SÚGANDI 43. ÁRG. 1. TBL. 2022
SÚGANDI
PISTILL FORMANNS Kæru Súgfirðingar, Hið íslenska sumar er komið með birtu og hlýju og léttir lundina hjá okkur. Allt verður aðeins auðveldara og bjartsýnin tekur völdin. Ekkert er betra en fallegt og bjart sumarkvöld á Íslandi. Fréttir segja okkur að tímarnir séu bjartari en þeir hafa verið undanfarin tvö ár þó eitthvað sé aðeins verið að hrista upp í þeim fréttum annað slagið. En við höldum ótrauð áfram og í félaginu ætlum við að sjá hvort okkur takist ekki að halda upp á afmæli félagsins í október eða nóvember. Við fylgjumst vel með stöðu mála og munum auglýsa verið dugleg að setja inn fréttir frá Suðureyri. Það er alltaf gaman að lesa um framkvæmdir í firðinum fagnaðinn á fréttaveitunni þegar nær dregur. fagra. Ólöf Birna stendur sig vel sem ritstjóri og við Mynda- og minningakvöld eru komin aftur á þökkum henni fyrir góð störf. dagskrá og eru tvö kvöld áætluð í haust, annars vegar í september og hins vegar í nóvember. Við minnum á að hægt er að bóka gistingu í SúgVerða þau haldin í Gerðubergi eins og fyrir firðingasetrinu á heimasíðu okkar www.sugandi.is heimsfaraldurinn þegar við máttum hittast og eiga og sjá þar einnig hvaða vikur eru lausar. Þeir sem saman góðar stundir. Mynda- og minningakvöldin hafa áhuga á að bóka gistingu að sumri er ráðlagt hafa alltaf verið einstaklega fróðleg og skemmtileg að bóka tímanlega þar sem sumrin eru vanalega og góð mæting. Við hvetjum því öll til að mæta og fullbókuð snemma. En gott er að gista í íbúðinni okkar og hvetjum við öll til að nýta sér aðstöðuna. hitta góða félaga. Við þökkum auglýsendum og styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn við útgáfu blaðsins. Án ykkar værum við ekki með þessar frábæru og ómetanlegu minningar á prenti.
Súgfirðingaskálin hefur verið í fullum gangi í vetur og ljóst að slagurinn um bikarinn er alltaf harður en skemmtilegur. Áfram verða spilakvöld í haust undir umsjón Diddu og má finna dagsetningarnar í dagskránni hér í blaðinu.
Gleðilegt sumar!
Súgfirðingablaðið kemur alltaf út tvisvar á ári óháð því hvaða viðburðir hafa verið haldnir en alltaf er hægt að finna efni því ýmislegt er í fréttum af Súgfirðingum og félögum. Hefur Ólöf Birna ritstjóri
Elsa Eðvarðsdóttir, formaður Súgfirðingafélagsins Reykjavík
2
SUMARBLAÐ 2022
Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Elsa Eðvarðsdóttir Ljósmynd á forsíðu: Ingrid Kuhlman Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman
Efnisyfirlit Bls. 4
Kappróður Stefnis á Sjómannadaginn
Bls. 6
Víkingaskáladagar í Súgandafirði
Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa:
Bls. 8
Viðlagasjóður
Bls. 9
Roy Rogers sumardrykkurinn
Bls. 10 Katla Vigdís Bls.14
Dagskráin fram undan
Bls.16
Súgfirðingaskálin
Formaður: Elsa Eðvarðsdóttir GSM: 868 1379 elsaedv@gmail.com Gjaldkeri: Pálína Björg Snorradóttir GSM: 840 1774 palinab@gmail.com
Bls. 18 Actalone 2022 Bls. 20 Súgfirðingur í útlöndum Guðmundur Júlíus Gissurarson
Bls. 22 Menningarlegt stórslys í uppsiglingu á Kálfeyri
Ritari: Adda Bjarnadóttir GSM: 690 7673 addabjarna@gmail.com Ritstjóri: Ólöf Birna Jensen GSM: 661 7380 oboj@simnet.is
Bls. 24 Steina- og fuglasafn grunnskólans Bls. 26 Nýtt reykhús Fisherman
Meðstjórnendur:
Bls. 28 Hjónabandssæla
Guðrún M Karlsdóttir GSM: 869 3010 gmkarld@ gmail.com
Bls. 30 Vestfirski fornminjadagurinn
Neníta Margrét Aguilar GSM: 663 3585
Bls. 33 Hortensíur Bls. 34 Hamingjuhornið
Erna Guðmundsdóttir GSM: 770 0248 ernag0206@gmail.com Umbrot: Grétar Örn Eiríksson gresko81@gmail.com Prentun: Prentmiðlun ehf 3
SÚGANDI
Kappróður Stefnis á Sjómannadaginn
Róðrarfélagið Stefnir (fyrrum Stefnir United) keppti í kappróðrinum í Hafnarfirði líkt og undanfarin ár en að þessu sinni voru tvö karlalið og tvö kvennalið sem tóku þátt. Æfingatímabilið var vel nýtt og róið nokkrum sinnum í viku í tæpan mánuð. Karlalið og kvennalið Stefnis unnu bæði en eins og í öllum góðum keppnum þá er aðalatriði að hafa gaman af og njóta félagsskaparins. Það er fátt betra en að láta öskra á sig, róa í takti, finna kraftinn og hraðann og skammast í stýrimanninum. Á meðfylgjandi myndum sem Ingrid Kuhlman tók má sjá stemmninguna sem fylgir skemmtilegum kappróðri.
4
SUMARBLAÐ 2022
5
SÚGANDI
Víkingaskáladagar í Súgandafirði Í sumar líkt og síðustu þrjú sumur stendur Fornminjafélag Súgandafjarðar fyrir Víkingaskáladögum fyrir áhugasama sem vilja læra að byggja skála sem er byggður á fornleifauppgreftri í Arnarfirði frá landnámsöld. Í sumar verður farið í að klára að smíða grindina sem heldur uppi torfþakinu og stefnt verður að því að loka þakinu. Einnig verður byrjað á steinhleðslu sem verður í kringum skálann. Valdimar Elíasson smiður frá Dýrafirði leiðir smíðavinnuna en hann hefur mikla reynslu og smíðaði m.a. víkingaskipið Véstein. Fyrir utan að læra af fagfólkinu snýst verkefnið um að vera með og taka þátt, hvort sem um ræðir að sækja grjót, hlaða grjóti, höggva grjót eða stinga og hlaða klömbrutorfi. Sækja þökur og drumba, kljúfa drumba, njóta sólar og hitans og ræða um flóttamennina sem komu frá Noregi á landnámsöldinni, mataræði þeirra, loftræstinguna og hitastigið í skálunum, langeldinn, skartið, verkfærin og fatnaðinn. Námskeiðið hentar öllum áhugasömum, bæði konum og körlum, ungum og gömlum. 6
SUMARBLAÐ 2022
Fyrra námskeiðið var haldið frá 16. - 19. júní sl. og næsta námskeiðið verður dagana 2.-5. ágúst eða strax eftir verslunarmannhelgina. Verkefnið er fjármagnað með þátttökugjöldum. Gjaldið fyrir að vera með á námskeiðinu í ágúst er kr. 25.000. Ekki er innifalinn matur eða hugsanleg gisting. Áhugasöm hafi samband við Eyþór Eðvarðsson í eythor@thekkingarmidlun.is eða í síma 892 1987. Öll velkomin en fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
7
SÚGANDI
VIÐLAGASJÓÐUR Eins og áður hefur komið fram hefur hlutverk Viðlagasjóðs breyst og er í dag hægt að sækja um styrk úr sjóðnum. Hér með er óskað eftir að áhugasamir skili inn umsókn fyrir 1. september næstkomandi. Reglur sjóðsins er varða umsóknir og úthlutun úr sjóðnum: 1. 1 Allir geta sótt um styrk en verkefnið þarf að snúa að því að bæta eða efla menningu, listir og álíka og tengjast beint Súgandafirði. 2 Umsóknir þurfa að berast á netfangið elsaedv@gmail.com fyrir 1. september 2. á ári hverju. 3 3. Í umsókn þurfa að koma fram eftirfarandi atriði: a. Hver er umsækjandi styrksins? b. Hvert er verkefnið og tengsl þess við Súgandafjörð? c. Hvert er markmið verkefnisins? d. Í hvað skal nota styrkinn? e. Upphæð sem sótt er um 4 4. Úthlutun úr sjóðnum fer fram í síðasta lagi 15. september á ári hverju. 5 Árleg hámarksfjárhæð úthlutunar er kr. 150.000. 5. 6 Hægt er að úthluta til fleiri verkefna en eins á hverju ári. 6. 7 Stjórn Súgfirðingafélagsins áskilur sér rétt til að óska eftir frekari upplýsing7. um ef þess er talið þörf. 8 Upplýsingar um styrkveitingu og verkefnið verða birtar í blaði Súgfirðin8. gafélagsins og sagt frá því í Súgfirðingakaffinu og á fréttaveitunni. 9 9. Öllum umsóknum verður svarað.
8
SUMARBLAÐ 2022
Roy Rogers n n i r u k k y r d r a Sum • • • •
30 ml grenadín 280 ml Coca-Cola Klaki Kokteil kirsuber
Veljið ykkur hátt glas. Fyllið það tæplega hálfa leið með ís. Hellið síðan fyrst grenadíninu og síðan kókinu í glasið áður en hrært er vel saman. Toppið með kokteil kirsuberi og berið strax fram. Þeir sem vilja hafa drykkinn áfengan geta blandað 45 ml af vodka saman við strax á eftir grenadíninu.
9
Katla Vigdís Segðu aðeins frá sjálfri þér. Ég heiti Katla Vigdís Vernharðsdóttir, dóttir Svövu Ránar og Venna Stuð. Ég á tvo eldri bræður, þá Valgeir Skorra og Hrafnkel Huga, og einn yngri bróður, Jósef Ægi. Amma mín og afi í móðurætt eru Þóra Þórðardóttir frá Stað og Valgeir Hallbjörnsson. Amma mín og afi í föðurætt eru Hrafnhildur Samúelsdóttir og Jósef Vernharðsson. Ég stunda nám við Listaháskóla Íslands á tónsmíðabraut. Með skólanum leysi ég af á leikskóla fyrir sunnan og tek að mér ýmis verkefni. Segðu okkur aðeins frá tónlistinni og tónlistarferlinum hingað til. Ég byrjaði í tónlistarnámi strax í 1. bekk. Ég hafði spilað smá á píanó að gamni mínu sumarið fyrir 1. bekk þannig það varð fyrir valinu. Nóturnar voru aldrei mín sterka hlið og ég fylgdist bara
með kennaranum og hlustaði á lagið og spilaði svo eftir minni. Það gerði það þó að verkum að ég var svona 13 ára með 7 ára börnum í tónfræðitímum seinna meir. Svolítið fyndið. Ég byrjaði fljótlega eftir fermingu að koma fram með eigið efni. Ég man sérstaklega eftir því að hafa spilað í Einarshúsi í Bolungarvík. Eftir að ég var búin að spila var húsband sem tók nokkra þekkta slagara og ég var beðin um að spila með. Ég kunni auðvitað ekkert af þessum lögum á píanó og náði ekkert að fylgja þeim eftir. Þá voru góð ráð dýr en ég endaði á því að lækka bara alveg í hljómborðinu þannig að það heyrðist ekkert í mér. Þá leið mér sko miklu betur og ég gat „spilað“ eins og ég þekkti ekkert betur. Árið 2017 keppti ég síðan í Músíktilraunum með góð10
vinkonu minni Ásrós Helgu Guðmundsdóttur frá Núpi í Dýrafirði. Bræður mínir höfðu unnið keppnina tveimur árum áður og mig langaði að prófa að taka þátt. Ég ákvað að spyrja hana hvort hún væri ekki til í að keppa með mér og í kjölfarið stofnuðum við hljómsveitina Between Mountains. Það kom okkur algjörlega í opna skjöldu þegar við lentum í fyrsta sæti og sigruðum keppnina. Í kjölfarið tók við svakalega skemmtilegur tími þar sem við vorum að spila á fullu svona næstum úti um allt land. Við gáfum út lög og gerðum myndband við eitt þeirra, allt saman mögnuð reynsla og svaka fjör. Það kom þó að því að leiðir okkar Ásrósar skildu og ég hélt áfram með hljómsveitina. Ég gat út fyrstu plötuna mína í nóvember 2019, rétt áður en Covid skall á. Það var svoldið leiðinlegt að ná ekki góðu sumri af spileríi eftir plötuútgáfu en í Covid byrjaði líka ákveðinn nýr kafli hjá mér í tónlistinni þegar ég og eldri bræður mínir stofnuðum hljómsveitina Celebs og byrjðuðum að gefa út tónlist saman. Við systkinin gerum töluvert öðruvísi tónlist saman en þá sem ég sem fyrir Between Mountains. Tilgangur Celebs var svolítið bara að halda partí, það átti að spila þessa tónlist á tónleikum og fólkið átti að dansa með. Það var svoldið erfið fæðing fyrir danshljómsveit sem var stofnuð árið 2020 en við erum núna komin á fullt í spilamennskunni. Samhliða öllu þessu hef ég hægt og rólega verið að vinna að næstu plötu Between Mountains. Einu sinni sagði ég að hún ætti að koma út vorið 2021, síðan haustið 2021, næst var það vorið 2022, en hún er ekki ennþá tilbúin. Ég þori því ekki að lofa neinum tímasetningum fyrir þessa blessuðu plötu. Ég er farin
Myndir: Sigga Ella
SÚGANDI
SUMARBLAÐ 2022
að hallast að því að hún verði bara þannig í dag. Ég held að bara tilbúin þegar hún vill vera við amma séum svolítið líkar tilbúin. stundum, við erum a.m.k. báðar miklar vormanneskjur þannig ég Á sumardaginn fyrsta gafst tengdi strax við innihald textans þú út lag sem hefur sérstaka og gat sungið hann beint frá merkingu fyrir þig, segðu hjartanu. Þegar lagið var nánast okkur frá því. tilbúið til útgáfu datt mér allt í Ég gaf út lag sem heitir „Það einu í hug að fá einhvern til að er á vorin“ en textinn er eftir syngja það með mér. Jónas Sig ömmu mína hana Þóru. Hún er kom strax upp í hugann, ég er svo alltaf að yrkja alls konar vísur, mikill aðdáandi hans þannig að mest megnis tækifærisvísur um afmæli í fjölskyldunni eða ég ætlaði varla að þora að senda eldriborgaraferðir til Flateyjar, en honum skilaboð. Ég er samt fegin ég fann þessa fallegu vorvísu eftir að ég kýldi á það því hann var hana sem ég varð að fá að semja bara ótrúlega spenntur að fá að lag við. Lagið kom eiginlega bara vera með! Ég er alveg í skýjunum strax, ég þurfti lítið að hugsa með þetta samstarf okkar. Jónas eða velta hlutunum fyrir mér, er auðvitað bara snillingur og allt ég spilaði það eiginlega bara í sem hann kemur nálægt verður fyrsta sinn og laglínan er nánast bara æðislegt! 11
Hvernig er það fyrir unga stúlku frá Suðureyri að koma fram á sviði með þjóðþekktum einstaklingum? Ég byrjaði frekar ung að koma fram á alls konar hátíðum og tónleikum þannig að mér leið stundum eins og ég væri smá svona súkkulaði. Núna myndi ég nú ekki kalla mig unga stúlku í því samhengi, það eru næstum því 6 ár síðan ég byrjaði að spila og ég er alveg búin að komast að því að þessir þjóðþekktu einstaklingar eru alveg jafn merkilegir og aðrir! Ég finn það samt núna að ég er mun rólegri þegar kemur að tónleikum og því að koma fram, ég varð nefnilega mjög stressuð svona fyrst. Auðvitað finnur maður alltaf smá fiðring rétt áður en maður byrjar en
SÚGANDI
eftir hverja tónleika er maður reynslunni ríkari. Ég held líka að röddin í hausnum sem segir mér að ég muni geta reddað mér ef eitthvað klikkar sé orðin örlítið hærri en efasemdarraddirnar. Síðan ég hætti að vera stressuð er líka bara miklu skemmtilegra að spila tónlistina. Hvað er á framtíðarplaninu hvað varðar tónlistina? Úff, er ekki bara best að sjá ekki neitt fyrir sér og leyfa hlutunum bara að gerast? Ég ætla alla vega að klára námið í LHÍ en síðan er allskonar nám sem ég gæti séð fyrir mér að stunda einhvern tímann seinna, hvort sem það er á sviði tónlistar eða ekki. Ég hugsa að einu plönin mín séu þau að halda alltaf áfram að gera tónlist á meðan mig langar ennþá til þess. Síðan veit maður ekkert hvert lífið leiðir mann. Hvernig er Suðureyri í þinni minningu? Suðureyri er náttúrulega besti staður í heimi. Mér finnst ég vera svo ótrúlega heppin að hafa fengið að alast upp hér. Við vorum lengst af bara 4 í bekk, síðan kom einn í viðbót og það var mjög spennandi þegar það gerðist. Þá vorum við bara orðin þokkalega stór bekkur. Fimm börn! Við vorum alltaf að bralla eitthvað, það er auðvitað mikil samkennsla á milli bekkja í skólanum þannig að maður átti vini á öllum aldri. Ég man eftir „skíðasvæðinu“ sem við útbjuggum í garði nágranna minna einn veturinn og þegar við gerðum stíflu í tjörninni þar sem heita vatnið lekur í hana og skelltum okkur í „pottinn“. Það að vera barn á svona litlum og fallegum stað er held ég svo hollt fyrir sálina. Aldrei nokkurn tímann hef ég hugsað með mér að ég vildi að ég hefði verið í 600 manna skóla á
höfuðborgarsvæðinu. Sennilega hefðu krakkarnir fyrir sunnan ekki fundist tilhugsunin um 5 manna bekk eitthvað spennandi. En hér var bara allt sem maður þurfti. Smábátahöfnin fyrir krabbaveiðar (ég átti einu sinni krabba sem gæludýr í nokkra daga), útileikir á kvöldin með öllum krakkaskaranum. Höfnin var góður leikvöllur fyrir litla slöngubátinn sem afi átti með utanborðsmótornum svo ég tala nú ekki um allar Norðureyrarferðirnar. Við vorum oft að sniglast eitthvað um á eyrinni að stelast inn í gömul hús, kofa og báta uppi á landi. Mikill ævintýraheimur. Síðan þegar ég var orðinn unglingur og hætt að nenna að leika mér var ekkert hægt að hanga í einhverri sjoppu eða niðri á Hlemmi á kvöldin.Við krakkarnir fórum oft í svona göngutúra saman, löbbuðum bara um þorpið. Mjög lýðheilsusamlegt allt saman. En ég hugsa að uppáhaldsstaðurinn sé þó ekki beint á Suðureyri heldur úti í dal, eins og við tölum um. Að labba fyrir fjallið og kíkja á svæðið þar sem nýja verbúðin er risin er æðislegt og ég reyni að gera það eins oft 12
og ég get! Ég man sérstaklega eftir litlu tjörninni í Hólunum fyrir ofan Stað. Þar var lítill fleki á vatninu, ég man ekki hvort ég hafi verið eitthvað með í að smíða hann eða ekki, en það var æðislegur staður til að vera á og verja góðum sumardögum.
Það er á vorin Mér finnst oft það vera á vorin að verði ég eitthvað svo létt og ólm í að taka á sprett. Mér virðist sem fiðringur fari um fætur ofan í tær og unaður sá ætíð vari er áhyggjur færast mér nær Því það er á vorin sem veröldin er borin og vananna stjarna hlær. Látum nú til okkur taka og tryggjum öll réttlátan heim, og vinátta ríki um geim. Hristum burt drunga og doða til dáða við mark setjum hátt, lát kjarkinn æ kinn okkar roða Þá kvatt getum dag hvern í sátt. Því það er á vorin sem veröldin er borin og vonirnar rísa svo hátt
SUMARBLAÐ 2022
13
SÚGANDI
DAGSKRÁIN FRAM UNDAN ÁGÚST
4-6. ágúst Act Alone á Suðureyri 6. ágúst Vestfirski fornminjadagurinn á Suðureyri
SEPTEMBER
Mynda- og minningakvöld Gerðubergi - auglýst síðar á fréttaveitunni 25. september Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
OKTÓBER
31. október Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
NÓVEMBER
Mynda- og minningakvöld Gerðubergi - auglýst síðar á fréttaveitunni Súgfirðingakaffi – auglýst síðar á fréttaveitunni 28. nóvember Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
DESEMBER
Jólablað Súgfirðingafélagsins kemur út 12. desember Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Með fyrirvara um breytingar
14
Vinir við veginn
VIÐ FÆRUM ÞÉR ORKUNA
SUMARBLAÐ 2022
Þjóðarrétturinn
Þjóðardrykkurinn
ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 400 Ísafirði
450 3211 456 3204
orkubu@ov.is www.ov.is
Velkomin í Húsasmiðjuna á Ísafirði Afgreiðslutími Mán-fös: 10 - 18 Lau: 10 - 14
15
SÚGANDI
Súgfirðingaskálin Nú, þegar 2021-2022 Súgfirðingabridsið er afstaðið, má segja að það hafi bara gengið vel þrátt fyrir Covid og allt. Nýir meistarar, bræðurnir Kristján og Ólafur Pálssynir, unnu og eru komnir með stóra bikarinn. Í fyrsta skipti voru fjögur pör sem fengu bikara þar sem þriðja og fjórða sætið voru hnífjöfn. Ég hlakka til að byrja aftur í haust en við höldum áfram að spila síðasta mánudaginn í hverjum mánuði, nema í desember en við spilum ávallt annan mánudaginn í desember út af jólum og nýári. Spiladagarnir eru auglýstir í dagskránni sem er að finna í blaðinu.
Texti og myndir: Marí Weinberg
Ég vona að allir mæti kátir og glaðir því hvað er betra en brids til að halda heilasellunum virkum?
16
SUMARBLAÐ 2022
17
SÚGANDI
4.-6. ÁGÚS
18
ST 2022
SUMARBLAÐ 2022
DAGSKRÁ
Ókeypis er á alla viðburði. Fimmtudaginn 4. ágúst Kl.18.01 TINNA, myndlistarsýning. Þurrkver. Opin alla Act dagana Kl.18.11 THEATRE IN A BOX, brúðuleikhús fyrir einn, við FSÚ Kl.18.31 FISKISMAKK OG UPPHAFSSTEF ACTSINS, við FSÚ Kl.19.01 BJÖRN THORODDSEN, tónleikar. FSÚ. 50 mín. Kl.20.16 PAULINA FRÁ KRÓATÍU, óperutónleikar. FSÚ 30 mín. Kl.21.21 LET IT BE ART, einleikur. FSÚ. 50 mín. Kl.22.46 ÁN DJÓKS, einleikur. FSÚ. 45 mín. Föstudagurinn 5.. ágúst Kl.13.01 Kl.16.31 Kl.19.01 Kl.20.21
BRÚÐUNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN. FSÚ MASTERCLASS MEÐ RONALD RAND. FSÚ ÞAÐ SEM ER, einleikur. FSÚ. 75 mín. OKKUR HEFUR LANGAÐ TIL AÐ BROTNA Í SUNDUR, dans, Þurrkver. 25 min. Kl.21.09 PINK HULK, einleikur, FSÚ. 70 mín. Kl.22.31 ÓMERKILEG SAGA, einleikur, Þurrkver, 40 mín. Kl.23.21 HERBERT GUÐMUNDSSON, tónleikar, FSÚ, 50 mín. Laugardagurinn 6. ágúst Kl.10.01 BRÚÐUNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN. FSÚ Kl.12.01 BRÚÐUSÝNING BARNANNA. FSÚ 29. mín Kl.12.31 ANDA GANGA. Lagt af stað frá FSÚ að fótboltavelli Kl.12.46 ENDURNAR OKKAR. Fótboltavöllur, 45 mín. Kl.13.41 EQUILIBRIUM TREMENS, TOBIA CIRCUS, Fótboltavöllur, 25. mín. Kl.14.31 DR. GUNNI, tónleikar. FSÚ, 40 mín. Kl.15.31 HRAFNHILDUR HAGALÍN, skáld. FSÚ, 40 mín. Kl.16.31 ARNAR JÓNSSON Á EINTALI. FSÚ, 40 mín. Kl.19.01 SÍLDARSTÚLKAN, einleikur. FSÚ, 55 mín. Kl.20.21 ORGINAL STRANGER, einleikur. Þurrkver, 40 mín. Kl.21.31 ELEMENTAL CONFUSION, einleikur. FSÚ, 30 mín. Kl.22.21 KELI - HRAFNKELL HUGI, tónleikar, FSÚ, 50 mín. Kl.23.30 STEFÁN INGVAR, uppistand, 50 mín. Hátíðarlok 19
SÚGANDI
Súgfirðingur í útlöndum Guðmundur Júlíus Gissurarson Ég heiti Guðmundur Júlíus Gissurarson, þriðji í röðinni af átta systkinum. Foreldrar okkar voru Gissur Guðmundsson húsameistari og Guðmunda Ingibjörg Friðbjörnsdóttir húsmóðir. Við bjuggum á Suðureyri fyrir innan kirkjuna. Næsta hús var Sandgerði en það var langt á milli. Þegar ég var um 13 ára fluttum við út á Suðureyrina í hús Páls Friðbertssonar, neðri hæðina, á meðan pabbi var að byggja Aragötu 9. Ég ólst upp á Suðureyri öll mín æskuár og var þar viðloðandi fram til 1974. Það var gott að alast upp á Suðureyrinni, það voru fjörugir krakkar og mikið um að vera og frjálsræði. Það voru innanmannapúkar og utanmannapúkar og ég held að Suðureyrin hafi komið ágætlega út eftir krakkana sem ólust þar upp.
ýmsum stöðum. Í kringum 1962 og 1963 var ég meðal annars að vinna hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, við uppbyggingu á félagsheimili Stangveiðifélagsins og veiðihússins við Elliðaárnar, við spennistöðvar í borginni, við byggingu hreinlætisaðstöðunnar austur á Þingvöllum og við endurreisn kirkjunnar á Úlfljótsvatni frá grunni.
að búa í Reykjavík og vorum þar í tæpt ár. Árið 1963 fluttum við til Suðureyrar og keyptum húsið fyrir ofan Aðalgötu 9, hjá pabba. Við byggðum svo eitt af fjórum raðhúsum í Sætúni og var ég mest við sjóinn til 1978 en þá fluttum við suður í Kópavog. Við leigðum þar í eitt ár og keyptum svo okkar fyrsta hús á Kársnesbraut 26. Þá vann ég hjá Byggingarfélagi Ármannsfells og Gluggasmiðju Á þeim árum kynntist ég Björns Ólafssonar. Ég fór svo í konunni minni Hildi S. Ottessen Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar frá Grímsnesi og byrjuðum við og vann þar stanslaust í 32 ár og
Uppvaxtarárin mín eftir ferminguna voru allskonar, bæði til sjós og lands, og var ég mikið í byggingarvinnu með föður mínum. Svo í fiskverkun Friðberts Guðmundssonar afa og á sjónum. Í kringum 1958 og 1959 fór ég annað slagið suður til Reykjavíkur til að vinna þar á 20
SUMARBLAÐ 2022
hætti þar 72 ára. Við áttum íbúð Friðberti og Elínu ömmu og ég í Blikahólum 4 og undir restina finn enn þessa lykt af eplunum, hún er alveg sérstök. En það eru vorum við komin í Seljahlíðina. um 10 ár síðan ég hef komið á Við eignuðumst tvo syni, Gissur Suðureyrina. En það er lítið meira matreiðslumeistara sem er að segja af mér, ég er enn hér í fæddur 1963 og Ólaf Eyjólf sem Frakklandi og líkar vel og líður var fæddur 1964 en dó 1984. vel og það er hugsað vel um mig. Hildur átti eina dóttur fyrir, Ásdísi Svo verður bara að sjá til hver Birnu. Við vorum í Seljahlíð þegar framvindan verður. leiðir okkar Hildar skildu og hún lést rétt fyrir jól 2018. Gissur og Ég bið kærlega að heilsa öllum eiginkona hans Catherine áttu Súgfirðingum og þakka fyrir mig. þá heima í Frakklandi og ég fór út með þeim eftir áramótin 2019 og er búinn að vera þar síðan eða í um þrjú og hálft ár. Það er fínt að vera hérna og það fer vel um mig. Aðalvandamálið er nú samt að kunna bara eitt tungumál en þetta blessast allt saman. En Suðureyri í minni minningu er ekkert nema gott og þar var svo gott að alast upp. Uppáhaldsstaðirnir voru bara Suðureyrin sjálf og svo bærinn og túnin fyrir innan kirkjuna þar sem ég ólst upp fram að 13 ára aldri. Uppnefnið á okkur bræðrunum var heimalingarnir á bænum. Mér þykir alltaf vænt um Súgandafjörðinn minn. En varðandi minningar um jólin þá er það sem er ríkast í manni lyktin af eplunum. Við fengum alltaf kassa af eplum frá
21
SÚGANDI
Menningarlegt stórslys í uppsiglingu á Kálfeyri Þegar kemur að útvegsminjum á Íslandi eru fáir ef nokkur minjastaður eins heillegur og verstöðin á Kálfeyri í Önundarfirði. Þaðan var róið um aldir og mest voru þar 19 bátar á vorvertíð og fjöldi vermanna um 100. Sjaldan voru vermenn færri en 50 allt fram undir aldamótin 1900. Fyrst er talað um verstöðina í máldaganum frá 1470 en Kjartan Ólafsson rithöfundur, sem mikið skrifaði um sögu þessa svæðis, telur líklegt að útræði hafi hafist þar mun fyrr. Algengt var að róa frá Kálfeyri á vorvertíð þ.e. frá sumarmálum til Þingmaríumessu, sem er upp úr 20. apríl til 2. júlí. Í dag má sjá rústir af a.m.k. 14 búðarrústum í þessari fornu verustöð. Nú er svo komið að þessi einstaki staður og minnisvarði um þann tíma í sögu þjóðarinnar sem menn fóru í verið er að hverfa í brimið. Á síðustu örfáu árum hafa orðið miklar skemmdir á nokkrum búðanna og fjaran er komin alveg að flestum mannvirkjunum. Á meðfylgjandi myndum, sem Eyþór Eðvarðsson tók, má sjá að tími aðgerða er að renna okkur úr greipum. 22
SUMARBLAÐ 2022
Hér er horft inn Önundarfjörðinn og verstöðin sést vel.
Framhlið þessara búða er farin og stutt í að restin skolist niður.
Sjá má að torfið sem þekur búðirnar er farið framan af þessari búð.
Fjaran er komin alveg upp að búðinni og undirstöðurnar farnar að gefa sig.
Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á því hvert þetta stefnir. Fjaran er komin alveg að búðunum.
Heillegri minjastað sem tengist útræði og sjósókn íslensku þjóðarinnar er ekki að finna. 23
SÚGANDI
Steina- og fuglasafn grunnskólans til sýnis Árið 2019 greindum við frá því að Þóra Þórðardóttir hefði gefið grunnskólanum á Suðureyri veglega gjöf sem var að kaupa skápa undir steinasafn sem skólinn fékk að gjöf frá Guðmundi Júlíusi Gissurarsyni. Erfitt reyndist að finna skápa sem hentuðu í hlutverkið en eftir mikla þrautseigju tveggja skólastjóra fundust loksins réttu skáparnir. Það er búið að koma þeim fyrir á gangi íþróttahússins þar sem ekki einungis skólabörnin geta notið þess að skoða safnið heldur einnig almenningur. Skólinn átti í fórum sér gamalt fuglasafn sem einnig fær að njóta sín í skápunum, öllum til mikillar gleði. Myndir: Eyþór Eðvarðsson og mynd af Þóru Þórðardóttur fengin af vef Grunnskólans á Suðureyri.
24
SUMARBLAÐ 2022
25
SÚGANDI
Nýtt reykhús Fisherman Við Skólagötu 8 á Suðureyri hefur nú risið nýtt reykhús Fisherman. Framkvæmdir hófust í júní 2021 og er húsið um 652m². Fisherman þekkja flestir Súgfirðingar en fyrirtækið hóf starfsemi vorið 2001 og hefur verið í stöðugum vexti síðan. Fyrstu fimm árin var rekið gistiheimili en síðan opnaði verslun og veitingasala sem var kærkomin viðbót við gistinguna. Einnig var boðið upp á veiðiferðir með sjómönnum í þorpinu sem þróaðist svo í sölu á veiðiferðum sem í dag er rekin af Iceland Pro fishing. Ferðaþjónusta í formi gistingar, veitingasölu og veiðiferða hafa verið kjarninn í starfsemi Fisherman frá upphafi en árið 2015 var gerð stefnubreyting í þá átt að fyrirtækið var ekki lengur skilgreint sem ferðaþjónustufyrirtæki. Þá hafði veitingasalan þróast yfir í sölu
á matvælum til verslana og fyrirtækja. Í dag starfar Fisherman sem matvælafyrirtæki sem tekur einnig á móti gestum í heimsókn. Starfsmenn Fisherman eru 50 talsins og starfar um helmingur þeirra við framleiðslu og helmingur í ferðaþjónustu, en hún er aðallega yfir sumartímann. Í janúar á þessu ári voru öll tæki 26
og tól flutt úr gamla reykhúsinu sem var staðsett í Hafnarfirði í nýja reykhúsið á Suðureyri. Síðan þá hefur staðið yfir vinna við að koma tækjum í fulla virkni ásamt því að þjálfa upp hóp af fólki sem tekst á við ný verkefni fyrir vestan. Starfsemin hefur verið takmörkuð undanfarna mánuði, á meðan verið er að stilla hana af
SUMARBLAÐ 2022
í nýju húsi og með nýju fólki, en gert er ráð fyrir að full starfsemi verði komin af stað í lok sumars. Elías Guðmundsson er framkvæmdastjóri Fisherman og vonast hann til að þessi viðbót við litla samfélagið fyrir vestan reynist kærkomin búbót til að styrkja það sem heild með fjölbreyttari atvinnumöguleikum og enn betra mannlífi í þorpinu. Gert er ráð fyrir að hægt verði að auka framleiðslu hjá Fisherman töluvert á næstu misserum en skortur á húsnæði fyrir starfsfólk hefur tafið þau áform. Framtíðin liggur í þeim mannauði sem fyrirtækið hefur yfir að ráða hverju sinni og verður líklega helsta áskorunin við að sækja fram. Elías segir engan skort vera á tækifærum og verkefnum á Vestfjörðum, þau hafi líklega aldrei verið meiri en núna. Það er aðeins spurning hvernig okkur Vestfirðingum tekst að vinna úr þeim.
Bjóðum ykkur velkomin í vestfirskt handverksbrugghús
Dokkan brugghús | Sindragata 14, Ísafirði dokkanbrugghus
dokkanbrugghus
www.dokkanbrugghus.is
27
SÚGANDI
Hjónabandssæla Á sumrin glíma margir garðeigendur við að nýta þær afurðir sem garðurinn gefur af sér. Ein af þeim afurðum er rabarbari og hér er uppskrift sem ég hef gert til að nýta hann. Fyrsta skrefið er að búa til rabarbarasultu og nota ég þetta hlutfall: 1 kg rabarbari skorinn í bitum, haus hreinsaður af en ekki hvíti hlutinn sem festist við rótina (þessi hluti gefur smá hlaup í sultuna og er því mjög mikilvægur) 1 kg sykur ½ dl vatn Allt sett í pott og suðan látin koma upp. Síðan er sultan látin krauma í lágmark 3-4 klukkutíma, lengur ef sultan er ekki orðin nógu dökk eða þykk. Það er mikilvægt að hræra reglulega í pottinum til að hún brenni ekki við. Þegar sultan er tilbúin er hægt að búa til hjónabandssælu. Það eru til margar uppskriftir og er þetta ein af mínum uppáhalds. 800 gr hveiti 800 gr haframjöl (gott að hafa bæði grófa og fína) 400 gr sykur 200 gr möndlur (flögur eða saxaðar) 450 gr brætt smjörlíki 2 tsk matarsódi 100 gr súkkulaði (bitar eða dropar) Öllu blandað vel saman. Meirihluti deigsins er síðan settur í ofnskúffu þar sem deiginu er þjappað vel í botninn og aðeins upp með brúnunum. Síðan er sultan sett á deigið. Passið að setja nóg af henni en á sama tíma má ekki vera of þykkt lag. Því næst er restin af deiginu stráð yfir sultuna. Bakað í 175°C heitum ofni í 30 mínútur eða þangað til kakan er orðin gullinbrún.
28
SUMARBLAÐ 2022
FRAMTÍÐIN ER
Í
OKKAR
HÖNDUM
PÖKKUNARLAUSNIR OG VIÐ
PAPPAUMBÚÐIR
FRAMLEIÐUM
ENDURNÝTANLEGA, OG
SJÁLFBÆRA,
ENDURVINNANLEGA
UMHVERFISGLAÐA
PAPPAKASSA
&
PAPPAUMBÚÐIR
29
Reykjavíkurvegur 70, 220 Hafnarfjörður Sími: 588 4440 www.umbudagerdin.is
SÚGANDI
Vestfirski fornminjadagurinn 6. ágúst kl. 9-12 í grunnskólanum á Suðureyri
Leiklist í skálum á landnámsöld
Elfar Logi Það var líklega svo að í hverjum skála á landnáms- og sögutímanum var einn sem þótti betri í því að skemmta og gamna fólki en vinna hefðbundin störf eins og flest hinna. Elfar Logi, sem að eigin sögn hefur aldrei unnið á ævinni, bara leikið sér, segir frá leikurum og leiklist við landnám með sérstaka áherslu á Gísla Súrsson, fyrsta leikara Dýrafjarðar.
Hvað segja fræðin um hið raunverulega landnám Íslands?
Orri Vésteinsson Voru fyrstu landnemar Íslands víkingar á flótta undan Haraldi hárfagra, voru þeir iðnjöfrar að framleiða járn, vermenn sem settust hér að, sjómenn sem villtust á leið til Færeyja, Keltar eða menn eins og Geirmundur heljarskinn í leit að rostungum? Rannsóknir í fornleifafræði, erfðafræði, sögu, þjóðfræði, aldursgreiningum, líffræði og fleiri fræðigreinum hafa varpað ljósi á ýmislegt varðandi hið raunverulega landnám. Við fáum til okkar Orra Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, til að fara yfir þessa stóru spurningu um landnámið. Orri, sem er hafsjór af fróðleik og þekkir málin vel, mun einnig horfa á landnámið á Vestfjörðum. 30
SUMARBLAÐ 2022
Mikilvægi örnefna og merking þeirra
Eyþór Eðvarðsson Örnefni eru mikilvægur hluti af þeirri sögu og menningu sem barst frá einni kynslóð til þeirrar næstu í hundruðir ára. Örnefnin segja merka sögu og því er gríðarlega mikilvægt að þau séu skráð og rétt staðsett. Stundum virðast víkingar og tröllskessur hafa verið tilefni nafngiftanna en vitað er að stærsti hluti örnefna er lýsing á náttúrufari. Þannig er Mýrafellið fellið við mýrarnar. Hólmavík er víkin með hólmann, Vaðlar eru vaðlar og eyrin í Skutulsfirðinum líkist skutli. Mörg örnefni vísa í dýr þ.e. Hestfjall, Göltur, Sauðanes og Kálfeyri. Sum eru torskildari eins og Öskubakur, Tóarfjall, Önundarfjörður, Veðrará og Alviðra.
andafjörður, fjöllin Öskubak og Spillir, Súðavík, Örlygshöfn, Hænuvík, Kollafjörður, Þorskafjörður, Tálknafjörður, Bolungavík, Seyðisfjörður, Núpur, Skeljavík, Krossavík, Haukadalur, SkipaEn hvað merkja örnefni eins og dalur, Auðkúla, Helgafell, Búrfell, Ingjaldssandur, Ósómi, Súg- Dvergasteinn og Trékyllisvík?
Hvað leiða fornleifarannsóknir í ljós um Vestfirði á miðöldum?
Margrét H. Hallmundsdóttir Í ellefu ár hefur verið í gangi stór fornleifarannsókn á Vestfjörðum sem heitir Arnarfjörður á miðöldum. Margrét H. Hallmundsdóttir fornleifafræðingur er umsjónarmaður verkefnisins. Rannsóknin hefur skilað mörgum áhugaverðum niðurstöðum en þar fannst m.a. stærsti skálinn af þeim fimm sem vitað er um á Vestfjörðum. Hann er 23 metrar að lengd og þar sem hefur fundist er m.a. bænahús, skartgripir og verkfæri. Margrét mun segja frá því hvað rannsóknirnar hafa leitt í ljós og sýna myndir.
31
Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar og áhugamaður um örnefni, mun ræða þessi örnefni í sínum fyrirlestri. Ekki verður gerð tilraun til að úrskurða um endanlega skýringu enda hafa menn verið drepnir af minna tilefni.
SÚGANDI
Frönsku sjómennirnir við Íslands strendur
María Óskarsdóttir María Óskarsdóttir frá Patreksfirði mun segja frá frönsku fiskimönnunum sem komu hingað til lands á skútuöldinni og voru tíðir gestir á Vestfjörðum fyrr á öldum. Hún mun sýna gamlar myndir og m.a. segja frá Fransmannagröfum. Hún mun einnig sýna kort af Vestfjörðum sem hún hefur búið til og sýnir staðsetningar þeirra og hvar skip þeirra strönduðu. María hefur safnað upplýsingum um þetta gleymda tímabil í rúm 20 ár. Heimildirnar eru munnlegar en einnig frásagnir úr gömlum ævisögum og fréttir úr gömlum blöðum af tímarit.is. Til er listi frá Frakklandi yfir fleiri en 400
Fornleifar í Staðardal í Súgandafirði
Eyþór Eðvarðsson Í júní kom Gunnar Grímsson fornleifafræðingur í Súgandafjörðinn með þrívíddardróna til að taka myndir af tóftum í Staðardal. Tilefnið var tóft sem fannst nálægt verbúðarminjum í Staðardalnum og líkist skála. Með drónanum tókst að greina fjölmargar minjar, þekktar og óþekktar.
franskar skútur sem fórust hér var erfitt, ekki síður en íslensku við land á þessum tíma. Þennan sjómannanna; barátta við óblíð lista er María að bera saman við náttúruöfl, sjúkdómar og tíð slys. heimildir sem hún hefur fundið hér á landi. Líf þessara sjómanna
Meðal þess sem kom í ljós var tóft af skála sem er rétt upp við íbúðarhús landeigandans í Bæ. Þar var einnig gamall bæjarhóll sem er talinn með eldri fornleifum í firðinum. Fyrstu heimildir sem til eru um byggð í Bæ eru frá 1324. Tilurð skálans breytir sögunni því nú má gera ráð fyrir því að byggð hafi verið komin í Súgandafjörð strax á landnámsöld. 32
Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar, mun fara yfir niðurstöðurnar frá Gunnari og sýna áður óþekktar tóftir sem segja sögu mannlífs í Staðardal. Vestfirski fornminjadagurinn verður haldinn í Grunnskólanum á Suðureyri laugardaginn 6. ágúst kl. 09:00-12:00. Enginn aðgangseyrir og öll velkomin.
SUMARBLAÐ 2022
HORTENSÍUR Hydrangeaceae Hortensíur eru afskaplega fallegar og vinsælar sumarplöntur hér á landi. Þær eru ágætis fjárfesting þar sem þær eru með verðhærri plöntum sem fást á blómamörkuðum í dag. Ef hortensíur eru hins vegar geymdar í kaldri geymslu sem fer ekki undir frostmark yfir vetrartíma, fara þær í dvala fram á næsta sumar og geta því enst í mörg ár. Þær eru þar af leiðandi með hagstæðustu kaupum sem hægt er að gera.
þurfa þær súran jarðveg, vökvun kvölds og morgna og súran áburð vikulega. Á sumrin er kjörhitastig fyrir þær 18-25°C en á veturna, þegar þær leggjast í dvala, er kjörhitastig 5-10°C. Að fenginni reynslu höfundar eru hortensíur með hvít blóm frekar erfiðar viðureignar þar sem blómin vilja oft verða ljót eftir rigningu og er því æskilegt að taka þær inn ef von er á úrkomu. Þetta á ekki við um aðra liti.
Að hugsa um hortensíur er afskaplega einfalt. Samkvæmt bók Hafsteins Hafliðasonar, Allt í blóma, Ólöf Birna Jensen
337
SÚGANDI
HAMINGJUHORNIÐ Sumarið er tíminn Sumarið er tíminn til að njóta og hlaða batteríin fyrir veturinn. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir til að hlúa að sjálfum okkur og þeim sem okkur þykir vænt um:
Skerptu á skilningarvitunum Að gefa sér tíma til að nota skynfærin á meðvitaðan hátt hefur mikil áhrif en getur verið áskorun í heimi sem einkennist af miklum hraða. Hægðu á þér á meðan þú borðar grillmatinn á ferðalaginu og gefðu þér tíma til að finna lyktina og bragðið af blómunum. Farðu í gegnum daginn án þess að flýta þér.
Sökktu þér niður í augnablikið Reyndu að slökkva á hugsunum þínum og taka inn jákvæðar tilfinningar, t.d. þegar þú verður hugfangin(n) af náttúrufegurð landsins. Veltu fyrir þér jákvæðum upplifunum á stað og stund. 34
SUMARBLAÐ 2022
Þakkaðu fyrir Segðu ástvinum þínum hversu lánsamur/-söm þú ert að eiga þá að, eða gefðu þér tíma til að þakka fyrir matinn þinn. Rannsóknir sýna að það að tjá þakklæti upphátt getur gert okkur hamingjusamari.
Taktu ljósmynd í huganum Staldraðu við í augnablik og vertu meðvitaður/uð um þá hluti sem þú ætlar að muna seinna, eins og hlátur einhvers nákomins eða hjartnæm samskipti milli tveggja ástvina.
Minntu þig á að tíminn fljúgi Verðmæt augnablik líða fljótt og því er um að gera að njóta þeirra meðan á þeim stendur. Gefðu þér tíma til að virða fyrir þér það sem þú hefur afrekað og hvernig þú munt horfa til baka með fullt af góðum minningum.
Brostu þínu blíðasta Mundu eftir að brosa, það gleður okkur sjálf og aðra, léttir lundina og hefur jákvæð áhrif á líkama og sál.
Deildu góðum tilfinningum með öðrum Segðu öðrum frá því þegar þú upplifir þakklætistilfinningu, hvort sem um er að ræða hlátur í góðra vina hópi eða fallegt landslag. Rannsóknir á því hvernig fólk bregst við jákvæðum atburðum hafa sýnt að þeir sem deila jákvæðum tilfinningum með öðrum eru almennt hamingjusamari en þeir sem gera það ekki. Jafnvel hugsunin ein um að segja öðrum frá kemur okkur upp á hærra hamingjustig. Njótið sumarsins! Ingrid Kuhlman 35
SÚGANDI
Við biðjum að heilsa heim!
66north.is | @66north 36