1 minute read

ALLIR Á SÖNGLEIKINN ROCKY HORROR SHOW!

Next Article
KENNARA HORNIÐ

KENNARA HORNIÐ

Í ár verður söngleikurinn Rocky Horror settur upp af leikfélagi Menntaskólans. Okkar ástkæri Gunnar Gunnsteinsson er snúinn aftur til að leikstýra, en hann hefur komið og leikstýrt seinustu tveimur sólrisuleikritum, Hárinu og Ekki um ykkur. Rocky Horror er um nýtrúlofað par sem óheppilega sprengja bíldekk þegar þau eru á leið sinni að hitta gamlan vin, þau leita aðstoðar hjá skrýtnu fólki í undarlegum kastala í von um að mega hringja eitt símtal.

Æfingar byrjuðu í lok janúar á bókasafni Menntaskólans en æfingar færðust niður í Edinborgarhús tveim vikum seinna. Veðrið hefur aðeins verið að stríða okkur en þrátt fyrir það hafa æfingar gengið vel. Frumsýning er þann 10. mars og sýningar verða sýndar í Edinborgarhúsinu, alls sjö sýningar.

Advertisement

Við hvetjum alla til að gera sér ferð í Edinborgarhúsið og skella sér á leiksýningu.

Frumsýning

10. mars kl. 20:00

11. mars kl. 20:00

12. mars kl. 20:00

13. mars kl.20:00

14. mars kl.20:00

15. mars kl.20:00

16. mars kl.20:00

17. mars kl.20:00

13 ára og eldri - 3.900 kr.

12 ára og yngri - 3.000 kr.

NMÍ - 3.500 kr.

Öryrkjar og eldri borgarar - 3.500 kr.

Börn undir 12 ára aldri þurfa að vera í fylgd með fullorðnum

Miðasala á tix.is

This article is from: