Púttflöt verður í nýju inniaðstöðunni
Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur:
Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins G
olfarinn geðþekki frá Akranesi, Helgi Dan Steinsson, hefur verið viðloðandi Golfklúbb Grindavíkur síðan 2014 og hefur sankað að sér nokkrum meistaratitlum. Hans aðkoma að GG varð enn meiri árið 2020 en þá gerðist hann framkvæmdastjóri klúbbsins en auk þess hefur hann umsjón með umhirðu vallarins og er vallarstjóri líka. Helgi Dan er menntaður PGA-golfkennari en í því námi er líka komið inn á rekstur golfklúbba, umhirðu golfvalla og í raun allt sem viðkemur golfi en Helgi hefur mjög skýra sýn á hvernig hann vill sjá GG byggjast upp til framtíðar. Helgi byrjaði ungur að slá golfkúlur á Akranesi og komst fljótt í fremstu röð á meðal ungra kylfinga á Íslandi. Sjálfur telur hann sitt stærsta afrek á golfsviðinu hafa verið að draga fremsta karlkylfing Íslandssögunnar, Birgi Leif Hafþórsson, í golfið en þeir eru æskuvinir. Helgi Dan keppti um tíma á meðal þeirra bestu á Íslandi, átti m.a. vallarmetið í Vestmannaeyjum þar til í fyrra, 63 högg. Undanfarin 28
Helgi Dan Steinsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur
ár hefur Helgi starfað sem fararstjóri og golfkennari hjá Icegolf sem gerir út á golfferðir til Costa Navarino í Grikklandi. Af myndum að dæma og umsögn Helga, er þar um algeran draumastað fyrir golfarann að ræða! Costa Navarino hefur upp á allt að bjóða fyrir golfarann, frábæra velli, framúrskarandi hótel og einstaklega góðan mat en allt í kringum golfvellina þar er fyrsta flokks. Það má segja að hann hafi lært ýmislegt þar varðandi umhirðu golfvalla sem hefur nýst við rekstur GG og Húsatóftavallar. Þegar Helgi settist niður með stjórn GG í upphafi kom fljótt í ljós að hugmyndir hans að uppbyggingu klúbbsins til framtíðar fóru saman með hugmyndum stjórnarfólks. Það sem hefur skort hjá klúbbnum er inniaðstaða en hún hefur ekki verið til staðar til þessa. Fljótlega eftir að Helgi tók til starfa fékk hann vin sinn frá Akranesi, arkitektinn Magnús Ólafsson til að teikna drög að húsnæði við Húsatóftavöll en það mun sameina í senn inniaðstöðu til golfiðkunnar, starfs-