5 minute read

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

Orange Whip eða sveifluþjálfinn er nýjasta undrið í æfingatækjum golfarans en mjög margir afrekskylfingar nýta sér þessa ótrúlegu vöru. Til að fræðast um Orange Whip leituðum við til Báru Valdísar Ármannsdóttur og Péturs Sigurdórs Pálssonar sem eru með Golfsveiflan.is og var greinin unnin með þeim. Þau eru með efnilegri kylfingum landsins og var gaman að rekja úr þeim garnirnar varðandi tækið.

Hvar fenguð þið hugmyndina að því að flytja inn Orange whip?

„Við vorum að leita að æfingatækjum sem við gátum hugsað okkur að nota sem gæti hjálpað með golfsveifluna og til að gera æfingarnar skemmtilegar yfir vetratímann. Þá fundum við Orange Whip á netinu og okkur leist mjög vel á og pöntuðum tvennuna hjá þeim til að prófa. Eftir að hafa notað þær í stuttan tíma vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands og ákváðum að sækja um umboðið og fara að selja þessar vörur hérna.“

Orange Whip hafa marg oft verið valin bestu æfingatækin fyrir golfara. Þau eru notuð af fjölda golfkennara og sumum af bestu kylfingum heims, t.d. Phil Mickelson, Lexi Thompson, Jessica Korda, Dough Ghim, Joel Dahmen, Daniel Berger og svo hefur Sergio Garcia notað Orange Whip fleygjárnið til að hjálpa sér með stutta spilið.

Hvaðan komin hugmyndin á bak við nafnið „Golfsveiflan“?

„Þegar við vorum að reyna að finna nafn fyrir heimasíðuna datt okkur eiginlega fyrst golfsveiflan í hug, fengum nokkrar aðrar hugmyndir en engin var jafn góð og golfsveiflan. Þessi æfingatæki eru til að gera golfsveifluna betri. Eða eins og Daniel Berger segir: “Orange Whip hjálpar mér að fá tilfinningu fyrir sveiflunni í líkamann en ekki að hugsa bara um að hitta boltann.“

Sveifluþjálfinn (Orange whip) er upphaflega hannaður af Jim Hackenberg PGA golfkennara, sem reyndi að komast inn á PGA mótaröðina. Þegar það gekk ekki þá varð hann kylfusveinn á mótaröðinni í nokkur ár þar sem hann fékk tækifæri til að spá í sveiflu þeirra bestu og hvernig hægt væri að hjálpa fleirum að bæta sveifluna. Í upphafi var bara einn sveifluþjálfi en nú kemur hann í fjórum stærðum sem henta börnum, konum, körlum og svo einn sem hentugur er til nota innandyra. Sveifluþjálfinn líkir hreyfingunni við driver sveiflu en sveifluþjálfinn er til að hámarka þjálfun stóru vöðvana og sveigjanleika sveiflunnar. Styðsti sveifluþjálfinn er í fullkominni lengd til að nota innandyra og á ferðalögum en hann líkir eftir styttri járnasveiflum og eykur því til- finninguna fyrir styttri járnahöggum. Það er óneitanlega kostur Orange Whip að geta nota hann innandyra án þess að skerða óviðjafnanlega eiginleikana. Það þarf aðeins lágmarks pláss og 5-10 mínútna þjálfunartíma á dag. Enginn golfsveifluþjálfari er eins skilvirkur og árangursríkur. Þú getur unnið með Orange Whip allt árið um kring og þarft aldrei aftur að vera háð(ur) veðri eða dagsbirtu þegar þú vilt bæta golfsveifluna og heilsuræktina. Þetta er tilvalið tæki fyrir þá sem búa í krefjandi vetrarumhverfi og fyrir upptekna einstaklinga með lítinn tíma til að æfa. Fjöldi æfinga er að finna á netinu. Þær eru sem hannaðar fyrir Orange Whip sveifluþjálfann og eru til að hámarka nýtingu hans og eins styrkja notandann. Þær er hægt að framkvæma með daglegri æfingu. Til að auka ávinning fyrir líkamsrækt og sveigjanleika er mælt með tveimur eða fleiri settum á dag. Það þarf aðeins að eyða um 5 til 10 mínútum til að taka

eftir ótrúlegum árangri á stuttum tíma. Þessi stutti tími gerir það að verkum að auðvelt er fyrir næstum alla að finna tíma fyrir æfingar.

Af hverju ætti maður að fá sér æfingatækin frá Orange Whip?

„Orange Whip æfingatækin eru ekki lík öðrum æfingatækjum í golfi. Fleygjárnið og pútterinn eru eitthvað sem hefur ekki sést áður á markaðnum, sveigjanlegu sköftin sýna manni hvað maður gerir rangt í sveiflunni og hvernig hægt er að leiðrétta hana.“

Hvað fleira eruð þið að selja?

„Orange Whip er með mismunandi æfingatæki. Við erum með pútter, fleygjárn, sveifluþjálfa, hraðsveifluþjálfa, platta og líkamsræktarpakka.

Pútterinn hentar bæði örvhentum og rétthentum kylfingum. Pútterinn er með sveigjanlegt skaft. Pútterinn hjálpar þeim sem draga úr hraða höggsins í púttstrokunni og dregur úr öðrum slæmum ávönum í henni.

Fleygjárnið er 56° og hefur sveigjanlegt skaft. Fleygjárnið hjálpar við að fá nákvæmari og stöðugri sveifluferil sem gefur betri högg og bætir lengd og nákvæmni. Með OW fleygjárninu er auðveldara fyrir kylfinginn að skilja hverjir slæmir ávanar eru og hvernig á að lagfæra þá. Með hraðsveifluþjálfanum eykur þú sveifluhraðann um allt að 20% strax, hann er sveigjanlegri en aðrir hraðsveifluþjálfar og það hjálpar til við að auka tilfinninguna fyrir sveifluhraðanum, vogaraflinu og hvernig kylfingurinn fær sem mest út úr kylfunni. Hraðsveifluþjálfinn er til að auka kylfuhraða án þess að missa stjórn.“

Plattinn hjálpar til við þjálfun á höggum í óvenjulegum aðstæðum: „Með plattanum er hægt að líkja eftir ýmis konar aðstæðum sem koma upp á golfvelli, plattinn er með íhvolft lag og hjálpar það til með að aðlaga stöðu líkamans í sveiflunni við að slá högg, t.d. í upp- eða niðurhalla.“

Líkamsræktarpakkinn inniheldur einn platta, hraðsveifluþjálfa og líkamsræktarbönd. Líkamsræktarpakkinn sameinar sveifluæfingar og golf líkamsræktaræfingar til að bæta golfsveifluna tvöfalt hraðar en með hefðbundum æfingum. Grundvallaratriði golfsveiflunnar, líkamsstaða, snúningur, tímasetning, þyngdarskipting, jafnvægið og sveifluferillinn verða betri. Þeir sem eru með líkamsræktarplattann geta keypt aðgang að daglegu æfingaprógrammi á heimasíðu Orange Whip og í framtíðinni vonandi, í gegnum goflsveiflan.is. Takið eftir appelsínunni:

„Appelsínan á enda sveifluþjálfans gerir hana sýnilega en áberandi er hversu margir kylfingar á karla- og kvennamótaröðunum eru með Orange Whip í pokanum meðan þeir eru úti á velli að keppa. Næst þegar þú horfir á útsendingu frá PGA eða LPGA mótaröðunum skaltu taka eftir hverjir eru með „appelsínuna“ í pokanum.“

YOU GOTTA FEEL IT.

SAMHÆFING

www.golfsveiflan.is

Helstu kostirnir eru:

SVEIGJANLEIKI

Þyngdin á hvorum enda á sveigjanlega skaftinu veitir góða teygju án álags þegar þú sveiflar.

STYRKUR

Orange Whip þjálfar stóru vöðvana með endurteknum æfingum. Úlnliður og framhandleggir fá sína þjálfun við ýmsar æfingar og meðan á sveiflum stendur.

Orange Whip samstillir handleggina og líkamann á meðan honum er sveiflað ítrekað. Ef þessi hreyfing er ekki samstillt, missir notandinn jafnvægið og / eða líður óþægilega í sveiflunni.

This article is from: