1 minute read

Umsagnir um Húsatóftavöll

Eyjólfur Kristjánsson, tónlistarmaður:

“Ég hef spilað golfvöllinn í Grindavík alloft og finnst það mjög skemmtilegt. Landslagið mjög flott og margar holur bjóða uppá ýmsar útfærslur og klækindi. Sérstaklega finnst mér gaman að spila heimreiðina eða 16., 17. og 18. holu.”

Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona:

„Sumar af mínum bestu golfminningum eru frá Húsatóftavelli frá Íslandsmóti 35+ árið 2018, þegar að ég vann 2. flokk. Þá spilaði ég besta golfhring sem ég hef nokkurn tímann spilað, 75 högg. Frá því að ég spilaði völlinn fyrst hefur hann heillað mig, skemmtilegur völlur í fallegu umhverfi, enda reyni ég að spila völlinn á hverju ári.“ Helga Möller, söngkona: „Það er alltaf gaman að spila Húsatóftavöllinn. Hann kemur yfirleitt vel undan vetri og sjávarlyktin er dásamleg. Skemmtilega blandaður sjávarumhverfi og hrauni og margar miserfiðar holur sem reyna alveg á þolinmæðina. Ég hlakka til að spila völlinn í sumar.“

Helga Möller, söngkona:

„Það er alltaf gaman að spila Húsatóftavöllinn. Hann kemur yfirleitt vel undan vetri og sjávarlyktin er dásamleg. Skemmtilega blandaður sjávarumhverfi og hrauni og margar miserfiðar holur sem reyna alveg á þolinmæðina. Ég hlakka til að spila völlinn í sumar.“

Sigga Beinteins, söngkona:

“Ég hef heyrt frábærlega af Húsatóftavelli látið en hef því miður ekki enn komist til að spila hann. Mun ekki klikka á því í ár og hlakka til! Ég veit að þessi völlur opnar mun fyrr en vellirnir í höfuðborginni og eigum við ekki að segja að ég mæti í vor!”

This article is from: