1 minute read

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

Golfklúbbur Grindavíkur verður með þrjá golfkennara á sínum snærum í sumar og stóreykur þar með framboð á námskeiðum og golfkennslu hjá klúbbnum. Stjórn klúbbsins gleðst yfir þessari þróun og telur líklegt að þetta auki enn frekar á innspýtinguna sem hefur verið í gangi að undanförnu í starfinu.

Hulda Birna Baldursdóttir er menntaður PGA golfkennari og er með 6,7 í forgjöf. Hún kemur til með að sjá um nýliðanámskeið og kvennanámskeið í samstarfi við Helga Dan.

Þorlákur Halldórsson er á lokaári í PGA námi og útskrifast í vor með PGA réttindi. Láki er með 0,5 í forgjöf og kemur til með að sjá um barna- og unglingastarfið ásamt Helga Dan.

Helgi Dan Steinsson er framkvæmdastjóri GG. Hann er menntaður PGA golfkennari með +1,4 í forgjöf.

Grindvíkingar og aðrir aðrir væntanlegir meðlimir Golfklúbbs Grindavíkur, SUMARIÐ ER TÍMINN! Ekki bara eitthvað sumar heldur þetta sumar á afmælisári klúbbsins. Komdu út á völl og taktu þátt í þeim ótrúlega meðbyr sem er í gangi í golfinu! Alltaf best að taka fyrsta skrefið (sveifluna) undir handleiðslu fagfólks en allir kennarar GG passa inn í skilgreiningu þess orðs. Kíktu út í skála eða hringdu í síma 426-8720 og kynntu þér málið hjá framkvæmdastjóra GG, Helga Dan Steinssyni.

Hulda Birna Baldursdóttir Helgi Dan Steinsson

This article is from: