EMMÍ OKKAR 2023

Page 1

EMMÍ OKKAR 2023 Skemmtileg BeReal frá nemendum! BLS:04 Kynnstu busunum okkar BLS:06 Stjörnuspá! BLS:22 staðreyndir um nýju kennarana!! BLS:36 10

EFNISYFIRLIT

BLS. 3 RITSTJÓRAPISTILL

BLS. 4 BE REAL

BLS. 6 BUSARNIR OKKAR

BLS. 8 FULLVELDISFÖGNUÐUR

BLS. 10 MÁLFINNUR

BLS. 11 GETTU BETUR LIÐ MÍ

BLS. 12 HEMMI HÚSVÖRÐUR

BLS. 13 HVER ER LÍKLEGASTUR?

BLS. 13 DRAUMASTARF ÞRIÐJA ÁRS NEMA

BLS. 14 HVORT VILDIR ÞÚ FREKAR

BLS. 15 JAFNRÉTTISNEFND MÍ

BLS. 15 ÁVARP JAFNRÉTTISFULLTRÚA

BLS. 16 MOTTÓ MÍ

BLS. 17 ÁVARP SKÓLAMEISTARA

BLS. 18 FYRRVERANDI NEMENDUR MÍ

BLS. 20 KENNARA HORNIÐ

BLS. 22 STJÖRNUSPÁ 2023

BLS. 24 DAGSKRÁ SÓLRISUVIKU 2023

BLS. 26 HOT OR NOT

BLS. 27 RÁÐ FYRIR KOMANDI BUSA

BLS. 27 SÚKKULAÐIBITAKÖKUR

BLS. 28 ROCKY HORROR SHOW

BLS. 30 ÁVARP FORMANNS

BLS. 31 SÓLRISUNEFND

BLS. 32 TVÍFARAR SKÓLANS

BLS. 33 MEME

BLS. 34 NEMÓ QUIZ

BLS. 36 10 STAÐREYNDIR UM NÝJU KENNARANA

BLS. 38 MYNDIR FRÁ SKÓLALÍFINU

BLS. 40 NEMÓ

BLS. 42 RITNEFND

2 Sólrisublaðið
Ekki gera það í dag ef þú getur gert það á morgun Ég er best og enginn er betri Maður metur hlutina betur ef maður vinnur fyrir þeim Ekki borða gulan snjó! Yolo Vonast eftir því besta og búast við því versta Efnafræði mun bjarga heiminum Get rich or die trying (ásamt flestum íslendingum) Þetta reddast Vera jákvæður á hverjum degi Live, laugh, sims 4 Pirringur er ekki tilfinning, - Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn Þessir Jogging gallar eru ekki töff

RITSTJÓRAPISTILL

Kæru vinir

Halla María Ólafsdóttir heiti ég og er ritstjóri Nemendafélags

Menntaskólans á Ísafirði þetta skólaár. Elsku Sólrisan okkar er alveg að ganga í garð og þetta blað sem ég og ritnefndin mín erum búin að vinna við á fullu seinustu mánuði er loksins komið út. Sólrisa er mikilvægur partur í lífi menntskælinga. Félagslífið er á fullu og allir skemmta sér voða vel. Sólrisunefndin okkar hefur verið að vinna hörðum höndum við að skipuleggja dagskrárgerð fyrir sólrisuvikuna, sem er alls ekki af verri endanum í ár.

Það var algjör skyndiákvörðun að bjóða mig fram í embætti ritara NMÍ. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég var að koma mér út í. Ég sé samt ekki eftir því að hafa boðið mig fram því þótt þetta hafi verið krefjandi skólaár þá er þetta búið að vera virkilega skemmtilegt með mörgum skemmtilegum viðburðum. Við héldum þrjú böll í vetur og nokkra minni viðburði eins og kaffihúsakvöld á Tjöruhúsinu og froðubolta. Ég vil þakka öllu fólkinu í kringum mig fyrir allan stuðninginn, aðstoðina og góðu ráðin. Ég veit að ég var pirrandi á tímabili

með allar skrýtnu og óþolandi spurningarnar, fyrirgefið með það allir. Einnig vil ég þakka Grétari fyrir hönnunina á þessu æðislega blaði og Gústa fyrir að taka þessar mergjuðu myndir, þetta blað væri ekkert án þeirra.

Svo má til með að þakka auglýsendum og styrktaraðilum, sem gerðu okkur kleift að láta blaðaútgáfu drauminn rætast!

Að síðustu vil ég þakka krökkunum í ritnefndinni minni kærlega fyrir samstarfið og samverustundina í vetur. Alls 9 manneskjur komu að vinnu þessa blaðs sem þið eruð að lesa núna, SÓLRISUBLAÐIÐ 2023.

Kæru lesendur ég vona að þið njótið hverrar mínútu á meðan þið skoðið þetta ágæta blað.

Takk fyrir mig og gleðilega Sólrisu!

Halla María Ólafsdóttir - ritstjóri

Umbrot og hönnun: Grétar Örn Eiríksson Kratsch | Forsíðumynd og ljósmyndir af nefndum: Ágúst G. Atlason | Prentun: Prentun.is

2023 3

BeReal er nýr samfélagsmiðill sem kom út á seinasta ári og hefur hlotið miklar vinsældir hjá fólki út um allan heim, og ekki síst hjá ungu fólki líkt og nemendum í MÍ. BeReal snýst um það að einu sinni á dag þegar það kemur tilkynning frá BeReal þá hefur maður tvær mínútur til að taka mynd af því sem maður er að gera. Hér eru BeReal frá nemendum skólans.

Sólrisublaðið 4
2023 5

BUSARNIR OKKAR

Spurningar

1 Hvaðan kemur þú? 2 Hver er heitasti starfsmaður skólans? 3 Coke eða Pepsi? 4 Uppáhalds 3. árs nemi?

5 Af hverju valdir þú MÍ? 6 Hver er mesta kennarasleikjan af ykkur busum? 7 Hvort segir þú Bæ eða Bless?

8 Hvaða nemanda ertu hrædd/ur við?

Benedikt Jóhann

1. Vopnafirði.

2. Fossdal.

3. Coke.

4. Gautur.

5. Út af því ég að bý á Ísafirði.

6. Helgi Hrafn.

7. Bæ, út af því að bæ þýðir bless.

8. Gautur.

Ebba Þórunn

1. Íslandi eða Akureyri.

2. Svavar.

3. Coke.

4. Valdi.

5. Að því að ég bý fyrir vestan.

6. Úlfar.

7. Stundum segi ég bless en segi samt bæ.

8. Guðrún Helga.

Elísa

1. Reykhólasveit.

2. Svavar.

3. Ég drekk hvorugt en ef ég ætti að velja væri það Coke.

4. Valdi.

5. Ég ætlaði ekki í MÍ en langaði að koma hingað til þess að halda áfram í íþróttinni minni og fara á lista og nýsköpunarbraut.

6. Unnur Guðfinna.

7. Bæ.

8. Gúðrún Helga.

Friðrik Tómas

1. Ísafirði.

2. Svavar er dilf.

3. Coke.

4. Berent.

5. Því ég á heima hérna.

7. Bæ.

Sólrisublaðið 6
6. Ég. 8. Kim.

Kammó

1. Uuuuuuu skifaðu bara Suðureyri.

2. Er ekki hommi, en Svavar.

3. Pepsi.

4. Marcel.

5. Því þetta er heimabær.

6. Úlfar.

7. Uuuuu segi bara sjáumst.

8. Uu skrifaðu bara Jón Karl.

Sæunn

1. Íslandi.

2. Fokk... Svavar.

3. Coke.

4. Erfitt að velja á milli en ég myndi segja Lilja Borg.

5. Ummmm út af því að mamma er hérna og ég nennti ekki til Reykjavíkur.

6. Unnur Guðfinna. Æææ nei þarf að breyta, Birta.

7. Bæ. Út af því að það er styttra og flottara.

8. Davíð Navi.

VÍDEORÁÐ

7 2023
Gautur Óli Gíslason, Sudario Eidur Carneiro, Daði Hrafn Þorvarðarson, Arnar Bragi Steinþórsson, Hörður Christian Newman, Baldur Freyr Gylfason, Lilja Borg Jóhannsdóttir, Marín Ómarsdóttir, Jón Karl Ngosanthiah Karlsson

FULLVELDISFÖGNUÐUR

Ár hvert fagnar Menntaskólinn á Ísafirði fullveldisdegi Íslands, þann 1. des. Venjan er að halda hátíðarkvöldverð fyrir nemendur sem og starfsfólk skólans og enda kvöldið á glæsilegu balli. Í ár héldu MÍ-ingar 1. des hátíðlegan í Edinborgarsal þann 25. nóvember.

Edinborg Bistro sá um kvöldverðinn þetta árið sem var glæsilegt hlaðborð. Veislustjóri kvöldsins var Rikki G sem sá um að skemmta fólki meðan á matnum stóð. Heiðrún skólameistari var tekin í yfirheyrslu hjá Rikka þar sem hún þurfti að svara allskonar spurningum. Eftir matinn fengu allir sér eftirrétt og áttu góðar stundir með vinum og samnemendum sínum. Kvöldverðurinn endaði síðan á því að horft var á 1. des myndband sem Vídeóráð skólans var búið að vinna hörðum höndum að um haustið.

Klukkutíma pása var á milli kvöldverðar og ballsins sem var nýtt í það að gera salinn tilbúinn fyrir ballið. Ingi Bauer, Húgó og Herra Hnetusmjör stigu síðan á svið og héldu uppi stemmningunni meðan nemendur dönsuðu og skemmtu sér þar til kvöldinu lauk.

8 Sólrisublaðið
9 2023

MÁLFINNUR

Heil og sæl Jón Karl heiti ég og gegni embætti Málfinns í nemendafélagi Menntaskólans á Ísafirði. Eins og margir lesendur hafa tekið eftir þá er þetta annað árið í röð sem að ég gegni embætti Málfinns og það er einungis vegna þess að það að vera í nemendaráði er bæði krefjandi og skemmtilegt og hafa skemmtilegustu minningar mínar verið í nemendaráði og hvet ég alla til þess að prófa slíkt starf!

Keppnishaldið í ár hefur verið í svipuðu stuði og á síðustu árum Morfís (Mælskuog Rökræðukeppni Framhaldsskóla Íslands) en keppnin var ekki haldin í ár vegna áhugaleysis nemenda. En

Gettu betur fór heldur betur vel af stað. Þjálfarinn okkar Einar Geir (sonur Sólrúnar Geirs) þjálfaði liðið af fullum krafti þó að hann væri ekki á staðnum þar sem hann er í háskólanámi í Reykjavík.

Liðið samstóð af mér, Sigurvalda Kára Björnssyni og Sögu Líf Ágústsdóttur.

Við höfðum góðar æfingakeppnir fyrst á móti Tækniskólanum og síðan á móti starfsfólki skólans. Við kepptum síðan í útvarpskeppni á móti Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem að þrátt fyrir erfiða keppni sigruðu MH-ingar okkur með einungis fimm stiga mun. 20-15.

En það að vera Málfinnur er ekki bara umsjón og skipulag á Gettu betur og Morfís. Það er líka að taka virkan þátt í

félagslífinu og styrkja það ríka samfélag sem er hérna í skólanum og er það mikill heiður fyrir mig að fá að taka þátt í að byggja og styrkja skólasamfélagið. Í lokin langar mig að þakka öllum sem hafa verið með mér í Nemendaráðs störfum síðastliðin tvö ár. Þið hafið gefið mér endalausa gleði yfir mína skólagöngu og hefur þessi vinátta verið mér dýrmæt! Ég vil óska öllum nemendum, starfsfólki og bæjarbúum gleðilegrar Sólrisu og eins og var sagt fyrir nokkrum árum Lifi ljósið og mig vantar knús!

GETTU BETUR LIÐ MÍ

Þú munt þakka þér fyrir sparnaðinn

Einar Geir
Sigurvaldi Kári
Jón Karl Saga Líf

Hemmi hefur verið húsvörður í Menntaskólanum á Ísafirði í fjögur ár. Við vorum forvitin að fá að vita hvernig það er að vera húsvörður í MÍ. Við hittum Hemma á göngunum þegar hann var að sinna starfi sínu og fengum hann til að koma í stutt viðtal.

Hemmi sagði okkur að starfið hans væri ansi fjölbreytt, það felst t.d. í því að sjá um að fylla hreinlætisvörur á salernin, flokka og henda rusli, laga til, gera við, skipta um perur, hella upp á kaffi og reyna að fá fólk til að ganga vel um. Þannig í fáum orðum snýst starfið um að halda skólanum í þokkalegu ástandi.

HEMMI HÚSVÖRÐUR

Við komumst að því að Hemma finnst fátt leiðinlegt við starfið sitt en það leiðinlegasta væri þegar frárennslislögn frá klósettum stíflast og flæðir upp úr niðurföllum, en svo óheppilega vildi til að það gerðist akkúrat síðastliðið haust hér í MÍ.

Hemmi horfir aðallega á heimildaþætti eða góðar spennumyndir ef hann horfir á sjónvarpið og hann segist vera alæta á tónlist, hlusti ekki á neinn sérstakan listamann umfram annan, en hann hlusti síst á óperur. Hér í skólanum eru flokkunartunnur út um allt þar sem nemendur og starfsfólk eru hvött til að flokka ruslið eftir sig. Við spurðum Hemma hvort nemendur MÍ væru almennt duglegir að flokka ruslið eftir sig og hann sagði að sumir væru duglegir, en nemendur mættu bæta sig t.d. í að henda rusli eftir sig í stað þess að skilja það eftir á borðunum. Auk þess spurðum við hvaða borð í gryfjunni væri óhreinast að hans mati og hann svaraði að það væru tvö borð sem skæru sig úr, borðið við stofu 15 og borðið í píanóbilinu, þau borð mættu alveg taka sig vel á að ganga betur um.

Ef Hemmi þyrfti að lýsa skólaandanum í einu orði þá yrði það glæsilegur, sem er alveg rétt hjá honum. Skólaandinn í MÍ er

Sólrisublaðið
VESTURFERÐIR Aðalstræti 7, Ísafjörður Sími: 456 5111 @Westtours @westtours info@westtours.is www.westtours.is
Þú færð Macron fatnaðinn hjá okkur

Hver er líklegastur?

Við hentum í smá könnun hver væri líklegastur af nemendum til að gera ákveðna hluti. Hér eru niðurstöður um hver í skólanum er líklegastur til að……

Verða frægur í framtíðinni:

Anja Karen

Gerast skólastjóri í framtíðinni:

Halla María

Sofna í sögutíma:

Allir

Droppa út og gerast rappari:

Guðmundur Kristinn

Að trúa ennþá á jólasveininn:

Sæunn Lív

Kaupa twitter:

Guðmundur Páll

DRAUMASTARF ÞRIÐJA ÁRS NEMA

Nú er árgangur 2004 á þriðja skólaárinu sínu og styttist í útskrift margra þeirra. Okkur fannst áhugavert að fá að vita hvert draumastarf þeirra væri. Hvert stefna þau, hvað vilja þau vera að gera eftir 20 ár?

Sigurvaldi - Leikari

Lilja Borg - Sjúkraþjálfari

Hanin - Læknir

Karol Duda - Sjúkraþjálfari

Marín - Zookeeper

Marcel - Atvinnumaður í

fótbolta í Japan

Baldur - Tölvunarfræðingur

Arndís - Hárgreiðslukona

Gleyma afmæli besta vinar:

Krystian

Rata ekki í skólanum:

Carmen

Vera hent út af skólaballi:

Kristján Eðvald

Mæta þunnur í próf:

Gautur Óli

Ganga óvart í sértrúarsöfnuð:

Davíð Senarin

Stofna sértrúarsöfnuð: Úlfar

HVORT VILDIR ÞÚ FREKAR?

Að allir gætu lesið hugsanir þínar eða allir gætu séð Internet history hjá þér?

Að geta spottað það þegar einhver lýgur eða getað logið að öllum án þess að það komist upp?

Koma alltaf

10 mín of seint eða 20 mín of snemma?

Vera alein/n og einmana allt þitt líf eða vera alltaf umkringd/ur virkilega pirrandi fólki?

Geta talað öll tungumál í heiminum eða talað við öll dýr?

Vera alltaf með pirrandi lag á heilanum eða þurfa að syngja þitt uppáhaldslag fyrir framan 20.000 manns?

GRÖFUÞJÓNUSTA BJARNA

LANDSBANKINN

VBE - BJARNABÚÐ BOLUNGARVÍK

FESTA

SJÚKRAÞJÁLFUN VESTFJARÐA

Sólrisublaðið
EFNALAUGIN ALBERT COWABANGA FYRIR K.A. BANKA

JAFNRÉTTISNEFND MÍ

ÁVARP JAFNRÉTTISFULLTRÚA

Gleðilega Sólrisuviku kæru MÍ-ingar

Ég þakka kærlega fyrir þetta tækifæri til að fá að ávarpa ykkur á þessum vettvangi og fjalla um jafnréttismál í skólanum.

Ykkar skólamenning er arfur.

Sólarkaffið, Sólrisuvikan, Gróskudagar, útskriftarfögnuðurinn, dimmisjón og svo auðvitað allt hitt sem er ekki í skóladagatalinu: Gryfjan, skólaböllin, kennsluhættir, námsmenningin, virðingarröðunin eftir aldri (hæ, busar) og félagslífið.

Skólamenninguna fenguð þið í arf frá eldri kynslóðum og þið munuð svo setja ykkar mark á hana og færa áfram til þeirra sem á eftir ykkur koma.

Það er svo áhugavert með menninguna að við sjáum hana ekkert endilega nema hún sé okkur framandi á einhvern hátt eða ef við upplifum að við tilheyrum ekki. Það má segja að við séum á menningarlegri sjálfstýringu (e. auto pilot) þangað til einhver eða eitthvað verður í vegi okkar sem verður til þess að við tökum við stýrinu.

Í MÍ erum við allskonar. Sem betur fer. Hér eru töluð ýmis tungumál, hér eru nemendur af allskonar

uppruna, hér eru allskonar líkams- og taugagerðir, fjölbreytt kynjaflóra og allskonar hinseginleiki. Hér er samansafn af ólíkum hæfileikum, framtíðarvonum og draumum. Sem menntastofnun eigum við að undirbúa alla nemendur þannig að þau geti valið sér farveg sem heillar og hentar. Fjölbreytileikinn er ekki skraut, til að hann þrífist þurfum við öll að skapa honum pláss, bæði innra með okkur og ytra. Fyrir okkur sjálf og aðra.

Það er til nóg af virðingu fyrir alla, þetta er ekki síðasti smartíspakkinn í partýinu.

Í skólanum er líka samansafn af allskonar lífsreynslu, áföllum og áskorunum og sem skóli eigum við að skapa rými fyrir nemendur til að takast á við námið og félagslífið í öruggri og uppbyggilegri menningu. Jafnréttisstarf skólans á að styðja við þetta starf með forvörnum, fræðslu og viðbragði þegar þörf er á.

Við sem menningunni tilheyrum; nemendur, starfsfólk og foreldrar þurfum að taka höndum saman og þjálfa menningu jafnréttis. Við þurfum að þora að taka umræðuna, þora að hlusta, þora að líta í eigin barm og þora að biðja um hjálp. Fyrst og fremst þurfum við að þora að taka pláss og skapa pláss. Björg

15
Sveinbjörnsdóttir
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir Halla María Ólafsdóttir Björg Sveinbjörnsdóttir
Guðjón Torfi Sigurðsson

Ekki gera það í dag ef þú getur gert það á morgun

Maður metur hlutina betur ef maður vinnur fyrir þeim

Ég er best og enginn er betri

Efnafræði mun bjarga heiminum

Get rich or die trying

Vera jákvæður á hverjum degi

Vonast eftir því besta og búast við því versta

(ásamt flestum íslendingum) Þetta reddast

Þessir Jogging gallar eru ekki töff

Live, laugh, sims 4

Pirringur er ekki tilfinning, það er lífsstíll

- Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn

Sólrisublaðið 16
Ekki borða gulan snjó! Yolo

ÁVARP SKÓLAMEISTARA

Loksins – loksins skólaár án COVID-takmarkana! Það hefur hreint út sagt verið dásamlegt að fá að upplifa aftur skólahald sem felur ekki í sér neinar takmarkanir en ekki síður að fá að sjá félagslíf nemenda blómstra á ný. Framhaldsskóli er nefnilega lítils virði ef það er ekki gott félagslíf. Það er samt mikilvægt að við gleymum ekki of hratt öllu því sem fylgdi COVID-ástandinu heldur látum það vera okkur áminningu um að þakka fyrir allt það sem faraldurinn hafði áhrif á í lífi okkar en gerir ekki lengur.

Loksins er líka Sólrisuhátíð okkar MÍ-inga að renna upp. Undanfarið, þegar lægðirnar hafa gengið yfir landið hver á fætur annarri, er gott að minna sig á að betri tími með blóm í haga fylgir hækkandi sól. Hækkandi sól þýðir líka hátíðarhöld hér í skólanum þegar Sólrisuhátíðin, árleg lista- og menningarvika nemenda skólans rennur upp. Hátíðin er einn af hápunktum skólaársins og hefur verið svo frá árinu 1974. Á sama tíma kemur skólablaðið út sem er alltaf mikið tilhlökkunarefni og gefur öllum sem það lesa innsýn inn í skólann og félagslíf nemenda.

Sólrisuhátíðin verður sett með formlegum hætti föstudaginn 24. febrúar. Alla vikuna á eftir verða fjölbreyttir viðburðir í boði auk þess sem kennslan er brotin upp með allskonar smiðjum á tveimur Gróskudögum. Hátíðinni lýkur síðan með frumsýningu á leikritinu Rocky Horror í Edinborgarhúsinu þann 10. mars. Nemendur skólans hafa lagt á sig mikla vinnu við uppsetningu leikritsins undir leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar og mikil tilhlökkun liggur í loftinu að sjá afraksturinn.

Ég hvet okkur öll til að kynna okkur dagskrá Sólrisuhátíðarinnar, taka þátt og styðja með því menningar- og félagslíf í skólanum. Fyrir hönd skólastjórnenda þakka ég nemendum skólans, starfsfólki og öllum þeim sem hafa unnið að undirbúningi dagskrár Sólrisuhátíðar fyrir þeirra framlag. Gleðilega Sólrisuhátíð!

Heiðrún Tryggvadóttir

17 2023

1. Ég hóf nám við Menntaskólann á Ísafirði í kringum árið 1999 ef ég man rétt, en hafði þá þegar verið í skólanum í tvö ár! Já, merkilegt að segja frá því að þegar ég byrjaði í þessum skóla, árið 1997, þá hét hann Fjölbrautaskóli Vestfjarða, Ísafirði og hafði gert í einhver ár. Nemendafélagið hét því þjála nafni Nemendafélag

Fjölbrautaskóla Vestfjarða, Ísafirði, skammstafað NFFVÍ! Það fór eitthvað í taugarnar á

pólitískum klækjum til að knýja fram nafnbreytingu. Góðu heilli, öllum til ánægju. Sérstaklega mér, því ég fékk að útskrifast úr MÍ!

2. Já ég var alveg þrælfínn, inn á milli. Stundum vildi maður bara sitja og teikna samt, eða blaðra og trufla alla. Það kom alveg fyrir. En ég var mikil kennarasleikja og lagði mig fram um að hæna þá að mér. Hræðilegur í leikfimi samt.

3. Sko. Allskonar. Það voru forréttindi að læra sögu hjá Birni Teitssyni þáverandi skólameistara, en hann er svo fróður um mannkynssöguna að hann þekkti meiraðsegja slúður frá fornöld - og hikaði ekki við að kenna það. Annar sem síðar varð skólameistari á sama stað, Jón Reynir, kenndi efnafræði og

1. Ég var frá 1982 til 1986.

2. Ég var ágætur námsmaður. Var á tveimur brautum; samfélagsbraut og tónlistarbraut.

3. Söng og sálfræði.

4. Öll böllin sem við héldum og partýin á heimavistinni. Ferðin sem árgangurinn fór með Smára Haralds ( uppáhalds kennaranum mínum) inn í Kaldalón og menningarferðin suður þar sem við gistum á Hótel Borg.

partý og djamm, en líka bara hversdagurinn. Jarðfræðiferð með Jóni Reyni, afmælispartý með Höllu vinkonu og svo leikritið Land míns föður.

5. Ég var svona snobb sem fílaði bara það sem aðrir fíluðu ekki. Og KoRn. Og Maus kannski. Og Sigur Rós. Kanye var sko ekki byrjaður þá.

6. Já mér sýnist það af samræðum við ykkur menntskælinga dagsins i dag. Sé ekki betur en allt hafi verið betra í gamla daga.

7. Njótiði daganna, flýtið ykkur hægt og reynið að hafa gaman af þessu. Já og verið með i leikritinu.

5. Erfitt að velja á milli allra snillinganna sem voru uppi á eitís tímabilinu. Spandau Ballet, Phil Collins og UB40.

6. Já á þessum 37 árum frá því ég var í skóla hefur allt breyst. Mest með tilkomu samfélagsmiðla og breyttra kennsluhátta. Það eru gerðar aðrar kröfur og búið að stytta námið. Það átti enginn fartölvu þegar ég var í MÍ!!

7. Njótið tímans sem þið eruð í skólanum, kynnist sem flestum og ræktið vinskapinn.

18

SPURNINGAR

1. Hvaða ár varst þú í MÍ?

2. Varst þú góður námsmaður?

3. Hvað fannst þér skemmtilegast að læra?

4. Hver er skemmtilegasta minning þín frá MÍ?

5. Hvaða listamaður/hljómsveit var í uppáhaldi hjá þér í menntaskóla?

6. Heldur þú að menntaskólalífið hafa breyst frá því þegar þú varst í menntaskóla?

7. Hvaða heilræði myndir þú gefa núverandi menntskælingum?

1. Frá haustinu 1971 til vors 1975.

2. Hefði gjarnan mátt leggja meira á mig.

3. Íslensku, stærðfræði, þýsku, tónlist svo dæmi sé tekið.

4. Þær eru æði margar. Árgangurinn minn var annar í röðinni í þessum nýja skóla og verið var að byggja upp hefðir og siði.

Þátttaka í uppsetningu á Lysiströtu í fyrsta bekk

(gamanleik eftir hinn forngríska Aristófanes) var mjög skemmtileg. Að sjálfsögðu einnig aðrar uppsetningar nemenda, þótt ég væri ekki beinn þátttakandi. Mí kórinn átti líka góða spretti og sérlega gaman að vera meðlimur þar. Útlilegur í skíðaskálann, menningarferð til Reykjavíkur á vegum skólans, fullveldishátíð 1. desember ár hvert og árshátíðir skólans, útskriftarferð til útlanda eftir þriðja árið og dimissjón og útskriftin 1975. Eitt mesta afrek félagsmálafrömuða skólans var svo að koma á Sólrisuhátíðinni, sem sannarlega kostaði fyrirhöfn og vinnu. Fyrir mig sjálfa er þó allra mikilvægast að eiga enn að þá vini og félaga sem voru mér samferða og eru meðal minna bestu vina.

5. Það voru nú kannski frekar ýmis uppáhaldslög sem voru vinsæl á þessum tíma. Auk þess fannst mér Cat Stevens og Melanie sérlega flott, söngleikurinn Jesus Christ superstar fór sigurför

1. Ég var í MÍ árin 2016-2019.

2. Ætli að það sé ekki óhætt að segja að ég hafi verið skítsæmilegur.

3. Verklegu tímarnir voru alltaf skemmtilegastir, hvort sem það var hjá Fossdal eða í efnafræði hjá Jónasi að gera tilraunir.

4. Það er klárlega sólrisuvikan 2018, maður var á fullu að stússast í kringum hana og allt fjörið sem því fylgdi gleymist seint.

um heiminn, söngleikurinn Tommy var sömuleiðis þekktur og svo kynntumst við Rocky horror söngleiknum í London í skólaferðalaginu okkar.

6. Mér finnst það nú líklegt. Umhverfið er svo breytt. . Við höfðum engan aðgang að tölvum. Myndbandstæki hvað þá DVD tæki voru ekki til, aðeins ein sjónvarpsrás og ein útvarpsrás. Ungt fólk í dag hefur hlustað á erlend tungumál í mörg ár, hefur ferðast mun meira og hefur aðgang að svo miklum og fjölbreyttum upplýsingum. Það eru líka svo mikil tækifæri í boði ekki síst í íþrótta- og listalífi samhliða skólanum.

En þessi ár eru áfram gríðarlega mikilvæg og eins og hjá okkur einhver bestu ár ævinnar.

7. Notið tímann, njótið stundarinnar, takið þátt í félagslífi af kappi, Sýnið samkennd og sjálfstæði og takið ábyrgð á lífi ykkar.

5. Ellý Vilhjálms er alltaf klassík en ætli að Jói Pé og Króli og síðan séra Bjössi hafa ekki verið vinsælastir á mínum tíma.

6. Já, allavega miðað við hvað maður hefur heyrt. En það má deila um hvort það sé af hinu góða eða ekki.

7. Á sama tíma og það er mikilvægt að læra þá verðið þið að kunna að sleppa takinu af og til og hafa gaman, það má.

19

1. Hvað ert þú að kenna?

KENNARA HORNIÐ

2. Hvað værir þú að kenna ef þú værir ekki að kenna það?

3. Áttu þér uppáhalds sæti á kennarastofunni?

4. Hvaða nemanda myndir þú skora á í dance battle?

5. Hvaða ávöxtur ert þú í dag?

6. Hvaða nemanda myndir þú velja til að leika þig í heimildamynd um þig?

7. Hvernig myndir þú lýsa Mí í einni setningu?

Guðjón Torfi

1. Akkúrat núna, stærðfræði og tölvugreinar.

2. Ekki neitt.

3. Já. Þið fáið samt ekki að vita hvaða sæti, vil ekki að hinir kennararnir steli því frá mér.

4. Agnesi Þóru.

5. Ég er súkkulaðihúðuð rúsína, sætur en krumpaður.

6. Valdi, hann getur örugglega stúderað mig.

7. Stórkostlegur vinnustaður og skóli.

Alexíus

1. Ég kenni stálsmíði og áfanga því tengdu, líka grunnnám vélstjórn.

2. Ég er ekki viss um hvort ég væri að kenna nokkuð.

3. Við endann.

4. Einhvern sem er verri að dansa en ég.

5. Appelsína.

6. Arnór.

7. Frábær.

Ragnheiður Fossdal

1. Ég er að kenna raungreinar.

2. Bara lífið, ég væri að kenna öllum í kringum mig um það sem er gott í lífinu.

3. Nei ég á ekki uppáhalds sæti þar.

4. Úlfar.

5. Epli.

6. Höllu, ég held hún geti það.

7. Skemmtilegur og skapandi hópur nemenda.

Orri

1. Íslensku.

2. Hérna ég væri sennilega guide eða fótboltaþjálfari ef ég væri ekki að kenna það.

3. Uuuuu já við strákarnir sitjum yfirleitt nálægt hver öðrum, við enda borðsins.

4. Heyrðu ég er svo nýbyrjaður að kenna, er enn að læra nöfnin. Ég er að kenna þremur hressum stelpum í Íslensku sem annað tungumál, þeim Oliwiu ,Lauru og Noynu. Ég myndi skora á þær í dance battle.

5. Ég ætla að segja ég sé klementína, sæt en ekki of sæt.

6. Ja hérna, það er nú það, ég segi bara Marcel eða Damian, þeir eru hressir.

7. Gott andrúmsloft.

Sólrisublaðið 20

1. Ég kenni íslensku (og gettu betur á haustönn).

2. Þýsku, sennilega.

3. Nei, á frekar uppáhalds svæði, sit alltaf nálægt öðrum endanum á borðinu.

4. Nonna.

5. Ég er jarðarber.

6. Ég myndi velja Höllu Maríu, hún er svo góð eftirherma, ég hef séð hana leika pabba sinn.

7. MÍ er fjölbreytt og gott samfélag nemenda og starfsmanna.

Kolbrún

1. Lýðheilsu tengdar greinar, en fyrir þá sem skilja ekki hvað ég meina þá eru það heilsutengdar greinar.

2. Þá væri ég ekkert að kenna.

3. Já, þar sem skemmtilega fólkið er (semsagt ekkert sérstakt af því við erum öll skemmtileg, er að sleikja upp samstarfsfélaga).

4. Einhvern sem er verri en ég að dansa svo ég myndi vinna.

5. Dragonfruit.

6. Hahahah omg erfið spurning. Sudario (af því hann er svona massaður eins og ég).

7. Allskonar. Þetta er mín “setning” sem lýsir MÍ.

1. Ég er að kenna listir og nýsköpun.

2. Útivist.

3. Já, allur sófinn.

4. Ég vel Wero.

5. Ég er alltaf epli.

Sólrún Ólöf Svavar

6. Sko hérna ég er svo léleg með nöfn ummmmm ég myndi velja Höllu, hún er dökkhærð eins og ég og svipuð á hæð og ég, held hún myndi púlla hlutverkið vel. Og kannski líka Viktoríu Rós, já ef Halla er veik þá tekur Viktoría við.

7. Skemmtilegur skóli og góður matur.

1. Sögu, listir og menningu, upplýsingatækni og umferðarfræðslu á starfsbraut.

2. Tungumál, frönsku.

3. JÁ!( það er classified information).

4. Ég myndi örugglega skora á Gaut eða Lilju Borg.

5. Ég er epli.

6. Váááá þetta er mjög erfitt, uuuu Hálfdán Artur, hann kann að synda.

7. MÍ er skemmtilegur, líflegur, opinn og uppörvandi.

21 2023

Steingeit

(22. desember – 19. janúar)

Steingeit þú heldur að þú sért betri en allir hinir í kringum þig en sannleikurinn er sá að þú ert bara ekkert sérstök. Þú heldur að þú hafir alltaf rétt fyrir þér og ert svo mikið betri en allir aðrir, en ef ég á að segja satt er vatnsberi jafnvel er enn betri en þú…(og þeir eru ekki einu sinni til).

Vatnsberi

(20. janúar – 18. febrúar)

Vatnsberi……eruð þið meira að segja til ?

Fiskar

(19. febrúar – 20. mars)

Elsku besti fiskur þetta er þitt ár. Það á allt eftir að ganga upp hjá þér. Allar þínar óskir eiga eftir að rætast og það mun ekkert slæmt gerast hjá þér. JUST KIDDING ! Þetta ár á eftir að enda ykkur. Punktur og pasta.

Hrútur

(21. mars – 19. apríl)

Þið þekkið hann, þið elskið hann já þú giskaðir rétt þetta er fyrir alla hrútana þarna úti. Hrútar geta annað hvort verið rosalega chill eða bara crazy (af)… það er ekkert á milli. En þar sem að þú ert fyrsta stjörnumerkið í stjörnufræðinni gerir það að verkum að þú veist hvað þú vilt og þú veist nákvæmlega hvernig þú átt að fá það.

Naut

(20. apríl – 20. maí)

Kæra naut, við vitum öll að lífið er búið að vera smá erfitt við þig, en það þýðir ekki að þú ættir að vera pain in the ass fyrir alla hina í kringum þig. Fyrstu mánuðirnir af 2023 gætu kannski orðið smá erfiðir en þú kemst alltaf í gegnum allt sem lífið kastar í þig…vonandi.

Tvíburar

(21. maí – 20. júní)

Elsku tvíburi. Þú ert alltaf með svo mikið að gera og þú hefur aldrei tíma fyrir sjálfan þig, svo ég er ánægð að segja þér að 2023 verður ekkert öðruvísi… Nei djók. Þú átt skilið að fá smá pásu frá öllu. Þú ert búin að vera svo duglegur að þú ættir að taka þér smá frí, til dæmis, þú gætir farið langt í burtu á litla eyju þar sem að enginn myndi finna þig… og kannski ættirðu bara að flytja þangað.

22 Sólrisublaðið

Krabbi

(21. júní – 22. júlí)

Krabbi, krabbi, krabbi, það eru aðeins til tvær týpur af ykkur. Annað hvort eruð þið grenjuskjóður eða þið leyfið engum að vaða yfir ykkur og þið haldið að þið séuð the main character. En það skiptir ekki máli hvernig þú ert það er alltaf svo mikið bras á ykkur. Og ef þú heldur að þetta passi ekki við þig ertu að ljúga að sjálfum þér.

Ljón

(23. júlí – 22. ágúst)

Rúllið út rauða dreglinum því ljónið er mætt. Þú elskar athyglina og allir vita það en stundum þarf fólk bara virkilega frí frá þér og öllum þínum vandamálum. En veistu hvern vantar ekki frí frá þér, SÁLFRÆÐINGNUM ÞÍNUM. Hann mun hlusta á þig eins mikið og þú villt. Ég meina svo lengi sem þú borgar honum.

Meyja

(23. ágúst – 22. september)

Það er aðeins eitt stjörnumerki sem getur skipulagt allt í lífinu sínu það vel að maður tekur ekki einu sinni eftir því að lífið þeirra er að hrynja í sundur, hver annar gæti það verið en gamla góða meyjan. Þið öll sem eigið meyju sem vin ættuð að kíkja á þau og sjá hvernig þeim líður.

Vog

(23. speptember – 22. október)

Elsku vog, ég hef slæmar fréttir fyrir þig, 2023 verður bara því miður ekki gott ár fyrir þig. Afhverju ? vegna þess að ég segi það. Sorry not sorry.

Sporðdreki

(23. október – 21 nóvember)

Kæri sporðdreki þú ert alltaf til staðar fyrir alla en eru einhverjir til staðar fyrir þig ? NEI, vegna þess að það eru allir búnir að gleyma þér. Ég skal gefa þér nokkur ráð til þess að fólk taki eftir þér.

Númer 1, ef þú ert ennþá að lesa þetta þá veistu sjálfur að allir eru búnir að gleyma þér. Númer 2, hættu að lesa þetta og fáðu þér líf.

Bogamaður

(22. nóvember – 21. desember)

Hvar á ég einu sinni að byrja á þér bogamaður, þú heldur að þú eigir þennan heim, but I hate to break it to you, þú átt bara ekkert í honum. Þú hefur haft það of gott of lengi, þannig að það er kominn tími á að foreldrar þínir kasti þér út og þú lærir á heiminn.

23 2023
Sólrisublaðið
2023

Koma með nesti í skólann

New balance

Fara í sund

Svavar

Nocco

Flokka

Taka þátt í leikritinu

Hopp hjól

AirPods max

Munnharpa

Prime Skák

Að mæta ekki á skólaviðburði

HOT
Gleðilega Sólrisuviku
NOT or

RÁÐ FYRIR KOMANDI BUSA

Ekki spila á hljóðfæri í gryfjunni (Sérstaklega ekki MUNNHÖRPU!!!!)

Verslaðu við gryfju sjoppuna

Fáðu þér vinnu, gryfju sjoppan gerir þig að fátækum námsmanni

Vertu með fólki sem lætur þér líða vel

Vertu í uppáhaldi, þá kemstu upp með allt

SÚKKULAÐIBITAKÖKUR

• 230g smjör - mjúkt

• 200g sykur

• 220g púðursykur

• 1 tsk vanilludropar

• 2 stór egg

• 360g hveiti

• 1 tsk matarsódi

• 1/2 tsk lyftiduft

• 1 tsk sjávarsalt

• 3 plötur af suðusúkkulaði

Ekki vera í gryfjunni

Berðu virðingu fyrir eldri nemendum

Taka þátt í leikritinu!

Hlustaðu á mömmu þína, hún hefur alltaf rétt fyrir sér

Ekki vera með kjaft

1. Stilla ofninn á 180 gráður með blæstri.

2. Setja hveiti, matarsóda, lyftiduft og sjávarsalt saman í sér skál og hræra saman.

3. Setja smjör,sykur og púðursykur saman í hrærivél og hræra vel saman.

4. Bæta við eggjum og vanilludropum.

5.

6.

7.

við þurrefnum sem við settum í sér skál áðan .

súkkulaði í litla bita og bæta við í deigið.

deigið á bökunarplötur, ein uppskrift ætti að gera ca 36 kökur en það fer eftir stærð hverrar köku.

8. Baka í ofni í 8 - 10 mín. Þær eiga að vera rétt svo brúnar þegar þær koma út þannig að þær séu mjúkar að innan.

9. Strá sjávarsalti yfir kökurnar þegar þær eru nýkomnar út (þarf ekki, fer eftir smekk)

27 2023
01 05 03 07 09 02 06 04 08 10
Bæta Saxa Setja 10. Njóta!!!!!!!

ALLIR Á SÖNGLEIKINN ROCKY HORROR SHOW!

Í ár verður söngleikurinn Rocky Horror settur upp af leikfélagi Menntaskólans. Okkar ástkæri Gunnar Gunnsteinsson er snúinn aftur til að leikstýra, en hann hefur komið og leikstýrt seinustu tveimur sólrisuleikritum, Hárinu og Ekki um ykkur. Rocky Horror er um nýtrúlofað par sem óheppilega sprengja bíldekk þegar þau eru á leið sinni að hitta gamlan vin, þau leita aðstoðar hjá skrýtnu fólki í undarlegum kastala í von um að mega hringja eitt símtal.

Æfingar byrjuðu í lok janúar á bókasafni Menntaskólans en æfingar færðust niður í Edinborgarhús tveim vikum seinna. Veðrið hefur aðeins verið að stríða okkur en þrátt fyrir það hafa æfingar gengið vel. Frumsýning er þann 10. mars og sýningar verða sýndar í Edinborgarhúsinu, alls sjö sýningar.

Við hvetjum alla til að gera sér ferð í Edinborgarhúsið og skella sér á leiksýningu.

Sólrisublaðið 28

Frumsýning

10. mars kl. 20:00

11. mars kl. 20:00

12. mars kl. 20:00

13. mars kl.20:00

14. mars kl.20:00

15. mars kl.20:00

16. mars kl.20:00

17. mars kl.20:00

13 ára og eldri - 3.900 kr.

12 ára og yngri - 3.000 kr.

NMÍ - 3.500 kr.

Öryrkjar og eldri borgarar - 3.500 kr.

Börn undir 12 ára aldri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum

Miðasala á tix.is

2023

ÁVARP FORMANNS

Nú loks er Sólrisuvikan en hún er einmitt minn allra upphálds tími yfir skólaárið.

Það hefur mikið gengið á í vetur og erfitt hefur verið að rífa upp félagslífið á ný eftir covid. Það bættist við nýtt embætti í nemendafélagið, eða fulltrúi verknámsnema. Lýðræðisleg kosning fór fram á haustdögum og var hún Svandís Rós kosin í það embætti.

Mér finnst við hafa náð þó nokkuð góðum árangri í vetur hvað félagslífið varðar. Við í nemendafélaginu vorum

með tvö kaffihúsakvöld sem við héldum í Tjöruhúsinu. Einnig var á dagskránni bingó, wod tími í Stöðinni, Halloweenvika, jólavika og froðuboltafjör svo eitthvað sé nefnt, en við ákváðum að breyta aðeins til þar sem það hefur verið lítil þátttaka í ruddaboltanum þá ákváðum við að hafa froðubolta í ár, teljum við það hafa verið flestum til ómældrar gleði.

Við héldum þrjú böll, nýnemaballið, Halloween og 1. des. 1. des ballið sló rækilega í gegn og var mikið fjör og

gaman. Við fengum Rikka G til að vera veislustjóri og héldu þeir Ingi Bauer, Húgó og Herra Hnetusmjör uppi fjörinu á ballinu.

Ég er spennt fyrir vorinu sem er fram undan og komandi tímum. Ég hef fulla trú á menningarvitanum okkar henni Eydísi Ósk til að hafa fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í Sólrisuvikunni.

Gleðilega Sólrisuviku. Þinn formaður, Viktoría Rós Þórðardóttir

2023 SÓLRISUNEFND
Anja Karen Traustadóttir, Jórunn Inga Guðný Sigurgeirsdóttir, Elma Katrín Steingrímsdóttir, Svandís Rós Ívarsdóttir, Lilja Björg Kristjánsdóttir, Katrín Bára Albertsdóttir, Lilja Borg Jóhannsdóttir, Marín Ómarsdóttir, Solveig Amalía Atladóttir, Eydís Ósk Kristjánsdóttir, Agnes Þóra Snorradóttir

TVÍFARARSKÓLANS TVÍFARARSKÓLANS

Karol Duda & Hreindýrið í Frozen Baldur Hrafn & Uncle Fester úr addams family Daði Hrafn & Patrick Bateman Baldur & Sid úr Toy story Viktoría & Fiskurinn úr Lorax
32 Sólrisublaðið
Dóróthea & Bríet
33 2023 þig

NEMO QUIZ

1. Hver er mesta frekjan í nemó?

2. Uppáhalds lag allra tíma?

3. Hefurðu fengið hraðasekt?

4. Uppáhalds kennari?

5. Hvaða kennara myndir þú velja til að syngja í karaoke duet með þér?

6. Krúttlegasti businn?

7. Skemmtilegasta minning skólaársins?

8. Hvaða þáttaröð getur þú horft á milljón sinnum?

9. Uppáhalds drykkur?

10. Ef að þú ættir einn ofurkraft hvað væri það?

Viktoría Rós - Formaður

1. No comment

2. Öll lög með Taylor Swift #swifty

3. Nei kann að keyra

4. Hildur, hún er eini kennarinn sem er að kenna mér í dagskóla þetta vor

5. Er þetta spurning.......Svavar (gaurinn er í kór)

6. Erfitt að segja en skelli á Jón Gunnar í Nemó

Weronika - Gjaldkeri

1. Vikka þykka swag

2. Æjjji ég veit ekki, svo erfitt að velja

3. Neii, ég keyri mjög löglega

4. Kolbrún Fjóla, besti kennarinn since grunnskóli

5. Stefan Gunther væri draumurinn

6. Yyyyy ég segi bara Sverrir

Halla María - Ritari

1. Formaður og gjaldkeri taka báðar þann titill.

2. This is the day - The The

3. Neib

4. Jónas efnafræðikennari

5. Væri gaman að taka eitthvað Páll Óskar lag með honum Svavari.

7. 1.des, ekkert toppar það að keyra Herra Hnetusmjör um og fá mynd með honum

8. Dööö Grey’s Anatomy, vitið þið ekki hver Patrick Dempsey er!

9. Nocco Rashberry blast í augnablikinu

10. Hægja á tímanum, finnst tíminn líða alltof hratt

7. Brooklyn 99 á hjarta mitt

8. Erfitt að velja en allavega ekki nemó fundir

9. Nocco eða Mango tango, fer eftir hvernig drykk þú ert að spyrja um

10. Örugglega bara gufa upp í vandræðalegum mómentum

6. Kammó er algjört krútt

7. Þegar Stefan Gunther spilaði Wunderbar í þýskutíma.

8. Derry girls

9. Ramonade nocco

10. Það væri cool að geta flogið.

Jón Gunnar - Fulltrúi nýnema

2. Runaway kanye west

3. Nei er ekki með bílpróf

6. Hvernig er þetta spurning, augljóslega ég

7. Nýnemaferðin/nýnemaballið

8. The last dance

9. Lemon Gatorade

10. Geta tímaflakkað

1. Wero 4. King Svavar 5. Fjölnir 100%
Sólrisublaðið 34

Eydís - Menningarviti

1. Sudario

2.

Jón Karl - Málfinnur

6. Ingibjörg og Elma

7. 1. Des

8. Brooklyn nine nine

9. Mjólk

10. Að vera ósýnileg

7. Bara að vera í nemendaráði mikið af skemmtilegu fólki

8. Better call saul (it’s all good man)

9. Allir drykkir eru góðir ef það er creatine

10. Ofur styrkur þá get ég verið jafn sterkur og Ronnie Coleman

Svandís - Fulltrúi verknámsnema

6. Benni Jóhann

7. Þegar buxurnar mínar rifnuðu á rassinum

8. Friends

9. Límon nocco

10. Lesa hugsanir

Sudario - Formaður Vídeóráðs

6. Jón Gunnar

7. Örugglega bara 1.des

8. Friends

9. Sunny soda nocco

10. Að geta flogið

Sigrún - Formaður leikfélags

6. Hörður

7. Helgarnar

8. Kveikur

9. Fulltraustvekjandi

10. Geta teleportað

Úff örugglega “I’m in a Hurry” 3. Já því miður 4. Guðjón Torfi 5. Ætli ég myndi ekki taka Fossdal 1. Viktoría að því að hún er formaður 2. Barbie girl by aqua gerist ekki betra 3. Nei aldrei 4. Solla G besta vinkona 5. Svavar 6. Jón Gunnar busakrúttið mitt 1. Viktoría 2. Ai Se Eu Te Pegu 3. Já feita 4. Alli king 5. Kolbrúnu 1. Wero 2. Chicago by mj 3. Nei 4. Svavar 5. Ragnheiði fossdal 1. Wero 2. Hair úr minions 3. Já 4. Heiðrún 5. Gunther
2023 35

STAÐREYNDIR UM NÝJU KENNARANA 10

Núna á vorönn byrjuðu tveir nýir kennarar hér í MÍ. Þeir Adam Lárus Sigurðarson sem kennir félagsgreinar og heimspeki og Orri Þórðarson sem kennir íslensku. Við báðum þá um að segja okkur 10 skemmtilegar staðreyndir um sig til að kynnast þeim betur.

ADAM

• Ég fór einu sinni upp á svið á Of Monsters of and Men tónleikum og datt af því

• Ég hef flutt 22 sinnum

• Ég hef búið í öllum landshlutum

• Ég hef séð Dalai Lama

• Ég á sjö taflborð

• Ég fékk mér ekki snjallsíma fyrr en 2018

• Ég keypti minn fyrsta bíl þegar ég var 27

• Ég giftist í Tyrklandi

• Ég hef horft á allt Friends að minnsta kosti 8 sinnum

• Ég var einu sinni aleinn inn í píramídanum Í Giza

ORRI

• Ég sýp góðan slurk af ólífuolíu þegar ég vakna.

• Ég er mjög tapsár.

• Ég syng í tveimur hljómsveitum, Málaliðunum og Karabísku geirvörtunum, sem spila reyndar bara á nokkurra ára fresti í afmælum eða á einhverjum uppákomum.

• Ég er Vestfirðingur í föðurætt, amma er frá Önundarfirði en afi frá Bitrufirði.

• Mig langar til að verða góður í skriðsundi.

• Ég hef ekki tapað í Kleppara síðan ég tapaði fyrir Huldu rauðu í 10. bekk í Þórsmörk.

• Ég syng alltaf í sturtu og tek yfirleitt með mér hátalara og er búinn að búa til ehv góðan lagalista.

• Ég hætti að drekka Coke fyrir nokkrum árum og skil ekki hvernig mér tókst það því ég var háður lítilli, ískaldri kók í dós.

• Ég fíla sjósund.

• Uppáhalds bíómyndirnar mínar eru t.d. Amarcord eftir Fellini, flestar Woody Allen myndir og svo Good Fellas eftir Martin Scorsese. Uppáhaldsskáldsagan mín er Útlendingurinn eftir Albert Camus og Meistarinn og Margaríta eftir Búlgakov.

Sólrisublaðið 36

Fljúgðu innanlands í vetur

Bókaðu næstu ferð tímanlega

Ætlarðu að ferðast innanlands í vetur? Fara á skíði, heimsækja fjölskylduna eða einfaldlega hressa aðeins upp á hversdaginn? Við fljúgum til Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Reykjavíkur allan ársins hring. Það borgar sig að bóka flug með góðum fyrirvara.

Tryggðu þér þitt sæti í dag.

icelandair.is

MYNDIR FRÁ SKÓLALÍFINU

Sólrisublaðið 38
Hamraborg Gleðilega Sólrisu Tjöruhúsið The freshest fish you’ll ever enjoy in a pristine environment by the ocean +354 456 4419 tjoruhusid@gmail.com Gleðilega Sólrisu Gleðilega Sólrisuviku

NEMÓ

Sólrisublaðið
Halla María Ólafsdóttir, Jón Karl Ngosanthiah Karlsson, Jón Gunnar Kanishka Shiransson, Viktoría Rós Þórðardóttir, Eydís Ósk Kristjánsdóttir, Svandís Rós Ívarsdóttir, Sudario Carneiro, Weronika Anikiej Agnes Eva Hjartardóttir ,Halla María Ólafsdóttir, Viktoria Anna Reimarsdóttir Brynjar Ari Sveinsson, Saga Líf Ágústsdóttir, Guðrún Helga Sigurðardóttir

RITNEFND

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.