1 minute read

RITSTJÓRAPISTILL

Next Article
ÁVARP FORMANNS

ÁVARP FORMANNS

Kæru vinir

Halla María Ólafsdóttir heiti ég og er ritstjóri Nemendafélags

Advertisement

Menntaskólans á Ísafirði þetta skólaár. Elsku Sólrisan okkar er alveg að ganga í garð og þetta blað sem ég og ritnefndin mín erum búin að vinna við á fullu seinustu mánuði er loksins komið út. Sólrisa er mikilvægur partur í lífi menntskælinga. Félagslífið er á fullu og allir skemmta sér voða vel. Sólrisunefndin okkar hefur verið að vinna hörðum höndum við að skipuleggja dagskrárgerð fyrir sólrisuvikuna, sem er alls ekki af verri endanum í ár.

Það var algjör skyndiákvörðun að bjóða mig fram í embætti ritara NMÍ. Ég vissi eiginlega ekkert hvað ég var að koma mér út í. Ég sé samt ekki eftir því að hafa boðið mig fram því þótt þetta hafi verið krefjandi skólaár þá er þetta búið að vera virkilega skemmtilegt með mörgum skemmtilegum viðburðum. Við héldum þrjú böll í vetur og nokkra minni viðburði eins og kaffihúsakvöld á Tjöruhúsinu og froðubolta. Ég vil þakka öllu fólkinu í kringum mig fyrir allan stuðninginn, aðstoðina og góðu ráðin. Ég veit að ég var pirrandi á tímabili með allar skrýtnu og óþolandi spurningarnar, fyrirgefið með það allir. Einnig vil ég þakka Grétari fyrir hönnunina á þessu æðislega blaði og Gústa fyrir að taka þessar mergjuðu myndir, þetta blað væri ekkert án þeirra.

Svo má til með að þakka auglýsendum og styrktaraðilum, sem gerðu okkur kleift að láta blaðaútgáfu drauminn rætast!

Að síðustu vil ég þakka krökkunum í ritnefndinni minni kærlega fyrir samstarfið og samverustundina í vetur. Alls 9 manneskjur komu að vinnu þessa blaðs sem þið eruð að lesa núna, SÓLRISUBLAÐIÐ 2023.

Kæru lesendur ég vona að þið njótið hverrar mínútu á meðan þið skoðið þetta ágæta blað.

Takk fyrir mig og gleðilega Sólrisu!

Halla María Ólafsdóttir - ritstjóri

Umbrot og hönnun: Grétar Örn Eiríksson Kratsch | Forsíðumynd og ljósmyndir af nefndum: Ágúst G. Atlason | Prentun: Prentun.is

BeReal er nýr samfélagsmiðill sem kom út á seinasta ári og hefur hlotið miklar vinsældir hjá fólki út um allan heim, og ekki síst hjá ungu fólki líkt og nemendum í MÍ. BeReal snýst um það að einu sinni á dag þegar það kemur tilkynning frá BeReal þá hefur maður tvær mínútur til að taka mynd af því sem maður er að gera. Hér eru BeReal frá nemendum skólans.

This article is from: