20_08_2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 48. tölublað 7. árgangur

Laugardagur 20.08.2016

Kostar 600 milljónir Hafnargarður Sigmundar dýr

Engeyingar vilja virkja í Fnjóskadal Frændi Bjarna hluthafi með Samherja

Það er hægt að mæla hamingjuna og stuðla að því að fólk finni hana. Félagsleg tengsl skipta miklu meira máli en ríkidæmi. Rannsóknir á vellíðan hafa færst í aukana og munu í fram­ tíðinni koma í auknum mæli inn í stefnumótun og stjórnmál. Kannski verður hamingjan stóra kosningamálið í ár. 10

Sorglegt að vera frekja

Phantom 4

LAUGARDAGUR

20.08.16

GLOWIE REYNIR FYRIR SÉR Í BANDARÍKJUNUM STUÐ UM ALLAN BÆ Á MENNINGARNÓTT LÍF LIGGUR YFIR GÓÐUM GLÆPAÞÁTTUM ÓVENJULEGUR TÓNLISTARGJÖRNINGUR

SEMA ERLA

OFSÓTT AF FYRRVERANDI SAMBÝLISMANNI

4

Mynd | Rut

Bullandi hamingja kíktu við

tapas.is

á MENNINGARNÓTT!

Hljómsveitin Azucar, með söngkonuna Margréti Rán í broddi fylkingar, spilar sjóðheita og suðræna tóna fyrir utan Tapasbarinn kl. 17–18.30 á Menningarnótt.

tapasbarinn – sjóðheitur í 16 ár

RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is

iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi

+ 1 aukarafhlaða

Frá 239.990 kr.

Sérverslun með Apple vörur

Inspire 1 v.2.0

Phantom 4

Phantom 4

Verð áður 379.990 kr.

Verð áður 249.990 kr.

Frá 259.990 kr.

Tilboð 309.990 kr.

Tilboð 219.900 kr.

6

4

Eygló ósátt með stimpilinn

Kjósum haming juna DJI vörurnar fást í iStore

2

+ 2 aukarafhlöður

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016

Sigmundur reynir að tryggja stöðu sína Stjórnmál Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þarf að endurnýja umboð sitt hjá framsóknarmönnum í Norðausturkjördæmi og hugsanlega einnig sem formaður á flokksþingi ef blásið verður til þess. Staða hans í kjördæminu er veik, segir oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri. Fundaði með framsóknarmönnum á Húsavík á fimmtudaginn. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Kjördæmisráð Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi mun í dag, laugardag, ákveða hvernig valið verður á lista flokksins í komandi þingkosningum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, var efsti maður á lista hans í kjördæminu fyrir síðustu kosningar og lýsti því yfir fyrir skömmu að hann vilji vera það áfram í næstu kosningum. Oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, segir að hann eigi ekki von á því að kjördæmisráðið breyti því hvernig valið verði á listann á fundi ráðsins í Mývatnssveit. „Ég

reikna með að menn haldi sig við sama kerfi á áður: Tvöfalt kjördæmisþing. Þetta verður bara ákveðið á laugardaginn og svo verður næsta kjördæmisþing haldið sem fyrst.“ Þar verður svo kosið um sæti manna á lista flokksins. Um stöðu Sigmundar Davíðs í kjördæminu segir Guðmundur Baldvin að skiptar skoðanir séu á henni. Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra fyrr á árinu í kjölfar opinberana í Panama-skjölunum um að hann hefði átt félag í skattaskjólinu Tortólu. „Ég hef haft sagt að við þurfum að kjósa okkur nýja forystu í flokknum. Mér

heyrist vera vilji hjá flestum sem ég tala við um að það þurfi að boða flokksþing þar sem flokksforystan þarf að endurnýja umboð sitt. […] Stærri spurning er því eiginlega hvort framsóknarmenn vilji að hann stýri flokknum á landsvísu.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er í erfiðri stöðu í kjördæmi sínu á Norðausturlandi þar sem pólitískt bakland hans er lítið eftir erfiðleika hans síðustu mánuði.

Sigmundur Davíð reynir nú að tryggja stöðu sína í kjördæminu með fundahöldum með framsóknarmönnum. Á fimmtudaginn fundaði hann til dæmis með framsóknarmönnum í Kiwanishúsinu á Húsavík. Hagsmunir hans snúast bæði um að hann verði efstur á lista flokksins í kjördæminu auk þess sem flokksþing kæmi sér illa fyrir hann.

Hafnargarðarnir voru tveir, annar frá því fyrir aldamót og hinn frá 1928.

Heimssýn fékk fjárstyrki frá útgerðinni fram til 2013

Stjórnmál

Heimssýn og Pírötum neitað um fjárstuðning Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi styrkja engin stjórnmálasamtök og það samrýmist ekki stefnu þeirra að gera það. Þetta segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi SF. Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fékk áður fjárstyrk frá útgerðarmönnum, samkvæmt heimildum Fréttatímans, en eftir að nýir stjórnendur tóku við árið 2013 var þeim gerð grein fyrir því að ekki þætti við hæfi að samtökin styrktu pólitísk samtök. Karen Kjartansdóttir staðfestir að ein önnur stjórnmálasamtök hafi beðið um fjárstuðning, nefnilega Píratar, en það var beiðni um lítið fjárframlag vegna alþjóðahátíðar sem var synjað á sömu forsendum. Samkvæmt heimildum Fréttatímans fékk Heimssýn einnig fjárstuðning frá Bændasamtökunum um hríð, en þar var hreyfingin einnig með skrifstofuaðstöðu um nokkurra mánaða skeið, áður en skrifstofan var flutt í núverandi húsnæði við Ármúla. | þká

Minjastofnun fær 600 milljóna kröfu frá lögfræðingi Minjavernd Steinarnir úr gamla Hafnargarðinum eru í Örfirisey en það kostaði 600 millljónir að koma þeim þangað. Framhaldið getur kostað skattgreiðendur milljarða ef svo fer fram sem horfir. Að öðrum kosti er líklegt að steinarnir verði áfram í geymslu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Minjastofnun ríkisins hefur fengið senda kröfu upp á 600 milljónir króna vegna gamla hafnargarðsins frá 1928, sem var við Austurbakka, sem fyrrverandi forsætisráðherra hafði frumkvæði að í fyrra að láta færa, stein fyrir stein, meðan framkvæmt yrði á lóðinni. Málf lutningsstofa Reykjavíkur sendir Minjastofnun kröfuna fyr-

ÚTSALA gasgrill 4ra brennara

Skoðið útsöluna á www.grillbudin.is

FULLT VERÐ 189.900

129.900 Á R A

Nr. 12799

• Afl 18,7 KW

• 4 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • Gaumljós í tökkum • Hitamælir í loki • Postulínsemaleruð efri grind • Grillflötur: 70,5 x 49,5 • Grillið er afgreitt 95% samsett

Grillbúðin

Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400

Það var alltaf ljóst að reikningurinn fyrir þetta myndi lenda í vasa skattgreiðenda, segir Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður verktakanna.

ir hönd Reykjavík Development. Krafan er tvíþætt. Farið er fram á að greiddur verði útlagður kostnaður eigenda lóðar á Austurhafnarreitnum við Tollhúsið við að færa hafnargarðinn stein fyrir stein, merkja og setja í geymslu. Þá er gert ráð fyrir að bættar verði tafir á framkvæmdum vegna málsins. Kostnaðurinn er um 600 milljónir, samkvæmt erindi lögmannsins sem nú er á borði Minjastofnunar. Auk þess er farið fram á viðræður um kostnað við að koma steinunum fyrir aftur þannig að þeir geti

verið til sýnis fyrir almenning, eins og ráðgert var. Bjarki Þór Sveinsson, lögmaður hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur segir að, þar sé verið að tala um stórar upphæðir. Sá kostnaður geti hlaupið á milljörðum. Ann­a r hafn­a rgarður­i nn er frá því fyr­ir alda­mót­in 1900 og er því sjálf­krafa friðaður en hinn, sem er frá 1928, var skyndifriðaður í fyrra. Steinarnir eru nú í geymslu

úti í Örfirisey en gert var ráð fyrir því að þeir yrðu til sýnis í bíla­kjall­ ara bygg­ing­anna sem til stend­ur að reisa á svæðinu. Óljóst er hinsvegar hvað verður um málið ef kostnaðurinn getur hlaupið á milljörðum. „Það var alltaf ljóst að reikningurinn fyrir þetta myndi lenda í vasa skattgreiðenda,“ segir Bjarki Þór. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstjóri Minjastofnunar, vildi ekki tjá sig um málið á þessu stigi.

Framkvæmdaaðili beri kostnaðinn

Í lögum um menningarminjar frá 2012 kemur fram í 28. grein að framkvæmdaraðili greiði kostnað við þær rannsóknir á fornleifum sem Minjastofnun Íslands ákveður að séu nauðsynlegar vegna fyrirhugaðra framkvæmda. „Við allar umfangsmiklar framkvæmdir skal sá sem fyrir þeim stendur bera kostnað af nauðsynlegum rannsóknum og vettvangsskráningu fornleifa.“ Ljóst er að deilt verður um hvort þessi lagagrein nær yfir þetta tiltekna mál.

Fjórir eiga meira en milljarð á bankareikningi Peningar Tíu stærstu innlánseigendur í hverjum banka eiga um 1 prósent af innstæðum. Um 66 prósent af innlánum einstaklinga eru lægri en 16,5 milljónir. Aðeins fjórir einstaklingar eiga innstæður í bönkum sem eru meira en milljarður og 200 eiga meira en hundrað milljónir. Í lok júní 2016 voru heildarinnlán í innlánsstofnunum rúmlega 1.720 milljarðar króna þar af um 1.710 milljarðar króna í viðskiptabönkum. Um 40 prósent fjárins eru í eigu einstaklinga. Þetta kemur fram í greiningu Seðlabankans á mögulegu útflæði

200 eiga hundrað milljónir en 4 meira en milljarð.

við losun fjármagnshafta. Fram kemur að þjóðarbúið þoli töluvert fjármagnsútf læði enda sé gjaldeyrisforðinn stór, útlit fyrir áfram-

haldandi innstreymi gjaldeyris á komandi árum og lausafjárstaða viðskiptabankanna sterk. | þká


Sinfóníuhljómsveit Íslands býður á tvenna tónleika í Hörpu. Ókeypis er á tónleikana og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hægt verður að sækja aðgöngumiða í miðasölu Hörpu á tónleikadegi.

15:00

PÉTUR OG ÚLFURINN Bjarni Frímann Bjarnason hljómsveitarstjóri Jóhanna Vigdís Arnardóttir kynnir Sergei Prokofíev

Pétur og úlfurinn

17:00

RÚSSNESK VEISLA Bernharður Wilkinson hljómsveitarstjóri Páll Palomares einleikari Mikhaíl Glinka

Rúslan og Lúdmíla, forleikur Pjotr Tsjajkovskíj

Fiðlukonsert


4|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016

Óttast að fjölskyldunni verði stíað í sundur – bæði börnin fædd á Íslandi Flóttamenn „Við eigum enga möguleika í Gana,“ segir Fadila Zakaria, flóttamaður frá Gana, en hún og fjölskylda hennar bíða á milli vonar og ótta um lokasvar frá Útlendingastofnun. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Fadila og maður hennar, Saad Abdel Wahap frá Tógó, komu til Íslands með þriggja mánaða millibili árið 2014. Fadila eignaðist skömmu síð-

ar drenginn Hanif hér á landi. Þá eignuðust þau dótturina Jónínu fyrir fimm mánuðum, en stúlkan er nefnd í höfuðið á ljósmóðurinni sem tók á móti stúlkunni. „Ljósmóðirin reyndist okkur mjög vel,“ útskýrir Saad, spurður út í nafngiftina. Útlendingastofnun hefur þegar hafnað því að veita fjölskyldunni hæli hér á landi, þannig verður Saad sendur til Ítalíu á forsendum Dyflinnarreglugerðarinnar, verði úrskurðinum ekki snúið við næsta

Aðalsteinn hættir og RME undirbýr nýja heimasíðu Fjölmiðlar „Mér var bara boðin vinna og ákvað að breyta til,“ segir Aðalsteinn Kjartansson, en hann lætur af störfum sem blaðamaður hjá Reykjavík Media um mánaðamótin og tekur við sem einn af þremur umsjónarmönnum Morgunútvarpsins á Rás 2.

Aðalsteinn Kjartansson hefur störf á RÚV í lok mánaðarins.

Aðalsteinn, ásamt Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, vann úr og birti Panamaskjölin sem leiddu meðal annars til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra Íslands. Aðalsteinn segir að hann hafi unnið sem fréttamaður í sex ár og honum hafi fundist tímabært að breyta til. Jóhannes Kr. Kristjánsson, rit-

stjóri Reykjavík Media, segir að brotthvarf Aðalsteins ekki til merkis um breytingar á vef Reykjavík media, rme.is. „Við erum á fullu í undirbúningi, bæði á einhverjum fréttum úr Panamaskjölunum, og svo margt annað líka,“ segir Jóhannes. Hann segir einnig verið að undirbúa nýja heimasíðu, „hún er í þróun og ætti vonandi að vera tilbúin í haust.“ Jóhannes áréttar að Aðalsteinn hafi ákveðið að fylgja sínu hjarta og sjálfur styðji hann Aðalstein til allra góðra verka. |vg

Fjölmiðlar

Innflytjendur

Óli Kristján hættir á Fréttablaðinu Óli Kristján Ármannsson, einn reyndasti blaðamaður Fréttablaðsins og fyrrum viðskiptaritstjóri blaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá KOM almannatengslum. Hann hætti störfum á blaðinu um miðja vikuna. Óli hefur starfað hjá 365 í tólf ár en neitar því að þetta tengist þeirri ólgu sem er sögð vera innan fyrirtækisins en ákvörðun um nýja vinnu hafi verið tekin í júní. Það sé alltaf spennandi að takast á við ný verkefni.

Fleirum vísað burt Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra hefur verið falið að flytja fleiri einstaklinga úr landi það sem af er þessu ári, en allt árið í fyrra. Langstærsti hluti brottfluttra einstaklinga eru hælisleitendur en refsifangar, sem lokið hafa afplánun, hafa einnig verið fluttir úr landi. Af þeim 131 einstaklingum sem fluttir hafa verið úr landi á þessu ári, voru 113 hælisleitendur en 18 brotamenn. Í fyrra var 128 einstaklingum vísað úr landi. 103 hælisleitendum og 25 brotamönnum. | þt

þriðjudag. Líklegt er að Fadila og börnin, sem bæði hafa búið hér á landi alla sína ævi, verði send til Þýskalands, og þaðan til Gana. Í greinargerð Fadilu kemur fram að hún beri öll merki um að hafa lent í mansali. Hún þvertekur þó fyrir það sjálf, sem eru ekki óalgeng viðbrögð einstaklinga sem lenda í slíku ofbeldi. Engu að síður segir í greinargerðinni að hún hafi borið áverka líkt og hún hefði verið lamin með svipu. Reynslan liggur þungt á henni og

tekst hún á við andlega erfiðleika; nokkuð sem hún hefur fengið litla sem enga aðstoð við að vinna úr hér á landi. Í greinargerðinni er bent á að mansal er algengt í Gana, sérstaklega hvað varðar konur og börn. Yfirvöld í Gana eru ekki talin uppfylla lágmarkskröfur til þess að verjast mansali og úrræðin nánast engin fyrir fórnarlömb mansals þar í landi. Lokaákvörðun Útlendingastofnunar verður birt fjölskyldunni næsta þriðjudag. | vg

Saad, Hanif, Jónína og Fadila. Þau búa nú í Njarðvík.

Mér finnst sorglegt að vera kölluð frekja Stjórnmál „Það er sorglegt að sjá að konur sem eru að berjast fyrir sínum hugsjónum, séu kallaðar frekjur og öðrum ljótum nöfnum,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og aftekur með öllu að hún sé á leið úr ríkisstjórninni en margir sjálfstæðismenn hafa kallað eftir því í kjölfar þess að hún sat hjá þegar fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var afgreidd. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

„Í mínu ungdæmi var þetta kallað að vera stíflaður af frekju,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á bloggi sínu um hjásetu Eyglóar Harðardóttur þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var afgreidd. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook að þetta hljóti að þýða úrsögn hennar úr ríkisstjórn, í sama streng tekur Óli Björn Kárason, varaþingmaður flokksins. Þá hafa Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýnt ráðherrann harðlega. Eygló segir að það sé leitt að menn telji sig þurfa að grípa til slíkra orða og gagnrýna á þennan hátt. Ég er einfaldlega að standa við hugsjónir okkar framsóknarmanna og ég held að flokksmenn séu ánægðir með það. Hún neitar því ekki að hún og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi mjög ólíka sýn á hlutina. „Hann er að skila sinni sýn í þessari

Eygló Harðardóttir segir að þau Bjarni Benediktsson hafi ólíka sýn.

fjármálaáætlun. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa leitt til þess að það hefur skapast ákveðið svigrúm en það er ekki nóg ef menn vilja ekki nýta það í þágu barnanna okkar. Ég vil nýta það í þágu heimilanna, unga fólksins og eldri borgara. Ég er að tala fyrir fjöldann allan af konum sem eru með lágar lífeyristekjur og búa við fátækt á efri árum vegna þess að þær voru inni á heimilunum að sinna fjölskyldum sínum hluta úr starfsævinni, þá er ég að tala fyrir barnafjölskyldur en það hefur verið gengið hart að þeim frá því í efnahagshruninu.“ Hún segir einkennilegt að það sé kallað eftir afsögn hennar vegna málsins. „Þessi afstaða mín hefur legið fyrir í ríkisstjórninni og ég hef

gert grein fyrir henni í þingflokki framsóknarmanna. Ég á bara von á því að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum á grundvelli ríkjandi stjórnarsáttmála, eins og hún hefur gert fram að þessu. Ég er ekki á leið úr ríkisstjórninni. Það er kjósenda að ákveða framhaldið.“ En kosningar eru í nánd og ráðherrann er greinilega að marka sér sérstöðu. Það eru breytingar yfirvofandi í Framsóknarflokknum og miðstjórnarfundur tekur ákvörðun þann tíunda september um hvort boða eigi til flokksþings fyrir kosningar og kjósa nýja forystu. En gengur hún með formann í maganum? „Ég hef enga ákvörðun tekið um að bjóða mig fram til formanns Framsóknarflokksins,“ segir Eygló.

Sakamál

Talinn hættulegur

Þú færð fullt af fallegum blómum og flottri gjafavöru hjá okkur Opið Mánudaga-föstudaga Kl.10-18 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 12-16

Borgartúni 23. Sími 5611300 www.reykjavikurblom.is

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir 19 ára pilti sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur fimmtán ára stúlkum, í Grafarvogi og Njarðvík, á innan við viku í júlí. Stúlkurnar voru beittar grófu ofbeldi en hann er meðal annars sagður hafa reynt að kyrkja þær báðar. Hann mun sæta fjögurra vikna gæsluvarðhaldi, til 16. september á grundvelli almannahagsmuna en hann er talinn hættulegur. | þká

Slys

Bandarísk fjölskylda lenti í sjónum Bandarískum hjónum um þrítugt og tveggja ára gömlu barni þeirra var bjargað úr sjónum innst í Vattarfirði, vestarlega í Reykhólahreppi, á fimmtudag. Ekki er vitað hvað olli því að fólksbíllinn sem fólkið ók lenti úti í sjó en hjón af Suðurnesjum áttu leið fram hjá og björguðu fólkinu á

þurrt. Það var flutt með sjúkrabíl í Búðardal. Bjarni Blomsterberg, læknir þar, segir að meiðsl þeirra séu óveruleg og mikil mildi sé að ekki fór verr. Lögreglan á Patreksfirði vann að því að ná bifreiðinni á þurrt í gær. Allur farangur fólksins og skilríki voru í bílnum.


Hvort sem þú vilt öryggi, sparneytni og lipurð í borgarsnúningana eða þægindi, rými og útsýni í skoðunarferðina þá er Honda CR-V fyrir þig. Bættu við hagstæðu verði og 5-stjörnu öryggi og þú sérð heildarmynd hagkvæma borgarjeppans sem hefur rakað að sér verðlaunum í öllum heimsálfum. Heildarmyndin endurspeglast í háu endursöluverði og verðlaunum sem áreiðanlegasti bílaframleiðandi heims í tæp 10 ár í röð.

www.honda.is

Opið laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00

Vatnagörðum 24-26 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is

Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 • Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535


6|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016

Benedikt Einarsson er einn af hluthöfum Arctic Hydro sem áformar að reisa virkjun í Fnjóskadal. Þannig eru fjárfestarnir í Engeyjarættinni, skyldmenni Bjarni Benediktssonar fjármálaráðherra, líka komnir út í virkjanabransann á Íslandi.

Frændi fjármálaráðherra vill reisa virkjun í Fnjóskadal Viðskipti Fyrirtækið Arctic Hydro hyggst reisa Hólsvirkjun á Norðurlandi og er nú þegar búið að gera samning um sölu á orkunni. Hluthafar fyrirtækisins áttu einnig virkjunarkostinn í Svartá í Bárðardal en seldu hann til Þorsteins Más Baldvinssonar í Samherja, Heiðars Guðjónssonar og fleiri fjárfesta. Framkvæmdastjóri Arctic Hydro segir eigendurna ekki ætla að selja virkjunarkostinn Hólsvirkjun. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Benedikt Einarsson fjárfestir er einn af hluthöfum orkufyrirtækisins Arctic Hydro sem vill reisa virkjun nyrst í Fnjóskadal á Norðurlandi. Hann er auk þess stjórnarformaður í fyrirtækinu. Benedikt er sonur Einars Sveinssonar, föðurbróður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, og er

Viltu efla þig í eigin atvinnurekstri? Háskólinn á Bifröst hefur í tvo áratugi boðið upp á rekstrarnámið Máttur kvenna fyrir konur sem vilja öðlast þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja. Kennsla fer fram í fjarnámi þar sem þátttakendur geta sjálfir stjórnað því hvenær horft er á fyrirlestra og verkefni

unnin, allt eftir hentugsemi hvers fyrir sig. Á tímabilinu verður boðið upp á tvær vinnuhelgar á Bifröst með kennara og samnemendum þar sem lögð er áhersla á hagnýtingu náms og hópavinnu nemenda.

Námið byggir á fjórum kjarnanámskeiðum

Á vinnuhelgum verður ennfremur lögð áhersla á

• Upplýsingatækni

• Námstækni

• Fjármál og bókhald

• Nýsköpun og frumkvöðla

• Stofunun fyrirtækja og rekstrarform

• Skapandi stjórnun

• Markaðs- og sölumál

• Framsækni og tjáningu

Máttur kvenna er 13 vikna nám sem hefst með vinnuhelgi 3. september og lýkur með útskrift á Bifröst þann 29. nóvember 2016. Verð fyrir námið er 149.000 kr. og innifalið er kennsla í fjarnámi og tvær vinnuhelgar með gistingu og mat. Vinnuhelgar verða 3.-4. september og 1.-2. október 2016. Nánari upplýsingar á bifrost.is

- hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir

hann orðinn mjög umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi ásamt föður sínum. Til marks um þetta situr Benedikt meðal annars í stjórnum 27 fyrirtækja. Feðgarnir eiga meðal annars hlut í kísilmálmverksmiðju Thorsil, greiðslumiðlunarfyrirtækinu Miðlun, rútufyrirtækinu Kynnisferðum, bleikjueldisfyrirtækinu Matorku og bifreiðaskoðunarfyrirtækinu Tékklandi, svo fátt eitt sé nefnt. Aðkoma Einars Sveinssonar og fjárfestingafélags hans að kaupunum á hlutabréfunum í Borgun hefur verið tortryggð í opinberri umræðu þar sem söluaðilinn var Landsbankinn, ríkisbanki sem heyrir undir Bankasýslu ríkisins og fjármálaráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Bjarni hefur borið þær ávirðingar af sér og meint aðkoma hans að Borgunarmálinu hefur ekki verið sönnuð. Þá hafa skattaívilnannir frá ríkinu til Thorsils og Matorku einnig verið gagnrýndar talsvert á opinberum vettvangi og ýjað að því að óeðlilegt sé að fyrirtæki í eigu skyldmenna ráðamanna njóti fyrirgreiðslu frá ríkinu. Nú er skyldmenni Bjarna einnig komið út í virkjanabransann, geira þar sem umtalsverð viðskipti þurfa að eiga sér stað við opinbera aðila og sveitarfélög. Í síðasta mánuði veitti sveitarstjórnin í Þingeyjarsveit Arctic Hydro heimild til að vinna deiliskipulag fyrir svæðið á eigin kostnað. Í mánuðinum þar á undan var kynningarfundur í sveitinni með íbúum þar sem virkjunin var kynnt. Um er að ræða 5.2 MW vatnsaflsvirkjun í Hólsá og Gönguskarðsá. Eignarhald á virkjunum, litlum eða stórum, getur eðli málsins samkvæmt verið mjög hagkvæmt og eru víða á landinu minni virkjanir sem framleiða rafmagn sem svo selt er inn á rafmagnskerfið í landinu. Eigandi virkjunar getur því hagnast vel á því og auðvitað þeim mun meira eftir því sem hún er stærri. Skírnir Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Arctic Hydro, segir að hann bindi vonir við að hægt verði að hefja framkvæmdir við virkjunina næsta sumar. „Það er ekkert sem bendir til þess að við fáum ekki leyfi til framkvæmdanna og við erum búnir að gera samning um sölu á orkunni.“ Skírnir og faðir hans, Sigurbjörn Skírnisson, stækkuðu Skarðsvirkjun í Dalsmynni upp í 85kw og má rekja upphaf Arctic Hydro til þeirra framkvæmda. Þeir

Eigendur Arctic Hydro seldu annan virkjunarkost í Þingeyjarsýslu, Svartárvirkjun, til Þorsteins Más Baldvinssonar og fleiri fjárfesta árið 2014. Framkvæmdastjórinn segir að Hólsvirkjun verði ekki seld.

hafa því reynslu af virkjunarframkvæmdum. Skírnir segir að Benedikt Einarsson hafi komið inn í virkjunarverkefnið sem fjárfestir vegna hás þróunarkostnaður. „Hann á í Arctic Hydro. Þetta eru milljarðaverkefni, menn þurfa mikið eigið fé, þannig að hann er með okkur í þessu.“ Eigendur Arctic Hydro áttu líka fyrirtækið SBS Orku sem fyrirhugað er að reisi Svartárvirkjun í Bárðardal í Þingeyjarsýslu en talsverðar deilur hafa verið um þá virkjun vegna umhverfisverndarsjónarmiða. Eigendur þess fyrirtækis í dag eru fjárfestingafélagið Traðarsteinn ehf., sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar og fyrrverandi eiginkonu hans, Helgu Guðmundsdóttur, fjárfestirinn Heiðar Guðjónssonar og félag í eigu fjárfestanna Péturs Bjarnasonar og Auðuns Svafars Guðmundssonar. Skírnir segir að ástæðan fyrir því af hverju eigendur Arctic Hydro seldu virkjunarkostinn í Svartá til annarra fjárfesta sé að kostnaðurinn við rannsóknirnar á kostinum hafi verið það miklar. „Það er endalaus óvissa með svona verkefni. Þetta var í rauninni spurning um það hvort við myndum taka þennan kostnað á okkur sjálfir eða ekki. Við vorum bara á kafi í rannsóknarvinnu fyrir virkjunina þegar við seldum þetta. Það var bara kominn kostnaður. Óvissan er mikil þar til tekjur byrja að koma inn. Vegna stöðu á fjármálamörkuðum þá urðu menn að fara þessa leið. Eftir á að hyggja hefði verið betra fyrir okkur að byrja bara með einn virkjunarkost.“ Aðspurður um hvort Arctic Hydro ætli sér líka að selja virkjunarkostinn Hólsvirkjun, eins og Svartárvirkjun, segir hann að svo sé ekki. „Alls ekki. Þetta fyrirtæki ætlar sér að verða öflugt félag í endurnýjanlegri orkuvinnslu á Íslandi og Hólsvirkjun er einn liður í því.“ Fyrirtækið hefur sömuleiðis verið að skoða virkjunarkosti annars staðar á landinu en Skírnir segir að nú einbeiti það sér að Hólsvirkjun.


30%

ALLAR

&

SKÓLA TÖLVU TÖSKUR! TÖSKUR! VILDARAFSLÁTTUR

Blýantur

Pennaveski

78 krónur

1.939 krónur

Minions

Pluto gulur

Pennaveski Mia and Me

999 krónur

Pennaveski Cut the rope

Yddari

með tunnu

199 krónur

Pennaveski

999 krónur

Star Wars

1.939 krónur

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Húsavík - Garðarsbraut 9

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Tilboð gildir 20. ágúst, til og með 22. ágúst. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


8|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016

Á leikskólanum Stjórnarbóli koma upp leiðindi, nánast á hverjum degi…

E

UPPELDISSKILYRÐI FJÖLMIÐLA

ins og lóan er vorboði, er það boðberi kosninga að ráðamenn viðri áhyggjur sínar af því að innan veggja fjölmiðla þrífist óværa, sem stundum er kölluð skoðun. Formaður Sjálfstæðisf lokksins reið á vaðið og ritaði reiðilega ádrepu á vegginn sinn um að innan fjölmiðlanna þrifist ekki bara skoðun heldur skoðanir. Allt samfélagið logar nú í deilum um skoðanir fjölmiðla og fátt annað kemst að. Á meðan laumar félagsmálaráðherra sér úr röðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að atkvæðagreiðslu um „skínandi bjarta,“ fimm ára áætlun Bjarna Benediktssonar, af því ráðherrann er svo illa haldinn af annarri skoðun en þar kemur fram. Það er ekkert hægt að segja um það. Líklega springur stjórnin eða hangir á horriminni fram á kjördag. Það er ekki gott að í ríkisstjórnum sé hver með sitt gjallarhorn að básúna skoðanir, svo vitnað sé í orð formannsins, en hann átti reyndar við fjölmiðla. Skoðanir eru smitsjúkdómur sem herjar á lýðræðissamfélög. Fjölmiðlar eru eitt af þeim tækjum sem við höfum til að mynda okkur skoðanir og átta okkur í þjóð-

félagsumræðunni. Það er mikilvægt að þar séu uppi margar skoðanir og margar raddir, að þar fari fram virk umræða og greining á samfélaginu. Til þess þarf að verja peningum í fréttir og fréttaskýringar en ekki bara dægurmálaþætti sem laða að kostun og auglýsingar. Fréttir eiga að vera hlutlægar og halda sig við staðreyndir og þær ályktanir sem draga má af þeim. Þær eiga hinsvegar ekki að vera hlutlausar og leyfa allskyns bulli að vaða uppi þótt staðreyndirnar liggi fyrir. Slíkt hlutleysi hefur kallað yfir samfélagið endalausa málfundi stjórnmálamanna þar sem sannleikurinn er víðsfjarri. „Hún gerist æ sterkari tilfinningin að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum,“ segir Bjarni Benediktsson í ádrepu sinni. Vegna þessara orða Bjarna, sem því miður stappa nærri sannleikanum, allavega hvað varðar manneklu og fjárskort, hefur fjölmiðlafólk réttilega bent á þá staðreynd að fjölmiðlar hér búa við allt annað rekstrarumhverfi en annars staðar á Norðurlöndum þar sem litið er á öfluga fjölmiðla sem hornsteina lýðræðis.

Hér njóta einkareknir fjölmiðlar ekki ríkisstyrkja, Ríkisútvarpið veður uppi á auglýsingamarkaði og drepur af sér samkeppni og virðisaukaskattur á dagblöð var hækkaður úr 7 prósent í 11 prósent. Jafn sjálfsagt og það þykir að ívilna öðrum atvinnugreinum hefur það hingað til verið eitur í beinum margra stjórnmálamanna, að það þurfi að bæta rekstrarumhverfi fjölmiðla og það kosti jafnvel peninga. Fimm ára áætlun Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar er orðin tóm. Hún er kveðjubréf flokka sem eru að fara úr stjórnarráðinu og verða líklega ekki kosnir aftur til að stjórna, allavega ekki saman. Enda hafa stjórnarliðar meira og minna verið fjarverandi meðan hún var til umræðu og tveir þeirra gátu ekki hugsað sér að ýta á takkann þegar hún var borin undir atkvæði. Kannski ættu menn að nota þennan tímabundna áhuga á fjölmiðlum til að koma sér saman um fimm ára áætlun um rekstrarumhverfi fjölmiðla og gera þeim kleift að rétta úr kútnum. Það er þó ólíklegt að það verði. Stjórnmálamenn úr öllum flokkum eiga það sameiginlegt að kunna afar illa við skoðanir fjölmiðla en bara ef þær fara ekki saman við þeirra eigin skoðanir. Kannski er ekki verið að kalla eftir mörgum ólíkum röddum og hlutlægum vinnubrögðum? Kannski var Bjarni Ben bara að kalla eftir þessari „einu réttu ópólitísku skoðun“ sem leggur þögula blessun sína yfir Sjálfstæðisflokkinn og opinberan vilja hans. Í núverandi umhverfi fjölmiðla hafa uppeldisskilyrði hennar oft og tíðum verið góð, þar sem stjórnmál og fjármagn haldast oftar en ekki í hendur.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


Renault CAPTUR

GULLFALLEGUR

*Miðað við uppgefnar tölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri

E N N E M M / S Í A / N M 7 6 8 0 8 R e n a u l t C a p t u r 5 x 3 8 a l m e n n á g ú s t

„ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT“

Verð: 2.940.000 kr.

Verð: 3.590.000 kr.

CAPTUR Expression Bensín, beinskiptur

CAPTUR Dynamic Dísil, sjálfskiptur

Eyðsla 5,1 l/100 km*

Eyðsla 3,8 l/100 km*

Innifalið í verði Dynamic: 17" álfelgur, lykillaust aðgengi, tvílitur, skyggðar rúður, leiðsögubúnaður með Íslandskorti, tölvustýrð loftkæling, LED dagljós, bakkskynjarar, handfrjáls símabúnaður (Bluetooth), start/stopp ræsibúnaður, regnskynjarar á rúðuþurrkum.

Bílalán 45.098 kr. á mán. m.v. 10% innborgun.**

Bílalán 55.041 kr. á mán. m.v. 10% innborgun.**

**Mánaðarlegar afborganir af bílaláni í 84 mánuði samkvæmt fjármögununar reiknivél Lykill.is. Verð og afborganir geta breyst án fyrirvara. Gengið frá fjármögnun á staðnum. Árleg hlutsfallstala kostnaðar 11,39%.

GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


10 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016

Hamingjan er pólitík Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur í áratugi aðstoðað fólk við að finna sinn farveg. Hún hefur sterkar skoðanir á því hvernig best sé að finna hamingjuna.

Við þurfum að vera ólík til að lifa af. Það samfélag sem við höfum þróað má kannski líkja við tígrisdýr í dýragarði. Það fær allt, maka, afkvæmi og mat, en samt er það kannski þunglynt því það lifir ekki í takt við eigið eðli. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum ekki alltaf að steypa fólk í sama mótið því þá er hætta á að einstakir hæfileikar þess fái ekki að njóta sín. Það skapar óhamingju.“

Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Elín Ebba Ásmundsdóttir iðjuþjálfi hefur í áratugi unnið við að aðstoða fólk við að finna sinn farveg. Hún veitti iðjuþjálfunardeildum geðsviðs Landspítala háskólasjúkrahúss forstöðu í tæpa þrjá áratugi þar sem hún var aðallega þekkt sem hressi iðjuþjálfinn sem geðlæknarnir nutu góðs af þegar hefðbundnar aðferðir dugðu skammt. Auk þess að kenna við Háskólann á Akureyri hefur hún undanfarin ár beint allri sinni orku í að breyta viðhorfum almennings til einstaklinga með geðraskanir og barist fyrir fjölþættari valkostum í meðferðarnálgunum. Í dag starfar hún sem framkvæmdastjóri Hlutverkaseturs þar sem allir þeir sem vilja auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virkum eða þiggja aðstoð við atvinnutengda endurhæfingu eru velkomnir.

Myndir | Hari

Hamingja er frumstæð Ebba fór að velta fyrir sér jákvæðri sálfræði fyrir tveimur áratugum þegar hún vann á Landspítalanum, löngu áður en fræðin urðu til sem slík. „Fyrir síðustu aldamót fékk Héðinn Unnsteinsson þá útópísku hugmynd að fara að rækta geð fólks,“ segir Ebba en á þeim tíma var mest allri orku beint að því að hjálpa þeim sem voru þegar veikir. „Ég hreyfst með og fór á fullt í að lesa mér til um hvað einkenndi fólk sem var ár-

Steypumót fyrir krana

Mjög lítið notuð PREFORM kranamót til sölu ásamt I bitum, steypusílói, stoðum fyrir undirslátt ofl. Mótin skiptast í aðalatriðum þannig: 20 stk. flekar 300x240, 14 stk. flekar 300x48, 2 stk. flekar 300x30, út- og innhorn, 150 stoðir fyrir undirslátt, vinnupallafestingar, ofl. ofl. Upplýsingar í síma 8961012 og 8981014.

TIL LEIGU 292 ferm. atvinnuhúsnæði að Suðurgötu 10, 107 R. Bakhús. Upplýsingar veitir Ólafur í S: 551-1665 á skrifstofutíma

angursríkt eða hamingjusamt og rakst þá á rannsókn sem byggðist á viðtölum við fólk sem hafði náð langt í lífinu, var fullnægt og sátt í eigin skinni. Þar voru talin upp tíu atriði sem áttu það sameiginlegt að stuðla að vellíðan og hamingju og þessir tíu punktar eru grunnurinn að geðorðunum tíu. Þegar ég las niðurstöðurnar sá ég að þetta var nákvæmlega það sem við gerðum í iðjuþjálfuninni á geðdeild Landspítalans á hverjum degi.“ „Til að hafa áhrif á jákvæða hugsun og vellíðan er hreyfing í fararbroddi. Hér áður urðum við að hreyfa okkur til að afla matar, annars dóum við. Í dag getum við setið heima og pantað pítsu. Við þurfum enn á hreyfingu að halda, hún er okkur lífsnauðsynleg. Félagsskapur er okkur jafn mikilvægur. Ef fólk hélt sér ekki í hópnum þá hreinlega dó það og ef það var veikt eða gamalt og helltist úr lestinni þá varð það villidýrum að bráð. Við erum enn með þetta forrit frummannsins í okkur. Það sama má segja um A og B manneskjur. Það varð einhver að vera vakandi á nóttunni til að passa okkur hin meðan við sváfum. Það sama má líka segja um hvatvísa fólkið, við þurfum einstaklinga sem þora að vaða árnar eða hoppa yfir gjárnar án þess að hugsa um afleiðingarnar. Við þurfum að vera ólík til að lifa af. Það samfélag sem við höfum þróað má kannski líkja við tígrisdýr í dýragarði. Það fær allt, maka, afkvæmi og mat, en samt er það kannski þunglynt því það lifir ekki í takt við eigið eðli. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum ekki alltaf að steypa fólk í sama mótið því þá er hætta á að einstakir hæfileikar þess fái ekki að njóta sín. Það skapar óhamingju.“

að hamingju allra landsmanna þurfi gagngera endurskoðun á öllum helstu stoðum samfélagsins. „Nú vitum við hvað góð sjálfsmynd og sjálfstraust skiptir miklu máli fyrir vellíðan og hamingju. Ef þú hefur ekki trú á eigin áhrifamátt og getu, hefur ekki stjórn á þínum eigin tilfinningum, fjárhag og samskiptum og ert háður öðrum, þá hefur það áhrif á hamingjuna. Hamingjan er beintengd sjálfstrausti. Að finna sína eigin styrkleika og fá að nýta þá sjálfum sér og öðrum til góðs skiptir öllu máli og allir hafa styrkleika, allir hafa eitthvað að gefa, líka þeir sem eru mikið fatlaðir,“ segir Ebba en þetta er einmitt kjarninn í öllu hennar starfi. Að leiðbeina fólki í átt að styrkleikum sínum. „Hamingja er huglægt og aðstæðubundið ástand. Fyrir barn er hamingja allt annað en fyrir ungling eða fullorðinn. Ef þú ert bestur á meðal jafningja þá finnst þér þú vera sigurvegari en sami einstaklingur getur farið í annan hóp og upplifað sig sem tapara. En því miður er mannskepnan iðin við að eyðileggja fólk og traust þeirra. Við fæðumst öll þannig að okkur finnst við vera æðisleg en umhverfið hefur úrslitavald hvort sú tilfinning helst eða ekki. Það er stöðugt verið að grafa undan sjálfstrausti okkar. Meira að segja þegar við byrjum í skóla þá er strax farið að segja okkur hvort við pössum inn í námsskrárnar í stað þess að láta námsskrána byggja á hæfileikum hvers og eins, til að gera okkur að sem bestum samfélagsþegnum. Við erum alltaf að reyna að búa til reglur og kassa sem virka ekki nógu vel. Skólakerfið er kassi og vinnumarkaðurinn er kassi sem fleiri og fleiri eiga í erfiðleikum með að passa í. Samfélagið er alltaf að reyna að búa til einhverja meðalmanneskju sem er ekki til, einhverskonar meðaljón og svo verða sum okkar sjúk ef við pössum ekki inn í

jan Haming

Hamingja er sjálfstraust Eftir áralanga vinnu í geðrækt hefur Ebba sannfærst um að til að vinna

„Tíminn þegar maður er ungur fer allur í að vinna og koma sér upp húsnæði en svo þegar maður er orðin gamall og hefur nægan tíma þá vill enginn tala við mann!“ þetta meðaltal. Nú eru að koma kosningar og ef ég mætti gefa framtíðarstjórnmálamanni ráð þá ætti hann að hugsa hvernig sé best að efla sjálfstraust sinna samfélagsþegna, í stað þess að ala á ótta.“ Hamingja er pólitík Það er svo sorglegt að við skulum vera búin að búa til samfélag þar sem fólk þarf að vinna og vinna en á samt varla ofan í sig eða á og kemur svo þreytt heim á kvöldin að það getur ekki sinnt sjálfu sér né börnunum sínum. Í okkar samfélagi verða að vera tvær fyrirvinnur. Tíminn þegar maður er ungur fer allur í að vinna og koma sér upp húsnæði en svo þegar maður er orðin gamall og hefur nægan tíma þá vill enginn tala við mann! Þetta hefur auðvitað allt áhrif á hamingjuna því hamingja er pólitísk.“ „Ég verð bara að segja að hugmyndin um borgaralaun kitlar mig alltaf meira og meira. Þetta var reynt í einu fylki í Kanada og útgjöld heilbrigðisþjónustunnar lækkuðu um 8%, en svo kom ný stjórn og tilrauninni var hætt. Ef það væru borgaralaun þá færi enginn í örorkumat, þú þyrftir ekki að sækja um námslán eða atvinnuleysisstyrk. Við myndum sleppa við það að hafa lækna í vinnu við að meta hver fær sitt út úr kerfinu, og þeir fengju meiri tíma í að lækna. Sumir halda að fólk muni hætta að vinna fái það útborgað úr kerfinu, en það vilja allir vinna og hafa hlutverk, það er hluti af hamingjunni. Að hafa tilgang.“


markhönnun ehf

SKIPULAGÐUR SNÆÐINGUR Í SKEMMTILEGU BOXI FRÁ 598 KR

Nestisbox To-Go

698 KR

1.298 KR Tvískipt box og 330 ml brúsi

Twist ‘n Sip - 330 ml

698 KR

Gripper - 800 ml

998 KR

1.298 KR Þrískipt box - 1,5 L

Twist ‘n Sip - 460 ml

798 KR

798 KR

Tvískipt Snarlbox - lítið

998 KR Margskipt box með skál

1.198 KR

Tvískipt Snarlbox - stórt

www.netto.is Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


12 |

A

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016

ÚTSALA

LA A S T Ú

LA ÚTSA

20LA ÚTSA

LA ÚTSA

LA ÚTSA

Hamingja er félagsauður „Í kerfinu sem við höfum hannað er gefin umbun fyrir allt annað en samfélagsþátttöku og samkennd, en það er akkúrat það sem hefur hvað beinast áhrif á hamingjuna.“ Ebbu er heitt í hamsi enda hefur hún velt þessum málum fyrir sér í áratugi. Hún hefur fengið tækifæri til að vinna með stjórnmálafólki en hefur samt aldrei dottið í hug að fara sjálf út í pólitík. „Ég er allt of viðkvæm til þess. Ef ég er undir miklu álagi og finn fyrir neikvæðum straumum þá bara græt ég og græt og græt endalaust. Svo ef ég væri pólitíkus þá myndi ég eflaust standa mig vel á daginn en ég væri grátandi öll kvöld. En svo er ég líka bara komin með nóg af því að rífa kjaft við kerfið. Nú er ég orðin sextug og þegar maður er kominn á þennan aldur þá hættir maður að gera það sem aðrir ætlast til af manni og gerir bara það sem manni finnst skipta máli og gefur skít í þann sem fílar það ekki. Maður er ekki lengur hræddur. Ég á mitt líf, ég á húsið mitt, á samleið með kallinum mínum og börnin eru komin úr hreiðrinu.“ „Að skapa hamingju er eins og að búa til brauð, það er ekki nóg að hafa bara hveiti. Umhverfið er hráefnið fyrir hamingju. Félagsauður er eitt af því sem skiptir máli þegar kemur að hamingju. Það er til dæmis mikilvægt að þekkja nágranna sína og tilheyra hóp. Þess vegna er vaxandi tölvunotkun barna á kostnað tengsla mikið áhyggjuefni. Fararmáti skiptir líka máli, ef þú hjólar t.d eða gengur, eða tekur strætó er líklegra að þú stoppir til að tala við fólk. Að eiga gæludýr hefur líka mikið að segja. Það er líka mikilvægt að ná áföngum, klára verkefni eða ljúka prófi eða ná fjallstoppi.“

LA Ú ÚTSA

jan Haming

LA TSALA ÚTSA Ú LA LA LA ÚTSLAA ÚTSLAA ÚTSA LA A A A S S S T T T A A A A SAL ÚTSALÚ ÚTSAL ÚTSALÚ T Ú Fatnaður 20 til 70% afsl. Tjöld 30% afsl. SALA T A A Ú L L LA 20 til LA afsl. A A A A S S S S Skór 20 til 70% afsl. Hitabrúsar 50% T T T T Ú Ú Ú Ú Buxnaslá tilboð Svefnpokar 30% afsl. A A A A 3995 L L L L LA A A A A S S S S T Aafsl. ÚT T fleiraÚ ogÚ margt ...TSA ÚT BakpokarÚ30% LA TSALA TSALA TSALA TSALA Ú ÚTSA Ú LA Ú Ú Ú u A S k s T n e l s Í Ú Ekki missa LA af þessu SALA ÚTSA LA SALA T T Ú Ú Takmarkað magn! LA TSALA TSALA ÚTSA Ú Ú

A

ALPARNIR

Faxafeni 8 • 108 Reykjavík • sími 534 2727 • e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is

ÚTSA

S K Ó L A DA GA R MEÐ HVERRI SELDRI DÚNÚLPU FYLGIR 3 . 0 0 0 K R . Á V Í S U N Á BA R N A F Ö T

ÍSLENSK HÖNNUN

Hamingja er fullnæging „Ég hef oft líkt hamingjunni við fullnægingu,“ segir Ebba aðspurð um það hver hennar hamingjan sé. „Þetta er stutt tilfinning sem kemur í bylgjum og sumir örvast auðveldar en aðrir. Svangur maður getur orðið hamingjusamur

Atvinnumál

„Nú eru að koma kosningar og ef ég mætti gefa framtíðarstjórnmálamanni ráð þá ætti hann að hugsa hvernig sé best að efla sjálfstraust sinna samfélagsþegna, í stað þess að ala á ótta.“

„Ef ég væri pólitíkus þá myndi ég eflaust standa mig vel á daginn en ég væri grátandi öll kvöld.“

Þú og hamingjan Samfélagið Svið stjórnmálanna

Vinátta og félagstengsl

Lífshættir einstaklingsins Myndaðu tengsl við fjölskyldu, vini, samstarfsfólk og nágranna.

100% Dúnúlpa 15.980 kr 1 - 10 ára LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS

og jafnrétti

Húsnæði, vatn og hreinlæti

Aðgengi að matvælum Aðgengi að menntun

fái hann mat en það gefur þeim sem er saddur ekkert að fá mat. Fái flóttamaður hæli finnur hann til gleði og samkenndar en sú tilfinning getur fljótlega snúist upp í andhverfu sína fái hann hvorki vinnu né húsnæði. Hamingja getur aldrei verið stöðugt ástand.“ „Sjálf fór ég aldrei í hamingjuleit, hún bara kom á leiðinni,“ segir Ebba og brosir. „Ef það er eitthvað sem ég hef lært þá er það að þeir sem leita að hamingjunni, finna hana aldrei. Því hún er hér,“ segir Ebba og bendir á hjartað. „Svörin eru öll innra með okkur en ef manneskjan hefur ekki sjálfstraust eða er hrædd þá nær hún ekki að finna lyklana að hamingjunni. Stundum þurfum við aðstoð til að finna þessa lykla og það er allt í lagi. Tíminn kemur svo sterkt inn. Í þjóðfélagi þar sem enginn hefur tíma til að sinna hvort öðru er meiri hætta á að við tínum hamingjJöfnuður unni.“

Hreyfðu þig og vertu úti. Veldu hreyfingu sem hentar þér.

Taktu eftir og njóttu augnabliksins.

Haltu áfram að læra og prófaðu eitthvað nýtt. Sjálfstraustið eflist.

Gefðu af þér og sýndu þakklæti. Brostu!

Samgöngu- og skipulagsmál


4 DAGA

TAXFREE Allar vörur á taxfree tilboði*

FIMMTUDAGUR TIL SUNNUDAGS

EKKI MISSA AF ÞESSU

* Taxfree tilboðið gildir öllum vörum nema vörum frá IITTALA og SKOVBY og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar.

