Umhirða húðar Kynningarblað
Helgin 16.-18. maí 2014
Verjum húðina í sumar
Magn útfjólublárrar geislunar í Reykjavík og á Egilsstöðum er mælt í svokölluðum UV stuðli sem Geislavarnir ríkisins birta daglega. Gott er að miða við að ef UV stuðullinn er undir tveimur séu litlar líkur á sólbruna nema fyrir þá sem eru sérstaklega viðkvæmir og með ljósa húð. Sé stuðullinn tveir eða hærri er æskilegt að nota sólarvörn. Geislunin getur þó verið töluverð þrátt fyrir að skýjað sé. Snjór, sandur og vatn endurkasta geislunum og þá getur þurft sólarvörn þrátt fyrir að UV stuðullinn sé undir tveimur. Ljósmynd/GettyImages/ NordicPhotos.
Geislar sólarinnar geta valdið sólbruna, húðkrabbameinum og hrukkumyndun og því er mikilvægt að verja húðina vel í sólinni. Elísabet Reykdal Jóhannesdóttir, húðog kynsjúkdómalæknir, gefur góð ráð um hvernig best er að verja húðina þegar sól hækkar á lofti.
G
eislar sólarinnar geta valdið sólbruna, húðkrabbameinum og hrukkum og því er mikilvægt að verja húðina vel. Frá sólinni berast útfjólubláir geislar og þeir sem ná yfirborði jarðarinnar eru flokkaðir í útfjólubláa A (UVA) og útfjólubláa B geisla (UVB). Bæði UVA og UVB eiga þátt í því að húðin verði brún og myndun húðkrabbameina. Að sögn Elísabetar Reykdal Jóhannesdóttur, húð- og kynsjúkdómalæknis, eiga UVA geislarnir sem komast í gegnum gler mestan þátt í öldrun húðarinnar en UVB geislarnir mestan þátt í sólbruna.
einnig gegn UVA eru sérstaklega merktar, oft með stöfunum „UVA“ eða „broad band“. Mælt er með því að nota breiðvirka, vatnshelda sólarvörn með SPF að minnsta kosti 30.“ Mikilvægt er að smyrja ríkulega á sig og segir Elísabet algengt að fólk noti of þunnt lag og þá sé stuðulinn miklu lægri. „Mælt er með því að smyrja húðina að minnsta kosti 20 mínútum áður en farið er út í sól og endurtaka á tveggja klukkustunda fresti og eins eftir sund eða mikinn svita. Mikilvægt er að muna eftir því að varirnar geta líka brunnið og fá sér vörn sem sérstaklega er ætluð á þær.“
Hvernig á að verjast sólinni?
Húðkrabbamein meðal algengustu krabbameina
Ef húðin er illa varin gegn A geislunum en með góða B vörn brennur hún ekki en verður hins vegar fyrir skaðlegum áhrifum A geislanna sem geta verið húðkrabbamein, litabreytingar á húð og öldrun. Elísabet segir sólarvarnir þurfa að verja húðina fyrir bæði A og B geislum sólarinnar og þær eru svokallaðar breiðvirkar sólarvarnir. „SPF stuðulinn segir eingöngu til um það hversu mikið sólarvörnin verndar gegn UVB geislum sólarinnar. Sólarvarnir sem vernda Elísabet Reykdal er húð- og kynsjúkdómalæknir.
Húðkrabbamein, með og án sortuæxla, eru meðal algengustu krabbameina á Íslandi. Elísabet segir beint samband á milli húðkrabbameina, annarra en sortuæxla, við það hversu mikið húðin hefur verið útsett fyrir sólargeislum. „Notkun sólarvarna dregur klárlega úr tíðni þeirra. Sambandið milli útfjólublárra geisla og sortuæxla er flóknara. Ekki hefur tekist að sanna gagnsemi sólarvarna en þó ekki annað hægt en að mæla með notkun þeirra,“ segir hún.
Hvenær á að nota sólarvörn? Magn útfjólublárrar geislunar í
Börn á aldrinum 6 til 12 mánaða skulu ekki dvelja í beinu sólarljósi, heldur í skugga og í hlífðarfatnaði. Notkun sólarvarna dregur úr líkum á húðkrabbameini. Nota skal breiðvirkar sólarvarnir sem vernda bæði gegn A og B geislum sólarinnar. Mælt er með því að smyrja húðina að minnsta kosti 20 mínútum áður en farið er út í sól og endurtaka á tveggja klukkustunda fresti. Mikilvægt er setja sérstaka vörn á varirnar því þær geta brunnið.
Reykjavík og á Egilsstöðum er mælt í svokölluðum UV stuðli sem Geislavarnir ríkisins birta daglega. Elísabet segir gott að miða við að ef UV stuðullinn er undir tveimur séu litlar líkur á sólbruna nema fyrir þá sem eru sérstaklega viðkvæmir og með ljósa húð. Hins vegar ef stuðullinn er tveir eða hærri sé æskilegt að nota sólarvörn. „Mikilvægt er að hafa í huga að UV geislunin getur verið töluverð þrátt fyrir að það sé skýjað. Snjór, sandur og vatn endurkasta geislunum og þá getur þurft sólarvörn þrátt fyrir að UV stuðullinn sé undir tveimur.“
Hverjir eiga að nota sólarvörn?
Að sögn Elísabetar eiga allir að nota sólarvörn nema börn undir 6 til 12
mánaða aldri því ung börn eiga ekki að vera í beinu sólarljósi, heldur á að verja þau með fatnaði og halda þeim í skugga. „Þegar útivera er lítil og einungis verið að fara á milli staða dugar að nota dagkrem með sólarvörn en við útiveru þarf að nota sólarvarnir.“ Í sólarvörn er blanda efna í kremi, vökva, froðu eða stifti sem annars vegar endurkasta sólargeislunum frá húðinni og hins vegar efna sem breyta útfjólubláum geislum í hita og koma þannig í veg fyrir skemmdir.
Hvað er SPF?
SPF er mælikvarði á það hversu mikið sólaráburðurinn kemur í veg fyrir skemmdir í húðinni af völdum UVB geislunar. „SPF mælikvarðinn virkar þannig að ef það tekur 20 mínútur fyrir óvarða húð að verða rauð í sólinni tæki það 15 sinnum lengri tíma með vörn sem hefur stuðulinn 15 eða um 5 klukkutíma að því undanskildu að borið sé nægjanlega mikið af sólarvörninni á húðina.“ Sólarvarnir draga úr framleiðslu D-vítamíns en auðvelt er að bæta sér það upp með inntöku þess eða með því að taka inn lýsi. Ekki má gleyma því að fatnaður, hattar og sólgleraugu eru mikilvægur þáttur í því að verjast sólinni. Einnig er gott að vera í skugga og forðast sólina þann hluta dagsins sem geislunin er mest.
umhirða húðar
42
Helgin 16.-18. maí 2014
Njótið lífsins í sólinni með Piz Buin Nú þegar sólin hækkar á lofti er mikilvægt að huga að húðinni og veita henni nauðsynlega vörn gegn skaðlegum geislum, hvort sem við erum á ströndinni, niðri í bæ eða uppi á fjöllum. Þegar við verjum löngum tíma í miklu sólskini, kröftugum vindi eða í vatni getur náttúrulegur raki húðarinnar raskast. Því er mikilvægt að veita húðinni þá umhyggju sem hún þarfnast. Piz Buin nærir húðina, veitir raka, róar og viðheldur brúnku. um tveggja tíma fresti.
• Forðist að vera mikið í sólinni þegar
Piz Buin varasalvi Nauðsynlegt er að vernda varirnar í sólinni. Þær þurfa raka og geta brunnið. Piz Buin varasalvinn er með SPF 30 og alveg ómissandi í sólina.
hún er hvað sterkust, í kringum hádegi.
Nokkur ráð fyrir húðina í sólinni
• Berið sólarvörn vel á líkamann fyrir útiveru og passið að húðin sé ávallt vel mettuð af sólarvörn. • Berið sólarvörn oft á ykkur yfir daginn og sérstaklega þarf að huga að sólarvörn eftir sund, þegar búið er að þurrka sér og eftir að hafa svitnað. Mælt er með að bera sólarvörn á sig á
Piz Buin Mountain Frábært í fjallgönguna. • Verndar fyrir sól, kulda og vindi. • Yfir vetrartímann þurfum við sól en jafnframt að huga vel að umönnun húðarinnar. • Ofnæmisprófað.
Hvað er sólarvarnarstuðill? Sólarvarnarstuðullinn (SPF) á umbúðum Piz Buin gefur upplýsingar um hve mikla vörn varan veitir gegn geislum sólar. • Lítil vörn eða low (SPF upp að 10) • Miðlungs vörn eða medium (SPF 15 til 25) • Mikil vörn eða high (SPF 50+) • Sólarvarnarstuðullinn (SPF) gefur til kynna hversu langan tíma fólk getur verið í sól án þess að brenna. Til dæmis ef fólk getur verið með óvarða húð í sól í 15 mínútur án þess að brenna þá ætti það að geta verið átta sinnum lengur í sólinni með vörn SPF 8 án þess að brenna, eða í tvo tíma. Hvaða sólarvarnarstuðull hentar? • Það fer eftir húðgerð, húðlit fyrir sólbað, hár- og augnlit. • Hvar þú ert í heiminum, hvaða tími ársins er, hversu góð húðin er og hversu vön sól hún er.
Piz Buin sólarvörn frá árinu 1938 Piz Buin var stofnað árið 1938 af svissneskum efnafræðinema og fjallgöngumanni, Franz Greiter að nafni, og var fyrsta vörumerkið til að kynna sólarvarnarstuðul. Allar Piz Buin vörurnar veita vörn gegn UVA og UVB geislum sólar. UVA-vörnin virkar gegn öldrun húðarinnar en UVB-vörnin gegn bruna. Piz Buin sólarvörurnar innihalda allar E-vítamín sem hefur græðandi áhrif á húðina.
Piz Buin Allergy Ofnæmisprófuð sólarvörn fyrir húð sem er viðkvæm fyrir sólargeislum. Framleitt í samvinnu við húðlækna og hentar einnig vel fyrir börn. • Inniheldur Calmanelle sem styrkir nátt úrulegar varnir húðfrumanna til að vernda gegn UV geislum sólar. • Styrkir þol húðar gagnvart sólar geislum. • Kemur í veg fyrir sólarexem. • Veitir miðlungs til mikla vörn gegn sólargeislum. • Mjög vatnshelt og svitaþolið. • Er án allra parabena.
Piz Buin Tan Intensifier og Tan & Protect Glæsilegur náttúrulegur litur án áhættu. • Tvisvar sinnum hraðari brúnka með Melitane sem örvar náttúrulega virkni litafruma húðarinnar. • Einstaklega rakagefandi og kemur í veg fyrir flögnun. • Inniheldur A og C- vítamín. • Vatns- og svitaheld sólarvörn. • Ofnæmisprófuð.
Piz Buin In Sun 100 prósent rakagefandi. • Rakagefandi og kemur í veg fyrir flögnun. • Vatns- og svitaheld sólarvörn. • Létt áferð og gengur vel inn í húðina. • Ofnæmisprófuð.
Náttúruleg og handunnin sólarvörn frá Aubrey Aubrey sólarvörnin er framleidd úr besta mögulega hráefni og veitir náttúrulega og góða vörn gegn geislum sólarinnar.
Jason – náttúrulegar húðvörur Jason húðvörurnar eru loks aftur fáanlegar hér á Íslandi. Um er að ræða náttúrulegar húðvörur og er Aloe Vera gelið þekktasta varan þeirra en núna er auk þess fáanleg lína af hand- og líkamskremum með mismunandi ilmum, svitalyktareyðum og andlitskremum, ásamt sólarvörnum. Jason voru meðal þeirra fyrstu til að framleiða náttúrulegar snyrtivörur en þeir hófu framleiðslu á vörum sínum í Kaliforníu árið 1959. Allar vörur frá þeim eru án parabena, sls og annarra óæskilegra efna og þar að auki eru mörg innihaldsefnin lífrænt vottuð. Engar vörur frá þeim eru prófaðar á dýrum. Svitalyktareyðarnir eru að sjálfsögðu án áls og sá vinsælasti
er lyktarlaus og hentar því báðum kynjum. Aloe Vera gelið, sem er þeirra vinsælasta vara, er 98% hreint og virkar mjög vel á bruna, flugnabit, blöðrur, roða eftir rakstur og í raun öll óþægindi á húðinni, enda er Aloe Vera eitt af kraftaverkaefnum náttúrunnar fyrir húðina. Einnig er til hand- og líkamskrem með Aloe Vera (84% hreint) og rakakrem (84% hreint) og það nýjasta er Aloe Vera „roll on“ svitalyktareyðir. Jason Aloe Vera vörurnar fást í verslunum Hagkaupa, flestum apótekum, Víði, Fjarðarkaupum og Lifandi markaði. Sólarvörnin og svitalyktareyðarnir fást eingöngu í völdum verslunum Lyfja og heilsu.
Aubrey Natural Sun er náttúruleg sólarvörn, handunnin úr hágæða hráefni. Húðin er stærsta líffærið og allt það sem sett er á hana hefur áhrif á líkamsstarfsemina. Því er mikilvægt að vanda valið þegar kemur að sólarvörn fyrir sumarið. Sólarvarnir frá Aubrey Organics eru náttúrulegar og framleiddar úr besta mögulega hráefni, eins og jurtum, ilmkjarnaolíum og náttúrulegum vítamínum og alltaf er notað lífrænt hráefni, sé þess kostur. Vörurnar eru handunnar í smáum lotum svo þær eru alltaf nýblandaðar. Vörurnar frá Aubrey eru sérstaklega umhverfisvænar og brotna auðveldlega niður í náttúrunni. Allar vörurnar eru án parabena og litarefna. Guðrún Bergmann er viðskiptastjóri Heilsu ehf., umboðsaðila Aubrey
Guðrún Bergmann er viðskiptastjóri Heilsu, umboðsaðila Aubrey á Íslandi.
á Íslandi, og segir sérstakt hvernig vörnin er byggð upp. „Aubrey vörurnar eru með fulla UVA og UVB geislavörn sem gerð er úr náttúrulegum steinefnum sem mynda filmu á húðinni svo geislarnir fara ekki inn í hana,“ segir hún. Virk andoxunarefni vernda húðina gegn krabbameinsvaldandi geislum og ótímabærri öldrun. Mikilvægt er að nota alltaf sólarvörn með háum SPF stuðli fyrir börn því þau eru viðkvæmari fyrir geislum sólarinnar. Aubrey framleiðir sérstakar sólarvarnir fyrir börn með SPF 30 og 45. Geislar sólarinnar þurrka húðina og því er mikilvægt að bera góð krem á húðina eftir sólbað. „Eftir að hafa dvalið mikið í sól og fengið brúnku er mjög gott að bera After Sun og Aloe Vera gel á húðina í tvær til þrjár vikur á eftir.
Bæði gefur það húðinni raka og tryggir að brúnkan flagni ekki af.“ Aubrey sólarvarnir eru fáanlegar í flestum apótekum, í Heilsuhúsinu og Lifandi markaði. Nánari upplýsingar má nálgast á www.heilsa.is
Ef húðin brennur á yngri árum, fyrir tvítugt, er fólk í áhættuhópi varðandi húðkrabbamein. Skaðleg áhrif sólar geta komið fram síðar á ævinni.
Góð ráð í sólinni í sumar • Berið sólarvörn á húðina 15 til 30 mínútum áður en farið er í sól og þar á eftir á tveggja tíma fresti (oftar ef synt er í vatni eða sjó) • Húðin er stærsta líffæri líkamans og er eins og fíllinn; hún gleymir ekki! Skaðleg áhrif sólar geta komið fram síðar á lífsleiðinni. • Ef húðin brennur á yngri árum (fyrir tvítugt) þá er viðkomandi í áhættuhópi varðandi húðkrabbamein síðar. • Húð barna er ekki búin að öðlast fullan þroska fyrr en á unglingsaldri og er því berskjaldaðri fyrir skaðlegum áhrifum sólarinnar. Því þarf að verja börnin sérlega vel í sól. • Gott er að kæla húðina áður en After Sun er notað, til dæmis með kaldri sturtu, skella sér í kalda laug eða bera kælt Aloe Vera á heita húðina.
6
umhirða húðar
44
Helgin 16.-18. maí 2014
ráð við sólbruna Mikilvægasta forvörnin gegn sólbruna er að gæta þess að nota ávallt sólarvörn af réttum styrkleika og bera hana reglulega á. Þá er mælt með því að forðast sólina á meðan hún er sterkust, í kringum hádegi. En ef svo illa vill til að þið brennið eru mörg góð ráð við sólbruna. Hér eru 6 ráð:
1. Aloe Vera
3. Gúrka
Lang besta meðalið við sólbruna er Aloe Vera plantan. Hægt er að taka blöð af plöntunni og hafa inni í ísskáp. Áður en laufin eru notuð skal fletta ysta laginu af og láta kjötið snúa niður að brunanum. Plantan slær á bólguna og sviðann.
Gott getur verið að nudda brennda svæðið með agúrkusneiðum. Þær kæla og róa brunann.
Brume solaire dry touch frá Biotherm Dry touch veitir sérstaka áferð og vörn sem fer djúpt í húðina og þú finnur varla fyrir henni. Vörnin veitir húðinni góðan raka, mýkt og fyrirbyggir öldrun hennar. Olíulaus og án alkóhóls.
4. Sítrónusafi Sítrónusafi kælir einnig sólbruna og sótthreinsar um leið svæðið. Blandið safa úr þremur sítrónum í tvo bolla af köldu vatni og vætið brunann með svampi.
Créme solaire dry touch frá Biotherm Verndar húðina gegn UVA/UVB og fyrirbyggir öldrun húðarinnar. Dregur í sig olíu af yfirborði húðarinnar og kemur í veg fyrir endurkast. Létt og olíulaust krem.
Háþróuð vörn sem ver æsku húðarinnar frá sólargeislum og mengun og gefur góðan raka og jafnan húðlit. Notist á andlit háls og bringu. Létt og mjúk áferð með nýrri kynslóð BB litarefna sem metta og slétta húðina.
5. Haframjöl
2. Matarsódi Matarsódi kælir sólbruna. Blandið saman matarsóda og vatni í jöfnum hlutföllum svo úr verði þykkur áburður. Dýfið hreinum klút í áburðinn og þrýstið honum varlega á sólbrennda svæðið og látið standa í þrjár til fimm mínútur. Einnig er hægt að setja hálfan bolla af matarsóda út í volgt baðvatnið. Látið svo brennda svæðið þorna með því að láta loft leika um það.
Einnig er gott að setja haframjöl út í baðvatnið – haframjöl er gott við ýmsum húðvandamálum.
6. Hrein jógúrt Að lokum er gott að bera hreina jógúrt með lifandi gerlum á brunann. Leyfið henni að virka í smá stund og hreinsið svo af með köldu vatni.
Premium UV mexoryl SX + XL SPF 50 / PA+++ frá Helenu Rubenstein
UV Essentiel SPF 20-30-50 fyrir andlit og bringu – sniðið að þörfum hvers og eins Alhliða vörn gegn öllu utanaðkomandi áreiti, UV geislum, sindurefnum og mengun. Dregur sýnilega úr skemmdum á DNA af völdum sólar. Verndar umhverfi DNA og stofnfrumur með einstökum varnar complex. Temprar svitamyndun. Gott eitt og sér og/eða sem dagkrem.
Guerlain Terracotta sun brunettes spf 15 & 30 fyrir andlit og líkama Frábær olíulaus sólarvörn með miklum raka og mýkt. Guerlain TanBooster complex eykur melanín framleiðslu svo húðin verður samstundis sólkysst og geislandi. Hentar öllum húðgerðum.
Soleil bronzer sólar BB krem frá Lancôme Soleil bronzer smoothing protective milk mist frá Lancôme Ný háþróuð sólarvarnarsía sem verndar húðinni frá UVA geislum. Inniheldur 3 dýrmætar olíur sem mýkja, næra og gefa húðinni ljómandi sólbrúnku.
3 Point Treatment Cream 24ra stunda krem
Wrinkle Relaxing Complex Dagkrem
Night Elixir Gel Næturgel
3 point Super Serum Andlits serum
Kröftug sameining sólarvarna og litaðs BB krems. Vörn gegn árásargjörnum löngum UVA geislum en gefur okkur fallega og jafna sólbrúnku. Leiðréttandi litarefni hylja húðlýti og minnka ójöfnur samstundis. Náttúrlega slétt og jöfn húð sem ljómar af fegurð. Formúlan inniheldur 3 dýrmætar olíur sem næra og fegra húðina.
Hempz vörurnar eru án þekktra skaðlegra efna eins og paraben, glútens og súlfats.
Olay er á meðal stærstu húðkremaframleiðenda í heimi og eru fremstir á sviði þróunar á virkum andlitskremum í samanburði við önnur dýrari krem.
NÝR
FACEFINITY ALL DAY PRIMER
Leyndarmálið á bakvið einn vinsælasta farðann frá MAX FACTOR er nú fáanlegt í nýrri vöru, Facefinity all day PRIMER. Njóttu þess að farðinn haldist á allan daginn. Hentar undir þinn uppáhalds farða.
FULLKOMIN FÖRÐUN Finndu þinn eigin stíl á MAXFACTOR.IS
Sölustaðir: Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli. HAGKAUP – Holtagörðum, Kringlunni, Smáralind, Skeifunni. Lyf og heilsa: Austurveri, Eiðistorgi, Hringbraut, Kringlunni. Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Árbæjarapótek, Garðsapótek, Lyfjaver, Lyfjaval Bílaapótek, Nana Hólagarði, Lyfsalinn Glæsibæ, Urðarapótek. Landið: Lyf og Heilsa: Lyf&Heilsa: Glerártorgi, Hrísalundi, Hverargerði, Vestmannaeyjum. KS Sauðarkróki, Apótek Suðurnesja.
Allar Hempz vörur innihalda hreina og lífræna olíu (organic), sem fengin er úr fræi Hemp jurtarinnar sem er stútfullt af vítamínum. Olían er sú ríkasta í náttúrunni af Omega 3 og Omega 6 fitusýrum og öðrum næringarefnum sem stuðla að keratín framleiðslu og endurbæta styrk, næringu og heilbrigði hárs og húðar. Pro Beauty ehf · Bæjarflöt 8A · S. 893 893 2
Sölustaðir: Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli. Hagkaup: Kringlunni, Skeifunni & Smáralind. Lyf og HeIlsa: Austurveri,
Eiðistorgi, Hringbraut, Kringlunni. Apótek Garðabæjar, Apótek Hafnarfjarðar, Lyfjaborg, Nana Hólagarði & Urðarapótek. Landið: Lyf & Heilsa: Glerártorgi, Hveragerði og Vestmannaeyjum. KS Sauðarkróki.
AAAAAhhh
EINSTAKLEGA KÆLANDI SÓLARVÖRN
NJÓTTU FYRSTU NIVEA SÓLARVARNARINNAR SEM KÆLIR
NIVEA.com
umhirða húðar
46
Helgin 16.-18. maí 2014
Serum veitir raka, nærir og örvar húðina Serum hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Allar húðgerðir geta notið góðs af því að nota serum og almennt er talað um að það veiti raka, næri, örvi og endurveki ljóma húðarinnar. Serum eru einskonar húðdropar en þó aldrei kallaðir annað en serum. Serum inniheldur mikið magn af virkum efnum og skýrir það af hverju það kostar heldur meira en hefðbundin andlitskrem. Virku efnin eru til að mynda hyaluronic-sýra (til að draga úr línum og hrukkum), C-vítamín (til að jafna lit húðarinnar) og glycolic-sýra (til að losna við dauðar húð-
frumur), svo þrjú efni séu nefnd. Um er að ræða glæran vökva með geláferð sem gengur hratt inn í húðina og nær að vinna á innri lögum hennar. Aðeins þarf að nota mjög lítið magn í einu og serumið dreifist vel. Áferð húðarinnar verður þá silkislétt. Ef áferðin verður klístrug hefur þú að öllum líkindum notað of mikið í einu. Eftir á
er síðan hægt að bera á sig hefðbundið dagkrem eða næturkrem. Einn helsti munurinn á serum og andlitskremum er að húðin nýtir betur virku efnin í seruminu og árangur sést
mun fyrr af notkuninni. Allar húðgerðir geta notið góðs af því að nota serum og almennt er talað um að það veiti raka, næri, örvi og endurveki ljóma húðarinnar. Eins og með aðrar húðvörur eru
sum serum sérstaklega gerð til að vinna á ákveðnum kvillum, minnka hrukkur, draga úr þurrkublettum. Annað dæmi um hversu víðtæk áhrif serum hafa á húðina er að þau henta jafnt táningum með bólur, konum sem vilja minnka fínar línur í húðinni og karlmönnum sem vilja losna við ertingu í húð eftir rakstur. Serum getur hjálpað þeim sem eiga í vanda með húðina, eru til að mynda með dökka bletti sem þeir vilja draga úr. Þá hefur einnig verið bent á að þeir sem eru með mjög feita húð ættu að nota serum eingöngu, og ekki rakakrem einnig, því húðin þurfi ekki meiri raka eða fitu, aðeins næringu. Einn helsti munurinn á serum og andlitskremum er að húðin nýtir betur virku efnin í seruminu og árangur sést mun fyrr af notkuninni.
Dove Purely Pampering línan Dove húðkremin með shea butter henta vel fyrir þurra húð. Shea butter er næringarríkur rakagjafi fyrir húðina. Húðkremin innihalda fitusýrur sem eru nauðsynlegar til að viðhalda raka og teygjanleika húðarinnar. Shea butter hefur verið notað til að græða sár, við meðhöndlun á brunasárum, psoriasis og fleira. Það er unnið úr hnetum afrískra trjáa svokallaða „Shea tree“. Öll húðkremin frá Dove innihalda nú formúluna Deep Care Complex, en með því móti fer kremið enn dýpra í húðina en áður og gefur henni þann mikilvæga raka sem hún þarf til að halda réttu rakastigi og teygjanleika.
NÁTTÚRULEG BB OG CC KREM
Sturtu- og baðolía frá Decubal
BB kremið gefur góðan raka og ljóma. Gefur matta áferð og hylur bletti og misfellur í húðinni. CC kremið er þekjandi og hylur bletti og fínar línur. Stinnir húðina (anti-aging). Gefur góðan raka. Náttúrulegt og vottað lífrænt. Fæst í Heilsuhúsunum og Lifandi markaði
Vatn þurrkar húðina svo það er ráð að prófa rakagefandi olíu í morgunsturtuna í stað venjulegrar sápu til þess að koma í veg fyrir rakatap. Decubal Shower and Bath Oil er mild og lyktarlaus baðolía fyrir allan líkamann. Þetta er djúpnærandi olía sem freyðir létt í vatni og auðvelt er að skola af húðinni. Olían hreinsar húðina og veitir henni þá næringu og raka sem hún þarfnast. Gott ráð! Hendur og fætur eiga það til að verða mjög þurr. Dekraðu við fæturna með því að setja Decubal Shower & Bath Oil í fótabaðið. Fyrir enn betri árangur getur þú borið á þá feitt krem eftir fótabaðið, t.d. Decubal Lipid Cream. Decubal húðvörur eru án parabena, ilm- og litarefna og fást aðeins í apótekum.
Vitamin E Aqua Boost Sorbet 50 ml
Chanel Hydramax+active raka-maski Veitir hámarks raka, kælir og veitir vellíðan. Slær á óþæginda tilfinningu í húð svo sem sviða, roða, pirring og hita. Virkar vel á sólbruna og er græðandi. Notist fyrir andlit í u.þ.b. 10-15 mínútur í senn á hreina húð eftir þörfum. Það má sofa með maskann og hann hentar öllum húðgerðum.
Er ný vörutegund frá The Body Shop. Létt krem sem veitir þyrstri húð kærkomna rakagjöf og kælingu í allt að sólarhring í einu. Hentar öllum húðgerðum. Verð: 2790 kr.
NIVEA Q10 Firming Body Milk húðmjólkin er fyrir þurra húð Hún er með nýrri háþróaðri formúlu sem inniheldur kóensím Q10, kreatín og L-karnitín en saman aðstoða þessi innhaldsefni húðina við að umbreyta fitu í orku. Húðin verður stinnari eftir aðeins tveggja vikna notkun. Kóensím Q10, kreatín og L-karnitín finnast öll náttúrulega í húðinni en framleiðsla þeirra minnkar með hækkandi aldri.
Soleil bronzer after sun frá Lancôme Nýtt after sun sem inniheldur 3 dýrmætar olíur sem næra, mýkja og fegra húðina. Nærir húðina raka og húðin verður brúnni lengur.
Helgin 16.-18. maí 2014
47
umhirða húðar
Vellíðan og betra útlit með EGF húðvörum EGF Húðdropar eru endurnærandi og græðandi dropar sem gefa húðinni fallegri áferð og sporna gegn áhrifum öldrunar á náttúrulegan hátt – með því að gefa húðinni aftur það sem tapast með aldri og árum. EGF Húðdropar henta öllum húðgerðum. Í Húðdropunum eru aðeins sjö innihaldsefni og þeir eru án lyktar-, litar- og rotvarnarefna og annarra þekktra ofnæmisvaka. EGF Húðdropar henta fyrir andlit, augnsvæði og háls. Berið tvo til fjóra dropa á hreina húð á hverju kvöldi
eftir hreinsun húðarinnar. Húðdroparnir virka best á meðan húðin er í hvíld. EGF Húðdropar innihalda EGF frumuvaka sem stýrir endurnýjun húðfrumna og hægir á náttúrulegu ferli öldrunar. EGF frumuvaki er prótein sem húðfrumur framleiða sjálfar og er hluti af eðlilegu endurnýjunarferli húðarinnar. Magn hans í húð minnkar með aldri. Húðfrumurnar þekkja EGF frumuvakann og setja í gang sameindaferli þegar hann binst við yfirborð þeirra. EGF Húðdroparnir virkja því eiginleika húðfrumnanna sjálfra til
þess að endurnýja sig og gefa unglegra útlit. Dr. Stanley Cohen og dr. Rita Levi-Montalcini hlutu Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1986 fyrir uppgötvun sína á EGF frumuvaka og hlutverki hans við endurnýjun húðfrumna. EGF Húðdropar • Gefa húðinni frísklegri áferð og jafnari lit • Vinna gegn áhrifum öldrunar á húðina • Veita aukinn raka og fyllingu • Eyða þurrkblettum
Olay Refreshing Face Gel Hreinsigel fyrir daglega umhirðu húðarinnar. Inniheldur Aloe Vera og Cucumber extract sem gefur húðinni einstakan raka, er sótthreinsandi, bólgueyðandi og græðandi.
Skin best serum in cream frá Biotherm Ný áferð serum in cream. Ríkt af andoxunarefnum og spirulina. Gefur húðinni fallegan ljóma ásamt því að vernda og næra húðina. Fyrirbyggir öldrun húðar og vinnur á fínum línum og hrukkum. Viðheldur unglegri ásjónu húðar ásamt því að mýkja, slétta og veita góðan raka.
húðvörurnar innihalda lífvirk efni sem stuðla að náttúrulegri fegurð húðarinnar og hafa framúrskarandi andoxunarvirkni í frumum. Sérvalin innihaldsefni, íslensk þróun og framleiðsla. Forever youth liberator serum frá YSL Serum sem vinnur á hrukkum, eykur teygjanleika, gefur ljóma. 4 sinnum meiri áhersla á Glycanactif. Frelsar endurnýjunarferlið, virkjar yngingarferlið og styrkir húðina. Glycanactif hegðar sér eins og lykill til að frelsa unglega ásjónu húðar. Tilvalið í sumar undir sólarvörnina, BB krem eða léttan farða.
húðvörurnar byggja á umfangsmiklum rannsóknum á lífefnum úr íslenskum þörungum. www. unaskincare.com www .facebook.com/UNAskincare
umhirða húðar
48
Helgin 16.-18. maí 2014
Mildar húðvörur fyrir alla fjölskylduna Ceridal húðvörulínan er mild og hentar bæði fólki með venjulega húð og viðkvæma. Vörurnar verja húðina fyrir kulda og þurrki og hjálpa húðinni að græða sár. Vörurnar eru mildar og henta því börnum og fullorðnum jafn vel. Ceridal er heilsusamleg húðhirðulína fyrir alla fjölskylduna, Allar vörurnar í húðhirðulínunni eru algerlega lausar við ilmefni, parabena, litarefni, lanólín, fleytiefni og önnur óþörf aukaefni. Hægt er að nálgast Ceridal vörurnar í næsta apóteki.
C
eridal er mild húðhirðulína fyrir þá sem vilja huga sérstaklega að húðinni alla daga. Afurðirnar í línunni eru lausar við ilmefn, parabena, litarefni, lanólín, fleytiefni og önnur óþörf aukaefni. Öll innihaldsefni eru sérstaklega valin þannig að Ceridal henti bæði þeim sem eru með venjulega og viðkvæma húð eða húðsjúkdóm. Ceridal hentar fyrir vikið vel fyrir alla fjölskylduna. Helstu vörurnar í línunni eru fitukrem, andlitskrem og húðkrem fyrir umhirðu líkamans.
Fitukrem
Þegar haustar að, hvessir og kólnar í veðri er þurr húð algengt vandamál hjá mörgum. Þá er mikilvægt að verja húðina vel. Ceridal fitukrem minnkar hættuna á húðskemmdum af völdum kulda því fitukremið inniheldur ekki vatn og húðin andar því eðlilega. Kremið myndar hlífðarlag á yfirborði húðarinnar og kemst með-
fram frumum í ysta lagi hennar. Fituefnin haldast lengi í húðinni og varna því að hún þorni upp, jafnvel þótt hún sé í snertingu við vatn, svo sem við handþvott eða í sundlaug. Auk þess hjálpar fitukremið húðinni að græða sár. Ef húðin er þurr getur tekið langan tíma fyrir sár að gróa en fitukremið varðveitir raka umhverfis sárin. Kremið gagnast einnig vel á þurrar og sprungnar varir.
Krem og andlitskrem
Ceridal krem og andlitskrem eru frábær vörn fyrir viðkvæma húð og hafa einnig góð áhrif á exem og ofnæmi. Kremin innihalda jurtaolíur, sem minna talsvert á olíurnar sem eru í húðinni frá náttúrunnar hendi. Vörnin sem kremin veita líkist því vörn húðarinnar sjálfrar. Geta húðarinnar til að endurnýja sig eykst þar af leiðandi og fyrr en varir verður húðin mjúk. Ceridal krem er fyrir daglega um-
hirðu líkamans. Sérstaklega gott á hendur, olnboga og hné. Andlitskremið er ætlað fyrir daglega umhirðu á andliti og hálsi.
Barnvænar vörur
Allar vörurnar í Ceridal húðhirðulínunni eru algerlega lausar við ilmefni, parabena, litarefni, lanólín, fleytiefni og önnur óþörf aukaefni. Vörurnar henta því vel fyrir börn og ungbörn með viðkvæma húð. Börnum sem nota snuð er hætt við ertingu í kringum munninn en til að koma í veg fyrir útbrot má bera þunnt lag af Ceridal fitukremi í kringum munninn. Ef barnið er með þurra húð er mikilvægt að bera reglulega á húðina, til að forðast að þurrkurinn breytist í exem. Ceridal vörurnar fást í apótekum og þar er jafnframt hægt að fá ráðleggingar um val á Ceridal vörum sem henta hverjum og einum.
Húðvörur sem Hollywood stjörnurnar elska Danski krem-kóngurinn Ole Henriksen er þekktur fyrir sinn glaðværa persónuleika og framleiðir áhrifaríkar húðvörur sem elítan í Hollywood hefur notað um árabil.
H
úðvörurnar frá Ole Henriksen eru unnar á náttúrulegan hátt og einkennast af litadýrð og einfaldleika. Ole byrjaði feril sinn í Hollywood en vörur hans njóta nú mikilla vinsælda víða um heim. Ole yfirgaf heimabæ sinn, Nibe á Jótlandi í Danmörku, þegar hann var táningur til þess að láta drauma sína rætast og ferðast um heiminn. Þegar hann dvaldi í Indónesíu þjáðist hann af bólum og útbrotum á húð en fann þar lausn sem fólst í meðferð með náttúrulegum innihaldsefnum. Upp úr því vaknaði ástríða hans fyrir velferð húðarinnar. Ole hefur helgað sig húðvörubransanum síðan hann lauk námi í snyrti- og efnafræði á Englandi árið 1974. Eftir námið flutti hann
til Bandaríkjanna þar sem hann hefur þróað og framleitt vörur sínar allar götur síðan. Hann rekur nú sitt eigið Spa í nágrenni við Hollywood stjörnurnar á Sunset Boulevard og selur húðvörur sínar um allan heim.
Húðvörur úr náttúrulegum efnum
Ole Henriksen húðvörurnar eru unnar úr náttúrulegum efnum og helsta einkenni þeirra er einfaldleiki og skemmtileg litadýrð. Þær hafa ekki aðeins jákvæð áhrif á húðina heldur ber hver vara með sér sérstakan ilm sem gerir umhirðu húðarinnar að dásamlegri upplifun. Á alþjóðavettvangi hafa vörur Ole unnið til ýmissa verðlauna. Einfaldleiki og skemmtileg litadýrð einkenna snyrtivörurnar frá Ole Henriksen. Hver vara hefur sinn sérstaka ilm.
Húðin upp á sitt besta
Ole Henriksen hefur þróað og framleitt frábærar húðvörur í yfir þrjá áratugi sem hlotið hafa ýmis verðlaun á alþjóðavettvangi. Vörurnar frá honum eru fáanlegar í Carita snyrtingu í Hafnarfirði, Hagkaup Kringlu og Smáralind, Heimkaup.is, snyrtistofunni Krismu í Spönginni og eru væntanlegar í Jöru, Glerártorgi á Akureyri.
Ole hefur það að leiðarljósi að allir geti verið með fallega húð og að markmiðið með umhirðu húðarinnar eigi að vera að hún sé alltaf upp á sitt besta. Ole Henriksen býður upp breitt úrval af húðvörum svo allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í boði eru andlitshreinsar, andlitsvötn, serum, andlitskrem, augnkrem, maskar, skrúbbar og ýmsar vörur fyrir líkamann. Mikil rannsóknarvinna og sérþekking liggur að baki hverri vöru sem er hönnuð til að takast á við eða að meðhöndla ólík húðvandamál eins og til dæmis ójafnan lit í húð, stækkaðar svitaholur, ójöfnuð í
húð, bólgin augnsvæði, óhreina húð, viðkvæma húð, fínar línur og hrukkur, þurra eða feita húð.
Án tilrauna á dýrum Það er skoðun Ole að fegurðin eigi að vera náttúruleg og án þjáninga og eru því ekki neinar þjáningarfullar tilraunir gerðar á fólki eða dýrum við framleiðsluna. Ole Henriksen húðvörurnar eru án parabena. Á Carita snyrtingu í Hafnarfirði er boðið upp á heildrænar Ole Henriksen meðferðir. Vörurnar eru einnig fáanlegar þar og í Hagkaup Kringlu og Smáralind, Heimkaup. is, snyrtistofunni Krismu í Spönginni og eru væntanlegar í Jöru,
Glerártorgi á Akureyri. Upplýsingar um Ole Henriksen húðvörurnar má nálgast á Facebook-síðunni ilma og á vefsíðunni ilma.is. Einfaldleiki og skemmtileg litadýrð
Hver vara hefur sérstakan upplífgandi ilm Virk innihaldsefni sem bæta ásýnd húðarinnar Vöruúrval sem passar sérhverri húðtegund Hátt hlutfalli náttúrulegra, virkra innihaldsefna Án parabena
umhirða húðar
50
Helgin 16.-18. maí 2014
Forever Youth Liberator andlitskrem frá YSL
Chanel Hydra Beauty raka-línan
Andlitskremið hentar öllum húðgerðum, einnig viðkvæmum. Kremið vinnur á línum, eykur teygjanleika, styrkir húðina og gefur ljóma. Kremið inniheldur Glycanactif, byltingarkennda tækni fyrir húðina.
Hámarks raka-búst, pakkað af snefilefnum sem styrkja varnir húðar og formúlu sem styrkir fínu háræðarnar sem eru ábyrgar fyrir ljóma húðar. Alhliða rakalína sem hámarkar húðgæði með raka, vörn og ljóma. Hentar vel fyrir allar húðgerðir.
Forever youth liberator maski frá YSL
Pure ritual care in peel frá Helenu Rubenstein
Dagkremið verndar húðina á daginn
O
kkur hefur verið sagt að nota dagkrem á daginn og næturkrem á kvöldin. En hvers vegna? Jú, dagkremum er ætlað að vernda húðina fyrir skaðlegum geislum og öðrum efnum sem hún er útsett fyrir á daginn, svo sem sólargeislum, mengun eða förðunarvörum. Húðin hvílist hins vegar á nóttinni og nær að draga í sig næringu og lagfæra sig. Flest dagkrem eru léttari en næturkrem og innihalda sólarvörn. Þau næra hins vegar húðina um leið og
þau vernda hana. Þau eru venjulega gerð til þess að nota undir snyrtivörur og eru því ekki feit, ganga fljótt inn í húðina og leyfa henni að anda. Þau veita jafnan, olíulausan grunn svo sem auðveldast sé að setja farða yfir og förðunarvörur sitji sem lengst. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að húðin starfar á ólíkan hátt að degi til og á nóttunni og því er mikilvægt að nota viðeigandi vörur, dagkrem á daginn og næturkrem á nóttunni.
Nýtt í Forever youth liberator línunni. Öflugur maski sem örvar endurnýjun djúpt í húðinni. Maskinn inniheldur Glycanactif, byltingarkennda tækni fyrir húðina. Tvöföld slípunarvirkni sem gefur fallega demantsáferð og ljóma.
Pure ritual er ný hreinsilína frá Helenu Rubenstein. Care in peel er svartur peeling sem endurnýjar yfirborð húðarinnar og gefur raka. Örvar innri hreinsun og endurnýjun. Svört grjón, svart te, AHA sýrur og hraunsandur sem endurnýja og mýkja húðina.
Pure ritual care in foam frá Helenu Rubenstein Pure ritual er ný hreinsilína frá Helenu Rubenstein. Care in foam er djúpvirk hreinsifroða sem endurnýjar og yngir húðina. Eyðir yfirborðs óhreinindum og örvar innri hreinsun og endurnýjun.
Verndar og græðir þurra og viðkvæma húð Ceridal fitukrem inniheldur 100% fituefni og olíu Ceridal fitukrem er án litarog ilmefna, parabena og annarra rotvarnarefna Minni hætta á ofnæmisviðbrögðum
Helgin 16.-18. maí 2014
lífr ænar húðvörur fr á Skin Blossom
Gæði á góðu verði
Skin Blossom vörurnar eru án parabena og annarra skaðlegra efna og henta öllum tegundum húðar.
NIVEA Q10 Firming Cellulite Gel-Cream Húðgelið er fyrir allar húðgerðir. Það er með nýrri formúlu sem inniheldur kóensím Q10, kreatín og L-karnitín en saman aðstoða þessi innhaldsefni húðina við að umbreyta fitu í orku. Cellulite Gel-kremið minnkar ummerki um appelsínuhúð á þremur vikum og stinnir húðina. Kóensím Q10, kreatín og L-karnitín finnast öll náttúrulega í húðinni en framleiðsla þeirra minnkar með hækkandi aldri.
All-in-One Instablur™-farði er ný vörutegund frá The Body Shop Hnökralaus áferð á augabragði. Ávinningurinn er fimmfaldur: Instablur hylur bólur og aðra hnökra í húð, svitaholur verða síður áberandi, áferðin helst mött allan daginn. Instablur jafnar húðlit og fær annan farða til að endast lengur. Verð: 2890 kr.
51 Þessar bresku lífænt- og vegan-vottuðu húðvörur eru nú loks fáanlegar á Íslandi. Skin Blossom hefur að leiðarljósi að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði og hefur unnið til fjölmargra verðlauna í Bretlandi. Nýlega vann öll vörulínan til verðlauna hjá Natural Health Magazine í Bretlandi og fékk bestu meðmæli í sínum verðflokki. Skin Blossom eru án parabena og allra annarra skaðlegra aukaefna. Vörurnar henta vel öllum húðtegundum, einnig viðkvæmri húð þar sem þær innihalda ekki sterk jurtaextrakt sem geta valdið ofnæmi og ert húðina. Sex vörutegundir frá Skin Blossom eru nú fáanlegar á Íslandi. Andlitskrem fyrir eldri húð. Inniheldur arganolíu sem er mjög nærandi fyrir húðina. Í kreminu er einnig kakósmjör og jojobaolía sem gefa mikinn raka.
umhirða húðar Rakakrem fyrir yngri húð. Kremið inniheldur shea smjör, jojobaolíu og Evítamín ásamt steinefnum og vítamínum sem vernda og næra húðina. Body lotion. Inniheldur arganolíu, kakósmjör, möndlu- og avókadóolíu sem næra, gefa góðan raka og mýkt. Hreinsimjólk. Nærandi hreinsimjólk fyrir andlit sem fjarlægir einnig augnfarða svo sem maskara. Í henni er meðal annars aloe vera og möndluolía sem gefa raka og draga úr bólgum. Augnkrem. Í kreminu er blanda af grænu tei, augnfró og bókhveiti sem draga úr hrukkum, þurrki og baugum undir augum. Handáburður. Í honum er kakósmjör, avókadóolía og shea-smjör sem mýkja og næra húðina.
Skin Blossom er fáanlegt í Akureyrarapóteki Mýrarvegi, Lyfjaveri/Heilsuveri Suðurlandsbraut 22 og Lifandi Markaði Fákafeni. Kynningar á vörunum verða haldnar í:
Lyfjaveri/Heilsuveri mánudaginn 19. maí klukkan 13.30 til 14.30 og Lifandi Markaði þriðjudaginn 20. maí klukkan 16 til 18 og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðunni Skin Blossom á Íslandi. Nýlega hlaut Skin Blossom línan verðlaun frá Natural Health Magazine í Bretlandi fyrir bestu vörurnar í sínum verðflokki.
umhirða húðar
52
Helgin 16.-18. maí 2014
Hugsaðu vel um húðina Þegar sólin fer að skína er nauðsynlegt að tryggja að hún fái vörn gegn skaðlegum geislum sólarinnar. Dagkrem og andlitsfarði er með sólarvörn og verndar þannig húðina. Þeir sem vilja aðeins lífga upp á húðlitinn þegar þeir fara að klæðast efnisminni klæðnaði í sumar geta frískað upp á sig með smá brúnkuspreyi þangað til sólin hefur sett lit á kroppinn.
Self tan flash bronzer frá Lancôme
Dove Summer Glow
Sjálfbrúnkulínan hefur fengið andlitslyfingu með nýjum umbúðum en sömu innihaldsefni. Falleg og náttúruleg brúnka án sólar. Rík af E-vítamíni, húðin verður silkimjúk.
Dove brúnkukremin eru rakagefandi og nærandi húðkrem. Húðin fær flotta sólarbrúnku án þess að vera í sól. Frábært fyrir sumartímann. Kremin fást í tveimur tónum, Dove Summer Glow fyrir ljósa húð og Dove Summer Glow fyrir miðlungs- til dökkrar húðar.
Skin best CC krem frá Biotherm Ríkt af andoxunarefnum og spirulina. CC kremið lagfærir litarháttinn og húðin verður jöfn. Náttúruleg þekja sem dregur úr fínum línum og gefur fallegan ljóma. Aðlagast húðinni fullkomlega. Inniheldur SPF 25.
Nýjung frá Max Factor
Top secret frá YSL All in one BB krem virkar eins og fílter fyrir húðina. Lagfærir samstundis litamun og ójöfnur í húðinni og eyðir þreytumerkjum. Nærir og gefur góðan raka. Í sumar er tilvalið að nota BB kremið eitt og sér þar sem það er einstaklega létt og þægilegt, með góðri sólarvörn og gefur náttúrulegan ljóma.
Facefinity All Day Primer gefur góðan grunn áður en farðinn er settur á þannig að hann endist allan daginn. Fyllir upp í ójöfnur í húð, mýkir og frískar upp á húðina. Inniheldur SPF 20.
OLAY Regenerist CC kremið Innhiheldur rakagjafa, serum og farða. Kremið jafnar húðlitinn og dregur úr hrukkum og gefur húðinni fallegan ljóma og unglegra yfirbragð. CCkremið er ilmefnalaust og hentar húð sem er 45+. Inniheldur SPF 15. Í boði eru tveir litatónar, lightest skin tone og medium skin tone.
BB krem frá Elizabeth Arden Allt í einu kremi; raki, primer og léttur farði. Má einnig nota sem farðagrunn. Hentar öllum húðgerðum. Nærir og styrkir húðina ásamt því að viðhalda raka allan daginn og gefur húðinni fallegan ljóma. Kemur í þremur litum.
53
Helgin 16.-18. maí 2014
umhirða húðar
Ekki sofa með farðann Ó
fáar konur kannast við það að nenna ekki alltaf að þrífa framan úr sér farðann áður en þær fara að sofa á kvöldin. Það er hins vegar alls ekki hollt fyrir húðina og því skal forðast að gera það að vana. Farði á að gera mann fallegan en ef sofið er með hann getur hann haft þveröfug áhrif. Húðin er þakin svitaholum sem gera ekki aðeins það að verkum að
við svitnum heldur framleiða einnig sebum, sem er vaxkennt efni sem hjálpar til við að næra húðina og vernda. Sebum hjálpar til við að fjarlægja dauðar húðfrumur úr svitaholunum, sem og annað það sem fer í svitaholurnar. Vandinn við farða er að hann stíflar svitaholurnar og kemur í veg fyrir að húðin hreinsi sig sjálf. Þess í stað byggist þetta vaxkennda efni upp og getur orsak-
að bólur. Til þess að forðast bólumyndun er nauðsynlegt að þrífa húðina fyrir svefn á hverju kvöldi. Nota má farðahreinsi, krem eða tóner til að hreinsa húðina og tryggja að hún sé laus við allan farða. Ekki gleyma að fjarlægja augnfarða og maskara. Ef hann er ekki hreinsaður geta komið óþægindi í augu, ofnæmi eða jafnvel sýking.
Perfect Hydrating BB Cream frá Shiseido BB kremið snýst um fullkomnun húðarinnar. BB kremið hylur bletti og jafnar út húðina í eina jafna áferð. Húðin verður geislandi með bjartan ljóma. Húðin verður fyllt raka og þægindum. BB kremið hefur hafið sannkallaða byltingu þess hvernig við horfum til snyrtivara. Fæst í tveimur litatónum.
NýTT 1
Skolaðu af þér sápuna
2
Berðu á þig NIVEA IN-SHOWER
3
Skolaðu af þér eftir nokkrar sekúndur
4
Þurrkaðu þér og þú getur klætt þig strax
HÚÐMJÓLK Í STURTUNA Aquasource CC gel frá Biotherm Létt og frískandi gel sem gengur strax í húðina. Frísklegt og útitekið útlit án þekju. Róar, endurnýjar og gefur húðinni djúpan raka. Fæst í 2 litum.
HREINT DEKUR!
umhirða húðar
54
Miracle Skin kremið – algjört kraftaverk Miracle Skin er nýtt krem frá Garnier sem gefur húðinni fallega áferð og er sérstaklega þróað til að draga úr einkennum þreytu og lagar sig að litarhafti hverrar og einnar. Kremið hefur notið mikilla vinsælda á Íslandi og er förðunarbloggarinn Erna Hrund himinlifandi með árangurinn af notkun þess.
N
ýlega kynnti Garnier nýjung sem flokka má bæði sem förðunar- og snyrtivörukrem og er þróað fyrir þreytta húð. Rannsókn sem gerð var meðal breskra kvenna sýndi fram á að konur hafa í auknum mæli áhyggjur af því að þreyta sjáist í andliti þeirra. Miracle Cream er hannað með það í huga að draga úr einkennum þreytu og öldrunar. Miracle kremið er mjög drjúgt og gefur húðinni samstundis góðan raka sem endist allan daginn. Það er hugsað til þess að nota eitt en auk þess að gefa næringu. Þá inniheldur það örfín lita-pigment sem springa út og aðlagast litarhafti hverrar konu þegar það kemst í snertingu við húðina. Kremið er því aðeins fáanlegt í einum lit sem hentar öllum húðlitum. Bæði jafnar það áferð og litarhaft húðarinnar og gefur henni fallegan og léttan ljóma. Kremið er fullkomið fyrir íslenskar konur og íslenska veðráttu. Kremið inniheldur SPF 20 og hentar því vel til í sumar og til að taka með í sólarlandaferð sumarsins. Formúla kremsins inniheldur virk efni sem draga úr fínum línum, dökkum litablettum og svitaholum. Miracle Skin kremið hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis og er nú fáanlegt á Íslandi. Förðunarbloggarinn Erna Hrund sem er með síðuna Reykjavík Fasion Journal á vefsvæðinu trendnet.is notar kremið og er mjög ánægð með árangurinn. Erna Hrund gefur nokkur góð ráð um hvernig má nota kremið og
fyrir hverjar það hentar. Ég kynntist Miracle Skin kreminu frá Garnier nýlega og það var ást við fyrstu sýn. Ég er með mjög ljósa húð og hef því alltaf vissar efasemdir þegar sagt er í snyrtivöruauglýsingum að undirstöðu krem séu með lit sem aðlagist litarhafti hverrar konu þar sem það stenst alltof sjaldan. Miracle kremið frá Garnier aðlagar sig svo sannarlega að litarhafti hverrar konu. Kremið er hvítt þegar það kemur úr túbunni og þegar það kemst í snertingu við húðina þá springa út lita-pigment sem gefa mjög létta og náttúrulega þekju með frísklegum ljóma. Þetta krem er algjör þreytubani en ljóminn í kreminu vinnur á móti gráum litartóni sem getur komið yfir þreytta húð. Fullkomið eftir svefnlitla nótt. Ég er með mjög þurra húð og ég ráðlegg konum sem eru með eins húð og ég að nota alltaf rakakrem áður en þær bera á sig farða eða lituð dagkrem. Þetta er eitthvað sem ég hef vanið mig á og geri á hverjum einasta degi. Miracle Skin kremið er svo rakamikið og drjúgt að þetta er fyrsta snyrtivaran sem ég nota á alveg tandurhreina húð, rakakrem er algjör óþarfi þegar ég er með þetta krem. Ég ber þetta krem á mig á hverjum morgni og ef ég er að fara eitthvað eftir vinnu og vil aðeins fríska upp á húðina ber ég smá Miracle Skin krem aftur til að auka aðeins á ljómann. Áferðin frá kreminu er ótrúlega falleg og að mínu mati hentar það
Þetta krem er algjör þreytubani en ljóminn í kreminu vinnur á móti gráum litartóni sem getur komið yfir þreytta húð.
Erna Hrund, förðunarbloggari á trendnet.is, notar Miracle Skin kremið á hverjum degi. Hún segir ekki þörf á að nota rakakrem áður en það er borið á andlitið. Í kreminu eru lita-pigment sem gefa létta og náttúrulega þekju með frísklegum ljóma. „Fullkomið eftir svefnlitla nótt,“ segir hún.
öllum aldri en á umbúðunum stendur að það sé Anti Ageing en kremið sjálft styrkir húðina og gefur mikinn raka. Með aldrinum getur húðin þornað og því er mjög gott fyrir eldri húð að nota rakamikil krem. Ef konur vilja meiri þekju er þetta krem mjög gott undir farða. Ég er rosalega hrifin af öllum nýjungunum sem voru að koma núna frá Garnier en Mriacle Skin kremið og Optical Blur kremið eru vörur sem ég nota nánast á hverjum degi og algjört ofurtvíeyki.
Helgin 16.-18. maí 2014
55
Helgin 16.-18. maí 2014
umhirða húðar
Frábærar nýjar vörur frá Garnier Garnier fagnar fjölbreytileikanum og býður því upp á krem sem eru hönnuð eftir þörfum hverrar húðtegundar.
Moisture Match Hello Moisturer
Moisture Match Goodbye Dry.
Moisture Match On, So Matte!
Er í nýrri rakakremalínu frá Garnier. Stay Afresh er þróað fyrir normal/þurra húð og hentar viðkvæmri húð. Kremið er létt í sér og inniheldur nærandi olíur. Það er ekki feitt og fer fljótt inn í húðina. Kremið nærir húðina vel og viðheldur raka í allt að 24 tíma. Frábært til að nota bæði kvölds og morgna á hreina húð.
Þetta krem er ætlað þurri og mjög þurri húð og hentar viðkvæmri húð. Kremið er létt í sér og inniheldur nærandi olíur. Kremið er ekki feitt og það fer fljótt inn í húðina. Formúlan inniheldur Camellia olíu og Monnose.
Frábært krem fyrir glansandi húð og hentar fyrir viðkvæma húð. Kremið er létt í sér og inniheldur nærandi olíur. Frábært krem til að nota bæði kvölds og morgna á hreina húð. Formúlan inniheldur grænt te.
Hentar fyrir fólk með mjög þurra húð og líður stundum óþægilega í húðinni vegna þurrks. Er einstaklega nærandi og fer auðveldlega inn í húðina og klístrar hana ekki.
Hentar fyrir fólk sem er með umfram olíuframleiðslu í húðinni og vill vera með matta áferð á húðinni.
Hentar fyrir þá sem eiga ekki við nein húðvandamál að stríða en vilja næringarríkt krem sem gefur húðinni vellíðunartilfinningu.
Garnier 5 sec Perfect Blur Garnier 5 sec Prefect Blur er ekki rakakrem og ekki farði, heldur primer sem búið er að þróa enn frekar. Þetta er glæný vara frá Garnier sem gerir yfirborð húðarinnar silkimjúkt og fallegt. Blur kremið gefur húðinni mjúka og fallega áferð og máir út ójöfnur í húðinni og gerir svitaholur minna sýnilegar. 5 sec í nafni kremsins standa fyrir tímann sem það tekur að bera yfir allt andlitið. Þið fáið því mjúka og fallega áferð á húðina á aðeins 5 sekúndum. Blur kremið þarf ekki endilega að nota undir farða en það má nota eitt og sér og gefur þá andlitinu náttúrulega áferð. Eins er hægt að nota smá hyljara yfir það á þau svæði þar sem þurfa þykir. Primerinn dregur úr: - Fínum línum. - Ójöfnum í áferð húðarinnar. - Áberandi svitaholum. - Glans.
Eye Make-up Remover 2 in 1 Tvöfaldur augnhreinsir sem inniheldur olíu sem þarf að hrista saman fyrir notkun. Hreinsirinn fjarlægir augnförðunarvörur á fljótlegan og einfaldan hátt og nærir augnhárin um leið.
• Fyrst er augnhreinsirinn settur í bómullarskífu eða grisju.
• Bómullin/grisjan er sett ofan á augnlokin og látin bíða í nokkrar sekúndur. • Svo er bómullinni/grisjunni strokið í burtu. Augnhreinsirinn fjarlægir líka vatnsheldar förðunarvörur. Hreinsirinn hentar viðkvæmum augum og linsum.
Moisture Match Ready, Set Glow! Þetta krem er þróað fyrir þreytta og líflausa húð sem þarfnast ljóma og fallegrar áferðar. Kremið er með SPF 20 svo það ver einnig húðina vel fyrir útfjólubláum geislum sólar. Kremið er létt í sér og inniheldur nærandi olíur. Kremið er ekki feitt og er frábært að nota bæði kvölds og morgna á hreina húð. Formúlan inniheldur sítrónu og Calendula þykkni. Kremið inniheldur B3-vítamín sem er andoxunarefni.
Nýjar hreinsivörur fyrir blandaða húð. Hreinsimjólk, andlitsvatn og blautþurrkur.
Húðhreinsun er mikilvæg til að halda húðinni okkar fallegri og til að hjálpa henni að endurnýja sig.
• Húðhreinsun hefst á því að nota hreinsimjólk. Hún hreinsar burtu óhreinindi sem geta sest á húðina yfir daginn en einnig hreinsar hún burt förðunarvörur. Hreinsimjólkin opnar svitaholurnar og nær í óhreinindi sem liggja í þeim og fjarlægir þau.
• Næst er andlitsvatn sett í bómull og strokið yfir andlitið. Vatnið fjarlægir síðustu óhreinindin úr húðinni og lokar svitaholunum svo húðin geti starfað eðlilega á ný. • Blautþurrkurnar henta svo vel í ferðalög eða þegar ekki gefst kostur á að nota hreinsimjólk. Nýju blautþurrkurnar fjarlægja líka vatnsheldar förðunarvörur.
umhirða húðar
56
Helgin 16.-18. maí 2014
Fimm ráð fyrir heilbrigða húð Góð húðumhirða – þar með talið vörn gegn sól og nær gætin hreinsun – getur haldið húðinni heilbrigðri og glóandi í fjöldamörg ár í viðbót. Hér eru nokkur ráð. 1. Verndaðu húðina fyrir sólinni Eitt hið mikilvægasta í húðumhirðu er að vernda hana gegn skaðlegum geislum sólarinnar. Sólargeislar auka hrukkumyndum og fjölga elliblettum og öðrum húðvandamálum auk þess sem þeir auka hættuna á húðkrabbameini. Notaðu sólarvörn. Aldrei nota vörn undir SPF 15. Berið á sólarvörn á tveggja tíma fresti og oftar ef þú ert í vatni eða svitnar mikið (t.d. við íþróttaiðkun utandyra). Haltu þig í skugga. Forðist sólina milli 10 og 16 þegar geislar hennar eru sterkastir. Vertu í fötum. Best er að hylja húðina með fatnaði sem verndar gegn sólinni, svo sem langermaskyrtum eða síðbuxum. Gott er að nota hatt með breiðum börðum.
2. Ekki reykja Reykingar elda húðina og auka hrukkumyndun með því að draga úr blóðflæði til húðarinnar og dregur því úr endurnýjun hennar og teygjanleika. Að auki veldur það enn frekar hrukkum í kringum munnsvæði að mynda stút á munninn og draga að sér reyk.
3. Farðu vel með húðina Vertu varkár í húðumhirðu. Ekki vera of lengi í baði. Það þurrkar húðina. Forðastu sterkar sápur. Rakaðu þig varlega og
notaðu gel eða raksturskrem áður en þú rakar þig. Notaðu hreina, beitta rakvél og rakaðu í sömu átt og hárin vaxa. Ekki þurrka þér fast með handklæðinu eftir bað eða sturtu. Notaðu rakagefandi krem.
4. Borðaðu hollan mat Hollur matur getur hjálpað til að næra húðina, borðaðu fullt af ávöxtum, grænmeti, heilkorni og próteini.
5. Dragðu úr streitu Streita og álag getur gert húðina viðkvæmari og getur hleypt af stað alls kyns húðvandamálum, svo sem bólum. Dragðu eins og þú getur úr álagi og settu þér raunhæf markmið.
vítamín PERFECTIL
falleg húð fyrir sumarið
HÚÐ NEGLUR HÁR
NÝ SÝN Á FULLKOMNA HÚÐ. Á 4 VIKUM V VERÐUR HÚÐIN SLÉTTARI, FJAÐURM FJAÐURMAGNAÐRI OG LJÓMAR. NÝTT
VISIONNAIRE HÁÞRÓAÐ ALHLIÐA VIÐGERÐARKREM HÁÞRÓ