1 minute read
FULLVELDISFÖGNUÐUR
from EMMÍ OKKAR 2023
Ár hvert fagnar Menntaskólinn á Ísafirði fullveldisdegi Íslands, þann 1. des. Venjan er að halda hátíðarkvöldverð fyrir nemendur sem og starfsfólk skólans og enda kvöldið á glæsilegu balli. Í ár héldu MÍ-ingar 1. des hátíðlegan í Edinborgarsal þann 25. nóvember.
Edinborg Bistro sá um kvöldverðinn þetta árið sem var glæsilegt hlaðborð. Veislustjóri kvöldsins var Rikki G sem sá um að skemmta fólki meðan á matnum stóð. Heiðrún skólameistari var tekin í yfirheyrslu hjá Rikka þar sem hún þurfti að svara allskonar spurningum. Eftir matinn fengu allir sér eftirrétt og áttu góðar stundir með vinum og samnemendum sínum. Kvöldverðurinn endaði síðan á því að horft var á 1. des myndband sem Vídeóráð skólans var búið að vinna hörðum höndum að um haustið.
Advertisement
Klukkutíma pása var á milli kvöldverðar og ballsins sem var nýtt í það að gera salinn tilbúinn fyrir ballið. Ingi Bauer, Húgó og Herra Hnetusmjör stigu síðan á svið og héldu uppi stemmningunni meðan nemendur dönsuðu og skemmtu sér þar til kvöldinu lauk.