Ft 40tbl 220716

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 40. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 22.07.2016

Á flótta undan æstum múg Íslendingur í miðju valdaráni

Hvað viltu? Hvað rekur ísbirni til Íslands? 16

Litlir miðar

sem segja

stóra sögu

10

20

Icelandair vill flugvöll í Hvassahraun

Björgólfur Jóhanns­ son segir að flug­ völlurinn fari úr Vatnsmýrinni

2

Er kvótinn 80 milljarða virði?

Færeyingar bjóða upp veiðiheimildir

14

Gin sem listform

Óskar Ericsson myndlistarmaður bruggar gin

22

FÖSTUDAGUR

22.07.16

UNGAR DRUSLUR BERJAST FYRIR FRAMTÍÐ ÁN HRELLIKLÁMS SJÚKRAÞJÁLFARI Á DAGINN, FÖRÐUNARMÓGÚLL Á KVÖLDIN

Persónuvernd varar við mikilli upplýsingasöfnun Pokémon Go

Mynd | Rut

Friðhelgi einkalífs Umfangsmiklar breytingar hafa verið gerðar á lögum um persónuvernd en mikil upplýsingasöfnun í óljósum tilgangi er áhyggjuefni að mati forstjóra Persónuverndar. Þannig ganga meðal annars heilsufarsupplýsingar kaupum og sölu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Persónuvernd varar við mikilli og óþarfri gagnasöfnun hjá framleið­ endum leiksins Pokémon Go sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi eins og um allan heim. Helga Þóris­ dóttir, forstjóri Persónuverndar segir að notendur þurfi að vara sig á smáforritum sem óska eftir víð­ tækum aðgangi að persónuupplýs­ ingum um notendur en tilgangur fyrirtækjanna með söfnun upplýs­ inganna er oft óljós. „Þetta er það sem þarf að vara sig á,“ seg­ ir Helga en Pokémon óskaði eftir fullum að­ gangi að að Google­ reik ning i notenda, meðal annars myndum, öllum skjölum á Google Drive og mun fleiri upp­

DJI vörurnar fást í iStore

lýsingum en nauðsynlegar eru til þess að spila leikinn. Framleiðandinn, Niantic, hefur verið gagnýndur harðlega fyrir svo umfangsmikla gagnaöflun sem virð­ ist engu skipta varðandi eðli leiks­ ins, og hefur han lofað bót og betr­ un í þessum efnum. „Og þó að fyrirtækið, Niantic, hafi gefið út yfirlýsingu um að þeir muni laga þetta og draga úr aðganginum, breytir það ekki því að þeir hafa að­ gang að upplýsingum þeirra sem skráðu sig í gegnum Google-að­ ganginn snemma eða fljótlega eftir að leikurinn kom út,“ segir Helga. ESB samþykkti nýverið um­ fangsmiklar breytingar á persónu­ verndarlöggjöf og mun Ísland taka löggjöfina nánast óbreytt upp hér á landi. Þar verður Persónuvernd

HVAÐ EIGA ARNALDUR, SHAKESPEARE OG SÓFÓKLES SAMEIGINLEGT? BESTI VINUR OG VERSTI ÓVINUR HLAUPARANS

ANDRI OG ANNA HELGA HEIMURINN HRUNDI ÞEGAR HJARTAÐ HÆTTI AÐ SLÁ

Mynd | Rut

amk 42,2hleypur maraþon Hleypur maraþon

meðal annars heimilað að leggja sektir á þá sem gerast brotlegir gegn persónuverndarlögum. Þannig er hægt að sekta fyrirtæki um 4% af ársveltu fyrirtækja. Helga segir þörf á viðhorfs­ breytingu almennings til frið­ helgis einkalífs á netinu, en mjög persónulegar upplýsingar einstak­ linga ganga kaupum og sölu, meðal annars heilsufarsupplýsingar sem safnast saman í íþróttasmáforrit­ um. Slíkar upplýsingar eru svo oft seldar þriðja aðila, til að mynda tryggingafélögum.

Persónuverndarlögum breytt Hefur áhyggjur af persónuupplýsingum

Phantom 3

Phantom 4

verð frá

verð

98.990kr

249.990kr

6 Viðurkenndur endursöluaðili

Inspire 1 v2.0

á tilboði! 379.990kr

(verð áður 489.990)

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016

Flokkur Erdogans er samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins á Evrópuþinginu

Mikill kurr vegna ástandsins í Tyrklandi Stjórnmál Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður, ECR Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, segir að ákveðið hafi verið að senda sendinefnd frá samtökunum til Tyrklands í kjölfar gagnrýni á framgöngu Erdogans Tyrklandsforseta. Það hafi verið ákveðið áður en tilraunin til valdaráns var gerð í Tyrklandi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

AKP, f lokkur Erdogans er samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins innan ECR. Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa trú á því að flokkurinn verði þar lengi, hægt sé að henda út flokkum sem fari á svig við mannréttindi og lýðræði og það hafi verið gert. „Það er mikill kurr innan samtakanna vegna ástandsins í Tyrklandi, tvær fylkingar hafa barist um völdin innan AKP en nú hafa þessar áherslur orðið ofan á og ískyggileg staða komin upp,“ segir hann. Samstarfsf lokkar Sjálfstæðis-

flokksins eru margir hverjir umdeildir svo sem Lög og regla í Póllandi og AKP. Þá er Danski Þjóðarflokkurinn í samstarfi við hópinn. Guðlaugur Þór segist ekki vilja kalla þessa flokka öfgaflokka. Það megi deila um hvað kallist öfgar í stjórnmálum en gera verði þá kröfu að menn hafi lýðræði og mannréttindi í heiðri. „Allar flokkagrúppur á Evrópuþinginu eru mjög skrítnar og kannski einna síst þessi. Staðreyndin er sú að við viljum helst ekki bera okkur saman við pólitíkina í flestum Evrópuríkjun-

Guðlaugur Þór Þórðarson segir að allar flokkagrúppur á Evrópuþinginu séu mjög skrítnar.

um. Það komu tvær flokkagrúppur til greina fyrir okkur, grúppa hægrimanna, þar sem eru ungverski stjórnarflokkurinn, sem vill meiri samruna innan Evrópu og grúppa þeirra sem hafa efasemdir um það. Það þarf ekki að koma á óvart að við

Sjálfstæðismenn höfum valið efasemdarfólkið.“ Hann segist ennfremur benda á að formaður samtakanna sé breskur múslimi úr Breska íhaldsflokknum, Syed Kamall og líkurnar á því að hann væri með í einhverjum öfgasamtökum rasista séu engar. „Ef við hefðum við valið hina, hefðum við verið í hópi með þjóðernisf lokki Viktors Orbams í Ungverjalandi og Forza Italia, flokki Silvios Berlusconis, svo eitthvað sé talið.“

Fær launahækkun vegna álags en hefur tíma fyrir hlutastarf Kjaramál Þrátt fyrir ríflega launahækkun vegna álags í starfi, sem er langt umfram launahækkanir á almennum vinnumarkaði, hefur skrifstofustjórinn í umhverfisráðuneytinu tíma til að vera dósent í hlutastarfi við Háskóla Íslands

Hvassahraun er sunnan við Hafnarfjörð og var talin álitleg staðsetning fyrir nýjan flugvöll af Rögnunefndinni svokölluðu.

Icelandair vill kanna flugvöll í Hvassahrauni

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu er í 20 prósent hlutastarfi sem dósent við Háskóla Íslands, auk þess að sitja í fagráði Landgræðsluskólans í Gunnarsholti. Þá hefur hann komið að þróunarverkefnum í Kampala í Úganda. Laun skrifstofustjóra í stjórnarráðinu hækkuðu í tæpa milljón á mánuði eftir úrskurð kjararáðs, 16. júní, þá skal greiða þeim rúmar 300 þúsund á mánuði fyrir yfirvinnu, líka í sumarleyfi. Þessi ríflega launahækkun, sem er langt umfram það sem samið var um á almennum vinnumarkaði, er meðal annars réttlætt með auknu álagi í starfi. Fréttatíminn hafði samband við Jón Geir, sem er einn fjögurra skrifstofustjóra í umhverfis- auðlindaráðuneytinu, en hann er staddur í Kampala, og spurði hvernig aukastörfin færu með starfi skrifstofustjóra með tilliti til álags í starfi. „Þetta er gert í fullu samráði við ráðuneytið og ég stunda þetta utan vinnutíma míns í ráðuneytinu. Þetta er mikið starf en ég spila þá ekki golf í staðinn,” segir hann. Það má segja að þetta sé mitt áhuga-

50%

60% 50%

„Þetta er gert í fullu samráði við ráðuneytið og ég stunda þetta utan vinnutíma míns í ráðuneytinu. Þetta er mikið starf en ég spila þá ekki golf í staðinn,” Jón Geir Pétursson.

mál. Ég tel reyndar að þetta styðji við starf mitt í ráðuneytinu og það sé gagnlegt að tengja saman stefnumótun og kennslu,“ segir Jón Geir í samtali við Fréttatímann. Hann segir samninginn renna út næsta haust en þá verði þetta væntanlega endurskoðað. Hann fullyrðir þó að þetta sé ekki einsdæmi en Háskólinn sé áhugasamur um tengingu við stjórnsýsluna og atvinnulífið. | þká

Samgöngur Icelandair stundar nú tilraunaflug í Hvassahrauni til þess að kanna veðurfar og áhrif þess á flug á svæðinu. Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is

„Við erum að skoða þetta af fullri alvöru og höfum lagt töluvert fé í að kanna þennan möguleika,“ segir Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Icelandair, en fyrirtækið rannsakar nú möguleikana á því að byggja nýjan f lugvöll í Hvassahrauni. Staðsetningin er ein af nokkrum sem nefnd var í Rögnuskýrslunni svokölluðu en nefndin kannaði mögulegar staðsetningar á uppbyggingu flugvalla á höfuðborgarsvæðinu. Hvassahraun þótti álitleg staðsetning, en þá var á það bent að veðurfar hefði verið skoðað á svæðinu með tilliti til flugs fyrir nokkrum áratugum síðan, og niðurstaða hefði þá verið neikvæð. „Veðurfar hefur náttúrulega

breyst og því erum við að kanna þetta aftur,“ segir Björgólfur en fyrirtækið hefur stundað tilraunaflug á svæðinu með þetta í huga. „Við viljum allavega að það sé kannað til hlítar hvort það sé mögulegt að reisa þarna innanlandsflugvöll sem gæti einnig þjónustað millilandaflug,“ útskýrir Björgólfur. Nú stendur yfir umfangsmikil uppbygging á Keflavíkurflugvelli og er talið að heildarkostnaður vegna þessa verði 150 til 200 milljarðar. Nýr flugvöllur í Hvassahrauni myndi að mati Björgólfs kosta um 80-125 milljarða króna. „Mér finnst þetta það stór fjárfesting, og skipta slíku máli fyrir framtíðina og möguleikana á uppbyggingu á ferðaþjónustu hér á landi, að við verðum að skoða alla kosti eins vel og mögulegt er,“ segir Björgólfur. Spurður hvort stjórnmálin hafi ekki tekið nægilega fast á málunum, svarar Björgólfur að menn eigi að taka umræðuna. „Menn þurfa að komast að skyn-

Björgólfur Jóhannsson segir að stjórnmálamenn verði að taka umræðuna um nýjan flugvöll.

samlegri niðurstöðu um þetta mál, því það liggur alveg fyrir að Reykjavíkurflugvöllur er að fara úr Vatnsmýrinni. Það sem stjórnmálamenn þyrftu að gera væri að tímasetja nákvæmlega þann brottflutning, svo það sé hægt að kanna aðra möguleika af alvöru,“ segir Björgólfur. Björgólfur áréttar að langtímamarkmið séu mikilvæg þegar kemur að ferðamannaiðnaðinum sem hann segir að geti vaxið gífurlega á næstu árum ef rétt er haldið á spilunum. „Þarna eru verulegar tekjur fyrir þjóðarbúið, en þær gætu horfið ef við vöndum okkur ekki nægilega við uppbyggingu á innviðum,“ segir hann að lokum.

Söfnuðu fyrir jarðarförinni LÁGMARKSAFLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM NÚ

50%

Markaður Smáratorgi

Smáratorgi, Kópavogi

Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-18.00 Sunnudaga 12.00-18.00

50% 60% 50%

Outlet Grafarvogi

Vínlandsleið, Grafarholti

Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-16.00 Sunnudaga 13.00-17.00

Samfélag Yfir milljón safnaðist fyrir Aðalheiði Erlu Davíðsdóttur sem hafði ekki efni á því að jarðsyngja fjölfatlaðan son sinn sem var bráðkvaddur í byrjun júlí. „Söfnunin gekk mjög vel. Það náðist upp í kostnað og vel það,“ segir Stella Leifsdóttir, móðir Aðalheiðar Erlu Davíðsdóttur, sem missti fjölfatlaðan son sinn í byrjun júlí. Fréttatíminn greindi frá því í síðustu viku að hún hefði ekki fengið útfarastyrk vegna kostnaðar við útför sonar síns, Arons Hlyns, sem var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann dó. Aðalheiður er sjálf fötluð eftir að ekið var á hana þegar hún var unglingur en hún eignaðist Aron tæplega þrítug. Aðalheiður er 75% öryrki og fékk ríkan stuðning við að sinna Aroni. Af þeim ástæðum úrskurðaði Kópavogsbær að hún væri með of háar tekjur til þess að fá styrk. Því var óljóst hvort hún hefði efni á útför Arons, sem fram fór í Lindarkirkju á fimmtudaginn í síðustu viku. Eins kom fram í umfjöllun Fréttatímans óskaði móðir Arons eftir því að hann yrði líffæragjafi. Aron hefur því þegar bjargað fjögurra ára jafnöldru sinni, sem fékk hjartað úr honum.

Aðalheiður Erla Davíðsdóttir ásamt syni sínum, Aroni Hlyni.

„Við viljum bara koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem lögðu sitt af mörkum og gerðu henni kleift að klára sínar skuldbindingar,“ segir Stella, en rétt rúmlega milljón safnaðist handa Aðalheiði. | vg


ÚTSALA

ÍSLENSK HÖNNUN

Íslensku stráin 140x200 Nú 6.746 kr. Áður 14.990 kr.

ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR SENDUM FRÍTT ÚR VEFVERSLUN

40% AF ÖLLUM BARNA RÚMFÖTUM

SVUNTUR FRÁ 1.794 KR

50% AF ÖLLUM BARNAFÖTUM

Skautbúningasvuntan / Höfðingi svunta Nú 3.594 kr. Áður 5.990 kr.

Barnafatalína fyrir stráka og stelpur Kjóll - langerma 1.745 kr. Áður 3.490 kr.

40% AF ÖLLUM DÚNTEPPUM

Dúnteppi ljósbrúnt 140x200 Nú 5.994 kr. Áður 9.990 kr.

Sveitin mín 70x100 Nú 5.394 kr. Áður 8.990 kr.

35% AF ÖLLUM KODDAVERUM

Barnasæng - 100% dúnn - Stærð 100x140 Nú 11.044 kr. Áður 16.990 kr.

Biðukolla koddaver 50x70 Nú 1.879 kr. Áður 2.890 kr.

OKKAR STÆRSTA ÚTSALA FRÁ UPPHAFI Á undanförnum 3 árum höfum við unnið með Rauða krossinum við að safna notuðum flíkum. Þegar barnið þitt er vaxið upp úr sinni stærð hefur þú kost á að koma með flíkina og fá aðra með 20% afslætti.

LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016

Vilja reisa risastóran einkaspítala Heilbrigðismál Gunnar Ármannsson talsmaður félagsins MCPB sem ætlar að reisa nýjan einkaspítala í Mosfellsbæ segist vonast til að um 1000 störf verði til vegna hans þegar hann verður tilbúinn árið 2019.

Kynferðisbrotamál

Bærinn hefur ekki boðvald í málinu Vestmannaeyjabær stjórnar ekki lögreglunni og ég hef ekkert boðvald í málinu, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum, en fimm hljómsveitir sem eiga að spila á þjóðhátíð í Eyjum hóta að draga sig út ef ekki verður stefnubreyting af hálfu bæjaryfirvalda í Vestmanneyjum vegna þeirrar stefnu og verklags sem lögreglustjórinn í Eyjum ætlar að viðhafa vegna kynferðisbrota á hátíðinni. „Ég þekki engan sem vill þagga niður umræðu um kynferðisbrot,” segir Elliði. Tón­list­ar­menn­irn­ir, Retro Stef­ son, Úlfur Úlfur, Ag­ent Fresco, Emm­sjé Gauti og Sturla Atlas krefjast þess að lög­reglu­y f­i r­völd í Vest­mann­eyj­um temji sér þau vinnu­brögð sem Land­spít­al­inn og Stíga­mót telji vera æski­leg­ust. „Ég átta mig varla lengur á því um hvað deilan snýst, ég hef heyrt á lögreglustjóra að öllum upplýsingum verði komið til fjölmiðla eins fljótt og verða má, um leið og búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og hagsmuni fórnarlamba,” segir Elliði. “Hvað vilja menn meira. Kannski verðum við öll að gæta hófs til að koma í veg fyrir þessi viðbjóðslegu brot. Þeir sem hafa tjáð sig um þetta mál eru að stefna að sama markmiði og það ætti að móta umræðuna.“ „Ég átta mig varla lengur á því um hvað deilan snýst,” segir Elliði Vignisson.

Gunnar Ármannsson talsmaður félagsins MCPB sem ætlar að reisa nýjan einkaspítala í Mosfellsbæ segist vonast til að um 1000 störf verði til vegna hans þegar hann verður tilbúinn 2019. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur úthlutað lóð undir nýjan 30 þúsund fermetra einkaspítala í bænum og hótel. Forsvarsmenn spítalans gera ráð fyrir þar verði 150 einkastofur og fimm skurðstofur. Fyrirtækið MCPB ehf ætlar að reisa spítalann en það er í eigu hollenska félagsins Burbanks Holding. Verkefni er unnið í samstarfi við spænska hjartalækninn Pedro

Brugada sem þegar rekur þrjár einkareknar stofur í Evrópu og ætlar að opna stofu hjá Klíníkinni í Ármúla í október. Gunnar Ármannsson segir spítalann einungis hugsaðan fyrir erlenda sjúklinga en ekki verði leitað samstarfs við sjúkratryggingar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reisa á spítala á þessari sömu lóð sem er kennd við Sólvelli við Hafravatnsveg. Árið 2009 ætlaði félagið Primacare að reisa þar sjúkrahús sem sérhæfði sig í mjaðma- og hnjáliðaaðgerðum fyrir útlendinga. Gunnar var framkvæmdastjóri

Primacare og einnig í forsvari fyrir þann spítala. Fyrirtækið var kynnt til sögunnar árið 2009 en gert var ráð fyrir að fyrstu sjúklingarnir kæmu þangað árið 2009 og um 600 til 1000 störf yrðu til vegna spítalans. Ekkert varð hinsvegar úr því. Hann segir að ástæðan hafi verið sú að ekki tókst að tryggja nægilegt fé til verkefnisins. Það sé hinsvegar ekki vandamál nú. | þká

Gunnar Ármannsson er talsmaður MCPB sem ætlar að byggja nýjan spítala í Mosfellssbæ

Kjarnavopnin í nágrenninu Breska þingið samþykkti í vikunni að endurnýja á næstu árum Trident kjarnavopnakerfi landsins. Vopnin sem nú eru í notkun eru staðsett við Clyde-fjörð skammt frá Glasgow og í 1100 km fjarlægð frá Íslandsströndum. Ummæli Theresu May um notkun vopnanna vöktu mikla athygli í þinginu. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Trident kjarnorkuáætlun Bretlands snýst um fælingarmátt kjarnavopnanna og á rætur í Kalda stríðinu. Vopnin voru ekki hugsuð til árásar heldur sem vörn gegn vopnabúri Sovétríkjanna. Kjarnaárás að utan átti að vera hægt að svara í sömu mynt og í þeim möguleika fólst fælingarmátturinn. Þeir kafbátar í Trident kerfinu sem nú eru í notkun eru smíðaðir á árunum 1986-1994 en þeir munu teljast að fullu úreltir í lok næsta áratugar. Í atkvæðagreiðslu í breska þinginu sem fram fór um málið í vikunni klofnaði breski Verkamannaflokkurinn í afstöðu sinni. Leiðtoginn umdeildi, Jeremy Corbyn, sem hefur lengi barist gegn kjarnavopnum, greiddi atkvæði gegn endurnýjun flotans ásamt 47 öðrum þingmönnum flokksins, en 140 þingmenn flokksins greiddu atkvæði með tillögunni. Þeir sem styðja endurnýjunina telja að ekki sé hægt að segja fyrir um þær ógnir sem munu steðja að Bretlandi í framtíðinni. Á móti benda andstæðingar á að þær ógnir séu alls ekki þær sömu og voru á tímum Kalda stríðsins. Skoski þjóðarflokkurinn var allur á móti málinu, enda vopnin norður í Skotlandi, og stóðu einnig Frjálslyndir demókratar sameinaðir gegn því. Íhaldsflokkurinn undir leiðsögn Theresu May, hins nýbakaða forsætisráðherra, var nærri sameinaður í stuðningi sínum við endurnýjunina. Svo fór að mikill meirihluti var í þinginu fyrir endurnýjun. 355 fleiri

Dráttarbeisli

undir flestar tegundir bíla

Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Trident í dag • Fjórir Vanguard kafbátar bera allt að átta Trident loftskeyti. Hvert þeirra getur borið nokkra kjarnaodda. • Frá 1969 hefur einn breskur kafbátur búinn kjarnavopnun alltaf siglt í hafdjúpinu. • Nýr forsætisráðherra undirritar bréf sem geymd eru í hverjum kafbáti og innihalda skipanir ef samband slitnar við yfirvöld ef kjarnorkustríð skellur á. • Endurnýjun mun taka langan tíma. Gert er ráð fyrir að 17 ár taki að smíða kafbátana en tæknihönnun við ýmis kerfi hefur staðið frá 2007. þingmenn voru með henni en á móti. Ummæli Theresu May um að hún væri, undir réttum kringumstæðum, tilbúin að nota vopnin vöktu mikla athygli og jafnvel hneykslun. May sagði hins vegar að hugmyndin um fælingarmátt vopnanna væri einmitt sú að „óvinirnir þurfa að vita að við séum tilbúin að nota vopnin.“ Hún ásakaði leiðtoga Verkamannaflokksins og fulltrúa græningja um að vera fremsta í flokki við að verja óvini landsins.

Hart hefur verið tekist á um kjarnavopn í Bretlandi síðustu dag. Mótmælendur hafa bent á að gríðarlegum fjármunum í Trident áætlunina ætti frekar að ráðstafa í heilbrigðiskerfið, velferð eða endurnýjanlega orku.

Hvað sagði Mhairi Black? Ungi skoski þingmaðurinn Mhairi Black, sem vakti mikla athygli í kosningunum í fyrra, kemur úr kjördæmi þar sem kjarnorkuúrgangur vegna Trident kerfisins er fluttur með lestum. Í ræðu sem vakið hefur nokkra athygli hafði hún þetta málið að segja: Gagnvart hverjum virkar fælingarmáttur vopnanna, spurði Mhairi, þegar helstu ógnir Bretlands hafa verið skilgreindar sem alþjóðleg hryðjuverk, loftslagsbreytingar og tölvuplæpir? Gegn öllu þessu er lítil vörn í Trident. Af hverju er ekki byggt undir varnir gegn ógn eins og loftslagsbreytingum með því að búa til störf fyrir sérfræðinga sem snúa að endurnýjanlegri orku? Mhairi telur að málið snúist um að tryggja áframhaldandi sæti Bretlands í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og ímynd Bretlands út á við sem stórveldis. Ljóst er að efnahagslegt mikilvægi verkefnisins er mikið. Áætlað er að smíði nýrra vopna muni kosta 40 milljarða punda, rúmlega 6400

milljarða króna. Endurnýjunin á einnig að skapa um 15 þúsund vel launuð og sérhæfð störf.

Í hungurverkfalli í 22 daga Mótmæli Íraskur hælisleitandi hefur verið í hungurverkfalli hér á landi í 22 daga. Hann var þrekaður og máttfarinn þegar blaðamaður hitti hann. „Staðan er bara óbreytt, hann fór á spítala í vikunni og hefur verið án matar í rúmlega 20 daga,“ segir Toshiki Toma, prestur og sjálfboðaliði hjá Rauða Krossinum, en íraski hælisleitandinn, Raisan Al-Shimani, hefur verið í hungurverkfalli í 22 daga í dag. Raisan er frá Suður-Írak en hann leitaði hælis hér eftir að hafa komið frá Noregi en Útlendingastofnun tók ekki mál hans til efnislegrar meðferðar og hefur því ákveðið að senda hann til baka á grundvelli Dyflinarreglugerðarinnar. Í Noregi hefur sú ákvörðun verið tekin að

lýsa yfir að Suður-Írak sé öruggt landsvæði, og því heimilt að senda hælisleitendur til baka. Raisan sagði í viðtali við Frétta­ tímann fyrr í júlí að það skipti hann ekki máli hvort hann léti lífið hér á landi eða í Írak, þar sem hann á fjölskyldu; eiginkonu og sex börn. Raisan var fluttur á spítala fyrr í vikunni vegna hás blóðþrýstings að sögn Toshiki Toma sem hefur reynt að aðstoða Raisan. Og það er ljóst að Toshiki hefur miklar áhyggjur af Raisan: „Ég hef reynt að sannfæra hann um að hætta þessu, en hann hlustar ekki.“ Toshiki segir Útlendingastofnun ekki hafa brugðist við þessu alvarlega neyðarkalli. | vg Raisan var þreklítill og utan við sig þegar blaðamaður hitti hann í gær við Grensásveginn.


Í leiðinni úr bænum VANDAÐur VEIÐIBÚNAÐur í miklu Úrvali

l, ó j h , r i g n a t s Flugu ór vöðlur og sk ð

Flugustangir & hjól ð oð boð ð o b il Vöðlur & ð o iðifatnaður e b v l i t ð o b til ð o b l ti ð o b til ð o b l ti ð o b til ð o b l ti ð o b t i l Ko stangir, hjól, stð a iðibúnaður t i l b & veo ð b til r GÆÐI, ve FRÁBÆR ATILBOÐ OG PAKK

SAGE ER VINSÆ LASTA FLUGUSTÖ NGIN ÞAÐ ER ENGIN TI LVILJUN

Í FRAMLEIDDUR M NU JU ÍK BANDAR M NU ÖN AF VEIÐIM N FYRIR VEIÐIMEN

Flugulínur Fullkomnar línur fyrir allar aðstæður

hjólin u g u fl u F Íslensk firði A R Á Ísa NN EIDDU EIÐIME FRAML YRIR V F M U ÖNN VEIÐIM

Kaststangir, h & veiðibúnaðujól, r

ÞÝSK hön nun & þró un, framle í Asíu, frá itt bært ver ð og gæð i

RÓTGRÓIÐ MERKI RUR OG VANDAÐAR VÖ

KRÓKHÁLSI 4 • 110 REYKJAVÍK • S: 517 8050 //// Í LEIÐINNI ÚR BÆNUM FYLGDU OKKUR Á FACEBOOK


6|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016

Ef þú borgar ekki, ertu söluvaran Fyrir sextán árum hafði 1% mannkyns aðgang að internetinu en í dag er sú tala komin upp í 40%. Á þessum tíma hafa sömu lög gilt um persónuvernd í Evrópu en þau voru sett á árið 1995. Dæmi er um að heilsufarsupplýsingar gangi kaupum og sölu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

Sumarútsalan

ALLT AÐ

50% AFSLÁTTUR

nú á fjórum stöðum Holtagörðum | Smáratorgi | Akureyri | Ísafirði

30% AFSLÁTTUR

RIO hægindastóll Stílhreinn og fallegur hægindastóll. Ljós- og dökkdrátt slitsterkt áklæði. Fullt verð: 34.900 kr.

Aðeins 24.430 kr. SILKEBORG hægindastóll

30%

Stillanlegur hægindastóll. með skemli. Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Einnig fáanlegur í leðri

AFSLÁTTUR

Fullt verð: 69.900 kr.

Aðeins 48.930 kr.

INFINITY náttborð

HOMELINE náttborð

SUPERNOVA náttborð

Hvítt – Fullt verð: 13.900

Eik/hvítt – Fullt verð: 15.900

Hvítt – Fullt verð: 29.900

9.900 kr.

12.720 kr.

17.940 kr.

Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður

Afgreiðslutími sjá

www.dorma.is

Eins og flestir þekkja, þá hefur orðið gífurleg tæknibylting, með tilkomu fyrirtækja eins og Facebook, Twitter og Google sem gera út á ókeypis þjónustu. Það er þó ekkert ókeypis, eins og Helga Þórsdóttir, forstjóri Persónuverndar segir: „Það er ágætis regla að hugsa þetta svona; ef þú borgar ekki fyrir þjónustuna, þá ert þú söluvaran.“ þessi fyrirtæki, ásamt fleiri, safna ótrúlegu magni persónuupplýsinga um neytendur, allt frá kaupsögu yfir í heilsufarsupplýsingar, sem svo eru jafnvel seldar til tryggingafélaga án þess að neytandinn sé nokkurn tíma spurður. Upplýst samþykki Því voru það merkileg tímamót í apríl síðastliðnum þegar ný persónuverndarlög í Evrópu voru samþykkt en mikilvægasta breytingin sem þau hafa í för með sér, er sektarákvæði sem stofnanirnar geta beitt. Þannig getur Persónuvernd sektað fyrirtæki um allt að 4% af ársveltu fyrirtækis séu brotin alvarleg. Þegar ársvelta Google eða Facebook er sett í þetta samhengi, þá geta sektirnar numið milljörðum. „Það er nýbúið að samþykkja lögin sem hafa verið í fjögur í ár í undirbúningi,“ segir Helga sem varð forstjóri Persónuverndar á síðasta ári. Hún segir lögin marka tímamót í sögu persónuverndar í Evrópu enda fyrstu breytingarnar í 20 ár á löggjöfinni. Hún segir snjalltækjabyltinguna kollvarpa núgildandi lögum, „en nú er hægt að safna svo geysimiklum upplýsingum um einstaklinga á örskömmum tíma í óljósum tilgangi,“ segir Helga en stærsta og líklega áhrifaríkasta breytingin með nýjum lögum, sem taka þó ekki gildi fyrr en eftir tvö ár, er sú að fyrirtæki þurfa nú upplýst samþykki neytenda ætli þeir sér að selja upplýsingar áfram. Flestir kannast líklega við að hafa hakað í box þegar þeir ná sér í smáforrit með löngum og jafnvel óskiljanlegum texta. „Þar má oft lesa um óljós markmið um að hagnýta upplýsingar með einhverjum hætti,“ segir Helga og útskýrir að hingað til hafi fyrirtækjum nægt að einstaklingar hökuðu í kassann og í kjölfarið máttu þeir sækja og ráðstafa persónuupplýsingum með ýmsu og jafnvel vafasömu móti. Pokémon Go áhyggjuefni „Til þess að setja þetta í enn nærtækara samhengi þá má líta til eins vinsælasta tölvuleiks dagsins í dag; Pokémon Go,“ segir Helga. Þannig hefur Persónuvernd umtalsverðar áhyggjur af leiknum sem krefst þess að fá aðgang að Google-reikningi þess sem spilar leikinn. Þar með hafa framleiðendur leiksins aðgang að öllum myndum á reikning viðskiptavinarins, tölvupósti og Google­ skjölum. „Og þó að fyrirtækið, Niantic, hafi gefið út yfirlýsingu um að þeir muni laga þetta og draga úr aðganginum, breytir það ekki því að þeir hafa aðgang að upplýsingum þeirra sem skráðu sig í gegnum Google-aðganginn snemma eða fljótlega eftir að leikurinn kom út,“ segir Helga. Þetta þýðir að þeir sem sóttu sér strax leikinn, og heimiluðu fyrirtækinu aðgang að Google-reikningnum sínum, hafa gefið forsvarsmönnum fyrirtækisins mjög óljósa og víðtæka heimild til gagnaöflunar. Ekki er ljóst hvað verður gert við upplýsingarnar.

Helga Þórsdóttir er forstjóri Persónuverndar. Hún segir að mörgu að huga þegar kemur að friðhelgi einkalífsins á internetinu.

Lykilbreytingar

1

Rétturinn til þess að gleymast. Með nýju lögunum munu einstaklingar eiga kost á að gögn um sig, meðal annars í leitarvélinni Google, verði eytt, séu engar forsendur fyrir því að halda þeim til haga. Reglan er hugsuð til þess að valdefla einstaklinga en ekki til þess að endurskrifa söguna eða fela atburði úr fortíðinni.

2 3

Auðveldara aðgengi að upplýsingum um þig sjálfan, svo sem viðskiptasögu og aðrar upplýsingar sem fyrirtæki kunna að hafa safnað um einstaklinga. Eins verður rétturinn til þess að færa viðskiptasögu á milli fyrirtæki tryggður.

Upplýst samþykki. Ef fyrirtæki hyggst færa upplýsingar um þig í hendur þriðja aðila, þá þarf fyrirtækið upplýst samþykki. Fyrirtækjum nægir því ekki lengur að neytandinn haki í box og gefi þar með fyrirtækinu fullt frelsi til þess að ráðstafa upplýsingunum.

4 5

Fyrirtæki þurfa að upplýsa þig um gagnaleka innan 74 klukkustunda. Eins þurfa fyrirtækin að upplýsa persónuvernd í sínu landi um lekann. Sektarheimildir. Persónuvernd getur sektað fyrirtæki um allt að 4% af ársveltu ef brotið er alvarlegt. Þessar upphæðir geta því hlaupið á milljörðum.

„Þetta er það sem þarf að vara sig á,“ segir Helga og ítrekar að fyrirtæki fái oft mjög víðtækar og óljósar heimildir til þess að sækja sér umfangsmiklar upplýsingar sem fyrirtæki selja svo jafnvel áfram án samþykkis neytandans. Persónusníða upplýsingarnar „Það þarf í raun vitundarvakningu. Við þurfum að vega og meta hvort maður vilji nota tæknina, og þá vera tilbúin til þess að gefa eftir af friðhelgi einkalífsins,“ segir Helga. Spurð hversvegna í ósköpunum Pokémon Go þurfi svona víðtækar heimildir svarar Helga: „Ég hef ekki svarið við því. Ég gef mér að það sé verið að rýna í einkalíf einstaklinga til þess að búa til betri leiki, eins og að greina persónuna, til dæmis hvort þú sért áhættufíkinn og svo framvegis. Það er í raun verið að persónusníða upplýsingarnar og selja.“ Aðspurð varðandi samspil kerfa, til að mynda notkun einstaklings á Google, og svo auglýsingu á Facebook, svarar Helga því til að kerfin tali saman. „Þarna er verið að rýna og lesa, til að mynda í auglýsingaskyni, og þannig næst heilmikill árangur í beinni markaðssetningu. En persónusnið eru bönnuð í löggjöfinni, en þó ekki með nægilega skýrum hætti,“ segir Helga. Helga segir að með nýju lögunum sé ábyrgðinni í raun snúið við. „Nú færist ábyrgðin yfir á það sem vinna með upplýsingarnar. Og til

þess að ná athygli fyrirtækja eru sektarheimildir auknar.“ Hún segir grundvallarhugsunina vera þá að einstaklingurinn hafi hingað til staðið berskjaldaður gagnvart þessari tækni og hraðri framþróun hennar. „Neytandinn á því aukinn rétt á því að vita hvernig farið er með hans persónuupplýsingar,“ segir Helga og bendir á að samkvæmt skoðanakönnunum þá voru 70% svarenda andvígir því að vera söluvara í þessum iðnaði. „Og því er sterkasta setningin þessi: „Ef þú borgar ekki fyrir vöruna, þá ertu líklega varan.“ Þínar upplýsingar Helga segir að einstaklingar veiti mjög víðtækan aðgang að sínum upplýsingum í gegnum þjónustur og smáforrit á netinu. „Og fyrirtæki eru að mala gull á vitneskjunni, enda greina þau upplýsingarnar og selja áfram. Með nýju lögunum verður það algjörlega óheimilt án upplýsts samþykkis,“ segir Helga og bætir við: „Þetta eru þínar upplýsingar og því átt þú rétt á því að stjórna þeim betur.“ Þetta eru þó ekki einu breytingarnar, því með nýju lögunum verður auðveldara fyrir einstaklinga að færa viðskiptasögu sína á milli fyrirtækja; nokkuð sem hefur verið nánast vonlaust hingað til. Upplýsingarnar eru engu að síður eign neytandans, eins og ESB lítur á það, og því er fyrirtækjum skylt að færa viðskiptasöguna með einföldum hætti á milli, óski neytandinn eftir því. „Það er eitthvað sem íslensk fyrirtæki þurfa til að mynda aðlaga sig að,“


ALLAR SKÓLATÖSKUR VILDARAFSLÁTTUR 25%

VERÐ FRÁ: 5.999.-

VÖRUÚRVAL MISMUNANDI EFTIR VERSLUNUM

Iðjuþjálfar aðstoða viðskiptavini okkar að finna bestu töskuna fyrir bakið í völdum verslunum okkar í júlí:

Smáralind 24./28./30. júlí kl: 15:00-17:00 Akranes 22. júlí kl: 15:00-17:00 Hallarmúli 22. júlí kl: 15:00-17:00 Hafnarfjörður 23. júlí kl: 13:30 - 15:30

EKKI MISSA

AF ÞESSU! Kringlan 23./29./30. júlí kl: 15:00-17:00 Reykjanesbær 26. júlí kl: 15:00-17:00 Mjódd 28. júlí kl: 15:00-17:00

Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Bárustíg 2

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Húsavík - Garðarsbraut

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Flugstöð Leifs Eiríkssonar

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða og vildartilboðs er 21. júlí, til og með 30. júlí, eða meðan birgðir endast. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.


8|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016

segir Helga. „Fólk hefur líka oft lent í því að óska eftir að vita hvaða upplýsingar fyrirtækið á um mann sjálfan. Nú er búið að skýra rétt einstaklingsins til þess að nálgast þessar upplýsingar,“ útskýrir Helga. One shop stop Lögin breyta algjörlega umgjörð persónuverndar í Evrópu og ef vel tekst til verður þar um eitthvert um­ fangsmesta samstarf á milli stofnana í Evrópu. Helga segir svo víðtækt samstarf aðeins eiga sér fordæmi í lyfjaeftirliti, umhverfis sem hún þekkir vel eftir að hafa starfað hjá Lyfjastofnun. „Evrópsk samvinna getur verið stórkostleg þegar hún er upp á sitt besta. Þar er hægt að leiða saman helstu sérfræðinga Evrópu og það getur verið ákveðin fegurð fólgin í slíku samstarfi. Að auki myndast töluverður sparnaður fyrir fyrirtæki sem eru á mörgum mörkuðum, og þeir geta því leitað til einnar stofnun­ ar í stað þess að ganga á milli húsa,“ segir Helga. „Stóra breytingin er líka sú að ef stór fyrirtæki, til að mynda Face­ book, eru að sýsla með persónuupp­ lýsingar, þá heyrir slíkt einnig und­ ir Ísland,“ segir Helga og bætir við: „Þetta kallast one shop stop sem þýð­ ir að einstaklingar geta valið Ísland, ef svo ber undir, og beðið Persónu­ vernd hér á landi að kanna mál gegn fyrirtækinu. Það er samvinna sem við sjáum ekki einu sinni fyrir hvað gæti haft í för með sér.“

Pokémon-veiðarar þurfa að fórna allnokkrum persónuupplýsingum ætli þeir að spila leikinn. Það hefur verið gagnrýnt verulega.

Gagnaflutningur á undanþágu Lögin í Evrópu og Bandaríkjunum eru nokkuð ólík þegar kemur að persónuvernd. Af þeim ástæðum er gagnaflutningur á milli álfanna í við­ kvæmri stöðu. Þannig var til nokk­ uð sem hét „Safe harbor“ en með úrskurði Evrópudómstólsins, var

kveðið á um að ekki væri hægt að tryggja að friðhelgi einstaklingsins væri virt að fullu. Því var samstarfið stöðvað og er unnið að því að koma á fót nýjum leiðum til þess að koma upplýsingum á milli Bandaríkjanna og Evrópu. „Fyrra ferlið þótti einfaldlega of ótryggt,“ útskýrir Helga en nú er unnið að nýskráningu fyrirtækja til þess að flytja upplýsingar á milli, og er hið nýja kerfi kallað „Frið­ helgisskjöldurinn“. Hinn 12. júlí síð­ astliðinn náðist samkomulag milli Evrópusambandsins og Bandaríkj­ anna um þetta kerfi. Svonefndur 29. greinar vinnuhópur, sem skipað­ ur er forstöðumönnum evrópskra persónuverndarstofnana, hafði gert athugasemdir við drög að samkomu­ laginu og reynir nú á hvernig brugð­ ist hefur verið við þeim. „Það er ekki útséð hvað gerist með flæði á persónuupplýsingum frá ESB til Bandaríkjanna,“ segir Helga. Spurð með hvaða hætti fólk á að eftir að finna fyrir breytingunum, út­ skýrir Helga að það verði helst með nýrri nálgun forrita. „Þannig byrja öll forrit lokuð,“ segir hún og bendir á að það fyrirkomulag muni líklega verða nokkuð kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki til að byrja með. Þá munu stærri fyrirtæki líklega þurfa að ráða sérstakan persónuverndarfulltrúa, svipuðum regluvörðum í viðskipta­ lífinu. Rafrænt líf En daglegt líf Íslendinga er að stór­ um hluta á samskiptavefjum eins og Facebook og það verður að segjast eins og er við erum ekki mikið að velta fyrir okkur persónuvernd. Helga tekur undir þetta, og segir Íslendinga frekar kærulausa þegar kemur að persónuupplýsingum. „Og ógnin er sú að ef löggjöfinni er ekki breytt, þá er rýnin á svo háu

Stóra breytingin er líka sú að ef stór fyrirtæki, til að mynda Facebook, eru að sýsla með persónu­ upplýsingar, þá heyrir slíkt einnig undir Ísland. stigi, að það er búið að kortleggja okkur ansi mikið. Til að mynda eru allir með snjallsíma hér á landi, og í tækinu er skrefamælir, jafnvel tól til þess að mæla hjartslátt og blóð­ þrýsting,“ segir Helga og bendir á að þetta séu heilsufarsupplýsingar sem við myndum ekki deila að öllu jöfnu. En þessar upplýsingar enda þó í höndunum á þriðja aðila, sem held­ ur utan um forritið. „Og svo eru þessar upplýsingar rýndar og hugsanlega seldar til tryggingafélaga,“ segir Helga. Hún bætir við að það sé hægt að brjótast inn í nánast allar tölvur. Hún bendir á að verkfræðingar hafi ráð­ ið fólki frá því að fjarstýra heimilum sínum með snjalltækni, enda geta af­ leiðingarnar orðið skelfilegar. „Og svo kemur leikur eins og Pokémon sem óskar eftir aðgang að gríðarlegu magni upplýsinga. Og þó tilgangurinn virðist saklaus, leik­ urinn er auðvitað saklaus, þá eru framleiðendurnir samt að hugsa um þig sem söluvöru. Þú skaffar dýr­ mætar upplýsingar sem hjálpa til við þróun leiksins og ýmislegt annað sem maður hefur kannski ekki hug­ myndaflug til þess að finna út úr,“ segir Helga, og bætir við að neytand­ inn borgi jafnvel með upplýsingun­ um. „Tæknin er alltaf áhugaverð, og hvernig henni fleygir hratt fram en þessi gríðarlega upplýsingasöfn­ un í óljósum tilgangi er vægast sagt áhyggjuefni,“ segir Helga.

Frískandi Nescafé – tilbúið til drykkjar

f g n u j ý N

Fullkomin blanda af ljúffengu kaffi og súkkulaði.

Kröftugt kaffibragð með örlitlum sykri fyrir þroskaða bragðlauka.

Sígilt bragð, hressandi kaffi og silkimjúk mjólkurslæða.

Það hefst með



10 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016

Símamynd af mér á skipinu á Bospórussundi. Klukkan er um það bil ellefu um kvöld og valdaránið er hafið. Ég veit hins vegar ekkert af því.

Þegar ég lenti í miðju valdaráni Helgi Hrafn Guðmundsson millilenti í Tyrklandi á leið sinni til Suður-Ameríku. Í staðinn fyrir að hanga á flugvallarhóteli ákvað hann að kíkja niður í miðbæ Istanbúl á fallegu sumarkvöldi og sigldi á Bospórussundi. Örfáum klukkustundum síðar var hann, eins og milljónir Tyrkja og margir ferðamenn, staddur í miðju valdaráni og ógnvænlegum aðstæðum. Hann slapp alveg sjálfur en kenndi í brjósti um hina vinalegu tyrknesku þjóð. Á þeim tveimur sólarhringum sem hann var í Tyrklandi létust 300 manns og 1000 slösuðust. Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn.is

Breski rithöfundurinn J.G. Ballard sagði að vísindaskáldskapur ætti ekki bara að fjalla um himingeima í fjarlægri framtíð. Nóg væri að horfa á alþjóðaflugvelli og farþegaþotur til að átta sig á að við lifum nú þegar í fjarstæðukenndum veruleika þar sem hægt er að komast á milli fjarlægra heimshorna á augabragði. Tilfinningin var einhvern veginn þannig þegar ég og kærastan mín vorum allt í einu lent í Istanbúl á föstudaginn fyrir viku, eftir að hafa verið á Íslandi. Við höfðum nánast gleymt því að við þurftum að millilenda þar á leiðinni til Argentínu. Að minnsta kosti höfðum við gleymt að kíkja almennilega á hversu lengi við yrðum þar. Í ljós kom að við höfðum tuttugu klukkutíma. Auðvitað vissum við af hryðjuverkaárásinni á flugvellinum í Istanbúl í lok júní en höfðum þó ekki hugsað mikið um þennan næsta áfangastað okkar. Óvænt sigling milli Evrópu og Asíu Við fórum á flugvallarhótelið sem

Turkish Airlines skaffaði okkur. Ekki nenntum við að hanga bara þar en það var orðið of seint til að skoða Ægisif (Hagia Sophia). Við kíkjum þá bara einhvern daginn aftur til Istanbúl, hugsuðum við, og skoðum hana þá. Í staðinn skelltum við okkur því í siglingu um Bospórussundið um kvöldið. 50 evrur án áfengis, 70 með. Tókum fyrri kostinn því hinn virtist of dýr. Hverdagsleg túristaákvörðun sem virtist voðalega mikilvæg í augnablikinu. Stórskemmtilegt skip með innbyggðum veitingastað sigldi eftir þessum sögufræga örmjóa sjó og undir bæði Bospórusbrúna og systurbrú hennar, Faith Sultan Mehmetbrúna. Þær brúa Evrópu og Asíu og hafa því margvíslegt táknrænt gildi fyrir bæði Istanbúl og Tyrkland.

tókum myndir á símana okkar af Bospórusbrúnni sem kvöldsólin skein á. Það var kyrrð yfir henni. Bílar mjökuðust yfir hana á meðan við vorum beint undir henni. Föstudagsumferðin í Istanbúl hugsuðum við. Eftir kvöldmat í skipinu var magadanssýning og tyrkneskt dansiball á þilfarinu. Á miðanum stóð „Please be advised that single men are not allowed to dance“. Það þótti okkur merkilegt en þetta virtist dauður lagabókstafur. Undir lokin var tryllt stemning á dansgólfinu og fjölmargir einhleypir krakkar skemmtu sér vel. Skipið kom í höfn – rétt við Bospórusbrúna – á slaginu 12 á miðnætti. Túristum var smalað í litlar rútur til að skutla þeim á hótelin sín.

Einhleypir karlar mega ekki dansa Þetta var fallegt sumarkvöld, heitt var í lofti og kæruleysislegur andi sveif yfir vötnum. Það var auðvelt að tala við Tyrkina á skipinu, þeir voru mjög vinalegir og stríðnir. Við

Útvarpið stillt í botn Þegar í smárútuna okkar var komið stillti bílstjórinn útvarpið á hæsta styrk. Klukkan var 15 mínútur gengin í eitt. Aðrir túristar í rútunni voru á hótelum í miðbænum, steinsnar frá höfninni. Þó að umferðin hefði þyngst gífurlega var bílstjórinn snöggur að skutla þeim heim. Nú vorum við ein eftir í rútunni. Hótelið okkar var í um hálftíma fjarlægð. Í dúndrandi útvarpinu heyrðum við alvarlegar raddir á tyrknesku en skildum ekki hvað sagt var. Heyrðum bara orðin „demokrasi“ og „militer“ endurtekin í sífellu. Bílstjórinn reyndi að keyra upp að Bospórusbrúnni til að fara yfir hana, en skyndilega voru þar gríðarstórir f lutningabílar sem stöðvuðu alla umferð. Hann keyrði því áfram. Okkur var farið að gruna að maðkur væri í mysunni en gátum alls ekki áttað okkur á hvað væri að gerast.

Léttar, lágværar og fyrirferðalitlar rafstöðvar fyrir sumarbústaðinn, ferðavagninn og húsbílinn. ÞÓR

H F

Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500

Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555

Vefsíða og Opnunartími: Opið alla virka daga netverslun: frá kl 8:00 - 18:00 www.thor.is Lokað um helgar

Hræðileg sjón Smárútan brunaði í gegnum Istanbúl langt yfir hámarkshraða og stundum á móti umferð. Allar hraðbrautir og stofnleiðir voru lokaðar og bílstjórinn þurfti því að þræða krákustíga. Við keyrðum í gegnum óteljandi götur og þurftum margoft að snúa við þegar í ljós kom að þeim var lokað. Tveir og hálfur klukkutími leið áður en við komumst heim á hótelið. Við vorum heppin að lenda ekki í skotlínu eða keyra í flasið á skriðdrekum á þessari leið. En við vissum það ekki þá. Enda vorum við ekki með net í símunum. Og þó við hefðum verið með net hafði herinn lokað fyrir samfélagsmiðla. Við vissum ekki að við værum í raun í stórhættu. Við heyrðum samt í sprengingum og sáum vopnaða hermenn á götuhornum.

6 og 1/2 tími í sögu Tyrklands 22:30 Bospórusbrú og Faith Sultan Mehmet-brú, sem liggur líka yfir Bospórussund, er lokað af hermönnum. Umferðarteppa myndast á báðum. Ég sigli undir báðar brýr um þetta leyti, dáist að stærð þeirra og sögulegu umhverfi í kring. Ekkert bendir til annars en að um ósköp venjulegt kvöld sé að ræða. Ég tek myndir af þeim með snjallsímanum mínum en þar sem myrkur hefur skollið á eru þær lélegar og ekkert óvenjulegt sést á þeim. 22:50 Orrustuþotur sjást á lofti yfir höfuðborginni Ankara og herþyrlur í Istanbúl. Ég sé nokkrar herþyrlur af skipinu en pæli ekki í því. 23:00 Binali Yldirim forsætisráðherra segir þjóðinni að her landsins undirbúi aðgerðir en lofar að stjórnvöld ráði við hann. Magadanssýning hefst á skipinu mínu. 00:15 Herinn hefur brotist inn í höfuðstöðvar TRT, tyrkneska ríkisútvarpsins. Samkvæmt yfirlýsingu, sem er lesin er í beinni útsendingu af fréttamanni, hefur herinn tekið yfir stjórn landsins til að koma böndum á stjórnarskrárbundna röð og reglu í landinu. Recep Tayip Erdogan forseti er sakaður um ólýðræðislega stjórn. Útgöngubanni og herlögum er komið á. Ég er nýkominn í smárútu sem á að flytja mig aftur á hótelið. Bílstjórinn segir ekkert en hækkar í útvarpinu og ég heyri yfirlýsinguna án þess að skilja neitt í henni fyrir utan orðin „demokrasi“ og „militer“. Skyndilega er gífurleg bílaumferð í miðborg Istanbúl. 00:30 Erdogan forseti birtist á skjá snjallsíma sem fréttamaður heldur á í beinni útsendingu á tyrknesku útgáfu CNN. Hann hvetur þjóð sína til að fara út á götur og mótmæla aðgerðum hersins. Hann lofar að þeir sem skipuleggi valdaránið fái makleg málagjöld. Bílstjórinn okkar hefur skutlað öðrum ferðamönnum á hótel í miðborg Istanbúl, rétt hjá Bospórussundi. Ég og kærastan mín erum ein eftir í smárútunni sem þarf nú að keyra okkur 40 mínútna leið. Útvarpið er stillt á hæsta styrk og við heyrum í Erdogan án þess að vita það. Bílstjórinn reynir að komast að Bospórusbrú en hún er algerlega lokuð með risastórum vörubílum. Við vitum ekki af skriðdrekum á brúnni sjálfri. Sem betur fer kannski. 01:00 Við erum einhvers staðar á krákustígum í Istanbúl. Bílstjórinn kemur að öllum leiðum lokuðum. Okkur er farið að gruna að eitthvað meira sé að en umferðarteppa. Herinn ræðst á þinghúsið í Ankara. 01:30 Bílstjórinn okkar hefur komist langa leið í gegnum Istanbúl þó að hann hafi einungis getað þrætt venjulegar götur borgarinnar. Allar hraðbrautir og stofnleiðir eru lokaðar af hernum. 02:30 Við komumst heim á hótelið. Við heyrum í sprengingum og herþotum. 05:00 Þegar sólin kemur upp á laugardeginum kemur í ljós að valdaránið hefur mistekist. Erdogan hvetur þjóð sína út á götur. Við erum hvött af hótelstarfsmönnum að halda okkur innandyra. Við fljúgum úr landi daginn eftir.


markhönnun ehf

Fljótlegir og girnilegir grænmetisréttir

-10 % Nýtt í Nettó

Tilvalið í vefjur eða pítur Tilbúnir réttir, beint í ofninn eða á pönnuna

Náttúrulega gott vegan jógúrt Nýtt í Nettó

Tilboðin gilda 21. - 24. júlí | www.netto.is Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · Krossmói · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


12 |

Fólk liggjandi á götum. Það var ofsahræðsla í loftinu. Bílstjórinn okkar var í taugaáfalli. Þegar við spurðum hann hvað væri að gerast var svarið alltaf það sama. „Það er mikil umferð í kvöld“. Og við ákváðum að treysta því nokkurn veginn, þó að við vissum að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Við þurftum að labba síðasta spölinn á hótelið. Kannski 10 mínútna leið. Þar gengum við í flasið á risastórri mótmælagöngu stuðningsmanna Erdogans forseta sem virtist stækka með hverri mínútunni. Stemningin var mjög herská og við forðuðumst gönguna.

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016

Tveir og hálfur klukkutími leið áður en við komumst heim á hótelið. Við vorum heppin að lenda ekki í skotlínu eða keyra í flasið á skriðdrekum á þessari leið. En við vissum það ekki þá.

Ættingjar vissu meira Þegar við komumst loks á hótelið var valdaránið heimsfrétt. Fjölskyldur okkar á Íslandi og í Brasilíu vissu þá allt um atburðinn og höfðu ítrekað reynt að hafa samband við okkur. Ættingjarnir í fjarlægum heimsálfum vissu því meira en við sjálf sem höfðum verið í hring­iðu atburðanna. Svona er hnattvæðingin mögnuð. Okkur var sagt að herinn hefði lokað flugvellinum og við værum því föst í landinu. Enn fremur að við ættum að halda okkur innandyra á hótelinu þangað til annað kæmi í ljós. Starfsfólkið á hótelinu þorði ekki einu sinni að fara heim eftir vinnu. Það var erfitt að trúa því að þessi staða væri komin upp. „Coup d’état“ – gerist slíkt enn í dag? Sannleikurinn er sá að um 30 valdaránstilraunir hafa verið gerðar í heiminum síðan 2010. Ég hafði lítt hugsað um það áður en ég lenti sjálfur í að vera viðstaddur slíkan atburð.

gestir, mjög slegin yfir þessu. Um klukkan 4 heyrðum við gífurlegan hvell sem hlýtur að hafa verið sprenging. Herþotur og herþyrlur flugu stöðugt yfir. Hótelið var í tveggja kílómetra fjarlægð frá flugvellinum en þar börðust stjórnvöld við valdaránsklíkuna. Daginn eftir kom í ljós að valdaránstilraunin hafði mistekist. Erdogan forseti kom fram í sjónvarpinu og hélt þrumuræðu. Hann endurtók það sama og í hinni einkennilegu ræðu sem hann hélt úr snjallsímanum í sjónvarpinu. Hann hvatti stuðningsmenn sína til að streyma út á götur og láta heyra í sér. Flugvöllurinn var nú opinn aftur eftir að hermenn höfðu verið reknir þaðan. Við þurftum að fara á hann til að tala við flugfélagið og fá nýtt flug. Þar mætti okkur gríðarstór stuðningssamkoma fyrir Erdogan. Þúsundir manna veifuðu tyrkneska fánanum og fóru með íslömsk slagorð. Sumir í þessum hópi voru mjög æstir og spörkuðu í bílana sem keyrðu framhjá. Konan sem afgreiddi fyrir okkur flugmiðana titraði af hræðslu.

Herþotur og sprengiregn Um nóttina var erfitt að festa svefn enda vorum við, sem aðrir hótel-

Hugsuðum til þjónanna Við komumst úr landi á sunnudeginum eftir tvo sólarhringa í Tyrk-

Bospórusbrú daginn eftir. Skriðdrekar valdaránsklíkunnar hafa verið fjarlægðir. Ég sigldi undir sömu brú kvöldið áður.

landi. Það var auðvitað stutt stopp en okkur leið eins og við hefðum eytt mörgum árum þarna. Við veltum helst fyrir okkur hvar skemmtilegu þjónarnir á skipinu væru staddir. Hvort frænkurnar frá Kasakstan sem sátu með okkur við kvöldverðarborðið sama kvöld hefðu komist heilar heim eins og við. Og svo framvegis. Þegar heim var komið sáum við hryllilega meðferð stjórnvalda á hermönnunum sem tóku þátt í valdaráninu. Það kom okkur ekki á óvart því við höfðum fundið fyrir þeim herskáa anda kvöldið sem við þræddum Istanbúl þvera og endilanga, án þess þó að vita þá hvað gerst hafði.

Erdogan forseti birtist á skjá snjallsíma sem fréttamaður heldur á í beinni útsendingu á tyrknesku útgáfu CNN. Hann hvetur þjóð sína til að fara út á götur og mótmæla aðgerðum hersins.


Þrjú merki sem gott er að leggja á minnið Tímalaus hönnun sem hentar vel sem gjafavara. Brauðkassi og skurðarbretti

Fjölbreyttar lausnir til hagræðingar fyrir heimilið.

Hágæða hársnyrtivörur fyrir konur og karla.

Litir og munstur

Rúmgóður brauðkassi með skurðarbretti.

Ruslaföturnar frá Brabantia eru heimilisprýði á meðan þær gegna hlutverki sínu.

Verð kr: 6.990,-

Braun rakvél Sport 197-1 Kr. 12.900,-

Braun hárskeri hc3050 Kr. 7.990,-

Straubretti Pressukönnur í úrvali

Koparinn er sígildur enda er koparlitaða pressukannan vinsæl. Verð frá kr: 5.990,-

Brettin eru öll með skrautlegu áklæði og með mismunandi palli fyrir straujárn. vatnsheld

Verð kr: 12.990,-

Réttu græjurnar fyrir pizzabaksturinn

Vegghengjanlegar snúrur, úti eða inni

Braun rakvél 380 Kr. 26.900,-

Braun rakvél 320-4 Kr. 19.900,-

Góð lausn sem hentar vel á svölum eða í þvottahúsum.

Braun hárblásari hd550 Kr. 7.990,-

Pizzasteinn, hnífur og platti. Saman í setti. Verð kr: 5.990,-

Salt- og piparkvörn í sama stauknum

Braun sléttujárn SatinHair-st510 Kr. 7.990,-

Stafrænar eldhúsvogir Ómissandi gæðagripir og sannkölluð eldhúsprýði. Til í nokkrum litum.

vatnsheld

Verð kr: 3.990,Verð kr: 5.490,-

Saltið og piparinn saman í einum stauk. Það fer bara eftir því í hvora áttina þú snýrð. Hin fullkomna salt og piparkvörn. Til í ýmsum litum.

BRAUN Háreyðingartæki Silk-épil5 Legs&Body Kr. 16.900,-

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

Opið Opnunartími virka daga kl. 10-18 virka kl. 10-18 Og og daga á laugardögum lOkaÐkl.laugardaga 11-15.

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


PALLALEIKUR BYKO

14 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

Vertu með!

Sjá nánar á www.byko.is/pallaleikur

LA A ÚTSA A L A S T AL AÚ ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA A L A S T A A SALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA T Ú A L ÚT SA SA LA ALA ÚT ALA ÚTSALA TSALA ÚTSA ALA ÚT ALA S S T T Ú Ú A A TS TS AL AL AÚ LA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA A S T Ú ÚT LA TSA TSA A ÚT TSALA A ÚTSA A ÚTSALA Ú ALA ÚTSALA TSALA SALA Ú SALA ÚTSALRosendahl L A SALA Ú SALA ÚTRodania S T Ú Ú S L T A ÚT Kors TSALA TSALA ÚTSA ALA ÚT ALA ÚTSALA TSALA Ú S T A SALA Ú SALA ÚTSAL ÚMichael Ú L A Armani A Ú TS AL AÚ LA % T LA TS LA ÚTSAafsláttur LA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA TSA% A SALA Ú SALA Úafsláttur S T A Ú S T A A ÚT LA ÚT LA ÚTSALA LA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA A S TSALA TSALA ÚTSA T A Ú S T ÚT SA LA A Úafsláttur Ú SALA ALA ÚT ALA ÚTSALA TSALA ÚTSA ÚTSAL Ú S LA ÚTSilfurskart TSALA TSALAFossil T TSALA A Ú S Ú T A A Ú S L L T A A A A Ú Ú S L S afsláttur T T AL A A TSALA TSALA ÚTSA SALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSAL T Ú A Ú L T Cole A Ú SA LA ALAá Íslandi borga hófu tíuT sem útgerðarmenn LA Ú A ÚTSAKenneth ÚTSAL ÚTSALafsláttur ÚTS TSALA TSALA ÚTSAZeitnerÚTSALA ÚTæreyingar TSAfyrir A Ú Ú L A A A L S dögum uppboð á kvóta fyrir aðgengi að auðlind L T A A A A LA hafsins, um A LA Úí 4,8 milljarðar TSAL TS Aþorski A ÚTúrS deilistofnum; ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Úafsláttur Ú Ú S L króna. T A A A Ú S L L T A A A S er ekki gjald Casio TS A AÚ SAL Norður-AtlantsLA kvóta í þessBarentshafi, ÚTSAafsláttur TSAfyrir ALA ÚT Það A ÚT ÚTSAL ÚTSALATissot SALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALhafssíldinni Ú S T T A Ú Ú L A A A L S ogLmakríl. Í haust munÚTum deilistofnum heldur A A A A eina gjaldið ÚT Henry LondonÚTSafsláttur ALA A ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA% ÚTSAL í öllum fiskSAL LA ÚTS Lverða kolmunnakvóti boðinn upp. fyrir allar aflaheimildir T A A A Ú S L L T A A A Ú S S T A A A SA af tilboðunum LAlandhelginninnan utan SA LA ÚTstofnum, ALA Ú ALA% A ÚerTaugljóst ÚTSAL ÚTSAafsláttur ÚTSAL ÚTSAaðLÞað ÚTog LA ÚTS LA ÚTSafsláttur SA T A Ú L A A S S enn er ekki komin full reynsla ar. L T T A A Jacques A A L LA TS TS AL A Ú afsláttur AÚ A Útilhögun. Magnið TSerALhins Aá Lþessa A ÚTSA A ÚTSALA Ú ALA Daniel A ÚTSA A ÚTSAL ÚTS Ú S LA ÚTSLemans L T A A A Ú S L T A A S Ú L S AL AL óvarlegt að A Auðvitað getur Wellington ÚTmikið að nokkuð TSverið ALA TSskýrar ALA ÚT ALA ALAþað A ÚTSA A ÚTSNomination A Úverð ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSvegar Ú Lsama A A S ályktanir má draga af verðinu sem áætla að fáist L T A S Ú L S LAfyrir allan T A jewelery ÚT LA kvóta Íslendinga ÚTogSfékkst SAupp Þegar hefur verið boðinn fyrir rúmT ALA A ÚTSA A ÚTSALA Ú ALA ÚTSALA asaTS A ÚTSA A ÚTSfæst. A Ú L L A A A S L T 6 þúsund þorskígildistonn Arétt tæplega tíunda A sem Ú S Ú L S L L T T A A A A A kvóti sem nemur lega Ú S Ú S L S L T T T A afsláttur A A A Ú Ú % S Ú L S A ALþess kvóta sem LA LAverið upp í LFæreyjum. A ÚT A ÚT eigaA boðin hafa TSALA TSALA ÚTShluta A Úafsláttur SALafsláttur ÚTSA LA ÚTSafsláttur SALÍslendingar T T A A Ú S Ú L L T A A A A Ú Ú S ÚTSA L S L T hefur íS þessum Magnið T er því Meðalverðið A deilistofnum. Aí uppboðunum Ú SA Ú LA LA L T T A A A A Ú Ú S L S L T T A A A A Ú S Ú L S LA TSkagen T A AL A A nokkurt. verið nærri 194 krónur áAþorskígildis­ Ú S Ú S L S L T T T A A A A Ú Ú S Ú L S L T T A A A A A hátt verð.AEn það L L Boss TS TSOg ályktirnar AHugo AÚ SAerLnokkuð LA Úað verðaLAkíló. ÚTÞað AL Það er í SALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú skýrar: ÚTSAhljóta T TSkorti. A A Ú S L er samt ekki út úrÚöllu Íslendingar hafa nánast gefT A A A Ú L S L T Seculus T A A A A A Ú Ú S L S L ÚT SA ÚT við hærra LA ið útgerðarmönnum SALA ÚTSA aflaheimildir TSALAá leigÚmeðalverð SALAnámunda LA TmiðALA ÚT ALA ÚTSALA TSALA ÚTSA A A S Ú S L T ALA ÚT ALA ÚT A A Ú sem eru gríðar verðmætar. Sé ukvóta við Ísland. S L T A A Ú Movado AL AÚ ÚTS S afsláttur SALA ÚTvegar LA ÚTSá þorskkvótanum viðAmeðalverð sá að í TSALA TSafsláttur ÚTSAL Munurinn LA ÚTS LA ÚaðTS LerAhins ALA ÚT ALA ÚTSALA TSALA Úafsláttur A A A S L T A Ú Ú S LA Tætti veiðirétturTSÍs-ALFæreyjum A A A A eru það stórútgerðirní Barentshafi Ú S Ú % S L S T T T A A A Ú Ú S Ú L L T A A A A LA af almenningi TS TS þar að T AL AÚ SAL skila SAkvótann LA700Úmillj- LarAsem afsláttur ÚTleigja SAum ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Úlendinga SALA Ú Ú T TSALA A A A Ú L S L ónum króna í ríkissjóð. 48 þúsund en á Íslandi eru þaðÚ smáútgerðirnar T A A A A S Ú L S L T T A A A A Ú SA Ú S L S L ÚT kvóta af stórútgerðunum A leigja kvóti ÚTSA í Norður­ TSALA TSALA tonna ALA ÚT A ÚTSA AÍslendinga SALsem T Ú A SALA Ú SALA ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA Atlantshafssíldinni ÚTSAL ÚTætti að gefa um á þessu verði. L A S T T A A A Ú Ú S L L Munurinn fellst í því að á Íslandi er 3,1 milljarð króna og reikna mætti T A A A A Ú S L S L T T A A A Ú TS TS AL AÚ ÚTSAL ÚTSALA ÚTS LA ÚTSALA Ú SALA ÚTSALAmeð að 152 þúsund tonna makríl- fiskurinn í sjónum einkaeign stórútA L A S kvóti færi á um 9,7 milljarða króna gerða, en Færeyingar vilja skilgreina T T A A ÚTSAL LA ÚTS LA ÚTSALA Ú á uppboði. Og ef við umreiknum auðlindir hafsins sem almannaeign. TSALA TSALA ÚTSA SA T kolmunnakvótann í þorskígildi og En hvort sem selja mætti allan Ú A Ú L A A reiknum með sambærilegu verði og kvóta Íslendinga á því verði sem hefÚTSAL ÚTSALA ÚTS Færeyingar fengu fyrir síld ætti 168 ur fengist á uppboðum í Færeyjum í A ÚTSAL þúsund tonna kvóti að gefa um Ís- sumar eða ekki, er ljóst að íslenskur

30%

20

30%

30%

20%

30%

30

20% 20% 20

60

25% 50%

50

40

30% 50%

F

ÚTGERÐIN HLUNNFER ALMENNING

50%

20%

K O L U L Ö ÚTS

Stórafsláttur af öllum úrum og skartgripum frá þessum vörumerkjum í verslunum okkar á Laugavegi 15, Kringlunni og á michelsen.is

lendingum 3,3 milljarða króna. Þetta eru gríðarháar upphæðir sem útgerðarmenn fá að gjöf. Samtals er virði kvóta Íslendinga í þessum deilistofnum vel rúmlega 16 milljarðar króna. Til samanburðar eru áætluð veiðigjöld á næsta veiðiári, eina gjaldið

almenningur hefur verið alvarlega hlunnfarinn í viðskiptum sínum við útgerðarmenn. Þótt 4,8 milljarðar króna í veiðigjöld kunni að hljóma sem há upphæð er hún ekki upp í nös á ketti þegar höfð eru í huga þau gríðarlegu verðmæti sem fást í staðinn. Ef færeyskt verð fengist fyrir

allan kvóta á Íslandi gæfi það um 83 milljarða króna árlega. Það má vera að færeyskir útgerðarmenn hafi boðið tvisvar sinnum eða þrisvar sinnum of hátt verð í kvótann, þótt það sé æði ólíklegt. Verðmæti íslenska kvótans má því vera 30 eða 40 milljarðar króna frekar en 83 milljarðar. En það eru engar líkur til að færeyskir útgerðarmenn hafi boðið tuttugufalt of hátt verð fyrir kvótann og hann sé bara 4,8 milljarða króna virði. Þetta eru engir bjánar, útgerðarmenn í Færeyjum. Ef við treystum færeyskum útgerðarmönnum ekki til að verðleggja verðmæti kvóta getum við stuðst við mat íslenskra útgerðarmanna. Framherji, dótturfyrirtæki Samherja í Færeyjum, bauð í makrílkvóta í síðustu viku. Aðrir buðu hærra og Samherji fékk engan kvóta í það skipti. Miðað við verðið sem Samherji bauð er verðmæti íslenska makrílkvótans um 9 milljarðar króna, nær því tvöfalt meira en útgerðarmenn á Íslandi borga fyrir allan fisk, innan og utan lögsögunnar. Eitt fyrsta verk núverandi ríkisstjórnar var að brjóta niður hófstillt veiðigjöld sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. höfðu lagt á útgerðina. Veiðigjöldin voru nærri 13 milljarðar króna þegar stjórnin tók við en hafa nú verið barin niður í 4,8 milljarða króna. Þetta var gert þegar íslenskur sjávarútvegur hafði búið við einstakt góðæri mörg árin á undan vegna lágs gengis krónunnar, góðs afurðaverðs, verðlækkunar á olíu og viðvarandi láglaunastefnu á Íslandi. Það voru því engar efnahagslegar ástæður fyrir lækkun veiðigjaldanna. Þvert á móti var ríkt tilefni til að hækka gjöldin rösklega til að dreifa um samfélagið arðinum af auðlindum þjóðarinnar og þeim mikla hagnaði sem lágt gengi krónunnar hafði fært útgerðinni á sama tíma og lággengið skerti kaupmátt meginþorra fólks. En ríkisstjórnin tók sérhagsmuni örfárra útgerðarmanna fram yfir almannahag. Í þessu sem svo mörgu öðru.

Gunnar Smári

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


GULLFALLEGIR

N M 7 6 2 6 1 R e n*Miðað a u l tviðKuppgefnar a d j a r tölur o g framleiðanda C a p t u r um 2 1eldsneytisnotkun . j ú l í 5 x 3 8í blönduðum akstri

CAPTUR OG KADJAR

VERIÐ VELKOMIN AÐ REYNSLUAKA NÝJUM RENAULT Í DAG.

Renault Captur Bensín, beinskiptur

Renault Kadjar 2wd Dísil, sjálfskiptur

Eyðsla 5,1 l/100 km* Verð: 2.940.000 kr.

Eyðsla 3,8 l/100 km* Verð : 4.290.000 kr.

Verð á mánuði 45.098 kr.** Fleiri útgáfur í boði. Nánari upplýsingar á Renault.is

Verð á mánuði 65.748 kr.** Fleiri útgáfur í boði. Nánari upplýsingar á Renault.is

ENNEMM / SÍA /

Hefur þú kynnt þér Captur eða Kadjar frá Renault? Tveir spennandi kostir sem eru hlaðnir staðalbúnaði, 5 stjörnu öryggi og þekktir fyrir þægindi, tæknibúnað og frábært verð. Renault Captur er snaggaralegur bíll í millistærð með hátt undir lægsta punkt, frábær í akstri og fæst í mörgum litaútfærslum. Renault Kadjar er glæsilegur sportjeppi sem fæst bæði með framhjóladrifi eða öflugu fjórhjóladrifi. Kadjar er rúmgóður og einstaklega vel hannaður. Og að sjálfsögðu er sparneytnin í fyrirrúmi í öllum Renault bifreiðum. Þú kemst einfaldlega lengra á Renault.

„ÞÚ TANKAR SJALDNAR Á RENAULT“

**Mánaðargreiðsla miðað við 10% útborgun og eftirstöðar til 84 mánaða samkvæmt fjármögnunarreiknivél á Lykill.is. Verð og afborganir geta breyst án fyrirvara.

GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400

Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622

Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533

Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070

IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080

BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


16 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016

Ísbirnir eru einfarar og keppa karldýrin um mökunarrétt. Þar eiga stærstu og sterkustu birnirnir mestu möguleikana en oft má sjá þrjú og allt upp í sjö karldýr í námunda við birnur í mökunarhugleiðingum.

Mynd | NordicPhotos/Getty

Óútskýrðar Íslandsferðir

Ferðalög hvítabjarna til Íslands eru fræðimönnum enn ráðgáta. Fáir Íslendingar vita þó meira um bangsana en dýrafræðingurinn Karl Skírnisson. Hann telur ekki hægt að slá því föstu að undanfarnar komur ísbjarna tengist hlýnun jarðar. Átök við sterkari dýr gætu allt eins verið skýringin. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Milli 50 og 60 hvítabirnir sáust á Íslandi á síðustu öld, samkvæmt fræðigrein sem Karl Skírnisson ritaði í tímarit hins íslenska náttúrufræðifélags um aldur og ævi hvítabjarna, árið 2009. Flestir birnir sáust á fyrsta þriðjungi aldarinnar, þar af 27 frostaveturinn mikla, árið 1918. Mörg dýranna hurfu aftur, syndandi eða gangandi út á hafísinn sem þá lá við land. En sum voru drepin. Í júní 2008 syntu tveir ísbirnir til landsins og gengu á land á Skaga. Bæði dýrin voru felld eftir skamma landvist og afhent Tilraunastöðinni á Keldum þar sem Karli var falið að stjórna rannsóknum á þeim. Birnan sem skotin var á Hvalsnesi þann 16. júlí síðastliðinn var vel í holdum, vó 204 kíló og mældist rúmir 207 sentimetrar á lengd frá trýni að afturenda. Það þykir meðalstórt dýr. Karldýrin eru yfirleitt stærri og miklu þyngri. Þau Karl og Ólöf Guðrún Sigurðardóttir dýralæknir krufðu birnuna á Náttúrufræðistofnun Íslands og tóku margskonar sýni sem mögulega geta veitt frekari upplýsingar um lífshlaup hennar. Þrátt fyrir umdeilda aflífun hennar, er hræið fjársjóður fyrir forvitinn dýrafræðing. Það getur mögulega hjálpað til við að varpa ljósi á lífsskilyrði hvítabjarna sem álpast til Íslands. „Þessir bangsar hafa aðlagast alveg ótrúlegum aðstæðum, lífinu á norðurhjara. Þeir lifa fyrst og fremst á selskópum og meiri selskópum og allt annað er minna eftirsóknarvert. Hvort sem það eru hvalshræ eða annað sem þeir komast í. Þeir safna ofboðslegum fituforða þegar nóg er af kópum og ekkert bendir til annars en að þessi birna hafi fengið nóg af því sem henni þykir best,“ segir Karl í samtali við Fréttatímann. Selskópar eru víst auðsótt fæða á rekís norðurhjarans á útmánuðum. Eins og fram kom við krufninguna var birnan með mjólk í spenum þannig að ekki er langt síðan að húnn eða húnar fylgdu henni. Þar sem fengitími hvítabjarna er frá apríl til maí, fæðast afkvæmin að öllu jöfnu um áramót. Karl segir erfitt að fullyrða hvort þessi birna hafi eignast húna um síðustu áramót eða fyrir átján mánuðum. Venjulega bíta birnurnar af sér húnana á þriðja ári svo hann telur ólíklegt að svo langt sé liðið. Lklega nýkomin til landsins Hann giskar á að tíminn frá því birnan varð viðskila við afkvæmi sín, þar

til hún var skotin, geti verið um tíu dagar til nokkrar vikur. Mjólkin geti verið í spenunum í um það bil þann tíma. „Ég geri ráð fyrir að hún hafi verið nýkomin til landsins. Svona kvikindi fær ekki að halda sér lengi uppá landi norður á Skaga. Húnarnir gætu hafa lagst til sunds enni og drukknað á leiðinni. Við vitum það ekki. Þeir geta allavega ekki sogið úr spena móður sinnar á sundi. Kannski var hún einangruð á ísjaka, og var að reyna að bjarga þeim með því að leggjast til sunds en það eru bara getgátur.“ Hann telur ólíklegt að afkvæmi birnunnar hafi náð til landsins, þó hann geti heldur ekki útilokað það. Í grein Karls kemur fram að algengast sé að birnur eignist tvo húna í einu. Nokkuð sjaldnar eignast þær einn eða þrjá húna. Þar segir; „Húnarnir fæðast fyrri hluta vetrar, oftast í desember, í híði sem móðirin útbýr í snjó. Yfirleitt er híðið í þykkum skafli í brekku skammt frá ströndinni en stundum úti á rekísnum. Húnarnir vega um 0,6 kíló við fæðingu en hafa oft náð 10-12 kílóa þyngd á útmánuðum þegar langsoltin móðirin yfirgefur híðið og tekur húnana með sér til veiða úti á ísnum.“ Ísbirnir eru einfarar Húnarnir eru oftast vandir undan móður sinni áður en hún makast að nýju á útmánuðum eða með vorinu. Í greininni segir jafnframt; „Birna með húna reynir að halda sig fjarri karldýrum á fengitímanum, því þá reyna birnir stundum að drepa húnana til að örva egglos hjá móðurinni. Birnurnar taka sem sagt allajafna einungis þátt í tímgun á þriggja ára fresti og eru fyrsta veturinn í híði en annars á rölti á ísbreiðiunni, rétt eins og karldýrin sem aldrei skríða í híði. Þetta kerfi virðist ráðandi í Evrópustofnum ísbjarna. Á Hudson-svæðinu í Kanada tók tímgunarferillinn á árum áður oft ekki nema tvö ár en síðustu áratugina hefur hann verið að lengjast í þrjú ár vegna

versnandi lífsskilyrða. Þá er þekkt að í Alaska geta birnir af báðum kynjum lagst tímabundið í híði. Félagskerfi ísbjarna mótast af aðstæðum sem dýrin búa við. Ísbirnir eru einfarar og keppa karldýrin um mökunarrétt. Þar eiga stærstu og sterkustu birnirnir mestu möguleikana en oft má sjá þrjú og allt upp í sjö karldýr í námunda við birnur í mökunarhugleiðingum. Birnir í Austur-Grænlandsstofninum taka allajafna ekki þátt í tímgun fyrr en á sjöunda vetri þótt sumir verði frjóir eitthvað fyrr. Er talið að eldri og sterkari birnir haldi þeim yngri frá mökun þar til þeir hafa náð fullum líkamlegum þroska. Veikburða dýr reyna að komast hjá átökum og forðast sér sterkari dýr. Margoft hefur verið staðfest að karldýr drepi ísbirni, ekki síst kvendýr og húna. Talið er að heimsstofninn sé um þessar mundir 20-25 þúsund dýr og skipast þeir í 19 mismunandi stofna. Tveir þeirra lifa norður af Íslandi. Flest dýrin sem hingað flækjast eru talin upprunnin úr stofni sem heldur til við Austur-Grænland en sum gætu verið upprunnin úr stofni sem kenndur er við Svalbarða.“ Vísindamenn hafa á undanförnum áratugum skrásett lífshætti hvítabjarna eftir að hafa fangað þá og merkt með senditækjum. „Þannig hefur verið hægt, iðulega með hjálp gervitungla, að fylgjast langtímum saman með tilteknum einstaklingum. Jafnframt hafa fjölmörg dýr verið fönguð og útbúin með merkjasendum auk þess sem auðkennisnúmer hafa verið tattóveruð á varir.“ Eldgamall björn kom 2008 Í greininni er sagt frá flóknum aldursgreiningum hvítabjarna en þær eru gerðar með því að skoða lög sem myndast í tönnum þeirra. Með greiningu á tannrótum birnunnar sem tók á land á Skaga í júní 2008, kom í ljós að hún var komin á fimmtánda aldursár. Björnin sem kom að Skaga nokkru fyrr þann sama mánuð, er talinn hafa verið að minnsta kosti 23 ára. Sárasjaldgæft er að ísbirnir í stofnunum sem lifa næst landinu, verði svo gamlir. Athuganir á hvítabjörnum úr Svalbarðastofninum, 1073 dýr frá árunum 1988-2003, sýndu að einungis 1,5% þeirra náðu að verða 23 ára. Meðalaldur í stofninum var ekki nema ríflega átta ár. Birnan sem felld var árið 2008, telur Karl hafa gengt mikilsverðu hlutverki fyrir stofninn með því að ala,

Birnan sem skotin var á Hvalsnesi á Skaga hafði eignast afkvæmi um síðastliðin áramót eða áramótin þar á undan. Í krufningu kom í ljós að hún var vel nærð og enn með mjólk í spenunum.

Þorvaldur Þór Björnsson og Karl Skírnisson við skrokk af hvítabirni.

að því er virtist, þrisvar sinnum upp húna og koma þeim á legg. Átök gætu verið ástæðan Í niðurlagi greinarinnar víkur Karl að mögulegum ástæðum þess að Skagadýrin svokölluðu syntu til Íslands árið 2008. „Sumir hafa viljað tengja komu þeirra hlýnun loftslags, minnkandi þekju hafíss, versnandi fæðuskilyrðum eða jafnvel leit að áður ónumdum búsvæðum. Sá möguleiki hefur einnig verið nefndur að birnina hafi borið frá ísröndinni á jökum sem síðan bráðnuðu undan þeim mun nær landi en hafísröndin var á þessum tíma. Ekki skal lítið gert úr þessum tilgátum meðan þekkingin er ekki betri en raun ber vitni. Rétt er þó í þessu samhengi að skoða nokkrar staðreyndir. Sú fyrsta er að roskið karldýr og birna sem komin er yfir miðjan aldur synda til Íslands á árstíma þegar fengitíminn hefur nýlega náð hámarki. Á fengitímanum ná átök milli karldýra hámarki þegar fullorðnir birnir keppa um rétt til mökunar við margfalt færri birnur úr stofninum. Jafnframt er staðreynd að bæði dýrin voru komin út á jaðar út-

breiðslusvæðis tengundarinnar þegar lagt var af stað. Og bæði syntu þau í burtu frá búsvæðinu þar sem þau höfðu varið ævinni, svæði sem dýrin gjörþekktu örugglega eftir að hafa eytt þar árangursríkri ævi – sé mið tekið af því sem ályktað hefur verið hér að framan um lífssögu þeirra. Af hverju tóku Skagadýrin ekki stefnuna í hina áttina, í átt að ísnum þar sem aðalfæða hvítabjarna í AusturGrænlandsstofninum heldur sig? Að þeir skyldu taka stefnuna til Íslands vekur óneitanlega grunsemdir um að einstaklingarnir hafi verið að forðast átök og nærveru við sterkari dýr. Rétt er í þessu samhengi að rifja upp heldur óvægið félagskerfi hvítabjarna þar sem dýrin lifa allajafna sem einfarar þar eð sterkustu birnirnir ráðast á og drepa kynsystkini sín á öllum aldri ef svo vill verkast.“ Grein Karls endar svona; „Þótt ýmsir möguleikar hafi verið viðraðir til skýringa á Íslandsheimsókn bjarndýranna í júní 2008, dýra sem hingað synda á nánast sama tíma þegar hafís liggur langt frá landi, er við hæfi að enda þessa samantekt á því að benda á að ástæður þessa sjaldgæfa atferlis gætu hæglega verið ónefndar enn.“


ÚTSALAN ER HAFIN 3 FYRIR 2

AF ÖLLUM HANDKLÆÐUM

40%

AF VÖLDUM STELLUM OG GLÖSUM

20-50%

AF ÖLLUM HÚSGÖGNUM

40%

AF ÖLLUM PÚÐUM OG TEPPUM

20-40% AF ÖLLUM MOTTUM

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2 KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


18 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016

GOTT UM HELGINA Föstudagsforleikur Bræðslunnar

GASTROPUB

Forleikurinn að Bræðslunni í Fjarðarborg á Borgarfirði eystri fer fram í kvöld. Fram koma MurMur, Úlfur úlfur og Jónas Sigurðsson ásamt Ritvélum framtíðarinnar. Tvennir tónleikar verða í Fjarðarborg þetta kvöld. Á þeim fyrri verða sæti og borð en ekki á þeim seinni. Hvar? Fjarðarborg, Borgarfirði eystri Hvenær? Í kvöld kl. 20 og 23.30 Hvað kostar? 3900 kr.

Nýdönsk á Græna hattinum Hljómsveitin Nýdönsk blæs til tónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Ekki er hægt að búast við öðru en að hljómsveitin taki sína helstu slagara og fólk muni fljúga um loftin í sæluvímu við tónlistina dunandi. Hvar? Græni hatturinn Hvenær? Í kvöld kl. 22

Frystiborðspopp Heidatrubador er listamannsnafn Heiðu Eiríksdóttur sem gerir jafnt lágstemmt þjóðlaga-kántrí-popp og framúrstefnulega tilrauna-hljóðatónlist. Heiða heldur tónleika í kvöld vegna þess að það vantar alla hættu í líf fólks sem stendur frammi fyrir erfiðustu ákvörðunum sínum að kvöldi dags við frystiborðið í stórmarkaðinum. Út er komin kassettan Third-Eye Slide-Show með tilraunahlið Heidatrubador. Hvar? Mengi Hvenær? Í kvöld kl. 21 Hvað kostar? 2000 kr.

Af ljósi Clueless í Paradís Alicia Silverstone er í ógleymanlegu hlutverki sem dekurdrósin Cher. Myndin fjallar um hóp forríkra og ofdekraðra krakka í Beverly Hills þar sem allt snýst um vinsældir og að falla inn í hópinn. Myndin er lauslega byggð á skáldsögunni Emma eftir Jane Austen. Hvar? Bíó Paradís Hvenær? Í kvöld kl. 20 Hvað kostar? 1400

Nýtt myndband Glowie

Kjarvalsleiðsögn

HAPPY FRIDAY Allir kokteilar á hálfvirði á föstudögum frá 23–01

SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is

Í dag fer fram leiðsögn á ensku á Kjarvalsstöðum. Um er að ræða sýningu Jóhannesar S. Kjarval: Hugur og heimur. Á sýningunni gefst gott tækifæri til að kynnast mörgum lykilverkum frá ferli listamannsins og fá innsýn í þau meginstef sem voru uppistaðan í lífsverki hans, annars vegar landið í öllum sínum fjölbreytileika og hins vegar það líf og þær táknmyndir sem Kjarval skynjaði í landinu, það sem hugurinn nemur ekki síður en það sem augað sér. Hvar? Á Kjarvalsstöðum Hvenær? Í dag kl. 14

Ungstirnið Glowie efnir til frumsýningarpartýs í tilefni af nýju myndbandi við lagið No Lie. Í tilkynningu segir: Ég fékk hugmynd fyrir myndband þegar vinnslan á laginu „No Lie“ var í gangi, hugmyndin var að gera myndband sem sýnir stílinn minn, hvað mér finnst gaman að gera og sýna bara nákvæmlega hver ég er, enda verður þetta myndband notað til að kynna mig fyrir stærri markaðinum. Hvar? Kex Hostel Hvenær? Í dag kl. 21

Sýningin Of Light í leikstjórn Samönthy Shay verður frumsýnd í dag. Hugmyndin að verkinu kviknaði á Íslandi en andstæður ljóss og myrkurs hér á landi sendu listakonuna í könnunarleiðangur um hvernig þessar andstæður birtast í manneskjum. Tónlistarkonan KÁRYYN semur raftónlist og kórverk fyrir verkið, Paul Evans sér um hljóðhönnun og útsetningu og Nini Julia Band fléttar hefðbunda tónlist frá Kúrdistan, Georgíu og Sardínu við verkið. Hvar? Tjarnarbíó Hvenær? Í kvöld kl. 20.30 Hvað kostar? 3.900 kr.

Prins Póló & Dj flugvél og geimskip Rás 2 og Húrra efna til sumartónleika í dag. Kosmískar lendur verða kannaðar með dj flugvél og geimskip og Prins Póló fjallar um klósettferðir & bílastæðavanda nútímamannsins. Hvar? Húrra Hvenær? Í dag kl. 21 Hvað kostar? 2000 kr.

Rokkveisla á Gauknum Það verður sannkölluð rokkveisla á Gauknum í kvöld þar sem fjórar stórgóðar rokkhljómsveitir munu stíga á stokk svo þakið mun rifna af húsinu. Um er að ræða Lucy in Blue, Churchhouse Creepers, Ottoman og The Roulette. Hvar? Gaukurinn Hvenær? Í kvöld kl. 20


Verðlaunabíllinn

ENNEMM / SÍA /

N M 76 3 24

Hyundai i10

Nýr Hyundai i10 hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir glæsilega hönnun og frágang. Hyundai i10 er án efa einn skemmtilegasti smábíllinn á markaðnum. Blaðamenn sem prófuðu nýjan Hyundai i10 voru á einu máli um að hér væri á ferðinni einstakur smábíll í hæsta gæðaflokki.

Hyundai i10 – Verð frá 1.990.000 kr.

Comfort útgáfa verð 2.190.000 kr. / upphitað leðurstýri / upphituð sæti / upphitaðir rafdrifnir speglar /rafdrifnar fram- og afturrúður / ESP stöðugleikastýring / hljómtæki með geislaspilara, MP3 afspilun, USB og iPod tengi. Öllum Hyundai bílum fylgir 5 ára verksmiðjuábyrgð. *Viðmiðunartölur framleiðanda um eldsneytisnotkun í blönduðum akstri.

Hyundai / Kauptúni 1 / Sími 575 1200 / www.hyundai.is


20 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016

Hvert fara allir týndu miðarnir? Á Instagram-síðunni Týndir miðar er hægt að skoða alls konar skilaboð á dularfullum miðum sem einhverjir hafa skrifað. Þarna er daglegt líf opnað upp á gátt í sinni hreinustu mynd og allir geta lagt til efni. Eina skilyrðið er að miðarnir séu sannarlega týndir, eða réttara sagt fundnir. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

„Fannst í Bónus. Svo íslenskur innkaupalisti að allir gætu stuðst við hann ef þeir eru í vanda með innkaup.“

„Fannst á Háaleitisbraut. Líklega batteríslaus vinkona að láta vita af sér.“

„Fannst í Vestmannaeyjum. Hefðbundinn innkaupalisti, en eigandinn hefur ákveðið að gera vel við sig og bætt við sælgætinu Hrís, með rauðu letri!

Mikið úrval af vöurm frá PINTOY

„Fannst á fjölförnum ferðamannastað. Gott að vita þetta, ekki satt?

við Gylfaflöt „Líklega uppáhaldsmiðinn minn á Týndir miðar. Fannst í Tryggvagötu og vekur upp spurningar: Hvað má ekki klikka? Var eigandi miðans stundvís? Hver verður fyrir framan Hörpu?“

„Fannst á Sölvhólsgötu. Vinsamleg skilaboð eða jákvætt lífsviðhorf ?“

S

amfélagsmiðlar eiga sér sínar sérkennilegu hliðar og útskot. Þar geta áhugamál gefið okkur innsýn í líf fólks sem við þekkjum ekki neitt, stundum með sérkennilega einföldum hætti. Þetta á til dæmis við um síðuna Týndir miðar á Instagram. Hugmyndin er ekki flókin. Notendur senda myndir af minnismiðum sem þeir finna á ákveðið netfang og þær eru síðan birtar á Instagram-síðunni ásamt upplýsingum um hvar miðinn fannst. Þetta er dálítið dularfull síða. Aðstandandi hennar vill ekki koma fram undir nafni og því sendi Fréttatíminn nokkrar spurningar til hans, svo lesendur gætu áttað sig á þessu skemmtilega áhugamáli.

®

www.krumma.is Gylfaflöt 7

112 Reykjavík

587 8700

Hvaðan kom hugmyndin að Týndir miðar? Ég fann oft innkaupalista á víðavangi sem ég sýndi fjölskyldunni eða vinum. Út frá vangaveltum um innihaldið eða eigandann spruttu mjög skemmtilegar samræður og greinilegt að þessi forvitni eða söfnunaráhugi var ekki einsdæmi hjá mér. Hvað heillar við týnda miða? Þeir gefa manni innsýn í líf einhvers fyrir algjöra tilviljun, þó það þurfi stundum hugmyndaflug eða

aðstoð frá öðrum til að mynda sér hugmynd um innihaldið. Það er eitthvað svo persónulegt við handskrifaðan miða og líklega eru þeir að verða sjaldgæfari með nýrri samskiptatækni. Hvað eru miðarnir orðnir margir? Hve margir eru notendur síðunnar? Það er kominn 31 miði og um 100 notendur. Ég er ekki mjög fundvís á miða þó ég hafi farið í nokkra göngutúra til að finna miða. Þetta verður virkara þegar fólk veit af þessu og sendir inn spennandi miða. Ég vil endilega stækka safnið. Allir geta sent myndir af miðum á tyndirmidar@gmail.com eða i skilaboðum á Instagram. Miðarnir segja litlar sögur, hvernig verða þær til í huganum útfrá einum litlum miða? Hvað ætlaði eigandi týnds innkaupalista að elda úr matnum? Mundi hann hvað hann átti að kaupa eða týndi hann miðanum síðar. Ég hef mjög gaman af því að reyna finna trúlega sögu útfrá upplýsingum miðans, fundarstað og rithönd. Getur rithönd til að mynda sagt okkur eitthvað um aldur eða kyn einstaklingsins? Þetta er líka mjög góður samkvæmisleikur. Ég mæli með að fylgjendur síðunnar deili sínum hugmyndum um miðana í athugasemdum.

Er hægt að draga það saman hvað miðarnir eru að segja um íslenskt samfélag? Endurspeglast þarna til dæmis neyslusamfélag eða samfélag fullt af náungakærleik? Það fer allt eftir hve fundvís við erum á miða. Ég hef til dæmis mikið verið að finna miða sem tengjast ferðamönnum og vinsamlegum athugasemdum en lítið af ástarbréfum eða hrósum enda tel ég að fólk týni þeim síður. Er þetta ekki dáldið dularfullt áhugamál, eins og skyggnast inn í huga einhvers? Hehe. Jú, eflaust. En er fólk ekki oft að njósna smá þegar það er til dæmis á Facebook eða Instagram? Á síðunni er nafnleysi og þú getur deilt miða án þess að koma fram undir nafni. En ég birti auðvitað ekkert sem er meiðandi eða óviðeigandi, þetta á bara að vera skemmtilegt. :) Hefur einhvern tímann komið fyrir að einhver hafi fundið miðann sinn? Já, það var einn sem skrifaði athugasemd undir miða um daginn og sagðist hafa skrifað miðann! Það var gaman. :) Eitthvað að lokum, dularfulla miðaáhugamanneskja? Vonandi hefur fólk gaman af síðunni og endilega finnum öll spennndi miða til að deila.



22 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 22. júlí 2016

Lestrarhesturinn Iðunn – 8 ára

Hvað ertu að lesa í fríinu? „Ég er að lesa tvær bækur núna: Aldrei að vita eftir Guðrúnu Helga og Dagbók Ólafíu Arndísar eftir Kristjönu Friðbjörns.“ Um hvað fjalla þessar bækur? „Aldrei að vita er um krakka. Stelpan lendir í slysi og strákurinn verður svo hissa að það líður yfir hann og þá breytist hann. Svo fara þau í ferðalag og þá gerast fullt af ævintýrum sem ég er ekki búin að lesa. Það er samt allt í lagi með stelpuna, hún jafnar sig bara á sjúkrahúsinu,“ segir Iðunn. „Dagbók Ólafíu Arndísar er framhald af Flateyjargreifanum. Í Flateyjargreifanum er fjallað um Ólafíu sem fer til Flateyjar í frí, eignast fullt af vinum og eignast meira að segja hálf-kærasta! Ég er bara nýbyrjuð á Dagbók Ólafíu Arndísar en nú eru þau að flytja. Hún eignast alveg marga vini en það er einhver stelpa þar sem heitir Tara og er kölluð Tarantúla! Hún

Það nýjasta í nöglum

ætlar að berjast við Ólafíu en ég veit ekki alveg hvort hún sé hættuleg. Þær eru búnar að hittast svo lítið.“ | bg

Upp á síðkastið hefur naglatíska átt undir högg að sækja í tískuheiminum en lítið er rætt um mikilvægi þess að vera með vel snyrtar og töff neglur. Það nýjasta í nöglum er hins vegar að mála þjóðhöfðingja á neglur sér eins og sjá má hér þar sem Pútín Rússlandsforseti prýðir löngutöng fyrirsætunnar.

Tónlistarfólk hefur upp raust sína fyrir Druslugönguna Hildur, Hemúllinn og Friðrik Dór koma fram. Á morgun fer fram hin árlega Drusluganga sem endar með tónleikum á Austurvelli. Meðal þeirra listamanna sem koma fram í ár eru Hildur, Hemúllinn og Friðrik Dór. „Því miður er ákveðin ástæða fyrir því að maður vill taka þátt í svona. Það er gríðarleg þörf á Druslugöngunni og þeirri vitundarvakningu sem hún hefur í för með sér. Baráttu gegn kynferðisofbeldi.“ segir Hemúllinn. „Lögin verða fjörug en ég verð líka með ákveðið ákall til kynbræðra minna þar sem ég legg þeim línurnar.“ „Ég hef áður mætt í gönguna og sýnt málsstaðnum stuðnin. Mér finnst þetta mikilvæg ganga og þegar skipuleggjendur göngunnar höfðu

samband við mig þótti mér sjálfsagt að koma og syngja. Ég þekki of marga þolendur kynferðisbrota og þykir mikilvægt að við stöndum saman og vekjum athygli á málefninu,“ segir söngkonan Hildur en meðal þeirra laga sem hún mun taka á morgun er lagið „I’ll walk with you.“ „Ég var með í fyrra og það var bara svo gaman og góð stemning. Það skiptir miklu máli að halda málefninu um kynferðisofbeldi á lofti og vekja athygli á því með því einfaldlega að láta sjá sig. Það ætla ég að gera,“ segir söngvarinn Friðrik Dór. „Lögin verða í hressari kantinum, það skiptir máli að halda fjörinu uppi.“ | bg

Óskar Ericsson er myndlistarmaður og upplifunarhönnuður og ginhönnuður í hjáverkum.

Himbriminn fer á flug Óskar Ericsson myndlistarmaður ákvað að söðla um og snúa sér að því að hanna nýtt íslenskt gin. Óskar lítur á vöruna sem listræna tjáningu. Hann númerar hverja flösku persónulega en drykkurinn dregur nafn sitt af einum fegursta fugli landsins, himbrimanum. Guðni Tómasson Gudni@frettatiminn.is

„Hljóðin sem himbriminn gefur frá sér eru fyrir mér rétta hljóðrásin við veiðina úti í íslenskri náttúru. Himbrimi er hugsaður sem veiðidrykkur,“ segir Óskar sem sjálfur hefur lengi verið áhugasamur um stangveiði. Hann er í félagi við þá Fannar Guðmundsson og Harald Gísla Sigfússon um að ýta framleiðslunni úr vör. Ólíkt því sem sumir eiga að venjast af gini er Himbrimi ekki glær vökvi heldur fallega brúnleitur. „Heimur ginsins er miklu flóknari og fjölbreyttari en marga grunar. Saga þess er líka merkileg og við notum gamlar og vel þekktar aðferðir við framleiðsluna.“ Þessi merka saga birtist meðal annars í þeim nöfnum sem að notuð hafa verið um drykkinn. Þannig var í áttatíu ára stríðinu (1568–1648) talað um „hollenska hugrekkið“ (e. Dutch Courage) því að hermenn helltu í sig skoti af genever, hollenskum forvera drykksins, fyrir bardaga. Síðar var í Englandi talað um „móðurharminn“ (e. Mother’s Ruin). „Þá hafði drykkurinn náð slíkum vinsældum að fjölskyldur leystust upp vegna ofdrykkju, en við mælum auðvitað með skynsamri og hóflegri neyslu,“ segir Óskar. Enn ein útgáfan af drykknum er Old Tom gin og það er úr þeirri ættkvísl sem Himbrimi kemur. Upp-

Brúni liturinn í Himbrima á sér sögulegar rætur. Til þess að bragðið, til dæmis af blóðbergi, njóti sín er drykkurinn ekki eimaður eins oft og glært gin.

skriftin er í grunninn frá 18. öld en nafnið var fengið frá svörtum ketti. Í kjölfar ginæðisins mikla í London var reynt að stemma stigu við gindrykkju, en með því að mála myndir af ketti á húsgafla var gefið til kynna að þar væri gin að fá. Svo leynt þurfti að fara með drykkjuna að áfenginu var helt í gegnum leiðslu í veggnum út til kaupandans sem þá hafði sett mynt í rauf sem leyndist í veggnum. „Old Tom var auðvitað kötturinn sjálfur sem auglýsti sopann,“ segir Óskar. Himbrimi fer hægt og rólega af stað. Búið er að tappa á 1000 flöskur. Einiber og vatn eru vitanlega lykilhráefnið í drykknum, eins og í öðru gini, en til viðbótar eru ýmis hráefni úr íslenskri náttúru. „Við notum líka blóðberg, hvönn og hunang svo eitthvað sé nefnt og höldum þessum dökka lit, eimum þetta ekki margoft

eins og gert er með það gin sem fólk þekkir best. Þetta er bara gömul og gild útgáfa af þessum drykk.“ Óskar, sem er menntaður myndlistarmaður segir að það sé ekki svo langt úr heimi myndlistarinnar og yfir í það að koma nýrri vöru á markað. „Þetta er í rauninni ekki fjarskyld tjáning. Maður vill vanda sig og gera vel. Búa til gæðavöru, sem fólk fær að njóta. Þetta snýst fyrst og fremst um upplifun.“ Í framtíðarplönum Himbrima er að vinna mögulega með myndlistarmönnum við umbúðahönnun. „Mér finnst myndlist ekkert endilega eiga að vera lokuð inni á söfnum eða galleríum. Hún getur líka komið fram í umhverfi okkar og dreift sér um lífið, líka inn í neysluvörur,“ segir Óskar Ericsson sem lítur á Himbrimann sem listræna tjáningu.


NÚ ER TÍMINN!

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur. Tilboð á pallaefni gilda til og með 25. júlí eða á meðan birgðir endast. Sjá nánar um vaxtalaus lán á byko.is.

SKJÓLVEGGUR OG PALLUR

PALLALEIKUR BYKO

1. ÞÚ KAUPIR GAGNVARIÐ PALLAEFNI FYRIR 50.000 KR. EÐA MEIRA Á TÍMABILINU 1. JÚNÍ - 19. ÁGÚST 2016. 2. ÞÚ SKRÁIR NÓTUNÚMER OG AÐRAR NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR Á www.byko.is/pallaleikur

Við aðstoðum þig!

ÞÚ FÆRÐ ALLT EFNIÐ Í PALLINN OG SKJÓLVEGGINN GAGNVARIN FURA PALLURINN 0058324

27x95 mm. 27x120 mm.

0058326

27x145 mm.

Vinningshafar eru kynntir á Facebooksíðu BYKO á hverjum föstudegi frá 22. júlí.

Klárum málið!

kr./m2

189 kr./lm*

0058252

22x45 mm.

0059253

22x70 mm.

0058254

22x95 mm.

0058255

22x120 mm.

Almennt verð: 2.150 kr./m2 / 215 kr./lm* 0058325

3. ÞÚ ERT KOMINN Í POTTINN OG GÆTIR UNNIÐ VEGLEGA VINNINGA!

VAXTALAUST LÁN

SKJÓLVEGGURINN

1.890 1.960 2.178

kr./m2

245 kr./lm*

kr./m2

325 kr./lm*

*4,5 m og styttra.

Vertu með!

94 156 166 247

GRIND OG UNDIRSTAÐA

kr./lm

0058502

kr./lm

0058504

kr./lm* Almennt verð: 185 kr./lm.

0058506 0059954

kr./lm

182 45x95 mm. 271 45x145 mm. 485 95x95 mm. 629 45x45 mm.

kr./lm* kr./lm* Almennt verð: 295 kr./lm.

kr./lm* kr./lm* Almennt verð: 715 kr./lm.

ÚTSÖLULOK ÚTSÖLUNNI LÝKUR UM HELGINA

MEIRI LÆKKUN

20% BOSCH RAFMAGNSVERKFÆRI 50% MARKÍSUR 20% ÁLTRÖPPUR OG STIGAR 40% LEIKFÖNG 20% HÁÞRÝSTIDÆLUR 25% JÁRNHILLUR 30% INNI- OG ÚTILJÓS 40% BLÓMAPOTTAR 25% VINNUFATNAÐUR OG ÖRYGGISSKÓR 30% BLÓM, TRÉ OG RUNNAR 30% GARÐHÚSGÖGN 30% TIMBURBLÓMAKASSAR 20-40% ÁBURÐUR 30-40% REIÐHJÓL OG REIÐHJÓLAFYLGIHLUTIR 25-50% BENSÍNSLÁTTUORF 30% HEKKKLIPPUR OG KEÐJUSAGIR 30% GREINAKURLARAR

REIKNAÐU ÚT EFNISMAGN

Í GIRÐINGUNA OG PALLINN Á BYKO.IS

-50%

BENSÍNSLÁTTUORF BC139,fjórgengismótor, 0,7 kW.

14.998

kr.

53323120 Almennt verð: 29.995 kr.

RAFMAGNSSLÁTTUVÉL GC-EM 1030 1000 W.

7.497

kr.

74830020 Almennt verð: 14.995 kr.

-50%


GOTT UM HELGINA

Fólkið mælir með… Helga Lind Útivist: Nú er ég langt frá því að vera annálaður útivistargarpur – en á laugardaginn mæli ég með því að fólk gangi með okkur Druslugönguna. Þetta eru 2 km frá Hallgrími og síðan til baka. Done deal. Bók: Story about the Balkans - Slavenka Drakulic. Mikilvæg, nauðsynleg og fáránlega sterk bók. Fléttir ofan af rosalegu ofbeldi gegn konum í Bosníustríðinu, stríð sem ennþá er of lítið talað um. Matur: Portobello sveppur. Alltaf.

Aron Mola Útivist: Þórsmörk. Þar er hægt að ganga út um allt. Þú ert með tvo jökla, ár, skóg og sand. Allt sem íslensk náttúra getur boðið upp á. Bók: Halli Hrekkjusvín og hvernig hann fær broskall í hjartað. Bókin fjallar um Halla og hvernig hann stríddi öllum krökkunum á leikskólanum. En síðan kemur ein stelpa á leikskólann og segir öllum krökkunum að segja ,,só” sem krakkarnir gera og Halli fær broskall í hjartað og hættir að stríða þeim. Matur: Penne alla vodka, klikkaður pastaréttur eldaður uppúr vodka, tómatpúrru og einhverju svona nice. Kærastan mín kynnti mig fyrir þessu og við eldum þetta oft.

Þorbjörg Roach Útivist: Ég myndi segja að keyra hring­inn og gista í tjaldi. Það er eitthvað sem maður gerði bara þegar maður var lítill. Bókin: Er búin að vera á ferðalagi og þar sem ég er ekki með bílpróf er ég búin að lesa uppúr einni bók fyrir bilstjórann: Hvernig ég kynntist fiskunum eftir Ota Pavel. Þetta eru einskonar æskuminningar höfundarins frá Tékkóslóvakíu á árum seinni heimsstyrjaldarinnar og fyrir það. Matur: Ég segi rjómalagað pasta með steiktu brokkolí, sveppum og parmesanosti, One pan Alfredo pasta. Það á að vera kjúklingur í því en ég set grænmeti í staðinn.

ÓTAKMARKAÐUR LJÓSLEIÐARI ÓTAKMARKAÐUR FARSÍMI + 4GB

WWW.HRINGIDAN.IS - 525 2400

4.5X9MM.indd 1

2.6.2016 13:04:43

Gott að fara út að leika Á sunnudaginn verður sannkölluð karnivalstemning á barnahátíðinni Kátt á Klambra, Klambratúni, en hátíðin er ætluð börnum á öllum aldri og fjölskyldum þeirra. Fullt af dansi, tónlist, kung fu pöndum, húllafjöri og andlitsmálningu.

Gott að fara á tónleika Um helgina fara fram Bræðslutónleikarnir á Borgarfirði eystri. Nóg verður um að vera því tónleikar verða fjölmargir og fjölbreyttir, auk myndlistarsýninga og fjölbreytts matar.

Gott að kaupa myndlist Myndlistarmarkaður nema við Listaháskóla Íslands verður haldinn á morgun á Kex og byrjar snemma. Nemendur selja verk sín, skólaverkefni og verkefni sem hafa verið gerð utan skólans. Ásamt myndlist verða nemendur líka með föt til sölu.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.