6 minute read

2.5 Gafl

Next Article
2.15 Stafnsholt

2.15 Stafnsholt

1918 - 1956: Hörður Jónsson og Auður Tómasdóttir

Hörður og Auður koma frá Engidal vorið 1918 [Kb. Grenj.], jarðnæðislaus, og byggðu í Gafli það ár og fluttu þangað 22. júlí. [Dagb. Páls H. Jónssonar (eldra)]. Þau bjuggu í Gafli til 1956 [Árb. Þingeyinga 1995, bls. 77]. Þau voru einu ábúendurnir Gafli.

Heimildir um upphaf og endi byggðar í Gafli eru nokkuð misvísandi. [Bybú, bls. 433] telja að þar hafi verið búið 1919 - 1955, og Ingólfur í Vallholti telur [Þormóður Jónsson: „Hjónin í Gafli“ í Árbók Þingeyinga 1995, bls. 66 - 77], að þau hjón hafi komið úr Engidal 1919. [BT.] segir hins vegar, að Gafl sé „í byggð frá 1918“.

Í dagbók Páls H. Jónssonar (eldra) í Stafni er svo sagt 18. júní 1918: „Hörður byrjaði að byggja“. Og. 22. júlí 1918: „Hörður og Auður flytja alfari vestur í hús.“ [Heimir Pálsson cand. mag., munnleg heimild, en Heimir hefur dagbækur Páls.].

Þá segir Hörður sjálfur í bréfi sem dagsett er í Gafli 13. apríl 1956, geymt í Örnefnastofnun Íslands: „Landið tók ég á leigu undir nýbýli árið 1918, og keypti það litlu síðar, ... “.

Hörður var fæddur í Garði í Aðaldal 27. okt. 1892 [Kb. Grenj.], [Laxd., bls. 75], sonur hjónanna Jóns Helgasonar frá Hallbjarnarstöðum og Herdísar Benediktdóttur frá Auðnum. Sjá um þau hjón t. d. í [Laxd., bls. 75-76]. Hörður er líklega með foreldrum sínum á Ljótsstöðum, í Hólum í L., á Litlulaugum og Hamri, þar er hann með þeim á manntali 1901 „ , barn þeirra, 9,“. Hann fer þaðan 1902 ásamt Helga bróður sínum að Garðshorni „ , tökubörn, 10,“ og þaðan 1904 „ , Ljettadr, 12, Frá Garðshorni að Stafni.“ [Kb. Ein.], [Kb . Þór.] og er þar á fólkstali hjá Páli og Guðrúnu 31. des. 1904 „ , Léttadr, 12,“ [Sál. Helg.] Hann er hjá þeim við manntalið 1910 „HJÞE“ (= hjú þeirra). Búfræðingur frá Hólum 1913.

Auður var fædd í Stafni 13. sept. 1885 [Kb. Ein.], yngsta dóttir hjónanna Tómasar Sigurðssonar bónda í Stafni og konu hans Ingibjargar Jónsdóttur frá Lundarbrekku. Auður mun hafa átt heima í Stafni, þar til hún giftist.

Hörður og Auður voru gefin saman hjá sýslumanninum á Húsavík (Bened. Jónssyni fulltrúa, afa Harðar) 2. júlí 1915 [Kb. Grenj.]. Þau flytja það ár „frá Stafni að Engidal“ og koma 1918„frá Engidal að nýbýli Einarsstaðaseli.“ [Kb. Grenj.]. Er þar um sama land að ræða og fór undir Gafl, en ekki er til þess vitað, að þau hjón hafi gert neina tilraun til búsetu í Einarsstaðaseli.

Um Hörð og Auði og búskap þeirra í Gafli má lesa í Árbók Þingeyinga 1995, bls. 66-77, sjá hér að ofan. Sjá einnig bókarkaflann „Þegar ég var í sveit“ eftir Vilhelm K. Jensen í ritröðinni „Með reistan makka“, ritstýrt af Erlingi Davíðssyni, II. bindi, Ak. 1982, bls. 109-135, einkum bls. 109-120.

Hörður dó á Húsavík 25. okt. 1968, og Auður þar einnig 4. júní 1971 [Árb. Þ. 1995, bls. 77]. Þau voru barnlaus.

Skyldulið ábúenda í Gafli:

(Benedikt Jónsson, f. 17. júní 1909 [Skú., bls. 117], [Laxd. bls. 76] bróðir Harðar. Um heimilisfestu hans í Gafli hef ég ekki neinar öruggar heimildir. Skúli, sjá hér næst á eftir, segist hafa heyrt að Benedikt hafi eitthvað verið í Gafli á fyrstu búskaparárum þeirra hjóna. Ingólfur í Vallholti kvaðst muna eftir Benedikt í Gafli, en ekki var hann viss um, hvort hann hefði verið þar nema sumarmaður. Í dagbók Árna í Skógarseli segir svo 19. mars 1925: „Hér kom Hörður í Gafli og Bend. að fara.“ Er það e. t. v. vísbending um að Benedikt hafi átt þar heima um tíma, en þó gat hann einungis verið í heimsókn.)

Skúli Helgason, bróðursonur Harðar, var í Gafli 1932-1933 og aftur 19341937, ekki aðeins sem sumarmaður, heldur einnig á veturna. Þetta sagði Skúli mér í símtali 30. okt. 1998. Skúli var fæddur 31. maí 1925, sonur Helga Jónssonar og Elísabetar Magnúsdóttur [Skú. bls. 116]. Hann varð prentari, býr nú (mars 2006) í Reykjavík.

Skúli sagði mér einnig, að í halla móti suðri á ytra túninu hefði Hörður gert tilraunir með ræktun bæði byggs og hafra. Mundi hann eftir því, að eitt haustið, að hann minnti 1934 eða 1935, hefði byggið borið þroskað korn. Hefðu þeir Hörður barið kornið af öxunum og Auður notað það í brauð, sem var hið mesta hnossgæti.

Vandalausir í Gafli:

Arnþór Jakobsson er skráður til heimilis í Gafli við manntalið 1. des. 1920 „ , lausamaður, verkamaður, Ó, “. Arnþór var fæddur 24. febr. 1892 í Narfastaðaseli [Kb. Ein.], sonur Jakobs P. Hallgrímssonar og Jóhönnu Jónsdóttur. Hann er á fólkstali með foreldrum sínum á Vaði við árslok 1892, en með móður sinni í Narfastaðaseli í árslok 1893 „ , h-ar barn, 1, “ [Sál. Helg.]. Fer með móður sinni 1895 frá Hallbjarnarstöðum að Miðhvammi [Kb. Ein.]. Við manntalið 1901 er hann „ , tökudrengur, 9,“ á Hömrum. Sjá um Arnþór og foreldra hans í kafla um Narfastaðasel.

Gunnar Skaftason kemur 1924 „ , vinnum., 20?, frá Akureyri að Gafli“ Hann flytur þaðan1927 „ , vinnum., 22, frá Gafli til Akureyrar.“ [Kb. Grenj.]. Líklega sá Gunnar, sem er á manntali á Dældum (nú Litlahvammi I), Svalbarðsströnd, 1910, ásamt foreldrum sínum, Skafta Eiríkssyni (ranglega sagður Friðriksson í [Bybú]) og Sigríði Sigurgeirsdóttur, og þrem yngri systkinum, fæddur 6. maí 1904 á Munkaþverá [Kb. Gundarþ.]. Dó 17. ágúst 1983, þá til heimilis að Syðra-Brennihóli í Kræklingahlíð, sjá skrá Hagstofu yfir dána.

Garðar í Lautum sagði mér sögu af Gunnari, þegar við lá að hann yrði úti, þegar Hörður og Auður fóru á samkomu á Laugum (líklega 27. mars 1926). Hans er einnig getið í dagbókum ÁJak. í Skógarseli.

Benedikt Jónsson

Skúli Helgason

Jón Rósberg Stefánsson kom í Gafl á 4. áratugnum, og telur Skúli að hann hafi komið þegar 1934 og voru þeir samtíða í Gafli. Ég minnist þess að við Skógarselsbræður heimsóttum hann, líklega fyrst sumarið 1938, og áttum við hann nokkurn félagsskap, þó langt væri á milli; einnig kom hann nokkrum sinnum í Skógarsel. Hann er á manntali í Gafli 1940, sagður fóstursonur þeirra hjóna, og fermdur þaðan vorið 1943 með Ívari bróður mínum. Ekki mun hann hafa verið mörg ár í Gafli eftir fermingu, en kirkjubækur um flutninga frá þessum tíma eru ekki komnar í Þjóðskjalasafn. Jón Rósberg var fæddur 9. apríl 1928 á Akureyri, sonur hjónanna Ingibjargar Maríu Jóhannesdóttur og Stefáns Valdimars Sveinssonar [ÆÞ. I, bls. 432 og 435]. Jón Rósberg stundaði alls konar bifreiðaakstur, var leigubílstjóri um skeið, einnig ók hann vörubílum og vinnuvélum, m. a. hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar um tíma. Hann á nú (mars 2006) heima að Furugerði 1 í Reykjavík. Sjá í [ÆÞ. I, bls. 435] um konur hans og börn.

Ýmsir unglingar voru í sumardvöl í Gafli, líklega lengst áðurnefndur Vilhelm K. Jensen, sem kvaðst hafa verið þar sex sumur, síðast 1933. Þetta sagði Vilhelm mér í símtali haustið 1998. En ekki munu þeir hafa verið þar heimilisfastir.

Þannig lokið til bráðabirgða 26. nóv. 1998. Endurskoðað og breytt í mars 2006. R. Á. 1. yfirferð lokið 29. mars 2006 R. Á. Þessi prentun gerð 10. júlí. 2010. R. Á.

Jón Rósberg Stefánsson

Ábúendur í Gafli

1918 - 1956: Hörður Jónsson og Auður Tómasdóttir

Skammstafanir og skýringar:

[BT.]: Björn Teitsson: Eignarhald og ábúð á jörðum í Suður-Þingeyjarsýslu, Rvík 1973.

[Bybú]: Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 1985, Rvík 1986.

[Kb.]: Prestþjónustubók í Þjóðskjalasafni Íslands.

[Laxd.]: Hallgrímur Pétursson: Laxdælir. Ábúendatal 1688-1990, Rvík 1991.

[Sál.]: Sálnaregistur, húsvitjanir, fólkstala, manntal sóknarpr., fólkstal.

[Skú.]: Þura Árnadóttir, Garði: Skútustaðaætt, Rvík 1951.

[ÆÞ.]: Indriði Indriðason og Brynjar Halldórsson: Ættir Þingeyinga.

This article is from: