1 minute read

JAFNRÉTTISNEFND MÍ ÁVARP JAFNRÉTTISFULLTRÚA

Next Article
HEMMI HÚSVÖRÐUR

HEMMI HÚSVÖRÐUR

Gleðilega Sólrisuviku kæru MÍ-ingar

Ég þakka kærlega fyrir þetta tækifæri til að fá að ávarpa ykkur á þessum vettvangi og fjalla um jafnréttismál í skólanum.

Advertisement

Ykkar skólamenning er arfur.

Sólarkaffið, Sólrisuvikan, Gróskudagar, útskriftarfögnuðurinn, dimmisjón og svo auðvitað allt hitt sem er ekki í skóladagatalinu: Gryfjan, skólaböllin, kennsluhættir, námsmenningin, virðingarröðunin eftir aldri (hæ, busar) og félagslífið.

Skólamenninguna fenguð þið í arf frá eldri kynslóðum og þið munuð svo setja ykkar mark á hana og færa áfram til þeirra sem á eftir ykkur koma.

Það er svo áhugavert með menninguna að við sjáum hana ekkert endilega nema hún sé okkur framandi á einhvern hátt eða ef við upplifum að við tilheyrum ekki. Það má segja að við séum á menningarlegri sjálfstýringu (e. auto pilot) þangað til einhver eða eitthvað verður í vegi okkar sem verður til þess að við tökum við stýrinu.

Í MÍ erum við allskonar. Sem betur fer. Hér eru töluð ýmis tungumál, hér eru nemendur af allskonar uppruna, hér eru allskonar líkams- og taugagerðir, fjölbreytt kynjaflóra og allskonar hinseginleiki. Hér er samansafn af ólíkum hæfileikum, framtíðarvonum og draumum. Sem menntastofnun eigum við að undirbúa alla nemendur þannig að þau geti valið sér farveg sem heillar og hentar. Fjölbreytileikinn er ekki skraut, til að hann þrífist þurfum við öll að skapa honum pláss, bæði innra með okkur og ytra. Fyrir okkur sjálf og aðra.

Það er til nóg af virðingu fyrir alla, þetta er ekki síðasti smartíspakkinn í partýinu.

Í skólanum er líka samansafn af allskonar lífsreynslu, áföllum og áskorunum og sem skóli eigum við að skapa rými fyrir nemendur til að takast á við námið og félagslífið í öruggri og uppbyggilegri menningu. Jafnréttisstarf skólans á að styðja við þetta starf með forvörnum, fræðslu og viðbragði þegar þörf er á.

Við sem menningunni tilheyrum; nemendur, starfsfólk og foreldrar þurfum að taka höndum saman og þjálfa menningu jafnréttis. Við þurfum að þora að taka umræðuna, þora að hlusta, þora að líta í eigin barm og þora að biðja um hjálp. Fyrst og fremst þurfum við að þora að taka pláss og skapa pláss. Björg

Ekki gera það í dag ef þú getur gert það á morgun

Maður metur hlutina betur ef maður vinnur fyrir þeim

Ég er best og enginn er betri

Efnafræði mun bjarga heiminum

Get rich or die trying

Vera jákvæður á hverjum degi

Vonast eftir því besta og búast við því versta

(ásamt flestum íslendingum) Þetta reddast

Þessir Jogging gallar eru ekki töff

Live, laugh, sims 4

Pirringur er ekki tilfinning, það er lífsstíll

- Ég geri ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn

This article is from: