Afmælisblað - Golfklúbbur Grindavíkur 2021

Page 80

4 0 á ra a f mæl i s ri t Gol f k l úbbs Grindav íkur

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands O

range Whip eða sveifluþjálfinn er nýjasta undrið í æfingatækjum golfarans en mjög margir afrekskylfingar nýta sér þessa ótrúlegu vöru. Til að fræðast um Orange Whip leituðum við til Báru Valdísar Ármannsdóttur og Péturs Sigurdórs Pálssonar sem eru með Golfsveiflan.is og var greinin unnin með þeim. Þau eru með efnilegri kylfingum landsins og var gaman að rekja úr þeim garnirnar varðandi tækið. Hvar fenguð þið hugmyndina að því að flytja inn Orange whip? „Við vorum að leita að æfingatækjum sem við gátum hugsað okkur að nota sem gæti hjálpað með golfsveifluna og til að gera æfingarnar skemmtilegar yfir vetratímann. Þá fundum við Orange Whip á netinu og okkur leist mjög vel á og pöntuðum tvennuna hjá þeim til að prófa. Eftir að hafa notað þær í stuttan tíma vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands og ákváðum að sækja um umboðið og fara að selja þessar vörur hérna.“ Orange Whip hafa marg oft verið valin bestu æfingatækin fyrir golfara. Þau eru notuð af fjölda golfkennara og sumum af bestu kylfingum heims, t.d. Phil Mickelson, Lexi Thompson, Jessica Korda, Dough Ghim, Joel Dahmen, Daniel Berger og svo hefur Sergio

80

Garcia notað Orange Whip fleygjárnið til að hjálpa sér með stutta spilið. Hvaðan komin hugmyndin á bak við nafnið „Golfsveiflan“? „Þegar við vorum að reyna að finna nafn fyrir heimasíðuna datt okkur eiginlega fyrst golfsveiflan í hug, fengum nokkrar aðrar hugmyndir en engin var jafn góð og golfsveiflan. Þessi æfingatæki eru til að gera golfsveifluna betri. Eða eins og Daniel Berger segir: “Orange Whip hjálpar mér að fá tilfinningu fyrir sveiflunni í líkamann en ekki að hugsa bara um að hitta boltann.“ Sveifluþjálfinn (Orange whip) er upphaflega hannaður af Jim Hackenberg PGA golfkennara, sem reyndi að komast inn á PGA mótaröðina. Þegar það gekk ekki þá varð hann kylfusveinn á mótaröðinni í nokkur ár þar sem hann fékk tækifæri til að spá í sveiflu þeirra bestu og hvernig hægt væri að hjálpa fleirum að bæta sveifluna. Í upphafi var bara einn sveifluþjálfi en nú kemur hann í fjórum stærðum sem henta börnum, konum, körlum og svo einn sem hentugur er til nota innandyra. Sveifluþjálfinn líkir hreyfingunni við driver sveiflu en sveifluþjálfinn er til að hámarka þjálfun stóru vöðvana og sveigjanleika sveiflunnar. Styðsti sveifluþjálfinn er í fullkominni lengd til að nota innandyra og á ferðalögum en hann líkir eftir styttri járnasveiflum og eykur því til-

finninguna fyrir styttri járnahöggum. Það er óneitanlega kostur Orange Whip að geta nota hann innandyra án þess að skerða óviðjafnanlega eiginleikana. Það þarf aðeins lágmarks pláss og 5-10 mínútna þjálfunartíma á dag. Enginn golfsveifluþjálfari er eins skilvirkur og árangursríkur. Þú getur unnið með Orange Whip allt árið um kring og þarft aldrei aftur að vera háð(ur) veðri eða dagsbirtu þegar þú vilt bæta golfsveifluna og heilsuræktina. Þetta er tilvalið tæki fyrir þá sem búa í krefjandi vetrarumhverfi og fyrir upptekna einstaklinga með lítinn tíma til að æfa. Fjöldi æfinga er að finna á netinu. Þær eru sem hannaðar fyrir Orange Whip sveifluþjálfann og eru til að hámarka nýtingu hans og eins styrkja notandann. Þær er hægt að framkvæma með daglegri æfingu. Til að auka ávinning fyrir líkamsrækt og sveigjanleika er mælt með tveimur eða fleiri settum á dag. Það þarf aðeins að eyða um 5 til 10 mínútum til að taka


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook

Articles inside

Hvernig spilar stjórn Golfklúbbs Grindavíkur Húsatóftavöll?

13min
pages 88-91

Uppbygging nýja golfskálans

6min
pages 94-95

Boltarnir voru hvor sínum megin við holuna, héngu báðir á bláþræði!

3min
page 93

Með leyfi konunnar fór ég næstum því holu í höggi

4min
page 92

Ef Erla og drengirnir þora að leggja undir, þá er ég til!

6min
pages 84-85

Vorum við hissa á því að Orange Whip væri ekki komið til Íslands

5min
pages 80-81

Við erum öðruvísi golfverslun…

8min
pages 76-77

Engar líkur á að ég verði forgjafarsvindlari!

2min
page 75

Aukin áhersla á kennslu á afmælisárinu!

1min
page 74

Ólafía Þórunn: „Ég hlakka til að spila allan völlinn ykkar“

6min
pages 70-71

Nándin hans Gauja – svindlið STÓRA!

4min
page 66

Lífsreynslusaga á golfvelli: S*it happens!

9min
pages 58-59

Stórflóð í ársbyrjun 2020

1min
page 57

Fastur punktur í tilveru grindvískra golfara

3min
page 53

Meistarar, formenn og heiðursmenn

3min
pages 50-51

Við myndum rúlla þeim upp, það er nokkuð ljóst!

8min
pages 46-47

Húsatóftavöllur í ýmsum myndum

2min
pages 42, 44

Umsagnir um Húsatóftavöll

1min
page 41

„Bláa Lónið vex með samfélaginu og samfélagið með fyrirtækinu“

3min
pages 40-41

Fundargerð frá stofnfundi GG - 14. maí 1981

1min
page 36

Ég ætla mér að komast inn á PGA í Bandaríkjunum!

6min
pages 34-35

Góðar næringarreglur fyrir árangur í golfi

5min
pages 32-33

Virðing fyrir leiknum - Siðareglur í golfi

5min
page 31

Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur: Bjartsýnn á framtíðina og hlakka til sumarsins

9min
pages 28-30

Fallegur golfvöllur - gerir íþróttabæ eins og Grindavík að betri íþróttabæ

3min
page 26

„La det swinge“

10min
pages 22-25

Á Tóftum í júní 2002

18min
pages 17-21

Ótrúlegt afrek Gulla - níu klúbbmeistaratitlar

4min
page 14

Bjögga er sú sigursælasta í kvennaflokki með sjö klúbbmeistaratitla

4min
page 13

Fyrsti sigurinn er líklega eftirminnilegastur

4min
page 11

Verður gaman að hitta gamla félaga úr klúbbnum

3min
page 10

Húsatóftavöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins

1min
page 9

Stórhuga draumar Golfklúbbs Grindavíkur

7min
pages 4-5

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ: Þið eigið mikið hrós skilið fyrir ykkar vinnu

2min
page 6
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.