Súgandi jólablað 2022

Page 1

43. ÁRG. 2. TBL. 2022

PISTILL FORMANNS

Kæru Súgfirðingar og félagar,

Líður senn að jólum og er eins og alltaf margt til að vera þakklátur fyrir. Við erum þakklát fyrir það að ástandið í samfélaginu er að komast í visst jafnvægi og ef síðustu ár hafa kennt okkur eitthvað, þá er það það að fjölskyldan og vinirnir eru mikilvægari en nokkru sinni og allar samverustundir dýrmætar. Flestir hafa vonandi orðið varir við að stjórnin er farin að skipuleggja aftur viðburði og hafa núna á skömmum tíma verið haldnir nokkrir stórir viðburðir við mikla gleði gesta. Í haust var haldið Mynda- og minningakvöld, Konukvöld, Súgfirðingakaffi auk þess sem Súgfirðingaskálin er enn í gangi fram að jólum.

Eyþór hefur undanfarin ár séð um Mynda- og minningakvöldin sem haldin eru í Gerðubergi og þau eru alltaf vel sótt. Mikill áhugi er á að heyra og sjá hvernig líf fólksins okkar var á árum áður í Súgandafirði og eru sögur og ættartengsl alltaf rifjuð upp við mikla ánægju áheyrenda.

Didda sér um Súgfirðingaskálina og er þar fjöldi fólks sem mætir í hverjum mánuði og er hart barist um bikarinn. Næst er spilað þann mánudaginn 30. janúar 2023 og hvetjum við alla til að mæta og taka í spilin.

Konukvöldið heppnaðist mjög vel og súgfirskar konur mættu galvaskar og skemmtu sér konunglega. Í boði voru tónlistaratriði og ýmis fróðleikur ásamt því að margar konur fóru með flotta vinninga heim úr happdrættinu.

Súgfirðingakaffið var í boði félagsins í ár en ekki hafði

verið hægt að halda upp á 70 ára afmæli félagsins síðustu tvö árin. Því var ákveðið að bjóða sem flestum í kaffi og kökur og var mætingin mjög góð. Ekki var hægt að heyra annað en að viðstaddir hafi verið afar ánægðir með framtakið.

Það er einstaklega ánægjulegt að við erum farin að geta hist aftur og ljóst að við höfum saknað þess mikið síðustu ár. Ýmislegt er á dagskránni hjá Súgfirðingafélaginu á nýju ári og hvetjum við ykkur öll til að vera dugleg að mæta á viðburði og fylgjast vel með dagskrá næsta árs.

Í blaðinu er, eins og oft áður, eitthvað við allra hæfi. Viðtöl við Súgfirðinga í útlöndum, myndir frá viðburðum ársins, og margt annað skemmtilegt. Við þökkum auglýsendum og styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn við útgáfu Súganda. Um leið vil ég minna á árshátíð félagsins sem verður haldin þann 4. mars 2023 en þar verður mikið fjör og mikið gaman fyrir alla aldurshópa. Alltaf er fjör þar sem Súgfirðingar koma saman og hvetjum við alla til að mæta.

Jólakveðjur, Elsa Eðvarðsdóttir formaður

Súgandi

Efnisyfirlit

Víkingaskáladagar

heppnuðust vel

Fjölsótt Mynda- og minningakvöld

Leiðrétting á texta

Afmæliskaffi

Súgfirðingaskálin

Hver stund er einstök

Laufabrauð Hildar

Viðlagasjóður

Súgfirðingur í útlöndum

- Inga Lára Þórhallsdóttir

Víkingaskálinn í Staðardal

Dagskráin fram undan

Glæsilegt Konukvöld

Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is

Ábyrgðarmaður: Elsa Eðvarðsdóttir

Ljósmynd á forsíðu: Ólöf Birna Jensen

Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman

Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa:

Formaður: Elsa Eðvarðsdóttir

GSM: 868 1379 elsaedv@gmail.com

Gjaldkeri: Pálína Björg Snorradóttir

GSM: 840 1774 palinab@gmail.com

Ritari: Adda Bjarnadóttir GSM: 690 7673 addabjarna@gmail.com

Ritstjóri: Ólöf Birna Jensen GSM: 661 7380 oboj@simnet.is

Meðstjórnendur: Guðrún M Karlsdóttir

GSM: 869 3010 gmkarld@ gmail.com

Neníta Margrét Aguilar

GSM: 663 3585

Erna Guðmundsdóttir

GSM: 770 0248 ernag0206@gmail.com

Umbrot: Grétar Örn Eiríksson gresko81@gmail.com

Prentun: Prentmiðlun ehf.

3 Jólablað 2022
4811121719202022263032-

VÍKINGASKÁLADAGAR HEPPNUÐUST VEL

Í sumar voru Víkingaskáladagar haldnir í júní og ágúst. Þetta er fjórða árið sem unnið er að landnámsskálanum og hann er farinn að taka á sig mynd. Klömbruveggirnir voru snyrtir og tré sótt í skógræktina á Suðureyri og Ísafirði. Steinhleðslunni í kringum skálann miðar vel áfram og þakið er að verða klárt fyrir hrísinn og þökurnar næsta sumar. Eftir er að skrapa málningu af gömlum árabát sem verður á svæðinu. Vonandi verður hægt að kveikja upp í langeldinum á þarnæsta ári og segja fyrstu sögurnar í þessu verðandi söguhúsi.

Einn af þeim aðilum sem gerir Fornminjafélaginu mögulegt að byggja landnámsskálann er Orkubú Vestfjarða. Þrjú ár í

röð hefur félagið fengið styrk frá þeim og það munar um það fyrir lítið félag sem hugsar stórt. Einnig barst í sumar rausnarleg gjöf upp á rúmar 100.000 krónur frá Kraftbílum ehf. sem reka alhliða þjónustuverkstæði fyrir vörubíla, vinnuvélar og búvélar á Akureyri. Kristján Jónsson

framkvæmdastjóri fyrirtækisins ætlaði að koma og vinna með okkur í sumar en náði því því miður ekki. Hann ákvað því að styrkja félagið.

Súgfirðingafélagið ákvað síðan í september síðastliðnum að styrkja okkur um kr. 150.000

Súgandi 4

þriðja árið í röð og við þökkum stjórn þess kærlega fyrir stuðninginn.

Næsta sumar verða Víkingaskáladagar aftur í kring um þjóðhátíðardaginn og verslunarmannahelgina. Öll eru velkomin að taka þátt og læra að hlaða grjót, snyrta klömbru, hlaða með klömbru, höggva tré og leggja þökur. Hressandi líkamsrækt fyrir áhugasamt fólk.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af vinnunni í sumar.

5 Jólablað 2022
Súgandi 6
Jólablað 2022

FJÖLSÓTT MYNDA- OG MINNINGAKVÖLD

Miðvikudagskvöld 4. október sl. var fyrsta Mynda- og minningakvöld Súgfirðingafélagsins eftir kórónuveirufaraldurinn sem við hittumst í raunheimum. Í tvö ár höfðum við ekki getað hist nema á netinu, sem gekk mjög vel, en það er alltaf gaman að hitta annað fólk og spjalla.

Friðbert Pálsson var einn með sviðið og sagði sögu föður síns Páls

Friðbertssonar sem markaði stór spor í sögu fjarðarins. Páll fæddist 10. nóvember 1916 og lést 1989. Hann var mikill athafnamaður og virkur í athafnalífi Súgandafjarðar alla sína tíð. Margir mundu eftir honum. Friðbert sagði frá fyrirtækjunum, verslununum, trillunum, línubátunum, bílunum og togurunum og eftirminnilegum stundum. Sýndar voru fjölmargar myndir af fjölskyldunni, sam-

starfsmönnum og öðrum samferðamönnum.

Í vinnslu er upptaka af fyrirlestrinum sem bætist í myndbandaröðina Sögur Súgandafjarðar og verður eins og öll hin myndböndin aðgengileg öllum. Meðfylgjandi má sjá nokkrar myndir sem Friðbert sýndi og sagði frá.

Súgandi 8
9 Jólablað 2022
Súgandi 10

LEIÐRÉTTING

Þau leiðu mistök urðu í síðasta blaði að textinn við lagið hennar Kötlu Vigdísar var rangur. Við biðjum hana velvirðingar á þessum mistökum. Réttur texti er hér fyrir neðan.

Það er á vorin

Mér finnst oft það vera á vorin að verði ég eitthvað svo létt sem æskan mín sé endurborin og ólm í að taka á sprett. Mér virðist sem fiðringur fari um fætur ofan í tær og unaður sá ætíð vari er áhyggjur færast mér fjær

Því það er á vorin sem veröldin er borin og vananna stjarna hlær.

Með gjafakorti Landsbankans er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi.

Látum nú til okkur taka og tryggjum öll réttlátan heim, svo líf okkar verður sem vornæturvaka og vinátta ríki um geim.

Hristum burt drunga og doða til dáða við mark setjum hátt, lát kjarkinn æ kinn okkar roða Þá kvatt getum dag hvern í sátt.

Því það er á vorin sem veröldin er borin og vonirnar rísa svo hátt

Jólablað 2022
landsbankinn.is 410 4000 Landsbankinn JÓNSSON & LE’MACKS jl.is SÍA
Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er.

VEL HEPPNAÐ AFMÆLISKAFFI

Súgfirðingakaffið var haldið sunnudaginn 13. nóvember í sal Bústaðakirkju. Eftir langt Covidhlé var dýrmætt að geta loksins hist og spjallað. Ánægjulegt var að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta, en um 80 til 90 manns sóttu kaffið. Ákveðið var að hafa frítt inn í tilefni af því að Súgfirðingafélagið varð 70 ára árið 2020 og félagið því í raun orðið 72 ára þegar við loksins gátum hist og fagnað þessum merka áfanga. Veisluborðið var hlaðið gómsætum veitingum og vonandi fóru allir saddir og sælir heim. Takk kærlega fyrir komuna, við hlökkum til að sjá ykkur að ári.

Súgandi 12
13 Jólablað 2022
Súgandi 14
15 Jólablað 2022
Súgandi 16

SÚGFIRÐINGASKÁLIN

Eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk var loksins hægt að hittast og spila bridds. Spilað var á níu borðum fjögur kvöld á þessu ári, mánudaginn 26. september, 31. október, 28. nóvember og 12. desember.

Dagsetningarnar eftir áramót eru 30. janúar, 27. febrúar, 27. mars og 24. apríl.

Við briddsarar óskum Súgfirðingum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þakklæti fyrir hið gamla.

Ég hlakka til að sjá ykkur öll við spilaborðið.

Nokkrar myndir frá mótum síðustu fimm ára

17 Jólablað 2022
María Weinberg Jóhannesdóttir
Súgandi 18

Hver stund er einstök

Geymum aldrei neitt fyrir sérstök tækifæri þar sem hver stund er einstök.

Notum hlutina sem við elskum núna - við keyptum þá ekki til að horfa á og nota síðar. Það þarf ekki að bíða eftir heimsókn frá kóngafólki til að nota sparistellið, fallega borðdúkinn eða kristalsglösin. Það þarf ekki að bíða eftir sérstökum stundum til að klæðast sparifötunum eða nota demantshálsmenið sem amma þín gaf þér. Er ekki betra að það sé um hálsinn þinn frekar en í flauelsboxi?

Geymum ekki uppáhaldsilmvatnið fyrir sérstök tækifæri heldur notum það hvenær sem okkur langar til. Njótum þess að drekka eðalvínið sem við höfum geymt fyrir sérstakt tækifæri. Með þessu sýnum við okkur sjálfum að við séum þess virði að njóta fegurðar og þess besta sem við eigum.

Lífið er of stutt til að njóta ekki alls þess sem getur fært gleði inn í líf okkar. Njótið jólanna og alls þess sem hátíð ljóssins hefur upp á að bjóða.

GLEÐILEG JÓL!

Jólablað 2022

LAUFABRAUÐ HILDAR Ómissandi

um jólin

500 gr hveiti

1 1/2 tsk lyftiduft

2 msk sykur

1-2 tsk salt eða meira eftir smekk

4-5 dl mjólk

50 gr smjör

Mjólkin er hituð rólega að suðu og smjörið brætt í mjólkinni.

Þurrefnum blandað saman við og hnoðað vel, deigið síðan látið kólna.

Passa að breiða yfir deigið eða láta það liggja í hveiti meðan það er að kólna, annars kemur skán á það. Því næst þarf að áætla magn deigs í hverja köku. Deigið á að vera þunnt og þessi uppskrift ætti að gefa ca. 25 kökur en það fer auðvitað eftir stær hringsins. Betra er að nota frekar lítinn disk. Gott er að steikja afskurðinn og krydda eilítið og borða sem snakk.

Síðan er brauðið skorið út og steikt upp úr kleinufeiti.

Hildur Jósefsdóttir

VIÐLAGASJÓÐUR

Þriðja úthlutun 2022

Þriðja úthlutun úr Viðlagasjóði Súgfirðingafélagsins í Reykjavík fór fram í haust. Auglýst var eftir umsóknum á fréttavefnum og í sumarblaði félagins en skilyrði fyrir styrkveitingu er að verkefni tengist Súgandafirði og snúi að því að bæta eða efla menningu, listir og álíka. Ein umsókn barst frá Fornminjafélagi Súgandafjarðar, sem sótti um styrk til að fjármagna byggingu á landnámsskála í botni Súgandafjarðar en skálinn verður tileinkaður landnámsmanni Súg-

andafjarðar Hallvarði súganda og hans sögu. Umsóknin var samþykkt og hlaut verkefnið styrkveitingu upp á kr. 150.000.

Frekari umfjöllun um verkefnið er að finna annars staðar í blaðinu þar sem sjá má myndir af framkvæmdum við skálann og upplýsingar um verkefnið.

Súgfirðingafélagið óskar Fornminjafélaginu góðs gengis í áframhaldandi skálabyggingu.

Súgandi 20
Mynd: Fengin að láni hjá saveur.com

Gleðilega hátíð!

Jól og áramót eru tími til að njóta í faðmi ölskyldu og vina. En ekki síður tími umhugsunar og nýs upphafs.

Við sérhæfum okkur í námskeiðum fyrir vinnustaði og einstaklinga.

Segðu aðeins frá sjálfri þér Ég heiti Inga Lára Þórhallsdóttir og er fædd á Suðureyri við Súgandafjörð 1949, dóttir Þórhalls Halldórssonar og Sigrúnar Sturludóttur. Ég var á Núpi í þrjá vetur og fór svo í húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Ég hef unnið við ýmislegt um ævina, m.a. í frystihúsinu á Súganda og í Kaupfélaginu þegar ég var ung og svo í prjónaverksmiðju, á sumarhóteli og í lakkrísgerð. En lengst af vann ég á endurhæfingardeildinni á sjúkrahúsinu á Ísafirði eða um 20 ár.

Ég bjó á Suðureyri til um 17 ára aldurs. Eftir húsmæðraskólann fór eg til Danmerkur sem au pair og þaðan til Akureyrar þar sem ég vann í kaupfélaginu með vinkonu minni Jóhönnu Giss. Frá Akureyri fór ég sem au pair til Chicago og var þar í eitt ár. Eftir það kom ég heim og gifti mig.

Ég er gift Elvari Bæringssyni og eigum við þrjár dætur, Sigrúnu Örnu, Þóru Björk og Hrafnhildi Ýr, og sjö barnabörn.

SÚGFIRÐINGUR Í ÚTLÖNDUM

Inga Lára Þórhallsdóttir

Hvernig kom það til að þú fluttir til Noregs og hvaða ár var það?

Dóttir mín Hrafnhildur Ýr flutti til Noregs með fjölskyldu sinni árið 2010 og við fórum með þeim út til að aðstoða þau við flutninginn. Okkur leist svo vel á að við ákváðum að prufa að búa í Noregi í eitt ár. Elvar fór fyrst í lok ársins 2010 og fékk vinnu hjá nautgripabónda sem nokkurs konar kúreki. Ég kom svo nokkrum mánuðum seinna og fékk Elvar sér þá vinnu í Voss sem flutningabílstjóri. Fyrst um sinn bjuggum við í Lærdal hjá Hrafnhildi en svo fundum við okkur íbúð í Voss og bjuggum við þar í fjögur ár. Þá vann ég við ræstingar á sjúkrahúsinu í Voss og

ásamt því var ég stuðningsfulltrúi fyrir tvær ungar fatlaðar konur.

Eftir fjögur ár í Voss ákváðum við að flytja til Lærdal. Elvar hélt áfram að vinna í Voss en ég fékk starf í dagvistun fyrir fatlaða einstaklinga. Fór svo á eftirlaun 2016 og Elvar stuttu seinna. Árið 2018 fluttum við svo í pínulitla kotið okkar sem er í garðshorninu hjá Hrafnhildi okkar i Lærdal. Við keyptum okkur húsbíl sem við höfum ferðast í um Noreg. Við höfum meðal annars farið með yngstu barnabörnin þar sem þau fengu að ráða hvert væri farið.

Súgandi 22
Dæturnar Hrafnhildur, Þóra og Sigrún Kotið í Lærdal

Mest voru það skemmtigarðar eða spennandi söfn sem urðu fyrir valinu. Eins fengu þau að velja hvað væri í matinn og hvar væri gist.

Komið þið oft til Íslands?

Við erum núna búin að búa í Noregi í um það bil 12 ár. Við eigum íbúð á Ísafirði og erum nokkrum sinnum á ári á Íslandi. Ég kem á hverju ári til Suðureyrar, fer yfirleitt alltaf yfir þegar ég kem á Ísafjörð. Við erum ekki búin að

ákveða hvenær við flytjum aftur heim, en ætlum að halda áfram að búa á báðum stöðum á meðan við getum.

Hvernig var að flytja til Noregs? Ég varð eiginlega ekki fyrir neinu sjokki við að flytja út. Ég hafði svo oft komið til Noregs í heimsókn til vinafólks að mér fannst ég þekkja

ansi vel til. Það sem er kannski mesti munurinn á Íslendingum og Norðmönnum er að Norðmenn eru vanafastari og varfærnari en við Íslendingar, það er ekkert svona „Þetta reddast“ hjá þeim. En

svo eru náttúrlega bæði kostir og gallar í báðum löndum.

Áttu skemmtilegar minningar

sem tengjast Suðureyri? Í minningunni er Suðureyri algjör draumastaður, það var gott að alast þar upp. Maður var úti að leika allan daginn. Fór í fjöruna og á bryggjuna að veiða með færi. Út í Skollasand að leika og vaða, eða í berjamó út í dal. Svo var maður í hverfu niður Stefnisgötuna, það var uppáhaldsleikurinn. Maður átti að fela sig, einn að

23 Jólablað 2022
Í Voss Sigrún og fjölskylda í Stavangar Þórhallur á rúntinum með Elvari Sigrún og Þórhallur í heimsókn í Voss Sigrún og Þórhallur á Stegastein

leita og hinir að fela sig (eða láta sig hverfa). Ég sótti svo lýsi til Bjarna B niður í íshús þar sem hann sauð lifrina í stórum potti og fleytti ofan af í flöskuna. Berti G verkaði rauðmaga og mér er það svo minnistætt að Sóley systir

var alltaf á vappi í kringum hann þegar hann var að vinna. Hann kallaði hana alltaf litla fiðrildið sitt. Mér er það líka minnistætt hvað við vorum mikið á skautum á tjörninni. Stundum var ísinn svo tær að maður sá gróðurinn á

botninum. Við fórum þá á skauta hvern einasta dag eftir skóla þegar það var hægt. Einnig er mér minnisstætt þegar sendingin af eplum og appelsínum kom. Alltaf var keyptur kassi þar sem þetta var eini tíminn sem maður

Súgandi 24
Stórfjölskyldan árið 2018 Þóra og fjölskylda í skútuævintýrinu Um borð í skútinni hjá Þóru og fjölskyldu um jól 2021 Sigrún og Þórhallur í heimsókn í Lærdal

fékk slikt hnossgæti. Ég á bara einstaklega góðar minningar frá Suðureyri.

Hvaða jólaminningar áttu frá Súgandafirði?

Jólahaldið var alltaf í föstum skorðum. Það var alltaf farið í kaffi til Eyju ömmu og Sturla afa á aðfangadagskvöld en fyrst var farið í jólamessu. Við borðuðum yfirleitt svið á aðfangadag og hangikjöt á jóladag. Svo beið maður alltaf spenntur eftir jólatrésskemmtuninni. Nonni Kitt hinn eini sanni jólasveinn, og sá allra skemmtilegasti, söng og lék fyrir okkur ásamt því að dansa í kringum jólatréð.

Ég sendi hugheilar jólakveðjur til ykkar allra.

Bestu kveðjur, Inga Lára.

VIÐ FÆRUM ÞÉR ORKUNA

Jólablað 2022
Með Þóru skútufara Í garðinum í Lærdal með kotið í baksýn
svo þú getir skapað ný tækifæri fyrir Vestfirðinga ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 400 Ísafirði 450 3211 orkubu@ov.is www.ov.is

VÍKINGASKÁLINN Í

STAÐARDAL - Hjalti Þór Þorvaldsson

Segðu aðeins frá sjálfum þér

Ég heiti Hjalti Þór Þorvaldsson og er sonur Þorvaldar og Rósu á Stað. Ég bý á Stað þar sem ég aðstoða fjölskylduna mína með búskapinn. Ég vinn sem vélvirki hjá Klofning en er menntaður vélstjóri. Ég er eins laus og liðugur og getur hugsast. Vona að frægðin eftir að koma fram í blöðunum muni breyta því.

Hvernig kviknaði hugmyndin að víkingaskálanum?

Ég og félagar mínir í menntaskólanum töluðum oft um hversu gaman það væri að halda Víkingahátið saman. Fyrsta hátíðin var í raun bara útilega í Staðardal með nánustu vinum. Þá töluðum við um hversu frábært það væri að hafa skála sem við gætum haldið hátíðina í. Ár eftir ár höfum við haldið þessa hátíð og hefur hún vaxið með skálanum. Nú síðast gátum við boðið gestum inn í fiskisúpu, heimagert brauð, bjór og mjöð. Í fyrsta sinn var gist inni í skálanum auk þess sem tjaldað var fyrir utan og um 50 manns tóku þátt. Hátíðin mun aðeins stækka með tímanum og því þarf að gera skálann enn betri.

Súgandi 26

Hvar er víkingaskálinn staðsettur og af hverju var sú staðsetning valin?

Við köllum þetta einfaldlega “móana” og er þetta óræktað land þar sem jörðin er virkilega flöt. Þarna voru stórar fiskitóftir. Það er vegaðgengi en samt er skálinn nægilega langt frá íbúðarhúsinu þannig að “nútíminn” er ekki að trufla mann.

Hvernig hefur gengið að smíða skálann og hvað er eftir?

Þetta hefur verið lærdómsrík reynsla og það má þakka þeim fjölmörgu mistökum sem við byrjuðum á því að gera, t.d. með því að byrja á þessu verkefni yfirhöfuð. Fyrst mokuðum við stóra holu og smíðuðum þak yfir.

Við náðum ekki að klára þakið fyrir veturinn og í miklum stormi fauk mest allt þakið af. Þegar leið á vorið og snjórinn byrjaði að bráðna fylltist holan af vatni. Þá vorum við komnir með fallega moldarsundlaug. Eftir það var drenað og hlaðnir veggir, sem hrundu svo stuttu seinna. Við

Jólablað 2022

Súgandi

hlóðum þá aftur og í þetta sinn með steypu inn á milli svo að veggirnir myndu haldast uppi. Við gerðum sterkara þak, gólf, svefnloft, eldstæði og bar. Ferlið hefur verið tvö skref áfram og eitt aftur á bak en núna eru í raun bara innréttingar og stigi niður í sjálfan skálann eftir. Ég ætla að lofa mér að segja að núna sé það erfiðasta búið.

Hver eru framtíðarplönin með víkingaskálann?

Það er stóra spurningin. Við munum halda áfram með Víkingahátiðina og betrumbæta hana með hverju árinu. Það eru hugmyndir um að halda veislur í skálanum, sjóferðir þar sem endað væri á að gera fiskisúpu úr fiskinum sem veiddur hefði verið á handfæri, eða gönguferðir þar sem endað yrði á hressingu við skálann. Svo gæti verið glíma, axarkast, tónlist og ákveðin fornnorræn upplifun sem fólk fengi þegar það kæmi í heimsókn. Gestir væru ekki aðeins áhorfendur heldur fengju tækifæri til að taka þátt í þessu með okkur og týna sér í víkingaheimi í nokkrar klukkustundir.

Eitthvað fleira sem þú vilt koma á framfæri við lesendur?

Ég áttaði mig ekki á því hversu mikinn tíma og kostnað ég myndi setja í þennan skála. Þegar ég byrjaði átti þetta ekki að vera svona stórt verkefni. Hugsunin var fyrst að hafa stórt tjald sem myndi fara yfir holuna og virka sem þak. Tjaldið yrði þá sett upp einu sinni á ári og þetta væri í raun ekki erfitt í framkvæmd. En þegar maður byrjar bætir maður alltaf við. Eins erfitt og þetta hefur verið, myndi ég ekki vilja breyta neinu. Ég er stoltur af því sem ég hef gert og hlakka til að gera enn meira.

28

Bjóðum ykkur velkomin í vestfirskt handverksbrugghús

Jólablað 2022
Dokkan brugghús | Sindragata 14, Ísafirði dokkanbrugghus dokkanbrugghus www.dokkanbrugghus.is

DAGSKRÁIN FRAM UNDAN

Janúar

30. janúar - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.

Febrúar

27. febrúar - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.

Mynda- og minningakvöld í Gerðubergi. Auglýst nánar á fréttaveitunni.

Mars

4. mars – Árshátíð Súgfirðingafélagsins í Reykjavík í Stangarhyl 4 í Reykjavík. Aðalfundur Súgfirðingafélagsins - nánar auglýst síðar.

27. mars - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla

37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.

Apríl

24. apríl - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.

Maí

Mynda- og minningakvöld í Gerðubergi. Auglýst nánar á fréttaveitunni.

Júlí

Sumarblað Súgfirðingafélagsins kemur út

Vinir við veginn

Fyrir farsælt komandi ár
Fyrir gleðileg jól

Konukvöld Súgfirðingafélagsins var haldið þann 20. október síðastliðinn og mikið var gott að geta loksins haldið skemmtun og glaðst með súgfirskum konum. Tónlistaratriðin voru frábær en fram komu Eva og Helgi, Benni Sig og stórstjarna okkar Súgfirðinga Katla Vigdís Vernharðsdóttir. Happdrættið var á sínum stað með glæsilegum vinningum og þökkum við kærlega öllum þeim sem gáfu vinninga. Hvítvínskonan mætti og kenndi okkur ýmislegt nauðsynlegt, m.a. frábær ráð til þeirra sem vilja gerast áhrifavaldur.

Takk fyrir frábært kvöld.

32 Súgandi
33 Jólablað 2022
Súgandi 34
Verslaðu á 66north.is Fylgdu okkur @66north

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.