Reykjavík Bíldshöfði 20

10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga

Akureyri Dalsbraut 1

10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga

Ísafjörður Skeiði 1

www.husgagnahollin.is 558 1100


14 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016

Að vera alltaf kátur er ekki hamingjan Helga Arnardóttir heldur reglulega námskeið í jákvæðri sálfræði þar sem hún leiðbeinir fólki í átt að hamingju og andlegri vellíðan. Hún þurfti sjálf að glíma við mikinn kvíða áður en hún fann hvað veitir henni hamingju.

„Að draga úr vanlíðan, eykur ekki endilega vellíðan. Við þurfum líka að kanna hvaða þættir ýta ­undir aukna vellíðan og efla andlega heilsu,“ segir Helga Arnardóttir, master í félags og heilsusálfræði, en hún hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði. Helga fékk brennandi áhuga á sálfræði ung að aldri en það var ekki fyrr en í framhaldsnámi í Hollandi sem hún kynntist jákvæðri sálfræði. „Mér fannst svo merkilegt að beina allt í einu sjónum að því sem gengur vel hjá einstaklingum og því góða í lífinu í stað þess að horfa á sjúkdóma og það sem miður fer,“ segir Helga sem þekkir það þó á eigin skinni að eiga erfitt með að fókusa á það góða í lífinu. Dró úr kvíða með hreyfingu „Kvíði hefur fylgt mér frá því að ég var barn og varð virkilega slæmur þegar ég varð unglingur. Þá fór ég að finna fyrir mjög miklum kvíða sem fór út í það miklar öfgar að ég gat ekki tekið upp tólið til að ­hringja símtöl. Ég átti það til að fresta því í margar vikur að hringja í opinberar stofnanir eða banka út af einhverju láni því ég gat ekki talað við ókunnuga manneskju. Mér leið auðvitað ömurlega með þetta því mig langaði ekki til að vera svona, ­segir Helga en fyrsta skref hennar frá kvíðanum var að byrja að stunda h ­ reyfingu. Þegar ég varð tvítug fór ég mikið að velta fyrir mér líkamlegri heilsu. Allir ganga í gegnum tímabil og árin mín milli tvítugs og þrítugs fóru mikið í að hugsa um mataræði og að koma mér í líkamlegt form. Hreyfingin hjálpaði mér því líkamleg hreyfing er rosalega gagnleg til að draga bæði úr kvíða og þunglyndi. Rannsóknir sýna að ekki nema hálftíma göngutúr á dag getur dregið jafn mikið úr einkennum þunglyndis og þunglyndislyf. Ég prófaði mig líka áfram með mataræðið og fór út í það sem sumir myndu ­örugglega kalla öfgar,“ segir Helga og hlær. „Ég prófaði hitt og þetta, að vera grænmetisæta, vegan og paleo og það gagnaðist mér í minni sjálfsvinnu því mér leið betur, þrátt fyrir að rannsóknir hafi enn ekki sýnt fram á að neitt eitt ákveðið mataræði sé betra en annað fyrir andlega heilsu.

Helga Arnardóttir, master í félags- og heilsusálfræði, hefur sérhæft sig í jákvæðri sálfræði sem er fræðigrein sem fæst við rannsóknir á hamingju og þeim þáttum sem stuðla að aukinni hamingju og andlegri heilsu. Hún er reglulega með námskeið þar sem farið er yfir leiðir til að auka andlega vellíðan. Mynd | Hari

Hamingja er heilsueflandi Það var þessi sýn Helgu á að einblína frekar á andlegt heilbrigði en andlega sjúkdóma sem varð til þess að hún ákvað að fara í framhaldsnám í Hollandi, í félags- og heilsusálfræði. „Þar er fókusað á heilsutengda hegðun og sjónum er beint að því að byggja upp andlega heilsu í stað þess að laga hana þegar einstaklingurinn er orðinn veikur. Tilgangurinn er að auka andlega vellíðan, eða hamingju, því það er heilsueflandi. Þegar þú ert að byggja upp hamingju upplifir þú mun meiri orku og gleði og þá er mun ólíklegra að þú farir að finna fyrir depurð, tilgangsleysi og svartsýni.“ „Í náminu sá ég að ýmislegt sem ég hafði verið að gera sjálf í lífinu var mjög gagnlegt fyrir mína andlegu vellíðan, án þess að hafa verið meðvituð um það á þeim tíma. Eitt dæmi eru félagsleg tengsl en frá því að ég var unglingur hef ég ­verið dugleg við að rækta tengslin við vinkonur mínar og eftir á að hyggja sé ég að minn góði vinkvennahópur fleytti mér í gegnum erfiðu tímana. Þær voru alltaf til staðar fyrir mig.“

jan g n i m a H

Lærði margt á Kleppi Eftir að hafa útskrifast með BA-­gráðu í sálfræði fékk Helga vinnu á Kleppi þar sem sýn hennar á geðheilbrigðismál gjörbreyttist. „Í sálfræðinni beinist athyglin að miklu leyti að andlegum sjúkdómum, einkennum þeirra og aðferðum til þess að draga úr þeim. Kleppur er auðvitað spítali þar sem fólk kemur inn með ákveðna greiningu og vinnan felst að miklu leyti í því að draga úr sjúkdómseinkennum. Oft fannst mér við einblína of mikið á sjúkdómsgreiningarnar og einkenni þeirra og ég fór að efast um gagnsemi þess fyrir skjólstæðingana að svo mikilli athygli væri beint að því sem amaði að hjá þeim. Ég hefði viljað sjá meiri vinnu með styrkleika þeirra og með það góða í lífi þeirra – það sem gekk vel hjá þeim. Það var þó ýmislegt jákvætt í gangi á Kleppi á þessum tíma svo sem skipulagðar fjallgöngur, sundferðir, vinna með sjúkraþjálfara og margt fleira.“

Vinna minna og njóta meira Helga trúir því að samfélagið sé að vakna til meðvitundar þegar kemur að því að hlúa að þeim þáttum sem veiti okkur hamingju. Allir eigi það þó til að gleyma sér í lífsgæða­ kapphlaupinu. „Mér finnst fólk ­a lmennt vera meira sammála um að við óskum börnum okkar ­einskis heitar en að þau verði hamingjusöm og ánægð í lífinu, hvað sem þau velja að taka sér fyrir hendur. Samt sem áður eigum við það til að fara allt aðra leið sjálf, eltum stöður, prófgráður og flottari vinnu eða flottari líkama. En ef við einbeitum okkur að því að vera þakklát fyrir það sem við höfum í stað þess að einblína að það sem okkur langar í, erum við mun líklegri til að verða

„Oft fannst mér við einblína of mikið á sjúkdómsgreiningarnar og einkenni þeirra og ég fór að efast um gagnsemi þess fyrir skjólstæðingana“ hamingjusamari og sáttari við líf okkar.“ En hvað er hamingja? „Ég hef spurt svo marga að þessu og fæ alltaf mismunandi svör. Ég hef lært að mín hamingja felst í því að lifa góðu lífi, þ.e. að gera það sem gefur mér gleði, sem getur verið jafn einfalt og að fara út og skemmta mér á línuskautum í hádeginu eða leyft mér að hvíla mig lengur þegar þarf á því að halda. Að hlúa að sjálfri mér og mínum hugðar­efnum líkt og ég hlúi að börnunum mínum. Að rækta félags­ leg tengsl og vináttu. Að sinna sjálfri mér og þeim þáttum sem gefa mér andlega næringu. Hamingjuríkt líf felst alls ekki í því að vera alltaf kátur og glaður þó það sé hluti af hamingju. Hamingja felst líka í því að vera sáttur við líf sitt, upplifa tilgang og finnast maður vera tengdur fólkinu í kringum sig.“ Tími til að vera hamingjusöm? „Það getur verið erfitt á Íslandi. Við vinnum mjög mikið og það er mjög sjaldgæft að fólk geti unnið minna en 100% vinnu þó það vilji það. Það er erfitt að vera átta tíma á dag í vinnunni og ætla líka að hlúa að sjálfum sér og fjölskyldunni. Það sem ég myndi vilja sjá breytast á Íslandi er þessi vinnumórall sem segir að við verðum að vinna eins mikið og við getum. Þurfum við endilega að vera með eins miklar tekjur og við mögulega getum? Er það þess virði? Það er mikill lúxus og mjög heilsueflandi að geta farið frá vinnu til að hreyfa sig eða vera með sínum nánustu en það eru því miður allt of fáir sem geta það.“ | hh


ALVÖRU MATUR

Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM Þú getur valið úr fimm spennandi tegundum og bragðað á heiminum með góðri samvisku. Heimshorn Holta eru fulleldaðar kjúklingabringur með alvöru kryddi og án óþarfa aukaefna.

FAJITAS

KJÚKLINGABRINGUR

BARBECUE KJÚKLINGABRINGUR

ARGENTÍNU

KJÚKLINGABRINGUR


16 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016

Hamingja sívaxandi svið í stjórnmálum Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embætti landlæknis, veltir mikið fyrir sér hvað það er sem hefur áhrif á heilbrigði landsmanna. Meðal þess eru vellíðan og hamingja. Dóra Guðrún segir áhuga stjórnmálamanna á vellíðan vera að aukast hratt og örugglega. Það að hafa tryggar mælingar í þessum efnum geti styrkt stefnumótun á ýmsum sviðum. „Komið hefur í ljós að mælingar á líkamlegri heilsu eru ekki nóg, vellíðan þarf líka að mæla“ segir Dóra Guðrún. „Í stuttu máli snýst þetta um að komast að því hvað gerir lífið þess virði að lifa því og skoða hvað það er sem að reynist fólki vel við það verkefni.“ Þjóð í úrvalsdeild hamingjunnar Íslendingar hafa lengi verið í fremstu röð varðandi hamingjumælingar. Það er við hæfi því að alþjóðlegar mælingar sýna fram á að við erum meðal sælustu þjóða. Dóra Guðrún er á því að skýringin sé einföld: „Við höfum margar góðar forsendur til að vera hamingjusöm. Ef maður skoðar hvaða þættir hafa mest áhrif á vellíðan almennt þá eru það félagsleg tengsl og tengsl við fjölskyldu og vini. Vegalengdirnar eru stuttar og það er auðvelt að vera í góðu sambandi. Hér er friðsæld með ágætum og traust á náunganum. Flestum líður þannig að þeir geti haft áhrif á eigið líf.“ Dóra Guðrún segir að mælingum á vellíðan sé ætlað að ná utan hvern-

Shivraj Singh Chouhan er ráðherra hamingjunnar í Madhya Pradesh fylki á Indlandi.

Hamingjuvísitala og hamingju­ ráðuneyti

ig fólki líður en líka hvernig virkni þess er í samfélaginu. „Hér á landi hefur þetta ratað inn í opinbera stefnumótun, er til dæmis í fyrirliggjandi drögum að heilbrigðisáætlun og einnig er áhersla á þessa þætti í námskrám leik, grunn- og framhaldsskóla. Það er vel hægt að setja sér nýtt takmark í þessum efnum og stefna að því að mælingar hækki.“

jan g n i m a H

Snertir flest svið samfélagsins Í nútímasamfélagi er mikilvægt að huga að vellíðan á sem flestum sviðum. Dóra Guðrún nefnir manngert umhverfi, arkitektúr og skipulagsmál sem dæmi. „Nú nýlega höfum við hér í Reykjavík kannað vellíðan fullorðinna og barna eftir hverf-

um. Starfsfólk hverfamiðstöðva fær þessar upplýsingar og þær koma vonandi að góðum notum. Gott dæmi er að á árunum 2007-2012 var tvöföldun í notkun á virkum ferðamáta í Reykjavík. Fólk gengur og hjólar, aðstaðan hefur verið bætt og það skilar sér í vellíðan.“ Jöfnuður og jöfn tækifæri skipta miklu í sambandi við vellíðan samkvæmt Dóru Guðrúnu. Samt eru það ekki endilega tekjur sem hafa mikil áhrif og veraldlegur auður gerir fólk ekki endilega hamingjusamt. „Rannsóknir hafa sýnt að tekjur hafa ekki mikil áhrif á vellíðan svo framarlega sem fólk hefur í sig og á, en fjárhagsáhyggjur, sem finnast í öllum tekjuhópum, draga samt vissulega úr henni. Aftur og aftur sýnir sig að fjölskylda, vinir og félagsleg tengsl skipta lang mestu máli.“

ÖLL ÖKURÉTTINDI ÖLL VINNUVÉLARÉTTINDI

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er á því að forsendur landsmanna til að höndla hamingjuna séu ágætar. Stjórnvöld séu einnig að sjá betur mikilvægi þess að mæla vellíðan. Mynd | Hari

Góð samskipti Skiptumst á að tala Hlustum með athygli Grípum ekki fram í Verum skýr og heiðarleg Virðum skoðanir Sýnum tillitsemi

Við þekkjum öll hagvöxt og hann þykir nauðsynlegur og jákvæður. Mælingar á vellíðan og hamingju eru hins vegar nýjar af nálinni. Velta má fyrir sér hvort að við eigum einhvern tímann eftir að mæla árangur þjóða í öðru en veraldlegum auði? Sameinuðu þjóðirnar gáfu út fyrstu Hamingjuskýrslu sína (World Happiness Report) árið 2012 og nokkur lönd hafa stofnað sérstök ráðuneyti hamingjunnar. Þar á meðal eru Venesúela, Ekvador og Sameinuðu arabísku furstadæmin, en nýlega bættist fylkið Madhya Pradesh á Indlandi. Þar búa ríflega 70 miljónir manna. Smáríkið Bútan, þar sem búa tvö­ falt fleiri en á Íslandi, er hins vegar frumkvöðull á þessu sviði. Þar í landi er talað verga hamingju (hamingju heildarinnar) og rannsóknir á henni eru byggðar á spurningalista sem er sendur út til þjóðfélagsþegna. Gagnrýnendur hafa sagt mæl­ ingarnar beina sjónum frá illri með­ ferð á minnihlutahópum í landinu.

Fréttatíminn spurði velferðarnefnd Alþingis: Hvaða mál er það á sviði stjórnmálanna sem helst er til þess fallið að ýta undir hamingju landsmanna á komandi árum? „Ef það skapast víðtæk sátt á milli allra stjórnmálaflokka um það hvernig við rekum heilbrigðiskerfið þá mun það ýta undir hamingju landsmanna. Heilbrigðiskerfið á ekki að vera pólitískt þrætuepli. Það ásamt því að almenningur í landinu fái sanngjarnan og réttlátan arð af sameiginlegum auðlindum sínum og að hér skapist eðlilegt vaxta- og fjármálaumhverfi.“ Páll Valur Björnsson, Björt framtíð.

„Nú þarf að samþykkja aðgerðir um fyrstu húsnæðiskaup og heilbrigðisáætlun fyrir Ísland. Skilgreina þarf hvaða þjónustu við ætlum að veita á heilbrigðisstofnunum og styrkja samgöngur í landinu.“ Elsa Lára Arnardóttir, Framsókn.

„Þjóðin öll gæti glaðst mest yfir því ef við tryggðum eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld, þeim og öryrkjum mannsæmandi kjör og öðrum þeim sem búa við lökustu lífskjörin í landinu.” Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkur.

„Heilsa gerir veikan einstakling hamingjusamari, kynfrelsi samkynhneigðan einstakling hamingjusamari, málfrelsi blaðamanninn hamingjusamari, fjárhagslegur stuðningur hin fátæku hamingjusamari og þar fram eftir götunum. Það er fyrsta hlutverk stjórnmálamanna að tryggja frelsi, réttindi og öryggi borgaranna.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, Píratar.

„Mín hugsjón er að minnka áhyggjur og kvíða sem allra flestra svo við höfum ekki áhyggjur af mat og húsnæði, fötum á börnin og bókum í skólann. Þess vegna er brýnt að leysa húsnæðisvandann og tryggja öllum mannsæmandi framfærslu. En vellíðan og hamingja felast líka í frelsi og tækifærum til að uppfylla drauma, mennta sig og ráða eigin lífi.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Samfylking.

„Að gera allt sem hægt er til að undirbyggja tilfinningu fólks fyrir því að það búi í réttlátu, öruggu og sanngjörnu samfélagi sem innistæða er fyrir. Græðgiskapítalisminn og hömlulaus sérhyggja verður í þessu skini að víkja fyrir meðvitund um að réttlæti, almenn velferð og sanngirni í samfélaginu færi okkur öllum ómæld gæði sem ekki verða tryggð öðruvísi.“ Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri græn.

5 ráð til þess að auka andlega vellíðan 1. Skelltu þér í hálftíma göngutúr daglega. 2. Skrifaðu niður 5 hluti sem þú finn­ ur fyrir þakklæti fyrir.

Hafðu samband í síma: 822 45 02 eða www.meiraprof.is

3. Hvaða manneskja finnst þér hafa haft j­ákvæð áhrif á líf þitt? Sendu viðkomandi bréf eða tölvupóst og útskýrðu fyrir viðkomandi hvernig hann hafði jákvæð áhrif á líf þitt og þakkaðu honum fyrir það.

4. Taktu þér nokkrar mínútur dag­ lega til þess að loka augunum og taka eftir eigin andardrætti. Gefðu hugsununum frí á ­meðan og beindu allri athygli þinni að andar­ drættinum. 5. Gerðu góðverk. Þú gætir fært samstarfsmanni kaffibolla, hleypt einhverjum fram fyrir þig í röð eða boðið ókunnugum góðan dag.


Frá kr.

43.330 Frábær tilboð með afslætti

SÓL Á SPOTTPRÍS Í ÁGÚST COSTA DEL SOL

COSTA DEL SOL

Allt að 79.000 kr. afsláttur á mann

ENNEMM / SIA • NM76854

Allt að 89.000 kr. afsláttur á mann

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

MALLORCA

Allt að 93.000 kr. afsláttur á mann

TENERIFE

Allt að 76.000 kr. afsláttur á mann

Aguamarina Aparthotel

Stökktu

Stökktu

Tenerife Sur Apartments

Frá kr. 78.895 m/ekkert fæði innifalið

Frá kr. 63.330 m/ekkert fæði innifalið

Frá kr. 43.330 m/ekkert fæði innif.

Frá kr. 59.995 m/ekkert fæði innif.

Netverð á mann frá kr. 78.895 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í stúdíó. Netverð á mann frá kr. 99.995 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 22. ágúst í 10 nætur.

Netverð á mann frá kr. 63.330 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íb/hb/st. Netverð á mann frá kr. 69.995 m.v. 2 fullorðna í íb/hb/st. 22. ágúst í 10 nætur.

Netverð á mann frá kr. 43.330 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íb/hb/st. Netverð á mann frá kr. 59.995 m.v. 2 fullorðna í íb/hb/st. 23. ágúst í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 59.995 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 80.195 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 24. ágúst í 7 nætur.

KRÍT

KRÍT

Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann

BENIDORM

Allt að 50.000 kr. afsláttur á mann

Allt að 45.000 kr. afsláttur á mann

ALBIR

Allt að 45.000 kr. afsláttur á mann

Porto Platanias Village

Omega Apartments

Hotel Avenida

Arena Suites

Frá kr. 119.095 m/allt innifalið

Frá kr. 77.895 m/ekkert fæði innifalið

Frá kr. 73.770 m/morgunmat innif.

Frá kr. 65.795 m/ekkert fæði innifalið

Netverð á mann frá kr. 119.095 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 159.895 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. 29. ágúst í 10 nætur.

Netverð á mann frá kr. 77.895 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 99.995 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 29. ágúst í 10 nætur.

Netverð á mann frá kr. 73.770 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herb. Netverð á mann frá kr. 99.395 m.v. 2 fullorðna í herbergi. 30. ágúst í 7 nætur.

Netverð á mann frá kr. 65.795 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 81.795 m.v. 2 fullorðna í íbúð. 31. ágúst í 7 nætur.


18 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016

GOTT UM HELGINA Menning hefur engin mörk Menning er án landamæra en hún er oft sögð sundra fólki. Að opna sig fyrir menningu fólks er besta leiðin til að kynnast og skilja annað fólk. Flóttamenn eru með margvíslegan bakgrunn og þurfa oft að þola einangrun þrátt fyrir að hafa mikinn áhuga á að kynnast heimamönnnum. Hljómsveitin Innblástur! Arkestra kemur í heimsókn og spilar fyrir gesti. Viðburðurinn er frábært tækifæri til að hitta fólk með ólíkan bakgrunni. Matur og drykkur í boði. Hvenær? Í dag kl. 14 Hvar? Hverfisgötu 104 A

Frá Reykjavík til Varsjár

Ljóðið við slippinn Kaffislippur og Bókmenntaborgin Reykjavík taka höndum saman á Menningarnótt og bjóða upp á fjöruga orðlistaveislu við gömlu höfnina með sjö ungum skáldum. Alls kyns Hispursmeyjar flytja og slamma ljóð en í forsvari fyrir hópinn er ljóðskáldið og rapparinn Vigdís Ósk Howser Harðardóttir. Auk hennar koma fram þau Ágústa Björnsdóttir, María Thelma Smáradóttir, Kristófer Páll Viðarsson, Ólöf Rún Benediktsdóttir, Solveig Pálsdóttir, Sólveig Johnsen, Stefanía Pálsdóttir og Tinna Sverrisdóttir. Skáldin munu rappa, slamma og lesa ljóð en öll leggja þau áherslu á lifandi flutning. Hvar? Kaffislippur Hvenær? Í dag kl. 15

MINDFUCKNESS MINDFUCKNESS leikhúsjóga í Sólum í dag á Menningarnótt. Hrefna Lind Lárusdóttir, sviðslistakona og jógakennari, leiðir tímann og tónlistarmaðurinn Futuregrapher spilar undir. MINDFUCKNESS leikhúsjóga skoðar ferðalag núvitundar frá Indlandi til Vesturlanda. Úr hringiðu Menningarnætur hverfa gestir inn í heim núvitundar. Tíminn er 60 mínútur, fer fram á ensku og er í senn jógatími, skoðunarferð um jógalífsstílinn og sviðsflutningur.

New Neighborhoods Festival er ný hátíð sem er haldin í Reykjavík í fyrsta skipti á Menningarnótt á Kex hostel. Hátíðin er hugsuð til að styrkja sambönd milli Póllands og Íslands í tónlist og vídeólist. Hátíðin mun svo færa sig yfir til Varsjár í Póllandi 10. september. Dagskráin er ekki af verri endanum en listamenn á borði við: Úlfur Úlfur (IS), Beatmakin Troopa (IS), Tonik Ensemble (IS), The Stubs (PL), Baasch (PL) og Hatti Vatti (PL) munu troða upp. Hvar? Kex Hostel Hvenær? Í dag kl. 14

Hvenær? Í dag kl. 13 Hvar? Sólum, Fiskislóð Hvernig? Skráning á www.solir.is

Myndskreyttir melónuhausar

Dj Margeir og OFUR í samstarfið við Nova kynna Karnival á Klapparstíg á Menningarnótt. Meðal þeirra sem koma fram eru sjálfur Dj Margeir, Högni, SíSí Ey og fleiri. Það verður poppveisla á Klapparstíg í dag.

Reiðhjólaverslunin Berlin opnar myndlistasýningu á reiðhjólahjálmum á Menningarnótt 2016. Sýningin Myndskreyttir melónuhausar er samstarfsverkefni fjögurra teiknara, reiðhjólaverslunarinnar, þýska reiðhjólahjálmafyrirtækisins Melon Helmets og Slippfélagsins Málningarverksmiðju. Teiknararnir Erla María Árnadóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir hafa handmyndskreytt 12 reiðhjólahjálma sem boðnir verða upp á opnuninni.

Hvar? Klapparstíg Hvenær? Í dag kl. 16.30

Hvar? Reiðhjólaverslunin Berlin Hvenær? Í dag kl. 15

Karnival á Klapparstíg

Heilsublað Fréttatímans kemur út 26. ágúst Þar munum við fjalla um margt það nýjasta í heilsurækt og sjálfstyrkingu. Þar verða m.a. kynnt ýmis námskeið sem hefjast á haustmánuðum, gefin góð ráð til lesenda varðandi mataræði, hugarfar og hreyfingu og margt fleira. Sérblöð Fréttatímans eru kraftmikill vettvangur fyrir auglýsendur til að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri til lesenda okkar.

Improv með spunamaraþon Hafðu samband við auglýsingadeildina og fáðu tilboð í birtingar. Við erum í síma 531-3307 og á tölvupósti kristijo@frettatiminn.is

Improv Ísland sýnir spunasýningar sem búnar eru til á staðnum. Ekkert er ákveðið fyrirfram, allt getur gerst og er hver sýning æfingaferli, frumsýning og lokasýning. Improv Ísland sýndi fyrir fullum kjallara síðasta leikár og var tilnefnt til Grímunnar í vor sem sproti ársins. Hvar? Þjóðleikhúskjallarinn Hvenær? Í dag kl. 12—22


FRÉTTATÍMINN

Diskósúpa á síðasta söludag Til að sporna gegn matvæla­sóun býður Nettó upp á diskósúpu á Menningarnótt undir merkjum átaksins Minni sóun. Tilgangurinn er að ylja gestum með bragðmikilli súpu sem elduð er úr hráefni sem komið er á síðasta söludag eða er útlitsgallað og færi undir öðrum kringumstæðum í ruslið þó það sé enn í fullu fjöri! Diskósúpan inniheldur því allskonar ljúffengt grænmeti og verður bæði vegan og glútenfrí en stútfull af stemmingu. Hvar? Hljómskálagarðinum Hvenær? Í dag kl. 17

VINNUM SAMAN

Aðalfyrirlesarar

AUKIN ATVINNUTENGING Í STARFSENDURHÆFINGU Norræn ráðstefna um starfsendurhæfingu verður haldin á Hilton Nordica Reykjavík dagana 5. – 7. september næstkomandi. Á ráðstefnunni verður lögð sérstök áhersla á samtengingu starfsendurhæfingar og vinnustaðarins og hvernig efla megi endurkomu til vinnu eftir veikindi og slys. Fjallað verður m.a. um mismunandi fyrirkomulag í þessum efnum á Norðurlöndunum.

Menningarnætur-Árni ÁRNI er sólóverkefni söng- og gít­ arleikarans Árna Svavars Johnsen, sem er þaulreyndur og hæfileika­ ríkur tónlistarmaður úr Hafnar­ firði. Árni gaf nýverið út sína fyrstu plötu, samnefndri verkefn­ inu, og vinnur nú að því að kynna tónlist sína um landið. Á tónleikun­ um verða leikin lög af nýútkominni plötu, auk þekktra ábreiðulaga sem sett hafa verið í nýja búninga með fullskipaðri hljómsveit. Hvar? Tjarnarbíó Hvenær? Í kvöld kl. 20.30

Aðalfyrirlesarar eru leiðandi í rannsóknum og þróun innan starfsendurhæfingar og endurkomu til vinnu. Þeir koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi en aðrir fyrirlesarar eru frá Norðurlöndunum. Ráðstefnan er m.a. ætluð þeim sem vinna við starfsendurhæfingu, innan trygginga- og heilbrigðisgeirans, ráðgjöfum, atvinnurekendum, stjórnendum, starfsmönnum stéttarfélaga og sérfræðingum. Ráðstefnan fer fram á ensku – skráning stendur yfir á vefsíðu VIRK.

Nánari upplýsingar um fyrirlesara og dagskrá ráðstefnunnar má sjá á www.virk.is

Vöfflukaffi Íslandsdeildar Amnesty

Ráðstefnan er skipulögð af VIRK Starfsendurhæfingarsjóði í samvinnu við Linköping University, Svíþjóð, AIR - National Centre for Occupational Rehabilitation, Rauland Noregi, Marselisborg Centret, Danmörku og Finnish Institute of Occupational Health, Finnlandi.

Þú finnur bílinn á bilo.is

RENAULT MASTER DCI100 L2H2

nýskr. 03/2013, 3 stk. eknir 40-50 Þ.km, dísel, 6 gíra.Verð 2.999.000 kr.+ vsk. Raðnr. 230308

ÍN

VE

TI TA S

GR

nýskr. 02/2008, ekinn 152 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 1.790.000 kr. Raðnr. 255004

FL OT

AUDI A3 2.0TDi SPORTBACK

SK

BMW 520D TOURING F11

Komdu í BÍLÓ!

ME IST AR AT AK TA R

BÍ SU

ÝR

AS

LL

TI

Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is

ÓD

Dr. Reuben Escorpizo „Current and future efforts on using the ICF in work disability“

Dr. Tom Burns „Modifying IPS – does it still work?“

Í tilefni Menningarnætur í dag, laugardag 20. ágúst, býður Íslands­ deild Amnesty International gest­ um og gangandi í vöfflukaffi líkt og undanfarin ár. Boðið verður upp á rjúkandi heitar vöfflur í húsnæði Íslandsdeildarinnar. Hvar? Þingholtsstræti 27. Hvenær? Á milli klukkan 14 og 16.

nýskr. 03/2011, ekinn 175 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. TILBOÐSVERÐ 3.990.000 kr. Raðnr.254001

Dr. William Shaw „Improving employer policies and practices to prevent disability“

M.BENZ C 220d AVANTGARDE

AUDI A6 2.0 TDI S-LINE

nýskr. 09/2015, ekinn 8 Þ.km, 170 hö diesel, sjálfskiptur (7 gíra). Eins og nýr! TILBOÐSVERÐ 7.390.000 kr. Raðnr. 255217

Auglýstir bílar eru á staðnum

nýskr. 04/2014, ekinn 16 Þ.km, diesel, sjálfskiptur. Eins og nýr! TILBOÐSVERÐ 6.990.000 kr. Raðnr. 254356

Skráðu bílinn á bilo.is


20 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016

Sjónræn upplifun á íslensku samfélagi Bókin An Equal Difference komin út.

Benedikt Erlingsson leikstjóri. Mynd | G.S. Motola

Eftir þriggja ára ferli er bókin An Equal Difference, eftir G.S.Motola, komin út eftir fjölmarga fundi, andlitsmyndir og samtöl við fólk í íslensku samfélagi. Útgefandi er Restless Machinery en bókin er samansafn sagna, könnunar, greiningar og sjónrænnar upplifunar á íslensku nútímasamfélagi. Um­fjöllunin

er bæði menningar- og umhverfismiðuð, þar sem þemað er ­jafnrétti. Útkoman er átján ritgerðir og 165 ljósmyndir sem spanna 256 síður allt í allt. Viðtal við Motola má lesa á vefsíðu Fréttatímans. Nánar á heimasíðu verkefnisins: www.anequaldifference.com. -bg

Ragna Kjartansdóttir rappari, betur þekkt sem Cell7. Mynd | G.S. Motola

Margrét Pála, höfundur Hjalla­ stefnunnar. Mynd | G.S. Motola

Nostalgía vikunnar

Frakkar vilja stjórna klæðaburði kvenna á ströndinni Rétt eins og baðfata­löggan á þriðja áratug 20. aldar. Svokölluð „búrkíni,“ hyljandi sundbolir sem kenndir eru við búrkur múslima, hafa verið bannaðir í þremur strandbæjum í Frakklandi, og munu þrír bæir bætast við þá tölu á næstunni. Bæjaryfirvöld þar hyggjast framfylgja banninu með því sekta konur sem ekki hlýða búrkíní-banninu um 38 evrur.

Árið 1920 var starfrækt í Bandaríkjunum svokölluð „sundfatalögga“, sem átti að passa að konur sýndu ekki of mikið af líkama sínum á ströndinni. Nú er árið 2016 og svo virðist sem ekki sé langt í að slík lögga verði endurvakin, nema í þetta skiptið á að passa upp á að konur sýni ekki of lítið á ströndinni. | sgþ

Baðfatalögregla mælir sídd baðfata konu, árið 1920.

Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir ásamt fríðu föruneyti sem tekur þátt í óvissuferðinni. Mynd | Ásta Kristjánsdóttir. Þessi kona ætti von á sekt frá yfirvöld­ um færi hún á ströndina í Cannes.

4. - 15. október

Albanía

Gjörningaklúbburinn hefur í 20 ár verið í fararbroddi íslenskra listamanna sem vinna með gjörninga í list sinni. Hópurinn opnar nú á samstarf við stóran hóp listamanna úr ýmsum áttum og býður upp á dularfulla óvissuferð á hátíð sem hefst á miðvikudag.

Hin fagra og forna Albanía.

Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð.

Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi

Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á.

Upplýsingar í síma 588 8900

SRI LANKA FERÐAÁÆTLUN 03. - 16. NÓVEMBER 2016

Stórkostleg náttúra, einstakt mannlíf og forn menning. Kynnstu fjölbreyttu dýralífi í safaríferð um þjóðgarð eyjunnar en þar má m.a sjá fílahjarðir, hlébarða, krókódíla, buffala, apa, slöngur og einstakt fuglalíf.

549.900.á mann í 2ja manna herbergi Innifalið í verði: Hálft fæði, flug, hótel, skattar, islenskur fararstjóri og allar ferðir m.a. Safarí ferð um Yala þjóðgarðinn

WWW.TRANSATLANTIC.IS

Margir þræðir mynda sterkan kaðal

SÍMI: 588 8900

lengi hefur verið sögð vænleg til að kanna duldar hliðar ­sálarinnar.

Í stórum hópi

Everybody is Spectacular er alþjóðleg sviðslistahátíð sem að leiklistarhátíðin Lókal og Reykjavík Dance Festival standa saman að. Þar má áhorfandinn búast við hinu óþekkta og stundum við því að þurfa að taka afstöðu eða jafnvel þátt í verkunum. Innlendir og erlendir listamenn bjóða verk sín fram á hátíðinni, listform og hugmyndir renna saman. Gjörningaklúbburinn smellpassar inn í hugmyndafræði hátíðarinnar en verkefnið sem þær Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jóns­dóttir, tveir af þremur meðlimum klúbbsins, standa nú að er nokkuð ­dularfullt.

Yfirleitt hefur Gjörningaklúbburinn staðið nokkurn veginn óstuddur á bak við verk sín, en nú fá þær stóran hóp listamanna í lið með sér. Þar eru leikarar, dansarar, listamenn, klæðskerar og förðunarmeistarar. Eirún segir að samstarfsfólkið hafi komið snemma inn í undirbúning verksins og lagt dýrmæta reynslu sína til. Eirún segir að í verkinu flettist saman nokkrir þræðir. „Í fyrsta lagi erum við að fjalla eilítið um sögu þess svæðis sem við förum um. Í öðru lagi höfum við hugmyndir okkar um lífshlaup mannsins til hliðsjónar. Svo fléttast inn í þetta tuttugu ára saga Gjörningaklúbbsins og loks sögur og innlegg allra þeirra sem vinna í verkinu með okkur. Þegar gestirnir koma með sínar sögur og reynslu inn í verkið ættum við að ná að flétta saman í nokkuð stóran og sterkan kaðal,“ segir Eirún.

Út í óvissuna

Samskipti milli heima

„Þetta á að vera óvissuferð, eins og lífið sjálft,“ segir Eirún. „Gestir mæta að Hallgrímskirkju og þar bíður þeirra rúta, sextán gestir komast með. Fólk þarf að vera vel klætt eftir veðri, þannig að rútan og klæðnaðurinn gefa kannski einhverjar vísbendingar.“ Ekkert er gefið upp um áfangastað. „Í þessu ferðalagi, rétt eins og lífsferðalaginu, þarf fólk stundum að taka af skarið. Stundum þarf það að hafa aðeins ofan af fyrir sér og stundum þarf það að hjálpast að,“ segir Eirún og bætir við að þrátt fyrir óvissuna verði passað vel upp á gestina. Sýningin heitir Psychography sem þær í Gjörningaklúbbnum hafa þýtt sem sálnasafn. Nafnið vísar líka til ósjálfráðrar skriftar sem

Dularfullt andrúmsloft verksins og heiti þess er ekki úr lausu lofti gripið því að þegar byrjað var á verkefninu kom fljótlega upp sú hugmynd að fá miðil inn í það til að ná tengingu við annað en það sem fyrir venjuleg augu ber. „Það hafði mjög mikil áhrif á verkefnið,“ segir Eirún, án þess að vilja fara nánar út í þá sálma. „Við erum bara að vinna þvert á listmiðla og þvert á heima. Við skerum í gegnum alls konar lög og himnur, sýnilegar og ósýnilegar.“ Þessi dularfulla óvissuferð er aðeins eitt atriði á hátíðinni Everybody is Spectacluar sem stendur dagana 24.—28. ágúst. Allar nánari upplýsingar um dagskrána á þessari alþjóðlegu sviðslistahátíð eru á spectacular.is


Jón Björnsson málarameistari

Erlendur Eiríksson málarameistari

Kjörvari á við Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss. Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.

Kjörvari er íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður.

Útsölustaðir Málningar: BYKO, Kópavogi • BYKO, Granda • Litaver, Grensásvegi • BAUHAUS • Vélsmiðja Árna Jónssonar, Hellissandi • Málningarbúðin, Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO, Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO, Reyðarfirði • ORMSSON VÍK, Egilsstöðum Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO, Selfossi • Miðstöðin, Vestmannaeyjum • BYKO, Keflavík • N1 verslun, Grindavík


22 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 20. ágúst 2016

Stund milli stríða

Í Kassa­ gerðinni við Köllunar­ klettsveg „Dagurinn í dag hefur verið hægur og rólegur, svo við höfum tíma til að kíkja út í pásu og njóta sólarinnar,“ segir Mohammad Toure en hann og vinnufélagi hans, Bjarki Ólafsson, mættu til vinnu í kassagerð Odda klukkan átta að morgni dags. Báðir hafa þeir unnið í mörg ár í kassagerðinni, Mohamed á lyftaranum en Bjarki sem aðstoðarmaður. Mynd |Salka

Sömu klósett fyrir alla Kynjamerkingar hafa verið fjarlægðar af klósettum Versló, að beiðni femínistafélags. Þegar nemendur Versló sneru aftur í skólann í gær eftir sumarfrí vakti athygli þeirra að kynjamerkingar höfðu verið fjarlægðar af öllum klósetthurðum skólans. Að sögn Unnar Knudsen, ritara skólastjóra, var breytingin gerð að beiðni Femínistafélag NFVÍ: Femínistafélagið kom að máli

við skólastjóra og bað um þessa breytingu til þess að minnka aðgreiningu milli nemenda í skólanum. Þau færðu góð rök fyrir þessu og því voru kynjamerkingar fjarlægðar fyrir byrjun skólaársins, segir Unnur. Verzlunarskóli Íslands er því líklega fyrsti menntaskóli á Íslandi til að fjarlægja allar slíkar merkingar, en grunnskólinn Akurskóli í Reykjanesbæ komst í fréttir fyrr á árinu þegar kynjamerkingar voru fjarlægðar þar. |sgþ

Sverrir Guðjónsson ber veg og vanda af verkefninu Grjótaþorpið – Hjarta Reykjavíkur. Í dagskránni að degi Menningarnætur kemur saman tónlist, hljóðheimur hverfisins og myndir Jónu, en hér er Sverrir á einni myndanna.

Þorpið í hjarta borgarinnar Borg má líkja við lífveru sem byggist upp og hleður utan á sig frumu og frumu. Grjóta­ þorpið kjarni borgarinnar, elsti hluti hennar. Höfuð­ borgin er að verða 230 ára og Grjótaþorpið líka. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

J

óna Þorvaldsdóttir ljósmyndari hefur á undanförnum árum tekið myndir í Grjótaþorpinu en sýning á þeim verður opnuð í Stofunni, veitingahúsi, við Vesturgötu 3 að í dag. Sýningin er hluti af menningardagskrá í þessu litla hverfi sem hefst klukkan 12.30. Það er einn íbúanna, Sverrir Guðjónsson, sem hefur veg og vanda að dagskránni. „Árið 2010 hélt ég sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og þangað kom Sverrir og hreifst að myndunum,“ segir Jóna. „Hann fékk mig síðan inn í verkefnið sem hann hefur unnið að á síðustu árum um þetta fallega hverfi þar sem hann býr.“

Jóna, sem sjálf er búsett í Garðabæ, segir að það hafi verið fróðlegt að koma inn í Grjótaþorp og mynda lífið og fólkið þar og hún segir að sér hafi verið vel tekið í hverfinu. „Þarna búa ekki margir en íbúarnir hafa mikinn metnað fyrir húsunum og umhverfinu. Þeir hafa endurbyggt þau í gömlum stíl eða haldið þeim við. Íbúarnir eru stoltir yfir hverfinu.“ Jóna beitir þrenns konar sígildri ljósmyndatækni í myndunum á sýningunni sem hún segir að henti myndefninu úr Grjótaþorpinu vel. „Þarna kviknar spennandi samspil milli gamla og nýja tímans, ákveðið tímaleysi.“ Stundum beitir hún fyrir sig stórri gamalli myndavél af tegundinni Deardorff. „Það er blaðfilmuvél þar sem ég notast við stórar filmur (20x25 cm). Þetta er ein af þessum vélum þar sem maður dregur harmoníkuna út og svo fer maður undir teppi eins og í gamla daga. Það er rosalega skemmtilegt að nota hana. Handverkið í þessu skiptir mig miklu máli og eins efnið, pappír og framköllunarvökvar.“

Rými fyrir flóttamenn til að anda Og hafa það huggulegt í leiðinni. Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is

Á Klapparstíg stendur hvítt hús með klukku á hliðinni. Á bak við það er gömul vöru­ skemma sem Bandaríkja­ maðurinn Ben hefur gert upp og búið sér til heimili. Innanstokksmunir allir af haugunum. Á hverjum mið­ vikudegi hittist þar hópur af fólki sem eldar ljúffengan mat sem matvörsluverslanir hafa hent í loks dags. Flótta­ menn eru velkomnir til að taka þátt í eldamennskunni, fá aðstoð við ýmis mál og fé­ lagsskap. Þetta er Andrými. „Við fórum nokkur á miðvikudögum í Arnarholt á Kjalarnesi, þar sem stór hópur af íbúum eru hælisleitendur, til að koma í veg fyrir að þeir væru fullkomlega einangraðir. Það fór hins vegar ekki vel í vaktmenn á Arnarholti og okkur var bannað að koma í heimsókn. Gripum því til þess ráðs að hittast í Reykjavík og Ben bauð öllum til sín á miðvikudögum þar sem við gætum eldað og verið saman. Þess vegna erum við hér og hittumst alltaf á miðvikudögum,“ segir Lea, ung kona sem stendur í anddyri Andrýmis. Hún heldur á nýfæddi barni sínu og marokkósks eiginmanns síns. Rýmið er fullt af fólki. Á hinum enda þess stendur ungt fólk og hrærir í stórum pottum: Baunakássur, kartöflusalat og hrísgrjón. Á vinstri hlið hefur bakkelsi verið raðað meðfram hillum og nóg er til af því. Tvær stelpur, önnur frá Litháen og hin frá Brasilíu, standa

Saad og fjölskylda ásamt vinum. Mynd | Hari

Þröngt setið í Andrými. Mynd | Hari

íslensku og þarf eðlilega aðstoð við að skilja hvað í því stendur. Þetta og skera lax á brauð. „Við fengum er ágætur vettvangur fyrir fólk megnið af matnum í dag. Þegar til að fá aðstoð og hafa það pínu búðir voru lokaðar og mat hafði huggulegt í leiðinni. Við byrjuðum verið hent,“ segir önnur þeirra. á því að fara á Arnarhól en það var Fólk er byrjað að borða. fljótlega bannað. Í eitt skiptið um Í miðju plássinu er langborð þar páskana fórum við í fótbolta úti á sem íslenskur strákur situr með túni á Arnarhóli og lögreglan kom flóttamanni frá Nígeríu og þýðir og fylgdist með okkur spila. Það fyrir hann skjal á íslensku. Maðurvar skringilegt. Endaði því á að við inn er þreytulegur og hlýðir með fluttum starfsemina hingað en það döpru augnaráði á strákinn. Í einu er eðlilega dálítið vesen fyrir flóttahorni eru systkini að leik, tveggja til þriggja ára á að giska. Foreldrmenn að koma hingað alveg frá ar þeirra frá Tógó og ­Kjalarnesi.“ Gana sitja við hlið Þegar líða fer á kvöldið hafa flestir þeirra. klárað af diskum sínGestgjafinn Ben gengur á milli fólks. um og sumir á heimAllir eru greinilega leið. Þeirra á meðal velkomnir í Andrými eru hjónin Saad og og nýjum gestum Fasila frá Togo og fagnað. „Ég á ekki Gana. Þau hafa verið heiðurinn af þessu á Íslandi í tvö ár og heldur býð bara eiga fimm mánaða fram húsnæðið mitt. gamla dóttur, Joninu, Þetta er gömul vöruog tveggja ára gamlan Gestgjafinn Ben eldar fyrir son, Fasila, sem skemma sem ég gerði ­mannskapinn. Mynd | Hari verður þriggja ára á upp. Fékk húsgögnin þriðjudaginn næsta. Hjónin búa í og aðra muni á haugunum. Ég er Keflavík á hæli og þurfa að drífa sig að missa húsnæðið, svo við þurfí strætó enda löng leið heim. „Við um nýtt pláss fyrir Andrými auk þurfum að fara heim. Það er löng þess sem íbúðin mín rúmar varla leið fram undan,“ segir Saad og allt þetta fólk,“ segir Ben en um heldur á syni sínum sem rífur bita fjörutíu manns eru þar samanaf rúnstykki og útdeilir til þeirra komnir þetta kvöld. sem ganga hjá. Honum segist líða Annar þeirra sem sér um Andvel á Íslandi. „Það er líka gott að rými er Skotinn Jamie sem hefur koma í Andrými, fá að borða og búið á Íslandi í nokkur ár. „Þetta er hitta gott fólk. Vonandi komum búið að vera í gangi í sex mánuði. við aftur næsta miðvikudag.“ segir Hingað kemur fólk sem á ótrúlega Saad og fjölskyldan fer. erfitt eða þarf hjálp við að fóta sig í „Bless!“ segir Ben og veifar til íslensku samfélagi. Hér er til dæmfjölskyldunnar. „Þau verða líklega is flóttamaður sem hefur fengið send úr landi á þriðjudaginn í synjun frá Útlendingastofnun um næstu viku,“ segir hann. „Ólíklegt að fá son sinn til landsins sem býr að við sjáumst aftur.“ í Nígeríu. Hann fær skjalið til sín á


30. OKTÓBER Í HÖRPU

MIÐASALA HEFST Á FIMMTUDAGINN! PÓSTLISTAFORSALA SENU LIVE FER FRAM DAGINN ÁÐUR

MIÐASALA FER FRAM Á HARPA.IS OG Í SÍMA 528-5050. ALLT UM PÓSTLISTAFORSÖLUNA Á WWW.SENA.IS/JOSS


NÝTT Í BÆNUM

Nýtt að borða Frú Lauga hefur opnað Kaffi & matstofu í Listasafni Reykjavíkur á Tryggvagötu. Staðurinn er kaffi- og hádegisverðarstaður þar sem lögð er áhersla á gott Laugu hráefni. Dýrindis kökur, súpur og lífrænt vín gerir Matstofuna frábæra viðbót við heimsókn á Listasafnið.

Nýtt í fötum Kvenfataverslun Húrra Reykjavík opnaði í gær eftir langa bið kvenkyns aðdáenda Húrra-verslunar­ innar á Hverfisgötu. Lýsa mætti tískunni sem fáanleg er í búðinni sem skandinavískri götutísku, en yfirlýst markmið Húrra er að bjóða upp á besta strigaskó- og gallabuxnaúrval landsins.

Nýtt í bíó Bíómyndin Viva var frumsýnd í Bíó Paradís á fimmtudag og er nú í almennum sýningum. Myndin fjallar um Jesus sem vinnur við förðun á drag-skemmtistað á Kúbu en dreymir sjálfan um að verða dragdrottning.

Tölum um... Hvað er hamingjan? Gréta Kristín Ómarsdóttir „­Haming ­jan er örstutt augnablik á rauðu ljósi, þegar þú ­gleymir að leita að ­hamingjunni. “

RÝMUM FYRIR NÝJU 30-60% AF SUMARVÖRUM

50%

12.450

SPARAÐU 12.450

Jónas ­Sigurðsson „Hamingjan er gott kaffi og óvænt símtal frá kærum vini.“

Kristín ­Ómarsdóttir „Hamingjan er að borða góðan mat og sofa reglulega og eiga fyrir matnum sínum og leigunni og fötum og að eiga ­góðan vin.“

Copenhagen-stóll. Hvít plastseta með viðarfótum. 24.900 kr. Nú 12.450 kr.

35%

50% af Visible mottum

Mynd | Spessi

Sterling-borð. Viðarborð með hvítum fótum. 147 x 90 cm. 49.900 kr. Nú 34.900 kr. Nyhavn-stóll. Hvít plastseta með viðarfótum. 19.900 kr. Nú 11.900 kr. Heildarverð: Borð + 4 stólar. 129.500 kr. Nú 82.500 kr.

Vilhelm Þór Neto

50%

­„Hamingjan er að eiga möguleikann á að geta elt drauma sína.“

50%

Eyelet-bakkaborð. Ýmsir litir. Lítið. 19.900 kr. Nú 9.950 kr. Mið. 29.900 kr. Nú 14.950 kr. Stórt. 39.900 kr. Nú 19.950 kr.

Summer-hægindastóll. Bast. 24.900 kr. Nú 11.900 kr.

2 1

Visible-motta. Ýmsir litir. 130 x 190 cm. 34.900 kr. Nú 17.450 kr. 160 x 230 cm. 49.900 kr. Nú 24.950 kr. 200 x 300 cm. 79.900 kr. Nú 39.950 kr. Ø90 cm. 19.900 kr. Nú 9.950 kr. Ø150 cm. 34.900 kr. Nú 17.450 kr.

40%

fyrir

af öllum

af öllum púðum

handklæðum

3 1

2

4

Mikið úrval af nýjum púðum. 1. Tiffany. 40 x 40 cm. 3.995 kr. 2. Fjura. 45 x 45 cm. 7.995 kr. 3. Aix. 40 x 60 cm. 5.995 kr. 4. Isac. 40 x 40 cm. 3.995 kr.

LANGVIRK SÓLARVÖRN Sölustaði má finna á celsus.is

bakhlid.indd 1

11.5.2016 13:10:35

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

25% af öllum sápum


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.