1 minute read

MÁLFINNUR

Heil og sæl Jón Karl heiti ég og gegni embætti Málfinns í nemendafélagi Menntaskólans á Ísafirði. Eins og margir lesendur hafa tekið eftir þá er þetta annað árið í röð sem að ég gegni embætti Málfinns og það er einungis vegna þess að það að vera í nemendaráði er bæði krefjandi og skemmtilegt og hafa skemmtilegustu minningar mínar verið í nemendaráði og hvet ég alla til þess að prófa slíkt starf!

Keppnishaldið í ár hefur verið í svipuðu stuði og á síðustu árum Morfís (Mælskuog Rökræðukeppni Framhaldsskóla Íslands) en keppnin var ekki haldin í ár vegna áhugaleysis nemenda. En

Advertisement

Gettu betur fór heldur betur vel af stað. Þjálfarinn okkar Einar Geir (sonur Sólrúnar Geirs) þjálfaði liðið af fullum krafti þó að hann væri ekki á staðnum þar sem hann er í háskólanámi í Reykjavík.

Liðið samstóð af mér, Sigurvalda Kára Björnssyni og Sögu Líf Ágústsdóttur.

Við höfðum góðar æfingakeppnir fyrst á móti Tækniskólanum og síðan á móti starfsfólki skólans. Við kepptum síðan í útvarpskeppni á móti Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem að þrátt fyrir erfiða keppni sigruðu MH-ingar okkur með einungis fimm stiga mun. 20-15.

En það að vera Málfinnur er ekki bara umsjón og skipulag á Gettu betur og Morfís. Það er líka að taka virkan þátt í félagslífinu og styrkja það ríka samfélag sem er hérna í skólanum og er það mikill heiður fyrir mig að fá að taka þátt í að byggja og styrkja skólasamfélagið. Í lokin langar mig að þakka öllum sem hafa verið með mér í Nemendaráðs störfum síðastliðin tvö ár. Þið hafið gefið mér endalausa gleði yfir mína skólagöngu og hefur þessi vinátta verið mér dýrmæt! Ég vil óska öllum nemendum, starfsfólki og bæjarbúum gleðilegrar Sólrisu og eins og var sagt fyrir nokkrum árum Lifi ljósið og mig vantar knús!

Jón Karl Ngosanthiah Karlsson.

This article is from: