Súgandi jólablað 2021

Page 1

42. ÁRG. 2. TBL. 2021


Súgandi

PISTILL FORMANNS Kæru Súgfirðingar, Það styttist óðfluga í jólahátíðina og er það tíminn þegar fjölskyldur og ástvinir koma saman og njóta þess að eiga góðar stundir. Vona ég að þið eigið öll góða að og hafið tök á að faðma ykkar nánustu án takmarkana. Í síðasta pistli talaði ég um að lífið væri að komast í eðlilegra horf og getur maður ekki annað en spurt sig í dag hvað telst núna vera eðlilegt horf. Því heimurinn er annar í dag og óvíst að við munum nokkurn tíma lifa tíma sem töldust eðlilegir áður. Stundum er ágætt að vita ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en við höldum öll ótrauð áfram.

tilefni. Það voru mikil forréttindi fyrir undirritaða að fá að taka þátt í þessu verðuga verkefni og það gefur hlýju í hjarta að vita að fallega kirkjan okkar mun geta staðið stolt og falleg í firðinum fagra í mörg ár í viðbót. Ég er einnig virkilega stolt af því hversu duglegir Súgfirðingar voru að taka þátt í þessari fjáröflun og hversu mörgum var annt um að kirkjan fengi þeirra stuðning. Án ykkar allra hefði ekki verið hægt að ljúka verkefninu á jafn glæsilegan hátt. Hugheilar þakkir.

Við höfum ákveðið að halda ekki stærri viðburði í Súgfirðingafélaginu þennan veturinn þar sem margir okkar félagsmanna eru komnir á viðkvæmari aldur, en við eigum þessar skemmtanir inni og verðum við með veglega samkomu þegar aðstæður leyfa. Við förum því varlega í að auglýsa viðburði fyrir næsta árið og verður ekkert á dagskrá nema Súgfirðingaskálin og Mynda- og minningakvöld en þau er hægt að halda rafrænt. Ef aðrir viðburðir verða haldnir verða þeir auglýstir tímanlega á fréttaveitunni okkar.

Við minnum á að hægt er að bóka gistingu í Súgfirðingasetrinu á heimasíðu okkar www. sugandi.is og sjá þar einnig hvaða vikur eru lausar. Þeir sem hafa áhuga á að bóka gistingu að sumri er ráðlagt að bóka tímanlega þar sem sumrin eru vanalega fullbókuð snemma. En gott er að gista í íbúðinni okkar og hvetjum við alla til að nýta sér aðstöðuna.

Súgfirðingaskálin hefur verið í fullum gangi í haust og ljóst að slagurinn um bikarinn er harður en skemmtilegur. Áfram verða spilakvöld á nýja árinu. Súgfirðingablaðið kemur alltaf út tvisvar á ári óháð því hvaða viðburðir hafa verið haldnir en við Súgfirðingar eigum mikið af góðu fólki sem ýmislegt er að bardúsa og gaman að lesa um það og verkefnin. Ólöf Birna hefur verið ritstjóri blaðsins undanfarin ár og stendur sig með prýði.

Við þökkum auglýsendum og styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn við útgáfu blaðsins. Án ykkar værum við ekki með þessar frábæru og ómetanlegu minningar á prenti. Gleðilega hátíð! Elsa Eðvarðsdóttir, formaður Súgfirðingafélagsins í Reykjavík

Framkvæmdum við Suðureyrarkirkju lauk í sumar og var haldin hátíðleg athöfn í kirkjunni af því

2


Jólablað 2021

Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is

Efnisyfirlit

Ábyrgðarmaður: Elsa Eðvarðsdóttir

4 - Noregsferð

Ljósmynd á forsíðu: Guðrún Oddný Schmidt

9 - Gjafir til Súgfirðingafélagsins Gunnar Pálsson

Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman

10 - Bygging landnámsskála Hallvarðs Súganda gengur vel

Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa:

14 - Borið á verbúðina Ársól í Staðardal

Formaður: Elsa Eðvarðsdóttir GSM: 868 1379 elsaedv@gmail.com

15 - Súgfirðingaskálin

Gjaldkeri: Pálína Björg Snorradóttir GSM: 840 1774 palinab@gmail.com

16 - Gjafir til Súgfirðingafélagsins Sigurþór Ómarsson 18 - Söfnun fyrir endurbótum á Suðureyrarkirkju lokið

Ritari: Adda Bjarnadóttir GSM: 690 7673 addabjarna@gmail.com

22 - Verbúðin 27 - Þriðja úthlutun úr Viðlagasjóði 2021

Ritstjóri: Ólöf Birna Jensen GSM: 661 7380 oboj@simnet.is

28 - Súgfirðingur í útlöndum Tinna Óðinsdóttir

Meðstjórnendur: Guðrún M Karlsdóttir GSM: 869 3010 gmkarld@ gmail.com

33 - Brúnar kókoskökur 34 - Dagskráin fram undan

Neníta Margrét Aguilar GSM: 663 3585 Erna Guðmundsdóttir GSM: 770 0248 ernag0206@gmail.com Umbrot: Grétar Örn Eiríksson gresko81@gmail.com Prentun: Prentmiðlun ehf. 3


Súgandi

Noregsferð gamalla vinkvenna úr Súgandafirði dagana 20.-27. júlí 2008 Þátttakendur: Guðrún Þórðardóttir (Ísafirði), Jónína Ingólfsdóttir (Akranesi), Kristín Gissurardóttir (Reykjavík), Lilja Friðbertsdóttir (Selfossi), Margrét Njálsdóttir (Hafnarfirði), Valbjörg Jónsdóttir (Reykjavík), Vilhelmína Salbergsdóttir (Svelgsá), sem tók saman ferðasöguna. Við heimsóttu Soffíu Alexandersdóttur sem býr í Hemsedal í Noregi.

Sameiginlegur bakgrunnur þessa hóps er sá að við erum allar fæddar og uppaldar á Suðureyri við Súgandafjörð og ólumst þar upp saman frá barnæsku til fermingar (fæddar 1940, 1941 og 1942). Við höfum ekki hist allar saman síðan árið 1956 þegar sú fyrsta flutti í burtu frá Súgandafirði.

Við hittumst á Keflavíkurflugvelli kl. 14:30 sunnudaginn 20. júlí 2008 og var hópurinn strax smollinn saman og dottinn rúm 50 ár aftur í tímann. Ferðin mótaðist strax af minningum og upprifjunum og í ljós kom að á sumum sviðum erum við misreynsluríkar þó við höfum alist upp á sömu þúfunni þessi bernskuár. Lífið hefur jafnframt fært okkur mikla reynslu sem við byrjuðum strax að deila hver með annarri.

Lilja, Rúna og Stína, settar saman í íbúðina í kjallaranum. Rúna og Stína sváfu saman í koju enda taldar líklegastar til að umbera hvor aðra í rúminu! Við Lilja sváfum svo saman í hornsófanum – fætur í fætur. Valla og Ninna deildu svo herbergi á efri hæðinni en Gréta svaf í skrifstofunni. Eftir útdeilingu svefnstaða var sest að snæðingi og síðan skriðið í ból enda allir orðnir uppgefnir. meðan við vorum að átta okkur á aðstæðum. Eftir hádegið lagði Veðrið snérist okkur í hag strax Frank svo af stað með allan daginn eftir og við tókum því kvennaskarann í útsýnisferð. En aftur á byrjunarreit ferðarinnar. rólega á mánudagsmorgninum Við byrjuðum á að skoða Flugferðin var tiltölulega áreynslulítil og á Gardemoen tóku á móti okkur Soffa og hennar þolinmóði og elskulegi eiginmaður Frank Jonsrud. Þau höfðu tekið á leigu 10 manna bíl sem rúmaði hópinn og allan farangurinn. Ferðin til Hemsedal tók rúma 3 tíma og gekk vel þrátt myrkur og að það rigndi eldi og brennisteini á leiðinni. Við komum heim til þeirra kl. 1:30 um nóttina og vorum við, ég, 4


Jólablað 2021 skíðahótel að utan (þar var allt lokað yfir sumarið) og útsýnið frá svölunum þar yfir Hemsedalinn. Þaðan var haldið enn hærra og í “íslenskt heiðalandslag”. Þá var haldið að fossinum Rjúkanda . Hann er ægifagur og nú var sólin farin að skína fyrir alvöru og lífið lék við okkur. Áfram var haldið og nú komum við að “húsinu hennar Völlu ” sem var myndað í bak og

svo dáðumst við að okkur sjálfum fyrir að hafa látið verða af þessari snilldarferð. Prjónarnir stoppuðu varla hjá Grétu sem prjónaði ullarsjal sem væri held ég best geymt í ísskápnum í hitanum hérna! Eitthvað var drollað fram eftir kvöldinu en smám saman týndumst við ein eftir aðra í bólið.

sem við fengum gistingu fyrir lítinn pening. Hún áréttaði svo að við kæmum heim til hennar þegar við værum búnar að koma okkur fyrir. Við skiptumst niður á líkan hátt og áður nema Soffa fékk Völlu sem hjásvæfu, við Lilja deildum herbergi, Gréta og Ninna voru saman og Rúna og Stína voru áfram taldar heppilegur Á þriðjudeginum um hádegi félagsskapur hvor fyrir aðra. keyrði Frank okkur á rútustöðina Síðan var haldið í heimsókn til og skildi svo við okkur eftir að Maju sem býr í gömlu og fallegu hafa skilað rútunni. Frank var kvaddur með virktum og góðum óskum og við tókum rútuna til Balestrand, við Sognfjörð, en hann fór til Dröbeck skammt frá Ósló – áreiðanlega frelsinu feginn.

fyrir. Það var orðið ansi hrörlegt og þakið sigið undan öllum gróðrinum á þakinu. Kannske Hans og Gréta hafi búið í því einhvern tíma. Næst á dagskrá var að brynna kvensunum og seðja hungur þeirra. Ákveðið var að fara í Lykkju, seljakaffihús sem seldi brúnost og fleira norskt. Þetta er nokkurs konar Slakki með litlum húsdýragarði. Við heilsuðum nú bara upp á geiturnar enda eru þær orðnar sjaldgæfar heima.

Í Balestrand býr María, dóttir Soffu ásamt eiginmanni Sigurd og þremur börnum þeirra, elsta dóttirin er flutt að heiman. Þau reka lúxushótel sem heitir Kviknes. Þetta er fjögurra tíma

húsi ekki langt frá hótelinu. Maja bauð okkur upp á hvítvín og bjór eins og hver gat í sig látið og áfram var spjallað og spjallað. Við sátum úti á svölunum þótt veðrið væri ekki það allra besta, þurrt en svalt. Þegar haldið var til baka á hótelið til að borða fórum við á undan þeim Maju og Siren svo Soffa vísaði veginn. Hún leiddi okkur út um hlið á garðinum (til að stytta okkur leið!) og sendi

Ekki er hægt að keyra oft fram hjá verslun án þess að hleypa kvenfólki út. Í þetta sinn var látið nægja að koma við í matvörubúðinni á heimleiðinni og fengu flestar útrás þar í þetta sinn. Pastarétti voru gerð góð skil þegar heim var komið og Frank fékk leyfi til að horfa á fótbolta í íbúðinni niðri en við lögðum undir okkur efri hæðina. Mikið var spjallað og margt rifjað upp og mörg og mismunandi sjónarmið reifuð. Gréta lumaði á mörgum góðum sögum af Rönku, Hrefnu og Steina og m.a. um lopann í ferð og Maja tók á móti okkur okkur inn í frumskóg af arfa, ísskápnum. Mikið var hlegið og og fylgdi okkur á hótelið þar brenninetlum og öðrum úrgangi 5


Súgandi úr garðinum hennar Maju. Þar varð Lilju fótaskortur og Ninna reyndi að koma henni til bjargar og kútveltust þær þar báðar uns þeim var bjargað úr óræktinni. Þær skemmtu þær sér vel, vinkonurnar sem eftir urðu til að ganga frá eftir okkur, yfir óförum stallnanna þó Maja botnaði ekkert í móður sinni að leiða okkar í þessar ógöngur. Þessi uppákoma gerði það að verkum að hvítvíninu lá heldur mikið á að yfirgefa Ninnu sem auglýsti eftir lítið, eða ónotuðum nærbuxum í lokin!

Maturinn á hótelinu var stórkostlegur. Það var boðið upp á hlaðborð með endalausum tegundum af mat svo ekki var nokkur möguleiki á að smakka á öllu. Soffa var föðmuð og kysst af hinum ýmsu starfsmönnum hótelsins, skyldum og óskyldum. Okkur leið eins og drottningum og vöktum athygli annarra hótelgesta (fyrir fegurð og kynþokka sagði einhver!) Vonandi höfum við þó ekki eyðilagt neitt fyrir okkar frábæru gestgjöfum. Áfram var haldið við að spjalla og spjalla og drekka og drekka (bjór, vín, koníak, kaffi, vatn – bara nefndu það) fram yfir miðnætti (að norskum tíma). Þá héldu nokkrar í bólið en þær hörðustu, Maja, Siren, Gréta og

Soffa stóðu vaktina til kl. 2 um verið svo forsjál að taka með sér. nóttina. Svo sóluðum við okkur, drukkum vatn og gos og spjölluðum áfram. Daginn eftir, á miðvikudag, Nutum lífsins. Þegar leið að kveldi fengum við okkur göngutúr á var grillið tekið fram og borðað hótellóðinni og komum m.a. úti. Þetta var síðasta kvöldið við í svolitlu minjasafni sem er okkar í Hemsedal svo flestar fóru í rétt við rútustöðina. Þar spurði fyrra fallinu í háttinn eftir að hafa einhver um gamlar norskar pakkað niður og snurfusað sig uppskriftir. Þær lágu nú ekki á fyrir ferðina til Ósló daginn eftir. lausu en elskuleg kona sem vann Við Gréta entust lengst að vanda. þarna hljóp í næsta hús til að ljósrita uppskriftir sem hún fann. Valla vakti liðið kl. 7 á föstuÞetta voru úrklippur úr gömlum dagsmorgninum. Nú skyldi blöðum og aftan á einni var grein haldið til Ósló með rútunni. um Ísland. Við náðum þó rútunni Veðrið lék enn við okkur og gengu flestar niður að rútunni en vinur Soffu og Franks keyrði farangurinn okkar á biðstöðina. Því hafði Frank ráðstafað þótt hann væri víðs fjarri. Leiðin niður úr fjöllunum liggur í gegnum undurfagurt landslag og var þvílíkt logn að allt stóð á haus í vötnunum, fjöll og hús. Ekki eru nú vegirnir breiðir alls staðar en allt virtist þetta ganga eins og smurt og fólk tillitssamt í umferðinni. Við komum á umferðarmiðstöðina um hádegið og drösluðumst með farangurinn í steikjandi hita og sól heim á og kvöddum með trega þetta City hótelið sem ekki var langt fallega umhverfi og yndislega undan. Sól, hiti og sviti er það fólk. Ferðin til baka gekk vel. sem einkenndi þessa Óslódvöl Ofvirk og úthvíld húsmæðragen okkar og eilíf leit að skugga brutust út hjá einhverjum þegar og golu sem var vandfundin. heim var komið. Að minnsta kosti Við lögðum þó af stað út í var töfruð fram fínasta máltíð á iðandi líf stórborgarinnar. Í engum tíma. Enn var spjallað en stúdentalundinum var sest niður smám saman dró af liðinu og við kælidrykkju og Ninna baðaði hurfu þær ein og ein til kojs utan þreytta fætur í gosbrunninum. að við Gréta ræddum málin til Þaðan lá leiðin á Akersbrygge miðnættis. en þar eru miklir veitingastaðir og skemmtilegt umhverfi. Á fimmtudeginum byrjaði Valla Sjómannseðlið kom upp í okkur daginn á því að hjóla í búðina og fengum við okkur veitingar og sækja viðbótarnæringu fyrir um borð í veitingabát sem lá liðið. Svo var deginum eytt í þar við bryggju. Þennan dag fullkominni leti. Þrátt fyrir sól og átti Gréta afmæli og ákváðum 30 stiga hita var tjúttað og trallað við hinar að bjóða henni út að á grasflötinni hjá Soffu eftir borða í tilefni dagsins. Þessi íslenskri tónlist sem Lilja hafði rausn okkar náði líka yfir Soffu 6


Jólablað 2021 sem átti það svo sannarlega skilið eftir alla fyrirhöfnina. Ekki man ég nú hvað veitingastaðurinn heitir en hann var mjög skemmtilega innréttaður – eins og gamalt millilandaskip. Í einu horninu trónaði stór og mikill uppstoppaður hvítabjörn –

frændi þeirra ágætu bjarna sem enduðu líf sitt á Íslandi fyrir skömmu. Eftir matinn röltum við heim á hótel enda tími til kominn að hvíla öldruð beinin. Á laugardagsmorgninum var tekin ákvörðun um að eyða kvöldinu um borð í skonnortu

og fara í þriggja tíma siglingu með henni og pilla og borða rækjur eins og hver gat í sig látið. Svo var gefinn smátími í verslunarmiðstoð þar sem fyrst var borðað og svo ætt um verslunarhúsnæðið með æðisglampa í augunum og litlum árangri. Þá var stefnan tekin á Óperuhúsið í Ósló sem stendur við sjóinn og er hin glæsilegasta bygging. Við gengum á húsið (eins og að ganga á fjöll) og síðan inn í það og fórum síðan aftur heim á hótel til að búa okkur fyrir siglinguna um Óslófjörðinn með skonnortunni Helenu. Ekki þarf að orðlengja það að þessi sigling var frábær, veðrið lék við okkur og rækjurnar runnu ljúflega niður enda allflestar okkar einhvern tíma komið að rækjuplokkun á bernskuárunum fyrir vestan. Það eina sem skemmdi fyrir var þessi endemis graðhestamúsik sem buldi á okkur allan tímann. Hún var ekki mjög vel viðeigandi í þessu rómantíska umhverfi. Siglt var nálægt mörgum eyjum sem eru á Óslófirðinum og í stað þess að sýna okkur fugla og þess konar náttúru eins og gert er á Breiðafirði voru okkur sýndir Norðmenn að stunda ýmis konar iðju svo sem að drekka bjór, stinga sér í sjóinn og synda og sinna öðrum náttúrulegum þörfum sínum! Við röltum svo

7

heim á hótel með viðkomu á einum útibar á leiðinni. Sunnudagurinn rann upp jafn heiðskír og fagur og aðrir dagar okkar í Ósló. Þar sem þetta var síðasti dagur ferðarinnar drifum við okkur á fætur og eftir morgunverð og frágangi á farangri í geymslu drifum við okkur út til að ná í sporvagn í Vigelundsgarðinn. Ekki vildi nú betur til en það að við heyrðum ekki allar þegar Soffa sagðist ætla að spyrja bílstjórann hvaða vagn við ættum að taka og vorum byrjaðar að fara inn þegar Soffa kom út og sagði þetta ekki réttan vagn. Flestar náðu út aftur nema Lilja sem brunaði á burt með vagninum. Við stóðum eftir eins og ráðalausar ráfur en rönkuðum við okkur og hringdum í hana. Hún hafði sem betur fer drifið sig út á næstu stoppistöð svo við löbbuðum til hennar og urðu þar fagnaðarfundir. Næsti vagn bar okkur langleiðina að garðinum og við gengum það sem eftir var og Soffa fór og keypti miða. Heldur fannst okkur fólkið fáklætt þar innan hliða og ég hafði orð á því að það væri ekki gott fyrir ókunnuga að koma að þessu hliði og vita að þetta væri inngangurinn í Vigelundsparken því yfir hliðinu stóð Frogner badet. En inn fórum við og leituðum að fyrsta stað til að svala þorstanum. Þá rankaði Soffa við sér og sagði okkur í vitlausum garði því þetta væri baðstaður sem er við hliðina á Vigelundsgarðinum. Þessum villuráfandi öldruðu konum var endurgreiddur aðgangseyririnn og svo var haldið í rétta garðinn en þar var enginn aðgangseyrir og þar gátu allir gengið inn og út að vild, jafnt ellismellir sem aðrir smellir. Við tókum svo tvo leigubíla í stúdentalundinn þar sem við kvöddum Soffu með kossum og trega en hún hélt


Súgandi heim á hótelið til að endurheimta Frank og farangurinn sinn. Þau keyrðu svo heim í heiðardalinn, Hemsedal. Af okkur ferðalöngunum er það að segja að við höfðum gert ráðstafanir til að fá MaxiTaxi til að sækja okkur á hótelið kl. 18:00 svo að eftir ýtarlegt ísát og svaladrykkju var rölt heim á hótelið til að skipta um föt og ljúka síðasta undirbúningnum fyrir brottför. Vélin kom á réttum tíma og gekk flugið heim að mestu tíðindalaust fyrir sig. Ég, Gréta og Rúna sátu saman og svo Valla og Ninna og Lilja og Stína. Mér tókst með mínum alkunna klaufaskap að krækja fingri í tebollann og sturta sjóðheitu teinu yfir mig og Rúnu. Ekki brenndumst við en vorum settar fram í býtibúrið til að verka okkur og skipt um sætið hjá Völlu á meðan. Við gátum að sjálfsögðu skemmt okkur vel yfir þessu og ekki síður þær sem sluppu.

Þessari frábæru ferð var nú lokið. Hún var í alla staði vel heppnuð þó ofurhiti og logn hafi að sjálfsögðu plagað þessar ísprinsessur sem eiga slíku ekki að venjast daglega. Síðan þessi ferð var farin hafa þær Rúna, Valla, og Lilja kvatt.

8

Kærar þakkir fyrir þessa fallegu frásögn. Við hvetjum félagsmenn til að senda inn greinar, minningar eða annað sem gaman væri að hafa í blaðinu á oboj@simnet.is.


Jólablað 2021

Gjafir til Súgfirðingafélagsins Gunnar Pálsson

Gunnar Pálsson gaf Súgfirðingafélaginu fallega mynd sem Gissur Friðbertsson flosaði. Myndin var hengd upp í Súgfirðingasetrinu á þeim stað sem upprunalega myndin hékk þ.e. í hornherberginu sem snýr að Aðalgötunni.

9


Súgandi

Bygging landnámsskála Hallvarðs súganda gengur vel Í sumar var unnið að byggingu landnámsskálans í botni Súgandafjarðar í þremur áföngum en um er að ræða verkefni á vegum Fornminjafélags Súgandafjarðar. Í maí fór góður flokkur áhugasamra norður í land, nánar tiltekið á Hraun, sem er yst á Skaga. Sumir muna eflaust að þar kom ísbjörn að landi fyrir nokkrum árum. Steinn bóndi og landeigandi á þessari miklu rekajörð tók á byggja grind í landnámsskála. móti hópnum og leiðbeindi við Þessi heiðursmaður gaf sér tíma í val á góðum drumbum til að miðjum sauðburði til að aðstoða við að sækja drumba og hlaða á kerrurnar. Drumbarnir voru fluttir á kerrum til Sauðárkróks og síðan með skipi til Ísafjarðar og þaðan yfir í Súgandafjörð.

og er skammt frá mógröf frá fyrri tíð. Í skálanum eru næstum 200 klömbrur í hverri umferð eða lagi. Lögin eru fimm og hver klambra vegur um 30 kíló. Veggirnir voru kláraðir í þessari umferð og allir nokkuð sáttir við að þessum kafla skuli vera lokið enda gríðarlega mikil vinna og erfiðasti hlutinn af Í júní var haldið áfram að hlaða öllu verkefninu. úr klömbru. Fornminjafélagið hefur fengið að stinga úr mýri Í ágúst stóð Fornminjafélagið í sem landeigendur í Botni eiga samstarfi við Valdimar Elíasson 10


Jólablað 2021

smið fyrir námskeiði í að smíða burðargrind og þak á landnámsskálann. Valdimar er reyndur smiður og smíðaði fyrir nokkrum árum víkingaskipið Véstein. Burðargrindin er nú komin upp og búið að rífa stóran hluta rekaviðsins í rafta sem eiga að fara á þakið. Fleygur var rekinn í viðinn til að kljúfa hann og

voru það oft mikil átök. Timbur í stoðir var sótt í Tunguskóg á Ísafirði og aðstoðaði Sighvatur Dýri frá Höfða í Dýrafirði við að ná í tré en hann sér um að grisja skógræktina í Ísafjarðarbæ. En Sighvatur tók einnig þátt í að hlaða klömbru fyrsta árið. Ef allt gengur eftir verður lögð

11

lokahönd á þakið á næsta ári og byrjað að vinna inni í skálanum en það þarf að smíða hurð, rúmbálka, þil, hanna langeld


Súgandi og annað. Huga þarf að því að ljós komist inn í skálann og að loftræsting verði fullnægjandi fyrir opinn eld. Fornminjafélagið þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg enda ljóst að svona verkefni er eingöngu hægt að gera með góðu fólki. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Ingrid Kuhlman tók af byggingu skálans.

Fisherman óskar öllum til sjávar og sveita gleðilegra og friðsamlegra jóla.

www.fisherman.is

12


Jólablað 2021

Gleðilega hátíð! Jól og áramót eru tími til að njóta í faðmi fjölskyldu og vina. En ekki síður tími umhugsunar og nýs upphafs. Við sérhæfum okkur í námskeiðum fyrir vinnustaði og einstaklinga.

13


Súgandi

Borið á verbúðina Ársól í Staðardal Í sumar var nauðsynlegu viðhaldi sinnt á verbúðinni Ársól í Staðardal. Sérstök viðartjara er notuð sem er sambærileg þeirri sem var borin á gömul hús hér á öldum áður og einnig í Skandinavíu. Það fylgir viðartjörunni sérstök lykt sem minnir á gamla tíð.

Verbúðin er vinsæl hjá ferðamönnum og algengt er að sjá fólk koma, skoða verbúðina og taka ljósmyndir. Því miður er nokkuð um að fólk fari upp á þakið og það er mjög slæmt fyrir grasið sem skemmist við það.

Ljósmyndir: Snorri Sturluson

Búið er að bera á viðinn þrisvar sinnum en tjaran verndar viðinn gegn vatni, dregur úr veðrun og eykur náttúrulegt útlit viðarins. Erla Eðvarðsdóttir bar á verbúðina í einmuna blíðviðri sem hefur verið ríkjandi fyrir vestan í sumar, eins og sést á meðfylgjandi myndum. Hugmynd er að setja upp spil fyrir framan verbúðina. Gaman væri einnig að gera borð og stóla, t.d. úr rekaviði. 14


Jólablað 2021

Súgfirðingaskálin Við höldum ótrauð áfram í vetur, þrátt fyrir Covid. Við spilum alltaf kl. 18 síðasta mánudaginn í mánuðinum. Allir fara varlega, grímur og spritt eru okkar besta vörn. Við misstum einn góðan mann, Kalla Bjarna, og er hans sárt saknað. Blessuð sé minning hans. Við munum spila áfram á nýja árinu og enda í apríl en þá verða bikararnir afhentir. Hver skyldi fá bikarinn næst? Þetta er spennandi! Dagsetningarnar eftir áramót eru 31. janúar, 28. febrúar, 28. mars og 25. apríl. Hlakka til að sjá ykkur öll hress og glöð. Bræðurnir Kristján og Ólafur Pálssynir fengu loksins bikarana sína sem þeir unnu sl. vor fyrir að ná öðru sætinu í Súgfirðingabridsinu.

15

7

Jólakveðja, María Weinberg


Súgandi

Gjafir til Súgfirðingafélagsins Sigurþór Ómarsson

Sigurþór Ómarsson sem lengi hefur verið viðriðinn Súgfirðingafélagið og verið virkur í öllu félagsstarfi gaf félaginu þrjár flottar ljósmyndir af hjónunum Siggu og Gumma á Sólstöðum sem hann fékk frá Herði Smára Hákonarsyni. Myndirnar eru af þeim hjónum að störfum á hlaðinu á Sólstöðum. Þær eru komnar upp á vegg í Súgfirðingasetrinu og sóma sér vel á ganginum. Ef einhver lumar á góðum ljósmyndum, listaverkum eða málverkum sem tengjast Súgandafirði á einhvern hátt er um að gera að hafa samband við stjórn Súgfirðingafélagsins. Það er pláss fyrir margar myndir í viðbót og gott að geta skipt út reglulega. Það er einstaklega gaman að koma í Súgfirðingasetrið og sjá þær fallegu myndir sem prýða veggina og hafa verið gefnar til að fegra íbúðina. Við þökkum myndirnar.

16

Sigurþóri

kærlega

fyrir


Jólablað 2021

Vinahópur Olís

Gerum eitthvað skemmtilegt Ef þú ert með lykil þá ertu í Vinahópnum og færð afslátt af eldsneyti, veitingum og vörum auk ótal spennandi fríðinda og tilboða hjá fjölda samstarfsaðila.

Hr. Hnetusmjör

Getur slædað í bæinn og borgað helming af dæminu

Vinur við veginn

17


Súgandi

Söfnun fyrir endurbótum á Suðureyrarkirkju lokið Í maí 2020 var sett á laggirnar framkvæmdaráð sem hafði það að markmiði að vinna að endurbótum Suðureyrarkirkju. Nefndin fundaði vikulega síðasta árið til að ræða þau verkefni sem voru í gangi hverju sinni. Söfnun fyrir endurbótum lauk formlega með fallegri athöfn 5. september sl.

safnað fyrir byggingunni síðan 1926 þegar kvenfélagið Ársól stofnaði Kirkjubyggingarsjóðinn og lagði 300kr. inn á reikning sjóðsins í Sparisjóði Súgfirðinga. Í nefndina voru kosnir 6 karlar og 3 konur og var nefndin kölluð Kirkjubyggingarnefnd Suðureyrar. Markmið og krafa Kirkjubyggingarsjóðsins var frá upphafi að byggja kirkjuna skuldlaust.

Suðureyrarkirkja byggð skuldlaust Suðureyrarkirkja var vígð og tekin í notkun 8. ágúst 1937. Í júní 1936 var gengið til samninga Velunnarar kirkjunnar höfðu þá við Jón Jónsson byggingameistari

á Flateyri en hann var þá nýbúinn að byggja Flateyrarkirkju. Hafist var handa við bygginguna um miðjan júlí 1936 og var henni skilað fullkláraðri þann 15. maí 1937. Kirkjan var þá full fjármögnuð og byggð skuldlaust. Kostnaður við byggingu kirkjunnar var 17.200kr. en endanlegur kostnaður með altari, prédikunarstól, sætum, ofni, raflögnum og girðingum umhverfis hana varð að 20.246kr.

Súgfirðingar tóku höndum saman Áður en að vígsludegi kom hafði farið fram heilmikil vinna þar sem Súgfirðingar lögðu sitt af mörkum til að hægt væri að reisa kirkjuna: • • • • • • •

Beittar voru lóðir sem fiskibátarnir tóku með sér á sjóinn og andvirði aflans ran óskipt í kirkjubyggingarsjóð því að öll vinna og annar kostnaður var gefinn. Skóladrengir í grunnskólanum unnu m.a. að beitingu og aðgerð lóða. Haldin var árleg kirkjuskemmtun á sumardaginn fyrsta. Haldnir voru sjónleikir og fyrirlestrar. Happdrætti voru haldin. Þegar menn voru beinlínis neyddir til að vinna á sunnudögum var leitast eftir því að kirkjan fengi launin. Söfnunarbaukar voru við messur í mörg ár. Framlag frá Staðarkirkju hljóðaði upp á 3.000kr. 18


Jólablað 2021 Einnig voru fjölmargir einstaklingar, fyrirtæki og félög sem gáfu veglegar gjafir sem enn þann dag í dag prýða kirkjuna. • • • • • • • • • • • • • •

Kristján Albert Kristjánsson kaupmaður og systkini hans gáfu lóð undir kirkjuna. Aðalheiður Friðbertsdóttir og Óskar Kristjánsson gáfu heklað myndverk eftir fyrirmynd sem er Kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci. Frú Lára Ó. Kolbeins á Stað gaf tvo altarisstjaka. Kr. Arnór Kristjánsson húsgagnasmiður í Reykjavík gaf númeratöfluna. Frú Anna Stefánsdóttir, ekkja séra Þorvarðs Brynjólfssonar prests að Stað og börn hennar, gáfu altaristöfluna málaða af Brynjólfi Þórðarsyni. Kvenfélagið Ársól gaf messuskrúða og stólu. Börn Sigurborgar Sumarlínu Jónsdóttur og Bjarna G. Friðrikssonar gáfu tvo brúðarstóla í kór kirkjunnar. Súgfirðingar í Reykjavík og vinir safnaðarins þar gáfu tvær kirkjuklukkur, tvær ljósakrónur og vegglampa. Hans Kristjánsson, Óskar Þórðarsson og Jóni Halldórsson gáfu skírnarfont. Árið 1998 færði Lionsklúbbur Önundarfjarðar og Súgandafjarðar Suðureyrarkirkju 150.000kr. sem notaðar voru til að kaupa kaleik og brauðhús, þar sem oblátur eru geymdar milli athafna. Sparisjóður Bolungarvíkur á Suðureyri gaf 150.000kr. sem var varið til kaupa á hátíðarhökli. Fjölmargir Súgfirðingar keyptu steinda glugga sem hannaðir voru af listamanninum Benedeikt Gunnarssyni til minningar um látna ástvini. Allir innri gluggar kirkjunnar eru steindir og voru settir upp í kirkjunni árið 1998 og 2000.

Eflaust var tekið á móti fleiri gjöfum sem mér hefur láðst að nefna hér. Stór hluti vinnunnar við kirkjuna var unnið með handafli en engar stórar vinnuvélar voru til staðar á þessum tíma. M.a. þurfti að sækja möl inn á Kvíanes á bátum. Ljóst er að heilmikið þrekvirki var unnið með byggingu kirkjunnar þar sem tímarnir voru erfiðir, m.a. var heimskreppa og áttu fyrirtæki mörg erfitt uppdráttar.

Söfnun fyrir núverandi framkvæmdum Söfnunin fyrir núverandi framkvæmdum hófst formlega með Mynda- og minningarkvöldi félagsins þann 11. júní 2020. Þetta fyrsta kvöld söfnuðust um 2mkr. og var strax ljóst að mikill samhugur var um verkefnið og margir hugsuðu hlýtt til kirkjunnar. Margir höfðu áhuga á að leggja sitt af mörkum til að Suðureyrarkirkja gæti enn á ný staðið fögur sem auðkenni bæjarins. Heilmiklar framkvæmdir hafa átt sér stað síðasta árið. M.a. er búið að skipta um þakplötur, þakjárn, pappa o.fl. Skorsteinninn var fjarlægður en hann var farinn að valda talsverðum rakaskemmdum innandyra. Allt múrverk utandyra á kirkjunni var lagfært. Allir ytri gluggar voru teknir úr, uppgerðir og málaðir. Sérstakt verkefni var unnið við loftun á milli steindu glugganna og útiglugganna til 19

að koma í veg fyrir rakamyndun og rakaskemmdir í framtíðinni. Nýjar veggplötur voru settar upp innandyra þar sem rakaskemmdir höfðu orðið og málað í kjölfarið. Krossinn fékk allsherjar yfirhalningu og nýjar raflagnir. Sett var ný útidyrahurð ásamt því að kirkjan var öll máluð að utan, garðurinn var allur tekinn í gegn, runnar klipptir og grindverk málað.


Súgandi Margir gáfu fé í framkvæmdirnar Nefndin sótti um fjármagn í hina ýmsu sjóði en einungis fékkst styrkveiting frá Jöfnunarsjóði kirkna. Í fjáröfluninni söfnuðust alls 22.569.790kr. og skiptist upphæðin eftirfarandi: • • •

Einstaklingar og árgangar gáfu 10.572.951kr. Í flestum tilvikum voru gjafir einstaklinga og árganga í minningu látinna ástvina. Fyrirtæki og félög gáfu að verðmæti 8.996.839 kr. Jöfnunarsjóður kirkna veitti 3.000.000kr. í styrk.

Fyrir utan þessar upphæðir verður fenginn endurgreiddur virðisauki af framkvæmdunum. Fyrir hönd framkvæmdaráðs vil ég þakka innilega öllum þeim sem hafa stutt við þetta verkefni því það er alveg ljóst að það þarf heilt samfélag til að ljúka svona umfangsmiklum framkvæmdum. Með samhug og hlýju í hjarta tókst okkur að komast á þennan áfangastað og getum við öll verið stolt af því að þessi glæsilega bygging sem Suðureyrarkirkja er mun geta staðið af sér næstu 100 árin án nokkurra vandkvæða. Kirkjan er einstaklega falleg og góður minnisvarði um samtakamáttinn þegar á reynir.

Textinn er úr hátíðarræðu Elsu Eðvarðsdóttur sem hún flutti við hátíðlega athöfn í Suðureyrarkirkju 5. september sl. Elsa sat í framkvæmdaráði.

­ ­

Handgerð kerti að vestan

S. 456 4545

Netfang: kerti@kertahusid.is

20


Jólablað 2021

Jólagjöfin er 66°Norður Verslaðu á 66north.is Fylgdu okkur á Instagram @66north

21


Súgandi

Verbúðin Í febrúar 2021 mætti til Suðureyrar heilt tökulið til að taka upp sjónvarpsþættina Verbúðin. Flestum bæjarbúum ef ekki öllum fannst skemmtileg tilbreyting frá amstri dagsins að fylgjast með þeim breyta Suðureyri í tökustað. Þau breyttu útliti húsa til að sýna þann tíðaranda sem þættirnir eiga að endurspegla, sem er árin 1983 til 1991. Þau fluttu hingað gamla bíla sem skemmtilegt var að sjá aka um götur þorpsins með landsþekktum leikurum á borð við Nínu Dögg Filippusdóttur og Björn Hlyn Haraldsson en þau fóru með aðalhlutverkin í þáttunum. Einnig sáum við Gísla Örn Garðarsson, Pétur Jóhann Sigfússon, Sverri Þór Sverrisson og marga fleiri, því eins og fram hefur komið í fjölmiðlum tvöfaldaðist íbúafjöldinn á einhverjum tímapunkti við tökur á þáttunum. Það var mjög merkilegt að fylgjast með hvað börnin voru fljót að aðlagast því að hafa tökuliðið á svæðinu. Eitt gott dæmi var á öskudaginn en þá var verið að taka upp við eitt húsið á Aðalgötunni og eins og venja er á öskudegi voru börnin að ganga í hús að syngja fyrir gotterí. Þegar húsráðandi við þetta tiltekna hús opnar hurðina eftir að barið hefur verið að dyrum standa börnin þar frosin eins og myndastyttur og segja ekkert. Húsráðandi verður mjög hissa og ætlar að spyrja þau hvort þau ætli ekki að syngja en þau gefa til kynna að nú eigi að hafa hljótt og benda í átt að tökuliðinu. Um leið og öskrað var „kött“ byrjuðu börnin að syngja eins og ekkert hefði í skorist.

Árdís Níní Liljudóttir Talandi um börnin þá fengu nú flest þeirra sem vildu smá hlutverk í þáttunum og var ákveðið að ræða við eitt þeirra, hana Árdísi Níní Liljudóttir. Árdís er 9 ára gömul og er dóttir Lilju Einarsdóttur sem er yngsta barn Einars Guðnasonar og Guðnýjar Kristínar Guðnadóttir en hún er betur þekkt sem Níní. bátur í mynd? Mér fannst það svo skrítið þegar stóri báturinn kom siglandi inn fjörðinn og mér fannst líka svo skrítið að ég var að leika í einhverri mynd eða leikriti. Áður en ég vissi að verið væri að taka upp mynd kom símaklefinn og ég ætlaði að reyna að hringja í mömmu en svo fattaði ég að það Hvað var áhugaverðast? þurfti pening til að hringja. Mér Þegar við vorum á flugvellinum fannst eiginlega skrítnast að hafa og ég hugsaði bara, af hverju er símaklefa. Fannst þér gaman að taka þá í Verbúðinni? Það var eiginlega bara allt skemmtilegt nema það var leiðinlegast að sitja í rútunni og gera ekki neitt þegar við vorum að bíða eftir að taka þátt.

22


Jólablað 2021

sig. Svo var líka skrítið þegar verið var að taka upp fyrstu skóflustunguna að sundlaug upp á flugvelli. Ég er búin að alast upp hérna á Suðureyri með þetta sem flugvöll og þau nota það fyrir fyrstu skóflustunguna að sundlaug, það var mjög skrítið fyrir mig. Heldur þú að þegar við horfum á þættina muni fyrsta skóflustungan líta út eins og hún sé upp á flugvelli? Örugglega ekki.

Hvað fannst þér flottast aldrei langað til að vera leikkona. við þær breytingar sem Nú, hvað langar þig þá að verða? gerðar voru á Suðureyri fyrir Mig langar að verða söngvari. Verbúðina? Símaklefinn og það sem var í Hlakkar þig til að sjá þættina? glugganum. Já! Hvað var í glugganum? Það voru svona Lottólímmiðar í stóra glugganum nálægt símaklefanum.

Veitu hvenær þættirnir byrja? Eftir áramót, eða nei, eitthvað í kringum jólin. Hvernig var þín upplifun þegar verið var að taka upp þættina? Heldur þú að þú verðir Mér fannst þetta allt voða skrítið leikkona þegar þú verður stór? að verið væri að leika að Gói Nei, það held ég ekki, mig hefur og einhver kona væru að gifta 23


Súgandi

Voru margir krakkar að leika í meðan Gói keyrði af stað og þegar verið var að taka fullorðna Verbúðinni? þá átti Gói að stoppa bílinn og fólkið upp. Eins og þegar við Já, svolítið margir já, sumir skamma okkur. En við vorum vorum að bíða í rútunni nema táningar, sumir yngri en ég man ekki alveg hverjir voru en ég man að Daniel og Viggó voru. Ég sá ykkur einn daginn við tökur þar sem þið hénguð aftan í bíl, hvað var í gangi þá? Já! Við áttum að hlaupa á eftir bílnum og hanga í bílnum á

svo mörg að sumir náðu ekki að þetta var skemmtilegra. Nema ég grípa, þar a meðal ég. datt og meiddi mig þegar ég var að renna mér á sleða. Ég sá ykkur líka vera að renna ykkur á sleða við Aðalgötuna, Við þökkum Árdísi innilega hvað var í gangi þar? fyrir að spjalla aðeins við okkur Það var gaman en ekki partur um hennar upplifun á þessum af tökunum, við vorum bara að skemmtilega tíma. renna okkur á meðan við biðum 24


Jólablað 2021

Gísli Örn Garðarsson

almennilegum tíma þar. Þetta var góð afsökun til þess.

Einn af þeim sem ber ábyrgð á þessari skemmtilegu reynslu er Gísli Örn Garðarsson og er hann ættaður frá Súganda. Hann svaraði einnig nokkrum spurningum og þökkum við honum kærlega fyrir. Segðu aðeins frá sjálfum þér Ég er leikari, leikstjóri og höfundur. Ég er sonur Kolbrúnar Högnadóttur. Högni Egilsson er afi minn og Halldóra Giss var amma mín. Og svo meistarinn gætum ekki unnið eitthvert sjálfur Gissur Guðmundsson verkefni sem færi með okkur til langafi minn. Suðureyrar, svo við gætum varið

Hver var þín upplifun á því hvernig bæjarbúar tóku því að hafa ykkur við tökur á Suðureyri? Frábær í einu orði. Hjálpsemin. Viðmótið. Stemningin. Þetta var allt til fyrirmyndar og dýpkaði ást okkar allra á bænum til muna. Það voru allir til í að hjálpa með allt sem vantaði - og það var sko hellingur.

Hvað er eftirminnilegasta augnablikið við tökurnar á Suðureyri? Þegar Klakkur (togarinn) strandaði næstum því í innsiglingunni, á sólríkum en köldum degi.

Segðu okkur aðeins frá þessu verkefni, Verbúðinni Sagan segir frá nokkrum vinum sem fara í togaraútgerð árið 1983 þegar kvótakerfið er að verða til.

Hvað var erfiðast við tökurnar á Suðureyri? Þegar við tókum upp fyrir utan Félagsheimilið - allir á leið á sveitaball - hvað það var rosalega kalt og líka þegar við fórum sex allsber í sjóinn um hánótt um miðjan vetur.

Hvernig kom það til að þættirnir voru teknir upp á Suðureyri? Vegna tengingar okkar þangað. Við vorum alltaf að fabúlera um það á Sæluhelgunum hvort við 25


Súgandi

Þið hafið unnið til verðlauna, segðu okkur aðeins frá þeim Við unnum aðalverðlaunin á hátíð sem heitir Series Mania og er orðin ein stærsta sjónvarpshátíðin í Evrópu. Verbúðin var þar valin besta evrópska serían úr gríðarlega stórum hóp sjónvarpssería. Suðureyri er því orðin heimsfræg! Hvenær og hvar verða þættirnir sýndir? Fyrsti þáttur verður sýndur 26. desember á RÚV, sjónvarpi allra landsmanna. Þetta eru 8 þættir samtals. Eigum við von á framhaldi og ef svo er, verða þá aftur tökur í Súgandafirði? Það eru litlar líkur á framhaldi. Og ef þær væru þá væri árið 2000 og við værum komin til Reykjavíkur. Er eitthvað fleira sem þig langar að koma á framfæri eða segja lesendum frá? Fyrir hönd allra sem voru á Suðureyri þökkum við kærlega fyrir okkur. Við hlökkum öll til að koma aftur en þá bara til að njóta. Og við söknum þess rosalega að sitja eftir tökur á Fisherman barnum án þess að hafa áhyggjur af heimsfaraldri sem geisar fyrir utan fjörðinn fagra! 26


Jólablað 2021

VIÐ FÆRUM ÞÉR ORKUNA

Við óskum viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 400 Ísafirði

450 3211 456 3204

orkubu@ov.is www.ov.is

Þriðja úthlutun úr Viðlagasjóði 2021 Þriðja úthlutun úr Viðlagasjóði Súgfirðingafélagsins í Reykjavík fór fram í haust. Auglýst var á fréttavefnum og í sumarblaði félagins eftir umsóknum en skilyrði fyrir styrkveitingu er að verkefni tengist Súgandafirði og snúi að því að bæta eða efla menningu, listir og álíka. Ein umsókn barst frá Fornminjafélagi Súgandafjarðar, sem sótti um styrk til að fjármagna byggingu á landnámsskála í botni Súgandafjarðar en skálinn verður tileinkaður landnámsmanni Súganda-

fjarðar Hallvarði súganda og hans sögu. Umsóknin var samþykkt og hlaut verkefnið styrkveitingu upp á kr. 150.000. Frekari umfjöllun um verkefnið er að finna annars staðar í blaðinu þar sem sjá má myndir af framkvæmdum við skálannn og upplýsingar um verkefnið. Súgfirðingafélagið óskar Fornminjafélaginu góðs gengis í áframhaldandi skálabyggingu.

27


Súgandi

Súgfirðingur í útlöndum Tinna Óðinsdóttir Segðu aðeins frá sjálfri þér Ég heiti Tinna Óðinsdóttir og er dóttir Óðins Gests & Pálínu Páls, stóra systir Töru & Veru. Amma mín og afi eru Gestur Kristins og Solla Kitt. Ég fluttist til Suðureyrar árið 1990 og bjó þar til ársins 2001. Þá fluttist ég til Ísafjarðar. Ég lauk leikskólakennaranámi frá OsloMet Storbyuniversietet í Ósló árið 2020 og starfa núna sem deildarstjóri á smábarnadeild í Lærings- verkstedet Haugeråsen Idretsbarnehage, sem er íþróttaleikskóli. Við urðum íþróttaleikskóli í byrjun þessa leikskólaárs svo þetta er ósköp nýtt fyrir mér. Ég er enginn Maggi Scheving íþróttaálfur..., ennþá að minnsta kosti, og það vita nú flestir sem þekkja mig . En áherslurnar eru aðeins öðruvísi en i venjulegum norskum leikskólum. Við leggjum mikið upp úr alhliða hreyfingu i gegnum leik, fjör og sprell.

Ég bý í bæ sem heitir Nittedal og er rétt fyrir utan Ósló. Voða langur og sætur bær þar sem allir elska að hreyfa sig ógeðslega mikið og eru á gönguskíðum eða á „tur“ úti í skógi, kveikja bál og éta „kvikk lunsj“. Ég hef enn ekki gerst svo fræg að ná að læra á gönguskíðin í brekkum, ég er ansi flink á jafnsléttu en alveg glötuð þegar það koma smá brekkur, þrátt fyrir að ég sé búin að búa hér í 11 ár það er næstum skammarlegt að segja frá því. En ég hef hins vegar náð að komast inn í kúltúrinn að fara í göngur í skóginum og að baða mig í vötnunum hér, þrátt fyrir að það sé oft skítakuldi miðað við það sem maður er vanur frá sundlaugamenningunni á Íslandi. En ég hef verið dugleg að fara i kröftugar göngur og að standa á haus á hinum ýmsum stöðum sem ég hef gengið á og það er ógeðslega gaman. Ég er 28

búin að vera allt of löt við það núna í haust, en ég ætla mér að taka upp þráðinn sem fyrst. Það er alveg mögnuð tilfinning að tengjast náttúrunni svona í skóginum, finna kyrrðina og róna og tæma hugann. Næsta mál á dagskrá er að læra að „isbade“, það er að segja að kæla og fara út í vötnin þegar þau eru svona viðbjóðslega köld eins og á


Jólablað 2021 kyns garðvinnu. Þetta fór allt til fjandans með hruninu eins og svo mörg önnur fyrirtæki á Íslandi á þeim tíma. Okkur fannst tími til kominn að breyta til og við ákváðum að fljúga á vit ævintýranna og prufa eitthvað alveg nýtt. Við ætluðum okkur upphaflega bara að prufa í tvö ár en erum bæði búsett hér í dalnum enn þann dag í dag, og erum ekkert að fara.

þessum árstíma. Ég hlakka til að takast á við það verkefni og vona að ég nái að læra það. Ég geri allt til að sleppa við að skíða í brekkum á gönguskíðum. En ég bý hérna í litla húsinu úti í skógi í kyrrðinni og rónni með yngstu börnunum mínum tveimur, hundinum Óðni, kettinum Soffíu & kærasta mínum og sambýlismanni Gunnari Arnari Ásbjörnssyni, sem bjó líka á Suðureyri á sínum yngri árum. En hann er sonur Maríu Þórunnar Friðriksdóttur og Ásbjörns Ólafssonar. Hann fluttist til Suðureyrar með mömmu sinni og þremur yngri bræðrum árið 1992 og bjó þar til ársins 1996. Ég á alveg heilan helling af púkum, eða 5 stykki, þau Júlíönu Lind sem er 24 ára, Daníel Örn 22 ára, Óðinn Freyr 19 ára, Sólveigu Huldu 12 ára og Elías Nóa sem er 8 ára. Bróðurparturinn af þessum púkaskara er orðin svo fullorðinn að þau eru farin að búa sjálf og eins og ég nefndi áðan þá búa tvö yngstu hjá mér en bara aðra hvora viku, og eru svo hina vikuna hjá pabba sínum.

Hvernig kom það til að þið fluttust út og hvers vegna þessi staðsetning? Við Gunni fluttum ekki hingað út á sama tíma. En við getum bæði verið sammála um það að hann flutti fyrst til Noregs árið 2000 og hefur búið á ýmsum stöðum i Noregi. Hann bjó í bæ sem heitir Moss og er staðsettur í Østfold eða um 1,5 klukkustundar akstri héðan þegar við byrjuðum að stinga saman nefjum fyrr á árinu. Svo var hann meira eða minna hjá mér í sumar og fluttist svo alfarið hingað í september þegar við tókum þá ákvörðun að hrökkva eða stökkva og flytja saman í húsið í skóginum sem einhvern veginn bara datt upp í hendurnar á okkur. Ég bjó þá í pínulítilli risíbúð með einu svefnherbergi og það var mjög þröngt en núna er nóg pláss fyrir okkur öll í húsinu í skóginum. Ég fluttist upphaflega hingað til Noregs með fyrrverandi eiginmanni mínum honum Skafta Elíassyni árið 2010, rétt eftir hrunið. Við vorum með eigin rekstur á Ísafirði, Ásel ehf. sem var steypustöð og sinntum alls 29

Val á staðsetningunni var eiginlega bara röð tilviljana. Æskuvinur og skólafélagi Skafta, hann Habbi eða Hagbarður Valsson eins og hann heitir fullu nafni, freistaði Skafta til að koma til Noregs og finna sér vinnu. Þeir spjölluðu saman á facebook eitt kvöldið og í lok samtalsins bauð Habbi Skafta að koma út. Habbi sagðist ætla að aðstoða hann með að finna sér vinnu og Skafti mætti búa hjá honum á meðan. Skafti sló til og fékk vinnu i Noregi stuttu seinna. Hann flutti út á undan okkur og svo kom ég með krakkana þegar skólinn var búinn hjá Óðni Frey. Við vorum svo heppin að geta tekið yfir leigusamninginn á litlu risíbúðinni sem Habbi bjó í þegar hann flutti inn til barnsmóður sinnar. Ibúðin var pínulítil, bara eitt svefnhergi, stofa, eldhús og klósett. Við vorum búin að leita okkur að húsnæði í öðrum bæjum i kringum Ósló, en ekkert gekk. Þess vegna enduðum við hér, við ætluðum ekkert að raska ró krakkanna aftur. Óðinn Freyr var byrjaður í skólanum hér og okkur fannst þessi staðsetning bara fín, stutt til Ósló en líka stutt bæði á flugvöllinn og til Svíþjóðar að versla í matinn. Hafið þið hug á að koma heim til Íslands bráðlega? Já, auðvitað langar mig að koma, helst í gær, …í heimsókn en ekki


Súgandi Tara systir eignaðist sitt fjórða barn fyrir sex mánuðum og mér finnst alveg glatað að hafa ekki haft möguleikann á að knúsast í honum. Covid er virkilega búið að setja strik í reikninginn, ég hef misst af skírn og fermingunni hans Trausta Egils elsta sonar hennar Töru og mér finnst það hreinlega bara glatað. Svo eru yngstu púkarnir farin að hafa áhuga á að skoða hinar ýmsu túristanáttúruperlur á Íslandi og ég hlakka til að geta sett saman smá ævintýraferð fyrir þau. Ég vona að systur mínar og fjölskyldur og mamma og pabbi og amma geti komið með og að við getum kíkt á staði sem ég til að flytja til baka. Til að gera hef ekki mikið heimsótt, eins og stutta sögu langa þá held ég að fyrir norðan og Austurlandið og ég muni verða gömul kerling í svona. Noregi. Ég veit að fjölskyldan á Íslandi og vinir mínir eru ekkert Hvað var það fyrsta sem þú sátt að heyra það og segja oft tókst eftir þegar þú fluttir út? „aldrei segja aldrei, Tinna“, en Fyrir mér var þetta rosalega ég er nokkuð viss þegar kemur stórt stökk og mikil breyting. að þessu. Það er frábært að ala Að koma frá því að alast upp upp börn hér í Noregi og ekki á litlu Suðureyri med um 300 hægt að líkja þessu saman. En ég íbúa þar sem allir þekkja alla vil endilega komast sem fyrst í yfir í að flytja í bæ þar sem eru heimsókn til Íslands, bæði vegna um 25.000 manns!! Við leigðum þess að ég hef ekki komið síðan íbúð í blokk í nokkur ár og bara árið 2018, og svo hef ég ekki í blokkarkjarnanum voru um séð fjölskylduna mína síðan þau 300 íbúar sem eru jafnmargir og heimsóttu mig í hollum 2019. Við á allri Suðureyri. En hér þekkja skiptumst yfirleitt á að heimsækja ekki allir alla, og það vantar hvert annað á hverju ári, og árið svolítið i samfélagið hérna. Ég 2019 var komið að þeim. En það finn fyrir því að það er alltaf viss er gaman að segja frá því að fjarlægð á milli fólks hér, þrátt þegar Tara kom það ár hitti ég fyrir að maður eigi barn í sama reyndar ansi marga Súgfirðinga bekk eða búi í sömu götu eða því hún kom með kvenfélaginu jafnvel í íbúðinni við hliðina. Ársól. Og það var pínulítið Það er allt önnur menning hvað eins og að vera komin heim til þetta varðar hér úti vegna þess Suðureyrar í minningunni. Ég að hér er allt svo miklu stærra var svo heppin að fá að flandra en litla Suðureyri. En það er með þeim um Ósló og fara út að samt líka bara „one of a kind“ að borða með þeim eitt kvöldið, og verða þess heiðurs aðnjótandi að svo bauð ég þeim í súpu til mín alast upp í firðinum fagra. Þetta í Nittedalinn einn daginn. Það er hefur gefið mér mikið, mótað á planinu að koma á klakann um mig að mörgu leyti og gert mig leið og Covid leyfir. að þeirri manneskju sem ég er í 30

dag. En það er einhvern veginn allt önnur menning hér í Noregi finnst mér. Mér finnst minni hraði í samfélaginu og meira lagt upp úr því að fjölskyldan geti verið saman. Þrátt fyrir að það sé ákveðin fjarlægð er samt lagt upp úr samheldni fjölskyldunnar hér. Þegar ég flutti hingað út fyrst þorði ég ekki að skilja Óðinn Frey eftir úti í bíl hér í bænum vegna þess að ég var handviss um að honum yrði rænt því svoleiðis

gerist ALLTAF og er hreinlega bara daglegt brauð í útlöndum sko. Ég tók líka eftir miklum mun á klæðaburði. Norðmenn voru alltaf rétt útbúnir eftir aðstæðum og alltaf í ullarfötum og ég var ekkert vön því, nema þá kannski að Gunnhildur frænka og hennar börn voru oft í ullarfötum man ég, hahaha. Sem betur fer er ég búin að læra það í dag hvernig á að klæða mig eftir veðri, og ég sleppi ekki ullarfötunum á veturna, hehe. Hvernig er Suðureyri í þinni minningu? Geturðu sagt frá uppáhaldsstað/-stöðum eða skemmtilegum minningum? Þetta er kannski smá endur-


Jólablað 2021 tekning frá síðasta viðtali, en það eru fallegu sumrin á Suðureyri þegar það er blankalogn og ég var úti að hjóla. Að skella sér upp á skothól með svala, kex og brauð með osti og gúrku. Kofaborgin og að ógleymdum körfuboltavellinum með beitningaskúralyktinni. Það var einhver ákveðin stemning og/eða sjarmi sem skapaðist þar, sem er ógleymanleg.

Beinteins, við vorum báðar alveg forfallnir aðdáendur hennar. Ég ætti kannski að stinga upp á því við hana að ef það eru tónleikar með Siggu Beinteins þegar ég verð á Íslandi að þá verðum við eiginlega bara að fara saman.

unglingaveiki, og hafði mikið fyrir því að sitja með fýlusvip úti í horni. Addi frændi, maðurinn hennar Gunnhildar frænku, hafði mjög gaman af því að stríða mér á þessum tíma og kallaði mig alltaf Önnu Jónu (eftir systur Jóns

Þar sem þetta er jólablað væri gaman ef þú gætir sagt frá minningu eða atburði tengdum jólunum sem er þér kær Efst í minningunni er og verður alltaf jóladagur hjá ömmu og afa á Hlíðarveginum, hann er mér alltaf kær í minningunni. Þar kom stórfjölskyldan saman í hádeginu á jóladag og borðaði hangikjöt með öllu tilheyrandi. Svo dreifði fólk sér á víð og dreif um húsið, sumir spiluðu, við lékum okkur og tókum oft eitthvað með okkur sem við höfðum fengið í jólagjöf og lékum saman með það. Sumir horfðu á mynd á meðan aðrir spjölluðu um daginn og veginn inni í stofu. Mér fannst þetta kannski ekki eins gaman þegar ég var á gelgjunni að kafna úr

Odds og Jóns Bjarna úr bókunum um þá bræður). Þá var hann í essinu sínu þegar ég sat með fýlusvipinn og varð að sjálfsögðu ennþá fýldari við þetta, eins og sönnum ungling sæmir.

Held samt að þetta snúist að mestu leyti um samheldnina hjá krökkunum sem ólust upp á sama tíma á Suðureyri, þrátt fyrir að það hafi skipst í stóru krakkana og litlu krakkana. Við Gunni vorum einmitt að rifja þetta upp um daginn, því það er svolítið gaman að geta spjallað um þessa hluti við einhvern sem skilur og veit hvað maður upplifði svona frá fyrstu hendi. En hann tilheyrði einmitt stóru krökkunum meðan ég tilheyrði litlu krökkunum svo við erum með margar minningar sem eru líkar, og mögulega þær sömu, en líka mjög margar sem eru ólíkar. Það var alltaf eitthvað um að vera og við krakkarnir vorum eiginlega alltaf úti að leika. Ég man að einn veturinn tókum við Svavar, Þórir og Kata okkur til og mokuðum snjó fyrir fólk. Ég man ekki hvort það hafi verið einhverjir fleiri, það er alveg mögulegt, en þetta var gaman, man ég. Svo vorum við búin að finna stað til að hanga á í hjallinum bak við húsið hjá Millu. Þar vorum við með afdrep og héngum endalaust þar. Við vorum svo mikið þarna að við vorum meira að segja með fötu sem við pissuðum í. En ég man líka að ég og Kata, dóttir Hellu og Sigga Haralds, vorum alltaf mjög uppteknar við að æfa dansa við lög Siggu

31

En þrátt fyrir þessa gelgju stendur samt upp úr bara það að hittast og verja deginum saman. Amma var að sjálfsögðu alltaf með frómas í eftirrétt og svo perutertu, jólaköku og pönnukökur og alls konar gúmmelaði um kaffileytið. Þessar minningar eru mér ómetanlegar og ég reyni að halda í einhverjar af þessum hefðum með „fjölskyldunni“ minni hér í Noregi. Við hittumst alltaf eina af aðventuhelgunum og höldum litlu jól, sem eru með


Súgandi

smá innblæstri frá jóladeginum hjá ömmu. Ég hef því miður ekki tærnar þar sem amma hefur hælana þegar kemur að því að sjóða hangikjöt og baka slíkar hnallþórur en það er alltaf eitthvað gott að borða og gúmmelaði á eftir. Ég man líka eftir því að ein jólin gerðum við risastórt, að minnsta kosti í minningunni, snjóhús úti í garði á Hlíðarveginum og vorum með kerti inni í því.

Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Ég fór síðast til Suðureyrar haustið 2018. Það er allt of langt síðan!!! Eitthvað fleira sem þig langar að koma á framfæri eða segja lesendum frá? Ég er bara rosalega glöð að hafa verið beðin um að svara þessum spurningum og ég bara vona að sem flestir láti í sér heyra ef þeir eigi leið um Nittedalinn. Takk fyrir mig

32


Jólablað 2021

Brúnar kókoskökur

• • • • • • • •

250 gr hveiti 125 gr kókosmjöl 250 gr smjörlíki 155 gr sykur 5 msk kakó 2 egg ½ tsk vanilludropar ¼ tsk hjartasalt

Öllu innihaldsefnunum er blandað saman. Gott er að leyfa deiginu að kólna vel áður en búnar til eru munnbitastórar kúlur sem er síðan velt upp úr blöndu af kókosmjöli og sykri. Kúlunum er raðað á bökunarplötu og gaffall notaður til að þrýsta kúlunum aðeins niður. Kúlurnar eru því næst bakaðar í 180°C heitum ofni í 10 mínútur eða þangað til kókosmjölið er farið að dökkna aðeins. Þegar Kristbjörg amma mín í föðurætt var unglingur passaði hún fyrir hjón í Borganesi og frá þeim fékk hún þessa uppskrift sem hefur verið alveg ómissandi fyrir ættina mína um jólin síðan þá. Ólöf Jensen

33


Súgandi

DAGSKRÁIN FRAM UNDAN Janúar

31. janúar kl. 18 – Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík Mynda- og minningakvöld - auglýst síðar á fréttaveitunni

Febrúar

28. febrúar kl. 18 – Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík

Mars

28. mars kl. 18 – Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík Mynda- og minningakvöld - auglýst síðar á fréttaveitunni

Apríl

25. apríl kl. 18 – Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík

Maí

Mynda- og minningakvöld - auglýst síðar á fréttaveitunni

34


Jólablað 2021

35 44



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.