkjólum, sumarlegum og sætum, sem ég gæti vel hugsað mér að nota í sumar. Þeir fordómar sem ég hafði gagnvart þessari tísku hafa fokið burt á augabragði. Svona breytist tískan fljótt.

KVEIKT’Á KANANUM SIGGI GUNN

Naglalakk frá Serenu Williams Vinsældir naglalakksins frá fyrirtækinu OPI hafa svo sannarlega farið vaxandi síðustu mánuði og með svokallaða

black shatter-naglalakkinu varð allt vitlaust. Nú hefur fyrirtækið gefið frá sér enn aðra línuna sem hönnuð var í sam-

Landsliðsbúningar frá McCartney

starfi við tenniskonuna Serenu Williams. Línan nefnist Glam Slam! og inniheldur alls fjögur gerðir af naglalakki. Tvær þeirra er svokallað shatter-naglalakk, hvítt og rautt, sem brotnar, og tvær ferðir af glimmernaglalakki, fjólublátt og gulllitað. Línan hefur fengið góðar viðtökur og mun koma til landsins á næstu vikum.

Bítladóttirin Stella McCartney tilkynnti á dögunum að henni hefði boðist gríðarlega mikilvægt verkefni sem hún myndi vinna að á næstu vikum. Íþróttamerkið Adidas fékk Stellu það hlutverk að hanna ólympíukeppnisbúningana fyrir landslið Breta fyrir leikana sem haldnir verða næsta sumar. Það er vissulega enginn skortur á verkefnum fyrir fatahönnuðinn. Ásamt því að leggja sig alla fram við hönnun landsliðsbúninganna mun hún halda áfram að annast börnin sín fjögur og reka stórt heimili fjölskyldunnar.

Þriðjudagur Skór: Jerneys Stuttbuxur: Vila Skyrta: Zara Veski: Louis Vuitton

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

5

Mánudagur Skór: Kaupfélagið Buxur: Zara Skyrta: Zara Peysa: H&M

Stíllinn breytist eftir árstíðum Hildur Edda Gunnarsdóttir er 21 árs lögfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og með skólanum kennir hún ballett í Klassíska listdansskólanum. „Ég myndi lýsa stílnum mínum sem mjög venjulegum. Ég sæki mikið í það sem er í tísku og það sem mér finnst flott. Hann breytist því eftir árstíðum og þegar sumarið er komið elska ég að klæða mig sumarlega. Fötin mín kaupi ég mest í

Ameríku, þá helst í Forever21 og H&M en hérna heima versla ég aðallega í Zöru og Topshop. Tískublogg veitir mér mikinn innblástur og þá sérstaklega sænski tískubloggarinn Kenza. Hún er mjög venjuleg en alltaf flott; mikill frumkvöðull og er með tískuna á hreinu. Bloggarinn Elin Kling er líka rosalega flott og gaman að fylgjast með hennar stíl.“

Miðvikudagur Skór: Converse Buxur: Zara Peysa: Zara Armband: Forever21

Fimmtudagur Skór: Converse Buxur: Zara Jakki: Zara Peysa: Forever21

Föstudagur Skór: Jerneys Buxur: Zara Jakki: Zara Bolur: Gap

dagar dress


Helgin 13.-15. maí 2011

Litríku fötin víkja fyrir haustinu

STUNDUM ER HÁRIÐ ÓSTÝRLÁTT OG ERFITT. ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ ER YFIRLEITT SÚ AÐ HÁRIÐ HEFUR SKADDAST Á EINHVERN HÁTT.

Þ

NÝTT DOVE INTENSE REPAIR SJAMPÓ

rátt fyrir að sumarið sé að detta inn og við höfum ekkert annað í huga en sumarkjóla og sandala eru tískufyrirtæki heims farin að frumsýna hausttískuna 2011. Fatamerkið H&M hóf á dögunum nýja herferð sem aðeins sýndi hlýjan fatnað, ætlaðan fyrir haustið, og samkvæmt henni fær litagleðin að víkja fyrir dekkri litum; brúnu, mosagrænu, svörtu og dröppuðu. Litirnir fá því ekki að njóta sín lengi og því er um að gera að nýta tækifærið í botn og klæðast eingöngu ævintýralega litríkum flíkum.

Litirnir fá því ekki að njóta sín lengi ... “

OG HÁRNÆRING MEÐ FIBER ACTIVE TECHNOLOGY SMÝGUR DJÚPT Í HÁRIN OG BYGGIR ÞAU UPP INNAN FRÁ ÞANNIG AÐ HÁRIÐ LIFNAR VIÐ AÐ NÝJU.

repair therapy

DOVE INTENSE REPAIR ER SÉRFRÆÐIMEÐFERÐ FYRIR MEÐHÖNDLAÐ HÁR.

14.590.-

8.990.-

19.990.-

21.990.-

9.890.-

14.990.-

8.990.-

9.890.-

14.990.-

15.990.-

14.990.

19.690.-

EUROVISION STEMNING Í ÞRÍR POKAR AF STJÖRNUSNAKKI FYLGJA ÖLLUM SKÓPÖRUM

fyrstu hæð

Sími 511 2020

Erum á


62

tíska

Helgin 13.-15. maí 2011

Konungleg brúðkaupsferð Fyrir tveimur vikum gekk William krónprins Bretlands að eiga Kate Middleton og vakti það að sjálfsögðu heimsathygli. Á miðvikudaginn var lögðu þau af stað í brúðkaupsferðina þar sem þau ætla að njóta hvort annars og höfðu þau kosið að halda áfangastaðnum leyndum. Það var þó ekki lengi að berast til fjölmiðla hvert hjónin héldu og í gær hafði starfsmaður hjá ferðaþjónustu á Seychelles-eyjum samband við breska fjölmiðilinn Telegraph, sem bar kennsl á parið á einni eyjunni. Þau höfðu komið með þyrluflugi til Seychelles-eyjanna þar sem þau munu verja næstu tíu dögum í þvílíkri einkaparadís.

 K auptu stílinn Vanessa Hudgens

Sjálfstæð í klæðavali

L

eikkonan Vanessa Hudgens er alltaf flott til fara og kann svo sannarlega að klæða sig eftir nýjustu tísku. Hún er alltaf nokkrum mánuðum á undan tískunni og er gríðarlega meðvituð. Hún hefur sinn eigin stíl, klæðist því sem henni hentar og hefur engar áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Hún er sjálfstæð og á svo sannarlega greiða leið í tískubransanum. Fyrir þremur árum kom hún með sína fyrstu fatalínu með eigin hönnun sem hefur selst mjög vel.

TILBOÐ MÁNAÐARINS

DIGEST SAFI

Lífrænn og ljúffengur ávaxtasafi, náttúruleg uppspretta sorbitols úr sveskjum, fíkjum og fleiri ávöxtum.

BIOTTA 20% AFSLÁTTUR TILBOÐIÐ GILDIR ÚT MAÍ

RAUÐBEÐUSAFI

Hreinsandi eiginleikar og einstakt næringargildi. 100% lífræn ræktun.

Vero Moda, 2.990 kr.

–einfalt og ódýrt

Spönginni • Hólagarði • Hagkaup Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is

m u j g n e l m a r F a n i ð e l g r a m su m að næstu helgi

Vero Moda, 2.990 kr.

Vero Moda, 2.499 kr.

fra

ði gömlu æ sn ú h í ð æ h . 2 i, rg to is ð Ei Erum á i) rg to á i n in i kk e th a ( r a n n fu blómasto

Hagkaup, 4.990 kr.

Opnunartími: Miðvikudagur 11. maí 12 - 18 Föstudagur 13. maí 10 - 18 Laugardagur 14. maí 10 - 18

www.smaskor.is

Fókus, 9.990 kr.


tíska 63

Helgin 13.-15. maí 2011

Fékk tækifærið upp í hendurnar

www.lyfja.is

– Lifið heil

Hattatískan í konunglega brúðkaupinu sem fór fram í London í síðasta mánuði vakti heimsathygli. Það var þó einn hattur sem vakti aðeins meiri athygli en aðrir og það var Beatrice prinsessa, frænka brúðgumans, sem bar hann. Hatturinn hennar var kremlitaður, minnti helst á fljúgandi spagettí og er strax kominn með sína eigin Facebook- og Twitter-síðu. Móðir prinsessunnar sagði í viðtali við Opruh á dögunum að dóttirin myndi selja þennan umtalaða grip á ebay á næstu dögum og að gróðinn ætti að renna til styrktar sjúkum börnum í Afríku. Hönnuðurinn Phillip Treacy er líklega mest umtalaði hattahönnuður heims um þessar mundir og segir sjálfur frá því að hatturinn eigi án efa eftir að seljast fyrir margar milljónir dala.

ERTU AÐ FARA Í EUROVISIONPARTÝ?

Umtalaði hatturinn á ebay

Er svitalykt eða táfýla?

Fyrir þig í Lyfju ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 54872 05/11

SUNNY GREEN CHLORELLA

M

yndir af nýjustu línu Victoriu Beckham hafa lekið á netið og hefur efnið vakið mikinn áhuga meðal gagnrýnanda. Flott fatahönnun söngkonunnar féll þó í skuggann af óþekktri fyrirsætu sem sat fyrir. Enginn virtist kannast við hana og sögðu gagnrýnendur þetta vera ólíkt sönkonunni að velja ekki þekkt andlit. Nú hefur nafn fyrirsætunnar verið grafið upp og heitir hún Alice Greczyn og er tuttugu og sex ára. Söngkonan rakst á hana í samkvæmi á Malibu-ströndinni í Los Angeles í fyrra og voru það sérkennilegar freknur í andliti Alice sem vöktu athygli hennar. Victoria bauð henni strax vinnu og var þetta fyrsta fyrirsætustarfið hennar Alice. Það er ekki á hverju degi sem maður lendir í slíku.

FAGNAÐU

Í FÖTUM

FRÁ NEXT

Full búð af flottum fatnaði

fyrir alla fjölskylduna! FYRIR ÞIG OG ÞÁ SEM ÞÉR ÞYKIR VÆNST UM!


iPad original (Fyrsta kynslóð) iPad 16GB Wi-Fi 49.990.-*

iPad 32GB Wi-Fi + 3G 99.990.-*

iPad 16GB Wi-Fi + 3G 69.990.-*

iPad 64GB Wi-Fi 109.990.-*

iPad 32GB Wi-Fi 79.990.-*

iPad 64GB Wi-Fi + 3GB 114.990.-*

Verð: 119.990.-


Verð nú: 249.990.-*

Verð nú: 179.990.-

*

* Vörur á rýmingarsölu eru í takmörkuðu magni, ATH: sum eintök eru sýningareintök Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar.


66

menning

Helgin 13.-15. maí 2011

leikdómur Verði þér að góðu

Samkvæmisljónið krufið

Þ

Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is

að er ýmislegt háskalega kunnuglegt í nýju leikriti hópsins Ég og vinir mínir en sýningin Verði þér að góðu er samt mjög fjarri því að vera fyrirsjáanleg. Í verkinu er félagsleg hegðun fólks í samkvæmum krufin með öllum mögulegum Verði þér að tólum sviðsgóðu listarinnar.  Viðkvæmni, Ég og vinir mínir / tilgerð, öfgar Þjóðleikhúsið og fáránleiki mannfólksins í allri sinni smæð (og stærð) er haglega komið til skila í bæði leik og dansi. Mér er nær að halda að þessi uppfærsla sé ígildi meistaraprófs í mannfræði. Innsæi aðstandendanna og ástríða er nefnilega aðdáunarverð. Eitt aðalviðfangsefni verksins er hvernig samskipti mannskepnunnar flækjast gríðarlega við það eitt að einhver verður vitni að þeim. Partí-sjálfin leika afar lausum hala á sviðinu, eins og ýktar útgáfur af einstaklingum, og afhjúpa sig í litlum frásögnum þar sem allt snýst um að koma sem best fyrir. Þarna kristallast öryggi, gredda, athyglisþrá og hömluleysi félagsvera sem við flest könnumst við en sýningin er svo fyndin að það ískrar í salnum. Á sviðinu er hópurinn eins og vel smurð vél, afskaplega samstilltur og marghæfur en gefur þó færi á snörpum einstaklingssprettum. Þannig var Friðgeir Einarsson, sem að sönnu mætti

Viltu vera heimilisvinur? www.soleyogfelagar.is

Mér er nær að halda að þessi uppfærsla sé ígildi meistaraprófs í mannfræði.

kalla Norðurlandameistara í vandræðagangi, yndislegur sem maðurinn sem kann ekki að segja frá. Samsöngur hans og Álfrúnar Örnólfsdóttur í hik-beat-brjálæðinu verður lengi í minnum hafður sem og táradalur Álfrúnar í æðislegri „lauk-senu“. Grimmilega kímið rifrildi Dóru Jóhannsdóttur og Sveins Ólafs Gunnarssonar í upphafi verksins sló tóninn fyrir það sem á eftir fór – þar var allt undir; líkamsbeiting, tímasetningar, holning og rödd í afskaplega vel útfærðri senu/ sennu. Ógleymanlegur táldráttur Sögu Sigurðardóttur var feiknaflottur og Margrét Bjarnadóttir var hreinlega dáleiðandi í einu og öllu – ekki síst frumlegheita-orgíunni ásamt piltunum tveimur. Gísli Galdur Þorgeirsson smíðar hljóðumgjörð verksins og spilar sig bæði inn í og út úr því. Hann er flottur MC og senuþjófur á köflum. Gísli gæti vafalítið blásið lífi í steingerving með sinni músík

fengi hann færi á því. Útlit og yfirbragð sýningarinnar er stílhreint og litríkt. Sviðið er hálf-klínískur hvítur leikvöllur, ofurlýstur af ljósameistaranum Ólafi Ágústi Stefánssyni. Hópurinn er skrifaður fyrir leikmynd og búningum ásamt Rósu Hrund Kristjánsdóttur. Hún ætti að vinna meira fyrir leikhús, eins fjölhæf og skarpskyggn og hún er og verk hennar bera vott um. Ég vil nýta þetta tækifæri til að biðja alla þá sem hafa séð undirritaða haga sér fáránlega í samkvæmum bljúgrar velvirðingar á því. Á sama tíma finn ég til mikillar huggunar yfir því að vera ekki ein um þann asnagang. Sýningin Verði þér að góðu er frábær upptaktur fyrir eða eftir partí, hana er hægt að ræða tímunum saman og endurleika fyrir vini sína. Endilega drífið ykkur í leikhús. Niðurstaða: Sýning fyrir alla sem hafa farið í partí, eða langar í partý. Kristrún Heiða Hauksdóttir

Plötuhorn Dr. Gunna

ÞÆGILEG LEIÐ TIL AÐ HREINSA LÍKAMANN Á 10 DÖGUM

Er efsta talan óhneppt... ...hreinsaðu kroppinn fyrir sumarið

KUREN 10 daga hreinsikúr (detox)* hefur hjálpað fjölmörgum að minnka mittismálið, efla meltingu og bæta dagsformið. *Ekki þarf að breyta um mataræði á meðan 10 daga KUREN hreinsikúr stendur en þeir sem vilja léttast er bent á að borða reglulega léttan og ferskan mat. Auðvelt blandið 25 ml. út í stórt glas af vatni og drekkið fyrir morgunmáltíð. Prentun.is

50% afsláttur

Innflutningsaðili:

Við bjóðum 50% afslátt af KUREN frá 10 maí til 10 júní (ef birgðir endast) á eftirfarandi sölustöðum: Öllum apótekum, heilsubúðum, Hagkaup, Fjarðarkaup og þín verslun Seljabraut.

Ástin og lífið 1971-2011

... en hún snýst nú samt

Eurovision 2011







Magnús og Jóhann

Start

Ýmsir flytjendur

Pétur Kristjáns var búinn að vera í lægð í nokkur ár þegar yngri strákar, með Eika Hauks í fararbroddi, fengu hann í nýja rokkgrúppu, Start. Stefnan var tekin á ballspilamennsku og „kóperingar“ en svo varð frumsamið iðnaðarrokk ofan á og áhrifin komu frá böndum eins og Loverboy og Foreigner. Tónlist Start hefur elst ágætlega. Hittarar bandsins, Sekur, Seinna meir og Lífið og tilveran, eru enn jafn gasafínir og þeir voru, bara verst að hin lögin eru mörg hver ekki alveg jafn sterk, sum dálítið slöpp meira að segja. Á þessum diski er LP-platan, smáskífan og þrjú aukalög frá 21. öldinni. Það hefði alveg mátt splæsa í átta bls. í viðbót í bæklingnum, en svona heilt yfir er þetta ágætlega heppnuð endurútgáfa og rokkið hressilegt.

Eurovision ætti að kynna manni músíkmenningu Evrópulanda sem við heyrum aldrei frá annars. Þess í stað kynnir keppnin mann fyrir klisjum keppninnar sjálfrar, eins og þær hafa þróast í áranna rás. Íslensku sigurlögin endurspegla til dæmis ekki íslenskan poppsamtíma, heldur eru þau kafli út af fyrir sig. En allavega: Eurovision-árgangurinn í ár er undir meðallagi þótt lögin hafi aldrei verið fleiri. Hér er þeim 43 raðað í stafrófsröð á tvo diska. Flest eru þunnildi sem gleymast hratt en nokkur rísa upp úr moðinu og gætu lifað lengur en fram á sunnudaginn. Það má samt alltaf hafa gaman að þessari keppni – komi maður sér bara upp húmor fyrir henni – og diskurinn er nauðsynlegur fyrir æstustu aðdáendurna.

Ég held að það þurfi ekki að taka það fram að Magnús og Jóhann eru frábærir lagahöfundar, en þótt þeir hafi fylgst að hafa þeir aldrei samið lög saman. Þeir hafa lagt inn í ýmis hólf poppsins, en mest verið í sjeddifínum ballöðum. Þar eru þeir góðir – stundum þó aðeins of harmrænir fyrir minn smekk – en glysrokk, flottrokk og svuntuþeysapopp hefur líka virkað stórvel hjá þeim. Á þessum 40 laga tveggja diska ferilspakka eru smellirnir vitanlega í hrönnum. Upprunalegar upptökur eru látnar standa, en lög sem aðrir tóku upprunalega eru hér flutt upp á nýtt af þeim sjálfum ásamt hljómsveit sem leidd er af Jóni Ólafssyni. Svo fáum við tvö glæný lög í kaupbæti. Flottur pakki frá miklum meisturum.



Helgin 13.-15. maí 2011

Tónleikar Átthagafélag Vestmannaeyinga

Ljósmynd/Guðný Helga Guðmundsson

BYKO klúbbstilboð!

Gildir til 19. maí 2011

Þessar vörur eru á frábæru BYKO klúbbstilboði í næstu BYKO verslun. Tilboðin gilda aðeins fyrir þá sem eru í BYKO klúbbnum. Þú getur skráð þig í BYKO-klúbbinn í næstu verslun eða á www.byko.is

10.000 kr. afsláttur að auki færðu 5.000 kr. fyrir gamla hjólið upp í nýtt hjól!

Hjól úr áli

Vnr. 49620203

Reiðhjól 26” fjallahjól úr áli, 18 gíra, silfurlitað.

29.900 Fullt verð: 39.990

Sönghópur Áttahagafélags Vestmannaeyinga í Reykjavík.

Fagna 100 ára afmæli Oddgeirs Kristjánssonar S

önghópur Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu heldur tónleika í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg í Reykjavík laugardaginn 14. maí klukkan 15. Á efnisskránni eru ýmis Eyjalög og textar. Í ár eru hundrað ár liðin síðan eitt ástsælasta söngvaskáld Vestmannaeyinga, Oddgeir Kristjánsson, fæddist og eru þessir tónleikar hluti af röð atburða á vegum Vestmannaeyinga til að minnast þessa jöfurs í tón-

26“

20% afsláttur

Mikið úrval af sumardekkjum!

af sumardekkjum!

steindi jr . Sefur lítið þessa dagana

Í gellufans á golfvelli S

Þú færð 4.000 kr. ávísun að auki upp í dekkjaskipti hjá MAX1 með hverjum keyptum dekkjagangi.

Það margborgar sig að kaupa dekkin í BYKO! Tíu miðar fyrir tvo á Eagles BYKO ætlar að bjóða tíu heppnum BYKOklúbbsfélögum ásamt vini á tónleika með heimsfrægu hljómsveitinni Eagles á A-svæðið í nýju Laugardalshöllinni þann 9. júní nk. Allir handhafar BYKO-klúbbskortsins fara sjálfkrafa í pott þegar þeir versla í BYKO. Verður þú á tónleikunum? Ekki láta þennan BYKO-klúbbsleik fram hjá þér fara! Dregið 30. maí 2011.

EAGLES gles?

iða á Ea m ú þ r u n in V

Það er þesas kvoirrðtihafi! að ver

listarsögu Vestmannaeyja. Á meðal laga Oddgeirs eru til að mynda Vor við sæinn, Ég veit þú kemur og Ágústnótt. „Okkar helsta markmið er að halda á lofti tónlist og textum frá Vestmannaeyjum og sjá til þess að þessi tónlistararfur deyi ekki,“ segir Hafsteinn G. Guðfinnsson, stjórnandi sönghópsins, í samtali við Fréttatímann. Hópurinn hefur verið starfræktur í sex ár og meðal annars farið á norrænt vísnamót í Saro í Svíþjóð. -óhþ

teindi jr. hefur ekki átt í erfiðleikum með að fá þekkt fólk til að leggja sér lið í vinsælum gamanþáttum sínum sem sýndir eru á Stöð 2. Í þættinum á fimmtudag bauð Steindi upp á tónlistarmyndband þar sem hann tefldi fram þokkafullum fyrirsætum sem settu sterkan svip á stemninguna. Fyrirsætan Bryndís Gyða Michelsen tók að sér að smala nokkrum vinkonum sínum saman í atriðið og skemmti sér konunglega við tökur fyrr í vikunni. Hún spáði mjög fyndnum þætti á Facebook-síðu sinni á miðvikudaginn. „Lagið fjallar um náunga sem er alltaf í ógeðslega trylltu dæmi. Hann er í geðveiku partíi þar sem Helgi Björns er plötusnúður og Magnús Ver er þjónn inni á baði. Þetta er svo svakalegt VIP-dæmi að þeim var ekki boðið heldur voru þeir fengnir til þess að vinna í þessu partíi,“ segir Steindi. „Stelpurnar þurftu svo bara að vera sætar en þær eru með mér í partíinu og á golfvelli þar sem Birgir Leifur er kylfusveinn og ég er að taka hring með Agli Ólafssyni og Sölva Tryggvasyni. En lagið gengur út á að það er alveg sama hversu fjörið er mikið, partíið gott eða mikil stemning á golfvellinum, gaurinn langar samt eiginlega alltaf aðeins meira til að vera bara heima hjá sér að gera einhverja ómerkilega hluti.“ Steindi og félagar keyra sig hart þessa dagana og þótt þeir eigi til mikið af efni eru þeir iðulega að taka upp efni í byrjun viku fyrir þáttinn næsta fimmtudag. „Við erum búnir að missa út sketsa í raun vegna ritskoðunar þannig að við erum alltaf að taka upp nýtt og nýtt efni og erum farnir að gera þetta mikið jafnóðum. Við sofum lítið þessa dagana,“ segir Steindi sem lumar á ýmsu í næstu þáttum.

Steindi framleiðir efni eins og vindurinn og ekki veitir af þar sem ritskoðun veldur nokkrum afföllum.



70

dægurmál

Helgin 13.-15. maí 2011

kVIKMYNDAGERÐ Þóra Karítas gerði stuttmynd um hurðir

Dyr eru andlit heimilisins

L

eikkonan Þóra Karítas Árnadóttir frumsýnir kvikmynd sína, Bak við dyrnar, í Bíó Paradís á morgun, laugardag, en hún fjallar um grúskarann Guðlaug Leósson. Þóra kynntist Guðlaugi þegar hann gerði upp útidyrahurðina á heimili hennar við Hávallagötu í Reykjavík. „Já, ég datt bara um þennan mann við þröskuldinn heima hjá mér. Svona getur þetta verið, maður þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna góðar

Já, ég datt bara um þennan mann við þröskuldinn heima hjá mér.”

sögur. Hurðir eru eiginlega hans listform. Hann er algjör sérfræðingur í stríðsárunum á Íslandi og veit ótrúlegustu hluti í gegnum byggingasöguna. Hann benti mér til dæmis á að Steinn Steinarr hefði búið í húsinu mínu,“ segir Þóra en verkið er hennar frumraun í kvikmyndagerð. Guðlaugur er, að mati Þóru, merkilegur maður fyrir margra hluta sakir. Hann er kennari, lærði leikhúsförðun og hefur kennt skyndihjálp svo að eitt-

hvað sé nefnt. En hurðir eru hans ær og kýr. „Fókusinn í myndinni er á hurðir en Guðlaugi þykir vænt um hurðirnar sem hann hefur gert upp um alla borg. Hann segir þær vera andlit heimilisins.“ Myndin er níu mínútna löng og liður í skæruhernaðarátaki Klapps kvikmyndagerðar sem heldur uppskeruhátíð sína í bíóinu á laugardag. Alls verða sýndar sjö kvikmyndir. -ÞT

sóley Elíasdóttir Í fljótandi hugleiðslu

Eilíf endurtekning hins sama Nettur tryllingur fór um einhverja skylduáskrifendur RÚV þegar Sjónvarpið bauð upp á beina útsendingu frá handboltaleik Akureyrar og FH í stað þess að sýna frá fyrstu tónleikunum í Hörpunni. Ýmsar ástæður lágu að baki því að ekki var sýnt beint frá tónleikunum þetta miðvikudagskvöld og þau boð látin út ganga að tónelskir skyldu eigi æðrast þar sem dagskrá tónleikanna yrði endurtekin á fimmtudagskvöldið og þá tæki RÚV hana upp og herlegheitunum yrði sjónvarpað

Tilvonandi forseti í fertugsafmæli Ráðgjafinn, grínarinn og myndagátusmiður Eyjunnar, Halldór Högurður, hélt upp á fertugsafmæli sitt í Gyllta sal Hótel Borgar um síðustu helgi og síðan var djammað fram á nótt á Gamla pósthúsinu í næsta húsi. Góður hópur fagnaði með afmælisbarninu og má þar á meðal nefna Eirík Jónsson blaðamann, kærustuparið Tobbu Marinós og Karl Sigurðsson og byltingarhetjuna Hörð Torfa sem tók nokkur lög. Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og skrifstofustjóri Landsvirkjunar, lét einnig sjá sig en Halldór kynnti hana í salinn með þeim

um hvítasunnuna. Eitthvert fát kom þó á sjónvarpsliðið þegar í ljós kom að upptaka fimmtudagsins mistókst en góðu heilli voru sömu tónleikar einnig á dagskrá á föstudeginum og því var brugðið á það ráð að endurtaka fimmtudagskvöldið með tilheyrandi ávörpum og uppklappi. Þetta kom einhverjum tónleikagesta spánskt fyrir sjónir en áhorfendur heima í stofu eiga varla eftir að sjá muninn á fimmtudags- eða föstudagskvöldi.

orðum að þarna færi næsti forseti lýðveldisins. Ragna kallaði á móti að þessi kynning hefði verið lúaleg en Halldór gerði skyndiskoðanakönnun á fylgi Rögnu með handauppréttingum og samkvæmt niðurstöðunni á Borginni er Ragna komin langleiðina á Bessastaði.

Kvikmyndagerðarmenn á Flateyri Flateyri laðar að sér kvikmyndagerðarmenn um þessar mundir en sagan segir að þar fæðist kvikmyndahandrit í öðru hverju húsi. Huldar Breiðfjörð rithöfundur hefur aðsetur í bænum en hann ku vera langt kominn með handrit að kvikmynd sem vonast er til að tekin verði upp í sumar. Þá er Bjarni Þór Sigbjörnsson leikmyndahönnuður með nokkur verkefni á teikniborðinu og leikstjórinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson mun vera langt kominn í undirbúningi að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd en hann leikstýrði verðlaunastuttmyndinni Skröltormar fyrir nokkrum árum.

Sóley er lífrænt þenkjandi en segist þó hvorki vera grænmetisæta né borða einungis lífrænt ræktað. Hún er að leggja lokahönd á íslensk-arabískan slökunarheim á Hótel Loftleiðum.

Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Ný kynslóð

Opið virka daga kl. 9 -18, lokað á laugardögum 1. maí til 31. ágúst Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

Leikkonan Sóley Elíasdóttir hefur verið að gera það gott undanfarið með Sóley Organics-snyrtivörulínunni sinni. Á næstunni verður opnuð verslun í Danmörku undir merki Sóleyjar og hér heima hefur hún í nógu að snúast þar sem hún opnar heilsulind á Hótel Loftleiðum um mánaðamótin. Hún segist horfa til arabískra baðhúsa en byggir annars á lífrænni hugmyndafræðinni að baki snyrtivörunum sem verða vitaskuld hafðar í hávegum.

Þ

Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar

1001 íslensk nótt á Loftleiðum

Þetta verður lúxus fyrir fullorðna með svolítið öðrum fókus en er á líkamsræktarstöðvunum í bænum.

etta er bara gamla sundlaugin á Loftleiðum þar sem verið er að gera allt upp frá grunni,“ segir Sóley og bætir við að hótelið eigi að vera umhverfisvænt og allar breytingar miðist við það markmið. „Þú gengur í raun bara inn á nýtt hótel og þetta er allt öðruvísi en það var.“ Sóley segir að jóga og hugleiðsla verði mikilvægir þættir í nýju heilsulindinni. „Og svo notum við bara lífrænar og náttúrulegar vörur og það verður boðið upp á Sóleyjar-meðferðir og líkamsskrúbb með vörunum mínum. Þarna verða líka nuddstofur og gesturinn kemur inn í ákveðinn hugarheim þar sem maður vonar að hann finni fyrir stað og stund. Sundlaugin verður ekki beint sprikllaug fyrir börn heldur meira fyrir fólk til þess að koma og slaka á og næra líkama og sál í fljótandi hugleiðslu. Það er hugmyndin á bak við þetta, að næra anda, líkama og sál. Hugmyndirnar eru dálítið stolnar frá arabískum baðhúsum þannig að þetta verður svona eins og íslenskt-arabískt baðhús með íslenskum náttúruvörum.“ Upphafið að heilsulind Sóleyjar á Loftleiðum má rekja til þess þegar Icelandair-

hótelin leituðu til hennar þar sem áhugi var á því að bjóða upp á íslenskar sápur og sjampó á hótelunum. Snyrtivörur sem væru unnar úr íslenskum jurtum, hefðu ákveðna sérstöðu og væru umhverfisvænar. „Þannig byrjaði þetta og þetta verður lúxus fyrir fullorðna með svolítið öðrum fókus en er á líkamsræktarstöðvunum í bænum.“ Sóley hefur í mörg horn að líta og er með marga bolta á lofti í einu. Áætlað er að heilsulindin verði opnuð 3. júní og nú hillir undir að sérverslun undir merkjum Sóleyjar verði opnuð í Danmörku en Sóley kom þaðan á miðvikudag eftir stíf fundahöld. „Ég er að gera þetta með fólkinu sem ég hef starfað með í Danmörku. Þau eru með stórar hugmyndir en maður vonar bara það besta. Danirnir eru teknir við þessu þannig lagað en maður þarf samt alltaf að vera þar með annan fótinn, taka þátt í áætlanagerð og horfa fram á veginn. Orkan er búin að fara dálítið mikið í útflutninginn undanfarið og nú þarf ég að fara að einbeita mér meira að heimamarkaðinum. Þetta fór mjög vel af stað og gengur mjög vel en ég vil vera meira í þessu sjálf hér heima.“ toti@frettatiminn.is


Með Smáralindarappinu í snjallsímanum geturðu nálgast helstu upplýsingar um verslanir og þjónustuaðila í Smáralind. Þú færð nýjustu tilboðin beint í símann og getur fengið viðbótarafslátt ef þú deilir tilboðum. Skannaðu QR kóðann til að fá Smáralindarappið í snjallsímann þinn. www.smaralind.is/app

Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18 | www.smaralind.is | 528 8000

ENNEMM / SÍA / NM46582

d n i l a r á m S símann í


Hrósið …

HE LG A RB L A Ð

... fá Vinir Sjonna fyrir að komast upp úr undanriðlinum í Eurovision í Düsseldorf. Frammistaða strákanna í keppninni var frábær og enn skemmtilegri voru fagnaðarlæti þeirra þegar úrslitin lágu fyrir.

Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

Þjóðleikhússtjóri fær nöfnu

Megas slær út Eurovision

Meistari Megas heldur grjótharður toppsætinu á Tónlistanum, lista Félags íslenskra hljómplötuútgefenda, yfir mest seldu diska, fjórðu vikuna í röð, ásamt hljómsveit sinni Senuþjófunum. Diskur þeirra (Hugboð um) Vandræði hefur fengið frábæra dóma. Það þykir líklega afrek að Megasi tekst að halda Eurovision-disknum með öllum lögum keppninnar í ár fyrir aftan sig. Hin breska Adele heldur líka toppsætinu á Lagalistanum en lag hennar Someone like you er mest spilaða lagið á útvarpsstöðvum landsins fjórðu vikuna í röð. -óhþ

// BARNABÆKUR // MATREIÐSLUBÆKUR // HANDAVINNUBÆKUR // SJÁLFSHJÁLPARBÆKUR ÁLPARB P BÆK // LJÓÐABÆKUR

VE RÐ HR UN !

Leikarabörnin Gunnur von Matérn Þórhallsdóttir og Gunnlaugur Egilsson gáfu dóttur sinni nöfnin Tinna Vigdís á dögunum í höfuðið á ömmum sínum. Foreldrar Gunnar eru leikararnir Vigdís Gunnarsdóttir og Þórhallur Gunnarsson en foreldrar Gunnlaugs eru þau Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri og Egill Ólafsson tónlistarmaður. Tinna Vigdís býr í Stokkhólmi með foreldrum sínum en þar dansar pabbi hennar með Konunglega sænska ballettinum. Fjölskyldan kom til Íslands fyrir skömmu til að láta skíra stúlkuna en um það sá séra Pjetur Þorsteinn Maack. Athöfnin fór fram í gamla Stúdíó Sýrlandi, hljóðverinu sem Egill Ólafsson lét reisa úr gömlu hesthúsi á bak við heimili þeirra hjóna á Grettisgötu.

SÍÐAS T HELGI A N

OPIÐ A ALLA DAG8 KL.11-1

Allir versla sem fá b að gjöf ók !

ALLT Á A SELJAS Ð T!

ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR! AR GLÆSILEGARÚTSKRIFT GJAFIR

Auddi og Sveppi út af topp 10

Vinsældir sprelligosanna Audda og Sveppa virðast fara dvínandi. Þeir félagar halda úti vikulegum þætti í opinni dagskrá á besta tíma á Stöð 2 á föstudagskvöldum og samkvæmt nýjum lista Capacent yfir sjónvarpsáhorf fyrir síðustu viku ber svo við að félagarnir eru dottnir út af listanum yfir tíu vinsælustu dagskrárliði stöðvarinnar. Skiptir engu hvort skoðaður er heildarlistinn 12 til 80 ára eða yngri listinn 12 til 49 ára. Þeir félagar hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár en óvíst er hvort þeir mæta aftur saman á skjáinn næsta haust. -óhþ

5.980,5 980 3 3.990,990

18.800,- 9.900,-

14.990,14 990 - 4 4.990,990 -

3.990,3 990 - 1 1.990,990 -

AÁ FJÖLDI TITL

UNDIR 1.000 KR!

3.990,- 990,-

2.480,2.48 480 0,- 1.490,-

9.990,-- 4.990,-

5.280,- 990,-

5.490,5 5. 490 49 0,- 1.990,-

3.990,- 1.490,-

2.480,2.48 80,- 1.490,-

3.990,- 2.500,-

4.990,4 4. 990 99 0,- 1.490,-

// LJÓÐABÆKUR /// ÆVISÖGUR // FRÆÐIBÆKUR UR // HANDBÆKUR HANDB HA NDBÆKU ÆKUR R //// FERÐABÆKUR // RÓMANTÍSKAR RÓMANTÍS BÆKUR // UNGLINGABÆKUR // SKÁLDSÖGUR // SPENNUSÖGUR PENNUSÖGUR //

DSÖG SÖGUR //// S SPENNUSÖGUR // ÆVISÖGUR // BARNABÆKUR // MATREIÐSLUBÆKUR // HANDAVINNUBÆKUR // SJÁLFSHJÁLPARBÆKUR UNGLINGABÆKUR // SKÁLDSÖGUR


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.