1 minute read

Golfreglur - Að standa klofvega yfir leiklínunni

Golfreglur 2019 Að standa klofvega yfir leiklínunni

Lengi hefur verið bannað að standa vísvitandi klofvega yfir leiklínunni eða framlengingu hennar aftan við boltann þegar högg er slegið á flötinni.

Nú nær þetta bann til allra högga, jafnt á flötinni og utan hennar. Undantekning er að standa má svona ef þess þarf t.d. til að standa ekki í leiklínu annars leikmanns.

Þetta þýðir að ef boltinn er t.d. skorðaður á milli steina máttu ekki lengur standa klofvega yfir leiklínunni og slá boltann í gegnum klofið.

This article is from: