SÚGANDI 40. ÁRG. 1. TBL. 2019
SÚGANDI 2019 Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is
EFNISYFIRLIT Bls. 3 Pistill formanns Bls. 4 Súgfirðingur lætur ljós sitt skína - Björg Sveinbjörnsdóttir Bls. 6 Súgfirðingaskálin 2018 - 2019 Bls. 8 Aðalfundur Súgfirðingafélagsins Bls. 10 Á SKOTHÓLNUM - Sandra Steinunn Fawcett Bls. 11 Vestfirski fornminjadagurinn Bls. 12 Á SKOTHÓLNUM - Magnús Guðfinnsson Bls. 14 Lífgað uppá Súgfirðingasetrið Bls. 16 Gjafir Þóru Þórðardóttur Bls. 18 Árshátíð Súgfirðingafélagsins Bls. 22 Árshátíðar photobooth Bls. 24 Mynda- og minningakvöld Bls. 28 Viðlagasjóður Bls. 29 Dagskráin framundan Bls. 30 Landnámsskáli Hallvarðs Súganda Bls. 34 Súgfirðingur á framabraut - Raquelita Aguilar Bls. 37 Sumardrykkurinn 2019 Bls. 38 Act Alone Bls. 40 Kappróður á Sjómannadaginn
Ábyrgðarmaður: Ólöf Birna Jensen Ljósmynd á forsíðu: Ólöf Birna Jensen Ljósmyndarar fyrir viðburði: Ingrid Kuhlman, Eyþór Eðvarðsson, Kristján Pálsson og Elsa Eðvarðsdóttir Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Erna Guðmundsdóttir - GSM: 770 0248 - ernag0206@gmail.com Varaformaður: Neníta Margrét Aguilar - GSM: 6633585 Gjaldkeri: Björk Birkisdóttir - GSM: 852 8282 - bjork0604@gmail.com Ritari: Pálína Björg Snorradóttir - GSM: 840 1774 - palinab@gmail.com Ritstjóri: Ólöf Birna Jensen - GSM: 661 7380 - oboj@simnet.is Meðstjórnendur: Guðrún M Karlsdóttir - GSM: 869-3010 - gmkarld@ gmail.com Elsa Eðvarðsdóttir - GSM: 868 1379 - elsaedv@gmail.com Umbrot: Grétar Örn Eiríksson Prentun: Prentmiðlun ehf
2
SUMARBLAÐ
Á myndina vantar Ólöfu Birnu Jensen
PISTILL FORMANNS Kæru Súgfirðingar, Nýr formaður síðan í vetur heilsar ykkur héðan frá Skeljagranda í Reykjavík þar sem ég bý, 32. formaður frá stofnun félagsins árið 1950. Í vetur skiptum við Elsa um sæti og ég fékk að setjast í hennar rjúkandi heita sæti auk þess sem nýr stjórnarmeðlimur Neníta Margrét Aguilar Róbertsdóttir gekk til liðs við okkur. Við þökkum Elsu fyrir frábær störf í þágu félagsins sem formaður þess. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að starfa með stjórninni frá því ég byrjaði og styrkja tengsl við Súgfirðinga og ræturnar. Að skipuleggja og skapa viðburði með hressu og jákvæðu fólki gefur manni heilmikið og er hollt fyrir sálina. Við erum auðvitað virkilega þakklát fyrir mætingu á viðburðina því án ykkar haldast þeir ekki á lífi. En félagið er aldeilis búið að dafna og vaxa og á næsta ári mun það fagna 70 ára afmæli sínu. Það er einungis fyrir öfluga Súgfirðinga sem
hafa átt stóran þátt í að gera félagið eins gott og farsælt og það er og því ber að þakka. Í vetur héldum við glæsilega árshátíð sem var mjög vel sótt og lukkaðist afskaplega vel. Súgfirðingar tóku sitt pláss á sjómannadaginn í Hafnarfirði með þátttöku þriggja liða í róðrarkeppninni. Minningarkvöldin halda sínu góða striki sem og Súgfirðingaskálin. Í blaðinu er farið yfir allt það helsta sem gerst hefur síðustu misseri hjá félaginu og margt fleira áhugavert. Að lokum vil ég þakka öllum sem styðja okkur og styrkja við gerð blaðsins sem og þeim sem vinna að því að setja það saman. Njótið lestursins og sumarsins! Kær kveðja, Erna Guðmundsdóttir formaður
3
SÚGANDI 2019
Súgfirðingur lætur ljós sitt skína „Framtak hvers og eins og rödd skiptir máli.“ Ég heiti Björg Sveinbjörnsdóttir og er dóttir Elínar Bergsdóttur, sem flakkaði á firði úr höfuðborginni um miðjan 7. síðustu aldar, og Sveinbjarnar Jónssonar borinn og barnfæddur Súgfirðingur.
yngsta vestur áratug sem er
Ég bý á Ísafirði ásamt sambýlismanni mínum Þórarni Gunnarssyni og dætrum okkar tveimur, Silfu og Karítas. Elsti sonurinn, Darri, býr í Reykjavík og er í menntaskóla. Þórarinn er verkefnastjóri Fab Lab á Ísafirði og síðustu þrjú ár hef ég starfað sem kennari við menntaskólann þar sem ég kenni bæði félagsgreinar og hluta af listgreinum. Samhliða því rek ég Hversdagssafnið á Ísafirði ásamt samstarfskonu minni, Vaidu Bražiūnaitė. Þar einblínum við á allt hið töfrandi 4
sem gerist í hversdeginum, lítið og smátt, og bjóðum gestum og gangandi að lesa og hlusta á sögur og minningabrot tengd hinu daglega lífi. Einnig er hægt að horfa á myndbönd í litla bíósalnum okkar baka til. Safnið hefur verið starfrækt síðan sumarið 2016 og við höfum verið svo lánsamar að fá meðbyr frá samfélaginu og styrk frá uppbyggingasjóði Vestfjarða til að koma því á laggirnar. Það má segja að áhugi minn á töfrum hversdagsins sé ein af ástæðum þess að við fjölskyldan fluttum vestur. Árið 2014 fékk Vaida mig til að flytja erindi á kvikmyndahátíð sem hún var að skipuleggja en það var einmitt erindi um bók sem ég gaf út um ömmu mína, Guðjónu Albertsdóttur, sem
SUMARBLAÐ kallast Hljóðin úr eldhúsinu. Í bókinni má finna má brot úr upptökum hennar í eldhúsinu heima hjá sér á Suðureyri. Í þeirri ferð tókum við eftir drifkraftinum og sköpunarkraftinum sem er einkennandi í byggðunum hérna í vestrinu og ákváðum að flytja í snarhasti og taka þátt. Það kom á daginn, hér er gott svigrúm til að lifa og skapa og nægur innblástur.
sama dag var okkur útvegað timbur og svæði til að byggja á, eftirlitslaus, sem var enn betra en í Reykjavík! Það er einmitt þetta frelsi í leik sem samfélagið ýtti undir, að upplifa að allt svæðið væri leiksvæði með óteljandi möguleikum sem var á sama tíma öruggt vegna þess að ef eitthvað kom upp á var alltaf einhver nálægt sem við treystum. Eins og svo oft festast falleg sumarkvöld betur í minni en langir vetrardagar en mér finnst við hæfi að rifja líka upp þau ófáu skipti þegar veðrið var óskaplegt og rafmagnið fór. Þá gerðum við systurnar það stundum að leik að rjúka út í glugga og athuga hvort við gætum séð heimilin í bænum lýsast upp þegar heimilisfólkið var búið að finna til kerti og eldspýtur eða vasaljós. Síðan fylgdumst við með bílljósunum hjá orkubússtjóranum þræða sig í gegnum skaflana og inn að orkubúinu. Rafmagnsleysið skapaði bæði svo skemmtilega nánd og var samtímis svo spennandi.
Ég hef ekki verið mjög lagin við framtíðarplön en reyni eins og aðrir að koma ár minni vel fyrir borð og að eiga fyrir mér og mínum. Ég er þakklát fyrir hvern dag og hvert ár sem lífið færir mér og stefni alltaf að því að skapa meira, dýpka sambönd og fegra lífið. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn og rifja upp minningar frá Suðureyri upplifi ég fyrst og fremst þakklæti gagnvart öllum þeim sem héldu samfélaginu uppi og unnu hörðum höndum að því að halda uppi ýmiskonar æskulýðsstarfi, menningarlífi og grósku. Það er alls ekki gefið. Á Suðureyri lærði ég að framtak hvers og eins og rödd skiptir máli. Mér er minnisstætt þegar ég og jafnaldrar mínir örkuðum inn á bæjarstjórnarskrifstofuna og kröfðumst þess að fá smíðavelli eins og börnin í Reykjavík. Seinna 5
SÚGANDI 2019
Súgfirðingaskálin 2018-2019 Það var góður gangur í Súgfirðingabriddsinu í vetur og mætingin ein sú besta frá upphafi. Að meðaltali mættu 36 spilarar til leiks og þegar flestir voru var spilað á 10 borðum. Áður en spilamennskan hófst gæddu spilarar sér á brauði og bakkelsi sem Sóley Halla reiddi fram af sinni einstöku lagni og spilamenn voru því saddir og glaðir þegar alvaran hófst. Framkvæmdin var
með þeim hætti núna að spilað var eftir Monrad kerfi og var spilamennsku því lokið um kl. 21:00 þannig að flestir náðu heim vel fyrir seinni fréttir í sjónvarpinu. Í ár var óvenju mikið af konum og víst að Súgfirðingar eru miklir femínistar eins og sagan greinir. Spilað var í átta lotum í hverjum mánuði frá september til apríl og voru tíu efstu pörin þessi:
Hafliði Baldursson og Árni Guðbjörnsson
1539 stig
María Weinberg og María Kristín Rúnarsdóttir
Ásgeir Ingvi Jónsson og Sigurður G. Ólafsson
1482 stig
Sigurður Þorvaldsson og Ingólfur Sigurðsson Karl Bjarnason og Ólafur Ólafsson
1449 stig
Rafn Haraldsson og Jón Sveinsson
Ágúst Þorsteinsson og Margrét Gunnarsdóttir
1421 stig
Finnbogi Finnbogason og Magnús Jónsson
Steinþór Benediktsson og Birgir Benediktsson
1408 stig
Kristín Andrewsdóttir og Jórunn Kristinsdóttir
1364 stig
Við óskum handhöfum Súgfirðingaskálarinnar þeim Hafliða Baldurssyni og Árna Guðbjörnssyni til hamingju með árangurinn en þetta er í annað sinn sem þeir vinna skálina góðu. Eftir veturinn var hagnaður af spilakvöldunum eftir að allur kostnaður var greiddur kr. 72.733,og var upphæðin greidd inn á reikning Súgfirðingafélagsins 9. maí s.l. Spilamennskan hefst að nýju mánudaginn 30. september kl. 18:00 og verður spilað á sama stað og áður í Síðumúla 37, 108 Reykjavík á 3ju hæð í sal Bridgesambands Íslands. Spilað verður eftirtalda daga veturinn 2019-2020: 30. september, 28. október, 25. 6
1479 stig 1445 stig 1418 stig 1396 stig
nóvember, 16. desember, 27. janúar, 24. febrúar, 30. mars og 27. apríl. Undirritaður mun nú hætta sem ábyrgðarmaður fyrir Súgfirðingaskálinni eftir 8 ára starf og mun María Weinberg (Didda) okkar taka við keflinu, en hún er góður og gegnheill Súgfirðingur. Ég þakka fyrir mjög skemmtileg ár með ykkur mín kæru en mun nú aðeins spila og njóta. Birti hér nokkrar myndir úr starfinu í vetur. Kristján Pálsson
SUMARBLAÐ
7
SÚGANDI 2019
Aðalfundur Súgfirðingafélagsins 68. aðalfundur Súgfirðingafélagsins var haldinn á Catalínu í Kópavogi sunnudaginn 17. mars 2018. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Góðu rekstrarári voru gerð skil og ársreikningur lagður fram sem og skýrsla stjórnar og Viðlagasjóðs. Björn Guðbjörnsson lagði fram tillögu um breytingu á lögum Viðlagasjóðsins, sem var samþykkt samhljóða. Tillöguna er að finna í síðasta blaði félagsins. Ingrid Kuhlman var fundarstjóri og tók myndirnar ásamt Eyþóri Eðvarðssyni. Pálína Snorradóttir ritaði fundargerðina. Í stjórninni hætti Guðbjörg María Guðlaugsdóttir en Neníta Margrét Aguilar var kosin í hennar stað til tveggja ára. Elsa Eðvarðsdóttir hætti sem formaður en Erna Guðmundsdóttir bauð sig
8
fram til formanns í staðinn. Elsa verður áfram í stjórn. Hún fékk hugheilar þakkir fyrir frábært framlag í þágu félagsins undanfarin ár. Ný stjórn er skipuð formanni Ernu Guðmundsdóttur, Björk Birkisdóttur, Pálínu Snorradóttur, Elsu Eðvarðsdóttur, Ólöfu Birnu Ólafsdóttur, Guðrúnu Margréti Karlsdóttur og Nenítu Margréti Aguilar. Stjórn mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Ingrid Kuhlman var veitt heiðursmerki fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
9
SÚGANDI 2019
Sandra Steinunn Fawcett
Á SKOTHÓLNUM Áhugamál? Fara á hestbak og lesa
Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Útsýnið frá Skothóli og Skollasandur, svo er Vatnadalur mjög fallegur. Svo má ekki gleyma þegar maður kemur úr göngunum og horfir út fjörðinn, skiptir ekki máli hvaða árstíð er, það er alltaf jafn flott. Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Seinasta haust fór ég yfir langa helgi. Uppáhaldsstaðurinn? Heima í stofunni hjá afa, ég á margar góðar minningar þaðan. Uppáhaldsmaturinn? Lambalæri og meðlæti.
Hverra manna ertu? Er dóttir K. Unnar Sigurvinsdóttur og Paul Fawcett. Móðurfjölskylda mín er úr Bæ í Staðardal og föðurfjölskyldan frá Englandi. Amma mín er Guðný heitin Guðmundsdóttir, dóttir Unnar Kristjánsdóttur og Guðmundar Þorleifssonar. Afi minn er Sigurvin Magnússon frá Veiðileysu á ströndum og býr hann enn á Suðureyri. Fjölskylduhagir? Er í sambandi. Starf? Er í námi við Háskóla Íslands og vinn á sambýli og veitingastað. Hvar býrðu? Ég bý í Kópavogi. 10
Uppáhaldstónlist? Get ekki valið, hlusta á allar tegundir tónlistar. Uppáhalds leikari/leikkona? Jennifer Aniston Viltu deila með okkur góðum minningum frá Suðureyri? Fannst sæluhelgarnar og sjómannadagurinn alltaf svo skemmtilegir þegar ég var yngri. Ég vann eitt skipti minnsta marhnútinn. Þegar ég bjó á Suðureyri fór ég oft eftir skóla til ömmu og fékk köku og mjólk. Mér fannst það algjört æði, og svo hljóp ég niður á bryggju til að taka á móti pabba af sjónum. Fyrir mér er alveg nauðsynlegt að fara vestur allavega einu sinni á ári, njóta kyrrðarinnar og endurhlaða sig.
SUMARBLAÐ
Vestfirski fornminjadagurinn haldinn á Suðureyri í annað sinn
Þann 10. ágúst kl. 9-11.40 stendur Fornminjafélag Súgandafjarðar fyrir Vestfirska fornminjadeginum í Grunnskóla Suðureyrar. Sjónum verður beint að þeim fjölmörgu áhugaverðu málum sem varða sögu Vestfirðinga. Á dagskránni verða eftirfarandi erindi: Sigurður Pétursson sagnfræðingur mun segja frá verstöðum og sjóþorpum fyrr á öldum og hvers vegna ekki varð til þéttbýli á Íslandi, líkt og í öðrum löndum, á 15.-19. öld. Dr. Matthias Egeler mun segja frá keltneskum áhrifum á miðöldum. Hann mun sérstaklega einblína á örnefni og sagnahefðina þar sem áhrifin eru hvað mest og koma inn á sterk tengsl örnefna við þjóðsögur sem safnað var á Íslandi á 19. öld. Jón Jónsson sagnfræðingur mun halda erindi um aftökustaði. Jón hefur skoðað marga slíka staði og sögur um þá. Margir þekktir aftökustaðir eru á Vestfjörðum og mikilvægt að saga þeirra gleymist ekki.
Valdimar Halldórsson staðarhaldari á Hrafnseyri mun segja frá Hrafni Sveinbjarnarsyni höfðingja sem setti svip sinn á sögu Vestfjarða. Helga Guðný Kristjánsdóttir og Björn Birkisson hafa verið að vinna að því að staðsetja þekkt örnefni á kort í samvinnu við landeigendur og áhugafólk á Vestfjörðum. Um er að ræða mikilvægt framlag til sögu þjóðarinnar. Þau munu segja frá aðferðafræðinni og sýna myndir. Eyþór Eðvarðsson mun halda erindi um landnámsskálabygginguna í botni Súgandafjarðar. Skálinn er tilgátuhús byggt á fornleifauppgrefti af svokölluðum Grélutóftum á Hrafnseyri í Arnarfirði. Sagt verður frá Grélutóftunum og hvað þar kom í ljós og fjallað um landnámsskálann. Með fyrirvara um breytingar. Ókeypis inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
11
SÚGANDI 2019
Magnús Guðfinnsson
Á SKOTHÓLNUM Uppáhaldsstaðurinn? Höfnin. Uppáhaldsmaturinn? Þurrkaði steinbíturinn hans Valla. Uppáhaldstónlist? Ég er af gamla skólanum í tónlist, Queen, Rolling Stones og allt það og svo auðvitað Bubbi og Palli Rós og Bó Hall. Uppáhalds leikari/leikkona? Leikkona er klárlega Meryl Streep og leikari er Leonardo DiCaprio.
Hverra manna ertu? Ég er sonur Guðfinns Ingvarssonar og Önnu Magnúsdóttir. Fjölskylduhagir? Ég er giftur Hjördísi Ingvarsdóttur og á 4 börn. Starf? Ég starfa við sölumennsku hjá Fisherman á morgnana og svo er ég að selja fisk og franskar um miðjan daginn. Auk þess er ég liðsstjóri hjá meistaraflokki Fylkis. Hvar býrðu? Ég bý í Norðlingaholti í Reykjavík. Áhugamál? Skíði, golf, fótbolti og allt sem er skemmtilegt með vinum og fjölskyldu. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Mér finnst alltaf mjög fallegt að koma út úr göngunum inni í botni og sjá út fjörðinn. Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Ég fór síðast í maí 2019. 12
Viltu deila með okkur góðum minningum frá Suðureyri? Það er svo ótal margt að minnast og ég held að hver einasti dagur hafi verið góð minning í firðinum góða. Það er ein saga sem ég segi stundum og það var þegar ég og Reynir Sturlu sprengdum gas- og súrsprengjur í bænum okkar og fengum að kenna á því. Þannig var að við Reynir vorum að heimsækja mikinn snilling uppi á verbúð en hann kom frá Keflavík og hafði heldur betur komist í hann krappan þegar hann var að leika sér að því að búa til þessar sprengjur hjá hernum uppi á velli. Þegar nóttin var að líða undir lok ákváðum við Reynir að prófa þetta og brutumst inn á verkstæðið niðri á höfn. Við fundum þar gamlan olíubrúsa sem var auðvelt að fylla af gasi og súr. Við höfðum ekki mikla trú á að þetta gæti verið mikið dæmi þannig að við byrjuðum á einum og fórum með hann upp við félagsheimilið. Við settum hann þar á jörðina, kveiktum í og hlupum svo fyrir hornið þar sem við biðum spenntir. Það er nú skemmst frá því að segja að það vöknuðu held ég allir í bænum nema Siggi lögga sem var svo ræstur út þegar við höfðum náðst eftir æsilegan eltingaleik við Ýtu Gauja sem fór með okkur beint inn á Lögreglustöð sem þá var í gamla húsinu hans Óla skólastjóra. Þegar Siggi mætti og sá mig þarna var það fyrsta sem hann spurði mig: „Ertu búinn að læra undir kristnifræðiprófið Magnús Guðfinnsson?“
SUMARBLAÐ
VIÐ FÆRUM ÞÉR ORKUNA
App ársins
ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 400 Ísafirði
450 3211 456 3204
orkubu@ov.is www.ov.is
NÁMSKEIÐ Í TORF- OG STEINHLEÐSLU 6.-8. ÁGÚST N.K. Í tengslum við byggingu landnámsskálans í botni Súgandafjarðar stendur Fornminjafélag Súgandafjarðar fyrir námskeiði í torf- og steinhleðslu í samstarfi við Kristínu Auði Kelddal Elíasdóttir hleðslumann og skrúðgarðyrkjumeistara úr Dýrafirði. Kristín mun stjórna verkinu og leiðbeina um handbragðið við hleðsluna en hún er einn af reyndari hleðslumönnum landsins. Á námskeiðinu verður m.a. kennt: • Hvernig á að velja mýri til að taka torf úr? • Hvernig á að stinga klömbru úr mýri? • Hvernig er hlaðið með klömbru? • Val á steinum í hleðslu • Steinhleðsla með og án strengs
Verð fyrir námskeiðið er kr. 25.000. Ekki er innifalinn matur eða hugsanleg gisting. Áhugasamir hafi samband við Eyþór Eðvarðsson í eythor@thekkingarmidlun.is eða í síma 892 1987. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður.
13
SÚGANDI 2019
Lífgað upp á SÚGFIRÐINGASETRIÐ
Súgfirðingasetrið á Suðureyri er stolt okkar í félaginu og gefur okkur öllum kost á að skreppa í fjörðinn og eiga þar samastað í hjarta bæjarins. Íbúðin lítur vel út og er vel við haldið. Smávægilegar breytingar voru gerðar í júní sem verða til þess að enn skemmtilegra verður að vera í íbúðinni og njóta samverunnar. Breyting var gerð í eldhúsinu og minna borð komið í eldhúskrókinn. Stóra eldhúsborðið var komið fyrir í stofunni. Rýmra er núna í eldhúsinu og bjartara. Falleg málverk frá Guðríði Gyðu Halldórsdóttur og Ragnheiði Björk Guðmundsdóttur eru komin á góðan stað og sóma sér vel innan um aðra listmuni, m.a. ljósmyndir sem Jón Víðir Njálsson gaf Súgfirðingafélaginu. 14
Búið er að fækka rúmum í íbúðinni úr níu í sjö. Tvö rúm voru tekin úr stofunni og þau notuð sem höfuðrúmgafl í hinum herbergjunum. Við það
SUMARBLAÐ batnar hljóðeinangrunin í húsinu. Hægt er að nota rúmin áfram ef þarf og svo eru sex dýnur til viðbótar sem hægt er að nota. Eftir er að finna fallega hluti á veggina í tveimur herbergjum. Ef einhver lumar á fallegum hlutum, myndum, málverkumeða teikningum af Súgfirðingum, Súgandafirði, súgfirskum húsum, atvinnulífinu og mannlífi í firðinum þá er pláss í setrinu okkar.
ERTU Í BÓKAÚTGÁFU? Eða gengur með bók í maganum?
Bókaprentun er okkar fag. Kíktu inn á heimasíðu Prentmiðlunar www.prentmidlun.is Við búum yfir þekkingu og reynslu og gætum því aðstoðað þig við næstu skref.
15
SÚGANDI 2019
Gjafir Þóru Þórðardóttur Á skólasýningu Grunnskólans gaf Þóra Þórðardóttir fyrrum kennari veglega peningagjöf sem ætluð er til að setja upp steinasafn sem Grunnskólinn á Suðureyri fékk að gjöf fyrir mörgum árum síðan af Guðmundi Júlíusi Gissurarsyni. Við sama tækifæri gaf Þóra aðra veglega peningagjöf til íbúasamtaka Suðureyrar og mun sá peningur vera notaður til að kaupa leiktæki fyrir sumarróló. Þetta gerir Þóra í tilefni 80 ára afmæli síns og til að gleðja börnin og þakka þeim fyrir samfylgdina í gegnum árin. Fyrir hönd Grunnskólans á Suðureyri tók Vilborg Ása Bjarnadóttir við gjöfinni en Aðalsteinn
16
Traustason veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd íbúasamtakanna. Mikið þakklæti ríkir meðal íbúa Suðureyrar fyrir framlag Þóru til samfélagsins, ekki bara fyrir þessar gjafir heldur líka fyrir öll þau skipti sem Þóra hefur boðið börnunum á svæðinu á Þrettándagleði. Þrettándagleði Þóru og Valla hefur verið ógleymanleg og ómissandi fyrir súgfirsk börn í fjöldamörg ár. Lilja Einarsdóttir notaði tækifærið og þakkaði Þóru fyrir hennar óeigingjarna starf við að bjóða öllum börnum í Súgandafirði á Þrettándagleði og gera þetta eins stórkostlega eins og hún hefur gert öll þessi ár.
SUMARBLAÐ
Höfum gaman af 'essu
Vinahópur Olís er vildarklúbbur lykil- og korthafa Olís og ÓB. Allir sem eru nú þegar með lykil eða kort frá Olís eða ÓB eru sjálfkrafa í Vinahópnum og þurfa því ekkert að gera, nema njóta aukinna fríðinda – og hafa gaman af þessu. Aragrúi skemmtilegra og spennandi tilboða hjá fjölbreyttum samstarfsaðilum í hverjum mánuði.
Kynntu þér Vinahópinn á olis.is
17
SÚGANDI 2019
LÍF OG FJÖR Á VEL SÓTTRI ÁRSHÁTÍÐ Súgfirðingafélagið stóð fyrir fjörugri árshátíð laugardaginn 2. mars sl. Veislustýra kvöldsins var hin síbrosandi og hressa Neníta Margrét Aguilar Róbertsdóttir. Ari Eldjárn, sem er fyrir löngu orðinn einn allra vinsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar, kitlaði hláturtaugarnar með sprenghlægilegu uppistandi. Hann reytti af sér brandarana og salurinn lá í hláturskasti. Abba-dívurnar Selma Björns og Regína Ósk héldu uppi miklu fjöri með Abba slögurum sem allir þekktu og slógu rækilega í gegn. Súgfirðingar fjölmenntu, nutu lífsins í góðra vina hópi og dönsuðu fram á rauða nótt. Stjórn félagsins og allir þeir sem lögðu hönd á plóginn eiga þakkir og hrós skilið fyrir að gera árshátíðina eins glæsilega og raun bar vitni.
18
SUMARBLAÐ
19
SÚGANDI 2019
20
SUMARBLAÐ
21
SÚGANDI 2019
22
SUMARBLAÐ
ÁRSHÁTÍÐAR
23
SÚGANDI 2019
Mynda- og minningakvöld 23. janúar 2019
Fyrsta mynda- og minningakvöld ársins var haldið í Gerðubergi 23. janúar sl. og afar vel sótt. Hafdís Halldórsdóttir sagði sögur og sýndi myndir af afa sínum Gissuri og ömmu sinni Jönu. Indíana Eyjólfsdóttir (Jana) fæddist í Bolungarvík 6. janúar 1911 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum þeim Valgerði Arnórsdóttur og Eyjólfi Guðmundssyni í stórum systkinahópi. Jana giftist Gissuri Friðbertssyni 1933 og bjuggu þau alla tíð á Suðureyri. Aðalgata 18, efri hæð, var heimili þeirra lengst af. Jana og Gissi, en svo voru þau ávallt kölluð heima í Súgandafirði, unnu mjög sveit sinni og báru jafnan hag hennar fyrir brjósti. Þau störfuðu bæði mikið að félagsmálum. Afkomendur Indíönu og Gissurar gáfu Súgfirðingafélaginu íbúðina sem nú hýsir Súgfirðingasetrið. Þetta var einstaklega rausnarleg og falleg gjöf sem gefur brottfluttum Súgfirðingum tækifæri á að eiga heimili í okkar fallega firði. Síðan steig á Hermann Bjarnason sem sagði frá lífshlaupi foreldra sinna Bjarna G. Friðrikssonar og Sigurbjargar Sumarlínu Jónsdóttur eða Línu 24
eins og hún var ávallt kölluð. Farið var yfir æsku þeirra og búsetu m.a. á Galtarvita, þar sem Bjarni var vitavörður í sjö ár, og síðan á Suðureyri. Bjarni var á sjó og lét mikið til sín taka í félagsmálum, m.a. í verkalýðsmálum og pólitík. Lína sá alfarið um heimilið. Hún var listræn í sér og hafði unun af lestri góðra bóka. Lína og Bjarni eignuðust 16 börn. Eftir hlé var sýnd heimildamynd um hamingjuna eftir Ingrid Kuhlman. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði hafa sýnt að fólk upplifir oft mestu hamingjuna eftir að það hættir að vinna. Við getum því lært mikið af eldri borgurum um það hvernig eigi að lifa hamingjusömu og ánægjulegu lífi. Í myndinni var rætt við 13 einstaklinga á aldrinum 70-91 árs um það hvernig þeir hafa skapað sér hamingjuríka tilveru. Viðtölin færðu gestum kvöldsins heillandi innsýn í það sem hægt er að gera til að auka vellíðan sína.
SUMARBLAÐ
25
SÚGANDI 2019
26
SUMARBLAÐ
LEIÐANDI Í HÖNNUN OG ÞRÓUN FYRIR SNJÖLL TÆKI
WWW.STOKKUR.IS
Stokkur hefur smíðað mörg af vinsælustu öppum landsins og hlotið fjölmörg verðlaun fyrir.
27
SÚGANDI 2019
VIÐLAGASJÓÐUR Eins og fram kom á síðasta aðalfundi og í jólablaðinu okkar Súganda hefur hlutverk Viðlagasjóðs breyst og er í dag hægt að sækja um styrk úr sjóðnum. Hér með er óskað eftir að áhugasamir skili inn umsókn fyrir 1. september næstkomandi. Reglur sjóðsins er varða umsóknir og úthlutun úr sjóðnum: 1. Allir geta sótt um styrk en verkefnið þarf að snúa að því að bæta eða efla menningu, listir og álíka og tengjast beint Súgandafirði. 2. Umsóknir þurfa að berast á netfangið elsaedv@gmail.com fyrir 1. september á ári hverju. 3. Í umsókn þurfa að koma fram eftirfarandi atriði: 4. Hver er umsækjandi styrksins? 5. Hvert er verkefnið og tengsl þess við Súgandafjörð? 6. Hvert er markmið verkefnisins? 7. Í hvað skal nota styrkinn? 8. Upphæð sem sótt er um 9. Úthlutun úr sjóðnum fer fram ekki seinna en 15. september á ári hverju. 10. Árleg hámarksfjárhæð úthlutunar er kr. 150.000. 11. Hægt er að úthluta til fleiri verkefna en eins á hverju ári. 12. Stjórn Súgfirðingafélagsins áskilur sér rétt til að óska eftir frekari upplýsingum ef þess er talið þörf. 13. Upplýsingar um styrkveitingu og verkefnið verða birtar í blaði Súgfirðingafélagsins og sagt frá því í Súgfirðingakaffinu í október og á fréttaveitunni. 14. Öllum umsóknum verður svarað.
28
SUMARBLAÐ
DAGSKRÁIN FRAMUNDAN Ágúst 6.-8. ágúst - Grjót- og torfhleðslunámskeið og bygging landnámsskála 8.-10. ágúst - Act Alone á Suðureyri 10. ágúst kl. 9-11.40 - Vestfirski fornminjadagurinn á vegum Fornminjafélags Súgandafjarðar.
September Mynda- og minningarkvöld - auglýst síðar á fréttaveitunni 30. september Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Október 20. október - Súgfirðingakaffi í Bústaðakirkju 28. október - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Nóvember Mynda- og minningarkvöld - auglýst síðar á fréttaveitunni 25. nóvember - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Desember Jólablað Súgfirðingafélagsins kemur út 16. desember - Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
29
SÚGANDI 2019
Landnámsskáli Hallvarðs Súganda Fornminjafélag Súgandafjarðar byggir skála í botni Súgandafjarðar Fornminjafélagið ætlar í sumar að hefja byggingu landnámsskála í Botni í Súgandafirði á svæðinu innan við gamla réttarskálann. Skálinn er teiknaður af arkitektastofunni Argos en hún teiknaði einnig skálann á Eiríksstöðum og í Brattahlíð á Grænlandi. Um er að ræða tilgátuhús byggt á fornleifauppgreftri á Grélutóftum í Arnarfirði.
Verkefnið verður unnið í þremur hlutum. Í sumar verða veggir skálans hlaðnir úr klömbru og grjótveggur hlaðinn í kringum skálann. Á næsta ári verður svo farið í að smíða grindina og loka húsinu. Elstu skálar landsins voru þannig úr garði gerðir að ekki var hlaðinn grunnur úr grjóti undir 30
SUMARBLAÐ torfveggjunum líkt og sjá má á Eiríksstöðum heldur var torfhleðsla frá jarðvegi og upp. Við munum hins vegar gera jarðvegsskipti til að tryggja að frostið skemmi ekki hleðsluna.
Helga Guðný Kristjánsdóttir og Björn Birkisson munu leggja til torfið en eftir skoðun á torfi í Botnsdalnum er ljóst að gott torf er að finna þar. Það var mjög mikilvægt fyrir byggingu skála fyrr á öldum eins og nú að vera í nágrenni við mýrar því mikilvægasta byggingarefnið er mýrartorfið. Stinga þarf slatta vikuna áður en bygging skálans hefst en annars er hluti af námskeiðinu sem verður haldið að læra að stinga torfið.
Verkefnið hefur verið í vinnslu í næstum ár og margir komið að því. Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur, sem var einn þeirra sem vann að fornleifauppgreftrinum á Grélutóftum, hefur verið til ráðgjafar við verkefnið í samvinnu við arkitektana sem hafa þurft að finna útfærslu á hlutum eins og loftræstingu, hæð á veggjum, þaki, hurðum, anddyri o.fl. En Guðmundur hefur verið tengdur flestum þeim skálabyggingum sem hafa verið byggðar á Íslandi.
31
SÚGANDI 2019
Að mörgu er að hyggja áður en hægt er að fara í svona verkefni. Veðurstofan er búin að meta snjóflóðahættuna sem er mikil á staðnum en í ljósi þess að hvorki er gistiaðstaða né opið yfir veturinn hefur það ekki áhrif. Minjastofnun hefur gefið okkur grænt ljós á svæðið en tveir fornleifafræðingar frá Minjastofnunun tóku út svæðið til að tryggja að ekki sé verið að skemma neinar fornminjar. Ljóst er að á svæðinu eru gamlar tóftir, m.a. stekkur og lambakró, og síðan ógreinileg mannvirki nálægt þeim stað sem við viljum byggja. Búið er að afmarka landssvæði sem
metið er öruggt og hefur ekki áhrif á fornminjar sem eru á svæðinu. Hlöðver Kjartansson sem er einnig einn landeigenda hefur verið ómetanlegur við að fá undirskriftir landeigenda og ganga frá samningi við Fornminjafélagið um byggingu á landinu. Byggingafulltrúi Ísafjarðabæjar hefur verið okkur mjög hjálplegur og leitt okkur í gegnum ferlið. Í tengslum við byggingu skálans mun Fornminjafélagið, í samstarfi við Kristínu Auði Kelddal Elíasdóttir hleðslumann og skrúðgarðyrkjumeistara úr Dýrafirði, standa fyrir námskeiði í hleðslu dagana 6.- 8. ágúst. Kristín mun stjórna verkinu og leiðbeina um handbragðið við hleðsluna en hún er einn af reyndari hleðslumönnum landsins. Á námskeiðinu verður m.a. kennt hvernig á að velja mýri til að taka torf úr, hvernig á að stinga klömbru úr mýri, hvernig er hlaðið með klömbru, val á steinum í hleðslu og steinhleðslu með og án strengs.
32
SÚGANDI 2019
Súgfirðingur á framabraut Raquelita Aguilar
Ég heiti Raquelita Aguilar og er dóttir Robba og Báru, en Robbi er sonur Hallbjörns og Svövu. Ég er einnig litla systir Nenítu og Tony’s. Við fluttum til Suðureyrar þegar ég var að verða tveggja ára og kláraði ég 6. bekk í Grunnskóla Suðureyrar. Við fluttum svo til Hafnarfjarðar sem var mér erfitt enda ekki besti aldurinn til að flytja á milli skóla og landshluta, að mínu mati. Eftir að ég flutti fannst mér ekkert betra en að fá að fara til Völu frænku og Grétars frænda, en þau komu alla tíð fram við mig eins og ég væri ein af dætrum þeirra. Þau tóku mig með í allskyns ferðalög um landið þrátt fyrir að ég ældi eins og múkki alltaf. Ég er gift Birnu Guðmundsdóttur en hún er rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og er réttarsálfræðingur að mennt. Við eigum saman þrjá yndislega drengi, Natan 14 ára, Alex 3 ára og svo Nóa okkar sem fæddist andvana árið 2015. Við búum í Garðabænum í eldra rótgrónu hverfi og gæti okkur ekki liðið betur þar. 34
SUMARBLAÐ Ég vinn hjá Stokki Software sem er hugbúnaðarfyrirtæki og sérhæfum við okkur í appþróun, en einnig vefþróun. Við höfum gert öpp fyrir fyrirtæki eins og Strætó, Domino’s, NOVA, Aur, og Arion banka, svo eitthvað sé nefnt, en við höfum gert tugi appa síðustu 10 árin, bæði hannað og forritað. Á þeim tíma sem ég sótti um hjá Stokki var ég að vinna fjórða sumarið mitt sem lögreglumaður í afleysingum og ákvað ég á einni næturvaktinni að senda starfsumsóknir á öll hugbúnaðarfyrirtæki sem ég fann á Íslandi. Þetta var 2015 og var ég að byrja í tölvunarfræði í HR. Mig langaði til að vinna með skólanum og sérstaklega hjá fyrirtæki í þessum geira. Ég hafði engan sérstakan áhuga á að læra tölvunarfæði og langaði ekkert heitar en að fara í lögregluskólann, en þetta var praktískt nám sem bauð upp á fleiri möguleika en hjá
lögreglunni. Ég endaði svo með eitt svar og var það frá þáverandi framkvæmdastjóra Stokks. Ég fékk starf um haustið sem “tester” eða prófari þar sem ég sá um að prófa allan hugbúnað áður en hann fór áfram til almennings. Eftir að hafa unnið hjá Stokki í tæpt ár ákvað ég að byrja að vinna 100% með skólanum þar sem ég sá tækifæri fyrir mig að þróast enn frekar í starfi. Frá 20152017 starfaði ég sem gæðastjóri, verkefnastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra. Í febrúar 2018 var mér boðið að gerast rekstrarstjóri Stokks, sem ég tók með glöðu enda elska ég að taka við áskorunum sem ég veit að eiga eftir að kenna mér nýja hluti. Ég útskrifaðist loks sem tölvunarfræðingur í júní 2018 og mánuði seinna var mér boðið að gerast framkvæmdastjóri Stokks og sit ég enn í þeim stóli. Framtíðarplön mín eru að verða betri í því sem ég er að gera með hverju árinu, bæði í einkalífinu og starfi. Á næstu árum ætla ég að læra meira um allt sem tengist rekstri og stjórnun fyrirtækja. Mig langar líka til að eignast fleiri börn og fara í fleiri ferðalög með fjölskyldunni en síðustu ár hafa verið mikil keyrsla hjá mér samhliða skóla og vinnu. Hvað varðar plön í starfi þá er það ætlun mín að koma Stokki betur á kortið og gera fullt af nýjum, skapandi og skemmtilegum hlutum með hæfileikaríku fólki. Ég á mjög margar minningar frá Súganda sem eru mér kærar þannig að það er erfitt að velja. Það sem kemur upp í huga minn er Norðureyri, 35
SÚGANDI 2019
Skollasandur, Dalurinn, Sæluhelgin, hlíðin, Inga Jónasar og Popplingarnir. En ég man að mér fannst alltaf notalegt að kíkja í heimsókn til ömmu Svövu. Ég fékk oft hjá henni sykur í poka til að dýfa rabbara ofan í og mér fannst ekki leiðinlegt að fara út í búð fyrir hana og fá einn krabbapening fyrir. Henni fannst Ópal / Tópas mjög gott og það var ekki ósjaldan sem maður fann „hálfsogna“ töflu einhvers staðar liggjandi á borði hjá henni inn í eldhúsi. Eitt sumarið sem ég var að vinna hjá Grétari frænda vorum við amma eftir vinnu í sólbaði bakvið hús hjá Völu og Grétari. Þá áttum við dýrmæta stund saman þar sem hún sagði mér frá því hvernig hún kynntist afa þegar þau fóru á dansiball saman og fleira. Mér þótti roslega vænt um ömmu, og á margar skemmtilegar og fyndnar minningar um hana og Súganda. Ég er mjög þakklát foreldrum mínum fyrir að hafa alið mig upp á Suðureyri. Ég upplifði hluti sem ekki er hægt að upplifa annars staðar en í litlu sjávarþorpi eins og Suðureyri. Að kynnast náttúrunni og frelsinu er einstakt og ég held að það geti mótað fólk til æviloka. Ég er ekkert viss um að ég væri á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki upplifað æsku mína eins og ég gerði. 36
SUMARBLAÐ
SUMARDRYKKURINN 2019 Sólskinsdraumur EINN DRYKKUR: 4cl appelsínusafi 4cl eplasafi 4cl ananassafi 3 1/2cl Grenadine sýróp 2cl rjómi 2cl kókossýróp Hristist mjög vel og fyllt upp með Sprite. Sett í stórt kokteilglas. Fersk jarðaber í skreytingu. 37
SÚGANDI 2019
Listahátíðin Act Alone Suðureyri Hin einstaka listahátíð Act Alone verður haldin í 16. sinn á Suðureyri dagana 8.- 10. ágúst. Boðið verður upp á yfir 30 viðburði, einleiki, tónleika, myndlistarsýningar, veglega barnadagskrá og
38
allskonar einleikið. Allt ókeypis þökk sé okkar einlægu og sönnu styrktaraðilum. Komum saman í einleikjaþorpinu Suðureyri á Act Alone í ágúst því það kostar ekkert.
SUMARBLAÐ
DAGSKRÁ 2019 Fimmtudagur 8. ágúst kl. 18.31 FISKISMAKK - UPPHAFSSTEF ACTSINS, við FSÚ kl. 18.45 VILTU LESA ÁLFASÖGUR, bókmyndasýning kl. 18.46 JÓN SKÓLASTJÓRI, myndlistarsýning kl. 19.01 INGÓ GEIRDAL, galdrasýning – 30 mín, FSÚ kl. 19.45 VELKOMIN HEIM, einleikur – 60 min, FSÚ kl. 20.55 AFSAL KARLMENNSKUNNAR, fatahönnunarsýning ÞURRKVER kl. 20.55 SKERMUR, fatahönnunarsýning ÞURRKVER kl. 20.55 MYNDAÐU ÞINN EIGIN TÖFRALJÓMA, fatahönnunarsýning, ÞURRKVER kl. 20.55 AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR, myndlistarsýning ÞURRKVER kl. 21.15 FÉLAGSSKAPUR MEÐ ÓKUNNUGUM, einleikur – 50 mín, ÞURRKVER kl. 22.21 WIKI HOW TO START A PUNK BAND, danstónleikhús - 60 mín, FSÚ kl. 23.36 MÓRI, einleikur – 30 mín, ÞURRKVER
Föstudagur 9. ágúst kl. 18.31 SAGA Í HENDI – LÓFALEIKHÚS JANA NAPOLI, í gangi allt kveldið kl. 18.45 SLAGWERK, einleikur – 45 mín, ÞURRKVER kl. 19.45 Í HENNAR SPORUM, einleikur – 60 mín, FSÚ kl. 21.01 ÁSTIN Í C-DÚR, einleikur – 30 mín, ÞURRKVER Kl. 21.45 TITLE AND THE DEED, einleikur – 60 mín, FSÚ Kl. 23.01 JÓGVAN, tónleikar – 60 mín, FSÚ Kl. 24.11 TRÚÐURINN WALLY – 40 mín, FSÚ
Laugardagur 10. ágúst kl. 11.45 SÖGUSTUND Í STAÐARDAL kl. 13.01 SAGA Í HENDI – LÓFALEIKHÚS JANA NAPOLI, frá 13 – 17 kl. 13.01 NÁTTÚRUBARNASKÓLINN, útileikur– 50 mín, ÚTI kl. 14.01 WALLY, trúðaleikur – 45 mín, við FSÚ kl. 14.47 FARÐU Á FÆTUR SINGÓ, trúðaleikur – 20 mín, við FSÚ kl. 15.20 DIMMALIMM, einleikur – 40 mín, einleikur, FSÚ kl. 16.10 AUÐUR AVA, upplestur – 30 mín, FSÚ kl. 17.00 TÓNAÐ OG STUNGIÐ, KÁLFAST OG DÚLLAÐ – GJÖRNINGALIST Í GAMLA SVEITASAMFÉLAGINU!, fyrirlestur – 30 mín, FSÚ 17.35 ALLT SEM ER FRÁBÆRT, einleikur – 70 mín, FSÚ kl. 19.10 DAVIÐ RIST, tónleikar – 30 mín, ÞURRKVER kl. 19.45 Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar tilkynntur, FSÚ kl. 19.51 THE CONDUCTOR, mímuleikur – 60 mín, FSÚ Kl. 21.11 ISTAN, einleikur – 70 mín, ÞURRKVER Kl. 22.31 FYNDNASTI MAÐUR VESTFJARÐA – 15 mín uppistand, FSÚ Kl. 22.45 MAGNÚS ÞÓR SIGMUDSSON, tónleikar - 60 mín FSÚ 39
SÚGANDI 2019
KAPPRÓÐUR Á
SJÓMANNADAGINN
Stefnir United átti sviðið (sjóinn) á sjómannadeginum í Hafnarfirði. Þrjú lið tóku þátt í kappróðrinum en aldrei áður hafa jafn mörg lið frá okkur keppt á sjómannadeginum. Eitthvað misfórst með framkvæmd keppninnar og lofað var að bæta úr á næsta ári. Súgfirsku konurnar voru með tvö lið og þar var hvert rúm vel skipað og blóðug barátta um fyrsta sætið. Súgfirska 50+ konurnar mættu, sáu, réru og sigruðu og eru handhafar bikarsins í kvennaflokki en yngri konunrnar ætla að ná fram hefndum á næsta ári. Karlaliðið náði öðru sæti í keppninni þrátt fyrir miklar æfingar. En eins og í öllum góðum keppnum þá er aðalatriði að hafa gaman af og njóta lífsins. Á meðfylgjandi myndum má sjá stemminguna í áhöfnunum.
40
SUMARBLAÐ
41
SÚGANDI 2019
42
SI
SÚGANDI 2019
Við biðjum að heilsa heim.
66north.is 44
Sjóklæðagerðin 66°Norður var stofnuð árið 1926 á Suðureyri.