2. tölublað 2. árgangur
14. febrúar 2014
Íslenski heilbrigðisklasinn Fyrirtæki og stofnanir í heilbrigðisgeiranum hafa tekið sig saman um að skapa betri starfsskilyrði. Hugmyndin er að heilbrigðistengd starfsemi geti orðið ein af undirstöðu atvinnugreinunum á Íslandi í framtíðinni. Efla á læknistengda ferðaþjónustu og hlúa að hátæknifyrirtækjum.
Síða 8
Útlendingar í augnaðgerðir hér
Samræmd rafræn SjÚkraSkrá
æSkudraumur að Skera í fólk
rannSaka krabbameinSmeðferð
Allt að helmingi ódýrara hér en í Danmörku.
Allar opinberar heilbrigðisstofnanir fá aðgang í sumar.
Jóhannes Árnason starfar sem lýtalæknir í þremur löndum.
Kannað verður hvort meðferð við brjóstakrabbameini henti öllum.
Síða 4
Síða 7
Síða 10
Síða 12
—2—
PILLA
BLAÐRA
MAGI
Gagnrýnendur segja hættu á því að fólk vilji síður breyta mataræði sínu og hreyfa sig þegar slík skyndilausn við aukakílóunum, eins og blaðran, er í boði.
Blaðra í magann gegn offitu Tafla sem breytist í blöðru í maganum er nú komin á markað frá bandaríska lyfjaframleiðandanum Obalon Therapeutics. Þegar blaðran er í maganum fær líkaminn þau skilaboð að maginn sé fullur svo fólk borðar minna og léttist. Taflan er sett í magann með legg og geta læknar blásið hana upp með sérstöku gasi og verður blaðran þá á stærð við epli. Mánuði síðar er önnur blaðra sett í magann til að gera seddutilfinninguna enn meiri. Blöðrurnar eru í maganum í 12 vikur og þá fjarlægðar af lækni upp um meltingarveg. Blaðran er markaðssett sem skjótvirk lausn við aukakílóunum og segja gagnrýnendur að tilkoma hennar gæti haft þau áhrif að fólk leitist síður við að breyta mataræðinu og hreyfa sig og vilji frekar slíka skyndilausn. Evrópsk rannsókn á 100 konum á fimmtugsaldri sýndi að hver missti að meðaltali 8 kíló þá þrjá mánuði sem þær voru með blöðrurnar í maganum.
14. febrúar 2014
750 milljóna sparnaður á ári ef tíðni sykursýki II lækkar um 10% Kostnaður heilbrigðiskerfisins vegna meðferðar á sykursýki II, eða áunninni sykursýki, er að meðaltali hálf milljón á ári á hvern sjúkling. Ef tíðni sjúkdómsins myndi lækka um 10 prósent yrði hægt að spara 750 milljónir á ári. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að hver og einn taki ábyrgð á eigin heilsu og bindur miklar vonir við góðan árangur af innleiðingu hreyfiseðla.
Talið er að hér á landi séu um 15.000 manns með sykursýki II eða áunna sykursýki en sjúkdómurinn er ein algengasta afleiðing offitu.
D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r
Á
ætlað er að hér á landi séu um 15.000 manns með áunna sykursýki eða sykursýki II. Kostnaður heilbrigðiskerfisins við hvern sjúkling er að meðaltali hálf milljón á ári og því væri hægt að spara um 750 milljónir á ári ef til fellum sykursýki II yrði
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. Ritstjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is . Ritstjórnarfulltrúi: Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is . Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Líftíminn er gefinn út af Morgundegi ehf., prentaður í 85.000 eintökum í Landsprenti og dreift mánaðarlega með Fréttatímanum og á heilbrigðisstofnanir.
t í m* s e f u aðófun t s ni pr k r Vi skum ní klí
fækkað um tíu prósent,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Hann kveðst bjartsýnn á að á næstu árum verði viðsnúningur hér á landi og að tíðni offitu og ofþyngdar fari lækkandi. „Það hefur náðst árangur við lækkun á tíðni ofþyngdar hjá börnum svo það er ástæða til bjartsýni. Hreyfiseðlar hafa nú verið innleiddir í heilbrigðiskerfinu og ég bind miklar vonir við notkun þeirra til að minnka tíðni sykursýki II. Rannsóknir sýna að fækka má sjúklingum með sykursýki II um 80 prósent eingöngu með hreyfingu og breyttu mataræði. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að skipulögð hreyfing sé öflug leið til að vinna gegn öðrum sjúkdómum eins og langvarandi verkjum, kransæðasjúkdómum, hjartabilunarsjúkdómum, kvíða, depurð, háum blóðþrýstingi og fleiru,“ segir hann. Markmið Kristjáns Þórs með innleiðingu hreyfiseðlanna er að þeir
verði hluti af meðferðarúrræðum hjá læknum á heilsugæslustöðvum og öðrum stofnunum um allt land. „Notkun hreyfiseðlanna hefur aukist jafnt og þétt sem er mjög ánægjulegt. Víða erlendis eru hreyfiseðlar orðnir eðlilegur hluti af meðferð sjúkdóma með góðum árangri.“ Kristján Þór leggur áherslu á að þó kostnaður heilbrigðiskerfisins við sykursýki II sé hár beri sjúklingarnir sjálfir mesta kostnaðinn þar sem sjúkdómurinn hafi alvarleg áhrif á heilsu. „Þess vegna er afskaplega mikilvægt að allir, bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklingar, taki þeirri áskorun sem felst í innleiðingu hreyfiseðla. Þetta snýr ekki síður að einstaklingnum sjálfum sem á skilyrðislaust að taka ábyrgð á eigin heilsu. Þetta er eitthvert besta dæmið um það og segir manni að mikilvægt sé að hver og einn beri ábyrgð á sinni hreyfingu og mataræði.“
Lúsasjampó
eyðir höfuðlús og nit
Öflugt - fljótvirkt - auðvelt í notkun Virkar í einni meðferð Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum 100% virkni gegn lús og nit Náttúrulegt, án eiturefna FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM Íslenskar upplýsingar er að finna á www.licener.com/IS
* Abdel-Ghaffar F et.al; Parasitol Res. 2012 Jan; 110(1):277-80. Epub 2011 Jun 11.
Fyrir 2 ára og eldri
Mjög auðvelt að skola úr hári!
Bætt líðan betra líf
ÞÚ
uP uPP PP P á þitt Besta! Berocca® Performance er einstök samsetning
af B vítamínunum, C vítamíni, magnesíum og zínki
Bættu frammistöðu þína með Berocca
- rannsóknir hafa sýnt að það ber árangur
Syk
t S u a url
—4—
14. febrúar 2014
Útlendingar í augnaðgerðir til Íslands Árlega koma hingað til lands nokkur hundruð útlendinga í augn aðgerðir. Flestir koma frá Færeyjum og Grænlandi en þar er ekki boðið upp á slíkar aðgerðir. Mun hagstæðara er fyrir íbúa þessara landa að fara til Íslands en Danmerkur þar sem munað getur allt að helmingi á verði. Dagný HulDa ErlEnDsDóttir
Á Útlendingar eru mikilvæg viðbót við íslenska markaðinn.
r hvert koma nokkur hundruð útlendinga í augnaðgerðir hjá íslenskum augnlækningafyrirtækjum. Flestir koma frá Grænlandi og Færeyjum en í þeim löndum er ekki boðið upp á slíkar aðgerðir. Nokkrir koma einnig frá öðrum nágrannaríkjum, meðal annars vegna langra biðlista í heimalandinu og hagstæðs verðs hér á landi. Algengast er að fólk komi til Íslands á mánudegi og dvelji svo út vikuna. Ekki koma upp tungumálaörðugleikar þar sem margir af læknum og hjúkrunarfræðingum augnlækningastofanna hafa menntað sig erlendis. Að sögn Þórunnar Elvu Guðjohnsen, framkvæmdastjóra Augljóss, kjósa Færeyingar að koma til Íslands meðal annars því aðgerðirnar kosta allt að helmingi minna en í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum. Auk þess kunni þeir að meta að verðið sé fast en ekki sé innheimt eftir því hvaða aðgerð er um að ræða eins og oft sé raunin annars staðar. Hún segir misjafnt hversu lengi fólk dvelur á Íslandi vegna sjónlagsaðgerða. „Stundum kemur fólk í forskoðun daginn sem það lendir og fer svo í aðgerð næsta dag og í eftirskoðun þar næsta dag. Það er skemmsti mögulegi dvalartími. Margir kjósa líka að dvelja lengur og fara í skoðunarferðir og þá þarf að skipuleggja ferðina í samræmi við það. Til dæmis er ekki hægt að fara í Bláa lónið daginn eftir aðgerð en vel hægt að keyra Gullna hringinn.” Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri
Ekki er hægt að fara í laseraðgerðir og augnsteinaskipti í Færeyjum og á Grænlandi og sækir fólk þaðan þjónustu á Íslandi. Kostnaður við slíka aðgerðir er mun minni á Íslandi en í Danmörku. Algengt er að fólk dvelji hér á landi í þrjá daga eða lengur og nýtir ferðina til að njóta lífsins og fara í styttri ferðir. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhoto
Sjónlags, segir fjölda þeirra útlendinga sem koma til þeirra í aðgerðir aukast með hverju árinu. „Flestir koma frá Færeyjum og Grænlandi og svo er einn og einn frá hinum Norðurlöndunum. Fólk kemur til okkar í laseraðgerðir frá nágrannalöndunum en svo eru líka sífellt fleiri sem fara í augasteinaskipti. Íslenska krónan er veik og því er það góður kostur fyrir Færeyinga og Grænlendinga
að koma hingað með danskar krónur og þjónustan þykir góð. Fólk kemur og nýtir ferðina til að versla og fara í skoðunarferðir, út að borða og hafa það huggulegt.” LaserSjón hefur tekið á móti fjölda Færeyinga í augnaðgerðir frá árinu 2000. Síðastliðin tvö ár hefur fyrirtækið átt í samstarfi við ferðaskrifstofuna 62° Norður í Færeyjum um komu fólks hingað til lands
í sjónlagsaðgerðir um pöntun á flugi, hóteli og augnaðgerðum. „Fólk kemur til okkar í sjónlagsaðgerðir og augnsteinaskipti. Yfirleitt gista okkar viðskiptavinir á hóteli hérna í nágrenninu og dvelja á Íslandi í að minnsta kosti þrjá til fjóra daga. Útlendingar eru mikilvæg viðbót við íslenska markaðinn,“ segir Eva María Gunnarsdóttir hjá LaserSjón.
KYNNING
Bio Kult Pro-Cyan við þvagfærasýkingum Með breyttum lífsstíl, aukinni streitu í daglegu lífi, ýmsum sjúkdómum og aukinni lyfjanotkun er oft gengið á bakteríuflóruna í þörmunum. Við þær aðstæður verður auðveldara fyrir E. coli bakteríuna að grassera og hún fær greiðari aðgang að þvagrásinni sem getur valdið sýkingum. Slíkar sýkingar geta skaðað slímhimnu þvagrásarinnar.
Að sögn Birnu Gísladóttur, sölu- og markaðsfulltrúa IceCare, eru helstu einkenni þvagfærasýkingar tíð þvaglát, aukin þörf fyrir þvaglát um nætur og aukin þörf fyrir þvaglát án þess að kasta af sér þvagi. „Þvagfærasýkingu geta einnig fylgt verkir og brunatilfinning við þvaglát, óeðlileg lykt og litur af þvaginu og gröftur í þvagi,“ segir hún. Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur vísindalega þróaða þrívirka formúlu, trönuberjaþykkni, tvo sérstaklega valda gerlastrengi og A vítamín. „Hlutverk gerlanna og A-vítamínsins í vörunni er að hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og að viðhalda eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu,“ segir Birna. Mælt er með því að taka inn 1 til 2 hylki einu sinni til tvisvar sinnum á dag með mat. Bio-Kult Pro-Cyan hefur verið sérstaklega hannað til að henta barnshafandi konum en samt sem áður er alltaf mælt með því að ráðfæra sig við fagfólk áður en notkun hefst. Fyrir börn 12 ára og yngri er mælt með hálfum skammti af ráðlagðri skammtastærð fyrir fullorðna. Bio-Kult Pro-Cyan fæst í apótekum og heilsubúðum.
Bætibakteríur við
Bio-Kult ProCyan er gott við þvagfærasýkingum. Streita, sjúkdómar og lyfjanotkun geta haft áhrif á bakteríuflóru í þörmum og við þær aðstæður verður auðveldara fyrir E. Coli bakteríuna að grassera og aðgangur hennar að þvagrásinni verður greiðari.
Birna Gísladóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá IceCare, segir gerla og A-vítamín í Bio-Kult Pro-Cyan hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegu bakteríumagni í þörmum og eðlilegri starfsemi í þvagrásarkerfinu.
magakrampa Börn sem fá bætibakteríur fyrstu þrjá mánuðina eftir fæðingu fá síður magakrampa, bakflæði og hægðatregðu, samkvæmt nýrri ítalskri rannsókn sem greint var frá í vísindatímaritinu JAMA í janúar síðastliðnum. Við rannsóknina fengu 500 börn annað hvort dropa með bætibakteríum eða lyfleysu. Niðurstöðurnar sýndu að yfir þriggja mánaða tímabil grétu þau börn sem fengu bætibakteríur mun minna og fundu fyrir minni óþægindum í maga en börnin sem fengu lyfleysu. „Í Evrópu eru algengt að nota bætibakteríur við magakrampa. Bætibakteríur eru lifandi bakteríur sem viðhalda náttúrulegu jafnvægi í meltingunni,“ segir dr. Flavia Indrio hjá barnadeild Aldi Mori háskólans í Bari og einn þeirra sem að rannsókninni stóðu. Hann leggur áherslu á að niðurstöðurnar þurfi að sannreyna aftur áður en bætibakteríur verða hluti af hefðbundinni meðferð við magakrampa ungbarna. Sérfræðingar vara þó við því að bætibakteríur séu notaðar sem forvörn við magakrampa, heldur aðeins meðferð og alltaf undir eftirliti barnalækna. Magakrampi og iðravandamál geta haft langtímaáhrif og því er til mikils að vinna að koma í veg fyrir slíkt.
—5—
14. febrúar 2014
KYNNING
H
ingað til hefur fátt verið í boði fyrir börn sem þjást af uppþembu eða ungbarnakveisu annað en dropar og róandi lyf til inntöku. Að gefa ungbörnum lyf er þó örþrifaráð sem fæstir vilja þurfa að grípa til. Skilaboðin til foreldra hafa því gjarnan verið að lítið sé hægt að gera annað en að bíða uns þessu tímabili ljúki í lífi barnsins. Þeir sem reynt hafa vita þó hve erfitt þetta getur reynst bæði foreldrum og börnum enda börnin oft óvær, vansvefta og jafnvel sárþjáð.
Hvað er Windi?
Nú er loksins komið á markaðinn lækningatæki sem ætlað er til að hjálpa ungbörnum að losna við loft á einfaldan, öruggan og sársaukalausan máta. Windi er mjúkur, meðfærilegur og holur plastventill með rúnnuðum stút sem er nógu langur til að komast inn fyrir endaþarmshringvöðva barnsins sem annars lokar loft í þörmunum. Á Windi er einnig brún sem kemur í veg fyrir að ventillinn fari of langt inn. Windi fer þannig mátulega langt inn án þess að nokkur hætta sé á að hann skaði barnið eða valdi því óþægindum. Með því að nudda maga barnsins og nota svo Windi ventilinn losnar barnið auðveldlega við loft og líðan þess batnar verulega. Aðferðin er gamalreynd og þekkt innan heilbrigðisgeirans en þó er Windi fyrsta varan af þessu tagi sem er sérhönnuð fyrir foreldra til að nota heima við. Windi er ekki eingöngu fyrir þau börn sem hafa ungbarnakveisu. Ventillinn getur ekki síður gagnast þeim börnum sem þjást af vægari einkennum svo sem uppþembu, vindverkjum, og jafnvel hægðatregðu.
Kannast þú við: Kláða? Sviða? Aukna útferð?
Ummæli frá foreldrum „Sá litli svaf almennilega í fyrsta skipti.“ „Sonur okkar var orðin vær eftir aðeins tvo daga.“
Fluconazole Portfarma
„Við vorum búin að prófa allt, og þá meina ég allt.“
Aðeins eitt hylki - fæst í lausasölu.
„Við notuðum Windi og það virkaði virkilega vel. Mælti meira að segja með þessu við aðra móður sem ég hitti á biðstofunni á heilsugæslunni.“
Fluconazole Portfarma við sveppasýkingum í leggöngum af völdum gersveppsins Candida. Einkenni sveppasýkinga í leggöngum eru meðal annars kláði og sviði í leggöngum og á ytri kynfærum.
„Maður sá greinilega léttinn á andlitinu á henni.“
Til inntöku um munn.
„Lillinn okkar róaðist niður.“
Sænska ungbarnaverndin mælir með Windi – Windi er skráð sem lækningatæki í Evrópu. Windi fæst í apótekum. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má finna á www.portfarma.is.
Lyfið á aðeins að nota hafi konan áður verið greind með sveppasýkingu hjá lækni og þekki þannig einkennin. Lestu fylgiseðilinn vandlega fyrir notkun.
Fæst án lyfseðils. Ekki má nota Fluconazole Portfarma: Ef þú ert með ofnæmi fyrir flúkónazóli, öðrum lyfjum sem þú hefur tekið við sveppasýkingu eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Tekur eitthvert þessara lyfja: Astemizol, terfenadin, císapríð, pimozíð, quinidín eða erýtrómýsín. Ráðfærðu þig við lækninn ef eitthvað af þessu á við: Ef þú ert yngri en 16 ára eða eldri en 50 ára gömul, ef útferðin lyktar illa eða er ekki ljós á litinn, ef ytri kynfæri hafa að auki sár eða vörtur, ef þú færð hita, önnur einkenni s.s. magaverk eða erfiðleika með þvaglát, ef þetta er í fyrsta skiptið sem þú færð einkenni sveppasýkingar í leggöngum, ef þú hefur fengið sveppasýkingar oftar en tvisvar á síðustu 6 mánuðum, ef þú ert með langvarandi sjúkdóm, ef þú notar önnur lyf, ef þú ert með lifrar- eða nýrnasjúkdóm, ert með hjartasjúkdóm, þar með taldar hjartsláttartruflanir, ef þú ert með óeðlilegt magn kalíum, kalsíum eða magnesíum í blóði, ef þú færð alvarleg einkenni frá húð (kláða, roða í húð) eða færð öndunarerfiðleika. Þú skalt ekki taka Fluconazole Portfarma ef þú ert þunguð eða með barn á brjósti nema læknirinn hafi sérstaklega ráðlagt þér það. Notkun: Eitt 150 mg hylki í stökum skammti. Algengustu aukaverkanir: Höfuðverkur, magaóþægindi, niðurgangur, ógleði, uppköst, aukning á lifrarensímum í blóðprufum, útbrot. Dagsetning endurskoðunar textans: 30.01.2014.
portfarma.is
—6—
14. febrúar 2014
Óvættirnar þursabit, skessuskot og djöflatak lýsingar bráðra bakverkja Fólk sem fær snöggt í bakið lýsir flest mikilli vanlíðan og kvölum. „Ekki þarf annað en vitna í orð eins og þursabit, skessuskot og djöflatak sem eru orð sem fólk fyrr á tímum notaði til að lýsa slæmum bráðabakverk,“ segir Gísli Sigurðsson, MT-sjúkraþjálfari hjá Klíník sjúkraþjálfun.
Á
stæður bráðra bakverkja segir Gísli geta verið margþættar og nefnir sem dæmi læsingar í smáliðum hryggjarins sem stjórna hreyfingum hryggjarliða. „Það má líkja læsingum í smáliðum við hurð sem er stíf á hjörunum og þarf að smyrja til að hún opnist og lokist rétt. Ef smáliðirnir læsast sem getur gerst þegar líkaminn þolir ekki ákveðið álag virðast liðfletir smáliða leggjast í ranga stöðu og ein kenning er sú að liðpokinn sem umlykur smáliði klemmist á milli sem veldur einkennum og oft og tíðum miklum verkjum.“ Vert sé þó að hafa í huga að aðrir vefir sem liggja að hryggnum geti einnig gefið einkenni þó skýringarnar geti verið fleiri. „Einkenni geta verið frá hryggþófa sem liggur milli aðlægra hryggjarliða en hryggþófinn virkar sem dempari og tekur við lóðréttu samþjöppunarálagi. Mesta álagið á hryggþófann er við langvarandi einhæfar stöður eins og kyrrsetu eða ranga líkamsstöðu og beitingu.“ Stundum er það sambland af smáliðum og hryggþófa sem skýra bakverk sem hefur áhrif á hreyfimynstur og almenna færni einstak-
lingsins. Gísli segir oftast einhvern undanfara bráðra bakverkja eins og stirðleika í baki og vöðvakerfi sem umlykur hryggjarsúluna. „Oft án þess að fólk hafi veitt því athygli sem svo síðar gefur sig við einhverja athöfn sem þarf ekki endilega að vera nema klæða sig í sokka að morgni eða bogra fram eftir léttum hlut frá gólfi.“ Til að lina þjáningar og verki þegar óvættirnar hafa tekið sér bólfestu í líkamanum segir Gísli mikilvægt að gera sér grein fyrir því að í mörgum tilfellum vari þessi einkenni aðeins um stundarsakir en yfirleitt þurfi að taka því rólega fyrstu tvo sólarhringana. „Í kjölfarið er mikilvægt að leita sér hjálpar hjá fagaðilum eins og sjúkraþjálfurum sem hafa þekkingu á meðhöndlun bráðaeinkenna frá baki. Ef skoðun og greining gefur vísbendingu um að smáliðir eigi sök á einkennum frá bakinu geta ýmis meðferðarsnið flýtt fyrir bata, meðal annars liðlosun á hryggjarliði.“ Séu einkennin hins vegar frá hryggþófanum er nálgunin öðruvísi því skjólstæðingar þurfa að fylgja ákveðnum leikreglum til að ná árangri og þar skiptir samvinna sjúkraþjálfara og
Gísli Sigurðsson, MT-sjúkraþjálfari hjá Klíník sjúkraþjálfun, segir oftast einhvern undanfara bráðra bakverkja eins og stirðleika í baki og vöðvakerfi sem umlykur hryggjarsúluna. Ljósmynd/Hari.
skjólstæðinga miklu máli. „Ef nefna á eitt meðferðarsnið við hryggþófaröskun þá getur togmeðferð í sumum til-
fellum hjálpað en fræðsla er líka stór þáttur meðferðarinnar,“ segir Gísli og leggur áherslu á að ávallt þurfi að
meta hvern og einn skjólstæðing með tilliti til einkenna og almennrar færni áður en meðferðarsnið er ákveðið.
Augnheilbrigði
NÝTT OG ENDURBÆTT AUGNVÍTAMÍN Í NÝJUM UMBÚÐUM! Viteyes AREDS2 er andoxunarvítamín með sinki, lúteins og zeaxantíns og er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun. Nú er vítamínið með endurbættri formúlu sem gerir það enn betra en áður. Viteyes í nýju umbúðunum er komið í dreifingu og er fáanlegt á sömu stöðum og áður, um allt land.
www.provision.is
Eldri umbúðir
Fæst í öllum helstu apótekum um allt land.
Nýjar umbúðir
—7—
14. febrúar 2014
Samræmd rafræn sjúkraskrá í sumar sjúkraskrárupplýsingum.“ Eitt verkefnanna miðar að því að veita heilbrigðisstarfsfólki aðgang að upplýsingum á Landspítalanum með kerfi sem hefur verið þróað þar og heitir Heilsugátt sem safnar öllum upplýsingum um sjúklinga spítalans á einn stað. „Að undanförnu hefur því kerfi verið dreift á opinberar heilbrigðisstofnanir. Aðgangur er kominn til dæmis á allar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Suðurlandi og á Suðurnesjum og nú er verið að klára innleiðingu í öðrum landshlutum.“ Með innleiðingu Heilsugáttar geta læknar og hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum til dæmis séð gögn um allt það sem gerðist í innlögn síns skjólstæðings á Landspítala.
Kerfið virkar aðeins í aðra átt, frá Landspítala. „Annað verkefni gengur út á að tengja saman Sögu-gagnagrunna milli umdæmanna og gera þannig aðgengilegar upplýsingar um helstu atriði úr rafrænni sjúkraskrá eins og ofnæmi, innlagnir, komur, sjúkdómsgreiningar og fleira en sú lausn virkar í báðar áttir.“ Sú lausn er í prófun og hefur verið sett upp á Suðurlandi að Höfn og á Vesturlandi og Suðurnesjum. „Núna erum við að vinna við uppsetningu á öðrum stofnunum. Stefnan er að allar opinberar heilbrigðisstofnanir verði samtengdar um mitt næsta sumar.“ Einkareknar stofur og hjúkrunarheimili sem eru með Sögu kerfið fá aðgang að samtengdu rafrænu sjúkra-
skránni í framhaldinu. „Það er verið að vinna að því að á þeim stöðum sem önnur kerfi en Saga eru notuð verði sambærilegur aðgangur svo á endanum eiga allar heilbrigðisstofnanir að geta tengst og séð gögn sjúklinga sinna. Ingi Steinar segir helsta ávinninginn af samtengdri sjúkraskrá fyrst og fremst meira öryggi sjúklinga. Eftir því sem heilbrigðisstarfsfólk hefur betri upplýsingar, því minni líkur eru á mistökum. Einnig flýtir þetta fyrir þjónustu og kemur í veg fyrir tvíverknað.“ Samhliða uppsetningu á samtengdri sjúkraskrá er unnið að vefsíðu þar sem fólk getur skráð sig inn og séð sínar sjúkraskrárupplýsingar til dæmis ávísuð lyf og sent inn beiðnir um endurnýjun á lyfseðlum.
Óðum styttist í allar opinberar heilbrigðisstofnanir á Íslandi geti tengst rafrænni, samræmdri sjúkraskrá.
Við léttum þér lífið
Fastus ehf. býður upp á mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á réttu spelkunni fyrir þig. Vinsamlega pantið tíma í síma 580 3912.
FASTUS_H_07.02.14
Stefnt er að því að um mitt næsta sumar hafi allar opinberar heilbrigðisstofnanir aðgang að samtengdri, rafrænni sjúkraskrá. Í framhaldinu geta einkareknar stofur og hjúkrunarheimili svo tengst kerfinu. Samhliða er unnið að uppsetningu á vefsíðu þar sem fólk getur séð sínar sjúkraskrárupplýsingar eins og ávísuð lyf og sent inn beiðnir um endurnýjun á lyfseðlum.
S
tefnt er að því að allar opinberar heilbrigðisstofnanir hafi aðgang að samtengdri, rafrænni sjúkraskrá næsta sumar en þessa dagana er unnið að samtengingu milli landshluta og til og frá Landspítala. Að sögn Inga Steinars Ingasonar, verkefnisstjóra rafrænnar sjúkraskrár hjá embætti landlæknis eru gagnagrunnar innan hvers heilbrigðisumdæmis nú samtengdir. Allar upplýsingar eru því í dag aðgengilegar innan hvers umdæmis nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem þær eru mjög dreifðar. „Okkar forgangsverkefni síðan embætti landlæknis tók við umsjón með verkefnum á sviði rafrænnar sjúkraskrár hefur verið að auka aðgengi að
Komdu og skoðaðu úrvalið - við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
Veit á vandaða lausn
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
—8—
14. febrúar 2014
Verða heilbrigðisvísindin „þetta hitt“? Samkvæmt McKinsey skýrslunni frá 2012 um hagvaxtarmöguleika á Íslandi í framtíðinni þurfa að koma til nýjar undirstöðu atvinnugreinar á næstu áratugum. Ljóst er að þær sem fyrir eru, stóriðja, sjávarútvegur og ferðaþjónusta, munu ekki vaxa endalaust og því er ljóst að eitthvað annað þarf að koma til eigi að tryggja áframhaldandi almenna hagsæld. Síðan skýrslan kom út hefur orðasambandið „eitthvað annað“ verið mikið notað og ýmsar hugmyndir kviknað og nú er þeirri spurningu velt upp hvort heilbrigðistengd starfsemi geti orðið ein af undirstöðu atvinnugreinum á Íslandi.
Þekkingarfyrirtækið Gekon vinnur nú að því í samstarfi við heilbrigðisráðuneyti, Félag atvinnurekenda, Læknafélagið og fjölda fyrirtækja í heilbrigðistengdri starfsemi að kanna hvort heilbrigðistengd atvinnustarfsemi geti orðið ein af undirstöðu atvinnugreinum á Íslandi.
11 29 V
D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r
af
fyrirtækjum í eignasafni Nýsköpunarsjóðs Íslands tengjast heilbrigðismálum.
ið stöndum frammi fyrir ýmsum áhugaverðum áskorunum í heil brigðismálum á næstu árum. Það er mikil gróska í starfsemi nýrra fyrirtækja á heilbrigðissviði og hér eru sterk fyrirtæki í fremstu röð á sínu sviði í heiminum, eins og til dæmis De code, Nox Medical og Kerecis. Við erum nú að greina hvort grundvöllur sé fyrir stofnun heilbrigðisklasa á Íslandi og höf um þegar fengið marga að verkefninu, eins og heilbrigðisráðuneytið, Félag atvinnu rekenda, Læknafélagið og fjölda fyrirtækja
í heilbrigðistengdri starfsemi. Í starfinu höfum við velt því upp hvort hér séu van nýtt tækifæri í heilbrigðiskerfinu og hvort formleg stofnun á heilbrigðisklasasam starfi myndi flýta því að tækifærin yrðu nýtt. Í þeirri vinnu höfum við spjallað við ótalmarga sem að málaflokknum koma og tekið púlsinn,“ segir Friðfinnur Hermanns son, sérfræðingur hjá þekkingarfyrirtæk inu Gekon. Hugmyndin um íslenskan heilbrigðis klasa byggir á því að með formlegu klasa samstarfi nái bæði fyrirtæki og stofnanir innan heilbrigðisgeirans að sammælast um betri innviði í greininni þannig að starfs
McKinsey greining haustið 2012 Nýjar útflutningsgreinar þurfa að verða til á Íslandi eigi að viðhalda hagvexti Miðað við 4% hagvöxt Þúsundir milljaða ÍSK
skilyrði verði betri. Þar má nefna eflingu nýsköpunarumhverfisins, betri menntun, markvissari samræðu við stjórnvöld og gagnaöflun ýmis konar svo fátt eitt sé nefnt. Fyrirtæki og stofnanir keppa svo sín á milli í veitingu þjónustunnar og framleiðni vex auk þess sem gæðin verða betri. „Þetta hef ur verið gert víða í heiminum og þarf ekki að leita lengra en til Kaupmannahafnar svæðisins þar sem er starfandi klasasam starf undir heitinu „Medicon Valley“ sem teygir sig yfir til SuðurSvíþjóðar og hefur náð góðum árangri. Þannig að við erum alls ekki að finna upp hjólið.“ Hugmyndin kviknaði innan þekkingar fyrirtækisins Gekon og á sama tíma hófu Samband sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð inu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands sam starf um þróun heilbrigðistækniklasa og er nú stefnt að samvinnu þessara og fleiri við greiningu á heilbrigðistengdri atvinnu starfsemi og vannýttum tækifærum innan hennar. Gekon hefur mikla reynslu af klasa málum og kom að uppbyggingu íslenska jarðvarmaklasans Iceland Geothermal og hefur unnið mikið innan ferðaþjónustunnar.
Stærri kaka
Nýjar útflutningsgreinar Önnur framleiðsla Önnur þjónusta Ferðamál Stóriðja Sjávarútvegur
Ein af hugmyndunum er að efla hér á landi svokallaða læknistengda ferðaþjónustu. Þegar er kominn vísir að slíku hjá augn lækningafyrirtækjum sem taka á móti nokkur hundruðum útlendinga ár hvert, flestum frá Danmörku og Færeyjum. „Hing að koma líka margar þúsundir til heilsu og læknismeðferðar í Bláa lóninu. Þessa grein mætti efla mikið og við eigum ekki að vera hrædd við það. Með því að stækka markað inn er hægt að gera umhverfið meira spenn andi og fjölbreyttara, bæði fyrir þá Íslend inga sem þjónustuna nota og starfsfólkið. Með þeim hætti myndi fleira heilbrigðis starfsfólk líta á það sem vænlegan kost að flytja aftur til Íslands að námi loknu. Þetta getur hjálpað okkur að byggja hér upp góða þjónustu og skemmtilegt umhverfi,“ segir Friðfinnur.
Samhliða breytingum á heilbrigðisþjónustu
Á sama tíma og unnið hefur verið að undirbúningi á stofnun heilbrigðisklasa hafa yfirvöld kynnt breytingar á heil brigðisþjónustu sem koma eiga til fram kvæmda fram til ársins 2017. Friðfinnur segir hugmyndir um heilbrigðisklasa fara vel við þær breytingar. Til dæmis verði rýmri reglur um rekstrarform sem bjóði upp á einkarekstur. „Það skiptir ekki öllu máli hver veitir þjónustuna, heldur að hún sé góð og að allir hafi að gang að henni óháð efnahag.“
Heilbrigðiskerfið er gott
Friðfinnur segir að þrátt fyrir niður skurð síðustu ára og ýmis vandamál sé heilbrigðiskerfið á Íslandi gott og að innan þess séu mörg vannýtt tækifæri. „Starfsfólk innan heilbrigðisgeirans er mjög vel menntað og hefur sótt sér menntun víða um heim. Meðal heil brigðisstarfsmanna er gott tengslanet, bæði innanlands og til bestu mennta stofnana í heimi. Hér á landi eru mjög sterkir gagnagrunnar sem fyrirtæki eins og Decode og Hjartavernd nýta í sinni starfsemi. Grunnurinn hjá Krabbameinsskrá er einnig mjög ítar legur og dýrmætur til rannsókna. Stað setning landsins er mjög hentug og flugsamgöngur góðar og stutt til flestra átta. Allt hjálpar þetta til.“ Hann segir mikilvægt að nýta ná lægðina við Grænland og Færeyjar og hjálpa til þar við að byggja upp innviði í heilbrigðismálum og selja þangað þjónustu eftir því sem við á. „Í þessari Norðureyjaálfu eru tæp hálf milljón íbúa og 20 prósent af auðæfum jarðar. Með því að stækka markaðinn okkar aukast tækifærin.“ Friðfinnur segir ímynd Íslands í orkumálum góða og að það hjálpi til við að skapa ímynd í heilbrigðismál um. „Hér á landi er meira orkuöryggi
—9—
14. febrúar 2014
en víðast hvar annar staðar og eins og fram kom í fréttum á dögunum var það ein ástæða þess að líftæknifyrirtækið Algalíf ákvað að byggja verksmiðju sína hér á landi.“ Ísland hefur ekki mótað sér ímynd í heilbrigðismálum og segir Friðfinnur það vera eitthvað sem vinna þarf markvisst að. „Sterk ímynd þarf alltaf að vera sönn. Við getum ekki öskrað að hér sé stórkostlegt heilbrigðiskerfi ef svo er ekki. Þess vegna þurfum við að skoða hvort við höfum eitthvað að bjóða og þá hvað.“
Framtíðarsýn skortir
Með því að stækka markaðinn er hægt að gera umhverfið meira spennandi og fjölbreyttara, bæði fyrir þá Íslendinga sem þjónustuna nota og starfsfólkið.
Þó margir kostir séu hér á landi svo skapa megi formlegan heilbrigðisklasa eru ýmsar hindranir sem Friðfinnur segir mikilvægt að hrinda úr vegi. „Atvinnugreinin þarf að tala einni röddu til stjórnvalda svo hægt sé að ráðast í þessar breytingar. Því upplýstari sem umræðan er og því betri upplýsingar sem berast, því auðveldara verður fyrir stjórnmálafólk að taka réttar ákvarðanir. Það fólk tekur ákvarðanirnar í heilbrigðismálum og því þarf greinin að tala til þeirra einni röddu. Það skortir enn pólitíska samstöðu um framtíðarsýn í heilbrigðismálum. Það þarf að taka ákvörðun um að feta þessa slóð og gera það sem til þarf.“ Þá hafi skilaboðin frá stjórnvöldum verið misvísandi þegar kemur að uppbyggingu á þjónustu fyrir útlendinga. Síðast en ekki síst sé hér slæm fjárhagsstaða og gjaldeyrishöft sem aldrei er gott að vera í. Annar ókostur er úr sér genginn og gamaldags tækjabúnaður á Landspítala en að sama skapi betri búnaður á einkastofunum. Dreift húsnæði hjá Landspítala er líka mikill ókostur að mati Friðfinns. Þó hér sé vel menntað heilbrigðisstarfsfólk segir Friðfinnur mikilvægt að breyta innflytjendalögum þannig að auðveldara verði fyrir erlenda sérfræðinga að flytja til landsins. „Þegar tæknifyrirtækin ráða til sín erlenda sérfræðinga getur tekið marga mánuði að fá leyfi fyrir þá til að dvelja og vinna hér á landi og þannig þarf þetta ekki að vera.“ Í gær fór fram fyrsta málþingið um hugmyndina að íslenskum heilbrigðisklasa og er stefnt að mánaðarlegum fundum til ársloka. „Draumurinn er að þá verðum við búin að svara þeim spurningum sem fyrir liggja og getum formlega stofnað klasann,“ segir Friðfinnur. Nokkrir tugir fyrirtækja hafa þegar skráð sig til þátttöku en áhugasamir geta haft samband við Friðfinn með pósti á netfangið fridfinnur@gekon.is
Stór hluti
frumkvöðla í heilbrigðisvísindum
30 til 40 prósent þeirra fyrirtækja sem starfa á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eru tengd heilbrigðisvísindum á einn eða annan hátt. Að sögn Sigríðar Ingvarsdóttur, framkvæmdastjóra miðstöðvarinnar, hefur orðið mikil aukning á stuðningi við rannsóknir og þróun á sviði heilbrigðisvísinda hér á landi á undanförnum árum. Síðan árið 2009 hefur Nýsköpunarmiðstöð rekið KÍM Medical Park sem er sérhæft setur fyrir frumkvöðla og fyrirtæki tengd heilbrigðistækni og skyldum greinum. „Með hækkandi lífaldri fer markaður fyrir þennan geira ört stækkandi. Lögð er meiri áhersla á velferð og heilsu og fólk er tilbúið að greiða fyrir bætta líðan og aukin lífsgæði. Það er gaman að velta því fyrir sér að fyrir 150 árum voru meðal lífslíkur hér á landi í kringum 40 ár. Árið 2011 voru lífslíkur kvenna 84 ár og karla rúmlega 80 ár. Þegar við förum á eftirlaunaaldur, kannski um 65 ára, eigum við jafnvel 15 til 20 góð ár eftir og viljum vera við góða líkamlega og andlega heilsu þann tíma. Það er áberandi í velferðarsamfélögum um allan heim að aukning er á rannsóknum og þróun á ýmsum heilbrigðistengdum afurðum og lausnum. Það er því mikill áhugi á því að styðja vel við þessar greinar enda margt spennandi að gerast þar.“ Sigríður er þeirrar skoðunar að huga eigi enn betur að heilbrigðisvísindum hér á landi og að margt geti stuðlað að vexti greinarinnar. „Við hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands erum með fjölbreyttan stuðning í boði fyrir frumkvöðla og fyrirtæki með nýsköpunarhugmyndir. Samningur hefur verið gerður á milli Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um þróun heilbrigðistækniklasa með það fyrir augum að styðja fyrirtæki í örum vexti við að byggja upp þekkingu og tengsl og auðvelda sókn inn á erlendan markað. Nú erum við til dæmis að skoða möguleika á styrkjum frá HORIZON 2020 sem við sækjum um í samvinnu við íslensk og erlend fyrirtæki og stofnanir. Ætlunin er nú að fara af stað og eru afar veglegir styrkir í boði frá þessu ári og til ársins 2020.“ Hún segir jafnframt mikilvægt að leita stöðugt að farvegi fyrir íslenskt hugvit og að stjórnvöld verði að búa svo um hnútana að umhverfi hér á landi sé samkeppnishæft varðandi regluverk og annað. „Það er brýnt að hafa í huga að fyrirtæki sem byggja á hugviti og þekkingu, en eru ekki tengd náttúrulegum auðlindum, er mjög auðvelt að flytja til annarra landa í hentugra rekstrarumhverfi og því þurfum við alltaf að vera á varðbergi gagnvart því að huga stöðugt að rekstrarumhverfi fyrirtækja á borð það sem best gerist á alþjóðavísu.“ Sigríður er sannfærð um að aukin samvinna á milli atvinnugreina og flæði á þekkingu og hráefni geti stuðlað að enn frekari atvinnusköpun og framþróun heilbrigðistengdra fyrirtækja. „Við búum hér á landi við auðlindir á borð við hreint vatn, góða ímynd, náttúrulega orkugjafa og ótakmarkað hugvit sem eflaust á eftir að finna sér farsælan farveg í framtíðinni.“
Í gær, fimmtudag, var haldið málþing um íslenskan heilbrigðisklasa. Meðal fyrirlesara voru Stig Jørgensen frá Medicon Valley sem er heilbrigðisklasi á Kaupmannahafnarsvæðinu og Skáni í Svíþjóð. Ætlunin er að halda slík málþing mánaðarlega út árið. Friðfinnur Hermannsson, sérfræðingur hjá þekkingarfyrirtækinu Gekon segir Íslendinga standa frammi fyrir ýmsum áhugaverðum áskorunum í heilbrigðismálum á næstu árum. Með formlegu klasasamstarfi ná bæði fyrirtæki og stofnanir innan heilbrigðisgeirans að sammælast um betri innviði í greininni þannig að starfsskilyrði verði betri. Ljósmynd/Hari
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa gert samning um þróun heilbrigðistækniklasa með það fyrir augum að styðja fyrirtæki í öðrum vexti við að byggja upp þekkingu og tengsl og auðvelda sókn inn á erlendan markað. Sigríður Ingvarsdóttir er framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
— 10 —
14. febrúar 2014
Flakkar og fegrar Jóhannes Árnason lýtalæknir býr á Íslandi en starfar í þremur löndum. Frá tíu ára aldri vann hann í Kjötbúðinni Borg við að skera kjöt en segir mun skemmtilegra að skera lifandi fólk. Hann er þeirrar skoðunar að samfélagið hafi áhrif á hugmyndir fólks um það hvað er gott útlit og hvað ekki.
D ag n ý H u l Da E r l E n D s D ó t t i r
L
ýtalæknirinn Jóhannes Árnason lifir sannkölluðu flökkulífi því hann starfar í þremur löndum. Hann er hluthafi í Teres Medical Group, sem rekur 17 stofur á Norðurlöndum. Jóhannes vinnur fyrir Teres í Kaupmannahöfn og Malmö aðra hverja viku og hér á Íslandi hjá DeaMedica á milli. Á Íslandi býr fjölskyldan – eiginkonan og börnin tvö. Þau bjuggu erlendis í ellefu ár en fluttu heim haustið 2008, stuttu áður en þáverandi forsætisráðherra bað guð að blessa Ísland. „Ætlunin var að ég myndi vinna áfram úti í tvö til þrjú ár í viðbót þó við værum flutt heim. Árin verða orðin sex næsta haust. Það er mjög gaman að starfa í þremur löndum en helgarnar á ég alltaf heima á Íslandi með fjölskyldunni. Flugsamgöngur héðan til Kaupmannahafnar eru fínar og ég nýt góðs af samkeppni flugfélaganna. Aðeins klukkutíma eftir að ég lendi í Kaupmannahöfn er ég mættur í vinnuna.“
Æskudraumur að verða lýtalæknir
Jóhannes ólst upp í Breiðholtinu og þaðan lá leiðin í Menntaskólann við Sund. Áður en læknisfræðinámið hófst lærði Jóhannes trésmíði og lauk öllum fögum nema einu. „Ég var aðeins 14 ára þegar ég gerði mér grein fyrir því að lýtalækningar væru mjög spennandi. Frá 10 ára aldri vann ég í Kjötbúðinni Borg við að skera kjöt sem var fínt en mér þykir þó mun skemmtilegra að skera lifandi fólk,“ segir Jóhannes og brosir. Aðspurður hvort margt sé líkt með lýtalækningum og smíðum segir hann bæði vissulega vera handverk. Þessa dagana fæst hann við smíðar á nýju húsi fjölskyldunnar og kveðst sáttur að búa nálægt fjöl skyldu og vinum á Íslandi. „Ég hitti einu sinni prófessor í Bandaríkjunum sem hafði tekið eftir því að fólk frá Íslandi og Chile stefndi alltaf að því að flytja heim að námi loknu, ólíkt öðrum nemendum. Einhverra hluta vegna er það ríkt í okkur Íslendingum og er ég þar engin undantekning.“
Æfingin skapar meistarann
Í námi og starfi hefur Jóhannes einbeitt sér að fegrunar aðgerðum en fæst lítið við lýtaaðgerðir, eins og þær sem gerðar eru eftir slys eða veikindi. Að hans mati er mikil vægt að einbeita sér að ákveðnu afmörkuðu sviði til að öðlast færni, með fjölbreytni þó. Frá því námi lauk hefur Jóhannes starfað víða á Norðurlöndunum og í Bretlandi.
HeiLbr igðismáL í br ennidepLi
Kemur næst út 14. mars Líftíminn er prentaður í 87 þúsund eintökum og dreift á heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri.
Jóhannes Árnason lýtalæknir starfar aðra hverja viku í Malmö og Kaupmannahöfn og aðra hverja á Íslandi. Meirihluti þeirra sem til hans leita eru konur en þó eru karlarnir nokkrir og koma þeir helst í fitusog og að láta laga augnlok. „Svo koma eldri karlar líka í andlitslyftingar en þeir leggja alltaf mikla áherslu á að lyftingin sé það lítil að hún sjáist varla,“ segir Jóhannes
Árið 2010 var honum og dönskum félaga hans svo boðin staða hjá Teres Medi cal Group við að byggja upp starfsemi þeirra í Kaupmannahöfn og Malmö. „Á þeim tíma var ég farinn að hugsa um að flytja alfarið heim en verkefnið var spennandi og krefjandi svo ég lét til leið ast að vera með í þessari uppbyggingu og ég er þar enn. Frá árinu 2012 hef ég líka fengist við kennslu fyrir Galderma/ Qmed á Norðurlöndunum sem selur Bo tox og fylliefni.“
Karlar í fitusog og augnpokaaðgerðir
Líftíminn fylgir Fréttatímanum og má nálgast blaðið um land allt.
liggur einnig frammi á heilbrigðisstofnunum. Nánari upplýsingar gefur Gígja Þórðardóttir | gigja@frettatiminn.is | 531 3312
Jóhannes segir ekki svo mikinn mun á því hvernig aðgerðum fólk sækist eftir í löndunum þremur með einni undan tekningu þó. „Í Malmö hef ég mjög mikið að gera í nefaðgerðum, einhverra hluta vegna. Það er hins vegar lítið um þær hjá mér á Íslandi. Annars eru þetta svipaðar aðgerðir en ég finn breyting ar eftir því sem árin líða. Til dæmis er minni feluleikur í kringum fegrunar aðgerðir núna en áður og margt fólk sem segir hiklaust frá því að hafa farið í slíkt.“ Konur eru í meirihluta þeirra sem leita til Jóhannesar þó karlarnir séu líka nokkrir og koma þeir yfirleitt í fitusog eða að láta laga augnlok. „Þessar tvær aðgerðir þykja ekki vandræðalegar. Svo koma eldri karlar líka í andlitslyftingar en þeir leggja alltaf mikla áherslu á að lyftingin sé það lítil að hún sjáist varla.“
Á árum áður voru konur yfirleitt 55 ára og eldri þegar þær komu í andlits lyftingu en Jóhannes segir aldurinn fara sífellt lækkandi og nokkuð um að fer tugar konur kanni möguleikann á slíku. „Ég ráðlegg fólki að byrja ekki of seint því þá getur lyftingin verið erfiðari við fangs. Það er oft auðveldara að halda sér fínum með því að koma fyrr. Sú elsta sem hefur komið til mín í andlits lyftingu var 84 ára. Hún var mjög frísk og hélt sér vel en fannst eitthvað vera farið að láta undan og kominn tími til að athuga með lyftingu. Sú yngsta var 34 ára, ef ég man rétt.“
Samfélagið hefur áhrif
Skiptar skoðanir eru um ágæti fegr unaraðgerða og er því stundum haldið fram að fjölmiðlar og þrýstingur sam félagsins hafi þau áhrif að fólk finni hjá sér þörf til að fara í slíkt. „Hjá því er ekki hægt að horfa að samfélagið hefur áhrif á hugmyndir okkar um það hvað er gott útlit og hvað ekki. Skilaboðin berast víða að og svo má hver hafa sinn smekk. Samt má ekki gleyma því að mikil heilsuvakning hefur orðið hér á landi á undanförnum árum sem hefur meðal annars skilað því að Íslendingar eru farnir að léttast. Aðgerðirnar eru hluti af því að fólk vill líta betur út. Fólk verður vissulega fyrir áhrifum úr sínu samfélagi og það getur haft bæði nei kvæðar og jákvæðar afleiðingar.“ Jó hannes tekur unnar ljósmyndir í tíma
ritum sem dæmi og segir fólk almennt gera sér betri grein fyrir því að þær séu yfirleitt ekki raunverulegar. „Slíkar myndir hafa áhrif og vekja upp hjá fólki pælingar um útlit sitt en svo eru auðvit að einhverjir sem finna þörfina innra með sér. Ég sé ekkert að því ef fólk vill líta vel út. Þetta byggist fyrst og fremst á því að halda góðri heilsu og líta vel og frísklega út.“ Jóhannes leggur áherslu á að eftir aðgerðir líti fólk eðlilega út og er ekki hrifinn af því þegar fólk sækist eftir því að líta þannig út að langar leiðir sjáist að viðkomandi hafi farið í fegrunaraðgerð. „Ég hef þó haft þannig sjúklinga. Til dæmis man ég eftir tveimur sem fannst nefið á Michael Jackson bara fínt eins og það var orðið. Því var ég nú ekki sam mála. Almennt er fólk þó fyrst og fremst að sækjast eftir því að líta vel út eins og það er.“
Gefandi að gleðja
Reynsla Jóhannesar er sú að fegrun araðgerðir hafi góð áhrif á sjálfstraust fólks og bendir á að ýmsar rannsóknir sýni það. „Það eru margir sem finna að lífið gengur betur – heima við, í vinnunni, samlíf para er innilegra og fólk er ánægðara með sig á allan hátt. Það er mjög gaman að sjá útgeislunina þegar fólk kemur til mín í eftirskoðun eftir aðgerð. Ég sé yfirleitt mikinn mun og það er allt annar ljómi yfir fólki og augljóslega meira sjálfstraust.“
Spennandi uppskriftir með Fresubin Grautur Grjón (hrísgrjón, Haframjöl, bygg) Vatn eða mjólk Fresubin 2 kcal DRINK neutral Sjóðið grjónin(haframjöl,bygg) með helmingnum af vatni eða mjólk sem þú notar venjulega. Bættu Fresubin í grautinn eftir að hann er fullsoðinn og hrærðu í þar til hann verður mjúkur og fínn. Svo má bæta hunangi, sveskjum, kanilsykri, rjóma, ferskum berjum eða sultu eftir smekk.
Smoothie Ávextir og ber Vanillusykur og/eða hunang eftir smekk Fresubin 2 kcal DRINK neutral. Skolið ávextina og berin. Setjið ávexti og ber í blandara og blandið saman með Fresubin. Bragðbætið með vanillusykri og hunangi eftir smekk. Ef berin sem eru notuð eru frosin er gott að afþýða þau aðeins áður.
Fresubin næringardrykkir fást í Lyfju
Þarft þú auka orku og prótein? Við höfum margar góðar lausnir við því, sem að auki bragðast vel!
15
MÍNÚTUR
GEGN HÖFUÐLÚS OG NIT
1
MEÐHÖNDLUN DUGAR Fæst í apótekum
— 12 —
Hópur vísindamanna og doktorsnema við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands hlaut á dögunum rannsóknarstyrki Ólöf Guðný Geirsúr Minningardóttir, lektor sjóði Helgu við Matvæla- og Jónsdóttur npringarfræðiog Sigurliða deild HÍ. Kristjánssonar. Styrkirnir eru til fjölbreyttra rannsókna á sviði læknisfræði, lífvísinda, hjúkrunarfræði, matvæla- og næringarfræði og lyfjafræði og voru að heildarupphæð um 8 milljónir króna. Ein rannsóknanna er á vegum Rannsóknarstofu í næringarfæði og felst í því að kanna hvort D-vítamín magn í blóði aldraðra hafi áhrif á vöðvastyrk og hvort D-vítamín skortur hafi áhrif á hvort fólk eigi erfiðara með að bæta líkamsástand sitt með æfingum. „Almennt má segja að þeir Íslendingar sem ekki fá D-vítamín úr lýsi eða bætiefnum séu með lágan D-vítamín status,“ segir Ólöf Guðný Geirsdóttir, lektor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og einn aðstandenda rannsóknarinnar. Stuðst verður við gögn úr rannsókninni Áhrif nýrra næringardrykkja á næringarástand aldraðra sem gerð var á árunum 2008 til 2010. Niðurstöður eru ekki komnar en núna er verið að skoða um 500 blóðprufur úr þeirri rannsókn til að skoða áhrif D-vítamíns á líkamsvöðva og hreyfifærni hjá öldruðum. „Við erum hálfnuð núna en niðurstöðurnar eru væntanlegar núna í vor,“ segir Ólöf sem vinnur að rannsókninni í samstarfi við dr. Atla Arnarson og dr. Alfons Ramel sem eru vísindamenn hjá Rannsóknarstofu í næringarfræði hjá LSH og HÍ, dr. Kristínu Briem, dósent við sjúkraþjálfunardeild HÍ, Ingu Þórsdóttur, prófessor og forseta heilbrigðisvísindasviðs HÍ, og Pálma Jónsson, prófessor og yfirlækni öldrunarlækninga á LSH.
Rannsakað verður hvort D-vítamín magn í blóði aldraðra hafi áhrif á vöðvastyrk og það hvort fólk eigi erfiðara með að bæta líkamsástand sitt með æfingum ef D-vítamín skortur er. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages
Rannsókn á meðferð brjóstakrabbameins kvenna með BRCA2 stökkbreytingu Rannsókn á forspárþáttum og meðferð fyrir arfbera með BRCA2 stökkbreytingu er nú að hefjast á vegum Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands, Rannsóknarstofu í krabbameinsfræðum, Læknadeildar HÍ og nokkurra deilda Landspítalans, í samstarfi við prófessor í Háskólanum í Toronto í Kanada. Kannað verður hvort sú meðferð sem veitt er við brjóstakrabbameini henti öllum með stökkbreytinguna. Fyrirliggjandi gögn á Íslandi eru einstaklega góð til rannsókna, meðal annars vegna þess að hér hefur aðeins fundist ein stökkbreyting í BRCA2 geninu, sem er vegna þess að erfðabreytileiki Íslendinga er minni en víða annars staðar. Í dag heldur kanadíski prófessorinn fyrirlestur um meðferðarmöguleika fyrir konur með BRCA stökkbreytingar í Hringsal Landspítala við Hringbraut. Dagný HulDa ErlEnDsDóttir
R
annsókn á því hvaða meðferð hentar best við brjóstakrabbameini hjá konum með meðfædda BRCA2 stökkbreytingu hefst á næstunni hér á landi. Nýlegar niðurstöður fjölþjóðlegrar rannsóknar sýndu að fólki með stökkbreytinguna henti ef til vill ekki sama meðferð og öðrum er veitt. „Í þeirri rannsókn voru 72 arfberar stökkbreytingarinnar og í niðurstöðum kom fram væg vísbending um að þeim henti ekki endilega sama meðferð. Í rannsókninni sem er að hefjast sjáum við fyrir okkur að geta rannsakað gögn yfir 300 arfbera sem er mun meira en hægt er nokkurs staðar í heiminum,“ segir Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Ástæðu þess að hægt er að rannsaka gögn svo margra arfbera á Íslandi segir Laufey meðal annars vera þá að meðal Íslendinga finnst aðeins ein tiltekin stökkbreyting í geninu. „Hér á Íslandi eru sérstakar aðstæður þegar kemur að BRCA2 geninu sem forritar fyrir risastórt prótein. Í flestum öðrum löndum finnast margar stökkbreytingar á ólíkum stöðum í þessu stóra geni en sérstaðan hér á landi er sú að stökkbreytingin er aðeins ein og er hún til staðar hjá um 0,8% Íslendinga. Því er tiltölulega einfalt að skima fyrir henni. Hér á landi erum við því með mjög öflug gögn til að svara mikilvægum spurningum.“ Gangi allt að óskum segir Laufey líklegt að niðurstöðurnar verði hægt að birta í lok ársins. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum ákvað leikkonan A ngelina Jolie að láta fjarlægja
Krabbameinsskrá, Rannsóknarstofa í krabbameinsfræðum, Læknadeild HÍ og nokkrar deildir Landspítalans vinna nú að rannsókn á því hvaða meðferð henti best við brjóstakrabbameini hjá konum með meðfædda BRCA2 stökkbreytingu. Laufey Tryggvadóttir er framkvædastjóri Krabbameinsskrár og Jón Gunnlaugur Jónasson er yfirlæknir þar.
brjóst sín í forvarnarskyni, en hún ber meðfædda stökkbreytingu í BRCA1 geninu. Á Íslandi geta konur með f jölsk yldusög u um brjóstakrabbamein leitað til erfðaráðgjafar krabbameina á Landspítala og fengið ráðgjöf og ef ástæða þykir til, athugun á því hvort BRCA2 stökkbreyting sé til staðar. Vísi nda men n f u ndu BRCA2 genið og stökkbreytingar í því fyrst árið 1994 í alþjóðlegum rannsóknum sem Íslendingar tóku þátt í. „Síðan hafa rannsóknarhópar Jórunnar E. Eyfjörð hjá Krabbameinsfélaginu og Háskóla Íslands, og Rósu Bjarkar Barkardóttur hjá Rannsóknastofu LSH í meinafræði rannsakað erfðafræði brjósta-
Angelina Jolie ber meðfædda stökkbreytingu í BRCA1 geni og lét fjarlægja brjóst sín í forvarnarskyni.
Fagleg og persónuleg
þjónusta
Við leiðbeinum skjólstæðingum SÍ, einstaklingum með þvagleka og aðstandendum þeirra og veitum ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur.
and samb Hafðu endum s og við NA þér TE ginn. n li k bæ
f
jö ði og ráðg Ýmis úrræ leka ag vegna þv
Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is
krabbameins og lagt mikið af mörkum til þekkingar á stökkbreytingunni og afleiðingum hennar,“ segir Laufey. Í dag, föstudaginn 14. febrúar, heldur dr. Steven A. Narod, sem er í fararbroddi í heiminum í erfðafræði krabbameina í brjóstum og eggjastokkum, yfirmaður Rannsóknarstofu í ættlægu brjóstakrabameini hjá Women´s College Research Institute og prófessor við læknisfræðideild Torontoháskóla, fyrirlestur í Hringsal Landspítalans við Hringbraut þar sem hann fjallar um meðferð fyrir arf bera BRCA1 stökkbreytinga. Að fyrirlestrinum standa Krabbameinsskráin, Samtök um Krabbameinsrannsóknir á Íslandi og Faralds- og líftölfræðifélagið. Steven Narod hefur verið í fararbroddi í heiminum varðandi mótun þekkingar á því hvernig best er að meta áhættuna og lækka dánartíðni hjá konum sem fæðast með BRCA1 og BRCA2 stökkbreytingar.
Ljósmynd/Hari
Styrkur frá Göngum saman Styrktarsjóður Göngum saman veitti veglegan styrk til rannsóknarinnar og hefur frá stofnun sinni árið 2007 úthlutað rúmlega 40 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini. Starfsemi Göngum saman miðar að því að safna fé og efla styrktarsjóð félagsins til að taka þátt í því mikilvæga starfi að rannsaka eðli og uppruna brjóstakrabbameins. Vikulegar göngur á vegum Göngum saman eru haldnar víða um land. Nánari upplýsingar um starfsemina má nálgast á gongumsaman.is
Grænt te dregur úr virkni háþrýstingslyfs
RV Unique 0113
Rannsaka áhrif D-vítamínforða á aldraða
14. febrúar 2014
Japanskir vísindamenn hafa komist að því að drykkja á grænu tei getur hindrað virkni lyfsins Nadolol sem algengt er að gefið sé við háþrýstingi, að því er kemur fram á vef BBC. Rannsókn sýndi að áhrif lyfsins voru minni á þann hóp fólks sem drakk grænt te en á samanburðarhópinn. Áframhaldandi rannsóknir sýndu svo að grænt te hefur hamlandi áhrif á upptöku lyfsins í meltingarvegi. Sérfræðingar segja mikilvægt að þessar upplýsingar komi fram á leiðbeiningaseðli lyfsins svo tryggja megi fulla virkni þess. Talið er að tveir bollar af grænu tei séu nóg til að hafa fyrrnefnd áhrif. Ekki er enn ljóst hvort aðrar tegundir af tei hafi sömu áhrif. Fólki sem tekur lyfið og vill halda áfram að drekka grænt te er því ráðlegt að láta fjóra tíma líða á milli þess sem tebolli er drukkinn og lyfið tekið inn.
Vandaðir og þægilegir vinnustólar sóma sér vel þar sem mest á reynir
A&D blóðþrýstingsmælar AND-UA1020
Áreiðanleikaprófaðir. Einfaldir í notkun. Nema hjartsláttaróreglu. Minni fyrir 30-90 síðustu mælingar. Íslenskur leiðarvísir.
15.750 kr.
AND-UA651
9.750 kr.
A&D Medical
HJÚKRUNARHEIMILI – LÆKNASTOFUR – SJÚKRAHÚS
Eirberg ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki sem hefur á að skipa fagmenntuðu starfsfólki. Markmið okkar eru að efla heilsu og auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf, stuðla að hagræði og vinnuvernd.
Steriking pökkunarvörur frá WIPAK Allt sem til þarf fyrir dauðhreinsun í autoklava. Sótthreinsipokar og rúllur. Pappírsarkir til pökkunar. Gæðavara og rétt notkun tryggir áhrifaríka dauðhreinsun og örugga meðhöndlun áhalda. Örugg pökkun í þínum höndum.
Skurðstofu- og skoðunarhanskar Hágæða hanskar af öllum gerðum til notkunar á heilbrigðisstofnunum. Fyrir sjúkrahús, heilsugæslu, hjúkrunarheimili og læknastofur. Framúrskarandi framleiðslutækni tryggir áreiðanleika og öryggi, mýkt og þægindi, vörn gegn sýkingum. Sempermed er í fremstu röð og byggir á nær 100 ára reynslu í vöruþróun.
Eirberg ehf. Stórhöfða 25 • eirberg@eirberg.is • Sími 569 3100 • eirberg.is
— 14 —
14. febrúar 2014
Hópleit krabbameina er aðeins í boði fyrir konur á aldrinum 40 til 69 ára hjá Leitarstöð Krabbameinsfélag Íslands. Séu yngri konur með einkenni brjóstakrabbameins er gerð undantekning. Einkennalausar konur sem ekki eru á aldrinum 40 til 69 ára þurfa beiðni frá lækni til að komast í brjóstamyndatöku. Ljósmynd/GettyImages/NordicPhoto
Alltaf brugðist við beiðnum frá læknum Í síðsta tölublaði Líftímans var viðtal við konu sem fékk skjaldkirtilskrabbamein árin 2005 og 2013. Þó meinið sé í flestum tilvikum læknanlegt getur það dreift sér í brjóst og lungu og fór hún í brjóstamyndatöku eftir fyrra meinið í beinu framhaldi af krabbameinsmeðferðinni. Í seinna skiptið var erfiðara fyrir hana að komast í slíka myndatöku og í viðtali Líftímans kom fram að þar sem hún var 36 ára og því of ung fyrir brjóstamyndatöku gat hún ekki pantað sér tíma hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Þegar hún óskaði eftir aðstoð frá krabbameinsdeild Landspítala, þaðan sem hún hafði þá nýlokið meðferð, fékk hún þau svör að slíkt væri ekki í þeirra verkahring. Að sögn Kristjáns Oddssonar, yfirlæknis Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, er hópleit brjóstakrabbameina aðeins í boði fyrir 40 til 69 ára gamlar konur, á tveggja ára fresti. Séu yngri konur aftur á móti með einkenni brjóstakrabbameins er í öllum tilvikum gerð undantekning. „Konur með einkenni brjóstakrabbameins ræða við hjúkrunarfræðing í síma og geta leitað til brjóstamóttökunnar og þurfa ekki til þess tilvísun frá lækni. Annað myndi skapa auka álag og kerfið og konuna sjálfa,“ segir hann. Sé einhverra hluta vegna þörf á brjóstamyndatöku, eins og til dæmis eftir krabbameinsmeðferð eða af öðrum orsökum, geta einkennalausar konur ekki fengið tíma nema læknir þeirra hafi áður sent inn beiðni. „Það eru ýmist heimilis-, kven-, eða brjóstaskurðlæknar sem senda inn slíkar beiðnir og við verðum alltaf við þeim,“ segir Kristján. n
Auðbjörg Bjarnadóttir, hjúkrunarforstjóri, við nýja heilbryigðisþjónustutækið.
Tímamót í heilbrigðisþjónustu í Skaftárhreppi Styrktarsamtök Heilsugæslustöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri hafa aðeins starfað í rúmlega eitt ár en hafa þegar safnað um 13 milljónum sem nýttar hafa verið til tækjakaupa, meðal annars á heilbrigðisþjónustutæki og hjartalínuritstæki sem heilbrigðisstarfsfólk á staðnum notar til að senda upplýsingar til sérfræðinga annars staðar á landinu. Sólrún Ólafsdóttir, stjórnarmaður í Styrktarfélaginu, segir mikla samstöðu ríkja meðal íbúa í hreppnum og að allir hafi lagst á eitt við að safna fyrir tækjum sem eiga eftir að spara margar ferðir til Selfoss og Reykjavíkur eftir heilbrigðisþjónustu.
Þ
ó íbúar Skaftárhrepps séu aðeins um 460 er samtakamáttur þeirra mikill. Á því rúma ári sem Styrktarsamtök Heilsugæslustöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri hafa starfað hafa safnast yfir 13 milljónir. Samtökin afhentu heilsugæslustöðinni á dögunum fjölnota tæki til heilbrigðisþjónustu í dreifbýli auk hjartalínuritstækis. Sólrún Ólafsdóttir er einn stjórnarmanna Styrktarsamtakanna og segir hún tækið auka og jafna aðgengi heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga að heilbrigðisþjónustu sem ekki er aðgengileg heima í héraði ásamt því að auka öryggi við sjúkdómsgreiningar. Tækið var keypt í Bandaríkjunum og flutt til landsins á vegum styrktarsamtakanna. Sigurður Árnason læknir og Auðbjörg Bjarnadóttir, hjúkrunarforstjóri á heilsugæslustöðinni á Kirkjubæjarklaustri, fóru til Boston til að sjá tækið í notkun og þá möguleika sem það býður upp á. Með því er hægt að senda upplýsingar um blóðþrýsting, súrefnismettun og hita auk upplýsinga um hjartalínurit sjúklinga og framkvæma eyrna-, augn- og hálsskoðanir. Upplýsing-
arnar eru svo sendar á myndrænu formi til fjarstadds læknis eða annarra ráðgefandi aðila. Þá inniheldur tækið rafræna hlustunarpípu sem hægt er að nota við lungna- og garnahljóðshlustun. Einnig er hægt að nota tækið til að taka myndir af útbrotum, fæðingarblettum og áverkum og fjarstaddur sérfræðingur getur þá metið hvaða meðferð skuli veita. Heilbrigðisþjónustutækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og segir Sólrún oft um langan veg að fara fyrir íbúa hreppsins eftir heilbrigðisþjónustu. „Það eru 400 kílómetrar til Selfoss fram og til baka og til Reykjavíkur er vegalengdin 530 kílómetrar. Það getur því verið heilt dagsverk að fara til læknis og viljum við breyta því,“ segir hún. Þegar söfnunin hófst fyrir rúmu ári tóku íbúar Skaftárhrepps hraustlega við sér og ekki stóð á fjárframlögunum. „Læknirinn okkar, hann Sigurður Árnason, sagði á fyrsta aðalfundi félagsins að það væri svo mikið af góðu fólki hérna í sveitinni sem væri örugglega tilbúið að leggja fé til Styrktarsamtakanna. Það reyndist svo sannarlega rétt hjá honum,“ segir Sólrún.
Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina, þeir eru bara framkvæmdir
Stjórnin sendi dreifibréf til allra heimila, fyrirtækja og félagasamtaka í sveitarfélaginu með upplýsingum um söfnunina og reikningsnúmer hennar. „Svo bara streymdu peningarnir inn,“ segir Sólrún og bætir við að hún og eflaust fleiri borgi með meiri gleði í söfnunina en skattana sína því hún viti að fjármunir söfnunarinnar fari beint til fólksins á svæðinu. „Icelandair Cargo ehf. styrkti okkur með því að flytja tækjabúnaðinn til landsins, okkur að kostnaðarlausu. Við nutum þess að vera frumkvöðlar í þessum málum. Sama gerðu Auðbert og Vigfús Páll ehf. í Vík, en þeir fluttu tækin frá Reykjavík austur á Kirkjubæjarklaustur.“ Búið er að leggja ljósleiðara að Heilsugæslustöðinni því betri internettenginu þurfti svo tækið myndi virka sem skyldi. „Hörður Davíðsson, ferðaþjónustubóndi í Efri-Vík, og hans fólk gengu í að koma strengnum niður sem sýnir hve áhugi og samtakamáttur fólks í dreifbýli er mikill. Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina, þeir eru bara framkvæmdir,“ segir Sólrún og ítrekar þakkir frá Styrktarsamtökunum til allra þeirra sem lögðu söfnuninni lið.
Pistill
Sífellt meiri þörf fyrir heimasjúkraþjálfun Á slaug H. a ðalsteinsdóttir
Heimasjúkraþjálfun kallast meðferð sjúkraþjálfara sem veitt er inn á heimili skjólstæðinga. Þetta meðferðarform er eingöngu í boði fyrir sjúkratryggða einstaklinga sem eru þannig á sig komnir að þeir geta ekki sótt meðferð á sjúkraþjálfunarstofu. Í upphafi heimameðferðar þarf oft að skoða aðstæður heima fyrir og meta þörf fyrir og panta hjálpartæki. Gerð er nákvæm skoðun á ástandi sjúklings og með hliðsjón af því gerð meðferðaráætlun. Stefnt er á að virkja fólk eins og hægt er og viðhalda eða bæta færni þeirra í daglegur lífi og þannig gera þeim kleift að vera heima eins lengi og kostur er. Flestar tilvísanir fyrir heimasjúkraþjálfun koma frá sjúkrastofnunum og eru viðkomandi þá of veikburða við útskrift til að geta sótt þjálfun á stofu. Algeng vandamál eru alvarlegir hjarta- og lungnasjúkdómar, langt gengnir taugasjúkdómar, slæm beinbrot og liðskiptaaðgerðir aldraðra,
krabbamein og heilabilunarsjúkdómar. Margir geta einungis verið heima vegna heimaþjónustu á borð við sjúkraþjálfun, hjúkrun, böðun og þrif, stundum er verið að brúa bil meðan beðið er eftir plássi á hjúkrunarheimili. Oft er um að ræða margvísleg og flókin heilsufarsleg vandamál sem valda alvarlegum skerðingu á hreyfifærni, byltuhættu, stoðkerfisvandamálum og óvirkni. Vegna þjónustu á borð við heimasjúkraþjálfun er því mögulegt að útskrifa sjúklinga fyrr út af sjúkrastofnunum og í því felst gífurlegur sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið. Undanfarin ár hefur þörfin fyrir heimasjúkraþjálfun aukist mikið. Það er einkum þrennt sem stuðlar að þeirri þróun. Í fyrsta lagi er öldruðum alltaf að fjölga og sú þróun mun halda áfram á komandi árum. Í öðru lagi hafa niðurskurðaraðgerðir síðustu ára orðið til þess að sjúklingar eru útskrifaðir mun fyrr af spítala nú en áður, enda hver nótt í innlögn mjög dýr fyrir heilbrigðiskerfið. Í þriðja lagi er
stefna stjórnvalda sú að eldri borgarar geti dvalið sem lengst heima og er heimaþjónustan grundvöllur þeirrar stefnu. Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar annast heimasjúkraþjálfun og hafa þeir starfað samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands. Ljóst er að þessi mikilvæga þjónusta er í uppnámi vegna viðbragða ráðherra heilbrigðis- og fjármálaráðuneytis við samningum sem gerðir voru milli sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands, en þeir hafa neitað að undirrita þá. Skjólstæðingar heimasjúkraþjálfara eru einkum veikir eldri borgarar og öryrkjar og hafa þeir í fæstum tilfellum bolmagn til að fjármagna meðferðina, né heldur burði til að standa í því að krefjast endurgreiðslu frá Sjúkratryggingum. Er það von undirritaðrar að ráðherrar kynni sér málin vel, þá veit ég að þeir munu með hraði undirrita samninga við sjúkraþjálfara – svona í sparnaðarskyni. Höfundur er sjúkraþjálfari
Nýtt!
BOSSAKREM Í ÚÐAFORMI Hreinlegt, fljótlegt og árangursríkt
„Ótúlega fljótlegt og þægilegt og virkar mjög vel. Líka mun hreinlegra þar sem ekki þarf að smyrja kremi á húð barnsins og ýfa þar með upp sár og roða. Ég mæli eindregið með Zinkspray fyrir dagforeldra og foreldra sem vilja einfalda bleyjuskiptin fyrir sig og börnin.“ Sveindís Ýr Sigríðar Sveinsdóttir Dagforeldri
ÁN ILMEFNA, PARABENA OG ROTVARNAREFNA Zinkspray baby er úðað á húð barnsins þar sem það þornar hratt og myndar verndandi filmu. Það inniheldur sinkoxíð og fleiri húðverndandi efni sem í sameiningu vernda, næra og sefa viðkvæma húð barnsins.
• • • •
Fljótlegt og þægilegt í notkun
Ekki þarf að snerta viðkvæm svæði Minni hætta á sýklamengun Ekkert kremsmit á fingrum
www.portfarma.is
Fæst í apótekum