4 0 á ra a fmæl i s ri t Gol f k l úbbs Grindav íkur
Við erum öðruvísi golfverslun… P
rósjoppan í Síðumúla 33 í Reykjavík, er nýjasta golfbúðin á landinu. Það má með sanni segja að eigendurnir hafi hugsað vel út fyrir hinn hefðbunda golfbúðar fíling, því að undirritaður vissi hreinlega ekki hvort að hann væri kominn í golfbúð þegar hann leit þar við í sinni fyrstu heimsókn, yfirbragð verslunarinnar er eitthvað sem að við höfum ekki séð áður hér á landi. Prósjoppan er metnaðarfullt verkefni með fáum vörumerkjum, sérhönnuðum innréttingum og einstaklega hæfu starfsfólki ef mið er tekið af fyrstu heimsókn þangað. Þessi grein var unnin með Prósjoppunni. Í Prósjoppunni er vöruúrvalið sérvalið af eigendum og lögð áhersla á fyrsta flokks vörur. Vörumerkin eru fá en þau eru : • • •
Golfvörur (Titleist) Golffatnaður, skór, hanskar ofl. (Footjoy) Golfkerrur, rafmagnskerrur, fjarlægðarmælar ofl. (Motocaddy)
En það þýðir líka að hverju og einu vörumerki er sinnt fullkomlega! T.d. varðandi golfvörurnar sjálfar, þ.e. kylfurnar en fyrsta flokks aðstaða er til mælinga fyrir kylfinginn þegar hann/hún er að fá sér nýjar kylfur. Verslunin opnaði ekki beint á besta tíma, eða fimm mínútum fyrir COVID í fyrra og það flækti vissulega ferlið því kylfingurinn pantar sínar kylfur eftir nákvæmri mælingu og í stað þess að þær yrðu komnar í hendurnar á viðkomandi eftir 10 – 14 daga eins og venjan er, þá var kannski allt að fjögurra MÁNAÐA bið… En af stað var haldið og byrjunin lofar góðu. Ég settist niður með hugmyndasmiðnum en eins og einhvern gat grunað þá er viðkomandi kylfingur og ekki nóg með það heldur ansi góður… Magnús Lárusson eða Maggi Lár eins og hann er jafnan kallaður í golfheiminum, er fyrrum atvinnukylfingur og sagan segir að hann sé einn af högglengri kylfingum landsins… Hann er með +2 í forgjöf en Maggi er ekki einn í rekstrinum, heldur fékk fyrrum Grindvíkinginn Pál Ingólfsson með sér en Palli er líka kylfingur, bara ekki „alveg“ eins góður og Maggi, er með 9 í forgjöf. „Við erum öðruvísi golfverslun að því leytinu til að við erum sérverslun, við viljum vera með fá merki en sinna þeim þá fullkomlega. Eðli málsins samkvæmt er erfitt að vera með öll helstu vörumerkin í golfinu og sýna allt úrvalið en við getum stært okkur af því að vera með nánast 76
prósjoppur og fannst vera kominn tími til að færa Íslendingum nýja og öðruvísi golfbúð, leyfa t.d. vörunum að njóta sín í fallegum sérsmíðuðum innréttingum og hafa almennt hærri standard á hlutunum. Það eru níu eða tíu ár síðan að það opnaði síðast ný golfbúð á Íslandi og miðað við uppganginn í íþróttinni þá er að mínu viti pláss fyrir okkur á þessum lifandi og skemmtilega markaði. Tískan er áberandi í golfinu eins og öðru frístundasporti og þú finnur rétta fatnaðinn í Prósjoppunni:
allt sem að Titleist og Footjoy hafa upp á að bjóða. Þú getur komið hingað inn í Síðumúlann og hittir starfsmann sem þekkir allt um vöruna en ég sem fyrrum vörumerkjastjóri fyrir Titleist og Footjoy, þekki þessar vörur út og inn. Að mínu mati eru þetta bestu vörurnar í golfinu og út frá þessu má segja að viðskiptahugmyndin hafi kviknað, mér fannst vera gat á markaðnum og hægt væri að sinna þessum merkjum betur og það hefur gengið vel hingað til.“ Mörgum fannst þetta djörf hugmynd hjá Magga, að hafa svona fá vörumerki í boði en Maggi hefur fulla trú á verkefninu: „Ég hef oft verið erlendis vegna golfsins og hef eðlilega farið í margar golfbúðir og
„Ég var vörumerkjastjóri Footjoy í yfir fimm ár og sótti fjölda sölufunda hjá þeim, það er líklega enginn hér á landi sem að þekkir vörumerkið betur en ég og það er einstaklega gaman að bjóða uppá nánast allt vöruúrval Footjoy á einum stað og það á Íslandi! Footjoy golfskórnir eiga sér auðvitað stóran og stækkandi aðdáendahóp enda eru gæðin slík að þeir eru alltaf á toppnum á stærstu golfmótaröðum heimsins. Fatnaðurinn frá Footjoy hefur svo heldur betur sótt í sig veðrið hér á landi og má nánast fullyrða að Footjoy sé stærsta golffatamerkið hér á landi og skal engan undra því að gæðin eru frábær og verðið gott. Af hverju er Titleist málið? „Vöruþróunin hjá Titleist er sú besta að mínu mati. Þeir dæla ekki út nýjum kylfum eins og margir aðrir framleiðendur