8 minute read
Við erum öðruvísi golfverslun…
Prósjoppan í Síðumúla 33 í Reykjavík, er nýjasta golfbúðin á landinu. Það má með sanni segja að eigendurnir hafi hugsað vel út fyrir hinn hefðbunda golfbúðar fíling, því að undirritaður vissi hreinlega ekki hvort að hann væri kominn í golfbúð þegar hann leit þar við í sinni fyrstu heimsókn, yfirbragð verslunarinnar er eitthvað sem að við höfum ekki séð áður hér á landi. Prósjoppan er metnaðarfullt verkefni með fáum vörumerkjum, sérhönnuðum innréttingum og einstaklega hæfu starfsfólki ef mið er tekið af fyrstu heimsókn þangað. Þessi grein var unnin með Prósjoppunni.
Í Prósjoppunni er vöruúrvalið sérvalið af eigendum og lögð áhersla á fyrsta flokks vörur. Vörumerkin eru fá en þau eru :
• Golfvörur (Titleist) • Golffatnaður, skór, hanskar ofl. (Footjoy) • Golfkerrur, rafmagnskerrur, fjarlægðarmælar ofl. (Motocaddy)
En það þýðir líka að hverju og einu vörumerki er sinnt fullkomlega! T.d. varðandi golfvörurnar sjálfar, þ.e. kylfurnar en fyrsta flokks aðstaða er til mælinga fyrir kylfinginn þegar hann/hún er að fá sér nýjar kylfur. Verslunin opnaði ekki beint á besta tíma, eða fimm mínútum fyrir COVID í fyrra og það flækti vissulega ferlið því kylfingurinn pantar sínar kylfur eftir nákvæmri mælingu og í stað þess að þær yrðu komnar í hendurnar á viðkomandi eftir 10 – 14 daga eins og venjan er, þá var kannski allt að fjögurra MÁNAÐA bið… En af stað var haldið og byrjunin lofar góðu.
Ég settist niður með hugmyndasmiðnum en eins og einhvern gat grunað þá er viðkomandi kylfingur og ekki nóg með það heldur ansi góður… Magnús Lárusson eða Maggi Lár eins og hann er jafnan kallaður í golfheiminum, er fyrrum atvinnukylfingur og sagan segir að hann sé einn af högglengri kylfingum landsins… Hann er með +2 í forgjöf en Maggi er ekki einn í rekstrinum, heldur fékk fyrrum Grindvíkinginn Pál Ingólfsson með sér en Palli er líka kylfingur, bara ekki „alveg“ eins góður og Maggi, er með 9 í forgjöf. „Við erum öðruvísi golfverslun að því leytinu til að við erum sérverslun, við viljum vera með fá merki en sinna þeim þá fullkomlega. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að vera með öll helstu vörumerkin í golfinu og sýna allt úrvalið en við getum stært okkur af því að vera með nánast allt sem að Titleist og Footjoy hafa upp á að bjóða. Þú getur komið hingað inn í Síðumúlann og hittir starfsmann sem þekkir allt um vöruna en ég sem fyrrum vörumerkjastjóri fyrir Titleist og Footjoy, þekki þessar vörur út og inn. Að mínu mati eru þetta bestu vörurnar í golfinu og út frá þessu má segja að viðskiptahugmyndin hafi kviknað, mér fannst vera gat á markaðnum og hægt væri að sinna þessum merkjum betur og það hefur gengið vel hingað til.“
Mörgum fannst þetta djörf hugmynd hjá Magga, að hafa svona fá vörumerki í boði en Maggi hefur fulla trú á verkefninu: „Ég hef oft verið erlendis vegna golfsins og hef eðlilega farið í margar golfbúðir og prósjoppur og fannst vera kominn tími til að færa Íslendingum nýja og öðruvísi golfbúð, leyfa t.d. vörunum að njóta sín í fallegum sérsmíðuðum innréttingum og hafa almennt hærri standard á hlutunum. Það eru níu eða tíu ár síðan að það opnaði síðast ný golfbúð á Íslandi og miðað við uppganginn í íþróttinni þá er að mínu viti pláss fyrir okkur á þessum lifandi og skemmtilega markaði.
Tískan er áberandi í golfinu eins og öðru frístundasporti og þú finnur rétta fatnaðinn í Prósjoppunni: „Ég var vörumerkjastjóri Footjoy í yfir fimm ár og sótti fjölda sölufunda hjá þeim, það er líklega enginn hér á landi sem að þekkir vörumerkið betur en ég og það er einstaklega gaman að bjóða uppá nánast allt vöruúrval Footjoy á einum stað og það á Íslandi! Footjoy golfskórnir eiga sér auðvitað stóran og stækkandi aðdáendahóp enda eru gæðin slík að þeir eru alltaf á toppnum á stærstu golfmótaröðum heimsins. Fatnaðurinn frá Footjoy hefur svo heldur betur sótt í sig veðrið hér á landi og má nánast fullyrða að Footjoy sé stærsta golffatamerkið hér á landi og skal engan undra því að gæðin eru frábær og verðið gott.
Af hverju er Titleist málið? „Vöruþróunin hjá Titleist er sú besta að mínu mati. Þeir dæla ekki út nýjum kylfum eins og margir aðrir framleiðendur og þú getur sem dæmi gengið að því vísu, að þegar þú færð þér nýjasta dræverinn frá Titleist að þá er sá dræver „nýr“ í tvö ár. Trékylfur og járnkylfur koma til skiptist á markað annað hvert ár en á þessum tveimur árum er mikil þróunar- og hönnunarvinna í gangi og þegar ný týpa er kynnt til sögunnar, þá er klárt að þær kylfur eru betri en þær sem fyrir eru.
Titleist hefur breytt sínum áherslum á undanförnum árum en fyrir nokkrum árum var áherslan eingöngu á lágforgjafaspilarana en í dag geta byrjendur jafnt sem lengra komnir, fengið allt frá Titleist. Byrjendur geta fengið kylfur sem henta fullkomlega, dömur geta fengið ótrúlega flottar kylfur og staðan er einfaldlega þannig í dag að úrvalið frá Titleist er einstaklega gott.
Tæknin er orðin mikil þegar fjárfest er í nýju setti og skiptir miklu máli að fá kylfur sem henta: „Tæknin í kylfumælingum í dag er orðin svo mikil og hægt er að sjá gríðarlega nákvæmar tölur. Hjá okkur getur kylfingurinn komið í fyrsta flokks mælingu og prófað og borið saman allar kylfur frá Titleist. Tæknin í kylfum er orðin það mikil að hægt er að fá kylfu sem „fyrirgefur“ meira hinum almenna kylfingi og ef viðkomandi hefur átt við slæs-vandamál að stríða t.d. en það er algengt vandamál, þá leyfi ég mér að fullyrða að líkurnar aukast á að vandamálið lagist eitthvað með réttri kylfu.
Oft er talað um að það skilji á milli feigs og ófeigs þegar komið er inn á flöt en margir vilja meina að pútterinn frá Titleist, „Scotty Cameron“ sé rollsinn í bransanum: „Já við getum svo sannarlega tekið undir það. Þú ert að fá einstök gæði og hönnun þegar þú kaupir þér Scotty Cameron pútter. Við sem heimili Titleist á Íslandi erum í þeirri sérstöðu, að bjóða upp á mjög breiða línu af pútterum frá Scotty Cameron og er það eins og margt annað hjá okkur, alveg nýtt hér á landi. Allir kylfingar eiga að geta fundið sér pútter sem hentar þeirra leik frá Scotty Cameron.
Scotty á sér stóran aðdáendahóp um allan heim og við höfum tekið eftir því frá opnun hjá okkur að það eru margir íslendingar mjög vel með á nótunum þegar nýjar týpur koma á markað og fáum við margar skemmtilegar fyrirspurnir tengdar pútterunum sem við reynum að tækla með viðskiptavinum okkar. Fyrir jólin fengum við svo til okkar þrjá „limited“ púttera og þar erum við sem dæmi að tala um söfnunargripi sem hækka í verði séu þeir geymdir rétt.
Titleist framleiðir ekki bara kylfur í fremstu röð, heldur bestu golfboltana líka en Pro V1 og Pro V1x hafa í áraraðir verið vinsælustu boltarnir í atvinnumannagolfinu en henta líka fyrir hinn almenna kylfing: „Titleist er í grunninn golfboltafyrirtæki og það gengur allt út á golfboltann en þeir eru nr. eitt á öllum mótaröðum heims. Þeir umbyltu golfboltanum um aldamótin þegar Pro V1 og síðar Pro V1x, komu á markað. Þeir boltar skiluðu sér 20 - 50 metrum lengra en áður þekktist og á örstuttum tíma voru allir kylfingar farnir að nota þessa bolta – þó svo að þeir væru samningsbundnir öðrum. Pro V1 og Pro V1x er toppurinn á ísjakanum en Titleist framleiðir auðvitað golfbolta sem henta öllum getustigum og mismunandi þörfum kylfinga, í dag eru einnig í boði frá Titleist: AVX, Tour Speed, Tour Soft, Velocity og TruFeel. Allir geta fundið bolta við hæfi í Prósjoppunni.“
Prósjoppan byrjaði eingöngu í tveimur merkjum, Titleist og Footjoy en er líka komin inn á markaðinn fyrir kerrur og fjarlægðarkíkja: „Ég sá fljótlega að ég þyrfti að geta boðið upp á heildarpakkann fyrir kylfinginn, líka kerrur og fjarlægðarmæla. Ég kynnti mér vel hvað er í boði á þessum markaði og tel mig bjóða upp á frábærar vörur frá Motocaddy.
Motocaddy er breskt merki og er eitt stærsta merkið í rafmagnskerrum, það er vel þekkt hér á landi enda fjölmargir ánægðir kylfingar hér með Motocaddy rafmagnskerrur. Við bjóðum uppá þrjár mismunandi týpur og sú vinsælasta hjá okkur er með innbyggt GPS og með henni færðu skemmtilegar upplýsingar um völlinn sem þú ert að spila og sem dæmi geturðu séð á nákvæman hátt hversu langt þú ert frá flöt.
Nýtt hjá okkur eru svo Motocaddy Cube þriggja hjóla golfkerrur á frábæru verði. Þessar kerrur hafa fengið virkilega góða dóma og selst vel í Bretlandi. Cube leggst mjög vel saman á einfaldan hátt sem skiptir svo miklu máli uppá plássið í skottinu eins og svo margir þekkja. Cube er vegleg kerra með mjög flottu „stýri“ þar sem kylfingurinn hefur allt við hendina.
Einnig bjóðum við upp á Motocaddy Pro3000 fjarlægðarmælinn sem er pakkaður af tækni og er í raun á ótrúlega flottu verði sé mið tekið af sambærilegum mælum frá öðrum alvöru framleiðendum.
Maggi var á fullu í keppnisgolfi um tíma, m.a. sem atvinnumaður en hvernig verður golfsumarið? „Golfsumarið verður frábært, það verður slegist um rástíma eins og í fyrra og fólk verður duglegt að heimsækja nýja velli og ferðast innanlands.
Frúin mín kláraði sitt fyrsta golfsumar í fyrra og er mikill spenningur að halda áfram að spila með henni og fylgjast með framförunum. Við erum meðlimir í nýjasta golfklúbbi landsins, Golfklúbbnum Esju.
Í dag er ég kominn í aðeins meira fyrirgefanlegar kylfur og er því óvenju spenntur að komast út á völl og sjá hvort að ég geti ekki strítt afrekskylfingunum okkar eitthvað aðeins á stóru mótunum. Það verður vonandi nóg að gera hjá okkur í Prósjoppunni í sumar og hlakka ég mikið til að taka á móti nýjum sem og öðrum viðskiptavinum í Síðumúla 33.
Hápunkturinn verður svo að koma til Grindavíkur í sveitakeppnina en 3. deildin verður leikin þar og við Esjumenn ætlum okkur upp um deild, það verður gaman að glíma við Helga Dan og aðra félaga í Golfklúbbi Grindavíkur á ykkar æðislega Húsatóftavelli!“