1 minute read
ÁVARP FORMANNS
from EMMÍ OKKAR 2023
Nú loks er Sólrisuvikan en hún er einmitt minn allra upphálds tími yfir skólaárið.
Það hefur mikið gengið á í vetur og erfitt hefur verið að rífa upp félagslífið á ný eftir covid. Það bættist við nýtt embætti í nemendafélagið, eða fulltrúi verknámsnema. Lýðræðisleg kosning fór fram á haustdögum og var hún Svandís Rós kosin í það embætti.
Advertisement
Mér finnst við hafa náð þó nokkuð góðum árangri í vetur hvað félagslífið varðar. Við í nemendafélaginu vorum með tvö kaffihúsakvöld sem við héldum í Tjöruhúsinu. Einnig var á dagskránni bingó, wod tími í Stöðinni, Halloweenvika, jólavika og froðuboltafjör svo eitthvað sé nefnt, en við ákváðum að breyta aðeins til þar sem það hefur verið lítil þátttaka í ruddaboltanum þá ákváðum við að hafa froðubolta í ár, teljum við það hafa verið flestum til ómældrar gleði.
Við héldum þrjú böll, nýnemaballið, Halloween og 1. des. 1. des ballið sló rækilega í gegn og var mikið fjör og gaman. Við fengum Rikka G til að vera veislustjóri og héldu þeir Ingi Bauer, Húgó og Herra Hnetusmjör uppi fjörinu á ballinu.
Ég er spennt fyrir vorinu sem er fram undan og komandi tímum. Ég hef fulla trú á menningarvitanum okkar henni Eydísi Ósk til að hafa fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í Sólrisuvikunni.
Gleðilega Sólrisuviku. Þinn formaður, Viktoría Rós Þórðardóttir