6 minute read

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

- segir Bjarki Pétursson Íslandsmeistari í golfi, frá Borgarnesi

Ekki er hægt að komast neitt hærra í íslensku golfi en að verða Íslandsmeistari, það hlýtur að gefa nokkurn veginn auga leið. Hvað gerir maður þegar því takmarki er náð? Jú, maður reynir við atvinnumannadrauminn en það hafa nokkrir Íslendingar gert í gegnum tíðina. Einn þeirra sem ætlar sér að reyna við þennan draum golfarans er Íslandsmeistari síðasta árs, Bjarki Pétursson frá Borgarnesi. Ég hitti Bjarka í stuttu spjalli og var gaman og athyglisvert að sjá hversu einbeittur hann er í þessari viðleitni sinni. Að sjálfsögðu æfir hann eins og atvinnumanni sæmir en hann lætur ekki þar við sitja, heldur hefur hann tekið matarræðið sitt upp á annað stig og nýtir sér m.a. nýja náttúrulega ofurfæðu sem hentar íþróttafólki og ekki síst golfurum, fullkomlega! Unbroken er ofurfæða sem er unnið úr laxi, er mjög rík af byggingaefnum próteina en kostur þessa ofurfæðu er að endurheimt (e. recovery) eftir æfingu eða leik, tekur mun minni tíma. Fyrir golfarann er Unbroken fullkomið því hver þekkir ekki að gúffa í sig súkkulaðistykki eftir níu holur til að ná sér í skyndiorku? Unbroken hentar fullkomlega sem orkugjafi á golfhring og hlakka ég persónulega mjög mikið til að prófa þessa vöru. Það var ekki síst eftir spjallið við Bjarka sem ég sannfærðist ennþá betur en spjall okkar var minnst um Unbroken, mestur tíminn fór í að ræða ferilinn og það sem framundan er. Þessi grein var unnin í samvinnu við Unbroken.

„Ég fæddist nánast á golfvellinum í Borgarnesi. Foreldrar mínir tóku mig með í barnavagninum en þau eru miklir golfarar og þ.a.l. gaf augaleið að ég myndi byrja í golfi. Til er mynd af mér hjá ömmu minni þar sem ég held á golfkylfu sem var stærri en ég. Ég er því mjög snemma byrjaður að spila golf og byrjaði svo markvisst að æfa á bilinu 8 – 10 ára gamall. Unglingastarfið í Borgarnesi var fínt á þessum tíma, þar komu góðir þjálfarar að eins og Siggi Hafsteins, Kristinn Bjarnason og Guðmundur Daníelsson. Ég náði fljótt fínum tökum en tók síðan virkilegum framförum þegar ég komst í U-14 ára landsliðið. Þá fór ég að vinna með Arnari Má Ólafssyni sem þá var landsliðsþjálfari en hann flutti síðan til Þýskalands. Í raun elti ég hann þangað og hef oft dvalið hjá honum við golfæfingar en hann er kominn aftur til Íslands og farinn að þjálfa í GKG og er ég hjá honum í dag.“

Eins og margir afrekskylfingar gera, þá fór Bjarki til Bandaríkjanna í háskólagolfið: „Ég komst á skólastyrk vegna golfsins í Kent state í Ohio fylki en þessi skóli er með mjög öflugt golf-prógramm og til að mynda vorum við níundi besti skólinn í Bandaríkjunum á þriðja árinu mínu í skólanum. Margir af þeim sem ég mætti á þessum tíma eru komnir á PGA-túrinn í Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu bætti ég mig mikið sem kylfingur á þessum tíma en ég kláraði líka námið og útskrifaðist árið 2019 í fagi sem á ensku heitir Communications, í raun nokkurs konar business gráða. Þetta var lærdómsríkur tími, mikil viðbrigði að fara læra á ensku svo fyrsta árið var ákveðin aðlögun en um leið og ég komst betur upp á lagið þá kom góð stígandi í spilamennskuna.“

Íslandsmeistaratitillinn í fyrra var fyrsti sigur Bjarka í fullorðinsflokki á Íslandi: „Á háskólaárunum dvaldist ég mikið á sumrin í Þýskalandi hjá Arnari Má en tók þó þátt í einhverjum mótum hér á landi, t.d. lenti ég í öðru sæti í Íslandsmótinu á Akureyri árið 2017, var þá höggi á eftir Birgi Leifi. Íslandsmeistaratitillinn í fyrra var fyrsti sigur minn í golfmóti á Íslandi, ég efa að margir íslenskir kylfingar hafi byrjað á þeim stærsta í sinni titlasöfnun. Sigurinn á Íslandsmótinu var auðvitað sætur, ég leiddi með tveimur höggum eftir fyrri níu holurnar á lokadeginum en datt svo í eitthvað „zone“ á seinni og fékk m.a. fimm fugla í röð og endaði á að vinna mótið með átta höggum.“

Eftir að toppnum er náð á Íslandi þá er það bara atvinnumennskan: „Ég skilaði áhugamannaréttindum mínum inn í fyrra og gerðist atvinnumaður en það kemur samt ekki í veg fyrir að ég geti spilað í mótum hér á landi. Ef væri ekki fyrir COVID þá væri ég farinn út til að undirbúa mig sem best en óvissan er bara ansi mikil ennþá. Ég var úti í átta vikur í byrjun síðasta árs og spilaði á fjórum mótum á mótaröð sem heitir Nordic league. Ég er með keppnisrétt á Challenge túrn- um en mótin þar byrja ekki fyrr en í maí en vegna þessa COVID ástands þá veit ég ekki alveg hvernig ég mun haga þessu. Það er ansi flókið að þurfa taka 5 – 7 daga sóttkví sitthvoru megin við mót erlendis svo ég þarf kannski aðeins að velja hvaða mót henta hverju sinni. Í framtíðinni er stefnan sett á að komast inn á Evróputúrinn en Birgir Leifur er sá eini sem hefur komist inn á þann túr. Svo ætla ég mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum, ég ætla mér eins langt og ég hugsanlega get og PGA er toppurinn.“

Bjarki veit að matarræðið skiptir miklu máli fyrir íþróttamanninn: „Unbroken var kynnt fyrir mér í fyrra og ég gæti varla mælt meira með þessari frábæru vöru! Ég hef heyrt hjá öðru afreksíþróttafólki sem er að nota Unbroken og sérstaklega hjá þeim sem eru að erfiða mikið, að endurheimtin tekur mun minni tíma með því að nýta sér Unbroken. Íþróttafólk sem er komið af sínu léttasta skeiði og þarf meiri tíma til að endurheimta 100% orku, er gengið í endurnýjun lífdaga með tilkomu þessa frábæra efnis. Mér sem golfara þótti þetta mjög áhugavert og ákvað að kynna mér þetta betur og þvílíkur munur! Hér áður fyrr var maður að fá sér einhvern orkudrykk eða súkkulaði-orkustykki eftir níu holur og skaut blóðsykrinum upp í hæstu hæðir og það dugði í 2-3 holur en svo datt það ástand niður og maður var kannski hálf orkulaus næstu holur á eftir. Þannig nærðu ekki að halda stöðugleika í sveiflunni og þ.a.l. eru ansi miklar líkur á að skorið verði verra. Með því að blanda Unbroken í brúsa og súpa af og til á golfhringnum, þá líður mér eins og ég sé flöt lína, er alltaf með fulla orku. Það er í raun eins og búið sé að melta fæðuna fyrir þig, þú færð „instant“ orku beint í kerfið, hreint, hollt og orkumikið prótein beint í æð er fagur söngur í mín eyru! Það kom mér líka skemmtilega á óvart hvað svefninn hjá mér hefur lagast mikið eftir að ég byrjaði að nota þessa vöru. Maður er þreyttur eftir 18 holu golfhring og það er í raun magnað hvað maður er fljótur að jafna sig og þ.a.l. verður svefninn betri en fyrir afreksíþróttafólk þá er svefninn auðvitað mjög mikilvægur!“

Í lokin sýndi Bjarki Húsatóftavelli í Grindavík mikinn áhuga, veit hversu snemma völlurinn opnar á vorin og þegar ég sagði honum frá afmælismótinu um miðjan maí komst kappinn allur á flug, nánast pantaði að fá að vera memm í holli – já eða kannski var það ég sem hafði orð á því fyrst… Ef út í það fer mun ég óhræddur leggja undir á móti Íslandsmeistaranum – í punktaleik…

This article is from: