SÚGANDI 42. ÁRG. 1. TBL. 2021
SÚGANDI
PISTILL FORMANNS Kæru Súgfirðingar, Gleðilegt sumar! Með sól í hjarta vona ég svo innilega að þetta sumar verði mörgum léttara í lund en á síðasta ári. Nu erum við flest orðin bólusett og lífið að komast í eðlilegra horf og getum við einungis glaðst yfir því. Undirrituð er komin aftur í formannsstólinn. Vil ég þakka kærlega traustið og hlakka mikið til að sinna þessu hlutverki með góðu fólki mér til stuðnings. Þetta síðasta ár hefur verið mjög svo óvenjulegt. Hvern hefði grunað það þegar aðalfundur var haldinn í mars 2020 en þá var fyrst verið að ræða um kórónuveiruna og fyrsta skiptið sem undirrituð varð vör við að fólk væri að passa sig að vera ekki að knúsast að óþörfu og halda fjarlægð við hvert annað. Þessir tímar hafa tekið á og í leiðinni kennt okkur ýmislegt um okkur sjálf. Ég er sannfærð um að fyrir vikið erum við bara betri manneskjur. Við kunnum betur að meta það sem við höfum því við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Talandi um framtíðina þá er ekki alveg ljóst hvernig næstu mánuðir verða. Við höfum þurft að aflýsa viðburðum í Súgfirðingafélaginu síðasta árið en vonir standa til að við getum haft Súgfirðingakaffi í október þar sem við munum einnig fagna 70 ára afmæli félagsins sem var 2020. En við förum varlega í að gera miklar áætlanir og ætlum að sjá hver staðan verður þegar líður á. Við munum láta ykkur vita tímanlega með dagskrá haustsins.
Hægt er að sækja um styrk í Viðlagasjóð, auglýsing um umsóknir er að finna hér í blaðinu. Við minnum á að hægt er að bóka gistingu í Súgfirðingasetrinu á heimasíðu okkar www.sugandi.is og sjá þar einnig hvaða vikur eru lausar. Þeir sem hafa áhuga á að bóka gistingu að sumri er ráðlagt að bóka tímanlega þar sem sumrin eru vanalega fullbókuð snemma. En gott er að gista í íbúðinni okkar og hvetjum við alla til að nýta sér þá aðstöðu. Framkvæmdir við Suðureyrarkirkju hafa verið á fullu síðasta árið og er nú komið að því að þeim framkvæmdum ljúki. Til að halda upp á þennan merka kafla í sögu kirkjunnar hefur verið ákveðið að hafa hátíðlega athöfn í Suðureyrarkirkju þann 8. ágúst kl. 11 með kaffi í félagsheimilinu eftir athöfn. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og vera með okkur og sjá og heyra. Gjaldfrjálst er í kaffið.
Þeir viðburðir sem voru haldnir á árinu voru annars vegar aðalfundur og hins vegar mynda- og minningarkvöld. Báðir viðburðirnir voru haldnir í rafheimi. Aðsóknin á myndakvöldið var vonum framar og virkilega ánægjulegt að nú gat fólk bæði erlendis og utanbæjar tekið þátt og verið með okkur. Yfir 100 manns tengdust, sem er algjörlega meiriháttar. Stemmningin var mjög góð, myndirnar og frásagnirnar frábærar að venju og ljóst að hægt er að halda þessi mynda- og minningakvöld á netinu ef þess er þörf.
Við þökkum auglýsendum og styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn við útgáfu blaðsins. Án ykkar værum við ekki með þessar frábæru og ómetanlegu minningar á prenti. Gleðilegt sumar!
Súgfirðingablaðið okkar er veglegt að vanda, þrátt fyrir færri viðburði í félaginu. En við eigum góða að sem hægt er að lesa um hér í blaðinu. Ólöf Birna hefur verið ritstjóri blaðsins undanfarin ár og stendur sig með prýði.
Elsa Eðvarðsdóttir, formaður Súgfirðingafélagsins í Reykjavík
2
SUMARBLAÐ 2021
Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Elsa Eðvarðsdóttir Ljósmynd á forsíðu: Ingrid Kuhlman Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman
Efnisyfirlit 4 - Mynda- og minningakvöld 6 - Kappróður Stefnis á sjómannadaginn
Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa:
8 - Nýr beitningabátur
Formaður: Elsa Eðvarðsdóttir GSM: 868 1379 elsaedv@gmail.com
10 - Dagskráin fram undan 11 - Sumardrykkurinn 12 - Fornminjafélag Súgandafjarðar 14 - Gjafir til Súgfirðingafélagsins 16 - Dagskrá Act alone 2021
Gjaldkeri: Pálína Björg Snorradóttir GSM: 840 1774 palinab@gmail.com Ritari: Adda Bjarnadóttir GSM: 690 7673 addabjarna@gmail.com
18 - Framkvæmdum við Suðureyrarkirkju að ljúka 19 - Aðalfundur Súgfirðingafélagsin 20 - Súgfirðingar á framabraut
Ritstjóri: Ólöf Birna Jensen GSM: 661 7380 oboj@simnet.is
23 - Viðlagasjóður
Meðstjórnendur:
24 - Súgfirðingaskálin hefst aftur
Guðrún M Karlsdóttir GSM: 869 3010 gmkarld@ gmail.com
26 - Íslandssaga fær andlitslyftingu 29 - Bernskubrek Þórðar Braga
Neníta Margrét Aguilar GSM: 663 3585 Erna Guðmundsdóttir GSM: 770 0248 ernag0206@gmail.com Umbrot: Grétar Örn Eiríksson gresko81@gmail.com Prentun: Prentmiðlun ehf 3
SÚGANDI
MYNDA- OG MINNINGAKVÖLD Í apríl 2021 var haldið mynda- og minningakvöld með breyttu sniði en vegna samkomutakmarkana fór það fram á Zoom. Sigrún Jóhannesdóttir sagði frá lífi og störfum föður síns Jóhannesar Pálmasonar sem var prestur í Súgandafirði í 30 ár. Jóhannes var einstaklega fjölhæfur maður og mannvinur sem setti svip sinn á samfélagið og mótaði líf allra sem kynntust honum. Bragi Ólafsson flutti fróðlegan fyrirlestur um strandið á togaranum Júní GK 345 við Sauðanes 1. desember 1948. 26 mann voru
í áhöfn og veður mjög slæmt. Björgunarafrek var unnið við erfiðar aðstæður. Bragi sagði m.a. söguna af föður sínum sem tók þátt í björguninni og dreymdi draum sem varð að því að hann og fleiri úr björgunarsveitinn Björg mættu á strandstað. Eyþór Eðvarðsson flutti erindi um sögu Suðureyrarkirkju en hún er saga af því hvernig fámennt og samheldið samfélag Súgfirðinga náði að safna fyrir og byggja kirkju skuldlausa árið 1937. Einnig hvernig sama samfélag safnaði fyrir endurbótum og viðgerðum á kirkjunni árið 2020-2021. Inni í
Sigrún Jóhannesdóttir
4
kirkjunni eru ómetanlegir munir og listaverk sem segja sögu fólksins og sýna vilja samfélagsins til hennar. Í myndbandinu er sagt frá aðdraganda byggingarinnar, fjármögnuninni, altaristöflunni, glerlistaverkunum og söfnuninni fyrir viðgerðum sem stóð yfir þegar myndbandið var gert. Í lok kvöldsins fór Elsa Eðvarðsdóttir yfir söfnunartölurnar og söfnunina. Hægt er að horfa á myndböndin þrjú á fréttaveitunni.
SUMARBLAÐ 2021
Bragi Ólafsson
Eyþór Eðvarðsson
5
SÚGANDI
KAPPRÓÐUR STEFNIS Á SJÓMANNADAGINN Stefnir United keppti í kappróðrinum í Hafnarfirði eftir eins árs hlé vegna kórónuveirufaraldurins. Tvö lið kepptu um bikarann, karlalið Stefnis og kvennalið Crossfit Hafnarfjarðar. Æfingatímabilið sem venjulega tekur mánuð var rétt rúm vika en það kom ekki að sök. Í liði Stefnis var valinn maður í hverju rúmi, þeir Eyþór Eðvarðsson, Stefán Þór Pálsson, Gísli Jökull Gíslason, Andreas Martin, Börkur Gunnarsson, Jóhann Már Jónsson
og Guðmundur Már Ragnarsson. Varamaður var Jón Svanberg Hjartarson. Lið Stefnis vann en eins og í öllum góðum keppnum þá er aðalatriði að hafa gaman af og njóta félagsskaparins. Það er fátt betra en að láta öskra á sig, róa í takti, finna kraftinn og hraðann og skammast í stýrimanninn. Á meðfylgjandi myndum má sjá stemmninguna í áhöfnunum.
6
SUMARBLAÐ 2021
7
SÚGANDI
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ NORÐUREYRI FÆR AFHENTAN NÝJAN BEITNINGARBÁT Í janúar 2021 fékk útgerðarfélagið Norðureyri ehf afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50 beitningavélarbát. Nýi báturinn heitir Einar Guðnason ÍS 303. Báturinn er 15 metrar á lengd og mælist 30 brúttótonn. Báturinn leysir af hólmi eldri bát útgerðarinnar sem strandaði við Gölt síðla árs 2019. Báturinn er útbúinn til línuveiða með beitningavel og í lestinni er rými fyrir 43 460 lítra kör. Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og stór borðsalur er í brúnni. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn og ísskáp. Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður fyrir áhöfn í takt við það. Báturinn hefur þegar hafið veiðar og gengið vel.
8
SUMARBLAÐ 2021
9
SÚGANDI
DAGSKRÁIN FRAM UNDAN Ágúst 5.-7. ágúst - Act Alone á Suðureyri 7. ágúst kl. 9-12 – Vestfirski fornminjadagurinn, haldinn í Grunnskóla Suðureyrar. Að loknum
fornminjadeginum verður sögustund við landnámsskála Hallvarðs súganda í Botni. 8. ágúst kl. 11 – Athöfn í Suðureyrarkirkju. Öllum verður boðið í kaffi
í félagsheimilinu eftir athöfn. September Mynda- og minningakvöld - auglýst síðar á fréttaveitunni 27. september kl. 18 – Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands
við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík Október
Október - Súgfirðingakaffi í Bústaðakirkju 25. október kl. 18 – Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands
við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík Nóvember Mynda- og minningakvöld - auglýst síðar á fréttaveitunni 29. nóvember kl. 18 – Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands
við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík Desember Jólablað Súgfirðingafélagsins kemur út 13. desember kl. 18 – Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands
við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík 10
SUMARBLAÐ 2021
SUMARDRYKKURINN 3 bollar af rabarbara - saxaðir (um það bil 2 langir stilkar eða 3 litlir stilkar) 1 bolli af vatni 1/3 bolli af sykri 1 bolli af eplasafa 3 jarðaberja eða appelsínu Sun lolly 2 lítra flaska af sítrónu/lime gosi eins og Kristal Jarðarber til skreytingar 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.
11
Setjið rabarbara, vatn og sykur í pott. Látið sjóða við meðalhita og síðan malla með lokinu á í um það bil 5 mínútur. Rabarbari ætti nú að vera mjúkur. Látið hann kólna í um það bil 20 mínútur. Setjið kældan rabarbara í blandara og maukið. Frystið blönduna. Setjið frosnu blönduna, epla safa og Sun lolly í blandarann. Setjið í könnu/könnur og bætið gosinu við. Hellið í glös, skreytið með jarðarberjum og njótið.
SÚGANDI
FORNMINJAFÉLAG SÚGANDAFJARÐAR
Hleðslumenn fornminjafélagsins lögðu síðustu klömbruna í veggi landnámsskála Hallvarðs súganda í júní og með því er stærsta hluta byggingar skálans lokið. Í ágúst verður byrjað á grindinni sem heldur þakinu, súlur reistar og stoðir og raftar festir. Á næsta ári verður þakið klárað og byrjað að vinna við innviðina, hurð sett á húsið, torf á þakið, bekkir smíðaðir ásamt rúmbálkum o.fl. Stefnumótun þarf að eiga sér stað um hvað við viljum gera við skálann hans Hallvarðs en nefndar hafa verið hugmyndir um að húsið verði söguhús þ.e. að sögumenn geti sagt þar sögur fyrir áheyrendur eða að húsið verði opið öllum áhugasömum sem geti komið og notið þess.
Auðkúlu í Arnarfirði. Síðastliðin 10 ár hefur hún stundað rannsóknir í Arnarfirðinum. Í ljós hafa komið nokkrir stórir skálar frá landnámsöld og fjölmargt áhugavert hefur komið fram sem varðar sögu Vestfjarða á fyrstu árum landnáms. Sem dæmi var stórfelld járnvinnsla þar strax á landnámsöld. Einnig hafa fjölmargir munir fundist. María Óskarsdóttir frá Patreksfirði mun segja frá “frönsku fiskimönnunum,” sem komu hingað til lands á skútuöldinni og sýna gamlar myndir en þeir voru tíðir gestir á Vestfjörðum fyrr á öldum. Hún mun m.a. segja frá Fransmannagröfum og sýna kort af Vestfjörðum sem hún hefur búið til og sýnir staðsetningar þeirra og
Vestfirski sögu- og fornminjadagurinn Þann 7. ágúst kl. 9-12 verður Vestfirski sögu- og fornminjadagurinn haldinn í Grunnskóla Suðureyrar. Þar gefst áhugasömum kostur á að heyra áhugaverð erindi frá fræðimönnum og áhugafólki. Í ár verður erindi m.a. frá Margréti Hrönn Hallmundsdóttur sem hefur komið á hverju ári og sagt frá fornleifauppgreftinum á 12
einnig hvar skip þeirra strönduðu. María hefur safnað upplýsingum um þetta “gleymda tímabil” í rúm 20 ár. Heimildirnar eru munnlegar en einnig frásagnir úr gömlum ævisögum og fréttir úr gömlum blöðum af tímarit.is. Til er listi frá Frakklandi yfir fleiri en 400 franskar skútur sem fórust hér við land á þessum tíma. Þennan lista er María að bera saman við heimildir sem hún hefur fundið hér á landi. Líf þessara sjómanna var erfitt, ekki síður en íslensku sjómannanna; barátta við óblíð náttúruöfl, sjúkdómar og tíð slys. Listamaðurinn Elfar Logi verður með stutt erindi um leikara landnáms og sögualdar með aðaláherslu á fyrsta leikara Dýrafjarðar. Það var líklega
SUMARBLAÐ 2021
svo að í hverjum skála á landnámsog sögutímanum var einn sem þótti betri í því að skemmta og gamna fólki en vinna hefðbundin störf eins og flest hinna. Elfar Logi, sem aldrei hefur unnið á ævinni, bara leikið sér, segir frá leiklist við landnám með sérstaka áherslu á Gísla Súrsson, fyrsta leikara Dýrafjarðar. Eyþór Eðvarðsson mun segja frá örnefnum en þau eru mikilvægur hluti af menningu hvers lands. Mann fram af manni barst þekking kynslóðanna af nöfnunum sem landslagið fékk. Stundum virðast víkingar og tröllskessur hafa verið tilefni nafngiftanna en það er frekar ólíklegt því stærsti hluti örnefna er lýsing á náttúrufari. Þannig er Mýrafellið fellið við mýrarnar. Hólmavík er víkin með hólmann, Vaðlar eru vaðlar og eyrin í Skutulsfirðinum líkist skutli. Mörg örnefni eru nefnd eftir húsdýrum þ.e. Hestfjall, Göltur, Sauðanes og Kálfeyri. Sum eru torskildari eins og Öskubakur, Þorfinnur, Tóarfjall, Önundarfjörður, Veðrará og Alviðra. Í fyrirlestrinum verður farið yfir mikilvægi örnefnaskráningar og fjallað um merkingu þekktra örnefna á Vestfjörðum og víðar. Má þar nefna örnefni eins og Ingjaldssand, Ósóma, Súgandafjörð, Öskubak, Spilli, Súðavík, Patreksfjörð, Örlygshöfn, Hænuvík, Tálknafjörð, Tálknann, Hnífsdal, Bolungarvík, Seyðisfjörð, Núp, Skeljavík, Krossavík, Haukadal, Skipadal, Auðkúlu, Helgafell, Búrfell, Dvergastein og Trékyllisvík. Ekki verður gerð tilraun til að úrskurða um endanlega skýringu enda hafa menn verið drepnir af minna tilefni.
mæta svo í kjölfarið og skrá upplýsingarnar betur og tryggja að fornleifin njóti þeirrar verndar sem söguarfur okkar á skilið.
Fulltrúi Minjastofnunar verður með erindi, líklega í gegnum Zoom, þar sem sagt verður frá litluforriti sem gefur öllum símaeigendum möguleika á að skrásetja fornleifar sem þeir rekast á. Forritið er einfalt og fyrir utan ljósmyndir tekur forritið GPS-hnit af staðnum og sendir til Minjastofnunar. Þannig getum við öll tekið þátt í að skrá gamlar tóftir, hleðslur, hóla, stekki, hella, mógrafir, skothús o.s.frv. Sagt verður frá þessu einfalda forriti og hvernig hægt sé að nota það til að skrá upplýsingar. Fagaðilar
Í lok ráðstefnunnar verður farið inn í Botn að landnámsskála Hallvarðs súganda og þar mun Eyþór Eðvarðsson halda erindi sem er hluti af Act Alone um landnámsskálabygginguna í botni Súgandafjarðar. Skálinn er tilgátuhús byggt á fornleifauppgrefti af svokölluðum Grélutóftum á Hrafnseyri í Arnarfirði. Sagt verður frá Grélutóftunum og hvað þar kom í ljós og fjallað um landnámsskálann. Fleiri erindi verða sem sagt verður frá síðar. Ókeypis inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir í Grunnskóla Suðureyrar.
SÚGANDI
GJAFIR TIL SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS Gjöf frá Ingibjörgu Jónsdóttur
Þessa fallegu gjöf gaf Ingibjörg Jónsdóttir frá Bæ félaginu og mun hún prýða veggi Súgfirðingasetursins við fyrsta tækifæri. Við þökkum henni kærlega fyrir
Gjöf frá Jónínu Ingólfsdóttur og Ásmundi Ólafssyni
Hjónin Jónína Ingólfsdóttir og Ásmundur Ólafsson hafa gefið kirkjunni fallegt líkan af Suðureyrarkirkju sem var smíðað af Þórði Helga Ólafssyni, bróður Ásmundar, á Akranesi. Kirkjan er smíðuð í réttum hlutföllum og fyrirmyndin var póstkort frá því áður en viðbyggingin í anddyrinu var gerð. Þetta er einstaklega vel gert líkan og ýmis smáatriði bera listamanninum fagurt vitni. Ljós er inni í kirkjunni sem setur einstakan blæ á hana. Að auki gáfu þau Jónína og Ásmundur jólasveina sem voru prjónaðir af Mikkalínu móður Jónínu.
14
SUMARBLAÐ 2021
Handgerð kerti að vestan
S. 456 4545
Netfang: kerti@kertahusid.is 15
SÚGANDI
DAGSKRÁ ACT ALONE 5. – 7. ÓKEYPIS Á ALLA VIÐBURÐI FIM. 5. ÁGÚST kl.18.01 HELVÍTIS ÆÐRULEYSIÐ, myndlistarsýning, íþróttamiðstöðin kl.18.31 FISKISMAKK, UPPHAFSSTEF ACTSINS,VIÐ FSÚ kl.19.01 ELSKUM ATVINNULAUSA LISTAMENN, einleikur á pólsku – 75 mín, FSÚ kl. 20.41 GUGUSAR, tónleikar – 40 mín, FSÚ Kl. 21.41 BRÍET, tónleikar – 40 mín, FSÚ Kl. 22.41 ÓSÝNILEGUR, einleikur – 37 mín, FSÚ
FÖS. 6. ÁGÚST kl.18.46 SUGAR BABY, einleikur - 45 mín, FSÚ kl.19.46 HIDDEN PEOPLE, einleikur á ensku – 40 mín, FSÚ kl. 20.46 ÓVÆNT ÁNÆGJA, einleikur – 40 mín, FSÚ kl. 22.01 HERBERT GUÐMUNDSSON, tónleikar – 60 mín, FSÚ kl. 23.21 LALLI TÖFRAMAÐUR +18, uppistand – 40 mín, FSÚ
SÓKNARÁÆTLUN VESTFJARÐA & ÍSAFJARÐA 16
SUMARBLAÐ 2021
E Á SUÐUREYRI 2021 ágúst LAU. 7. ÁGÚST kl.12.12 SÖGUSTUND Í LANDNÁMSSKÁLA HALLVARÐS SÚGANDA kl.14.01 LALLI OG TÖFRAMAÐURINN, töfrastund – 40 mín, VIÐ FSÚ kl.14.51 SÓL Á SUÐUREYRI, húlla einleikur – 25 mín, VIÐ FSÚ kl.15.31 FÍA FER Í FERÐALAG, leikskemmtun – 30 mín, VIÐ FSÚ kl.16.01 – 18.01 Loftboltar og hoppukastali á Sjöstjörnu kl.16.01 ARNAR JÓNSSON Á EINTALI, viðtalsstund – 55 mín, FSÚ kl.18.46 DANCING TO, danssýning – 30 mín, FSÚ kl. 20.01 AUSA, einleikur – 55 mín, FSÚ kl. 21.41 HELLISBÚINN, einleikur – 70 mín, FSÚ KL. 23.15 KATLA, tónleikar - 40 mín, FSÚ
SUN. 8. ÁGÚST Kl. 11:00 ATHÖFN Í SUÐUREYRARKIRKJU. Kaffi í félagsheimilinu eftir athöfn. Allir velkomnir, gjaldfrjálst
Hátíðarlok
ARBÆR ERU AÐALSTYRKTARAÐILAR ACTSINS 17
SÚGANDI
FRAMKVÆMDUM VIÐ SUÐUREYRARKIRKJU AÐ LJÚKA Eins og flest ykkar hafa eflaust tekið eftir hafa heilmiklar framkvæmdir verið við Suðureyrarkirkju síðasta árið. Búið er að skipta um þak, múra og mála kirkjuna að utan, lagfæra krossinn, fara í ýmsar framkvæmdir innandyra og í þessum rituðu orðum er m.a. verið er að skipta um gluggana.
koma saman og gleðjast yfir því að fallega kirkjan okkar skuli vera komin í frábært ásigkomulag. Ekki hefði verið hægt að fara í allar þessar framkvæmdir nema með dyggum stuðningi Súgfirðinga, fyrirtækja og félaga. Eftir athöfnina í kirkjunni verður öllum boðið upp á kaffi í félagsheimilinu og vonumst við til að sem flestir mæti og gleðjist með okkur.
Öllum helstu framkvæmdum við kirkjuna verður lokið núna í sumar og til að fagna þessum áfanga verður haldin athöfn í Suðureyrarkirkju þann 8. ágúst kl. 11 þar sem við vonumst til að sjá sem flesta. En þann 8. ágúst eru 84 ár síðan Suðureyrarkirkja var vígð og tilvalið að
Sumarkveðjur, Sóknarnefndin og Framkvæmdaráð vegna endurbóta á Suðureyrarkirkju.
18
SUMARBLAÐ 2021
AÐALFUNDUR SÚGFIRÐINGAFÉLAGSINS 70. aðalfundur Súgfirðingafélagsins var haldinn á Zoom miðvikudaginn 24. mars sl. Vegna þeirra óvenjulegra aðstæðna í samfélaginu sökum kórónuveirunnar var ákveðið að fundurinn yrði haldinn á netinu með hefðbundinni fundarstjórn. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Góðu rekstrarári voru gerð skil og ársreikningur lagður fram sem og skýrsla stjórnar og Viðlagasjóðs.
í hennar stað. Þökkum við Ernu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins undanfarin ár. Stjórn mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Meðal þess sem rætt var á fundinum var hversu óhefðbundið þetta síðasta ár hefði verið og ekki verið fært að halda neina viðburði. Sjötíu ára afmælisveislu félagsins var frestað um óákveðinn tíma. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíðarviðburði hjá félaginu eins og er en um leið og aðstæður breytast verða þeir sett á dagskrá.
Ingrid Kuhlman var fundarstjóri og Ólöf Birna Ólafsdóttir ritaði fundargerðina. Í stjórninni breyttust hlutverk þannig að Erna Guðmundsdóttir hætti sem formaður og tók Elsa Eðvarðsdóttir við formennsku
Elsa Eðvarðsdóttir, formaður
VIÐ FÆRUM ÞÉR ORKUNA
19
ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 400 Ísafirði
450 3211 456 3204
orkubu@ov.is www.ov.is
SÚGANDI
SÚGFIRÐINGAR Á FRAMABRAUT Sædís Ólöf Þórsdóttir er Ísfirðingur en á ættir að rekja til Súgandafjarðar en langalangamma hennar var Guðrún Oddsdóttir. Móðir Sædísar er Álfhildur Jónsdóttur frá Álfadal á Ingjaldssandi en Álfhildur vann lengi hjá Orkubúi Vestfjarða og rak jafnframt um árabil Djúpmannabúð í Ísafjarðardjúpi. Pabbi hennar er
Þór Ólafur Helgason sjómaður frá geðhjúkrunarfræðingur sem er Ísafirði. búsettur í New York. Hann er ættaður frá Aðalvík en móðir hans, Gunnar Ingi Hrafnsson, eiginmaður Ásta Jónsdóttir, var frá Læk á Sæbóli Sædísar, er sonur Sigríðar Síu og er það jafnframt eina tenging Jónsdóttur ljósmóður, búsett á Gunnars til Vestfjarða. Akureyri en hún á ættir að rekja til Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Faðir Sædís og Gunnar eiga saman tvö Gunnars er Hrafn Óli Sigurðsson börn, Rebekku Rán tveggja ára og Lilla tíunda sem er tveggja mánaða en hann er kallaður svo þar sem hann er tíunda barnabarn Álfhildar og Þórs en hann hlýtur nafn sitt í lok júlí n.k. Það er gaman að segja frá því hvernig þessi hjón enduðu á Suðureyri en þau slysuðust hingað vestur sumarið 2015 þegar Sædís fékk vinnu um sumarið á Ísafirði. Gunnar hafði ekki komið á Vestfirði síðan hann var ungur strákur. Gunnar fékk vinnu hjá Fisherman og varð svo heillaður af Suðureyri að hann sannfærði Sædísi um að flytja vestur. Þau fóru að leita sér að húsnæði í þorpinu og það 20
SUMARBLAÐ 2021
vildi svo til að bankinn lokaði seinna sama ár. Þau tóku skyndiákvörðun um að bjóða í eignina og tilboðið var samþykkt. Núna fimm árum seinna búa þau hér enn, tveimur börnum og fyrirtæki ríkari. Þau vissu svo sem ekki hvað þau væru búin að koma sér út í með að breyta banka í íbúðarhúsnæði og var það algjört ævintýri út af fyrir sig sem er raun efniviður í annað viðtal. Sædís og Gunnar reka ferðaþjónustufyrirtækið Fantastic Fjords sem sérhæfir sig í menningartengdum ferðum í kringum skemmtiferðaskipin og hringferðum um Vestfirði. Þau leggja mikið upp úr því að kynna fyrir ferðamönnum hvernig það er að búa á Vestfjörðum og hvað fólk hefur hér fyrir stafni allt árið um kring enda erfitt fyrir fólk úr stórborgum að setja sig í þau spor að búa í litlu þorpi á Íslandi en Gunnar hefur reynslu af því enda alinn upp í New York og mikið ævintýri að fara frá New York til Suðureyrar. Vegna ástandsins í heiminum hefur lítið verið að gera seinasta árið og þegar leið á desember urðu þau að finna sér eitthvað að gera enda stutt í að nýr fjölskyldumeðlimur mætti á svæðið og ekkert fæðingarorlof í boði fyrir fólk með litlar sem engar tekjur. En þau dóu ekki ráðalaus og hófu framleiðslu á vörum fyrir ferðaþjónustuna þar sem viðskiptavinir þeirra höfðu oft beðið um að kaupa minjagripi tengda svæðinu en úrvalið var lítið. Sædísi datt í hug að búa til styttur af byggingum á svæðinu og Gunnar ætlaði að gera einhver kerti enda mikill kertaáhugamaður. Á endanum voru þessar tvær hugmyndir sameinaðar í eina og Kertahúsið varð til.
og hvað myndi henta best til að ná fram öllum smáatriðum einstakra bygginga. Kertahúsið varð til með mikilli aðstoð frá Vestfjarðastofu og Fablab á Ísafirði en þar eru módelin af byggingunum fyrir kertin prentuð. Vestfjarðastofa aðstoðaði síðan við hugmyndavinnuna og fjármögnunarferlið og í kjölfarið fengu þau nýsköpunarlán hjá Byggðastofnun og gátu hafið framleiðslu en fyrstu kertin fóru í sölu 1. júní síðastliðinn. Í ár stefna þau að því að framleiða tuttugu kerti af Vestfjörðum og tíu um allt land. Framtíðarplan Kertahússins er að vera með tuttugu byggingar í hverjum landshluta en með framleiðsluna á Vestfjörðum. Hjónin tala um að í gegnum ferlið hafi ákveðinn tilfinningarússíbani farið af stað þar sem skiptust á eftirvænting og vonleysi. Þau hafi beðið spennt eftir viðbrögðum fólks
Ákveðið var að drífa verkefnið í framkvæmd áður en heimilismeðlimum fjölgaði en drengurinn var væntanlegur innan skamms. Hugmyndavinnan við kertabyggingar fór á fullt og við tóku nokkrir mánuðir af alls kyns prufum á mismunandi vaxi, málningu og mótum fyrir mismunandi brennslutíma, áferð 21
við verkefninu. Það var því mikill léttir þegar vörurnar fóru í sölu og viðtökurnar voru afskaplega góðar og það sem kom þeim mest á óvart var hvað heimafólk tók rosalega vel í þetta. Ástandið er orðið þannig að þau fá stöðugt fyrirspurnir um hvenær þetta og hitt hús og hinir og þessir bæir víðsvegar um landið komi í framleiðslu og vilja þau hvetja fólk til að hafa samband og benda á sínar eftirlætisbyggingar. Gunnari og Sædísi er mikið í mun að kertabyggingarnar séu eins nákvæmar og hægt er, bæði til að heiðra byggingarnar, arkitektana, fólkið sem byggði þær og einnig til að viðhalda nostalgíunni sem fólk hefur gagnvart þessum húsum. Fyrir þeim er það fyrir öllu að væntanlegir eigendur kertahúsanna séu ánægðir með þau. Hins vegar telja þau það góðan kost að byggingarnar séu kerti,
SÚGANDI
bæði þar sem kertavax sem efniviður dregur fram minnstu smáatriði en einnig vegna þess að nú á dögum eru mörg heimili yfirfull af ýmsum styttum og öðru stofudjásni. Oft þarf að rýma til fyrir nýjum hlutum og þá er tilvalið að þetta séu kerti sem má brenna niður.
Vagninum á Flateyri, Heimabyggð og Neðstakaupstað á Ísafirði og í Litlabæ í Skötufirði.
Ein kærasta sumarminning þeirra hjóna er vorboðinn þeirra þegar börnin koma við húsið hjá þeim að byrja að telja í leiki. Hugljúf athöfn barnanna í þorpinu segir þeim að Í ferlinu hefur komið í ljós, eins og sumarið sé komið og minnir þau á er algengt með gamlar byggingar, að bærinn iðar af lífi. að ekki eru til teikningar fyrir öllum byggingum. Þau byrja því á því að Sædís og Gunnar vilja bjóða fólk senda myndir á tölvuteiknara sem velkomið að kíkja við í Kertahúsið þrívíddarteiknar byggingarnar. í kaffi og spjall. Á efri hæðinni hafa Teikningin frá honum er síðan þau útbúið vinnuaðstöðu og sett send í Fablab á Ísafirði en þar er upp merkingar þess efnis. prentað þrívíddarmódel og er Suðureyrarkirkja í prentun þessa dagana. Síðan er búið til kertamót úr silikoni og í því steypa þau kertin. Eftir að kertin hafa verið tekin úr formunum eru þau sett inn í kæli í smá tíma en það hjálpar við að hægja á brennslutímanum. Síðan handmála Gunnar og Sædís kertin og í sumum tilfellum þarf að þeyta kertavaxið til að fullkomna útlitið. Það er því mikil vinna sem liggur á bak við þetta einstaka handverk hjá þeim. Kertin er hægt að kaupa hjá þeim en framleiðslan er á efri hæð Aðalgötu 8. Þau hafa lagt áherslu á að hægt sé að kaupa viðkomandi byggingar í heimbyggð þeirra og er hægt að nálgast kertin þeirra í 22
SUMARBLAÐ 2021
VIÐLAGASJÓÐUR Eins og áður hefur komið fram hefur hlutverk Viðlagasjóðs breyst og er í dag hægt að sækja um styrk úr sjóðnum. Hér með er óskað eftir að áhugasamir skili inn umsókn fyrir 1. september næstkomandi. Reglur sjóðsins er varða umsóknir og úthlutun úr sjóðnum:
1. Allir geta sótt um styrk en verkefnið þarf að snúa að því að bæta eða efla menningu, listir og álíka og tengjast beint Súgandafirði. 2. Umsóknir þurfa að berast á netfangið elsaedv@gmail.com fyrir 1. september á ári hverju. 3. Í umsókn þurfa að koma fram eftirfarandi atriði: 4. Hver er umsækjandi styrksins? 5. Hvert er verkefnið og tengsl þess við Súgandafjörð? 6. Hvert er markmið verkefnisins? 7. Í hvað skal nota styrkinn? 8. Upphæð sem sótt er um 9. Úthlutun úr sjóðnum fer fram í síðasta lagi 15. september á ári hverju. 10. Árleg hámarksfjárhæð úthlutunar er kr. 150.000. 11. Hægt er að úthluta til fleiri verkefna en eins á hverju ári. 12. Stjórn Súgfirðingafélagsins áskilur sér rétt til að óska eftir frekari upplýsingum ef þess er talið þörf. 13. Upplýsingar um styrkveitingu og verkefnið verða birtar í blaði Súgfirðingafélagsins og sagt frá því í Súgfirðingakaffinu og á fréttaveitunni. 14. Öllum umsóknum verður svarað.
7
23
SÚGANDI
SÚGFIRÐINGASKÁLIN HEFST AFTUR Kæru Súgfirðingar og félagar, Vegna kórónuveirufaraldursins þurftum við tímabundið að hætta að spila bridds hjá Súgfirðingfélaginu. Nú ættu allir að vera bólusettir og byrjum við því aftur að spila brids síðasta mánudaginn 27. september, 25. október og 29. nóvember auk þess sem við spilum þann 13. desember. Dagsetningarnar eftir áramót eru 31. janúar, 28. febrúar og 28. mars. Hlakka til að sjá ykkur öll hress og glöð. María Weinberg.
24
SUMARBLAÐ 2021
25
SÚGANDI
ÍSLANDSSAGA FÆR ANDLITSLYFTINGU Frá 15. desember til 15. janúar síðastliðinn sóttu starfsmenn Íslandssögu námskeið sem voru bæði vinnutengd og ekki síður almennur fróðleikur um daglegt líf á Íslandi. Auk þess voru íslenskunni gerð góð skil. Á sama tíma var húsnæði fyrirtækisins töluvert mikið endurnýjað og nam heildarkostnaður verkefnisins í kringum 75 miljónum króna. Í bæði vinnslu- og vélasal var skipt um gólfefni, veggir klæddir og skipt um glugga. Einnig voru rafmagnsog vatnslagnir endurnýjaðar ásamt aðalrafmagnstöflunni fyrir vinnslusalinn. Í vinnslusalnum var sett upp ný vinnslulína frá Marel með viðeigandi búnaði til flokkunar og pökkunnar. Einnig var sett upp ný flökunarvél frá Skaginn 3X í vélasalinn og nýr flokkari frá Marel við lausfrystinn. Hráefniskælirinn fékk einnig yfirhalningu þar sem settar voru upp hraðlokandi hurðir fyrir rýmið auk þess sem skipt var um gólfefni og kælibúnaður endurnýjaður og uppfærður. Íslandssaga hefur því fengið glæsilega andlitslyftingu í takt við tíð og tíma.
26
SUMARBLAÐ 2021
27
SÚGANDI
44 28
SUMARBLAÐ 2021
BERNSKUBREK ÞÓRÐAR BRAGA Úti í dal Um kvöldmatarleytið einn sumardag á Súganda fyrir all nokkrum árum stóðu tvær húsmæður í sitthvoru húsinu og undruðu sig á að synir þeirra skiluðu sér ekki í kvöldmat. Þetta voru þær Lísa hans Gauja á ýtunni og Inga Þórðar. Synirnir, undirritaður og vinur hans, Grétar Þór Guðjónsson, skiluðu sér ekki í kvöldmat, sem var óvenjulegt. Óþreyjufullar héldu þær út á göturnar og kölluðu á strákana sem engu svöruðu. Eftir nokkra stund og allmörg köll bættust feðurnir í leitina og leitað var víða, allavega eins víða og hin litla Suðureyri býður upp á. Eitthvað leið á kvöldið og áhyggjurnar hrönnuðust upp. Fleiri voru farnir að leita og búið að fínkemba flesta staði. Áhyggjur foreldranna voru eflaust orðnar óbærilegar þegar leitin að strákunum beindist að sjónum, en þeir dvöldu jú lengst af á bryggjunum við veiðar. Síðar um kvöldið kviknaði hugmynd hjá öðrum föðurnum, „út í dal, þeir eru úti í dal“. Hvað þessir fimm ára strákar ættu að gera út í dal var góð spurning en faðirinn sagðist hafa sterka tilfinningu fyrir því að þeir væru þar. Það er talsvert langt ferðalag fyrir fimm ára stráka að fara út í dal en hersinginn brunaði þangað og fann strákana úti í miðri á, búnir að bretta upp skálmar og ermar, með hendur í kafi, bíðandi eftir fisk. Kveikjan að þessu ferðalagi var
sennilega sú að annar faðirinn (eða einhver annar) hafði sagt að í þessari á væri hægt að veiða fisk með berum höndum ef maður bara biði í smá stund með hendur í kafi. Fimm ára strákur var fljótur að grípa þetta og því fór sem fór. Engum varð meint af og ólíklegt að við strákarnir höfum vakað til að taka við skömmum fyrir uppátækið. ps. Þessi minning er frekar óljós, ég man að við vorum sóttir út í dal seint um kvöld og þar vorum við krókloppnir úti í á að veiða.
„Það er bannað að kasta snjó í áttina að skólanum“ Listaverkið á gafli grunnskólans á Súganda kallaði mjög á að reyna að hitta snjóbolta á einhvern 29
tiltekinn stað, Akureyri, Gullfoss eða grunnskólann á Súganda. Því týndist listaverkið oft í mikilli orrahríð snjóbolta sem fór fyrir brjóstið á skólastjórnendum sem á endanum bönnuðu allt snjókast í áttina að skólanum. Ströng viðurlög lágu við brotum á því banni. Fyrst langar mig að benda á að ég hef ekki verið kallaður á teppið hjá skólastjóra í mörg ár, marga áratugi svo því sé haldið til haga. En það gerðist nokkrum sinnum fyrir löngu síðan og hér er eitt slíkt dæmi. Einn daginn vorum við Reynir Schmidt að leik fyrir utan skólann. Snjórinn var mjúkur, rakastigið frábært og snjóboltarnir svo auðhnoðaðir. Það var ekki einu sinni vont að fá snjóbolta í sig, snjórinn var bara frábær þennan dag. Ekkert gat klikkað en einmitt
SÚGANDI
þá klikkaði það sem ekki mátti klikka, annar hvor okkar beygði sig og snjóboltinn sem átti bara að lenda á enni annars okkar flaug beint í glugga skólastjórans. Ólafur Þórðarson skólastjóri var e.t.v. ekki sá maður sem við hefðum óskað að sæti handan rúðunnar en sú var nú raunin og við Reynir horfðum skelfingu lostnir á hvorn annan en svo á stórt og illskulegt andlit skólastjórans sem virtist ætla að éta okkur. Óli dró okkur inn og þrumaði þrefaldri þriggja stjörnu skammarræðu yfir okkur en dró okkur svo upp á efri hæð byggingarinnar hvar refsingin fyrir hið alvarlega brot skyldi fara fram. Í seinni tíð hefur mér oft verið hugsað til þessarar refsingar, hvílík snilld hún var, laus við alla hörku og niðurlægingu. Hún kenndi okkur það sem skólinn átti að kenna okkur, að virða eigur annarra, virða boð og bönn og að sjálfsögðu kenndi þetta okkur að skrifa. Refsingin var einföld. Rita skyldi í hverja línu á 25 stykki A4 blöð: Það er bannað að kasta snjó í áttina að skólanum. Það er bannað að kasta snjó í áttina að skólanum. Ég minnist þess ekki að hafa kastað snjó í skólann eftir þetta.
Fyrsti skóladagurinn: Flest eigum við einhverja minningu um fyrsta skóladaginn. Hér er mín. Líf sex ára stráks á Súganda um 1970 snerist öðrum þræði um veiðar á bryggjum bæjarins. Jú, eitthvað þurfti líka að príla og almennur gauragangur varð að eiga sér stað. Mamma var búin að segja mér að nú væri að koma að því að ég mætti fara í skólann, Þóruskóla. Þessu var lýst sem mikilli skemmtun og meira að segja var keypt á mig svokölluð
„skólaúlpa“ ásamt svokallaðri skólatösku, fullri af allskonar skólaeitthvað. Ef til vill var tiltrú mín á þessu uppátæki ekki mikil og enn minnist ég tvíbura sem áttu misjafna skólagöngu. Fyrsti skóladagur þeirra varð ekki fyrsti skóladagur þeirra beggja þar sem annar gleymdi sér við veiðar meðan hinn beið í ofvæni í dágóða stund fyrir utan skólann áður en kennarinn hleypti nokkrum inn. Annar þeirra er verkfræðingur í dag en hinn varð aflaskipstjóri. Í skólann fór ég og svo rann upp hinn ískaldi veruleiki þegar leið á daginn. Nú var klukkan orðin svo margt að tími til nauðsynlegra veiða, príls og almenns gauragangs var orðinn af skornum skammti. Þar sem ég gekk heim á leið að loknum skóladegi, bugaður af tilhugsun um horfna tíma, fann ég að þetta var ekki það líf sem ég ætlaði mér. Best væri að enda þetta ævintýri og því nærtækast að kasta öllu þessu skóla-eitthvað beint í sjóinn sem ég og gerði. Skólataskan með öllu sem í henni var ásamt úlpunni fékk að fljúga beint í sjóinn. Til allrar ólukku sást til mín og einhver fiskaði bæði skólatöskuna og úlpuna úr sjónum og kom þessum ólukkans hlutum heim til mín. Ég átti því engrar undankomu auðið, lærði að lesa og skrifa og ýmislegt fleira eins og að lífið ýtir okkur stundum á nýja og spennandi staði án þess að mann hafi neitt sérstaklega langað til þess. Allavega minnist ég tvíburanna og bendi á að ég er menntaður rafeindavirki, tölvunarfræðingur o.fl en uni mér best á sjónum.
Pissað á bryggjunni Sem ungur drengur á Súganda stundaði ég veiðar með minni 30
veiðistöng. Slíkt hið sama gerði vinur minn, Grétar Þór Guðjónsson. Svo best ég man var það einmitt Grétar sem var með mér þennan dag. Eitt sinn sem oftar vorum við á einni af gömlu trébryggjunum þegar annar okkar þurfti að spræna, man ekki hvor, skiptir e.t.v ekki máli. Slíkt var nú ekki tiltökumál, einfaldlega draga veiðarfærin upp, leggja stönguna frá sér og létta á sér. Í þetta skiptið misfórst þetta eitthvað og pissið fauk á þann er íbygginn horfði niður í sjóinn í von um afla, sá var hreint ekki kátur með að verið væri að spræna á sig, dró upp í hvelli, stökk til og reif í hinn, svona lagað væri sko ekki í lagi. Hvort það var viljaverk eða ekki veit ég ekki en ekki fór betur en svo að sá út-um-allt sprænandi kastaðist fram af bryggjunni og lóðbeint í sjóinn. Að þessu loknu hélt hinn ásprændi áfram veiðum enda var hinn svamlandi undir bryggjunni á leið upp að bryggjusporðinum. Sá var hreint ekki sáttur við vin sinn. Upp á bryggjuna hélt hann gramur og þrammaði beint að vini sínum þar sem hann sat á bryggjupolla og veiddi. Sá sjóblauti reif veiðistöngina af honum og kastaði honum svo beint í sjóinn. Að sjálfsögðu var stönginni ekki kastað í sjóinn, veiðistöng er heilagt verkfæri sem skal umgangast með virðingu og varúð. En í sjóinn fór vinurinn líkt og hinn út-umallt sprænandi. Hvað sá í sjónum svamlandi var að hugsa veit ég ekki en upp á bryggjuna skrönglaðist hann, tók upp veiðistöngina sína, settist við hlið vinar síns og hélt áfram að veiða, nema hvað.
SUMARBLAÐ 2021
31
SÚGANDI
Römm er sú taug Það var árið 1926 sem 66°Norður hóf að framleiða sjóklæði á Suðureyri. Allar götur síðan hefur Súgandafjörður skipað sérstakan sess hjá okkur og við erum stolt af því að sjóklæðin og eyrin eru enn á sínum stað. Við sendum Súgfirðingum og nærsveitungum hugheilar kveðjur. 32
Verslaðu á 66north.is Fylgdu okkur á Instagram @66north