Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 34

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum! - segir Bjarki Pétursson Íslandsmeistari í golfi, frá Borgarnesi

E

kki er hægt að komast neitt hærra í íslensku golfi en að verða Íslandsmeistari, það hlýtur að gefa nokkurn veginn auga leið. Hvað gerir maður þegar því takmarki er náð? Jú, maður reynir við atvinnumannadrauminn en það hafa nokkrir Íslendingar gert í gegnum tíðina. Einn þeirra sem ætlar sér að reyna við þennan draum golfarans er Íslandsmeistari síðasta árs, Bjarki Pétursson frá Borgarnesi. Ég hitti Bjarka í stuttu spjalli og var gaman og athyglisvert að sjá hversu einbeittur hann er í þessari viðleitni sinni. Að sjálfsögðu æfir hann eins og atvinnumanni sæmir en hann lætur ekki þar við sitja, heldur hefur hann tekið matarræðið sitt upp á annað stig og nýtir sér m.a. nýja náttúrulega ofurfæðu sem hentar íþróttafólki og ekki síst golfurum, fullkomlega! Unbroken er ofurfæða sem er unnið úr laxi, er mjög rík af byggingaefnum próteina en kostur þessa ofurfæðu er að endurheimt (e. recovery) eftir æfingu eða leik, tekur mun minni tíma. Fyrir golfarann er Unbroken fullkomið því hver þekkir ekki að gúffa í sig súkkulaðistykki eftir níu holur til að ná sér í skyndiorku? Unbroken hentar fullkomlega sem orkugjafi á golfhring og hlakka ég persónulega mjög mikið til að prófa þessa vöru. Það var ekki síst eftir spjallið við Bjarka sem ég sannfærðist ennþá betur en spjall okkar var minnst um Unbroken, mestur tíminn fór í að ræða ferilinn og það sem framundan er. Þessi grein var unnin í samvinnu við Unbroken. „Ég fæddist nánast á golfvellinum í 34

Borgarnesi. Foreldrar mínir tóku mig með í barnavagninum en þau eru miklir golfarar og þ.a.l. gaf augaleið að ég myndi byrja í golfi. Til er mynd af mér hjá ömmu minni þar sem ég held á golfkylfu sem var stærri en ég. Ég er því mjög snemma byrjaður að spila golf og byrjaði svo markvisst að æfa á bilinu 8 – 10 ára gamall. Unglingastarfið í Borgarnesi var fínt á þessum tíma, þar komu góðir þjálfarar að eins og Siggi Hafsteins, Kristinn Bjarnason og Guðmundur Daníelsson. Ég náði fljótt fínum tökum en tók síðan virkilegum framförum þegar ég komst í U-14 ára landsliðið. Þá fór ég að vinna með Arnari Má Ólafssyni sem þá var landsliðsþjálfari en hann flutti síðan til Þýskalands. Í raun elti ég hann þangað og hef oft dvalið hjá honum við golfæfingar en hann er kominn aftur til Íslands og farinn að þjálfa í GKG og er ég hjá honum í dag.“ Eins og margir afrekskylfingar gera, þá fór Bjarki til Bandaríkjanna í háskólagolfið: „Ég komst á skólastyrk vegna golfsins í Kent state í Ohio fylki en þessi skóli er með mjög öflugt golf-prógramm og til að mynda vorum við níundi besti skólinn í Bandaríkjunum á þriðja árinu mínu í skólanum. Margir af þeim sem ég mætti á þessum tíma eru komnir á PGA-túrinn í Bandaríkjunum. Að sjálfsögðu bætti ég mig mikið sem kylfingur á þessum tíma en ég kláraði líka námið og útskrifaðist árið 2019 í fagi sem á ensku heitir Communications, í raun nokkurs konar business

gráða. Þetta var lærdómsríkur tími, mikil viðbrigði að fara læra á ensku svo fyrsta árið var ákveðin aðlögun en um leið og ég komst betur upp á lagið þá kom góð stígandi í spilamennskuna.“ Íslandsmeistaratitillinn í fyrra var fyrsti sigur Bjarka í fullorðinsflokki á Íslandi: „Á háskólaárunum dvaldist ég mikið á sumrin í Þýskalandi hjá Arnari Má en tók þó þátt í einhverjum mótum hér á landi, t.d. lenti ég í öðru sæti í Íslandsmótinu á Akureyri árið 2017, var þá höggi á eftir Birgi Leifi. Íslandsmeistaratitillinn í fyrra var fyrsti sigur minn í golfmóti á Íslandi, ég efa að margir íslenskir kylfingar hafi byrjað á þeim stærsta í sinni titlasöfnun. Sigurinn á Íslandsmótinu var auðvitað sætur, ég leiddi með tveimur höggum eftir fyrri níu holurnar á lokadeginum en datt svo í eitthvað „zone“ á seinni og fékk m.a. fimm fugla í röð og endaði á að vinna mótið með átta höggum.“ Eftir að toppnum er náð á Íslandi þá er það bara atvinnumennskan: „Ég skilaði áhugamannaréttindum mínum inn í fyrra og gerðist atvinnumaður en það kemur samt ekki í veg fyrir að ég geti spilað í mótum hér á landi. Ef væri ekki fyrir COVID þá væri ég farinn út til að undirbúa mig sem best en óvissan er bara ansi mikil ennþá. Ég var úti í átta vikur í byrjun síðasta árs og spilaði á fjórum mótum á mótaröð sem heitir Nordic league. Ég er með keppnisrétt á Challenge túrn-


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.