1
Við biðjum að heilsa heim - Sjóklæðagerðin 66°NORÐUR var stofnuð árið 1926 á Suðureyri.
EFNISYFIRLIT
ÍSLENSKIR
FJALLALEIÐSÖGUMENN ÖRUGGLEGA Á FJÖLLUM!
FJALLAFÓLK - FJALLAGENGIÐ BRATTGENGIÐ - SKÍÐAGENGIÐ
Jólahugvekja - Séra Valdimar Hreiðarsson
bls. 4
Kirkjukaffi Súgfirðingafélagsins
bls. 6
Vítt og breitt um Súgandafjörðinn
bls. 8
Mannlífið á Suðureyri og í Staðardal um og upp úr miðri síðustu öld
bls. 11
Tíminn líður hratt - Magnús S. Jónsson
bls. 14
Sögur úr hversdeginum - Björg Sveinbjörnsdóttir
bls. 18
Á Skothólnum
bls. 21
- Kristófer Sigurðsson OUTDOOR LKSADVENTURES GLACIER WA DAY TOURS FROM REYKJAVÍK S DAY TOURKULL & SKAFTAFELL
SUPER JE ADVENT EP URES DAY
TOURS FROM REYK JAVÍK
SÓLHEIMAJÖ
Heiðmerkurferð
bls. 24
Bernsku- og æskuminning
bls. 26
- Gróa Sigurlilja Guðnadóttir
Unnið að viðhaldi Súgfirðingasetursins bls. 28
ICELANDAIR PIONEER AWARD
ngu mountai 587 9999 Call +354
ice lan dro mountainguides.is 2013 Call201 ides.is 3 587 ver s.i s +354 Call +354 587 9999 9999 1
1
2006 2013 1
For designing and developing Glacier Walks.
Á Skothólnum
TOPPAÐU MEÐ 66°NORÐUR OG
Sími: 587 2 9999 · fjallaleidsogumenn@fjallaleidsogumenn.is
MOUNTAINGUIDES.IS · FJALLALEIDSOGUMENN.IS
Spör ehf.
ÍSLENSKUM FJALLALEIÐSÖGUMÖNNUM
bls. 31
- María Þrúður Jóhannesdóttir
Minningar mínar frá jólum á Suðureyri - Harpa Njálsdóttir
bls. 32
Frá stjórn
Útgefandi: Súgfirðingafélagið í Reykjavík Vefsíða: www.sugandi.is
Ágætu Súgfirðingar Nú líður að jólum og áramótum og hugurinn leitar í minningar liðinna ára. Við minnumst þeirra sem horfnir eru og tíma sem kemur ekki aftur. Að þessu sinni tileinkum við jólablaðið minningum frá Súgandafirði. Brottfluttir Súgfirðingar segja frá jólum á heimaslóðum og Magnús S. Jónsson lítur til baka en hann lauk störfum sem skólastjóri sl. vor eftir 33 ára farsælt starf. Félagsstarfið hefur gengið vel. Útleiga á Súgfirðingasetrinu hefur verið góð og gestir afar ánægðir. Grynnkað hefur verið á skuldum setursins en markmið stjórnarinnar var að styrkja fjárhag þess og það hefur tekist. Haldið var fjáröflunarkvöld fyrir setrið en þar fór Kjartan Ólafsson vítt og breitt um Súgandafjörð í skemmtilegri frásögn sinni um menn og staðhætti. Fyrirhugað er að halda annað fjáröflunarkvöld eftir áramótin. Unnið var við lagfæringu á lóðinni í sumar og þökkum við öllum þeim sem unnu það verk. Við teljum mikilvægt að saga félagsins okkar verði varðveitt á öruggum stað og því verða elstu fundargerðarbækur félagsins afhendar Héraðsskjalasafni Vestfjarða á Ísafirði til varðveislu við fyrsta tækifæri. Allir sem hafa áhuga á að skoða sögu félagsins hafa þá góðan aðgang að gögnum félagsins á safninu. Fyrirhugað er að halda Þorrablót í Versölum 9. febrúar n.k. svo takið kvöldið frá. Nánari auglýsing verður send út í janúar. Vel var mætt á síðasta Þorrablót og var það hin besta skemmtun. Við óskum öllum Súgfirðingum og velunnurum félagsins gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári. F.h. stjórnar Súgfirðingafélagsins Sóley Halla Þórhallsdóttir formaður
Ábyrgðarmaður: Sóley Halla Þórhallsdóttir Ljósmynd á forsíðu: Íris Hlöðversdóttir Stjórn Súgfirðingafélagsins skipa: Formaður: Sóley Halla Þórhallsdóttir GSM: 898 8611 soley.h.thorhallsdottir@hotmail.com Varaformaður: Eyþór Eðvarðsson GSM: 892 1987 eythor@thekkingarmidlun.is Gjaldkeri: Friðbert Pálsson GSM: 892 9092 fridbert@eff-ltd.com Ritari: Hallgerður Elvarsdóttir GSM: 867 1111 hallgerdur@maritech.is Meðstjórnendur: Álfheiður Einarsdóttir GSM: 892 9029 alfheidur.einarsdottir@eykjavik.is Emma Ævarsdóttir GSM: 693 7664 emma_aevarsdottir@hotmail.com Magnús Guðfinnsson GSM: 820 5250 mg@merlo.is Umbrot: Grétar Örn Eiríksson www.grafiskhonnun.is 3
Jólahugvekja Séra Valdimar Hreiðarsson
“Kom þú, Drottinn Kristur” Sagan segir að á löngu liðinni aðventu hafi kennari nokkur setið yfir prófverkefnum nemenda sinna. Eitt prófblaðið skar sig úr vegna þess að lítið hafið verið á það ritað og því mikið um eyður. Við eina spurninguna hafði nemandinn skrifað eftirfarandi: “Aðeins Guð almáttugur veit svarið við þessari spurningu. Gleðileg jól!” Kennarinn ritaði þessi orð á spássíðu blaðsins: “Guð fær 10,0. Þú færð 0,0. Gleðilegt nýtt ár! Hefði þessi ungi námsmaður einbeitt sér betur að náminu á þeirri önn, sem að baki var, hefðu svörin sennilega ekki verið þær leyndu rúnir sem þau voru í hans augum. Þó eru þeir leyndardómar til sem aldrei verða skýrðir til fulls og ekki er hægt að gera grein fyrir á prófum eða rita niður á blað í jöfnum og bókstöfum. Slíkir leyndardómar eiga heima í hjörtum okkar. Þeir eru okkur óendanlega mikils virði. Þeir eru Guðs gjöf. Líf okkar yrði snöggtum rýrara að innihaldi ef við byggjum ekki að þessum leyndardómum hið innra. Þeir eru eitthvað sem við eigum alla ævi og þeir ylja og verma og vitja okkar þegar við þörfnumst þess mest. Nú eins og ævinlega á aðventunni væntum við þess að hið óskiljanlega og óskýranlega taki völd í lífi okkar. Við bíðum þess að kraftaverk hinna fyrstu jóla gefist okkur enn á ný, í huga,
4
hjarta og lífi. Þess vegna er aðventan tími biðar. Hún er um leið tími íhugunar, alvöru og eftirvæntingar. Kannske hefur biðin misst dálítið af innihaldi sínu og merkingu á tímum sem einkennast af því að fá hlutina sem fyrst upp í hendurnar, helst strax í dag og láta áhyggjur af afborgunum bíða “betri” tíma. Góður hlutir gerast hægt, er stundum sagt. Það er þess virði að bíða eftir því sem gott er og dýrmætt. Kannske er biðin ómissandi hluti af því að geta metið til fulls það sem beðið er eftir, nauðsynlegur undirbúningur til að geta notið þess með réttum hætti. Nemandinn sem sagði frá hér að ofan hafði ekki nýtt sem skyldi biðtímann eftir prófinu sem hann hafði þó vitað af allt haustið. Þess vegna varð prófið honum ekki það gleðiefni sem það hefði getað orðið hefði hann stundað námið af iðni og samviskusemi. Við væntum jólanna og búum okkur undir þau með mismunandi hætti. Og hver sem við erum og hvar sem við erum og hvernig sem við búum okkur undir jólin, þá koma jólin. Kraftaverkið mikla verður enn á ný veruleiki í lífi okkar. Við munum enn á ný eignast jól. Þess vegna skulum við á þessari aðventu taka undir lokaorð heilagrar ritningar: “Kom þú, Drottinn Kristur”. Okkur öllum óska ég og bið góðrar og uppbyggilegrar aðventu til handa. Í Jesú nafni. Amen.
BÆKURNAR AÐ VESTAN 2012 ERU 22
Basil fursti - bindi 1-6, spennandi og skemmtilegar - “Hafið þér lesið Basil fursta?”
Vestfirskar konur í blíðu og stríðu
Hornstrandir og Jökulfirðir
Sveinn frá Elivogum
Andvaka
Hjólabókin Vesturland
Mannleg samskipti
Mishlýjar örsögur að vestan
Vatnsfjörður í Ísafirði
The biking book of Iceland
Vestfirska forlagið Upp með Vestfirði! Pantanir: 456 8181 - jons@snerpa.is www.vestfirska.is
Þar minnast fjöll og firðir
Hlunkarnir
Frá Bjargtöngum að Djúpi
Klubbarnir
Mannlíf og saga fyrir vestan
Kristín Dahlstedt
Þrautaverkefni
Bókakynningar Vestfirska forlagsins í desember 2012 Café Catalina í Kópavogi 4. og 13. desember kl. 20 Sunnlenska bókakaffið á Selfossi 5 6. desember kl. 20
Kirkjukaffi Súgfirðingafélagsins Kirkjukaffi Súgfirðingafélagsins var haldið sunnudaginn 14. október í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Á undan var tónlistarmessa þar sem sr. Pálmi Matthíasson þjónaði fyrir altari. Súgfirðingar fjölmenntu að vanda í messu og lásu þær Álfheiður Einarsdóttir og Elma Diego ritningarlestur. Kirkjukaffið er einn af föstu viðburðunum sem félagið stendur fyrir og ómetanlegt fyrir félagsstarfið. Þar gefst Súgfirðingum tækifæri til að hittast og eiga ánægjulega stund frá amstri dagsins. Brýnt er því að þessi hefð haldist um komandi ár. Kirkjukaffið er til styrktar viðlagasjóðsnefnd Súgfirðingafélagsins en hlutverk sjóðsins er að aðstoða og gleðja félagsmenn ef veikindi eða aðrir erfiðleikar steðja að. Hægt er að koma með ábendingar til stjórnar Viðlagasjóðsins (sjá upplýsingar um stjórn á öðrum stað í blaðinu). Viljum við þakka öllum þeim sem lögðu til glæsilegar veitingar fyrir stuðninginn við félagið. Viðlagasjóðsnefndin
6
77
Vítt og breitt um Súga
Kjartan Ólafsson rithöfundur sló í gegn í fróðlegum umræðum
Kjartan Ólafsson Kjartan Ólafsson rithöfundur sem er líklega einn sá fróðasti um sögu Súgandafjarðar hélt vel sóttan fyrirlestur fyrir Súgfirðingafélagið um Súgandafjörðinn. Fyrirlesturinn, sem bar nafnið „Vítt og breitt um Súgandafjörðinn“ var haldinn á veitingastaðnum Catalínu í Kópavoginum en þar ráða Önfirðingar ríkjum. Húsfyllir var og greinilegt að efnið höfðaði til margra - greina mátti fólk úr nálægum fjörðum. Kjartan fór á kostum í lýsingum sínum af fólki, staðháttum, lifnaðarháttum og örnefnum. Margt áhugavert kom fram, m.a. að hann telur að Selárdalurinn sé kenndur við seli sem eru gjarnan við árósinn en ekki við sel eins og margir telja. Einnig fór hann yfir þann misskilning hvers vegna nafnið á Spillinum færðist yfir á Breiðafjall. En Spillisörnefið sem líklega á rætur að rekja til skerjanna líkt og á öðrum stöðum á landinu, var upphaflega tengt ysta hluta fjallsins. Kjartan nefndi að kennari nokkur hafi verið í Súgandafirði sem hafi talið fjallið vera Sólarspilli og talið mörgum trú um það. En svo er auðvitað ekki. 8
andafjörð
m um Súgandafjörðinn
Frásögn Kjartans var í senn afar fróðleg og mjög lifandi og 40 mínútna erindi hans varð að nær tveimur klukkutímum þegar hann tók að svara fyrirspurnum úr sal. Fjölmargir vildu heyra mat Kjartans á landnáminu, m.a. hvar Hallvarður súgandi á að vera heygður. Kjartan fór yfir heimildagildi Landnámu og ástæður til að draga í efa sumt sem þar kemur fram en nefndi að það væri ekki alveg ljóst hvar þessi norski Víkingur lægi en í bókinni Firðir og fólk stendur eftirfarandi: „Rétt fyrir framan Leitishvilft gengur fram svolítill klettarani, neðan við háfjallið. Heiman til við hann og aðeins neðar er allstór hóll eða haugur, lítt gróinn. Þessi hóll heitir Súgandi og ýmsir hafa haft fyrir satt að þar hafi Hallvarður súgandi verið heygður, en í Landnámabók er hann sagður hafa numið Súgandafjörð. Frá þessum grjóthól sér vel yfir innfjörðinn.“ Selt var inn á fyrirlestur Kjartans og var öllum ávinningi varið til að greiða niður af höfuðstól lánsins sem hvílir á Súgfirðingasetrinu. Kjartan gaf vinnu sína og Catalína tók ekkert fyrir afnot af salnum. Ávinningurinn var kr. 127.000. Súgfirðingafélagið er Kjartani afar þakklátt fyrir stuðninginn. Hljóðupptöku af fyrirlestri þessa fróða fræðimanns má finna á Fésbókarsíðu Súgfirðingafélagsins: http://www.facebook. com/groups/sugfirdinga/
Fundarstjórinn Eyþór Eðvarðsson 9
10
Mannlífið á Suðureyri og í Staðardal um og upp úr miðri síðustu öld – Minningabrot Sigrúnar Jóhannesdóttur
Sigrún er dóttir séra Jóhannesar Pálmasonar og Aðalheiðar Snorradóttur
Faðir minn kom sem ungur prestur, 28 ára gamall, til Súgandafjarðar vorið 1942. Prestsetrið var í Staðardal. Þangað var ekki kominn neinn bílvegur, ekkert rafmagn og íbúðarhúsið var orðið lélegt. Foreldrar mínir höfðu fengið að vita það þegar þau fluttu að fljótlega yrði byggt þar nýtt íbúðarhús á kirkjujörðinni. Þau voru því full bjartsýni þó aðstæðurnar væru ekki mjög freistandi fyrir ung hjón með ungan son. Bæði höfðu vanist því að búa við nútímaþægindi eins og rafmagn og hita, hann á Akureyri og hún í Vestmannaeyjum. Þau fengu góðar móttökur á Stað frá Ágústi og Jófríði, ábúendunum sem nytjuðu jörðina og bjuggu á efri hæðinni í húsinu. Einnig var tekið mjög vel á móti þeim á Suðureyri og þau aðstoðuð á margvíslegan hátt. Strax í byrjun fundu þau því að þarna bjó gott og hjálpsamt fólk og að þarna vildu þau búa, sem þau gerðu í 30 ár! En lífið var auðvitað ekki alltaf leikur. Fyrsta veturinn á Stað fundu þau hvað húsið var orðið lélegt. Kuldinn var svo mikill að þau fengu frostbólgur í fætur og erfitt var að halda hita á húsinu. Stormar næddu í gegnum það og í verstu hviðum fannst þeim eins og það þyldi ekki mikið meira. Ljósin voru olíulampar og aladdínlampar þegar mikið var haft við. Hitunartækin voru kolaeldavél og litlar kabyssur. Kol voru af skornum skammti vegna stríðsins og því var reynt að nota mó til upphitunar. Strax næsta sumar var ráðist
í nokkrar endurbætur á húsinu til að geta þraukað þangað til byggt yrði nýtt. Næstu árin bólaði þó ekkert á neinni nýbyggingu svo það varð úr að þau festu sjálf kaup á húsi á Suðureyri árið 1949 og höfðu þar vetrardvöl næstu 14 árin en bjuggu á sumrin á Stað. Þá voru börnin orðin þrjú og það elsta komið á skólaaldur. Faðir minn var farinn að kenna og sinna ýmis konar tónlistarstörfum með söfnuðinum. Erfitt var að sinna því ásamt preststarfinu að vetrarlagi frá Stað. Ég man enn tilfinninguna þegar við fluttum í lok september ár hvert inn á Suðureyri, birtan af rafmagnsljósunum sem komu með því að ýta á takka og hlýjan í hverju herbergi sem kom frá miðstöðvarkyndingu í eldhúsinu sem jafnframt var eldavél og var heit allan sólarhringinn. Þar að auki nóg af krökkum að leika sér við!
11
Ég var tveggja ára þegar við fórum að dvelja á Suðureyri á vetrum. Ég fékk því bæði að kynnast lífinu í þorpi og í sveit öll mín uppvaxtarár. Ég tel að það hafi verið mikil lífsgæði að hafa fengið að alast upp við þær aðstæður sem ríktu þarna á þessum tíma. Það voru ekki efnahagsleg gæði í nútímaskilningi heldur lífsgæði sem fólust í öryggi, frelsi, athafnasemi, samheldni íbúanna og hæfileikanum til að njóta líðandi stundar. Fjölskyldurnar voru barnmargar og víða voru mikil þrengsli í húsum og lítið um þægindi en börnin léku sér úti daglangt í alls konar veðrum og vöndust því að bjarga sér. Útvarp var til á flestum heimilum og beið maður með eftirvæntingu eftir ákveðum dagskrárliðum, barnatímanum á sunnudögum, útvarpssögunni og svo útvarpsleikritum sem öll fjölskyldan hlustaði á saman. Svo var félagslíf og skemmtanir sem flestir tóku þátt í. Það má segja að samfélagið hafi verið sjálfbært við að stytta sér stundir þegar tóm gafst frá brauðstritinu. Gamli barnaskólinn var í miðju þorpinu við hliðina á kaupfélaginu. Þar byrjuðum við í “stöfunardeild” í vikutíma vorið áður en við settumst í fyrsta bekk. Þar var líka bókasafn með helstu barnabókum þess tíma og voru bækurnar afgreiddar í gegnum lúgu á ganginum. Ég get ennþá fundið hina sérstöku bókalykt sem streymdi á móti manni út um lúguna. Í gamla skólanum var ég fyrstu fjögur skólaárin í miklum þrengslum og oft í kulda
Árgangur 1947 í gamla barnaskólanum
12
Gamli prestbústaðurinn á Stað um 1942
þar sem húsið var orðið lélegt og aðeins hitað upp með gömlum olíuofnum. Ég held þó að við höfum fengið þarna góða uppfræðslu í bland við tréflísar úr gömlu skólabekkjunum sem voru orðnir lélegir eins og húsið! Það voru mikil viðbrigði að koma svo í nýja skólann sem enn er í notkun, nóg pláss og ný húsgögn. Margs er að minnast frá þessum dögum sem ekki verða gerð skil í svona örstuttu minningabroti. Við sem fermdust saman vorið 1961 höfum komið saman tvisvar sinnum undanfarin ellefu ár og skemmt okkur konunglega við að rifja upp þessa daga. Þegar ég er spurð af fólki, sem ekki þekkir til, hvað fermingarsystkini geti átt sameiginlegt þá er svarið: Við eigum svo ótal margt sameiginlegt annað en að fermast saman. Við lékum okkur saman, við vorum í skóla saman, við unnum saman á sumrin – við vorum systkini í þorpsfjölskyldunni!
Tíminn líður hratt Magnús S. Jónsson
Þegar Sóley Halla frænka mín, formaður Súgfirðingafélagsins, óskaði eftir að ég skrifaði í blað Súgfirðingafélagsins gat ég ekki skorast undan. Efninu mátti ég ráða og var ég í fyrstu að hugsa um að skrifa um „hrunið“ en hvarf fljótlega frá því, tel að fólk sé búið að fá nóg af þeirri umfjöllun. Í sumar var bjart yfir Suðureyri þar sem veðrið var eins og best verður kosið, sól og blíða flesta daga og man ég varla eftir jafn góðu veðri heilt sumar. Gott golfveður. En veturinn lætur sjaldnast bíða lengi eftir sér þegar líður á haustið. Dagana 9. og 10. nóvember gerði leiðindaveður og snjóaði þá mikið í Súgandafirði. Mér var þá hugsað til þess tíma þegar ég var að alast upp á Suðureyri og vetrarveður voru sem verst. Menn komust varla úr húsi í marga daga, færð milli fjarða ekki möguleg átta eða níu mánuði á ári. Íbúar þekktu ekki annað og voru því ekki að ergja sig heldur fundu sér einhver viðfangsefni, spiluðu félagsvist eða brids, hlustuðu á útvarp eða störtuðu balli. Börnin léku sér úti á skíðum, skautum eða stunduðu skylmingar og börðust um snjóhóla sem voru ruðningar jarðýtunnar á snjóavetrum. Í dag setjast menn við sjónvarp og velja efni frá fjarlægum heimsálfum eða vafra um á internetinu í tölvunni eða símanum. Það er að vísu ekki eins mikil hreyfing en góð afþreying. Fyrir nokkrum vikum var ég að fara í gegnum eigur foreldra minna. Þar rakst ég á bók sem vakti forvitni mína vegna þess að á innsíðu var handskrifaður texti og þar stóð: “Elsku afi, innilega til hamingju með sextugsafmælið. Magnús Sigurður Jónsson.“ Afmælisdagurinn kom ekki fram en ártalið var 1945. Þó nafn gefanda væri mitt er ljóst að gjöfin var ekki frá mér, þar sem ég er fæddur 1947. Gjöfin var frá bróður mínum og nafna sem lést árið 1946 aðeins þriggja ára gamall og ég er skírður eftir. 14
Ágústa og Magnús
Ég átti aðeins tvo afa (sem þykir ekki mikið í dag), þá Kristján Albert Kristjánsson, föðurafa og Magnús Árnason, móðurafa. Lék mér forvitni á að vita hvorum gjöfin tilheyrði. Það var einfalt mál, það eina sem til þurfti var að kanna fæðingarár þeirra beggja. Þá kom í ljós að þeir voru báðir fæddir 1885 og áttu því báðir sextugsafmæli 1945. Skemmtileg tilviljun og ég því engu nær. Ekki er hægt að leita upplýsinga hjá pabba eða mömmu. Þessir afar mínir, Magnús og Kristján Albert, voru uppi á fyrri hluta síðustu aldar og áttu mikinn þátt í uppbyggingu Suðureyrar þegar staðurinn breyttist úr sveit í bæ. Magnús fæddist á Hóli í Bolungarvík og flutti til Suðureyrar 1913. Kona hans hét Guðmundína Sigurðardóttir. Guðmundínu ömmu kynntist ég vel en hún lést 1967. Kristján Albert fæddist á Suðureyri og var sonur Kristjáns Albertssonar, síðasta bóndans á Suðureyri. Kona hans var Sigríður H. Jóhannesdóttir. Hún lést 1946 og því kynntist ég Sigríði ömmu minni ekki. Magnús afi reisti sér húsið Aðalgötu 25 og rak þar bakarí um tíma. Hann var framkvæmdastjóri fyrsta kaupfélagsins sem stofnað var í Súgandafirði. Eftir að rafmagn hafði verið lagt um kauptúnið annaðist Magnús eftirlit með raflögnum og viðgerðum í mörg ár. Kristján afi reisti sér húsið Eyrargötu 5 og rak þar verslun og póstþjónustu. Sparisjóður Súgfirðinga var um tíma einnig þar til húsa og Kristján var í stjórn sjóðsins og gjaldkeri til margra ára. Bæði húsin eru tvílyft reisuleg timburhús á steyptum grunni og setja enn í dag svip sinn á bæinn. Seinna byggði Magnús sér
annað hús(steinhús) Aðalgötu 35 og var þar einnig með trésmíðaverkstæði. Það hús var brotið niður fyrir nokkrum árum síðan. Kristján Albert og systkini hans gáfu lóð undir Suðureyrarkirkju en þar hafði bernskuheimili þeirra staðið. Ég kynntist öfum mínum ekki mikið, því miður, Magnúsi þó meira þar sem hann bjó á Suðureyri þar til hann lést árið 1957. Kristjáni Albert kynntist ég minna þar sem hann bjó í Reykjavík og ekki jafn auðvelt um samgöngur eins og nú er. Kristján lést árið 1961. Frá þeim tíma að afar mínir ásamt fleirum unnu að uppbyggingu byggðarinnar hafa orðið miklar breytingar þó atvinnulífið sé að uppistöðu til það sama, sjávarútvegur og landbúnaður. Sjávarútvegur hefur veikst enda skiptir nálægð við fiskimið ekki eins miklu máli og áður var. Síðustu ár hefur verið reynt að byggja upp þjónustu við ferðamenn sem er virðingarvert framtak og ekki auðvelt en hún er nú vaxandi hér eins og annars staðar á landinu. Bættar samgöngur hafa breytt miklu fyrir íbúa Suðureyrar og trúlega bjargað byggðinni. Með tilkomu jarðganganna 1996 gjörbreyttust allar aðstæður til að sækja sér betri þjónustu og verslun til nágrannabyggða, auk þess sem hægt hefur verið að ferðast akandi í aðra landshluta alla mánuði ársins. Sameining sveitarfélagsins við Ísafjörð, Önundarfjörð og Dýrafjörð var óhjákvæmileg og þó ekki séu allir sáttir þá var þetta örugglega rétt ákvörðun. Mikill meirihluti Súgfirðinga var fylgjandi sameiningunni. Nú í haust, þann 1. september, hætti ég sem skólastjóri Grunnskólans Suðureyri, starfi sem ég hef gegnt síðustu 33 ár. Þó árin séu orðin nokkuð mörg þá hefur tíminn liðið ótrúlega hratt. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma sem hefur verið ánægjulegur en einnig erfiður á köflum eins og gengur. Því má segja að árin mín hér í skóla séu alls 40 ef barnaskólaárin er talin með. Því var tími til kominn að útskrifast frá skólanum. Ég tók við skólastjórn skólans á Suðureyri haustið 1979. Hafði þá verið kennari í fimm ár í Fossvogsskóla í Reykjavík. Að verða skólastjóri á Suðureyri var eitthvað sem ekki hafði verið á stefnuskrá minni, þó ég
hafi að vísu oft hugsað til þess að flytja vestur og gerast aftur kennari við skólann. Það var aðallega vegna hvatningar frá frændum og vinum á Suðureyri að ég sótti um starfið og var ég ráðinn í kjölfarið. Á þessum árum vorum við, ég og konan mín Ágústa Gísladóttir, með þrjú börn og töldum Suðureyri vera ákjósanlegan stað til að ala þau upp. Það hafa orðið miklar breytingar hér á Suðureyri þau ár sem ég hef starfað hér við skólann og enn meiri ef ég fer til þess tíma þegar ég var nemandi í skólanum. Þegar ég tók við skólastjórninni 1979 voru um 80 börn í skólanum í fyrsta til áttunda bekk. Síðan hefur fjölgað um tvo bekki, sex ára bekk og 10. bekk. Trúlega hafa þá verið milli 90 og 100 nemendur í Súgandafirði á skólaaldri eins og hann er skilgreindur nú. Nú þegar starfi mínu lýkur eru 38 börn í skólanum. Þetta er mikil breyting en í takt við fækkun íbúa. Árið 1980 voru um 520 íbúar á Suðureyri en í árslok 2011 voru þeir 269. Þessa þróun
Magnús og sonarsynirnir, Gunnar Friðgeir og Magnús Sigurður
virðist erfitt að stöðva og engar auðveldar lausnir finnast. Aðstaða til skólahalds eru allar hinar bestu á Suðureyri, t.d. er í skólahúsinu innangegnt bæði í íþróttahús og sundlaug. Síðustu ár hefur betur gengið en oft áður að fá kennara til starfa og nú er skólinn skipaður grunnskólakennurum í allar stöður sem er mjög ánægjulegt. Gott fólk sem hefur metnað fyrir góðu skólastarfi. Oft á árum áður voru kennaraskipti tíð, leiðbeinendur oft í stöðum kennara sem er neyðarráðstöfun og ekki æskileg fyrir framþróun skólastarfs. Við fermingarsystkinin sem erum fædd 1947 komum saman síðasta vor í tilefni þess að árið 2011 voru 50 ár liðin frá fermingu okkar. Við 15
Fermingarbörn árið 1961
Sami hópur árið 2002
hittumst í Grímsnesi 18.-20. maí og áttum þar saman mjög ánægjulega daga sem stelpurnar skipulögðu. Við endurnýjuðum kynnin okkar þegar við áttum 40 ára fermingarafmæli árið 2001 og komum þá saman á Suðureyri. Samveran stóð þá einnig í þrjá daga með skipulagðri skemmtilegri dagskrá. Stefnt er að því að hittast sem fyrst aftur. Við vorum tólf sem byrjuðum saman í sjö ára bekk árið 1954. Séra Jóhannes Pálmason, sem þá var skólastjóri, setti saman þessa skemmtilegu vísu um bekkinn:
sem ég skrifaði í Skólablaðið árið 1958.
Abbi, Massi, Ebbi, Maggi, Jón, Auður, Vala, Kalla, Siddí, Fríða, Ásta, Sigrún... agnar flón sem eiga að vitkast, þegar tímar líða. Seinna bættust Ásta Björk og Stína Sörla í hópinn og við vorum fjórtán sem fermdumst vorið 1961. Samkvæmt mínum rannsóknum í bókum skólans er þeir ekki margir árgangarnir sem hafa verið fjölmennari í skólanum á Suðureyri. Við vorum fimm strákarnir og stelpurnar níu, skemmtilegir og góðir krakkar. Í lokin læt ég fylgja smá hugleiðingu um jólin
- tryggir þér samkeppnisforskot
Þegar jólin koma, ætla ég að kaupa margar gjafir handa frændum mínum og frænkum. Ég fer alltaf í kirkju með mömmu og pabba. Þegar messan er búin, þá er maður svangur og fer heim að borða. Þegar búið er að borða eru jólagjafirnar teknar fram, og þá er nú gaman. Og það þykir sennilega flestum. Svo tekur maður upp og þá er nú margt að sjá, t.d. bækur og fleira. Þegar það er búið fær maður epli og appelsínur. Svo fer maður að tala saman fram á klukkan 12. Þá fer maður að hátta og sofnar svo. Þannig líða jólin. – Nú er búið að stilla út dóti í Kaupfélaginu og draga upp. Öll börn langar í bíla, báta, dúkkur, byssur, trommur o.fl. Svona trekkja búðarmennirnir börnin til að kaupa skranið hjá sér. Og nú verður dregið upp í Pallabúð í kvöld, og börnin fara náttúrlega öll þangað. Í dag er engin Pallabúð eða Kaupfélag svo ekki er um annað að ræða en að skreppa til Reykjavíkur í jólagjafakaup eða til London... eða Bost.. Eigið ánægjulega aðventu og gleðileg jól!
Viðskiptalausnir
Fjármálastjórinn:
„Hlutverk mitt er að hafa yfirsýn yfir reksturinn og geta greint frá stöðunni á skilmerkilegan hátt.“ Maritech sérhæfir sig í Microsoft Dynamics NAV viðskiptalausnum.
16
Borgartún 26, 105 Reykjavík » Hafnarstræti 102, 600 Akureyri sími: 545 3200 » sala@maritech.is » www.maritech.is
TM
Gold Enterprise Resource Planning Silver Independent Software Vendor (ISV)
17
SÖGUR úr hversdeginum Björg Sveinbjörnsdóttir Hægviðrið í firðinum Fimmtudagurinn 25. október Það er enn sama blíðskaparveðrið. Það hefur verið hálfgerð slydda í nótt en það lítur út fyrir að það ætli að vera sama hægviðrið hérna inni í firðinum. Það er náttúrulega hvasst úti fyrir og alls staðar í kring. Ég fór á fætur klukkan hálf átta eins og ég er nú yfirleitt vön að gera. Mér finnst ég alltaf vel upplögð á morgnana fór að leggja rúgbrauð og hnoða vínarbrauð, og ætla mér að baka það. Úr upptökum frá Guðjónu Albertsdóttur Hversdagur dagsins í dag getur verið eins óáþreifanlegur og andrúmsloftið sem umlykur okkur en þegar hann fjarlægist tekur hann á sig annað form og öðlast nýtt gildi. Þegar amma mín, Guðjóna Albertsdóttir, lést árið 2000 tók ég til varðveislu fullan kassa af kasettum með upptökum sem hún hafði að mestu tekið upp í eldhúsinu heima hjá sér á Aðalgötu 37 á Suðureyri. Efni upptakanna flokkast undir hið hversdagslega og persónulega því á þeim má heyra samtöl, viðtöl, söngva, hugleiðingar, upptökur af kleinubakstri og fleira. Kasetturnar hafa alltaf haft mikið persónulegt gildi fyrir mig og ég þurfti að spyrja mig hvaða erindi þær ættu við aðra en mig og fjölskyldu mína. Ég komst fljótlega að því að mér þætti mikilvægt að vinna með upptökurnar í víðara samhengi því þær eru einstök heimild úr hefðbundnu kvennarými, um hana sjálfa og súgfirskt samfélag. Framlag kvenna til samfélagsins er oft flokkað undir eitthvað sem er kallað persónulegt og talið hluti af einkarýminu. Það er ýmist étið upp til agna eða nýtt til óbóta í formi sokka og vettlinga. Kannski eru kasetturnar sem amma lét eftir sig eins og fundargerðir heimilanna, þar sem hlýða má 18
á takt hversdagsins sem var og fá innsýn í líf konu á þessum stað á þessum tíma. Eftir að hafa flutt allt efnið á kasettunum á stafrænt form og flokkað tók ég mér tíma til að hugsa um úrvinnsluna og þá aðallega hvað það væri sem ég vildi miðla. Í stuttu máli komst ég að því að áhugaverðast þætti mér að draga fram hið ljóðræna í upptökunum til að gefa þeim rými og veita öðrum svigrúm til að upplifa upptökurnar á eigin forsendum. Bókina vann ég sem lokaverkefni í MA námi mínu í Hagnýtri menningarmiðlun og heitir hún Hljóðin úr eldhúsinu. Ég vona svo sannarlega að lesendur/hlustendur hafa gaman af og hvet einnig alla til að ganga varlega til verks í tiltektum í geymslum og háaloftum.
Kæru félagsmenn og aðrir velunnarar Viðlagasjóður hefur gefið út tvöföld ljósmyndakort, af Gelti við Súgandafjörð og Suðureyri við Súgandafjörð, í fjáröflunarskyni og ekki síður til yndisauka þeim sem hafa tengingar við þessar slóðir. LjóSmyndir tók Mats Wibe Lund. Kortin eru 4 í pakka með umslögum á 1.000 krónur og eru hugsuð sem alhliðakort t.d. jóla-, afmælis-, þakkar- og samúðarkort. Hægt er að kaupa þessi kort hjá Jóhannesi Jónssyni (Jóa) á dekkjaverkstæði Betra Grips, Lágmúla 9 (bakhúsi), sem er umboðsaðili Bridgestone. Viðlagasjóðsnefnd verður einnig með kortin til sölu: Guðrún Ásta Guðjónsdóttir 896 8955 Svanhildur Halldórsdóttir 865 2739 Kristbjörg Unnur Sigurvinsdóttir 862 6112 Kristín Einarsdóttir 823 4062 Hafrún Huld Einarsdóttir 848 1489 Sólrún Bjarnadóttir 8636116 Helena H. Svavarsdóttir 860 8824 Fríður Bára Valgeirsdóttir 868 6273 Ingibjörg Guðmundsdóttir 847 5422 Björk Birkisdóttir 820 0721 Reynir Schmidt 664 8272 Karla Dögg Karlsdóttir 868 1207 Með kærri jólakveðju frá Viðlagasjóðsnefnd.
VÍS óskar landsmönnum gleðilegra jóla 19
20 20
Á SKOTHÓLNUM Kristófer Sigurðsson Hverra manna ertu? Ég er sonur Sigurðar Ólafssonar og Deborah A. Ólafsson. Faðir minn er sonur Ólafs Friðbertssonar og Guðrúnar Valdimarsdóttur. Í föðurættina kem ég af Súgfirðingum langt aftur í ættir. Afi minn og amma eru bæði fædd á Suðureyri, en bæði eiga þau annað foreldrið úr sveitinni í Súgandafirði, annars vegar Selárdal og hins vegar frá Laugum. Móðir mín er hins vegar Nýsjálendingur. Ég er afsprengi fjörugs tíma í sögu sjávarþorpanna fyrir vestan, þegar stúlkur streymdu inn frá Nýja Sjálandi og Ástralíu til þess að vinna í fiski. Þessar stúlkur þóttu félagslyndar með afbrigðum og urðu úr því mörg hjónabönd. Þannig má segja að faðir minn hafi “lent í ástandinu” - og er í því enn, því að foreldrar mínir fögnuðu 30 ára brúðkaupsafmæli fyrr í þessum mánuði (nóv. 2012). Fjölskylduhagir? Ég er trúlofaður Dagnýju Björk Gísladóttur og saman eigum við þrjá fugla (“dísur”), þá Gutta (f. 2007), Ísabellu (Bellu) (f. 2010) og Leonardo (Leo) (f. 2010). Dagný telur sig Hafnfirðing, en Vestfirðirnir eiga þó töluvert í henni. Faðir hennar er hálfur Dýrfirðingur, hans fólk kemur frá Mýrum í Dýrafirði. Þau hafa alla tíð haldið tengslum vestur, Dagný var þar mikið sem barn og fer þangað a.m.k. einu sinni á ári. Starf? Ég útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands nú í vor og starfa sem unglæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hér uni ég mér við læknisstörf, en sinni einnig kennslu “til hliðar”, en sem stendur kenni ég hjúkrunarog iðjuþjálfaranemum við Háskólann á Akureyri meinafræði og held nokkra fyrirlestra á námskeiði í neyðarflutningum fyrir Sjúkraflutningaskólann. Hvar býrðu? Ég bý á “eyrinni” á Akureyri og telst hér blanda af “eyrarpúka” og “AKP”
(aðkomupakk). Hér næ ég að svala heimþránni örlítið, því að hér snjóar ekki ósvipað og heima. Þegar þessar línur eru skrifaðar er allt á kafi í snjó og lítið mál að ímynda sér að maður sé kominn heim aftur. Áhugamál? Ég er forfallinn dellukarl og hef því átt mörg áhugamál sem ég sinni misvel eftir því hvað heillar hverju sinni! Ég hef mikið verið í björgunarsveitarstörfum og þó að ég hafi sinnt því minna nokkur síðustu ár á það alltaf sinn sess. Ég hef gaman af köfun og hef töluvert kafað, bæði hérlendis og erlendis. Nýverið hef ég farið að fikta við golf og hef skemmt norðlendingum með tilburðum mínum, en þeir þykja æði spaugilegir á köflum. Ég er lestrarhestur og hefur það raunar haldist alla tíð. Ég man enn vel eftir bókasafninu á Suðureyri, sem Marsi gamli hélt opnu frá 15:30 - 16:30 alla sunnudaga. Þar var ég fastagestur frá rétt rúmlega 10 ára aldri, tók alltaf 5-7 bækur í viku og rogaðist með þetta heim. Fyrsta bókin kláraðist yfirleitt þá strax um kvöldið. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Súgandafjörður hefur ótrúlegt úrval af fallegum stöðum. Fjörðurinn sjálfur er ákaflega fallegur og mikil upplifun að fara aðeins uppeftir Botnsheiði og horfa niður. Vatnsdalurinn er falleg og skemmtileg gönguleið og Sauðanesið hefur mikinn sjarma. Selárdalur er einnig fallegt svæði. Hvenær fórstu síðast til Suðureyrar? Jól/áramót 2009-2010. Því miður hef ég ekki komið vestur eftir að foreldrar mínir fluttu suður, sem er synd. Stefni alltaf á Sæluhelgina á hverju ári, en illa gengur að standa við það. Lofa sjálfum mér þó árlega að ná þessu næst! 21 21
Uppáhaldsstaðurinn? Mér líður í raun vel hvar sem ég er. Að því sögðu heillar dreifbýlið nú meira en stórborgin...það er hægt að taka strákinn úr dreifbýlinu, en ekki dreifbýlið úr stráknum, eins og einhver sagði. Uppáhaldsmaturinn? Ég get yfirleitt borðað hvað sem fyrir mig er lagt, utan íslensks sveitamatar (sláturs og slíks) og fisks. Einhverjum þykir þetta heldur þröngt matarval, en ég er að vinna í gikkshættinum. Stefnan er að geta borðað fisk fyrir fertugt! Annars þykir mér ákaflega gott að grilla. Ég grilla gjarnan lambafillet, vel marinerað og rétt grillað er það sennilega ansi nálægt uppáhaldi. Góðir nautakjötsbitar eru líka ofarlega á listanum. Uppáhaldstónlistin? Ég hlusta yfirleitt á klassískt rokk/popp. Bítlarnir eiga sterkan sess, en einnig Rolling Stones, Bon Jovi, Queen, Elton John o.fl. Gott íslenskt popp kemur sterkt inn, frá Hljómum að Bubba með viðkomu í Björgvin Halldórssyni. Uppáhaldsleikarinn? Ég á voðalega erfitt með að velja einhvern einn uppáhalds. Kvikmyndir eru fyrir mér afþreying sem ég hef gaman af, en situr ekki lengi eftir. Morgan Freeman þykir mér þó alltaf standa fyrir sínu. Nicholas Cage er góður þegar hann er góður, en fatast því miður oft flugið líka. Harrison Ford, Bruce Willis og slíkir karlar eru skemmtilegir í því sem þeir gera vel.
Hvaða tvo hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju? Fyrir utan þá góða talstöð og GPS tæki? :-) Þetta er eins og að gefa manni þrjár óskir sú þriðja yrði alltaf þrjár óskir í viðbót... En ætli ég myndi ekki taka iPad-inn (með Kindle lesbrettis-appinu!) og gasgrillið mitt. Viltu deila með okkur einni góðri minningu frá Suðureyri? Ég á margar mjög góðar minningar frá Suðureyri. Þegar ég á að velja eitthvað sem stendur uppúr yrði það þó tengt einhverjum strákapörum. Af því sem prenthæft getur talist detta mér í hug ævintýri okkar með flekasmíðar. Einhverntíman ákváðum við strákarnir, þá sjálfsagt 10-11 ára gamlir, að fara út að sigla. Við tókum okkur til handagagns vörubretti, fylltum þau af korki og festum saman með rafvirkjalímbandi. Á þessu fórum við “út á sjó” í höfninni. Sjóhæfi þessara fleyta okkar var þó afar umdeilanlegt. Límbandið gaf jafnt og þétt eftir og við töpuðum korkinum alltaf eftir því sem leið á. Við neyddumst því til þess að bæta reglulega í korkinn og límbandið. Við sáum þó fljótlega að við þetta varð ekki unað og fórum á stúfana eftir betra hráefni. Úr varð að við tókum olíutunnur og bundum undir brettin. Tvær tunnur undir hvert bretti. Þetta reyndust í upphafi óhappaskip, því að þau ultu nánast um leið og við stigum á þau. Tunnurnar leituðu alltaf upp. Eftir nokkra blauta daga sættum við okkur við þetta og leyfðum tunnunum einfaldlega að snúa upp. Lágum svo ofan á tunnunum í sólbaði á meðan flekinn vaggaði í bárunni í höfninni.
®
Dagskráin framundan Viðburðirnir verða auglýstir nánar síðar. 21. janúar Bridge -Súgfirðingaskálin 9. febrúar Þorrablót 18. febrúar Bridge-Súgfirðingaskálin 11. mars Bridge-Súgfirðingaskálin Mars Fræðslu- og skemmtikvöld Mars Aðalfundur félagsins 22. apríl Bridge-Súgfirðingaskálin Gönguferðir verða auglýstar á fréttaveitu félagsins á Facebook.
HEIÐMERKURFERÐ Súgfirðingafélagið efndi til Heiðmerkurferðar í september og var tilgangurinn að skoða ástandið á lundinum okkar. Ekki er hægt að segja að það hafi verið fjölmennt en góðmennt var þennan fallega sunnudag. Þar sem skiltið með nafni Súgfirðingafélagsins er horfið áttu nokkrir í erfiðleikum með að finna rétta staðinn en allir skiluðu sér að lokum. Þessi góðmenni hópur varði tímanum í að spjalla, borða gott nesti og nokkrir tóku lagið. Gömul vinsæl lög sem margir Súgfirðingar þekkja úr barnæsku eins og Hve ljúft er í hillingum og Gamla fatan hljómuðu vel í lautinni. Ungviðið hljóp um og tíndi upp í sig bláber af áfergju og eldri kynslóðin brosti í kampinn og hafði orð á því að berjatínsluáhuginn væri þeim í blóð borin.
24
Þótt það hafi verið nokkuð þungbúið í upphafi ferðar var eins og veðurguðirnir hefðu ákveðið að vera okkur hliðhollir og tók ekki að rigna fyrr en allir voru komnir í bílana og lagðir af stað heimleiðis. Hópurinn komst að því að það þarf að grisja svæðið og verja nokkrum vinnustundum næsta vor í að gera lundinn fallegri. Gaman væri að grisja fyrir göngustígum þannig að auðveldara væri að ganga og skoða sig um í lundinum. Nauðsynlegt er að endurnýja skiltið sem er horfið. Ef einhverjir lesendur hafa áhuga á að skera út nýtt skilti fyrir Súgfirðingafélagið væri það mjög vel þegið. Við hvetjum ykkur til að hafa samband við stjórn félagsins.
25
Bernsku- og æskuminning um undirbúning jólanna og jólahaldið Gróa Sigurlilja Guðnadóttir fædd 1930 í efribæ Botni Súgandafirði Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Nú eru jólin að koma og börnin fara að hlakka til. Sagan endurtekur sig alltaf. Ég held að það verði enginn svo gamall að hann muni ekki eftirvæntingu jólanna og öllu því tilstandi og undirbúningi sem þeim fylgir. Ég held að ég hafi verið sérstaklega lyktnæm í bernsku því þegar ég hugsa til baka til jólanna, sem ég hygg að sé um 78 til 79 ár, þá man ég best alla þá lykt sem skapaðist við ýmis tækifæri við undirbúninginn. Yndislegan ilm sem kom þegar mamma var að baka smákökurnar og hreingerningalyktina þegar var verið að skrúbba bæði þiljur og gólf í bænum okkar með grænsápu eða heimagerðri tólgarsápu. Það höfðu allir mikið að gera. Ég held að móðir mín hafi prjónað á alla í sveitinni auk þess að prjóna á okkur börnin sín 11, allir þurftu að fá nýja flík fyrir jólin til að fara ekki í jólaköttinn því það þótti ekki gott mál. Faðir minn þurfti að fara í kaupstað, sem var ekki alltaf auðvelt, og fór það eftir veðurguðunum hvort hægt væri að fara róandi á árabátnum, vegna ísa, eða bera varninginn í pokum í bak og fyrir eins og það var kallað í þá daga. En leiðin var 20 kílómetrar fram og tilbaka. Mikið var nú spennandi að vita hvað væri í pokunum og var þá reynt að nota lyktarskynið, skyldi vera epli, kannski eitt á mann, en þau voru fáséð í þá daga. Mikið var tíminn lengi að líða til jóla. Mömmu spurðum við í sífellu „hvað eru margir dagar þangað til jólin koma“. Þá voru ekki jóladagatöl eins og nú, en hún sagði okkur frá jólasveinunum, að þeir væru farnir að tínast til byggða og hvað þeir væru sumir hverjir hrekkjóttir og skrítnir. Hún sagði okkur af Leppalúða og Grýlu, Völustalli og Bólu, þeirri leiðindaskjóðu, og ekki máttum við líkjast henni. Hún sagði okkur líka fallegar jólasögur og kenndi okkur jólakvæði til að 26
stytta okkur stundirnar á meðan hún var sjálf að vinna. Svo var komið að aðfararnótt Þorláksmessu. Þá brást ekki að heilagur Þorlákur kæmi með kæsta skötu og legði hana á pallinn fyrir framan húsið og þótti okkur börnunum það undarlegt að okkur tókst aldrei að sjá hann koma með skötuna. Það var sama hvað við reyndum að halda okkur vakandi lengi frameftir eða hvað við vöknuðum snemma, alltaf var skatan komin á pallinn. Þetta þótti okkur stórmerkilegt. Svo um hádegisbilið ilmaði allt húsið af þessari yndislegu lykt af kæstri skötu og vestfirskum hnoðmör og allir borðuðu eins og þeir gátu í sig troðið af skötustöppu. Aðfangadagur jóla var runninn upp og þá fann ég að það fór að færast einhver ró yfir allt og alla, nú var farið að líða að stóru stundinni og klukkutímarnir voru taldir. Mamma sagði að nú væru jólin komin niður í miðjar hlíðar. Við vorum látin fara í jólabaðið sem var í stórum bala á miðju eldhúsgólfinu. Við fengum nýja nærboli, sokka og nærbuxur og við stelpurnar fengum prjónaklukkur með marglitum röndum sem var unnið úr ull, tæjað, kembt og spunnið í fínustu þræði af mömmu og hennar vinnuhjúum. Nú gæti einhverjum dottið í hug, skyldi þeim ekki hafa klæjað. Nei, það var sko ekki svoleiðis, öllum leið vel í þessum yndislegu, mjúku, og vel gerðu flíkum. Svo fór að finnast hangikjötslyktin sem ég gleymi aldrei og finn hvergi eins góða hvar sem hangikjöt er soðið. Mamma sagði að nú væru jólin komin niður á húsþak og allir fóru í sparifötin, meira að segja pabbi sem vann myrkranna á milli og fór aldrei í sparifötin nema á jólunum. Nú voru komin dýrleg jól. Klukkan á stofuveggnum sló 6, stofudyrnar voru opnaðar og það var kveikt á litlum kertum sem voru klemmd á lítið, heimagert jólatré. Mikið var bjart og mikið var heilagt.
Við börnin urðum að vera prúð og góð og allir kysstust og óskuðu gleðilegra jóla. Mamma las jólaguðspjallið og allir sungu Heims um ból. Síðan var borðaður jólamaturinn, sem ég held að sé hvergi til betri en hann var þá. Eftir það var þeim jólagjöfum útbýtt sem efni stóðu til að gefa okkur. Voru það yfirleitt nokkur kerti og spil. Ekki var þessu pakkað inn í neinn skrautpappír en mikil var gleðin og þakklætið. Spilin máttum við ekki leika okkur með fyrr en eftir hádegi á jóladag, svo voru jólin heilög, en við máttum kveikja á kertunum okkar og mér fannst ég sjá ótal margar fallegar myndir í þessum litlu logum. Seinna um kvöldið var svo drukkið súkkulaði og borðaðar smákökur og rjómatertur. Pabbi kveikti í vindli, en það gerði hann aldrei nema á jólunum, sem virkaði á mig eins og nokkurs konar reykelsisilmur. Svona liðu jólin mín þar til ég var 9 ára, þá var systir mín 8 ára og við sendar í annað byggðarlag í barnaskóla. Var það vegna þess að elsta systir mín var þá nýgift og búsett þar og þótti gott að koma okkur fyrir hjá svo nánum ættingjum. Svo leið að jólum. Þá var það vegna erfiðra samgangna að ekki þótti ráðlagt að við kæmum heim um jólin. Var þar annað hvort yfir háa snævi þakta fjallvegi að fara eða á smábáti langan sjóveg yfir brim og boða. Okkur leiddist það hræðilega, okkur fannst engin jól. Við glöddumst ekki yfir neinu nema því sem mamma og pabbi sendu okkur. Þegar ég var orðin 14 ára gat ég aftur verið heima yfir jólin. En þá hafði orðið mikil breyting. Foreldrar mínir voru fluttir búferlum
út í þorpið, svo ég fékk ekki gömlu jólin mín aftur. En ég var heima og það var mikill munur. Um haustið 1945 réðst ég sem vinnukona hingað í höfuðborgina, þá aðeins 15 ára, á nokkuð ríkmannlegt heimili. Og auðvitað var ég svo mikilvæg heimilisaðstoð að ekki var hægt að gefa mér frí svo ég gæti farið heim um jólin. En ég fékk að fara til ættingja minna eftir að búið var að borða og vaska upp á aðfangadagskvöld. Kom ég þangað í þann mund sem verið var að byrja að taka upp jólapakkana, sem var stærðarinnar stafli undir jólatré. Þarna rifu börnin upp pakkana hvern af öðrum með skrækjum og ólátum, að mér fannst, og vissu varla frá hverjum hvað var. Þetta hafði ég aldrei séð fyrr. Hef ég hugsað til þess oft síðan, hvað er betra fyrir börn, að fá nokkur kerti og spil í jólagjöf, eða allt það glingur sem þá og nú er á boðstólnum.
27
UNNIÐ AÐ VIÐHALDI
SÚGFIRÐINGASETURSINS Nokkrir félagsmenn Súgfirðingafélagsins gerðu sér ferð vestur í sumar til að ganga frá dreninu í kringum Súgfirðingasetrið. Fyrir nokkrum árum var farið í miklar endurbætur á húsinu sem sjálfboðaliðar í félaginu unnu. Þakið var lagað og húsið var múrað og málað, gluggar lagaðir o.fl. Eftir var að ganga frá dreninu og var það klárað núna í sumar. Við fengum góða aðstoð frá Bjarna Jóhannssyni á gröfunni sem kom með bílfarm af grjóti til að nota í drenið. Ásta Friðberts, Snorri Sturluson, Erla Eðvarðsdóttir, Jón Víðir Njálsson og Klofningur lánuðu okkur hjólbörur og skóflur. Sturla Snorrason, Kristján Pálsson, Eyþór Eðvarðsson og Ingrid Kuhlman mættu til að moka, keyra mölinni í skurðinn meðfram húsinu og slétta. Eðvarð Sturluson og Jens Hólm veittu sjálfboðaliðunum félagsskap ásamt öðrum gangandi vegfarendum. Sól var í heiði, heitt í veðri og Súgandafjörðurinn skartaði sínu fegursta. Súgfirðingasetrið er falleg íbúð í hjarta þorpsins sem við í félaginu getum verið stolt af. Þeim fjölgar á hverju ári félagsmönnunum sem fara í Súgandafjörðinn og gista í íbúðinni okkar en þrjú fullbúin herbergi eru þar og geta jafnvel þrjár fjölskyldur verið þar í einu. Aðstaðan er til fyrirmyndar og minningar um liðna tíma fyrir brottflutta Súgfirðinga má sjá út um alla glugga. Anna Bjarna sem allir þekkja sér um útleiguna á íbúðinni.
Ingrid, Kristján og Sturla
Sturla Snorrason
28
Drenið orðið klárt
Verkstjórinn kíkti við
Þjónusta
Alltaf
800 6666 Settu númerið í símann það borgar sig...
og hirslur ir ð r u h a íl b Við opnum
N A L L Aarhringinn
sól
Læst-/ur úti?
Lásasmiður
Neyðaropnanir 29
KEA HANGIKJÖT
Bragðið sem býr til jólin … ár eftir ár. Það er ýmislegt sem breytist með tímanum en KEA hangikjötið hefur verið ómissandi á jólaborðum Íslendinga í fjöldamörg ár. Það er taðreykt og verkað samkvæmt aldagömlum hefðum sem tryggja framúrskarandi bragð og gæði.
30
Á SKOTHÓLNUM
María Þrúður Jóhannesdóttir
Hverra manna ertu? Ég er yngsta dóttir Svövu Valdimarsdóttur og Jóhannesar Þ. Jónssonar. Ég á tvær systur, Aðalheiði og Guðrúnu Kristínu, og einn bróður, Þórð. Annar bróðir minn Haraldur dó í Þýskalandi þegar ég var 12 ára árið 1965. Fjölskylduhagir Við áttum heima á Aðalgötu 10. Fyrst bjuggum við á fyrstu hæð og Heiða og Óskar uppi á efri hæðinni. Síðan fórum við upp á efri hæð þegar þau fluttu inn í nýja húsið sitt. Rúna Sturludóttir og Þórhallur Halldórsson fluttust þá á fyrstu hæðina. Sóley Halla, dóttir þeirra var bezta vinkona mín, enda vorum við á sama aldri. Árið 1965 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Eftir að ég gifti mig í fyrra skiptið fór ég til Ameríku árið 1974 og bý þar enn. Seinni maður minn, Art Weinberg dó nýlega á háum aldri og bý ég því ein. Starf? Ég vinn hjá IBM í East Fishkill NY. Ég starfa þar sem 300 mm fræðslustjóri, sem mér líkar mjög vel, enda Kennaraskólagengin. Hvar býrðu? Ég bý í 2407 Fox Lane Poughkeepsie, New York, sem er 70 mílur frá New York City - upp með Hudson fljótinu. Áhugamál? Ég hef alla mína æfi verið mikill lestrarhestur. Ég á margar þúsundir bóka, en er núna komin með Kindle og Kindle Fire, og taka bækurnar miklu minna pláss þannig. Ég er alveg sjúk í að spila brids og er Bronze Life Master - og er að vinna að því að verða Silfer Life Master - vantar um 250 punkta. Til að halda mér á hreyfingu fer ég í göngutúra um allt og er nýbúin að kaupa mér hjól sem ég nota á Rail
Trail. Það eru stígir þar sem voru einu sinni lestar og er búið að breyta þeim í fallegar leiðir. Fallegustu staðirnir í Súgandafirði? Þegar dagurinn er á enda og höfnin er alveg eins og spegill og kirkjan speglar sig í honum. Það finnst mér fallegt. Hvenær komst þú síðast á Suðureyri? Ég kom fyrir nokkrum árum og fór á Mansahátíð. Það var voða kalt, en voða gaman. Ég labbaði yfir hálsinn með öllum frá Flateyri og komum við niður í Vatnadalinn. Birkir í Botni fór með okkur og mun ég aldrei gleyma því hvað hann fór létt með þetta. Minningar mínar frá jólum á Suðureyri Ég gleymi því aldrei. Þetta voru jólin sem ég fékk nafnið „Litla níska rúsinan“. Ég var að fara á jólaball, var búin að hlakka til mánuðum saman að fá kramarhús fullt af gotteríi. Ég man eftir hvernig snjórinn marraði undir svörtu skónum mínum og labbaði ég voða hægt svo ég myndi ekki detta. Margir voru á ballinu og við dönsuðum í kringum jólatréð, Jón skólastjóri og Gummi með Jóhannes presti voru með skemmtunina, eftir því sem ég man. Svo kom jólasveinn og allir fengu kramarhús. Ég var voða ánægð með mitt, það var stórt grænt hlaup húðað af sykri á toppnum. Ég tók það heim, og Halli bróðir, sem var of gamall til að fara á barnaball, bað mig um gott, ég var ekkert of ánægð að gefa honum gottið mitt en sagði samt já þú mátt fá bara eitt. Hann valdi sér svo hlaupið góða. Það var of mikið fyrir mig, fannst mér, ég vildi ekki gefa honum hlaupið, en bauð honum í staðinn súkkulaðirúsínu, sem var á botninum. Hann lét mig aldrei gleyma þessu og var ég alltaf kölluð „Litla níska rúsínan“ síðan. 31
Minningar mínar frá
JÓLUM Á SUÐUREYRI Harpa Njálsdóttir Þegar ég horfi til baka og hugsa til jóla á Suðureyri birtast margar myndir og minningar. Eitt er þó efst í huga sem boðaði jólin – það er eplalyktin. Í þá daga voru epli aðeins á boðstólum um jól og þegar búið var að kaupa kassa af rauðum glóandi eplum voru jólin í nánd og oft stakk maður nefinu inn í geymsluna til að finna lyktina. Epli voru mikilvægur þáttur í jólahaldinu. Ég minnist þess að fyrir ein jól voru eplin ekki komin til landsins þegar síðasta ferð Heklu/Esju brast á vestur. Þá bjargaði Gísli Guðmundsson skipstjóri hreinlega jólunum því hann lét sig ekki muna um að sigla suður og sækja eplin og eflaust fleira – það var nánast óhugsandi að halda jól í þorpinu án epla Jólaundirbúningur var annasamur tími. Það var hreingert og allt pússað og snemma fór ég að taka þátt - var virk með tuskuna. Móðir mín saumaði mikið á okkur systkinin og falleg föt fyrir jólin og móðuramma mín Pálína sem var á heimilinu sá um að prjóna sokka og peysur - það fór enginn í jólaköttinn. Á æskuheimili mínu var eldað og bakað – fyrst á kolavél, þá olíuvél og seinna rafmagnseldavél. Við áttum kindur meðan faðir minn lifði og matfang til jóla s.s. hangikjöt og svið var heimaræktað. Að stórum hluta byggðist undirbúningur jólanna á æskuheimili mínu á sjálfsþurftarbúskap. Þegar leið að jólum var skreytt – við bjuggum til músastiga úr kreppappír og þeir hengdir upp í fallegum boga – við bjuggum til hjörtu og mamma bjó til blóm úr kreppappír. Á bernskuárum mínum var heimagert jólatré - úr tré sem við skreyttum. Á Þorláksmessu var hangikjötið soðið og jólakveðjur ómuðu í útvarpinu. Hátíðin gekk í garð og spenna 32
lá í loftinu hvað kæmi úr jólapökkunum. Við biðum óþreyjufull eftir matinn - því fyrst varð að ganga frá í eldhúsinu áður en kom að pökkunum. Amma passaði upp á að heilagleiki jólanna væri virtur – það mátti aldrei taka í spil fyrr en á annan í jólum – þá spilaði mamma gjarnan við okkur kasíó. Og þó stormur geisaði úti og snjó kyngdi niður þurfti ég ekki út úr húsi til að hitta bestu vinkonu mína, Tótu Þórarins - við bjuggum í sama húsi, Eyrargötu 11 og þurftum bara að trítla upp og niður stigann til að ná sambandi. Á æskuheimili mínu var hugað að dýrum um jól og föður mínum var umhugað um kindurnar og gaf vel á garðann – við gáfum smáfuglum og hrafninn fékk sitt. Fyrir ein jól vorum við bróðir minn Jón Víðir send til að gefa hænsnunum. Við vildum gera vel og fundum út að meira ljós í hænsnakofanum undirstrikaði anda jólanna og skrúfuðum ljósið svolítið upp. Næst þegar komið var að lágu allar hænurnar í valnum þar sem luktin hafði ósað - í barnaskap okkar gleymdist að huga að því. Kreppuárin Fyrir jól fóru búðirnar úr sínu hversdagslega og umbreyttust í ævintýravöruhús þess tíma. Maður lá á búðargluggunum með nefið klemmt við glerið til að líta augum alla dýrðina. Ég man að fyrir jól - líklega var ég 5 ára – var ég spurð hvort ég hefði séð eitthvað sem mig langaði í. Ég var sein til svars en sagði að mig langaði í dúkku sem ég hafði séð „ef hún kostaði ekki meira en túkall”. Ég taldi að það væri nokkuð viðráðanlegt verð. Þessi jól fékk ég dúkkuna frá foreldrum mínum og ömmu – og fleiri dúkkur komu uppúr jólapökkum og ég
var alsæl. Ég var mikil dúkkustelpa. Móðurbróðir minn, Hörður Friðbertsson var á millilandaskipi og sigldi um heimsins höf og sannarlega nutum við góðs af því. Ein jólin fékk ég stóra dúkku frá Hödda frænda og önnur jól fékk ég litla handsnúna saumavél - algjört gersemi sem hægt var að sauma á föt fyrir dúkkurnar. Þetta var á kreppuárunum og margt ófáanlegt og Höddi keypti fleira en barnagull. Fyrir nokkru vorum við mamma að skoða myndir frá jólum er hún stoppaði við og sagði: „Þarna ertu í bláu peysunni sem amma þín prjónaði úr garninu sem hann Höddi keypti í Hollandi.“ Þetta er lýsandi setning og kippti mér inn í veruleika sem var – margt ófáanlegt sem í dag er sjálfgefið. Jólaballið Þegar litið er til baka er jólatrésskemmtunin hápunktur þar sem börn og fullorðnir sameinuðust og glöddust um jólahátíðina. Allir fóru í sitt fínasta púss og skunduðu í félagsheimilið þar sem gengið var kringum jólatré og sungið. Góðar minningar eru frá þeim stundum – sem barn var eftirvæntingin mikil að bíða eftir jólasveininum sem alltaf mætti og stundum fleiri en einn. Tuttugu árum síðar var sama eftirvænting og gleðin í augum dætra minna að fara á jólaball. Þar mættu jólasveinarnir og komu með góðgæti nánast í sama formi og fyrr – öll börn fengu epli og gotteríspoka. Eftir kvöldmat var dansiball þar sem Bubbi og Mummi spiluðu og börnin nutu þess vel. Sama hefð hélst í áratugi.
Aðalgötu 21 til Aðalgötu 14 - þá hafði kyngt niður miklum snjó og eðlilega ekki mokað. Ég gallaði mig og hljóp af stað en fyrir utan kaupfélagið hafði skafið í himinháa skafla og ég sökk upp á mitt læri og komst ekki lengra. Ég hljóp heim og sótti skóflu og ætlaði að bjarga mér þannig – en datt þá í hug að kanna hvort greiðfærara væri um Eyrargötuna. Það var, og ég gat hlaupið nánast eftir skorningum neðri leiðina og að símstöðinni og notaði skófluna til að moka frá dyrunum svo þeir sem áttu erindi kæmust leiðar sinnar. Þegar inn kom byrjuðu línurnar að hringja – ég tók undir og sagði „miðstöð, get ég aðstoðað?“ Allir buðu gleðileg jól og báðu um samband áfram – hvort heldur var innanbæjar eða út fyrir fjörðinn. Símalínurnar voru glóandi og snúrur tengdar innanbæjar og samband sótt og gefið með aðstoð gegnum Ísafjörð, Brú, Reykjavík og talsamband við útlönd. Þetta var þakklátt starf á jólum. Á símstöðina kom líka fólk sem átti fáa að - bæði daglega og ekki síður um jól - til að hitta aðra og skiptast á vinsemd og góðum orðum. Þar opnuðust augu mín fyrir því hve félagsleg nánd er nauðsynleg og mikilvægt að fá og gefa bros - geta tekið þátt og óskað gleðilegra jóla.
Símstöðin gegndi mikilvægu hlutverki Í mínum huga er mikilvægt að ná sambandi við þá sem eru kærir og óska gleðilegra jóla. Sjaldan finnur maður meira fyrir því en um jólin ef ástvinir eru fjarri – þá er mikilvægt að geta tekið upp símann og hringt. Árin mín á Suðureyri náði engin símasambandi nema hringja fyrst á símstöðina og biðja um samband, e.t.v. við næsta hús. Ég vann á símanum í nokkur ár og minnist þess að um miðjan sjöunda áratuginn átti ég vakt á annan í jólum. Þó leiðin væri ekki löng frá 33
Súgfirðingaskálin 2012/2013 Þriðja lota í keppninni um Súgfirðingaskálina, tvímenningsmóti Súgfirðingafélagsins fór fram 19. nóvember s.l. en það var síðasta umferðin fyrir jól. Það voru 22 fræknir spilarar sem voru mættir eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Súgfirskir bridsarar nýttu sér í fyrsta sinn skráningarkerfi sem færir sagnir og úrslit jafnóðum inn í tölvu. Með þeirri tækni er hægt að fylgjast með stöðunni eftir hverja umferð og úrslitin liggja fyrir strax og umferðinni lýkur. Fimm efstu úr 3ju umferð voru: Þorsteinn Þorsteinsson - Rafn Haraldsson 108 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 107 Kristján Helgi Björnsson - Flemming Jessen 99 Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirsson 98 Guðbjörn Björnsson - Steinþór Benediktsson 95 Heildarstaðan eftir fyrstu þrjár umferðirnar er þá þessi: Kristján Helgi Björnsson - Flemming Jessen 308 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 294 Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirsson 293 Þorsteinn Þorsteinsson - Rafn Haraldsson 289 Gróa Guðnadóttir - Guðrún K. Jóhannesdóttir 275 Guðbjartur Halldórsson - Gísli Jóhannesson 264 Sveinbjörn Jónsson - Sigurður Ólafsson 258 Finnbogi Finnbogason - Pétur Carlsson 257 Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálsson 247 Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm 207 Guðbjörn Björnsson - Steinþór Benediktsson 167 Friðgerður Friðgeirsdóttir - Friðgerður Benediktsdóttir 91 Karl Ómar Jónsson - Jón Óskar Carlsson 76
Alls eru 7 lotur spilaðar um Súgfirðingaskálina og verða spilaðar 4 lotur eftir áramót: 21. janúar, 18. febrúar, 11. mars og 22. apríl. Spilað er í húsi Bridgesambands Íslands að Síðumúla 37 í Reykjavík og hefst spilamennskan kl. 18:00 stundvíslega. Spilarar hafa lagt sig alla fram í spilamennskunni þó þeir hafi gefið sér tíma til að stilla sér upp fyrir myndatöku hjá formanninum fyrir síðustu umferðina. Þetta er í 13. sinn sem spilað er um Súgfirðingaskálina og hefðin því orðin sterk og eftirsótt að vinna mótið. Spilastjóri er Sigurpáll Ingibergsson.
34
35
36