![](https://assets.isu.pub/document-structure/230228123756-0a129984b16afe0c1d911808b5b35f74/v1/52eb9f31303359d87102fe693b011d5d.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
1 minute read
FULLVELDISFÖGNUÐUR
from EMMÍ OKKAR 2023
Ár hvert fagnar Menntaskólinn á Ísafirði fullveldisdegi Íslands, þann 1. des. Venjan er að halda hátíðarkvöldverð fyrir nemendur sem og starfsfólk skólans og enda kvöldið á glæsilegu balli. Í ár héldu MÍ-ingar 1. des hátíðlegan í Edinborgarsal þann 25. nóvember.
Edinborg Bistro sá um kvöldverðinn þetta árið sem var glæsilegt hlaðborð. Veislustjóri kvöldsins var Rikki G sem sá um að skemmta fólki meðan á matnum stóð. Heiðrún skólameistari var tekin í yfirheyrslu hjá Rikka þar sem hún þurfti að svara allskonar spurningum. Eftir matinn fengu allir sér eftirrétt og áttu góðar stundir með vinum og samnemendum sínum. Kvöldverðurinn endaði síðan á því að horft var á 1. des myndband sem Vídeóráð skólans var búið að vinna hörðum höndum að um haustið.
Advertisement
Klukkutíma pása var á milli kvöldverðar og ballsins sem var nýtt í það að gera salinn tilbúinn fyrir ballið. Ingi Bauer, Húgó og Herra Hnetusmjör stigu síðan á svið og héldu uppi stemmningunni meðan nemendur dönsuðu og skemmtu sér þar til kvöldinu lauk.
![](https://assets.isu.pub/document-structure/230228123756-0a129984b16afe0c1d911808b5b35f74/v1/cb30cbc1b337ac435e9986917a859644.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/230228123756-0a129984b16afe0c1d911808b5b35f74/v1/32a3335af5cb9804b1c70b4cf0b43882.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/230228123756-0a129984b16afe0c1d911808b5b35f74/v1/706f67d0799ec3d4299992967fefff48.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/230228123756-0a129984b16afe0c1d911808b5b35f74/v1/640b4a303302777944585c747c895ae7.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/230228123756-0a129984b16afe0c1d911808b5b35f74/v1/214a8e7c481946d0cef7c7c625649a95.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/230228123756-0a129984b16afe0c1d911808b5b35f74/v1/7660e067a2a0545ef7e1c4e56396856f.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/230228123756-0a129984b16afe0c1d911808b5b35f74/v1/bb110ce84214ad50103c589989b685ca.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/230228123756-0a129984b16afe0c1d911808b5b35f74/v1/1ddcc68de3e06377aafbb689a5b70746.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/230228123756-0a129984b16afe0c1d911808b5b35f74/v1/55d24d6536d370d2413232075d0a91ee.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/230228123756-0a129984b16afe0c1d911808b5b35f74/v1/34d2f22ca68a17ec48807fc025099205.jpeg?width=720&quality=85%2C50)
![](https://assets.isu.pub/document-structure/230228123756-0a129984b16afe0c1d911808b5b35f74/v1/74d1f4fb1dafab67d2e16768c0f52f46.jpeg?width=720&quality=85%2C50)