Ft 24 09 2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 58. tölublað 7. árgangur

Laugardagur 24.09.2016

Kriðpleir skáldar ævisögu einhvers

18

Færeyjar Kvótauppboð gegn fákeppni

Kvenskörungar í stóðhestasmölun 4

Stemningin í Skrapatungurétt

Mamma vissi að lífið væri stutt

14

LAUGARDAGUR

24.09.16

HEILSUDRYKKUR VEKUR HEIMSATHYGLI

9 LEIÐIR TIL AÐ BÆTA SVEFNINN BALDVIN Z UNDIRBÝR STÓRA SPENNU­ ÞÁTTARÖÐ

ERLA KOLBRÚN

SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG

VARÐ ÖRYRKI OG MISSTI LÍFSVILJAN EFTIR VANRÆKSLU LÆKNIS

VERÐLAUNAÐUR FYRIR NÝSKÖPUN Í SJÁVARÚTVEGI Mynd | Hari

Húsgögn frá house doctor í úrvali

Borð

179.000 kr.

HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ?

KíKtu við í sýningarsal oKKar ármúla 7

stóll

21.900 kr.

sófi 180.000 kr.

Clara Lemaire Anspach lærði af Sólveigu móður sinni að fresta ekki því sem hún elskar að gera. 8

Frír ís fyrir krakka! í september

Mynd | Hari


2|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016

Krísufundur um stöðu flokks og formanns Stjórnmál Sigurður Ingi Jóhannsson býður sig fram í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í dag, laugardag. Fastlega er búist við því að skorað verði á hann að bjóða sig fram til formennsku á flokksþinginu í byrjun október. Þingflokkurinn lýsti yfir stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í gær. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Samkvæmt heimildum Fréttatímans hefur Sigurður Ingi rætt við stuðningsmenn sína að undanförnu. Þeir segjast bjartsýnir á að hann muni fara fram. Frammistaða Sigmundar Davíðs í leiðtogaumræðum á RÚV, þar sem Wintris-málið var fyrirferðarmikið, þykir fremur ýta undir framboð Sigurðar Inga. Staða Sigmundar Davíðs og flokksins var rædd á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í gær, föstudag, daginn eftir umræðurnar. Fundurinn var þungur og erfiður, samkvæmt heimildum Fréttatímans. Sigurður Ingi yfirgaf fundinn laust eftir klukkan þrjú en aðrir

Sigurður Ingi Jóhannsson hraðar sér úr þinghúsinu.

Ekki er gert ráð fyrir framboði til formanns í dagskrá þótt Sveinbjörn Eyjólfsson hafi staðfest framboð sitt.

þingmenn sátu áfram í tvo tíma til viðbótar. Sigurður Ingi hraðaði sér úr þinghúsinu og gaf ekki færi á spurningum og vék sér undan spurningum fréttamanna en eftir fundinn var því lýst yfir að samþykkt hefði verið að lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sveinbjörn Eyjólfsson á Nauteyr-

Mynd | Rut

um í Borgarfirði hefur boðið sig fram til formanns gegn Sigmundi Davíð en hann segist hafa rekið augun í að ekki væri gert ráð fyrir formannskjöri í dagskrá fundarins og gert athugasemd við það við skrif-

stofu flokksins á þriðjudag. Skrifstofan hefur þó ekki enn breytt dagskránni. „Ég ímynda mér að þetta hafi sé fljótfærni fremur en herfræði,“ segir hann.

Veikindi kennara hafa stóraukist á þremur árum Skólamál Veikindi hjá grunn- og leikskólakennurum hefur aukist verulega á síðustu þremur árum. Reykjavíkurborg hefur ákveðið að rannsaka málið sérstaklega, en formaður Kennarafélags Reykjavíkur segir hluta af vandanum mega rekja til mikils álags. Líkamsárásin virðist hafa byrjað á Lundanum, þar sem maðurinn á meðal annars að hafa dýft andliti hennar ofan í öskubakka.

Afmynduð eftir hrottalegt ofbeldi í Vestmannaeyjum Sakamál Þolandi hrottalegrar árásar í Vestmannaeyjum birti myndskeið af áverkum sínum á Facebook á fimmtudag. Ekki hefur verið farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir grunuðum manni vegna ­árásarinnar. Konan sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í Vestmanneyjum um síðustu helgi hefur birt stutt myndbrot af áverkum sínum á Facebook. Þar má sjá að konan er afmynduð eftir árásina sem átti sér stað aðfaranótt sunnudags. 23 ára gamall Vestmannaeyingur situr í gæsluvarðahaldi sökum málsins en sá hefur neitað sök. Manninum er gefið að sök að hafa misþyrmt konunni með hrottafengnum hætti, meðal annars sparkað í andlit hennar. Grunur leikur á að hann hafi einnig beitt hana kynferðis­ legur ofbeldi

Konan fannst við illan leik skammt frá skemmtistaðnum nokkur eftir að honum hafði verið lokað. Þá hafði verið tilkynnt um málið til lögreglu, en hún sinnti því ekki fyrr en nokkru síðar. Nágranni kom auga á konuna, þar sem hún lá nakin í sárum sínum, og kom henni til aðstoðar. Lögreglan í Vestmannaeyjum staðfestir að konunni hafi verið skipaður réttargæslumaður og að henni hafi verið boðin margvísleg aðstoð sem hún hafi ekki þegið. Þá hefur ekki verið tekin ákvörðun hvort farið verði fram á lengra varðhald yfir manninum, en gæsluvarðhaldið rennur út síðdegis í dag. Mikil reiði er á meðal Vestmannaeyinga vegna málsins, en fram kom í samtali við þá í Fréttatímanum í gær að þeir teldu árásina afar ófyrirleitna, þá helst vegna þess að konan stendur höllum fæti félagslega og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér. | vg

Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Mikil aukning hefur verið á skamm- og langtímaveikindum kennara í Reykjavík en langtímaveikindi leikskólakennara hafa farið upp um nær helming á þremur árum. 45% aukning hefur verið á veikindum leikskólakennara frá árinu 2012 og 37% aukning hefur orðið á langtímaveikindum kennara á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Í krónum talið jókst kostnaður borgarinnar vegna langtímaveikinda grunnskólakennara um 70 milljónir króna á aðeins þremur árum. Kostnaður borgarinnar vegna þessa hleypur því á hundruðum milljóna, en borgin setti meðal annars 270 milljónir króna í skólakerfið þegar þeir tilkynntu um myndarlega innspýtingu í síðustu viku til þess að mæta auknum halla í rekstri skólanna sem hafa mátt þola langt og strangt aðhald. Þessi mikla aukning á veikindum á skömmum tíma er sérkennileg. Svo sérkennileg að Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundarráðs Reykjavíkurborgar, segir tilefni til þess að rannsaka hverju þetta sætir. Rósa Ingvarsdóttir, formaður

Álag á kennurum er orðið slíkt að það getur verið ein skýringin á mikilli aukningu langtímaveikinda sem kostar útsvarsgreiðendur hundruð milljóna á ári hverju. Mynd | Getty

Kennarafélags Reykjavíkur, segir fréttirnar koma sér á óvart, tölurnar séu háar. „Án þess að ég geti stuðst við einhver vísindaleg gögn, þá veit maður samt þetta: Það er gífurlegt álag á kennurum auk þess sem stoðkerfisvandamál, eins og bakmeiðsl og annað í þeim dúr, eru algeng.“ Hún segir veikindin hugsanlega sjúkleikamerki á vinnuaðstæðum kennara, sem einkennast af gífurlegu og langvarandi álagi. „Samfélag ið er orðið mun flóknara og skólarnir endurspegla það auðvitað. Skólarnir eru með mörg þjóðerni og eru án aðgreiningar, og svo lífleg flóra kallar á mikla peninga ef við ætlum að sinna starfinu vel. Án þessara peninga verður mikið álag í skólunum,“ segir Rósa. Hún segir kennara almennt

Rósa Ingvarsdóttir, formaður kennarafélags Reykjavíkur, segir kennara þurfa að þola mikið álag í starfi sínu.

þreytta auk þess sem meðalaldur fer hækkandi og er nú nær fimmtíu árum. Álagið hefur verið slíkt að þeir eru orðnir langþreyttir. „Svo er einnig nokkuð rætt um kulnun,“ segir Rósa og á þá við þegar starfsmenn brenna hreinlega út. Þá geta þeir farið í Virk sem er nokkurskonar endurhæfingarúrræði. Hún segir Kennarafélag Reykjavíkur ekki hafa rætt stöðu mála sérstaklega þegar kemur að veikindum kennara, „en við förum nú samt oft yfir stöðuna. Og það er samdóma allra að verkefnin séu að þyngjast allverulega,“ segir Rósa.

Auglýsing um jörðina í Vatnsdal finnst ekki Viðskipti Grímstunga í Vatnsdal var seld til skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu á 85 milljónir króna 2012. Arion banki hefur ekki fundið auglýsinguna um jörðina. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Auglýsing um jörðina Grímstungu í Vatnsdal sem Arion banki seldi til Ingimars Jóhannssonar, þáverandi skrifstofustjóra í landbúnaðarráðuneytinu, finnst ekki samkvæmt svari frá bankanum. Fréttatíminn

Fasteignir sem Arion banki tekur yfir á að auglýsa. Bankinn hefur ekki getað sýnt fram á að Grímstunga í Vatnsdal hafi verið auglýst áður en hún var seld til Ingimars Jóhannssonar árið 2012.

fjallaði um jarðarkaupin í síðustu viku en Ingimar vann með skuldsettar bújarðir í starfi sínu í ráðuneytinu. Kaupverðið var 85 milljónir og er jörðin veðbandalaus. Í þeirri umfjöllun kom fram að jörðin hefði verið skráð og seld í gegnum fasteignasala í Borgarnesi. Í vinnureglum um sölu fasteigna hjá Arion banka segir meðal annars: „Þegar fasteignasölur hafa fengið eign til sölu ber þeim að auglýsa

eignina á heimasíðu sinni og á útbreiddum fasteignavef.“ Fréttatíminn hefur ekki náð í fasteignasalann í Borgarnesi, Inga Tryggvason, til að spyrja hann um sölu eignarinnar. Ingi hefur í gegnum árin unnið oft fyrir Arion banka við sölu ­fasteigna. Vel kann að vera að jörðin hafi verið auglýst til sölu, líkt og reglur bankans gera ráð fyrir, en Arion hefur ekki sýnt fram á það.


ŠKODA Octavia G-TEC

Fyrir náttúruna og veskið

Þú kemst lengra en borgar minna

t nú G-Tec fæs kiptur! lfs einnig sjá

ŠKODA Octavia G-TEC sameinar kosti metans og bensíns; þú nýtir íslenska orku og lækkar eldsneytiskostnað um allt að 35%. Með metantank og 50 lítra bensíntank kemstu ótrúlega langt án þess að fylla á og svo færðu líka frítt í stæði. Komdu og reynsluaktu ŠKODA Octavia G-TEC. Verð frá aðeins:

3.350.000 kr. Sjálfskiptur frá aðeins: 3.550.000 kr.

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði

www.skoda.is


4|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016

Íslenska þjóðfylkingin hársbreidd frá því að fá milljónir Stjórnmál Íslenska þjóðfylkingin er sá stjórnmálaflokkur sem mælist með næstmest fylgi af þeim flokkum sem ekki eru á þingi. Flokkurinn fær hátt í 30 milljónir frá ríkinu nái hann 2,5% kosningu. Íslenska Þjóðfylkingin er aðeins 0,3 prósentustigum frá því að fá opinbert framlag frá ríkinu, samkvæmt nýjustu könnun MMR, það er að segja, fari kosningar eins og könnunin gefur til kynna. Flokkurinn mælist með 2,2% fylgi en nái flokkurinn 2,5% þá á hann rétt á framlagi frá ríkinu.

Miðað við síðustu kosningar hefði Íslenska Þjóðfylkingin því þurft að fá tæp fimm þúsund atkvæði af 188 þúsund gildum atkvæðum. Það þýðir að Íslenska þjóðfylkingin gæti fengið um sjö milljónir á ári frá skattgreiðendum, eða 28 milljónir á kjörtímabilinu. Sú krónutala fer hækkandi með hverju atkvæði til viðbótar. Ofan á þessa upphæð eiga stjórnmálaflokkar rétt á þriggja milljón króna fjárstyrk úr ríkissjóði að loknum kosningum til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttuna. Þannig gætu skattgreiðendur greitt Íslensku þjóðfylkingunni allt

að 31 milljón á fjórum árum ef flokkurinn nær lágmarkinu, það er 2,5% atkvæða. Deilt var um fjárframlög ríkisins þegar Pétur Gunnlaugsson sakaði formann Flokks heimilanna um að stinga framlögum ríksins í eigin vasa í stað þess að greiða niður kosningaskuldir. Flokkurinn fær níu milljónir króna á ári og hefur fengið frá árinu 2013. Formaður flokksins, Kristján Snorri Ingólfsson, fór í meiðyrðarmál við Pétur Gunnlaugsson eftir að hann sakaði Kristján Snorra og bróður hans um að taka peningana og leggja inn á eigin reikning. Pétur var sýknaður

Frá kynningarfundi Íslensku þjóðfylkingarinnar síðasta vor.

þar sem það reyndist sannleikskorn í ásökunum hans. Alls fengu allir stjórnmálaflokkar, sem náðu að lágmarki 2,5% kosningu í síðustu Alþingiskosningum, 286 milljónir króna á þessu ári í

framlag frá skattgreiðendum. Þar af voru Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkurinn atkvæðamestir, enda stærstir flokka á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 81 milljón á meðan Framsókn fékk 74 milljónir. | vg

Lífeyrissjóðir fá auknar heimildir til fjárfestinga Viðskipti Eiga nú þegar nærri helming allra skráðra hlutabréfa og fá leyfi til að fjárfesta enn frekar samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

„Þetta er fyrst og fremst svo að það þurfi ekki svona marga sjóði til að koma að einstaka fjárfestingum,“ segir Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, aðspurð um af hverju íslenskir lífeyrissjóðir telja að breyta þurfi lögum um sjóðina þannig að þeir megi eiga allt að 25 prósent í einstaka fyrirtækjum og félögum. Í gildandi lögum er þetta hlutfall 15 prósent en efnahags- og viðskiptanefnd hefur lagt fram breytingartillögu á lögum um lífeyrissjóði sem felur í sér að hlutfallið verður hækkað upp í 20 prósent. „Þarna er farið bil beggja. Ég sé ekki að eitthvað mæli gegn þessu. Meginreglan er sú að lífeyrissjóðun-

Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsambands lífeyrissjóða, sér ekkert gagnrýnivert við auknar fjárfestingarheimildir lífeyrissjóðanna.

um er treyst til að meta ávöxtun og áhættu af einstaka fjárfestingum. Það er samasemmerki á milli lífeyrissjóðanna og almennings á Íslandi.“ Vegna gjaldeyrishaftanna eiga lífeyrissjóðir rúmlega 40 prósent af öllum skráðum hlutabréfum á Íslandi og mikið magn óskráðra hlutabréfa einnig. Með lagabreytingum efnahags- og viðskiptanefndar munu lífeyrissjóðirnirnir einnig geta fjárfest beint í fasteignum auk þess sem eftirfarandi setning kemur inn í lögin: „Lífeyrissjóður skal setja sér sið­ferðisleg viðmið í fjárfestingum.“ Fjárfestingaheimildir lífeyrissjóðanna munu því aukast fyrir vikið og færri sjóðir geta komið sér saman um fjárfestingar í einstaka fyrirtækjum.

Útlendingastofnun

Fær að vera lengur vegna sérfræðiþekkingar Brottför Íranans Morteza Songol Zadeh var frestað seinni partinn á miðvikudaginn, eða tólf tímum áður en það átti að vísa honum úr landi, til þess að meta umsókn hans um atvinnu- og dvalarleyfi.Morteza, sem hefur verið dæmdur til dauða í Íran fyrir að taka upp kristna trú,

er með BA próf við að túlka persnesku yfir á ensku og getur einnig túlkað farsi og arabísku. Hann er að auki með MA gráðu í enskum bókmenntum og hefur verið að læra íslensku. Verulegur skortur er á slíkum á túlkum á Íslandi.

Auglýsingasala Vegna aukinna umsvifa óskar Fréttatíminn eftir starfsfólki á auglýsingadeild. Þekking á auglýsingamarkaði er kostur en ekki skilyrði

Vinsamlegast sendið umsóknir á starf@frettatiminn.is

sími 531 3300

Eitt af atriðunum í útfærslu uppboðsleiðar Færeyinga er að 90 prósent kvótans verða leigð út til 5 eða 10 ára sem gerir langtíma samningsgerð sjávarútvegsfyrirtækja við kaupendur fisks mögulega. Óvissa með markaðssetningu fisks erlendis er meðal þeirra atriða sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur fundið að uppboðsleiðinni.

Uppboð hindrar fákeppni Stjórnmál - Færeyingar ráða nú ráðum sínum og ákveða tæknilegar útfærslur uppboðsleiðarinnar í sjávarútvegi. Vandi Færeyja í sjávarútvegi, yfirveðsetning vegna frjáls framsals kvóta og fákeppni hinna stóru, hefur líka verið vandamál á Íslandi. Færeyjar hyggjast taka upp kvótaþak til að minnka líkur á fákeppni en heimila áfram veðsetningu kvóta innan ákveðinna marka. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Færeyingar munu setja reglur um hámarkskvóta sem færeyskar útgerðir munu mega ráða yfir þegar nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi verður innleitt í landinu árið 2018. Helsta inntakið í nýja fiskveiðistjórnarkerfinu verður að tekin verður upp uppboðsleið á kvóta. Fjallað er um kvótaþakið í niðurstöðum frá sérstakri nefnd í Færeyjum sem á að koma með tillögur um tæknilegar útfærslur á innleiðingu nýja fiskveiðistjórnarkerfisins. Rætt var um tillögurnar á fundum í Færeyjum dagana 22. og 23 september. Talsverð umræða hefur verið um uppboðsleið Færeyinga á Íslandi og hafa Píratar, Björt framtíð, Viðreisn og Samfylkingin talað um að þeir flokkar vilji fara uppboðsleiðina í sjávarútvegi á meðan ríkisstjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, vilja viðhalda núverandi kerfi. Stefna Vinstri grænna í málinu er óljós. Tæknilegar útfærslur á uppboðskerfinu eru í vinnslu í Færeyjum og varpa niðurstöður nefndarinnar ljósi á hvernig uppboðskerfið verður uppbyggt. Sjávarútvegsráðherra Færeyja, Høgni Hoydal, kom til Íslands nú í september til að tala um uppboðsleiðina og sagði hann þá í viðtali við Fréttatímann að Færeyingar hefðu „sögulegt tækifæri“ til að búa til fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem

kvótinn er ekki „gefinn“ heldur boðinn upp. Kvótaþak er ekki að finna í núgildandi lögum um stjórn fiskveiða í Færeyjum og væri það því nýbreytni. Markmiðið með slíkri reglu er að koma í veg fyrir að stór sjávarútvegsfyrirtæki í landinu misnoti markaðsráðandi stöðu sína. „Reglur um kvótaþak hafa það aðalmarkmið að koma í veg fyrir að fyrirtæki misnoti markaðsráðandi stöðu sína,“ segir í niðurstöðum færeysku nefndarinnar. Færeyska nefndin setur hins vegar ekki fram hugmynd um neina ákveðna prósentu sem kvótaþakið á miðast við þar sem slíkt sé spurning sem nefndin hafi ekki forsendur til að ákvarða að svo stöddu. Ljóst er hins vegar að samþjöppun kvótans á fárra hendur í Færeyjum er vandamál þar í landi. Á Íslandi er í gildi kvótaþak sem felur það í sér að einstaka útgerðir mega ekki ráða meiru en tólf prósentum heildarkvótans í landinu. HB Grandi hefur farið yfir það hámark í gegnum tíðina en ræður nú 10,33 prósentum kvótans og er Samherji Ísland ehf. næst með 6,03 prósent. Þar með er ekki öll sagan sögð þar sem Samherji á stóra hluti í útgerðum eins og Síldarvinnslunni, auk minni útgerða, sem gerir það að verkum að óbeint eignarhald fyrirtækisins á kvóta við Íslandsstrendur verður miklu meira. Samþjöppun aflaheimilda á Íslandi hefur leitt til þess að rúmlega 50 prósent kvótans eru nú á hendi 10 stærstu útgerðarfyrirtækjanna en var rúmlega 22 prósent árið 1990. Eitt af því sem helst hefur verið gagnrýnt við upptöku uppboðsleiðarinnar á Íslandi er að sjávarútvegsfyrirtæki munu ekki geta gert langtímasamninga um sölu á fiski. Í viðtali við Stundina í byrjun árs sagði Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja til dæmis að sambærilegt markaðsstarf og nú er stundað yrði erfiðara í uppboðskerfinu. „Það verður aldrei stundað mark-

Helstu niðurstöður færeysku nefndarinnar um uppboðsleiðina:

• 50 prósent aflaheimilda leigð út til 10 ára, 40 prósent til 5 ára og 10 prósent til 1 árs *Kvótaþak sett til að koma í veg fyrir fákeppni í sjávarútvegi

• Einungis færeyskir aðilar, eða þeir sem hafa búið í Færeyjum í meira en tvö ár og eru skattskyldir þar, mega bjóða í kvótann • Veðsetning kvóta heimil en aðeins innan leigutímans á hverju tímabili aðsstarf eins og gert er í dag. Eitt er að veiða fisk, annað að framleiða fisk og þriðja er að selja fisk.“ Tillögur Færeyinganna fela það hins vegar í sér að helmingur kvótans verði leigður út til 10 ára í senn, 40 prósent til 5 ára og einungis tíu prósent til eins árs. Ef Ísland fetar uppboðsleiðina á svipuðum forsendum og Færeyingar hyggjast gera þá gætu fyrirtæki eins og Samherji gert markaðsáætlanir og samninga sem ná yfir 5 til 10 ár í senn út frá því hvort þeir fá afnotarétt af ­k vótanum. Í tillögum færeysku nefndarinnar er einnig fjallað um möguleika sjávarútvegsfyrirtækja sem fá aflaheimildir leigðar hjá ríkinu að veðsetja kvótann hjá fjármálafyrirtækjum. Ein af ástæðunum fyrir því að Færeyingar ætla að fara uppboðsleiðina er að sjávarútvegsfyrirtæki voru yfirveðsett út af viðskiptum með aflaheimildir. Í nýja uppboðskerfinu eiga fyrirtæki hins vegar að geta veðsett aflaheimildir en einungis innan þess tímaramma sem þau hafa kvótann til leigu og þurfa því að hafa gert lánin upp á leigutímanum. Þetta þarf að vera hægt, segir færeyska nefndin, til að ýta undir nýliðun í sjávarútvegi.


H:N Markaรฐssamskipti / Sร A


6|

FLUGSÆTI

FYRIR

21

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016

Frá kr.

57.950 m/morgunmat

ÁÐUR KR.

79.900 NÚ KR.

39.950

Hvað er með allt þetta uppvask hérna?

Hei! Kann einhver á þessa ryksugu?

Skelltu þér í

BORGARFERÐ Ibis Mala strana

21 FYRIR

PRAG

Og bíddu, á maður þá bara að gera þetta allt sjálfur?

Frá kr. 57.950

Bullandi vandræði hjá Landssambandi Sjálfstæðiskarla

2fyrir1

BÚDAPEST Novotel Budapest City

29. sept.- 3. okt.

21 FYRIR

Netverð á mann m.v.2 í herbergi með morgunmat. 29. september í 4 nætur.

Frá kr. 61.950 2fyrir1

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. 6. október í 4 nætur.

6.-10. október

VERONA

V

Hotel Verona Frá kr. 108.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. 20. október í 4 nætur.

20.-24. október

ENNEMM / SIA • NMNM77466

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

RÓM Hotel Eurostars International Palace Frá kr. 128.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 28. október í 4 nætur.

28. október -1. nóvember

SEVILLA Hotel Catalonia Santa Justa Frá kr. 89.700

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 11. nóvember í 3 nætur.

11.-14. nóvember

VINNUKONUR OG FÍNAR FRÚR

elferðarstefnan í landi þar sem kjósendur segjast hafa mestan áhuga á heilbrigðis- og velferðarmálum hljómar einhvernveginn svona: Börnin passa sig sjálf. Unga fólkið er skuldum vafið og gamla fólkið skrimtir ekki einu sinni á ellilaununum. Sjúklingarnir fara til læknis ef þeir hafa efni á því, annars eru þeir veikir og deyja drottni sínum fyrir aldur fram. Börn og gamalt fólk borðar næringarsnauðan og ómerkilegan mat á leikskólum og elliheimilum, meðan heilu gámarnir af niðurgreiddu lambakjöti, liggja undir skemmdum, þar sem íslenska krónan er of há til að útlendingar sýni því áhuga. Fiskurinn í sjónum er gefinn fáum útvöldum. Á meðan lækka skattarnir, sér í lagi á háar tekjur og fjármagnstekjur. Og álfyrirtæki komast upp með að fara með allan arðinn úr landi með bókhaldsbrellum meðan frumvarp sem gæti komið í veg fyrir það safnar ryki ofan í skúffu hjá fjármálaráðherra. Þegar fagurgali forystumanna flokkanna um heilbrigðis- og velferðarmál hljómar í sjónvarpi allra landsmanna, er rétt að spyrja hvað þeir hafi gert fyrir okkur hingað til. Ekki bara hvað þeir segjast ætla að

gera eftir kosningar. Auðvitað er þetta ekki svona svart. Sumir hafa efni á því að ráða fólk til að passa börnin þegar leikskólinn eða frístundaheimilið ræður ekki við hlutverk sitt. Sumt ungt fólk á foreldra sem hjálpa þeim út í lífið. Sumir aldraðir eiga digra sjóði og þurfa ekkert á ellilaununum að halda. Og sumir sjúklingar geta keypt sér betri þjónustu þegar hún fæst ekki í opinbera kerfinu. En bara sumir. Það eru bara allir hinir sem ekki búa svo vel, sem súpa seyðið af velferðarstefnunni eins og hún er í framkvæmd. Stundum er sagt að heimurinn hverfist í kringum þarfir hvítra karla á miðjum aldri. Það er sérstaklega satt þegar gengið er inn á íslensk barnaheimili og skóladagheimili en þar er nú tómlegt um að litast. Starfsmenn fást ekki til að sinna börnunum og þau eru því send heim, til foreldra sem sinna þá ekki öðru starfi á meðan, eða með lykil um hálsinn til að passa sig sjálf. Eftir að þjóðfélagið fór að rétta úr kútnum hafa margir haft uppi stór orð um markaðslaun fyrir vinnu þeirra, helst á borð við það sem er greitt fyrir sömu störf í nágrannalöndunum. Bankamenn hafa líka alla tíð fylgt því fast eftir að fá borguð ofurlaun og bónusa á borð

við það sem hæst gerist erlendis, að öðrum kosti verðum við af frábærum starfskröftum þeirra. Lögmálið um framboð og eftirspurn virðist hinsvegar ekki eiga við um þá sem passa börnin og annast gamalt fólk. Þær stofnanir skrölta nú áfram hálftómar, starfsmennirnir eru sagðir hafa f lúið annað vegna þenslu, í betur borguð störf (Og skyldi engan undra). Laun fólksins á leikskólunum, frístundaheimilum og í umönnunarstörfum, hækka ALDREI, í takt við hið helga lögmál kapítalismans. Þess vegna hrekkur maður í kút við hugmynd um að láta gamla fólkið passa börnin. Auðvitað er fallegt í sjálfu sér að leiða saman unga og gamla, en sem leið til að manna leikskóla og frístundaheimili, þegar þeir ráða ekki við hlutverk sitt, er hún skelfileg Hvenær verða börnin dubbuð upp í umönnun aldraðra? Í eina tíð, sögðu fínar frúr, að það væri skelfilegt hvað gengi illa að haldast á vinnukonum. Fæstar konur vildu vera vinnukonur til frambúðar. Það var erfitt og gaf ekki möguleika á fjárhagslegu sjálfstæði. Fólk sem fær 250 þúsund á mánuði upp úr launaumslaginu, er í sömu stöðu. Það vinnur langan og oft erfiðan vinnudag en getur ekki framfleytt sér fyrir það sem það ber úr býtum. Fólk í þeirri stöðu sem er eina fyrirvinna heimila þarf aukinheldur oft að leita á náðir velferðarkerfisins sjálft til að ná endum saman. Ef við viljum gott velferðarkerfi má ekki gleyma að gera þessi störf eftirsóknarverð með því að hækka launin. Og til þess þarf að hækka skatta og taka sanngjarnt afgjald fyrir fiskinn í sjónum og orkuna. Fyrir þorra almennings er það mun betri lausn en að láta þjónustustofnanir við börn og aldraða grotna niður, þótt sumir geti keypt sér þjónustu meðan aðrir eru settir út á guð og gaddinn.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


30%

AFSLÁTTUR AF BARNADÚNSÆNGUM 70X100 200g 100X140 400g

Dúnmjúkir dúndagar

12.990 kr 9.093 kr 16.990 kr 11.893 kr

30%

AFSLÁTTUR AF DÚNSÆNGUM NÝTT NÝTT LÚXUS

140X200 400g 19.990 kr 140x200 600g 29.990 kr 140x200 800g 39.990 kr 140x200 1000g 49.990 kr 140x220 890g 44.990 kr 200x220 1200g 58.990 kr

13.993 20.993 27.993 34.993 31.493 41.293

kr kr kr kr kr kr

100%

25%

DÚNN

ENGIN

GERVIEFNI

AFSLÁTTUR AF DÚNKODDUM

Dúnsængurnar eru fylltar með 100% hvítum dúni. Utan um sængurnar er 100% Pima bómull sem er bæði mjúk og endingargóð. Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna og því eru dúnsængurnar hlýjar, léttar og einstaklega rakadrægar. Dúnsængurnar frá Lín Design eru hólfaðar til þess að rétt magn af dúni fari í hvert hólf. Með þessu helst rétt hitastig í allri sænginni.

50X70 50X70 35x50 35x50

100% Dúnúlpa 15.980 kr 9.588 kr

Á hettunni er ekta loðskinnskragi sem hægt er að smella af. Hlý og létt heilsársúlpa fyrir börn á aldrinum 2-10 ára.

400g 14.990 kr 11.242 kr 500g 16.990 kr 12.742 kr 100g 4.990 kr 3.742 kr 200g 5.990 kr 4.492 kr

40%

AFSLÁTTUR AF DÚNÚLPUM

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


8|

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016

Hún elskaði fólkið á jaðrinum

„Hún þurfti stöðugt að berjast fyrir lífi sínu. Og fyrir myndum sínum,” segir Clara um móður sína. Myndir | Hari

Einn afkastamesti kvikmyndaleikstjóri Íslandssögunnar, Sólveig Anspach, skildi eftir sig tuttugu frumlegar kvikmyndir um litríkar persónur og mannleg málefni þegar hún lést fyrir ári. Og dótturina Clöru Lemaire Anspach sem ætlar að feta í fótspor hennar. Hún verður viðstödd sýningu hinnar stórkostlegu kvikmyndar Sundaáhrifin, sem Sólveig náði ekki sjá áður en hún lést. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Clara Lemaire Anspach stendur í anddyri Háskólabíós og skimar í kringum sig. Hún er lifandi eftirmynd móður sinnar, Sólveigar Anspach. Dökkleit og svipsterk með risastór blá augu. Kv i k my nd i n Su nd a á h r i f i n verður opnunarmynd Reykjavík International Film Festival um næstu helgi og nú á að prufukeyra hana í bíóinu. En þar sem leikstýran er látin verður Clara, dóttir hennar, viðstödd sýninguna. „Það er samt ekki ástæðan fyrir því að ég kom til Íslands,“ segir

LYKILL AÐ BETRI KJÖRUM KYNNTU ÞÉR AFSLÁTTARKJÖR VR-KORTSINS Á VR.IS

VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS

Clara á fallegri ensku með frönskum hreim. Við finnum okkur sæti í næði. „Skúli Malmquist bauð mér að vera lærlingur hjá Zik Zak kvikmyndum svo ég ákvað að slá til og vera hér í dálítinn tíma. Ég verð því með í upptökum á fyrstu kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega, sem hefjast á morgun.“ Skúli Malmquist var vinur Sólveigar og framleiddi fyrir Zik Zak síðustu myndirnar sem hún leikstýrði, þríleikinn Skrapp út, Queen of Montreuil og Sundaáhrifin. Clara hefur gegnt ýmsum hlutverkum við upptökur á kvikmyndum móður hennar og hefur kynnst samstarfsfólki hennar ágætlega. „Ég vissi nokkurn veginn hvernig hlutirnir gengu fyrir sig þegar hún var að leikstýra. Nú langar mig að sjá hvernig aðrir gera þetta, og reyna að finna mína stöðu í ferlinu.“ Fekkstu kvikmyndaáhugann í vöggugjöf? „Líklega hefur kvikmyndagerðin alltaf heillað mig en það var erfitt að viðurkenna það fyrir mömmu. Þegar ég impraði á því við hana að mig langaði að leggja hana fyrir mig, setti hún í brýrnar og sagði mér að það væri mjög erfitt. Hún varaði mig við því og reyndi frekar að draga úr áhuga mínum. Ætli hún hafi ekki vonast til að ég yrði læknir eða verkfræðingur eða eitthvað minna áhættusamt, úr því að ég var góður námsmaður. Pabbi minn kenndi heimspeki og hún vildi frekar að ég fetaði í hans fótspor.“ Mátti engan tíma missa Clara er fædd og uppalin í Frakklandi og er með franskt ríkisfang. Sem einkabarn ævintýraþyrstrar móður fékk hún að ferðast og sjá heiminn og ekki síst, kynnast öllu litríka fólkinu sem Sólveig laðaði að sér. „Við vorum mjög nánar mæðgur. Foreldrar mínir skildu þegar ég var sjö ára og upp frá því bjó ég hjá þeim til skiptis, tvær vikur í senn. Þegar ég var hjá mömmu, þá vorum við bara tvær. Við vorum alltaf saman og hún dröslaði mér með sér hvert sem hún fór. Ég fór með henni á kvikmyndahátíðir um allan heim og þó hún hafi verið að vinna þá gat

hún alltaf gert eitthvað spennandi úr ferðalaginu.“ Áhugi Clöru á kvikmyndagerð dvínaði ekki þó móðir hennar reyndi að beina henni í aðrar áttir. Eftir stúdentspróf og tveggja ára nám í bókmenntum, heimspeki og sögu, ákvað Clara að taka eitt ár í kvikmyndafræðum. Nú er hún tvítug og enn staðfastari í að spreyta sig á kvikmyndalistinni. Þú líkist móður þinni mjög í útliti. Voruð þið líkar að öðru leyti? „Ég er lík henni á margan hátt. Ætli það sé ekki aðallega styrkurinn sem hefur einkennt okkur báðar.“ Stóru bláu augun hennar fyllast tárum. „Hún þurfti stöðugt að berjast fyrir lífi sínu. Og fyrir myndum sínum. Þó hún hefði enga peninga til að gera þær, þá lagði hún samt af stað með þær. Og þær urðu til. Hún vann í fimm mismunandi handritum í einu og reyndi að dreifa áhættunni til að halda framleiðslunni gangandi. Hún kenndi mér að standa á eigin fótum og ef mig langaði til að gera eitthvað þá yrði ég að framkvæma það sjálf. Það er enginn tími til að sóa. Alltof margir horfa á lífið líða hjá og fresta því stöðugt að gera það sem þeir virkilega elska. Hún gat ekki leyft sér það.“ Tilfinningaþrungin Íslandsdvöl Sólveig var harkalega minnt á hve hverfult lífið er þegar hún gekk með sitt fyrsta og eina barn. Um það fjallaði hún í kvikmyndinni Hertu upp hugann, sem frumsýnd var í Cannes árið 1999. Það var fyrsta leikna kvikmyndin sem Sólveig leikstýrði en hún fjallar um ólétta konu sem greinist með krabbamein. Myndin fékk hlýjar viðtökur og Sólveig talaði opinskátt um að sagan byggði á hennar eigin reynslu. Clara lýsir því að hún hafi alist upp við þá yfirvofandi vá að móðir hennar gæti veikst lífshættulega. „Fólk spyr mig stundum hvort ég hafi ekki búist við því að hún myndi deyja. Ég gerði það ekki. Ég vissi að hún gæti lifað, hún var ekkert deyjandi þó hún væri stundum veik. Hún var stöðugt á ferðinni, í algjörri afneitun og hélt alltaf áfram með verkefnin sín. Ég var ekki búin undir að


7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

www.kia.com

Hönnunin er Crossover — eðlið er Hybrid Við kynnum Kia Niro Hybrid

Reynsluaktu fyrsta Hybrid bílnum frá Kia Umhverfisvitund og akstursánægja sameinast í Kia Niro, fyrsta Hybrid bílnum frá Kia. Hann er aflmikill með karakter jepplings, umhverfismildur og áreiðanlegur, leitast alltaf við að keyra á rafmagni — og eyðir aðeins frá 3,8 l/100 km í blönduðum akstri. Honum fylgir svo að sjálfsögðu hin einstaka 7 ára ábyrgð.

Komdu í Öskju og reynsluaktu Kia Niro Hybrid. Við tökum vel á móti þér. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Kia á Íslandi.

Verð frá 4.290.777 kr. Mánaðarleg afborgun 35.777 kr.* Kia Niro Hybrid — bensín og rafmagn, 3,8 l/100 km, sjálfskiptur DCT– 6 *m.v. 50% útborgun og lán í 84 mánuði með 8,75% vöxtum og árlegri hlutfallstölu kostnaðar 10,45%

Fylgdu okkur á Facebook. facebook.com/kiamotorsisland


10 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016

missa hana. Þetta var alveg jafn erfitt þó hún hafi glímt við veikindi alla tíð.“ Tárin streyma niður. Ár er liðið síðan Sólveig kvaddi og Clara er enn í mikilli sorg. „Mér datt aldrei í hug að þessi Íslandsdvöl yrði svona tilfinningaþrungin og mikill hluti af sorgarferlinu. Hér finn ég að ég á rætur. Mér finnst ég vera nær mömmu á Íslandi en í Frakklandi þó hún hafi aldrei búið hérna. Hún leit bara alltaf á sig sem Íslending og í Frakklandi var hún kynnt sem slík. Þess vegna finnst mér ég þurfa að læra tungumálið og kynnast landinu betur. Það var til dæmis stórkostlegt að fara til Vestmannaeyja, þar sem hún fæddist. Þar hitti ég vingjarnlegt fólk sem sagðist hafa þekkt mömmu, rifjaði upp sögur af henni og sýndi mér hvar hún bjó. Kannski er það þess vegna sem ég upplifi þessa Íslandsferð svona sterkt, því þetta er hennar heimur. Svo er stórkostleg tilviljun að það skuli akkúrat eiga að sýna myndina hennar þegar ég er hérna.“ Sólveig sá aldrei Sundaáhrifin Sólveig varð undir í baráttunni við krabbameinið áður en hún náði að klára sína síðustu kvikmynd, Sundaáhrifin. Á lokametrunum var hún mjög máttfarin en hélt ótrauð áfram að vinna og koma myndinni heim og saman. Hún lést þegar klippivinnan var langt komin og eftir andlát hennar tóku framleiðendur og samstarfsfólk við. „Hún sá aldrei endanlega útgáfu myndarinnar með tónlist og eftirvinnslu, en hún sá lokaklippið og var ánægð.“ Clara segist því tengjast verkinu tilfinningalega og fann hjá sér þörf fyrir að fylgja myndinni eftir. Hún var að sjálfsögðu viðstödd sýninguna á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor.

Clara er fædd og uppalin í Frakklandi og er með franskt ríkisfang. Sem einkabarn ævintýraþyrstrar móður fékk hún að ferðast og sjá heiminn og ekki síst, kynnast öllu litríka fólkinu sem Sólveig laðaði að sér.

„Ég fann svo sterkt fyrir nálægð hennar á frumsýningunni og fannst eins hún væri þarna með mér. Sýningin var mjög hátíðleg og myndin fékk frábærar viðtökur. Í mínum huga var þetta samt rosalega sorgleg stund.“ Röddin brestur og tárin koma aftur. „Mér fannst þetta vera einskonar endalok.“ Við gerum smá hlé og látum lítið fyrir okkur fara í anddyri Háskólabíós, þegar grunlausir háskólanemar taka að streyma út úr kennslustundum. Svo skellir Clara

upp úr. „Oh, ég ætlaði nú ekki alveg að missa andlitið. Það skemmtilega er að hugmyndirnar hennar halda áfram að vaxa og stækka. Það eru að minnsta kosti tvær kvikmyndir sem gætu litið dagsins ljós, ef allt gengur upp.“ Jean-Luc Gaget, samstarfsmaður Sólveigar til margra ára og meðhöfundur margra kvikmynda hennar, er að leita að peningum fyrir handriti sem þau skrifuðu saman. „Hún var vön að kalla hann eiginmann sinn í kvikmyndagerð. Hann er far-

Einfaldur og stílhreinn

inn á fullt með verkefnið og ætlar að leikstýra myndinni sjálfur.“ Ástarævintýri aldraðrar konu Svo er það annað verkefni sem Clöru liggur mikið á að segja frá. „Og það er sko svakaleg saga.“ Hún lækkar róminn og hallar sér að mér, eins og hún sé að fara kjafta frá leyndarmáli. „Myndin hefur fengið nafnið Just the two of Us, eins og í laginu með Bill Withers. Mamma skrifaði handritið með Agnes De Sacy og hafði þegar fundið leikara í aðalhlutverkin. Hún ætlaði sér að leikstýra myndinni sjálf en nú mun einhver annar taka við því. Sagan stóð henni afar nærri og hefur mikla tengingu við Ísland. Þetta er ástarsaga vel fullorðinnar íslenskrar konu sem tengdist móður minni nánum böndum. Konan trúði henni fyrir því, fyrir nokkrum árum, að hún hefði átt í ástarsambandi við lækninn hennar mömmu. Læknirinn var giftur og var rúmlega 40 árum yngri en konan. Þegar hún trúði mömmu minni fyrir þessu, var hún sannfærð um að mamma yrði hneyksluð. Þetta var sjóðheit saga um ást og kynlíf eldri konu og miklu yngri manns. En mamma hneykslaðist ekki vitund. Hún sá strax fegurðina í því að fullorðin kona upplifði sig svona aðlaðandi og ætti í svona innilegu ástarævintýri. Femínistinn móðir

mín sá meira í sögunni og ákvað að skrifa handrit sem byggði á þessari frásögn.“ Clara bendir á óteljandi sögur af eldri mönnum sem girnast miklu yngri konur, og ekki þykja mikið tiltökumál. „Að konan skyldi gera ráð fyrir því að mamma yrði hneyksluð á sambandi þeirra, lýsir vel rótgrónum hugmyndum um kynin. Það sýnir að sagan á brýnt erindi.“ Hún segir Sólveigu hafa viljað fjarlægja söguna frá raunveruleikanum með því að færa sögusviðið til Írlands. Ef allt gengur eftir verður myndin tekin þar upp og til stendur að fá konu til að leikstýra verkinu. „Mamma hreifst af fólki á jaðrinum. Fólki sem ekki endilega öðlaðist viðurkenningu í umhverfi sínu. Sem var skjön við heiminn og samfélagið. Hún kom auga á það allstaðar og sá fegurðina í því sem aðrir áttu til að fordæma.“ Svo jafnvel eftir andlát hennar halda hugmyndir hennar áfram að vaxa og fá vængi? „Já og vonandi hafa áhrif. Hún vissi að hún fengi aðeins skamman tíma á jörðinni.“ Við sammælumst um að í myndum Sólveigar megi greina ákveðin tón, um að lífið sé litríkt og gjöfult. Um fegurðina í litlum, hversdagslegum aðstæðum. Og það á sérstaklega vel við um nýjustu kvikmyndina, Sundaáhrifin, sem sýnd verður á RIFF um næstu helgi.

Hver var Sólveig Anspach?

Vönduð íslensk framleiðsla síðan 1959. Stáliðjan er gamalgróið íslenskt fyrirtæki sem framleiðir vandaða vöru fyrir heimilið og vinnustaðinn.

Verð 27.900 kr.

Fjölbreytt litaúrval.

Stáliðjan ehf - Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogi - Sími 564 5885 - www.stalidjan.is

Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach var meðvituð um að lífið væri hverfult og kepptist því við að nýta sinn tíma á jörðinni til að gera það sem hún elskaði, að leikstýra kvikmyndum. Hún lést í ágúst 2015, aðeins 54 ára gömul eftir langa baráttu við krabbamein, og var afkastamesti leikstjóri íslenskrar kvikmyndasögu. Sólveig fæddist í Vestmannaeyjum árið 1960. Hún lærði kvikmyndagerð í hinum virta La Femis kvikmyndaskóla í París og skilur eftir sig á annan tug kvikmynda og heimildarmynda. Móðir Sólveigar var Högna Sigurðardóttur arkitekt sem löngum hefur verið talin brautryðjandi á sínu sviði og var fyrsta konan til að hanna byggingu á Íslandi. Faðir hennar, Gerald Anspach, var bandarískur, fæddur í Berlín og kominn af þýskum og rúmenskum ættum. Sólveig bjó lengst af í París ásamt dóttur sinni, Clöru Lemaire Anspach. Hún leit þó ávalt á sig sem Íslending og tók upp fjölmargar kvikmyndir hér á landi. Þar á meðal hluta þríleiksins sem voru hennar síðustu verk. Hún var vel þekktur kvikmyndaleikstjóri í Frakklandi og voru myndir hennar sýndar á helstu kvikmyndahátíðum heims. Sundaáhrifin, sem var hennar síðasta kvikmynd, var frumsýnd í Cannes í vor. Jafnvel eftir andlát Sólveigar halda hugmyndir hennar áfram að vaxa og dafna. Að minnsta kosti tvær kvikmyndir sem hún vann að áður en hún lést, stendur til að framleiða og kvikmynda af samstarfsfólki hennar á næstu misserum. Þar á meðal er afar óvenjuleg ástarsaga sem byggir á reynsluheimi konu sem tengdist Sólveigu fjölskylduböndum. Í viðtali Le Monde við Sólveigu Anspach í upphafi ársins 2014, var hún spurð að því hvað drifi hana áfram. „Kannski það að ég veit, eins og allir aðrir, að lífið getur endað skyndilega. Ég hugsa, held ég, einfaldlega meira um það en aðrir.“


NÝTT OG HLÝTT

FJALAR/FÍFA Hlý og létt PrimaLoft® úlpa með góðri vatns– og vindvörn. Hentar jafnt í fjallaferðir sem innanbæjar. 39.990 ISK

HRAFN 34.990 ISK

GNÁ/GNEISTI Létt og slitsterkt PrimaLoft® vesti fyrir vetrarhlaupin, hjólreiðarnar eða útileguna. 27.990 ISK

AGNAR/ÖGN Léttur og þægilegur jakki, fylltur með gæsadúni. Góð útivistarflík sem hentar einnig daglegu rölti.

D R ES S COD E I C E L A N D

49.990 ISK www.cintamani.is | Bankastræti 7 | Aðalstræti 10 | Austurhraun 3 | Smáralind | Kringlan | Akureyri


ÚRVAL FERÐA Í HAUST OG VETUR

NÓVEMBER OG DESEMBER 2016

HELGARFERÐ 24. - 27. NÓVEMBER 2016

AÐVENTUFERÐIR

BLACK FRIDAY!

Berlín er af mörgum kölluð "New York" Evrópu. Þeir sem til þekkja segja að það sé hægt að finna allt í Berlín. Komdu með okkur í helgarferð til Berlínar. Fararstjóri; Marie Krüger

Löng helgi í Dublin, eiga ljúfar stundir í góðra vina hópi, upplifa ekta írska menningu og versla jólagjafir við Grafton Street. Fararstjóri; Helgi Daníelsson, Skemmtanastjórar Svali og Svavar

BERLÍN 77.900

Í Ð R E V R FRÁBÆ G VETUR O HAUST .IS U U Á KÍKTU

DUBLIN 89.900

VERÐ FRÁ KR. *á mann í tvíbýli með morgunverði.

VERÐ FRÁ KR. *á mann í tvíbýli með morgunverði.

KANARÍ / HÁLFT FÆÐI

3. – 16. NÓV.EMBER 2016

ALLRA SÍÐUSTU SÆTIN

SKÍÐAFERÐIR Í VETUR 2017

BANGKOK - HUA HIN

SKÍÐAFERÐIR

Ferð sem sameinar strandalíf við fagra strönd og upplifun á framandi slóðum. 8 nætur á Hua Hin og 3 nætur í Bangkok. Fararstjóri; Kristján Steinsson ALLRA SÍÐUSTU SÆTIN.

Hinar vinsælu skíðaferðir til Madonna eru komnar aftur í sölu. Madonna er einn þekktasti skíðabær Ítalíu, úr miðbænum er stutt í lyftur og kláfa. Fararstjóri; Níels Hafsteinsson

THAILAND 298.900

VERÐ FRÁ KR. á mann í tvíbýli með morgunverði.

MADONNA

Enska ströndin

IFA BUENAVENTURA HHH

5. - 12. OKTÓBER

99.900

VERÐ FRÁ KR.* *á mann m.v. 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði.

KANARÍ

129.900

VERÐ FRÁ KR. á mann í tvíbýli með morgunverði.

NÁNAR Á UU.IS

GOLFFERÐIR - ALLT INNIFALIÐ

Meloneras

COSTA MELONERAS HHHH

28. SEPT. - 5. OKT.

99.900

KR.* VERÐ FRÁ *á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn tvíbýli með morgunverði. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 112.100 kr.

INNIFALIÐ Í VERÐI HJÁ ÚRVALI ÚTS

ÓTAKMARKAÐ GOLF - HAUSTFERÐIR ALICANTE PLANTIO GOLF RESORT

199.000

VERÐ FRÁ KR.* *á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð.

Lúxus íbúðir, flottur skógarvöllur við Alicante borg og allt innifalið í mat og drykk! Ótakmarkað golf. Reyndir íslenskir fararstjórar. ALLT INNIFALIÐ. SJÁ NÁNAR Á UU.IS

ER ÞINN HÓPUR AÐ LEITA SÉR AÐ FERÐ? VIÐ SJÁUM UM FERÐINA FYRIR YKKUR, HAFIÐ SAMBAND VIÐ OKKUR Á HOPAR@UU.IS *Athugið, með fyrirvara um prentvillur.


ÞETTA ER RÉTTI TÍMINN TIL AÐ SKELLA SÉR Í SÓLINA! VERÐ FRÁ 49.900 KR. Enska stöndin

APARTMENTOS TENEGUIAA HH 28. SEPT. - 5. OKT.

49.900

Los Cristianos

SUITES AT BEVERLY HILLS HHH

La Caleta

8. - 15. OKTÓBER

99.900

VERÐ FRÁ KR.* *á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 58.900 kr.

VERÐ FRÁ KR.* *á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 116.900 kr.

KANARÍ

TENRIFE

Enska Ströndin

CORONA BLANCA HHHH

Playa de las Americas

12. - 19. OKTÓBER

59.900

VERÐ FRÁ KR.* *á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í íbúð með einu svefnherbergi. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 67.900 kr.

TENRIFE/ HÁLFT FÆÐI

TENRIFE

H10 LAS PLAMERAS HHHH

26. OKT. - 2. NÓV.

129.900

VERÐ FRÁ KR.* *á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í tvíbýli með hálfu fæði. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 131.300 kr.

TENRIFE - NÝTT

GAR KYNNIN Ð VER

Los Cristianos

LA SIESTA HHHH

29. OKT. - 2. NÓV.

75.900

KR.* VERÐ FRÁ *á mann m.v. 2 fullorðna og 1 barn í tvíbýli með morgunverði. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 81.100 kr.

GRAN OASIS RESORT HHHH

15. - 22. OKTÓBER

119.900

KR.* VERÐ FRÁ *á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með tveimur svefnherbergjum.

SÝN ER FLUG, GISTING, ÍSLENSK FARARSTJÓRN, FLUGVALLASKATTAR, FERÐATASKA OG HANDFARANGUR. BENIDORM / HÁLFT FÆÐI

Benidorm

HOTEL BALI

HHHH

69.900

ALICANTE

Alicante

4. - 7. OKTÓBER

VERÐ FRÁ KR.* *á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli með hálfu fæði. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 76.500 kr.

PLANTIO RESORT

99.900

HHHH

ALBÍR

Albir

11. - 18. OKTÓBER

KR.* VERÐ FRÁ *á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með tveimur svefnherbergjum. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 134.500 kr.

ALBIR PLAYA HHHH

69.900

25. - 30. OKTÓBER

VERÐ FRÁ KR.* *á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í tvíbýli með °morgunverði. Verð á mann m.v. 2 fullorðna 77.100 kr.

Ath. Gildir aðeins með nýjum bókunum.

KANARÍ


14 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016

Í Skrapatungurétt fékk sonurinn brjóst í vegkantinum á meðan pabbi Kristian hélt í tauminn á hesti Dagnýjar. Hrossið reyndi á meðan að finna sér eitthvað að naga og kippti í tauminn frekar hastarlega. Myndir | Alda Lóa

„Nau, sjáiði þennan jarpa klár þarna“ Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, skellti sér í Skrapatungurétt um síðustu helgi. Jóna, sem er öllum hnútum kunnug, leiddi okkur í gegnum daginn sem endaði um kvöldið á balli í Félagsheimilinu á Blönduósi. Alda Lóa Leifsdóttir og Jóna Fanney Friðriksdóttir aldaloa@frettatiminn.is

Skrapatungurétt er rétt fyrir utan Blönduós. 15 heimamenn smöluðu 350-400 hrossum niður í Kirkjuskarðsrétt. Þar bættist í hópinn fleira hestafólk, sveitungar, venslafólk og gestir en síðast rak hópinn röð af járnfákum sem silaðist eftir grýttum malarslóðanum í Laxárdal niður í Skrapatungurétt. Kærustuparið Guðlaug og Haukur Hópreiðin hefst hjá Guðlaugu Jónsdóttur á Strjúgsstöðum sem starfar á Landspítalanum í Reykjavík en reynir að komast norður eins oft og hún getur. „Börnum mínum og barnabörnum í bænum finnst nú stundum alveg nóg komið af þessum ferðum mínum hingað norður,“ segir Guðlaug og hlær. Guðlaug og

deginum á undan og skilið þau eftir yfir nóttina í gerðinu. Fjallskilastjórinn Anna Margrét Stóðhestasmölun krefst mikillar skipulagningar. Fjöldi hrossa sem sótt eru í Laxárdalinn er í kringum 350-400 og smöluninni sinna um 15 manns. Fjallskilastjóri er sá sem er í forsvari fyrir því að allt gangi vel fyrir sig. Anna Margrét Jónsdóttir, tvegg ja barna móðir og bóndi á Sölvabakka, er fjallskilastjóri þetta árið. „Við vorum komin í hnakk klukkan 6 um morguninn og skiptum okkur í hópa eftir svæðum. Minn hópur smalaði svæðið frá Grjótárbotnum í gegnum Litla Vatnsskarð út að Vesturárskarði. Þar mættum við öðrum gangnamannahópi sem smalaði sunnanmegin. Og þaðan var allt stóðið smalað niður í Kirkjuskarðsrétt,“ segir Anna Magga okkur. Ljóst er að þarna er mikill kvenskörungur á ferð og í fjarska sést þessi harðduglega kona taka rösklega í nefið, eins og bændum sæmir. Rækja á hesti Ekki er laust við að það blási smá loft í suma sem hnarreistir sitja mestu gæðingana. Einn þeirra

„Nei, andskoti er að sjá þig maður, getur þú ekki setið hestinn þinn betur. Að horfa á þig er eins og að upplifa rækju sitja hest.“ kærastinn, Haukur Pálsson hrossaræktarbóndi á Röðli, ríða síðust frá Strjúgsstöðum. Þau loka hliðinu og reka hópinn sem er farinn yfir hæðina á leið sinni í Kirkjuskarðsrétt. Margir höfðu komið keyrandi með hrossin sín að Strjúgsstöðum

tekur tilhlaup við hrossið og rennir sér mjúklega í hnakkinn aftan frá. Sirkus Geira Smart hefði ekki haft roð við þessu. Aðrir eru minna svalir í Laxárdalnum og lítt vanir reiðmennsku. Þétt er haldið um taumana og einbeitingin við

Dagurinn endar á balli í félagsheimilinu og lagið „Mustang Sally“ hljómar út á götu.

„Það er nauðsynlegt að mæta á ballið í kvöld, það er hluti af stóðréttarstemningunni,“ segja systurnar í kór, þær Sara og Ragnheiður Kristjánsdætur frá Blönduósi.

að vera í sambandi við hrossið er algjör, þessir reiðmenn brosa vandræðalega þegar horft er í átt til þeirra. Vanari reiðmenn setja í fagurt tölt þegar þeir finna augu beinast að sér og enn aðrir gefa lausan tauminn og öskra „hííjaaa“ líkt og sigurvissir índíjánar á leið í orrustu. Góðlátlegt grín fer að heyrast æ oftar eftir því sem líður á reiðina og um leið minnkar í pyttlunni. Pissustoppum fjölgar. „Nei, andskoti er að sjá þig maður, getur þú ekki setið hestinn þinn betur. Að horfa á þig er eins og að upplifa rækju sitja hest.“ Og svarið sem

þessi fær: „Elsku kúturinn minn, far þú nú að hugsa betur um hrossið þitt sem er skeifulaust á aftari hægra fæti.“ Æ t t f r æ ði n g a r n i r hor f a á hrossin með sínum aug um. „Nau, sjáiði þennan jarpa klár þa r n a? Und a n hver ju m er hann?“ „Jahá, undan Gammi frá Steinnesi og undan hvaða meri?“ Hestamenn eru með bjútískalann á hreinu, beinabyggingu, geðslag, fimi og allt hvað þetta heitir. En í augum leikmannsins eru allir hestar fallegir.

Hestamenn eru með bjútískalann á hreinu, beinabyggingu, geðslag, fimi og allt hvað þetta heitir. En í augum leikmannsins eru allir hestar fallegir.

Kirkjuskarðsrétt Fyrsti áningarstaðurinn er Kirkjuskarðsrétt. Þar mætast gangnamenn með hrossastóðið, hátt í 400 hross og ferðalangar sem lögðu af stað frá Gautsdal eða Strjúgsstöðum. Þar er áð í allgóðan tíma. Bitið er í samlokur og gott að velgja sér á kakói. Margir bæta kakóið með dreitli úr pela. Enn öðrum finnst kakóið óþarfi og láta pyttluna ganga sín á milli og fjallkóngurinn tók lagið „Ó María mig langar heim“ og hópur reiðmanna í stíg-


Verðlaunabíllinn

E N N E M M / S Í A / N M 76 6 3 2

Hyundai i10

50.000 KR. KAUPAUKI!

Öllum nýjum Hyundai i10 fylgir 50.000 kr. bensínkort í september.

OPIÐ Í DAG FRÁ 12-16

Nýr Hyundai i10 hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir glæsilega hönnun og frágang. Hyundai i10 er án efa einn skemmtilegasti smábíllinn á markaðnum. Blaðamenn sem prófuðu nýjan Hyundai i10 voru á einu máli um að hér væri á ferðinni einstakur smábíll í hæsta gæðaflokki.

Hyundai i10 – Verð frá 1.890.000 kr.

Comfort útgáfa verð 2.090.000 kr. / upphitað leðurstýri / upphituð sæti / upphitaðir rafdrifnir speglar /rafdrifnar fram- og afturrúður / ESP stöðugleikastýring / hljómtæki með geislaspilara, MP3 afspilun, USB og iPod tengi. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára verksmiðjuábyrgð. *Viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.

Hyundai / Kauptúni 1 / Sími 575 1200 / www.hyundai.is


16 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016

vélum og reiðbuxum tók undir með honum. En sá sem þýðist aðeins eigin rödd var líka mættur og með gali sínu yfirgnæfði hann útfærslu litla kórsins í kringum fjallkónginn á þessu vinsæla lagi. En hver í ósköpum er þessi María? Galsafengin hestamennska „Það eru fáir sem ná að lifa af hrossarækt eingöngu. Þetta er ákaflega tímafrek atvinnugrein og að mestu er það óbilandi áhugi á hrossum og ástríðan sem rekur fólk áfram. Allflestir hér í sveitinni eru með þetta sem hliðarbúgrein og starfa við annað meðfram. Hjónin Guðlaug og Jón Ragnar, eða Gulla og Nonni eins og allir þekkja, eru þó undantekning og reka hestaleiguna Galsa á Blönduósi. „Við riðum fyrsta daginn með hópi af íslenskum ferðamönnum frá Húnaveri og upp í Þverárdal og þaðan yfir í Gautsdal. Frá Gautsdal riðum við síðan yfir í Kirkjuskarðsrétt þar sem við sameinuðumst öðrum ferðalöngum og gangnamönnum,“ segja þau hjón okkur og halda áfram. „Þetta er vinna og mikil fjárfesting, t.d. í hnökkum og reiðtygjum. Svo þarf auðvitað að járna öll þessi hross. En þetta er mjög skemmtilegt og við erum ákaflega ánægð með að aðsóknin í hestaleiguna okkar (aðallega á sumrin) hefur aukist um 100% frá því í fyrra. Það er gefandi að standa í þessu öllu og þetta skilar sér í ákaflega glöðum viðskiptavinum sem hreinlega bara knúsa mann í bak og fyrir eftir reiðtúrana,“ segja þau Gulla og Nonni og eru rokin af stað í að sinna hópnum sínum. Sumarhýran Tveir ungir menn vappa í kringum hestinn Svala sem er orðinn 25 ára og er bundinn í múl. Þeir setjast á hann berbakt til skiptis og klappa honum og mæra gott geðslagið. Fleiri karlar blanda sér í hópinn og virða Svala fyrir sér og skiptast á lýsingarorðum um útlit og karakter. Svali er frekar hissa eftir öll þessi ár að fá skyndilega svona ómælda athygli, en hann hefur varla þurft að ganga við skeifu síðan hann skildi við eiganda sinn fyrir 22 árum. Svali var bara folald og Brynjólfur unglingur þegar sá síðarnefndi fékk hann í vinnulaun um haustið eftir

15 smalamenn ráku 350 hross niður í Kirkjuskarðsrétt um síðustu helgi, sem höfðu notið sumarsins í Laxárdal.

gott sumar á Geitaskarði. Svali fór hinsvegar hvergi og varð eftir í umsjá Sigurðar frænda Ágústssonar á Geitaskarði á meðan Brynjólfur Stefánsson, eða Bryn eins og hann er kallaður í New York af kollegum sínum hjá Stanley Morgan, fór út í heim að mennta sig og vinna í viðskiptageiranum á Manhattan. Svalur hafði notið sumarsins í Laxárdal þetta árið eins og svo mörg önnur hross og kom því með stóðinu niður í Kirkjuskarðsrétt. Siggi frændi tók sig til og járnaði hestinn á staðnum. Það mátti lesa úr andliti Brynjólfs að hann var ekki alveg jafn yfirmáta ánægður með þetta ráðslag og Siggi frændi, en það var augljóst að Brynjólfur hafði ekki annað val en að taka upp þráðinn við Sval og ríða hon-

Pinex® Smelt

Munndreifitöflur

H V Í TA H Ú S I Ð / A c t a v i s 5 1 1 0 7 2

250 mg

„Það er líkt og óklárað verk að mæta ekki á ballið í Félagsheimilinu í kvöld.“ um niður í Skrapatungurétt. Í Skrapatungurétt, þegar allt var yfirstaðið, brosti Brynjólfur hringinn og reiðin á Svala gamla gekk vel, „eins og í sögu“. Hestahvíslarinn „Hestahvíslarinn“ Una Ósk Guðmundsdóttir, sem fermdist í fyrra og stundar nám við Grunnskólann á Blönduósi, gæti vel verið systir Sölku Völku ef hún væri skáldsaga. „Una er mögnuð segir Edda Vigdís, stöðvarstjórinn á N1 á Blönduósi. „Una hefur einstakt lag á hestum og er þegar byrjuð að temja. Hún hefur alltaf verið á hesti, ég man eftir henni sem litlu barni ríðandi berbakt en hún er mikið „talent“ og á þetta milliliðalausa samband við hestinn sinn. Una geislar af himneskri hamingju og það er dagsatt að það dró frá sólu í fyrsta sinn á þessum degi þegar Una birtist í Skrapatungu eftir reið dagsins með Guðmundi, pápa sínum, sem nælir sér í flís af hákarli. En það eru hjónin í Skrapatungu, þau Benedikt og Guðrún, sem eru svona gestrisin og hafa alltaf opið hús fyrir reiðmennina á þessum síðasta áfangastaða dagsins. Bolla og hárkarl í boði hjónanna í Skrapatungu.

Stelpurnar í anddyrinu búa sig undir að stíga á dansgólfið í félagsheimilinu á Blönduósi í lok annasams dags í réttunum.

Brjóstagjöfin í miðri reið Fjölmiðlafólkið frá Kaupmannahöfn, þau Dagný Kristjánsdóttir ættuð frá Breiðavaði og Kristian Jensen frá Árhúsum, tóku þátt í réttunum með hálfs árs gamlan son sinn. Að vísu hossuðust feðgarnir í bíl á eftir Dagnýju sem reið á eftir stóðinu í gegnum þetta hrjóstruga landslag sem er ekki sjálfgefið að nokkrum þyki fallegt nema hinn sami hafi alist hérna upp og bundist þessum þúfum af samúð og væntumþykju yfir tryggð þeirra um að láta kyrrt liggja þrátt fyrir að sveitastúlkan komi æ sjaldnar að vitja þeirra. Foreldrarnir og „lillemand“, sem búa á Nörrebro í Kaupmannahöfn, skruppu heim í haustið til þess

að sýna íslensku fjölskyldunni á Breiðavaði nýja manninn og þá var ákveðið að skella sér í réttirnar. Dagný reið á hestinum sínum og Kristian keyrði á eftir með „lillemand“. Fjölskyldan sameinaðist á áningarstöðum og Dagný fann næstu laut og skellti „lillemand“ á brjóst. Systurnar Reiðtúrinn sjálfur endar í Skrapatungurétt þar sem hrossin bíða yfir nótt þar til réttað verður að morgni sunnudags. „Það er nauðsynlegt að mæta á ballið í kvöld, það er hluti af stóðréttarstemningunni,“ segja systurnar í kór, þær Sara og Ragnheiður Kristjánsdætur frá Blönduósi. Sara en nýflutt aftur heim eftir nám fyrir sunnan og er nýtekin við stöðu félagsmálastjóra sýslunnar og Ragnheiður býr með sjómanni og börnum í Grundarfirði. „Það er líkt og óklárað verk að mæta ekki á ballið í Félagsheimilinu í kvöld.“ Lýkur dagsverkinu með trukki Trukkarnir standa á sviðinu í gamla félagsheimilinu á Blönduósi. Allt eru þetta bændasynir úr sveitinni, utan einn sem er frá Blönduósi og spilar á harmónikku og hljómborð. „Sveitarfélögin fjögur í sýslunni ættu að taka sér þessa drengi til fyrirmyndar og sameinast. Það yrði meira trukk í því fyrir íbúa svæðisins,“ segir einn aðdáandi hljómsveitarinnar.

„Hestahvíslarinn“ Una Ósk Guðmundsdóttir fermdist á síðasta ári og er þegar byrjuð að temja hestana í sveitinni.

„Komdu sæll og blessaður“ Lagið „Mustang Sally“ hljómar frá Trukkunum og fólk flykkist á


FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016

| 17

Fjallskilastjórinn, Anna Margrét Jónsdóttir, að loknum göngum í Skrapatungurétt.

dansgólfið. Fleiri þekkt lög fylgja í kjölfarið. „Nú er ég léttur“, eftir kónginn sem býr í sveitarfélaginu hinum megin við Þverárfjallið, fylgir í kjölfarið. Allt ætlar um koll að keyra þegar Trukkarnir taka Stuðmannaslagarinn „Komdu sæll og blessaður“. Það fjölgar á dansgólfinu þegar líður á kvöldið. Pólverjar sem starfa í sláturhúsinu og hjá Vilko á Blönduósi eru einnig mættir á dansgólfið með sínum slavneska takti. Á þessu kvöldi í lok rétta dansa allir saman og ekki er annað að heyra að en að heimafólkið fagni gestum og Pólverjum og öllu sem hressir upp á margbreytileika bæjarfélagsins.

 Fleiri myndir á frettatiminn.is

Michelsen_200x151_M116400GV_NEWSP_LOGO_ICEL_0816.indd 1

30.08.16 15:46

SUMARTILBOÐ Á GESTAHÚSUM OG GARÐHÚSUM

34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 4,4m² kr. 169.900,- án fylgihluta

www.volundarhus.is

kr. 199.900,- m/fylgihlutum

VH/16- 03

50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustustöðvar Flytjanda. 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 4,7m² m/opnanlegum glugga

GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður 70 mm bjálki / Tvöföld nótun

VERÐTILBOÐ - GESTAHÚS 25 m² með 9 m² yfirbyggðri verönd kr. 1.699.900,- án fylgihluta. kr. 1.999.900,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti.

Vel valið fyrir húsið þitt volundarhus.is · Sími 864-2400

Grunnmynd og nánari upplýsingar á heimasíðu volundarhus.is

kr. 189.900,- án fylgihluta kr. 219.900,- m/fylgihlutum

Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði

á heimasíðunni volundarhus.is

ATH! 34 mm bjálki / Tvöföld nótun

TILBOÐ - GARÐHÚS 9,7m² kr. 299.900,- án fylgihluta kr. 359.900,- m/fylgihlutum


18 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

Leikhópunum Kriðpleiri er ekkert mannlegt óviðkomandi. Þeir Árni, Friðgeir og Ragnar sviðsetja sjálfa sig til að takast á við stórar spurningar. Núna á að spyrja um sjálfa ævi mannsins.

Myndir | Hari.

Ýktar útgáfur af góðum vinum Í leikhópnum Kriðpleir er að finna launfyndna leikhúsmenn. Í verkum hópsins, sem dansa á mörkum raunveruleika og tilbúnings, er fjallað um stór og snúin efni, sjálfsstyrkingu og óvissu, djúpar krísur og angist, dularfullan dauðdaga Jóns Hreggviðssonar og nú tæklar hópurinn ævisöguna, Ævisögu einhvers. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

FLOTTU AFMÆLISTERTURNAR FÁST HJÁ OKKUR Skoðið úrvalið á

o k k ar b ak ar i.i s

Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari

Á þungbúnu síðdegi í miðborg Reykjavíkur er verið að smíða leikverk í yfirlýstu bakherbergi í húsi við Tjörnina. Þetta er greinilega krefjandi hópvinna. Á gulum veggjum hanga alls konar teikningar, skýringar- og stemningsmyndir. Þarna er verið að rissa upp hugleiðingar, drög að einhvers konar söguþræði og velta vöngum yfir sviðsmynd og þeim andblæ sem á að kveikja með verkinu. Fæðingin gengur hægt en örugglega fyrir sig. Þarna eru á ferðinni fjórir menn sem hafa á undanförnum árum vakið nokkra athygli í íslensku leikhúsi fyrir sérstæðar og óvenjulegar sýningar. Það eru meðlimir í leikhópnum Kriðpleir. Þeir þrír sem koma fram í sýningum hópsins eru Ragnar Ísleifur Bragason, Árni Vilhjálmsson og Friðgeir Einarsson, en úti í horni situr síðan Bjarni Jónsson sem hefur komið að verkum hópsins sem leikstjóri og er partur af hópnum. Krísa, ný og góð Kriðpleir er forvitnilegur leikhópur, sem hefur náð að gera sér mat úr persónum meðlimanna á sviðinu sérstakan hátt. Mörkin milli sviðspersónunnar og persónu leikarans eru hæfilega óskýr og eiga líka að vera það. Þannig myndar hver einstaklingur hópsins einhvern þráð sem þróast og breytist milli sýninga. Með þeim hætti fara áhorfendur hægt og rólega að læra inn á hverja persónu. Síðustu mánuði hefur leikhópurinn sýnt sýninguna Krísufund fyrir gesti heima og heiman. Næstu daga liggur leiðin á leiklistarhátíð í Dublin með verkið, sem var að hluta til viðbragð hópsins við kröfum um endurnýjun í hugsun sinni og aðferðum. Kveikjan að Krísufundi voru orð gagnrýnenda um að meðlimir hópsins væru farnir að endurtaka sig full mikið á sviði.

„Krísan leystist ekki beinlínis með Krísufundinum,“ segir Friðgeir Einarsson. „Hún er þannig séð viðvarandi og gefandi því við erum á því að krísan sem slík sé mjög skapandi fyrir listamenn. Við beinum því sjónum okkar annað og þá verður bara til önnur krísa þegar við erum komnir á bólakaf að reyna að átta okkur á nýju viðfangsefni. Hin krísan er svo sem enn í gangi, þær ganga bara samhliða krísurnar.“ Hver segir svo að listin sé ekki snúin glíma? Ævisaga einhvers Nýtt verkefni kallar á ný vandamál. Nú er það ævi fólks sem Kriðpleir beinir sjónum að. Verkið sem nú er að taka á sig mynd á Tjarnargötunni ber heitið Ævisaga einhvers og verður frumsýnt 12. nóvember í Tjarnarbíói. „Þarna erum við að reyna að finna f löt á því hvernig okkar ævisögur verða til,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason. „Ekki ævisögur okkar þriggja á sviðinu, heldur ævisögur okkar manneskjanna. Við viljum skoða hvernig við framreiðum ævisögurnar og setjum þær fram fyrir okkur og aðra.“ Friðgeir segir þá félaga hafa byrjað á því að stúdera þetta form sem Íslendingar elska, skrifaðar og útgefnar ævisögur. „Við vorum forvitnir um það af hverju svo virðist sem nánast annar hver maður hafi skrifað og gefið út ævisögu sína, í það minnsta á ákveðnu tímabili. Þetta hefur síðan þróast meira í áttina að því að skoða hvernig við erum alltaf að framleiða frásögnina um okkar eigið líf. Þannig erum við að búa til sögur um það hvað hafi komið fyrir okkur, til dæmis í æsku, og nota það til að útskýra atburði í nútíðinni.“ Það er ekki svo að þeir félagar í Kriðpleir séu bara með hugann við stórmenni sögunnar. „Hvers-

Tveir vinir um þann þriðja meðan hann er í burtu

Ragnar Ísleifur Bragason Árni: „Ragnar er viðkvæmur og mjög næmur. Með fyndnari mönnum, eiginlega fyndinn í verunni, án þess endilega að ætla sér það alltaf. Mikil íþrótta- og fjölskyldumaður.“ Friðgeir: „Hann er með gott auga fyrir smáatriðum og finnur fallega hluti í hinu smáa. Svo er hann með mjög stórt hjarta og mjög tilfinninganæmur.“

Friðgeir Einarsson Ragnar: „Friðgeir er glaðvær og mikill húmoristi en sumir halda stundum að hann sé reiður. Mjög gagnrýninn á sjálfan sig en góður vinur.“ Árni: „Mjög greindur maður. Pottþéttur og áreiðanlegur. Honum finnst oft óþægilegt að taka stjórnina og þá bara segir hann það bara.“

Árni Vilhjálmsson Ragnar: „Árni er mjög glaðvær maður. Ég hugsa mikið um andlitið sem er svo bústið og brosandi. Góður drengur.“ Friðgeir: „Yndislega þenkjandi. Hann er loftið í samstarfinu, getur verið dálítið svífandi. Hann dettur stundum út en kemur aftur með skarpa rýni á það sem við erum að gera.“


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. september 2016

dagsleikinn hefur verið okkur hugleikinn,“ segir Ragnar Ísleifur og Bjarni Jónsson leikstjóri tekur undir og bendir á að við séum allt of gjörn á að horfa á ævisögur sem röð hápunkta sem hægt sé að raða eins og perlum á perlufesti, en lífið sé yfirleitt með nokkuð öðrum hætti og kannski fábreyttara. „Í rauninni eyðum við mestum tíma ævinnar í hversdagsleikann, sem er auðvitað partur af ævi okkar og tekur upp alveg ótrúlegan tíma. Búðarferðir og svefn, má nefna sem dæmi,“ segir Bjarni og Friðgeir bætir við að stundum þurfi fólk líka að láta flytja þvottavél á milli húsa. Vissulega er það viðburður sem getur bæði boðið upp á drama eða kómík. Fyrir þá sem hafa áhyggjur af gráma hversdagsleikans í eigin lífi hafa þeir í Kriðpleir jákvæðar fréttir að færa. „Okkar kenning er sú,“ segir Árni Vilhjálmsson, „að ævi allra sé áhugaverð. Það sé hægt að gera áhugaverða ævisögu um alla.“ Það sama hlýtur þá líka að gilda um „einhvern“, nokkurs konar samsuðuhugmynd um manneskju. Hugmyndavinna um skrítið líf Á Tjarnargötunni hanga á veggjum alls konar línuteikningar og orðasúpur sem gefa dularfullar vísbendingar um það hvert Kriðpleir er að reyna að komast áfram í Ævisögu einhvers. „Ef við vissum það hvernig verkin okkar verða til, þá værum við búnir með það,“ segir Friðgeir um glímuna við að smíða nýtt verk. Hinir hlæja, þeir hlæja nokkuð mikið þessir menn. Árni segir þá félaga líka tala mikið saman um efniviðinn, skrifa ýmislegt niður og drekka mikið kaffi milli þess sem töflufundir eru haldnir þar sem Friðgeir heldur yfirleitt á tússpennanum. „Síðan þegar við föttum að við erum búnir að tala mikið og lítið er búið að gerast þá tökum við kipp þegar einhver segir: „Jæja, núna þurfum við að fara að búa til eitthvað atriði eða eitthvað. Við getum ekki bara setið hérna og drukkið kaffi.““ Í tengslum við nýju sýninguna hafa þeir félagar líka sett sér markmið um að taka viðtöl við hundrað Íslendinga um atriði úr lífi þeirra. „Ætlunin er þá að safna efni sem væri hægt að nota í ævisögu hvers og eins þeirra einstaklinga og sýn-

| 19

Í rannsóknum sínum fyrir Ævisögu einhvers tekur Kriðpleir viðtöl við 100 einstaklinga, og spyr m.a. þessara spurninga: Hvert var uppáhalds leikfangið þitt í æsku? Hvað er það merkilegasta sem þú hefur gert eða upplifað á þinni ævi? Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Hver er leiðinlegasta vinna sem þú hefur unnið? Hver er mikilvægasti hlutur sem þú átt? Hvað gerist þegar maður deyr? Hvað er það síðasta sem þú gerir á kvöldin? Ef þú vilt taka þátt í að skapa Ævisögu einhvers máttu gjarnan senda þín svör, eða hvað annað sem tengist þinni ævi, á kridpleir@gmail.com.

ingin verður því einhvers konar samanlögð niðurstaða úr því. Við erum að hitta fólk og hringja í fólk sem býr á Íslandi til að ná þessum viðtölum. Það hefur nú þegar gefið okkur eitt og annað áhugavert,“ segir Friðgeir. „Það er bara svo áhugavert að tala við fólk og heyra hvað það hefur að segja,“ segir Ragnar. „Einfaldar spurningar geta leitt ýmislegt í ljós, eins og til dæmis „hvert færðu póstinn þinn sendan?“ Þá fer fólk bara oft á heilmikið flug og þá kemur bara í ljós að líf allra er frekar áhugavert og svona furðulegt einhvern veginn. Kannski er maður bara hættur að taka eftir því hvað líf manns er skrítið og undarlegt. Svo koma auðvitað inn í þetta gleði og sorgir, en það er ekki endilega það sem við viljum fjalla mest um.“

Á undirbúningstímabilinu iðka félagarnir í Kriðpleiri bæði andlegar og líkamlegar æfingar.

Snúin verkefni – sérstakt leikhús Það er ekkert hlaupið að því að lýsa sýningum hjá Kriðpleir fyrir þeim sem ekki hafa séð þær. Sýningarnar eru orðnar fjórar frá því að hópurinn hóf göngu sína árið 2012. Á heimasíðu hópsins segir að hann taki „að sér að miðla yfirgripsmiklu efni á skýran og einfaldan hátt, hversu vonlaust sem verkefnið er.“ Því hefur hópurinn gripið til fyrirlestrarformsins og með hjálp þess tæklað eitt umfjöllunarefni í hverri sýningu. Í forgrunni eru alltaf þessir þrír menn: Friðgeir, Ragnar og Ísleifur. „Þetta eru samt kannski ekki alveg við í þessum verkum,“ segir Friðgeir þegar þeir félagar eru beðnir um að lýsa nálgun sinni. „Þetta eru ýktari útgáfur af okkur. Friðgeir virðist til dæmis vera leiðinlegri en hann er og ég vitlausari en ég er í raun og veru,“ bendir Árni á og Ragnar bætir við að í verkunum sé hann þá líklega meðvirkari en raunin er. Samskipti einstaklinganna innan hópsins eru líka að einhverju leyti til umfjöllunar og einhvers konar sjálfshjálparhugsun skýtur oft upp kolli. Þeir félagar benda samt á að sjálfshjálp eða sjálfsstyrking sé ekki megin þema í vinnu þeirra. „Von-

Svona vill Friðgeir að Kriðpleir beygist: Kriðpleir Kriðpleir Kriðpleiri Kriðpleirs

andi náum við samt stundum að hvetja áhorfandann til umhugsunar um eigið líf,“ segir Friðgeir. Sjónvarpssería á sviði Leikstjórinn Bjarni Jónsson segir að í grunninn snúist vinna hópsins að einhverju leyti um hugmyndir okkar um persónur í leikhúsi, Kriðpleir er þannig að leika sér með þær hugmyndir hvað gerist þegar fólk setur sig á svið og í hve miklum mæli raunveruleikinn blandast þar inn í. Allt í lífi þeirra félaga geti þannig orðið að efni og mýmörg dæmi úr fyrri verkum sýni það hvernig smæstu atvik í lífi þeirra leiti inn í verkin. „Stundum hugsum við þetta nánast eins og seríu í leikhúsi, bara nánast eins og sjónvarpsseríu. Í þessu tilfelli er serían með þremur vinum sem eru alltaf að hittast á sviði og við, áhorfendur, erum alltaf að upplifa eitthvað nýtt með þeim. Þess vegna verður þetta stundum dálítið greinandi í efnistökum og býður upp á pælingar um sjálfshjálp eða betrun.“ Árni og Ragnar taka undir að auðvitað gagnist vinnan í listinni einstaklingunum sem standa á sviðinu.„Til dæmis með því að segja stundum: „Sjáið hvað við erum nú miklir kjánar“ þá verður maður

SÓLTÚN KYNNIR

öRYggIS- og þjÓNuSTuíbÚðIR

Svona vilja margir beygja Kriðpleir: Kriðpleir Kriðplei Kriðplei Kriðpleirs „Kannski verður fólk bara að ráða því.“ – Friðgeir Einarsson. kannski sáttari við kjánann í sjálfum sér.“ „Auðvitað vonar maður að það sem maður gerir sem listamaður geti mögulega gagnast öðrum,“ heldur Ragnar áfram. „Ég á við að ef maður þrífur gólf þá mögulega mun einhver ganga á hreinu gólfi í staðinn fyrir skítugu.“ Friðgeir samsinnir þessu og bendir aftur á að persónurnar á sviðinu séu ýktari útgáfur af þeim sjálfum. „Þess vegna hafa þeir metnað í að gera ekki bara eitthvað fyrir einhvern, heldur breyta heiminum.“ Glíman heldur áfram.

Til sölu fyrir 60 ára og eldri í Sóltúni 1-3, Reykjavík. Verð frá kr. 39.800.000.

Um íbúðirnar Nýjar og bjartar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir í fimm hæða húsi, að meðaltali um 95 m2 að stærð, til sölu fyrir 60 ára og eldri. Yfirbyggðar suðursvalir. Stæði í upphitaðri bílageymslu, auk þess sem geymsla fylgir öllum íbúðum. íbúðirnar eru staðsettar í Sóltúni 1–3, beint á móti Sóltúni hjúkrunarheimili. Frábær staðsetning miðsvæðis og stutt í alla þjónustu í nágrenninu. Kynntu þér íbúðirnar, verðskrá og aðrar upplýsingar á www.soltunibudir.is eða hafðu samband við okkur og bókaðu fund.

Sóltún 1 ehf | Laugavegi 182 | 105 Reykjavík Sími 563 1440 | soltunibudir@soltunibudir.is | www.soltunibudir.is

PoRT hönnun

íbúðirnar verða afhentar vorið 2017


20 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016

Tvær sýningar verða opnaðar í dag í myndasal Þjóðminjasafns Íslands. Annars vegar Portrett Kaldals og hins vegar minni sýning með öðrum myndum sem heitir Kaldal í tíma. Hér er ljósmynd Kaldals af matsal Hvítárbakkaskóla frá árinu 1930.

Jón Kaldal var fæddur 1896 í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu. Hann var mikill langhlaupari og einn vinsælasti og merkasti ljósmyndari landsins um árabil. Hér situr Kaldal fyrir hjá Sigurði Guðmundssyni.

Maðurinn sem safnaði sálum Ljósmyndarinn Jón Kaldal kunni á manneskjur. Í gegnum linsuna í myndavélinni náði hann að fanga kjarna fyrirsætunnar og sýna okkur hana alveg inn að kviku. Tvær sýningar með verkum Kaldals verða opnaðar í dag í ljósmyndasal Þjóðminjasafns Íslands. Magnaðar mannamyndir ljósmyndarans eru í forgrunni. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Hvað sérðu, ágæti lesandi, margar ljósmyndir á dag? Flestum verður líklega fátt um svör, því að þær skipta jafnvel hundruðum, ef ekki þúsundum. Aftur má spyrja: Hvað sérðu margar góðar ljósmyndir í dag? Verða á vegi þínum myndir sem að fá þig til að stoppa og hugleiða myndefnið? Er einhver mynd í dag fær um að kveikja tilfinningar, spyrja þig spurninga eða stækka fyrir þér heiminn? Samtíminn er uppfullur ljósmyndum og sannarlega verða til góðar myndir á hverjum degi. Veröldin er full af góðu myndefni. Við tökum myndir í gríð og erg af

því að okkur þykir það spennandi og til að vitna um að líf okkar sé spennandi. Stundum kann það að vera rétt og myndin af því líka góð. Hins vegar er ljósmyndasagan einnig rík af góðum myndum frá þeim tíma þegar tæknin var dýrari, undirbúningur fyrir ljósmyndatökuna lengri og ekki endilega möguleiki á að taka margar myndir til að ná einni góðri. Þegar best tókst til náðu ljósmyndarar fyrri tíma öruggum listrænum og tæknilegum tökum á ljósmyndatækninni sem oft var þá frekar tengd fagi, en síður litið á hana sem listgrein. Stundum standa samt eftir ótvíræð listaverk.

Mannamyndirnar eru það svið ljósmyndunar sem Kaldal sérhæfði sig í og náði meistaralegum tökum á. Í grein um ljósmyndarann, í bók um hann sem kom út árið 1982, skrifaði Thor Vilhjálmsson rithöfundur um ljósmyndarann að hann reyndi að „sjá inn í manneskjuna. Átta sig á manninum, hver hann er. Og hann hefur svo mikið að sýna í myndum sínum af því hann hafði séð svo mikið sjálfur. Og lagt sig eftir því að vita hvað byggi bak við svipinn, svipbrigðin.“ Áður en fyrsti áratugur í lífi Jóns var liðinn hafði hann misst foreldra sína báða og bróður.

Meistari íslenskra mannamynda Ljósmyndarinn Jón Kaldal (18961981) rak ljósmyndastofu í Reykjavík í nærri hálfa öld og tók myndir af alls konar fólki. Stofan var í hjarta bæjarins og Kaldal naut vinsælda í sínu fagi. Sýning sem hann hélt í Casa Nova, byggingu Menntaskólans í Reykjavík árið 1966, þótti nokkur nýlunda, því ekki tíðkaðist þá að ljósmyndarar héldu einkasýningar, ólíkt því sem við þekkjum í dag.

Augun eru stingandi, hrukkurnar meitlaðar, húðin nánast þannig að maður vill rétta út höndina og strjúka vanga. Mannamyndir Kaldals eru meistaralega framkvæmdar og nákvæm, sérhæfð þjónusta. Þegar best lætur eru myndirnar, sem varðveittar eru á plötum og filmum í Ljósmyndasafni Íslands, innan Þjóðminjasafnsins, þannig að þær grípa augað og halda athygli manns, betur en flestar myndir ljósmyndir. Ljósið sjálft, frumskilyrði ljós-

Bólusetning gegn árlegri inflúensu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 26. september 2016. Bóluefnið myndar mótefni gegn þremur inflúensuveirustofnum þ.á m. svonefndri svínainflúensu. Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?    

„Þessar „týpur“ fáum við aldrei aftur, eins og þessa karla með skeggið,“ sagði Jón Kaldal í viðtali við Morgunblaðið árið 1966. Hér er Hjálmar Þorgilsson frá Kambi, einn skeggjuðu bændahöfðingjanna sem Kaldal myndaði.

Sérstakur galdur

Öllum sem orðnir eru 60 ára Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrnaog lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið Þunguðum konum

Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald samkvæmt reglugerð nr. 1144 / 2015. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mismunandi milli heilsugæslustöðva. Vinsamlegast leitið upplýsinga á vef Heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is, eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð. Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík Heilsugæslan Efra-Breiðholti , Reykjavík Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði Heilsugæslan Garðabæ Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík Heilsugæslan Mosfellsumdæmi Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi

s: s: s: s: s: s: s: s: s: s: s: s: s: s: s: s: s:

585 7800 513 1550 585 1800 540 9400 520 1800 599 1300 585 7600 594 0500 585 2300 594 0400 585 2600 513 1500 510 0700 513 2100 550 2600 595 1300 590 3900

Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeim sem leita vilja ráðgjafar er bent á sína heilsugæslustöð. Frekari upplýsingar er að finna á vef Heilsugæslunnar, www.heilsugaeslan.is Fræðsluefni um inflúensu má finna á vef Embættis landlæknis, www.landlaeknir.is Reykjavík, 24. september 2016

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Álfabakka 16, 109 Reykjavík sími 585 1300 www.heilsugaeslan.is

Myndir | Þjóðminjasafnið

myndunar, var lykillinn að árangri Kaldals. Með lýsingunni mótaði hann viðfangsefni sín, bjó til skugga í andlitin og ýkti aðra þætti þeirra. Ennið á Ástu Sigurðardóttur verður eggslétt og lokaðir munnar fagurlega mótaðir með hjálp ljóss og skugga. Oft á tíðum eru mannamyndir Kaldals nærri dramatísk myndverk, samt er það aldrei svo að fyrirsæturnar séu blásnar upp í yfirstærðir eða hafnar til skýjanna. Þetta er ekki hetjuljósmyndun. Augun eru anddyri sálarinnar og yfirleitt draga þau áhorfandann að myndum Kaldals. Sveitafólk fortíðar sem harðnaði í lífsins eldi, jafnt sem helstu listamenn þjóðarinnar á 20. öld, sátu fyrir hjá ljósmyndaranum og stór hluti snilldarinnar er hvernig ljósmyndarinn rammaði módelin inn. Þannig kallast myrkrið í augum Finns Jónssonar listmálara á við þann þrönga dökka ramma sem ljósmyndarinn útdeilir honum.

Í mannamyndum sínum fer Kaldal meistaralega með ljósið. Notar það til að móta og ýkja andlitin og ramma þau rækilega inn. Finnur Jónsson listmálari með eldinn í augum.

Alræði myndanna „Sá ólæsi í framtíðinni mun ekki vera sá sem ekki getur lesið stafrófið, heldur hann sem ekki getur tekið ljósmynd.“ Þetta sagði þýski heimspekingurinn Walter Benjamin eitt sinn og sá fyrir hvernig aukið aðgengi að myndefni myndi stjórna sýn okkar á heiminn og breyta tilfinningum okkar fyrir raunveruleikanum. Myndir eru allsstaðar fyrir framan nefið á okkur, en samt er eitthvað í eðli þeirra sem gerir það að verkum að við stoppum nánast í sporunum þegar við verðum fyrir „góðri mynd“. Þannig mynd getur nánast kýlt okkur köld og snert taugar sem ekki er endilega auðvelt að ná til. Með mannamyndum sínum, til dæmis af mörgum af merkustu listamönnum þjóðarinnar, skapaði Kaldal tilfinningu okkar fyrir manneskjunum á bak við verkin. Þær fjölmörgu myndir sem hann tók af Jóhannesi Kjarval eru gott dæmi. Þar þroskast listamaðurinn fyrir framan augu okkar á löngu tímabili og við skynjum manninn á bak við verkin. Auðvitað var Kjarval óvenju „fótógenískur“ en þann

Sumar mynda Kaldals af listamönnum, eins og þessi af Ástu Sigurðardóttur, gefa okkur ríka tilfinningu fyrir fólkinu á bak við listaverkin. Uppreisnarandi Ástu skín í gegn.

eiginleika þarf samt að fanga vel. Það sama á við um eldinn í augum Finns Jónssonar og dramatískan „femme fatale“ þokka Ástu Sigurðardóttur. Það á jafnt við um listamennina og hrjúfa bændahöfðingja, að Kaldal staðfestir tilvist þessa fólks í mannheimum, löngu eftir að það er farið. Og áfram getum við notið myndanna. Hann lýsti upp manneskjurnar og safnaði sálum þeirra. Það er galdur ljósmyndarinnar þegar best lætur.


FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016

GOTT UM HELGINA

| 21

Óeirðin kortlögð

AÐVENTU GAMAN!

Bublé á breiðtjaldi Hjartaknúsarinn Michael Bublé á það til að bræða hjörtu aðdáenda sinna á tónleikum alveg í spað. Nú er hægt að njóta söngs og sjarma þessa vinsæla söngvara á hvíta tjaldinu í Reykjavík því að til stendur að sýna tónleika með kappanum. Milli númera á söngskránni verður fylgst með lífinu baksviðs á meðan á tónleikaferðalaginu stóð. Allt sýnt við bestu aðstæður hvað varðar mynd og hljóð. Hvar? Háskólabíó Hvenær? Sunnudag kl. 18. Hvað kostar? 2500 kr.

Myndlistarmaðurinn Unnar Örn hefur verið með hugann við sögu óeirðar á Íslandi og það hvernig hún birtist í minni þjóðarinnar. Unnar er áhugasamur um skilin milli opinberrar sögu og þess hvernig einstaklingarnir upplifa hana og muna. Sýninguna, sem verður opnuð í dag, kallar Unnar Örn Þættir úr náttúrusögu óeirðar. Hvar? Harbinger gallerí Freyjugötu. Hvenær? Opnun í dag kl 16. Hvað kostar? Það er frítt inn í þetta forvitnilega sýningarrými. Opið fimmtudaga til laugardaga milli kl. 14-17.

Aðventuferð til Berlínar Frá:

78.900 kr.

Berlín er dásamleg borg og einstök upplifun á aðventunni. Borgin er fallega skreytt og jólamarkaðir eru um alla borg. Ferðatímabil: 1.-4. des. & 8.-11. des. 2016.

Portrett Glápum saman Skemmtistaðurinn Húrra býður reglulega upp á lotugláp (e. binge watch) á sunnudagskvöldum einu sinni í mánuði. Einn sérfróður aðili, eða listrænn glápstjóri, verður fenginn til að velja eitthvað gott í glápið. Kvöldin ganga undir heitinu Myndbandakerfi fjölbýlishúsa. Á sunnudag er það Hugleikur Dagsson, myndlistarmaður og uppistandari, sem tekur að sér að stýra þriðja glápinu og hann velur Batman sjónvarpsþættina sígildu frá árinu 1966 til sýninga. Þeir skarta Adam West sem Batman og Burt Ward sem hinum hundtrygga Robin, sem er mjög hissa og æstur yfir öllu sem hetjan gerir. Hvar? Húrra Tryggvagötu Hvenær? Sunnudagskvöld kl. 20. Hvað kostar? Ekkert, tilboð á barnum og snakk í boði hússins.

Portrett heitir sýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þar sem getur að líta mannamyndir verðlaunahafa Hasselblad-verðlaunanna en myndirnar koma úr safneign Hasselblad stofnunarinnar í Svíþjóð. Þarna má til dæmis sjá myndir Irving Penn af Salvador Dali og Marcel Ducham og ljósmyndir Nan Goldin og Richard Avedon. Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur í Grófarhúsi. Hvenær? Opnun í dag klukkan 15. Hvað kostar? Alltaf frítt inn.

Julefrokost í Köben Frá:

69.900 kr.

Danir eru frægir fyrir Julefrokost matinn og Íslendingar einfaldlega elska Kaupmannahöfn. Ferðatímabil: 18.-20. nóv., 25.-27. nóv, 2.-4. des og 9.-11. des. 2016.

Jólastemming í Dublin Frá:

Dublin er alltaf jafn vinsæl að heimsækja og tilvalið að gera jólainnkaupin í ekta írskri stemmingu. Ferðatímabil: 24.-27. nóv. og 1.-4. des. 2016.

Rolling Stones hylltir Tónþyrstir Íslendingar virðast seint ætla að mettast af hinum ýmsum heiðurstónleikum sem haldnir eru um þekkta tónlistarmenn og tónlist þeirra. Nú er komið að Rolling Stones hyllingu í Eldborg í Hörpu. Þar kemur fram stór hópur listamanna og flytur öll bestu lög hljómsveitarinnar á tónleikum. Af nógu er að taka, enda um elstu og eina áhrifamestu sveit veraldar að ræða. Dagskráin gengur undir nafninu Forty Licks og meðal þeirra sem koma fram eru Stefán Jakobsson, Pétur Ben, Þór Breiðfjörð, Agnes Björt Andradóttir og Egill Ólafsson. Með þeim leikur 10 manna hljómsveit undir stjórn Tómasar Tómassonar. Hvar? Harpa Hvenær? Í kvöld klukkan 19.30. Hvað kostar? 5990-11990

69.900 kr.

Samstarf íþróttakennarans og listamannsins Listamenn þurfa oft góðan stuðning, að er gömul saga og ný. Edda Halldórsdóttir listfræðingur ætlar að fjalla í opnum fyrirlestri um samband langafa síns við Jóhannes Kjarval. Langafi hennar var Jón Þorsteinsson íþróttakennari, mikill vinur og velgjörðarmaður listamannsins og átti því vitanlega stórt safn verka eftir hann. Íþróttahús Jóns að Lindargötu 7 skipaði stóran sess í lífi og starfi Kjarvals en þar hafði hann vinnuaðstöðu í fjölda ára, stór sýning á verkum hans var haldin þar árið 1942 og jafnframt var Kjarval þar til heimilis hjá Jóni og Eyrúnu, konu hans, um tveggja ára skeið. Hvar? Kjarvalsstaðir Hvenær? Laugardag, kl. 13. Hvað kostar? Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningarkorts Reykjavíkur.

Gaman Ferðir fljúga með WOW air / www.gaman.is / gaman@gaman.is


PÁSKA TILBOÐ SKÁPAR

NÝ SENDING

DROPLET VASI GULUR/BLÁR 950,-

SKENKAR BORÐ

EMMANUELLE LJÓS HVÍT/SVÖRT 11.900,-

LÆKKAÐ VERÐ NEST BASTLAMPI 34.500,-

HUGO BAÐVARA VERÐ FRÁ 1450,-

NÝJAR VÖRUR FRÁ HABITAT

BLYTH YELLOW 24.500,-

CITRONADE 9800,-

TRIPOD BORÐLAMPI 12.500,-

COULEUR DISKUR 950,-

TREPIED GÓLFLAMPI 19.900,TILBOÐ 14.900,-

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM HAL PÚÐI 5.900,-

AFRICA STÓLL 11.250,-

HELENA TEPPI 9.800,-

SHADI HANDKLÆÐI 2400,-

ARMSTÓLL 50%DENA GRÁR/SVARTUR

AFSLÁTTUR 145.000,AF ÖLLUM KUBBAKERTUM

AGNES MOTTA (120X180) 19.500,-

GRETA SKRIFBORÐ 48.000,-

GULUM VÖRUM

OKEN HLIÐARBORÐ HVÍTT/SVART 24.500,-


HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

20%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM „MORE“ OG „NORDIC“ EININGASÓFUM

20%

AFSLÁTTUR AF EININGASÓFUM VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI TEKK SÍMI COMPANY OG|HABITAT | SKÓGARLIND 564 4400 OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–182, KÓPAVOGI OGKL. SUN KL. OG 12–17 SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU 10–18 SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


24 |

Tónlistin á Tinder Allir vita að tónlistar­ smekkur getur skipt ­sköpum við makaleit. Nú hefur nútíma­tólið við þá leit, tilhuga­lífsappið ­Tinder, tekið þessa stað­ reynd til skoðunar og bætt ­þjónustuna. Þar ætti því að vera auðveldara að sigta út í framtíðinni.

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016

Hvað fólk spyr um á stefnumótum veltur á ýmsu, til dæmis aldri og reynslu þeirra sem tala saman og vilja kanna rómantískan áhuga hins aðilans. Það er ekki óalgengt að spurningarnar byrji á orðunum: Hvert er uppáhalds X þitt? Þá er oft spurt um kvikmyndir, leikara, liti og ekki síst tónlist. Það er gömul saga og ný að tónlistin getur brætt saman hjörtun. Nú hefur stefnumótaappið Tinder, sem leynist í símum fjölmargra nú til dags, tengt sig við tónlistina og þar með mögulega komið í veg fyrir slatta af vandræðalegum samtölum þegar notendur þess hittast í raunheimum. Um er að ræða samstarf Tinder og Spotify tónlistarveitunnar, þar sem notendum er leyft að bæta

Fimm lög sem gætu unnið gegn manni á Tinder I Was Made For Loving You Kiss Slakaðu aðeins á félagi. I Put a Spell on You Nina Simone Ertu norn?

Tónlistarsmekkur getur haft áhrif á rómantíkina. Nú kemur Tinder til hjálpar eða flækir þetta bara enn frekar.

uppáhalds laginu sínu við prófílinn sinn í appinu. Notendur þurfa ekki að vera áskrifendur tónlistarveitunnar til að geta spilað sín einkennislög fyrir vonbiðlana. Á Tinder eru um 50 milljón virkir notendur, þannig að víst er að tón-

listarsmekkurinn hjá öllum þeim fjölda er nokkuð breiður. Tónlist hefur í gegnum tíðina reynst mörgum ágæt leið til að brjóta ísinn og þarna er því komin ný leið til að sigta út vitleysingana. | gt

I Will Always Love You Whitney Houston Full ákaft val. Ertu alveg viss? I Wanna Sex You Up Color Me Badd Ok, alveg rólegur félagi! Every Breath You Take The Police Jæja. Þetta er verulega krípí!

Rómantískt Riff: Hvernig hagar kona sér með hala ástarlífi sínu? Erfitt getur verið að finna réttu myndina í hinu enda­ lausa og frábæra úrvali Riff kvikmyndahátíðarinnar og vill því Fréttatíminn auðvelda þér valið. Í boði er fjöldinn allur af róman­ tískum kvikmyndum frá öllum heimshornum sem mælt er með til að ylja köldu ­hausthjarta. Kvikmyndirnar sem gætu glatt rómantíkerinn á Riff eru til dæmis norska myndin Allt hið fagra/ Alt det vakre, eftir Aasne Vaa Greibrokk um par sem hittist á ný eftir 10 ár og erfið sambandsslit

og Sundáhrifin/L’effet aguatique, eftir Sólveigu Anspach og Jean-Luc Gaget. Hún er um Samir sem skráir sig á sundnámskeið, vel syndur, til að heilla konuna sem hann er skotinn í. Fréttatíminn er helst spenntur að sjá myndina Dýrafræði/ Zoology, eftir Ivan I. Tverdovsky. Myndin fjallar um miðaldra starfsmann dýragarðs sem býr enn með móður sinni, henni Natöshu sem óvænt vex á hali. Natasha nýtir hinn nýja líkamspart til þess að endurskilgreina sig sem manneskju, sem konu. Hún ákveður að skammast sín ekki fyrir halann og ákveður að byrja í sambandi með

Natöshu vex óvænt hali í myndinni Zoology

manni sem finnst hún vera aðlaðandi og skoðar hvernig er að vera kynþokkafull með þennan nýja líkamspart. Hvernig hagar kona sér með hala ástarlífi sínu?

Sýningin á Sögunni af Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu er mikil litasprengja. Ljós og litríkir búningar setja mikinn svip á sýninguna. Mynd | Grímur Bjarnason

Suðrænir fuglar mótuðu búninga á bláa hnettinum

S

aga Andra Snæs Magnasonar af viltu og frjálsu geimbörnunum, sem lifa á bláum hnetti langt úti í geimnum, ratar nú aftur á leiksvið. Ný uppsetning á Sögunni af bláa hnettinum verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í dag. Uppfærslan er mikil litasprengja en litríkir búningar leika stórt hlutverk í uppfærslunni. „Þetta er heillandi heimur sem ég fæ að vinna með og taka þátt í að upplifa,“ segir María Th. Ólafsdóttir búningahönnuður sem fékk það spennandi verkefni að hanna búninga í sýninguna, meðal annars á þau tuttugu og tvö börn sem taka þátt í sýningunni. „Þessir krakkar eru allir fullir af lífi og fjöri, frábært ungt hæfileikafólk og það eru mikil forréttindi að vinna með þeim.“ Margir þekkja vel til Sögunnar af bláa hnettinum, sem sló í gegn um síðustu aldamót og hefur ratað víða um lönd. „Ég hef auðvitað lesið bókina fyrir börnin mín,“ segir María. „Mér finnst hún alveg frábær og hún hefur skilaboð sem eru svo mikilvæg í dag. Áherslan á náungakærleikann er dýrmæt og það að fara vel með þetta heimili okkar, hnöttinn. Þetta hittir beint í mark og við þurfum að hlusta og taka þetta alvarlega.“ Það er gleðin sem María leggur mesta áherslu á í litríkum búningum sýningarinnar. „Þó að ógn steðji að þá kemur hún að utan inn í heim sem er algóður og bjartur. Ég vildi því hafa þetta ljóst og bjart. Í vor hafði ég verið að lesa um sjaldgæfa fugla sem fundust á eyju í suðurhöfum. Hver einasti þeirra var sérstakur og þetta kveikti eitthvað í mér. Ég sá fyrir mér að börnin væru eins og

María Th. Ólafsdóttir, búningahönnuður, tekur þátt í að skapa litríkan heim í sýningunni um börnin á bláa hnettinum. Hún leitaði til suðurhafa eftir innblæstri. Mynd | Rut

einstakir geimfuglar, hvert með sitt sérkenni.“ Þegar kom að hönnun búningana kom endurvinnsla upp í huga Maríu, í takt við náttúruverndarboðskap verksins. „Hér í Borgarleikhúsinu eru auðvitað til ógrynni af afgöngum af fallegum efnum. Ég fór í gegnum þá og tók mér til handargagns það sem greip augað og flokkaði niður í hrúgur. Þetta varð bráðskemmtileg fjársjóðsleit sem ég fór í og teiknaði svo búningana út frá hrúgunum. Á endanum verður hver karakter til úr einni hrúgu. Þetta var ekki auðvelt en saumastofan hér í húsinu gerði náttúrulega kraftaverk í að koma þessu saman. Úr verður undraheimur sem er í takt við verkið og söguna.“ | gt.


VIÐ OPNUM

NÝTT BAKARÍ OG KAFFIHÚS VIÐ STÓRHÖFÐA 17

A

Þín bíður veisla

Við erum himinlifandi að vera komin í þetta skemmtilega hverfi við Gullinbrú og viljum því bjóða þér að kíkja til okkar. Mörg opnunartilboð í gangi. Opið: 8-17 um helgar 7.30-17.30 virka daga. Hlökkum til að sjá þig!

Gómsætt kruðerí

Barnaherbergi

Notalegt fundarherbergi

Kruðerí Kaffitárs

Makkarónurnar okkar fullkomna góðan kaffibolla. Súrdeigsbrauð Kruðerís eru hægunnin frá grunni í framleiðsluferli sem varir í 36 klukkustundir.

Lítið krakka-kaffihús er á staðnum fyrir fjörug og forvitin lítil kríli.

Fundarherbergi fyrir allt að 10 manns. Hringdu og láttu taka frá herbergið fyrir vinnufundi eða jafnvel vinahitting.

Kruðerí Kaffitárs er nútíma handverks bakarí. Við elskum náttúruleg hráefni, súrdeigsbrauð, girnilegt kruðerí, fallegar stílhreinar kökur og síðast en ekki síst úrvals kaffi.


26 |

FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 24. september 2016

Með 150 nöfn á ísskápnum Ragnheiður Harpa er með óstjórnlegan áhuga á mannanöfnum „Sú staðreynd að ég heiti Ragnheiður Harpa segir þér hvers kyns ég er og frá hvaða landi ég er. Mamma og pabbi völdu frekar sterkt íslensk nafn alveg út í loftið, örugglega vegna þess að þau voru í námi í Englandi þegar ég var nefnd. Ragnheiður þýðir björt sem goðin og Harpa er annaðhvort hljóðfærið eða mánuðurinn.“ Mannfræðingurinn Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir heldur fyrirlestur í dag um mannanöfn í Há-

skóla Íslands en hún hefur alltaf haft óbilandi áhuga á nöfnum. „Ég stofnaði áhugamannafélag um nöfn á facebook og við erum þar um tuttugu manns sem deilum þar hugmyndum okkar um nöfn. Þetta er í raun mjög fyndið áhugamál því þú ert að hafa skoðun á einhverju sem er oftast mjög persónulegt fyrir fólk. Áhugi minn á nöfnum snýst samt fyrst og fremst um merkingu þeirra fyrir einstaklinginn. Margir draga miklar ályktanir um einstak-

linginn og jafnvel foreldra hans líka út frá nafninu. Sérstaklega ef foreldrarnir hafa gefið börnunum sínum óhefðbundið nafn, eins og Bambi. Fólk á það líka til að sameinast yfir nöfnum, t.d. er til félag kvenna sem heita Ragnheiður,“ segir Ragnheiður sem á erfitt með að nefna ákveðin nöfn aðspurð um falleg eða ljót nöfn. Hún viðurkennir þó að sumar ákvarðanir mannanafnanefndar hafi komið sér á óvart.

„Ég á ekki börn sjálf en ef ég skyldi einhvern tímann eignast börn þá verður það algjör hausverkur og ég er með 150 nöfn á lista upp á ísskáp með öllum heimsins fallegustu nöfnum.“ | hh Sagan af nafninu Óvídá heillar Ragnheiði Hörpu. Það voru þrjár konur sem hétu allar Óvídá í Þingeyjarsýslu en fluttu svo allar til Vesturheims og þá dó nafnið út.

Hraðaspurningar fyrir Ungsveitina Konur eru skammaðar fyrir allt, segir Alma Mjöll Ólafsdóttir. Mynd | Rut

Má vera sexí ef ég vil Eitt litið húðflúr getur haft stóra sögu að segja. Listakonan Alma Mjöll Ólafsdóttir ögrar sjálfri sér og reglum samfélagsins með því að stimpla sig SEXY. „Einn besti vinur minn tattúeraði þetta á mig og fyrst vorum við að djóka með að ég myndi fá mér sex en svo fórum við að tala um sexí og þá fór hjartað mitt að slá hraðar,“ segir Alma Mjöll Ólafsdóttir, nemi á sviðshöfundabraut í Listaháskóla Ísland. Alma fékk sér nýlega húðflúrið SEXY á upphandlegginn. „Ég fór að spá í það hvort ég gæti raunverulega skrifað á mig sexy því það er svo stórt. Því konur eru skammaðar fyrir allt,“ segir Alma sem er komin með alveg nóg af tvískinnungnum í samfélaginu þegar kemur að útliti kvenna. „Það er kvenlegt að mála sig og það er ákveðin pressa á konur að mála sig en svo eru konur skammaðar ef þær mála sig of mikið því þá eru þær að reyna að vera of sexí. Það er svo flókið að vera kona. Það er allt

í lagi að þora að segjast vera sexí.“ Ölmu finnst áhugavert að sjá hvernig konur, sem hafa í gegnum tíðina verið drusluskammaðar eru að ná völdum yfir eigin líkama og ímynd. Konur sem hafa gert út á kynþokka sinn og fengið skömm fyrir. Alma tekur Pamelu Anderson og Ásdísi Rán sem dæmi. „Pamela er allt í einu að ná völdum yfir eigin ímynd eftir að hafa alltaf verið drusluskömmuð. Eftir það sem sumir kalla „fjórðu bylgju femínisma“ er verið að nálgast hana á allt öðrum forsendum, sem manneskju en ekki sem heimska druslu eða teiknimyndakarakter.“ „Ég er í raun að ögra sjálfri mér með þessu tattúi. Ég má vera sexí ef ég vil. Það gerir mig ekki að minni listamanni eða vitlausari. Það er alltaf verið að skipta okkur konum upp í hópa því ef þú ert sexí þá getur þú ekki verið klár. Maður heldur að jafnrétti sé náð en svo veit maður ekkert hvaða skref má stíga því allt er svo flókið. „Who the fuck cares“ hvort þú er máluð eða ekki!?“| hh

Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands tekst á við vellandi tilfinningar á tónleikum á sunnudag, hárómantíska fimmtu sinfóníu rússneska tónskáldsins Tsjajkovskíj frá 1888. Frá árinu 2009 hafa tæplega hundrað ungmenni komið saman árlega til að leika áhrifamikla og krefjandi tónlist. Fréttatíminn hitti 4 unga tónlistarmenn úr Ungsveitinni og lagði fyrir þá laufléttar spurningar. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.isv

Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu.

Rafhitarar fyrir heita potta

Rafhitun

íslensk framleiðsla í 25 ár

Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is

þig? Hlusta á tónlist og pæli í henni, hún er aðal. Það besta og versta við sellóið? Hljómurinn er svo ótrúlega fallegur, en stórt og fyrirferðarmikið. Uppáhalds tónlistarmenn? Sellóleikarinn Rostropovich og hljómsveitarstjórinn Karajan.

Klara Rosatti Fiðla Af hverju fiðla? Fimm ára var ég á biðlista eftir sellói. Þegar ég sá fyrsta kennarann minn spila á fiðlu, sagði ég bara: „Já!“ Var rosalega hrifin. Hvað gerir þú annað en að æfa þig? Teikna, en hef ekki mikinn tíma til þess. Og les alls konar bækur. Það besta og versta við fiðluna? Upplifunin við að spila er mögnuð, en það versta er fiðlubletturinn á hálsinum þar sem fiðlan nuddast við. Er oft spurð hvort ég sé með sogblett.

Ingibjörg Ragnheiður Linnet Trompet

Hiti í bústaðinn

Þau Breki, Hjörtur, Klara og Ingibjörg eru í stórum hópi ungra og upprennandi tónlistarmanna sem koma fram á tónleikum Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á sunnudag. Norðmaðurinn Eivind Aadland stjórnar flutningi. Myndir | Hari

Af hverju valdir þú trompetinn? Ætlaði að læra á flautu en svo fannst mér trompetinn miklu flottari.

Uppáhalds tónlistarmenn? Hlusta á svo margt, en ætli ég nefni ekki bara The Smiths. Spurning fyrir Tsjajkovskíj? Gæti ég fengið eiginhandaráritun?

Spurning fyrir Tsjajkovskíj? Er ekki örugglega bara allt í lagi með þig?

Breki Sigurðarson Túba Af hverju túban? Ég byrjaði á alt-horni en var beðinn um að taka túbuna upp í skólahljómsveit. Vissi ekkert um hljóðfærið en fílaði það strax.

Hvað gerir þú annað en að æfa þig? Er í kór og búin að vera í ungmennaráði Barnaheilla í þrjú ár.

Hvað gerir þú annað en að æfa þig? Er í skólanum, kór og var að hætta í sundi.

Hvað er það besta og versta við trompet? Hljómar svo vel þegar það er vel spilað á hann, en getur verið erfitt að hitta á nótur og hafa úthald í spilamennskuna.

Það besta og versta við túbuna? Hljómar stórkostlega, en það er stundum dálítið mikið um að maður bíði í tónlistinni. Líka of stór, enda er hún heima.

Uppáhalds tónlistarmenn? Herbert von Karajan og Sigur Rós.

Hjörtur Páll Eyjólfsson Selló

Ef þú hittir Tsjajkovskíj, að hverju myndir þú spyrja hann? Værir þú til í að semja trompetkonsert?

Af hverju selló? Upptaka með Pablo Casals sem ég heyrði þriggja ára, sándið var svo frábært. Hvað gerir þú annað en að æfa

Uppáhalds tónlistarmenn? Ekki endilega túbuleikarar. Ég hlusta á margt, núna er það klassískt rokk, til dæmis AC/DC. Spurning fyrir Tsjajkovskíj? Hvernig byrjaðir þú í tónlist?



­LAUGARDAGSÞRENNAN

Morgunn Fyrir þá sem vilja vakna snemma um helgar er gott að nýta tímann og skapa eitthvað fallegt. Gott er að taka upp skissubókina og litina og teikna eitthvað fallegt. Stoltið af góðu verki fer með manni inn í helgina.

Hádegi Bráðum fer að líða að því að snjórinn falli á jörðu. Gott er að taka fjölskylduna eða ­makann niður á strönd, dúða sig í úlpur og syngja sólskinssöngva og fagna að ekki sé komin snjór.

Kvöld Eftir fullan dag af fjöri er gott að spara eldamennskuna og skella sér beint á næsta pylsuvagn og fá sér eina laugardagspylsu. Ódýrt, gott og ekki of fyllandi í magann f­ yrir laugardags ­ ammihámið. n

Fólkið mælir með… Arnar Eggert ­Thoroddsen Veitingastaðurinn: Tuk-Tuk í Edinborg. Stórkostlegur strætismatur frá Indlandi, snilldarlega ­hannaður og þjónustulundin í hámarki. Lagið með Queen: Breakthrough af plötunni The Miracle frá 1989. Ekki augljóst val en ég er dálítið þreyttur á þessu klassíska tímabili þeirra. Lagið er nett hallærislegt og þess vegna algerlega æðislegt. Tímaritið: Record Collector er fagtímaritið mitt og ég hef verið dyggur lesandi í kvartöld. Þetta er langt í frá svalt tímarit, það er verið að rífast um katalógnúmer á japönskum Bítlaútgáfum en að lesa blaðið er eins og hugleiðsla fyrir mig.

Ragna ­Sveinbjörnsdóttir Veitingastaðurinn: Gló er mitt allra besta uppáhald, hamborgarinn tekur mann til tungls og til baka. Lagið með Queen: One Vision er lag melodíuminninganna, mamma og litli bróðir elskuðu Queen og því var endalaust „blastað“ í minni æsku. Dilli alveg bossa þegar ég heyri þetta lag. Tímaritið: Elska Kinfolk blaðið og hugmyndafræðina þeirra. Þau leitast við að einfalda lífið og búa til fallegar dásemdir með vinum og fjölskyldu.

25-

50% AF ÖLLUM LÖMPUM OG LJÓSUM

Cohen-loftljós 25 cm 19.995 kr.

14.995 kr.

Lilja K ­ ristjánsdóttir

Sparaðu 5.000 kr.

Veitingastaður: Coocoo‘s nest er æðislegur staður. Ég mæli sérstaklega með taco tuesday, súrdeigs pítsunni og dögurðinum. Ég mæli semsagt með öllu. Are Lagið með Queen: We the Champions er uppáhaldslagið mitt með Queen af því að þetta er lag sem fólk setur á í fullri einlægni þegar því finnst það eiga það skilið. Eins og eftir fótboltaleik eða hundasýningu. Tímaritið: Ég er mjög spennt fyrir tímaritinu Blæti, ég veit ekkert um það en nafnið og Instagramið þeirra er nóg til að kveikja áhuga minn.

Náttúrulegt Þörunga magnesíum

Mikil virkni Duft í kalt vatn, bragðlaust eða hylki

LJÓSADÖGUM

LÝKUR SUNNUDAGINN 25. SEPTEMBER EN GI N M AG AÓ NO

T

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.