n Sjósund Hafdís fer í sjóinn í öllum veðrum fréttatíminn
n Hjól Bergur Benediktsson fer um allt á fatbike
n Gönguskíði Auður segir skíðin reyna á alla vöðva líkamans
Vetrarfjör
Helgin 22. janúar-24. janúar 2016
Fullkomið frelsi uppi á fjöllum Guðmundur Skúlason notar hvert tækifæri til að fara upp á fjöll á vélsleðann sinn. Hann hefur verið í sportinu frá því hann var smástrákur og eignaðist sinn fyrsta sleða tólf ára gamall.
Ljósmynd | Víðir Björnsson
CRAFT
einfaldlega besti skíðafatnaður í heimi?
TOPPPAKKINN fyrir byrjendur í Fossavatnsgönguna, (skíði, skór og stafir)
BLIZ gleraugun
frábær fyrir hjólin, gönguskíðin og hlaupin
www.craft.is
fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016
2|
Vetrarfjör
Æfa úti klukkan hálf sjö á morgnana Hópur fólks æfir saman tvisvar í viku á sama tíma og margir sofa enn. „Þetta er átak fyrst, svo venst þetta og svo verður maður háður þessu,“ segir Sævar Þór guðmundsson sem er meðlimur í november Project á Íslandi, hópi fólks sem hittist snemma á morgnana og stundar líkamsrækt undir berum himni. november Project er þekkt fyrirbæri í Bandaríkjunum og rakel eva
Sævarsdóttir flutti þessa hefð með sér heim frá Boston fyrir einu og hálfu ári. nú hittist hópur Íslendinga á ýmsum aldri á miðvikudagsmorgnum við anddyri Háskóla Íslands og á föstudögum fyrir framan Hallgrímskirkju. Æfingin hefst klukkan 6.30 og stendur í fjörutíu mínútur. „Það er misjafnt hvað margir mæta, þetta
geta verið frá 5-7 manns og upp í 20 eða 30. en hópurinn fer stækkandi.“ Hann kippir sér ekki mikið upp við kuldann og æfir allan ársins hring úti. „Það er fullt af fólki sem fer í líkamsrækt snemma á morgnana. Við höfum það umfram að þetta kostar ekki neitt – og ferska loftið líka.“ Sævar segir að öllum sé velkomið að slást í hópinn – hvort sem þeir eru í góðu formi eður ei. „Það gera allir það sama en fólk gerir það mishratt og kemst yfir mismikið.“
Ljósmynd | Rut Sigurðardóttir
Á blöðruskjóta til fjalla Fáir tengja hjólaæðið sem gengið hefur yfir landið síðustu misserin sérstaklega við vetrarsport. Það þýðir hinsvegar ekki að það sé ekki svo. nagladekk fyrir reiðhjól hafa þekkst í langan tíma og á þeim má þeysa um skafna hjólastíga allan veturinn. annað hefur hingað til verið upp á teningnum með fjallahjólreiðar. eins og nærri má geta sökkva mjó hjóladekk djúpt snjóinn og því verður fjallatúrinn oftar en ekki í styttri kantinum sé ekki harðfenni. Það var í það minnsta þangað til blöðruskjótinn, eða fatbike hjólið, kom til sögunnar sem er reiðhjól með einstaklega breiðum dekkjum. Þau hafa reyndar verið til í heimi
sérvitringa í nokkurn tíma en síðustu tvö árin hefur orðið sprenging í notkun þeirra feitu enda allir helstu hjólaframleiðendurnir byrjaðir að framleiða slíka gripi. nú er líka svo komið að í lok janúar á að halda fyrsta árlega heimsmeistaramótið í fatbikehjólreiðum í Colorado í henni ameríku. að sjálfsögðu munum við Íslendingar eiga okkar fulltrúa þar því Bergur Benediktsson, einn af fjórmenningunum á bak við lauf forks, koltrefjagafflana tæknilegu, ætlar að halda uppi heiðri okkar Frónbúa þar ytra. Bergur segist nota blöðrusjótann bæði til innanbæjarsnatts og fjallahjólreiða enda fer gripurinn jafn léttilega upp og niður tröppur
innanbæjar sem upp og niður brekkur og kletta úti í náttúrunni. ekki skemmir svo fyrir þegar laufgaffallinn fyrir fatbike er kominn að framan enda lang vinsælasta varan hjá þeim, enn sem komið er. Blöðruskjótinn er því sannkallaður jeppi hjólasportsins. Svínvirkar meira að segja að hleypa vel úr dekkjunum og fljóta á snjónum líkt og jeppakarlarnir hafa gert í áratugi. Sunnan heiða er einfalt að leita að brekkum á Hengils- og Bláfjallasvæðinu eða í Skálafell, nú eða bara þar sem er smá snjór, hvar hægt er að planta sér á blöðruskjótann og þeysa um frjáls eins og fuglinn. Meira á frettatiminn.is
Ljósmyndir | Hari
Skíða- og brettaskóli Bláfjalla er opinn kl. 11–15 allar helgar. Tímapantanir á www.skidasvaedi.is.
PIPAR \ TBWA • SÍA
Bergur Benediktsson notar fatbike bæði til innanbæjarsnatts og fjallahjólreiða.
Skíðasvæðin í Bláfjöllum eru opin: Um helgar: Kl. 10:00–17:00 Virka daga: Kl. 14.00–21.00
Upplýsingasími 530 3000 skidasvaedi.is
PIPAR \ TBWA •
SÍA •
156249
ZINGER TWISTER Zinger kjúklingalundir, iceberg salat, salsa-sósa og létt piparmajónes. Allt vafið saman í heita, mjúka, ristaða tortillu.
