5 minute read

KENNARA HORNIÐ

2. Hvað værir þú að kenna ef þú værir ekki að kenna það?

3. Áttu þér uppáhalds sæti á kennarastofunni?

Advertisement

4. Hvaða nemanda myndir þú skora á í dance battle?

5. Hvaða ávöxtur ert þú í dag?

6. Hvaða nemanda myndir þú velja til að leika þig í heimildamynd um þig?

7. Hvernig myndir þú lýsa Mí í einni setningu?

Guðjón Torfi

1. Akkúrat núna, stærðfræði og tölvugreinar.

2. Ekki neitt.

3. Já. Þið fáið samt ekki að vita hvaða sæti, vil ekki að hinir kennararnir steli því frá mér.

4. Agnesi Þóru.

5. Ég er súkkulaðihúðuð rúsína, sætur en krumpaður.

6. Valdi, hann getur örugglega stúderað mig.

7. Stórkostlegur vinnustaður og skóli.

Alexíus

1. Ég kenni stálsmíði og áfanga því tengdu, líka grunnnám vélstjórn.

2. Ég er ekki viss um hvort ég væri að kenna nokkuð.

3. Við endann.

4. Einhvern sem er verri að dansa en ég.

5. Appelsína.

6. Arnór.

7. Frábær.

Ragnheiður Fossdal

1. Ég er að kenna raungreinar.

2. Bara lífið, ég væri að kenna öllum í kringum mig um það sem er gott í lífinu.

3. Nei ég á ekki uppáhalds sæti þar.

4. Úlfar.

5. Epli.

6. Höllu, ég held hún geti það.

7. Skemmtilegur og skapandi hópur nemenda.

Orri

1. Íslensku.

2. Hérna ég væri sennilega guide eða fótboltaþjálfari ef ég væri ekki að kenna það.

3. Uuuuu já við strákarnir sitjum yfirleitt nálægt hver öðrum, við enda borðsins.

4. Heyrðu ég er svo nýbyrjaður að kenna, er enn að læra nöfnin. Ég er að kenna þremur hressum stelpum í Íslensku sem annað tungumál, þeim Oliwiu ,Lauru og Noynu. Ég myndi skora á þær í dance battle.

5. Ég ætla að segja ég sé klementína, sæt en ekki of sæt.

6. Ja hérna, það er nú það, ég segi bara Marcel eða Damian, þeir eru hressir.

7. Gott andrúmsloft.

1. Ég kenni íslensku (og gettu betur á haustönn).

2. Þýsku, sennilega.

3. Nei, á frekar uppáhalds svæði, sit alltaf nálægt öðrum endanum á borðinu.

4. Nonna.

5. Ég er jarðarber.

6. Ég myndi velja Höllu Maríu, hún er svo góð eftirherma, ég hef séð hana leika pabba sinn.

7. MÍ er fjölbreytt og gott samfélag nemenda og starfsmanna.

Kolbrún

1. Lýðheilsu tengdar greinar, en fyrir þá sem skilja ekki hvað ég meina þá eru það heilsutengdar greinar.

2. Þá væri ég ekkert að kenna.

3. Já, þar sem skemmtilega fólkið er (semsagt ekkert sérstakt af því við erum öll skemmtileg, er að sleikja upp samstarfsfélaga).

4. Einhvern sem er verri en ég að dansa svo ég myndi vinna.

5. Dragonfruit.

6. Hahahah omg erfið spurning. Sudario (af því hann er svona massaður eins og ég).

7. Allskonar. Þetta er mín “setning” sem lýsir MÍ.

1. Ég er að kenna listir og nýsköpun.

2. Útivist.

3. Já, allur sófinn.

4. Ég vel Wero.

5. Ég er alltaf epli.

Sólrún Ólöf Svavar

6. Sko hérna ég er svo léleg með nöfn ummmmm ég myndi velja Höllu, hún er dökkhærð eins og ég og svipuð á hæð og ég, held hún myndi púlla hlutverkið vel. Og kannski líka Viktoríu Rós, já ef Halla er veik þá tekur Viktoría við.

7. Skemmtilegur skóli og góður matur.

1. Sögu, listir og menningu, upplýsingatækni og umferðarfræðslu á starfsbraut.

2. Tungumál, frönsku.

3. JÁ!( það er classified information).

4. Ég myndi örugglega skora á Gaut eða Lilju Borg.

5. Ég er epli.

6. Váááá þetta er mjög erfitt, uuuu Hálfdán Artur, hann kann að synda.

7. MÍ er skemmtilegur, líflegur, opinn og uppörvandi.

Steingeit

(22. desember – 19. janúar)

Steingeit þú heldur að þú sért betri en allir hinir í kringum þig en sannleikurinn er sá að þú ert bara ekkert sérstök. Þú heldur að þú hafir alltaf rétt fyrir þér og ert svo mikið betri en allir aðrir, en ef ég á að segja satt er vatnsberi jafnvel er enn betri en þú…(og þeir eru ekki einu sinni til).

Vatnsberi

(20. janúar – 18. febrúar)

Vatnsberi……eruð þið meira að segja til ?

Fiskar

(19. febrúar – 20. mars)

Elsku besti fiskur þetta er þitt ár. Það á allt eftir að ganga upp hjá þér. Allar þínar óskir eiga eftir að rætast og það mun ekkert slæmt gerast hjá þér. JUST KIDDING ! Þetta ár á eftir að enda ykkur. Punktur og pasta.

Hrútur

(21. mars – 19. apríl)

Þið þekkið hann, þið elskið hann já þú giskaðir rétt þetta er fyrir alla hrútana þarna úti. Hrútar geta annað hvort verið rosalega chill eða bara crazy (af)… það er ekkert á milli. En þar sem að þú ert fyrsta stjörnumerkið í stjörnufræðinni gerir það að verkum að þú veist hvað þú vilt og þú veist nákvæmlega hvernig þú átt að fá það.

Naut

(20. apríl – 20. maí)

Kæra naut, við vitum öll að lífið er búið að vera smá erfitt við þig, en það þýðir ekki að þú ættir að vera pain in the ass fyrir alla hina í kringum þig. Fyrstu mánuðirnir af 2023 gætu kannski orðið smá erfiðir en þú kemst alltaf í gegnum allt sem lífið kastar í þig…vonandi.

Tvíburar

(21. maí – 20. júní)

Elsku tvíburi. Þú ert alltaf með svo mikið að gera og þú hefur aldrei tíma fyrir sjálfan þig, svo ég er ánægð að segja þér að 2023 verður ekkert öðruvísi… Nei djók. Þú átt skilið að fá smá pásu frá öllu. Þú ert búin að vera svo duglegur að þú ættir að taka þér smá frí, til dæmis, þú gætir farið langt í burtu á litla eyju þar sem að enginn myndi finna þig… og kannski ættirðu bara að flytja þangað.

Krabbi

(21. júní – 22. júlí)

Krabbi, krabbi, krabbi, það eru aðeins til tvær týpur af ykkur. Annað hvort eruð þið grenjuskjóður eða þið leyfið engum að vaða yfir ykkur og þið haldið að þið séuð the main character. En það skiptir ekki máli hvernig þú ert það er alltaf svo mikið bras á ykkur. Og ef þú heldur að þetta passi ekki við þig ertu að ljúga að sjálfum þér.

Ljón

(23. júlí – 22. ágúst)

Rúllið út rauða dreglinum því ljónið er mætt. Þú elskar athyglina og allir vita það en stundum þarf fólk bara virkilega frí frá þér og öllum þínum vandamálum. En veistu hvern vantar ekki frí frá þér, SÁLFRÆÐINGNUM ÞÍNUM. Hann mun hlusta á þig eins mikið og þú villt. Ég meina svo lengi sem þú borgar honum.

Meyja

(23. ágúst – 22. september)

Það er aðeins eitt stjörnumerki sem getur skipulagt allt í lífinu sínu það vel að maður tekur ekki einu sinni eftir því að lífið þeirra er að hrynja í sundur, hver annar gæti það verið en gamla góða meyjan. Þið öll sem eigið meyju sem vin ættuð að kíkja á þau og sjá hvernig þeim líður.

Vog

(23. speptember – 22. október)

Elsku vog, ég hef slæmar fréttir fyrir þig, 2023 verður bara því miður ekki gott ár fyrir þig. Afhverju ? vegna þess að ég segi það. Sorry not sorry.

Sporðdreki

(23. október – 21 nóvember)

Kæri sporðdreki þú ert alltaf til staðar fyrir alla en eru einhverjir til staðar fyrir þig ? NEI, vegna þess að það eru allir búnir að gleyma þér. Ég skal gefa þér nokkur ráð til þess að fólk taki eftir þér.

Númer 1, ef þú ert ennþá að lesa þetta þá veistu sjálfur að allir eru búnir að gleyma þér. Númer 2, hættu að lesa þetta og fáðu þér líf.

Bogamaður

(22. nóvember – 21. desember)

Hvar á ég einu sinni að byrja á þér bogamaður, þú heldur að þú eigir þennan heim, but I hate to break it to you, þú átt bara ekkert í honum. Þú hefur haft það of gott of lengi, þannig að það er kominn tími á að foreldrar þínir kasti þér út og þú lærir á heiminn.

Koma með nesti í skólann

New balance

Fara í sund

Svavar

Nocco

Flokka

Taka þátt í leikritinu

Hopp hjól

AirPods max

Munnharpa

Prime Skák

Að mæta ekki á skólaviðburði

This article is from: