18. mars 2011

Page 1

Sjóðheitar skinkur og brakandi beikonsnáðar ÓKEYPIS ÓKEYPIS

18 18.-20. mars 2011 2. árgangur

2. tölublað 1. árgangur 11. tölublað

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

 Fréttaskýring Staðgöngumæðrun

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Keran með ólæknandi sjúkdóm Kom aldrei til greina að láta hann deyja 24 Viðtal

Rekstur Hjallastefnu Ljósmynd/Nordic Photos-Getty Images

ÓKEYPIS ÓKEYPIS

Skilaði 97 milljónum í hagnað 2009

2

Síða 22 Íslensk kona sem hefur farið átta sinnum í árangurslausa tæknifrjóvgun og verið sex ár í ættleiðingarferli sér ekki aðra leið en að leita út fyrir landsteinana.

Bandarískar staðgöngumæður ganga með börn fyrir Íslendinga Að minnsta kosti tvö nýleg dæmi eru um að íslensk pör hafi eignast börn með aðstoð bandarískra staðgöngumæðra. Nokkur íslensk pör undirbúa för til Bandaríkjanna þar sem þau hyggjast eignast börn með þessum hætti.

P

örin komu með tvö börn hvort til landsins. Annað parið er skráð sem foreldrar barnanna á bandarísku fæðingarvottorði. Um fulla staðgöngu var að ræða þar sem maðurinn er líffræðilegur faðir barnanna en eggin komu úr annarri konu en staðgöngumóðurinni. Á Íslandi voru gerðar athugasemdir við pappíra barnanna og parið því ekki skráð sem foreldrar þeirra heldur forráðamenn. Þau eru hins vegar öll skráð á sama fjölskyldunúmeri í þjóðskrá. Parið greiddi um

það bil 20 milljónir króna fyrir staðgönguna, samkvæmt heimildum Fréttatímans. „Það hefur enginn áhuga á að fara á svig við lögin nema vera algjörlega tilneyddur. Við höfum háð tíu ára baráttu fyrir því að eignast barn. Í sex ár höfum við verið í ferli hjá ArtMedica og Íslenskri ættleiðingu en nú sjáum við ekkert í spilunum sem gæti breytt stöðu okkar hér heima,“ segir kona sem Fréttatíminn ræddi við en ekki vill koma fram undir nafni. Hún og maðurinn hennar

Margrét Maack Bjó við strúta­ búgarð í Svíþjóð

eiga ekki lengur, sökum aldurs, möguleika á að ættleiða barn. Þau vilja leita til bandarískrar staðgöngumóður. Félagið Staðganga berst fyrir því að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verði leyfð á Íslandi. Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur og einn félaganna, harmar úrræðaleysi þeirra sem ekki geta eignast börn hér á landi. „Það er gríðarleg synd fyrir alla að fólk þurfi að leita þessara úrræða.“

Viðtal

14

Sjá nánar úttekt síðu 22 Þóra Tómasdóttir

Kosningar 2011 Nú göngum við til kosninga. Láttu þig málið varða, VR er félag okkar allra.

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS

Virðing Réttlæti


2

fréttir

Helgin 18.-20. mars 2011

dómsmál Uppgjör á skuldabréfum

Landsvaki stefnir stjórn 365 Jóni Ásgeiri, Pálma Haralds, Magnúsi Ármann og Steina í Kók stefnt vegna vangreiddra skuldabréfa.

L

andsvaki, dótturfélag Landsbankans, hefur stefnt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Magnúsi Ármann og Þorsteini M. Jónssyni vegna vangreiddrar skuldabréfaskuldar 365 hf. í kjölfar kaupa Rauðsólar, sem var alfarið í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, á 365 miðlum út úr 365 hf. sem varð síðar Íslensk afþreying og fór í gjaldþrot. Jón Ásgeir, Pálmi, Magnús og Þorsteinn sátu allir í stjórn 365 á þeim tíma

Jón Ásgeir, Magnús Ármann, Pálmi og Þorsteinn M. voru allir í stjórn 365 saman.

sem viðskiptin gengu í gegn. 365 hf. fékk einn og hálfan milljarð í viðskiptunum og voru peningarnir notaðir til að greiða upp skuldabréfaflokk sem var á gjalddaga í byrjun október 2008 þegar viðskiptin áttu sér stað. Að því er Fréttatíminn kemst næst telur Landsvaki sig hafa verið hlunnfarinn í uppgjöri á skuldabréfunum og stefnir því fjórmenningunum til greiðslu á rúmlega eitt hundrað milljónum króna. -óhþ

persónuvernd Úrskurðar fr amsend ingu tölvupósts óheimila

skólamál Eink areknir leik- og grunnskólar Margrét Pála Ólafsdóttir rekur Hjallastefnuna af ráðdeild og uppsker eins og hún sáir.

Ætlar að biðja fyrrum starfsmann afsökunar

Seltjarnarnesbær áframsendi einkapóst fyrrum starfsmanns í annað pósthólf á vegum bæjarins. ersónuvernd hefur úrskurðað að framsending Seltjarnarnesbæjar á tölvupósti fyrrverandi starfsmanns bæjarins í annað pósthólf á vegum bæjarins hafi verið óheimil. Málavextir eru þeir að í kjölfar þess að starfsmaðurinn lét af störfum stillti fulltrúi Seltjarnarnesbæjar kerfi bæjarins þannig að allur póstur til starfsmannsins, þar á meðal einkatölvupóstur, framsendist sjálfkrafa í annað pósthólf, sem starfsmenn bæjarskrifstofunnar höfðu aðgang að. Þegar starfsmaðurinn fyrrverandi, Ellen Calmon, komst á snoðir um þetta kvartaði hún til Persónuverndar. Í svarbréfi Ásgerðar Halldórsdóttur, bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, til Persónuverndar kemur fram að þessi meðferð á pósti Ellenar hafi verið „til að tryggja

áfram þjónustu við íbúa bæjarins, sem þurftu að leita til fræðslu- og menningarfulltrúa bæjarins.“ Í úrskurði Persónuverndar kemur hins vegar fram að í þessari aðgerð hafi verið fólgin óheimil vöktun í skilningi laganna og ekkert liggi fyrir um „að ekki hafi mátt tryggja þessa þjónustu með öðrum hætti, s.s. því að stilla kerfið þannig að sendendur skeyta fengju aðeins skilaboð um að kvartandi hefði látið af störfum og hvert þeir gætu snúið sér.“ Spurð um viðbrögð bæjarins við úrskurðinum svaraði Ásgerður bæjarstjóri: „Við ætlum okkur að senda bréf til Ellenar og biðjast afsökunar á þessum mistökum.“ Sjálf baðst Ellen undan því að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Hari

P

Hjallastefnan skilaði 97 milljóna hagnaði árið 2009

Mottudagurinn í dag

Mottudagurinn 2011 er haldinn hátíðlegur í dag, föstudaginn 18. mars. Dagurinn er haldinn til að minna á átakið Mottumars hjá Krabbameinsfélaginu. „Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllum mögulegum karlmennskutáknum, og hvetjum landsmenn alla til að gera slíkt hið sama,“ segir Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, í tilkynningu. -óhþ

Taktu góða ákvörðun

Sultarólin hert það árið til að fjármagna byggingu nýs grunnskóla, segir Margrét Pála Ólafsdóttir, fræðslustjóri og stærsti hluthafi Hjallastefnunnar ehf. Aldrei hefur verið greiddur út arður frá því að Hjallastefnan tók til starfa.

... manni verður hreinlega illt yfir fréttum af því að menntafyrirtæki, sem þiggur opinbert fé, hafi greitt eiganda sínum háan arð.“

Opinn kynningarfundur Auður býður til kynningarfundar þriðjudaginn 22. mars kl. 17:15 að Borgartúni 29. • Séreignarsparnaður • Eignastýring • Langtímasparnaður

Á

tímum niðurskurðar sveitarfélaga til leik- og grunnskóla er hressandi að sjá ársreikning Hjallastefnunnar ehf. fyrir árið 2009. Það ár fóru flestir leik- og grunnskólar Reykjavíkur yfir á fjárhagsáætlun ársins. Á sama tíma skilaði Hjallastefnan ehf., sem rekur þrettán leik- og grunnskóla á landinu, 97 milljóna króna hagnaði. Eignir félagsins voru metnar á 400 milljónir og skuldirnar voru aðeins 26 milljónir. „Já, þetta gekk vel árið 2009. Við vorum að uppskera eins og við höfðum sáð, eftir tíu ára dýrkeypta uppbyggingu. Árið 2009 byggðum við leik- og grunnskóla í Nauthólsvíkinni og þar lögðust allir á eitt í fyrirtækinu – allir spöruðu, frestuðu verkefnum og hertu sultarólina án þess þó að það kæmi niður á grunnstarfseminni, börnunum sjálfum. Þess vegna gátum við byggt nýjan grunnskóla fyrir okkar eigin peninga,“ segir Margrét Pála og þvertekur fyrir að hún sé galdramaður í skólarekstri. „Hjallastefnan samanstendur af hugsjónafólki sem hefur aðeins það eina markmið að búa til aðstæður þar sem börn geta þroskast og dafnað. Þetta er orðið stórt fyrirtæki með 1.300 nemendur og 300 starfsmenn og stærðin vinnur með okkur. Hún gerir okkur kleift að hagræða mikið. Auk þess tók ég snemma ákvörðun um að taka alla virðiskeðjuna inn til okkar og það hefur skilað miklu. Það er ótækt að þriðji aðili úti í bæ sé að græða á okkur sem fáum opinbert fé. Þá er betra að hagnaðurinn, ef einhver er, skili sér aftur inn í uppbyggingu skólastarfsins og til barnanna okkar. Við erum sjálfbær – svona einhvers konar ríki í ríkinu,“ segir Margrét Pála og hlær.

Aldrei hefur verið greiddur út arður hjá Hjallastefnunni og stjórnarmenn þiggja ekki laun fyrir stjórnarsetu og segir Margrét Pála það ekki hafa verið rætt. „Það kemur ekki til greina og manni verður hreinlega illt yfir fréttum af því að menntafyrirtæki, sem þiggur opinbert fé, hafi greitt eiganda sínum háan arð. Þetta er mjög alvarlegt og fyrr myndi ég dauð liggja en að gera slíkt,“ segir Margrét Pála og vísar þar til frétta af málefnum Menntaskólans Hraðbrautar þar sem eigandinn tók sér tugmilljónir í arð. Margrét Pála á sjálf 86,25 prósentna hlut í Hjallastefnunni ehf. Aðrir hluthafar eru til að mynda Helga Sverrisdóttir, eiginkona Bjarna Ármannssonar, Inga Lind Karlsdóttir og útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson. Margrét Pála segist hafa selt hlutafé fyrir sextíu milljónir fyrir nokkrum árum þegar fjármagna þurfti framkvæmdir við Vífilsstaði. „Ég var forviða á að til væri fólk sem vildi leggja peninga í menntafyrirtæki sem það vissi að myndi aldrei greiða út arð. En það komu nokkrir aðilar að þessu – aðilar sem eru mikið hugsjónafólk,“ segir Margrét Pála. Þegar talið berst að rekstri hins opinbera á leik- og grunnskólum segir Margrét Pála að það þurfi að minnka heildarkostnaðinn við skólakerfið. „Það þarf uppskurð en ekki niðurskurð. Eitt vandamálið er að þeir sem stýra skólum eru bundnir í báða fætur og það gerist ekkert þótt þeir fari yfir fjárhagsáætlun. Hjá okkur er enginn til að bakka okkur upp. Við verðum að standa okkur og reka þetta almennilega,“ segir Margrét Pála. oskar@frettatiminn.is

Vandi einkarekinna skóla

Allir velkomnir

Borgartúni 29 S. 585 6500 www.audur.is

Margrét Pála segir það ekki vera neitt launungarmál að rekstur gamalla og gróinna skóla eins og Landakotsskóla og Ísaksskóla hafi verið afskaplega erfiður nánast frá byrjun og það sé ástæða

fyrir því. „Þessir skólar eru að basla einir og sér og á árum áður á lágum framlögum frá hinu opinbera. Því sitja þeir uppi með uppsafnaðan húsnæðiskostnað sem er að sliga þá. Þeirra dæmi sýna að það

er ómögulegt að reka einn og einn skóla. Hagræðingin kemur með stærðinni,“ segir Margrét Pála og bendir á að fjárhagsstaða Hjallastefnunnar væri önnur og verri ef aðeins væru reknir grunn-

skólar innan hennar. Að auki tekur hún fram að framlög til sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla séu hin sömu eða lægri en gerist hjá opinberu skólunum og því samfélagslegur sparnaður. -óhþ


skattur.is Skilafresti lýkur í næstu viku!

Talið fram á skattur.is Veflykill og rafræn skilríki veita aðgang að þjónustusíðu á skattur.is þar sem hægt er að fylla út skattframtalið á einfaldan hátt. Veflyklar hafa verið sendir til nýrra framteljenda. Glatist veflykill má sækja um nýjan á skattur.is og fá hann sendan í vefbanka eða í pósti.

Framtal á pappír Pappírsframtöl eru aðeins send þeim sem töldu fram á pappír í fyrra. Hægt er að panta áritað pappírsframtal og sundurliðunarblað á skattur.is eða í síma 442-1414 og fá það sent í pósti.

Aðgengilegar leiðbeiningar Leiðbeiningar er að finna á skattur.is. Einnig er auðvelt að kalla fram skýringar við einstaka kafla eða reiti í vefframtali. Prentaðar leiðbeiningar má fá á skattstofum.

Aðstoð í síma 442-1414 Í mars verður veitt aðstoð í síma 442-1414 alla virka daga frá kl. 9:30 til 15:30. Dagana 23., 28. og 29. mars verður þjónustan í boði til kl. 19:00.

Þjónusta við einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu er á Laugavegi 166

Skilafrestur er til 23. mars


4

fréttir

Helgin 18.-20. mars 2011

Föstudagur

veður

l augar dagur

Peysuveður

sunnudagur

Líttu vel út án þess að sjúga stöðugt upp í nefið.

Krumla vetrar gefur lítt eftir

Mars er stundum skaðræðisvetrarmánuður. Rétt eins og nú, þar sem heimskautaloft úr vestri ræður ríkjum og mildara loft úr suðri sækir á. Niðurstaðan er sú að það er bæði stormasamt og mikil úrkoma, oftast sem snjór en líka snarpar leysingar. Enn ein lægðin virðist ætla að skjótast norðaustur yfir landið á laugardag, en að þessu sinni sleppum við við mesta vindinn. En úrkomusamt verður og lykilorð helgarinnar er sennilega éljagangur! Einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin. is

6

4

4

5

3

Strekkingur af V og SV og nokkuð eindreginn éljagangur um mikinn hluta landsins, þó ekki norðaustan- og austantil. Höfuðborgarsvæðið: Él verða og jafnvel samfelld snjókoma um tíma.

5

0

3

0

3

4

1

1 1

3

Hlánar um tíma sunnanlands með rigningu og slyddu, en annars frost og víða einhver snjókoma yfir daginn.

Hægur vindur að nýju. Él, einkum sunnanlands, en sér til sólar norðan- og austanlands.

Höfuðborgarsvæðið: Él eða snjókoma framan af degi, en úrkomulaust seinni partinn.

Höfuðborgarsvæðið: Skýjað og eitthvað um él eða létta snjókomu í hita við frostmarkið.

CINTAMANI WWW.CINTAMANI.IS

 Forsetaembættið Gjörðir handhafa forsetavaldsins

Vítisenglastefna fyrir dómi Skaðabótmál tveggja meðlima hinna norsku Vítisengla gegn íslenska ríkinu er komið fyrir dómstóla. Oddgeir Einarsson, lögmaður mannanna tveggja, segir að beðið sé eftir því að dómari verði settur á málið svo að málsmeðferð geti hafist. Mennirnir tveir telja að þeir eigi rétt á skaðabótum vegna brottvís-

unar frá landinu árið 2008 sem þeir telja hafa verið ólöglega. Mikið fjaðrafok varð þegar þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, Jóhann R. Benediktsson, meinaði hópi Vítisengla inngöngu í landið þá – ekki ósvipað og norska lögreglan gerði við meðlimi MC Icela nd fyrir tveimur vikum. -óhþ

Sunnlendingar sýna í Ráðhúsinu

Rithöfundur rústar lúxusvillu Metsölurithöfundurinn Arnaldur Indriðason stendur í ströngu þessa dagana. Hann situr ekki eingöngu við að skrifa nýjustu bók sína, sem kemur út 1. nóvember næstkomandi, heldur hefur hann einnig gert fokhelda lúxusvillu sem hann keypti á Seltjarnarnesi skömmu fyrir jól. Sést hefur til vörubíla flytja innréttingar og fleira frá húsinu. Arnaldur og fjölskylda búa í fallegu raðhúsi í Mýrinni á Seltjarnarnesinu og má búast við því að nokkrir mánuðir líði þar til nýja húsið verður íbúðarhæft.

Sunnlendingar ætla að kynna fjórðunginn með mikilli sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur á laugardaginn undir yfirskriftinni Suðurland, já takk. Þar fylkja Sunnlendingar liði og kynna það sem efst er á baugi í fjórðungnum. Það eru Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, menningarfulltrúi Suðurlands og Markaðsstofa Suðurlands sem leiða verkefnið ásamt fjölda annarra, svo sem ferðamálafulltrúa, sveitarfélaga, handverkshópa og ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi. Innblásturinn fyrir sýninguna sækja Sunnlendingar til samkenndar sem gosið í Eyjafjallajökli varð til að styrkja mjög á svæðinu. Alls ætla um sextíu aðilar að tefla fram flestu því besta sem finna má á Suðurlandi á sýningunni, sem verður opin klukkan 11 til 16.

Tækifæri

Skrifuðu undir 31 lög á tveimur árum Handhafar forsetavalds skrifuðu undir 31 lög á árunum 2009 og 2010. Alls samþykkti forsetinn 247 lög á þessum tveimur árum.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er maður víðförull og því þurfa handhafar valds hans oft að vera til taks.

F Handhafarnir þrír undirrituðu í fjarveru hans tvenn lög á öllu árinu, á sama degi – 22. júní.

Uppþvottavél SN 45E201SK á frábærum kjörum. Hvít, 13 manna. Fimm kerfi. Tímastytting þvottakerfa. Íslenskur leiðarvísir.

Tækifærisverð: 129.900 kr. stgr. ATA R N A ATA R N A

(Verð áður: 159.900 kr.)

Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is

Handhafar forsetavaldsins fylgja forsetanum út á flugvöll þegar hann fer af landi brott.

orsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar eru handhafar forsetavalds og fara með valdið þegar forsetinn er erlendis. Sem hann er nokkuð oft eins og auglýsingar í Stjórnartíðindum bera vott um. Þannig var Ólafur Ragnar Grímsson erlendis í 59 daga á árinu 2009 samkvæmt Stjórnartíðindum, 94 daga á árinu 2010 og hefur verið erlendis 26 daga af þeim 77 dögum sem liðnir eru af þessu ári. Samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins fær hver handhafi forsetavalds um tuttugu þúsund krónur á dag í fjarveru forsetans og kostar dagurinn því íslenska ríkið sextíu þúsund krónur. Ef mið er tekið af ferðalögum Ólafs Ragnars fengu handhafarnir greiddar samtals 3,5 milljónir 2009, 5,6 milljónir 2010 og hafa fengið 1,6 milljónir það sem af er þessu ári. Þetta gerir launauppbót upp á 97 þúsund til 208 þúsund krónur á mánuði fyrir hvern handhafa eftir því hvaða ár er tekið. Árið 2009 voru handhafar forsetavaldsins Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, og Árni Kolbeinsson, forseti Hæstaréttar. Forsetinn var í burtu 59 daga á því ári. Handhafarnir þrír undirrituðu í fjarveru hans tvenn lög á öllu árinu, á sama degi – 22. júní. Annars vegar var um að ræða lög um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, og hins vegar var um að ræða lög um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum. Alls staðfesti forsetaembættið 122 lög þetta ár og því undirritaði Ólafur Ragnar 98,4 prósent af öllum lögum sem samþykkt voru á árinu Árið 2010 jókst álagið töluvert á handhafana því Ólafur Ragnar var 94 daga á

erlendri grund á því ári. Handhafarnir skrifuðu undir 29 lög í fyrra. Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti Hæstaréttar, skrifaði undir í öll skiptin, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifaði undir 26 sinnum, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, skrifaði undir 23 sinnum, Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifaði undir sex sinnum sem staðgengill Ástu Ragnheiðar og Steingrímur J. Sigfússon skrifaði þrívegis undir sem staðgengill Jóhönnu Sigurðardóttur. Einnig skrifaði Steingrímur J. undir Icesave-lögin sem forsetinn hafnaði 5. janúar í fyrra. Auk þess þurftu handhafarnir að rita einn forsetaúrskurð um sendiráð, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og sendiræðisskrifstofur sem og bréf um að Alþingi kæmi saman til framhaldsaðalfundar. Forsetaembættið samþykkti 125 lög á árinu 2010 og því samþykkti Ólafur Ragnar 96 lög eða 76,8 prósent laganna. Á þessu ári hafa handhafarnir samþykkt þrenn lög í fjarveru forsetans. Jóhanna Sigurðardóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir hafa samþykkt öll þrenn, Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur samþykkt tvenn og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur samþykkt ein. Forsætisráðuneytið gat ekki gefið neinar upplýsingar um athafnir handhafa forsetavalds í fjarveru forseta heldur var blaðamanni bent á Stjórnartíðindi. Allar upplýsingar sem fram koma í þessari frétt eru fengnar þaðan. Þó gat ráðuneytið upplýst að handhafar inntu af hendi margvísleg störf, meðal annars að vera í fylgdarliði forsetans þegar hann fer erlendis – sem er að fylgja honum út á flugvöll. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is


Eignastýring MP banka

ÁRANGUR OKKAR TALAR SÍNU MÁLI 19,0% 16,9% 17,3% 15,0% 13,3%

12,8% 10,9% 9,9%

14 ,4% Meðalávöxtun á síðustu 8 árum*

MP banki hefur langa reynslu af eignastýringu fyrir einstaklinga, félög og sjóði. Aðferðafræði eignastýringar MP banka hefur skilað viðskiptavinum framúrskarandi árangri óháð markaðsaðstæðum hverju sinni.

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

Kynntu þér eignastýringu MP banka á www.mp.is eða hafðu samband í síma 540 3200.

Meðalávöxtun er 14,4% á síðustu 8 árum.* Súluritið sýnir ávöxtun leiðar 1 hjá eignastýringu MP banka 2003-2010. Leið 1, varfærin stýring, má fjárfesta í skuldabréfum 50-100% og hlutabréfum 0-50%. Öll innlend hlutabréf leiðarinnar voru seld fyrir mitt árið 2008. Starfsfólk eignastýringar hefur vakandi auga fyrir nýjum tækifærum sem kunna að myndast á hlutabréfamarkaði á næstunni. Meðalverðbólga er 6,4% á síðustu 8 árum. * Nafnávöxtun eignastýringarleiðar 1, 2003-2010 skv. útreikningi MP banka. Ávöxtun miðast við söfn í stýringu allt árið. Ávöxtun er sýnd án þóknana en þær eru mismunandi eftir stærð safna. Um 65% viðskiptavina eignastýringar MP banka eru nú í leið 1. Athugið að ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð.

Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is


Helgin 18.-20. mars 2011

Byltingarkenndur sparslspaði Í vikunni var tilkynnt að byltingarkenndur sparslspaði frá Flügger hefði unnið til fyrstu verðlauna í einni stærstu og virtustu hönnunar­ samkeppni heims, „Red dot design award“. Í fyrra sigraði iPad frá Apple í sömu keppni. Hið danska Flügger-fyrirtæki er vel þekkt á Íslandi en auk málningar og verkfæra framleiðir það veggfóður. Þriggja ára þróunarvinna er að baki spaðanum góða. Hann er 33 prósent léttari en samsvarandi verkfæri. Á ári sparar það málurunum vinnu sem svarar mörgum tonnum við að lyfta spaðanum. Flügger-spaðinn sigraði samkeppnisaðilana í sínum flokki, en í honum voru 4.433 vörutegundir frá 60 löndum.

Hjón keyptu bíl númer 100 og 101 Hjónin Guðbjörg Benónýsdóttir og Gunnar Sizemore lentu í skemmtilegri uppákomu í síðustu viku þegar þau fengu afhenta tvo Chevrolet Sparkbíla frá Bílabúð Benna. Bílarnir voru númer 100 og 101 í röðinni af Chevrolet-bílum sem hafa selst á Íslandi á árinu og fengu hjónin blómvönd frá umboðinu að því tilefni. -óhþ

 Fjármálafyrirtæki Aðlögun eftir hrun

Óeðlilega hátt hlutfall vinnandi fólks í bönkum Starfs­ mönnum í bönkum fækkar ekki þrátt fyrir minni umsvif.

Elínu Jóns­ dóttur, forstjóra Bankasýslu ríkisins, finnst of margir starfa við fjármálaþjón­ ustu á Íslandi.

GOLFKORTIÐ VEITIR

40% AFSLÁTT AF GOLFVÖLLUM UMHVERFIS ÍSLAND AUK ANNARRA GLÆSILEGRA FRÍÐINDA

TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT STRAX!

www.skjargolf.is

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur gert athugasemdir við þetta atriði í skýrslum sínum ... var bent á að hlutfall starfsmanna í fjármálaþjónustu væri það fjórða hæsta í Evrópu ...

S

tarfsmönnum í íslenskum bönkum hefur ekki fækkað mikið þrátt fyrir að umsvif bankakerfisins íslenska hafi dregist verulega saman eftir hrunið haustið 2008. Tölur sem Fréttatíminn hefur undir höndum sýna að á meðan umsvif bankakerfisins hafa skroppið saman um tæp 80% hefur starfsmönnum aðeins fækkað um 20%. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur gert athugasemdir við þetta atriði í skýrslum sínum um íslenskt fjármálalíf og Bankasýsla ríkisins, sem fer með meirihluta ríkisins í Landsbankanum og nokkrum sparisjóðum, lýsti einnig yfir áhyggjum sínum af því í skýrslu sinni í fyrra. Þar var bent á að hlutfall starfsmanna í fjármálaþjónustu væri það fjórða hæsta í Evrópu á eftir löndum eins og Lúxemborg og Sviss og hærra en í Bretlandi, þar sem ein stærsta fjármálamiðstöð heims er. Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslunnar, segir í samtali við Fréttatímann að það sé umhugsanarvert hversu hátt hlutfall íslensks vinnuafls sé starfandi í fjármálaþjónustu miðað við hversu mikið umsvifin hafa minnkað. „Það er ljóst að það hafa orðið breytingar á starfsumhverfi bankanna, allt er orðið erfiðara. Það er samdráttur í inn- og útlánum, álögur á bankana hafa hækkað og við höfum rætt þetta ítrekað við fólkið sem situr í stjórn bankanna fyrir okkar hönd,“ segir Elín. Hún segir marga gera sér grein fyrir stöðunni og nauðsyn þess að skera burt fituna. „Það er líka eðlilegt að krafan komi frá hluthöfum frekar en stjórnendunum sjálfum enda er þetta ekki skemmtilegt verkefni,“ segir Elín og bætir við að Bankasýslan muni beita sér á þann hátt að setja bönkunum raunhæf rekstrarmarkmið frekar en að krefjast einstakra aðgerða. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is


LÝKUR Á MORGUN, LAUGARDAG

SÆNGURFÖT Á

40-50% AFSLÆTTI Rýmum fyrir nýjum vörum.

Sængurveradeild Rekkjunnar er stórglæsileg með yfir 50 tegundir af sængurverum á frábæru verði, við höfum upp á að bjóða öll flotustu efnin í sængurverum í dag til dæmis silki damask, bómullarsatín, tencel, bómull og svo má lengi telja. Sængurverin koma frá öllum heimshornum til að mynda Íslandi, Þýskalandi, Spáni og Bandaríkjunum. Eigum einnig mikið úrval af fallegum rúmteppum og sérlega mjúkum og þægilegum værðarvoðum.

Sængurver

ÓTRÚLEG TILBOÐ

Á ÞRÝSTIJÖFNUNARRÚMUM

100% bómull. Áður 5.900 kr.

AC Pacific

NÚ 3.540 kr.

30% AFSLÁTTUR!

Damask. Áður 14.900 kr.

NÚ 8.940 kr.

Queen Size (153x203 cm.) Fullt verð 213.800 kr.

NÚ 149.660 kr.

Bómullarsatín. Áður 12.900 kr.

NÚ 7.740 kr.

King Size (193x203 cm.) Fullt verð 285.361 kr.

Rúmteppi

NÚ 199.753 kr. 120x200 cm. Fullt verð 174.770 kr.

Áður 24.900 kr.

NÚ 14.940 kr.

NÚ 122.339 kr.

Þrýstijöfnunarefnið aðlagast alveg að líkamanum og fyllir upp í öll holrúm svo sem hnésbætur, mjóbak og háls einnig dreyfir hann þyngdinni á líkamanum svo enginn þrýstingur myndast á rass, mjöðm eða öxlum. ÞRÝSTIJÖFNUNARHEILSURÚM • Lagar sig að líkamanum • Veitir fullkomna slökun • Engin hreyfing milli svefnsvæða • Hefur óviðjafnanlega þyngdardreyfingu • Kemur líkamanum í rétta stellingu til hvíldar • Þarf ekki að snúa • 10 ára ábyrgð

FERMINGAR TILBOÐ Amelia

135x203 cm. Fullt verð 146.700 kr.

NÚ 99.000 kr. ARGH!!! 040311

153x203 cm. Fullt verð 149.700 kr.

NÚ 104.900 kr. Rekkjan ehf ≤≥ Suðurlandsbraut 48 (Bláu húsin í Faxafeni) ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

H E I L S U R Ú M


8

fréttir

Helgin 18.-20. mars 2011

 Skuldamál Arion banki gegn Margeiri Péturssyni

Margeiri stefnt vegna skuldamála Deila um skuldajöfnun á milli Arion banka og félags í eigu Margeirs Péturssonar Arion banki hefur stefnt félaginu Margeiri Péturssyni ehf. og eiganda þess, Margeiri Péturssyni, fyrrverandi stjórnarformanni og stærsta eiganda MP-banka, til greiðslu skuldar að fjárhæð kr. 60 milljónir. Um er að ræða skuld þar sem Margeir er í ábyrgð fyrir Margeir Pétursson ehf. Að því er Fréttatíminn kemst næst telur Margeir að uppgjör félags-

ins við þrotabú Kaupþings á ýmsum afleiðusamningum hafi verið jákvætt og því eigi að skuldajafna á milli Arion og félagsins. Á þetta fellst bankinn ekki og hefur því stefnt Margeiri og félaginu. Margeir stofnaði MP banka árið 1999 en varð frá að víkja þegar nýir eigendur eignuðust bankann fyrir skömmu. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Margeir Pétursson á leiðinni fyrir dómstóla vegna skuldamála.

 Dómsmál Óuppgert lán

Actavis stefnir Róbert Wessman Tæplega 300 milljóna króna lán fallið í gjalddaga. Róbert segir lánið hluta af skuldauppgjöri.

L

yfjarisinn Actavis Group hf. hefur stefnt Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóra félagsins, til greiðslu skuldar upp á tæplega 300 milljónir króna. Málið hefur verið dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur. Um er að ræða lán upp á 240 milljónir sem Róbert fékk fyrir nokkrum árum hjá félaginu vegna kaupa á hlutabréfum í því með veði í bréfunum sjálfum. Þegar Actavis var tekið af markaði sumarið 2007 við yfirtöku Björgólfs Thors Björgólfssonar hurfu veðin fyrir láninu og því var gerður nýr lánasamningur. Sá samningur var á gjalddaga í lok nóvember 2009 og hefur Róbert ekki greitt krónu af láninu sem var þá komið upp í 272 milljónir með áföllnum vöxtum. Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem er enn stærsti hluthafi fyrirtæksins í gegnum félagið Nitrogen DS, vildi ekki tjá sig um málið né heldur Actavis. Árni Harðarson, lögmaður Róberts, staðfestir við Fréttatímann að hann eigi í málaferlum vegna kröfu sem Actavis telur sig eiga á hendur honum. „Aðilar eru ósammála um stöðu þeirrar kröfu og því er málið því miður á leið fyrir dómstóla. Ljóst er að Björgólfur Thor á í vök að verjast í uppgjöri sínu við íslenskt samfélag og virðist ekki mikla fyrir sér að beita bolabrögðum í þeirri vegferð,“ segir Árni. Þetta er ekki eina málið þar sem félög á vegum

Aðilar eru ósammála um stöðu þeirrar kröfu og því er málið því miður á leið fyrir dómstóla.

Björgólfs Thors og Róberts Wessman takast á fyrir dómstólum. Fréttatíminn greindi frá því fyrir skömmu að BeeTeeBee Ltd, sem er í eigu Björgólfs Thors, hefði stefnt Róbert sjálfum og Burlington Worldwide Limited til greiðslu 1,2 milljarða skuldar. Forsaga þess máls er að BeeTeeBee Limited lánaði Burlington upphæðina árið 2005 til tveggja ára og framlengdi lánið, sem Róbert var í persónulegri ábyrgð fyrir, um tvö ár, til nóvember 2009. Í samtali við Fréttatímann þá sagði Árni Harðarson að Róbert liti svo á að gengið hefði verið frá þessu láni með skuldajöfnun vegna 4,6 milljarða króna kröfu sem Róbert telur sig eiga á hendur félögunum Novotor Pharma Holding og Novator Pharma Holding Luxemburg, sem eru að stærstum hluta í eigu Björgólfs Thors, vegna vanefnda á árangurstengdum greiðslum eftir að hann hætti sem forstjóri Actavis árið 2008. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Róbert Wessman þarf að verjast Actavis í dómsal.


Danske dager Ekta dönsk lifrakæfa

lifrakæfur 2 tegundir

Tulip álegg í úrvali

Tulip álegg Hamborgarhryggur Rúllupylsa Reykt rúllupylsa Steiktur kambur Roastbeef Nautabringa Kartöflusalami Piparspægipylsa

Danskir frystiréttir frá Steff Holberg Tilboð

Kjötbollur

með mildri karrísósu og hrísgrjónum

Svikinn héri

með kartöflum, beikoni og villisósu

Hamborgarhryggur

með aspassósu, grænmeti og kartöflum

eder Nyh på danske dage

Steiktur svínakambur með rauðkáli, kartöflum og sósu

eder Nyh på danske dage

Steikt medister með kartöflum og grænmeti

goTT Verð

499

598

Hakkabuff

kr/pk

með kartöflumús

meðan birgðir endast

eder Nyh på

te Direkra f Danmark

danske dage

kr/pk

Vitalis múslí stangir

bisca kex og kökubitar

eplaskífur

2 tegundir

Tilboð

te Direkra f Danmark

graasten brauðsalöt fjöldi tegunda

eder Nyh på danske dage

Den gamle fabrik sultur gott á brauðið

Gildir til 20. mars á meðan birgðir endast.

249

kr/stk

birkibrauð

Hreinn djús 3 tegundir

goTT Verð te Direkra f Danmark

Sambakossar 2 tegundir

229

kr/pk

Toms súkkulaðistykki 4 tegundir


10 

fréttir

Helgin 18.-20. mars 2011

sparisjóðir Fr amtíð

„Ríkissparisjóðir sem verða eins og zombie-bankar“ Alþingismaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson sér ekki mikinn grundvöll fyrir áframhaldandi starfsemi sparisjóðanna

H

Tryggvi Þór Herbertsson sér ekki mikla framtíð í núverandi sparisjóðakerfi.

agfræðingurinn Tryggvi Þór Herbertsson, sem situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segist ekki sjá mikla framtíðarmöguleika fyrir sparisjóðina í landinu eins og staðan er nú. „Það virðist vera búið að kippa grunninum undan sparisjóðakerfinu með því að ríkið komi inn og dæli peningum í sjóðina til að halda þeim á lífi. Hvaða hugmynd er það? Ríkissparisjóðir sem verða eins og zombie-bankar,“ segir Tryggvi Þór sem telur að hugmyndafræðin á bak við sparisjóðakerfið hrynji

Með sjötíu millur í árslaun

Mikil ólga hefur ríkt innan safnaðar Selfosskirkju að undanförnu. Jóhanna Guðjónsdóttir, eitt safnaðarbarnanna, lagði fram vantrauststillögu á sóknarnefndina á fundi á sunnudaginn. Sú tillaga var felld með 59 atkvæðum gegn 20. Eysteinn Óskar Jónasson, formaður sóknarnefndarinnar, segir í samtali við Fréttatímann að hann vonist til þess að ró skapist í söfnuðinum eftir fundinn. „Þarna kom fram skýr vilji safnaðarins og vonandi verður hægt að fá vinnufrið eftir þetta,“ segir Eysteinn sem staðið hefur í eldlínunni allt frá því að mál Gunnars Björnssonar, þáverandi prests við kirkjuna, kom upp fyrir þremur árum. Þá barðist hann hatrammlega gegn því að Gunnar sneri aftur til starfa í Selfosskirkju og fékk sitt fram. -óhþ

Það virðist vera búið að kippa grunninum undan sparisjóðakerfinu með því að ríkið komi inn og dæli peningum í sjóðina til að halda þeim á lífi. Hvaða hugmynd er það?

fasteignamark aðurinn Könnun meðal fasteignasala

Glitnir banki, sem rekinn er af slitastjórn og skilanefnd bankans, birti í vikunni ársreikning sinn fyrir árið 2010. Þar kom fram að laun slitastjórnar- og skilanefndarmanna, sem telja fimm einstaklinga, voru rétt um 350 milljónir á árinu. Það gera um sjötíu milljónir í árslaun á mann eða rétt tæpar sex milljónir á mánuði. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, sagði við fjölmiðla af þessu tilefni að ekki væri um venjuleg laun að ræða heldur þyrfti þetta fólk að sjá um að borga af síma. Nær væri að tala um tekjur. -óhþ

Ljósmynd/Hari

Vonast eftir friði í söfnuði Selfosskirkju

með aðkomu ríkisins. „Hugmyndafræðin var að máttarstólpar samfélagsins á tilteknu svæði lögðu til stofnfé í sparsjóðina sem síðan sinntu fólkinu á svæðinu. Með ríkisvæðingunni hverfur sú hollusta sem fólk sýndi sparisjóðunum. Ég skil bara ekki hvernig þessar stofnanir eiga að vera lífvænlegar,“ segir Tryggvi og bætir við að sennilega sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Sparisjóð Keflavíkur inn í Landsbankann eina gáfulega ákvörðunin sem hún hafi tekið í bankamálum. -óhþ

Dómur í máli Pálma gegn Svavari kveðinn upp á þriðjudag

Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.

Dómur í meiðyrðamáli athafnamannsins Pálma Haraldssonar gegn Svavari Halldórssyni, fréttamanni RÚV, Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur fréttalesara, verður kveðinn upp á þriðjudag. Pálmi krafðist milljóna í skaðabætur vegna frétta Svavars af hans málum tengdum félögum í Lúxemborg og huldufélaginu Pace Associates í Panama. -óhþ

Flestir spá óbreyttu verði næstu þrjá mánuði F Samnorræn könnun sýnir að fasteignasalar telja líklegast að verð á fasteignum haldist óbreytt en framboð og kaupáhugi muni aukast.

Ný heyrnartæki - helmingi minni en tvöfalt öflugri! Agil eru einstök heyrnartæki sem voru þróuð með það markmið í huga að bæta talgreiningu við allar aðstæður og draga úr hlustunarþreytu. Agil heyrnartækin eru þau fullkomnustu frá Oticon fram til þessa en segja má að þau hafi tæknilega sérstöðu umfram önnur tæki. Þrátt fyrir að Agil séu um helmingi minni en hefðbundin bak við eyra tæki þá búa þau yfir öflugustu örflögunni en vinnsluhraði hennar er helmingi meiri en áður hefur þekkst. Eins og önnur heyrnartæki frá Oticon þá eru Agil með þráðlausa tækni og veita þrívíddarhljómgæði.

Njóttu orkunnar sem fylgir því að heyra betur! Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Sími: 568 6880 | Þjónusta á landsbyggðinni | www.heyrnartækni.is

lestir íslenskir fasteignasalar, sem tóku þátt í samnorrænni könnun á vegum Félags fasteignasala á Norðurlöndum, telja að verð á fasteignum, hvort heldur um er að ræða einbýlishús, par- og raðhús, fjöleignarhús eða sumarhús, muni haldast óbreytt næstu þrjá mánuði. Könnunin var gerð til að kanna ýmsa þætti er varða fasteignamarkaðinn á Norðurlöndum og var sömu spurninga spurt í öllum löndunum. Á sama tíma og flestir fasteignasalar spá óbreyttu verði eru þó flestir á því að framboð Mér finnst þó muni aukast gæta meiri nokkuð sem og kaupáhugi. bjartsýni hjá Auk þess telja fasteignamun fleiri að verð muni sölum á að hækka nokkuð verð fari upp heldur en lækka nokkuð. á næstu mánNokkuð svipuðum. uð sjónarmið ríktu í heildina séð varðandi verðþróun fasteigna næstu mánuði þó svo að norskir fasteignasalar hafi verið einna bjartsýnastir. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir í samtali við Fréttatímann að þessi niðurstaða komi ekki á óvart hvað Ísland varðar enda ríki talsverð óvissa í efnahagsmálum hér. „Mér finnst þó gæta meiri bjartsýni hjá fasteignasölum á að verð fari upp á næstu mánuðum,“ segir Grétar. oskar@frettatiminn.is


E E R F X A T I G L E M U H LUN

S R ! S E V N I S M R U E L G L A Ö L Í A T T T A A F K S M A K U RÚ A S I Ð IR

U D M KO RÐU E G G O R Æ B FRÁ P! KAU

Rúmfatalagerinn er á 4 stöðum : Korputorgi - Smáratorgi - Skeifunni - Akureyri

Afslátturinn er á kostnað Rúmfatalagersins. Virðisauka er að sjálfsögðu skilað til ríkissjóðs.

V M M U U R Ö M E V N M S AF G U L A L D Ö U F N A N U S L I T G A D U T S FÖ


12

fréttaskýring

Helgin 18.-20. mars 2011

Níu Íslendingar áttu meira en milljarð í banka Áttu samtals 15,7 milljarða inni í bönkunum í árslok 2009. Innistæðurnar eru enn ríkistryggðar samkvæmt neyðarlögum.

G

óðan dag! Ég ætlaði að taka út af reikningunum mínum.“ „Hvað ætlar þú að taka út mikið?“ „Bara svona einn og hálfan milljarð. Ég skil þá eftir 99 milljónir.“ Einhvern veginn svona hefði samtal á milli íslensks einstaklings og starfsmanns í bankanum, þar sem hann er í viðskiptum, getað hljóðað í byrjun janúar 2010, samkvæmt gögnum sem Fréttatíminn hefur undir höndum og sýna bankainnistæður Íslendinga samkvæmt skattaframtali ársins 2009. Níu aðilar, átta hjón og einn einhleypingur, áttu meira en einn milljarð í bankainnistæðum samkvæmt skattaframtali 2009. Þrenn hjónanna eiga meira en tvo milljarða í bankainnistæðum, samtals 6,5 milljarða. Fimm hjón og einn einhleypingur áttu á bilinu einn til tvo milljarða í banka og þar af á einhleypingurinn rétt tæplega 1,6 milljarða. Samtals áttu aðilarnir sex 9,3 milljarða. Alls áttu 188.500 aðilar samtals 645,4 milljarða í innistæðum í árslok 2009. Langflestir áttu innistæður undir fimmtán milljónum króna eða rúm 95% innistæðueigenda. Samkvæmt neyðarlögunum sem sett voru tryggir íslenska ríkið allar innistæður í íslenskum bönkum. Það hefur þýtt að íslenskir fjármagnseigendur hafa frekar haft tilhneigingu til að geyma peninga inni á bankabók heldur en fjárfesta í hluabréfum eða skuldabréfum. Í fyrrasumar var boðað frumvarp frá ríkisstjórninni þar sem kveðið var á um innistæðutryggingu ríkisins að hámarki hundrað þúsund evrur eða um fimmtán milljónir íslenskra króna. Helga Jónsdóttir, ráðuneytisstjóri efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, segir í samtali við Fréttatímann að málið sé til meðferðar hjá viðskiptanefnd. „Við teljum að þetta skipti miklu máli til að tryggja og afmarka þá sem njóta ríkisábyrgðar. Skilgreiningin samkvæmt okkar drögum eru almennir innistæðueigendur en ekki fjárfestar. Við leggjum mikla áherslu á að þetta verði afgreitt á þessu þingi en það er best að ræða við Lilju Mósesdóttur [formann viðskiptanefndar innsk. blm.] um það,“ segir Helga. Miðað við tillögur um 15 milljóna

ríkisábyrgð njóta 95,33 prósent innistæðueigenda ríkisábyrgðar ef mið er tekið af skattframtölum ársins 2009. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, segir að málið hafi verið afgreitt út úr nefndinni í gær, fimmtudag, og að allt bendi til að það verði klárað í þinginu fyrir vorið. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Innistæður Íslendinga í árslok 2009 Fjöldi

Fjárhæð

% fjöldi

% fjárhæð

179.713

281.720.725.016

95,33%

43,65%

15-25 m.kr.

4.172

79.849.480.176

2,21%

12,37%

25-35 m.kr.

1.778

52.244.228.933

0,94%

8,09%

35-45 m.kr.

877

34.730.062.835

0,47%

5,38%

45-55 m.kr.

572

28.380.224.392

0,30%

4,40% 3,06%

<15 m.kr.

55-65 m.kr.

331

19.745.159.010

0,18%

65-75 m.kr.

221

15.330.164.658

0,12%

2,38%

75-85 m.kr.

186

14.864.061.517

0,10%

2,30%

85-95 m.kr.

130

11.622.420.425

0,07%

1,80%

95-105 m.kr.

102

10.201.181.076

0,05%

1,58%

105-115 m.kr.

66

7.230.778.982

0,04%

1,12%

115-125 m.kr.

47

5.614.016.055

0,02%

0,87%

125-135 m.kr.

45

5.815.505.745

0,02%

0,90%

135-145 m.kr.

35

4.877.466.134

0,02%

0,76%

145-155 m.kr.

27

4.046.272.890

0,01%

0,63%

155-165 m.kr.

24

3.844.052.852

0,01%

0,60%

165-175 m.kr.

24

4.066.326.646

0,01%

0,63%

175-185 m.kr.

16

2.876.012.693

0,01%

0,45%

185-200 m.kr.

22

4.202.104.227

0,01%

0,65%

200-250 m.kr.

42

9.155.956.669

0,02%

1,42%

250-300 m.kr.

21

5.767.255.050

0,01%

0,89%

300-350 m.kr.

17

5.530.777.486

0,01%

0,86%

350-400 m.kr.

8

2.989.239.783

0,00%

0,46%

400-450 m.kr.

8

3.361.218.526

0,00%

0,52%

450-500 m.kr.

6

2.836.939.429

0,00%

0,44%

500-600 m.kr.

6

3.387.419.273

0,00%

0,52%

600-700 m.kr.

2

1.222.123.581

0,00%

0,19%

700-800 m.kr.

2

1.461.312.619

0,00%

0,23%

800-900 m.kr.

1

806.839.989

0,00%

0,13%

900-1000 m.kr.

2

1.904.255.511

0,00%

0,30%

1000-2000 m.kr.

6

9.250.727.916

0,00%

1,43%

>2000 m.kr.

3

6.512.072.237

0,00%

1,01%

188.512

645.446.382.331

100%

100%

Samtals

Meðaltalsinneign þúsund Íslendinga jafnaðist á við inneign einna hjóna af þeim þrennum sem áttu yfir tvo milljarða í bankainnistæðum í lok árs 2009.

=

Lilja Mósesdóttir vonast til að nýtt frumvarp um innistæðutryggingar verði klárað á þessu vori. Ljósmynd/Hari


Marstilboð flott húsgögn fyrir gesta- og unglingaherbergið!

134.990

25% nÝTT

fullt verð: 179.990

tuR afslát

MelboURne svefnsófi. Svart eða lilla áklæði. B:242 D:91/168 H:85 Dýna:147x200. Fæst með vinstri og hægri tungu.

nÝTT

20%

49.990

tuR afslát

87.990

tuR afslát

40%

fullt verð: 89.990

fullt verð: 109.990

wave svefnsófi, Hawaii orange áklæði. B.198 D. B:196 D:130 H:42 cm. Cleveland 3 sæta sófi, Chilli svart áklæði. B:208 D:86 H:81 cm. Fæst einnig 2 sæta. Kr. 79.990 fullt verð kr. 99.990.

94.990 fullt verð: 119.990

20%

40%

59.990

tuR

afslát

fullt verð: 99.990

R

tu afslát

kiel svefnsófi. Fæst með dökkgráu eða svörtu áklæði. B:198 D:90/122 H:83 cm. aliCia svefnsófi. Fæst með gráu og grænu áklæði. B:157 D:85 H:90. Dýna: 130x200 cm.

19.990

35%

tuR

afslát

90 x 200 cm með 25 mm latex yfirdýnu:

90 x 200 cm með 25 mm latex yfirdýnu:

áður: 99.980

áður: 42.980

59.990

27.990

noCTURne 322 Millistíf dýna. Prjónað áklæði sem hægt er að þvo við 60 gráður.

noCTURne 315 með þykkri yfirdýnu, 25 mm svampur, millistíf dýna. Frotte áklæði

Tvöfalt gormakerfi. Efra kerfi inniheldur 273 svæðaskipta pokagorma á m2. Neðra kerfi inniheldur 150 Bonell gorma á m2. Verð án fóta.

sem hægt er að þvo við 60 gráður. Tvöfalt gormakerfi. Efra kerfi inniheldur 114 Bonell gorma á m2. Neðra kerfi inniheldur 150 Bonell gorma á m2. Verð er án fóta.

HúsgagnaHöllin • Bíldshöfða 20 • Reykjavík • sími 585 7200 opið:

R

tu afslát

fullt verð: 29.990

R

tu afslát

40%

30%

linley hægindastóll, fæst með gráu og orange áklæði. B:64 D:65 H:79 cm.

Virka daga 10 - 18. laugard. 12 - 18. sunnud. 13 - 17.


14

viðtal

Helgin 18.-20. mars 2011

Eftir alla þessa CISVreynslu á ég um það bil 250 vini víðsvegar um heiminn og það er ómetanlegt. Svo er þetta svo ótrúlega gaman!

Íslenski hópurinn: Margrét Erla, Baldur, Aron, Árný og Sara, uppi á Mánapýramídanum í Mexíkó.

Sungu Pál Óskar á karókíbar í Mexíkó Margrét Erla Maack, fjölmiðlakona, uppistandari og magadanskennari, var fararstjóri í svokölluðum CISV-sumarbúðum fyrir ellefu ára börn í Mexíkó í fyrrasumar. Sjálf fór hún fór margsinnis í sumarbúðir á vegum CISV sem barn og unglingur. Hún sagði Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur frá sumarbúðaævintýrum liðinna ára.

C

ISV eru óháð, alþjóðleg sjálfboðaliðaliðasamtök sem standa fyrir sumarbúðum fyrir börn og unglinga víðs vegar um heiminn á hverju ári, þar á meðal á Íslandi. Fjölmiðlakonan Margrét Erla hefur nánast alist upp með samtökunum, sem byggjast á þeirri hugsjón að börn frá ólíkum löndum fái að kynnast og mynda vináttubönd og að þannig megi stuðla að friði í heiminum. „Ég kynntist CISV-samtökunum þannig að vinkona mömmu frétti af því að það vantaði stelpu til að fara til Ameríku og benti á mig af því að henni fannst ég svo hress og skemmtileg,“ rifjar Margrét Erla upp en hún fór alls fjórum sinnum út í sumarbúðir CISV sem barn og unglingur, auk þess sem hún tók þátt í ungmennaráðstefnu á vegum CISV í Reykjavík. „Ég fór í sumarbúðir til Mary­ land þegar ég var tólf ára. Þrettán ára fór ég í unglingaskipti til Svíþjóðar þar sem ég bjó í næsta nágrenni við strútabúgarð í birkiskógi í Smálöndum, eins og Emil í Kattholti. Fjórtán ára fór ég í jólabúðir (Youth Meeting) í Austurbæjarskóla sem var skólinn minn á þeim tíma. Sextán ára var ég „JC“, þ.e. aðstoðarleiðbeinandi í sumarbúðum fyrir ellefu ára börn, í Noregi, þar sem ég borðaði rosamikið brauð og kom heim eins og

Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is

brauðönd. Sautján ára fór ég í námstefnubúðir (Seminar) í Tékklandi, þar sem við hjálpuðum til á geðspítala í nágrenninu á hverjum degi. Svo tók ég smá pásu en fór í fyrrasumar sem fararstjóri til Mexíkó. Á skírdag í ár verður einmitt fluttur þáttur eftir mig um Mexíkóferðina á Rás 2. Ég mæli með honum fyrir þá sem eru að fara út með CISV í sumar og líka þá sem hafa farið út og vilja bara grenja aðeins við útvarpið!“

Hætti að vera feimin

„CISV kennir manni margt. Allt í einu fór ég, tólf ára, að fylgjast með heimsfréttum. Samtökin minnka heiminn fyrir manni. Maður verður meðvitaðri um fordóma í kringum sig. Helsti lærdómurinn er samt að ólíkt fólk geti grínast og unnið saman, þrátt fyrir tungumálaörðugleika. Svo lærir maður að taka tillit til annarra en líka að standa á sínu og láta ekki vaða yfir sig. Þar að auki kynntist ég magadansinum í CISVbúðum og núna er ég magadanskennari. Ég hef æft tungumálin sem ég kann, sem hefur komið sér afar vel í fjölmiðlavinnunni minni. Einu sinni var ég með útvarpsþátt um heimspopptónlist sem ég viðaði að mér í gegnum CISV-vinina. Ég hætti að vera feimin og vinn núna fyrir mér í sjónvarpi og sem uppistandari og er í sirkus – svo fátt eitt sé nefnt. Að standa á eigin fótum og kynnast fólki á sínum eigin forsendum frá tólf

ára aldri sýnir manni hvers maður er megnugur og hvar takmarkanir manns liggja.“ Margrét segir að ferðin til Mexíkó hafi verið ein sú eftirminnilegasta af öllum CISV-ferðunum. „Sumarið í Mexíkó var gjörsamlega frábært í alla staði, þrátt fyrir að ég hafi aldrei verið í búðum þar sem upp komu svona mikil slys og veikindi. Ítalski fararstjórinn veiktist mjög alvarlega í fyrstu vikunni og var svo send heim til Ítalíu, alla leið frá Mexíkó, með sjúkraflugi. Aðeins ein stelpa í ítalska hópnum talaði ensku í upphafi búða og hún var meira og minna frá þar sem hún ökklabrotnaði, svo að við fararstjórarnir, með okkar lágmarks ítölsku-, spænsku- og latínukunnáttu, gerðum okkar besta til að hjálpa þeim hópi. Fararstjórahelgina kom svo nýi ítalski fararstjórinn, Pier Francesco, að hitta okkur og við höfðum öll ákveðið að þykjast vera frá öðru landi en við vorum. Ég þóttist vera sænski fararstjórinn og svo framvegis. Ég kynnti mig, sagðist heita Margrét og vera frá Svíþjóð. Á eftir mér var það svo Rebekka sem sagðist vera frá Íslandi. Ítalski fararstjórinn hoppaði hæð sína og sagði: „Ó, NEI! Þú vera frá Íslandi! Ég hafa búið þar! OG ÞEGAR ÞÚ KOMST INN Í LÍF MITT BREYTTIST ÉG!” Þá eyðilagði ég, litli Íslendingurinn, allt grín og sagði: VIÐ ERUM AÐ LJÚGA! ÉG ER FRÁ ÍSLANDI! En já, þarna vorum við stödd, í pínulitlu þorpi, á karókíbar með kappakstursbílaþema, að syngja Pál Óskar. Fullkomið rugl.“

Truflandi fataskipti

Margrét Erla segir það frábæra reynslu að fara út sem fararstjóri og sér hálfpartinn eftir því að hafa ekki farið fyrr. „En svona er þetta. Á meðan maður er ungur og í skóla nýtir maður sumarfríin til vinnu. Það var frábært að „gefa aftur til samtakanna“ á þennan hátt með því að veita fjórum krökkum tækifæri til að fara. Það er líka svo fáránlega gaman að vera fararstjóri Það eru ekki margir sem geta sagt „svo fór ég til Mexíkó í mánuð bara til að leika mér með snillakrökkum“. Því miður get ég ekki farið í sumar en ætla „deffó“ að

smella mér í snilld sumarið 2012.“ En hvað skyldi hafa verið það erfiðasta við þetta starf? „Það sem var erfiðast var að vera til staðar fyrir alla þessa krakka. Ég var ekki bara að hugsa um „mín“ börn, heldur líka fjörutíu og fjögur önnur. Þau voru ellefu til tólf ára, mjög ólík innbyrðis, bæði í karakter og þroska. Á sama deginum var maður að takast á við fyrstu unglingabólurnar, fyrstu ástarsorgina eða skotið, rosa heimþrá, lús og svo bara almennan kýting. Síðan þarf að takast á við menningarárekstra í daglega lífinu. Síðast voru til dæmis stelpur í búðunum mínum sem meikuðu ekki að skandinavísku stelpurnar skiptu um föt fyrir framan þær og það þurfti að taka á því af þolinmæði og tillitssemi.“ Hún segist hiklaust mæla með því að foreldrar sendi börnin sín út með CISV-samtökunum. „Foreldrar mínir myndu taka undir það. Systir mín fór í búðir til Egyptalands þegar hún var tólf ára, í unglingabúðir til Argentínu fjórtán ára og er á leiðinni til Kólumbíu á ráðstefnu í ár. Þetta er þroskandi lífsreynsla og eins og ferðalag í kringum hnöttinn. Öll menningin sem maður kynnist og þroskinn sem maður öðlast við að búa um stund í svona margþættu menningarsamfélagi er dásamlegur. Í ellefu ára sumarbúðunum dvelja börnin hjá innfæddum fjölskyldum fyrstu helgina eftir að þau koma út og svo aftur um miðbik dvalarinnar. „Þegar ég horfi til baka eru fjölskylduhelgarnar mikilvægur hluti af ferðalaginu,“ segir Margrét Erla. „Það er frábært að fá tækifæri til að kynnast menningu landsins sem maður heimsækir í gegnum fjölskyldulífið. Eftir alla þessa CISVreynslu á ég um það bil 250 vini víðsvegar um heiminn og það er ómetanlegt. Svo er þetta svo ótrúlega gaman!“ Hvað skiptir mestu máli við undirbúning slíkrar dvalar? „Að kynnast ferðafélögunum eins vel og hægt er, því að þátttakendurnir þurfa að treysta hver öðrum. Svo þarf að byrja á því að opna hugann og búa sig undir rosalegt ævintýri. Og muna að fara í sprautur!“

Vilja stuðla að friði í heiminum CISV (Children International Summer Villages) eru alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök, óháð pólitískum og trúarlegum skoðunum, sem stofnuð voru árið 1951 af bandaríska barnasálfræðingnum Doris Allen. Samtökin byggjast á þeirri hugsjón að hægt sé að stuðla að friði í heiminum með því að börn frá ólíkum löndum fái að kynnast og mynda vináttubönd. CISV stendur fyrir sumar-

búðum ellefu ára barna á hverju ári víðs vegar um heiminn, en einnig eru í boði sumarbúðir fyrir unglinga og ráðstefnur fyrir ungmenni, svo nokkuð sé nefnt. Þess má geta að dr. Doris Allen var tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels árið 1979, sama ár og Móðir Theresa hlaut verðlaunin. Nánari upplýsingar um CISVsamtökin má nálgast á www.cisv.is og www.cisv.org


Nördamessa á laugardegi Komdu og sjáðu Skýrr-nördana og Dell Inspiron Duo á UT-messu 2011, risasýningu í HR í Öskjuhlíð, kl. 11-16 á laugardaginn

UT-messa í HR Laugardaginn 19. mars verður haldin risasýningin Upplýsingatæknimessa 2011 í Háskólanum í Reykjavík í Öskjuhlíð. Á sýningunni í HR verða öll helstu UT-fyrirtæki landsins, ásamt mörgum minni fyrirtækjum og vaxtarsprotum. Tilgangur messunnar er að vekja athygli á mikilvægi upplýsingatækni

fyrir samfélagið og laða fleira fólk til náms í tæknigreinunum. UT-messan er haldin af Skýrslutæknifélagi Íslands, Samtökum iðnaðarins og Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands í samstarfi við Microsoft, Skýrr og fleirum.

Skýrr á UT-messu

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 1 - 0 3 5 2

Skýrr er stærsta fyrirtæki landsins í upplýsingatækni með tæplega 1.100 starfsmenn og starfsemi í fjórum löndum.

Á UT-messunni í HR verður Skýrr með myndarlegan sýningarbás þar sem við ætlum að segja frá lausnakerfi fyrirtækisins og sýna hvað við fáumst við. Flottir nördar bjóða gestum og gangandi upp á að virkja rafrænar undirritanir og skilríki. Snillingarnir hjá EJS (sem er hluti af Skýrr) frumsýna geggjað tryllitæki sem heitir Dell Inspiron Duo. Ef þú nennir ekki að hlusta á okkur, þá verðum við með græna frostpinna og súkkulaði til að gæla við bragðlaukana ...

Dell® Inspiron ™ Duo Nördar eru töff Um 600 manns starfa hjá Skýrr á Íslandi og við montum okkur stundum af því að þetta sé landsliðið í upplýsingatækni. Skýrr veitir atvinnulífinu og einstaklingum heildarlausnir í upplýsingatækni, allt frá hugbúnaði og vélbúnaði til fjölbreyttra rekstrarlausna.

Dell Inspiron Duo er frábær. Hún er tafla með snertiskjá í sófanum á kvöldin og fartölva í skólanum eða vinnunni á daginn. Komdu á UT-messuna í HR á laugardaginn kl. 11–16 og sjáðu allt sem Inspiron Duo getur gert.

Fólk með margvíslegan bakgrunn, menntun og reynslu starfar hjá Skýrr. Fyrirtækið er ekki bara stærsti vinnustaður tölvunarfræðinga á landinu, heldur eru fáir vinnustaðir með fleiri verkfræðinga og viðskiptafræðinga við störf.

569 5100 skyrr@skyrr.is

Velkomin


16

fréttir

Helgin 18.-20. mars 2011

Símafyrirtæki geyma upplýsingar í hálft ár Lögregla og ákæruvald geta nálgast tengiupplýsingar um viðskiptavini símafyrirtækja sex mánuði aftur í tímann. Misjafnt er eftir fyrirtækjum hversu lengi gögn eins og sms-skilaboð og tölvupóstar eru geymd.

Í

slenska ríkisstjórnin vill auka forvirkar rannsóknarheimildir til handa lögreglunni í baráttunni gegn skipulögðum glæpasamtökum sem grunur leikur á að séu að skjóta rótum hér á landi. Umdeilt er hversu hraustlega verður gengið inn á friðhelgi einkalífs fólks ef frumvarp um þessar auknu heimildir lítur dagsins ljós. Meðal viðkvæmustu samskiptagagna fólks eru sms-skilaboð og tölvupóstar, oft mjög persónuleg gögn. Í lögum um fjarskipti frá árinu 2003 er skýrt kveðið á um varðveislu gagna viðskiptavina fjarskiptafyrirtækja með tilliti til friðhelgi einkalífsins. Þannig snýr tíundi kafli laganna að vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífsins. Þar segir í 42. grein að gögnum um fjarskiptaumferð notenda, sem geymd eru og fjarskiptafyrirtæki vinna úr, skuli eyða eða gera nafnlaus þegar þeirra er ekki lengur þörf við afgreiðslu ákveðinnar fjarskiptasendingar. Þó má geyma gögn sem eru nauðsynleg til reikningsgerðar fyrir áskrifendur og til uppgjörs fyrir samtengingu þar til ekki er lengur hægt að vefengja reikning eða hann er fyrndur. Ákveðinn varnagli er þó sleginn því fjarskiptafyrirtækjum er skylt í þágu rannsókna og almannaöryggis að varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði. Björn Sveinsson, lögfræðingur hjá Póst- og fjarskipta-

stofnun (PFS), sem hefur umsjón með framkvæmd fjarskiptalaga, segir í samtali við Fréttatímann að í því tilfelli sé ekki um að ræða eiginleg gögn heldur séu það tengiupplýsingar sem fyrirtækin geymi. „Fjarskiptafyrirtækjum er skylt að geta upplýst hver af viðskiptavinum þess er notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notendanafns, sem og tengingar notandans í sex mánuði. Þeim er jafnframt óheimilt að nota þær upplýsingar eða afhenda öðrum en lögreglu eða ákæruvaldi að fenginni heimild frá dómara,“ segir Björn. Það fékkst staðfest frá Símanum, Vodafone og Nova að öll fyrirtækin virða þessa sex mánaða reglu og gögnum er eytt þegar tímamörk geymslutímans eru liðin. Hann segir fjarskiptafyrirtækin hafa verklagsreglur um eyðingu gagna sem þau vinni eftir. „Við höfum ekki skoðað það ítarlega hvernig fjarskiptafyrirtækin vinna eftir þessum reglum og umgangast viðskiptavini sína. Það er ekki útilokað að við hefjum rannsókn á því,“ segir Björn og bætir við að stofnunin hafi ekki fengið neinar kvartanir frá viðskiptavinum fjarskiptafyrirtækjanna vegna langs geymslutíma gagna. „Það er frekar að fólk vilji komast í gögn lengra aftur í tímann heldur en hitt,“ segir Björn. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Fjarskiptafyrirtækjum er skylt að geta upplýst hver af viðskiptavinum þess er notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notendanafns, sem og tengingar notandans í sex mánuði.

Tryggðu þér eintak á næsta blaðsölustað

Áskrift

í síma 578-4800 og á www.rit.is

Hvernig umgangast fjarskiptafyrirtækin viðkvæm og oft mjög persónuleg gögn? Fréttatíminn sendi fyrirspurnir á þrjú stærstu fjarskiptafyrirtæki landsins.

Síminn

Vodafone

Nova

Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir í samtali við Fréttatímann að fyrirtækið hafi verklagsreglur um geymslu og eyðingu gagna líkt og lög um fjarskipti kveða á um og þær reglur hafi verið sendar til Póst- og fjarskiptastofnunar 1. mars síðastliðinn. Aðspurð um eftirfylgni innanhúss segir hún að verklagsreglur séu í flestum tilvikum byggðar inn í kerfi. „Ný gögn yfirskrifa þau eldri þegar skilgreindur geymslutími er liðinn og því þarf ekki að eyða gögnum sérstaklega,“ segir Margrét. Síminn geymir sms aðeins í þann tíma sem það tekur að koma þeim til viðskiptavinar. Tölvupóstar á simnet.is eru geymdir á meðan póstfang er í notkun en tölvupóstar sem fara eingöngu í gegnum kerfi Símans eru ekki geymdir. Aðspurð hvernig Síminn tryggi trúnaðarleynd á gögnum viðskiptavina sinna segir Margrét að það sé gert með samningum við starfsmenn og verktaka, með varklagsreglum og þjálfun og með eftirliti og úttektum.

Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Vodafone, segir að Vodafone hafi sett sér ítarlega upplýsingaöryggisstefnu þar sem fram komi meðal annars eftirfylgni við verklagsreglur. „Vodafone geymir ekki innihald sms-skeyta viðskiptavina né heldur innihald tölvupósta sem fluttir eru um kerfin. Við erum með skráðar hjá okkur upplýsingar um SMS-skeytasendingar vegna gjaldfærslna, en innihald skeytanna skráist hvergi hjá okkur og enginn hér hefur tök á að sjá hvað fer manna á milli – ekki frekar en í símtölum í kerfinu okkar. Varðandi geymslu á tölvupósti sem er vistaður hjá okkur – t.d. tölvupósti sem sendur er á internet. is-netföng – þá er vistun á honum algjörlega í höndum notandans. Póstur er vistaður á netþjónum hjá okkur, en ef notandinn sjálfur eyðir umræddum pósti þá er hann horfinn og ekki eru geymd af honum afrit. Kerfisstjóri hefur eftir krókaleiðum aðgang að þeim póstum en hefur einungis heimild til að nálgast hann að undangegnum dómsúrskurði um slíkt eða lögregla kallar eftir þeim í samræmi við fjarskiptalög,“ segir Hrannar. Aðspurður hvernig Vodafone tryggi trúnaðarleynd á gögnum viðskiptavina sinna segir Hrannar að allir starfsmenn Vodafone séu bundnir trúnaðarskyldu gagnvart viðskiptavinum og hafi undirritað yfirlýsingu þess efnis. „Brot á þeirri trúnaðarskyldu eru litin mjög alvarlegum augum. Að sama skapi á að vera tryggt að starfsmenn hafi ekki aðgang að öðrum upplýsingum en þeim sem þeir þurfa starfs sín vegna að komast í. Því má svo bæta við að umgengni starfsmanna um kerfin okkar er skráð og fyrir vikið er auðvelt fyrir stjórnendur að sjá hverjir hafa sótt trúnaðargögn, ef grunur kemur upp um misnotkun,“ segir Hrannar.

Margrét Tryggvadóttir hjá Nova segir að Nova hafi verklagsreglur og ákveðnir ferlar tryggi að starfsmenn og tæknikerfi virði þær reglur sem gilda um meðferð gagna. Nova geymir ekki tölvupósta viðskiptavina sinna og sms-skilaboð eru geymd í nokkra mánuði, að sögn Margrétar. Aðspurð hvernig Nova tryggi trúnaðarleynd á gögnum viðskiptavina sinna svarar Margrét að það sé gert með virkri vernd gagna, ferli við skráningu, takmörkuðu aðgengi að gögnum og trúnaðarkröfu til starfsmanna.


NJÓTTU ÞESS AÐ VERA AÐ HEIMAN Fólk er sjaldnast heima hjá sér þegar innbrot á sér stað. Með Heimavörn Securitas er heimilið verndað allan sólarhringinn, allt árið um kring. Hafðu samband í síma 580 7000 og fáðu heimsókn frá öryggisráðgjafa. Nánari upplýsingar er einnig að finna á vefsíðu okkar, www.securitas.is.

HEIMAVÖRN


18

úttekt

Helgin 18.-20. mars 2011

Flottustu skinkur Íslands og heitustu beikonsnáðarnir

Linda Ýr „Hildur Líf og Linda Ýr VIP-partígellur. Þarfnast ekki útskýringar.“ Egló Gunnþórsdóttir „Móðir Ásdísar Ránar er skinku-amman. Tönuð í drasl og strekkt í rusl.“ Gurrý Jónsdóttir „Gurrý Jónsdóttir, kærasta Gillz og þátttakandi í Ungfrú Reykjavík, er suddaskinka.“

Flottustu skinkur landsins Ásdís Rán virðist almennt yfir aðrar skinkur hafin en að henni frátalinni er VIP-partístelpan Hildur Líf óumdeild skinka Íslands og var tilnefnd í fyrsta sæti af langflestum álitsgjöfum Fréttatímans. Hildur Líf nýtur þess að þurfa ekki að spóka sig mikið í skugga Ásdísar Ránar á Austur, Re-Play og öðrum viðurkenndum skinkustöðum þar sem Ásdís er upptekin við landvinninga fjarri Íslandsströndum. Eplið féll þó ekki langt frá eikinni því að Hildur Líf sigraði í Skvísukeppni janúarmánaðar á síðu Ásdísar Ránar á Pressan.is í fyrra. Þá tók hún þátt í Samkeppni hins fornfræga karlatímarits Samúels sem nú lifir á fornri frægð og föngulegum stúlkum á netinu. VIP-partíið sem Hildur Líf hélt ásamt stöllu sinni Lindu Ýr á Re-Play í lok febrúar, og sú gríðarlega athygli sem það vakti, gerði Hildi Líf svo að stærsta meginlandinu á dúnmjúku skinkuhafinu þar sem hún vex nú og dafnar í örygginu innan landhelgi heimsálfunnar Ásdísar Ránar.

Parmaskinkan Líklega kemur fáum á óvart að fyrirsætan Ásdís Rán er í hugum flestra flottasta skinka landsins enda má segja að hún sé frummynd skink­unnar, parmaskinkan, sem hinar skuggamyndirnar á veggjum VIPhellanna reyna sem mest að líkjast. Nánast hver einn og einasti álitsgjafi Fréttatímans nefndi Ásdísi Rán til sögunnar og yfirgnæfandi meirihluti vildi setja hana skörinni ofar en aðrar skinkur. „Parmaskinka Íslands. Falleg og flott. Virðist ekki hafa neitt fyrir öllu

þessu drasli framan í sér. Allar skinkur Íslands reyna að vera eins og Ásdís. Tekst bara ekki því hún ber höfuð og herðar yfir allar.“ „Parmaskinkan hlýtur að vera Ásdís Rán, hún er heimsmeistari í þessu!“ „Ásdís Rán er í raun frumkvöðull á þessu sviði og var að skinkast um strax í byrjun níunda áratugarins á Astró og á síðum klassatímaritsins Heimsmyndar.“

„Birtist landsmönnum eins og fullsköpuð skinka. Hún er svona nýskinka með eftirhermukrem og meik framan í sér. Vaknar snemma til að setja framan í sig – það er staðfest og jafnvel þinglýst.“ „Hildur Líf og Linda Ýr – verð að fá að tilnefna þær saman, þær eru skinkusamloka. Spurning hvað þær setja á milli ...“ „Hildur Líf hlýtur að teljast skinka númer eitt, enda getur hún halt sín partí sjálf, þessi elska.“

„Aðalskinka landsins er án efa Ásdís Rán, sem er ekki bara frægasta skinka Íslands heldur Búlgaríu líka. Svo hefur hún „actually“ gefið út skinkulag! Parmaskinka og engin er í sama klassa og hún!“

Einnig nefndar sem parmaskinkur Tobba Marinós, Dísa í World Class, Rósa Ingólfsdóttir, Dorrit Moussaieff, Bjarnheiður Hannesdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir og Hildur Líf.

Bjarnheiður Hannesdóttir Innanhússhönnuðurinn Bjarnheiður Hannesdóttir stal Edduhátíðinni eins og hún lagði sig frá frægðarfólki sjónvarps- og kvikmyndabransans með því að mæta til leiks í níðþröngum, vel flegnum og eftirminnilegum hlébarðasamfestingi. Fyrir nokkrum vikum vissu fáir hver Bjarnheiður var en nú er nafn hennar á allra vörum og hún er örugg í öðru sætinu yfir mestu skinkur landsins.

Vala Grand „Hmmm ... „bæjon“-skinka.“ „Hún náttúrlega auglýsir Lolitu. is í þáttunum sínum, verslun sem selur mikið af mjög snípsstuttum hvítum kjólum með semelíusteinaskrauti, himnaríki fyrir skinkurnar.“

„Hlébarðakonan var skemmtileg viðbót í hóp opinberra skinka en hún er bæði þrælappelsínugul og fílar spandex. Bæði óhjákvæmilega hluti af grunnfræðunum.“ „Bjarnheiður Hannesdóttir hlébarðaskinka sló í gegn á verðlaunahátíð um daginn og fékk fólk til að frussa fyrir framan tækin og tók ekkert aukalega fyrir. Geri aðrir betur.“

Ljósmynd Arnold

Í

slenskan er komin nokkuð til ára sinna en er sprelllifandi, iðandi af fjöri og móttækileg fyrir stöðugum nýjungum í síkvikum heimi. Íslendingar hafa því í gegnum tíðina ekki átt í teljandi vandræðum með að búa til orð yfir ný fyrirbæri, auk þess sem endurnýting gamalgróinna orða hefur virkað ágætlega með merkingarbreytingum. Þannig var skjár gluggi löngu áður en sjónvarpið kom til sögunnar og sími var einfaldlega þráður þótt í seinni tíð hafi fólk byrjað að slá á hann með símtækjum. Og nú er skinka orðin allt annað og miklu meira en álegg. Þótt skinkurnar þyki öðrum stúlkum þokkafyllri eru þær ekki allra og illar tungur herma að skinkurnar séu þekktar fyrir það eitt að ýfa kynhvöt karla með stinnum rössum í þröngum flíkum og áberandi brjóstaskorum sem oftar en ekki hafa verið magnaðar upp með sílíkonpúðum. Þeir sem hafa horn í síðu skinkunnar bera allar skinkur saman við Paris Hilton og færa þannig rök fyrir því að skinkurnar séu með áherslu sinni á ytra útlit að bæta sér upp almennan greindarskort. Í þessum skilningi má segja að hugtakið „skinka“ leysi „ljóskuna“ af hólmi og framan af var orðið „skinka“ fyrst og fremst notað yfir barmmiklar, stífmálaðar gellur með aflitað hár og naflann beran í efnislitlum toppum. Hugtakið hefur síðan orðið æ umfangsmeira og nú geta skinkur bæði verið karlar og konur og þá ekki síður dökkhærðar en ljóshærðar. Frumskilyrðið er þó enn ofurmeðvitund um klæðaburð, líkamsvöxt og fegurð samkvæmt alþjóðlegum stöðlum Barbiedúkkunnar, Playboy-tímaritsins og klámfenginna tónlistarmyndbanda. Skinkuvæðing samfélagsins veldur mörgum áhyggjum enda fer skinkum ört fjölgandi og aldur stelpna sem kjósa að „skinka sig upp“ færist stöðugt neðar. Fréttatíminn leitaði til hóps fólks sem fylgist vel með í hinum ýmsu menningarkimum og bað það að tilnefna mestu skinku Íslands og svo flottustu skinkuna; þá sem skaraði fram úr öðrum þegar kæmi að sígildum skinkueiginleikum. Einhvers konar parmaskinku Íslands. Það segir ef til vill sína sögu að einn álitsgjafanna baðst undan af þeirri einföldu ástæðu að „skinkurnar eru svo margar um þessar mundir að mann bara svimar og ég treysti mér ekki til að kafa ofan í þetta kjötfjall.“

Ljósmynd Arnold

Samkvæmt orðabókarskilgreiningu er skinka „reykt (og soðið) svínakjöt, oftast haft í sneiðum sem álegg“. Á síðustu misserum hefur skinkan þó tekið á sig allt aðra merkingu sem á ekkert skylt við álegg en nú verður fólki tíðrætt um skinkur þegar átt er við föngulegar stúlkur sem eru gjarnar á að láta skína í hold sem er ekki síður lystugt en þunnskorið og fölbleikt svínakjötið.

„Mjög gott þetta tiger-dress sem hún skartaði á Eddunni og hannaði sjálf – skinka par excellance sem veit hvað hún vill þegar kemur að sparidressi!“

Ósk Norðfjörð „Ásdís Rán. Ósk Norðfjörð. Er þetta ekki ein og sama manneskjan?“

Tobba Marinós „Ekki í sama flokki og hinar. Eðalskinka með klassa og er mega flott, töff og klár í þokkabót.“

Ornella Thelmudóttir „Hún er gangandi dæmi um svarthærðu skinkuna, glamúrmódel með sílíkonvarir getur hreinlega ekki klikkað.“

„Hún er skinka. Hún verður bara að horfast í augu við það.“

Framhald á næstu opnu

„En hún virðist vakna um 4:00 til að dúndra drasli framan í sig. Alltof mikið af alltof miklu. Þarf ekki. Hún er alveg sæt.“

Aðalskinkur Íslands

1 Hildur Líf 2 Bjarnheiður Hannesdóttir 3 Linda Ýr 4 Tobba Marinós 5 Ósk Norðfjörð 6 Sigrún Lilja Guðjónsdóttir 7 Vala Grand 8 Ornella Thelmudóttir 9 Hlín Einars 10 Eygló Gunnþórsdóttir


WWW.CINTAMANI.IS

SPJARAÐU ÞIG

KRINGLUKAST helgina 17.-20. mars

Komdu við í Cintamani í Kringlunni nú um helgina og vertu klár í næsta snjókast.

SKORRI

AGNES

Ísmeygileg rennd hettupeysa úr Tecnostretch® frá Pontetorto®. Tveir vasar að framan og flís innan í hettu. Katrín Ólína hannaði munstrið. Fullt verð: 24.990 kr. Kringlukast: 17.490 kr.

Dömuvesti með Primaloft®fyllingu sem heldur hita á líkamanum en hrindir frá sér vatni og hleypir út svita. Tveggja sleða YKK®rennilás, tveir renndir hliðarvasar og renndur vasi innan á vestinu. Fullt verð: 18.990 kr. Kringlukast: 11.990 kr.

ÖRN

DAGNÝ

Aðsniðinn jakki úr vindheldu Teflon®húðuðu No Wind®efni frá Pontetorto® sem hrindir frá sér vatni. Cordura®styrkingarefni á öxlum. Rennilás sem hægt er að renna í báðar áttir, brjóstvasi og tveir hefðbundnir vasar. Fullt verð: 29.990 kr. Kringlukast: 23.990 kr.

Síð hettupeysa úr Tecnopile®flísefni. Stillanleg hetta með rennilás og tveir renndir vasar. Hlý og hentug peysa við leggings. Fullt verð: 19.990 kr. Kringlukast: 15.990 kr.

CINTAMANI KRINGLUNNI 103 REYKJAVÍK, S. 533 3003


úttekt

Helgin 18.-20. mars 2011

íslensk mynd af enska orðinu „skank“ sem notað er yfir druslur og lauslætisdrósir og ein skýringin á „skinku“ í Slangurorðabókinni er „lauslát stúlka sem er eins og barbie dúkka í útliti“. Skinkurnar hafa orðið þeim sem leggja orð í slangurbelginn á Snara.is tilefni til alls kyns orðaleikja og þannig er talað um „útrunnin skinka“ sem konu „yfir fertugt með aflitað hár“. Þá er „skinkuhorn“ sagt vera „pirruð „skinka“ sem hefur allt á hornum sér“ og malakoff er samkvæmt sömu orðabók rauðhærð skinka.

Beikonsnáðarnir

Álitsgjafar Björk Eiðsdóttir Benedikt Bóas Hinriksson Hrund Þórsdóttir Sigurlaug Didda Jónsdóttir Brynja Björk Garðarsdóttir Halldóra Anna Hagalín Magnea Sif Agnarsdóttir Svanur Már Snorrason Íris Dögg Pétursdóttir Helga Vala Helgadóttir Lilja Katrín Gunnarsdóttir Ragnheiður M. Kristjónsdóttir Stefán Hrafn Hagalín Arnór Bogason Símon Birgisson Jón Oddur Guðmundsson Vignir Jón Vignisson Krista Hall

Þótt Egill „Gillzenegger“ Einarsson hafi ekki jafn afgerandi sérstöðu og Ásdís Rán í kvennadeildinni er hann engu að síður og alls ekki að ósekju orðinn einhvers konar Herra Viðmið þegar kemur að því að flokka og greina beikonsnáða. Gillz trónir efstur á Topp 10-listanum yfir íslenska beikonsnáða. Og ætla má að minni spámenn í beikonpælingum horfi til Egils sem fyrirmyndar rétt eins og skinkurnar mæna aðdáunaraugum á parmaskinkuna Ásdísi Rán. Eðlilega, þar sem Egill hefur skrifað einar þrjár bækur um það hvernig fólk getur skinkað sig upp og skarað fram úr í heimi fallega fólksins. Ekki kemur heldur mjög á óvart að í öðru sætinu sé

yfirhnakki Íslands, sjálfur rauði turninn, Ásgeir Kolbeins. Ásgeir er fagurkeri sem leggur mikið upp úr útlitinu og gæti sjálfsagt orðið litlu síðri innanhússhönnuður en Bjarnheiður Hannesdóttir en mörgum er enn í fersku minni þegar Ásgeir „ældi“ í óeiginlegri merkingu yfir ljóta innréttingu í þættinum Innlit Útlit á Skjá einum. Óneitanlega hlýtur hins vegar að vekja umhugsun og athygli að sjónvarpsstjarnan Sölvi Tryggvason tapaði öðru sætinu naumlega í hendur Ásgeirs. Sölvi er snyrtimennskan holdi klædd, vel lyktandi og óaðfinnanlegur jafnt á skjánum sem utan hans. Sölvi hefur nánast, að eigin sögn, einn síns liðs komið three-piece suit í tísku á ný, hugsar vandlega um hárið á sér en skilur sig meðal annars frá öðrum lykil-beikonsnáðum vegna þess hversu einlægur og auðmjúkur hann er í framkomu. Karlremba

Ásgeir Kolbeins „Ásgeir Kolbeins er verðugur fulltrúi strákanna enda veit hann eflaust GPS-punkta allra sólbaðsstofa í bænum.“ Þorbjörn Þórðarson „Heldur dökku litarafti allan ársins hring, hárgreiðslan alltaf í föstum skorðum og geislandi sjálfstraustið gæti lýst upp svartasta skammdegið. Á það sameiginlegt með Sölva kollega sínum að báðir gætu þær kastað fjölmiðlaferlinum fyrir starf sem tískumódel.“

Sölvi Tryggvason „Eina skinkan sem gengur alltaf með Dostojevskí og Tolstoy í handtöskunni.“

„Hann er tanaður í döðlur og til í hvað sem er, eins og segir í textanum.“

Kalli Berndsen „Hver segir að karlmenn geti ekki verið skinkur. Kalli er frumkvöðull. Alltaf með gífurlegt magn af kremum framan í sér og vel snyrtur skalli og skegg. Toppurinn á klakanum.“

Sveinn Andri Sveinsson „Sveinn Andri representar miðaldra skinkurnar og gerir það með stæl. Alltof tanaður miðað við aldur og í alltof þröngri sundskýlu, bara svona almennt burtséð frá aldri.“

Aðalbeikonsnáðar Íslands 1 Egill Gillzenegger 2 Ásgeir Kolbeins 3 Sölvi Tryggvason 4 Arnar Grant 5 Karl Berndsen 6 Þorbjörn Þórðarson 7 Sveinn Andri Sveinsson 8 Böðvar Þór Eggertsson, „Böddi“ klippari 9 Logi Geirsson 10 Geir Ólafsson

nBIhf.(LandsBankInn),kt.471008-0280

E

itt af því sem jafnréttisbaráttan hefur haft í för með sér er að karlmenn geta líka verið skinkur og í raun gilda sömu viðmið um karlkyns skinkurnar og konurnar. Íslenskir nýyrðasmiðir voru ekki lengi að setja saman karlkynsorð yfir karlskinkur og hinn 16. febrúar í fyrra var orðið „beikonsnáði“ skráð á Slangurorðabók Snöru.is með eftirfarandi orðskýringu: „karlkyns skinka, gaur sem hugsar of mikið um útlitið.“

Gillzenegger „Gillz – sama og Kalli plús gel mínus skegg.“ „Sykurpúðinn Egill Þykki Einarsson er skemmtilega skinkaður sykurmoli.“

Ljósmynd Hari

Þegar orðinu „skinka“ er slegið upp á Slangurorðabókinni á Snara.is koma upp ýmsar skilgreiningar. Skinka er meðal annars sagt vera „orð yfir flotta stúlku“ en líka: „(e. ham) er brauðálegg, en er einnig oft notað um stelpur sem farða sig mikið. Flestar með dökkt, svart eða aflitað hár. Þær klæðast aðeins merkjafötum og stunda ljós reglulega.“ Þegar kemur að orðsifjafræðinni hallar snarlega á skinkurnar en eftir því sem næst verður komist er „skinka“

hefur nefnilega svolítið viljað brenna við beikonsnáðana og Sölvi er því á vissan hátt eyland þar sem eiginlega enginn keppir við Sölva í karlmennskumýkt nema sjálfur Bubbi Morthens.

Ljósmynd Hari

Skinkan skilgreind

Ljósmynd Hari

jl.is

sÍa

„ Ég held að maður verði bara að byrja einhvers staðar, byrja á þúsundkallinum.“

Jónsson & Le’macks

20

Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt spara mánaðarlega. Byrjaðu að spara strax í dag.

Komdu við í næsta útibúi, hringdu í 410 4000 eða stofnaðu til reglubundins sparnaðar í Einkabankanum á landsbankinn.is.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


NÝTT

Varalitir, augnskuggar & krem

Shiseido kynning í Lyfjum & heilsu Kringlunni 18. – 22. mars

Kynning á nýjum vörum frá Shiseido

Glæsilegur kaupauki í boði*

Nýtt frá Shiseido ~ Sólarpúður í 3 litum. ~ Varalitir í 13 flottum litum. ~ Farði sem fullkomnar húðina. ~ Endurbætt Benefiance kremlína. ~ Þrílita augnskuggar í öllum regnbogans litum.

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SHISEIDO VÖRUM

*Kaupauki fylgir ef keyptar eru 2 Shiseido vörur, þar af eitt krem eða einn farði.

Kringlunni


22

fréttaskýring

Helgin 18.-20. mars 2011

Ef þú ert ekki með leg hefurðu engin úrræði. Konur mega ekki ráða því sjálfar hvort þær vilja ganga með barn fyrir þig.

Ljósmynd/Hari

Íris Lind Sæmundsdóttir vill að yfirvöld tryggi ófrjóu fólki sanngjarnt lagaumhverfi.

Vilja staðgöngu í velgjörðarskyni Konur eiga að hafa val um hvort þær vilji gerast staðgöngumæður í velgjörðarskyni án þess að greitt sé fyrir hjálpina. Það er skoðun félaga í Staðgöngu sem Þóra Tómasdóttir ræddi við.

Í

ris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur og félagi í Staðgöngu, telur umræðuna um staðgöngumæðrun á Íslandi vera á villigötum. Rökrætt sé um öfgafull dæmi en baráttufólk fyrir staðgöngu hér á landi vilji fara allt aðrar leiðir. Baráttan snúist ekki um að fólk geti keypt yfirráð yfir líkama staðgöngumóður. Þvert á móti, konur eigi að hafa þann sjálfsagða rétt að taka ákvarðanir um eigin líkama og stjórna því hvort þær vilji ganga með barn fyrir aðra. Konur hafa ekki þetta val hér á landi þar sem staðganga er óheimil. „Við viljum að full staðganga verði heimiluð í velgjörðarskyni fyrir fólk sem af líffræðilegum ástæðum getur ekki eignast börn með eðlilegum hætti. Við viljum að staðganga verði samþykkt undir ströngum skilyrðum. Aldrei sé um greiðslu til staðgöngumóður að ræða og hvatinn geti því ekki verið fjárhagslegur. Eini ávinningur staðgöngumóður sé ánægjan af því að hjálpa öðrum að eignast barn. Við vitum um konur hér á landi sem eru tilbúnar að gera það. Konur sem hafa gengið með fleiri en eitt barn og vita vel um hvað málið snýst. Félagið Staðganga er alfarið á móti staðgönguiðnaði og að réttindi kvenna í bágum félagslegum aðstæðum séu misnotaðar.“

Í málamyndasamböndum til að eignast barn Íris Lind hefur glímt við veikindi og þess vegna velt fyrir sér þeim möguleika að leita aðstoðar staðgöngumóður. Hún segir málið sér kært af mörgum ástæðum og hún eigi vinkonur þar sem önnur vilji ganga með barn fyrir hina. „Lagaumhverfi um eggjagjöf heimilar samkynhneigðri konu að ganga með barn sambýliskonu sinnar. Þannig verða þær báðar löglegar mæður barnsins sem fæðist. Eins og lögin eru í dag bjóða þau upp á að gagnkynhneigðar konur í samböndum með karlmönnum skrái sig í sambúð með öðrum konum með þetta eitt að markmiði. Sæði getur komið úr mönnunum þeirra.“ Fréttatíminn hefur heimildir fyrir því að gagnkynhneigt par á Íslandi hafi skilið á pappírum til að undirbúa barneign með þessum hætti. Konan ætli að skrá sig í samband með annarri konu sem vill verða staðgöngumóðir fyrir parið.

Engin kúgun

Félagið Staðganga styður þingsályktunartillögu sem Ragnheiður Elín Árnadóttir lagði fram í nóvember um að heimila staðgöngu í velgjörðarskyni. Maður, sem ekki vill láta nafns síns getið, hefur lengi reynt að eignast barn

Þráin eftir barni Ég hætti ekki fyrr en ég fæ barn. Það er bara þannig.

Íslensk hjón undirbúa ferð til Bandaríkjanna þar sem þau vilja fá aðstoð staðgöngumóður við að eignast barn. Hjónin geta hvorki eignast barn með tæknifrjóvgun né ættleiðingu.

É

g var alltaf mjög andsnúin staðgöngumæðrun. Ég tel mig vera femínista og fannst þetta alls ekki vera rétt leið. Þegar ég áttaði mig á því að við hjónin ættum nánast enga möguleika á að eignast barn á Íslandi fór ég að lesa mér til um staðgöngumæðrun og hef breytt algjörlega um afstöðu,“ segir íslensk kona sem á þá ósk heitasta að eignast barn. Hún hefur átta sinnum farið í tæknifrjóvgun og þau hjónin hafa verið í ættleiðingarferli í sex ár. Nú er svo komið að þau geta ekki lengur sótt um ættleiðingu sökum

aldurs. Þau vilja því leita til staðgöngumóður í Bandaríkjunum og vegna þess að íslensk lög heimila ekki slíkt þora þau ekki að koma fram undir nafni. Hjónin telja síðasta hálmstráið vera að íslensk stjórnvöld leyfi staðgöngumæðrun eða nái samningum við lönd sem heimili fólki á fimmtugsaldri að ættleiða börn. Eftir langa baráttu eru hjónin ekki bjartsýn á að slíkt gerist. „Ég hætti ekki fyrr en ég fæ barn. Það er bara þannig.“ Konan getur ekki, af líffræðilegum ástæðum, eignast barn en hún hefur

með konunni sinni. Hann er félagi í Staðgöngu og segir tillöguna stuðla að jafnræði því núverandi lög mismuni fólki eftir því hvers konar ófrjósemi það glími við. „Ef þú ert ekki með eggjastokka geturðu fengið gjafaegg. Konur fá að taka sjálfstæða ákvörðun um hvort þær gefi egg og engum dettur í hug að þær séu kúgaðar til að gefa öðrum egg. Enda er það svo að konur þurfa oft að fá egg frá ókunnugum vegna þess að nánir aðstandendur treysta sér ekki til að gefa egg. Ef þú ert ekki með leg hefurðu engin úrræði. Konur mega ekki ráða því sjálfar hvort þær vilja ganga með barn fyrir þig. Þessir hópar hafa því ekki sömu réttindi og það skiptir sem sagt máli hvort þú ert með leg eða eggjastokka. Eins getur kona tekið ákvörðun um hvort hún vilji gefa úr sér nýra, sem er mun hættulegra en að ganga með barn. Engum dettur í hug að hún sé kúguð til að gera það. Engum dettur í hug að hér á Íslandi fari fram verslun með líffæri eða kynfrumur kvenna,“ segir hann og bendir á að staðganga sé yfirleitt gerð tortryggileg með þeim rökum að um kúgun á staðgöngumóður sé að ræða. „Rannsóknir sýna að staðgöngumæðrun gengur yfirleitt vel á Vesturlöndum og konur taka sjálfstæða og upplýsta ákvörðun um að gerast staðgöngumæður. Laga-

með aðstoð Artmedica gert margar tilraunir til þess að verða þunguð. „Þetta hafa verið erfið ár með gríðarlegum sveiflum, erfiðum hormónameðferðum og miklum gráti. Ég hef bætt á mig 30 kílóum á þessum tíma og verið í miklu ójafnvægi.“ Hún gagnrýnir íslensk stjórnvöld harðlega fyrir sinnuleysi í ættleiðingarmálum. Þau setji sáralitla fjármuni í málaflokkinn og hafi látið félagið Íslenska ættleiðingu afskipt í áraraðir. „Íslensk stjórnvöld hafa staðið í vegi fyrir því að við höfum getað ættleitt. Ég lít svo á að við höfum verið dregin á asnaeyrunum öll þessi ár. Lögum og skilyrðum er reglulega breytt og dómsmálaráðuneytið hefur ekki beinlínis verið hjálplegt.“ Hjónin vilja nú leita aðstoðar stað-

og siðfræðiráð ESHRE (European Society of Human Reproduction and Embryologi) ályktar að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni sé viðurkennt úrræði fyrir konur sem ekki geta gengið með barn. Og það er mikilvægt að koma því að að enginn líffræðilegur skyldleiki er milli staðgöngumóður og barns þegar um fulla staðgöngu er að ræða.“ Íris Lind segir að ákjósanlegast væri að yfirvöld tryggðu ófrjóu fólki sanngjarnt lagaumhverfi. Öll umgjörð um staðgönguna yrði að vera fagleg og með aðkomu færustu sérfræðinga. „Staðgöngumóðirin og framtíðarforeldrar yrðu að undirgangast mat félagsfræðinga og sálfræðinga svo að allir viti út í hvað er farið. Skilyrðin fyrir staðgöngu yrðu mörg. Möguleg staðgöngumóðir þarf að hafa eignast barn áður og meðganga og fæðing þarf að hafa gengið vel. Henni þarf að tryggja alla nauðsynlega ráðgjöf og allur hennar réttur þarf að vera tryggður.“ Lagt er til að úrræðið sé eingöngu fyrir íslenska ríkisborgara og staðgöngumæðurnar yrðu einnig að vera íslenskir ríkisborgarar. Það er til að koma í veg fyrir að fólk sæki hingað frá útlöndum til að notfæra sér úrræðið. Staðgöngumóðir legði ekki til kynfrumur heldur verðandi foreldrar og gert yrði bindandi samkomulag um staðgöngumæðrunina. „Það er mikil synd að fólk þurfi að fara á svig við lögin. Þetta fólk hefur jafnan glímt við ófrjósemi af völdum sjúkdóma og jafnvel fengið synjun um ættleiðingu,“ segir Íris Lind að lokum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

göngumóður til að eignast börn og horfa þá til Bandaríkjanna þar sem fleiri íslensk pör hafa nýtt sér staðgöngu. Í mörgum fylkjum Bandaríkjanna er staðgöngumæðrun leyfð. Fyrirtækið Circle Surrogacy í Boston er eitt þeirra sem íslensk hjón hafa leitað til. Á vefsíðunni circlesurrogacy. com má sjá upp á hvaða þjónustu fyrirtækið býður og kostnaðinn við hana. Fyrirtækið er með eggja- og sæðisbanka og hefur milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir pör og einhleypa. Fyrirtækið annast líka tryggingamál og pappírsvinnu fyrir verðandi foreldra. „Hversu oft sem maður hefur brennt sig, kemst maður aldrei undan því að vona að einn daginn eignumst við

barn. Það skrítna er hvað vonin getur verið sterk og skýtur rótum eins og fóstur í hjartastað. Þegar ég frétti af þessu með staðgönguna í Bandaríkjunum leið mér eins og hjartað í mér hefði tekið kipp. Ég gat varla sofið,“ segir konan sem nú vinnur að því að fjármagna slíka ferð. Hún býst við að kostnaðurinn geti farið upp í 20 milljónir króna en þar af sé lögfræðikostnaður, tryggingar og sjúkrahúskostnaður stór hluti. Staðgöngumóðirin fái sjálf einhverjar milljónir. „Ég vil halda báðum þessum möguleikum opnum, ættleiðingu og staðgöngu, en það er auðvitað hrikalegt að þurfa að fara á svig við lögin til að eignast barn,“ segir hún að lokum og ítrekar algjört úrræðaleysi sitt.


Þú ...

... getur leitað lausna í samstarfi við okkur.

Dynamo Reykjavík

Við bjóðum viðskiptavinum okkar sértækar lausnir á greiðsluvanda heimilsins. Lítill greiðsluvandi:

Meðal greiðsluvandi:

Greiðslujöfnun

Lenging lánstíma

110% leiðin

Frysting vaxta og/eða afborgunarhluta

5.000 kr. fastar greiðslur í erlendri mynt

Vanskil lögð við höfuðstól

Mikill greiðsluvandi: Sértæk skuldaaðlögun

Kynntu þér lausnir fyrir heimilin á byr.is. Með persónulegri þjónustu reynum við að finna lausnina fyrir þig.

Sími 575 4000 I byr@byr.is I www.byr.is


24

viðtal

Helgin 18.-20. mars 2011

Að sjálfsögðu hefðum við aldrei tekið þá ákvörðun að láta hann deyja en þetta er svo sem réttmæt spurning því það var ekki bara verið að leggja á okkur, heldur á hann líka.“

„Viljið þið halda áfram eða sleppa?“ Það er örugglega stærsta og erfiðasta ákvörðun hvers foreldris að ákveða hvort halda eigi lífi í barni þeirra eða ekki. Ákvörðun sem fæstir foreldrar þurfa að taka – en hvað gerir kornungt fólk þegar slík spurning er borin upp við það? Anna Kristine heimsótti foreldra Kerans Stue­ land Ólasonar sem er haldinn ólæknandi hrörnunarsjúkdómi.

V

iljið þið halda áfram eða sleppa?“ Lækninum var alvara, það var spurning hvað ungu foreldrarnir, Sigrún Óskarsdóttir, 18 ára, og Óli Ásgeir Stueland Keransson, 23 ára, vildu gera. Halda áfram að hafa nýfætt barn sitt í vélum og halda í því lífinu – sem kannski yrði ekki nema tvö ár – eða sleppa og leyfa honum að sofna. Svarið var auðvelt: Halda áfram. Sigrún og Óli eru foreldrar Kerans sem varð tveggja ára á þriðjudaginn var. Á meðgöngunni var allt eðlilegt og ungu foreldrarnir spenntir að eignast sitt fyrsta barn. Strax við fæðingu kom í ljós að ekki var allt með felldu.

Félagsvera sem elskar fólk

Þetta var rússíbani; við fengum von, hún var tekin af okkur aftur, svo kom aftur von og svona gekk þetta vikum saman. Við vorum glöð og sorgmædd til skiptis.

Á afmælisdegi Kerans, þegar ég kom í heimsókn, var heimilið skreytt með blöðrum um allt. Blöðrur með áletruninni 2ja ára í öllum regnbogans litum, en litli afmælisdrengurinn var ekki heima því þetta var hans vika í Rjóðrinu, hvíldarheimili fyrir langveik börn. Það var þó ekki svo að ekki væri haldið upp á afmælið – Sigrún og Óli höfðu tilkynnt að það yrði opið hús sunnudaginn 13. mars og til þeirra mættu sjötíu manns! „Þetta var eins og fermingarveisla,“segir Óli. „Keran er svo mikil félagsvera að hann elskar að vera umkringdur fólki. Klukkan sex um daginn hélt ég að hann væri orðinn þreyttur en það var nú aldeilis ekki – hann hefði alveg þegið að hafa gestina í tvo tíma í viðbót.“

Gleði og sorg til skiptis

En við förum tvö ár aftur í tímann, að þeirri stundu sem Keran leit dagsins ljós á fæðingardeild Landspítalans: „Hann hreyfði sig ekkert þegar hann fæddist og var með krepptar

hendur,“ segja þau. „Það var kallaður til barnalæknir og í fyrstu var talið að barnið vantaði sykur. Það var farið með hann upp á vökudeild og honum gefinn sykur í æð, en það hafði ekkert að segja. Í tæpan mánuð vissum við ekkert hvað var að. Læknarnir voru með ýmsar kenningar en loks var tekið úr honum blóð og sent til útlanda í rannsókn. Þeir voru greinilega komnir með grun um hvað væri að, en vildu ekkert segja okkur fyrr en þeir væru alveg vissir.“ Keran fékk að koma heim eftir fjóra daga og var heima í tíu daga. Hann var skírður 22. mars en daginn eftir var hann hættur að drekka og þurfti að fara á spítalann aftur. „Hann tók reyndar aldrei brjóst en var hörkuduglegur að sjúga úr pela og nota snuð. Þegar hann hætti að drekka fékk hann sondu í nefið sem hann var með í einhvern tíma. Hann fékk svo að fara heim eftir viku, tíu daga – og einhvern veginn á einni nóttu hvarf allur þróttur úr honum.“ Óli segir þetta hafa verið gríðarlega erfiðan og skrýtinn tíma. „Við héldum auðvitað, eins og allir foreldrar, að við værum að fara að eignast heilbrigt barn,“ segir hann og það vottar fyrir sorg í rödd hans. „Þetta var rússíbani; við fengum von, hún var tekin af okkur aftur, svo kom aftur von og svona gekk þetta vikum saman. Við vorum glöð og sorgmædd til skiptis.“

Grétu tvö ein og fengu engan stuðning

Þegar ég spyr hvort þau hafi ekki fengið mikinn stuðning á spítalanum svara þau nánast í kór: „Nei, stuðningurinn gleymdist alveg hvað okkur varðar. Sérstaklega þegar

við fengum að vita greininguna. Við vorum inni á skrifstofu yfirlæknis vökudeildar og með honum var taugalæknir. Þar var okkur sagt að Keran væri með sjúkdóm sem heitir SMA1, sem er ólæknandi hrörnunarsjúkdómur. Þeir útskýrðu fyrir okkur hvernig sjúkdómurinn lýsti sér og hverjar lífslíkurnar væru. Svo spurðu þeir okkur þessarar spurningar: „Viljið þið halda áfram eða sleppa?“ Við ákváðum samstundis að halda áfram. Svo fóru læknarnir og við sátum þarna tvö og grétum og enginn kom og talaði við okkur. Við höfðum aldrei getað ímyndað okkur að þetta væri jafn alvarlegt og raun bar vitni. Okkur var sagt að það væri gott ef hann næði tveggja, þriggja ára aldri, en lífslíkur barna með þennan sjúkdóm eru að lengjast með tilkomu fullkominna tækja sem þau eru tengd við allan daginn. Eins og Keran er í dag, þá horfum við alveg bjartsýn fram á næstu tvö árin.“ Tveimur dögum eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra væri með ólæknandi sjúkdóm bauðst þeim að tala við djákna Landspítalans. „Þá vorum við orðin svo reið að við afþökkuðum það,“ segir Óli. „Þá var líka öll fjölskyldan komin, foreldrar mínir að vestan og foreldrar Sigrúnar og við fengum allan þann stuðning sem við þurftum frá þeim. Stuðningurinn hefði átt að koma strax og við hefðum auðvitað átt að fá áfallahjálp því hvað er meira áfall en að heyra að nýfædda barnið manns geti kannski bara lifað í tvö ár?“

Sumarfríið sem varði í einn dag

Óli segir að fyrsta árið hafi verið mjög erfitt. „Í fyrstu bjuggum við hjá foreldrum Sigrúnar á þriðju hæð í blokk og það var gríðarlega erfitt að bera Keran þangað með öllu því sem fylgir honum; soginu, öndunarvél, sérhannaðri kerru og öðru slíku. Svo fengum við íbúð í Engihjalla, en þar voru tröppur niður og við þurftum að bera vagninn upp og

niður tröppurnar og þar voru þröskuldar um alla íbúð. Svo leituðum við eftir góðu húsnæði og Kópavogsbær brást fljótt og vel við og útvegaði okkur þessa íbúð hérna, sem er kjörin í alla staði. Fyrsta árið var Keran alltaf að falla í súrefnismettun, mjög slæm föll og við vorum endalaust að hringja eftir sjúkrabíl. Þeir kunnu auðvitað ekkert á Keran svo við gerðum allt sem gera þurfti; þeir voru bara bílstjórarnir okkar! Hann hefur farið mjög oft í sjúkrabíl og einu sinni með sjúkraflugi.“ Það var sumarið sem þau ætluðu í ferðalag eins og „normal“ fjölskylda, eins og þau orða það. „Mamma og pabbi leigðu sér hús á Akureyri og við fórum í heimsókn til þeirra,“ segir Sigrún. „Keran var mjög þreyttur eftir ferðalagið, þótt við stoppuðum mjög oft á leiðinni, og um kvöldið vaknaði hann og hafði fallið í mettun. Við rukum með hann á sjúkrahúsið á Akureyri og þar var honum gefið súrefni. Klukkan fimm um morguninn gerðist þetta aftur og þá var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var á Barnaspítalanum í fimm, sex vikur.“ Þau eru með mælitæki í íbúðinni sem sýna súrefnismettun og púls og þau segjast vera farin að þekkja hann svo vel að þau sjái á honum þegar eitthvað slæmt sé í nánd. „Við sjáum á tækin úr svefnherberginu okkar og þá pípir það hástöfum þannig að við getum alltaf komið honum til bjargar,“ segja þau. Þau segja að þau þrjú börn á Íslandi sem eru með þennan sjúkdóm séu öll með hann á misjöfnu stigi. „Keran getur aðeins hreyft tvo fingur og við vitum ekki hvort þetta eru ósjálfráðar hreyfingar eða hvort hann getur þetta virkilega. Við þekkjum hann svo vel að við sjáum bara í augunum hans hvernig honum líður. Hann getur ekkert hreyft sig og getur hvorki hreyft tungu né kjálka. Hann var farinn að segja óskýrt „mamma og pabbi“ Framhald á næstu opnu


Þú kaupir í matinn ... ... hjá kaupmanninum á horninu. Hann hefur efni á húsamálara, sem sendir son sinn á trompetnámskeið fyrir helgarlaunin.

SPILUM SAMAN

www.spilumsaman.is

Í hvert sinn sem þú greiðir fyrir vörur eða þjónustu á Íslandi heldur þú hagkerfinu gangandi.


26

viðtal

Helgin 18.-20. mars 2011

Hann elskar að vera í Rjóðrinu því þar eru aðrir krakkar. Hér er hann bara einn með okkur og honum finnst tilbreytingin góð. en það er alveg horfið. Fyrsta eina og hálfa árið var bara afturför frá því hvernig hann var eftir fæðingu. Á einu kvöldi hvarf allt. Við vorum viðbúin þessu en auðvitað var það sárt. Hann reynir að anda sjálfur en það er útilokað að hann geti það. Ég set hann bara strax í öndunarvél til að hann kveljist ekki,“ segir Sigrún. „Ég prófaði að láta hann anda sjálfan, en horfði á súrefnismett­ unina hrapa svo að mér finnst það ekki þess virði.“

„Hættir að vera fatlaður á sunnudögum“

Heimilið ber þess engin merki að þar búi alvarlega veikt barn. Það er aðeins í herbergi Kerans sem sjá má að þar býr ekki heilbrigt tveggja ára barn. Samt er allt þar í litum og leikföngum, teikningum sem Keran hefur verið hjálpað að gera, afar hlýlegt herbergi og það er ekki fyrr en Sigrún sýnir mér skúffurn­ ar sem merktar eru með „næringar­ slöngur“ og öðru slíku, sem sjá má að þau eru við öllu búin. Rúmið er rafmagns-sjúkrarúm, enda mikið stjan í kringum litla herrann, eins og Sigrún segir. Dagar þessarar ungu móður, sem verður 21 árs í næsta mánuði, eru því harla ólíkir þeim dögum sem flestir jafnaldrar hennar eiga. „Hver dagur byrjar á því að ég leyfi honum að vakna almennilega, soga upp úr honum og þrisvar í viku fer hann í bað. Hann elskar að vera í baði og við heimahjúkrunar­ konan hjálpum honum að busla með því að hreyfa hendurnar á honum og leyfa honum að sulla yfir okkur. Það finnst honum ótrúlega skemmtilegt! Suma daga nennir hann ekki að vera í baði, en þá þvo­ um við honum, setjum handklæði við hálsinn á honum og leyfum hon­ um að liggja bara í heitu vatninu og slaka á. Heimahjúkrunin kemur sex daga vikunnar...“ Og hér grípur Óli inn í kaldhæðn­ islega: „Vegna þess að hann hættir að vera fatlaður á sunnudögum! Ís­ lenska heilbrigðiskerfið er þannig að maður þarf stöðugt að ýta á eftir hlutunum. En það sem kannski hefur breyst er að hann er ekki að falla eins í súrefni á daginn og hann gerði áður og það er alveg nýtt. Það er mikil áreynsla fyrir hann að anda; þá er sett gríma yfir nef og munn og sogað harkalega upp úr honum. Hann hatar bókstaflega þessa vél, hann fer að gráta þegar hann sér hana. Það sorglega er að það eru bara til tvær auka-hósta­ vélar á Íslandi og það er vegna þess að lítil stúlka sem var ógreind, en þurfti á slíkri vél að halda, lést í fyrra. Ef þessi vél bilar hjá okkur er spurning hvort hann hreinlega myndi lifa það af. Þessi börn þurfa tvær svona vélar á heimili því þetta

eru vélarnar sem halda í þeim líf­ inu.“

Hvíldarvika í Rjóðrinu

Líf þessara ungu hjóna breytist að miklu leyti þegar Keran er í Rjóðr­ inu. „Hann elskar að vera í Rjóðrinu því þar eru aðrir krakkar. Hér er hann bara einn með okkur og honum finnst tilbreytingin góð. Við höfum farið með hann vestur á Pat­ reksfjörð til foreldra minna, en það þarf alltaf mikinn viðbúnað áður og að læknarnir á staðnum geti und­ irbúið sig. Það fylgir honum mikið af „dóti“ og við þurfum stóran bíl. Við höfðum auðvitað ekki efni á flottum bíl; ég vinn úti en Sigrún er heima með Keran allan daginn, alla daga. Ég keypti því þennan sendi­ ferðabíl,“ segir Óli og sýnir mér bíl sem stendur fyrir utan. „Hann er bara ekki með miðstöðina í lagi svo við þurfum að bjarga því. En þegar Keran er í Rjóðrinu förum við í keilu og bíó og út að „djamma“ – allt það sem „venjulegt“ fólk gerir.“

Vantar manneskju í liðveislu

Auk heimahjúkrunar frá kl. 10 til 13 á daginn eiga þau rétt á liðveislu og geta því farið í bíó eða skroppið út á kvöldin ef þau langar. „Okkur vantar liðveislu núna fyrir maíbyrjun því sú sem er hjá okkur á von á barni. Við erum búin að leita og leita en það virðist eng­ inn vilja eða treysta sér í þetta,“ segir Óli og Sigrún bætir við: „Ein ætlaði að koma á mánudag­ inn í síðustu viku en er ekki komin enn. Fjórar konur hringdu og ég er búin að bíða eftir þeim í marga mánuði. Það þarf ekkert fagfólk í þetta, bara manneskju sem hefur skilning á þessum sjúkdómi því það er auðvelt að læra á þessi tæki.“ Haldið þið að fólk sé ekki bara hrætt við að það geri eitthvað rangt? „Jú, örugglega,“ segja þau. „Ef hann fer í súrefnisfall er fólk auðvit­ að hrætt við að klúðra hlutunum.“ En þið voruð ekkert spurð, ykkur var bara kastað út í þetta erfiða hlutverk – orðin nánast læknar 18 og 23 ára. „Jú, við vorum reyndar spurð eins og við sögðum áðan: hvort við vildum halda áfram eða sleppa. Að sjálfsögðu hefðum við aldrei tekið þá ákvörðun að láta hann deyja en þetta er svo sem réttmæt spurning því það var ekki bara verið að leggja á okkur, heldur á hann líka. En já, það má segja að við höfum allt í einu verið komin í hlutverk sem okkur hefði aldrei órað fyrir.“

Draumarnir sem dóu

Þau segja að vissulega hafi margir draumar dáið við að eignast svona mikið veikt barn. „Ég hafði séð okkur feðgana

fyrir mér fara saman í veiði, tjald­ ferðalög, spila fótbolta og fleira sem feðgar gera saman,“ segir Óli. „Það var erfitt að sætta sig við að ekkert af þessu myndi rætast með Keran. Hann yrði alltaf tengdur vélum og við vissum ekki hversu lengi við fengjum að hafa hann.“ „Ég ætlaði að sýna honum heim­ inn og fara með hann í ferðalög,“ segir Sigrún. „Maður reiknar bara ekki með öðru en að eignast heil­ brigt barn – en enginn veit hver er næstur og maður tekur því sem að höndum ber.“ Þau segja Keran mikla félags­ veru, hann sé glaður miðað við lífsgæði og hlæi mikið þegar hann heyri fólk hlæja. Svo hefur hann gaman af að horfa á sjónvarp, „á veðurfréttir og fótbolta!“ segja þau hlæjandi. Sjónvarpið er eina af­ þreyingin sem hann hefur og hann gefur frá sér hljóð þegar hann vill láta skipta um stöð! Hann er mjög ákveðinn og veit nákvæmlega hvað hann vill. Hann á iPad sem iPhone. is á Íslandi gaf honum, snertiskjá sem hann getur ýtt á eftir að við höfum stillt hendurnar á honum þannig.“

Og, góðir lesendur, gleðifréttir í lokin!

Styrktartónleikar voru haldnir fyrir Keran í fyrradag en fyrir þeim stóð Ásthildur Hannesdóttir, fyrrum samstarfsfélagi Sigrúnar í Inter­ sport, sem langaði að gera eitthvað fyrir Keran. „Við komum ekkert nálægt tónleikunum. Ég þekki Ásthildi lítið sem ekkert en hún hringdi og spurði hvort hún mætti ekki gera þetta fyrir Keran og við þáðum það.“ Þeim sem vilja hjálpa þessari fjölskyldu að eignast betra líf er bent á styrktarreikninginn sem er á nafni Kerans: 0331-13-700426, kt. 150309-2710. Og gleðifréttir í lokin: Keran á von á systkini í byrjun maí. Þau segja að þetta hafi nú ekki átt að gerast og ég segi að þau hefðu þá bara átt að sleppa kynlífi og eftir mikinn hlátur segir Sigrún: „Jú, ég var vissulega hrædd þeg­ ar ég uppgötvaði að ég var ófrísk,“ segir Sigrún. „Þótt ég sé gríðarlega mikið á móti fóstureyðingum, hug­ leiddum við bæði fóstureyðingu ef þetta barn væri með þennan eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég er búin að láta rannsaka allt, fara í þrívíddarsónar, fylgjusýnatöku, at­ huga hvort eitthvað sé að, en það er allt eðilegt. Og já, við vitum kynið, en ætlum ekki að tilkynna það í Fréttatímanum!“ Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is


LOKSINS KEMURÐU LAGI Á MELTINGUNA! 1. SÆTI

METSÖLULISTI EYMUNDSSON ALLAR BÆKUR 9. - 15. MARS 20 11

DY N A M O R E Y K J AV Í K

Farðu að ráðum Kolbrúnar Björnsdóttur grasalæknis og meltingarkerfið virkar eins og það á að gera!

„Algjörlega ómissandi bók“ a „Algjörleg lla bók fyrir a ómissandi fa áhuga á þá sem ha eilsu og að halda h sjúkdóma.“ fyrirbyggja sdóttir, ilhjálm Jóhanna V ona fjölmiðlak

Í bókinni er m.a. að finna uppskriftir að spennandi hollusturétttum úr smiðju Kolbrúnar Björnsdóttur grasalæknis og Sólveigar Eiríksdóttur (Sollu á Gló).

Góð melting er undirstaða góðrar heilsu og vellíðunar. Í þessari áhugaverðu og aðgengilegu bók rekur Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir á skýran og einfaldan hátt hvernig meltingarkerfið virkar og hvernig þú getur komið starfsemi þess í lag!

• Ef meltingin er í ólagi hrörnar líkaminn hraðar en ella • Endurnýjaðu líkamann til frambúðar • Nákvæm lýsing á heilunarferli í fjórum áföngum sem tryggir að melting þín sé í góðu horfi • Hverjum áfanga fylgja hollustuuppskriftir frá Kolbrúnu og Sollu á Gló


MacBoo

ný og öflugri fjölskylda

Allt að 2x hraðari örgjörvar

Allt að 3x hraðari grafík

Ofurhratt Thunderbolt

FaceTime HD myndavél

Rafhlaða sem endist lengi

Nýju fjögurra- og tveggja-kjarna örgjörvarnir gera MacBook Pro að alvöru vinnuvél.

15- og 17-tommu MacBook Pro hafa að geyma öflugt Radeon skjákort frá AMD.

Glænýtt tengi sem gerir manni kleift að færa gögn á ofurhraða og tengja við skjái.

Á næsta myndspjalli munu félagar þínir sjá þig þrisvar sinnum skýrari en áður!

Þú færð 7 klst. rafhlöðuendingu á nýju MacBook Pro, þrátt fyrir meiri kraft og betri grafík en áður.

Sendum frítt um allt land þegar keypt er af vefverslun okkar www.epli.is

Laugavegi 182, sími 512 1300 | Opið 10-18 mánudaga til föstudaga og 12-16 laugardaga | www.epli.is


ok Pro

a komin til landsins

MacBook Pro 13,3”

MacBook Pro 15”

MacBook Pro 17”

Allt að 2,7GHz 2-kjarna Intel i7 örgjörvi Allt að 8GB DDR3 vinnsluminni Allt að 750GB harður diskur

Allt að 2,3GHz 4-kjarna Intel i7 örgjörvi Allt að 8GB DDR3 vinnsluminni Allt að 750GB harður diskur

Allt að 2,3GHz 4-kjarna Intel i7 örgjörvi Allt að 8GB DDR3 vinnsluminni Allt að 750GB harður diskur

Thunderbolt tengi (10Gbps) Tvö USB 2.0 tengi FireWire 800 tengi SDXC kortarauf Innbyggt Wi-Fi og Bluetooth

Thunderbolt tengi (10Gbps) Tvö USB 2.0 tengi FireWire 800 tengi SDXC kortarauf Innbyggt Wi-Fi og Bluetooth

Thunderbolt tengi (10Gbps) Þrjú USB 2.0 tengi FireWire 800 tengi SDXC kortarauf + ExpressCard/34 rauf Innbyggt Wi-Fi og Bluetooth

Íslenskt lyklaborð með baklýsingu

Íslenskt lyklaborð með baklýsingu

Íslenskt lyklaborð með baklýsingu

Verð frá: 219.990.-


30

viðhorf

Helgin 18.-20. mars 2011

Fært til bókar

Varla var það Tom Jones? „Ég hef í raun ekki fengið neinar haldbærar skýringar á því hvers vegna SFO [Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar] leitaði eftir því að spyrja mig um mál sem ekki tengdust starfi mínu hjá KSF [Kaupthing Singer&Friedlander].“ Svo segir Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri KSF, í yfirlýsingu þar sem hann hafnar því að rannsókn SFO beinist að þeim hluta Kaupþingssamstæðurnnar sem hann stýrði. Það er því ekki ljóst að hverju efnahagsbrotadeildin var að leita. Tæplega var það sá samningur sem gerði Ármann frægan á Íslandi á sínum tíma, þ.e. að fá stórsöngvarann Tom Jones til að syngja í áramótapartíi. Ármann er raunar laus við mörg vandamál sem fylgdu nýríkum bankamönnum á sínum tíma. Í bók sem hann gaf út um íslenska viðskiptalífið sagði hann m.a. að ýmis vandamál hefðu komið upp gagnvart starfsfólkinu: „Bílstjórinn var latur, heimilshjálpin þreif illa og barnfóstran ætlað aldrei að vakna á morgnana. Börnin kvörtuðu undan því að vera alltaf

Veikburða stjórnsýsla

að ferðast til staða eins og Courchevel, St. Tropez og Dubai og vildu frekar vera heima og fara út að hjóla. Val á vínum olli nú heilabrotum. Nokkrum árum áður drukku allir gin og tónik. Nú þótti hallærislegt að drekka rauðvín sem var yngra en maður sjálfur.“

2007 hvað? Miðar á tónleika gömlu brýnanna í Eagles í Laugardalshöllinni í júní seldust grimmt eftir að sala hófst í fyrradag, en tíu þúsund miðar eru í boði. Tvenns konar verð er á miðunum, 19.900 krónur og 14.900 krónur. Dýrari miðarnir ku hafa runnið út á fáum mínútum, að því er greint var frá í fréttum. Það kostar því um 40 þúsund krónur fyrir par að hlusta á rokksveitina fornfrægu. Miðar á alla þá tónleika sem í boði eru í Hörpunni, eftir að það mikla musteri verður tekið í gagnið, hafa enn fremur runnið út. Bætt hefur verið við aukatónleikum til þess að anna eftirspurn. Það er óneitanlega svolítill 2007 stæll á þessu.

Í

Hreinskilni Valtýs

Í Fréttatímanum fyrir viku upplýsti Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari að embætti hans hefði ekki burði til að annast lögbundið eftirlit með símahlerunum lögreglunnar. Ástæðan er einföld. Embætti ríkissaksóknara hefur hvorki mannskap né fjármuni til að sinna eftirlitshlutverki á þessu sviði, né ýmsum öðrum, eins og því er ætlað. Sagði Valtýr jafnframt frá því að embætti hans hefði sent innanríkisráðuneytinu mörg bréf til að vekja athygli á þessari stöðu. Hreinskilnisleg svör ríkissaksóknara um þennan vanda eru til mikillar fyrirmyndar. Innanríkisráðherra og lögreglan berjast nú fyrir rýmkuðum rannsóknarheimildum. Í þeirri umræðu er grundvallaratriði að vandlega sé farið ofan í saumana á því hvernig löggæslan fer með þær heimildir sem hún hefur nú þegar. Jón Kaldal Upplýsingar Valtýs sýna að kaldal@frettatiminn.is mikið vantar upp á að þar sé allt eins og það á að vera. Rétt rúm tvö ár eru liðin síðan ný lög gengu í gildi þar sem ríkissaksóknara var falið eftirlitshlutverk með símahlerunum lögreglunnar og öðrum rannsóknaraðgerðum sem skerða friðhelgi fólks. Verkefnið fékk embættið vegna þess að réttarfarsnefnd, sem endurskoðaði lögin um meðferð sakamála, taldi „verulegan misbrest“ hafa orðið á því að lögreglustjórar sinntu þeirri skyldu að upplýsa einstaklinga, að lokinni

rannsókn, um að þeir hefðu verið beittir símahlerunum. Aðkoma ríkissaksóknara átti að „tryggja að tilkynningarskyldan verði virt í framtíðinni“ eins og það var orðað í athugasemdum réttarfarsnefndarinnar. Nú hefur það hins vegar verið upplýst í Fréttatímanum að engin trygging er fyrir því að bætt hafi verið úr fyrrnefndum verulegum misbresti. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál. Það hlýtur að vera eðlileg og sanngjörn krafa að innanríkisráðherra hafi frumkvæði að því að láta vinna vandaða úttekt á starfsháttum lögreglunnar áður en lengra er haldið í því að rýmka rannsóknarheimildir hennar. Valtýr Sigurðsson hefur gert áframhaldandi umræðu um þetta mál mikinn greiða með hreinskilni sinni. Hann lætur brátt af störfum og er því ef til vill í annarri stöðu en ýmsir aðrir embættismenn þegar kemur að því að ræða hvernig stofnanir þeirra eru í stakk búnar til að sinna þeim verkefnum sem eru á þeirra könnu. Stjórnmálamenn landsins fara með fjárveitingarvaldið og ef þeir láta ekki aukið fé fylgja auknum verkefnum sem þeir leggja á embætti stjórnkerfisins er auðvitað ekki víst að þeim verði sinnt af neinu viti. Sú varð raunin með vanmáttugt Fjármálaeftirlitið sem stóð andspænis tröllauknu bankakerfi á sínum tíma. Eins og í tilviki ríkissaksóknara voru lagaákvæðin um eftirlitsskylduna afdráttarlaus. Raunveruleikinn var svo einhver allt annar.

Það hlýtur að vera eðlileg og sanngjörn krafa að innanríkisráðherra hafi frumkvæði að því að láta vinna vandaða úttekt á starfsháttum lögreglunnar áður en lengra er haldið Fjárfesting í framtíð Íslands

Síðasti þúsundkallinn

E

og fáfræði. Í skjóli trésins verður að rfiðir tímar kalla oft á erfiðar rækta nýja framtíð. ákvarðanir. Stundum er ekki Það er í sjálfu sér ekki umræðan um ljóst hvort ein ákvörðun er síðasta tréð sem veldur hugarangri betri en önnur. Það þarf samt að taka ákvörðunartaka um þessar mundir ákvörðun eða taka enga ákvörðun, sem heldur öllu heldur síðasti þúsundkaller líka ákvörðun. Jared Diamond skrifinn eða síðasta milljónin. Þegar penaði bókina Collapse – How Societies ingar eru af skornum skammti verður Choose to Fail or Survive, sem segir að velja hvað á að gera við þær krónur meðal annars hetjusögu af Íslendingsem eru til skiptanna. Sumir segja um í baráttunni við land og veðráttu. að Íslendingar eigi að eyða síðustu Diamond segir sögu um eyjarskeggja krónunum í fjárfrekar framkvæmdir, nokkra á Páskaeyjunni sem hjuggu sem jafnvel myndu fá John Maynard niður regnskóga og tortímdu sjálfum Keynes til að snúa sér við í gröfinni í sér þar sem þeir voru háðari skóginum ljósi þess hvernig hagkerfi hafa breyst en þeir gerðu sér grein fyrir. Diamond frá „kreppunni miklu“. Aðrir segja að velti því fyrir sér hvað sagt hafi verið við eigum að eyða krónunum í að verja þegar eyjaskeggjar voru að fella síðasta Eyþór Ívar Jónsson það sem við höfum, þann lífsstíl sem tréð. Eftirfarandi eru nokkrar tilframkvæmdastjóri Klaks — við þekkjum – af hverju að borða brauð gátur: „Þetta er MIT T tré, MÍN eign! Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnuef við getum fengið kökur? Enn aðrir Ég get gert það sem ég vil við það“; lífsins og stjórnarformaður segja að við eigum að geyma þúsund„Áhyggjur af umhverfinu eru ýktar, Sprotaþings Íslands kallinn undir koddanum. Þetta eru allt við þurfum frekari rannsóknir“; „Þið ákvarðanir sem varða hagsæld þjóðar þurfið einungis að trúa, guð mun hugsa til skemmri og lengri tíma. um sína.“ Síðasti eyjarskeggi Páskaeyjunnar myndi hins Tilgátur Diamonds um yfirlýsingar eyjarskeggja vegar hugsa öðruvísi að fenginni reynslu. Hann myndi minna um margt á orðheppni Íslendinga – sögusegja að við ættum að eyða síðasta þúsundkallinum í hetjur bókarinnar – í fjármálasögu síðustu missera. að fjárfesta í framtíðinni, til að rækta framtíðina. Ein Íslendingar eru líka eyjarskeggjar. Umræðan um síðasta tréð minnir líka á umræður um framtíð Íslands. leið til þess er að fjárfesta í nýsköpun og verðmætasköpun sem ekki er fjárfrek en getur skilað mörgum Sumir virðast vera búnir að slá eign sinni á landið og störfum og ágætum arði. Þó að fjárfesting í ört vaxandi ætla að byggja sér minnisvarða úr síðasta trénu; aðrir fyrirtækjum sé áhættusöm er það fjárfesting í nýjum vilja snúa sér í hringi í nafni rannsókna og vísinda og gróðri, nýjum blómum og græðlingum sem eiga eftir loks eru það þeir sem eru hættir að hugsa og segja: að rækta landið á ný. Það er fjárfesting í framtíð Ís„Þetta reddast.“ Allt eru þetta ákvarðanir á ögurstund. lands. Kannski eru þetta ákvarðanir byggðar á skammsýni

Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Helgin 18.-20. mars 2011

Ríkisútvarpið

Kiljan og konurnar K ynjahlutföll í fjölmiðlum eru langt frá því að vera jöfn þótt fjölmiðlar segist allir vera af vilja gerðir til að rétta hlutföllin. Lítið hefur breyst þrátt fyrir jafnréttisáætlanir og -lög. Nokkur undirritaðra hafa gert ítrekaðar tilraunir til þess að benda Agli Helgasyni á að ójafnvægis gæti milli kynjanna í Kiljunni. Viðkvæðið er ávallt hið sama og svörin heldur loðin. Þegar Agli er bent á að fáar konur sjáist í þáttunum hans bendir hann á að svo gildi einnig um fleiri íslenska dagskrárliði, en yfir því kvarti enginn og hann nefnir að gamalt fólk sjáist sjaldan í sjónvarpinu og að hann bæti úr því með því að ræða við níræðan karlmann. Egill dregur tölur okkar um hlutföll kynjanna í efa og segir að hlutfallið sé mismunandi eftir þáttum. Hausatalningar eru ekki aðaláhugamál okkar og við krefjumst þess heldur ekki að hlutfall kynjanna sé hnífjafnt, það væri óraunsæ krafa. Okkur þótti samt við hæfi, fyrst tölurnar eru vefengdar, að fara yfir þáttafærslur Kiljunnar frá tímabilinu 13. nóv. 2007 til 28. apríl 2010, aðgengilegar á vef Ríkisútvarpsins (http://dagskra.ruv.is/kiljan/ thattafaerslur/), tæplega 80 þættir. Færslurnar gefa yfirleitt góða mynd af því hverjir mættu í þættina og um hvað var rætt. Við töldum öll nöfn, nöfn rithöfunda og viðmælenda. Væru viðmælendur ævisagnaritarar, var nafn þess sem skrifað var um einnig talið. Hjálparhellur Egils, Kolbrún, Páll og Bragi, voru ekki tekin með í reikninginn, en hafa má í huga að þar eru karlmenn einnig í meirihluta. Þegar upp er staðið eru hlutföll kynjanna skýr. Ef taka á þáttafærslur Kiljunnar alvarlega,

er niðurstaðan sú að 77% þeirra sem fengu umfjöllun í 78 þáttum af Kiljunni voru karlar.

Konur 115 Karlar 391

23% 77%

Egill Helgason hefur tekið gagnrýni okkar nokkuð illa. Hann ýmist snýr út úr eða virðir okkur sem dirfumst að skipta okkur af því hvaða viðmælendur hann velur í sjónvarpssal ekki viðlits. Hann virðist hafa gleymt því að Ríkisútvarpið er enn í almenningseigu og að eitt af aðalhlutverkum þess er að þjóna borgurum landsins, okkur. Ríkisútvarpið á að þjóna þjóðinni eins og hún leggur sig, ekki bara karlkyns hluta hennar. Í ljósi dræmra undirtekta hans höfum við því brugðið á það ráð að spyrjast fyrir um það hjá dagskrárstjóra, Sigrúnu Stefánsdóttur, hvort það sé meðvituð ákvörðun hjá Ríkisútvarpinu að hlutfall kvenna í Kiljunni sé jafnlágt og raun ber vitni. Svörin sem við fáum eru heldur fátækleg. Sigrún Stefánsdóttir treystir Agli Helgasyni „til þess að gæta jafnvægis milli kynjanna eftir því sem mögulegt er hverju sinni“ (tölvubréf 10. mars 2011, kl. 17:56). Vegna þess að jafnréttis er ekki gætt hjá RÚV, sendi eitt okkar beiðni til Jafnréttisstofu um aðstoð við að nálgast jafnréttisáætlun RÚV. Þau svör bárust að nefnd væri að störfum hjá RÚV við að endurskoða áætlunina en að enn hefði Jafnréttisstofu ekki borist neitt frá nefndinni. Jafnframt kveðst lögfræðingur Jafnréttisstofu vera sammála því að jafnréttis sé ekki gætt og að Jafnréttisstofa hafi bent RÚV á þetta. Efnistök og umfjallanir Kiljunnar gefa ekki rétta mynd af raunveruleg-

um kynjahlutföllum í bókmenntum á Íslandi, hvorki þeirra sem lesa, né þeirra sem skrifa. Við teljum að ef einhver eigi að sjá til þess að jafnréttisstefnu Ríkisútvarpsins sé framfylgt þá sé það dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Við teljum að ef ritstjóri þáttar getur ekki framfylgt landslögum (Ríkisútvarpið er, sem allar aðrar stofnanir, bundið af jafnréttislögum) eða jafnréttisstefnu Ríkisútvarpsins, þá sé hann ekki hæfur í starfið. Undirrituð eru áhugafólk um bókmenntir og jafnrétti. Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson Hildur Knútsdóttir Kristín Jónsdóttir Eiríkur Örn Norðdahl Erla Elíasdóttir Erna Erlingsdóttir Gerður Kristný Guðmundur Erlingsson Guðrún Dalía Salómonsdóttir Guðrún Elsa Bragadóttir Gunnþórunn Guðmundsdóttir Hallgrímur Helgason Hildur Lilliendahl Ingi Björn Guðnason Ingólfur Gíslason Ingunn Snædal Kristín Svava Tómasdóttir Lilja Sigurðardóttir Maríanna Clara Lúthersdóttir Páll Ásgeir Ásgeirsson Rósa Elín Davíðsdóttir Salka Guðmundsdóttir Vigdís Grímsdóttir Þórarinn Már Baldursson Þórdís Gísladóttir Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Ævar Örn Jósepsson

Við teljum að ef ritstjóri þáttar getur ekki framfylgt landslögum (Ríkisútvarpið er, sem allar aðrar stofnanir, bundið af jafnréttislögum) eða jafnréttisstefnu Ríkisútvarpsins, þá sé hann ekki hæfur í starfið.

4.–5. júní 2011

LANDSLIÐSKOKK AR N I R STEINN ÓSKAR, JÓHANNES JÓHANNESSON

Taktu þátt í Hátíð hafsins!

O G Ó L A F U R ÁG Ú S T S S O N

Stjórn Hátíðar hafsins auglýsir aðstöðu til sölu- eða kynningarstarfsemi á hátíðarsvæðinu. Einkum er óskað eftir aðilum sem selja listmuni og handverk, ýmislegt tengt hafinu, skipum, fiski og sjómennsku. Ekki verða leigð tjöld til sælgætissölu.

S JÁVARKJALL AR N U M

TA K A V E L Á M Ó T I Þ É R Á

Undanfarin ár hafa hátt í 20.000 gestir sótt hátíðina á Grandanum og notið fjölbreytilegrar dagskrár þar sem saman fer skemmtun, fróðleikur og keppni. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar má nálgast á vef hátíðarinnar: www.hatidhafsins.is H:N markaðssamskipti / SÍA

Umsóknarfrestur er til 15. apríl. Verkefnastjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum.

www.hatidhafsins.is Sjávarkjallarinn

/

Aðals træti 2

/

101 R e y k j a v í k

/

s í m i 511 1212


32

HVAÐA KORT HENTAR ÞÉR?

FÁÐU ÞÉR MASTERCARD HJÁ OKKUR

viðhorf

Helgin 18.-20. mars 2011

Hamfaratjón

F

Hafðu samband. Við hjálpum þér að velja rétta kortið.

HELGARPISTILL

kreditkort.is | Ármúla 28

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Ojos de brujo

MP banki er meginbakhjarl Vetrarhátíðar í Reykjavík

á Listahátíð í Hörpu, 27. maí

Misstu ekki af spennandi tónlistarkokteil frá Katalóníu þar sem rúmba, hiphop og flamenco blandast í iðandi fjöri. Sérstakt tilboðsverð

2.900 kr.

fyrir viðskiptavini MP banka í mars.

Fólk um allan heim hefur staðið á öndinni vegna hinna ógnvænlegu náttúruhamfara í Japan á dögunum, jarðskjálftans gríðarlega og flóðbylgjunnar í kjölfar hans. Þúsundir létust og þúsunda er saknað. Eyðilegging kjarnorkuvers veldur skiljanlegum ótta enda hefur þurft að flytja fjölda fólks burtu vegna geislunarhættu. Raunar er eyðilegging mannvirkja svo yfirþyrmandi að erfitt hlýtur að vera að meta slíkt tjón. Þó hefur það verið reynt. Eignatjón í kjölfar risaskjálftans í Japan er nú talið ganga næst eignatjóninu sem varð þegar fellibylurinn Katrína skall með öllu afli á New Orleans í ágúst árið 2005 og sjór gekk á land. Þar varð fjárhagstjónið mest í þeim náttúruhamförum sem orðið hafa í seinni tíð, er talið hafa numið 71,2 milljörðum dollara eða sem svarar rúmlega 8.200 milljörðum íslenskra króna, að því er fram kom í frétt Morgunblaðsins fyrr í vikunni. Eignatjónið vegna stórskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan er talið vera á bilinu 14,5 til 34,6 milljarðar dollara eða um það bil 1.700 til 4.000 milljarðar íslenskra króna. Skekkjumörkin eru því veruleg sem helgast auðvitað af því að umfang hamfaranna og tjón er ekki að fullu komið fram. Í fyrrgreindri frétt eru raunar sagðar líkur til þess að eignatjónið í Japan muni, þegar upp er staðið, verða meira en í New Orleans og nágrenni, þ.e. meira en 8.200 milljarðar íslenskra króna. Sumir hafa jafnvel spáð því að það muni nema sem svarar tugþúsundum milljarða íslenskra króna. Tölurnar vegna tjónsins eru stjarnfræðilegar og erfitt að setja þær í samhengi. Samt voru þessar fjárhagslegu hamfaratölur á einhvern hátt kunnuglegar. Eftir ofurlitla umhugsun mundi pistilskrifari eftir lýsingu á tjóni af völdum hamfara sem komust í þennan ógnvænlega flokk, að vísu af völdum manna en ekki náttúru, sem lítt eða ekki verður við ráðið. Sigurður Þórðar-

son, fyrrverandi ríkisendurskoðandi, sagði nefnilega í fyrrasumar að beint fjárhagstjón vegna bankahrunsins á Íslandi næmi um 10.000 milljörðum króna. Sagði hann að þar hefði vegið þyngst 7.800 milljarðar króna vegna virðisrýrnunar eigna bankanna, um 40% af heildareignum. 1.400 milljarðar vegna virðisrýrnunar hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum, þar sem virðisrýrnunin er 1.800 milljarðar en 400 milljarðar dregnir frá þeirri tölu vegna hlutabréfa sem bankarnir keyptu í sjálfum sér. Segir ríkisendurskoðandinn fyrrverandi að tap ríkissjóðs, þar með talið gjaldþrot Seðlabanka Íslands, nemi 600 milljörðum króna. Tap peningamarkaðssjóða hafi verið um 160 milljarðar og tap annarra fyrirtækja á landinu 200 milljarðar króna. Fjárhagstjón af völdum örfárra manna í agnarsmáu landi var því meira en af mestu náttúruhamförum sem riðið hafa yfir heiminn, meira en af versta fellibyl sem sögur fara af og eins og sakir standa metið umtalsvert meira en af því ógnartjóni sem Japanar standa nú frammi fyrir, þótt það kunni að breytast. Fjárhagstjónið af völdum glæfrastarfsemi íslensku bankanna slær enn fremur margfalt út tjón af öðrum stórskjálftum í heiminum og tjón af fellibyljum sem og fjárhagstjónið vegna árásarinnar á tvíburaturnana í New York fyrir tæpum áratug. Öll þess skelfing stenst ekki fjárhagslegan samanburð við ógnir af völdum örfárra Íslendinga, þar sem á ferð voru víkingar með fulla vasa af peningum í stað sverða og axa, eins og Sigurður lýsti þeim söfnuði. Hér er að sjálfsögðu ekki litið til manntjóns af völdum hamfara, sem aldrei verður bætt. Svo menn átti sig á 10.000 milljörðum króna þá er sú upphæð tæplega sjöföld þjóðarframleiðsla Íslendinga árið 2008 og nemur verðmæti 43 ára útflutnings sjávarútvegs hér á landi, þ.e. alls þess sem vænta má að við fáum fyrir sjávarafurðir okkar fram til ársins 2054. Ríkisendurskoðandi fyrrverandi mat það svo í fyrra að íslensk þjóð bæri fjórðung til þriðjung af tjóninu. Hitt væri tap erlendra aðila. Íslensk þjóð er vön náttúruhamförum og stendur þá saman sem einn maður. Það þarf hins vegar engan að furða þótt erfiðara sé að þétta raðirnar þegar ógnarhamfarirnar, fjárhagslegar að sönnu, eru af manna völdum.

Almennt verð 3.900 kr.

Málþing uM Heddu gabler í þjóðleikHúsinu í kassanuM sunnudaginn 20/3 kl.15 Ba Clemetsen, stjórnandi Ibsenhátíðarinnar í Noregi: ”Hedda gabler World wide – sett med norske øyne”. Umræður um sýninguna og verkið með þátttöku Kristínar Eysteinsdóttur leikstjóra, Ilmar Kristjánsdóttur leikkonu og Bjarna Jónssonar, þýðanda og dramatúrgs. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Teikning/Hari

Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is

TILBOÐ MÁNAÐARINS

GULI MIÐINN 20% AFSLÁTTUR AF ALLRI LÍNUNNI TILBOÐIÐ GILDIR ÚT MARS

–einfalt og ódýrt

Spönginni • Hól Hólagarði lagarrði • Hagkaup Skeifunn Skeifunni • Hagkaup Akureyri • www.apotekid.is Miðasala Hverfisgötu I 551 1200 I leikhusid.is


VIÐ BOR GUM

 Vik an sem var

50%

Hvað fá þá bankamennirnir? „Árs fangelsi fyrir að stela kökudropum“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 39 ára gamla konu í árs fangelsi fyrir búðarhnupl og fleiri afbrot en konan rauf skilorð eldri dóms með brotunum. Konan var m.a. ákærð fyrir að stela samtals 60 glösum af kökudropum úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu.

MEIRA Í MARS

Þarf ekki að slá á þráðinn til Vínar? „Vilja að tillaga um sameiningu verði afturkölluð“ Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn lögðu til á borgarstjórnarfundi að tillögur meirihlutans í borgarstjórn um miklar breytingar á skólakerfinu yrðu dregnar til baka. En hnífasettin? „Spjótin standa á ríkisstjórn“ Kjaraviðræðurnar mjakast áfram og eru stjórnvöld smám saman að koma að viðræðum um einstök mál og nauðsynlegar aðgerðir, sem samtökin á vinnumarkaði til að greiða fyrir kjarasamningum. Þarf ekki að byggja við á Kvíabryggju? 216 með réttarstöðu grunaðra Samtals hafa 216 manns réttarstöðu sakbornings í málum sem sérstakur saksóknari hefur til meðferðar vegna gruns um refsiverða háttsemi í tengslum við bankahrunið. Hamrað á málinu “Fimmtán handteknir” Efnahagsbrotadeildin handtók og færði til frekari yfirheyrslu fimmtán stjórnendur og starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar, vegna rannsóknar á meintu samráði fyrirtækjanna.

...og í bónus fylgir SÓLKERFI Gamestöðvarinnar þannig færðu miklu meira fyrir leikina.

FLEIRI LEIKIR - MEIRI BÓNUS!

Pizzaveisla, Bíóferðir, Mountain Dew, Orka og inneignir.

KRINGLAN · 588 9400 · WWW.GAMESTODIN.IS S


34

bækur

Helgin 18.-20. mars 2011

Áréttingar og leiðrétting

Betr i nær ing – Betr a líf

Tveir mætir menn komu á framfæri athugasemdum um orðalag í greinarkorni um ágæta bók Þorgríms Gestssonar um Laugarnesið. Annar taldi ofsagt að afi og amma Þorgríms, sem settust að í Laugarnesi 1915, hefðu verið „leiðtogar“ í hópi þeirra sem settust að á svæðinu frá Rauðará að Bústöðum á liðinni öld á eignafestulöndum. Það er rétt að eignafestulönd voru komin í notkun miklu Mannlíf við Sund fyrr og þau hjón voru ábúendur á nær þúsund ára býli. Það er áréttað hér með að þar var munur á þótt ekki verði bakkað með að Þorgrímur og Ingibjörg Þóra hafi verið leiðtogar fyrir byggðina á þessum slóðum lengi – í ýmsum skilningi. Hin athugasemdin við greinarkornið laut að gáleysislegu tali um arfleifð Geirs Zoëga og var varpað fram þeirri spurningu hvort nokkuð stæði eftir af húsum hans, utan þau sem hann byggði börnum sínum. Jú, kvað karl einn úr bænum; hesthúsið hans og hlaðan stendur milli húsanna við Ránar- og Vesturgötu og var lengi heimili Gunnars Huseby. Þá var reyndar ótalin lengjan neðst á Vesturgötunni norðanmegin: pakkhúsin, sem þekktust eru sem Naust, og beggja vegna tvö hús sem Geir ku hafa reist. Sóma borgaryfirvalda er í því efni borgið þótt þau hafi heimilað stórbygginguna sem Karl í Pelsinum reisti norðan við Vesturgötulengju Geirs ... alltof stóra -pbb

 Bók ardómur Hinir dauðu Viðar Sundstöl

Tveir bræður í skóginum

Viðar Sundstöl

 Hinir dauðu Viðar Sundstöl Kristín R. Thorlacius þýddi 175 bls. Uppheimar 2011

Hinir dauðu nefnist annar hluti af þríleik Viðars Sundstöl sem kom út nýlega hjá forlagi Uppheima. Sundstöl mætti hingað upp í vikunni til að tékka á fjölmiðlaflórunni og kynna bálkinn. Fyrsta bókin um Lance Hansen kom út í fyrra, Land draumanna, og kynnti okkur þennan þumbaralega löggumann við Miklavatn á slóðum norskra landnema og índíánaættbálka. Þar kom í sögunni að Lance mátti hafa sig allan við að skoða dráp á norskum strák þar við vatnið í skógi og þótt honum bættist liðstyrkur frá Noregi dugði það ekki til. Ódámurinn sem drap drenginn og svívirti fannst ekki. Lance kynnti okkur fyrir helstu vinum sínum, bróður, dóttur, fyrrum eiginkonu, gamalli kærustu og tengdaföður í þessari fyrstu bók sem var, eftir á að hyggja, langur inngangur að meiri tíðindum. Sem kemur nú í ljós. Lance var sökker fyrir gömlum sögum – í fyrstu bókinni var hann upptekinn af hundrað ára sögu – nú og svo hafði hann illan bifur á bróður sínum; grunaði hann um manndráp, jafnvel morð. Í miðbókinni um hina dauðu fer Lance í veiðiferð með bróður sínum. Það er vetur og þeir eru einir inni í barrskógaþykkninu þar sem kunnugir menn villast. Gamlir svipir eru á ferðinni: aldargömul saga er rakin í skáletri – og við fylgjumst með Lance á rápi um veiðilendurnar – þeir bræður fá sér kaffi og halda áfram leit – sinn í hvoru lagi að bráð. Þá skellur á ógnvekjandi veður – sams konar hitastig og olli ísingunni á sjó hér á miðunum – niður fellur regn sem frýs um leið og það lendir á jörð. Yfir allt leggst klakabrynja. Lance fer að verða viss um að hann sé ekki einn ... Hinir dauðu er fantavel skrifuð bók, spennandi og tælandi í þýðingu Kristínar Thorlacius. Hún verður nánast óbærilega spennandi er á líður og Sundstöl kann mikið fyrir sér í nákvæmum lýsingum á veðurfari í skóglendi, myrkri og kulda. Nógu lofi var hlaðið á Land draumanna; Rivertonverðlaununum norsku og tilnefningu til Glerlykilsins 2009. Þessi saga er miklu merkilegri í frásögn og sniði, svolítið mórölsk í samslætti tveggja tíma – Kain og Abel og það allt – en flottur krimmi. pbb

Betri næring – betra líf eftir Kolbrúnu Björnsdóttur grasalækni vippar sér í efsta sætið á heildarlista Eymundsson. Í forgrunni er meltingarstarfsemin en góð virkni hennar mun vera undirstaða góðrar heilsu og vellíðanar.

Gagnrýnendur greinir á um ágæti sviðsetningar Stefáns Baldurssonar óperustjóra á Öllum sonum mínum sem byggir reyndar á þeim hræðilegu sögum sem kunnar eru af illa byggðum og gölluðum orustuflugvélum sem fóru niður á stríðsárunum. Þetta er þriðja sviðsetningin á Sonunum. Sú fyrsta, á vegum LR, var skömmu eftir frumsýninguna vestanhafs. Stefán valdi verkið á svið snemma á árum sínum í þjóðleikhússtjórastól og nú er það sýnt þriðja sinni. Annað meistaraverk ameríska natúralismans mun reyndar

vera á leiðinni á svið í hefur sótt um og Þjóðleikhúsinu: Long ekki fengið fer Days Journey into engum sögum af; Night eða Húmar leiklistarráð styrkir hægt að kveldi eða helst tilraunaverkLöng er dags för inn efni fyrir yngra í nótt eftir því hver liðið, ekki útlend þýðir verkið. Í fyrra meistaraverk með fréttist að Þórhildur fullorðnum leikÞorleifsdóttir ætlaði Eugene O’Neill, urum. Sýnir sagan. að sækja um styrk til höfundur Long Days En nú berast leiklistarráðs til að Journey into Night. þær fréttir að setja verkið á svið sýningin komi upp í eigin nafni með Arnari Jónsí Þjóðleikhúsinu, sem þýðir þá syni, Hilmi Snæ og Atla Rafni í að Þórhildur er þar komin aftur hlutverkum þeirra Tyrone-feðga til starfa – og Hilmir Snær líka. og átti Guðrún Gísla að leika Hin þrjú eru reyndar fastráðnir móðurina. Hvort Þórhildur leikarar í húsinu hvort eð er. -pbb

 Bók ardómur IS(not)

Pólskar myndir, íslensk orð Síðasta laugardag var opnuð ljósmyndasýning hér syðra sem hafði verið uppi mánuðinn fyrr í Hofi Akureyrar. Sunnan heiða er henni tvískipt milli sýningarstaða, Listasafns Árnesinga í Hveragerði og Gerðubergs í Breiðholtinu. Sýningin ber enskt heiti IS(not) eða (EI)land. Hún er nýstárleg, fallega uppsett og opnar okkur nokkuð aðra sýn á land og þjóð en við erum vön. Samfara henni kemur út bók og henni fylgir mynddiskur. Úr myndröðinni Hidden people eftir Adam Panczuk en fyrir hana hreppti hann annað sæti í ljósmyndakeppninni Picture of the Year International nú í febrúar.

Hér má greinilega sjá að gestir líta okkur öðrum augum gegnum linsuna en okkar menn: Hráleikinn er háværari og hin myndrænu mótíf koma á óvart þótt í bland flækist kunnugleg minni úr íslenskri samtímaljósmyndun.

 IS(not)

Opið Alla daga frá 12:00 til 18:00

Amerískir meistarar á íslensk svið

Hermann Stefánsson Huldar Breiðfjörð Kristín Heiða Kristinsdóttir Sindri Freysson Sigurbjörg Þrastardóttir Rafal Milach Agnieszka Rayss Jan Brykczynski Michal Luczak Adam Panczuk Sputnik Photos 2011

F

imm pólskir ljósmyndarar fengu jafn marga íslenska rithöfunda til liðs við sig, ferðuðust um Ísland 2010 og er afrakstur þess samstarfs sýning og bók. Hingað komu nokkrir af ljósmyndurum Póllands af yngri kynslóðinni sem allir tilheyra hópnum Sputnik photos. Þeir kynntust eigin augum, gegnum linsuna og með leiðsögn, frásögn og samfylgd íslensku höfundanna landi sem þeir þekktu bara af orðspori, klisjum auglýsinganna, og fyrir þeim opnaðist nýr heimur sem rímaði illa við yfirskin ferðaiðnaðarins. Bókin, sem dregur sumpart saman í eitt texta og mynd, er fallegur gripur og verður klárlega eftirsóttur safngripur, svo lítið er upplagið. Hún er ekki til sölu en fæst gegn styrk til sýningarhaldsins, en verkefnið er ríkulega styrkt af ýmsum evrópskum sjóðum. Textar Hermanns, Huldars, Kristínar, Sindra og Sigurbjargar birtast að mestu á ensku en að litlum hluta á íslensku og eru í öllum tilvikum hugleiðing/ferðasaga, vitrun í nýjum félagsskap og vitneskja um gestinn sem leitar uppi þau sjónrænu minni sem kalla hæst á hann. Þannig liggur leið tveggja í Árneshrepp á Ströndum, annað par þræðir sambýli vatns og þjóðar, tvö leita uppi ófreska menn, tveir einangraða staði og einangrað fólk – svarthvítt stöff – og Huldar sest upp í bíl; hvað annað? Þetta er að öllu leyti vel heppnað verk. Hér má greinilega sjá að gestir líta okkur öðrum augum gegnum linsuna en okkar menn: Hráleikinn er háværari og hin myndrænu mótíf koma á óvart þótt í bland flækist kunnugleg minni úr íslenskri samtímaljósmyndun. Mest þykir mér til ferðalagsmynda Rafals Milach og Mic-

hals Luczak koma. Textavinnsla íslensku höfundanna er heimabrugg. Áhugasvið þeirra fimm er afar mismunandi og komið á erlenda tungu verður hluti textans heimóttarlegur, það bregður fyrir blygðun í honum, einhverri afsökun fyrir að vera til, posttveirnúllnúllátta-trámað étur okkur að innan um sinn. En þau skilja öll konseftið og eru að reyna að skoða okkur að utan; líklega hafa myndir samferðamanna þeirra komið þeim á óvart, rétt eins og þær koma okkur á óvart. Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði Póllands og EES/EFTA-ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs. Á heimaslóðum gestanna fer sýningin um Danzig hina fornu og í apríl verður opnuð sýning í Bielsko-Biala og í Varsjá í júní. Andrzej Kramarz er sýningarstjóri og ritstjóri bókarinnar IS(not). Hugleiðingar sýningarstjóranna um goðmagn eyjunnar og eðli hennar eru þeim öllum hugstæð. Í verki er verið að skoða jaðarinn á álfunni, norðan við okkur er hjarnið og ísbreiðan. Huldar orðar það svo að við förum úr borginni til að sjá skrýtna fólkið sem við höfum komið okkur upp sem er þó bara við sjálf. Sýningin og bókin er því merkilegur spegill sem við skulum skoða okkur til ánægju; í Breiðholti eða Hveragerði. Við þangað.

Bækur

Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is


„Sigurður Sigurjónsson er dásamlegur leikari og sýnir það hér enn og aftur“

„Hlýlegur og fyndinn einleikur þar sem Sigurður Sigurjónsson gefur á einlægan hátt úr eigin ranni“ EB, Fbl.

JVJ, DV.

„Ávísun á notarlega kvöldstund“

„Það er dauður maður sem ekki hlær að Sigurði Sigurjónssyni þegar hann gerir það sem hann kann svo vel“

KHH, Fréttatíminn

SA, TMM.

„Skemmtileg sýning sem á örugglega eftir að kitla hláturtaugar áhorfenda um nokkurt skeið“ IÞ, Mbl.

F í t o n / S Í A

Sýnt á Stóra sviðinu í mars og apríl vegna mikilla vinsælda! Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

lau. 19/3 fös. 8/4 lau. 16/4 fim. 28/4

kl. 19 UPPSELT kl. 19 örfá sæti kl. 19 kl. 20


36

matur

Helgin 18.-20. mars 2011

 Óeðlileg eftirspurn Óeðlilegt fr amboð

Parmaskinka úr pólskum svínabógum Samkvæmt gögnum málverkafölsunarmálsins var algengasta aðferðin við fölsun málverka sú að kaupa gömul verk eftir óþekkta málara, breyta þeim lítillega og merkja málurum sem mikil eftirspurn var eftir. Þetta er ólöglegt – þótt íslenska ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sanna það. En þessi aðferð þarf ekki að vera ólögleg í matvælaframleiðslu. Það er eðli viðskipta í heimsþorpinu að einstök vörumerki verði margfalt eftirsóknarverðari en önnur og nægir sjaldnast að

útskýra það með mun á gæðum. Skinka frá Parma er vissulega frábær skinka en hún er ekki svo miklu betri en aðrar ítalskar þurrskinkur að það réttlæti margfalda eftirspurn. Eins og oft í slíkum tilfellum byggir þetta á góðri sögu. Svínin í Parma voru alin á mysu sem gengur af við gerð parmesan-ostanna. Parmesan og Parmaskinka eru því matargerðar-uppeldissystkin eins og skyrið og súrmaturinn okkar. En meginástæða eftirspurnarinnar er sú að heimsþorpið er

heimskt. Ef það hefur lært að þekkja skinku frá Parma er næstum ómögulegt að kenna því nafn á annarri skinku. Þetta er eins og á CNN. Þar er ekki hægt að flytja fréttir af pólitík í tveimur arabalöndum sama daginn. Það ruglar heimsþorpið. Misvægi í eftirspurn skapar viðskiptatækifæri og ítalskir skinkuframleiðendur hættu að selja skinkuna sína undir eigin nafni og seldu Parmaskinku. Þá var sett í lög að enginn mætti selja Parmaskinku nema þeir sem bjuggu í Parma og nærsveitum.

 Uppskriftir Með suðr ænum blæ

Við það fjölgaði mjög skinkuframleiðendum í Parma. Og til að fóðra verksmiðjurnar voru svín frá allri Ítalíu flutt til Parma til slátrunar. Þetta er orðinn gríðarlegur iðnaður. Með því að nýta öll svín í Parma má búa til um 150 þúsund skinkur árlega. Það mætti hins vegar selja á heimsmarkaði nærri 150 milljón skinkur frá Parma. Til Parma eru því ekki aðeins flutt svín frá öllum héruðum Ítalíu heldur frá allri Evrópu; einkum þó Póllandi og Rúmeníu. Það þarf ekki að taka það fram að þessi

svín hafa aldrei bragðað mysu af parmesan-ostinum. Það sem er þó verra er að flutningur yfir þvera Evrópu fer ekki vel með dýrin. Og hann dregur úr gæðum kjötsins. Það verður lausara í sér og í raun ómögulegt sem þurrskinka. En markaður spyr ekki um gæðin, aðeins vörumerkið. Áður en þessir flutningar hófust var Parmaskinka ætíð gerð úr læri og alltaf á beini. Leggir svínanna sem standa í þröngum

Ekta Parma­ skinka er gerð úr læri og alltaf á beini. Úrbeinuð skinka er líklega af svíni sem ólst upp óralangt frá Parma og getur allt eins verið úr bógstykki.

vögnum frá Rúmeníu til Parma á Ítalíu eru hins vegar svo illa leiknir að þeir eru úrbeinaðir. Úrbeinuð Parmaskinka er ekki aðeins merki þess að hún er ekki af svíni sem ólst upp í Parma heldur líka merki þess að svínið hefur mátt þola andstyggilega meðferð.

 Matartíminn Falsaður matur

Grá svæði, glæpamennska og hvít lygi Það eru engar líkur til að wasabi sem þú kaupir úti í búð sé gert úr japanskri wasabi-rót. Til þess er hún of fágæt, seinvaxta og dýr. Nær allt wasabi sem notað er í heiminum er piparrót með grænum matarlit. Í Modena á Ítalíu mótaðist hefð við vinnslu á balsamik-ediki úr vínberjahratinu sem varð til við víngerð. Hratið er þá soðið við vægan hita í langan tíma og síðan látið verkast árum saman. Fyrir nokkrum áratugum komst þetta edik í tísku og er nú selt um allan heim. Framleiðendur í Modena geta hins vegar ekki annað nema brotabroti af eftirspurninni með hefðbundnum og tímafrekum aðferðum. Það balsamik-edik sem þú kaupir er því ekki annað en kryddað venjulegt edik litað með karamellu. Fyrir nokkrum árum stöðvaði lögreglan í Napólí endurvinnslu á ost-

um sem mafían hafði hirt úr gámum við stórmarkaði, en mafían í Napólí stjórnar sem kunnugt er allri sorphirðu í borginni. Við húsleit fundust ostar sem voru allt að nítján ára og höfðu verið hakkaðir, blandaðir nýrri mjólk og endurmótaðir svo að þeir litu út eins og nýir ostar. Það eru mörg ár síðan hætt var að senda íslenskan þorsk til vinnslu í fiskstautaverksmiðjum Icelandic í Bandaríkjunum. Síðan hefur það mest verið Alaskaufsi sem hefur verið settur í framleiðsluna í stað þorsks af Íslandsmiðum. Ekki er öll lygi svört. Sum er næstum hvít. Reyktur ufsi var þannig lengst af seldur sem sjólax en er nú horfinn af markaðnum. Fáir búa nú til falskan héra eða beinlausa fugla, sem hvort tveggja var eins konar kjötbúðingur úr hakki.

Ítölum hefur tekist að finna margar leiðir fram hjá því að mozzarella verði að vera gerður úr mjólk vatnabuffala enda geta allir vatnabuffalar Ítalíu ekki annað eftirspurn lítils lands, til dæmis Hollands, eftir þessum vinsæla osti – hvað þá heiminum öllum.

Matjurtir og krydd

Skinkan úti í búð er drýgð með kartöflumjöli, bindiefnum og vatni. Miðaldamenn hefðu kallað það svindl. Í nútímanum er það bæði almennt og löglegt svo framarlega sem neytandinn fær ekki illt í magann.

Mældu rétt, strákur

Það var bannað á miðöldum að drýgja mat en nú er það bæði löglegt og almennt. Uppreisn Skúla fógeta gegn kaupmanninum hefur því tapast. Nú mæla allir rétt.

Þ

að eru dæmi þess að menn hafi svindlað hver á öðrum svo langt sem heimildir ná um matvælaverslun. Rómverskir bakarar voru sakaðir um að drýgja brauðið með kalki og samtök piparkaupmanna í Englandi bönnuðu félagsmönnum að væta krydd sitt til að þyngja það, svo snemma sem 1316 (stuttu eftir ritunartíma Njálu). Svona bönn hindruðu ekki að menn drýgðu krydd og aðra dýra vöru, jafnvel með eitruðum efnum. Það þótti til dæmis sniðugt að blanda kvikasilfri við cayennepipar svo að hann héldi betur lit. Svindlið jókst við iðnbyltinguna og aukna verslun. Rannsóknir á sinnepsdufti frá því um miðja nítjándu öld sýna að það var aðeins tuttugu prósent sinnep. Restin var bauna- og hörfræjamjöl og leir, litaður með túrmerik og kryddaður með cayenne-pipar. Þá var alsiða að mala engifer sem soðið hafði verið í engiferöli og selja sem engiferduft þótt það gæfi lítið bragð.

Allt löglegt sem ekki er bannað Auður I. Ottesen

Jón Guðmundsson

Matjurtaræktun Námskeið tvö þriðjudagskvöld 29/3 og 5/4 kl. 19:00 - 21:30.

Kryddjurtaræktun Námskeið þriðjudag 29. mars kl. 17:00 - 18:30. Námskeiðin eru haldin í Grasagarði Reykjavíkur.

Leiðbeinendur: Auður I. Ottesen og Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingar.

Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is SumarhúSið og garðurinn

Þýski efnafræðingurinn Friedrich Christian Accum afhjúpaði margt af þessum aðferðum í bók sinni um aukaefni í mat, sem kom út snemma á nítjandu öld. Í kjölfarið fylgdi frekari umræða og rannsóknir og við upphaf tuttugustu aldar var komið á sérstakri stofnun alríkisstjórnarinnar í Bandaríkjunum til að fylgjast með og stöðva svindlið, Food and Drug Administration, FDA. Þessi stofnun hefur síðan verið leiðandi í úrskurðum um hvað séu leyfileg og hvað óleyfileg íblöndunarefni í mat. Mörkin eru dregin við það sem hægt er að sanna að sé neyt-

fengju að heita Roquefort nema þeir sem væru þroskaðir í hellunum við Roquefort-sur-Soulzon og engin skinka Parma nema sú sem unnin var í Parma.

Svindlið almennt og löglegt

Skúli fógeti vildi ekki taka þátt í svindli kaupamannsins og leggja þumalinn á vogina. Kaupmenn í dag nota ekki þumla heldur bindiefni og vatn.

andanum hættulegt. Það sem ekki drepur hann er leyft. Þetta var breyting frá afstöðu miðaldamanna. Þeir bönnuðu mönnum að selja útþynnta vöru en FDA vildi aðeins banna mönnum að þynna út vöruna ef það stofnaði heilsu neytenda í hættu. FDA skipti sér heldur ekki af því þótt menn markaðssettu nýja afurð undir gömlum nöfnum; kölluðu eitthvert hlaup ost þótt það væri ekki ostur eða eitthvert gums gríska jógúrt þótt það væri hvorki grískt né jógúrt. Afstaða FDA var ekki menningarleg heldur aðeins efna- og læknisfræðileg. Evrópumenn tóku upp þessa sýn á mat en helstu matarþjóðirnar reyndu að byggja upp kerfi sem verndaði hefðbundna matarvinnslu. Þær útbjuggu staðla sem áttu að tryggja að engir ostar

Reyndin hefur orðið sú að hvorki listar FDA né upprunastaðlar Evrópu hafa tryggt neytendum góða vöru. FDA hefur í raun gert útþynningu matar löglega og verndaða. Framleiðendum er heimilt að drýgja mat og lita hann til að blekkja neytandann svo framarlega sem hann notar ekki til þess efni sem hægt er að sanna að séu skaðleg. Upprunavottorðin evrópsku eru síðan fyrst og fremst til að vernda framleiðendur fyrir samkeppni. Um leið og tiltekið hérað fær slíka vottun eykst framleiðslan með innflutningi hráefna frá öðrum svæðum og stórtækari vinnslu sem á lítið skylt við þær aðferðir sem verið var að vernda. Innan þessa kerfis hefur svindl orðið bæði almennt og löglegt. Allur matur í stórmarkaðnum er meira og minna drýgður með einhverjum hætti. Það er kartöflumjöl í svínahakkinu, sojamjöl í lifrarpylsunni og vatn í skinkunni. Og sérverslanir eru engu skárri lengur. Brauðin í bakaríinu eru útblásin af lofti og fiskurinn í fiskbúðinni fylltur bindiefnum og vatni.

Matur

Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is


Rúðuþurrkur?

ENNEMM / SÍA / NM41557

Skyggni er ekkert vandamál í brakandi blíðu þegar sólin er hátt á lofti. Í úrkomu og slæmu veðri er annað uppi á teningnum. Þá verða rúðuþurrkurnar að vera í lagi til að geta hreinsað rúðuna fyrirvaralaust. Til viðbótar við rúðuþurrkur skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun. Frumherji – örugg bifrei›asko›un.

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is


38

matur

Helgin 18.-20. mars 2011

Tími fyrir heimabakaða lúxuspizzu Þ

ótt pizzan sé vissulega ítölsk (frá Napóli) er hún sennilega einn vinsælasti matur veraldar í dag, að undanskildum hrísgrjónum auðvitað. Bandaríkin fá þó sjálfsagt heiðurinn af velgengni hennar og útbreiðslu, þökk sé vinældum skyndibitans. Í dag borðar Kaninn einar 350 sneiðar á sekúndu eða um 12 kíló á mann á ári – sem er slatti. Við hér á Fróni erum þó engir aukvisar þegar kemur að pizzuáti. Veitingastaðurinn Hornið kynnti Íslendingum fyrir góðum pizzum í Hafnarstrætinu í upphafi níunda áratugarins og hið geysivinsæla Pizzahús við Grensásveg fór svo

að senda okkur hana heim og það varð ekki aftur snúið. Margaritha-pizzan er vinsæl meðal barna og svo eru tæp 40% seld með pepperoni. Konur kjósa helmingi oftar grænmeti á bökuna en karlar sem vilja gjarna kjöt, og mikið af því. Í Japan er smokkfiskur vinsæll, á Indlandi engifer og tofu, í Brasilíu grænar baunir og í Rússlandi er vinsælasta áleggið blanda gerð úr sardínum, túnfiski, makríl, laxi og lauk. Ástralar kjósa hins vegar rækju og ananas en í Sádi-Arabíu er aðeins valið nautakjöt. Eflaust er þetta lykilþáttur í vinsældum pizz-

unnar – maður gerir bara það sem manni þykir best. Þótt margir líti á pizzu sem skyndibita getur góð pizza eftir manns eigin kenjum verið hinn mesti lúxusmatur. Það er líka snilld að para vín með pizzum, sérstaklega rauðvín; maður notar einfaldlega það álegg sem maður telur passa best við það glas sem maður hefur í hendi í það skiptið. Í raun er frelsið algjört í þessum efnum; það má velja ýmsa osta, grænmeti, kjöt, sósur og fleira. Og ekki gleyma því að pizzur þurfa ekki endilega alltaf að vera með tómatsósu. Það er frábært að nota olíur sem sósu líka.

Hér koma nokkrar góðar sem hver á sinn máta er sannkölluð veisla Tómatsósa, þykkar sneiðar af mozzarella, pepperoni (eða kryddpylsa að eigin vali), tómatar og basil. Þekið botninn með tómatsósunni, raðið þykkum sneiðum af mozzarella og tómötum á pizzuna. Þegar pizzan er klár er gott að bæta fersku basil á.

Ólívuolía, bragðmikill ostur (gamall gouda, Ólívuolía, parmesan, kartöfluskífur og rósTómatsósa, ítölsk skinka (prosciutgeitaostur eða annar mygluostur), portobellomarín. Setjið góða olíu á botninn (extra virgin to), klettakál og parmesan. Þekið sveppir og rauðlaukur. Setjið góða olíu á botninn, ólívuolíu eða bragðbætta með trufflum eða botninn með tómatsósunni, rífið rífið góðan ost ofan á, portobello-sveppi og hvítlauk), stráið rifnum parmesan ofan á, þar næst ferskan mozzarella ofan á og bakið. rauðlauk, e.t.v. rósmarín. þunnum sneiðum af kartöflum. Stráið rósmaríni og Prófið að setja skinkuna á þegar ca. ein parmesan ofan á og bakið. Að bakstri loknum er mínúta er eftir, annars er gott að setja gott að krydda með salti og ólívuolíu. skinkuna og klettakálið þegar pizzan er bökuð. Stráið síðan rifnum parmesan ofan á og Pizzudeigið skiptir Þótt aðgengið að til- Vinsælast er Lykilatriði við Hægt er að fá ýmsar smá slettu af ólívuolíu. tegundir af þeim. miklu máli og er gjarna búnum pizzusósum eflaust að nota pizzubakstur er þrætuepli fjölskyldunnsé gott þá verður að tilbúinn pizzuost mikill hiti. Til að sem Lykilatriði þegar ar, sérstaklega þegar segjast að það er í pokum og skella bestur árangur náist nota á pizzustein í kemur að því hvort það best að sleppa þeim honum á bökurnar þarf að baka pizzuna ofni er að nota undirhnoðið aftur í 2-4 sé of þunnt (stökkt) eða mínútur. Best er deigið og búa til sína eigin, sínar, slíkt er auðhratt, bæði að ofan og yfirhita og hafa steininn neðarlega í of þykkt (brauðlegt). sem er afar einfalt. vitað hið besta og neðan, þ.e. fá ef það rétt nær að festa ofninum. Það er um að gera að Kaupið tómata í dós mál. Með ferskum botninn stökkan og sig við skálina. Ef það er prófa sig áfram en það og bragðbætið að mozzarella-osti áleggið vel eldað. Það er líka frábært of klístrað, bætið þá við að grilla pizzur. Til sem skiptir mestu er að smá hveiti, ef það er of eigin smekk, t.d. opnast hins vegar Hægt er að kaupa deigið sé vel hnoðað og stíft er gott að bæta við með 1-2 pressuðum leiðin að hinni litla pizzuofna sem þess má notast við ekki of þurrt. Of blautt hvítlauksgeirum, fullkomnu pizzu einfaldlega eru sérstaka pizzusteina, 1-2 msk. af vatni. Þegar t.d. frá Weber. Passa deig er erfitt viðureignar deigið er vel hnoðað, ólívuolíu og smá því ekkert jafnast geymdir uppi í hillu og klísturkennt, en ef salti. Með þessu fæst á við þennan og skellt á borðið bara að steinninn setjið það í skál og lokið sé sjóðandi heitur það er hæfilega blautt, gott tómatbragð mjúka og milda ost þegar á að baka. með plastfilmu, látið verðlaunar það mann sem nýtur sín með á pizzuna. Þegar Þeir eru með góðum þegar pizzan fer á hefast við stofuhita í margfalt til baka. þeim áleggstegund- hann er settur steinbotni og ná hann og alls ekki 30 mín., geymið svo í umum sem fyrir beint á sósuna ákaflega háum hita. hafa grillið opið ísskáp yfir nótt. Best valinu verða. Fyrir og pizzan bökuð Á góðum degi klárar nema rétt þann tíma er svo að taka deigið þá sem vilja bragð við háan hita, ofninn einfalda böku sem tekur að smella 5 bollar hveiti úr ísskápnum 2 tímum henni á steininn. af oregano eða basil blandast sósan og á 3-4 mínútum. 1¾ tsk. salt áður en það er bakað. er auðvitað ekkert osturinn svo yndisPizzusteinar 1 tsk. ger Ef deigið á að notast lega saman að eru mjög 1¾ bolli volgt vatn samdægurs má láta það mál að bæta því út í, en einnig má leitun er að öðru góðir til standa í 60-90 mínútur krydda pizzurnar eins góðgæti. að ná Frábær hjálparáhöld til pizzugerðar frá Weber Blandið saman og við stofuhita. Skiptið sjálfar fyrir þá sem botnhnoðið í 4-5 mínútur. því í sex kúlur sem það vilja. inum Söluaðilar.: Járn og gler hf - Garðheimar - Húsasmiðjan - Búsáhöld Leyfið deiginu að jafna fletjast svo út í botna á stökkum og góðum. Weber pizzusteinn. www.weber.is Kringlunni - Pottar og Prik Akureyri. sig í 5 mínútur og hveitistráðu borði. Tómatsósa (sjá uppskrift), ferskur mozzarella, grillaður kjúklingur, portobellosveppir, pesto og basil – þessi er matarmikil og ákaflega bragðgóð. Þekið botninn með tómatsósunni, rífið ferskan mozzarella ofan á, raðið á kjúklingi og sveppum og bætið á pesto eftir smekk. Þegar pizzan er bökuð er ferskt basil sett ofan á.

Deigið

Napólí-deig

Sósan

Osturinn Baksturinn/ofninn


matur 39

Helgin 18.-20. mars 2011

Páska­ bjórinn er kominn

P

áskabjórinn er kominn í Ríkið. Í ár eru aðeins þrír páskabjórar á markaðnum auk Páska Bock frá Viking sem kemur í næstu viku.

Viking Páskabjór

TOPPURINN Á PIZZUNA

4,8% 329 kr. fyrir 330 ml flösku Fallega koníakslitaður. Mildur með góðri beiskju. Karamella sem fer út í núggat. Langt eftirbragð. Góður bjór.

Lilja Páskabjór

Kaldi Páskabjór

5,7% 367 kr. fyrir 330 ml flösku Appelsínurauður og eilítið skýjaður. Mikil ávaxtalykt, appelsína og jafnvel apríkósa. Malt og karamella í bragðinu. Stórskemmtilegur og öðruvísi bjór.

5,2% 355 kr.- fyrir 330 ml flösku Ryðbrúnn. Bragðgóður en pínu flatur og ekki mikil beiskja. Eilítið humlaður en ekki of sætur; þó smá karamella. Eftirbragðið er skemmtilegt. Þægilegur bjór sem notalegt er að sötra.

FRÁBÆRAR PIZZAOLÍUR Hvítlauksog chilíolía með alvöru bragði.

Íslensk framleiðsla í 40 ár www.maxi.is

Lamba fillet m/fitu í hvítlauks- og rósmarinmarineringu Geir Rúnar Birgisson kjötiðnaðarmaður

3.495 kr/kg

Ungnautagúllas

Bjarki Gunnarsson matreiðslumaður

1.995 kr/kg *tilboðin gilda til 23. mars

1,6 L

TiLBúnaR súpUR 20% afsláttur

Ungversk gúllassúpa, ísl ensk kjötsúpa, humarsúp a, mexíkósk kjúklingasúpa og kjöt í karrý

Fylgstu með okkur á Facebook www.facebook.com/kjotbudin

0hrá% 0 1 efni gæða

KJÖTbúðin Grensásvegi 48 - Sími 571 5511 -


40

heilabrot

Helgin 18.-20. mars 2011

?

Spurningakeppni fólksins

1. Hvað heitir sendiherra Íslands í Japan? 2. Hver er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi? 3. Hvað tapaði íslenska landsliðið í handbolta með mörgum mörkum fyrir því þýska um síðustu helgi? 4. Hvað var jarðskálftinn sem skók Japan á föstudaginn hár á Richter-kvarðanum? 5. Hvað heitir hæsta fjall Svíþjóðar? 6. Hver var fyrsta bók Thors Vilhjálmssonar? 7. Hvert er millinafn Steinda jr.?

Halldór Högurður 1. Stefán L. Stefánsson. 2. Ásgerður Halldórsdóttir. 3. Korter yfir fjögur. 4. 9. 5. Kebnekaise. 6. Maðurinn er alltaf einn. 7. Þormóður? 8. Ég skammast mín fyrir að vita þetta því þetta er boltatengt en hann er kallaður Chicarito. 9. Ilmur Kristjánsdóttir. 10. Peter Weir. 11. Varla Saga þannig að það hlýtur að hafa verið FM 957. 12. Ég gef boltann, ég gef alla bolta. 13. Veit þetta ekki. 14. Ragnar Lár. 15. Vísindakirkjuna.

11 rétt

Brynhildur Ólafsdóttir

8. Mexíkóski framherjinn Javier Hernández,

ráðgjafi

sem leikur með Manchester United,

forstöðumaður samskiptasviðs Saga Capital

gengur undir hvaða viðurnefni?

1. Man það ekki. 2. Ásgerður Haldórsdóttir. 3. 11. 4. 9. 5. Hef ekki hugmynd. 6. Man það ekki. 7. Veit það ekki. 8. Legg mikinn metnað í að vita sem minnst um fótbolta. 9. Ilmur Kristjánsdóttir. 10. Pass. 11. FM 957. 12. Man það ekki. 13. Ekki hugmynd. 14. Pass á það. 15. Vísindakirkjuna.

9. Hver leikur Heddu Gabler í verki Ibsens í Þjóðleikhúsinu? 10. Hver leikstýrði kvikmyndinni The Way Back sem frumsýnd var í síðustu viku? 11. Hvaða útvarpsstöð skar upp herör gegn einelti á dögunum? 12. Hvaða landsliðskona í fótbolta hefur spilað flesta landsleiki? 13. Hvað hét kaffihúsið sem krakkarnir í Beverly Hills 90210 heimsóttu reglulega og rekið var af hinum viðkunnanlega Nat Bussichio? 14. Hver er höfundur barnabókanna um Mola

Hróar, 8. Chicarito, 9. Ilmur Kristjánsdóttir, 10. Peter

9 4 7 2 8 3 1 5 5 9

6 8 ÁTT

LEYNA

FJÓRÐUNGUR

GALDRA

FROSTSKEMMDIR

LASTGJARN

PÚKA SPÁKONA ASI FELL

HEYSKAPARAMBOÐ

MÆLIEINING

TÖFRAR

BÁL

MOKA

Ráðstefnan sett. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Mataræði og krabbamein. Helgi Sigurðsson prófessor og yfirlæknir í krabbameinslækningum fjallar m.a. um mataræði og krabbamein. Hvað ertu að kúldrast karl? Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur talar um nauðsyn þess að tala opinskátt um krabbamein og tilfinningar. Lífsreynsla íslensks karlmanns. Kristján Björn Tryggvason sem greindist með heilaæxli talar um sína reynslu.

Streita og krabbamein. Dr. Hróbjartur Darri Karlsson ræðir um áhrif streitu á krabbamein og almenna heilsu. Ráðgjöf, spurningar og svör. Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur segir frá starfi Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, stuðningshópum félagsins og svæðafélögum.

STEINTEGUND

EINS UM E

2 EINS JÁRNSTEIN

AFSKRIFA

DRYKKUR GÆSLU

LAND LANGAR

GERIR VIÐ

KLAKI

MÓÐUÞYKKNI

ÓTVÍRÆÐUR

JARÐSÖGUTÍMABIL

LEIKNI BÓKSTAFUR

FÖR LAND TÓNLISTARMAÐUR

VAÐA

STARFA

ERTA

STÍGANDI

LIMLESTA

ÍÞRÓTTAFÉLAG

TITILL

FRÁSÖGN

NEMA

MÆLITÆKNI

FOR

LJÓMI BEIN

NÁSKYLD

LALLA

SPJALL DRULLA ÓSKA

MAS

FUGL

GELT

PRJÓNAVARNINGUR MJÖÐUR

AFAR

GARMAR

DYLJA

FUGL

KÆNU

SPILA

MÝKJA

KRÁ

TILRÆÐI

TVEIR EINS

SLÁ

SÆTI

MÁLMUR

RÉTT

SKÁL

KVENKLÆÐNAÐUR

NAGA

Sími 540 1900 www.krabb.is krabb@krabb.is

2 EINS

AF

FYRIRTÆKI

VÆTTA

HEF LEYFI

2 EINS

TVÖÞÚSUND

HÚÐKRABBAMEIN VEITTU EFTIRFÖR

KÖTTUR YFIRBREIÐSLA

MÁLTÍÐ

Allir velkomnir jafnt karlar sem konur Aðgangur ókeypis

RÁN

ÞÁTTTAKANDI

DYLJA

Kaffi og spjall.

Sókn í sextíu ár • 1951-2011

6 1

SIGDALUR

SPAUG

18:00-18:30

8

VÍNBLANDA

LITLAUS

17:50-17:55

8 5 3

7

SJÁVARMÁL

17:20–17:35 Mjólk - hollusta eða krabbameinsvaldur? Laufey Steingrímsdóttir prófessor fjallar um samband mjólkurneyslu og krabbameins. 17:35-17:50

1 7 6

lausn krossgátunnar er birt á vefnum: www.this.is/krossgatur, að viku liðinni

Örráðstefna fimmtudaginn 24. mars 2011 kl. 16:30-18:00 í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8.

17:05-17:20

Sudoku fyrir lengr a komna

2

Rétt svör: 1. Stefán Lárus Stefánsson, 2. Ásgerður Halldórsdóttir, 3. 11 mörkum (39-28), 4. 9 stig, 5. Kebnekaise (2104 m), 6. Maðurinn er alltaf einn, 7. Weir, 11. FM 957, 12. Katrín Jónsdóttir, 13. Peach Pit, 14. Ragnar Lár, 15. Vísindakirkjuna.

krossgátan

Vertu ekki með þessa stæla!

16:50-17:05

Brynhildur skorar á Ara Sigvaldason, ljósmyndara með meiru.

16:35-16:50

5 2 8 6 9 6 5 2 9 4 2 9 6 1 7 5 7 9 3 2 1 6 7 9 8

6 rétt

litla flugustrák? 15. Hvaða kirkju sækir leikarinn John Travolta?

16:30-16:35

Sudoku

FYRIRTÆKI

HINDRUN


Ljósmynd/Hari

„… borgað fyrir að eignast börn og ala þau almennilega upp…”

 hönnunarMars Hefst eftir viku

Mundi sýnir sumarlínu og stuttmynd Hönnuðurinn Mundi, eða Guðmundur Hallgrímsson, er einn af þeim sem hafa munu í nægu að snúast á hátíðinni HönnunarMars, sem hefst næstkomandi fimmtudag, 24. mars, og stendur í fjóra daga. Mundi ætlar að kynna sína fyrstu stuttmynd, Rabbit Hole, í Tjarnarbíói á opnunardegi hátíðarinnar og sýna nýjustu sumarlínuna við sama tækifæri í fordyri bíósins. „Þetta er skemmtileg stuttmynd, rúmlega átján mínútur að lengd og fjallar um súrrealíska norn, sem leikin er af fyrirsætunni Brynju Jónbjarnardóttur,“ segir Mundi.

Framtí ð

fyrir í

ns

ár o g fj

g f u ll o r ð

i

Öll börn og ungmenni eiga sér drauma um framtíðina. Undan sumum þeirra er fótunum kippt fyrirvaralaust vegna slysa eða sjúkdóma í æsku. OKKAR Framtíð er ný trygging fyrir börn og ungmenni sem skipt getur sköpum fyrir fjárhagslegt sjálfstæði þeirra á fullorðinsárum.

zebra

HönnunarMars var haldinn fyrst fyrir tveimur árum og er óðum að festa sig í sessi sem árleg bæjarhátíð í lok vetrar. Uppákomur verða um alla borg; í tómum vöruhúsum, verslunum, galleríum, veitingastöðum og á götum úti. Þátttakendur eru leiðandi og upprennandi íslenskir hönnuðir auk útlendra gesta. -kp

ha

áran na

” n i f e „ lífinu

Hann frumsýndi myndina á tískuvikunni í París fyrir stuttu og sýndi hana í kjölfarið á Rotterdam International Movie Festival. „Hún hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur sem fóru langt fram úr okkar vonum og væntingum,“ segir Mundi.

Það er einfalt að ganga frá OKKAR framtíðartryggingu á okkar.is

SÝNING UM HELGINA! HÚSBÍLAR OG HJÓLHÝSI OPIÐ LAUGARDAG 12 TIL 16 - SUNNUDAG 13 TIL 17

VÍKURHVARF 6 - 203 KÓPAVOGUR - SÍMI 557 7720 - WWW.VIKURVERK.IS - ALLT Í FERÐALAGIÐ


42

sjónvarp

Helgin 18.-20. mars 2011

Föstudagur 18. mars

Föstudagur

Sjónvarpið

21:15 HA? (9:15) Íslenskur skemmtiþáttur með spurningaívafi. Gestir þáttarins að þessu sinni eru Hannes í Buff og Ingó Veðurguð.

19:50 American Idol (18 & 19 /45) Nýjir dómarar eru Steven Tyler, söngvari Aerosmith og Jennifer Lopez.

Laugardagur allt fyrir áskrifendur

16:50 Kallakaffi Doktorinn (3:12) 17:20 Sportið e 17:50 Táknmálsfréttir 18:00 Otrabörnin PB&J Otter (13:26) 18:22 Pálína Penelope (8:28) 18:30 Hannah Montana 19:00 Fréttir 19:30 Veðurfréttir 19:35 Kastljós 20:10 Útsvar Beint Spurningakeppni sveitarfélaganna. Lið Norðurþings og Álftaness keppa í undanúrslitum. Umsjónarmenn: Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómari: Ólafur B. Guðnason. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson 21:15 Lífs eða liðin 22:50 Hernumið land Occupation (1:2) 00:25 Ökufantar í Tókýó 02:05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

22:30 Confessions Of A4 Dangerous Mind (e) Gamansöm spennumynd frá 2002 með Sam Rockwell, George Clooney og Drew Barrymore í aðal-

21:45 Iron Man Mynd með Robert Downey Jr., Terrence Howard, Jeff Bridges og Gwyneth Paltrow í aðalhlutverkum.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

20:20 Pressa (1/6) Ný þáttaröð af Pressu. Nú hafa liðið nokkur ár frá því við skildum við blaðakonuna Láru. allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

22:00 The Walking Dead 4 - LOKAÞÁTTUR (6:6) Hörkuspennandi hrollvekjuþættir frá leikstjóra The Shawshank Redemption sem hlotið hafa einróma lof gagnrýnenda.

06:00 Pepsi MAX tónlist 07:30 Game Tíví (8:14) (e) 08:00 Dr. Phil (e) 5 08:45 Pepsi MAX6 tónlist 12:00 Game Tíví (8:14) (e) 12:30 Pepsi MAX tónlist 16:40 Dr. Phil 17:25 Survivor (15:16) (e) 18:45 How To Look Good Naked (e) 19:35 America’s Funniest Home Videos 20:00 Will & Grace (8:24) 20:25 Got To Dance (11:15) 21:15 HA? (9:15) 22:05 The Bachelorette (10:12) 23:35 Makalaus (3:10) (e) 00:05 30 Rock (15:22) (e) 00:30 The Increasingly Poor Decisions of Todd Margaret (5:6) (e) 00:55 Dirty Pretty Things (e) Spennumynd frá árinu 2002 með Audrey Tautou og Chiwetel Ejiofor í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Stephen Frears. Myndin er bönnuð börnum yngri en 12 ára. 02:35 Saturday Night Live (11:22) (e) 03:30 Will & Grace (8:24) (e) 03:50 Jay Leno (e) 5 6 04:35 Jay Leno (e) 05:20 Pepsi MAX tónlist

STÖÐ 2

Laugardagur 19. mars Sjónvarpið

08:00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:04 Teitur (4:5) 08:15 Oprah 08:14 Skellibær (36:52) 08:55 Í fínu formi 08:25 Otrabörnin (26:26) 09:10 Bold and the Beautiful 08:48 Veröld dýranna (3:52) 09:30 The Doctors 08:55 Konungsríki Benna og Sóleyjar 10:15 60 mínútur 09:06 Mærin Mæja (50:52) 11:00 Til Death (9/15) 09:15 Mókó Moko (47:52) 11:25 Auddi og Sveppi 09:26 Lóa Lou! (5:52) 11:50 Mercy (22/22) allt fyrir áskrifendur 09:41 Hrúturinn Hreinn (28:40) 12:35 Nágrannar 09:50 Engilbert ræður (1:78) 13:00 Oliver! fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:03 Millý og Mollý (12:26) 15:30 Barnatími Stöðvar 2 10:16 Börn á sjúkrahúsum (5:6) 17:08 Bold and the Beautiful 10:30 Einmitt þannig sögur 17:33 Nágrannar 10:40 Framandi og freistandi (2:5) 17:58 The Simpsons (9/22) 11:10 Nýsköpun - Íslensk vísindi (6:12) 18:23 Veður 4 5 11:40 Kastljós e 18:30 Fréttir Stöðvar 2 12:10 Kiljan e 18:47 Íþróttir 13:00 Þýski boltinn (15:23) e 18:54 Ísland í dag 14:00 Framhaldsskólam. í fótb. beint 19:11 Veður 16:30 Sportið e 19:20 Auddi og Sveppi 16:55 Lincolnshæðir 19:50 American Idol (18 & 19/45) 17:40 Táknmálsfréttir 22:00 The Big Bounce Gamanmynd 17:50 Útsvar e 23:25 Strip Search Áhrifamikil 18:54 Lottó kvikmynd þar sem fjallað er á 19:00 Fréttir áleitinn hátt um örvæntingu í 19:30 Veðurfréttir kjölfar hryðjuverkanna 11. sept. 19:35 Enginn má við mörgum 00:55 Good Luck Chuck 20:10 Gettu betur Beint 02:30 The Cable Guy 21:20 Stúlkurnar heima 04:00 Go 23:15 Ekki fyrir gamla menn 05:40 Fréttir og Ísland í dag 01:15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

STÖÐ 2

Sunnudagur Sjónvarpið

08:00 Morgunstundin okkar 07:00 Hvellur keppnisbíll 08:01 Fæturnir á Fanney (15:39) 07:15 Þorlákur 07:20 Brunabílarnir 08:13 Herramenn Mr.Men (10:52) 07:45 Sumardalsmyllan 08:24 Ólivía Olivia (21:52) 07:50 Gulla og grænjaxlarnir 08:34 Töfrahnötturinn (1:52) 08:00 Algjör Sveppi 08:47 Með afa í vasanum 09:50 Lína langsokkur 08:57 Leó (29:52) 10:15 Latibær 09:00 Disneystundin 10:25 Stuðboltastelpurnar 09:01 Finnbogi og Felix 10:50 iCarly (5/45) allt fyrir áskrifendur 09:24 Sígildar teiknimyndir (26:42) 11:15 Glee (15/22) 09:29 Gló magnaða (26:26) 12:00 Bold and the Beautiful fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:00 Gettu betur e 13:45 American Idol (18 & 19/45) 11:10 Hvert stefnir Ísland? (4:5) e 15:55 Sjálfstætt fólk 12:30 Silfur Egils Beint 16:35 Auddi og Sveppi 13:50 Bikarúrslit í blaki Beint 17:10 ET Weekend 17:20 Leitin að norræna bragðinu 17:556 Sjáðu 4 5 17:50 Táknmálsfréttir 18:30 Fréttir Stöðvar 2 og Íþróttir 18:00 Stundin okkar 18:56 Lottó 18:28 Með afa í vasanum (29:52) 19:04 Ísland í dag - helgarúrval 18:40 Skúli Skelfir (20:52) 19:29 Veður 18:51 Ungur nemur - gamall temur 19:35 Spaugstofan 19:00 Fréttir 20:05 Front of the Class 19:35 Veðurfréttir 21:45 Iron Man 19:40 Landinn 23:50 Factotum 20:10 Dularöfl Snæfellsjökuls 01:25 The Man in the Iron Mask 21:00 Lífverðirnir Livvagterne 03:30 The Black Dahlia 22:00 Sunnudagsbíó - Van Diemens 05:25 Spaugstofan land Van Diemen’s Land 05:50 Fréttir 23:45 Silfur Egils e 01:05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

6

08:35 Spænsku mörkin SkjárEinn 09:30 Meistaradeildin - (E) 11:15 Meistaradeildin - meistaramörk 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:50 Dr. Phil (e) SkjárEinn 11:40 Fréttaþáttur Meistaradeildar 07:00 Liverpool - Braga 13:35 Dr. Phil (e) 06:00 Pepsi MAX tónlist 12:10 Göppingen - Kiel Handbolti 15:35 Man. City - Dynamo Kiev 14:15 The Bachelorette (10:12) (e) 11:50 Dr. Phil (e) 13:35 Ensku bikarmörkin 17:20 Liverpool - Braga 15:45 Spjallið með Sölva (5:16) (e) 13:55 Judging Amy (17:22) (e) 14:05 Evrópudeildarmörkin allt fyrir áskrifendur 19:05 Evrópudeildarmörkin 16:25 Innlit/ útlit (2:10) (e) 14:40 Judging Amy (18:22) (e) 15:00 Formby Hall Classic 20:00 Fréttaþáttur Meistaradeildar 16:55 Dyngjan (5:12) (e) 15:25 90210 (16:22) (e) 16:40 Liverpool - Braga fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:30 La Liga Report 17:45 HA? (9:15) (e) 16:50 The Defenders (9:18) (e) 18:20 La Liga Report 21:00 Main Event allt fyrir áskrifendur 18:35 7th Heaven (22:22) 16:50 Top Gear (2:8) (e) 18:50 Barcelona - Getafe Beint 21:45 European Poker Tour 6 - Pokers 19:20 30 Rock (15:22) (e) 17:55 7th Heaven (21:22) 21:00 V. Klitschko O. Solis Beint 23:50 KR - Njarðvík fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:45 America’s Funniest Home 18:40 Game Tíví (8:14) (e) 23:00 Atl. Madrid - Real Madrid Videos (e) 19:10 Got To Dance (11:15) (e) 4 5 6 20:10 Top Gear (3:8) 20:00 Saturday Night Live (12:22) 21:10 The Defenders (10:18) 20:55 Look Who’s Talking (e) 17:00 Tottenham - Blackburn 22:00 The Walking Dead 22:30 Confessions Of A Dangerous Mind (e) 4 5 6 09:20 Liverpool - Man. United, 1993 18:45 Man. City - Everton LOKAÞÁTTUR (6:6) 00:25 HA? (9:15) (e) 09:50 Liverpool - Man. Utd. 20:30 Ensku mörkin 2010/11 22:50 Blue Bloods (7:22) (e) 01:15 Diminished Capacity (e) 11:35 Premier League World 2010/11 21:00 Premier League Preview allt fyrir áskrifendur 23:35 Royal Pains (7:18) (e) 02:50 Whose Line is it Anyway? (e) 12:05 Premier League Preview 21:30 Premier League World 2010/11 allt fyrir áskrifendur 00:25 Saturday Night Live (12:22) (e) 03:15 Jay Leno (e) 12:35 Tottenham - West Ham Beint 22:00 Garrincha 01:20 The Defenders (10:18) (e) 04:00 Jay Leno (e) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 14:45 Man. Utd. - Bolton Beint 22:30 Premier League Preview 02:05 Pepsi MAX tónlist 04:45 Pepsi MAX tónlist fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:15 Everton - Fulham Beint 23:00 West Ham - Arsenal 19:45 Wigan - Birmingham 08:00 Mr. Deeds 21:30 WBA - Arsenal SkjárGolf 10:00 Jurassic Park 3 08:00 Making Mr. Right 08:15 The Water Horse 23:15 Stoke - Newcastle 06:00 ESPN America 4 5 6 allt fyrir áskrifendur 12:00 G-Force Gamanmynd 10:00 The Flintstones 10:05 Trading Places 01:00 Aston Villa Wolves 08:00 Transition Champ. - D. 1 (e) 4 5 6 allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 14:00 Mr. Deeds Gamanmynd 12:00 The Wedding Singer 12:00 Definitely, Maybe 11:00 Golfing World (e) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:00 Jurassic Park 3 14:00 Making Mr. Right 14:00 The Water Horse SkjárGolf 11:50 Golfing World (e) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 G-Force BGamanmynd 16:00 The Flintstones 16:00 Trading Places 07:55 Transition Champ. - D. 2 (e) 12:40 PGA Tour - Highlights (8:45) (e) 20:00 Sisterhood of the Traveling Pants 2 13:35 World Golf Champ 2011 - D. 4 (e) 18:00 The Wedding Singer 18:00 Definitely, Maybe 10:55 Golfing World (e) 5 20:00 Meet the Spartans 20:00 Little Children 22:00 Shoot ‘Em6Up Spennumynd 11:45 Golfing World (e) 17:45 Inside the PGA Tour (11:42) (e) 22:00 Shutter 22:15 Kings of South Beach 00:00 The Groomsmen 12:35 Dubai Desert Classic D. 2 (e) 18:05 Golfing World 4 5 6 00:00 Impulse 02:00 No Country for Old Men 16:35 Inside the PGA Tour (11:42) (e) 19:00 Transition Champ. - D, 2 - Beint 00:00 Hush Little Baby 4 5 6 4 02:00 Rock Monster 04:00 Shoot ‘Em Up Spennumynd 17:00 Transition Champ. - D. 3 - Beint 02:00 The Number 23 22:00 Golfing World (e) 04:00 Shutter 04:00 Kings of South Beach 06:00 Meet the Spartans Gamanm. 22:00 LPGA Highlights (1:20) (e) 22:50 The Open Cham. Official Film 06:00 Little Children 06:00 Drillbit Taylor 23:20 ESPN America 23:45 ESPN America


sjónvarp 43

Helgin 18.-20. mars 2011

20. mars

STÖÐ 2 07:00 Lalli 07:10 Hvellur keppnisbíll 07:25 Harry og Toto 07:35 Tommi og Jenni 08:00 Algjör Sveppi 09:20 Kalli kanína og félagar 09:25 Ofuröndin 09:50 Histeria! 10:15 Unstable Fables: 3 Pigs & a Baby 11:30 Sorry I’ve Got No Head 2:00 Spaugstofan 12:30 Nágrannar 14:10 Smallville (19/22) 14:55 Hawthorne (9/10) 15:40 Tvímælalaust 16:25 Hamingjan sanna (1/8)allt fyrir áskrifendur 16:55 Oprah 17:40 60 mínútur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:15 Frasier (8/24) 19:40 Sjálfstætt fólk 20:20 Pressa (1/6) 21:05 Chase (12/18) 4 21:50 Boardwalk Empire (5/12) 22:45 60 mínútur 23:30 Spaugstofan 23:55 Daily Show: Global Edition 00:20 Glee (15/22) 01:05 Nikita (2/22) 01:50 The Event (11/23) 02:35 Saving Grace (2/14) 03:20 A Midnight Clear 05:05 Chase (12/18) 05:50 Fréttir



/

CSI



Hasar á Havaí Ég er sú manngerð sem leiðist voðalega að borga fyrir eitthvað sem ég hef vanist á að fá ókeypis þannig að leiðir skildi með mér og Skjá einum þegar stöðin fór að rukka áskriftargjald. Þetta var nokkur missir fyrir mig þar sem ég veit fátt betra en að slökkva á heilastarfseminni eftir leiðinlegan dag með því að sökkva mér ofan í bandaríska löggu- og bófaþætti á borð við Law & Order og CSI og breytir þá engu hvort um er að ræða upprunalegu Law & Order-þættina eða þá sem kenndir eru við sérlega ljóta glæpi eða sérstök fórnarlömb. Og CSI mega gerast í Los Angeles, New York eða Miami mín vegna. Allt er þetta jafn notalegt en Miami-þættirnir í CSIættbálknum eru auðvitað fyndnastir af því að 5

aðalgæinn, Horatio Crane, er svo æðislega glataður. Ég endurnýjaði kynnin við Skjá einn um daginn og komst eiginlega í hálfgert nirvana þegar ég sá fyrsta CSI-þáttinn minn um árabil. Hetjurnar eru allar orðnar aðeins eldri, feitari og krumpaðri en allt lykilfólkið er enn til staðar þannig að þetta var eins og að koma á ættarmót – ef maður ætti skemmtilega ættingja. Svo eru þarna komnir nýir þættir sem byggjast á samnefndum lögguþáttum sem ég sá í ensku sjónvarpi á frumgelgjunni, Hawaii Five-0. Mér sýnist nú skyldleikinn aðallega vera fólginn í

6

sögusviðinu en þetta er alveg dásamleg klisjusúpa sem bragð er að. Einn löggugaurinn er frekar góður á meðan hinn þverbrýtur allar reglur til að ná árangri. Svo eru þarna sætar stelpur og vondir krimmar. Rúsínan í pylsuendanum er svo leikarinn Daniel Dae Kim sem gerði það gott sem Jin í Lost. Hér er hann svalur löggukall sem er strax orðinn uppáhalds. Alltaf stuð á Skjá einum. Þórarinn Þórarinsson

Sigríður Klingenberg hefur þetta að segja um Metasys

08:30 Meistaradeildin - (E) 10:15 Meistaradeildin - meistaramörk 10:40 Vitali Klitschko - Odlanier Solis 12:10 Barcelona - Getafe 13:55 Fuchse Berlin - Hamburg Beint 15:35 Evrópudeildarmörkin 16:35 KR - Njarðvík allt fyrir áskrifendur 18:20 Atl. Madrid - Real Madrid Beint 20:05 ABC Solutions UK Championship fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:45 Fuchse Berlin - Hamburg 23:15 Man. City - Dynamo Kiev

09:20 WBA - Arsenal 11:05 Stoke - Newcastle 12:50 Premier League World 2010/11 13:20 Sunderland - Liverpool Beint allt fyrir áskrifendur 15:45 Chelsea - Man. City Beint 18:00 Sunnudagsmessan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 19:15 Tottenham - West Ham 21:00 Sunnudagsmessan 22:15 Sunderland - Liverpool 00:00 Sunnudagsmessan 01:15 Chelsea - Man. City 4 03:00 Sunnudagsmessan

Í sjónvarpinu Hawaii Five

Metasys breytti lífi mínu!

„Fyrir 5 árum byrjaði ég að taka inn Metasys vegna þess að Metasys hafði hjálpað vinkonu minni mikið sem er með liðagigt.“

Alltaf þreytt

„Í langan tíma hafði ég verið rosalega þreytt, þurfti að leggja mig daglega og hafði alls ekki þann lífskraft sem 5 ég vildi hafa.6 Þetta breyttist á aðeins þrem dögum eftir að ég byrjaði að taka Metasys.

4

Metasys er andoxunarefni sem lagar húð, hár og lífskraftinn. Það líta allir út eins og unglingar sem taka Metasys, sjáið bara mig! Öll fjölskylda mín tekur Metasys og ég segi við fólk sem vill breyta lífi sínu 6 strax, Þá er þetta auðvelda leiðin.“

5

Kraftaverk

SkjárGolf 06:00 ESPN America 07:20 Transition Champ. - D. 3 (e) 11:20 Golfing World (e) 12:10 Dubai Desert Classic - D. 3 (e) 16:10 Golfing World (e) 17:00 Transition Champ. - D. 4 - Beint 22:00 Champions Tour - Highlights (e) 22:55 PGA Tour - Highlights (10:45) (e) 23:50 ESPN America

„Sl. vor var ég í miklum rannsóknum vegna sykursýki og í framhaldinu leitaði ég til Happ um ráðleggingar með mataræði. Ég fékk hjálp frá þeirra sérfræðingum og fóru þeir í gegnum allt hjá mér. Þeir hentu út m.a. öllum vítamínbirgðunum en eftir stóð Metasys og lífrænn matur. Ég er allt önnur í dag og sykursýkin sefur vært. Ég hef upplifað mörg kraftaverk á lífsleiðinni og Metasys er eitt þeirra. Það er svo auðvelt að bæta líf sitt svo um munar með Metasys.“

NÝTT! PRENTUN.IS

100%

náttúruleg

MAXÍ CHILÍSULTA

www.maxi.is

Þyngdarstjórnun – orka – úthald – árangur

t

www.metasys.is

Innflutningsaðili: Gengur vel ehf.

Metasys er fáanlegt í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum flestra estra stórmarkaða


44

bíó

Bíódómur Battle: Los Angeles 

Helgin 18.-20. mars 2011

Neeson til í Taken 2

Geimveruinnrás (E) Þ

eir sem eru vel séðir í amerísku afþreyingarefni vita að kvikmyndaborgin Los Angeles er miðja alheimsins og allt sem skiptir máli gerist þar. Þess vegna verður þessi háborg yfirborðsmennskunnar að sjálfsögðu síðasta vígi mannkynsins í baráttu við harðsnúinn innrásarher utan úr geimnum. Hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar er samt auðvitað ekki neitt og þar sem geimverurnar eru hingað komnar til að útrýma okkur og ræna vatninu okkar hefði þeim nú verið nær að herja á Ísland þar sem af gæða Gvendarbrunnavatni er nóg. Geimverur hafa verið tíðir gestir á jörðinni og á gestalistanum hingað til eru meðal annarra Marsbúar, E.T., predatorar, Jón Gnarr, ALF og

fjöldinn allur annar af óskilgreindum ófétum. Battle: Los Angeles er hins vegar með því leiðinlegasta sem gert hefur verið í þessari grein. Í það minnsta þegar horft er til mynda sem gerðar eru fyrir alvöru upphæðir. Hér er ekkert nýtt að gerast og öllum helstu klisjum og frösum úr betri myndum af þessu sauðahúsi er hrært saman í lygilega óáhugaverðan graut. Hér er beinlínis um endursýnt efni að ræða í glænýrri mynd. Mannkynið er að tapa stríðinu við innrásargeimverurnar þegar lítill hópur landgönguliða sýnir þeim svo um munar hvers bandarískir hermenn eru megnugir þegar þeir bíta í skjaldarrendur. Hér eru inni á milli ágætis leikarar á ferð sem eru miklu betri en frammistaða þeirra í myndinni

frumsýndar

gefur til kynna (Aaron Eckhart til dæmis) og allt er þetta svo yfirborðskennt og óáhugavert að manni er slétt sama um persónurnar enda þekkir maður þær varla. Spennan er því undir lágmarki og það er rétt í lokin að maður nær að festa hugann við myndina en þá er manni samt drekkt í karlagrobbi og þjóðernisbelgdum hetjustælum. Leiðindin eru allsráðandi í Los Angeles og leggja bæði hermennina, geimverurnar og myndina alla að velli. Þórarinn Þórarinsson

Háspennumyndin Taken sló óvænt og mjög svo hressilega í gegn árið 2008 og hefur framleiðandinn og handritshöfundurinn Luc Besson haft hug á að gera framhald. Í Taken fór Liam Neeson hamförum í París og slátraði á færibandi glæpahyski sem hafði rænt dóttur hans til þess að selja hana í vændi. Neeson hafði hugsað sér að taka lífinu með ró lungann úr þessu ári þannig að Besson var farinn að huga að staðgengli hans og horfði til kappa eins og Seans Bean, Mickeys Rourke, Ralphs Fiennes, Rays Winstone og Jasons Isaacs. Neeson hefur hins vegar snúist hugur og er til í tuskið þannig að tökur ættu að geta hafist í lok árs eða byrjun þess næsta.

tilfinningaflækjur Lífið leikur Javier Bardem gr átt

Liam Neeson snýr vörn í sókn þegar hann missir minnið og er rændur fortíð sinni.

Hremmingar minnislauss læknis Liam Neeson sýndi svo um munaði í Taken að þegar hann er í ham standast honum fáir snúning í hasar. Í Unknown leikur hann dr. Martin Harris sem er nýkominn til Berlínar þegar hann lendir í alvarlegu bílslysi. Hann liggur í dái í nokkra daga og þegar hann rankar við sér man hann ekki neitt. Engin skilríki finnast á honum en honum tekst að hafa uppi á eiginkonu sinni. Hún vill hins vegar ekkert við karl sinn kannast enda birtist annar

maður sem er með öll réttu skilríkin og segist vera hinn eini sanni Martin Harris. Okkar maður sættir sig ekki við þetta en eftir því sem hann grefur dýpra í ráðgátuna kemur í ljós að einhverjir vilja að hann láti kyrrt liggja og fyrr en varir er hann kominn með vafasamt lið á hælana sem hikar ekki við að drepa hvern þann sem réttir honum hjálparhönd í leitinni að sínu fyrra lífi. Neeson hefur eðalmannskap með sér í Unknown þar sem Aidan Quinn, Frank Langella, Bruno Ganz og Diane Kruger láta til sín taka. Aðrir miðlar: Imdb: 7,3, Rotten Tomatoes: 55%, 56/100. henni en brátt setja kvillar hjá þeim báðum og veikindi hennar strik í reikninginn. Aðrir miðlar: Imdb: 6,6, Rotten Tomatoes: 48%, Metacritic: 55/100

Love and Other Drugs

Jamie er ungur og orkuríkur maður sem kann ekkert of vel við sig í raftækjabúðinni þar sem hann vinnur. Hann er sjarmatröll sem er rekið fyrir að sofa hjá kærustu verslunarstjórans. Eftir það kemst hann í vinnu sem sölumaður hjá lyfjafyrirtækinu Pfizer. Hann fetar sig fljótt og örugglega upp metorðastigann, aðallega með því að beita persónutöfrum sínum óspart á kvenfólk en einnig vegna nýs lyfs sem er að koma á markaðinn og heitir Viagra. Þegar hann hittir Maggie, kynnist hann loks jafnoka sínum. Hún sér umsvifalaust í gegnum hann og þau eru orðin bólfélagar innan hálftíma frá fyrsta stefnumótinu. Smám saman heillast hann æ meira af

Mars Needs Moms Þrívíddarteiknimynd um hinn níu ára Milo sem er ekki alltaf sáttur við mömmu sína. Viðhorf hans til móðurinnar breytast þó snarlega þegar hann verður vitni að því að geimfar lendir fyrir utan heimili hans og mamman er numin á brott. Hann reynir að bjarga móður sinni en endar sjálfur um borð í geimfarinu og lendir á Mars þar sem hann fær aðstoð furðufugls við að finna mömmu og koma henni aftur heim. Aðrir miðlar: Imdb: 4.7, Rotten Tomatoes: 39%, Metacritic: 49/10

ÞÆGILEGIR & LÉTTIR www.gabor.is LÆKKAÐ VERÐ

Stærðir 35-42

Verð kr. 11.545.-

Grensásvegur - Sími 517 2040 F Á K A F8E og N I Nýbýlavegur 9 - - S í m 12 i: 517 2040

Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16

Javier Bardem er í virkilega vondum málum í Biutiful þar sem öll spjót standa á honum.

Faðir í frjálsu falli Leikarinn Javier Bardem hlaut Óskarsverðlaunin árið 2008 sem aukaleikari í No Country for Old Men þar sem hann lék hinn vægast sagt skuggalega leigumorðingja Anton Chigurh. Á þessu ári var hann tilnefndur sem besti leikarinn fyrir Buitiful eftir hinn magnaða mexíkóska leikstjóra Alejandro González Iñárritu. Myndin, sem Græna ljósið frumsýnir á föstudag, var einnig tilnefnd til Óskars sem besta erlenda myndin.

B

ardem var verðlaunaður sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir frammistöðu sína Í Biutiful. Þar leikur hann Uxabal, einstæðan föður sem er í vonlausri varnarbaráttu í lífinu. Hann starfar utan ramma laganna en föðurhlutverkið er honum heilagt og ást hans á börnunum hans tveimur eru engin takmörk sett. Uxabal reynist erfitt að sameina föðurhlutverkið, föðurástina, andlegt líf, glæpi, sektarkennd og siðferðiskennd í hættulegum undirheimum Barcelona. Hann þarf að kljást við ástríka en óáreiðanlega og geðsjúka fyrrverandi eiginkonu sína sem ógnar öryggi barna þeirra. Hópur ólöglegra innflytjenda bakar honum einnig vandræði og til þess að bæta gráu ofan á biksvart á hann skammt eftir ólifað og reynir að fela fyrir börnum sínum að hann hefur greinst með ólæknandi krabbamein. Biutiful er fjórða mynd leikstjórans Alejandro Gonzá-

lez Iñárritu en honum er einstaklega lagið að gera myndir sem nísta áhorfendur inn í sálarkviku og breytir þeim í tárvott andlegt kjötfars með gæsahúð. Síðast gerði hann Babel árið 2006 en þar áður 21 Grams og Amores Perros. Amores Perros var fyrsta mynd Iñárritu í fullri lengd og þar tefldi hann meðal annars fram hinum undurfagra leikara Gael García Bernal í fyrnasterkri mynd þar sem hryllilegt bílslys tengdi saman þrjár sögur fólks sem allt glímdi í nafni ástarinnar við missi, eftirsjá og grimmd lífsins. 21 Grams rekur nafn sitt til þeirrar hugmyndar að við andlát léttist líkaminn um 21 gramm, sem þá má ætla að sé þyngd sálarinnar. Þar léku Sean Penn, Naomi Watts og Benicio Del Toro alvarlega veikan stærðfræðing, syrgandi móður og fyrrum tukthúslim sem hefur frelsast og reynir að feta rétta braut í nafni trúarinnar. Slys leiðir þessa einstaklinga saman

Nic og nornin

Miðaldaspennutryllirinn Season of the Witch með Nicolas Cage og Ron Perlman í aðalhlutverkum verður frumsýnd í dag, föstudag. Myndin gerist á fjórtándu öld og segir frá riddaranum vaska, Behmen (Cage), sem snýr heim eftir krossferð til Jerúsalem. Heima fyrir er allt í kaldakoli,

Ill öfl hindra för riddarans Behmen. svartidauði geisar og hefur rekið stríðandi fylkingar út í blóðug átök.

bíó

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is

með þrúgandi afleiðingum. Í Babel fékkst Iñárritu við þau vandamál sem misskilningur og tungumálaörðugleikar geta valdið fólki í samskiptum. Brad Pitt og Cate Blanchett fóru fyrir öflugum hópi leikara í mynd sem fléttaði saman harmsögur ólíkra einstaklinga. Kvikmyndagerðarmennirnir Sean Penn, Werner Herzog og Michael Mann hafa ausið Biutiful lofi. Herzog líkir myndinni við ljóð og Penn segir frammistöðu Bardems á pari við Marlon Brando í Last Tango in Paris. Aðrir miðlar: Imdb: 7,6, Rotten Tomatoes: 66%, Metacritic: 58/100.

Kirkjan telur farsóttina bölvun sem rekja megi til galdra og Behmen er falið að flytja unga konu, sem grunur leikur á að sé norn, til afskekkts klausturs þar sem til stendur að fórna henni í von um að binda enda á hörmungarnar sem ganga yfir landið. Alls konar fólk slæst í för með riddaranum en föruneytisins bíða yfirnáttúrulegar

hættur og alls óvíst er hvort þau ná áfangastað í tæka tíð. Dominic Sena leikstýrir myndinni en hann hefur áður gert Gone in 60 Seconds, Swordfish og hina arfaslöku Whiteout sem byggðist á bráðspennandi myndasögu. Aðrir miðlar: Imdb. 5,5, Rotten Tomatoes: 5%, Metacritic: 28/100.



46

tíska

Helgin 18.-20. mars 2011

Nei er ekkert svar Á síðustu misserum hefur söngvarinn Kanye West stundað tískusýningar af miklu kappi. Hann hefur setið á fremsta bekk á hverri tískusýningunni af annarri, flogið milli borga og er oftar en ekki heiðursgestur sýn-

Nýtt lakk slær í gegn Máttur auglýsinganna er augljóslega magnaður. Þegar tískufrömuðurnir hjá Chanel koma með nýtt naglalakk á markaðinn fer það beint á toppinn. Í fyrra gerði brúna naglalakkið Chanel 505 allt vitlaust og var kosið naglalakk ársins 2010. Önnur hver kona var lökkuð á tám og fingrum með þeim lit. Lakkið kláraðist víðs vegar um heim og voru haldin uppboð fyrir þær sem vildu ekki missa af nýjasta trendinu. Í janúar setti Chanel á markaðinn nýjan lit sem fékk nafnið Chanel 513 og að sögn tískugagagnrýnenda mun liturinn að öllum líkindum verða vinsælli en sá forverinn. Liturinn er málmgrár með miklum glansi og ljómar stórkostlega.

Rachel Zoe stílisti ársins

ingarinnar. Hins vegar lenti hann í leiðinlegri uppákomu á tískuviku í París í síðustu viku. Hann hafði ekki fengið boðskort á tískusýningu Alexanders McQueen, leit á það sem leiðinda

mistök og mætti á sýninguna. Þar ver honum vinsamlega vísað frá en hann tók ekki mark á því svari og laumaði sér inn baksviðs, ánægður með að fá innsýn í nýjustu línu McQueens.

Árið 2011 byrjar vel fyrir stjörnustílistann Rachel Zoe. Auk þess að eiga á von á sínu fyrsta barni í lok mars, hefur hún hlotið titilinn besti stílistinn 2010 af hendi The Hollywood Reporter. Hún er eftirsóttasti stílistinn meðal stjarnanna í Hollywood og tekur tæplega 1,2 milljónir íslenskra króna fyrir hvert verkefni sem hún tekur að sér. Þetta er mikið fjárhagslegt stökk fyrir hana því fyrir nokkrum árum hafði hún aðeins tvær milljónir í árstekjur. Rachel hefur unnið fyrir stjörnur á borð við Nicole Richie, Cameron Diaz, Keira Knightley og fleiri. Í vor mun hún kynna nýja fatamerkið The Rachel Zoe Collection þar sem hægt verður að kaupa flíkur sem hún hefur hannað.

Þriðjudagur Skór: Fókus Buxur: Top Shop Bolur: Top Shop Toppur: Urban Outfitters Jakki: Top Shop

Smáa letrið mikilvægast

Snyrtivörurnar sem ég nota gagnast mér ágætlega. Sjampó sem lyktar vel, púður sem hylur og maskari sem framfylgir þeim litlu kröfum sem ég geri. Meira þarf ég ekki. Ég fjárfesti yfirleitt í sömu vörunum og pæli lítið í innihaldinu. Um daginn datt ég inn í samræður nokkurra stelpna sem ræddu um snyrtivörur; hverjar ætti að nota og hverjar ætti ekki að nota. Þar lærði ég alls konar ný orð og nýjar áherslur. Áherslur sem ég hafði lítið sem ekkert hugsað út í og voru fjarlægar öllu því sem ég pæli í dagsdaglega.

tíska

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Þarna fékk ég heldur betur að heyra hve innihald snyrtivara skipti miklu máli og hve nauðsynlegt væri að velja vandlega eftir því. Mikilvægt er að þær séu úr náttúrulegum efnum, lausar við eiturefni sem oft er troðið í þessar vörur. Já, aldrei nokkurn tíma hef ég gefið mér tíma, lesið smáa letrið á snyrtivörunni sem ég ætla að fjárfesta í eða skilað henni vegna þess að hún innihélt nokkur para ben – eitt af eiturefnunum sem ég hafði aldrei heyrt um. Það er skrítið hvað maður veit lítið um svona lagað. Þetta ætti í rauninni að skipta okkur meira máli og okkur ætti ekki að vera sama hvað við berum á okkur. Því efnin sem við berum á okkur leita inn í húðina og þar af leiðandi í blóðið. Þess vegna eru bestu snyrtivörurnar þær sem við getum sett ofan í okkur.

Mánudagur Skór: Converse Leggings: Zara Bolur: Vero Moda Skyrta: Asos – strákadeild Jakki: Sautján

5

dagar dress

Carrie Bradshaw helsta fyrirmyndin Kristveig Lárusdóttir er tvítug og stundar nám á viðskipta- og hagfræðibraut í Menntaskólanum í Kópavogi. Með náminu vinnur hún á elliheimilinu Sunnuhlíð, sem og í Þjóðleikhúsinu. Í frítímanum finnst henni allra skemmtilegast að ferðast og dansa og hefur mikinn áhuga á tísku og tónlist. „Stíllinn minn er svolítið rokkaralegur, blandaður í glamúr. Ég legg þó mikið upp úr því að fötin sem ég klæðist séu þægileg og kaupi aðallega það sem mér finnst sjálfri

flott. Ég kaupi fötin mín helst í útlöndum og Urban Outfitters og H&M eru í miklu uppáhaldi. Mín helsta fyrirmynd þegar kemur að tísku er Carrie Bradshaw. Hún er alltaf flott og hefur verið í miklu uppáhaldi síðustu ár. Þótt hún sé ekki til í alvöru er stílistinn hennar snillingur. Svo skoða mikið af tískubloggum, sérstaklega síður eins og lookbook.nu og Carolinesmode.com. Annars fæ ég helst innblástur frá fólkinu á götunni. Alls staðar að.“

Fimmtudagur Skór: Mania Buxur: Urban Outfitters Bolur: Top Shop Jakki: H&M Eyrnalokkar: H&M

Miðvikudagur Skór: Zara Sokkabuxur: Gina Tricot Kjóll: H&M Jakki: Top Shop Hálsmen: Verk vinkonu Veski: H&M

Föstudagur Skór: Dúkkuhúsið Sokkabuxur: H&M Kjóll: Dúkkuhúsið Skinn: Asos Eyrnalokkar: Top Shop Armband: Flóamarkaður


Kim Kardashian

Lady GaGa í hönnun Veru Þórðardóttur

Hönnuður GaGa á tískuhátíðinni Fulltrúar breska tímaritsins Dazed and Confused eru væntanlegir til Íslands til að gera heimildarmynd um íslenska tísku á Reykjavík Fashion Festival. Til stendur að gera 25 mínútna mynd sem birt verður á vef blaðsins. Einnig er von á fulltrúum Eurowoman, þýska Vogue og W magazine ásamt fjölmörgum öðrum blöðum og tískubloggurum á borð við Suzie Bubble. Vera Þórðardóttir bættist síðust við á dagskrá hátíðarinnar en hún er jafnframt einn þekktasti hönnuðurinn á listanum, að mati Ingibjargar Finnbogadóttur, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Poppstjarnan Lady GaGa er meðal viðskiptavina Veru og hefur hönnun hennar hlotið mikla athygli í útlöndum að undanförnu. Tónlistarmaðurinn Ghost Face Killa úr Wu Tang Clan kemur einnig fram á hátíðinni en hann kemur hingað til lands með fríðu föruneyti. Hátíðin hefst 31. mars en þar sýna 22 íslenskir hönnuðir haust- og vetrarlínu þessa árs.

Steinar Waage, Kringlunni og Smáralind | Skór.is, Kringlunni og Smáralind | Eurosko, Firði Hafnarfirði | Lónið, Höfn Intersport, Lindum Kópavogi | Versl. Nínu, Akranesi | Blómsturvöllum, Hellisandi | Skóhúsið, Akureyri Skóbúð Húsavíkur, Húsavík | Skógum, Egilstöðum | System, Neskaupstað | Skóbúðinni, Keflavík.

Bröns alla laugardaga og sunnudaga

Verð aðeins

1.795

með kaf fi eða te Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is


48

tíska

Helgin 18.-20. mars 2011

– Lifið heil

Lægra verð í Lyfju

15% afsláttur *

af öllum stærðum af

Nicorette Fruitmint. Dæmi: 2 mg, 210 stk.

Áður: 4.975 kr. Nú: 4.229 kr.

*Gildir út mars 2011.

ÍSLENSKA / SIA.IS / LYF 54198 03/11

www.lyfja.is

Sjötti ilmurinn á leiðinni

Það eru tæplega sex mánuðir síðan söngkonan Christina Aguilera sendi frá sér ilminn Royal Desire September – en hún er ekki hætt. Nú er í vinnslu hennar sjötti ilmur sem verður fáanlegur seinna á árinu og hefur verið gefið nafnið Secret Potion. Ilmurinn er í hraðri þróun, lyktin sjálf tilbúin og myndir fyrir kynningarherferðina tilbúnar.

 K auptu stílinn k ate moss

• 101 Reykjavík • Sími 551 5814• www.th.is

Fermingartilboð Rúmföt frá 6.960 Handklæði 1.990 Dúnsæng 19.990 Koddaver 1.990

Klæðaburður til fyrirmyndar

Friis & Co, 3.990 kr.

K

ate Moss er ein af Sautján, 14.990 kr. eftirsóttVero Moda, 3.990 kr. ustu fyrirsætum samtímans. Hún var uppgötvuð fyrir rúmlega Friis & Co, 9.990 kr. tuttugu árum og er ein af smávöxnu Top Shop, 19.990 kr. fyrirsætunum. Hún er mikill frumkvöðull þegar kemur að tísku og klæðaburður hennar er alltaf til fyrirmyndar. Hún er áberandi í tískuheiminum og hefur hannað sína eigin fatalínu í samvinnu við Vero Moda, 1.990 kr. tískufyrirtækið Top Shop síðustu ár.

GS skór, 26.990 kr.

Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is


tíska 49

Helgin 18.-20. mars 2011

Nýtt lyktarsafn frá Marc Jacobs

Nú er tískumerkið Marc Jacobs að gefa út enn eitt lyktarsafnið, Splash Cocktail Collection, sem kemur á markaðinn 24. apríl. Þetta verður ekki bara einn ilmur, heldur þrír. Afbrigðin verða mjög ólík; eitt ber keim af appelsínum, annar af trjönuberjum og sá þriðji hefur sterka engiferslykt. Hver pakkning mun kosta rúmlega átta þúsund krónur og kemur til landsins seinna á árinu.

Athugavert klæðaval

Fyrsta heftið af Vogue Paris sem Emmanuelle Alt ritstýrir kom út nú í marsmánuði. Blaðið vakti mikla lukku, þrátt fyrir forsíðuna sem var ekki eins einstök og búist var við. Hana prýðir ofurfyrirsætan Gisele Bundchen í hvítum Dolce & Gabbana-kjól. Lesendur Vogue sáu eitthvað athugavert við klæðaval Gisele og við nánari athugun kom í ljós að sami kjóll var notaður á forsíðu Vogue Deutsch í febrúar-blaðinu og Vogue España í mars.

Nýtir vöggugjöfina F

yrirsætan Georgia May Jagger, dóttir rokkarans Micks Jagger og fyrirsætunnar Jerry Hall, hefur ákveðið að nýta tískuvitundina sem hún fékk í vöggugjöf. Síðustu misseri hefur hún verið andlit tískufyrirtækisins Hudson

og hefur nú gert stærri samning við fyrirtækið og mun hanna nýja gallabuxnalínu sem ber heitið Hudson by Georgia May Jagger. Buxurnar, sem eru ætlaðar fjölbreytilegum kúnnahópi, verða fáanlegar í búðum í Bandaríkjunum á næstu dögum.


dægurmál

50 

Bland í poka

Dægurperlur samtímans í jazzbúningi Tónleikar Kristjönu Stefáns og Kjartans Valdemarssonar. Miðaverð 2.000 kr. Föstudaginn 18. mars kl. 20

Vappaðu með mér Vala Dagskrá til heiðurs Ásu Ketilsdóttur og sýning á æskuteikningum hennar. Fram koma auk Ásu: Rósa Þorsteinsdóttir, Steindór Andersen, Bára Grímsdóttir, börn úr Dalskóla og félagar úr Kvæðamannafélaginu Iðunni. Kynnir er Skúli Gautason. Laugardaginn 19. mars kl. 14 – 17 Allir velkomnir! Menningarmiðstöðin Gerðuberg Gerðubergi 3-5 111 Reykjavík Sími 575 7700 gerduberg@reykjavik.is www.gerduberg.is

J.S.Bach BWV 245

Jóhannesarpassía Hallgrímskirkja Reykjavík

Menningarhúsið Hof Akureyri

Föstudaginn 1. apríl 2011 kl. 20

Sunnudaginn 3. apríl 2011 kl. 17

Laugardaginn 2. apríl 2011 kl. 17

Minningartónleikar um Áskel Jónsson söngstjóra f. 5. apríl 1911.

Þóra Einarsdóttir sópran • Ágúst Ólafsson bassi/Pílatus Andri Björn Róbertsson bassi/Jesús • Sigríður Ósk Kristjánsdóttir alt Benedikt Kristjánsson tenór/guðspjallamaður Mótettukór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag Stjórnandi Hörður Áskelsson

Helgin 18.-20. mars 2011

Leikdómur Hedda Gabler

Snúið upp á stofudramað

Þ

að er minna í húfi í lífi Heddu Gabler nú en þegar Ibsen skapaði þessa lífsleiðu forréttindadrós fyrir rúmum 120 árum. Í uppsetningu Kristínar Eysteinsdóttur leikHedda Gabler stjóra er því sem næst  búið að „aftengja“ eftir Henrik Ibsen s t ét t av it u nd i n a í Leikstjóri: Kristín þessu ofurborgaraEysteinsdóttir lega verki. Þannig er Þjóðleikhúsið Hedda nútímans lítt þjökuð af stöðu sinni, að öðru leyti en því að hún hefur sjálf skapað sér óbærilegt fangelsi út úr einskærum leiðindum. „Uppreisn“ hennar eða órói beinist því síður gegn ríkjandi kerfi heldur er rótin hrein sjálfsást og frekja. Þegar minna er í húfi fyrir aðalhetjuna verður háskinn í verkinu skiljanlega minni – þrátt fyrir vopnaburð og rennandi blóð – og samúðin með henni líka. Hedda Gabler, leikin af Ilmi Kristjánsdóttur, birtist áhorfendum eins og siðlaus tík, sem skýtur allt niður tilfinningalega og keyrir sjálfa sig og fólkið í kringum sig fram á brún hyldýpisins. Hún er lítt sympatískur karakter hér en Ilmur heldur athygli áhorfendanna vel. Hedda er fáguð og naív með ríkulega sjálfseyðingarhvöt – hnyttin í tilsvörum en ekkert tálkvendi. Hennar stíl mætti meira kenna við fýlustjórnun. Eiginmanninn Tesman leikur Valur Freyr Einarsson og gerir það á algjörlega brilljant máta. Samleikur hans og Ilmar – og ekki síður Kristbjargar Kjeld sem leikur Júlíönu Tesman af sinni snilli, var frábær. Tesman er skýrt mótuð persóna niður í minnsta látbragð og þagnir, í senn fyrirlitlegur, saklaus gunga og algjört fórnarlamb. Það er gaman að sjá Stefán Hall Stefánsson í hlutverki Ellerts Lövborgs; þar fetar hann nýjar brautir en mætti vel ganga lengra. Brynhildur Guðjónsdóttir leikur Theu Elvsted, frúna sem speglar hlutskipti Heddu svo vel. Mér þætti raunar mjög forvitnilegt sjá Brynhildi í hlutverki Heddu einhvern daginn; þessi stelpulega fórnarfrú fer henni ekkert sérstaklega vel. Mér hugnaðist einnig lítt Eggert Þorleifsson í spjátrungslegu hlutverki Brakks lögmanns og fannst straumurinn á milli hans og Heddu meira HELGARBLAÐ

Miðasala í Hallgrímskirkju • Sími: 510 1000 • Miðaverð: 4.900 kr./3.900 kr. Miðasala Hofi Akureyri • Sími: 450 1000 • Miðaverð: 3.900 kr. www.menningarhus.is

www.listvinafelag.is

Samleikur Kristbjargar Kjeld og Ilmar Kristjánsdóttur er frábær. Háskalítil en forvitnileg sýning.

skrítinn en spennandi. Eggert er í lófa lagið að fá áhorfendur til að kíma en þyrfti að vera talsvert ægilegri til að þjóna sýningunni. Senuþjófur sýningarinnar er Harpa Arnardóttir sem leikur þernuna sem líður um allt eins og draugur – eina sýnilega ógnin við framferði aðalpersónunnar er þernan sem heyrir allt og sér. Umgjörð sýningarinnar er býsna flott. Búningar Filippíu Elísdóttur eru eftirminnilegir og vekja ótal hughrif. Leikmynd Finns Arnar nýtist vel og nýtur sín líka. Ég var sérlega hrifin af glerbúrinu sem Halldór Örn Óskarsson ljósahönnuður umbreytti meistaralega. Þýðing Bjarna Jónssonar fannst mér afar forvitnileg og það væri reglulega gaman ef hún kæmi út á bók – þar er fróðlegur brunnur fyrir samanburðarfræðinga framtíðarinnar. Pælum í því. Tónlist Barða Jóhannssonar kórónar síðan allt með ógnarþunga og dramatík. Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri er þekkt fyrir kröftugar og vogaðar sýningar en mér finnst þessi missa ögn marks. Hún stendur og fellur með aðalsöguhetjunni en „fallið sjálft“ er einfaldlega ekki nógu hátt, hyldýpið ótrúverðugt og því erfitt að heillast upp úr skónum. Kristrún Heiða Hauksdóttir

Þannig er Hedda nútímans lítt þjökuð af stöðu sinni, að öðru leyti en því að hún hefur sjálf skapað sér óbærilegt fangelsi út úr einskærum leiðindum.

Plötuhorn Dr. Gunna

Listvinafélag Hallgrímskirkju - 29. starfsár

Ókeypis alla föstudaga

Field Recordings: Music from the Ether

Ghosts

Happiness







Just Another Snake Cult

Hurts

Þórir Bogason er Just Another Snake Cult, þótt hann fái hjálp þegar mikið liggur við. Fyrsta platan hans var ein af þeim bestu í fyrra, en þessi (sem fæst bara á netinu) er safn afgangslaga sem hann tók upp heima hjá sér á Skólavörðustíg. Þórir er frábærlega efnilegur (enda tilnefndur bjartasta vonin) og á Ghosts leikur hann sér með efnivið úr dótakassa rokksögunnar. Auk laga sem minna á poppaða sýrunýbylgju plötunnar hans, fáum við lög sem t.d. minna á Smile-tímabil Brians Wilsons og gufupopp Julees Cruise. Þetta er gott nasl á meðan beðið er eftir næstu „alvöru“ plötu frá þessum spennandi listamanni.

Tveir velsnyrtir Bretar eru hljómsveitin Hurts og á leiðinni aftur til Íslands. Komu á síðastu Airwaves en spila nú í Vodafonehöllinni á sunnudaginn. Hurts eru miklir eitís-boltar. Allra versta popptónlist sögunnar var framleidd á því tímabili og því ekki við góðu að búast þegar hermt er eftir þeim horror. Tónlist Hurts er verulega slepjuleg á köflum,Theo Hutchcraft syngur væmnar ballöður titrandi röddu ofan á þunglyndislegar hljóðgerflamottur Adams Andersons – allt yfirhlaðið og dautt, Spandau Ballet á hestasterum. Skemmtilegra er bandið í Duran-legu kraftpoppi eins og smellinum Better Than Love. Hurts eru mitt á milli unglingapopps og fulltíða rokks og svínvirka á markhópinn.

Úlfur Eldjárn

Auk þess að vera í Apparat Organ Quartet hefur Úlfur samið músík fyrir leiksvið og sjónvarp, m.a. í Hlemmavídeó. Á þessari plötu er tónlist sem kviknaði fyrst í leiksýningunni Eterinn og myndlistarsýningunni Innan seilingar. Tónlistin er fáanleg í stærra samhengi í bókverkefninu Manifestations (bók + CD + DVD), en diskurinn einn og sér stendur vel fyrir sínu. Í tónlistinni mætast fornöld og framtíð, kirkjuorgel og vélmenni, klassík og framúrstefna. Útkoman er aðgengileg og ánægjuleg, minnir stundum á dularfulla músík úr ítölskum hryllingsmyndum og náttúruundrið Moondog. Flott stöff frá miklum hæfileikamanni.


Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengilegt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem eru fram undan. Rokk, djass, popp, klassík og allt þar á milli. Föstudagur 18. mars Skuggamyndir frá Býsans og Borislav Zgurovski Salurinn, Kópavogi kl. 20 Einn fremsti harmoníuleikari Búlgaríu, Borislav Zgurovski, verður gestur hljómsveitarinnar Skuggamyndir frá Býsans á þessum einu tónleikum. Aðgangur 2.000 kr. A Band On Stage spilar ‘80 Café Rósenberg kl. 22 A Band on Stage hefur æft upp þema-prógramm. Síðast var það Nick Cave en nú er það níundi áratugur síðustu aldar sem er undir. Aðgangur 1.000 kr. Valdimar, Hljómsveitin Ég og Spacevestide Sódóma Reykjavík kl. 22 Valdimar hafa verið að bæta hratt í aðdáendahóp sinn undanfarið með vasklegri framgöngu á tónleikum, vopnaðir lögum sem komu út í september á hinni frábæru plötu, Undralandi. Hljómsveitin Ég kom rækilega á óvart með nýjustu plötu sinni, Lúxus Upplifun, sem kom út um svipað leyti og plata Valdimars. Spacevestide sjá svo um að hita mannskapinn upp, retro-rokk í anda The Doors. Laugardagur 19. mars Agent Fresco, Cliff Clavin og IKEA Satan Sódóma Reykjavík kl. 16 og 22 Tvípunktur er haldinn einn laugardag í hverjum mánuði og er fyrirkomulagið þannig að haldnir eru tvennir tónleikar sama daginn. Fyrri tónleikarnir eru áfengislaus skemmtun sem fer fram kl. 16 og eru þeir opnir öllum aldurshópum. Síðari tónleikarnir fara fram um kvöldið en þeir eru ætlaðir fyrir 18 ára og eldri. Tribute-tónleikar Bjössa Biogen Tjarnarbíó kl. 18 Hópur vina Bjössa setur saman tónleika með rafrænni tónlist, videólist og alls kyns uppákomum tengdum tónum, víddum og litum. Allt það besta úr íslenskri raftónlist á sex tíma tónleikum. Þeir sem koma fram eru: Andre & Árni Vector, Yagya, Stereo Hypnosis, Skurken, Bix, Futuregrapher, Quadruplos, Ruxpin, Agzilla, Tanya & Marlon, Frank Murder, Orang Volante, Tonik, Thor, Mummi (Video Artist) Allir gefa vinnu sína. A Band On Stage spilar ‘80 Café Rósenberg kl. 22 Sama dagskrá og á föstudagskvöld. Sjá ofar. Sunnudagur 20. mars Á klassískum nótum Norræna húsið kl. 15.15 Á tónleikunum leikur færeyski píanóleikarinn Jóhannes Andreasen ásamt fjórum blásurum úr blásaraoktettinum Hnúkaþey, þeim Eydísi Franzdóttur óbóleikara, Ármanni Helgasyni klarínettuleikara, Önnu Sigurbjörnsdóttur hornleikara og Kristínu Mjöll Jakobsdóttur fagottleikara. Á efnisskrá eru þrjár skærustu perlur tónbókmenntanna fyrir píanó og blásara. Aðgangur 1.500 kr., 750 kr. námsmenn og öryrkja Söngsveitin Fílharmónía Fella- og Hólakirkja kl. 20 Söngsveitin Fílharmónía flytur, ásamt Bachsveitinni í Skálholti, í fyrsta sinn á Íslandi glæsilegt en lítt þekkt stórverk, ‘Missa votiva’ eftir barokktónskáldið Jan Dismas ZELENKA.


52

dægurmál

Helgin 18.-20. mars 2011

 andrea Maack Fleiri ilmir á leiðinni

 bjartur Guðmundsson Fór úr öllu í Makalaus

Selur ilmvötn í tíu löndum lmvötn listakonunnar og ilmhönnuðarins Andreu Maack eru nú fáanleg í tíu löndum. Ilmvötnin eru íslensk-frönsk og eiga uppruna sinn að rekja til myndlistarverka Andreu. Þau eru þrjú talsins; Smart, Craft og Sharp. Önnur tvö eru væntanleg seinna á árinu. Andrea er einn af fjölmörgum styrkþegum Aurora hönnunarsjóðsins en Rannsóknarmiðstöð skapandi greina hjá Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands kynnti í vikunni árangursmat á starfsemi Hönnunarsjóðs Auroru og Kraums tónlistarsjóðs. Andrea hefur í tvígang hlotið styrk úr hönnunarsjóði Auroru, sem veitti henni mikla hjálp við fram-

leiðsluna. „Þegar ég sótti fyrst um styrk hjá Auroru var ilmurinn sjálfur tilbúinn, en umgjörðin ekki. Okkur vantaði fjármagn til að þróa vöruna betur, umbúðirnar, markaðssetningu og fleira. Í það fór fyrsti styrkurinn sem mér var veittur úr sjóðnum. Ég hafði loksins fjármagn til að klára það sem ég var byrjuð á,“ segir Andrea. „Eftir að ég fékk fyrsta styrkinn fór boltinn að rúlla. Þegar ég fékk síðari styrkinn var varan tilbúin og hann var því helst notaður í markaðssetningu og kynningu erlendis. Styrkirnir tveir hafa hjálpað mér mikið og komið mér þangað sem ég er í dag. Ég er gríðarlega þakklát.“ -kp

Ekkert vandræðalegt við að sýna það allra heilagasta

L Það var ekkert vandræðalegt við þetta.

eikarinn Bjartur Guðmundsson birtist í fyrsta sinn sem persónan Hlölli í gamanþáttunum Makalaus á Skjá einum á fimmtudagskvöld og innkoma hans fór vart fram hjá nokkrum áhorfanda þar sem kappinn berháttaði sig fyrir framan tökuvélarnar í atriði þar sem Hlölli lendir í klónum á hinni kræfu og vergjörnu Ósk, bestu vinkonu aðalpersónunnar Lilju. „Jájá, mikið rétt, ég var alveg allsber,“ segir Bjartur hinn hressasti. „Tökuliðinu var haldið í lágmarki á meðan á þessu stóð svo að það

BFGoodrich JEPPADEKK

myndaðist ekki einhver vandræðaleg stemning þarna. En þetta var hins vegar einhvern veginn aldrei neitt mál. Tökufólkið er allt fagfólk fram í fingurgóma og fókusinn var allur á að gera þetta bara vel og að þetta kæmi allt eðlilega út. Það var ekkert vandræðalegt við þetta.“ Bjartur segir að atriðið hafi í eðli sínu kallað á að hann sýndi allt. „Ég sá þetta ekki áður en þátturinn fór út og treysti mér nú ekki til þess að lofa því að allt verði sýnt,“ sagði Bjartur á útsendingarkvöldinu en hann átti þó síður von á því að það allra heilagasta

slyppi við að verða viðrað á öldum ljósvakans. „Tökurnar voru í það minnsta þannig að allt var í mynd.“ Bjartur var þó með öllu kvíðalaus fyrir útsendinguna á fimmtudagskvöld og sagðist ekki hafa séð neina sérstaka ástæðu til að vara fólk við því að hann gæti mögulega birst á tillanum á skjánum. „Ég er búinn að búa konuna mína undir þetta og þá allra nánustu. Þetta hefur þá bara komið hinum á óvart og ég vona að það hafi ekki verið of mikið sjokk.“ -þþ

hafnarborg Sigtryggur og Þorri

ykjavík Re

R

ey

æ

I

Tökum á Makalaus lauk fyrir viku og Bjartur heldur nú að mestu til í Borgarnesi þar sem hann leikstýrir menntskælingum í Dark Side of the Moon sem byggist á samnefndri plötu Pink Floyd.

kja n esb

Sérfræðingar í bílum

Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 - 590 2000 - www.benni.is Nesdekk - Fiskislóð - 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - 420 3330

Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is

Powerade, einbeiting og enginn svefn Listmálararnir Sigtryggur B. Baldvinsson og Þorri Hringsson opna um helgina sýningu á nýjum verkum í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þeir eiga það sameiginlegt að sækja innblástur í náttúruna á nánast ofurraunsæjan ljósmyndalegan hátt. „Stundum er þetta eins og realismi en stundum verða verkin mjög abstrakt. Á þessari sýningu eru reyndar flest verkin í fyrri flokknum,“ segir Sigtryggur um sinn hluta sýningarinnar. Vatn er í aðalhlutverki í verkum

Sigtryggs, þar á meðal í mannhæðar hárri mynd sem kennd er við Fjaðrá. Að sögn Sigtryggs var sú mynd máluð í tveimur löngum lotum. „Þetta voru tvær sólarhringslangar tarnir, sem snerust um einbeitingu, Powerade og skort á svefni. Til að ná þessari áferð mátti málningin ekki storkna meðan á vinnunni stóð.“ Sýning þeirra félaga kallast Varanlegt augnablik. Hún var í Listasafninu á Akureyri í byrjun árs en verður opnuð í Hafnarborg á laugardag klukkan 15.


frá aðeins

49.800 kr.

Um mjög takmarkaðan fjölda flugsæta er að ræða og gisting er einnig takmörkuð. Hér gildir að fyrstur kemur, fyrstur fær!

Stökktu til

Beint morgunflug með Icelandair

Kanarí og Tenerife Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum og Tenerife. Þú bókar flugsæti og fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir.

Beint flug með Icelandair

Kanarí

22. mars og 23. mars í 9 til 14 nætur kr. 49.800 Netverð á mann, flugsæti til Kanaríeyja.

kr. 79.900

Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / studíó / íbúð í 9 nætur 23. mars.

Beint flug með Icelandair

Tenerife

22. mars í 14 nætur kr. 49.800 Netverð á mann, flugsæti til Tenerife.

kr. 89.900

Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / studíó / íbúð í 14 nætur 22. mars.

kr. 139.900 allt innifalið

Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / studíó / íbúð í 14 nætur með allt innifalið 22. mars .

Skógarhlí› 18

105 Reykjavík

Sími 595 1000

Akureyri sími: 461 1099

www.heimsferdir.is


54

dægurmál

Helgin 18.-20. mars 2011

Helga Má og Kristjáni Helga líkar vistin í Efstaleitinu ágætlega en þeir vilja þó fá laugardagskvöldin sín aftur. „Við vorum einhverra hluta vegna færðir á fimmtudagskvöld,“ segir Helgi og segir öflugan þrýstihóp vera að myndast á Facebook þar sem hamrað er á kröfunni um laugardagana.

Party Zone Þúsundasti þátturinn á leið í loftið

Fólk hættir aldrei að dansa F

élagarnir Helgi Már og Kristján Helgi eru búnir að halda danstónlistarþætti sínum Party Zone úti í íslensku útvarpi í tvo áratugi og standa nú á þeim tímamótum að þúsundasti þátturinn fer í loftið á Rás 2 hinn 24. mars. Tveimur dögum síðar ætla strákarnir sér að fylla Laugardalshöllina í félagi við CCP og láta fjölda tölvuleikjanörda hrista skankana á lokahátíð EVE Fanfest. „Við byrjuðum í október

Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson

Myndaalbúm fjölmiðlafólks

Fjölmiðlarisinn 365 lagði eina hæð á Hótel Hilton við Suðurlandsbraut undir árshátíð sína þar sem boðið var upp á ýmsa skemmtun í herbergjum hótelsins. Árshátíð þessi hefði að öllum líkindum farið fram hjá landslýð ef fréttavefur fyrirtækisins, www.visir.is, hefði ekki gert gleðinni rækileg skil en þar voru birtar rúmlega 260 myndir úr gleðskapnum þar sem meðal annars mátti sjá framkvæmdastjórann Ara Edwald, Ólaf

Senu, sem flytur bandið inn, sá því nokkuð eftir peningum sem hann greiddi fyrir heilsíðu auglýsingu um miðasöluna á fimmtudag og gerði málið upp með broskalli og þessum orðum á Facebook-síðu sinni: „Tilgangslausasta heilsíða allra tíma ;)“. Aukatónleikar eru ekki inni í myndinni þannig að aðdáendur Dons Henley og félaga ættu ekki að draga lappirnar og tryggja sér miða í tæka tíð.

Stephensen, ritstjóra Fréttablaðsins, Ásgeir Kolbeins, Auðun Blöndal og aðra minni spámenn skemmta sér konunglega.

Við fylltum Tunglið þegar okkur sýndist ...

marta smarta Hækk ar allt í botn

Marta María Jónasdóttir, aðstoðar­ ritstjóri Pressunnar, hefur ekki haldið almennilegt partí fyrir vinkonur sínar frá því hún hélt upp á þrítugsafmælið sitt. Hún ætlar að blása til allsherjar gelluveislu á laugardaginn og dansa og kjafta frá sér allt vit með vinkonum sínum sem allar eru þekktar fyrir glæsileik og hæfileika á ýmsum sviðum sköpunar og fagurfræða.

M

Vinjettur til höfuðs neikvæðni Fagurkerinn og vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson ætlar að leggja til atlögu við þá þrúgandi neikvæðni sem legið hefur yfir landinu með vinjettuhátíð í Þorlákshöfn á sunnudaginn. Ármann hefur haldið vinjettuhátíðir á 20 stöðum víða um land og segir þær í anda kvöldvökunnar sem „haldin var á Íslandi í 1000

in breytti um stefnu og varð rokkstöð.“ Þá lá leiðin á Mono 87,7 í skamma stund en eftir smá hlé fluttu þeir Helgi og Kristján þáttinn yfir á Rás 2 þar sem þeir hafa verið í 11 ár. Helgi segir engin þreytumerki á þeim félögum enda engin hætta á að fólk staðni í danstónlistarbransanum. „Fólk hættir aldrei að dansa þannig að við getum haldið áfram svo lengi sem við höfum gaman af þessu.“ -þþ

Fagnar með flottum vinkonum

Tilgangslaus auglýsing Þrátt fyrir alls kyns háðsglósur á bloggi og Facebook-síðum er ljóst að gömlu kempurnar í hljómsveitinni The Eagles verða velkomnir gestir á klakanum í sumar. Miðar á tónleika sveitarinnar hafa rokið út og allar líkur eru á að miðarnir klárist fyrr en seinna. Miðar í forsölu kláruðust á tæpri klukkustund á miðvikudag og þegar almenn sala hófst á fimmtudag spændust miðarnir út. Ísleifur B. Þórhallsson hjá

árið 1990 á Útrás og þetta eru orðnar 170 vikur,“ segir Helgi Már. Eftir Útrás gerði þátturinn stuttan stans á Sólinni og átti svo stutt og líflegt skeið á Aðalstöðinni en fluttist síðan yfir á X-ið. „Þar vorum við í fimm ár og þetta var mikill uppgangstími. Við fylltum Tunglið þegar okkur sýndist, gáfum út diskana okkar og byrjuðum að halda Party Zone-kvöldin. Við hættum svo á X-inu 1997 þegar stöð-

ár en lagðist af á 20 öld. Hátíðin á sunnudaginn stendur frá 16 til 18 og þar les Ármann upp úr verkum sínum ásamt Leikfélagi Ölfuss og nemendum úr Grunnskóla Þorlákshafnar. Efnilegir nemendur úr Tónlistarskóla Árnessýslu annast tónlistarflutning.

Rafknúnir hægindastólar sem auðvelda þér að setjast og standa upp Fjölbreytt úrval

Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16

Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is

arta María er ekki í nokkrum vandræðum með að réttlæta stórveisluna sem hún býður til á laugardagskvöld þar sem tíu ár eru liðin frá því hún byrjaði að starfa við fjölmiðla með pistlaskrifum um tísku á vefnum Strik.is sem heyrir nú sögunni til. „Um þessar mundir er liðinn áratugur frá því ég byrjaði í blaðamennsku og mig langaði bara að skála og dansa með vinkonum mínum.“ Marta María lagðist í andlegan rannsóknarleiðangur með nokkrum bestu vinkonum sínum í ársbyrjun og komst að því að hún ætti að syngja og dansa meira. „Mér er ráðlagt að sleppa fram af mér beislinu í söng og dansi.“ Og það ætlar tískulöggan svo sannarlega að gera í góðra vinkvenna hópi. „Mér finnst bara ekki vera neitt partí nema það sé dansað,“ segir Marta sem hefur leigt hljóðkerfi fyrir gleðskapinn sem hún heldur heima hjá sér. Vinkonuhópur Mörtu er stór og ætla má að stelpurnar muni fara með himinskautum í dansi og fjörlegum samræðum enda dömurnar ekki þekktar fyrir annað, en til veislunnar mæta meðal annarra fjölmiðlakonurnar Vala Matt, Ellý Ármanns, Kolbrún Pálína Helgadóttir og Friðrika

Geirsdóttir. Rithöfundurinn Tobba Marinós lætur sig heldur ekki vanta frekar en Helga Ólafs fatahönnuður, Steinunn Vala skartgripahönnuður og Sigga Heimis iðnhönnuður, Heiðrún Lind Marteinsdóttir lögfræðingur og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. „Þetta eru allt konur sem mér þykir rosalega vænt um,“ segir Marta sem ætlar ekkert að skipuleggja kvöldið of mikið, heldur leyfa andanum í hópnum að stjórna ferðinni. Líklega myndu fáir karlmenn slá hendinni á móti því að fá að spóka sig í þessum magnaða hópi kvenna en Marta María er hörð á því að hér sé um „gellupartí“ að ræða og karlmenn eru ekki velkomnir. Hún tekur þetta alla leið og ætlar að vísa eiginmanni sínum og tveimur sonum á dyr. „Þeir eru annað hvort á leiðinni upp í sumarbústað eða í afplánun hjá tengdaforeldrunum,“ segir Marta og skellihlær. Sjónvarpskokkurinn Friðrika Geirsdóttir og ráðherrann Katrín Júlíusdóttir verða líklega frekar til fjörsins hjá Mörtu Maríu.

Marta María kann að gera góða veislu; sendir karlinn burt, pantar hljóðkerfi og hóar í góðar vinkonur í dans og kvennahjal.

Þetta eru allt konur sem mér þykir rosalega vænt um.


GJAFAKORT SMÁRALINDAR Glæsileg fermingargjöf fyrir stelpur og stráka.

FERMING Taktu þátt í ofurfermingarleik Smáralindar Þátttökuseðlar liggja frammi í verslunum Smáralindar. Freistaðu gæfunnar og fylltu út seðil. Aðalvinningar verða dregnir út 31. mars og 7. apríl í Íslandi í dag á Stöð 2. 5 aðalvinningar að verðmæti 100.000 kr. hver Athugið að þak er á gjafabréfum og úttektum í verslunum og samsetning vinninga getur verið breytileg.

Skart fyrir fermingarbarnið Laugavegur / Smáralind / Kringlan

Gjafabréf Fermingarfötin Náttúrulegar og lífrænar snyrtivörur Fermingarskórnir Gjafabréf Gjafabréf Gjafabréf Gjafakort Útivistarbakpoki Gjafakort Kransakaka frá Myllunni Gos í veisluna frá Vífilfelli

105 aukavinningar 50 x Frelsiskort að upphæð 990 kr.

30 x bíómiðar í Smárabíó

20 x gjafabréf fyrir einn - pizza og gos

5 x 3.000 kr. gjafabréf

ALLT FYRIR FERMINGUNA! Í Smáralind fæst allt til að halda vel heppnaða og skemmtilega fermingu.

Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18, www.smaralind.is / 528 8000


Hrósið…

HE LG A RB L A Ð

... fær Ásthildur Hannesdóttir sem stóð fyrir styrktartónleikum síðastliðinn miðvikudag fyrir Keran Stueland Ólason, tveggja ára snáða sem er haldinn ólæknandi hrörnunarsjúkdómi.

Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is

100 ár af hugvísindum

Hugvísindasvið Háskóla Íslands býður almenningi að samfagna 100 ára afmæli þess með fjölmörgum viðburðum í Reykjavík á laugardag. Hægt verður að sjá táknmálstónleikagjörning í Þjóðminjasafninu, tónlistar- og sagnaflutning til heiðurs Ásu Ketilsdóttur í Gerðubergi, skoða vöxt Reykjavíkur í gönguferð um Árbæinn eða fá leiðsögn um Þjóðminjasafnið, Minjasafn Reykjavíkur og Listasafn Íslands. Úrslit í textasamkeppni Hugvísindasviðs verða tilkynnt í Kringlunni og argentínska kvikmyndin La ciénaga frá 2001 verður sýnd í Bíó Paradís. Nánari upplýsingar um dagskrána á vef Háskólans en aðgangur er öllum ókeypis.

Skálmöld ríkir

Þungarokkshljómsveitin Skálmöld skálmar beint í þriðja sæti Tónlistans, lista Félags íslenskra hljómplötuútgefenda, yfir mest seldu diska landsins, með diskinn Baldur sem kom út rétt fyrir jól og hlaut einróma meðal gagnrýnanda. Það virðist vera komin eurovision-stemning í Íslendinga því safndiskurinn úr Söngvakeppni sjónvarpsstöðva er kominn í efsta sætið og veltir ástarsafnplötunni Það er bara þú úr sessi. Hin breska Adele heldur áfram frábærri framgöngu á öldum ljósvakans en lag hennar, Rolling in the Deep, er það vinsælasta á Lagalistanum. -óhþ

Glæsilegur Miller í Þjóðleikhúsinu. J.V.J. (DV)

Hvílíkt drama, hvílíkt meistaraverk! B.S. (pressan.is)

Algjör klassík! Leikur eins og hann gerist bestur. I.Þ. (Mbl.)

Fantagóð sýning á allan hátt! Leikurinn er upp á fimm stjörnur. E.B. (Frbl.)

Yrsa í stuði

Metsölurithöfundinum Yrsu Siguardóttur gengur flest í haginn þessa dagana. Nýjasta bók hennar, Ég man þig, trónir á toppi metsölulista Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir síðustu tvær vikur og í vikunni bárust fregnir af því að Hollywood-mógúllinn Sigurjón Sighvatsson hefði keypt kvikmyndaréttinn að Ég man þig. Hann hyggst gera Hollywoodmynd eftir hrollvekjunni sem gerist á Hesteyri. -óhþ

Fréttir og fréttaskýringar ÞITT EINTAK

Á ÍSAFIRÐI

M ÚTIBÚIÐ vinnur nú að því í samvinnu við tofnunin 17 EFLU á Ísafirði þar sem „Hafrannsóknas stofnunarinnar efla til muna útibú veiðarfærum ráðuneytið að nir á mismunandi ráðist í rannsók vegsráðherra. sérstaklega verður ASON sjávarút segir JÓN BJARN og orkunotkun,“

Útvegsblaðið . . . .  

FÆKKUN GRÍÐARLEG Fiskiskipum í

unum hefur fækkað verulega síðasta áratuginn, eða um meira en þúsund.

na í öryggismálum sjóman Árangur hefur náðst

OF MARGIR

-

um hefur fækkað um um tvo þriðju.

ÝR GETA BOTND SKILAÐ OKKUR ? AUKNUM TEKJUM

tegundir hryggVið Ísland eru ýmsar þjóðir nýta til leysingja sem aðrar lítið eða ekkert manneldis en við höfum sóknarfæri en nýtt. Þarna gætu leynst útbreiðslu þeirra fyrst þarf að kanna hversu mikið og veiðanleika auk þess því að skoða er af þeim. Að ógleymdu mögulega markaði.

slysaum að menn haldi HilmÞað er allt of lítið otanum, segir varnaæfingar á fiskiskipafl Slysavarnaskóla sjósem ar Snorrason, skólastjóri þeim góða árangri manna. Hann fagnar öryggi hjá sjómönnum auka af því sem náðst hefur í að á æfingum sé eitt en segir að skortur á. út setja megi viku koma hér sjómenn. Það „Í hverri einustu æfingar um borð? á milli Ég spyr þá: Eru haldnar fara á loft. Ég geng æferu fáar hendur sem tókstu þátt í síðustu er manna og spyr: Hvenær hópnum í r aupskipamaðu ingu? Ef það er k eða þessum mánuði, svarið í síðasta mánuði

en enn má bæta úr

...er í miðju

blaðsins

son: segir Hilmar Snorra

GAR

HUNSA ÆFIN

VERÐINUM þeim SOFUM EKKI Á kóla sjómanna fagnar Skólastjóri Slysavarnas en varar við því að menn hefur ur. árangri sem náðst sig hafa unnið fullnaðarsig megi ekki telja

kemur kannski maðog á einstaka fiskiskipumað það hafi verið æfing segir ur til viðbótar sem eitt, tvö, fimm og kannski En við í síðasta mánuði. svar, og þá eiga menn aldrei er mjög algengt eru engar æfingar. Þetta anum ár. Hjá meginþorr nir sem eru eru hér, sjómennir segja menn sem um borð,“ segir Hilmar. hafa tekið stórstígum Öryggismál sjómanna 21 sjómaður fórst við áratugi. framförum síðustu árin. Næstu 50 ár á undan tíu störf sín síðustu í tuttugu á ári 849 látist eða hátt höfðu hins vegar að meðaltali.

Sjá bls. 9-15

ILLVÍG SÝKING sem tekin voru Rúmlega 40 prósent

sýna

hrjáir síldina enn Ichtyophonus-sýkingin gefur rétta en ef reynslan frá útlöndum ár sýkinga. síðasta mynd gæti þetta verið

Útvegsblaðið

Ókeypis eintak bíður þín víða um land Á NETINU is www.goggur.

BARIST UM ÆTIÐ

Loðnuveiðin hefur

gengið vel og í febrúar

bárust 170 þúsund

tonn á land, það

er þrefalt það magn

sem veiddist í sama

mánuði í fyrra.

Nýtt blað á mánudag A l l t ti l r a f s u ð u

Útvegsblaðið Áskriftarsími: 445 9000

G O G G U R Ú TG Á F U F É L A G goggur.is

Tryggðu þér miða!

Miðasala í síma 551 1200 • midasala@leikhusid.is


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.