
9 minute read
Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins
Golfarinn geðþekki frá Akranesi, Helgi Dan Steinsson, hefur verið viðloðandi Golfklúbb Grindavíkur síðan 2014 og hefur sankað að sér nokkrum meistaratitlum. Hans aðkoma að GG varð enn meiri árið 2020 en þá gerðist hann framkvæmdastjóri klúbbsins en auk þess hefur hann umsjón með umhirðu vallarins og er vallarstjóri líka.
Helgi Dan er menntaður PGA-golfkennari en í því námi er líka komið inn á rekstur golfklúbba, umhirðu golfvalla og í raun allt sem viðkemur golfi en Helgi hefur mjög skýra sýn á hvernig hann vill sjá GG byggjast upp til framtíðar.
Helgi byrjaði ungur að slá golfkúlur á Akranesi og komst fljótt í fremstu röð á meðal ungra kylfinga á Íslandi. Sjálfur telur hann sitt stærsta afrek á golfsviðinu hafa verið að draga fremsta karlkylfing Íslandssögunnar, Birgi Leif Hafþórsson, í golfið en þeir eru æskuvinir. Helgi Dan keppti um tíma á meðal þeirra bestu á Íslandi, átti m.a. vallarmetið í Vestmannaeyjum þar til í fyrra, 63 högg. Undanfarin ár hefur Helgi starfað sem fararstjóri og golfkennari hjá Icegolf sem gerir út á golfferðir til Costa Navarino í Grikklandi. Af myndum að dæma og umsögn Helga, er þar um algeran draumastað fyrir golfarann að ræða! Costa Navarino hefur upp á allt að bjóða fyrir golfarann, frábæra velli, framúrskarandi hótel og einstaklega góðan mat en allt í kringum golfvellina þar er fyrsta flokks. Það má segja að hann hafi lært ýmislegt þar varðandi umhirðu golfvalla sem hefur nýst við rekstur GG og Húsatóftavallar.

Þegar Helgi settist niður með stjórn GG í upphafi kom fljótt í ljós að hugmyndir hans að uppbyggingu klúbbsins til framtíðar fóru saman með hugmyndum stjórnarfólks. Það sem hefur skort hjá klúbbnum er inniaðstaða en hún hefur ekki verið til staðar til þessa. Fljótlega eftir að Helgi tók til starfa fékk hann vin sinn frá Akranesi, arkitektinn Magnús Ólafsson til að teikna drög að húsnæði við Húsatóftavöll en það mun sameina í senn inniaðstöðu til golfiðkunnar, starfs- mannaaðstöðu, skrifstofuaðstöðu og ekki síst vélageymslu. Til að halda golfvelli við þarf að sjálfsögðu að eiga góðar vélar og þær þarf að geyma yfir vetrarmánuðina. Það hefur verið vandamál til þessa en þessi framtíðarbygging ætti að leysa ýmsan vanda en GG hefur verið í góðu samstarfi við Grindavíkurbæ og er byggingin komin á fjárhagsáætlun bæjarins til næstu fjögurra ára.
Það var gaman að setjast niður með Helga og fá hans framtíðarsýn en þar er ekki komið að tómum kofanum, langt í frá og verður spennandi að sjá uppbygginguna á næstu árum!
Hinn almenni grindvíski kylfingur mun heldur betur njóta góðs af þessu en sjálfur bjó ég á Selfossi í tvö ár en þar er öflugt golfstarf yfir veturinn, GOS-félagar hittast og pútta alla laugardagsmorgna og eftir áramót hefst 12 vikna námskeið þar sem unnið er í hópum. Golfhermirinn er að sjálfsögðu opinn allan veturinn en sjálfur tók ég miklum framförum þennan tíma á Selfossi, eingöngu vegna ástundunar yfir veturinn. Þetta er það sem koma skal í Grindavík:

Helgi á einum fallegasta teignum á Costa Navarino
„Tímabunda aðstaðan í húsakynnum PGV-gluggasmiðju mun brúa bilið þar til við flytjum í endanlegt húsnæði við Húsatóftavöll. Eins og ég sé það fyrir mér og sést á teikningum hér, þá verður það stór og góð inniaðstaða með púttgríni og öllu tilheyrandi sem þarf til að prýða góða inniaðstöðu. Það verður gaman að innrétta aðstöðuna í PGV en að sjálfsögðu verður þar fyrsta flokks golfhermir auk aðstöðu til að slá í net, auk púttgríns. Það verður gaman fyrir grindvíska kylfinga að hittast á laugardagsmorgnum yfir veturinn og taka stutt púttmót, fá sér kaffibolla og hitta aðra kylfinga. Félagsskapurinn í golfinu er svo mikilvægur og þarna gefst tækifæri á að rækta félagsandann ennþá betur. Nýtingin á þessu húsnæði á að geta orðið mjög góð yfir veturinn því börn og unglingar munu nýta aðstöðuna á morgnana og aðrir kylfingar eftir það og í raun sé ég fyrir mér að kveikt verði á golfherminum allan sólarhringinn meira og minna. Það er mikið af sjómönnum sem búa í Grindavík, fólk sem vinnur vaktavinnu svo mig grunar að hermirinn verði vel nýttur.“
Helgi á einum fallegasta teignum á Costa Navarino
Helgi veit hvernig hann vill sjá Húsatóftavöll þróast í framtíðinni: „Við erum með einstakan völl sem er klárlega með þeim skemmtilegri á landinu. Völlinn má samt bæta á ýmsan máta og það er framtíðarverkefnið. Lítill tími hefur gefist í slíkar pælingar á undanförnum árum því völlurinn hefur verið að stækka. Síðast í fyrra voru nokkrar nýjar holur teknar í notkun og fyrir liggur að breyta fyrstu holunni og er nú þegar búið að grafa fyrir nýjum teigum, bæði aftari og fremri teig og þeir búnir að færast mun framar og verða teknir í notkun í sumar. Þ.a.l. mun koma ný flöt en núverandi flöt er í raun barn síns tíma en þar fyrir aftan


Fyrsta flokks golfhermir verður til staðar
Drög að skiptingu vélargeymslu og æfingasvæðis er fullkomið landslag til að gera nýja frá grunni. Við sjáum mikinn mun á nýju flötunum og þeim gömlu en allt annað undirlag er á gömlu flötunum og það er eitt af framtíðarverkefnunum, að gera þær betri. Það sem ég hef lært varðandi golf eftir að hafa farið víða erlendis, bæði sem keppandi og fararstjóri, er að það sem kylfingar vilja fyrst og fremst sjá er snyrtilegur völlur og góð og snyrtileg salernisaðstaða úti á velli.“ „Segja má að Húsatóftavöllur lýsi kannski því karllæga viðmóti sem einkenndi golfklúbba hér áður fyrr en mikill munur er á gæðum aftari og fremri teiga. Við tölum ekki lengur um teigana sem karla- eða kvennateiga heldur fremri og aftari teiga. Þegar völlurinn var hannaður og búinn til á sínum tíma þá grunar mig nú að ekki hafi kvenkylfingur verið með í ráðum. Fremri teigum var hent einhvers staðar niður, kannski meira af illri nauðsyn. Þess vegna er mikill gæðamunur á þessum teigum og það vil ég laga. Golfið er orðið jafnmikil kvenna- og karlaíþrótt í dag og þess vegna vil ég bæta svona atriði sem gera völlinn meira aðlaðandi en áður fyrir alla. Ég tók því eftir í ferðum mínum til Grikklands sérstaklega hvað lagt er mikið upp úr litlu atriðunum, að hafa allt hreint og fínt. Þú sérð varla tyggjóbréf eða annað rusl, aldrei sér maður brotin tí á teigum o.s.frv. Ég fékk í raun nýja sýn á golfvöll eftir upplifun mína á þessum frábæra golfstað og mig langar að taka mikið af þessum atriðum og koma þeim að hér á Húsatóftavelli.“
Helgi sinnir starfi vallarstjóra (e. Greenkeeper) Húsatóftavallar en þar sem hann er ekki menntaður á því sviði þá þarf hann að afla sér þekkingar annars staðar frá:
Helgi vill gera góðan klúbb betri: „Það sem ég vildi koma til leiðar þegar ég réð mig í þetta starf var að gera GG að fyrirmyndarfélagi ÍSÍ og til þess að það sé mögulegt þá þarf að uppfylla ýmsar kröfur. Við þurfum til dæmis að skila áætlunum varðandi viðbrögð í málum er varða einelti og ofbeldi, jafnréttisáætlun og fleiru. Siðareglur GG þurfa að vera til, reksturinn þarf að vera í lagi og ýmiss önnur atriði þarf að uppfylla. Það er bara spennandi verkefni og mun leiða til þess að góður klúbbur verður enn betri. Fólk má ekki gleyma að það eru bara um 250 félagar í GG en á höfuðborgarsvæðinu skipta klúbbmeðlimir þúsundum. Flestir vellir eru 18 holur og þurfa sömu umönnun. En við erum að bæta starfið og það mun bara batna í nánustu framtíð. Við getum fjölgað klúbbmeðlimum og ég persónulega myndi leggja á mig að keyra til Grindavíkur frá höfuðborginni til að geta spilað golf nánast þegar ég vildi, í stað þess að þurfa panta með löngum fyrirvara á þéttsetna velli á höfuðborgarsvæðinu.“
Helgi á von á góðu golfsumri en mikil aukning var á síðasta ári og gerir Helgi ráð fyrir mun fleiri heimsóknum í ár: „Uppbyggingin er í fullum gangi og bráðum fæ ég félagsmenn í smíðavinnu en við ætlum að byggja pall SV-megin við skálann, við 18. flötina. Það verður frábært að setjast þar niður í Grindavíkurblíðunni að hring loknum og sjá næstu kylfinga vera klára sín pútt á 18. flötinni. Það var mikil aukning í leiknum hringjum á vellinum í fyrra, að sjálfsögðu mest vegna COVID takmarkanna því íslenskir golfarar fóru ekki erlendis í golf og mér sýnist svipað verða uppi á teningnum í sumar. Völlurinn er að koma einstaklega vel undan þægilegum vetri og mér sýnist við geta opnað inn á sumarflatir upp úr miðjum apríl. Búið er að gefa út mótaskrá og verður mikið af spennandi mótum í sumar en það fyrsta er sjálft afmælismótið sem verður haldið laugardaginn 15. maí. Ég mun mæta í þetta mót og reyni að spila eins mikið og ég get í sumar. Svo verður gaman þegar við blásum í mótið „Meistari meistaranna“ en þá munum við fá gamla klúbbmeistara, Stigamótsmeistara, fyrrum formenn og fleiri til keppni. Það verður gaman að hitta allar þessar kempur sem hafa litað starf GG í gegnum tíðina. Yfir höfuð er ég mjög bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins.“