EFNISYFIRLIT
04 Ávarp skólameistara Jón Reynir Sigurvinsson
05 Haust- og vorönn Pistlar
06 Heilsueflandi framhaldsskóli MÍ gerist heilsueflandi
08-09 Spurt og svarað
Fólkið á göngunum og götunni
10-11 Hermann Níelsson Hemmi Nilla kveður MÍ
11 Skiptineminn Þorgeir Egilsson
12 Hver er kennarinn?
Gamlar myndir af kennurum MÍ
13 Tron Media Viðtal
14 DJ Berndsen Viðtal
17 Kristín og Emilía Viðtal
18-19 Morfís
Morfíslið MÍ
20-22 Busun
Böðull og Busi
23 Ávarp menningarvita
27 Ávarp Keisara - Tíska
Gautur Geirsson - Jóhanna Stefánsdóttir
28-29 Keisaraveldið Nemendafélag MÍ
30 Sólrisudagskrá MÍ
Dagskrá Sólrisunnar 2012
32-33 Árshátíð MÍ
Myndir af árshátíð MÍ 2012
34-35 Grease
Sýning Leikfélags MÍ 2012
Jóhanna Stefánsdóttir
36-37 Benidorm
24-25 Gettu Betur
38-39 Ritnefnd
Lið MÍ
26 Stuðningstuddarnir Stuðningsmannalið MÍ
3. bekkjar ferðalag MÍ 2011
Ritnefnd „EMMÍ okkar” 2012
RITSTJÓRAPISTILL Kæru lesendur. Það má með sanni segja að skólablaðið hafi verið stór hluti af lífi mínu í vetur. Þetta er búið að vera mikið ferðalag. Ég kom inn í nemendaráð á öðru ári mínu í skólanum og fyrsta verkefnið var að ritstýra stóru blaði án þess að hafa nokkurn tíman verið í ritnefnd áður. Ég var þó alveg staðráðin í að gera blaðið að mínu, ásamt því að halda í gamlar og ómissandi hefðir. Ég ætlaði mér að gera stórt og flott blað sem myndi endurspegla skólalíf Menntaskólans á Ísafirði út á við og blað sem allir myndu hafa gaman af að lesa. Ég hugsaði með mér í haust að þetta yrði aldrei mögulegt ef ég hefði ekki almennilegan mannskap á bak við mig. Ég byrjaði því á að sópa til mín átta glæsilegum krökkum í ritnefnd og ég gæti ekki verið ánægðari með þau. Ég þurfti líka einhvern til þess að setja þetta saman og þar sem ég er Önfirðingur í húð og hár þá datt mér í hug að tala við hann Grétar Örn Eiríksson, Flateyring, sem hefur góða reynslu á sviði grafískrar hönnunar. Hann var að sjálfsögðu til í verkefnið og samstarfið við hann hefur verið frábært. Einnig hafa nokkrir nemendur tekið fyrir mig myndir í vetur en að öðrum ólöstuðum á Aníta Björk Jóhannsdóttir þær flestar, auk þess sem Ágúst Atlason á heiðurinn af flestum hópmyndum í blaðinu. Það er líka gaman að segja frá því að góður tími var notaður til þess að skoða gömul skólablöð, frá 1975 og upp úr. Það var mikil skemmtun og gaman að sjá hvað tímarnir hafa breyst, en ég get þó ekki neitað því að margar góðar hugmyndir í blaðinu eiga uppruna sinn í þessum gömlu blöðum. Ein þessara hugmynda er nafnið. Blaðið hefur einu sinni borið þetta nafn áður. Það var fyrir nokkrum árum en okkur fannst það svo rosalega krúttlegt og skemmtilegt að við ákváðum að endurvekja það. Hver veit nema að hefð muni skapast og þetta haldi áfram svona? Það verður tíminn þó bara að leiða í ljós. Forsíðan er þó alveg frá okkur komin og sýnir hún venjulegan skóladag í Menntaskólanum á Ísafirði. Vinnan við blaðið hefur verið erfið og mikil en þrátt fyrir það höfum við í ritnefndinni skemmt okkur alveg konunglega. Allur sá tími sem hefur farið í þetta hefur verið vel þess virði og ég myndi alls ekki vilja fá hann til baka. Að lokum er það von mín að allir hafi gaman af því að fletta í gegnum þetta nýja skólablað okkar MÍ-inga og segi ég bara takk fyrir mig! Arnheiður Steinþórsdóttir, ritstjóri
Arnheiður Steinþórsdóttir
EMMÍ okkar
Ritstjóri Arnheiður Steinþórsdóttir Ábyrgðarmaður Jón Reynir Sigurvinsson Ljósmyndari Ágúst Atlason Hönnun og umbrot Grétar Örn Eiríksson (gresko81@gmail.com) Próförk Hrafnhildur Hafberg Pennar Ritnefnd Forsíða Ágúst Atlason Prentun H-Prent ehf Upplag 2000 stk. Ritnefnd Ísak Emanúel Róbertsson, Hallberg Brynjar ,Guðmundsson, Björk Sigurðardóttir, Katrín Björk Guðjónsdóttir, Gíslína Guðmundsdóttir, Svanur Pálsson, Heiðdís Lára Viktorsdóttir og María Rebekka Hermannsdóttir Ljósmyndir Aníta Björk Jóhannsdóttir (flickr.com/ anitabjork), Alberta Runný Aðalsteinsdóttir, Benedikt hermannsson og fleiri.
ÁVARP
SKÓLAMEISTARA Þrítugasta og áttunda Sólrisuhátíð Menntaskólans á Ísfirði hefst föstudaginn 2. mars og stendur til sunnudagsins 11. mars. Nafnið Sólrisuhátíð er tengt endurkomu sólarinnar í Skutulsfjörðinn, en hún byrjar að varpa geislum sínum inn um glugga bóknámshúss Menntaskólans 23. janúar og síðan í Sólgötu á Eyri við Skutulsfjörð 25. janúar, eftir meira en tveggja mánaða fjarveru. Reyndar sést hún fyrr í Álftafirði eða 12. janúar. Í Bjarnadal í Önundarfirði sést hún 15. janúar en það er einmitt fæðingardagur ljóðskáldsins Guðmundar Inga Kristjánssonar sem þar bjó. Hann orti svo 5. júlí 1993 þá 86 ára: Ljúfir voru sóldagar liðinnar tíðar og ljóminn af þeim. Breiddu þeir sinn unað um brúnir og hlíðar, til bæjanna heim. Koma munu sóldagar sælir til sögunnar enn, bregða sínum svip yfir búmannaraðir og bjartsýnismenn. Gleðin er í lofti og sumar í sveitum á sólviðratíð. Lífið reynist gjöfult í laufskógareitum og landmannahlíð. Sólrisuhátíðin er sérstök lista- og menningarvika í umsjá nemenda skólans og er hápunktur í menningar- og félagslífi Menntaskólans á Ísafirði. Sólrisuhátíðin hefur verið haldin árlega frá 1974 og alla tíð síðan, yfirleitt í fyrstu viku marsmánaðar, hefur hátíðin skipað veglegan sess í menningarlífi bæjarfélagsins og vakið athygli. Sólrisuhátíðin skapar vettvang þar sem allir hagsmunaðilar skólans mætast og njóta afraksturs metnaðarfulls framlags nemenda. Dagskrá hátíðarinnar er afar fjölbreytt og vönduð nú eins og endranær eins og sjá má í dagskrárkynningu í þessu blaði. Mikil vinna og metnaður eru jafnan lögð í æfingar á leikriti fyrir Sólrisu. Undirbúningur hefur nú staðið í margar vikur undir traustri leikstjórn Halldóru Björnsdóttur. Að þessu sinni verður söngleikurinn Grease settur á svið og verður hann frumsýndur föstudaginn 2. mars í Félagsheimilinu í Hnífsdal. Dagana 7.-9. mars eru gróskudagar í skólanum. Þá daga er farið á svig við formlega námskrá og námsefnið nálgast með öðrum hætti en í hefðbundnum kennslustundum. Gróskudagar við Menntaskólann á Ísafirði eiga sér langa sögu og má rekja upphafið til frumkvæðis nemenda á vormisseri 1975. Voru gróskudagar fyrst haldnir um mánuði eftir Sólrisuhátíð. Þá eins og oft síðar voru þrír dagar í röð notaðir til skapandi verkefna sem nemendur völdu sér sjálfir. Löngu síðar voru óhefðbundnir kennsludagar felldir inn í Sólrisuhátíðina eins og nú er gert. Sólrisunefnd, öðrum nemendum og öllum þeim sem unnið hafa að undirbúningi Sólrisuvikunnar þakka ég kærlega fyrir þeirra framlag. Allir íbúar Ísafjarðarbæjar og nærliggjandi sveitarfélaga ættu að finna áhugaverða viðburði í dagskrá Sólrisuhátíðar MÍ og styðja við menningarstarf nemenda skólans með góðri þátttöku.
Gleðilega Sólrisuhátíð! Jón Reynir Sigurvinsson Skólameistari
4
HAUSTÖNN
Haustönn 2011 var mjög viðburðarrík og skemmtileg. Skólaárið hófst á hinni árlegu busun, sem að stóð í nokkra daga. Busarnir fóru svo í nýnemaferð inn að Núpi og voru þar í einn sólarhring. Þann 2. september var svo haldið busaball þar sem þeir Emmsjé Gauti, Friðrik Dór og DJ Berndsen héldu uppi stuðinu langt fram eftir nóttu, Mí-ingum til mikillar gleði. Því næst var hinn árlegi ruddabolti haldinn í MÍ, þann 16. september. Þar fóru Píkubanar með sigur af hólmi eftir mikla baráttu í karlaflokki og Hænurnar í kvennaflokki. Um kvöldið var haldið lokahóf ruddaboltans og verðlaunaafhending fór fram. Vikuna 24. – 28. október var haldin þemavika. Þar mætti fólk í skólann í þeim klæðnaði sem tilheyrði þema dagsins. Þátt- taka var mikil og góð bæði hjá nemendum og kennurum. Verðlaun voru svo veitt fyrir flottasta klæðnaðinn. Á mánudeginum var náttfataþema þar sem Heiðdís Lára og Gíslína sköruðu fram úr í skemmtilega mynstruðum náttgöllum. Á þriðjudeginum var gothþema og þar vann hún Blómey Karlsdóttir. Á miðvikudeginum var svo regnbogaþema, en þar áttu nemendur að mæta í litskrúðugum fötum. Davíð Sighvatsson var lang litríkastur þann daginn. Á fimmtudeginum var íslenskt þema, og þar mætti hún Lydía Sigurðardóttir svo eftirminnilega í föðurlandinu og vann að sjálfsögðu. Þema vikunni lauk svo á föstudeginum með galaþema. Þar mættu allir fínir og sætir í skólann, en hún Sunna Karen skaraði þar fram úr. Þemavikuna sjálfa vann Björgúlfur Egill Pálsson, en hann var til fyrirmyndar og tók þemavikuna mjög alvarlega. Hann rakaði á sér hálfan hausinn og eyddi löngum tíma í að leita að gömlum, sniðugum fötum. Um kvöldið var svo haldið lokahóf þar sem verðlaunin voru veitt. Þangað mættu MÍ-ingar í hip-hop klæðnaði. Á haustönn voru reglulega Gettu betur kvöld þar sem lið í innanskólakeppninni kepptu og endaði það með mjög spennandi úrslitakeppni, sem var þó ekki haldin fyrr en á vorönn. Þann 11. nóvember fengum við heimsókn frá FS-ingum. Tilefnið var 32. liða úrslit í Morfís ræðukeppninni sem haldin var í Gryfjunni. Salurinn fylltist og stemmningin var gríðarleg. Toppur kvöldsins var þó þegar úrslitin voru tilkynnt eftir langa bið og í ljós kom að MÍ-ingar höfðu unnið. Tár, hiti (sviti), og gleði einkenndi þetta magnþrungna kvöld. 1. des var svo haldinn hátíðlegur eins og flest önnur ár. Hann var nú haldinn þann 2. desember í félagsheimilinu í Hnífsdal. Maggi Hauks sá um matinn og veislustjórinn var Þórhallur Þórhallsson (sonur hans Ladda). Eftir matinn var svo haldið ball þar sem DJ Óli Dóri hélt uppi fjörinu.
VORÖNN Eftir langt og viðburðaríkt jólafrí komu nemendur saman á nýjan leik á nýrri önn. Önnin hófst með góðri rútuferð til Reykjavíkur þar sem nemendur hvöttu bæði lið okkar í Morfís og Gettu betur til sigurs. Gettu betur sigurinn var ljótur þar sem loka niðurstöður vor 8-4 fyrir MÍ á móti VMA. Það kom skondið atvik upp á Gettu betur keppninni þar sem leið yfir spyrilinn í miðri spurningu og einn MÍ-ingur gerðist sekur um að blóta í beinni útsendingu. Strax eftir Gettu betur var haldið upp í Breiðholt til að hvetja ræðulið okkar í Morfís á móti FB. Keppnin endaði með sætum en mjög spennandi sigri þar sem stigamunurinn var aðeins 5 stig. Það er gaman að segja frá því að stuðningslið MÍ sló í gegn og er í dag eitt umtalaðasta stuðningslið landsins. Þá má með sanni segja að stuðningstuddarnir okkar hafi svo sannarlega yfirgnæft stuðningskettlinga FB-inga. Eftir góða og velheppnaða ferð var haldið heim á leið sem var þó hægara sagt en gert. Ferðin tók 14 tíma í slæmri færð sem skemmdi þó ekki stemmninguna í rútunni þar sem Maggi Trausta hélt fjörinu uppi. Viku seinna var komið að löngu tímabærri úrslitaviðureign í innanskólakeppni Gettu betur. Vinningslið síðasta árs, Vídalín, sem saman stendur af þeim Togga Balik, Keisaranum og Konnmania mættu Finnboga og co., sem eru þeir Danni á Peysunni, Bergrisinn og Finnboslice. Keppnin endaði með því að nýjir Gettu betur meistarar voru krýndir. Þeim til mikils ama fengu þeir ekki að lyfta Gettu betur bikarnum að þessu sinni þar sem hann var læstur inni í verðlaunaskáp skólans. Til að fagna þátttöku Íslands á EM í handbolta ákvað Nemó að halda vítakeppni í handbolta í skólanum. Sigurvegarinn var að sjálfsögðu Keisarinn sjálfur hann Gauti Geirsson! Nokkrum dögum eftir þessa epísku vítakeppni byrjaði veðrið því miður að versna og versna og fór það svo að margir MÍ-ingar sáu sér ekki fært að mæta í skóla vegna ófærðar. Sem betur fer tóku nokkrir nemendur skólans upp á því að moka bæði götur og bíla en eina ástæðan fyrir því var þeirra góðvild.
Próflokunum var svo auðvitað fagnað á viðeigandi hátt, og hið langþráða jólafrí gekk loks í garð hjá MÍ-ingum.
5
EMMÍ
MÍ GERIST HEILSUEFLANDI
V
erkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli er á vegum Lýðheilsustöðvar sem hefur þróað verkefnið í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, SÍF og HÍF. Markmið verkefnisins er góð heilsa framhaldsskólanema. Einnig að tryggja velferð þeirra sem getur leitt til betri námsárangurs og líðan nemenda. Verkefnið stuðlar að aukinni hreyfingu nemenda, hollu mataræði, geðrækt og heilbrigðum lífsstíl. Verkefnið tekur í heild fjögur ár og eru ólík þemu í gangi á hverju ári. Fyrsta árið er helgað bættu mataræði og annað árið er helgað hreyfingu. Á þriðja ári er geðrækt tekin fyrir og síðasta árið snýst svo um lífsstíl. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði var tilraunaskóli í þessu verkefni í fyrravetur en í haust bættust margir skólar í hópinn og var MÍ þar á meðal. Haldinn var skólafundur í september en þá hittust allir nemendur og kennarar á sal þar sem verkefnið var kynnt, ásamt þeim breytingum sem yrðu í skólanum. Myndir voru sýndar frá Flensborg þar sem mátti sjá ýmsar breytingar sem gerðar höfðu verið eftir að skólinn varð þátttakandi í verkefninu. Gaman var að sjá hversu miklar breytingar höfðu verið gerðar. Nemendum var skipt í nokkra hópa þar sem þeir hugstormuðu og komu með ýmsar hugmyndir um sniðugar breytingar og nýjungar í skólann. Margt gagnlegt og sniðugt kom fram í þessari hópavinnu en eftir það var boðið upp á grænmeti og ávexti sem nemendur gátu gætt sér á það sem eftir var dagsins. Fána frá verkefninu var flaggað fyrir utan skólann og skilti var sett upp. Nokkrum dögum síðar fékk skólinn brúsa að gjöf frá Lýðheilsustöð sem dreift var til allra nemenda og starfsmanna. Nú höfum við verið virk í þessu verkefni í nokkra mánuði. Á þessum tíma hefur skólinn bætt sig til muna. Vatnskrani er kominn á ganginn og í sjoppunni er farið að selja ýmsa ávexti. Nemendum er boðið upp á að kaupa sér boozt í mötuneytinu sem hægt er að hafa yfir daginn auk þess sem boðið er upp á frían hafragraut á morgnana. Einnig hefur framboðið á hollum mat í mötuneytinu aukist og minna er um unna matvöru en áður. Hvað okkur nemendur varðar þá gætum við ekki verið ánægðari með það að vera þáttakendur í verkefninu og við erum stolt af því að vera heilsueflandi framhaldsskóli.
6
7
ORÐIÐ Á GÖNGUNUM EMMÍ
1. HVAÐ ER MÁLIÐ? - 2. EF BESTI VINUR ÞINN MYNDI HALDA FRAMHJÁ BESTU VINKONU ÞINNI, MYNDIRÐU SEGJA HENNI FRÁ ÞVÍ, AF HVERJU? - 3. HVAÐA BLÓM ERT ÞÚ Í DAG? - 4. HVER ER UPPÁHALDS KENNARINN ÞINN? - 5. HVAÐ ÆTLARÐU AÐ VERÐA ÞEGAR ÞÚ VERÐUR STÓR? - 6. HVER ER SÆTASTUR Í TRON MEDIA? - 7. HVER ER SÆTASTUR Í KEISARAVELDINU? 8. HVER ER SKOÐUN ÞÍN Á KEISARANUM?
ANÍTA 1. BÚSETA Á TUNGLINU 2. JÁ ALGJÖRLEGA, ÞVÍ AÐ BESTI VINUR MINN VÆRI ÞÁ ALGJÖR HÁLVITI OG VÆRI EKKI LENGUR BESTI VINUR MINN. 3. ALPAFJÓLA 4. HRABBA 5. UNGFRÚ AKUREYRI, DJÓK KYNJAFRÆÐINGUR EÐA EITTHVAÐ 6. ENGINN SÆTUR 7. GAUTI ER GEGGJAÐ HOT EN EF ÉG VÆRI LELLA VÆRI ÞAÐ JÓHANNA STEFÁNS. 8. GEÐVEIKT HEITUR, TEL OKKUR HAFA SÖMU ÁHUGAMÁL OG MINN EINI SANNI DRAUMUR ER AÐ FARA Á RÚNTINN MEÐ HONUM Á TRAKTORINUM
DAVÍÐ 1. ÞAÐ GETUR VERIÐ KANNA 2. SKO, ÉG MYNDI SEGJA HONUM AÐ LÁTA HANA VITA EN EF HANN MYNDI EKKI GERA ÞAÐ MYNDI ÉG GERA ÞAÐ ÞVÍ HÚN Á RÉTT Á AÐ VITA ÞAÐ. 3. ÞRENNINGARFJÓLA 4. EMIL 5. GÖTUSÓPARI 6. EINAR BRAGI, ALGJÖRT KRÚTT 7. MAGGI TRAUSTA 8. MIKLL DRENGSKAPARMAÐUR, YNDISLEGUR PILTUR
HEBA 1. ÞETTA ER OF FLÓKIN SPURNING 2. JÁ ÉG MYNDI REYNA AÐ SEGJA HENNI ÞAÐ SMOOTH ÞVÍ ÞAÐ VÆRI LEIÐINLEGT EF HÚN FRÉTTI AÐ ÉG HEFÐI VITAÐ ÞAÐ. 3. RÓS 4. STELLA 5. EITTHVAÐ TÖFF 6. ANTON YRÐI FÚLL EF ÉG MYNDI SEGJA EINHVER 7. ANTON 8. HANN ER FLOTTUR
SNORRI 1. ÉG VEIT ÞAÐ EKKI 2. ÉG MYNDI SEGJA HONUM AÐ SEGJA HENNI, ANNARS GERI ÉG ÞAÐ SJÁLFUR. ÞAÐ ER ÞAÐ RÉTTA. 3. TÚLÍPANI Á VORDEGI ÞVÍ ÉG ER AÐ BLÓMSTRA 4. DÓRÓ 5. EITTHVAÐ SNIÐUGT 6. JÓI 7. ÓLI RAFN KRISTINSSON 8. HRYÐJUVERKAMAÐUR
8
ORÐIÐ Á GÖTUNNI
okkar
1. ÁTTU BARN Í MENNTASKÓLANUM? - 2. HVERNIG FINNST ÞÉR UNGLINGAR HAGA SÉR Í DAG? - 3. HVER ER SKOÐUN ÞÍN Á MÍ(MENNTASKÓLA ÍSLANDS)? - 4. HVAÐA BLÓM ERT ÞÚ Í DAG?
GUÐNI GUÐNASON – ÍSAFJÖRÐUR 1. JÁ LÍKLEGA 2. TIL FYRIRMYNDAR OG ALLS EKKI VERRI EN Í GAMLA DAGA. 3. BARA MJÖG JÁKVÆÐ. 4. RAUÐ RÓS
MÁLFRÍÐUR HJALTADÓTTIR – ÍSAFJÖRÐUR 1. JÁ ÉG Á EITT BARN, EN TVÖ ÚTSKRIFUÐ. 2. BARA MJÖG VEL, KURTEIS. 3. FRÁBÆRT AÐ HAFA HANN HÉR SVO AÐ BÖRN ÞURFI EKKI AÐ FARA ÚR SÍNUM HEIMABÆ TIL AÐ FARA Í SKÓLA. 4. RÓS.
MARÍA MARGRÉT AÐALBJARNARDÓTTIR – ÍSAFJÖRÐUR 1. NEI, EN HEF ÁTT. 2. BARA VEL, ALLAVEGANA ÞEIR SEM ÉG ÞEKKI. 3. BARA FRÁBÆRT AÐ HAFA MENNTASKÓLA HÉR Í HEIMABÆ, FRÁBÆRT AÐ HAFA MARGAR BRAUTIR OG FJÖLBREYTNI Í FÖGUM. SÍÐAN ER GOTT HVERNIG MENNINGARLÍFIÐ ER FJÖLBREYTT HJÁ ÞEIM. 4. GLEIMÉREY.
RAGNAR EDVARDSON– BOLUNGARVÍK 1. JÁ 2. BARA MJÖG VEL. 3. HANN ER ALVEG ÁGÆTUR. 4. TÚLIPANI
9
myMagazine
HERMANN NÍELSSON Okkar ástkæri íþróttakennari, Hermann Níelsson, hefur ákveðið að hætta störfum eftir 12 ára starf við Menntaskólann á Ísafirði. Hans verður sárt saknað hér í skólanum, enda hefur hann verið mjög virkur bæði í leik og í starfi. Hann hefur staðið fyrir ýmsum fjölbreyttum og skemmtilegum viðburðum sem hafa brotið upp skólalífið og eflt skólaandann. Við vildum kveðja Hermann (sem oftast er kallaður Hemmi Nilla) með því að fá að kynnast hans hlið og upplifun á starfi hans hér við skólann. Af hverju tókstu þessa ákvörðun að hætta kennslu við MÍ? Ég hef starfað sem íþróttakennari í 40 ár og alltaf hlakkað til að fara í vinnuna. Fyrir mörgum árum stefndi ég að því að hætta kennslu um leið og ég væri kominn á svokallaða 95 ára reglu þ.e. samanlagður starfsaldur og lífaldur. Ég hef alltaf farið mínu fram í störfum þó andinn í kring hafi
ekki alltaf verið jákvæður og hvetjandi. Áhugahvötin er enn jafn sterk og þegar ég hóf kennslu því íþróttakennslan hefur alltaf verið mitt áhugamál. Þess vegna hef ég alltaf blásið á mótbyr í lífinu og vorkennt þeim sem rótað hafa upp stormi í vatnsglasi. Að hlakka til og gleðjast er mikilvægt í lífinu og sannarlega hlakka ég til að hætta, á toppnum, ha ha ha... og fara að sinna öðrum áhugamálum á eftirlaunum. Ekki
10
það að ég hafi ekki starfað við annað en kennslu um ævina. Vann t.d. við eigin verktakastarfsemi sem málarameistari í 12 ár á Egilsstöðum og stóð samtímis í verslunarrekstri. Menntaði 4 sveina í faginu, tveir eru starfandi meistarar og hinir tveir fóru í háskólanám. Þá kom ég að eigin ferðaskrifstofu í þrjú ár sem staðsett var í London. Starfaði sem framkvæmdastjóri UÍA í þrjú ár og var verkefnastjóri hjá ÍSÍ í þrjá mánuði og hjá UMFÍ í hálft ár svo eitthvað sé nefnt. Hver eru þín framtíðarplön? Framtíðarplönin eru ýmis og möguleikarnir margir. Reikna þó með að auka námskeiðahald fyrir Rauða krossinn í skyndihjálp og skyndihjálp og björgun, sem er fyrir starfsfólk og þjálfara sem koma að starfi við sundlaugar. Það gæti orðið víðar en hér fyrir vestan. Þá hef ég hug á að nýta menntun mína sem einkaþjálfari og jafnvel bjóða upp á æfingar og námskeið í heilsueflingu með líkamsrækt sem þungamiðju. Þjálfun kemur líka til greina og pensillinn og rúllan verða ekki langt unda. Það getur allt eins verið að ég fari á flakk til annarra landa og starfi þar. Hvernig hefur starfið við Menntaskólann verið? Á þeim 12 árum sem ég hef starfað sem íþróttakennari við Menntaskólann á Ísafirði hefur verið bryddað upp á fjölmörgum nýjungum við skólann sem leitt hafa af sér frekara starf í samfélaginu. Nefna má valgrein um ,,heilsueflingu“ sem varð að samtökum um heilsueflingu í Ísafjarðarbæ og staðið hefur fyrir framförum á því sviði fyrir bæjarbúa s.l. 8 ár. Valáfangi í útivist þróaðist í að endurvekja Ferðafélag Ísfirðinga sem nú er vel starfandi og öflugt félag í bænum. Þó nokkrir nemendur héldu áfram námi í einkaþjálfun eftir að hafa sótt samnefndan valáfanga við skólann og eru starfandi á líkamsræktarstöðvum í Reykjavík. Valáfangi í frjálsíþróttum við MÍ á mínu fyrsta ári varð til þess að 40 krakkar æfðu frjálsar íþróttir
þrjú sumur á mínum vegum. Undirritaður sá um undirbúning fyrir fyrstu þátttöku HSV í Landsmóti ungmennafélaganna á Egilsstöðum og fóru 150 keppendur frá Ísafjarðarbæ og þar af 12 keppendur í
frjálsíþróttum 16 ára og eldri. HSV varð í 5. sæti í heildarstigakeppni Héraðssambanda af 26 samböndum innan UMFÍ. Glíman og handboltinn nú seinni árin í Herði eiga líka rætur í Menntaskólanum. Ekki er stoltið síðra að hafa átt þátt í að gera afreksíþróttabraut Menntaskólans, Akademíu MÍ, að veruleika fyrir 6 árum. Björgunarmaður 1 sem valgrein í skólanum á eftir að vinna sér sess og nú er á döfinni námskeið í Björgunarmanni 2 og vonandi verður einhver til að halda því starfi áfram þegar ég hætti. Miðvikudaginn 15. febrúar standa nemendur mínir í valáfanganum ÍÞF 102-4 leiðbeinendur/ þjálfarar ÍSÍ fyrir námskeiði fyrir foreldra barna í íþróttum sem aldrei hefur verið haldið áður hér í bæ og þó víðar væri leitað. Væntanlegir leiðbeinendur í íþróttum koma líka að þjálfun í Íþróttaskóla HSV sem er samfélagslegt framfaraskref. Íþróttakennslan sjálf er jú kennsla, ekki þjálfun, sem lýtur námskrá og kennsluáætlunum og uppfylla þarf skilyrði námskrár. Hin síðari ár hefur mæting nemenda
í íþróttir versnað hverju sem því veldur en það hefur að sjálfsögðu gert mig dapran hvað það varðar.
SKIPTINEMINN ÞORGEIR EGILSSON
Er eitthvað sem þú munt sérstaklega sakna? Auðvitað mun ég sakna nemendanna og þá sérstaklega þeirra sem orðið hafa vinir mínir og starfað mest með mér í gegnum tíðina. Hvaða blóm ert þú í dag? Getur ekki orðið annað en að mér finnst ég vera hálfgerður villigróður í íslenskri náttúru, kannski fjalldrapi en fallegust er þó bláklukkan.
Í lokin langar mig að segja frá fittneskeppni Menntaskólans sem fram fór fyrir nokkrum árum. Ég starfaði sem ræsir í keppninni og helstu íþróttaspírur skólans kepptu í að hlaupa í dekkjum, gera 20 armbeygjur, stökkva yfir áhöld og klifra í köðlum, sippa og hlaupa í mark. Að keppni lokinni var skorað á ræsinn að fara úr jakkanum og hlaupa brautina. Ekki var undan vikist, en skrítinn var svipur kappanna þegar í ljós kom að hinn 58 ára gamli íþróttakennari skólans var með besta tímann.
Þorgeir Egilsson, nemandi í Menntaskólanum á Ísafirði fór haustið 2010 til Bandaríkjanna sem skiptinemi. Þorgeir dvaldi í um 10 mánuði í Washington D.C. Bandaríkin eru algengur staður fyrir skiptinema og kynntist Þorgeir mörgum öðrum nemum frá mismunandi löndum. Hann stundaði nám í ekta Bandarískum ,,high school”, fór á Prom og kynntist bandarísku menningunni sem er algjörlega sér á báti. Þorgeir gerði ýmislegt á meðan á dvölinni stóð og ferðaðist meðal annars til New York og Puerto Rico. -How much wood would a woodchuck chuck if a woodchuck could chuck wood? A woodchuck would chuck as much
wood as a woodchuck could chuck if a woodchuck could chuck wood? -Hversu oft sástu feitan ameríkana með einn macca dee? Örugglega jafn oft og þið sjáið einn ákveðinn aðila labba niðrí bæ með heyrnatól og leðurfrakka. -Hvað var í töskunni? Hitt og þetta bara. -Skemmtilegast við þessa ferð var?… Það er ekki eitthvað eitt sem stendur uppúr held ég, gerði mikið þarna, nokkra NBA-leiki, tónleika, svona bíómynda high school party og fullt í viðbót. -Prufaðiru að “fjúddfjúa” í einn taxa? Nei, það gerði ég nú ekki -Ert þú terroristi Þorgeir? Get ekki sagt það nei. -Hver er forseti BNA? Svarti gaurinn
12
TRON MEDIA Það sem hefur verið mjög áberandi í skólanum okkar í vetur eru nokkrir drengir sem kalla sig Tron Media, en hópurinn saman stendur af þeim Einari Braga Guðmundssyni, Hreini Þóri Jónssyni og Jóhanni Gunnari Guðbjartssyni. Þeir hafa gjarnan sést á viðburðum skólans í vetur með myndavélar og hafa unnið við að skemmta nemendum á nemendafélagsskemmtunum með stórhlægilegum ,,sketchum”. ,,Sketchana” gera þeir í samstarfi við Sketchagrúppu MÍ sem hefur gengið mjög vel í allan vetur. Við áttum nokkur orð við þessa ungu og efnilegu drengi. Hvenær byrjaði Tron media og afhverju ? Við höfum í langan tíma verið að fikta við myndatökur og klippingar en það má segja að áhuginn hafi byrjað þegar Einar og Jói gerður CS myndbönd. Starfið hófst ekki fyrir alvöru fyrr en árið 2010 þegar við unnum stuttmyndakeppni Menntaskólans. Í raun kviknaði hugmyndin í sögutíma hjá Andreu Harðar þegar við gerðum verkefni í kvikmyndastíl. Hvernig skiptið þið verkunum ? Við skiptum verkunum drengilega á milli okkar en Einar og Jói sjá að mestu um myndvinnsluna. Hreinn og Einar sjá svo um að klára að vinna efnið með því að lita það og gera það flott. Við sjáum þó allir um myndatökuna en það fer allt eftir því hvað verið er að taka upp. Við erum meira og minna sameiginlegir hugmyndasmiðir en Hreinn er þulurinn og raun röddin á bak við Tron Media. Hreinn og Jói eru svolítið quality control á Einar, hann á það til að gera myndböndin svolítið crazy. Jói er þar sérstaklega á móti kirkjutónlistinni sem Einar á til með að ofnota. Hver eru helstu verkefni Tron Media ? Við fengum verkefni hjá BÍ/Bolungarvík við að taka upp leikina þeirra sumarið 2011. Við sendum út leikina og klipptum þá svo niður fyrir þjálfarann. Hreinn gleymdi reyndar einu sinni að ýta á REC og ,,tók upp” allan leikinn. Það var ekki mjög vinsælt. Við erum líka að hjálpa til með útsendingar á KFÍ leikjum. Mestum tíma eyðum við þó í að sitja á rassinum og hugsa hvað við getum gert. Við höfum verið að vinna við að gera þættina Ungmenni á Vestfjörðum sem hægt er að nálgast á YouTube. Rétt í þessu erum við að taka upp fyrir leikritið og ætlum að gera trailer úr því. Sketcha gerðin hefur líka verið mikil fyrir atburði í skólanum
í samstarfi við Sketchagrúppu Mí sem hefur gengið mjög vel. Í fyrra unnum við á myndvélunum fyrir Kukl Aldrei fór ég suður, en annars höfum við líka verið að snúa okkur að brúðkaupum og fjölskylduviðburðum. Næst á dagskrá er svo bara að sjá um söngvakeppnina þar sem við gerum líklega keppendamyndbönd og tökum lögin upp. Hvernig er framtíðin hjá Tron Media? Framtíðin er auðvitað Hollywood, en þangað til verðum við að reyna að mennta okkur meira. Planið er að fara í allar áttir og gæti þá verið erfitt fyrir okkur að vinna saman á meðan. Til að mynda þá ætlar Hreinn að fara í skóla í Bretlandi á næstunni, en planið er að ná aftur saman á endanum og þá með enn betri þekkingu á þessum sviðum en áður. Hvað mun Menntaskólinn gera án ykkar? Það var í bígerð að taka einhverja til okkar til þess að kenna þeim á þetta en það hefur ekki enn komið að því og er það ekkert ákveðið enn. Það væri þó skemmtilegt ef Sketchagrúppan gæti haldið áfram þar sem þetta hefur fengið svona góðar undirtektir. Hvar fáið þið innblástur? Við fáum mikinn innblástur frá fólkinu sem við þekkjum og margar góðar hugmyndir koma upp þegar við spjöllum við félaga okkar. Við búum yfir fullt af hugmyndum sem við eigum eftir að nota. Hvað er skemmtilegast að gera? Það hefur verið mjög gaman að vinna með Sketchagrúppunni og þá sérstaklega að búa til lög og gera myndböndin við þau. Það er líka alltaf skemmtilegt að sýna myndböndin og fá góð viðbrögð frá fólkinu. Hvaðan kom nafnið? Það var svona í 8. bekk og 9. bekk þá var Hermann Óskar alltaf að segja HeMmZiTrOnZ og svo bættist alltaf meira við og við strákarnir fórum að nota það en á endanum stóð Tron bara uppúr. Eitthvað að lokum? Við viljum benda fólki á að hægt er að nálgast sketchana okkar á www. youtube.com/thetronmedia. Við viljum einnig þakka Baldri Geir og Stefáni Diego fyrir að styðja við bakið á okkur í gegnum súrt og sætt. Einnig viljum við þakka Sketchagrúppunni sem hefur verið okkur mikill stuðningur og gert sketchana að því sem þeir eru.
13
myMagazine EMMÍ
DJ BERNDSEN Í haust urðu menntskælingar mjög heppnir og leyndi gleðin sér ekki þegar í ljós kom að enginn annar en Dj Berndsen myndi þeyta skífurnar á busaballinu. Með honum voru þeir Friðrik Dór og Emmsjé Gauti, en hann sá um að spila undir hjá þeim ásamt því að trylla lýðinn með Dj hæfileikum sínum. Ljúfir tónar léku um salinn allt þetta kvöld. Berndsen hefur verið að slá í gegn upp á síðkastið og átti hann meðal annars sumarsmellinn Úfur úlfur sem hann flutti ásamt Bubba Morthens. Hann hefur verið að vinna með mörgum tónlistarmönnum en hann er lang þekktastur fyrir sinn einstaka 80’s stíl sem einkennir bæði tónlist hans og fatastíl. Hvernig fannst þér stemmningin vera á Ísafirði? Stemmningin á Ísafirði var náttúrlega mjögggg nett! Myndirðu vilja koma hingað aftur og spila eins og t.d á Aldrei fór ég suður? Já há ég myndi svo sannarlega vilja koma aftur. Hef reyndar
sótt tvisar um á Aldrei fór ég suður og alltaf fengið neitun. Nú ert þú mjög fjölhæfur listamaður. Er ekki alltaf brjálað að gera hjá þér? Nú bý ég í Portúgal með kærustunni og er að vinna í plötunni hennar Þórunnar Antoníu og remixum fyrir ýmsar hljómsveitir og svo nýju efni fyrir mig, þannig brjálað að gera jú jú jú! Hvað hefurðu verið að bralla uppá síðkastið? Upp á síðkastið fyrir utan múskina er ég kominn með elda delluuu! er sífellt í eldhúsinu að mixa eitthvað sniðugt. Hvað er á döfinni? Við erum að reyna sækja á þýskan og japanskan markað. Svo er ég að fara dj-a hérna smávegis í Portúgal þannig nóg að gera í músikinni. Þú hefur tileinkað þér mjög sérstakan og virkilega töff stíl, bæði í tónlist og öðru. Hvernig þróaðist það? Vá erfitt að svara varðandi þróun á minni músik, held ég sé ekki að reyna að þróa neitt bara gera netta 80´s músik og finna einhver gömul föt í fataskápum hjá fólki, það hefur virkað hingað til. Hver er þinn uppáhalds tónlistarmaður sem þú hefur unnið með? Erfið spurning en það er pottþétt Bubbi! Á hvaða level þarf maður að vera kominn til þess að geta fengið jafn þéttan skeggvöxt og þú? Magnað hvað margir spyrja mig um skeggið, hmm ég held að skeggvöxturinn sé svona þéttur því ég vann einu sinni á bensínstöð og held að bensíngufurnar hafi farið í andlitið á mér með tímanum og skeggiðððð kom allt í einu! Eitthvað að lokum? Vonandi sé ég ykkur aftur á Ísafirði í góðum gír !!!
14
15
Hafðu bankann með þér Með „appinu“ okkar getur þú tengst Netbankanum þínum í gegnum farsímann og nálgast margvíslega þjónustu. · Millifærslur · Ógreiddir reikningar · Yfirlit og staða kreditkorta · Myntbreyta og gengi gjaldmiðla · Samband við þjónustuver · Staðsetning útibúa og hraðbanka Þú færð nánari upplýsingar á www.islandsbanki.is/farsiminn
Skannaðu kóðann til að sækja „appið” frítt í símann.
16
islandsbanki.is | Sími 440 4000
Þann 21. júní lögðu þær Kristín Þorsteinsdóttir og Emilía Arnþórsdóttir af stað í þvílíka draumaferð en þær fóru til Aþenu að keppa á alþjóðaleikum, Special Olympics. Þær voru meðal 36 annarra keppenda sem Íþróttasamband fatlaðra sendi á mótið og kepptu þau í 8 íþróttagreinum. Kristín keppti í sundi og Emilía í boccia en þær æfa báðar með Íþróttafélaginu Ívari á Ísafirði. Leikarnir voru settir 25. júní og var þetta ólíkt öllum öðrum mótum sem þær höfðu áður keppt á. Emilía hafnaði í fjórða sæti í sinni grein en Kristín hreppti silfur í 100m skriðsundi í sínum flokki. Við náðum tali af stelpunum og þær sögðu okkur aðeins frá ferðinni. Þekktirðu eitthvað af Íslendingunum sem fóru með þér? K: Þekkti Elínu sem kom frá Reykjavík og keppti í golfi og svo Elsu sem keppti líka í sundi úr Firðinum. E: Nei, bara Kristínu. Hvað var ferðalagið langt? K: Ég þurfti fyrst að fljúga til að komast til Grikklands. Á hverjum morgni þurfum við að keyra með rútu frá staðnum þar sem við
okkar
KRISTÍN OG EMILÍA gistum og í sundlaugina. E: Jú, mjög langt. Hvað var það skemmtilegasta sem þú gerðir? K: Mér fannst gaman að fara á ströndina. Og svo var opnunarhátíðin rosa stór og mikil. Vanessa Williams, leik- og söngkona og Stevie Wonder sungu á opnunarhátíðinni. E: Bara það sama og Kristín sagði, ströndin og opnunarhátíðin. En leiðinlegasta? K: Vakna snemma og keyra um morguninn. E: Erfitt að vakna á morgnana. Var erfitt að keppa á svona stóru móti? K: Já, stundum, allt öðruvísi en heima. E: Já, erfitt að reyna að komast inn, alltaf svo mikið af fólki allsstaðar. Kynntistu einhverjum skemmtilegum krökkum? K: Já, nokkrum Íslendingum en engum útlendingum. E: Já, fullt, mest Íslendingum samt. Hvernig fannst þér að komast á verðlaunapall? K: Bara fínt, var rosalega ánægð. E: Fékk 4. sætið, mjög fínt að fara á verðlaunapall Ertu búin að fara til fleiri landa að keppa? K: Fór með Firðinum sem er íþróttafélag í Hafnarfirði og keppti í Svíþjóð um daginn. Þetta var í annað skiptið sem ég fór til Malmö. E: Nei, fullt af keppnum á Íslandi bara. Hvernig hefur þér gengið á þeim mótum? K: Bara vel, kom heim með einn verðlaunapening fyrir boðsundið. E: Ágætlega held ég Ert þú að fara að útskrifast í vor? K: Já. E: Já, þetta er 4. árið mitt núna. Hvað ætlarðu að gera eftir útskrift? K: Kannski halda áfram í skóla en ég ætla að halda áfram að æfa sund með Íþróttafélaginu Ívari E: Ég bara veit það ekki alveg, en ég ætla að halda áfram að æfa boccia. Er að fara á mót bráðum að keppa. Hvaða blóm ert þú í dag? K: Ég er rós, það er uppáhalds blómið mitt. E: Það er rós. Eitthvað að lokum? K: Það var gaman að fara í öðruvísi sundferð og kynnast nýjum krökkum. Væri gaman að fá að fara aftur á svona stórmót. Fékk flotta móttöku þegar ég kom heim og var rosa ánægð með það. E: Ég var svo þreytt eftir svona stórt mót og erfitt ferðalag en það var gott að koma heim og sjá mömmu og pabba seint um kvöldið.
17
EMMÍ
M
ORFÍS lið MÍ (Menntaskóla Íslands) er ekki af verri endanum þetta árið og komumst við í 8. liða úrslit. Liðið skipa Gauti Geirsson liðstjóri, Berglind Halla Elíasdóttir frummælandi, Tómas Ari Gíslason meðmælandi og Ísak Emanúel Róbertsson stuðningsmaður. Fyrsta keppnin þetta árið var haldin hér heima á Ísafirði og var hún á móti FS en MÍ fór með sigur af hólmi með 38 stigum. Umræðuefnið var ,,Ofbeldi leysir ekki vanda” og MÍ mælti með. Þessi keppni var ,,mesta fokkupp í sögu MORFÍs” að sögn dómara og þurfti að beita svokallaðri tveggja dómara reglu. Það var mikil spenna og æstir krakkar biðu í einn og hálfan tíma eftir úrslitum. Næsta keppni var svo fyrir sunnan en MÍ-ingar fjölmenntu og var stuðningslið okkar umtalað. Hátt í 70 manns á vegum nemendafélagsins fóru suður og fleiri fóru á sínum eigin vegum til að hvetja liðið okkar. Umræðuefnið það kvöld var ,,Fólk er heimskt” og MÍ mælti með. Keppnin var rosalega spennandi, en stuðningsliðið að vestan lét heyra vel í sér og heyrðist betur í MÍ-ingum en FB-ingum. Úrslitin komu mörgum á óvart en auðvitað vissum við að ræðulið Menntaskóla Íslands myndi sigra. Síðasta keppnin sem við kepptum var á móti MS og umræðuefnið var ,,Magn umfram gæði” og mæltum við á móti. Ferðin byrjaði alls ekki vel. Nemendafélagið var búið að skipuleggja rútuferð á laugardeginum en rútan komst ekki vegna ófærðar og mikill pirringur var í öllum hópnum. En ekki voru öll kurl komin til grafar, flugið var möguleiki en það var athugun þar til um miðjan dag þegar það lægði og hljómsveitin og lítill hópur af krökkum sem pöntuðu sér flug í hvelli á laugardagsmorgun skelltu sér í smá leiðangur. Þessi hópur tróð hljóðfærum og allskonar snúrum í 4 bíla til að komast upp í Menntaskólann við Sund með allt fargið. Keppnin hófst svo um 9 leytið og mikil spenna var í salnum. Ísfirðingar voru fleiri en búast mátti við vegna ófærðar frá Ísafirði og voru allir tilbúnir í slaginn. Liðið okkar stóð sig mjög vel, og við getum ekki annað en verið stolt af þeim. Keppnin var mjög jöfn allan tímann og endaði hún með að MS sigraði keppnina með 66 stigum.
18
okkar
GAUTI GEIRSSON
Drauma umræðuefni: Sjálfstæði Vestfjarða Uppáhalds ræðumaðurinn: Hermann Siegle Hreinsson Steiktasta sem hefur komið fyrir í MORFÍS: Spjall Ásgeirs við Birgittu Birgis sem söng Halo á youtube Hvaða blóm ert þú í dag?: Sonnenblume
ÍSAK EMANÚEL RÓBERTSSON
Drauma umræðuefni: Nútíminn Uppáhalds ræðumaðurinn: Dabbi neg eða stuðfellz Steiktasta sem hefur komið fyrir í MORFÍS: Þegar ég sofnaði inní stofu 7 og vaknaði með þrifkonuna hliðiná mér vera þrífa töfluna... frekar vandræðalegt.. það gerðist tvisvar Hvaða blóm ert þú í dag?: lúpína... ég er allstaðar..
BERGLIND HALLA ELÍASDÓTTIR Drauma umræðuefni: Ljótt fólk er ekki til Uppáhalds ræðumaðurinn: Einsi Potter Steiktasta sem hefur komið fyrir í MORFÍS: Alltof mikið. Ætli það standi ekki uppúr þegar ég labba inn í stofu 1 og þá er Segullinn með buxurnar á hnjánum, mjög stoltur, Óli nýbúinn að renna sínum upp og Gauti hlæjandi.. Ég veit ekki hvað var að ske Hvaða blóm ert þú í dag?: Rautt blóm
TÓMAS ARI GÍSLASON
Drauma umræðuefni: M-Kenningin Uppáhalds ræðumaðurinn: Stuðfellið Steiktasta sem hefur komið fyrir í MORFÍS: Þegar Litli Daltón bað okkur um heftara á keppnisdag Hvaða blóm ert þú í dag?: Væntanlega Sativa, eins og alla daga..
19
EMMÍ
BUSUN BÖÐULL & BUSI
20
Busavikan er með skemmtilegri viðburðum ársins ef ekki sá skemmtilegasti og er mikilvægur partur af félagslífi skólans. Síðustu busanir hafa verið frekar veikar enda hefur broddurinn verið brotinn af þeim með ýmsum takmörkum sem skólayfirvöld hafa sett. Lítið hefur mátt gera við blessaða nýnemana sem er synd, þar sem allir eða allavega flestir hafa bara gaman af því þegar það er ruglað aðeins í þeim. Alla-vega hefði ég sjálfur viljað að það hefði verið gerður aðeins stærri viðburður úr minni inngöngu í skólann. Busavikan hófst ósköp eðlilega þetta árið. Vandræðalegir busar tóku sín fyrstu skref í framhaldsskólagöngu sinni og reynt var að gera þessi skref eins leiðinleg og pínleg og hægt var að gera þau. Tekið var vel á móti krökkunum og geli og brúnkuklútum hent á þau og ógeðssulli ofan í þau. Svo var þeim gefinn matur í frímínútum. Svo var auðvitað sett límbönd á öll gólf, svo að busarnir myndu nú ekki villast.
okkar
Böðlapistill: Þorgeir Jónsson munkur
hveiti á meðan þau skvettu sér niður, þvílík stemning! Eftir það þurftu þau að sjálfsögðu að hneygja sig og beygja fyrir 3. bekk og að biðja miskunnar. Að lokum gáfum við blessuðum busunum útrunnar pylsur sem þau gátu rennt niður með kóla og sítrusdrykkjum. Yfir höfuð fannst mér þessi busun heppnast vel og var gaman að fá loksins að busa. Busunin í skólanum verður harðari og skemmtilegri með hverju árinu og ég hlakka til að fylgjast með hvernig 94 árgangurinn kvelur næstu busa.
Busapistill: Rannveig Hjaltadóttir
Svo kom að busauppboðinu sem að allir biðu spenntir eftir. Busunum var komið fyrir í þröngu herbergi málaðir og hárið gert fínt svo að 3. bekkur myndi nú fá sem mesta pening fyrir þetta hyski. Svo var þeim skipt í hópa og þau látin skríða inná svið og leika listir sínar fyrir framan áhorfendur. Sumir hóparnir fóru fyrir nokkra þússara og aðrir fyrir fleiri eins og gengur og gerist. Krakkarnir gerðu allt frá því að fá pizzu og horfa á mynd yfir í það að þurfa að taka til í herbergjum og þrífa bíla. Nokkrir fengu hveiti á sig og auðvitað var svo kvartað yfir því hversu erfitt var að ná þessu úr hárinu, algjörir búðingar #skúli. Svo var komið að lokadegi innvígslunnar. 3. bekkur hafði undirbúið daginn vel og mörgum hugmyndum var komið í verk. Fjöldinn allur af munkum sem prýddu Stjánagrímur biðu í skólanum eftir busadraslinu og gerðu sig tilbúna fyrir átök dagsins. Já það var ekki frýnileg sjón sem beið busanna í skólanum þann daginn. Satanísk tónlist var látin í græjurnar til að skapa góða stemningu og til að koma upp vígalegri stemningu innan hóps böðlanna.
Eins og hjá flestum 1. bekkingum sem eru að hefja sína menntaskólagöngu hófst mín og jafnaldra minna, á því sem sumir biðu spenntir eftir en ég tel flesta hafa kviðið mjög fyrir busuninni. Það var allavega greinilegt að busunin var eitthvað sem 3. bekkingar biðu ólmir eftir og hlakkaði til að fá að fara illa með okkur, enda byrjuðu þau víst of snemma. En það var nú bara gaman og gerði þetta allt saman skemmtilegra. Það sem mér og öðrum fannst óþægilegast var að maður vissi aldrei á hverju maður ætti von seinna um daginn. Kennararnir voru búnir að vara okkur við og segja okkur að við ættum helst að mæta í fötum sem máttu eyðileggjast eða verða fyrir hnjaski. Það stressaði marga upp, þar á meðal mig. Þegar við svo mættum í skólann á mánudeginum var tekið vel á móti okkur. Þá var strax byrjað að setja egg, sykur og fleira ógeð í hárið á okkur og svo strokið yfir andlitin á okkur með brúnkuklútum. Þegar inn var komið var búið að afmarka svæði
Busunum var komið fyrir í litlu herbergi og slökkt öll ljós. Svo komu þau fram eitt af öðru og þurftu að borða einhvern horbjóð og gera einhverjar léttar þrautir. Markmiðið var náttúrulega að sem flestir ældu og að öllum liði bara sem verst yfir höfuð. Svo fengu þau náttúrulega að renna sér niður rennibrautina sem 3. bekkur var búinn að leggja kvöldið áður. Rennibrautin var af stærri gerðinni og hefði sómt sér vel inní hvaða vatnsgarði sem er, í Evrópu. Svo var dúndrað yfir þau
21
EMMÍ sem við máttum vera á og þurftum við að fara eftir sérstökum línum á leið okkar um gangana en þurftum við oft að hoppa, beygja okkur eða skríða í stigunum og undir borð. Það var einnig búið að afmarka svæði í miðri gryfjunni fyrir okkur þar sem við þurftum að vera í frímínútum. Þann dag var nokkur kvíði hjá okkur fyrir frímínútum þar sem við vorum látin gera ýmislegt vandræðalegt eins og að dansa, syngja, lesa texta og að sjálfsögðu drekka ógeðsdrykk. Ef einhver svo óhlýðnaðist og til dæmis fór í burtu þegar við áttum að vera í gryfjunni var hann settur á einhvern svartan lista þar sem hann þurfti seinna að kyssa frosinn makríl.
22
Næsti dagur byrjaði eins og sá fyrri. Þegar við mættum var strax í andyrinu byrjað að klína allskonar ógeði í hárið á okkur og þegar búið var að gera okkur sæt og fín og við fengum að fara inn blasti við okkur skemmtileg sjón. Það var búið að grafa upp gamlar myndir af okkur busunum og setja þær upp á vegg. Þetta lagðist nú misvel í fólk en mér fannst þetta sniðugt. Seinna um daginn fór svo busauppboðið fram en það er eitthvað sem marga hlakkaði til. Fyrst var farið með okkur inn á gang þar sem krotað var á okkur og við gerð enn huggulegri. Eftir það vorum við látin skríða fram í hópum og sett á uppboð þar sem við vorum látin öskra, þykjast fæða barn, hoppa um og fleira fyrir framan flesta nemendur skólans. Síðan hitti hver hópur kaupendur sína og þurftu að þóknast þeim á ýmsan máta. Margir þurftu að þvo bíla og var ég til dæmis látin þrífa nokkra með eyrnapinnum. Sumir dönsuðu á hringtorginu, aðrir ýttu bílum um bæinn, sungu, borðuðu vondan mat og margt fleira. Þrátt fyrir að þessi dagur hafi verið nokkuð niðurlægjandi og erfiður fyrir marga þá var þetta samt mjög skemmtilegur og ógleymanlegur dagur. Ég eins og margir aðrir, kveið mest fyrir síðasta deginum. Það var lítið hægt að læra fyrstu tímana þar sem allir voru annað hvort að springa úr spennu eða stressi. Þetta byrjaði svo allt með því að við heyrðum háværa tónlist og stuttu seinna voru böðlarnir komnir með frekar óhugnalegar grímur að ná í okkur. Það var farið með okkur inn á ganginn líkt og daginn áður þar sem öll ljós voru slökkt, hávær tónlist spiluð og búið var að koma fyrir blikkljósum. Það urðu margir ansi smeykir þegar það birtust nokkrir böðlar á hinum enda gangsins í einhvers konar munka klæðum og með þessar grímur. Við vorum svo látin klæða okkur í ruslapoka, krotað var á okkur og við tekin fram. Þegar við vorum komin í gryfjuna kom í ljós að það hafi gleymst að sækja nokkra busa sem höfðu verið í tíma. Þeir krakkar komu og eftir að hafa tekið límbandið út um allan skólann fórum við út. Þar var búið að koma upp einhverskonar þrautabraut fyrir okkur en hún byrjaði á því að við þurftum að borða eitthvað ógeð sem ég veit ekki hvað var og hef eingan áhuga á að vita. Þrautabrautin endaði svo á nokkurskonar vatnsrennibraut. Við hana stóðu böðlar með vatnsslöngu og hveiti sem þau sprautuðu og helltu yfir okkur. Þetta var eitthvað sem mér hefði getað fundist gaman hefði það ekki verið ógeðsdrykkur sem beið eftir manni þegar við komum niður. Þegar þessu var lokið áttum við svo að lúta fyrir 3. bekkingum og vorum síðan boðin velkomin inn í skólann með grilluðum pylsum. Þó að ég og margir aðrir kviðu þessari busun mjög þá er þetta samt eitthvað sem ég hefði ekki viljað sleppa og er viss um að margir eiga eftir að líta til þessa tíma seinna með bros á vör.
okkar
Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, súkkulaði útum allt, niðrá kistu lekur…söng tuskubrúðan Páll Vilhjálmsson forðum. En hvað sem öðru líður þá er Sólrisan 2012 að ganga í garð með tilheyrandi há- og lágmenningu; rokki, hlátri, ljúfum söng, ógeði og mörgu fleira. Þetta vandasama verk að skipuleggja menningarhátíð eins og Sólrisuna gerir maður ekki einn síns liðs, enda væri það ómögulegt. Sólrisunefndin þetta árið er skipuð Birtu Guðmundsdóttur, Ívari Atla, Anítu Björk, Hermanni Siegle og engum öðrum en Ásgeiri Bassa. Það er valinn maður og kona í hverju rúmi…! Það er einhvern veginn þannig að Sólrisan klikkar bara ekki, þeir nemendur sem eru að upplifa hana í þriðja skiptið munu ekki verða fyrir vonbrigðum og þeir sem eru að upplifa hana í fyrsta skiptið, njótið hverrar mínútu. Við munum setja markið hátt fyrir komandi Sólrisuhátíð. Þrátt fyrir að við séum að fagna komu sólar með Sólrisuhátíð, þá hefur veðrið alltaf ákveðið lag á því að hrekkja okkur svona fyrstu vikuna í marsmánuði. Við bindum vonir okkar við að þetta árið muni veðrið fara sér hægt á meðan við skemmtum okkur, ef ekki þá tökum við því eins og hverju öðru hundsbiti. Við vitum að maður er manns gaman og við kunnum að skemmta okkur!
ÁVARP
MENNINGARVITA
Til að stikla á stóru þá nefni ég nú bara nokkur atriði, svona fyrir smjörþefinn: Við hefjum vikuna á rólegum nótum með smá yoga í gryfjunni, en svo þegar vikan fer að líða má sjá þekkt andlit eins og leikkonuna Helgu Brögu Jónsdóttur, tónlistarmanninn og töffarann Jón Jónsson og fl. og fl. Tónlistarsúpan er svo sannarlega á sínum stað og verður í veglegri kantinum. Hún mun fara fram í Edinborgarsalnum og koma þar fram hljómsveitir eins og, Prins Póló, Klysja og fl. sem munu leika ljúfa tóna fyrir okkur. Hin sullandi stuðhljómsveit FM Belfast mun svo slá botninn í vikuna með balli handa þreyttum Menntskælingum. Ég vil hér með þakka öllum fyrirtækjunum sem lögðu okkur lið við að gera þetta mögulegt. Án þeirra væri þetta ekki að gerast! Here comes the sun kæru bæjarbúar! Vá Hvað þetta verður gaman ! - Jóhanna Stefánsdóttir Menningarviti NMÍ !
23
EMMÍ
Þorgeir Jónsson
Hallberg Brynjar Guðmundsson
GETTU BETUR Á
haustönn 2011 var haldið inntökupróf þar sem áhugasamir fengu tækifæri til að komast í Gettu betur lið skólans 2011-2012. Inntökuprófið var í tveimur hlutum, annar hlutinn var skriflegur og hinn var munnlegur. Þeir sem stóðu upp úr eftir þessar þrautir voru þeir Þorgeir Jónsson, Daníel Ólafsson og Hallberg Brynjar Guðmundsson. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa komið við sögu í Gettu betur liði skólans, því skólaárið 2009-2010 var Þorgeir í liðinu ásamt þeim Fanneyju Jónsdóttur og Silju Rán Guðmundsdóttur og á seinasta ári, skólaárinu 2010-2011 voru þeir Hallberg og Daníel í liðinu ásamt honum Gauta Geirssyni. Þetta voru því engir nýgræðingar sem MÍ telfdi fram þetta árið. Þegar liðið var orðið fullskipað og æfingar að hefjast var svo dregið um hvaða skóla við myndum etja kappi við. Við drógumst á móti Verkmenntaskóla Akureyrar og ákveðið var
24
Daníel Rafn Ólafsson
að keppnin myndi fara fram þann 12. janúar í Reykjavík. Þann 12. janúar mættu svo strákarnir okkar gríðarlega einbeittir og yfirvegaðir til leiks, enda var þetta ekki í fyrsta skipti sem að þeir spreittu sig í þessari keppni fyrir hönd skólans. Keppnin fór vel af stað og staðan eftir hraðaspurningarnar var 8-4 okkur í vil, sú staða hélst svo óbreitt út keppnina og unnum við Verkmenntaskóla Akureyrar með 4 stigum. Salurinn var troðfullur af MÍ-ingum sem studdu við bakið á strákunum sínum. Eftirminnilegt atvik átti sér stað í þessari keppni þar sem spyrillinn, hún Guðrún Dís Emilsdóttir, fékk aðsvif eftir fyrstu bjölluspurninguna og datt í gólfið í beinni útsendingu. Henni var þó ekki meint af fallinu og hélt keppnin áfram eftir að hún hafði verið stöðvuð í smá tíma og nokkur lög spiluð. Mikil fagnaðarlæti brutust svo út þegar keppninni lauk og ljóst var að við MÍ-ingar vorum komin í 16 liða úrslit í Gettu betur 2012 og þar með búnir að jafna besta árangur MÍ. Gleðin entist til 19. janúar, en þá var keppnin í 16 liða úrslitum haldin. MÍ átti nú að etja kappi við Fjölbrautaskóla Garðarbæjar. Strákarnir okkar þurftu ekki að fara suður í þetta sinn, þökk sé tækninni, og gátu því verið hér á heimavelli og svarað spurningunum í útvarpshúsinu á Ísafirði. Leikar fóru þannig að Fjölbrautaskóli Garðarbæjar fór með sigur af hólmi, en lokatölur voru 23-8. Þrátt fyrir að hafa ekki komist lengra þetta árið höldum við fast í vonina að á næsta ári munu landsmenn fá að sjá Menntaskólann á Ísafirði komast í sjónvarpssal í spurningakepninni Gettu betur.
Spurningar:
Svar: 162 Hvar er Chukotka og hvað er merkilegt við bæjarstjórann þar? Halli: Í Slóvaníu, og bæjarstjórinn er managerinn í liðinu. Danni: Chukotka er í mexíkó og bæjarstjórinn er kvenkyns. Þorgeir: Chukotka!!?? CHUKOTKA!!?? Á ég að vita ehv um það… er ehv frægt lið sem heitir chukotka…. Segjum bara þetta heimabær liðsins Anzhi. Svar: Í Rússlandi. Bæjarstjórinn er eigandi Chelsea. Afhverju Siggi boj? Halli:Hann er ekki hægt, og hann er líka líkur gunnaboy. Danni: mhm… veit ekki hvað þú ert að tala um.. Þorgeir: Af því að hann er eineggja klón Gunna boy Svar: Gunni boy
Hvaðan er Siggi boj? Halli: Súðavík Danni: Veit ekki hver það er Þorgeir: Ummm Súðavík.. eins og Stjáni Svar:Súðavík Hver er Finnimagg? Halli: Meistari. Danni: Er það ekki þarna….. vinnur hann ekki hjá Bókhlöðunni.. annars er þetta bara frasi sem Gauti bjó til. Þorgeir: Golfvallastarfsmaður Svar: Vinnur í bókhlöðunni og er gull af manni Hvernig trommusett á benni bentbentbentbentbent? Halli: Hann á everlast trommusett… Danni: Trommusettið… það er svart Þorgeir: Ég þekki ekki eina tegund af trommum.. Svar:Pearl Hver er uppáhalds flíkins hans Emils kennara? Halli: Er það ekki lopapeysann…. Er aldrei í tíma hjá honum
Danni: Hénna… dökkblá peysa Þorgeir: Bara allar flíkur með nógu stórann vasa fyrir sígarettupakka
okkar
1+34+54+23+532+23-23+3-234-52-199= Halli:1000 Danni: núll. Þorgeir: þá er þaaaað… 324
Svar: Lopapeysa Hvað fæst í sjoppunni (Finnalandi) en er aldrei til? Halli: Corny… Danni: Ég veit það ekki.. Þorgeir: Ég veit það ekki… kókómjólk? Svar:Pepsi max Hvað eru “The Three Stripes”? Halli: Three stripes er systraband the White stripes.. þar sem minni bróðir Jack White, White Jack, er við stjórnvöldin. Hún hefur gefið út núll plötur og núll lög. Danni: Dunno…. Veit það ekki. Þorgeir: Adidas. svar: Adidas
Halli: 3 stig Danni: 1 stig Þorgeir: 4 stig
Seljum rafmagn fyrir allar tegundir tölva !
25
Eitt sem hefur einkennt skólann í vetur er stuðningsmannaliðið okkar sem oftast er kallað Stuðningstuddarnir. Í rauninni er allur skólinn hluti af þessu liði en þetta hefði aldrei orðið að veruleika ef nokkrir duglegir og lífsglaðir ungir strákar hefðu ekki tekið að sér að koma þessu af stað. Þetta eru þeir Anton Helgi Guðjónsson, Ásgeir ,,Bassi” Gíslason, Baldur Geir Gunnarsson, Finnbogi Dagur Sigurðsson, Jóhann Mar Sigurðsson og Stefán Diego Garcia. Þeir hafa séð um það að hvetja fólk til þess að koma á Morfís keppnirnar fyrir sunn-an og hafa haldið uppi stemmningunni í áhorfendahópnum. Liðið er umtalaðasta stuðningslið landsins og var það sögulegt þegar við mættum FB í Morfís á þeirra heimavelli. Ísfirðingar fylltu salinn og voru Stuðningstuddarnir hoppandi, klappandi, syngjandi og öskrandi nær allan tímann. Það má með sanni segja að FB hafi aldrei átt neinn séns í stuðningsmannakeppninni. Markmið Stuðningstuddana er fyrst og fremst að yfirgnæfa hitt stuðningsliðið en að sjálfsögðu vilja þeir líka hvetja bæði okkar Morfís lið og drengina í Gettu betur liðinu til sigurs. Morfís liðið er mjög þakklátt fyrir þennan góða stuðning sem Tuddarnir hafa veitt þeim og segjast ekki hafa getað komist svona langt án þeirra. Þið veltið eflaust fyrir ykkur hvernig standi á þessu. Örfáir strákar geta komið saman og leitt heilan sal af stuðningsmönnum. Já, þeir gera ýmislegt til þess að undirbúa sig. Aðspurður segir Anton Helgi að hann fari og bjargi 50 indverskum börnum úr brennandi húsi í Vesturbænum. Aðrir stökkva úr flugvél og sumir byrja að æfa raddböndin vel, tíu tímum fyrir keppni. Stefán Diego er þó bara salla rólegur, skellir sér í tvo ljósatíma, setur ipodinn í eyrun og hlustar á óperu. Þeir segjast alls ekki verða þreyttir á því að vera stanslaust á fullu í nokkra tíma að öskra og syngja hástöfum til að hvetja sitt lið áfram. ,,Ég fæ bara ekki nóg af því að klappa hátt” segir Anton Helgi og hlær hrossahlátri og klappar hátt í senn. Tuddarnir hafa að sjáfsögðu grafið nöfn sín á söguspjald skólans og því fylgir að sjálfsögðu mikið sjálfstraust. ,, Við erum stærri en allir í skólanum, við lítum niður á alla” segir Bassinn. ,,Við veltum bílum og berjum fólkið sem horfir í augun á okkur.” Segir Baldur Geir og horfir djúpt inn í augu mín og skyndilega finn ég kalt vatn renna mér á milli skinns og hörunds. Þótt að Morfístímabilið sé búið hjá okkar skóla þá er nóg framundan hjá tuddunum. ,,Strax í vor byrjar undirbúningurinn fyrir næsta Morfís tímabil.” Segir Finnbogi Dagur. Jóhann Mar segir að þeir séu fullbókaðir fram yfir sumarið en ætla til að byrja með að snúa sér að 123 KFÍ. ,,Við förum í það að velta bílum og berja fólkið sem horfir í augun á okkur” segir Baldur Geir í annað sinn og horfir ennþá dýpra inn í glugga sálar minnar. Strákarnir vilja þó koma því á framfæri að stuðningurinn fer alltaf vel fram. Þeir líða enga drykkju innan hópsins og vilja bara koma sínum orðum á framfæri og passa sig á því að vera ekki of dónalegir. Þeir vilja einnig þakka Byssunni því án hans hefði þetta aldrei orðið svona flott. Við gætum ekki verið sáttari með þessa frábæru drengi og það er klárt mál að stuðningurinn og stemmningin sem myndaðist í kringum bæði Morfís og Gettu betur hefði ekki verið svona rosalega góð án þeirra.
26
Gleðilega Sólrisu
f hverju höldum við Sólrisu? Er það vegna þess að sólin kemur upp eða af því að það er hefð hjá hverju nemendafélagi að gera það? Svarið skiptir ekki máli því Sólrisan er besta uppfinning sem hefur komið fyrir MÍ. Ár hvert er þessi vika aðalvikan í ári nemanda, hver stórviðburðurinn rekur annan. Í ár er engin undantekning, með köldu mati má giska á að sjaldan eða aldrei hafi Sólrisuvikan verið jafn vönduð og fjölbreytt eins og hún verður í ár. En á bakvið svona viku er gríðarlegur undirbúningur, prufur fyrir leikritið hófust löngu fyrir jól og æfðu krakkarnir af mikilli eljusemi til að uppskera jafn frábærlega og leikritið Grease er í flutningi þeirra, ritnefnd hefur setið sveitt í fleiri mánuði við að smíða þetta blað, sólrisunefndin á heiður skilið fyrir mjög vandaða og góða dagskrá, tæknimenn, útvarpsfólk og svona mætti lengi telja. Allt eru þetta nemendur skólans sem hjálpast að við að gera þessa viku þá eftirminnilegustu á árinu. Við í Keisaraveldinu erum ákaflega stolt af öllum þessum fjölda sem hjálpast að við þetta risastóra verkefni. Ég ætla annars ekki að hafa þetta langt, vil bara að þið lesendur njótið þess að skoða þetta blað og mæli sérstaklega með því að fólk geri sér dagamun og kíki í Félagsheimilið í Hnífsdal og skemmti sér yfir frábæru leikriti. Gleðilega Sólrisu! Gauti Geirsson, Keisari Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði
TÍSKA
Það er engin önnur manneskja í skólanum sem hefur jafn sterkar skoðanir á tísku eins og Jóhanna Stefánsdóttir. Daglega má sjá hana klæðst fínum kjólum, háhæluðum skóm og með fallega skartgripi. Hún er alltaf fín. Okkur langaði til þess að ræða við hana um tískuna í ár og hafði hún að sjálfsögðu mikið að segja. Heitt í vetur: Dökkir litir í naglalökkum og varalitum, leður, kögur, pelsar, blúndur, háir þykkir hælar (samt ekki of þykkir), buxur í hinum ýmsu litum (samt ekki of skærum) og liturinn brúnn! Svo í sumar munu litrík sólgleraugu koma sterk inn, stutt að framan og hattar. Kalt í vetur: Of stutt pils og engar sokkabuxur. Húðlitaðar sokkabuxur. Heitir fylgihlutir: Risastórir hringir, kögur hálsmen i hinum ýmsu litum, gulllituð armbönd (mikið af þeim) og klukkur. Hártískan í vetur: Svona retro hár eins og Lana Del Rey er með. Heitar búðir: Forever21, American Apparel, H&M, Boohoo, Nastygal og Topshop Heitt í snyrtivörum: Skuu, ég kann ekki að mála mig og á bara the basic stuff: Meik, púður, maskrara og kinnalit. En ég myndi segja að rauður kinnalitur sé heitur þetta árið.
Hverju klæðist dama á djamminu?: Hún er í þröngum fallegum kjól. hælum, smart sokkabuxum, fallegum jakka/kápu og með leður hanska. Til að toppa þetta er hún með fallegar krullur og auðvitað varalit. Skyldueign hjá dömu: Rauður varalitur, eitthvað röndótt og doppótt. Uppáhaldstískutímabil: Bítlatímabilið og svona árið 1920. Það voru allir svo elegant, ég horfi til dæmis bara á þættina Boardwalk Empire útaf tískunni. Draumaátfit: Brúðarkjóllinn i huganum mínum. Meðalsíður kjóll með Kate Middelton, Jackie Kennedy ívafi, rauður varalitur og kirkjan í Grunnavík. Það er draumur. Hvaða flík áttu minnst af: Ég á tvennar buxur, og ég nota bara aðrar. Mér finnst buxur bara mjööög óþægilegar og skil ekki kózy-buxur. Heitur gaur klæðist: Í skólanum: þröngum buxum, bol, gollu. Ef við værum í gossip girl væri hann auðvitað í töff blazer. En á djamminu blazer, skyrtu, þröngum buxum og með slaufu. Strákar með slaufu er HOT! Heitur gaur: á ekki að vera í ljósum gallabuxum eða í víðum íþróttafötum dagsdaglega ! Að lokum: Vá hvað ég hlakka til að klæða mig upp á Sólrisu.
27
okkar
A
EMMÍ
Keisaraveldið Keisari
Nafn: Gauti Geirsson Gælunafn: Gautsi G, Gautur Bekkur: 3. bekkur Embætti og hlutverk: Keisari Hvernig er að starfa í Keisaraveldinu: Mjög skemmtilegt en erfitt starf. Uppáhalds nemandi þinn í skólanum: Óli Rafn Kristinsson Hvað langar þig mest til þess að gera fyrir nemendur: Að við í MÍ höfum jafn mikið námsframboð og aðrir skólar á landinu. Hvaða blóm ert þú í dag: Túlípanar eða Tulpen á þýsku Hvað finnst þér skemmtilegast við þetta skólaár: Stemmningin sem hefur náð að skapast í kringum Gettu betur og Morfís og svo náttúrulega SÓLRISAN með öllum hennar atburðum. Sheeeit partner. Eitthvað að lokum: Áfram KFÍ!
Keisaraynja
Nafn: Jóhanna Stefánsdóttir Gælunafn: Jónka Stef, Jozie, Jósa Bekkur: 4. bekkur. Embætti og hlutverk: Menningarviti: Mitt hlutverk er að skipuleggja Sólrisudagskrána. Hvernig er að starfa í Keisaraveldinu: Það er snilld. Við vinnum mjög vel saman, þrátt fyrir að Hemmi sé með smá KFÍ pride, Anton öskri svolítð mikið, Gauti klappi mikið og setji kafbáta í glasið. Uppáhalds nemandi þinn í skólanum: Sunna Karen og Íbbi Mix Hvað langar þig mest til þess að gera fyrir nemendur: Fá fatahönnunarbraut ! Hvaða blóm ert þú í dag: Gleym mér ei Hvað finnst þér skemmtilegast við þetta skólaár: Að vera í Keisó og allt sem tengist því, sjá um búningana fyrir Grese er einnig frekar stórt og skemmtilegt verkefni, og svo er ég í ágætum íslenskuáfanga.. Eitthvað að lokum: Seint koma sumir en koma þó
Fursti
Nafn: Óli Rafn Kristinsson. Gælunafn: Ólafur, Óli minn. Óli okkar Bekkur: 3 bekkur. Embætti og hlutverk: Gjaldkeri sem þýðir að hlutverk mitt er að borga alla reikninga sem Nemendafélagið þarf að borga og sjá um öll fjármál þess. Hvernig er að starfa í Keisaraveldinu: Bara mjög gaman, það er mikil ábyrgð sem fylgir því að vera gjaldkeri en engað síður mjög skemmtileg. Uppáhalds nemandi í skólanum: Lalli Potter Hvað langar þig mest til þess að gera fyrir nemendur: Mig langar til þess að halda tónleika með Björgvini Halldórssyni og Helga Björns. Hvaða blóm ert þú í dag: Wood blóm Hvað finnst þér skemmtilegast við þetta skólaár: Þetta skólaár er allt búið að vera mjög skemmtiegt. Sólrisuvikan er mikill hápunktur á skólaárinu og því er ég mjög spenntur fyrir henni. Einnig er búið að vera gaman að sjá hvað það varð mikil stemmning í kringum Morfís. Eitthvað að lokum: Það er aðeins eitt stórveldi á Ísafirði.
28
Furstynja
okkar
Nafn: Arnheiður Steinþórsdóttir Gælunafn: Adda elding/rokk Bekkur: 2. bekkur Embætti og hlutverk: Ég er ritari og sé helst um að halda heimasíðunni uppi og svo hef ég verið að ritstýra þessu frábæra blaði. Einnig komu tveir fréttapésar frá ritnefnd fyrir áramót sem var dreift innan skólans. Hvernig er að starfa í Keisaraveldinu: Það er rosalega gaman. Þetta er mjög góður hópur og okkur hefur gengið vel að vinna saman. Í leiðinni er þetta mjög krefjandi en ég mæli samt eindregið með þessu, það hafa allir gott af svona starfi. Uppáhalds nemandi þinn í skólanum: Svanur Pálsson. Hvað langar þig mest til þess að gera fyrir nemendur: Mig langar til þess að hafa gott félagslíf þar sem allir nemendur geta tekið þátt og haft áhrif á það sem er gert. Svo væri ekki slæmt að fá Rammstein á sal í fundartímanum, nei ég segi svona. Hvaða blóm ert þú í dag: Að sjálfsögðu er ég Holtasóley, þjóðarblóm okkar Íslendinga. Hvað finnst þér skemmtilegast við þetta skólaár: Þetta er allt búið að vera svo frábært. Árshátíðin og busaballið standa vel upp úr og svo er auðvitað búið að vera mjög skemmtilegt að vinna í skólablaðinu. Eitthvað að lokum: Mig langar til að þakka bæði meðlimum Keisaraveldisins og öðrum nemendum skólans fyrir frábæran vetur og ég hlakka til þess að klára hann með stæl!!!
Barón
Nafn: Magnús Traustason Gælunafn: Maggi Trausta, Gnúsi T, Hot fook ! Bekkur: Ég myndi segja bekkur 2,5 ! Embætti og hlutverk: Ég er formaður Leikfélagsins. Ég sé um að finna gott og skemmtilegt leikrit og öllu því sem fylgir að halda leikrit og fæ sem flesta í skólanum til þess að aðstoða mig (og marga aðra utan skólans) við að gera good shit ass leikrit ! Hvernig er að starfa í Keisaraveldinu: Það er bara mjög yndælt, hef gaman af þessum krúttum sem eru með mér í stjórn. Uppáhalds nemandi þinn í skólanum: Mér þykir rosalega vænt um Finnboga Dag Sigurðsson, en af stelpunum þá held ég að Ingibjörg S. Jóhannsdóttir fái mig mest til þess að brosa með sínum skemmtilegu uppákomum, kjaft og margt fleira. Hvað langar þig mest til þess að gera fyrir nemendur: Bara allt sem það kostar til þess að gleðja þá og láta þá njóta þess að vera í 1, 2, 3, MÍ !! Eða bara hafa eina svakalega þægilega útihátíð fyrir alla nemendur skólans í kringum 26. maí ahh. Hvaða blóm ert þú í dag: Fjögra laufa smári. Hvað finnst þér skemmtilegast við þetta skólaár: Það er náttúrulega leikritið Grease en Morfís var reyndar alveg frábært líka, svo stoltur af liðinu okkar. Eitthvað að lokum: Nei ég held að ég sé búinn að smjaðra nóg í bili... Peace out !
Erkihertogi
Nafn: Anton Helgi Guðjónsson Gælunafn: „Toni Műll“ eða „Krulli Műll“ Bekkur: 3.bekkur Embætti og hlutverk: Ég er sprellikall sem þýðir að ég er formaður íþróttaráðs og sé um íþróttaviðburði í skólanum. Hvernig er að starfa í Keisaraveldinu: Það er mjög krefjandi að vera í Nemendaráði og fylgir mikil ábyrgð en samt mjög skemmtilegt engu að síður. Uppáhalds nemandi þinn í skólanum: Það mun vera ,,drekinn” Ísak Emanúel Róbertsson. Hvað langar þig mest til þess að gera fyrir nemendur: Að fá Mr. Worldwide, Representing 305, PITBULL til að spila á lokaballinu !! Hvaða blóm ert þú í dag: Alla daga er ég blómið Rumex acetosella eða hundasúra og kem af ættbálkinum Caryophyllales. Hvað finnst þér skemmtilegast við þetta skólaár: Það er þrennt sem kemur sterklega til greina og það er að vera að leika í Grease, það er náttúrulega fáránlega skemmtilegt. Að búa til sketchana og gera lögin með Tron Media og svo auðvitað stuðningstuddarnir ! Eitthvað að lokum: #TeamWorldwide 350
Greifi
Nafn: Hermann Óskar Hermannsson Gælunafn: Hemmi, foringinn, He-mann, Mannfred. Bekkur: 4. bekkur Embætti og hlutverk: Ég er formaður málfundar félagsins eða Málfinnur eins og það er oft kallað. Ég sé semsagt aðallega um þáttöku MÍ í Morfís og Gettu betur keppnunum. Hvernig er að starfa í Keisaraveldinu: Það er bara mjög skemmtilegt...eða svona oftast allavega. Uppáhalds nemandi þinn í skólanum: Guðni Páll Guðnason án efa. Hvað langar þig mest til þess að gera fyrir nemendur: Fá Gísla Pálma á lokaballið. Hvaða blóm ert þú í dag: Dryas octopetala Hvað finnst þér skemmtilegast við þetta skólaár: Ég verð eiginlega að segja Morfís. Hefur myndast ótrúlega góð stemmning í kringum þetta og það hefur verið rosalega gaman að vera partur af þessu. Eitthvað að lokum: Vil bara að við höldum áfram með þessa skemmtilegu stemmningu sem var í kringum Morfís og Gettu betur í ár. Þá munum við ná góðum árangri næsta skólaár.
29
Dagskrá Sólrisuhátíðar 2012 Föstudagur 2. mars 12:30 Sólrisuhátíðin verður formlega sett, skrúðganga frá MÍ niður í Edinborgarhúsið. Boðið verður uppá skemmtiatriði, kökur og kaffi. 16:00 Mí-flugan: Kynning á dagskrá Sólrisu. FM 101,0 18:00 Mí-flugan : Svart og hvítt. FM 101,0 20:00 Leikfélag NMÍ frumsýnir Grease í Félagsheimilinu í Hnífsdal – Miðapantanir í síma 450-5555 Laugardagur 3. mars 15:00 MÍ-flugan: Golf þáttur Keisó. FM 101,0 20:00 MÍ-flugan: Dj Rockstar og Swaggur Carina e93. FM 101,0 Sunnudagur 4. mars 15:00 Önnur sýning á Grease – Miðapantanir í síma 450-5555 20:00 Þriðja sýning á Grease – Miðapantanir í síma 450-5555 18:00 MÍ - flugan: Brotahaugarnir. FM 101,0 23:00 Mí-flugan: Strange House effects. FM 101,0
12:00 Helga Braga hressir uppá liðið. Uppistand af bestu gerð! 20:00 Lazertag í Menntaskólanum. Skólanum verður umturnað í vígvöll 20:00 MÍ-flugan : Svart og hvítt. FM 101,0
12:00 Ari Eldjárn kippir í hláturtaugar Vestfirðinga! 16:00 MÍ-flugan : Dj Rockstar og Swaggur Carina e93. FM 101,0 20:00 Undankeppni fyrir Söngkeppni framhaldskólanna – Félagsheimilið í Hnífsdal. Miðvikudagur 7. mars 23:00-02:00 Svaðalegt sólrisuball með 07:00 MÍ-flugan: Morgunþáttur Jónku Stef og stórhljómsveitinni FM BELFAST Tíbbu. FM 101,0 10:00 Óheppnikeppni á sal. Allir verða að vera Laugardagur 10. mars með 100 kall á sér. 20:00 MÍ-flugan: Rólegt og rómantískt með 12:30 Hjartaknúsarinn Jón Jónsson bræðir Bjössa Bjöss og Tona Bronze. FM 101,0 hjörtu MÍ-inga með fögrum söng sínum! 22:00 Tónleikar í Tjöruhúsinu 16:00 MÍ-flugan: FSL segja frá lífinu í B-víkinni. Hjalti Þorkelsson og Skúli mennski FM 101,0 Verð á tónleika er 1000 krónur 20:00 Síðasta sýning á Grease – Miðapantanir Tjöruhúsið verður opið fyrir matargesti í síma 450-5555 Upplýsingar í síma: 456 4419 20:00 MÍ-flugan: Geiri Boy segir frá lífinu í 23:00 Bílabíó ef veður leyfir! Súðavík ásamt Skúla Páls!. FM 101,0 Sunnudagur 11. mars Fimmtudagur 8. mars 18:00 MÍ-flugan: Beautiful boys spila tónlist 7:50 til 09:10 Boðið verður uppá Honey Nuts sem allir hafa gaman af. FM 101,0 Cheerios í mötuneyti skólans. Nemendum og 22:00 MÍ-flugan : Sólrisunefnd slær botninn í starfsfólki að kostnaðarlausu Sólrisuna!.FM 101,0 10:00 Allt fyrir aurinn í Gryfju skólans 12:00 Hádegismatur: Hamborgara Fabrikkan --------setur upp útibú í mötuneytinu. Girnilegt. 18:00 MÍ-flugan: Stelpuhópurinn FMtitties ta- Leikritið er sýnt í félagsheimilinu í Hnífsdal. lar um lífið, hybrate bíla og sjósund. FM 101,0 Miðaverð fyrir NMÍ eru 2500 krónur ÓNMÍ: 21:00 Svaðaleg Tónlistarsúpa í Edinborg. 3000 krónur Hljómsveitirnar FmBelfast, Prins póló, Klysja Miðasíminn er 450-5555 og fleiri skemmta lýðnum! Söngkeppni: NMÍ: 500 ÓNMÍ: 1000 21:00 MÍ-flugan : Svart og hvítt. FM 101,0 Ballið : NMÍ : 2500 kall ÓNMÍ: 3000
Mánudagur 5. mars 07:00 MÍ-flugan: Morgunþáttur Jónku Stef og Tíbbu. FM 101,0 10:00 Yoga í gryfjunni. 12:00 Fljótlegur og fræðandi fyrirlestur á sal. Nánar auglýst síðar. 20:00 Fjórða sýning á Grease – Miðapantanir í síma 450-5555 20:00 MÍ-flugan: Illa skeindir leiða lýðinn inní Föstudagur 9. mars nóttina. FM 101,0 10:00 Hljómsveitin Prins póló hressir þreytta MÍ-inga og hita upp fyrir átök kvöldsins með Þriðjudagur 6. mars ljúfsárum ballöðum um hakk og spaghetti, 10:00 Boðið upp á Hrústpunga og Malt með pizzur, bland í poka...og leiða svo nemendur því í Gryfjunni fyrir hressa vestfirska Víkinga. niðrá strönd!
30
Hægt er að fylgjast með upplýsingum um Sólrisu á facebook undir Sólrisuhátíð 2012 Frekari upplýsingar um sólrisu gefur Jóhanna Stefánsdóttir Menningarviti NMÍ í síma 844-6247
YFIR HAFIÐ OG HEIM
31
EMMÍ
ÁRSHÁTÍÐ Í MENNTASKÓLA ÍSAFJARÐAR
ár var árshátíðin okkar haldin í Bolungarvíkinni fögru. Félagsheimilið var í sínum fegursta búningi og fengu nemendur að gæða sér á dýrindis lambi og gúrme súkkulaðiköku sem Dóri kokkur sá um að matreiða af list. Meðan á matnum stóð fengum við góða heimsókn frá nokkrum afar smekklegum drengjum úr Grunnskóla Ísafjarðar sem fluttu fyrir okkur þeirra nýjasta smell, rapplagið Smekklegt. Kennararnir fluttu frumsamið lag og fór Birgir Olgeirsson á kostum sem kynnir kvöldsins. Í lokin fengum við svo að sjá frábæra sketcha frá engum öðrum en Tron Media og átti salurinn bágt með að halda aftur af hlátrinum. Eftir góðan og huggulegan mat héldu kennarar heim og nemendur skunduðu á ball. Að þessu sinni fengu nemendur að dansa við ljúfa tóna frá frábæru vestfirsku ballhljómsveitinni, Húsið á Sléttunni. Fáir höfðu stigið jafn trylltann dans í langan tíma. Kvöldið fór vel fram og skemmtu sér allir konunglega og fallega. Það má með sanni segja að árshátið Menntaskólans á Ísafirði þetta árið verði geymd í minnum nemenda í langan tíma.
32
33
okkar
EMMÍ
Í
ár ákvað Leikfélag MÍ að setja upp söngleikinn Grease undir leikstjórn Halldóru Rósu Björnsdóttur, leikkonu. Áhuginn var að sjálfsögðu mikill hjá bæði nemendum skólans og kennurum. Allir sem vildu máttu taka þátt. Í ár var ákveðið að hafa engar áheyrnaprufur heldur boðaði Halldóra krakkana á þriggja daga leiknámskeið þar sem fram fóru alls konar leikir – látbragðsleikir, nafnaleikir og hópsöngur. Allir voru strax mjög opnir og náði hópurinn vel saman. Þegar þetta tímabil var búið skullu jólaprófin á og frí. Hópurinn hittist aftur í janúar og fóru hlutirnir að skýrast. Þegar hlutverk voru komin á hreint ,,the games begun‘‘! Eins og flestir vita fjallar Grease um ljúfu stelpuna Sandy, og villta strákinn Danny. Sandy er ný í Rydell og fellur hún fljótt inn í aðalstelpuklíku skólans, Bleiku klíkuna, þó að sumir aðilar klíkunnar séu ekki alveg nógu sáttir með þessa svokölluðu englastelpu. Í ljós kemur að þessum sama skóla er Danny aðalfolinn og hans vinir, Hallarstrákarnir. Þegar fólk kemst að því að Danny og Sandy þekkjast byrjar fjörið og hið mikla drama sem fær að fylgja því! Sunna Karen Einarsdóttir fer með hlutverk Sandy og Magnús Traustason fer með hlutverk Danny. Ásamt þeim í aðalhlutverkum er Helga Þuríður Hlynsdóttir (Rizzo), Einar Bragi Guðmundsson (Kenickie), Hólmfríður M. Bjarnadóttir (Jan), Aron Guðmundsson (Roger), Björk Sigurðardóttir (Frenchie), Svanur Pálsson (Dúddi), Anna Þuríður Sigurðardóttir (Marty), Davíð Sighvatsson (Sonny), Anton Helgi Guðjónsson, Erla María Björgvinsdóttir og Björgúlfur Egill Pálsson. Hljómsveitina skipa: Benjamín Bent Árnason (trommur), Bjarni Kristinn Guðjónsson (gítar), Mateus Samson (bassa), Freyja Rein (píanó), Mirjam Maekalle og Marelle Maekelle (saxafón). Að þessari sýningu koma mjög margir krakkar. Útfærsla á dönsum var í höndum Atla Þórs, Önnu Maríu, Sunnu Karenar og Gnúsa Té. Freyja Rein sá um söngæfingar og aðstoðaði Bjarney Ingibjörg við sönginn. Jóhanna Stefánsdóttir var yfir búningum, Berglind Halla Elíasdóttir hjálpaði leikstjóra með æfingaskipan og sá um leikskrá. Hár og förðunardeild Menntaskólans á Ísafirði hjálpaði til fyrir myndatökur og sýningar og á sviðinu verður alvöru bíll sem smíðadeild skólans hefur verið að vinna hörðum höndum við. Einnig fer mikil vinna í að sjá um ljós og hljóð fyrir sýningar eins og þessar og þökkum við kærlega strákunum í því liði. Ljósamaður er Hermann Siegle og hljóðmaður er Ívar Atli Sigurjónsson. Leikfélag MÍ lofar glæsilegum söngleik þetta árið, söngleik sem enginn má missa af!! Berglind Halla Elíasdóttir, sýningarstjóri og Magnús Traustason, formaðu LNMÍ
34
okkar
Þitt fólk á Vestfjörðum Þjónustufulltrúar VÍS á Vestfjörðum taka vel á móti þér og bjóða framúrskarandi tryggingar, persónulega ráðgjöf og eru til þjónustu reiðubúnir í þinni heimabyggð. Verið hjartanlega velkomin – það er alltaf heitt á könnunni!
Ísafjörður
Bolungarvík
Stefanía Birgisdóttir
Patreksfjörður Anna Jensdóttir
Þingeyri
Þorbjörg Gunnarsdóttir
Bíldudalur
Heba Harðardóttir
Tálknafjörður
Guðlaug Björnsdóttir
Eygló Jóndóttir Guðni Ó. Guðnason Hilmar Pálsson
35
EMMÍ
BENIDORM 2011
Þann 4. ágúst sl. fór 1992 árgangurinn út til Benidorm. Ferðin hófst frábærlega með miklu stuði í flugvélinni, flugdólgum og öllu sprellinu. Þegar komið var á Bene var beint kíkt út á lífið og bærinn skoðaður. ... Svo þegar við komum heim aftur, tveimur vikum seinna og skoðuðum myndirnar í myndavélunum sáum við það að við höfðum skemmt okkur konunglega í ferðinni! Flugvélin hafði svo víst bilað þegar við ætluðum að fara til baka, svo við fengum einn aukadag úti, JEEEE! En það fór allt saman ágætlega og allir komu sáttir heim. Það sem allir eru eflaust sammála um, er að þessi ferð var frábær í alla staði og langar okkur öllum út aftur. Þá heldur með Icelandair í það skiptið. Þetta var ævintýri! Minningabrot: -Þegar Jói og félagar voru á gangi frá hótelinu að skemmtistöðunum, nokkuð hressir og mættu spánverja með krossfisk sem byrjar að spjalla við þá á spænsku. Endaði það ekki betur heldur en að Jói tekur krossfiskinn og bítur einn arminn af. -Þegar skvísurnar í herbergi 264 keyptu allt áfengið á Spáni, tæmdu allt fljótandi sem til var í íbúðinni og fóru út, drukku meira, klöppuðu hundum, þóttust æla – ældu í raun og tóku myndir (bæði af generalprufum uppkastanna sem og frumsýningu þeirra), fóru heim, týndu lyklum, fundu þá í lobbíinu, settust á gólfið og ældu í skóna sína. -Þegar ein ísfirska pían kom niður rennibrautina eftir þriðja skiptið sitt í þeirri braut með sundbuxurnar enn lengra upp í óæðriendanum heldur en í hin tvö skiptin, stendur upp og segir „Veistu! Ég held ég muni bara aldrei geta haft hægðir aftur!“ – og þá fyrir framan alla sætu gæjana í MS sem voru með þeim á hóteli. -Klakahrekkurinn í herbergi 519 sem endaði með heljarinnar vatnsstríði,
36
við mikinn fögnuð herbergisfélaga. En gleði herbergisfélaga í herbergi 159 var ekki jafn mikil nokkru síðar þegar trylltur spanjóli byrjar að berja á hurðina þeirra og blótaði þeim í sand og ösku á spænsku fyrir að hafa bókstaflega myndað foss niður á þeirra svalir. En þær voru klagaðar í hótelstar fsmann sem kom til þeirra og sagði: ,,If you weren’t ladies I would give you one hour to pack your bags and leave’’. En þær eru kúl og sætar og fóru heim með tattú. -Hver man svo ekki eftir drykkjuleiknum hennar Ingibjargar S.? ,,hvort myndirðu” ...Þeir sem ekki þekkja hann og eiga auðvelt með að missa matarlyst eða hreinlega æla yfir grófum brandara, ekki fara í leikinn með Ingibjörgu! -Strákarnir sem hættu lífi sínu (Andri og Einar) með því að ganga alla ströndina, allar göturnar, allan bæinn í leit að hljóðfæraverslun með gítörum. En þeir hittu bara sæta konu sem seldi þeim tvö lítil gítarkvikindi, sem endaði bara í einum rammfölskum eftir ítrekaðar tilraunir við að koma
strengjum í þá báða. -Þegar stelpurnar á 29 fengu þjóðþekktan einstakling í heimsókn í smá drykkju. Engan annan en Kristmund Axel og hans crew. Þeim ofbauð Ingibjörg S. í drykkjuleiknum hennar góða. (Eðlilega) Annars einkenndist ferðin af nokkrum skemmtilegum hlutum, atburðum, aðstæðum, einstaklingum, hundum og fleira. Eins og t.d. öllum partýunum á hæðunum - fíla g-strengnum – hópferðum á ítalska resturantinn – sex on the beach – naglalakki – Jokers – Bar crawl – Sticky Vicky – Free shots – Leeroy – MS dólgum – fjandans Iceland Express – Byssabiss – Don Simon – Absente – Silkimjúkt og only slightly – tilbúnum pítsum – glasastuldri – gömlum frökkum – Kristmundi Axel – dyrasímanum – FLAVA – heiti sundlaugavörðurinn – kæliaðferðir Anítu – Kolli Kolkrabbi – Mömmur með börn á djamminu – óléttar hórur – KFC – Maja + stripparinn – froðupartý – erfiðu klósett lásarnir – svefn á svölum – partý á svölum – vondir hamborgarar – góðir hamborgarar – Terra
okkar Mitica – Live Sex Show/Red Dog – Vél-nautin – Everyday I´m shuffeling - verslunarferðir – taxabílstjórarnir – bruni – gjallarhornið – TAN – kínverjabúðir – sundlaugarchill – búðin á horninu – Steliþjófarör – sjósund
á djamminu – Maco Island – Byssi á tauginni – Steinþór í drekaskyrtunni – Vatnsstríð – Barcelona vs. Real M a d r i d – Einar Bragi – Finnbogi Brotni – Hræðilegu lyfturnar – ljúfa flugstöðvargólfið – snípssíðu pilsin
– 29. Hæð – Sólböð – brjóstin á MS gellunum – Tanið hennar Ingibjargar S. – Hópsturtur – Cheetos tattú - alvöru tattú – dólgslæti – Hótel Maeva for life!
MYNDASAGA
37
38
Ritnefnd
39
flugfelag.is
Alltaf ódýrara á netinu GRÍMSEY ÞÓRSHÖFN
ÍSAFJÖRÐUR
AKUREYRI EGILSSTAÐIR GRÆNLAND NUUK KULUSUK NARSARSSUAQ ITTOQQORTOORMIIT ILULISSAT
REYKJAVÍK
FÆREYJAR
Aðeins nokkur skref á netinu og þú ferð á loft Það getur ekki verið auðveldara. Þú bókar flugið á flugfelag.is þar sem þú finnur ódýrustu fargjöldin og að auki frábær tilboð.
40
Smelltu þér á flugfelag.is, taktu flugið og njóttu dagins.
ÍSLENSKA SIA.IS FLU 57248 11. 2011
VOPNAFJÖRÐUR