1 minute read
Golfreglur - Nú er boðið upp á nýtt leikform, hámarksskor.
Hámarksskor er afbrigði höggleiks þar sem hámark er sett á skor hverrar holu.
Mótsstjórn ákveður hámarkið fyrir hverja holu, það getur t.d. verið skrambi eða tvöfalt par. Ef þú leikur á fleiri höggum en hámarkið er á viðkomandi holu skráist hámarkið sem skor þitt á holunni.
Leikmenn eru hvattir til að taka boltann upp á holu þegar fyrirsjáanlegt er að þeir muni fá hámarksskor á holunni. Leikmaður í hámarksskori þarf ekki að ljúka hverri holu.
Ljúki hann ekki einhverri holu er hámarksskorið einfaldlega skráð á þá holu. Auk þessa viðurkenna golfreglurnar nú önnur leikform sem reglurnar náðu ekki til, svo sem Texas Scramble og Greensome.
SJÁ REGLUR 21.2 OG 21.5