1 minute read

HEMMI HÚSVÖRÐUR

Við komumst að því að Hemma finnst fátt leiðinlegt við starfið sitt en það leiðinlegasta væri þegar frárennslislögn frá klósettum stíflast og flæðir upp úr niðurföllum, en svo óheppilega vildi til að það gerðist akkúrat síðastliðið haust hér í MÍ.

Advertisement

Hemmi horfir aðallega á heimildaþætti eða góðar spennumyndir ef hann horfir á sjónvarpið og hann segist vera alæta á tónlist, hlusti ekki á neinn sérstakan listamann umfram annan, en hann hlusti síst á óperur. Hér í skólanum eru flokkunartunnur út um allt þar sem nemendur og starfsfólk eru hvött til að flokka ruslið eftir sig. Við spurðum Hemma hvort nemendur MÍ væru almennt duglegir að flokka ruslið eftir sig og hann sagði að sumir væru duglegir, en nemendur mættu bæta sig t.d. í að henda rusli eftir sig í stað þess að skilja það eftir á borðunum. Auk þess spurðum við hvaða borð í gryfjunni væri óhreinast að hans mati og hann svaraði að það væru tvö borð sem skæru sig úr, borðið við stofu 15 og borðið í píanóbilinu, þau borð mættu alveg taka sig vel á að ganga betur um.

Ef Hemmi þyrfti að lýsa skólaandanum í einu orði þá yrði það glæsilegur, sem er alveg rétt hjá honum. Skólaandinn í MÍ er

This article is from: