3 minute read

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

- Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins

Eins og íslenskir golfarar, sem notið hafa vallarins á síðustu árum, hafa tekið eftir. Miklar framkvæmdir og vallarbreytingar áttu sér stað á árunum 2015 – 2018, sér í lagi á og við brautir 1, 2, 3, 13, 14 og 17. Á síðustu árum hefur mikil uppbygging átt sér stað á Húsatóftavelli

Samstarfssamningur GG við Bláa Lónið um uppbyggingu og breytingar á vellinum gerðu þessar framkvæmdir mögulegar en Bláa Lónið lagði um 65 mkr til uppbyggingarinnar. En hvernig kom til þessa samstarfs? Ég fékk forstjóra Bláa Lónsins í viðtal og spurði hann nánar út í samstarfið og hvernig hann sjái fyrir sér svæðið vaxa og dafna til framtíðar litið.

„Bláa Lónið hefur allt frá stofnun lagt mikla áherslu á samfélagsábyrgð og hefur nálgun Bláa Lónsins að málaflokknum tekið mið af þróun fyrirtækisins og samfélagsins hverju sinni en í henni felst m.a. ábyrgð gagnvart náttúru, samfélagi og sjálfbærni“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins. En félagið hefur í gegnum tíðina lagt sérstaka áherslu á að styðja við fjölbreytt verkefni sem snúa m.a. að íþróttaog æskulýðsmálum í heimabyggð, sem og menningar-, heilbrigðis- og umhverfismálum almennt.

Allir Grindvíkingar þekkja Bláa Lónið og hafa fylgst með félaginu vaxa og dafna síðustu áratugi en það mun fagna 30 ára afmæli sínu á næsta ári. Á árinu 2018 var opnað Retreat hótel, hágæða lúxushótel, sem er annað tveggja hótela sem Bláa Lónið rekur á svæðinu.

„Við sáum fyrir okkur samstarfstækifæri

á þessum tíma. Á sama tíma og við gátum stutt við uppbyggingu vallarins á svæðinu gafst okkur tækifæri á að bjóða erlendum gestum okkar að njóta golfs á Íslandi og vallarins í Grindavík - njóta þessa einstaka samblands hrauns og sjávar á sama golfvellinum. Það hefur mælst vel fyrir þó svo að margir gesta okkar séu vanir töluvert betri

Hvað ertu með í forgjöf? 18,5

Hvað er þitt besta skor á Húsatóftarvelli? 32 punktar – alltaf ein eða fleiri sprengjur!

Hver er uppáhalds golfholan á Húsatóftarvelli? 5.hola – Blue Lagoon holan

Hver er uppáhalds kylfingur, íslenskur og erlendur? Bestu íslensku kylfingarnir sem við höfum átt eru Úlfar Jónsson og Birgir Leifur Hafþórsson. Sá erlendi er Rory McIlroy.

Hefurðu farið holu í höggi? Ef já, lýsing. Ef nei og varst nálægt, lýstu því. Nei, en hef nokkrum sinnum verið nálægt. Man ekki eftir einstökum tilvikum enda snýst málið um að fara holu í höggi!

Hvernig kylfur notarðu? Ping járn og Titleist tré. Scotty Cameron pútter

Uppáhalds kylfa? Driver og pútter

Hvað drive-arðu langt? 200 metra þegar best lætur

Styrkleiki í golfi? Drive og pútt

veður- og vallarskilyrðum. Það er upplifun fyrir alla að koma og spila Húsatóftavöll, svo ekki sé talað um á sumarkvöldi, í einstakri birtu og kyrrð.“ En hvar liggja tækifærin til framtíðar? Grímur er ekki í nokkrum vafa um að Reykjanesið í heild sinni, Jarðvangurinn og sérkenni hans eigi mikið inni.

„Við sem þekkjum svæðið vitum að náttúra þess og jarðsaga er einstök. Ég held að með eldgosinu, sem við erum að upplifa þessa dagana, séum við í dauðafæri að koma Reykjanesi almennilega á kortið. Ef okkur auðnast að byggja svæðið áfram upp með vernd og sjálfbærni í huga er ég ekki í nokkrum vafa um að næsti „Gullni hringur“ verði einmitt á milli helstu kennileita svæðisins. En það er okkar að búa rétt um hnútana. Tækifærin eru til staðar enda hefur svæðið uppá mjög margt stórfenglegt og einstakt að bjóða auk þess sem í tengingunni við UNESCO liggja tækifæri út af fyrir sig.“ Allt nærsamfélag nýtur góðs af slíkri þróun.

„Þannig sé ég t.d. fyrir mér að aukinn fjöldi gistinátta á Reykjanesi muni strax skila sér í enn meiri aðsókn í golf í Grindavík og styðja þannig stoðir vallarins svo dæmi sé tekið. Það gerist þó ekki að sjálfu

Ólafía María sem Bláa lónið styrkir, að gefa eiginhandaráritun í kvennamóti Bláa lónsins.

sér. Það er vallarins að sækja fram, tryggja almenna og góða upplýsingagjöf og halda vellinum í toppstandi þann tíma sem opið er.“

„Ég hef fylgst með vellinum vaxa og dafna þá áratugi sem ég hef verið í tengslum við svæðið. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með framsýninni, þrautseigjunni og dugnaðinum sem hefur einkennt þá sem

hafa staðið í stafni og komið vellinum á þann stað sem hann er í dag. Ég vil nota tækifærið og óska Grindvíkingum til hamingju með afmælið. Ég er viss um að um leið og völlurinn er mikilvægur fyrir heimamenn hefur hann alla burði til að styðja við og efla enn frekar samfélagið allt til framtíðar litið.“

This article is from: