1 minute read
Konur á Íslandi spila oftar golf en karlar
Konur sem eru félagar í golfklúbbi á Íslandi spila oftar golf en karlar sem eru einnig félagsmenn í golfklúbbi. Þetta er ein af fjölmörgum áhugaverðum niðurstöðum úr þjónustukönnun Gallup sem birt var á golfþingi GSÍ í nóvember sl.
Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf kylfinga til ýmissa þátta er varða golfiðkun og þróun þar á. Nær helmingur kvenna (49%) spilar þrisvar í viku eða oftar, sambærilegt hlutfall meðal karla er 41%.
Á móti kemur að karlar eru mun líklegri en konur til að spila 18 holu hring.
Konur fara þá frekar 9 holur.
Um var að ræða netkönnun sem gerð var á tímabilinu 26. september – 13. nóvember 2019.
Úrtakið var unnið úr félagaskrá, alls 5.746.