1 minute read

Golfreglur - Vítalaust þótt boltinn hreyfist óvart við leit

Nú er vítalaust þótt þú hreyfir bolta þinn óvart við leit að honum. Þú leggur boltann einfaldlega á fyrri stað. Oft muntu ekki vita nákvæmlega hvar boltinn var og þá áætlarðu staðinn og leggur boltann þar.

Ef boltinn lá ofan á, undir eða upp að einhverju þarf að leggja boltann aftur í sömu aðstæður. Ef boltinn var í sandi þarf að endurgera legu boltans í sandinum.

Einn tilgangur þessarar breytingar er að flýta leik á þann hátt að leikmaður og kylfuberi hans geti óhræddir leitað að bolta leikmannsins.

Í fyrri reglum hlaut leikmaðurinn eitt vítahögg ef hann eða kylfuberi hans ollu því að boltinn hreyfðist við leit.

Leiddi það oft á tíðum til þess að leikmaðurinn og kylfuberinn héldu sig til hlés ef aðrir voru tiltækir við leitina.

This article is from: