veður- og vallarskilyrðum. Það er upplifun fyrir alla að koma og spila Húsatóftavöll, svo ekki sé talað um á sumarkvöldi, í einstakri birtu og kyrrð.“ En hvar liggja tækifærin til framtíðar? Grímur er ekki í nokkrum vafa um að Reykjanesið í heild sinni, Jarðvangurinn og sérkenni hans eigi mikið inni. „Við sem þekkjum svæðið vitum að náttúra þess og jarðsaga er einstök. Ég held að með eldgosinu, sem við erum að upplifa þessa dagana, séum við í dauðafæri að koma Reykjanesi almennilega á kortið. Ef okkur auðnast að byggja svæðið áfram upp með vernd og sjálfbærni í huga er ég ekki í nokkrum vafa um að næsti „Gullni hringur“ verði einmitt á milli helstu kennileita svæðisins. En það er okkar að búa rétt um hnútana. Tækifærin eru til staðar enda hefur svæðið uppá mjög margt stórfenglegt og einstakt að bjóða auk þess sem í tengingunni við UNESCO liggja tækifæri út af fyrir sig.“ Allt nærsamfélag nýtur góðs af slíkri þróun. „Þannig sé ég t.d. fyrir mér að aukinn fjöldi gistinátta á Reykjanesi muni strax skila sér í enn meiri aðsókn í golf í Grindavík og styðja þannig stoðir vallarins svo dæmi sé tekið. Það gerist þó ekki að sjálfu
Ólafía María sem Bláa lónið styrkir, að gefa eiginhandaráritun í kvennamóti Bláa lónsins. sér. Það er vallarins að sækja fram, tryggja almenna og góða upplýsingagjöf og halda vellinum í toppstandi þann tíma sem opið er.“ „Ég hef fylgst með vellinum vaxa og dafna þá áratugi sem ég hef verið í tengslum við svæðið. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með framsýninni, þrautseigjunni og dugnaðinum sem hefur einkennt þá sem
hafa staðið í stafni og komið vellinum á þann stað sem hann er í dag. Ég vil nota tækifærið og óska Grindvíkingum til hamingju með afmælið. Ég er viss um að um leið og völlurinn er mikilvægur fyrir heimamenn hefur hann alla burði til að styðja við og efla enn frekar samfélagið allt til framtíðar litið.“
Umsagnir um Húsatóftavöll Eyjólfur Kristjánsson, tónlistarmaður: “Ég hef spilað golfvöllinn í Grindavík alloft og finnst það mjög skemmtilegt. Landslagið mjög flott og margar holur bjóða uppá ýmsar útfærslur og klækindi. Sérstaklega finnst mér gaman að spila heimreiðina eða 16., 17. og 18. holu.”
Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona: „Sumar af mínum bestu golfminningum eru frá Húsatóftavelli frá Íslandsmóti 35+ árið 2018, þegar að ég vann 2. flokk. Þá spilaði ég besta golfhring sem ég hef nokkurn tímann spilað, 75 högg. Frá því að ég spilaði völlinn fyrst hefur hann heillað mig, skemmtilegur völlur í fallegu umhverfi, enda reyni ég að spila völlinn á hverju ári.“
Helga Möller, söngkona: „Það er alltaf gaman að spila Húsatóftavöllinn. Hann kemur yfirleitt vel undan vetri og sjávarlyktin er dásamleg. Skemmtilega blandaður sjávarumhverfi og hrauni og margar miserfiðar holur sem reyna alveg á þolinmæðina. Ég hlakka til að spila völlinn í sumar.“
Sigga Beinteins, söngkona: “Ég hef heyrt frábærlega af Húsatóftavelli látið en hef því miður ekki enn komist til að spila hann. Mun ekki klikka á því í ár og hlakka til! Ég veit að þessi völlur opnar mun fyrr en vellirnir í höfuðborginni og eigum við ekki að segja að ég mæti í vor!”
41