Jรณlablaรฐ 2017
1
Súgandi
Á myndina vantar Sif Grétarsdóttur og Þórð Ásmundsson
Frá stjórn Mikið líf er í félaginu okkar og alltaf ánægjulegt hversu margir mæta á viðburði félagsins. Stjórnin er mjög virk og lítum við spennt til nýrra verkefna á næsta ári. Kristján Pálsson heldur sem fyrr vel utan um Súgfirðingaskálina og skemmtilegt er að segja frá því að mikil nýliðun er í hópnum og er því talsverður fjöldi sem spilar hverju sinni. Spennan er mikil við spilaborðin og baráttan um bikarinn ekki síðri. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að spila bridds til að mæta og taka þátt, en næsta spilakvöld er þann 29. janúar n.k.
Mynda- og minningarkvöldin eru alltaf vinsæl og alltaf er salurinn fullur, en haldið var myndakvöld í nóvember sl. þar sem Valgeir Ómar Jónsson sagði frá bók sinni um þýska flóttamanninn sem var á Galtarvita. Sveinbjörn Jónsson fjallaði um Stein Steinsson og var einnig sýnd heimildarmynd Eyþórs Eðvarðssonar um Stein við góðar undirtektir. Næsta minningarkvöld verður haldið þann 18. janúar n.k. og verður auglýst á fréttaveitunni okkar. Hvetjum við alla til að mæta á þessi skemmtilegu og fróðlegu kvöld.
Konukvöldið, sem haldið var í október sl., heppnaðist mjög vel og var dagskráin full af skemmtilegum atriðum. Þar var Sigga Dögg veislustjóri sem hélt uppi miklu fjöri milli atriða, ásamt því að við fengum Áslaugu Högnadóttur til að segja okkur allt um minimalískan lífsstíl, Albert Eiríksson gaf góð ráð varðandi borðsiði og Anna Steinsen fræddi okkur um áskoranir kvenna. Tónlistin var ekki síðri en Hera Björk skemmti okkur með nokkrum ljúfum og hressum lögum. Mjög góð mæting var á konukvöldið og ljóst að endurtaka þarf leikinn síðar.
Súgfirðingakaffið var haldið í Bústaðakirkju 15. október sl. og var mæting ágæt. Súgfirðingar eru alltaf duglegir að mæta með góðar veitingar og veisluborðið svignaði af flottum kræsingum. Mæting á kaffið hefur þó oft verið betri og hefur þróunin undanfarin ár verið sú að færri mæta en oft áður. Óskandi væri að fleiri sæju sér fært að mæta en fátt er um að yngri kynslóðir mæti með sínar fjölskyldur. Það er því ljóst að skoða þarf betur hvað hægt sé að gera til þess að bæta úr því og sjá til þess að Súgfirðingakaffið geti áfram verið samkomustaður Súgfirðinga. Við hvetjum alla
2
Súgfirðinga til að taka yngri og eldri fjölskyldumeðlimi með á næsta Súgfirðingakaffi til að við náum að halda þessum viðburði við. Ákveðið hefur verið að halda Þorrablót laugardaginn 17. febrúar næstkomandi og hvetjum við alla Súgfirðinga til að taka daginn frá því þessu kvöldi má ekki missa af. Undirbúningur fyrir blótið er á fullu og lofum við heilmikilli skemmtun og góðum mat sem er við allra hæfi. Allir eru hjartanlega velkomnir. Viðburðurinn verður auglýstur betur á fréttaveitunni þegar nær dregur. Við minnum á að hægt er að bóka gistingu í Súgfirðingasetrinu á heimasíðu okkar www.sugandi. is og sjá þar einnig hvaða vikur eru lausar. Fegurðin og kyrrðin í firðinum okkar er einstök og gott að hvílast í setrinu. Við þökkum öllum auglýsendum og styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn við útgáfu Súganda. Jólakveðjur, Elsa Eðvarðsdóttir, formaður
Jólablað 2017
Efnisyfirlit Bls. 2 Frá stjórn
Bls. 4 Myndakvöld Bls. 6 Konukvöld Bls. 10 Súgfirðingakaffi Bls. 14 Dvölin í Danmörku Bls. 18 Verbúð verður til Bls. 20 Jólaskákmót Bls. 22 Nýr björgunarbátur Bls. 24 Dagskráin framundan Bls. 25 Vísnahornið Bls. 26 Á skothólnum - Helgi Unnar Valgeirsson Bls. 27 Súgfirðingaskálin Bls. 28 80 ár frá vígslu Suðureyrarkirkju Bls. 30 Heimsókn til Flateyrar Bls. 31 Á skothólnum - Kristín Einarsdóttir Bls. 32 Þrettándagleði súgfirskra barna Bls. 36 Sæluhelgin 2017 Bls. 38 Uppskrift - Fjallaterta
Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is Ábyrgðarmaður: Ólöf Birna Jensen Ljósmynd á forsíðu: Ólöf Birna Jensen Skothóllinn – umsjón: Ellert Guðmundsson Prófarkalesari: Ingrid Kuhlman Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Elsa Eðvarðsdóttir GSM: 868 1379 elsaedv@gmail.com Varaformaður: Ólöf Birna Jensen GSM: 661 7380 oboj@simnet.is Gjaldkeri: Björk Birkisdóttir GSM: 852 8282 bjork0604@gmail.com Ritari: Sif Grétarsdóttir GSM: 899 2535 sif.gretarsdottir@gmail.com Meðstjórnendur: Þórður Ásmundsson GSM: 896 3090 ta@hastens.is Erna Guðmundsdóttir GSM: 770 0248 Pálína Björg Snorradóttir GSM: 840 1774 palinab@gmail.com Umbrot: Grétar Örn Eiríksson gretar@grafiskhonnun.is Prentun: Prentmiðlun ehf
3
Súgandi
Vel heppnað Myndaog minningakvöld
Ljósmyndari: Eyþór Eðvarðsson
Fimmtudagskvöld 9. nóvember var haldið vel heppnað Myndaog minningakvöld á Catalínu. Valgeir Ómar Jónsson sagði frá ný útgefinni bók sinni Vitavörðurinn og sérstaklega sögunni um þýska flóttamanninn
og öllu sem tengdist því að fela hann fyrir yfirvöldum á stríðstímum. Valdimar er barnabarn Þorbergs sem var vitavörður á Galtarvita á undan Bjarna Friðrikssyni. Eftir hlé var Steinn Steinsson á dagskrá. Steinn var eftirminnilega persóna, mikið ljúfmenni og rammur af afli. Sveinbjörn Jónsson sagði frá persónulegum minningum af Steini og í kjölfarið var heimildarmynd Eyþórs Eðvarðssonar um Stein sýnd en í myndinni segja nokkrir valdir aðilar sögur af honum. Fjölmenni mætti og skemmtilegar umræður sköpuðust í lokin. Næsta Myndaog minningakvöld verður haldið 18. janúar n.k.
4
Jรณlablaรฐ 2016 2017
5
Súgandi
Konukvöld
átthagadætra sló í gegn Konukvöld átthagadætra var haldið þann 7. september sl. og heppnaðist frábærlega vel. Boðið var upp á nokkra fræðandi fyrirlestra. Áslaug Högnadóttir kennari sagði okkur allt um leiðina að minimalískum lífsstíl. Albert Eiríksson matgæðingur og bloggari færði hópnum góð ráð varðandi borðhald og borðsiði og Anna Steinsen hélt innblásinn fyrirlestur um áskoranir kvenna. Hera Björk
6
söngfugl söng eins og henni einni er lagið. Sigga Dögg veislustjóri hélt uppi stanslausu fjöri milli atriða með sinni einstöku innsýn í samskipti kynjanna og sá einnig um að heppnar konur fengju þá glæsilegu vinninga sem voru í boði í happdrættinu. Átthagadætur þakka kærlega fyrir frábæran stuðning frá styrktaraðilum félagsins, það er ómetanlegt að eiga góða að.
Jรณlablaรฐ 2017
7
SĂşgandi
8
Jรณlablaรฐ 2017
9
Súgandi
Súgfirðingakaffi Hið árlega Súgfirðingakaffi var haldið í sal Bústaðakirkju sunnudaginn 15. október síðastliðinn og eins og venja er voru Súgfirðingar duglegir að mæta til að styrkja gott málefni en kaffið er fjáröflun fyrir Viðlagasjóð Súgfirðingafélagsins. Stjórnin vill hvetja alla unga sem aldna til að láta sig ekki vanta á þetta glæsilega hlaðborð að ári liðnu. Stjórnin þakkar Viðlagasjóðsnefnd fyrir að standa vaktina með bros á vör eins og svo oft áður.
10
Jรณlablaรฐ 2017
11
SĂşgandi
12
Jólablað 2017
VIÐ FÆRUM ÞÉR ORKUNA
GLEÐILEG JÓL Ísafjarðarbær sendir Súgfirðingum öllum, aðfluttum, brottfluttum og ófluttum, hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Njótið hátíðanna í faðmi fjölskyldu og vina. Opnunartímar í Suðureyrarlaug yfir hátíðar:
Orkubú Vestfjarða ohf. Stakkanes 1 400 Ísafjörður
450 3211 456 3204
orkubu@ov.is www.ov.is
Laugardagur 23. des
9 - 16
Sunnudagur 24. des
9 - 12 (frítt í jólabaðið)
Jóladagur 25. des
Lokað
Þriðjudagur 26. des
Lokað
Miðvikudagur 27. des
16 - 19
Fimmtudagur 28. des
16 - 19
Laugardagur 30. des
9 - 16
Sunnudagur 31. des
9 - 12
Mánudagur 1. jan
Lokað
Ísafjarðarbær
Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1 | 400 Ísafjörður | 450 8000 | postur@isafjordur.is
isafjordur.is
13
Súgandi
Dvölin í Danmörku
Guðrún Sif Hannesdóttir bjó í Danmörku með fjölskyldu sinni frá 2006 - 2012
Segðu frá sjálfri þér: Ég heiti Guðrún Sif og er dóttir hjónanna Hannesar Halldórssonar og Kristínar Ólafsdóttur. Ég er gift Kristni Valda Valdimarssyni. Kristinn er einnig ættaður frá Súgandafirði, er af svokallaðri Hallbjarnarætt. Synir okkar eru Ísak Árni (´97), Atli Már (´99) og Anton Egill (´02). Ég er fædd árið 1976 í Reykjavík. Við sex mánaða aldur fluttum við fjölskyldan til Suðureyrar, en þá átti ég eldri systur, Láru sem þá var sjö ára, og Hjördísi 11 ára (samfeðra). Við fluttum í tvíbýlishús á Hjallavegi 14 og bjuggum þar fyrstu ár lífs míns. Mamma og pabbi byggðu svo hús á Sætúni 11 og þar bjuggum við til ársins 1989. Þá voru erfiðir tímar í atvinnulífinu á Suðureyri og illa gekk að selja húsið eftir að við fluttum suður. Það varð því úr að foreldrar mínir ákváðu að flytja það til Hafnarfjarðar. Þegar ég horfi út um stofugluggann minn í dag þá sé ég gamla húsið sem ég ólst upp í. Hvernig kom það til að þið fluttuð út og hvers vegna til Danmerkur? Kristinn var að vinna hjá tölvudeild Hafnarfjarðarbæjar sem kerfisfræðingur. Hann hafði sótt nám í NTV, en hafði ekki háskólapróf. Vorið 2005 fór hann á kynningu á Hótel Hilton þar sem verið var að kynna Business Academy Southwest, háskóla í Esbjerg í Danmörku. Hann varð 14
strax áhugasamur um námið og við fórum að velta fyrir okkur möguleikunum á því að flytja. Úr varð að bíða eitt ár með að flytja. Ég var að vinna á leikskólanum Vesturkoti, hafði verið þar í tvö ár eftir fæðingarorlof með yngsta strákinn og var virkilega ánægð í vinnunni.
íbúðina sem við leigðum afhenda um miðjan ágúst svo við notuðum fyrstu tvo mánuðina í að ferðast um landið. Við erum svo heppin að eiga vinafólk sem býr í Esbjerg og við vorum hjá þeim fyrstu vikuna og svo tók við ferðalagið. Við leigðum okkur sumarbústaði víðsvegar um landið, nálguðumst ferðabæklinga og vorum með Hvenær fluttuð þið út? prógramm á hverjum degi að Við fluttum í júní 2006 og leigðum skoða og njóta og svo kom út húsið okkar. Við fengum Benedikta systir og fjölskylda
Jólablað 2017
hennar til okkar í júlí og ferðuðust með okkur. Við höfðum sótt um aðild að húsaleigusamtökum og fengum við leiguíbúð um haustið þar sem vel fór um okkur. Fyrsta veturinn okkar fóru eldri strákarnir í grunnskóla fyrir útlendinga á meðan þeir voru að ná tökum á tungumálinu og aðlagast. Sjálf var ég heima með þann yngsta, Anton, sem þá var fjögurra ára. Hann þurfti að bíða í um hálft ár þar til hann fékk pláss á leikskóla. Sjálf fór ég í þriggja og hálfs árs háskólanám í UC-syd og lauk þar prófi sem „pedagog“ og er með starfsleyfi sem leikskólakennari. Í þessum skóla voru margar fagstéttir, s.s. kennarar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar. Það sem var sérstakt í náminu var áhersla á þverfaglega teymisvinnu. Gefin voru dæmi og nokkrar fagstéttir kallaðar saman til að finna lausn á málum. Þarna kom skýrt fram hvað hver fagstétt gat lagt til málanna og hvernig samvinna þeirra gat leitt til góðrar lausnar á málum. Nemendur í pædagogik gátu valið um ákveðið svið og valdi ég „værksted, natur og teknik“ sem áherslusvið. Við vörðum miklum tíma úti í náttúrunni og unnum með þann efnivið sem til féll hverju sinni. Hvenær fluttuð þið svo heim aftur og af hverju? Við fluttum heim sumarið 2012. Elsti drengurinn, Ísak, átti þá einungis eitt ár eftir af skyldunámi og við öll orðin frekar dönsk. Við Kristinn veltum þessu mikið fyrir okkur, fannst við þurfa að ákveða hvort við færum aftur
heim eða yrðum Danir. Eftir að við vorum búin að ákveða að flytja heim vildum við að Ísak kláraði grunnskólann á Íslandi sem sterkari grunn fyrir íslenskt framhaldsnám. Hvað var það fyrsta sem þú tókst eftir þegar þú fluttir út? Mér fannst eins og við værum að fara aftur í tímann. Mikið var af sjoppulegum pitsastöðum. Fólk alls staðar reykjandi, meira að segja mæður sem gengu úti með barnavagna. Þar sem við fórum í sund var t.d. gamaldags símaklefi við barnasundlaugina fyrir reykingafólk. Algengt var að börn á hjólum væru ekki með hjálm á höfðinu, en á þessum tíma sást þetta ekki hér heima. Það sem kom mér samt mest á óvart voru eigin fordómar. Samnemendur mínir voru frá mörgum ólíkum löndum og áhugavert að kynnast menningu þeirra. Tyrknesk bekkjarsystir mín hélt risaveislu fyrir syni sína, svokallaða umskurðarveislu. Bekkjarbróðir minn einn frá Pakistan bauð öllum skólasystkinum sínum í brúð-kaup sem haldið var fyrir hann og brúði hans, sem hann hafði aldrei séð. Fyrir utan þetta sérkennilega fyrirkomulag voru
veitingarnar í brúð-kaupinu mjög sérstakar, gos í plastglösum, snakk í einnota skálum á borðinu og að lokum fengu allir smá sýnishorn af brúðartertunni. Hvernig er Suðureyri í þinni minningu? Það voru mikil forréttindi að alast upp í svona litlu þorpi og auðvelt að finna sér eitthvað að gera. Fara á bryggjuna, finna sér snæri og öngul og veiða marhnúta, leita að spýtum og byggja kofa eða stelast með Elínu frænku uppá húsþakið hennar og hoppa í skaflana. Uppáhaldsstaður minn á Suðureyri er Skollasandur. Þangað fórum við oft með bekknum og var lögð áhersla á að við myndum ekki tala hátt, heldur hvísla, á leiðinni undir klettunum á leiðinni. Þetta gilti um báðar leiðirnar og skýringin var að ef við hefðum hátt myndu tröllin í fjallinu henda í okkur steinum. Skemmtileg jólaminning? Eldhúsið hjá mömmu og pabba á Sætúninu hefur mér alltaf fundist mjög notalegt. Það var mjög stórt og þegar maður kom inn var stórt furuborð með bekk og buffet skápur í stíl. Yfir eldhúsborðinu 15
Súgandi
um nokkurra ára skeið sem „stuepige“ hjá Jóni Krabbe í Kaupmannahöfn. Þar starfaði hún með stúlku frá Jótlandi sem bauð henni með sér heim í helgarleyfi. Stúlkan hafði sagt fjölskyldu sinni frá því að hún kæmi með Íslending með sér. Þegar þær voru komnar heim til stúlkunnar fóru fljótlega að koma gestir í þeim tilgangi að sjá Íslendinginn. Þeir höfðu haldið að Íslendingurinn væri hestur, því nokkuð var um íslenska hesta í Danmörku á þessum tíma. Gestina rak í rogastans þegar þeir Eitthvað fleira sem þig langar sáu að Íslendingurinn var ung að koma á framfæri eða segja stúlka en ekki hestur. lesendum frá? Hvenær komstu síðast til Mig langar að segja frá gamalli sögu af ömmu minni, Gunnu, Suðureyrar? Ég fór til Suðureyrar sumarið sem gerðist í Danmörku líklega eftir að við fluttum heim. Við árið 1935. Hún starfaði þá var aðventukrans með kertum. Eldhúsinnréttingin var smíðuð af pabba og mamma saumaði tjöld fyrir skápana. Í loftinu yfir eyjunni var stöng fyrir blómin og stráin sem mamma tíndi í Selárdalnum. Þar var tvískipt útihurð með útsýni inn fjörðinn. Tveir gluggar með skrauthillum og hvítum blúndugardínum. Fyrir jólin gerðum við alltaf laufabrauð og metnaðurinn til að gera sem flottasta mynstrið byrjaði snemma. Eftir baksturinn voru flottustu brauðin valin og mamma þræddi rauðan borða í gegnum þau og hengdi í glugganna.
16
fórum öll ásamt mömmu, pabba, Hönnu systur og Kristínu dóttur hennar. Við vorum í íbúð Súgfirðingafélagsins á Aðalgötu 18, íbúðinni hennar Jönu. Strákunum mínum fannst sérstaklega skemmtilegt að koma til Suðureyrar, þeir fóru út á brjót, veiddu fullt af makríl sem pabbi eldaði fyrir okkur með sykri og tilheyrandi eins og amma Gunna gerði. Við fórum aftur vestur 2014 eða 2015, vorum þá á tjaldstæðinu á Bolungarvík og fórum í dagsferð til Suðureyrar.
Jรณlablaรฐ 2017
17
Súgandi
Verbúð verður til Sumar 2016 hóf Fornminjafélag Súgandafjarðar byggingu á verbúðinni Ársól. Síðastliðið sumar var síðan sett torfþak á verbúðina og gaflar og hurð smíðuð. Fjöldi félagsmanna og annarra velunnara kom að verkefninu og sýndi því mikinn velvilja. Allt var unnið í sjálfboðavinnu og það sem þurfti að kaupa var keypt með félagsgjöldum Fornminjafélagsins. Við hliðina á verbúðinni liggur sexæringur sem Fornminjafélag Súgandafjarðar fékk frá bátasafninu á Reykhólum og er hann um 80 ára gamall. Framundan er að smíða bátaspil líkt og sjá mátti við Stöðina í næsta nágrenni. Bekkur er staðsettur við hliðina á verbúðinni sem gerir hann að ákjósanlegum stað til að stoppa á og njóta útsýnisins. 18
Verbúðin er öllum opin og öllum velkomið að kíkja inn og lifa sig inn í þúsund ára sögu útræðis á þessum fallega stað í Súgandafirði. Fornminjafélagið færir öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera hugmyndina um verbúð að veruleika hugheilar þakkir.
Jรณlablaรฐ 2017
19
Súgandi
Jólaskákmót
Starfsemi skákdeildar Súgfirðingafélagsins á haustönn hófst með 10 mínútna skákkeppni 9. des. sl. Þeir sem tóku þátt voru Atli Þór Þorvaldsson, Svanur Wilcox, Eyþór Eðvarðsson og Ellert Ólafsson. Úrslit urðu þau að Eyþór Eðvarðsson sigraði með 5,5 vinninga en Ellert Ólafsson varð annar með 4,5 vinninga. Starfsemin á vorönn hefst með móti laugardaginn 6. janúar kl. 17 á heimili Ellerts á Jökulgrunni 2. Síðan verður skákmót fyrsta laugardag í hverjum mánuði kl. 17 á sama stað. Allir súgfirskir skákáhugamenn velkomnir. Með skákkveðju, Ellert Ólafsson 20
Jólablað 2017
Lyklar, lásar og gler í 30 ár • Glugga- og glerísetningar • Neyðarlokanir 24/7** • Opnanleg fög • Almenn trésmíði - viðgerðir
• Lásasmíði • Lyklaforritun • Hurðaviðgerðir **Þjónustum m.a. öll helstu tryggingafélögin
Skútuvogi 11 • 104 Reykjavík • 510 8888 • www.neyd.is • neyd@neyd.is
Bókhaldskerfi í áskrift Microsoft Dynamics NAV er eitt mest selda bókhaldskerfi landsins og fæst í mánaðarlegri áskrift. Þú færð fullbúna viðskiptalausn, hýsingu og afritun í Azure ásamt vottuðum sérkerfum Wise á navaskrift.is Bjóðum einnig Office 365 í áskrift.
kr.
9.900
pr. mán. án vsk.
Wise lausnir ehf. » Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, 600 Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » wise.is
21
Súgandi
Nýr björgunarbátur Vígsla nýs björgunarbáts Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri fór fram laugardaginn 4. nóvember sl. Sá draumur var búinn að blunda lengi í félögum björgunarsveitarinnar að endurnýja harðbotnabátinn og þeir lögðu mikið á sig til að safna fjármunum og gera kaupin möguleg. Með tilkomu bátsins er búið að þétta net sjóbjörgunarbáta á norðanverðum Vestfjörðum. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson blessaði bátinn. Nýi báturinn fékk nafnið Sigga Ljósa í höfuðið á Sigríði Jónsdóttur ljósmóður. Á vef björgunarsveitarinnar koma þessar upplýsingar fram um Siggu Ljósu. 22
„En Sigríður Jónsdóttir, Sigga Ljósa eins og húna var kölluð fæddist 7. október 1889 að Stað í Grunnuvík. Sigríður lauk ljósmæðraprófið 1929 fertug að aldri og var eldri en gengur og gerist með nýútskrifaðar ljósmæður. Sama ár fluttist hún til Suðureyrar ásamt manni sínum, Ásgeiri Jónssyni vélstjóra frá Ísafirði. Með þeim fluttu fjögur börn Ásgeirs, en Sigríður ól aldrei börn.
kom út árið 1964 talar hún um að hafa farið fyrir Gölt að vetri til eftir að það var róið með hana yfir fjörð og gekk hún svo fjöruna og þurfti að sæta lagi í briminu. Í annarri ferð á leið til Galtarvita að taka á móti barni lenti hún í skriðuföllum en sakaði ekki. Oft gekk á ýmsu í hennar starfi, til dæmis þegar rafmagnið var teki af þorpinu á miðnætti, vegna þess að þá var slökkt á rafalanum fyrir þorpið. Mörg börn fæddust við ljós frá olíulömpum og kertum.
Sigríður fór oft að vitja sængurkvenna þegar veður voru slæm og aðstæður erfiðar. Í bókinni Íslenskar ljósmæður sem
Í Súgfirðingabók segir Guðsteinn Þengilsson um Sigríði: ,,Ég á mikið að þakka samstarf hinnar öldnu og reyndu ljósmóður
Jólablað 2017
Súgfirðinga, Sigríði Jónsdóttur. Henni fylgdi slík gæfa, að aldrei hlekktist neitt verulega á við fæðingar, sem hún var nærri. Sú rósemi sem hún ávallt sýndi verkaði sérstaklega vel, bæði á lækni og sængurkonu. Á henni sást aldrei fum eða fát, heldur vann hún ákveðið og með því öryggi sem aðeins fæst af langri reynslu’’ Sigríður var ljósmóðir Súgfirðinga í 34 ár og a þeim tíma tók hún á móti næstum 400 börnum og tók meðal annars á móti börnum barna sem hún hefði tekið á móti. Súgfirskar konur héldu mikið upp á Sigríði og færðu henni gjafir á 25 ára starfsafmæli hennar og einnig á sjötugsafmæli hennar. Hús það sem hún bjó lengst í í þorpinu er jafnan kallað Ljósukot. Sigríður lést 1970.“
Gleðilega hátíð Súgfirðingasetrið í faðmi fjalla blárra
Minnum félagsmenn á að fallegt er í Súgandafirði á veturna og gott að gista í Súgfirðingasetrinu. www.sugandi.is Sumarverð 36.000 kr Vetrarverð 29.000 kr Helgarverð á vetrartíma 20.000 kr 40.000 kr Sæluhelgin Afsláttur til öryrkja og eldri borgara 20 prósent af vetrarverði á vetrartíma.
Landsbankinn
landsbankinn.is
410 4000
23
Súgandi
Dagskráin framundan Janúar
18. janúar Minningarkvöld á Café Catalína. Auglýst síðar á fréttaveitunni. 29. janúar Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Febrúar
10. febrúar - Þorrablót á Suðureyri, nánari upplýsingar hjá konum sem búa í firðinum fagra. 17. febrúar – Þorrablót Súgfirðingafélagsins í Reykjavík verður haldið að Stangarhyl 4 í Reykjavík. 26. febrúar – Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Mars
Aðalfundur Súgfirðingafélagsins – nánar auglýst síðar 26. mars – Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00. Minningarkvöld á Café Catalína í Kópavogi. Nánar auglýst síðar á fréttaveitunni.
Apríl
30. apríl – Súgfirðingaskálin. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands við Síðumúla 37, 3. hæð í Reykjavík kl. 18:00.
Júlí
Sumarblað Súgfirðingafélagsins
24
Jólablað 2017
Vísnahornið Suður eins og hinir fuglarnir Við erum stórir fuglar, sem stingum af Ekki alltaf því við viljum það Meira af nauðsyn og fróðleiksfýsn Ekkert sérlega mikil býsn
(eitthvað, einhvert) (kannski eitthvað, einhvert) (eitthvað, kannski) (kannski smá, eitthvað)
Úr hreiðrinu heima, á milli fjalla allir fuglar verða að falla Fljúga suður, eins og tamt er (æ, ég nenn’ekk’að ríma) Á eftir kunnugleikanum kemur óvissan Á eftir landsbyggð, kemur borg óttans Þar sem við erum smá í stærðinni í stað þess að vera stór í smæðinni Þekkjum engan í stað allra Þú verður að segja vinstri hægri Ég rata bara í Kringluna og Skeifuna Hagkaup er minn griðarstaður, eini staðurinn sem ég virkilega rata á Kannski þess vegna vil ég alltaf fara þangað Það er væg týra frá Pólstjörnunni alls ekki nógu björt til þess að sigla eftir Ég myndi ekki þora að hengja líf mitt á hana. Hversu hátt eru stjörnurnar eiginlega á himninum fyrst að Reykjavík nær að skyggja á þær Það er falleg bleik slikja yfir himninum og hnakkurinn minn er blautur skiptir ekki máli hvort ég fer núna eða á eftir hann verður samt ennþá blautur Eins og hvarmurinn þegar ég fæ heimþrá
Ég vil skora á Hrafnkel Huga Vernharðsson til að koma með vísu fyrir sumarblað félagsins
Ég skammast mín ef langt líður á milli heimsókna Samviskubit læsir sig um mig eins og kuldinn að vetri Mér er sama hvort það sé hafið eða fjöllin Eitthvað er það, sem dregur mann heim Eitthvað, einhver, allir, allt, eða flest Úr áreynslulausri tilveru, rifin upp með rótum En við erum ekki blóm. Við erum fuglar. Hólmfríður María Bjarnadóttir
25
Súgandi
Á SKOTHÓLNUM
Helgi Unnar Valgeirsson Hverra manna ertu? Foreldrar mínir heita Valgeir Hallbjörnsson og Þóra Þórðardóttir. Fjölskylduhagir? Giftur, saman eigum við einn son og tvær dætur. Starf? Verkefnastjóri hjá Arnason Industries Hvar býrðu? Stonewall, Manitoba, Kanada Áhugamál? Útivist og tæki. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Að horfa inn Staðardalin frá sjó. Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Sumarið 2016. Uppáhaldsmaturinn? Hangikjöt. Uppáhaldstónlist? Rokk. Uppáhalds leikari/leikkona? Ólafur Darri. Hvað er í jólamatinn? Vonandi íslenskur hamborgarhryggur, í fyrsta skipti í 6 ár. Hvaða minningar áttu frá jólunum á Suðureyri? Jólaveislur með stórfjölskyldunni. 26
Súgandi
Jólablað 2017
Súgfirðingaskálin Súgfirðingaskálin hófst að venju Staðan 10 efstu paranna eftir þrjár lotur er eftirfarandi: síðasta mánudaginn í september sem 701 stig í ár var 25. dagur mánaðarins. Það 1. sæti Hafliði Baldursson og Árni Guðbjörnsson Karl Bjarnason og Ólafur Ólafsson 674 stig 2. sæti var strax ljóst að briddsárið yrði gott Gróa Guðnadóttir og Alda S. Guðnadóttir 624 stig 3. sæti að þessu sinni en spilað var oftast á Ásgeir Ingvi Jónsson og Sigurður G. Ólafsson 621 stig 4. sæti átta borðum. Nokkur nýliðun hefur Sigurður Þorvaldsson og Ingólfur Sigurðsson 615 stig 5. sæti orðið í spilahópnum síðustu árin þó 585 stig eldri briddsrefir hafi einnig haldið 6. sæti Sveinbjörn Jónsson og Sigurður Ólafsson 583 stig velli mjög lengi og séu síungir í 7. sæti Björn Guðbjörnsson og Sturla Gunnar Eðvarðsson 578 stig spilamennskunni. Má þar nefna Gróu 8. sæti Steinþór Benediktsson og Birgir Benediktsson 576 stig Guðnadóttur og Ásgeir Sölvason 9. sæti Rafn Haraldsson og Jón Sveinsson 565 stig sem bæði hafa unnið skálina, Gróa í 10. sæti Ásgeir Sölvason og Sölvi Ásgeirsson tvígang og Ásgeir einu sinni. Geta má Aðrir eru með færri stig en þess skal getið að þeir sem spila allar loturnar átta þess að þau eru fermingarsystkini frá geta sleppt einni lotu úr til að laga skorið sem er þá gert í lok spilaársins. Suðureyrarkirkju. Í haust lést Hlynur Næsta spilakvöld verður mánudaginn 18. desember kl. 18:00 á sama stað og Antonsson, snjall spilari en hann hafði tíma. Eftir áramótin verður spilað eftirtalin kvöld: 29. janúar, 26. febrúar, 26. unnið skálina oftast eða í þrígang. Var mars og 30. apríl. hans minnst af spilafélögunum með Við briddsarar viljum að endingu óska Súgfirðingum og landsmönnum öllum einnar mínútu þögn í upphafi 2. lotu gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þakklæti fyrir öll góðu gömlu árin. um skálina. Kristján Pálsson Fyrirkomulag spilakvöldanna hefur verið breytt nokkuð frá því sem verið hefur og er spilað nú eftir svonefndu „monrad“ kerfi þar sem þeir bestu hvert kvöld raðast saman í stað þess að allir spili við alla eins og verið hefur frá fyrstu tíð. Þetta var nauðsynlegt því spilarnarnir eru orðnir það margir að spilamennskan dróst mjög en með hinu nýja fyrirkomulagi er allt búið einni klukkustund fyrr og verður ekki breyting þar á þó spilurum fjölgi enn. 27
Súgandi
80 ár frá vígslu Suðureyrarkirkju Að gefnu tilefni birti ég hér samantekt sem ég upphaflega birti á fésbókarsíðu minni þann 1. ágúst sl. í tilefni af því að þá voru 80 ár liðin frá vígslu Suðureyrarkirkju. Einnig finnst mér vel við hæfi að birta grein ömmu minnar Sigurbjargar S. Jónsdóttur sem fyrir 81 ári ritaði grein um ferð sína til Flateyrar þar sem hún var viðstödd vígslu Flateyrarkirkju og birt var í Sóley, blaði kvenfélagsins Ársólar árið 1936, en sami byggingameistari kom að báðum þessum kirkjubyggingum. Í ár eru 80 ár liðin frá því að Suðureyrarkirkja var vígð þann 1. ágúst árið 1937. Framkvæmd vígslunnar var í höndum þeirra Jóns Helgasonar biskups landsins, prófastsins séra Sigtryggs Guðlaugssonar og sóknarprestsins Halldórs Kolbeins. Auk þeirra voru 28
viðstaddir séra Sigurgeir Sigurðsson prófastur á Ísafirði síðar biskup, séra Jón Ólafsson prestur í Holti, og séra Runólfur Magnús Jónsson past. emer. á Ísafirði. Meðal kirkjugesta voru m.a. Ásgeir Ásgeirsson síðar forseti Íslands og kona hans Dóra Þórhallsdóttir sem ásamt fleira góðu fólki samgladdist söfnuðinum á hátíðlegri stundu. Faðir minn Eðvarð Sturluson var fyrsta barnið sem var skírt í kirkjunni þennan dag en fleiri börn voru einnig skírð. Meðfylgjandi mynd er af ömmu og afa og börnum þeirra en hún er tekin í garðinum á Aðalgötu 12 þennan fallega dag en með þeim á myndinni er skírnarvottur föður míns, Hannes Friðsteinsson skipherra hjá Landhelgisgæslunni en hann var giftur Guðrúnu Hallbjörnsdóttur systur Eyju ömmu.
Það eru margir sem eiga sterkar taugar til Suðureyrarkirkju þar sem margir góðir prestar eins og séra Jóhannes Pálmason og fleiri hafa þjónað en á margan hátt má segja að saga hennar sé merk. Það þóttu t.d. söguleg tímamót á sínum tíma
Jólablað 2017
þegar fyrsti kvenprestur landsins séra Auður Eir var ráðin þangað árið 1974. Mér er minnistætt það sem skrifað var um þau viðbrögð og ritað hefur verið um í Súgfirðingabók og ætla ég að leyfa mér að deila því með ykkur hér. En þar er haft eftir Auði Eir sem kom vestur til að kynna sig áður en hún sótti um prestakallið ásamt manninum sínum Þórði Erni Sigurðssyni: “Við Þórður ókum til Suðureyrar sumarið 1974 til að hafa tal af sóknarnefnd og vildi ég bjóðast þar til preststarfa. Við leituðum uppi formann sóknarnefndar Sturlu Jónsson hreppstjóra. Vildi svo til að þeir Þórður heilsuðust fyrst og tjáði Þórður honum að við værum þangað komin til að ræða við hann um preststarfið. - Já, svo maðurinn er guðfræðingur, sagði Sturla. - Nei það er konan mín, svaraði Þórður og bjóst ég við að heyra þau viðbrögð, sem ég var vönust að heyra hjá fólki, að það óskaði ekki eftir kvenpresti. En undirtektir Sturlu verða mér ævinlega í minni og sá ég síðar að þau lýsa bæði honum sjálfum og fólkinu þar vestra, víðsýni þess og sjálfstæði í hugsun. Því Sturla anzaði hressilega:
- Já, ekki var það nú verra.” Stolt af honum afa mínum sem og öllu því góða fólki sem kom að byggingu kirkjunnar á sínum tíma. Kirkjan var afhent söfnuðinum nærri skuldlaus og þótti samfélagið hafa unnið þrekvirki með byggingu hennar. Kvenfélagið Ársól var þar brautryðjandi sem árið 1926 stofnaði Kirkjubyggingarsjóð Suðureyrarkirkju með 300 króna framlagi til þessa mikilvæga máls. Það var ósk formanns kirkjubyggingarnefndar Suðureyrarkirkju,
Örnólfs Valdimarssonar, að “eins og kirkjan gnæfir há og tignarleg yfir Suðureyrarkauptúni svo séu hugsanir Súgfirðinga hátt hafnar yfir allt dægurþras þegar til stórra átaka kemur.” Til hamingju með 80 árin kæru Súgfirðingar. Sigrún Edda Eðvarðsdóttir
Gjöf sem gefur Á þriðja hundrað þúsund krónur hafa safnast við sölu á bókinni Endurminningar Gissurs Guðmundssonar frá Súgandafirði. Mun allur ágóði af sölu bókarinnar renna óskiptur í viðhaldssjóð Suðureyrarkirkju. Örfá eintök eru eftir og geta áhugasamir sem vilja tryggja sér eintak og leggja góðu málefni lið haft samband við Braga Ólafsson í s. 820 6050, Eðvarð Sturluson s. 862 3723 eða Sigrúnu Eddu Eðvarðsdóttur s. 863 3326.
29
Súgandi
Heimsókn til Flateyrar
Kæra Sóley, Ég hef hugsað mér að segja þér litla ferðasögu. Mig hafði lengi langað vestur á Flateyri til að sjá plássið þar, ég hafði svo oft heyrt fólk tala um hvað þar væri fallegt. Lét ég því verða af því í sumar, sunnudaginn 26.júlí. Um morguninn lagði ég af stað ásamt fleira fólki með „Sigurvoninni“. sem þá var að fara vestur. Þann sama dag átti að vígja kirkjuna á Flateyri, hugsaði ég að það hlyti að verða gaman að vera þar við, sem líka var. Ferðin gekk vel vestur og komum við þangað um 10 leytið, fór ég af skipsfjöl upp á Sólbakka, þar borðaði ég í „bragganum“, var þar margt um manninn. Klukkan eitt var lagt af stað til kirkjunnar, var þá ekki búið að opna kirkjuna en mikill mannfjöldi samankominn er beið eftir að opnað yrði. Lykillinn hafði þá gleymst heima, var síðan sent eftir honum og opnað, streymdi þá fólkið inn og fylltist hún á svipstundu. Kirkjan er mjög falleg innan og prýðilega vel frá henni gengið, hún var öll skreytt með blómum og prýddi það hana mikið því alltaf prýða blessuð blómin hvar sem þau eru. Þarna var mikill fjöldi samankominn og troðfullt út í dyr, var þá fólkið sem stóð beðið að víkja til hliðar svo prestarnir gætu gengið inn og var það gert. Gengu þá allir vestfirsku prestarnir skrúðgöngu inn kirkjugólfið með biskup í fararbroddi. Byrjaði svo vígslan með 30
því að karlakór Ísafjarðar söng einn sálm, þar næst söng kór Flateyrar, síðan las séra Halldór Kolbeins bænina, fór svo messan fram svipað og vanalega, biskup hélt langa ræðu og blessaði kirkju og söfnuð á kristilegan hátt eins og gefur að skilja. Séra Jón Ólafsson hélt stólræðuna og í lok messunnar var sunginn skírnarsálmur. Var nú sungið fyrsta versið, þá fór ég síst að skilja í því hversvegna væri ekki staðið upp með börnin, það hlyti ekki að vera vani hér eins og heima að standa upp með börnin strax og byrjað væri að syngja. Svo var fyrsta versið búið og byrjað á öðru og ekki bólar á börnunum, þá fór mér nú ekki að lítast á blikuna, sá ég þá að fólkið fór að líta til beggja hliða; það skyldi þá aldrei vera að börnin væru ókomin – nei það gat ekki verið. Þá sé ég að Guðrún læknisfrú stendur upp, þar stendur sú fyrsta upp hugsaði ég, hún ætlar líklega að halda einhverju barninu undir skírn, en ekki var það – hún stóð góða stund á gólfinu og leit fram eftir kirkjunni eins og hún væri að gæta að einhverju, síðan fór hún út. Þá skildi ég hverskyns var, þær voru þá ekki komnar með börnin. Nú var sálmurinn á enda og ekki koma börnin. Mér sýndist ekki betur en séra Jón vera eitthvað skrýtinn á svip en biskup lét það ekki á sig fá, hann byrjaði að tóna og þegar tónið var á enda þá stóð það heima að Guðrún kemur þá inn og konurnar með börnin, hafði hún þá farið og sótt þær. Var þá strax farið að syngja aftur skírnarsálm, ekki
þann sama heldur annan og svo skírði biskup börnin er voru þrjú, 2 telpur og 1 drengur, gekk það skrikkjalaust. Ekki man ég hvað þau hétu en mér fannst það bara ekki eins viðkunnanlegt þegar biskup jós vatninu á börnin að hann tók þau ekki í fang sér á meðan eins og okkar prestur gerir, það finnst mér miklu tilkomumeira. Ég segi það satt að mér fannst þetta mjög leiðinlegt þegar verið var að bíða eftir börnunum og ég hugsaði með mér: Það var gott að þetta var ekki í okkar kirkju. Þegar messan var búin fór ég aftur upp á Sólbakka, þar var mér sýnd verksmiðjan og skoðaði ég hana alla innan. Hún er mikið furðuverk, hún var ekki í gangi þennan dag annars held ég að ég hefði ekki þorað inn í hana, því það er ógurlegur hávaði þegar hún er í gangi. Síðan fór ég um plássið og skoðaði það, þar næst í barnaskólann og hlustaði á karlakór Ísafjarðar sem söng þar, var reglulega gaman að hlusta á hann en mér fannst skólinn bara of lítill til að syngja í honum. Svo ætlaði kórinn að syngja aftur í kirkjunni kl. 8 um kvöldið og um sama leyti var lagt af stað heimleiðis með „Sigurvoninni“ og hafði ég skemmt mér vel yfir daginn. Með bestu kveðju, Sigurborg Jónsdóttir Birtist í blaðinu Sóley, 6. desember 1936
Jólablað 2017
Á SKOTHÓLNUM
Kristín Einarsdóttir Hverra manna ertu? Ég er dóttir Einars Ólafssonar og Ragnheiðar Sörladóttur . Fjölskylduhagir: Ég er gift Sigurði Kristjánssyni og á þrjú yndisleg börn, Ragnheiði 29 ára, Hartmann Helga 22 ára og Guðrúnu Sigríði 17 ára. Starf: Ég starfa sem bókari hjá Sigurraf og einnig sem höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðaraðili. Hvar býrðu? Ég er búsett í Grafarvogi. Áhugamál? Útilegur og skíði. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Útsýnið út um eldhúsgluggann á Sætúni 1, bryggjan, bátarnir, sjórinn og Gölturinn. Kirkjan er einnig á fallegum stað í plássinu. Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Árið 2016 fór ég á Sælu með Ellu
Braga, syni hennar honum Óskari og sungum hástöfum með. Einnig var Álfheiði systir. ein jólasaga alltaf spiluð um öll jól en það er sagan Verkstæði jólasveinanna. Uppáhaldsmaturinn? Á aðfangadag voru jólin hringd inn Mér finnst flest villibráð mjög góð. kl. sex og við löbbuðum með pabba í messu en mamma var heima að gera Uppáhaldstónlist? matinn kláran. Eftir messu borðuðum Það er öll tónlist sem hægt er að við, tókum upp pakkana og áttum dansa við. Það sem er vinsælast í hefðbundið aðfangadagskvöld. Svo fór augnablikinu er Justin Timberlake ég alltaf yfir til Svanhildar og skoðaði Can’t stop the feeling (kann nefnilega hennar jólagjafir. Á jóladag fórum við dans við það lag). fjölskyldan til Gunnu ömmu en þar var saman komin öll föðurfjölskyldan Uppáhalds leikari/leikkona? og gerði sér glaðan dag. George Clooney af því hann er svo líkur manninum mínum og Maryl Mig langar að segja ykkur frá fyrstu Streep. Þorláksmessunni eftir að við fluttum í bæinn. Mamma og pabbi voru þá Hvað er í jólamatinn? með Sportbúðina og eftir að búðinni Að sjálfsögðu rjúpur, það eru engin jól var lokað kl. 23 var farið heim og án rjúpna. soðin skata að vestfirskum sið og þessi yndislega lykt ilmaði náttúrulega Hvaða minningar áttu frá jólunum á um alla blokk. Þegar við fjölskyldan Suðureyri? vorum rétt sest niður að borða er Ég á mjög góðar og hugljúfar bankað hressilega og pabbi fer til minningar frá jólunum á Suðureyri. dyra. Þar stendur stór og stæðilegur Í minningunni var alltaf allt á kafi í maður og spyr pabba hvort hann viti snjó um jólin, stjörnubjart og logn. Á það ekki að það sé stranglega bannað Þorláksmessu var miklu komið í verk, að sjóða skötu í blokkinni. Pabba eiginlega var allt gert á einum degi brá við, hafði ekki heyrt um þessa sem við erum að dunda okkur við alla reglu og maðurinn ekki árennilegur. aðventuna núna. Jóla- Nágranninn þegir smástund í viðbót gjöfunum var pakkað og bætir svo við nema mér sé boðið inn og þær bornar líka. Steini á loftinu, eins og við köllum út, jólaljósahringur hann, borðaði síðan alltaf með okkur sem mamma bjó til skötu alveg þar til foreldrar mínir settur út í glugga, létust, blessuð sé minning þeirra. plötuspilarinn spilaði fyrir okkur jólalög Megi Guð gefa ykkur gleðileg jól og á meðan húsið var farsælt komandi ár. þrifið og skreytt og við 31
Súgandi
Þréttándagleði súgfirskra barna Hverra manna ert þú? Þóra Þórðardóttir heiti ég, dóttir Þórðar Ágústs Ólafssonar, alltaf kallaður Gústi, og Jófríðar, sem kölluð var Jóa, sem sagt dóttir Gústa og Jóu frá Stað.
í sveitinni yfir jólamánuðinn og það má eiginlega segja að þrettándagleðin sé spunnin út frá því. Í Staðardal voru jólin alltaf haldin hátíðleg til skiptis inni í Bæ eða á Stað. Fólkið var ferjað á milli með öllum tiltækum ráðum miðað við aðstæður og oft var það ævíntýri líkast. Komið var saman bæði Hvernig eru fjölskylduhagir í dag? Ég er Gift Guðmundi Valgeiri yfir jól og áramót. Samverustundirnar Hallbjörnssyni, alltaf kallaður Valli og jólagleðin var alveg einstök í og saman eigum við stóra og góða dalnum og mig hefur alltaf langað til fjölskyldu. Átta börn, tuttugu og tvö barnabörn og fimm langömmubörn og það sjötta á leiðinni. Hvenær byrjuðu með þrettándagleðina og hvernig kom það til? Við fluttum til Suðureyrar vorið 1968 og árið 1969 var fyrsta gleðin haldin af okkur. Þetta byrjaði í mjög smáum stíl. Það blundaði alltaf í mér að kynna börnunum fyrir þeirri gleði sem ríkti
32
að deila þessari hamingju með öðrum. Fyrst hugsaði ég auðvitað um mín börn og þeirra nánustu vini. Af hverju stækkaði hún svona mikið? Þetta stækkaði smátt og smátt, fyrst komu inn bekkirnir sem ég var að kenna þar sem ég kenndi yngstu tveimur bekkjunum lengi vel. Smátt og smátt stækkaði þetta þangað til allur skólinn var farinn að koma og þannig
Jólablað 2017
er þetta búið að vera í þó nokkuð mörg ár. Ég hætti auðvitað að kenna fyrir átta árum, þá orðin sjötug, og það er markmiðið hjá mér að reyna að halda þetta þangað til ég verð áttræð, sem þýðir að það eru tvö skipti eftir. Hefur þú töluna á því hversu mörg börn hafa komið á þrettándagleði hjá ykkur? Ég hef ekki töluna, en síðustu árin hefur þetta verið að fara yfir fimmtíu manns, þannig að það má segja að hvert pláss sé vel nýtt hérna. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta hefur gengið vel. Ég stend auðvitað ekki ein í þessu heldur fæ ég góða hjálp frá dætrum, sonum og tengdabörnum. Þá helst gott skipulag á öllu og það skiptir ekki öllu máli þó að plássið sé takmarkað. Hvað finnst þér skemmtilegast við þessa hefð ykkar? Mér finnst skemmtilegast að geta veitt öðrum ánægju og gleði eins og ég ólst upp við. Ég verð að viðurkenna að ég er í eðli mínu alveg sama jólabarnið og ég var þá og hef bara reglulega ánægju af þessu. Að sjá börnin ánægð og hafa gaman af þessu öllu saman hjá okkur. Er einhver minning tengd þrettándagleðinni sem stendur upp úr? Sú sem stendur alveg upp úr er í rauninni ekki tengd sjálfri gleðinni en það er sú þrettándahátíð þar sem ég varð ríkari af tveimur barnabörnum með þriggja klukkustunda millibili og það var auðvitað alveg yndislegt.
ung þegar þetta var og ég veit ekki af hverju en það endaði þannig að ég klæddi hana í föðurlandið af honum Valla, pabba sínum. Ég fer að tala við jólasveininn en það er venjan að fá þá til að spjalla og sprella og allir taka þátt í því. Ég segi við þennan jólasvein hana Jónu Möggu „Mikið hefur hún Grýla gamla prjónað fallegar buxur á þig“ og klappa henni. Þá sé ég að hún verður eitthvað skrítin svo ég kalla á hana að koma fram. Þá segir hún „Mamma, ég gat ekki skrökvað því það var ekkert Grýla gamla sem prjónaði þessar buxur“. Þetta finnst mér alltaf voðalega fallegt.
Það var byrjað að fagna eitthvað um níuleytið og svo aftur rett um hálf ellefu að þá var önnur stelpa fædd. Þetta voru tvíburarnir mínir sem ég hef alltaf kallað Hörpu Rún og Bergrós Evu. Það var mjög sérstakt að þær Er alltaf sama dagskráin eða reynið skuli báðar fæðast á sama dag og það á þið að breyta frá ári til árs? þrettándanum á meðan gleðin var hér Þetta er alltaf sama hefðin eða mjög á fullu. lík á milli ára, svona eins og ég ólst upp við. Börnin byrja að mæta um Ein skemmtileg minning er frá því að klukkan sex og dunda sér fram undir hann Marner var hérna hjá mér, og ég sjö. Síðan göngum við í kringum var búin að fá jólasveinabúninginn jólatréð. Það hefur ekki brugðist að hans pabba lánaðan því ég var ekki bankað hefur upp á einn, tveir eða búin að sauma mér búning sjálf. Það þrír jólasveinar. Það vekur auðvitað ár fór ég sjálf í búninginn og ég gleymi upp gleði og þeir gera sitt sprell hérna aldrei hvað Marner, sem var þá eitthvað með börnunum og bjóða þeim upp á í kringum tólf ára, var ánægður. Hann appelsínu, mandarínur eða epli. Af því var svo lifandi ósköp ánægður yfir loknu er kaffidrykkjan og hef ég alltaf þessu öllu saman og var að segja mér reynt að hafa hana eins og hún var í eftirá hver hefði komið og hvað það sveitinni þar sem var veglegt jólaboð. hefði nú verið gaman og ég átti ekki til Það er boðið upp á súkkulaði og nóg af orð að hann orðinn þetta gamall hafði flottum kökum, það er sko ekkert verið ekki fattað hver þetta væri. Þeir eru nú að skammta ofan í börnin og allir fá margir jólasveinarnir og þetta stendur sér eins og þeir vilja. nú upp úr, líka ein þegar Jóna Magga Þetta hefur alltaf gengið svo vel, tók að sér að leika. Þetta var eitthvað börnin eru líka svo stillt og prúð að á fyrstu árunum því hún var mjög ég held að það hafa eingöngu komið
33
Súgandi
fyrir einu sinni að hlutur hafi brotnað, sem er alveg sérstakt í öllum þessum þrengslum sem verða auðvitað hér. Það þarf auðvitað að skipuleggja hvert allir hópar fara og það hefur bara gengið mjög vel. Eftir kaffið þarf ýmislegt að gera hér til þess að hægt sé að fara í þessa leiki sem ég hef lagt mikla áherslu á að börn læri, þessa gömlu jólaleiki sem eru ekki algengir í dag en tíðkuðust þegar ég var ung og auðvitað fyrir minn tíma. Við byrjum á því að rusla öllu út úr stofunni eða til hliðar til að skapa pláss til að hafa sem flest sæti og tekst okkur oftast að hafa í kringum þrjátíu og fimm sæti. Það hefur yfirleitt dugað þar sem ekki allir hafa áhuga á að taka þátt í öllum leikjunum. Leikirnir eru mismunandi og við byrjum á leikjum sem eru fyrir litla krakka, „slá á hendur“ og „með köttinn sinn“. Síðan þyngjast leikirnir eins og „sæta bítti“. Þegar leikjunum er lokið reynum við að fá flesta til að kvitta í gestabókina. Klukkan hálf tíu
er svo komið að flugeldasýningunni og þar ræður Valur ferðinni enda formaður björgunarsveitarinnar. Það hefur því miður alveg komið fyrir að flugeldarnir hafa þurft að falla niður vegna veðurs. Áður fyrr reyndum við alltaf að hafa brennu og það var auðvitað alltaf mjög skemmtilegt, verður bara að segjast alveg eins og er, en svo fóru reglurnar að vera það strangar að
það mátti ekki vera að kveikja elda hvar sem var. Ég dreif mig einu sinni yfir til sýslumanns og fékk það uppá skrifað að ég mætti hafa brennu og ég á þetta blað einhvers staðar ennþá. Svo var það bara fljótlega eftir það að allt fór að breytast, kanturinn hérna fyrir neðan er ekki lengur með fjöruna eins og áður fyrr og þá lagðist þessi brenna af. Mér fannst alltaf dálítið hátíðlegt að hafa brennuna. Eitthvað fleira sem þú vilt koma á framfæri? Þegar svona margir krakkar eru saman komnir er ekki hægt að neita því að þetta er mikil ábyrgð og ég er bara afskaplega þakklát hvað þetta hefur allt gengið vel. Ég var að tala um eitthvert glerílát áðan en það skiptir kannski bara minnsta máli, mestu skiptir auðvitað að enginn slasist og að það komi ekkert alvarlegt fyrir. Þakka ég bara Guði fyrir það.
34
Jólablað 2017
Ást við fyrstu sýn
Egils Malt Appelsín og
35
Súgandi
Sæluhelgin 2017
Sæluhelgin, ein elsta bæjarhátíð landsins, var haldin í sumar og þetta árið var hún engu síðri en undanfarin ár. Margt skemmtilegt var í boði fyrir alla fjölskylduna og að sjálfsögðu var mansakeppnin þar í aðalhlutverki. Sæluhelgin hefur verið gott tækifæri til að kynna bæinn fyrir innlendum og erlendum ferðamönnum. Sömuleiðis hafa brottfluttir Súgfirðingar notað tækifærið og heimsótt gamlar slóðir, hitt vini og ættingja og rifjað upp gömul ævintýri úr firðinum. Upphaflega byrjaði Sæluhelgin sem marhnútaveiðikeppni árið 1988 en þróaðist með árunum í það sem hún hefur verið síðustu ár. Aðstandendur hafa staðið fyrir bæjarhátíðinni í tæp þrjátíu ár en hyggjast ekki gera það lengur. Þeir eiga miklar þakkir skilið fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt starf og ómælda vinnu við að gera Sæluhelgina eins glæsilega eins og raun bar vitni.
36
Jรณlablaรฐ 2017
37
Súgandi
Fjallaterta Gamaldags marengsterta með rjóma, svampbotni og ljúfu súkkulaðikremi. Brúnn marengs: 3 eggjahvítur 180 g. púðursykur Eggjahvítur og púðursykur stífþeytt, smurt á bökunarpappír í ca. sömu stærð og svampbotninn á að vera og bakað við 150°C í klukkutíma. Botn: 1 eggjarauða 2 egg 80 g. sykur 2 msk. hveiti 1 tsk. lyftiduft Egg, eggjarauða og sykur þeytt saman þar til það er ljóst og létt, hveiti og lyftidufti blandað varlega saman við þeytinguna. Bakað í einu hringformi við 200 °C í 10 mínútur. Súkkulaðikrem: 100 g. suðusúkkulaði 2 eggjarauður 100 g. flórsykur 75 g. smjör
38
Súkkulaði og smjör er brætt saman. Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman og bræddu súkkulaði og smjöri hrært saman við. Samsetning: Svampbotninn er neðstur, síðan súkkulaðikremið, ofan á það kemur 250 ml. þeyttur rjómi og loks marengsinn. Pálína Björg Snorradóttir
Jólablað 2017
Fyrir svanga á ferð FÁðU T AFSLÁT
el reno ostborgari og franskar. VERÐ: 1.299 KR.
við erum á olís ÁLFHEIMUM GULLINBRÚ NORÐLINGAHOLTI MOSFELLSBÆ
AKRANESI BORGARNESI STYKKISHÓLMI SKAGASTRÖND
SIGLUFIRÐI ÓLAFSFIRÐI DALVÍK REYÐARFIRÐI
NESKAUPSTAÐ HELLU SELFOSSI HÚSAVÍK
Grill66.is 39
SĂşgandi
40