5 minute read

ÁVARP SKÓLAMEISTARA

Loksins – loksins skólaár án COVID-takmarkana! Það hefur hreint út sagt verið dásamlegt að fá að upplifa aftur skólahald sem felur ekki í sér neinar takmarkanir en ekki síður að fá að sjá félagslíf nemenda blómstra á ný. Framhaldsskóli er nefnilega lítils virði ef það er ekki gott félagslíf. Það er samt mikilvægt að við gleymum ekki of hratt öllu því sem fylgdi COVID-ástandinu heldur látum það vera okkur áminningu um að þakka fyrir allt það sem faraldurinn hafði áhrif á í lífi okkar en gerir ekki lengur.

Loksins er líka Sólrisuhátíð okkar MÍ-inga að renna upp. Undanfarið, þegar lægðirnar hafa gengið yfir landið hver á fætur annarri, er gott að minna sig á að betri tími með blóm í haga fylgir hækkandi sól. Hækkandi sól þýðir líka hátíðarhöld hér í skólanum þegar Sólrisuhátíðin, árleg lista- og menningarvika nemenda skólans rennur upp. Hátíðin er einn af hápunktum skólaársins og hefur verið svo frá árinu 1974. Á sama tíma kemur skólablaðið út sem er alltaf mikið tilhlökkunarefni og gefur öllum sem það lesa innsýn inn í skólann og félagslíf nemenda.

Advertisement

Sólrisuhátíðin verður sett með formlegum hætti föstudaginn 24. febrúar. Alla vikuna á eftir verða fjölbreyttir viðburðir í boði auk þess sem kennslan er brotin upp með allskonar smiðjum á tveimur Gróskudögum. Hátíðinni lýkur síðan með frumsýningu á leikritinu Rocky Horror í Edinborgarhúsinu þann 10. mars. Nemendur skólans hafa lagt á sig mikla vinnu við uppsetningu leikritsins undir leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar og mikil tilhlökkun liggur í loftinu að sjá afraksturinn.

Ég hvet okkur öll til að kynna okkur dagskrá Sólrisuhátíðarinnar, taka þátt og styðja með því menningar- og félagslíf í skólanum. Fyrir hönd skólastjórnenda þakka ég nemendum skólans, starfsfólki og öllum þeim sem hafa unnið að undirbúningi dagskrár Sólrisuhátíðar fyrir þeirra framlag. Gleðilega Sólrisuhátíð!

Heiðrún Tryggvadóttir

1. Ég hóf nám við Menntaskólann á Ísafirði í kringum árið 1999 ef ég man rétt, en hafði þá þegar verið í skólanum í tvö ár! Já, merkilegt að segja frá því að þegar ég byrjaði í þessum skóla, árið 1997, þá hét hann Fjölbrautaskóli Vestfjarða, Ísafirði og hafði gert í einhver ár. Nemendafélagið hét því þjála nafni Nemendafélag

Fjölbrautaskóla Vestfjarða, Ísafirði, skammstafað NFFVÍ! Það fór eitthvað í taugarnar á pólitískum klækjum til að knýja fram nafnbreytingu. Góðu heilli, öllum til ánægju. Sérstaklega mér, því ég fékk að útskrifast úr MÍ!

2. Já ég var alveg þrælfínn, inn á milli. Stundum vildi maður bara sitja og teikna samt, eða blaðra og trufla alla. Það kom alveg fyrir. En ég var mikil kennarasleikja og lagði mig fram um að hæna þá að mér. Hræðilegur í leikfimi samt.

3. Sko. Allskonar. Það voru forréttindi að læra sögu hjá Birni Teitssyni þáverandi skólameistara, en hann er svo fróður um mannkynssöguna að hann þekkti meiraðsegja slúður frá fornöld - og hikaði ekki við að kenna það. Annar sem síðar varð skólameistari á sama stað, Jón Reynir, kenndi efnafræði og partý og djamm, en líka bara hversdagurinn. Jarðfræðiferð með Jóni Reyni, afmælispartý með Höllu vinkonu og svo leikritið Land míns föður.

1. Ég var frá 1982 til 1986.

2. Ég var ágætur námsmaður. Var á tveimur brautum; samfélagsbraut og tónlistarbraut.

3. Söng og sálfræði.

4. Öll böllin sem við héldum og partýin á heimavistinni. Ferðin sem árgangurinn fór með Smára Haralds ( uppáhalds kennaranum mínum) inn í Kaldalón og menningarferðin suður þar sem við gistum á Hótel Borg.

5. Ég var svona snobb sem fílaði bara það sem aðrir fíluðu ekki. Og KoRn. Og Maus kannski. Og Sigur Rós. Kanye var sko ekki byrjaður þá.

6. Já mér sýnist það af samræðum við ykkur menntskælinga dagsins i dag. Sé ekki betur en allt hafi verið betra í gamla daga.

7. Njótiði daganna, flýtið ykkur hægt og reynið að hafa gaman af þessu. Já og verið með i leikritinu.

5. Erfitt að velja á milli allra snillinganna sem voru uppi á eitís tímabilinu. Spandau Ballet, Phil Collins og UB40.

6. Já á þessum 37 árum frá því ég var í skóla hefur allt breyst. Mest með tilkomu samfélagsmiðla og breyttra kennsluhátta. Það eru gerðar aðrar kröfur og búið að stytta námið. Það átti enginn fartölvu þegar ég var í MÍ!!

7. Njótið tímans sem þið eruð í skólanum, kynnist sem flestum og ræktið vinskapinn.

Spurningar

1. Hvaða ár varst þú í MÍ?

2. Varst þú góður námsmaður?

3. Hvað fannst þér skemmtilegast að læra?

4. Hver er skemmtilegasta minning þín frá MÍ?

5. Hvaða listamaður/hljómsveit var í uppáhaldi hjá þér í menntaskóla?

6. Heldur þú að menntaskólalífið hafa breyst frá því þegar þú varst í menntaskóla?

7. Hvaða heilræði myndir þú gefa núverandi menntskælingum?

1. Frá haustinu 1971 til vors 1975.

2. Hefði gjarnan mátt leggja meira á mig.

3. Íslensku, stærðfræði, þýsku, tónlist svo dæmi sé tekið.

4. Þær eru æði margar. Árgangurinn minn var annar í röðinni í þessum nýja skóla og verið var að byggja upp hefðir og siði.

Þátttaka í uppsetningu á Lysiströtu í fyrsta bekk

(gamanleik eftir hinn forngríska Aristófanes) var mjög skemmtileg. Að sjálfsögðu einnig aðrar uppsetningar nemenda, þótt ég væri ekki beinn þátttakandi. Mí kórinn átti líka góða spretti og sérlega gaman að vera meðlimur þar. Útlilegur í skíðaskálann, menningarferð til Reykjavíkur á vegum skólans, fullveldishátíð 1. desember ár hvert og árshátíðir skólans, útskriftarferð til útlanda eftir þriðja árið og dimissjón og útskriftin 1975. Eitt mesta afrek félagsmálafrömuða skólans var svo að koma á Sólrisuhátíðinni, sem sannarlega kostaði fyrirhöfn og vinnu. Fyrir mig sjálfa er þó allra mikilvægast að eiga enn að þá vini og félaga sem voru mér samferða og eru meðal minna bestu vina.

5. Það voru nú kannski frekar ýmis uppáhaldslög sem voru vinsæl á þessum tíma. Auk þess fannst mér Cat Stevens og Melanie sérlega flott, söngleikurinn Jesus Christ superstar fór sigurför um heiminn, söngleikurinn Tommy var sömuleiðis þekktur og svo kynntumst við Rocky horror söngleiknum í London í skólaferðalaginu okkar.

1. Ég var í MÍ árin 2016-2019.

2. Ætli að það sé ekki óhætt að segja að ég hafi verið skítsæmilegur.

3. Verklegu tímarnir voru alltaf skemmtilegastir, hvort sem það var hjá Fossdal eða í efnafræði hjá Jónasi að gera tilraunir.

4. Það er klárlega sólrisuvikan 2018, maður var á fullu að stússast í kringum hana og allt fjörið sem því fylgdi gleymist seint.

6. Mér finnst það nú líklegt. Umhverfið er svo breytt. . Við höfðum engan aðgang að tölvum. Myndbandstæki hvað þá DVD tæki voru ekki til, aðeins ein sjónvarpsrás og ein útvarpsrás. Ungt fólk í dag hefur hlustað á erlend tungumál í mörg ár, hefur ferðast mun meira og hefur aðgang að svo miklum og fjölbreyttum upplýsingum. Það eru líka svo mikil tækifæri í boði ekki síst í íþrótta- og listalífi samhliða skólanum.

En þessi ár eru áfram gríðarlega mikilvæg og eins og hjá okkur einhver bestu ár ævinnar.

7. Notið tímann, njótið stundarinnar, takið þátt í félagslífi af kappi, Sýnið samkennd og sjálfstæði og takið ábyrgð á lífi ykkar.

5. Ellý Vilhjálms er alltaf klassík en ætli að Jói Pé og Króli og síðan séra Bjössi hafa ekki verið vinsælastir á mínum tíma.

6. Já, allavega miðað við hvað maður hefur heyrt. En það má deila um hvort það sé af hinu góða eða ekki.

7. Á sama tíma og það er mikilvægt að læra þá verðið þið að kunna að sleppa takinu af og til og hafa gaman, það má.

1. Hvað ert þú að kenna?

This article is from: