Fylkir

Page 1

1. tรถlublaรฐ, 2010


Gunnar Atli Gunnarsson

formaður Fylkis, félags ungra sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ

Hverjum treystir þú best? Margt ungt fólk sem nú kýs í fyrsta sinn í sveitastjórnarkosningum segir valkosti sína óskýra og erfitt sé að greina milli flokka. Það er að mörgu leyti skiljanleg afstaða, enda orkar margt tvímælis í íslenskum stjórnmálum á þessum síðustu og verstu tímum. Í kosningunum þann 29.maín n.k. standa kjósendur í Ísafjarðarbæ frammi fyrir fjórum valkostum þar sem ásamt Sjálfstæðisflokknum bjóða sig nú fram Í-listi Samfylkingar, Vinstrigrænna og Frjálslynda flokksins, Framsóknarflokkurinn og Kammónista-

flokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn byggir á sjálfstæðisstefnunni sem byggir á frelsi, einstaklingframtaki og samstöðu allra stétta, stétt með stétt. Að kraftur einstaklingsins og frumkvæði hans sé burðarás samfélagsins sem haldi uppi lífskjörum í landinu. Að allir einstaklingar fái jöfn tækifæri í lífinu og eðlilegt svigrúm og frelsi til að nýta þau tækifæri. Sjálfstæðisstefnan hafnar forsjár- og félagshyggju þar sem litið er á einstaklinginn sem þiggjanda og hann fái ekki notið árangur erfiðis síns og þeirra

tækifæra sem honum bjóðast. Það er miklilvægt að allir fái notið þeirra tækifæra sem lífið býður uppá, með góðri menntun, heilsugæslu og jafnrétti. En þrátt fyrir mikilvægi stefnu og strauma í pólitík verður ekki fram hjá því gengið að sveitarstjórnarkosningar snúast ekki síður um þá einstaklinga sem bjóða sig fram til starfa fyrir bæjarfélagið. Hvaða fólki við treystum best til að stjórna bænum okkar til næstu fjögurra ára. Af þeim fjórum framboðum sem

Af hverju XD?

Ég vil að lokum hvetja ungt fólk til að nýta sér þann mikilvæga lýðræðislega rétt sem felst í kosningum og til að taka þátt í komandi sveitarstjórnarkosningum þann 29. maí. X-D ! Gunnar Atli Gunnarsson Formaður Fylkis.

Hafdís Gunnarsdóttir

,,Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn af því að ég treysti því fólki sem er í framboði til að halda áfram að efla Ísafjarðarbæ. Þetta snýst því um traust, heiðarleika og fagmennsku.”

Anna Marzellíusardóttir

,,Aðalástæða þess að ég styð Sjálfstæðisflokkinn er sú að ég trúi á einstaklings- og atvinnufrelsi, og vil að allir hafi möguleika á því að komast áfram í lífinu á eigin verðleikum og forsendum. Einnig er það trú mín að hagsmunum okkar bæjarfélags, sem og alls landsins, sé best borgið með stefnu Sjálfstæðisflokksins að leiðarljósi”

valið stendur um í Ísafjarðarbæ, er enginn vafi í mínum huga að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins skipa þann sess.

Magnús Helgi Guðmundsson:

,,Af því að ég treysti því að fólkið sem skipar framboðslista Sjálfstæðisflokksins séu samkvæm sjálfu sér og munu vinna gott starf í þágu bæjarfélagsins”

Lísa Marý Viðarsdóttir

,,Ég styð Sjálfstæðisflokkinn því mér finnst mikilvægt að hver og einn njóti ávaxta eigin erfiðis”

Lára Rán Sverrisdóttir

Þorlákur Ragnarsson:

,,Því ég trúi á frelsi einstaklingsins og treysti þeim til áframhaldandi góðra verka”

,,Af því ég get ekki annað skoðana minna vegna”

Ásgeir Guðmundur Gíslason

,,Vegna þess að Sjallarnir bera mig alla leið til þess að verða hamingjusamur og sjálfstæður maður.”

Snævar Sölvi Sölvason:

,,Vegna þess að í Sjálfstæðisflokknum er fólk með sömu grunnáherslur þegar kemur að uppbyggingu samfélags og viðhald þess. Miðstýring og forræðishyggja eru þættir sem mega ekki vera ríkjandi í neinu samfélagi og hefur Sjálfstæðisflokkurinn yfirleitt reynt að sporna við þróun í þá átt.”

2

Silja Rán Guðmundsdóttir

,,Ég er sjálfstæðismaður því ég er almennt sammála stefnu Sjálfstæðisflokksins. Ég vil búa í sem bestu samfélagi og treysti lista Sjálfstæðismanna best fyrir stjórn sveitarfélagsins. Ég skora því á alla að setja ex við dé “

Sigurjón Hallgrímsson:

,,Ég vil meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkur landsins sem treystir hinum frjálsa markaði og gefur einstaklingsframtakinu ríkt verðmæti. Auk þess er ég sáttur hvernig hann hefur staðið að verkum hér í Ísafjarðarbæ undir forystu Halldórs Halldórssonar.”


Spurt og svarað Hlynur Kristjánsson

Guðfinna Hreiðarsdóttir

10. sæti á lista sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ

3. sæti á lista sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ 1. Tekur þú á lýsi á morgnanna? Ekki alltaf, en oft. Stundum bíður það fram eftir vinnu. 2. Sefurðu í náttfötum? Nei, er of heitfeng til þess. 3. Hvað rakspíra/ilmvatn notar þú? Við Google fundum út í sameiningu að ilmvatnið sem ég nota núna er frá Lacoste og heitir Touch of Pink. 4. Uppáhalds teikninmyndapersónan þín? Andrés Önd, ekki spurning. Við höfum verið áskrifendur í mörg ár og ekki á dagskránni að hætta. 5. Uppáhalds lið í enska? Ekkert sérstakt. Finnst fótbolti samt skemmti- legur og verð alveg forfallinn sjónvarpsglápari þegar HM er í gangi. 6. Ertu rómantískur/rómantísk? Það verður víst seint sagt um mig. 7. Ertu í góðu formi? Alveg skikkanlegu, nægilega góðu til að komast 50 km í Fossavatnsgöngunni og hlaupa hálft maraþon. 8. Hvert er þitt lífsmottó? Það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. 9. Tekurðu þátt í heimilsstörfum á þínu heimili? Já, þau lenda að mestu á minni könnu. 10. Spilarðu á eitthvað hljóðfæri? Gat einhvern tímann spilað aðeins á píanó en hef að mestu glatað þeirri getu sökum æfingaleysis. 11. Fallegasti maður/kona utan maka? Synir mínir. 12. Sala áfengis í matvöruverslunum? Ég tel í sjálfu sér ekkert athuga vert við að selja léttvín í matvöruverslunum. Hins vegar ekki hrifin af stórum verslunum þar sem allt fæst og er mikill stuðnings maður sérverslana. 13. Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Spennu- og lögregluþættir en annars eru þættirnir um House í miklu uppáhaldi. 14. Draumastarfið? Held bara að ég sé í draumastarfinu. Finnst sagnfræði grúskið svo skemmtilegt að það er líka helsta áhugamálið mitt. 15. Hvaða ofurkraft? Ég vildi að ég gæti unnið margfalt hraðar.

1. Tekur þú á lýsi á morgnanna? Nei 2. Sefurðu í náttfötum? Nei ekki lengur 3. Hvað rakspíra/ilmvatn notaru? Disel only the brave 4. Uppáhalds teikninmyndapersónan þín? Hómer Simpson 5. Uppáhalds lið í ensku knattspyrnunni? W.B.A 6. Ertu rómantískur/rómantísk? Ég legg mig allann fram við það, en konan mín verður að dæma um árangurinn 7. Ertu í góðu formi? Það fer eftir því við hvað þú miðar. 8. Hvert er þitt lífsmottó ? Að lifa lífinu er eins og spila spil með spekings- legann svip og taka í nefið(Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði.) Og þótt þú tapir það gerir ekkert til, það var hvort sem er vitlaust gefið. Eftir Stein Steinar. Kannski ekki týpískt mottó en ágætis speki engu að síður. 9. Tekurðu þátt í heimilsstörfum á þínu heimil? Já 10. Spilaru á eitthvað hljóðfæri? Já ég spila á bassa og get glamrað á skeiðar ef þannig ber undir 11. Fallegasti maður/kona utan maka? Mamma 12. Sala áfengis í matvöruverslunum? Já ekki spurning 13. Uppáhalds sjónvarpsþáttur ? The Simpsons 14. Draumastarfið? Geimfari 15. Hvaða ofurkraft? Ég held að það gæti verið gaman að getað flogið.

Gísli Halldór Halldórsson 2. sæti á lista sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ

Afhverju Sjálfstæðisflokkurinn?

Þann 29. maí verður gengið til sveitarstjórnarkosninga. Fjórir árgangar ungs fólks taka þátt í sveitarstjórnarkosningum í fyrsta sinn. Þetta eru mikilsverð tímamót í lífi hvers einstaklings. Kosningarétturinn er ekki sjálfsagður heldur tilkominn vegna baráttu genginna kynslóða. Kosningarétturinn er möguleiki okkar til að hafa áhrif. Ungt fólk, líkt og aðrir, þarf að skoða hug sinn vandlega áður en það ráðstafar atkvæði sínu. Með atkvæðinu velur kjósandinn þá leið sem hann telur farsælasta, sér og samfélagi sínu til heilla. Spurningin sem þarf að spyrja sig er: Hvaða valkostur markar farsælustu leiðina? Fólk hefur ólíkar skoðanir á því hvernig leyst skuli úr málum samfélagsins og hvaða sjónarmið eigi að leggja til grundvallar. Af þeim sökum skipast það í flokka. Nokkur munur er á grundvallarsjónarmiðum stjórnmálaflokkanna. Þegar kemur að einstökum málum geta áherslur mótast af þessum grundvallarsjónarmiðum. Á vettvangi sveitarstjórnarmála getur munur á áherslum þó oft verið lítill og því þarf einnig að líta til

þess hvaða persónur gefa kost á sér á framboðslistum flokkanna. Kjósendur eru með atkvæði sínu að ráða þessa einstaklinga til setu í bæjarstjórn. Hvernig hafa þeir reynst? Hvernig munu þeir reynast? Hvaða grundvallargildi hafa þeir til hliðsjónar í störfum sínum? Sjálfstæðisflokkurinn byggir á gömlum gildum, þeim sömu í heila öld. Hornsteinninn er frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. Þessi hugsun ásamt hugtakinu „stétt með stétt“ er kjarninn í sjálfstæðisstefnunni. Þetta er sú hugsun að samfélaginu muni farnast best ef við náum að virkja þann kraft sem býr í hverjum einstaklingi. Ekki þannig að einum verði hampað öðrum fremur, heldur þannig að hver og einn fái að njóta sín eins og kostur er. Það hefur margsannað sig að með því að gefa einstaklingum frelsi til athafna, - með skynsamlegum takmörkunum þó, eru mestar líkur á að byggt sé upp kraftmikið velferðarsamfélag. Afskiptum hins opinbera þarf að halda í lágmarki þannig að einstaklingar hafi svigrúm til athafna, auðvitað innan skynsamlegra marka. Jafnvel þó að flokkurinn sveigi tímabundið af leið er kjölfesta okkar sjálfstæðisstefnan og á grunni hennar finnum við alltaf kúrsinn aftur. Framboðslisti sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ hefur á að skipa

hæfu fólki sem hefur blöndu af góðri menntun og reynslu úr atvinnulífi og sveitarstjórnarmálum. Við höfum sýnt það að okkur er treystandi fyrir málefnum bæjarins. Þrátt fyrir að aðstæður hafi lengi verið erfiðar á Vestfjörðum hefur í stjórnartíð sjálfstæðismanna tekist að halda uppi öflugum bæjarbrag og kraftmiklu mannlífi. Slíkt er ekki sjálfgefið og er tilkomið vegna þess að í stjórn bæjarins hefur þess verið gætt að treysta grunninn í stað þess að grípa til örþrifaráða sem enginn veit hvort leiða til góðs eða ills. Við sjálfstæðismenn hefðum svo gjarnan viljað geta státað af nýrri sundlaug á Torfnesi, en sem betur fer gættum við að okkur og lentum því ekki í sömu ógöngum og t.d. íbúar Álftaness. Kreppan 2008 hefði hitt Ísafjarðarbæ illa fyrir ef sundlaugarframkvæmdir hefðu þá verið komnar í fullan gang. Ungir kjósendur geta treyst því að sjálfstæðismenn munu ekki fórna framtíð bæjarfélagsins fyrir stundarhagsmuni eða tilraunakenndar fjárfestingar. Ungir kjósendur geta engu að síður treyst því að sjálfstæðisfólk í Ísafjarðarbæ á drauma og framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið. Með þátttöku íbúanna ætlum við sjálfstæðismenn að móta framtíðarsýn fyrir bæinn í uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Við ætlum að halda íbúaþing þar

sem farið verður ofan í kjölinn á þeim möguleikum sem bjóðast í mannvirkjagerð við Pollinn í Skutulsfirði, s.s. skemmtibáthöfn og varnargarða. Sjálfstæðismenn vilja með hjálp íbúanna og á grunni einstaklingsframtaksins finna leiðir til að efla byggðina í öllum hlutum sveitarfélagsins. Orð eru til alls fyrst og á grunni hugmynda og framtíðarsýnar má feta sig áfram til stórra verka. Það sem mestu skiptir er að sjálfstæðismenn trúa á mátt einstaklinga til að byggja upp samfélagið. Við munum ekki draga allar lausnir upp úr eigin hatti heldur leyfa íbúunum að benda á leiðir og vinna svo með þeim að því að komast á leiðarenda. Bæjaryfirvöld hafa stutt við bæjarhátíðir, ferðamennsku og tilraunir til að efla nýsköpun. Bæjaryfirvöld hafa stutt þá uppbyggingu sem hér á sér stað í menntun, háskólamálum og rannsóknum. Við höfum ekki setið auðum höndum og munum uppskera samkvæmt því. Kæri kjósandi! Sjálfstæðismenn í Ísafjarðarbæ tóku ekki þátt í þeim hrunadansi sem endaði með ósköpum árið 2008. Sjálfstæðismenn í Ísafjarðarbæ misstu ekki tökin árið 2007. Sjálfstæðismenn í Ísafjarðabæ munu standa vörð um framtíð bæjarins meðan á móti blæs.Vertu með í vinningsliðinu. X-D! 3


Áherslumál Fylkir, félag ungra sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ, leggur áherslu á: Að bæjaryfirvöld gæti aðhalds í rekstri bæjarins á komandi kjörtímabili. Skuldir í dag verða skattar á ungt fólk. Þörf er á að horft sé til framtíðar með raunsæjum hætti og ætti komandi bæjarstjórn að hafa það að markmiði að halda uppi þeirri grunnþjónustu sem sveitarfélaginu ber að veita íbúum þess. Því telja ungir sjálfstæðismenn í Ísafjarðarbæ að ekki verði til fjármagn á næsta kjörtímabili til að ráðast í stórar framkvæmdir eins og til dæmis nýrrar sundlaugar. Að reynt verði að efla Háskólasetrið enn frekar þar sem aðgangur að menntun er lykillinn að því að halda ungu fólki í bænum okkar. Að spornað verði gegn hækkunum á gjöldum sveitarfélagsins sem leggjast þungt á ungt fjölskyldufólk. Að bæjarstjórnin beiti sér fyrir því að bæta netsamband og að sem fyrst verði farið í að klára hringtengingu ljósleiðara. Að áframhaldandi starfsemi félagsmiðstöðva í öllum bæjarkjörnum Ísafjarðarbæjar verði tryggð. Að ungt fólk fái vettvang til að koma hugmyndum og skoðunum sínum um bæinn til bæjarstjórnar. Það yrði gert t.d. með því að efla starf ungmennaráðs og með reglulegum opnum fundum með ungu fólki. Að opin leiksvæði fyrir yngstu íbúa bæjarins verði bætt. Að áfram verði boðið upp á fjölbreytta sumarvinnu fyrir ungt fólk. Að fræðsla fyrir ungt fólk um einelti, kynferðislegt ofbeldi, áfengi og önnur vímuefni verði efld. Bæjarstjórn beiti sér fyrir því að fá að nýju heimild fyrir millilandaflugi minni véla frá Ísafjarðarflugvelli, einkum Grænlandsflugi. Að Ísafjarðarbær sjái áfram til þess að það sé grundvöllur fyrir þeim glæsilegu hátíðarhöldum og menningarviðburðum sem fram fara í bæjarfélaginu.

Fylkir hvetur ungt fólk til þess að íhuga hversu mikilvægur atkvæðisrétturinn er. Ábyrgðarmaður: Gunnar Atli Gunnarsson Prentun: H-prent Ritstjórn: Gunnar Atli Gunnarsson, María Rut Kristinsdóttir, Anna Marzellíusardóttir, Hlynur Kristjánsson og Teitur Björn Einarsson. Umbrot: Grétar Örn Eiríksson Dreift í 2000 eintökum á öll heimili í Ísafjarðarbæ.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.