929 KR.
Boxmáltíð
1.899 KR.
Zinger Twister, franskar, 3 Hot Wings, gos og Conga súkkulaði.
fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016
4|
Vetrarfjör
Sjósundið eins og hugleiðsla Hafdís Hrund hefur stundað sjósund í átta ár og lætur ekki janúarkuldann aftra sér. Hafdís Hrund gísladóttir, 41 árs þriggja barna móðir í Hlíðunum, hefur stundað sjósund í átta ár og fer að meðaltali tvisvar í viku. „Mig langar reyndar að breyta nafninu í sjóbað, eins og það heitir í Danmörku. Maður syndir ekkert í þessum kulda á veturna en þegar það fer að hlýna tekur maður kannski nokkur sundtök,“ segir Hafdís sem
skellti sér í sjóinn í einnar gráðu frosti þegar Fréttatíminn heimsótti hana. Það kaldasta sem hún hefur upplifað er mínus 1,7 gráða. „Þetta er eins og hugleiðsla. Maður labbar út í sjó og hugsar ekki um neitt annað. alveg eins og þegar þú ferð að hugsa um andardráttinn í hugleiðslu. Maður hefur bara þessa hugsun.“
eftir sjósund er til siðs að fá yl í kroppinn að nýju í heita pottinum og segir Hafdís að félagsskapurinn þar sé mjög góður. „Það skiptir máli að skella sér í pottinn. en svo eru margir, þar á meðal ég, sem dýfa sér aðeins í lónið aftur eftir pottinn til að kæla sig niður. Maður verður latur við að vera of mikið í heita vatninu.“ Meira á frettatiminn.is
Ljósmynd | Rut Sigurðardóttir
Reynir á alla vöðva líkamans Auður Kristín segir að skíðaganga henti jafnt fólki sem hefur ekkert hreyft sig og vill njóta útiveru og afreksfólki úr öðrum íþróttagreinum. „Það hefur verið stígandi í þessu síðustu ár en mér finnst hafa orðið sprenging í vinsældum gönguskíða í vetur. einn laugardaginn voru til dæmis á milli 5-600 manns á sporinu uppi í Bláfjöllum,“ segir auður Kristín ebenezersdóttir sem hefur rennt sér á gönguskíðum um árabil, en á árum áður var hún landsliðskona á skíðum. auður renndi sér í Heiðmörk á dögunum þegar Fréttatíminn slóst í hópinn. „Skíðaganga er rosalega góð alhliða hreyfing. Hún reynir á alla vöðva líkamans og það er mun minna um álagsmeiðsli en í öðrum íþróttum,“ segir auður. „en þetta er ekki bara hreyfingin, þetta er ekki síður útiveran, að vera úti í hreinu lofti og að vera frjáls að fara þínar eigin leiðir.“ Hún segir að hver sem er geti rennt sér á göngustígum, hún hafi rekist á fólk frá þriggja ára og upp í nírætt. Sportið henti jafnt þeim sem hafa ekkert verið að hreyfa sig
og vilja njóta útiverunnar og eins afreksfólki í öðrum íþróttum sem noti gönguskíðin við þjálfun. Hvað þarf maður að gera til að byrja á gönguskíðum? „Þú þarft að fá þér skíði og góða skó og fá leiðsögn þannig að skíðin passi þinni þyngd. Svo er rosalega gott að fá smá tilsögn. Það kunna allir að ganga en með smá tilsögn verður þetta skemmtilegra og þú færð meira út úr göngunni. Svo er rétt að hafa höfuðljós eftir að komið er fram á kvöld.“ auður segir að á höfuðborgarsvæðinu sé tilvalið að fara í Bláfjöll, Heiðmörk, á rauðavatn og á golfvöll gKg, garðabæjarmegin. „en Mekka gönguskíðanna er Ísafjörður, þar er alltaf viss hópur sem stundar þetta af kappi. Það ætla til dæmis margir í Fossavatnsgönguna á Ísafirði.“ Meira á frettatiminn.is
Ljósmynd | Rut Sigurðardóttir
Ljósmyndir | Rut Sigurðardóttir
Allir í fjallið! Brosið fer ekki af skíða- og snjóbrettafólki þessa dagana enda er tímabilið þeirra í fullum gangi. gott færi var til dæmis í Bláfjöllum um síðustu helgi og vart varð þverfótað fyrir brettafólki í miklum ham. Skíðasvæðin eru opin flesta daga, bæði um helgar og á virkum dögum. Á virkum dögum er oftast opið til klukkan 21 og þá erU skíðasvæðin upplýst á skemmtilegan hátt. rétt er að benda fólki á að fylgjast með heimasíðum og Facebooksíðum skíðasvæðanna upp á opnunartíma. Hægt er að leigja snjóbretti á flestum skíðasvæðum og lyftukort er hægt að kaupa á bensínstöðvum svo fólki þurfi ekki að standa í röð áður en það kemst í lyfturnar.
Stefán Guðjónsson var einn þeirra sem skelltu sér á snjóbretti í Bláfjöllum um síðustu helgi.
fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016
6|
Vetrarfjör
Adrenalínkikk uppi á fjöllum Guðmundur Skúlason keypti sér fyrsta vélsleðann þegar hann var tólf ára og veit ekkert betra en frelsistilfinninguna að bruna á sleðanum uppi á fjöllum. guðmundur Skúlason er 28 ára og hefur verið viðloðandi vélsleða nær allt sitt líf. „Ég er fæddur og alinn upp í kringum þetta. Pabbi var á fullu á vélsleðum og fjölskyldan hefur verið með rekstur í kringum vélsleða síðan 2001. Ég keypti fyrsta sleðann minn þegar ég var tólf ára.“ guðmundur fór með félögum sínum, Kára jónssyni og gunna nelson, í Bláfjöll um síðustu helgi og leyfði ljósmyndara Fréttatímans að slást í hópinn. „Ég reyni að fara alltaf þegar það er veður og færi til. Tímabilið byrjar í desember og maður er að sleðast alveg fram í lok júlí. Yfirleitt er skemmtilegasti tíminn apríl, maí og júní. Þá er hlýtt og gott veður,“ segir gummi sem segir að auðveldlega sé hægt að kaupa sér sleða fyrir 5-600 þúsund krónur til að koma sér af stað. nýr sleði kosti þó rúmar þrjár milljónir. Hann segir svo nauðsynlegt að eiga góðan hjálm og brynju og sjálfur spari hann ekki við sig í öruggisbúnaði. „lífið manns er dýrmætara en það sem maður eyðir í öryggisbúnað.“
Ævintýri á
Langjökli Ógleymanlegar snjósleðaferðir á hálendi Íslands
Ljósmynd | Rut Sigurðardóttir
Sími: 580 9900 ice@mountaineers.is www.mountaineers.is
Gunni Nelson, Kári Jónsson og Gummi Skúla voru ánægðir með frábæra ferð í Bláfjöll.
gummi fer víða til að stunda sportið; Bláfjöll, Skjaldbreið, Botnsúlur, Skálafell, Hengilinn og landmannalaugar svo eitthvað sé nefnt – auk þess sem hann fer norður í land. „Svo hef ég svolítið verið í Svíþjóð. einn veturinn var ég líka að vinna sem prufuökumaður hjá Polarisverksmiðjunum. Þá keyrði ég 200600 kílómetra á dag á vélsleða.“
Hvað er svona skemmtilegt við þetta sport? „Það er bara frelsið og útivistin. líka adrenalínið. Það gefur mér meira adrenalínkikk að klifra upp brekkur heldur en að fara hratt, þessi sleði drífur ótrúlega mikið.“ Meira á frettatiminn.is
fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016
|7
Kynningar | Vetrarfjör
auglýsingadeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Pylsuvagn á Langjökli og fleiri ævintýri Mountaineers of Iceland lætur draumana rætast með fjölbreyttum ævintýraferðum. Unnið í samstarfi við Mountaineers of Iceland Samstarfsfólk, vinahópar, fjölskyldur og einstaklingar fara í síauknum mæli í alls kyns skipulagðar ferðir út fyrir þéttbýlið til að komast í burtu frá ysi og þysi. Þar eru jeppa- og snjósleðaferðir upp á jökul engin undantekning. Mountaineers of iceland er framarlega í flokki þegar kemur að slíkum ferðum og hefur þróað margs konar útgáfur af ævintýraferðum sem henta hópum og einstaklingum af ýmsum stærðum og gerðum. Mountaineers sérhæfir sig einnig í sérhönnuðum ferðum og leggur sig fram við að láta drauma fólks rætast. „Kúnnahópurinn okkar er að mestu erlendur en við fáum líka Íslendinga til okkar inni á milli, oft hópa og fyrirtæki. Við fáum einstaklinga að utan, líka minni sérhópa, hvatahópa og fyrirtækjahópa,“ segir Vigdís ingibjörg Pálsdóttir, markaðsstjóri Mountaineers. Hún segir fólk á öllum aldri hafa komið í ferðirnar. „já, aldurshópurinn er mjög breiður, við höfum fengið áttræða skvísu á sleða til okkar!“
Vigdís segir markmið Mountaineers að bjóða upp á ævintýralega skemmtilegar ferðir og skapa einstakar minningar. „Ferðamennirnir sem koma til okkar vilja upplifa eitthvað öðruvísi, kynnast Íslandi á annan hátt og eru með ævintýraþrá. að þeytast um langjökul með vindinn í hárinu, útsýni yfir fjöll og firnindi, umkringd snjóþekju er ógleymanleg upplifun,“ segir Vigdís sem sjálf hefur upplifað þessar kringumstæður margoft og
fær aldrei nóg. „Við höfum líka tekið eftir því að snjósleðaferðirnar hafa verið að sækja í sig veðrið á gjafamarkaðnum. Svona upplifun er sniðug jólagjöf, afmælisgjöf, fermingargjöf, brúðkaupsgjöf – slær alltaf í gegn,“ segir Vigdís og gefur hér með góða hugmynd að frumlegri gjöf handa þeim sem allt á!
Vigdís segir suma sem fara í ferðir vilja nýta það sem slökun og njóta útsýnisins en aðrir séu hins vegar á höttunum eftir því að láta adrenalínið flæða sem mest. Það gleður eflaust síðarnefnda hópinn að fyrirtækið var að festa kaup á tólf nýjum snjósleðum sem eru léttari og fimari en gengur og gerist og eru því ætlaðir fyrir lengra komna sem vilja fara fulla ferð áfram! Sleðarnir eru sérhannaðir til þess að drífa vel upp og niður brattar brekkur eru því bara fyrir vant fólk sem þorir. Byrjað verður að selja í þessar ferðir í febrúar og búast má við að adrenalínfíklarnir flykkist í raðir.
nýjasta viðbótin við flóru þess sem Mountaineers of iceland býður upp á er nokkuð sem hljómar fremur nýstárlega; nefnilega pylsuvagn á langjökli. Vigdís Pálsdóttir segir þetta hafa mælst vel fyrir. „Við erum búin að selja mörg hundruð pylsur síðan við opnuðum pylsuvagninn, það er bara búið að vera brjálað að gera,“ segir hún. allar upplýsingar um ferðirnar, myndir og fleira, er að finna á mountaineers.is og einnig á samfélagsmiðlunum Facebook, instagram, Twitter og Snapchat (mountaineersice).
fréttAtíminn | HELGIN 22. jANÚAR-24. jANÚAR 2016
8|
Kynningar | Vetrarfjör
AuglýsingAdeild fréttAtímAns S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Allt frá snuði upp í staf!
Göngur og fjallaklifur fyrir alla í ferðaáætlun FÍ 2016 sem er komin út. Unnið í samstarfi við Ferðafélag Íslands Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2016 er komin út, stútfull af ferðum af öllu tagi og fátt annað að gera en að draga fram gönguskóna, reima þá á sig vel og vandlega og halda út í yndislega íslenska náttúru og góða, fjölbreytta íslenska veðrið. Í ferðaáætluninni má finna yfir 200 ferðir, allt frá malbikuðum göngustígum í þéttbýli yfir í grösugar sveitir og á hæstu tinda tignarlegustu fjalla landsins. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi; ungbörn með snuð í barnavagnaviku Ferðafélags barnanna og eldri og heldri borgarar með staf í viðeigandi rútuferðum. Algengustu ferðir félagsins eru gönguferðir um óbyggðir þar sem þátttakendur drekka í sig náttúruupplifun, sögulegan fróðleik, örnefnaþulur, flóru landsins og fjölbreyttan félagsskap. Tómas leiðsögumaður í Öskju Fjölbreytt fjallaverkefni má finna í áætluninni sem endranær. Þar er hægt að velja um vikulegar og mánaðarlegar fjallaferðir og Alla leið á hæstu tinda sem er undirbúningsverkefni fyrir jökulklædda tinda sem sigraðir verða í apríl og maí. Fólk af öllum mögulegum stærðum og gerðum getur fundið eitthvað við sitt hæfi og þar má til dæmis nefna verkefnin Biggest winner þar sem fólk í yfirvigt fær góða leiðsögn og Bakskóla FÍ sem er sniðinn að þörfum þeirra sem eiga við bakvandamál að stríða. Ferðafélag Íslands áætlar að tugþúsundir landsmanna taki þátt í ferðum félagsins á hverju ári. Fastir liðir, eins og Laugavegurinn, Hornstrandir og Lónsöræfi, eru meðal ferðastaða en nýrra grasa gætir inn á milli. Þar má til dæmis nefna annan áfangann í raðgöngu umhverfis Langjökul og ferð á níu toppa Tindfjalla. Einnig verður farið
Sigrún Valbergsdóttir.
í Íslendingasagnaferð um slóðir Hrafnkels Freysgoða og fleiri kappa austur á landi. Skurðlæknirinn Tómas Guðbjartsson fer síðan fyrir spennandi leiðangri í Kverkfjöll, Öskju og Holuhraun. Af öðru áhugaverðu má nefna að snemmsumars er raðganga þar sem farið verður á nokkrum sunnudögum frá Strandarkirkju í Selvogi milli kirkjustaða í Ölfusi, Flóa, á Skeiðum og áfram í Skálholt. Einnig verður farið í sex daga pílagrímagöngu frá Bæ í Bæjarsveit í Borgarfirði. Báðar þessar ferðir enda á Skálholtshátíð, 24. júlí.
á mánuði og eru þau ætluð fólki sem er í þokkalegu gönguformi en vill gjarnan halda sér við undir markvissri leiðsögn. Þá er farið af stað verkefnið Landvættir hvar fólk æfir og keppir í öllum greinum fjórþrautar; það er skíðagöngu, sundi, hjólreiðum og langhlaupi. Umsjón með þessu verkefni hafa hjónin Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert Marshall. Ónefndar eru þá hjólreiðaferðir, stuttar göngur í nágrenni borgarinnar og svo mætti lengi áfram tíunda leiðangra, lengri sem skemmri, þar sem landið allt er undir.
Hjólreiðaferðir og stuttar göngur Nýlega er farið af stað verkefnið Fyrsta skrefið, heilsurækt á fjöllum sem Reynir Traustason og Ólafur Sveinsson, með fulltingi Auðar Elvu Kartansdóttir, hafa umsjón með. Verður þá gengið á fjöll í nágrenni borgarinnar og víðar frá í janúar og fram á sumar – að viðbættum reglulegum göngum á Úlfarsfell. Enn er hægt að bætast í þann hóp. Einnig eru á dagskránni verkefni með göngu á eitt til tvö fjöll
Sífellt fleiri börn slást í hópinn Sigrún Valbergsdóttir er formaður ferðanefndar og varaforseti Ferðafélags Íslands. „Rauði þráðurinn í okkar starfsemi er skipulagðar og fjölbreyttar ferðir, útgáfa og rekstur fjallaskála, allt í þeim tilgangi að kynna fólki landið og greiða leið þess. Á síðustu árum höfum við þó styrkt þann þátt að koma á ólíkan hátt til móts við fólk í mismunandi aðstæðum svo það geti stundað útiveru og hreyfingu sem gefur öllum
svo mikið,“ segir hún. Það eru allir velkomnir í ferðir hjá FÍ en félagið hefur þó ekki lagt áherslu á dæmigerðar túristaferðir. „Okkar ferðir eru ekki hugsaðar fyrir erlenda ferðamenn. Við beinum þeim heldur á ferðaskrifstofurnar sem bjóða upp á ferðir sem eru sérhannaðar fyrir þá. Við erum áhugamannafélag og bjóðum upp á ferðir fyrir okkar félagsmenn. Það er undantekning ef erlendir ferðamenn sem ekki kunna íslensku eru í ferðum, hins vegar hefur það ekki valdið neinum vandamálum þótt tveir til þrír slíkir hafi slegist í hópinn en þeim er ekki lofuð fararstjórn á þeirra tungumáli,“ segir Sigrún. Hún leggur áherslu á að langflestir sem taka þátt í starfi FÍ séu félagar enda gefi það hagstæðari kjör og hina glæsilegu Árbók FÍ sem er ómissandi fyrir alla þá sem hyggjast leggja landið okkar undir fót. Sigrún er sérlega ánægð með þá miklu aukningu og áhuga á því að börn séu höfð með í gönguferðum. „Innan FÍ er starfrækt Ferðafélag barnanna og eru það eðalhjónin Brynhildur Ólafsdóttir og Róbert
Marshall sem eru forsprakkar þess. Þar hafa orðið mikil snjóboltaáhrif og verkefnið hlaðið utan á sig. Verði er haldið í lágmarki og ferðirnar hafa mælst mjög vel fyrir. Við erum að reyna að tæla börnin ung til okkar svo þau upplifi þessa hollu aðferð við að hreyfa sig og ekki síður til þess að skilja og skynja landið okkar,“ segir Sigrún og bætir við að þessar ferðir séu sniðnar að þörfum og getu barnanna. Hún vekur athygli á nýstofnuðu félagi; Ferðafélagi unga fólksins sem er fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára. Þar sé lögð áhersla á að ungmennin læri að fóta sig í fjalla- og gönguferðum án tilsagnar foreldra eða forráðamanna. Verkefni FÍ eru gríðarlega yfirgripsmikil og fjölbreytt og Sigrún segir félagið eiga að vera fyrir allar kynslóðir og alls konar fólk. „Þá er sama hvort við erum að tala um börnin sem eru að stíga sín fyrstu skref í íslenskri náttúru eða þá sem vilja láta hæstu tindana ögra sér,“ segir Sigrún að lokum og hvetur alla til þess að kíkja á fi.is og finna eitthvað við sitt hæfi.
fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016
|9
Kynningar | Vetrarfjör
auglýsingadeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Mynd | Rúnar Karlsson
Ævintýralegar fjallaskíðaferðir fyrir vestan Borea Adventures býður upp á fjallaskíðaferðir, dagsferðir og sex daga ævintýraferðir þar sem skíðað er frá fjallstoppum niður í fjöru. Unnið í samstarfi við Borea Adventures. Borea adventures er ferðaþjónustufyrirtæki á Ísafirði. nú yfir vetrartímann býður það upp á sérhæfðar fjallaskíðaferðir sem hljóma hreint ævintýralega.
„Við höfum orðið vör við að fjallaskíðamennska hefur tekið rosalega kipp síðustu árin. Við höfum verið að halda fjallaskíðanámskeið og þangað koma aðallega Íslendingar,“ segir rúnar Karlsson, einn eigenda Borea. Þá bjóða þau einnig upp á dagsferðir svo og lengri ferðir í 6 daga.
„Í dagsferðunum förum við frá Ísafirði og í firðina í kring. Í lengri ferðunum þá förum við norður í jökulfirði á Hornströndum,“ segir rúnar. eins og flestir vita, eru Hornstrandir ekki í vegasambandi og því siglt að eyðibýlinu Kvíum sem hefur staðið autt síðan 1948. „Við höfum verið að gera húsið upp og nú er húsið að breytast í glæsilegan fjallaskála með uppábúnum rúmum, sánabaði og fleiri þægindum. Á morgnana er farið af stað
Allt fyrir vetrarsportið Verslunin Nítró er ein stærsta mótorsportverslun landsins og þar fæst allt frá vélsleðum niður í fatnað og hjálma. Unnið í samstarfi við Nítró nítró er ein stærsta mótorsportverslun landsins og að undanförnu hefur verslunin lagt aukna áherslu á að bjóða upp á allt tengt vetrarsporti. Þar er hægt að fá allt frá fatnaði upp í sérpantaða varahluti. Vikulega er boðið upp á sérpöntunarþjónustu á vara- og aukahlutum fyrir allar tegundir vélsleða. nítró hefur verið starfandi í 12 ár og verið með umboð fyrir Kawasaki á Íslandi allan þann tíma. Verslunin er einnig með umboð fyrir mest seldu fjórhjólin á Íslandi á síðasta ári, CF Moto, sem framleiða einnig Buggy bíla sem er nýjasta æðið í sportinu um þessar mundir. af öðrum umboðum má nefna Beta götuskráð enduróhjól, Znen vespur sem hafa verið vinsælar fermingargjafir, mótor- og fjórhjól fyrir börn og Z-Tec rafmagnsvespur. að sjálfsögðu er allur nauðsynlegur búnaður sem fylgir þessu fáanlegur, hjálmar, fatnaður, skór og auka- og varahlutir. af vetrarvörunum sem hafa verið vinsælar má nefna unglingavélsleða frá FMC Motors, arctic Cat sleða og Timbersled beltabúnað fyrir torfæruhjól. nítró er með umboð fyrir Camso beltin og á til reimar í flestar gerðir sleða ásamt meiðum, karbítum, ísklórum, nöglum, snjóflóðabakpokum, hitahandföngum, snjóflóðaýlum og flestu öðru sem viðkemur vélsleðaiðkun. Það þarf engum að verða kalt í vetrarsportinu, á efri hæðinni er mikið úrval af fatnaði frá Motorfist
sem er einstök gæðavara, hlý með bestu öndun sem þekkist í vatnsheldum fatnaði nú til dags. Frá sama merki fást hanskar og skór með sama gæðastuðli. CKX kjálkahjálmarnir hafa fyrir löngu sannað sig fyrir þá sem vilja lokaða og hlýja hjálma en svo eru til opnir hjálmar frá CKX, airoh og nox fyrir þá sem kjósa það heldur. einnig framleiðir
CKX góða sleðagalla sem eru á mjög góðu verði. nítró er til húsa við Kirkjulund 17 í garðabæ en á næstunni flytur verslunin í nýtt og glæsilegt 1000 fermetra húsnæði að Urðarhvarfi 4, þar sem verslunin verður á einni hæð. Verkstæðið verður á sama stað, en þar er boðið er upp á viðgerðir fyrir allar tegundir hjóla og sleða.
á báti sem skutlar fólki inn í nærliggjandi firði og þar er skíðað yfir daginn. Síðan er haldið aftur heim á bæ og borðaður góður matur og slakað á í sána fyrir næsta dag,“ segir rúnar. rúnar segir að þessi árstími sé í raun ótrúlegur, en þessar ferðir eru farnar síðvetrar, yfirleitt frá mars og fram í lok maí. „Þarna er nánast enginn á ferli því aðgengið er erfitt. Þá er hægt að skíða alveg frá toppi fjallanna og niður í fjöru. Það eru
Skíðamenn á uppleið í Hrafnfirði í Jökulfjörðum. Sá elsti þarna er 72 ára.
mjög fáir staðir í heiminum þar sem það er hægt. Fólk er að koma frá bestu skíðastöðum heims til að upplifa eitthvað alveg einstakt,“ segir rúnar. Borea býður einnig upp á fjallaskíðaleigu með öllu sem til þarf fyrir fólk sem langar að prófa þetta skemmtilega sport. Meiri upplýsingar er hægt að nálgast á www.borea.is og í síma 456 3322.
fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016
10 |
Kynningar | Vetrarfjör
auglýsingadeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Skíðaparadísin Hlíðarfjall Fjölskylduvænt vetrarfrí og sívinsæll skíðaskóli auk þess sem allir finna brekku við sitt hæfi. Unnið í samstarfi við Hlíðarfjall Hlíðarfjall er eitt helsta aðdráttarafl akureyrar yfir vetrarmánuðina. Bæjarbúar eru heppnir að geta nýtt sér þessa skíðaparadís í jaðri bæjarins og taka glaðir á móti ferðamönnum sem koma fjölmargir gagngert til þess að njóta útiveru og hollrar hreyfingar í fjallinu. erlendir ferðamenn koma í sífellt meira mæli í Hlíðarfjall og til að mynda var um 30% af skíðaleigu um síðustu jól og áramót til erlendra gesta. Skíðaleiðirnar niður hlíðar fjallsins eru margar og mismunandi og allir geta fundið brekku við sitt hæfi; hvort sem óskað er eftir notalegri ferð þar sem hægt er að njóta útsýnisins á meðan eða hraðri og brattri sem fær adrenalínið til að þjóta um æðarnar. Brekkurnar eru ekki síðri fyrir iðkendur snjóbretta en skíða og gönguskíðabrautin í Hlíðarfjalli er alltaf jafn vinsæl meðal gönguskíðafólks. Í Hlíðarfjalli er starfræktur skíðaskóli sem hentar afar vel börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í íþróttinni. guðmundur Karl jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir Skíðaskólann njóta mikilla vinsælda enda nauðsynlegt fyrir byrjendur á skíðum að ná grunntækni til þess að
njóta þess að renna sér niður brekkurnar. „Kennslan í skíðaskólanum fer fram um helgar og einnig á stórum viðburðum svo sem vetrarfríinu og dymbilviku. Kennslan fer fram frá klukkan tíu til tólf og einnig er hægt að vera frá tíu til tvö. Þegar krakkarnir eru til tvö fá þau pítsu og drykk í hádeginu,“ segir guðmundur og bætir við að öll börn séu velkomin í skíðaskólann, líka þau sem eru vön en vilja skerpa á kunnáttunni. allir krakkar á aldrinum 5-12 ára eiga þess kost að skrá sig í skíðaskólann og er hann getu- og aldursskiptur. guðmundur segir skólann sívinsælan en nemendur hvern vetur eru að jafnaði um 2500-3000 talsins; enda hlýtur hann að teljast með skemmtilegri skólum landsins! Í ár verður að sjálfsögðu aukin þjónusta í tengslum við vetrarfríin sem nálgast óðfluga og verða námskeið vikurnar 15.-19. febrúar og 24.-26. febrúar. gott er að forskrá börnin á www.hlidarfjall. is/is/skidaskolinn/skraning til þess að forðast raðir á staðnum. Það er nauðsynlegt að fá hvíld frá brekkunum í dálitla stund og í skíðaskálanum er prýðileg aðstaða til þess að kasta mæðinni, spjalla og fá sér í gogginn. Á veitingastaðnum er hægt að grípa samloku og franskar, ylja sér við matarmikla gúllassúpu eða hreinlega skella sér á rammíslenskar kótil-
ettur og með því. einnig er vinsælt að grípa með sér nesti til þess að gæða sér á úti í fersku loftinu. Það jafnast fátt á við rjóðar kinnar og brosandi andlit eftir ánægjulega og fjöruga skíðaferð. Velkomin norður!
Fjölskylduvænt skíðasvæði Frábær gönguskíðabraut, töfrateppi fyrir þau minnstu og brekkur við allra hæfi á skíðasvæðinu Tindastóli. Unnið í samstarfi við skíðasvæði Tindastóls Í um 15 km fjarlægð frá Sauðárkróki er skíðasvæðið Tindastóll með brekkur við allra hæfi ásamt gönguskíðabraut. „Þetta er mjög fjölskylduvænt skíðasvæði,“ segir Viggó jónsson, framkvæmdastjóri skíðasvæðis Tindastóls. Ýmislegt er í boði, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. „Við erum með töfrateppi fyrir þau minnstu og svo er svæðið þannig að þú sérð yfir allt svæðið og mjög auðvelt er að fylgjast með þínu fólki.“ eitt aðalsmerki skíðasvæðsins er frábær gönguskíðabraut sem hefur allt sem einkennir góða braut. einnig eru þar fjölbreyttar skíðabrautir og mjög gott svæði fyrir brettafólk. Þá er á svæðinu „Crazy roller“ sem er eina tækið sinnar tegundar á Íslandi. „Þetta er í raun bolti sem þú ert ólaður niður í og síðan er þér slakað niður og þú ferð svo hring eftir hring. Þetta er mjög vinsælt og sérstaklega fyrir hópa,“ segir Viggó.
Dalirnir tveir Það er ekki eingöngu fólk af nærsvæðinu sem nýtir sér góða aðstöðu Tindastóls, heldur kemur fólk alls staðar að. „Við erum mjög stutt frá reykjavík, styttra en margan grunar. Það eru ekki nema um 3 ½ tími að renna hingað, svo ef þú leggur af stað um 8 þá ertu kominn á skíði í hádeginu,“ segir Viggó.
Svæðið er opið alla daga frá klukkan 14-19 og klukkan 11-16 um helgar. Opnunartími getur þó lengst ef þess þykir þurfa, t.d. ef um hópa er að ræða. „Við erum mjög sveigjanlegt skíðasvæði og tilbúnir í allt,“ segir Viggó. Nánari upplýsingar má finna á www.skitindastoll.is
Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Skíðasvæði Ísafjarðar. Unnið í samstarfi við Skíðasvæði Ísafjarðar rétt fyrir utan Ísafjarðarbæ eru Dalirnir tveir, Tungudalur og Seljalandsdalur, skíðasvæði Ísafjarðarbæjar. Sá fyrrnefndi býður upp á fjölbreyttar brekkur, bæði fyrir byrjendur sem og lengra komna, á meðan sá síðarnefndi geymir gönguskíðasvæðið. „Svæðin eru bæði virkilega aðgengileg og þægilegt fyrir fólk að skjótast þangað, t.d. eftir vinnu. Frá miðbænum tekur þetta ekki nema um sjö mínútur,“ segir Heimir Hansson skíðaáhugamaður. Hann segir skíðin vera mikið fjölskyldusport þar sem allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. „Sjálfur held ég mig gönguskíðamegin, á Seljalandsdalnum, sem er alveg frábært svæði. Þar eru fínar brautir fyrir byrjendur og svo bara allt litrófið, upp í keppnisbrautir sem hafa fengið alþjóðlega
úttekt. Brautirnar eru upplýstar og því ekkert mál að skíða fram undir miðnætti ef svo ber við. Þetta er mjög heimilislegt hjá okkur, fólk kveikir bara ljósin þegar skyggja fer og svo þegar þeir síðustu yfirgefa svæðið þá slökkva þeir á eftir sér,“ segir Heimir. Skíðaganga er vinsæl hjá yngri kynslóðinni fyrir vestan, en Heimir segist einnig hafa tekið eftir mikilli fjölgun hjá fullorðnum. Hann segir að á Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar sé boðið upp á sérstakar æfingar fyrir konur þar sem tugir kvenna hittist og æfi saman. nú séu einnig að fara í gang karlahópar. „Í viðbót við þetta hefur verið boðið upp á sérstök helgarnámskeið á gönguskíðum, um 2-3 á vetri. Þetta er þá löng helgi þar sem fólk allsstaðar að af landinu kemur til að fá kennslu. Það er eitt nú í byrjun febrúar og mér skilst að um 50 manns eru þegar skráðir,“ segir Heimir.
fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016
| 11
Kynningar | Vetrarfjör
Ullarföt á alla fjölskylduna í útivistina
auglýsingadeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is
Frábær merino ullarnærföt sem henta í alla útivist: Göngur –hlaup –veiði –fjallgöngur –skíði –hjólreiðar – útilegur ... og allt hitt líka.
Baselayer ullarfötin frá Marathon Sportswear eru tilvalinn ullarklæðnaður fyrir fólk á öllum aldri sem stundar útivist af kappi. Unnið í samstarfi við Rún heildverslun Flestir þekkja það að æða út í fallegu gluggaveðri og uppgötva, rétt fyrir utan dyrnar sínar, að veturinn er langt því frá að vera liðinn. Það að sólin skíni skært á fagurbláum himni segir iðulega lítið til um hitastigið utandyra. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur að eiga hlý undirföt, sem gera okkur kleift að sinna leik og störfum í því hrekkjótta veðurfari sem við búum við. Baselayer ullarnærfötin hafa fengið góðar viðtökur hér á landi undanfarna mánuði, enda eru þessi ullarnærföt hönnuð með þarfir útivistarfólks í huga. Þau henta því íslensku veðurfari einstaklega vel. Gæði og þægindi í fyrirrúmi Vefnaðurinn byggir á tveggja laga Baselayerkerfi sem inniheldur
annars vegar rafprjónað polyester og hins vegar hreina merino ull. innra lagið er unnið þannig að efnið er gert afar mjúkt en helstu töfrar þess eru að jákvætt hlaðnar fjölliður eða katjónir í efninu flytja allan raka frá líkamanum til ytra lagsins sem inniheldur merino ull. Ullin hefur þá eiginleika að geta tekið til sín allt að 30% raka af eigin þyngd en það þýðir að sá sem klæðist fatnaðinum upplifir aldrei að fatnaðurinn sé rakur, heldur helst líkaminn alltaf þurr og hlýr. Ullarfötin virka best utandyra eða við hitastig frá -20°C til +5°. Fatnaður á alla fjölskylduna línan er fáanleg í stærðum M-Xl2 fyrir karla og stærðum S-Xl fyrir konur. Börnin fá líka pláss í þessari línu en þar er hún fáanleg fyrir aldurinn 6-14 ára. Tvær litatýpur koma fyrir hvern hóp fyrir sig þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Guðmundur í Fjallakofanum
Sprengja í áhuga á gönguskíðum
Hilmar Már í Fjallakofanum finnur fyrir verulegri aukningu á áhuga á fjallaskíðum og göngustígum. Unnið í samstarfi við Fjallakofann Fjallakofinn er útivistarvöruverslun með vörur í háum gæðaflokki. nú yfir vetrartímann er fullt út úr dyrum af öllu tengdu skíðaíþróttinni og þá einna helst gönguskíðunum. „Það má segja að það hafi orðið eins konar gönguskíðasprengja,“ segir Hilmar Már aðalsteinsson skíðasérfræðingur. „Við höfum fundið fyrir verulega auknum áhuga á bæði fjallaskíðum en þó sérstaklega gönguskíðunum,“ segir Hilmar. Sjálfur hefur hann verið á gönguskíðum frá 10 ára aldri og þekkir sportið því vel. „Þetta er alls ekki dýrt sport, mikil útivera og ein besta hreyfingin fyrir skrokkinn. Það besta er að það geta nær allir stundað þetta,“ segir Hilmar. Í Fjallakofanum er hægt að fá gönguskíði fyrir byrjendur jafnt sem þá sem ætla sér á norðurpólinn. „Byrjendaskíðin eru lang ódýrust og svo geturðu farið í dýrari skíði þegar þú ert kominn í keppnishugleiðingar og þar er um margt að velja,“ segir Hilmar.
Vöruúrvalið hefur þróast út frá neytendahópnum og er reynt til hins ýtrasta að koma til móts við hann. „Fjallakofinn hefur alltaf verið með fjallaskíði, og svo fyrir nokkrum árum komu inn svigskíði, ferðagönguskíði og nú eru þar allar tegundir af gönguskíðum,“ segir Hilmar. einnig er þar að finna breitt úrval af útivistarfatnaði. „Þegar eftirspurnin er mikil þarf að bæta framboðið og við höfum reynt að gera það. Við erum að bæta við nýju finnsku merki, One Way, sem býður upp á gönguskíði og -skó, svo og fatnað,“ segir Hilmar. Ásamt því að bjóða upp á sérhæfðan gönguskíðafatnað er mikið úrval af útivistarfatnaði fyrir öll tækifæri. Fyrsta stopp áður en haldið er á gönguskíði ætti því að vera í verslun Fjallakofans í Kringlunni 7 þar sem skíðaúrvalið er. auk þess rekur Fjallakofinn verslanir sem eru á reykjavíkurvegi 64 Hafnarfirði og laugavegi 11 reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á www.fjallakofinn.is
Alþjóðlegur klæðnaður jBS Textile group, sem framleiðir fatnaðinn undir merkjum Marathon, er það stærsta í þessum bransa á norðurlöndunum og selur um allan heim. Í kjölfarið á samningi við fótboltakappann Christiano ronaldo, sem er andlit Cr7 nærfatalínunnar, er fyrirtækið komið inn á alþjóðamarkað og selur vörur sínar um allan heim.
Marathon Baselayer ullarfötin eru fáanleg á eftirtöldum stöðum: n Kaupfélag Skagfirðinga n Hagkaup n Afreksvörur glæsibæ n Nesbakki neskaupstað n Icewear akureyri n Skóbúð Húsavíkur Húsavík n Bjarg akranesi n Blossi grundarfirði n Fjarðarkaup Hafnarfirði n Efnalaug Dóru Hornafirði n Jói Útherji reykjavík n Efnalaug Vopnafjarðar n JMJ akureyri n Siglósport Siglufirði n Hafnarbúðin Ísafirði n Heimahornið Stykkishólmi n Kaupfélag V-Húnvetninga n Grétar Þórarinsson Vestm.eyjum
Tilvalinn áningarstaður fyrir vetrarfríið Á skíðasvæði Dalvíkur eru brekkur fyrir alla og mikil veðursæld. Unnið í samstarfi við Skíðasvæði Dalvíkur Skíðasvæði Dalvíkur er aðeins rétt fyrir ofan bæinn, nánar tiltekið í Böggvisstaðafjalli. Kári ellertsson, umsjónarmaður svæðisins, segir það afar fjölskylduvænt þar sem eru brekkur fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. „Brekkurnar eru vel upplýstar svo hægt er að skíða þó farið sé að rökkva. Þá er einnig skíðagöngubraut sem opin er meðan það er bjart. Skíðaleiga er á staðnum svo allir geta tekið þátt,“ segir Kári. Tilvalið fyrir hópa Á staðnum er einnig veglegur skíðaskáli með veitingasölu. „Við höfum einnig frábæran skíðaskála með aðstöðu fyrir ýmsa hópa í gistingu. Hingað hafa verið að koma skólahópar, félagsmiðstöðvar og starfsmannafélög. Við erum með pláss fyrir allt að 50 manns í gistingu og höfum verið með sveigjanlega opnunartíma fyrir hópa,“ segir Kári.
arnir séu rúmlega 30 síðan í byrjun desember. nú sé opið sex daga vikunnar en eftir 10. febrúar verði opið alla daga. „Við bjóðum afar hagstæð verð á lyftukortum og ég myndi segja að við værum tilvalinn áningarstaður fyrir vetrarfríið,“ segir Kári.
Opið alla daga eftir 10. febrúar Hann segir mikla veðursæld einkenna svæðið og að opnunardag-
Nánari upplýsingar um opnunartíma, verð og svæðið í heild má finna á www.skidalvik.is
OUTLETSPRENGJA
40-90%
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM 21.-23. JANÚAR
FURA 22.493 kr. 48.990 kr. DÖMU JAKKI
FÁLKI 22.493 kr. 48.990 kr.
JÓNÞÓR 11.993 kr. 24.449 kr.
HERRA JAKKI
HERRA PEYSA
STEINGRÍMUR 29.993 kr. 74.990 kr. HERRA JAKKI
Fimmtudag - Föstudag
10 - 18
Laugardagur
10 - 16
DÚDDI 9.743 kr. 18.990 kr. KRAKKA ÚLPA
Austurhraun 3, Garðabæ | www.cintamani.is