EMMÍ OKKAR 2021

Page 1

EMMÍ OKKAR

SÓLRISUBLAÐIÐ 2021 1


SÓLRISA 2021

EFNISYFIRLIT

BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS.

06

STJÖRNUSPÁ '21

03 - ÁVARP RITARA 04 - HVOR JÓHANNSDÓTTIR ERT ÞÚ? 05 - NEMENDARÁÐ 06 - BESTA BLANDAN 07 - ÁVARP SKÓLAMEISTARA 08 - SKIPTINEMAR 10 - STJÖRNUSPÁ 2021 12 - VANDRÆÐALEGAR DJAMMSÖGUR 14 - VÍDJÓRÁÐ 15 - KROSSGÁTA 16 - SJÁLFSPRÓF 18 - FULLVELDISFÖGNUÐUR 20 - BUSAHORNIÐ

ÁVARP FORMANNS

24

BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS. BLS.

BURNING QUESTIONS

2

10 22 24 26 27 28 29 30 34 35 36 40 41 42

-

FULLVELDISFÖGNUÐUR

18

DAGSKRÁ SÓLRISUVIKU ÁVARP FORMANNS EMMÍ TWEET ÁVARP MENNINGARVITA DOPPLEGANGER SÓLRISUNEFND BURNING QUESTIONS ÖLDUNGARÁÐIÐ BESTA PÖNNUKÖKUUPPSKRIFTIN “GAMLIR” MÍ-INGAR ÁVARP FORMANNS LEIKFÉLAGS HAS BEEN RITNEFND

30

PÖNNUKÖKUR

35

Umbrot og hönnun: Grétar Örn Eiríksson - Prentun: Leturprent

BESTA BLANDAN


EMMÍ OKKAR

ÁVARP RITARA

Svava Rún Steingrímsdóttir

Kæri elskulegi lesandi, Svava Rún Steingrímsdóttir heiti ég og er ritari Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði og er ritstjóri þessa blaðs.

á þessu skólaári enda næstum allt námið búið að vera í fjarnámi síðan skólinn byrjaði í ágúst. Því þurftum við að íhuga hvað í fjáranum við gætum nú skrifað um, þar sem félagslífið er búið að vera í ruslinu en einhvern veginn tókst okkur þetta svona frábærlega.

Á mínu þriðja og síðasta skólaári ákvað ég, eftir miklar vangaveltur að bjóða mig fram í ritarastarfið og sé ég alls ekki eftir því. Í lok síðasta árs reyndi ég eins og ég gat að fá fólk í ritnefnd til mín sem gekk frekar brösuglega í byrjun ef ég segi sjálf frá þar sem hálfur skólinn ákvað að taka sig saman og skrá sig í vídjóráðið en að lokum gekk hópsöfnunin mín upp og fékk ég frábæra krakka með mér í þetta skemmtilega verkefni. Við náðum að halda tvo fundi áður en skólanum var lokað vegna Covid en við létum það ekki stoppa okkur og hittumst við á Teams í nokkrar vikur. Eftir áramót byrjuðum við síðan af krafti og skrifuðum af okkur fingurna. Eins og flestir vita þá hefur ekki verið mikið um viðburði

Takk Grétar fyrir að hanna blaðið, takk Ásgeir fyrir að taka allar þessar myndir og að taka þátt í öllu flippinu í kring um það, takk Davíð fyrir að svara öllum mínum pirrandi spurningum, og síðast en ekki síst, takk elsku besta ritnefnd fyrir að gera þetta með mér, þetta væri ekki hægt án ykkar <3 Gleðilega Sólrisu kæri lesandi, komdu þér vel fyrir, fáðu þér einn kaffibolla eða svo og njóttu lestursins! Ykkar ritari, Svava Rún Steingrímsdóttir <3 3


SÓLRISA 2021

Hvor Jóhannsdóttir ert þú?

LILJA BORG EÐA DAGBJÖRT ÓSK? SAFNAR ÞÚ DÓSUM? • Já • Nei ERTU Í TÓNLISTARSKÓLANUM? • Já • Nei HVAÐ ERTU Í MÖRGUM NEFNDUM? • Öllum • Bara nokkrum ÁTT ÞÚ SKÓLATÖSKU? • Já • Nei ÞÍN SKOÐUN Á SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM? • Fíla hann • Ég er ekki aðdáandi ERTU GELLA? • Já er að gella yfir mig • Ég er ekki alveg í stuði fyrir gelluskap hvern einasta dag VERSLAR ÞÚ Í BÓNUS? • Já hvað meinarðu? • Nei, forðast verslunina FÍLAR ÞÚ AÐ LÁTA BRAKA Í ÞÉR? • Já svo sannarlega • Vil ekki koma nálægt braki

Ef þú fékkst flest já þá líkist þú henni Dagbjörtu Ósk Jóhannsdóttur, hún er ofur jákvæð og almennt lífsglöð. Þú safnar að sjálfsögðu dósum því hver króna skiptir þig máli þar sem þú ert á leiðinni í háskólanám eftir sumarið, þess vegna verslar þú í Bónus. Þú vildir eiga besta skólaár lífs þíns og skráðir þig í hverja einustu nefnd sem var í boði upp á flippið enda vilt þú fá sem flestar einingar fyrir félagslíf. Þú ert væntanlega í tónlistarskólanum þar sem þig langar að starfa í tónlistarheiminum í framtíðinni. Ef þú fékkst flest nei þá líkist þú henni Lilju Borg Jóhannsdóttur, hún er einstaklega samviskusöm og með mikinn metnað. Þú gengur ekki um með skólatösku þar sem þú einfaldlega átt hana ekki til, þú ert busakrútt og finnst fátt skemmtilegra en að gella þig upp, auðvitað fyrir sjálfa þig. Þú forðar þér frá fólki sem lætur braka í sér. Ef þú fílar Sjálfstæðisflokkinn þá ertu andstæðan við Dagbjörtu Ósk og Lilju Borg.

4


EMMÍ OKKAR

NEMENDARÁÐ

Rebekka Skarphéðinsdóttir, Ívar Breki Helgason, Þórunn Birna Bjarnadóttir, Íris Embla Stefánsdóttir, Svava Rún Steingrímsdóttir, Linda Rós Hannesdóttir, Sara Emily Newman, Dagný Björg Snorradóttir


SÓLRISA 2021

Besta blandan Vatn og klaki Mojito= 2 tsk hrásykur, 2 bátar lime, 3-4 myntulauf, sprite, 3 cl original Captain Morgan, 4 fersk jarðarber (má sleppa áfengi ef þú drekkur ekki)

Baileys og ís Bacardi razz í vatn

Vodka og redbull

Gin og tonic Vodka og fanta Romm og kók Góður espresso á Heimabyggð með muffins

Heiðrún og Fjölnir

6


EMMÍ OKKAR

ÁVARP SKÓLAMEISTARA Jón Reynir Sigurvinsson Félagslíf er einn af mikilvægum þáttum í skólastarfi. Heimsfaraldurinn COVID-19 og viðbrögð við honum hafa tekið nánast alveg fyrir allt félagslíf af hálfu nemenda það sem af er þessu skólaári. Nú er hins vegar farið að birta til og ekki aðeins vegna hækkandi sólar heldur líka vegna þess að íslenskri þjóð hefur tekist svo vel að virða sóttvarnarreglur að Ísland er eina landið í heiminum sem er orðið grænt. Sólrisuhátíðin er aðalhátíð Menntaskólans á Ísafirði og má segja að þessi hátíð sé aðalsmerki skólans og kemur fram í merki skólans sem guli liturinn. Sólrisuhátíðin er nú haldin í 47. sinn og verður í fyrstu viku marsmánaðar. Nafnið Sólrisuhátíð er tengt endurkomu sólarinnar í Skutulsfjörðinn, en hún byrjar að varpa geislum sínum inn um glugga bóknámshúss Menntaskólans 23. janúar, eftir meira en tveggja mánaða fjarveru. Í ár sást fyrst til sólarinnar í Skutulsfirði fimmtudaginn 28. janúar. Þá fengu nemendur og starfsmenn rjómapönnukökur sem bornar voru í kennslustofur með viðeigandi sóttvörnum. Í Bjarnadal í Önundarfirði sést til sólar 15. janúar en það er einmitt fæðingardagur ljóðskáldsins Guðmundar Inga Kristjánssonar sem þar bjó. Hann orti svo þann 7. apríl 1945, þá 39 ára:

Sólbráð er í hlíð og haga, hitnar barð og lifnar tó. Nú er von um nýja daga, nýja rækt í fornum mó. Vitaðsgjafi og sólskinssaga sofa laust í gljúpum snjó. Dagskrá Sólrisuhátíðarinnar verður nú með breyttu sniði vegna samkomutakmarkana eins og sjá má í dagskrárkynningu í þessu blaði. Allt frá upphafsárum Menntaskólans á Ísafirði hefur leiklist verið áberandi í félagslífi nemenda. Segja má að allt frá því að rokksöngleikurinn Grettir var settur upp á Sólrisuhátíð 2004 hafi söngleikir haft vinninginn þegar kemur að vali á leikriti. Það kom

7

því ekki á óvart að söngleikur yrði einnig fyrir valinu í ár sem er Hárið sem er einn vinsælasti söngleikur heims og höfðar til fólks á öllum aldri. Á starfsáætlun skólans var frumsýning leikrits sett á 26. febrúar en vegna sóttvarna þá hefur frumsýning verið færð til 18. mars. Í byrjun janúar var ljóst að æfingar gætu hafist og gengið var frá ráðningu leikstjóra sem er Gunnar Gunnsteinsson og mætti hann í skólann 18. janúar og sama dag var hafist handa við að skipuleggja æfingar. Uppsetning söngleikja gerir afdráttarlausar kröfur til tónlistarhæfileika þorra leikenda og einnig til hljóðfæraleikara. Margir nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði stunda tónlistarnám í söng og hljóðfæraleik. Stundum hafa söngleikir verið settir upp í samstarfi við tónlistarskólana hér á svæðinu og svo er einnig nú. Uppfærsla söngleikja gerir jafnframt miklar kröfur til tæknimanna varðandi hljóð- og ljósgæði. Nú á vorönn er leiklistaráfangi í boði og þátttaka góð. Einnig er boðið upp á námskeið í hljóð- og ljósatækni. Óhefðbundnir kennsludagar við Menntaskólann á Ísafirði eiga sér langa sögu og má rekja upphafið til nýjungar sem komið var á að frumkvæði nemenda á vormisseri 1975 og hlaut nafnið gróskudagar. Voru gróskudagar fyrst haldnir um mánuði eftir Sólrisuhátíð. Þá eins og oft síðar voru þessir dagar notaðir til skapandi verkefna sem nemendur völdu sér sjálfir. Löngu síðar voru óhefðbundnir kennsludagar felldir inn í Sólrisuhátíðina eins og nú er gert 2. og 3. mars. Á Gróskudögum verður fjöldi viðburða eða smiðjur sem skipulagðir eru af gróskudaganefnd. Sólrisunefnd og gróskudaganefnd, öðrum nemendum og öllum þeim sem unnið hafa að undirbúningi Sólrisuvikunnar færi ég þakkir fyrir þeirra framlag. Gleðilega Sólrisuhátíð! Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari


SKIPTINEMAR SÓLRISA 2021

1. Hvert fórstu og hvenær? 2. Hvað fékk þig til þess að fara? 3. Hvað var skemmtilegast við skiptinámið? 4. Afhverju fórstu þangað sem þú fórst? 5. Hvort sökkar meira Covid eða enginn skóli? 6. Hvað var það ólöglegasta sem þú gerðir í skiptináminu? 7. Lífsráð til nemenda:

Marta Sóley

Ína Guðrún

1. Ég fór til Costa Rica 2019-2020 <3 2. Úff, mig langaði að læra spænsku og kynnast annarri menningu og fara á einhvern stað mjööög langt frá því sem ég þekki, svo Suður-Ameríka varð fyrir valinu. Svo auðvitað var ég að fylgjast með AFS snappinu og instagram fyrir smá fyrirmyndir og langaði mig enn meira að fara þegar ég var að fylgjast með þeirra ævintýri. 3. Það er allt skemmtilegt við skiptinám, líka erfiðu hlutirnir. Annars var það örugglega að vera með öðrum skiptinemum eða með fjölskyldunni eitthvað að flippa saman. 4. Sko, Costa Rica er öruggasta landið í Mið- og Suður-Ameríku, held ég. Það er spænskumælandi en annars var annað valið mitt Chile en það getur snjóað þar og mig langaði líka að prófa að búa einhvers staðar þar sem er gott veður alltaf. Sem var áhugaverð tilbreyting. 5. Covid rændi tveimur mánuðum af skiptináminu svo það sökkar meira en skóli. 6. Uuu, braut nokkrar AFS reglur en held að ég hafi fylgt öllum lögum. 7. Mitt ráð til þeirra sem langar að prófa eitthvað nýtt eða eru smá áhugasamir um þetta er bara að kýla á það. Menntaskóli er prump miðað við skiptinám, nokkur partý og drama verður ennþá heima þegar þú kemur aftur og þú ert ekki að missa af neinu.

1. Ég fór í skiptinám til Frakklands, var þar í um það bil 10 mánuði. 2. Mig langaði alltaf að fara, var að lokum á báðum áttum og eiginlega bara hætt við allt saman. Síðan mæti ég Stellu á ganginum og hún spyr hvort ég ætli ekki að fara út, og ég þorði ekki að segja nei. Max mikil meðvirkni, svo ég fór, sem betur fer. 3. Það er allt skemmtilegt við skiptinám, fólkið, fjölskyldan mín, vinir mínir, minningarnar. Get varla valið á milli enda allt í dag mjög dýrmætt. 4. Fór til Frakklands af þvi ég var alltaf heilluð af tungumálinu og var til í skemmtilega áskorun. Og svo hvern dreymir ekki um að láta brjálaða franska ökumenn öskra á sig á hverjum degi. Það er eitthvað heillandi við það. 5. Mér finnst enginn skóli sökka sjúklega mikið. Hefði svarað Covid svona í mars þar sem ég var með heiftarlega djammfíkn á þeim tíma en nú er ég fyrirmynd að ganga menntaveginn svo ég vel skólann. 6. Vil bara að allir viti að ég er löghlýðinn fyrirmyndarborgari. Myndi ALDREI gera neitt ólöglegt af mér, Gautur Óli taktu systur þína til fyrirmyndar. 7. Lífsráð: ekki vera meðvirk, það er frekar dýrt spaug.

8


EMMÍ OKKAR

Kolbrún Fjóla 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

Til Brasilíu, Florianapolis Veit ekki, mamma hvatti mig til að fara :) Reynslan, lærdómurinn, menningarmunurinn. Því það var ekki töluð enska og þetta var ekki í Evrópu. Hmmm bæði verra. Ég fór á síðustu öld :) þá mátti vera til ;) Lífsráð til nemenda: Lifðu ferðalagið (lífið) ekki bíða eftir endastöð.

Andri Fannar 1. 1. Ég fór til Ecuador! 2. Ég var bara að labba í skólann og hugsaði „ég nenni þessu ekki lengur“ og sendi þeim e-mail! 3. Vera frjáls og kynnast nýju fólki, sjá og skoða heiminn! Nýtt sjónarhorn og nýtt tungumál! Svo náttúrulega maturinn 4. Ég valdi annað land fyrst en það var fullt þangað, síðan bentu þau mér á Ecuador og ég hoppaði á það. Ég vildi fara eitthvert sem kannski ekki margir myndu fara. Ég vildi fara eitthvert þar sem menningin, tungumálið, veðrið og allt var öðruvísi. 5. Covid er trash 6. Ekki neitt sko! Ég var rosalega stilltur skiptinemi.... En það var þarna ein helgi sem ég held að við krakkarnir hofum brotið næstum allar reglur 7. ...

Tanja

1. Ég fór til Ítalíu 2017 – 2018 2. Mig hafði langað í skiptinám síðan ég fékk sendan bækling frá AFS heim til mín í 10. bekk, var síðan bara að bíða eftir því að geta sótt um. 3. Það skemmtilegasta var að kynnast hinum skiptinemunum sem voru með mér, það var líka geggjað að geta ferðast miklu meira. 4. Það var engin sérstök ástæða, vildi fyrst fara til Nýja Sjálands en mamma var ekki sammála mér þannig ég valdi bara það land sem að mér leist best á í Evrópu. 5. Covid allan daginn, það má ekki gera neitt í Covid og það er leiðinlegt. 6. Ég held að það ólöglegasta sem ég gerði hafi verið að kaupa sjálf áfengi handa mér og vinkonum mínum þegar við vorum allar undir lögaldri, man ekki eftir neinu öðru. 7. Ekki taka lífinu of alvarlega, slakaðu aðeins á og fáðu þér heitt kakó.

9


STJÖRNUS

SÓLRISA 2021

SPORÐDREKI

Kæri sporðdreki, farðu og tjillaðu aðeins, það nennir enginn að vera í kringum stressað og pirrað fólk. Þótt þú sért misskilið skordýr þá þarftu ekki að segja það allan daginn. Núna hafa tímarnir verið erfiðir og þú hefur jafnvel upplifað þig einmana, rífðu þig nú upp úr skítnum og farðu og kauptu þér hund og ef þú átt hund fyrir þá getur þú fengið þér kynlífstæki, það þarf eitthvað til þess að halda uppi félagsskapnum. Það er mikil ást í kortunum hjá þér og jafnvel eitthvað óvænt sem mun gjörbreyta lífi þínu. Farðu með opinn huga inn í aðstæðurnar og njóttu með hundinum þínum.

VATNSBERI

Hæ boo, þú ert alveg að sigra heiminn núna, mundu bara að það er ekki neitt ég í liði og reyndu að sækja aðstoð hjá einhverjum nýjum og sætum. Ef þú ert nú þegar í sambandi þá get ég sagt þér það að tímamót eru framundan í ykkar sambandi. Ef þú ert single pringle þá eru miklir peningar í vændum inn á bankabókina. Hringdu í mömmu þína og bjóddu henni til Köben, hún mun elska það, þú munt elska það og pabbi þinn hata það en fuck the haters.

MEYJA

Hæ beib, nú er kominn tími á að þú rífir gangi! Þú þarft að stíga út úr þessu litla boxi sem þú býrð í og byrja að lifa. Ef þú gerir það ekki þá er þetta bara waste of sexy. Þú verður að hætta að fíflast því lífið er alvöru, þú færð aldrei á broddinn með svona hegðun. Mitt ráð til þín er fullt af tequila skotum og ekki hringja í fyrrverandi! Þú átt að finna þér nýjan vin og þú þarft að make-a move. Læra að fá ekki allt upp í hendurnar.

KRABBI

Nei þú getur ekki orðið leiðinlegari en þetta, það er öllum drullu sama um það sem þú ert að gera og það gengur ekki lengur að vera svona háður einhverjum öðrum. Ég ætla að biðja þig um að gera nákvæmlega það sem stendur hér fyrir neðan. • Eyddu TikTok, í guðanna bænum það er meira sem lífið býður upp á en þessi heilalausu myndbönd • Farðu í sturtu, já þú lyktar eins og skúnkur og enginn þorði að segja þér það • Skráðu þig í bókaklúbb, fólk laðast að fólki með hærri greindarvísitölu • Notaðu ræktarkortið sem þú keyptir í byrjun árs en notaðir bara í eina viku, þú hefur ekki efni á því að verða leiðinlegri

VOG

Vogin okkar allra <3, jafnvægið í lífi þínu verður ekki svo kyrrt mikið lengur, það er að koma svaka fellibylur og mun hrinda öllu um koll hjá þér. En það kemst allt aftur í jafnvægi þegar þú hefur lært að slaka á, farðu í yoga, út að hlaupa, leyfðu þér að kaupa kleinuhringinn í Nettó, sendu sæta sæta skilaboð, slakaðu bara á. „Ég er sannfærður um það, þetta er bara tímabil, einn dag allir þurfa að ganga í gegnum erfiði” - Auður, hann veit hvað hann syngur og þú ættir að vita það líka.

BOGAMAÐUR

Elsku besti bogamaður. Þú ert best/bestur! Ekki leyfa neinum að stíga á ljósið þitt! Þú getur allt og ert miklu betri en allir hinir. Þú vinnur í lottóinu þennan mánuðinn og eignast nýja vini sem eru ekki jafn boring og hinir. Umkringdu þig með fólki sem er á sama leveli og þú, samt ekki hærra leveli því það er ekki hægt;) Þú munt eignast nýjan leyniaðdáanda sem mun senda þér ástarbréf og bjóða þér á stefnumót, SEGÐU JÁ. Þótt þú sért single núna þá þýðir það ekki að þú verðir það í næstu viku, folinn þinn. 10


SPÁ 2021

EMMÍ OKKAR

LJÓN

Hello sexy beast, how you doing?? Þessi mánuður, þetta ár, þessi öld er þín!! Taktu tækifærið og gerðu eitthvað Kreisí því þú átt þetta og mátt þetta. Þú eigast nýtt gæludýr, nýjan maka (out with the old, in with the new), þú eignast lil baby, þú eignast hús, þú eignast nýjan bíl og verður frægari en Kim K!!!! Þú dast í lukkupottinn!!!!

HRÚTUR

Hrútur, hrútur hrútur, jæja er ekki kominn tími til að þú farir að gera eitthvað annað en að grenja yfir ástinni? Það er svo miklu meira í boði heldur en þú gerir þér grein fyrir. Farðu í sund á hverjum degi, farðu í gym, hættu í símanum og byrjaðu að taka eftir öllu í kringum þig, hver veit nema að þú náir öllu áföngunum þá? Kíktu á djammið og farðu plís ekki að grenja á djamminu, það hata allir grenjara á djamminu. Það er partý á föstudaginn og þú ætlar að skemmta þér með vinum og ekki vera í neinu love-triangle veseni, það er orðið þreytt.

NAUT

So what að foreldrar þínir eiga peninga, það er öllum fokking sama, eins lengi og þú er næs við aðra þá ertu í góðum málum. Pabbi þinn er ekki að fara að borga fólki til þess að vera vinir þínir lengur þannig step up your game og sýndu tilfinningar og vertu nærgætinn og í guðanna bænum fáðu þér persónuleika, það er öllum sama um tekjur foreldra þinna. Brenndu öll Gucci fötin þín, okei nei tek þetta til baka, farðu með þau á næsta nytjamarkað og leyfðu einhverjum öðrum að fá að vera leiðinlegur í þeim. Hringdu síðan í gelluna/gæjann sem þú ætlaðir að byrja að ghost-a og sýndu henni raunverulega athygli, þá verður hún þín. Mundu að brosa og vera kurteis við foreldra þína í leiðinni, þú vilt frekar að þau gefi þér peninginn í arf en pirrandi litlu systu þinni.

FISKUR

Því miður kæri fiskur, þá er ekki hægt að bjarga þér:( Þú bara sökkar

TVÍBURI

HÆTTU AÐ RANTA Á TWITTER, ÞAÐ ER ÖLLUM SAMA ÞÓTT ÞÚ MISSTIR ÍSINN ÞINN Í GÓLFIÐ EÐA HVAÐ ÞAÐ ER SEM ÞÚ ERT AÐ RANTA OG KVARTA UM. Hvar er jákvæði tvíburinn sem við öll þekkjum? Við viljum hann til baka. Jákvæðni hjálpar öllum. Prófaðu að segja bara já í heilan dag, eða kannski heila viku, eða kannski heilt ár.

STEINGEIT

Hæ það er allt í lagi að finna sér áhugamál, en það er kannski aðeins of mikið að skipta um þau 20 sinnum í viku, þú verður þreytt/ur og allir í kringum þig þegar þú ferð í svona marga hringi með áhugamálin. Settu þér markmið sem eru raunhæf svo að þú hafir skýra sýn yfir það sem er á döfinni. Ég lofa þér því að eitthvað skemmtilegt er í vændum - en það er eitthvað sem þú ert að fara gera sem mun hafa slæmar afleiðingar. Það gæti þýtt að þú þurfir að vera heima og horfa á Netflix í staðinn fyrir að reyna að sigra heiminn. Take a chill pill og reyndu að njóta meira. 11


SÓLRISA 2021

Vandræðalegar djammsögur Það var á fyrsta des, ég og stelpurnar ákváðum að smygla inn smá sjússi í pela en vissum að það gæti verið leitað á okkur á leiðinni inn í salinn, við ákváðum þess vegna að teipa pelana við lærið á okkur undir kjólunum svo ekki væri hægt að finna þá. Það gekk andskoti vel að komast inn á ballið og allt var í sóma, við dönsuðum á fullu eins og enginn væri morgundagurinn og svo ætluðum við að labba á salernið til að geta fengið okkur sopa af sjússinum en þegar við gengum framhjà dyravörðunum þá dettur einn pelinn hjá vinkonu minni úr teipaða vasanum hennar...... þeir voru sko ekki sáttir.

Ég mætti á ball kl 00 var grenjandi inni á baði allan tímann í Krúsinni og var farin heim dauð kl 00:30

Ég var á busaballinu á mínu fyrsta ári þegar ég sá þennan sæta strák. Við töluðum saman og ætluðum heim saman. En þegar bróðir hans kom að sækja okkur þá fattaði ég að ég væri náskyld honum..... ég sagði við hann að ég væri á túr og fór bara heim. Sá hann svo í matarboði hjá ömmu tveimur dögum eftir þetta

Flassaði allan skólann og kennarana á fjarfyrstades.

Fór heim með busa á 1. des.

Fór einu sinni heim af djammi með 03 módel.

Vinur minn var einu sinni það skotinn í gellu í partýi að hann gleymdi að fara á klósettið og lenti í því að kúka á sig þegar hann var að labba heim.

Ég var í frumsýningarpartýi og endaði kvöldið uppi á sjúkrahúsi því ég var að ýta bíl full og lenti með höndina undir bílnum. Vorkenni löggunni og vorkenni mest manneksjunni sem skutlaði mér upp á sjúkrahús því bíllinn var allur út í blóði að utan.

BJARNABÚÐ

FESTA SJÚKRAÞJÁLFUN 12


EMMÍ OKKAR

Við ætlum að vera hreyfiafl til góðra verka Íslandsbanki á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Á upphafsárunum átti bankinn meðal annars þátt í að efla sjávarútveg og var lyftistöng fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Bankinn hefur því frá upphafi verið hreyfiafl í samfélaginu. Tilgangur okkar er að vera hreyfiafl til góðra verka og framtíðarsýnin er að veita viðskiptavinum ávallt bestu bankaþjónustuna. Við erum til staðar fyrir viðskiptavini við þeirra ákvarðanir og tökum þátt í að gera hugmyndir að veruleika. Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini. Við eigum að þora að tala um það sem skiptir máli, þó við séum ekki fullkomin.

13


SÓLRISA 2021

VÍDJÓRÁÐ

Friðrik Heiðar Vignisson, Ívar Breki Helgason, Guðmundur Arnar Svavarsson, Davíð Hjaltason, bríet Sigríður Karlsdóttir, Daníel Wale Adeleye, Þá sem vantar á myndina: Ásgeir Óli Kristjánsson, Guðbjörg Ásta Andradóttir,14 Helgi Hrannar Guðmundsson, Ásthildur Jakobsdóttir


EMMÍ OKKAR

KROSSGÁTA

1 2 3

4 5 6 7 8

9

10

11

12

13

2. Freeze 5. Ógeðið sem maður er með í andlitinu 8. Hjarta gryfjunnar 10. Dúllast með einhverjum 12. Flóna klipping og sagga 13. Vandó manneskja

1. 3. 4. 6. 7. 9. 11.

Best í búrinu Losers í íþróttum Batteríið í nemendum Cool kids across the street Litlu krakkarnir í skólanum Best of edin Arnar Áki og félagar

1: Ella ritari - 2: Lyft - 3: Afreksloser - 4: Nocco - 5: Grímur - 6: verkmennt - 7: Busalingar - 8: Gryfjusjoppan - 9: Röggi - 10: Plágast 11: Snakesquad - 12: Goon - 13: kleina

JÓN OG GUNNA

KALKSALT 15


SÓLRISA 2021

SJ

ÁL FS P

F

ERTU Já, MÍ-ingur í húð og hár!

Já væntanlega

Myndir þú sofa hjá kennara til að fá betri einkunnir

Þarf ekki betri einkunnir

Ertu á afreksbraut?

Nei er ekki lúði

Ertu undir Lögaldri? okay

QEEN

Já, ég er BUSI

Heyrðu, við skulum koma að þessu síðar ógeðið þitt

Já nei

STOPP

Hvort myndir þú vilja fæða dreka einu sinni eða fá Covid einu sinni á ári?

Til hamingju, þú hefur sömu skoðun og Forsetinn!

sá nana

A

OJ! ég set ekki ávexti á pizzuna mína!

u?

Pizz

Já, væntanlega

16

Ég myndi drepa til þess að fá þá aftur

Já, TikTok er lífið

Fá Covid

Fæða dreka

LOL nei, ég er ekki busi

Fáðu hjálp!!!


EMMÍ OKKAR

U Í MÍ? Nei ég er asnaleg/ur

NEI! Finnst þér Svava Rún fyndin? Að sjálfsögðu

Ertu umhverfisvæn/n?

Hahaha! Já hún er meistari!

Ertu Hamró rotta?

Nei ég kann það ekki

Það er staðurinn Notarðu sólarvörn daglega?

Nei ég ég er alltof gömul/gamall

Nei, þess vegna lít ég út fyrir að vera eldri en ég er

Fílar þú One Direction?

Ertu með meira en klst í screentime?

Hlustar þú á hlaðvörp?

Auðvitað, ég vil líta jafn vel út og Jennifer Aniston þeger ég verð 50

Ekki minn tebolli

Nei ég er rasshaus

FOKKAÐU ÞÉR!

ÞARNA DASSTU SVO SANNARLEGA Í LUKKUPOTTINN! ALLIR ÞÍNIR DRAUMAR MUNU RÆTAST, OG MUNDU: MÍ ELSKAR ÞIG

Það eina sem ég hlusta á

Trúir þú á stjörnumerki?

Væntanlega elska Siggu Kling

Nei

Já ok, heldrurðu að þú sért betri en við hin?

17

Nei ég er andfúl/l


FULLVELDISFÖGNUÐUR SÓLRISA 2021

Fullveldisfögnuðurinn var haldinn þann 4. desember 2020. Í ár var hann haldinn með smá tvisti þar sem frekur og athyglissjúkur heimsfaraldur ákvað að læðast yfir heiminn og skemma félagslíf allra. Eitthvað þurftum við að gera því fullveldisfögnuðurinn er eitthvað sem ekki er hægt að sleppa. Nemendaráðið dó því ekki ráðalaust og var ákveðið eftir miklar vangaveltur að halda hann á fjarskiptaforritinu ZOOM og voru allir í heimahúsum þar sem 10 manna hópar gátu komið saman og fengum við heimsendan dýrindis mat frá meistarakokkinum okkar honum Dóra. Hann bauð okkur upp á lamb eða hnetusteik og svo súkkulaðiköku í eftirrétt. Veislustjórar voru Auðunn Blöndal og Steindi Jr. sem buðu upp á spurningaleiki og allskonar sprell og lokaði Pétur Jóhann síðan kvöldinu með heldur áhugaverðu uppistandi heima í bílskúrnum sínum. Miðað við aðstæður tókst fullveldisfögnuðurinn ansi vel hjá okkur en við vonumst nú til að geta haldið almennilega viðburði á næstunni þar sem við megum öll hittast og hafa gaman saman.

18


EMMÍ OKKAR

SPORT-MARS Sundföt og hlaupafatnaður á 25% afslætti allan mánuðinn! Erum með Speedo sundfatnað á allan aldur, konur og karla. Æfingabolir og aðhaldsbolir, stærðir 34-46. Sundskýlur og sundbuxur stærðir 85-105 Hlaupafatnaður frá Endurance og EliteLab Buxur, jakkar, vesti, bolir, hanskar og húfur.

19


HORNIÐ

BUSA

SÓLRISA 2021

1. Hvert er markmið þitt hér í MÍ? 2. Hefurðu chillað á bókasafninu? 3. Giftast, sofa, drepa - Kim, Kylie og Kendall? 4. Hvaða eldri nemanda í skólanum líturðu upp til? 5. Hvaða eldri nemanda ertu hrædd/ur við ? 6. Hver er þinn helsti ótti?

ARNAR RAFNS (bróðir Julo og Gísla)

1. Klára skólann og dippa. 2. Ekki í ehv langan tíma en já annars hef ég verið á bókasafninu. 3. Giftast Kylie, drepa Kendall og sofa hjá Kim. Maður fær svo mikil milf vibe. 4. My mans, Daníel and Íbba ( Ívar) 5. Allir eldri nemendur eru trúðar. 6. Konur.

SÆVAR

JÓHANNA ÝR

(hávaxinn) 1. Markmið mitt er nú bara að klára skólann án þess að gera eitthvað heimskulegt. 2. Vænt hef ég chillað á bókasafninu. Hva’ annað á ég að gera? Vera í gryfjunni? Pffffff ... 3. Giftast : Kendall, Sofa : Kim, Drepa : Kylie. 4. Gabríel Heiðberg. Gæinn er algjört rolemodel. Samt þarf ég að líta niður þegar ég tala við hann. 5. Veistu ég veit það ekki. Líklegast Oliver Rähni. Pilturinn gæti skúrað þig í burtu með moppuhárinu sínu. 6. Helsti óttinn minn? Að vera lágvaxinn. Ég fæ hroll við að hugsa um það. 20

(dóttir Barða gröfukalls) 1. Markmiðið mitt í MÍ er að læra eins mikið og ég get á eins stuttum tíma og ekki vera plebbi 2. Já bókasafnið er svo kósí 3. Giftast Kylie, sofa með Kendall og drepa Kim 4. Veistu, ég er bara búin að vera svo lítið í skólanum að ég er bara ekki viss 5. Ég er ekki hrædd við neinn en eldri strákarnir eru mest ógnvekjandi 6. Mesti óttinn minn er að vera óskipulögð og missa ástvini


EMMÍ OKKAR

(SIGUR)VALDI KÁRI 1. Að útskrifast sem fyrst og forðast Einar Geir 2. Já alltof oft 3. Drepa Kim, boinka Kylie og svo giftast Kendall 4. Egill Bjarni og Þorleifur 5. Sara Emily 6. Arsenal aðdáendur - þeir er bæði banvænir og leiðinlegir

GRÉTA HJALTA SUDARIO

(Sonur Súsönnu læknis) 1. Bara hafa gaman og læra 2. Nei eiginlega ekki 3. Sofa (Kylie), giftast (Kendall), drepa(Kim) 4. Danna væntanlega 5. Geira 6. Að fá Covid

JÓI RENDALL (Írskur Goon)

1. Útskrifast 2. Yes sir 3. Drepa Kim, sofa hjá Kendall, giftast Kylie 4. Gabbi Heiðberg, gæinn er kóngur 5. Engan 6. Að komast ekkert í lífinu

EYDÍS ÓSK

(Systir Gabríels Heiðbergs) 1. Bara að útskrifast 2. Mig langar að segja nei 3. Giftast: Kendall, Sofa: Kim, drepa: Kylie 4. Hafdís, Guðný og Ivana 5. Þorleif... 6. Að drukkna 21

(bræður hennar eru Proppé tvíburarnir)

1. Markmið mitt i MÍ er bara að útskrifast 2. Því miður. 3. Giftast Kendall, sofa hjá Kim og drepa Kylie 4. Sara Emily er fyrirmyndin mín, nema þegar hún er að detta niður stiga 5. Er skíthrædd við formanninn 6. Að enda ein

MARÍN ÓMARS (Systir Lilju Ómars)

1. Reyna að sjá ekki eftir þvi að hafa ekki farið í Verzló 2. Jam 3. Giftast Kylie, sofa hjá Kim og drepa Kendall 4. Minnar ástkæru eldri systur 5. Þorleif 6. Að vera grafin lifandi


SÓLRISA 2021

DAGSKRÁ SÓLR Laugardagur 27. Febrúar MÍ-flugan

Sunnudagur 28. Febrúar MÍ-flugan

Mánudagur 1. Mars

Náttfataþema MÍ-flugan Morgunmatur í gryfjunni Karaoke keppni Bílabíó – Grease GRÓSKUDAGAR

Þriðjudagur 2. Mars

White on white þema MÍ-flugan Chugg- og kókosbolluátskeppni Kynning frá losti.is

RAMMAGERÐIN 22

KLOFN


EMMÍ OKKAR

RISUVIKU 2021 Miðvikudagur 3. Mars

GRÓSKUDAGAR

Iðnaðarþema MÍ-flugan Dónaljóðakeppni Kaffihúsakvöld utandyra ef veður leyfir

NINGUR

Fimmtudagur 4. Mars Skinku og hnakka þema MÍ-flugan Allt fyrir aurinn

Föstudagur 5. Mars Kúreka þema MÍ-flugan Línudans Brunch veisla

NÁNARI TÍMASETNINGAR VERÐA AUGLÝSTAR SÍÐAR Á FACEBOOK OG INSTAGRAM SÍÐUM NEMENDAFÉLAGSINS Nemendafélag MíSon

Nemoiso

BJARNABÚÐ 23


SÓLRISA 2021

ÁVARP FORMANNS Linda Rós Hannesdóttir

Elsku fallegu samnemendur, starfsfólk og íbúar á norðanverðum Vestfjörðum. Ég heiti Linda Rós Hannesdóttir og er formaður Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði þetta skólaár. Þegar ég byrjaði að skrifa þetta ávarp fór ég vel yfir gömul ávörp frá fyrrum formönnum skólans til að fá innblástur. Þar sá ég að venjan er að telja upp alla skemmtilegu atburðina sem haldnir hafa verið á skólaárinu en það er ansi erfitt þetta árið. Við í nemendaráðinu höfum planað fullt af skemmtilegum viðburðum í ár eins og til dæmis nýnemaball, hrekkjavökuball, fullveldisfögnuð og fullt fleira en það var því miður ekki hægt að útfæra það eins og við vildum. Við byrjuðum því skólaárið á því að aflýsa nýnemaballinu og svo því miður hrekkjavökuballinu. Þegar kom svo að því að útfæra fullveldisfögnuðinn sáum við ekki fram á að geta haldið hann með venjulegu sniði. En í staðinn fyrir að aflýsa fullveldisfögnuðinum ákváðum við að reyna fögnuð á Zoom. Það var áskorun sem krafðist þess að við hugsuðum út fyrir boxið og hún var um margt flókin í framkvæmd en heppnaðist ansi vel að mínu mati. Þetta skólaár hefur annars snúist mjög mikið um að hugsa út fyrir boxið enda ekkert annað í boði. Sjötta nóvember héldum við bílabíó sem heppnaðist mun betur en við áttum von á. Eftir bílabíóið byrjuðum við svo á fullu að plana jólavikuna. Við keyrðum útvarpsstöðina Jólafluguna í gang 30. nóvember og stóðu þær útsendingar til 5. desember. Í jólavikunni vorum við dugleg að gefa vinninga og endaði vikan svo á fullveldisfögnuðinum. Jólavikan var í heild mjög skemmtileg og heppnaðist vel. Ég vona svo innilega að við fáum að eyða meiri tíma saman í vor heldur en síðustu önn og já önnina þar á undan. Þetta er síðasta önnin mín í MÍ og ég þrái ansi heitt að fá betra og virkara félagslíf fram að útskrift. Ég ætla því að gera allt sem ég get til að klára þetta skólaár með stæl. Takk MÍ fyrir yndisleg þrjú ár <3

24


EMMÍ OKKAR

Klósettin í gryfjunni

Eiga Dyngju úlpu

Spritta sig

Koma á bíl í skólann

Nýja hárið hans Þorleifs

Sitja á borði niðri í gryfju

Vera femínisti

Vera í fjarnámi

Borða kleinuhringi

Vera í tónlistarskólanum

Styðja nýju stjórnarskrána

Kúka í skólanum

Að braka

Taka í vörina

Collab

Teams

Vera í flipflops í sokkum

Vera á föstu

Crocs

25


EE

T

SÓLRISA 2021

W

T Í EMM

26


ÁVARP MENNINGARVITA

EMMÍ OKKAR

Sara Emily Newman

Gleðilega sólrisu, frábæru samnemendur, kennarar og aðrir bæjarbúar, Sara Emily heiti ég og er menningarvitinn ykkar þetta árið. Núna er loksins komið að sólrisuvikunni! Í ár er það í 48. skiptið sem sólrisuvikan er haldin og því ber aldeilis að fagna. Ég byrjaði skólaárið á því að safna í sólrisunefnd, í nefndina safnaði ég saman fullt af skemmtilegum og duglegum krökkum sem voru tilbúin í þetta ævintýri með mér. Við

byrjuðum strax í haust að safna saman hugmyndum að viðburðum fyrir vikuna og vil ég byrja strax á því að þakka nefndinni fyrir alla hjálpina, þið eruð æði! Að skipuleggja vikuna þetta árið er búið að vera átakanlegt en samt sem áður virkilega skemmtileg áskorun. Vikan verður aðeins öðruvísi þetta árið þar sem við höfum þurft að skipuleggja alla viðburðina í kringum okkar heitt elskuðu sóttvarnarreglur

27

og fjöldatakmarkanir en mér finnst við hafa staðið okkur vel miðað við aðstæður. Þó svo að 80´s ballið og skyrglíman þurfi að bíða betri tíma þá eru nokkrir klassískir viðburðir á sínum stað ásamt öðru fjöri. Ég vona innilega að þið njótið vikunnar og finnið ykkur eitthvað skemmtilegt að gera.


DOPPELGANGER SÓLRISA 2021

Þorleifur & Chicken Little

Einar Geir og Vanilla ice

Arnar Áki og Arnar Rafns

Linda og Egill

Guðmundur og Hafdís

Jón Karl og Madagascarmörgæsin

Ivana og Arnaldur

Sara Emily og Davíð Hjalta

Gautur og White Rat úr flushed away

Auðbjörg og Marta 28


SÓLRISUNEFND EMMÍ OKKAR

Sara Emily Newman, Arnaldur Grímsson, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, Marín Ómarsdóttir, Ivana Yordanova, Eydís Ósk Kristjánsdóttir, Friðrik Heiðar Vignisson, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson, Lilja Borg Jóhannsdóttir, Gréta Hjaltadóttir, Guðný Ása Bjarnadóttir Á myndina vantar: Sædís María Steinþórsdóttir, Hera Magnea Kristjánsdóttir, Auðbjörg Erna Ómarsdóttir


SÓLRISA 2021

NEMÓ

1. Hvern úr Nemó myndirðu taka með þér í slag? 2. Hver er þinn leyndi hæfileiki? 3. Guilty pleasure? 4. Hvenær stundaðir þú seinast samlíf? 5. Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í? 6. Hver er þín versta minning úr MÍ? 7. Hverjir rífast mest í Nemó? 8. Hversu oft hefur þig langað að hætta í Nemó? 9. Krúttlegasti kennarinn? 10. Gallar við að vera í Nemó? 11. Hver er mesta byttan í Nemó? 12. Go to blanda á djamminu? 13. Smokkarnir eru búnir hvað notarðu í staðinn? 14. Hvað er það ólöglegasta sem þú hefur gert? 15. Hver er mesta frekjan í Nemó? 16. Er Nemó 20-21 besta Nemó hingað til?

30


EMMÍ OKKAR

SVAVA RÚN

SARA EMILY

1. Datt fyrst í hug Sara Emily en svo fattaði ég að hún er ekki með neitt jafnvægi og myndi örugglega detta um sjálfa sig, þannig kannski frekar Lindu, held hún sé sterkust af okkur öllum, hún gæti svoleiðis fleygt árásarmönnunum á jörðina eins og ekkert væri. 2. Öömm ég get hreyft eyrun, kann líka að braka í þumalputtunum svo get ég verið sjúklega pirrandi, það er hæfileiki... 3. Örugglega Ru Paul’s drag race, hef vandræðalega mikinn áhuga á því og allt of fáa til að tala við um það… 4. Ef ég á að vera nákvæm þá var það fyrir nákvæmlega 23 klukkutímum 14 mínútum og 3 sekúndum. 5. Það var einu sinni gyrt niður um mig í grunnskóla á skólalóðinni fyrir framan alla, síðan hef ég nokkrum sinnum dottið upp stigana í skólanum, já UPP stigana. 6. Mögulega þegar ég ákvað að taka þátt í bubbleboltanum í Sólrisuvikunni 2019, þetta var fyrsti leikurinn sem við spiluðum, það voru ekki meira en 10 sekúndur búnar af leiknum þegar einhver tussa (er nokkuð viss um að það hafi verið Ívar) ákveður að hlaupa að mér og bomba svoleiðis á mig, ég fer svona fjóra hringi í loftinu og enda á því að skella hnénu harkalega í gólfið, og btw það voru búnar svona þrjár sýningar af Ávaxtakörfunni og ég þurfti að vera haltrandi jarðarber með risa umbúðir um hnéð það sem eftir var af sýningum. Hef ekki þorað að stíga fæti inn í svona búbblu síðan þá…. 7. Ekki að það hafi verið mörg rifrildi í Nemó, en af öllum meðlimum er það pottþétt ég að rífast í Ívari. 8. Myndi ekki segja að það hafi verið svakalega oft en mögulega ca jafn oft og Ívar hefur mætt á fundi… 9. Sólrún besta mín Geirsdóttir <3 10. Ívar…. nei okey ég er hætt, en FOKKING COVID að leyfa okkur ekki að halda viðburði. 11. Úff erfið spurning, allavega ekki ég, er án djóks með ofnæmi fyrir áfengi eða eitthvað, en ég ætla að giska á Dagnýju. 12. Íste með klökum er classic blanda þegar ég vil sleppa því að verða veik í viku eftir djamm. 13. Okeokeokey….plastfilman gæti mögulega orðið fyrir valinu, jafnvel gæti virkað að nota einhvers konar sílikonform eða kannski sundhettu, hún hefur virkað best í þessum aðstæðum. 14. Guð, ég veit ekki, stal einu sinni eyrnalokk úr búð, stal síðan ís úr Hamró um daginn því Þórunn gleymdi að láta mig borga…telst það með? 15. Linda Rós Formaður Hannesdóttir King, eina ástæðan fyrir því að hún skráði sig í Nemó var til þess að hún geti fengið að stjórna okkur! 16. Já væntanlega! Veit ekki um neitt nemendaráð sem hefur rifist jafn lítið, eitt eins litlum pening og haldið jafn fáa viðburði og við. Geri aðrir betur!

1. Linda er náttúrulega ekkert eðlilega hörð en ég get samt ímyndað mér að Svava væri góður liðsauki, gellan er stórhættuleg þegar hún er reið út í Ívar. 2. Detta í gryfjunni, detta þegar ég stend, detta úr stólum og detta niður stiga í stólum og kannski labba á veggi 3. Busar 4. Áðan 5. Held að það verði að vera þegar ég hallaði mér upp að slökkvitæki í skólanum og það byrjaði að sprautast út um allt, eða kannski öll skiptin sem ég hef dottið út af engu í almenning. 6. Örugglega þegar ég datt niður gryfjustigann í stólnum mínum í fyrstu vikunni minni í MÍ eða þegar einhver fáviti úr gamla nemendaráðinu hljóp mig niður í bubbleboltanum og ég losnaði úr draslinu sem átti að halda mér í búbblunni og skallaði gólfið. 7. Það hefur ekki verið mikið um rifrildi, við erum fullkomin <3 8. Ekkert það oft, bara alla jólafluguna :) 9. Ég myndi selja sál mína fyrir Ellu ritara en mér finnst Fossdal algjör dúlla. 10. Lol Covid 11. Það væri Svava ef hún væri ekki aumingi, annars 100% Þórunn Birna, ekkert eðlilega subbuleg á djamminu. 12. Limon Nocco eða grænn Kristall. 13. Svava benti mér á það að sundhettan virki vel, annars hef ég verið að vinna með plastfilmu, bónuspoka og kókosolíu eða jafnvel bara fá hann í rassinn. 14. Horfði einu sinni á góða vinkonu mína ræna ís úr Hamraborg án þess að hika, ótrúlega erfið upplifun og ákvað þá að ég myndi aldrei gera neitt ólöglegt. 15. 15. Dagný held ég. 16. 16. Ahhhh veit ekki með það, höfum ekki fengið að gera mikið en veit að við erum betra en gamla Nemó. 31


SÓLRISA 2021

LINDA RÓS

1. Ég myndi líklega taka Söru Emily með mér, lítil og flestir hræddir við hana. 2. Er mjög góð í að stjórna öllum sem eru með mér í Nemó, eru öll skíthælar. 3. Mitt guilty pleasure er líklega að horfa upp til síðustu formanna Nemó, þá sérstaklega Magga King. 4. Daginn áður en Egill mætti í Manchester United treyjunni í skólann. 5. Á aðfangadag þegar ég opnaði jólagjöfina frá Agli fyrir framan alla fjölskylduna. Hann gaf mér styttu sem stóð á “daddy’s little girl”. Eða þegar Emil íslensku kennari skammaði mig og Svövu á fyrsta ári og ég gat ekki hætt að hlæja. 6. Þegar Egill mætti í Manchester United treyjunni í skólann. 7. Hef ekki orðið vitni að rifrildi hingað til en það væri líklegast Svava og einhver. 8. Aðeins einu sinni, það var þegar ég horfði á uppistandið hjá Pétri Jóhanni sem við borguðum fyrir. 9. 100% Sólrún Geirs. 10. Að plana eitthvað til að aflýsa því. 11. Myndi segja Svava Rún en hún verður reyndar alltaf fárveik eftir áfengi þannig að hún er hætt að drekka. Þá myndi ég bara segja Ívar Breki, hann hætti á afreks til að drekka. 12. Úff, líklega límon Nocco 13. Litli bróðir minn á Infinity Gauntlet í raunverulegri stærð, myndi líklega nota það. Google it. 14. Fara til Noregs í Covid, þorði ekki að pósta á Insta. 15. Líklega Svava Rún, lætur eins og hún sé kóngurinn en svo er ekki, því miður. 16. Já, ég myndi segja það, allavega ekki mikil pressa á okkur eftir síðasta nemendaráð. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8.

DAGNÝ BJÖRG

ÍVAR BREKI

9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16.

Ég myndi örugglega taka Þórunni með mér í slag, hún kemur manni vel á óvart. Ég veit ekki alveg hver leyndi hæfileikinn minn er, hann er nú leyndur. Mér finnst óvenjulega þægilegt að heyra brak í fólki (þá fingrum, háls, baki, eitthvað svoleiðis). Mitt að vita - þitt að komast að…neeee segi svona ... prófaðu að spyrja mig næst þegar þú sérð mig ef þú vilt vita ... Úff... svo mikið sem hefur gerst að ég get ekki valið, svo er ég svo vandræðileg manneskja að ég geri allt svo miklu vandræðilegra heldur en það þarf að vera. Kannski þegar ég datt næstum niður stigann á stól í gryfjunni. Höfum nú ekki rifist mikið, ekki mikið sem hefur gerst sem við getum rifist um. Nokkrum sinnum, sérstaklega á því tímabili þar sem ég hélt að ég mætti ekki setja upp leikrit. Helga Guðrún er náttúrulega mesta yndið. Það má ekki gera neitt … myndi segja að það væri mesti gallinn ... Covid. Þórunn Birna, hefurðu séð hana á djamminu? Drekk nú bara það sem ég get drukkið, sopa-djamm besta djamm. Ekkert held ég ... ég er nú á pillunni svo ég ætti að vera góð, tek bara sénsinn. Ummm veit ekki alveg, kannski það að ég keyri stundum án gleraugna eða linsa. Kannski Rebekka ... Hver veit, fáum varla að gera neitt, svoooooo ...

1. Þórunni því ég hef enga trú á hinum. 2. Ekkert leynt, ef ég er með hæfileika sýni ég hann eins fljótt og ég get. 3. Horfi gríðarlega mikið á Kardashian þættina. Þeir eru gríðarlega góðir. Farinn að gruna að þetta sé leikið. 4. Ætla ekki að segja það núna því þegar þetta blað kemur út mun líta út eins og það hafi verið óralangt síðan. 5. Mér finnst allt frekar vandræðalegt og óþægilegt þannig að ég er í smá erfiðleikum að velja. 6. Þegar ég lét vel valin orð falla í garð Nemó þegar ég var að fara með ræðu og ég var síðar tekinn rækilega á teppið af þeim. 7. Höfum ekki rifist mikið hingað til en ég sá einu sinni Rebekku og Svövu rífast. 8. Bara þegar þessar stelpur eru eitthvað að skammast í manni. 9. Þeir eru flestir frekar krúttlegir en sumir eru það ekki. 10. Stundum þarf maður að gera hluti. Það er smá gallað. 11. Ég þekki þær ekki mjög vel en ef ég á að giska þá er það Linda. 12. Bara eitthvað sem hægt er að drekka. Prufaði einu sinni vodka í sprite það var fint. Á mikið ólært í þessum drykkjarheimi. 13. Hugsa eitthvað ljótt og læt þarfir mínar hverfa og horfi á mynd í staðinn og borða nammi. 14. Hef keyrt hraðar en skiltin sýna. 15. Þær. 16. Nei, held það hafi verið betra fyrir nokkrum árum. Kynin eru illa skipt í þessu. 32


EMMÍ OKKAR

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16.

Ég yrði örugglega í góðum málum ef ég tæki Söru með mér. Get sofið í 12 tíma samfellt og samt verið þreytt. Örugglega bara að horfa á raunveruleikaþætti. Er enn að bíða eftir réttu stelpunni. Ég vann í Íslandsögu fyrir um 4 árum eða svo og það var eitt skiptið ég missti stjórn á vatnsslöngu og það spýttist vatn yfir frekar marga. Hef runnið og dottið nokkrum sinnum á bílaplaninu fyrir utan skólann. Við erum öll alveg óvanalega friðsöm. Man ekki eftir neinu sérstöku tilfelli. Klárlega Dóróthea. Það er frekar fúlt að fá ekki að halda neina stóra viðburði. Dagný er oft mjög góð á því um helgar. Vodka og appelsínusafi er classic. Hef ekki miklar áhyggjur af því að lenda í þeim aðstæðum. Var einu sinni sektuð fyrir aðeins of hraðan akstur í göngunum. Það var dýrt spaug. Úff, enginn sem að ég hef tekið eftir. Erum öll alveg frekar slök. Sem hlutlaus aðili, þá já.

ÞÓRUNN BIRNA 1. 2. 3. 4. 5.

ÍRIS EMBLA

6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

REBEKKA

8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16.

Ég myndi taka Söru fyrir kjaftinn. Ætli hann sé ekki bara það leyndur að ekki einu sinni ég veit af honum. Ég horfi vandræðalega oft á video af fólki lykta af kertum. Ég kýs að svara þessu ekki. Það var eitt sinn piltur sem spurði hvort ég væri til í narcos, mig langaði ekki að hitta þennan pilt og vissi ekki hvað narcos væri svo ég svaraði „nei takk ég hef ekki smakkað það” og hélt áfram með daginn. Nokkrum mínútum seinna sendir hann „Ha? Smakkka?” ....Narcos eru semsagt ÞÆTTIR EKKI MATUR ! Það er alltaf kalt. Erum ekki mikið að standa í svoleiðis veseni. Viðurkenni að það hefur komið fyrir nokkrum sinnum. Dóróthea, ég elska Dórótheu. Það má ekki halda neina viðburði utaf Covid ! Ég ætla að taka wild guess og segja Svava. Djamm? Hvað er það?? Má hringja í vin? Fékk far heim hjá próflausum einstaklingi eftir bílabíóið. Held að við séum öll svolítið frek, ef ég á að vera hreinskilin, nema Þórunn. Klárlega. Held að Þórunn væri góð í slag. Að ég er reyndar ógeðslega fyndin það bara veit það enginn. Ég hlusta stundum á mjög skrítna og kjánalega tónlist þegar ég er ein. Er því miður bara enn að bíða eftir réttu manneskjunni. Myndi segja að allt mitt líf sé einn stór vandræðalegur atburður en eitt það eftirminnilegasta var þegar ég pissaði á mig í skólanum þegar ég var í 1. bekk og Gugga gangavörður þurfti að hjálpa mér. Hef bara átt mjög góðar stundir í MÍ, verst að fara í samkomubann kannski. Rífumst mjög sjaldan en ef ég ætti að velja þá eru það Svava og Ívar, en held samt að Ívar fatti það ekki. Aldrei sem ég man eftir. Ragnheiður Fossdal er rosa krútt. Að fá ekki að halda neina viðburði er mjög pirrandi. Dagný Björg er crazy. Bara allt sem er frítt, er til í nánast hvað sem er. lítinn plastpoka. Ekki neitt, ég er alltof mikið englabarn. Svava Rún, en bara af því hún vill að allt sé gert vel. Við höfðum möguleikann á því en Covid skemmdi það dáldið fyrir okkur. 33

sem


SÓLRISA 2021

LÍF ÖLDUNGARÁÐSINS 1. Hvaða ár byrjaðir þú í Menntaskólanum á Ísafirði? // 2. Af hverju ertu hérna ennþá? 3. Varstu busaður? // 4. Hvað ertu að taka menntó á mörgum árum? // 5. Hver er kóngur skólans? // 6. Hvað er „go to“ teið fyrir svefninn? // 7. Hversu oft á viku stundar þú leikfimi?

ÞORLEIFUR HALLBJÖRN INGÓLFSSON (01MDL) Formaður bocciafélags eldri borgara

1. Fyrir svona átta árum 2. Mæti ekki í tíma og kenni kennurunum um þegar ég fell 3. minna en 10, meira en 5 4. Nei 5. Egill Fjölnis, mamma hans á skólann 6. Funheitt engifer og lime te með dass af hunangi, það er svo gott fyrir magann. 7. Má sleppa þessari spurningu?

DANÍEL WALE ADELEYE (01 MDL)

Bingóstjóri Félags eldri borgara

1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.

EGILL BJARNI VIKSE HELGASON (96MDL) Formaður Félags eldri borgara MÍ

2017 Því ég er atvinnu tossi Nei, því miður Stefni á 6 ár Ég, það vita það allir! Lime te með smá tequila Reyni að fara einu sinni í mánuði.

1. 2012 2. Ég myndi nú ekki orða það svo að ég sé hér enn. Ég var hér í stuttan tíma en einhver ævintýraþráhyggja í mér leiddi mig fljótlega suður og nú er ég kominn aftur; ætla að ná mér í stúdentspróf og eitthvað meira síðan. 3. Já, ég var busaður, fékk lýsi í hárið og allan pakkann; en ég busaði síðan aldei neinn, mér finnst ég enn eiga það inni. 4. Ég hreinlega veit það ekki. Hálfar annir og stakir áfangar í fjarnámi hafa gert námsferil minn hálf þokukenndan. Ég held ég verði bara að telja árin eftir að ég útskrifast. 5. Allir þeir sem að mæta í skólann á réttum forsendum og halda sig a beinu brautinni eru kóngar í mínum augum. Ég hef lítið að segja um félagspólitík nemendalífsins. 6. Svart te úr SAM með matskeið af hunangi og nokkrum dropum af viskí. 7. Ekki nógu oft, sérstaklega núna með allar líkamsrækarstöðvar lokaðar.

34


EMMÍ OKKAR

GÍSLI STEINN NJÁLSSON (01 MDL)

handrukkari Félags eldri borgara 1. Ég hóf mína fyrstu önn í Menntaskólanum 2017 2. Veit ekki, hef ekkert annað að gera í lífinu 3. Nei en ég og Magni ákváðum að leggja hvorn annan í einelti 4. Allt of mörgum 5. Daníel Wale 6. Það er auðvitað Redbull blandað með sma Nocco, Burn, Amino duft og Powerade 7. Maður fer ekki í leikfimi á þessum aldri

Besta pönnukökuuppskrift ever 3 gómsætir desilítrar af góðu hveiti 1/2 stór krúttleg teskeið lyftiduft 1 amazing matskeið sykursætur sykur 2 gelluleg egg 1 músluleg teskeið af hágæða klassa vanilludropum 30 sæt grömm af lekandi smjöri eins mikla mjólk þér finnst þú þurfa, smá mjólk í lífið Byrjaðu á því að láta smjörið leka á fallegu pönnukökupönnunni þinni en passaðu þig á því að smjörið hitni ekki of mikið þannig að það brenni sig ekki. Því næst ætlarðu að láta fallega hveitið, sykursæta sykurinn, æðislega lyftiduftið, gellueggin og hágæða klassa vanilludropana knúsast í stórri skál. Síðan máttu setja lekandi smjörið yfir en passa sig að hafa það ekki of heitt. Síðan hellirðu smá mjólk út á knúskrúttblönduna og hrærir því saman og bætir meiri mjólk þangað til blandan verði „skinny legend“ og fljótandi. Þerraðu mesta smjörið af fallegu pönnukökupönnunni þinni og hafðu hana miðlungi heita (ekki jafn heita og þú ert) Settu oggupons af knúskrúttblöndunni á fallegu pönnukökupönnuna þína og gerðu kökuna mjög þunna og steiktu hana þangað til hún er orðin „tan“ undir, þá snýrðu henni við svo hún verði „tan“ hinum megin líka. Best er kakan þín borin fram með sætum sykri eða mega rjóma og geggjaðri sultu. Síðan má ekki gleyma að setja smá Nutella á þær, það má svindla í megrun í sólrisuvikunni ;) Til að gera sætu fínu pönnukökuna þína vegan, sem er svo æði, þá er hægt að setja eplamauk í stað eggja og haframjólk í stað venjulegrar mjólkur. Vonandi skellið þið í ljúfar og ljúffengar pönnukökur í sólrisuvikunni okkar.

35


SÓLRISA 2021

“Gamlir” MÍ-ingar PÉTUR ERNIR SVAVARSSON FYRRUM FORMAÐUR LEIKFÉLAGS

Hvenær útskrifaðist þú úr MÍ? 2019 Hver er eftirminnilegasta minningin þín úr MÍ? Úff svo margt, leikritin, 80’s böllin, rúntarnir, öll partýin og dramað sem fylgdi, fara út að skokka með Andreu Harðar klukkan 7 að morgni í París… Hver var uppáhalds kennarinn þinn og af hverju? Sólrún og Andrea eru fyrirmyndir mínar. Algjörar svona „work hard, play hard” týpur. Hvað var það vandræðalegasta sem þú lentir í á skólagöngunni þinni? Ætli það að syngja og dansa á sviði sem ananas í þröngum leðurbuxum sé ekki ofarlega… neee veit ekki.

Hvað ertu að gera í dag? Ég er í tvöföldu námi við Listaháskóla Íslands í söng og píanóleik. Vinn reyndar líka sem meðleikari hjá Söngskóla Sigurðar Demetz og Tónlistarskóla Ísafjarðar ooog sé um sunnudagaskóla Langholtskirkju. Annars var ég að byrja að horfa á Brooklyn nine-nine, mæli með. Djammaðirðu mikið í MÍ? Átti ég að vera að gera eitthvað annað? Hvernig var félagslífið? Félagslífið var fullkomið, maður hittir ekki betra fólk. Allir eins og ein stór fjölskylda. Varstu busaður? Hvernig var sú upplifun? Nei

Á hvaða braut varstu? Náttúruvísindabraut.

GUÐRÚN ÓSK ÓLAFSDÓTTIR FYRRUM FORMAÐUR LEIKFÉLAGS Hvenær útskrifaðist þú úr MÍ? Ég útskrifaðist vorið 2019. Hver er eftirminnilegasta minningin þín úr MÍ? Eftirlegasta minning úr MÍ eru klárlega sólrisuleikritin, svo margar góðar minningar úr þeim öllum.

36

Hver var uppáhalds kennarinn þinn og af hverju? Úff margir gullmolar, en þeir sem standa upp úr eru Sólrún, Andrea og Dóróthea. Allar bara svo geggjaðar. Já og svo náttúrulega Jónas með sínar sprengjur og tilraunir í efnafræði, það stendur alltaf upp úr líka.


EMMÍ OKKAR

Hvað var það vandræðalegasta sem þú lentir í á skólagöngunni þinni? Dettur ekkert súper vandræðanlegt í hug. Ætli það sé ekki bara þegar ég datt í stiganum hjá stofu 10/11.

Íslands, bý í Reykjavík og jú út af ástandinu sem við þekkjum öll er maður voðalega mikið bara heima að læra og mikið heima yfir höfuð. Bara voða notalegt og næs.

Á hvaða braut varstu? Var á náttúruvísindabraut

Djammaðirðu mikið í MÍ? Myndi nú ekki segja að ég hafi djammað yfir mig allavega, bara svona hóflega mikið

Hvað ertu að gera í dag? Í dag er ég í viðskiptafræði í Háskóla

Hvernig var félagslífið? Félagslífið í MÍ var mjög gott og alltaf eitthvað að gerast. Varstu busaður? Hvernig var sú upplifun? Ekki busuð, rétt slapp þar.

MELKORKA ÝR MAGNÚSDÓTTIR FYRRUM FORMAÐUR

svo í sólrisuleikritinu var svo ótrúlega skemmtilegt. Honorable mention er svo þegar MÍ komst í fyrsta skipti í sjónvarpið í Gettu betur, geggjað lið, hópferð til Reykjavíkur að hvetja, svo alltof góð stemning!

þetta blessaða covid hefur yfirgefið okkur.

Hver var uppáhalds kennarinn þinn og afhverju? Úff, erfitt að velja, allt eintómir kóngar sem starfa í MÍ. En Fossdal kom með gullkorn í hverjum tíma sem standa mikið upp úr. Sólrún var alltaf hress og svo var geggjað að vera í tíma hjá Dórótheu - flóknustu hlutir urðu bara EZ þegar hún útskýrði þá.

Hvernig var félagslífið? Félagslífið var bara þokkalegt að mínu mati, alltaf eitthvað að gerast, mis mikil stemning eftir árum samt, 2015-2016 vissulega það besta þegar kom að þessum málum, þvílík stjórn sem réði þá. En ég reyndi að taka þátt í nánast öllu sem ég gat sem gerði þetta mun skemmtilegra, kynntist þá líka fullt af frábæru fólki!

Hvað var það vandræðalegasta sem þú lentir í á skólagöngunni þinni? Ætli það verði ekki að vera þegar ég var send heim af balli á fyrsta ári. Hvenær útskrifaðist þú? Ég útskrifaðist 2016 Hver er eftirminnilegasta minningin þín úr MÍ? Vá þær eru svo alltof margar! En ég held að eftirminnanlegast sé síðasta árið mitt sem var algjör veisla, að vera formaður með algjöra snillinga með sér í stjórn getur ekki klikkað. Sólrisan það ár var mjög eftirminnileg, bæði að taka þátt í að skipuleggja og leika

Á hvaða braut varstu? Náttúrufræðibraut. Hvað ertu að gera í dag? Í dag er ég svolítið allt í öllu eins og mér líður best. Ég er í námi við Háskóla Íslands þar er ég að læra tómstundaog félagsmálafræði. Ásamt því er ég að leysa af sem forstöðumaður í félagsmiðstöð og þjálfa CrossFit. Stefni svo á að klára söngnámið mitt þegar 37

Djammaðirðu mikið í MÍ? Maður hataði ekki gott djamm með góðum vinum.

Varstu busaður? Hvernig var sú upplifun? Já, ég var busuð. Við vissum lítið hvað væri að fara gerast eða hvenær svo maður reyndi að mæta í fötum sem manni þótti lítið vænt um svona fyrstu vikuna. Okkar busun var þó mun vægari en það sem maður hefur heyrt af. Man svo sem ekki mikið en okkur var skellt í ruslapoka, vorum látin skríða um eins og kindur og smalað saman, gerðum alls konar þrautir, skvett á okkur tómatsósu og fleira í þeim dúr. Þetta var bæði óþægileg en samt skemmtileg upplifun.


SÓLRISA 2021

GYLFI ÓLAFSSON

FORSTJÓRI HEILSUGÆSLUNNAR Á ÍSAFIRÐI þáþrá eða nostalgía um að það hafi verið miklu skemmtilegra í gamla daga. En ef þú hefðir spurt mig strax eftir menntaskólann þá hefði ég sagt já en ekki jafn mikið og það var 10 árum fyrr, en það var mjög mikið sko. Við lentum líka á mjög heppilegum tíma. Það var smá gullöld í sveitaballahljómsveitum, Ber, Írafár og Í svörtum fötum voru að spila úti í Sjalla og félagsheimilinu í Hnífsdal, þannig að þetta var mjög mikil gullöld hvað það varðar.

Hvenær útskrifaðist þú úr MÍ? Vorið 2003

er núna orðin tengdamamma mín. Eða árið 2005.

Hver er eftirminnilegasta minningin þín úr MÍ? Það sem ég myndi segja eftirminnilegast var útvarpsbrasið sem við stóðum í, við vorum með MÍFluguna nokkrum sinnum og svo lentum við í mjög löngu kennaraverkfalli eitt árið og þá vorum við með útvarpsstöð í marga marga mánuði, sem var rekin hérna í gamla apótekinu. Við fjármögunuðum það með einhverjum spurningakeppnum og hinu og þessu og keyptum alveg ótrúlega mikið af græjum sem ég vænti að hafi farið á eitthvert flakk og týnst og þetta var rosalega skemmtilegt bras. Svo annað sem ég myndi segja er skiptinemadvölin sem var ekki í MÍ en var samt á þessum tíma og kannski saman sýnir þetta að það sem situr eftir er ekki það sem gerist á milli 8-16.

Hvað var það vandræðalegasta sem þú lentir í á skólagöngunni þinni? Það sem mér datt í hug var þegar afmælismyndbandið var gert núna í haust og það var myndband af mér að syngja lag með hljómsveitinni Gleðisveitinni og textinn var „systur minni finnst best að láta kúkinn lafa“ sem mér þótti mjög fyndið á þeim tíma og þykir reyndar ennþá en finnst samt vandræðalegt að ég hafi verið uppi á sviði og sungið þetta og þetta hafi verið tekið inn í myndbandið.

Hvernig var félagslífið? FÞað var mjög fjölbreytt og skemmtilegt, þá eins og ég ímynda mér að sé núna var samt alltaf einhvern veginn svona þáþrá eða nostalgía um að það hafi verið miklu skemmtilegra í gamla daga. En ef þú hefðir spurt mig strax eftir menntaskólann þá hefði ég sagt já en ekki jafn mikið og það var 10 árum fyrr, en það var mjög mikið sko. Við lentum líka á mjög heppilegum tíma. Það var smá gullöld í sveitaballahljómsveitum, Ber, Írafár og Í svörtum fötum voru að spila úti í Sjalla og félagsheimilinu í Hnífsdal, þannig að þetta var mjög mikil gullöld hvað það varðar.

Varstu busaður? Hvernig var sú upplifun? Já, ég þurfti að hringja í Magna til að spyrja hvernig þetta var því ég var búinn að gleyma þessu. Hún var ekkert svakalega eftirminnileg en við vorum Á hvaða braut varstu? busuð og gróðursettum einhver tré og Ég var á náttúrufræðibraut. okkur var ekið um á einhverjum palli. Okkur var ekki dýft í kalt hveitivatn en Hvað ertu að gera í dag? Ég er núna forstjóri Heilbrigðisstofnunar það var busauppboð. En ég man ekki Vestfjarða, og er tveggja barna faðir hvað ég gerði, ætli ég hafi ekki þrifið og stundakennari við Háskólasetur einhvern bíl eða eitthvað álíka, það var mjög algengt. Það var búið að teipa Hver var uppáhalds kennarinn þinn Vestfjarða. einhverja ganga sem gönguleiðir fyrir og af hverju? busa, svona sérmerktar mengaðar og Ég kemst ekki upp með að segja annað Djammaðirðu mikið í MÍ? en Hildur Halldórsdóttir, hún kenndi mér Það var mjög fjölbreytt og skemmtilegt, þröngar meðfram veggjum. lífræna efnafræði að minnsta kosti og þá eins og ég ímynda mér að sé núna var svakalega hress og skemmtileg og var samt alltaf einhvern veginn svona 38


HEIÐRÚN TRYGGVADÓTTIR

EMMÍ OKKAR

ÁFANGASTJÓRI

á náttúrufræðabrautinni hvert bein, fylgdist vel með okkur og því sem við vorum að gera og var þar að auki góður líffræðikennari. Helga hefur eiginlega ekki losnað við okkur síðan í MÍ og þegar við hittumst útskriftarárgangurinn reynum við nokkur að hitta á hana til að rifja upp gamla MÍ-tíma. Þegar ég sjálf fór að kenna var gott að hafa haft svona góða fyrirmynd eins og Helgu í kennslu. Margir aðrir kennarar koma auðvitað upp í hugann og einn þeirra er m.a.s. ennþá við störf í MÍ, Jón Reynir skólameistari. Hann kenndi mér veður- og haffræði og er eiginlega alltaf jafn hissa hvað ég man lítið frá þeirri kennslu. Fyrirgefðu Jón Reynir að hafa ekki tekið betur eftir. Hvenær útskrifaðist þú úr MÍ? 1993 Hver er eftirminnilegasta minningin þín úr MÍ? Það eru margar mjög eftirminnilegar og erfitt að velja úr. Haustferðin inn í Reykjanes þegar ég var í 4. bekk (allir bóknámsnemar voru þá í bekkjum), dimmision og svo margt fleira. Eftirminnilegast er í rauninni að hafa eignast marga vini og kunningja sem hafa fylgt mér síðan í MÍ. Hver var uppáhalds kennarinn þinn og afhverju? Það voru margir góðir kennarar sem kenndu mér í MÍ og mjög erfitt að gera upp á milli sumra þeirra. Á engan er hallað þegar ég segi að uppáhaldskennarinn minn hafi verið Helga Friðriksdóttir líffræðikennari. Hún átti eiginlega í okkur

Hvað ertu að gera í dag? Í dag er ég áfangastjóri í MÍ. Sá ég mig í anda, þegar ég var nemandi í MÍ, að ég ætti eftir að vinna hérna? Ó nei, en þetta starf er eitt það skemmtilegasta sem ég veit, gott samstarfsfólk og frábærir nemendur! Djammaðirðu mikið í MÍ? Ég held að nánast allir hafi djammað mikið þegar ég var í MÍ. Ég drakk reyndar ekki en það var nánast farið á böll í Sjallanum allar helgar og fáránlega oft var Sálin hans Jóns míns að spila.

Hvernig var félagslífið? Félagslífið var skemmtilegt. Ég var einn vetur ritari í nemendafélaginu sem er Hvað var það vandræðalegasta sem reynsla sem hefur oft komið sér vel. Það þú lentir í á skólagöngunni þinni? er skemmtilegt við félagslífið í MÍ að Ég hagaði mér yfirleitt vel enda kannski margar hefðir sem voru þá eru enn við ekki gáfulegt að gera neitt annað lýði í dag. þegar báðir foreldrar manns vinna við skólann eins og foreldrar mínir gerðu Varstu busuð? Hvernig var sú þá. Vandræðalegast er kannski að hafa upplifun? sofnað í tíma og einn skólabróðir minn Ég byrjaði í MH og var busuð þar. Það var svo tillitssamur að vekja mig ekki var skrýtin upplifun, við busarnir vorum heldur vekja athygli allra annarra og þar pínu spenntir en líka pínu hræddir. Í MH á meðal kennarans á þessari svefnpurku. voru busasiðirnir nokkuð öðruvísi en í Þetta fréttist að sjálfsögðu með hraði MÍ og mér fannst því frábær hugmynd heim. Ég sofnaði ekki aftur í tíma í MÍ! þegar ég byrjaði í MÍ að kynna nokkra nýja busasiði til leiks eins og t.d. Á hvaða braut varstu? busauppboðið. Ég held að mamma og Ég var á náttúrufræðabraut. Mamma Jón Reynir séu ekki enn búin að fyrirgefa námsráðgjafi reyndi mikið að leiða mig mér fyrir að hafa flutt það fyrirbæri í MÍ. í sannleikann um að málabraut væri Ég er ótrúlega fegin að busun fer ekki líklega eitthvað meira fyrir mig. Hefði lengur fram og það er miklu jákvæðari betur hlustað á hana, málabrautin hefði upplifun að fá að koma inn í skólann sinn komið sér betur í íslenskunni í HÍ en með nýnemaferð eins og er gert í dag. náttúrufræðabrautin.

KUBBUR

EFNALAUGIN ALBERT 39


SÓLRISA 2021

ÁVARP FORMANNS LEIKFÉLAGS Dagný Björg Snorradóttir

HeyHey!! Í ár verður sett upp leikritið Hárið, ég segi „verður“ því þegar sólrisublaðið kemur út erum við ekki byrjuð að sýna svo enn er tími fyrir þig til að mæta. Covid-19 setti allt í pásu og svo fór allt í einu allt í gang og fengum við því 10 vikur til að setja upp þetta magnaða verk. Verk um frið og ást, sem er eitthvað sem við þurfum eftir þetta langa ár sem var að líða. Það er ekkert djók að taka að sér svona verkefni. Mjög tímafrekt, mikið stress og mikið svefnleysi, heilinn er alls staðar að hugsa um allt og ekkert. Og svo ofan á það Covid-19 þar sem skólaárið hefur verið skrítið og ekki var vitað hvort við mættum einu sinni setja upp leikrit og þá kemur enn meira stress. Þetta er samt ekki allt slæmt og ég sé alls ekki eftir því að hafa boðið mig fram í formann leikfélagsins, örugglega eitt af því besta sem ég hef gert. Geggjuð upplifun sem ég mæli rosa mikið með, ég hef kynnst fullt af fólki og eignast félagslíf sem er alltaf plús.

Ég vil þakka öllum sem koma að leikritinu, Gunna fyrir að koma hingað og leikstýra, Fiffa sem sem hefur bjargað mér oftar en ég get talið, Ásrósu fyrrum formanni leikfélagsins, fyrir að svara öllum mínum spurningum, sýningarstjórum sem tóku smá álag af mér og svo auðvitað öllum leikurum, hljómsveit og baksviðsfólki; án ykkar hefði ég ekki getað gert neitt, án ykkar hefði Hárið aldrei orðið að veruleika svo ég þakka ykkur innlega fyrir að taka þátt í þessu með mér. Ég vil líka þakka öllum sem hafa nennt að hlusta á mig kvarta undan stressi eða að það sé mikið að gera hjá mér, sérstklega Guðrúnu söngkennaranum mínum sem hefur verið eins og sálfræðingurinn minn í gegnum þetta allt. Ég get ekki lýst því hversu þakklát ég er fyrir alla þá hjálp sem ég hef fengið. Takk fyrr að lesa ávarpið. Vonandi verður frumsýning 19. mars, vona að sem flestir mæti. Þetta verður geggjað! Þú vilt ekki missa af þessu! Dagný Björg Snorradóttir

40


EMMÍ OKKAR

HAS BEEN • Bríet Sigríður • Sígóhorn • Boloborð • Milfzborð • Tóbak • Daniel • Vestragallinn • Sófarnir • Tossar • Too Jűl For Schule • Fjarnám

41


RITNEFND

SÓLRISA 2021

Hafdís Bára Höskuldsdóttir, Daniel Wale Adeleye, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir, Svava Rún Steingrímsdóttir, Marta Sóley Hlynsdóttir, Lilja Borg Jóhannsdóttir

ÞAÐ SEM VAR

EÐLILEGT FYRIR

COVID EN ER ÓGEÐSLEGT NÚNA

Djammsleikur Kúra í gryfjunni

Almenningsklósett 42

Fara til Reykjavíkur

Sopad


EMMÍ OKKAR

Skítugar og ósprittaðar hendur Vodki = sprittlykt

djamm

Knúsa fólk sem þú þekkir ekki

Hósta og hnerra án þess að halda fyrir munninn á almannafæri

Að maður þurfti að sjá skítugar tennur og finna andfýlu fólks

Deila mat 43

One night stand


SÓLRISA 2021

9.990 kr.

Innifalið í Heimilispakkanum er m.a. 200GB Ótakmarkað innlent niðurhal

Ótakmarkað upphal

200GB erlent niðurhal

* Hægt er að stækka í ótakmarkað erlent niðurhal fyrir 1.850 kr. auka á mánuði

Snerpa ehf. | Mjallargata 1 - 400 Ísafjörður | www.snerpa.is | 520-4000 | snerpa@snerpa.is 44


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.